Tag Archive for: Nesjavellir

Ölfusvatn

Í „Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns„, Fornleifastofnun Íslands 1997, er m.a. fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli. Hér verður sagan rakin sem og nefndir nokkrir áhugaverðir staðir þeim tengdum:

Fyrri fornleifaathuganir á Ölfusvatni

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

„Ekki hafa verið gerðar neinar fornleifaathuganir í landi Nesjavalla svo vitað sé fyrr en sumarið 1997 en tæpar þrjár aldir eru síðan menn fóru að veita fornleifum á Ölfusvatni athygli. Í skýrslu um heimildakönnun um fornleifar á Hengilssvæðinu er gefið yfirlit um fornleifaathuganir sem gerðar hafa verið á svæðinu en hér verður fjallað um Ölfusvatn sérstaklega.
Í lýsingu sinni á Háldans Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 getur hann um Grímkelsgerði og Grímkelsleiði á Ölfusvatni en lýsir þeim ekki nánar (SSÁ, 234-50). Árið 1817 sendi konungleg nefnd um varðveislu fornminja bréf til allra sóknarpresta á Íslandi og bað þá að skrifa skýrslur um fornleifar og gamla gripi í sínum sóknum.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – túnakort 1918.

Presturinn á Þingvöllum, Páll Þorláksson (1748-1821) svaraði nefndinni um hæl með allítarlegri skýrslu. Á Ölfusvatni getur hann um hoftóft sem ennú sjáist gjörla til og að það sé talið hofið sem Grímkell brenndi. Sunnan við hofið segir hann frá stóru gerði með þúfu í sem kallað sé Grímkelsleiði. Einnig getur hann um kirkjugarð og stein sem standi í sáluhliði sem talinn sé frá pápískri öld og haldi sumir að hann hafi staðið fyrir kirkjudyrum með vígðu vatni en aðrir að hann hafi verið skírnarfontur. Þessar lýsingar koma ágætlega heim við aðstæður í dag. Hofkofinn, fjárhús sem byggt var á hoftóftinni um miðja 19. öld, er þó heldur vestar en norðar af Grímkelsgerði sem nú er kallað og ekki er hægt að sjá af lýsingu Páls hvar kirkjugarðurinn hefur verið eða bollasteinninn (FF, 219-20).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – uppdráttur/G.Ó.

Tuttugu árum síðar sendi Hið íslenska bókmenntafélag út spurningalista til sóknarpresta og var þar m.a. spurt um merkar fornminjar, þar á meðal dómhringa. Með því hugtaki var yfirleitt átt við hringlaga torfgarða þar sem dómar áttu að hafa farið fram en presturinn á Þingvöllum, Símon Beck, hefur ekki skilið það þannig heldur lýsir hann sem dómhring steini einum á Ölfusvatni sem menn sögðu vera blótbolla. Það er sýnilega sami steinninn og hafði verið talinn skírnarfontur af forvera Símonar því hann telur bollann hestklyf (50 kg) að þyngd og bollann taka 4-5 merkur (1-1,25 l) (SSÁ, 190). Á þessum stutta tíma hafði afstaða manna til fortíðarinnar breyst á afgerandi hátt: Það sem áður voru óáhugaverðar leifar úr pápísku voru nú orðnar merkar minjar sem endurvörpuðu ljóma glæstrar fortíðar á staðnaðan samtímann. Ekki getur Símon um aðrar fornminjar í landi Ölfusvatns.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – hoftóft.

Á áttunda áratug 19. aldar reið danski fornfræðingurinn Kristian Kålund um landið og skoðaði íslenska sögustaði. Hann kom við á Ölfusvatni til að skoða menjar um Grímkel goða. Kålund lýsir blótsteininum, gerðinu, leiðinu og hoftóftinni sem hann kallar Hofhól og greinir frá því að fjárhús hafði þá verið byggt á tóftunum. Honum var raunar sagt að blótsteinarnir hefðu verið tveir og að sá sem hefði staðið framan við kirkjuna og hefði verið stærri væri nú kominn í hleðslu í húsgrunni. Hinum steininum lýsir hann sem ferköntuðum með skál ofaní, sem sé um eitt fet í þvermál (um 30 cm). Sá steinn var þá heima við bæinn og er sennilega sá sami og er þar nú. Kålund fannst lítið til koma um blótsteinakenninguna og taldi skýringu Páls líklegri að steinninn eða steinarnir hefðu verið skírnarfontar (KK II, 89).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – tóft.

Skömmu síðar, eða 1880 var Sigurður Vigfússon við rannsóknir á alþingisstaðnum á Þingvöllum en fór einnig um nágrannasveitirnar og skoðaði minjastaði sem tengdust sögu þinghaldsins eða frásögnum Íslendingasagna. Sigurður segir frá sömu stöðum og Kålund og hefur litlu við frásögn hans að bæta utan að hann fékk að vita að stærri blótsteinninn væri í hleðslu í kjallara og einnig var honum sagt að þriðji steinninn hefði verið til, minni en hinir en hann væri nú týndur. Öfugt við Kålund var Sigurður ekki í vafa um að steinarnir hefðu verið notaður við heiðið helgihald og einnig taldi hann að staðsetning Grímkelsleiðis kæmi alveg heim við frásögn Harðar sögu um að Grímkell hefði verið jarðaður suður frá garði (Árbók 1880-81, 19-20).

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (Kålund).

1898 var arftaki Sigurðar sem könnuður Fornleifafélagsins, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi á ferð í Grafningi. Hann lýsir alveg sömu stöðum og Kålund og Sigurður og eru lýsingar hans öllu nákvæmari um stærð og lögun en bæta að öðru leyti engu við. Hann lýsir blótsteininum í hlaðinu en getur ekki um hinn eða hina sem Kålund og Sigurði hafði verið sagt frá (Árbók 1899, 2-3).
Eftir að Brynjúlfur hætti ferðum sínum skömmu eftir aldamótin 1900 dró mjög úr fornleifaathugun á Íslandi, en nýr þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, ferðaðist ekki um landið eins og forgöngumenn hans heldur sat lengstum í Reykjavík og hugði að safngripum. Matthías friðlýsti þó fjölda minjastaða á Íslandi í kringum 1930 og fór þar mest eftir skýrslum þeirra Kålunds, Sigurðar og Brynjúlfs. Meðal þeirra voru Grímkelsleiði í túninu á Ölfusvatni en einnig steinn með áletruðu ártali ‘1736’ í túninu aftan við bæinn. Steins þessa er ekki getið í fornleifaskýrslum og hlýtur Matthías að hafa skoðað hann sjálfur. Einnig er haft eftir Sæmundi Gíslasyni bónda á Ölfuvatni að Matthíasi hafi ekki þótt tóftaleifarnar undir Hofhúsinu sannfærandi og talið að hofið væri sunnan við túnið þar sem er tóft sem annars hefur verið talin vera af fjárborg. Þetta mun vera ástæðan fyrir að Hofhúsið var ekki friðlýst en Matthías lét friða nær allar slíkar tóftir sem hann vissi um. Ekki er vitað hvenær hann kom að Ölfusvatni en dauðaleit hefur ekki verið gerð í dagbókum hans.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund –  1844 –  1919.

