Færslur

Elliðavatn

Elliðavatn er á norðausturenda sprungusvæðis í Trölladyngjukerfinu og rekja má aldur þess til síðasta hlýskeðs ísaldar. Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn.
Ár og lækir, sem renna í Elliðavatn eru Bugða, Suðurá um Helluvatn, lækur úr Kirkjuhólmatjörn og HlaðaMyllulækur úr Myllulækjartjörn. Suðurá rann fyrrum gegnum Hrauntúnstjörn en var beint fram hjá henni. Elliðaárvirkjun var vígð árið 1921. Þremur árum síðar var hafizt handa við gerð miðlunarstíflu uppi við Elliðavatn. Henni var lokið 1926 og við þessar framkvæmdir fór Elliðavatnsengi ofan núverandi stíflu undir vatn. Benedikt Sveinsson eignaðist jörðina árið 1815 og Einar Ben. fæddist þar 1864. Síðan gekk jörðin kaupum og sölum og árin 1923-28 eignaðist Rafveita Reykjavíkur vatnið og byggði miðlunarstíflu, sem hækkaði vatnsborðið verulega. Búskap var brátt hætt á Elliðavatni og Skógræktarfél. Rvk. fékk jörðina 1963, einkum vegna umsjár Heiðmerkur, en verulegur hluti hennar er í landi jarðarinnar. Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og margir aðrir en Jónas Hallgrímsson hafa rannsakað staðinn.
Brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingunum í Reykjavík upp úr 1750. Hann þurfti að tryggja næga ull til vinnslu, bæði af íslenzku fé og erlendu til blöndunar. Elliðavatn varð fyrir valinu sem sauðfjárbú fyrir Innréttingarnar vegna beitarinnar í skóglendi Heiðmerkur og nágrennis. Hrútar af enskum stofni voru fluttir inn til kynbóta og sænskur baron, Hastfer að nafni, var fenginn til að stýra þeim fyrsta kastið. Það er ekki ljóst, hvers vegna þessar kynbótatilraunir voru fluttar að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni 1757.
MyllulækjartjörnÞ
ar var reist stórt fjárhús og „mikil stofa”, þótt þessara mannvirkja sjái ekki lengur stað. Fjárhúsið var sagt vera vandaðra en flestar kirkjur landsins og afþiljað. Þetta afburðafjárhús dugði ekki til þess að bægja óláninu frá. Veiki komu upp í fénu, fjárkláðinn, sem breiddist óðfluga út og olli gífurlegum búsifjum. Á árunum milli 1760 og 1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360.000 í 140.000. Þetta var vafalaust mesta efnahagsáfall, sem Íslendingar hafa orðið fyrir fyrr og síðar, því að þeir voru svo háðir sauðfjárbúskap á þessum tíma. Sauðfjárræktinni og kynbótatilraununum lauk með þessu á Elliðavatni. Búið var formlega lagt niður 1764.
Til að grennslast fyrir um örnefndin Myllulækjartjörn og Myllulækur var farið yfir örnefnaskrá Elliðavatns eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í sumarbústað hans við Elliðavatn, í Elliðavatnslandi, 23. júní og 4. júlí 1983.
Ennfremur var rætt við hann að heimili hans, Kirkjuteigi 21, Reykjavík, 8. marz l984.  TóftSkráðar voru eftir honum athugasemdir og viðbætur við örnefnaskrá Ara, og verður hér leitazt við að fella þær inn í hana ásamt fyrri athugasemdum hans. Ennfremur var stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967. C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt. Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkir vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni.
Tveir lækir renna úr Myllutjarnarlæk. Eystri lækurinn hefur jafnan verið nefndur Myllulækur, en sá mun heita Heimalækur. Vestari lækurinn heitir Myllulækur. Tóftir eru við báða lækina, svo til alveg eins, jafn stórar og jafn heillegar.
“Suðvestan við Heimaásinn, neðst í Heiðmörkinni og neðst í Lágheiðinni (sjá síðar), er tjörn, sem á korti Borgarverkfræðings og Skógræktarfélags Reykjavíkur af Heiðmörk er nefnd Myllulækjartjörn. C.Z. kannast ekki við það nafn; hann segist ekki hafa heyrt það í máli manna á Elliðavatni. Svæðið umhverfis tjörnina var nefnt Lækirnir eða í lækjunum, og oft var talað um tjörnina sem Tjörnina í Lækjunum.

