Færslur

Múlasel

Í jarðabókinni 1703 segir m.a. um Skorhaga í Brynjudal: “Var hinn forni bær kallaður Múli, og er þar nú auðn, en í staðinn komin þessi jörð, Skorhagi, fyrir meir en hundrað árum. Aldrei hafði þar verið bær sem nú stendur hann”.
Brynjudalur-22Vísa, sem Sveinbjörn Beinteinsson afhenti Þórhalli Vilmundarsyni í desember 1992.  Höfundur er ókunnur.

Bær hét Múli í Brynjudal,
berst það víða um sveitir.
Skriðan gerði skemmdarpal,
Skorhagi síðan heitir.

Ekki er minnst á selstöður frá þessum bæjum í Jarðabókinni 1703.
Brynjudalur-23Ari Gíslason skráði örnefnalýsingu fyrir Skorhaga. Þar segir m.a.: “Árið 1705 segir jarðabókin frá því, að fyrir meira en 100 árum hafi bærinn verið fluttur hingað vegna skriðu og gamli bærinn hafi heitið Múli. Má og geta þess, að var kvöð  á bónda í Múla að gæta fjár, sem Reynivallaklerkur átti í Maríuhelli við Brynjudalsá. Brynjudalsá liggur í sveig austan og sunnan við bæinn og túnið. Láglendið, sem tilheyrir jörðinni, er mest holt og hæðir, svo og Múlafjall, sem gengur hér fram milli Brynjudalsvogs og Botnsvogs.
Inn á merkjum móti Ingunnarstöðum var býlið Múli, er fór í skriðu fyrir löngu síðan. Svo er hér mýri,sem heitir Skorhagamýri. Upp undan mýrinni uppi í klettum er sléttur vellisblettur, sem heitir Jónsblettur. Urð er allt í kringum hann og hlýtur að hafa sigið að honum. Klettar eru fyrir ofan þessa brekku, og heita þeir Sneiðarklettar. Þeir eru eins og sneið, sem hækkar vestur eftir og endar út á móts við Stórahjalla, sem er í miðri hlíð. Ofan við Stórahjalla er Lambaskarð í klettana, en neðan við Stórahjalla var tjörn, sem synt var í. Eyri milli tjarnarinnar og árinnar er Stórahjallaeyri.
Brynjudalur-24Niður undan vesturenda Stórahjalla er Ás, sem liggur upp og niður, og við ána er nefnt Svartibakki. Upp með honum að vestanverðu er væn vellisbrekka, sem vantar nafn á. Ofan hennar er lítið gróið land vestur að aðalklettunum. Í brún á Múla eru klettabelti; í þeim eru skörð. Lambaskarð hefur fyrr verið nefnt; svo eru þrjú önnur. Þau heita Austastaskarð, Miðskarð og Seldalsskarð, sem var utast. Upp þessi skörð fóru kvíaærnar. En þegar Einar Jónsson var að smala, gat hann sent tík eftir þeim, og allt kom þetta  niður um Seldalsskarð og aldrei neitt af geldfé, þó nóg væri af því uppi á fjalli.

Brynjudalur-25

Klettar neðan skriðu eru nafnlausir, og þar vestan Svartabakka er nokkuð breið nafnlaus eyri. Þar utar koma börð, sem heita Klifbörð. Efst við Skorhagamýri var farið yfir Klifholt), og börðin voru ofan við Klifið, en það var þar sem gatan lá yfir holtið. Vestan við Klifholt var Réttarholt; undir því var fjárrétt. Réttarholtið er rétt fyrir ofan bæinn. 

Vestan við Réttarholt eru börð sundurskorin. Þau heita Blettir; þetta er heldur vestur af túninu. Réttarholt er norður af mýrinni, upp af túni. Vestur af klettum er Seldalsholt, og þar vestur af er Seldalur.

Brynjudalur-26

Múlasel – uppdráttur ÓSÁ.

Áin tekur á sig allmikinn sveig kringum túnið. Þess má og geta, að einhver sagði, að nafnið hafi upphaflega verið Skyrhagi, vegna þess hve landið er gott hér. Um þetta er ekki annað að segja en það, að þetta nafn finnst hvergi. Niður að túni frá Seldal niður að á eru grjótholt niður með túni, nefnd einu nafni Holt. Þó eru á þeim ýmis nöfn. Mýri er fyrst vestur af bæ, sem heitir ekki neitt.”
Páll Bjarnason skráði upplýsingar um Skorhaga eftir Halldóru Guðmundsdóttur, Brávallagötu 48, fædd í Skorhaga 13. jan. 1903, átti þar heima til 16 ára aldurs. Hún hafði samráð við eldri systkin sín, einkum Snæbjörn, sem átti þar heima til 1921, og Þorkel.
“Hinn forni bær Múli var undir Múlafjalli mitt á milli Ingunnarstaða og Skorhaga eins og nú er, vestan og ofan til við Skorhagamýri. Þar er gróin skriða og hólar, sem bærinn er talinn hafa staðið.” Ekkert er minnst á sel, selstöður eða “selja”örnefni í lýsingunni.
Við leit á svæðinu norðan Skorhaga komu m.a. í ljós meint dys/kuml, forn gata, tvær fjárhústóftir, stöðull og/eða rétt og selið, sem leitað hafði verið að og tilheyrt höfðu bæjunum Múla og Skorhaga. Um eru að ræða tvær selstöður frá mismunandi tímum, líkt og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir:
-Jarðabókin 1703.
-Örnefnalýsing fyrir Skorhaga, Ari Gíslason skráði.
-Páll Bjarnason, örnefnalýsing fyrir Skorhaga, Reykjavík 9. febrúar 1977.