Skipuleg fornleifakönnun hefur ekki farið fram á Ölfusvatni fyrr en sumarið 1997 en 1958 skoðaði Kristján Eldjárn nokkrar tóftir á svæðinu og gróf m.a. í svokallaðar Grímkelstóftir fyrir neðan túnið í Króki. Markmið þessarar athugunar var að fá staðfestingu á sögn Harðar sögu um býlið Grímkelsstaði þar sem Grímkell bjó áður en hann flutti bæ sinn að Ölfusvatni. Egill Guðmundsson á Króki sýndi Kristjáni tóftir á fleiri stöðum, m.a. í Álftalautum og sést þar í einni tóftinni að grafin hefur verið lítil ferköntuð hola sem sennilega er eftir Kristján.
Árið 1989 stóð til að leggja veg heim að Ölfusvatni, vestan árinnar og var bent á að fyrirhugað vegarstæði færi í gegnum rúst af fjárborg sunnan við túnið. Guðmundur Ólafsson gerði vettvangsathugun sama ár og var ákveðið að færa veginn svo hann spillti ekki tóftinni. Guðmundur lýsti fjárborginni og gerði lauslegan uppdrátt af bæjarstæðinu á Ölfusvatni.

1847. Skálholtsstólsjörð. Kirkjustaður fram á 16. öld og átti kirkjan hálft heimaland og Sandey. Jarðarinnar er getið í Harðarsögu og Sturlungu (1243). Í eyði síðan 1947. Sagt er að Arnarbæli í Ölfusi hafi átti skógarítak í Þverárdal. Eign Hitaveitu Reykjavíkur en sneið vestan af jörðinni er sumarbústaðarland í einkaeign. Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni en auk þeirra áttu Nesjar sókn til Ölfusvatns.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson – 1877- 1961.

1918: Tún 5,3 ha, að mestu slétt. Matjurtagarðar 582 m2. Þverárdalur út við Hengil er mýrlendur að hluta; skiptast síðan á melar með valllendis- og mosagrónum dölum og dalverpum en brekkur eru víða klæddar nokkrum tegundum lyngs og víðis.
Kringlumýri er slægjuland þar sem veitt hefur verið á. Stóribaugur er nef í ánni sem hún hljóp yfir í vetrarleysingum og þótti hey þaðan vera töðu ígildi. Skógarkjarr nokkurt er vestan í Ölfusvatnsfjalli, Líkatjarnarhálsi, Sandfelli að austan og svonefndum Ölfusvatnshólum. Veiði er í Þingvallavatni 1 1/2 km frá bænum. Mótak er norður af túninu.≅ SB III, 264. Túnið er nú komið í sinu og mosa. Bæjarmýrin norðan við það er farin að teygja sig inn fyrir túngarðinn í átt að bæjarhólnum. Túnið hefur verið að stórum hluta slétt, en stórþýfi er hér og þar, einkanlega NA af bæjarhól. Hér og þar í túninu, einkum SV-til í því eru stakar litlar þúfur eða hrúgur sem eru möl og aur úr fjallinu sem mokað hefur verið saman. Túnið virðist sáralítið hafa verið stækkað frá því túnakortið var gert, mest til NA. Þar er helst að sjá að það hafi verið ræktað upp á mel, því að þar sem því sleppir til austurs taka strax við svotil gróðurlausir melar. Norðan við túnið er hinsvegar mýri. Sigurður Hannesson telur að túnið hafi ekkert verið stækkað eftir 1918 og að þaksléttur í brekkunum ofan og vestan við bæinn hafi verið yngstu túnaukarnir. Túnið á Ölfusvatni var fyrsta túnið í Grafningi sem girt var með vír, skömmu eftir aldamótin 1900. Ölfusvatn þótti góð jörð til beitar og fyrir veiðar en erfið um slægjur.“

Í „Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri„, Náttúrustofa Vestfjarða 2018 er einnig fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli:

Ölfusvatn 

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

„Ölfusvatns er getið í Harðarsögu og í Sturlungu. „Grímkell bjó fyrst suður að fjöllum skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallað á Grímkelsstöðum og eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landkostir“ er talin hafa búið fyrst á Grímkelsstöðum og flust síðar til innar jarðarinnar. Á Grímkelsstöðum eru og alla tíð verið stórbýli í Grafningi þar sem höfðingjar og valdamenn hafa búið. Það bjó árið 1243 Símon Kútur sem hafið verið fylgdarmaður Gissurar Þorvalssonar og hafði barist með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti við aftöku Snorra Sturlusonar.
Flest bendir til þess að Ölfusvatn hafi verið aðalbýlið á miðöldum í Grafningi þar hefur líklega verið kirkja frá kristnitöku. Í Jarðabók Árna og Páls segir „So segja menn hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.

Gamlasel

Gamlasel

Gamlasel.

Krosshóll og Selhóll norðan við Gamlasel tilheyra báðir Ölfusvatnshólum. Milli Klettagrófar og Gamlasels er brött brekka með dálitlum skriðum, sem nær alveg niður að ánni og hár bakki neðst. Eftir þessum bakka lágu suðurferðargöturnar og voru kallaðar Tæpur. Fyrir vestan Tæpur norðan árinnar er Gamlasel undir Selhól. – Gamlasel er undir Selhólnum að sunnan. Þar er hvammur með tóftum.≅ segir í örnefnalýsingu. Selið er stök tóft í breiðum hvammi sunnan undir Selhóli um 70 m vestan við Ölfusvatnsá. Merkt gönguleið upp á Ölkelduháls liggur hjá tóftinni. Í hlíðarótum, í breiðum hvammi sem er u.þ.b. 100×100 m, með smáþýfðum grasmóa innantil en lyngmóa nær ánni. Víðikjarr er í hlíðinni innan við tóftina.
1706: Selstaða er í eigin landi.≅ 1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.≅ SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem rætt er um í sóknalýsingunni.
Sels frá Ölfusvatni er getið í Sturlungu er Björn Dufgusson og menn hans leituðu þar uppi Þorstein Guðnason, sem eignað var banasár Snorra Sturlusonar, og handhjuggu hann utan við selið – Sturl, 491.
Seltóftin er með grjót í veggjum en þeir eru mjög hlaupnir í þúfur. Dyr á syðri langvegg, vestarlega. Um 75 m SA við seltóftina er um 30 m langur hóll, sem snýr N-S, með lyngmóa og grjóti upp úr hér og þar. Í N-enda gæti verið lítil tóft m. grjóti í veggjum, mjög breiðum, og dyrum til A.

