Mosfellsbær

Við Mosfellskirkju eru tvö skilti. Á því fyrra má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Að Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld og löngum var hér kirkja og prestssetur í aldanna rás. Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og ný kirkja byggð að Lágafelli eftir miklar deilur eins og sagt er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór laxness.

Mosfellskirkja hin nýja er teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt og reist fyrir gjafafé Stefáns Þorlákssonar (1895-1959 hreppstjóra í Reykjadal. Merkustu gripir krikjunnar eru gamall kaleikur og forn kirkjuklukka sem geymd var á Hrísbrú á meðan kirkjulaust var í Mosfellsdal. Mosfellskirkja var vígð 4. apríl 1965t.

Messan á Mosfelli
Eitt þekktasta kvæði Einars Benediktssonar (1864-1940) heitir Messan á Mosfelli og greinir frá breyskum presti sem hér bjó. Yfirvöld komu ríðandi úr Reykjavík til að setja prestinn af en hann tók þá menn til bæna í Mosfellskirkju í orðsins fyllstu merkingu.
MosfellsbærEinar sagði sjálfur að kvæðið byggði á þjóðsögu og fyrirmynd skáldsins að prestinum hefur ekki fundist svo óyggjandi sé. Fyrsta og síðasta erindi þessa magnaða kvæðis eru þannig:

Ein sga er geymd og er minningarmerk

um messu hjá gömlum sveitaklerk.

Hann sat á Mosfelli syðra.

Hann saup; en hann smaug um Satans garn.

Í sál bar hann trú, en dró kjólinn í skarn,

-einn herrans þjónn og eitt heimsins barn, með hjarta, sem kunni að iðra.

MosfellsbærÞar heyrðu þeir prest – við eitt bláfátækt brauð,

og brjóst þeirra eigin fundust svo snauð,

em bróðirinn brotlegi ríkur. –

Í minnum er höfðingja heimreiðin enn.

Þeir hurfu í messulok allir senn.

Og voru hljóðir, hógværir menn,

sem héldu til Reykjavíkur.

Egils saga greinir frá því þegar Egill Skallagrímsson dvaldi hér á Mosfelli á efri árum hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni. Samkvæmt sögunni á hann að hafa falið silfursjóð sinn hér í nágrenninu. Frá þessu er sagt í 88. kafla sögunnar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Það var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna að Mosfelli, að Egill kallaði til sín þræla tvo er Grímur átti. Hann bað þá taka sér hest “vil eg fara til laugar”. Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór ofan eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu síðast.

En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.

En hvorki komu aftur síðan þrælarnir né kisturnar og voru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt.”

Á hinu skiltinu má lesa eftirfarandi:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár; Leirvogsá, kaldakvísl og Varmá. Leiruvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingvalla og annarra landshluta.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímansfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, grettistak á Þverfelli og Seljadal. fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulega minjar eru einnig víða við gönguleiðirnar.

Jarðfræði

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.

Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal er þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður
Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. Gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, upp dalina og fellin. Ofan til eru felli gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunna undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.