Brynjudalur

Brynjudalur.

Múlasel

Landnámsbæjarins “Múla” er getið í 11. kafla Landnámubókar.
Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Esjubergssel-402Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum á því að skoða skráðar heimildir:
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla. (Þjms. Könnun um friðlýstar fornleifar. Svar Magnúsar Jónssonar, Stardal).”

Í þessu skyni voru m.a. tóftir Sámsstaða skoðaðar, með hliðsjón af leifum bæjar “Halls goðlausa Trollafoss-31Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. fyrrnefnda lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í
Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma hefir þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt. Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir austan skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkennilegur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða “Stiftamtiðið”, og vita menn nú eigi um tildrög til þess örnefnis.

Mulasel-21

Túnstæðið er afhallandi og liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekkuna og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún er nál. 10 faðm. löng og skiftist í 2 tóftir, er hvor gengur af enda annarar og eru mjög svo jafnstórar. Hefir hin vestri glöggvar dyr mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum, eða uppgöngu. Ósagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er fallin saman, eða á þessari upphækkun hefir staðið dálitið hús, gert af viði einum.
Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önnur rúst, nál. 6 faðm. löng frá Samsstadir-22suðaustri til norðvesturs og bakhússtóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokkinn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra, og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft samgöng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokkuð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vorin, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku fyrir ofan.
Er þvi eðlilegt, að rústirnar séu Samsstadir-232niðursokknar og aflagaðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”
Svo mörg voru þau orð. Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Tóftin er efst í hallandi túnbleðli austan við niðurgrafinn árfarveg undir hlíð Stardalshnúks. Í grasi grónum, afmörkuðum, tóftunum er staur með málmplötu á. Á henni er nákvæmlega engin áletrun [arið 2003] eða annað er gefur til kynna hvers vegna hún er yfirleitt þarna á þessum stað. Líklega hefur einhvern tímann staðið á þessu litla skilti: “Friðlýstar fornleifar”. Jafnvel fyrir áhugasamt fólk gefur staurinn nú ekki neitt til kynna, ekki einu sinni að þarna kunni að vera friðlýstar minjar.

Hrafnholar-201

Munnmæli eru, sjá nánar hér á eftir, um að þarna hafi fyrrum verið “kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ. e. Plágan mikla 1402”, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Bæði nafnið og ummerki benda til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum fjandsamlegum veðrum.
Ef “bæjarstæðið” er skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum).
Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu Stardalshnukur-201hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum.
Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf.”…
Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: “Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík”.
Mogilsa-201Í Landnámubók segir: “Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði.”
Í fyrrnefndum 11. kafla Landnámu segir: “Hallur goðlauss hét maður; hann var son Helga goðlauss. Þeir feðgar vildu ekki blóta og trúðu á mátt sinn. Hallur fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur; þeirra son var Þórður í Álfsnesi, er átti Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Hallur bjó í Múla.”