Nýjasel

Nýjasel

Nýjasel.

Suðaustur af Mælifelli, við ána þar sem Gljúfrin enda, er Nýjasel og Seltungur meðfram ánni. – Nýjasel er austan undir Mælifelli, fyrir suðvestan Löngugróf. [Selið] var líka frá Ölfusvatni.
Seltungur […] eru þar skammt frá. Þær liggja meðfram Ölfusvatnsánni, bugður út í ána. Fyrir selinu sést ennþá. segir í örnefnalýsingu. Selið er austanmegin í dalverpi, sem snýr N-S og gengur til N frá Þverá þar sem hún tekur stóran sveig til A, SA við Mælifell. Tóftin er um 200 m norðan við ána og sést ekki frá henni. Undir lítt grónu holti, í brekkurótum. Í dalverpinu er blaut mýri og tjarnir. Fjær eru mosaþembur og flagmóar og enn fjær berir sandar. Norðan við selið meðfram Þverá, allt niður um Ölfusvatnsárgljúfur er mosi ráðandi gróður, en ofanvið, á Selflötum og allt upp undir Ölkelduháls eru víða grösugir móar og grashvammar sem mátt hefur slá. Í örnefnskrá segir ennfremur um Seltungur meðfram ánni: Þar hefur verið ágætt haglendi og nóg vatn í ánni. Ég hef heyrt, að þarna hafi einu sinni verið mikill skógur víða. Nú er þetta allt horfið. Þarna mun hafa verið skógarítak frá Arnarbæli í Ölfusi fyrr á öldum. … Suður og suðvestur af Mælifelli eru Mælifellsflatir [vestur af selinu]. Um 1938 og áður voru þessar flatir stórar (margir hektarar). Nú er þar aðeins smáflöt eftir. Þarna hefur verið og er enn mikill uppblástur víða.
1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.  SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem hér er rætt um. Rof er í N-vegg á tveimur stöðum. Tóftin snýr N-S og er skipt í 3 hólf. Anna Þórðardóttir f. 17.9.1819 var síðasta selstúlkan í Nýjaseli og jafnframt í Grafningi en selið lagðist af um miðja 19. öld.

Kirkja

Ölfusvatn

Ölfusvatn – upplýsingaskilti.

1706: „So segja menn að hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.
1817: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til Kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kyrkiudyrum med vígdu Vatne ….
Ekki er nú vitað hvar kirkjan stóð, en hafi hún verið heima við bæinn, eins og líklegt er og ætla má af því að húsinu var breytt í skemmu, þá er sennilegast að hún hafi verið annaðhvort fast sunnan við bæjarhólinn þar sem nú er um 20×20 m rústabunga samtengd honum eða þar sem Hofhúsið stendur nú. Á fyrrnefnda staðnum er hnitið tekið. Þar sést ekkert tóftarlag eða garðsmynd en á síðarnefnda staðnum sést bogadregin garðhverfa austan við fjárhúsið 003, sem gæti verið af kringlóttum garði, um 20 m í þvermál. Í túni. Mælingar eiga við fyrri staðinn, sem áfastur er við bæjarhólinn.
Máldagar kirkjunnar á Ölfusvatni:

Ölfusvatn

Ölfusvatn – loftmynd.

[1180]: Þessi er kirkio maldage at vatne. at þar liggr til sandey oll. oc .xij. hundroþ alna i vatz lande oc i hagavikr lande. oc scal eigi selia lond þesse nema með ollom gæþom. þeim er fylgia. at leyfe biscops þess er i scala hollte er Þar fylgir oc kyr ein. oc scal gefa einnar kyr nyt fra þvi er sio vicna fasta komr. hvern drottens dag. vnz liþr hvita daga. oc mario messo of fosto. oc olafs messo. oc vppstigningardag. oc hvern drottens dag vpp fra olafs messo til vetrar. at vatne scal vera seto prestr. oc syngia þar allar heimilis tiþer. oc .ij. daga rumhelga i viko. oc alla þa daga er messa er til gor. hvern dag messa of iola fosto. oc annan hvarn dag .ij. messor of langa fosto. vigilia hvern dag rumhelgan of langa fosto. syngia .ij. messor fosto dag i imbro dogom of haust oc of vetr. kirkia a kluckur .iij. tiolld vm huerfis I kirkio. alltara klæþe .iij. prestz messo fot full. kertastikur .ij. gloþa ker. oc gloþa jarn. roþo kross. lyse kolo [skirnar sar. oc silfr kalekr*; DI I 270 [* b.v. í AM 263. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 8
1397: a halft heimaland. Sandey. Kirkiurid [!, kirkiuvid í einu handr.] portio Ecclesiæ vmm .xij. är firirfarandi .c. oc .x. aurar fiell nidur oll firir kirkiu vppgiaurd. DI IV, 94-95
1491×1512: Byskups Stephans maldagi. kirkian a Olversvatni. a heimaland halft. Sandey. kirkiurid. kirkian a nv viij kvgilldi. þar liggur til eirn bær. kirkjan lasin. hana á Skalhollt. DI VI, 47
1553-54: Olvesvatn. kirkian a Olverzvatne ä heimaland halft. Saudey. kirkiuvid. kirkian a nv viij kugillde. þar liggur til eirn bær. kirckia lasin. hana ä Skalhollt. DI XII, 662
1575: CXCIII. Aulvesvatn kirkian ä Aulvesvatne ä hälfft heimaland. Saudeij. kirkiuvid. Jtem kaleik og gomul messuklæde. thangad liggia Nesiar og krokur. DI XV, 644

Hofhús

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Hoftóft.

Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817segir að enn sjáist gjörla til hoftóftarinnar á Ölvisvatni: ΑI Sudurátt af Hoftoft er ennú sér giörla til á Ölvisvatni … Eins og ádur er um gétid vottar þar til Hoftoptar í nordur af svokolludu Grímkels leide er vera skal þad sama Hof, sem Grímkell brende, og getur um í Holmveria Sogu. Rústernar edur Hríngurinn er nú ummáls 30 Fadmar og standa þar vída Steinar uppur.
1877: Α… på Ölvesvatn … havde [Grimkell] et gudehus, der i sagaen kaldes Torgerd hörgabruds hov, men som dog også ses at have indeholdt billeder af de andre guder. … Spor af dette gudehus Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns 35 men syd for gården er i tunet en lav höj Hovhol (Hofhóll) hvorpå der står et fårehus, der af stædet bærer navnet Hofhús; her skal gudehuset have stået.
SV 1880: ΑÚti á túninu spottakorn fyrir útsunnan bæinn er fjárhús, sem stendr á flötum hól, bygt fyrir hér um bil 30 árum; það heitir nú Hofhús. Steinar höfðu verið teknir þar upp úr í húsið, og þó vóru steinar eftir niðri; þar sást fyrir vegg eða hleðslu, enn nú verðr ekki í neitt ráðið, síðan húsið var bygt.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – kort 1908.

1898: Eitt af fjárhúsum þeim, er standa í túninu á Ölfusvatni, er kallað Hofhús. Þar á hofið Grímkels að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu.
Hofkofi er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þóðarson taldi líklegra, að það mynda hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur að þarna hafi verið gömul fjárborg. segir í örnefnalýsingu.
1989: Fjárhústóft var í túninu suður af gamla bæjarstæðinu, allhár hóll. Þar heitir Hofkofi, og er að sögn staðurinn þar sem hof á að hafa staðið til forna. Tóftin er um 40 m sunnan við S-enda bæjarhólsins (sbr. 002). Hún stendur hátt á rústabungu sem er u.þ.b. 20 m í þvermál og um 1 m há. Í túni. Fjárhústóftin er einföld, með dyr á norðurgafli, en undir henni eru eldri rústir og sést í þær austan við tóftina. Þar er allöng bogadregin þúfa sem gæti verið garðbrot og má með góðum vilja fylgja því suður fyrir tóftina. Af horni bogans má ráð að hringveggur sá hefði verið um 20 m í þvermál og kemur það vel heim við lýsingu sr. Páls á ummálinu, 56,4 m sem svarar til 18 m í þvermál.

Grímkelsleiði

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Grímkellsleiði.

Friðlýstar minjar. Í fornleifaskýrslu Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: I Sudrátt af Hoftoft er ennú sér gjörla til á Ölvisvatni mótar til Gérdis nockurs, og er í því hérumbil 4 Fadma laung Þúfa frá nordre til sudurs, er menn kalla nú Grímkéls leide.
1877: ΑStraks neden for (sydöst for) hovhuset er en ved sporene af et gammelt grastörvsgærde indhævet del af tunet kaldet Grimkelsgærde (Grímkelsgerði), her findes I den vestlige udkant tæt ved huset en stor aflang tue, Grimkelslejde (Grímkelsleiði), hvor altså Grimkel skulde være begravet.
Í frásögn Sigurðar Vigfússonar í Árbók 1880-81 segir: … fyrir neðan [Hofhús] skamt í landsuðr, er svo kallað Grímkelsgerði með fornum garði digrum, vallgrónum; gerðið er stórt sem kýrvöllr. Rétt við garðinn inni í gerðinu skamt frá Hofhúsinu … er þúfa stór í túninu, sem kölluð er Grímkelsþúfa; hún er 28 feta löng, enn 8 fet á breidd, snýr í norðr og suðr, og mjórri í norðrendann, afbrugðin öðrum þúfum þar í nánd. Þetta stendr heima við Harðar sögu Grímkelssonar … : ok var hann jarðaðr suðr frá garði.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

1898: Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð.
Grímkelsgerði er í suðvestur frá bænum í um 130 metra fjarlægð. Sjást þar ógreinilegar minjar hringlaga torfgarðs. Grímskelsleiði (dys) er stór þúfa nyrzt í Grímkelsgerði. Var dysin friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni fornminjaverði, segir í örnefnalýsingu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur eftir heimildamanni í skýrslu um fornleifar á Ölfusvatni 1989 að leiði Grímkels hefði verið þekkt áður fyrr, en nú vissu líklega fáir eða engir um það.
Þúfan er um 1 m innan (A) við garð Grímkelsgerðis þar sem það er lengst til vesturs, um 30 m ASA við Hofhúsið. Þar sem þúfan er rennur gerðið undir/samanvið veginn. Í túni. Þúfan er aflöng frá norðri til suðurs, mjókkar og lækkar til norðurs, en er hæst og breiðut syðst. Þar sem hún er hæst sést í fjóra litla steina, sem gæti verið raðað af mannahöndum en þeir eru heldur lausir í mosanum og gætu verið nýlega komnir þangað.

Blótsteinn/skírnarfontur
Ölfusvatn
Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til kongunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kirkiudyrum med vígdu Vatne adrir ad hann hafe verid brukadur fyrir Skyrnarfont. – Steinninn er á Hæd 1 al dönsk med 5 köntum herum 9 þuml. breidum – í ödrum enda hans er bolli kringlóttur 9 1/2 þuml: vídur og 4 þuml. djúpur.
1839: Búðartóftir eru hér nógar í kring og dómhringir 2r, að eg hygg, annar á Ölvesvatni, er nokkrir meina, að séu gamlir blótbollar. Þeir eru nærfellt hestklyf á þyngd, en það hola í þeim (concavum) hygg eg taki hér um 4 eða 5 merkur, og er það laglega holað, en utar eru þeir allt ólögulegri.
1877: Hjemme ved gården ligger en ikke höj firkantet stenblok, hvori der findes en fadformig fordybning, omtrent fod I tværmål, en anden lignende, men större, skal for öjeblikket være benyttet som grundsten I en af gårdens vægge; om den sidste siger man, at den I sin tid har stået foran den der daværende kirke. Men I övrigt kaldes de her som andetsteds Αblotstene (blótsteinar) og antages at have hört til de gamle gudehuse og været benyttede ved offringene.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Sigurður Vigfússon skrifar um blótsteininn 1880-81: Steinn einn er þar í bænum, sem er kringlóttr og nokkuð flatr, hér um bil 2 fet að þvermáli; ofan í hann er bolli krínglóttr, sem er auðsjáanlega höggvinn með nokkrun veginn þvergníptum börmum og nokkurn veginn sléttum botni, og er 10 þuml. að þvermáli og 3 að dýpt. Annar steinn er þar og til, sem eg gat þó ekki séð, þar eð hann mun vera í kjallara undir timbrhúsi í undirstöðu neðantil, enn að honum gat eg ekki komizt, þvíað kjallarinn var fullr af ýmsum hlutum. Þessi steinn er sagðr sýnu betri en hinn fyrri, hann er stærri, hérumbil knéhár eða meira og með dýpra bolla ofaní; ferskeyttr er hann sagðr og líkastr því, sem hann væri sagaðr af enda á ferstrendu tré. Einn var enn til áðr; hann var minnstr og líkastr þessum fyrtalda, enn finst nú ekki. Eg beiddi húsfreyjuna eða ekkjuna, sem þar býr, að reyna að ná þessum steini, sem sagðr er vera í kjallaranum, og geyma þá báða vandlega, þar sem þeir gætu verið til sýnis, og tók hún vel undir það.