Myllulækur

Tjörn þessi var áður mikið minni. Tveir hólmar eru nú í henni, litlir grashólmar. Álftapar heldur sig í minni hólmanum. Himbrimi verpir oft þar sunnan við í bleytunni á bakkanum.
Lækur rann úr tjörninni norður í Elliðavatn, og hafa sumir kallað hann Myllulæk, en hann var ávallt nefndur Heimalækur, en Myllulækurinn er vestar; malarás er á milli þeirra. Heimalækurinn er stíflaður nú. Greinileg myllutóft er ennþá við Myllulækinn. Þar var vatnsmylla, sem korn var malað í. Þessi tóft er frá öldinni sem leið. Myllulækurinn rennur úr tjörninni nú, en áður kom hann úr sérstökum uppsprettum sunnan og vestan við malarásinn (fyrrnefndan), en þær eru nú í tjörninni. Malarás þessi nær úr Lágheiðinni og fyrir ofan tjörnina og út í vatn milli lækjanna.
Myllulækur og myllan1925-6 hefur Rokstad tilraunir með regnbogasilung. Hann lætur grafa í gegnum malarásinn á milli tjarnarinnar og Myllulækjar og veitir honum þannig í tjörnina, og í Heimalækinn. Hann lét síðan hlaða torfgarð, þannig að Vatnið í tjörninni hækkaði. Regnbogasilungurinn í tjörnina var fenginn frá Noregi.  Vatnið var síðan látið renna í gegnum munk í stíflunni við ósinn, en munkur var trékassi með milligerð, til að stöðva silunginn. Torfgarðar voru hvorum megin.  Þessar tilraunir fóru út um þúfur; stíflan brast árið eftir. Myllulækurinn er nú í sínum gamla farvegi, en úr tjörninni. Að vísu rennur lítið vatn úr tjörninni nú, þar sem vatnsveitan stíflaði lækina, en við það stækkaði tjörnin. Þannig átti að hækka vatnsyfirborðið í Gvendarbrunnum og Tjörnunum. Gömlu stíflugarðarnir, sem Rokstad lét gera eru nú á kafi í vatni.
TTóftvö klakhús voru byggð í Heimalæknum, og sjást greinilegar tóftir enn. Eldra húsið byggði Þórður frá Svartárkoti í Bárðardal, árið 1923. Hann var á vegum Búnaðarfélagsins. Tóft þessa klakhúss er niðri undir vatninu, vestan megin lækjarins. Húsið var byggt á bakkanum og tekinn stokkur úr læknum. Hitt húsið var byggt 1927 af Ólafi Sigurðssyni frá Hellulandi, starfsmanni Búnaðarfélagsins. Þá var rafveitustíflan gerð, og yfirborð vatnsins hækkaði; vatnið flæddi upp í klakhúsið frá 1923, og varð því að byggja annað heldur ofar og austan við lækinn.
Á tímabili var klakið bleikju og henni sleppt í vatnið. Sá kaupamaður um veiðina, og var hún oft dágóð, 50-100 bleikjur á dag, í mörg net. Veiðin var send í bæinn, og voru þetta að sjálfsögðu þó nokkur hlunnindi. Bleikja gekk upp í Tjarnirnar og jafnvel Gvendarbrunna.
MyllulækjartjörnLítil kvísl úr Heimalæk rann aðeins vestan við hann og í litla vík, aðeins vestan við ós hans.  Götur lágu þarna um, og lá hellulögð stétt yfir þessa sytru. Fyrir ofan litlu víkina, í slakka við þennan farveg, er mjög gömul tóft, lítil; hún var gömul, þegar C.Z. var barn. Óvíst er eftir hvað þessi tóft er, en C.Z. telur líklegt, að hún geti verið eftir skothús.
Nyrzt í fyrrnefndum malarás, við vatnið, er brattur hóll eða höfði.  C.Z. heyrði hann ekki nefndan neinu nafni, en í skrá A.G. er hann nefndur Riðhóll (23). Það er líklega réttnefni. Þarna voru hrygningarstöðvar silungsins, en kaldavermsl eru beggja megin. Þarna var góð lögn.”
Skv. þessu mun tóftin við Myllulækinn vera leifar myllu, sem þar var, og tóftin við Heimalækinn munu þá vera leifar klakhúss. Ekki er óeðlilegt að “myllan” hafi færst yfir á klakhúsið í hugum kortagerðarmann því í báðum tilvikum er aðkoman svipuð, þ.e. lækirnir hafa runnið að hluta í gegnum húsin.
Gangan ók 1 klst og 1 mín. Frábært veður.

Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Elliðavatn.Riðhóll