Leirvogsa-301

Í skýrslu Óbyggðanefndar, sem jafnan mikil vinna hefur verið lögð í, segir m.a. um Múla: “Bæjarnafnið Múli er óþekkt og ekki víst hvar bæjarins er að leita [Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84].
Í Jarðabók ÁM og PV frá 1703, segir m.a. á bls. 338 í þriðja bindi um jörðina “Hafnhoolar” (sem í dag heitir Hrafnhólar): “Þetta er forn eyðijörð og veit enginn hvað lengi í auðn verið hefur, þar til að í tíð Heidemanns er hjer að nýju bær gjör fyrir sextán árum, og hefur síðan viðhaldist til þess í fardögum 1703 það lagðist aftur á ný í eyði”.
Leirvogsá hafi skipti í upphafi löndum Múla og Skeggjastaða, sbr. “Það afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Laxnesi og Skógarbringum til vesturs og suður og Selvangi og Selholti til austurs”.
Í Markusarsel-201Selholti á Selvangi m.a t.d. finna leifar að svonefndu “Markúsarseli”. Það mun þó ekki hafa tilheyrt landnámsbænum, af ummerkjum að dæma. Í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði er getið um selstöðu “norðan við Geldingatjörn” uppi í heiðinni – og má sjá móta fyrir hinni þar á mosavöxnum mel (með góðum vilja).
Hverfum aftur að Jarðabókinni 1703. Þar segir m.a um Stardal: “
Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíu árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkrun tíma bygt ból verið. Einn maður fertugur þykist heyrt hafa einhvörn segja þar skuli hafa verið bygð, áður drepsótt kom hjer á land, en þó kann hann öngvan mann að nefna þann á þessu samkvæmi, til hvurst hann þykist þetta heyrt hafa.
Þar í mót eru flestir hjer, er þykjast muna það Haukafjoll-201hafi af gömlum mönnum efað verið, hvort nokkurn tíma hafi hjer í fyrndinni bær staðið, og tveir frómir menn, sem báðir muna glögt föður sinn, og voru þá fulltíða menn er hann andaðist, segja föður sinn hafa það haldið, að aldrei hefði þessi Stardalur í gamla daga bygður bólstaður verið, og var faðir þeirra yfir nírætt, þá er hann andaðist. Þessari meiningu þess gamla manns samhljóðar það, er fólk hjer saman komið þykist heyrt og endurtekið hafa sögn og meiningu gamallra manna hjer í sveitinni, þá til hefur talað orðið um nýbýli þetta, einkanlega um það tímaskeið er fyrst var þessi bygð reist fyrir 30 árum, sem áður er getið. Hitt er almennilega kunnugt og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.”
Esjubergssel-uppdrattur-2006Ekki er getið um selstöðu frá Stardal í Jarðabókinni.
Um “Samstader” segir og í Jarðabókinni: “Forn eyðijörð, sem almennilega segist áður skuli verið hafa kirkjustaður og legið í auðn síðan drepsótt var hjer í landi. Eigandinn hvör verið hafi áður í fyrnd veit enginn að segja. Nú er það um lánga æfi eignað kóngl. Majestat, og brúka kóngsjarða ábúendur hjer grasnautn alla. Einkanlega hefur í lánga tíma frá Esjubergi hjer í því landi, sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa, selstaða brúkuð verið, þar sem heitir Esjubergs sel. Jörðin meina menn að ekki byggjast kunni til gagnsmuna fyrir landþröngvar sakir og þess annars að tún þau, er verið hafa, eru mjög uppblásin og spillt af skriðum.” Ekki er minnst á selstöðu frá “Hafnhoolum” í nefndri Jarðabók.
Skeggjastadir-201Til að gera langt mál stutt er niðurstaðan þessi: Vissulega eru, m.t.t. vænlegrar staðsetningar, líkur á að fornbýlið “Múli” hafi verið þar sem Hrafnhólar eru nú. Þar má m.a. finna gamla garða og gerði, en hvorki eru þar ummerki eftir fornan skála né aðrar mjög fornar rústir. Vitað er að “Hafnhoolar” hafi haft verulegt land til umráða þá og þegar bærinn byggðist á um 1780. Bærinn sá virðist hins vegar hafa verið skamman tíma í byggð. Á 18. öld er hann byggður upp að nýju og þá nefndur “Hrafnhólar”.
Eina örnefnið “Múli” er suðaustan við Stardalsbæinn… Líklegt má telja að bærinn hafi tekið mið af nálægðinni. Auk þess er bæjarstæðið á lour-301ákjósanlegum skjólsælum stað vestan undir Múlanum. Vatnsgóður lækur rennur niður með bæjarstæðinu.
Vel má hugsa sér að þarna hafi í upphafi landnáms byggst upp bær, hann hafi farið hallloka, s.s. fyrir “Pestinni”, hann lagst af og í framhaldinu hafi staðurinn verið nýttur sem selstaða frá bæjunum neðar í landnáminu, þ.e. milli Leirvogsár og Mógilsár.
Selstöðurnar síðustu lögðust allflestar af hér á landi í kringum 1870 og sumar jafnvel mun fyrr. Selminjarnar á “”Sámsstöðum” bera keim af þeirri þróun, því líklegt verður að telja að í þeim kunni að leynast svarið við hinu fyrsta landnámsbýli á svæðinu. Það kæmi ekki á óvart að það hafi verið þar sem núverandi Stardalsbær er nú (eða skammt frá). Örnefni, s.s. “kornakrar”, benda t.d. til þess að bærinn sjálfur, þrátt fyrir ungan aldur, kunni að hafa verið þarna, jafnvel frá fyrstu tíð.

Heimildir:
-Landnámabók, 11. kafli.
-Árbók Hins íslenska fornleifafjelags 1908, bls. 11-12.
-Skrá yfir Friðlýstar fornleifar 1990.
-Mosfellsbær, saga byggðar í 1000 ár.
-Jarðabók Ám og PV 1703, þriðja bindi, bls. 336-338.
-Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.