Ölfusvatn

BJ 1898: Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr doleríti og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg en 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.≅ Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Ölfusvatni. Sæmundur segir, að steinninn hafi um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, er var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar.
Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveitzt vel.[…]). segir í örnefnalýsingu. Það er ekki þessi steinn heldur annar sem er friðaður. Steinn þessi er nú jarðfastur í hlaðinu, 14 m norðan við heimreið, 2 m austan við framhlið bæjarhúsanna eins og hún hefur verið, í kanti sem verið hefur á hlaðinu ofan við kálgarðinn. Í bæjarhlaði, nú grasi grónu. Steinninn er jarðfastur og haggast ekki. Hann virðist hafa óreglulega lögun en eins og hann er nú hallar efri hlið hans til SA. Að ofan að sjá er hann því sem næst trapisu-lagaður. Skálin er í breiðari endanum og er svotil alveg hringlaga, 24 cm í þvermál og 12 cm djúp. Í barmi skálarinnar er nú rauf. Hún var gerð af sumarpilti á Ölfusvatni á þessari öld.

Letursteinn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Friðlýstar minjar. Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi, segir í örnefnalýsingu Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa.

Nesjavellir
Nýbýli, fyrst byggt 1819. Nesjavellir áttu skógarítak í Nesjalandi í Jórukleif en Nesjar áttu engjaítök í Botnadal og Vegghamrahólum. NV mörk við Nesja hafa verið á reiki og hafa Nesjar átt selstöðu og afbýli hjá engjaítökum sínum innan þess lands sem nú telst til Nesjavalla.

Nesjavellir

Nesjavellir 2020.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu. Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfijunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft. Sunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan.

Nesjavellir

Nesjavellir – fjárhús.

Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, noraðn við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. Þar var nóg vatn að fá. Árið 1942 (?) var bærinn enn fluttur, þangað sem hann stendur nú. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu. segir í örnefnalýsingum. Bæjrhóllinn er í túninu, um 200 m N við núverandi bæjarstæði og rúmlega 100 m NV við Nesbúð.
Í kringum hólinn er iðjgrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan. Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum.≅ Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu. segir í örnefnalýsingum.

Nesjavellir

Nesjavllir – túnakort 1918.

Ekki er augljóst við hvaða stað þessar lýsingar eiga og ekki er á þeim fullt innbyrðis samræmi, en þó mun ótvírætt að þetta mun allt vera sami stekkurinn og koma ekki aðrar tóftir til greina en selið í Selskarði. Vegarslóði sem nú endar hjá Gjánni og Þorsteinsvík liggur um Selskarð frá þjóðveginum, skammt norðan við vegamót Grafningsvegar og Nesjavallavegar. Þegar ekið hefur verið eftir þessum slóða um 200-300 m opnast þröngur dalur eða skarð sem nær norður að hraunbreiðunni. Syðst er allbrött brekka sem slóðinn liggur niður eftir og eru tóftirnar niðri í hvosinni, austan við slóðann. Þær eru tvær og eru um 60 m á milli þeirra og er þar stórgrýtisskriða, gróin. Tóftirnar eru í botni lítils dals, undir háum klettum. Vestan við stærri og syðri tóftina er dalbotninn allbreiður og er þar lítil starartjörn. Dalurinn er annars grasi vaxinn hið neðra.

Kleifarsel

Kleifarsel.

Syðri tóftin er sennilega rétt, hún er 13×6 m að innanmáli, ferhyrnd og byggð utan í gróna skriðu undir Sleklettum. Hún er opin í vesturendann og því ekki annað en tveir 13 m langir, 1-1,5 m breiðir og 0,8 m háir grjótveggir með 6 m millibili. Nyrðri tóftin er líka grjóthlaðin og byggð utan í skriðurunna hlíðina. Hún er 6×6 m að utan, veggir 1,5-2 m þykkir og hleðslur 0,8 m háar, mest 3 umför. Í botni tóftarinnar er bárujárn sem gæti bent til að hún hafi verið í notkun fram á þessa öld. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu – Ö-Nesjavellira, 2. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort af seli sem hefur verið nyrst á völlunum, þar sem bærinn Nesjavellir var reistur 1819, eða þá þessu seli. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM. Hugsanlegt er að þessi staður sé sami og Klængssel sem annars er ekki vitað um staðsetningu á, en Kleifarsel var undir Jórukleif og Vallasel er væntanlega sami staður og Nesjavallabærinn var fyrst byggður á.

Klængsel

Klængsel.

Á þessum stað hefur því fyrst verið sel, síðan stekkur á 19. öld og síðast beitarhús sem staðið hafa fram á 20. öld. Hinn möguleikinn á staðsetningu Gamlastekkjar er að hann hafi verið á sama stað og bæjarstæðið/selstaðan/beitarhúsin og bendir helst til þess að hann á að hafa verið Αsuðaustan undir Stekkjarkletti sem getur ekki átt við þessar tóftir en er mögulega villa fyrir Αsuðvestan undir. Á gönguleiðakorti eru þessar tóftir merktar sem ‘Kleifarsel’ en það er rangt, því Kleifarsel er í Nesjalandi undir Jórukleif.
[Þrátt fyrir kort af minjum á Nesjavöllum kemur Gamlistekkur ekki fram þar, þrátt fyrir að liggi nálægt öðrum minjum á svæðinu.]

