Færslur

Selvogur - örnefna- og minjakort

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus.

Selv-1

Þórarinn Snorrason á Vogsósum fer yfir uppdráttinn.

Undirbúningur og gerð kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við “gömlu mennina” og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu.
Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á síðasta ári [2010], en hann hafði farið með FERLIR nokkrum sinnum um svæðið, var ákveðið að fá þá tvo menn, Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi, er enn voru á lífi og þekktu gleggst til staðhátta á svæðinu til að koma saman heildstæðum uppdrætti. Og með stuðningi sveitarfélagsins og þolinmæði prentarans tókst að fullkomna verkið, sem nú hefur litið dagsins ljós. Á kortinu má auk þess sjá ljósmyndir af gömlu bæjunum.
Kort þetta þjónar a.m.k. tvennu; í fyrsta lagi að stuðla að varðveislugildi örnefnanna og staðsetningu minja frá fyrri tíð og í öðru lagi að minnka líkur selv-2á að verðmæti fari forgörðum vegna þekkingarleysis. Þá gefur uppdrátturinn ágæta yfirsýn yfir þróun byggðar í Selvogi. Sjá má hvar gömlu bæjunum hafði verið raðað ofan við ströndina. Verbúðir og fjárborgir voru við sjóinn og á milli lágu götur; kirkjugata og brunngata. Ofar má enn sjá leyfar af hjáleigunum.
Ætlunin er að fá sóknarnefnd Strandarkirkju í samvinnu við Biskupsstofu til að setja kortið upp við bílastæðið nálægt kirkjunni til glöggvunar og upplýsinga fyrir hina fjölmörgu ferðamenn, sem sækja Selvog heim árlega.

Selvogur

Fulltrúi FERLIRs fer yfir uppdráttinn með Þórði Sveinssyni.

Járngerðarstaðir
Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands hafa gefið út  Örnefna- og minjakort fyrir einstök svæði bæjarins með stuðningi Pokasjóðs. Þegar hafa komið út kort fyrir Járngerðarstaðahverfi (sögusvið Tyrkjaránsins Kort1627), Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðanes, Staðarhverfi og Hóp. Unnið er að sambærilegum kortum fyrir Hraun og Stórubót (sögusvið Grindavíkurstríðsins 1532).
Kortin eru unnin með hliðsjón af örnefnalýsingum sem og bestu upplýsingum elstu núlifandi manna og kvenna í Grindavík. Á þeim er getið um helstu örnefni á svæðunum og reynt að draga upp allar sýnilegar minjar frá fyrri tíð. Þá hefur verið reynt að endurvekja eldri minjar, sem nú eru horfnar.
Útgefnum kortum hefur verið komið fyrir á sérstökum upplýsingaskiltum á sérhverjum stað. Þar er fjallað nánar um búsetu- og atvinnusöguna og tengsl minjanna og örnefnanna við hvorutveggja.
Kortin fást í Saltfisksetri Íslands.

Grinndavík

Grindavík – sögu og minjakort.