Þjófahellir

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Sunnarlega í Selklettum er Þjófahellir, með hleðslum. – Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefur fallið úr bjarginu síðar. segir í örnefnalýsingum. Norðan við Selskarð er strýtulagaður hraunhóll og norðan við hann annað skarð, heldur hærra og þrengra. Í því er Þjófahellir. um 200 m norðan við Grafningsveginn, efst í skarðinu hátt yfir hrauninu sem breiðir úr sér austan við Selkletta. Gengið er í hellinn úr austri.
Hátt í hraunhólum, gróður annar en mosi er lítill í kring. Hellirinn nýr A-V og er opinn í báða enda. Minna opið er að vestan og hefur verið hlaðið nær alveg fyrir það. Að austan er lítill ketill frama við opið og hefur verið hlaðinn veggur langsum eftir katlinum, þannig að gengið hefur verið eftir mjóum gangi niður í hellinn en til hliðar hefur verið svolítið hólf sem hugsanlega hefði getað verið notað sem lambakró við fráfærur. Hellirinn sjálfur er mjög reglulegur, um 3 m á breidd, 10 m á lengd og 1,8-2,4 m undir loft. Gólfið í honum er slétt. Lítillega hefur hrunið úr vestari hleðslunni inn í hellinn og mikið úr langveggnum í eytri katlinum niður í ganginn.“

Heimildir:
-Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri, Náttúrustofa Vestfjarða, 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Nesjavellir

Hér verður fjallað um Nesjavelli. Nesjavellir voru byggðir upp úr seli, „Vallaseli„, frá Nesjum. Auk Vallasels verður einnig getið um önnur sel frá Nesjum; Kleifarsel og Klængssel.
Í „Nokkur örnefni á Nesjavöllum“ eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949, sem Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði, segir: „Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarklett, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. Norður af Selklettum eru Mosarnir.“ Gamlistekkur ku hafa verið í Vallaseli, en staðsetningar örnefna á svæðinu á nútíma loftmyndum virðast eitthvað hafa skolast til. Þannig eru Selklettar sagðir þar sem óbrennishóll er í Nesjahruni, Selskarð þar norðan við og Selhöfði á millum. Öll eru þessi örnefni mun sunnar en af er látið.

Jóhann Hannesson skráði Nesjavelli eftir Guðmundi Jóhannssyni 1970. Guðmundur dó árið 1974:

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

„Í norðurátt frá bænum og völlunum eru Selklettar. Fyrir vestan [austan] þá er Gamlistekkur. Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar, en síðar fluttur vestur á vellina, sökum vatnsleysis á vetrum. Um sel frá Nesjavöllum vissi Guðmundur ekki, en áleit, að nöfnin Selbrekkur og Selklettar í landi Nesjavalla bendi til, að þar hafi fyrrum verið sel frá Nesjum. Þó man hann ekki eftir selsrústum.
Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. Segir hann, að faðir hans, Jóhann Grímsson, f. 5. jan. 1843, d. 3.júní 1926, hafi fyrstur manna í Grafningi lagt fráfærur niður.

Þjófahellir

FERLIRsfélagar í Þjófahelli.

Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefir fallið úr berginu síðar.“

Í ónákvæmri skráningu „Fornleifa í Grafningi, Nesjum„, (Fornleifastofnun Íslands 1998), er fjallað um Nesjavelli:

Nesjar

Nesjar 1986.

„Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margréti Nesjavelli. 1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls í staðinn.
Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn. Presturinn, Jón Marteinssonar (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt út úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar. „Nesjar eru efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þremur nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.““

Í skráningu „Fornleifa í landi Nesja og Ölfusvatns„, (Fornleifastofnun Íslands 1997), segir:

Nesjavellir – bæjarstæði/sel

Nesjavellir

Nesjavellir – Jóhann Grímsson, Katrín Guðmundsdóttir.

„Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – túnakort 1918.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfjunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft.
NesjavellirSunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan. Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, norðan við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar, segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel, segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.“

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum. Í kringum hólinn er iðjagrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

„Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin.
Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum. Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu, segir í örnefnalýsingum.“
Gamlistekkur er ekki skráður í fornleifaskráningar af svæðinu. Hann er undir hraunbakka skammt norðan við tóftarsvæðið.

Klængssel

Klængsel

Klængsel.

„Selstöðu á jörðin í sinu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sma og Nesjavellir]. Ekki er vitað hvar það var“.

Í „Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi“, (Fornleifastofnun Íslands 2018), segir um Kleifarsel (lýsingin er ófullkomin, enda fundu skráningaraðilar aldrei selstöðuna, sem er á lyngbala upp undir hlíð Kleifardals):

Kleifarsel

Kleifarsel.

1706: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sama og Nesjavellir].“ segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki vitað hvar Kleifarsel var. „Kleifardalur austan undir Jórutindi […] “ segir í sóknarlýsingu frá 1840 um eyðbýli og er þess getið að þar sartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft.[…] Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.“ Þetta eru friðlýstar minjar. Í Friðlýsingarskrá stendur: „Fornar rústir í vatnsbrekku á Setbergsbölum og í Kleifardal. Sbr. Árb. 1899: 5. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“ Ekkert friðlýsingarskilti er á staðnum enda ekki vitað með vissu hvar býlið var staðsett. Kleifardalur gengur inn til suðvesturs um það bil 1 km suðaustan við þjóðveg 360, í Jórugilinu.“

Heimildir:
-Nokkur örnefni á Nesjavöllum eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949. Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði.
-Fornleifar í Grafningi, Nesjar, Fornleifastofnun Íslands 1998.
-Fornleifar í landi Nesja og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi, Fornleifastofnun Íslands 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Hverasvæði

Hvera- og jarðhitasvæðin eru nokkur á Reykjanesskaganum, enda landsvæðið bæði tiltölulega ungt á jarðfræðilegan mælikvarða auk þess sem flekaskil liggja um skagann endilangann. Þau skiptast í háhita- og lághitasvæði.
Helstu háhitasvæðin eru í Brennisteinsfjöllum, á Hengilssvæðinu, yst á Reykjanesi, í Krýsuvík, við Trölladyngju, við Stóru Sandvík, í Eldvörpum og í Svartsengi. Sum svæðanna tengjast innbyrðis að einhverju leyti.

Háhitasvæði
Á vefnum Wikipedia.org er fjallað almennt um háhitasvæði:
„Háhitasvæði eru svæði þar sem hiti á 1 km dýpi er yfir 200°C. Jarðhitasvæðum er skipt eftir hámarkshitastigi í efsta lagi jarðskorpu en það er gjarnan metið með mælingu á hitastigli svæðisins. Háhitasvæði eru iðulega að finna á virkum gos- og rekbeltum, ýmist á flekamótum eða flekaskilum. Þar er jarðskorpan heitust og fer kólnandi eftir því sem fjær dregur og jarðlögin jafnframt eldri. Ummerki um háhitasvæði á yfirborði jarðar eru brennisteinshverir, gufuhverir, leirhverir og vatnshverir.

Háhitasvæði
Hitastig í miðju jarðar í kjarna hennar er um 7000°C. Uppruni þessa hita er tvíþættur. Sú orka sem átti þátt í myndun jarðarinnar fyrir 4600 milljónum ára umbreyttist í varma. Hins vegar myndast varmi í möttli og jarðskorpu vegna klofnunar geislavirkra samsæta á borð við þóríum 232Th, úraníum 238U og kalíum 40K0 og berst hann til yfirborðsins með varmaburði og varmaleiðni.

Laugardalur

Laugardalur – þvottalaugarnar.

Talið er að maðurinn hafi öldum saman nýtt sér jarðhita til að mæta ýmsum þörfum. Þar má nefna notkun til baða, þvotta, matseldar og iðnaðar. Ein frægasta laugin á Íslandi er líklega Snorralaug. Þá bendir ýmislegt til þess að jarðhiti hafi verið notaður til ylræktar til dæmis í Hveragerði og á Flúðum. Eins og nafn þeirra bendir til, voru Þvottalaugarnar í Laugardalnum lengi vel notaðar til þvotta og upp úr 1930 var farið að nota þær til húshitunar. Laugardalurinn telst þó til lághitasvæða. Þegar olíukreppa skall á árið 1970 hófst mikil vinna við að finna orkugjafa sem leysti olíu og kol af hólmi til kyndingar. Í dag eru opinberar hitaveitur á fjórða tug og litlar sveitahitaveitur tæplega tvö hundruð.

Ítalir voru fyrstir til að nýta jarðhita til raforkuframleiðslu en þá var gufuvél tengd við rafal sem framleiðir rafmagn. Í kjölfarið var fyrsta jarðhitavirkjun heims reist þar með 250 kW afköstum. Í dag er afl virkjunarinnar rúmlega 700 MW og til stendur að stækka hana í 1200 MW.  Íslendingar hafa lengi verið í fremstu röð hvað varðar jarðhitarannsóknir og jarðhitanýtingu.“

Á vefsíðum Orkustofnunnar og ÍSOR má lesa eftirfarandi um háhitasvæðin:
Megineldstöðvar
„Mið-Atlantshafshryggurinn liggur í gegnum Ísland, sem skýrir dreifingu jarðhitans um landið. Öflugustu háhitasvæðin liggja öll í gosbeltinu sem hefur myndast á flekaskilum. Þar eru skilyrði sérlega góð til myndunar jarðhitakerfa vegna nægra varmagjafa í formi heitra kvikuinnskota og margsprunginnar og vel vatnsgengrar jarðskorpu. Hringrás vatnsins flytur smám saman varma frá dýpri hlutum skorpunnar upp undir yfirborð þar sem hún þéttir að nokkru leyti yfirborðsjarðlögin með útfellingum og myndar jarðhitageyma eins og þekktir eru frá borunum niður á 1 – 3 km dýpi.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – aðkoman upp frá Fagradal – ÓSÁ.

Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðarstapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni. Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008. Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi eru meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem mega heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum.
Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart.

Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – námusvæðið.

Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti. Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir.
Megingerð jarðlaga er móberg og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.

Hengilssvæði

Hengilssvæðið

Horft yfir Hengilssvæðið að hluta.

Hengilssvæðið er með stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 140 km2. Það er þó ekki allt einn og sami suðupotturinn. Vesturhlutinn tengist eldstöðvarkerfi Hengilsins. Innan hans eru vinnslusvæðin á Nesjavöllum og á Hellisheiði. Austan Hengils er Ölkeldu­hálssvæðið, sem tengist Hrómundar­tindseldstöðinni. Sunnan þess er Hverahlíð og ný gögn benda til að vinnanlegur jarðhiti geti verið við Gráuhnúka og Meitil. Austasti hluti háhita­svæðisins tengist Hveragerðiseldstöðinni sem er útdauð og sundurgrafin.

Hellisheiðavirkjun nýtir jarðhitavökva frá Hellisheiði og Hverahlíð. Alls er talið að Hengilssvæðið geti staðið undir um 700 MWe rafafli og enn meira varmafli.

Jarðhiti á Hengilssvæðinu

Hengilssvæðið

Á Hengilssvæðinu.

Hengilssvæðið nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hveragerðiseldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Gosmyndanir á svæðinu eru um 800.000 ára gamlar. Elstu jarðlögin er að finna í ásunum suðaustan við Hveragerði en yngst eru hraunin sem flætt hafa frá gosreininni gegnum Hengil.

Gosmyndanir á Hengilssvæðinu eru fjölbreyttar. Aðalgerðir eldstöðva eru þó einungis tvær, tengdar sprungugosum og dyngjugosum. Jarðskorpuhreyfingar í gliðnunarbelti, eins og verið hefur á Hengilssvæði allan þann tíma sem jarðsaga þess spannar, sýna sig í gjám og misgengjum og hallandi jarðlögum á jaðarsvæðunum. Skjálftabelti Suðurlands gengur austan til inn í Hengilssvæðið.

Henglafjöll

Henglafjöll.

Á vestanverðu Hengilssvæðinu er landslagið mótað af gosmyndunum sem hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma. Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það.

Laus jarðlög þekja sléttlendi og fjallshlíðar eru hvergi mjög skriðurunnar nema þar sem þykk hraunlög eru í brúnum eða fjöllin eingöngu úr bólstrabergi. Um vatnafar á Hengilssvæðinu skiptir í tvö horn. Á því vestanverðu eru stöðugar lindir og lækir einungis þar sem jarðlögin eru svo ummynduð að þau halda vatni. Annars sígur þar allt vatn í jörð. Á austanverðu svæðinu renna ár og lækir árið um kring.

Hengilssvæðið er með stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 km2. Það er þó ekki allt einn og sami suðupotturinn, heldur er það a.m.k. þrískipt:

Grændalur

Í Grændal.

Suðaustasti hluti þess er í Hveragerðiseldstöðinni (Grændalur). Hún er hætt gosum og þegar nokkuð rofin. Boranir í Hveragerði og upp með Varmá hafa sýnt að þar er á ferðinni afrennsli af heitara svæði norðar eða norðvestar. Vinnsla umfram það sem núverandi borholur gefa myndi því byggjast á borunum í Grændal. Ef nefna ætti eitthvert séreinkenni þessa svæðis, þá væru það kísilhverirnir í Hveragerði og á Reykjum, eða hinar fjölmörgu laugar sem spretta fram úr berghlaupum í Grændal. Innan um eru gufuhverir sem gjarnan fylgja sprungum tengdum Suðurlandsskjálftum. Mörg dæmi eru um hverabreytingar á þessu svæði, bæði fornar og nýjar. Svæðið er þægilega lágt í landinu, um og innan við 200 m. Aðgengi útheimtir vegalagningu yfir skriðurnar vestan megin í dalnum án þess að spilla hverum eða laugasvæðum.

Reykjadalur

Í Reykjadal.

Ölkelduhálssvæðið sker sig úr fyrir kolsýrulaugarnar sem eru í þyrpingu frá Ölkelduhálsi suður í Reykjadal og í Hverakjálka. Jarðhitinn þar fylgir gosrein með misgömlum móbergsfjöllum og stökum hraungígi, Tjarnarhnúki.
Loks er jarðhitasvæðið í Henglafjöllum. Það nær frá Nesjavöllum suðvestur í Hveradali og Hverahlíð. Jarðhitinn er mestur og samfelldastur utan í Hengli alls staðar nema norðvestan megin. Brennisteinshverir eru mestir vestan til í Henglafjöllum, þ.e. í Sleggjubeinsdölum, norðan við Innstadal og ofan við Hagavíkurlaugar. Austan megin eru kalkhverir og kolsýrulaugar algengar. Jarðhitanum á Henglafjöllum má hugsanlega skipta í nokkur vinnslusvæði, sem öll gætu verið innbyrðis í þrýstisambandi: Nesjavelli, Sleggjubeinsdal, Hellisheiði, Hverahlíð, Þverárdal, Innstadal og Fremstadal.
Landslag á svæðinu er fjöllótt og vinnsla jarðhita fer mjög eftir aðgengi að viðkomandi svæðum. Einnig eru jarðhitasvæðin misjafnlega heppileg til nýtingar, sem aðallega fer eftir hita og kolsýruinnihaldi.

Reykjanessvæði

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ÍSOR.

Á Reykjanesi kemur gliðnunarbelti Reykjaneshryggjarins úr sjó. Eystri hluti Reykjaness er klofinn af misgengjum og opnum gjám, en vestari hlutinn að mestu hulinn yngri hraunum úr Stamparöðinni. Úr henni hefur gosið 3-4 sinnum á síðustu 5 þúsund árum, síðast 1226. Líklegt er að tvær aðskildar sprungureinar séu á Reykjanestá, og að háhitakerfið sé tengt þeirri eystri en nái ekki yfir í þá sem vestar liggur, þ.e. Stampareinina. Viðnámsmælingar gefa til kynna að jarðhitakerfið sé bundið við þrönga uppstreymisrás eða sprungu og heitt afrennsli út frá henni á 2–300 m dýpi í allar áttir. Þegar rýnt er í viðnámsmyndina neðan lágviðnámskápunnar niður á 5 km dýpi má sjá svæði eða strók með lægra viðnámi en umhverfis. Vökvinn í jarðhitakerfinu er jarðsjór og hiti fylgir suðumarksferli yfir 300°C. Stærð svæðisins er talin um 9 km2 og vinnslugeta er metin 45 MWe.

Framkvæmdasvæðið er innan svæðisins Reykjanes-Eldvörp-Hafnaberg sem er á Náttúruminjaskrá, ekki síst vegna merkilegra jarðmyndana. Einnig njóta jarðmyndanir á svæðinu sérstakrar verndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Það á við um nánast öll hraun á svæðinu, fjölda gíga, Stamparöðina og Skálafell og hvera­svæðið við Gunnuhver.

Jarðhitasvæðið á Reykjanesi

Gunnuhver

Á Reykjanesi – Gunnuhver og nágrenni.

Jarðhitasvæðið á Reykjanesi (á hælnum) er um það bil 1 km2 að stærð sé einungis miðað við hverina og önnur sýnileg jarðhitamerki. Viðnámsmælingar benda til að það sé a.m.k. fjórfalt stærra og teygist auk þess út í sjó til suðvesturs. Jarðhitasvæðið er að mestu þakið hraunum en móbergs- og bólstrabergshryggir standa upp úr. Einn þeirra, Rauðhólar, nær inn á jarðhitasvæðið. Þar voru fyrstu vel heppnuðu vinnsluholurnar boraðar.

Tvær gosreinar liggja yfir “hælinn” á Reykjanesi og er jarðhitinn á þeirri eystri milli Skálafells og Litla-Vatnsfells. Vestar er Stampareinin með yngstu hraununum. Á henni er ekki jarðhiti en viðnámsmælingar gefa til kynna að jarðhitakerfið nái einnig til hennar.

Stampar

Stampar.

Á Reykjanesi er að finna mörg jarðfræðileg fyrirbæri sem vert er að skoða. Þar ber af öskugíg með berggöngum þar sem Stampagígarnir ganga fram í sjó. Á jarðhitasvæðinu hafa goshverir komið upp endrum og eins, raunar tvisvar á síðustu öld í tengslum við jarðskjálftahrinur. Þeir gjósa jarðsjó en hafa reynst skammlífir.

Kísilhóll

Kísilhóll h.m.

Langlífari hefur verið goshver í svo kölluðum Kísilhól sem nú er óvirkur. Hann er úr móbergi með metraþykku kísilhrúðri ofan á. Þar má einnig sjá sprungu sem reif sig upp í skjálftahrinu fyrir 35 árum og sýnist enn fersk þar sem hún liggur norðaustur frá Gunnuhver. Það sem gefur Reykjanessvæðinu mest gildi er vitundin um að þar koma plötuskil Reykjaneshryggjarins á land.

Ferðamenn sem fara út á Reykjanes staldra hjá Valahnúkum til að skoða brimið og hjá Gunnuhver sem er leirpyttaklasi norðan undir Kísilhólnum.

Höyer

Búsetuminjar við Gunnuhver.

Búseta á Reykjanesi hefur skilið eftir sig ummerki (bú vitavarðar og nýbýlið Hveravellir). Garðrækt hefur lengi verið stunduð, efnistaka í vegi, boranir og verksmiðjurekstur og því hróflað við mörgu. Ný fyrirbæri hafa skapast. Merkast af þeim eru kísilpaldrarnir vestan undir Rauðhólum í afrennslinu frá saltverksmiðjunni.

Reykjanessvæðið er eitt best rannsakaða háhitasvæði landsins. Grunnurinn að þeim rannsóknum var lagður á árunum fyrir 1970. Þá var nýafstaðin öflug skjálftahrina og við hana færðist líf í hveri. Síðan hefur virknin dvínað töluvert.

Reykjanessvæðið er með þeim heitustu sem nýtt eru hér á landi. 30 ára vinnsla hefur ekki haft nein merkjanleg áhrif á forðann í jarðhitakerfinu. Efnainnihald í jarðsjónum skapar vanda við nýtingu en jafnframt seljanlega vöru.

Krýsuvíkursvæðið – Seltún

Seltún

Hverasvæðið í Seltúni.

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, í Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell. Krýsuvík er hluti af Fólkvangi á Reykjanesskaga. Land í Krýsuvík er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn.

Meginsvæðið er um 80 km2 að flatarmáli. Umfangsmiklar rannsóknir standa yfir en segja má að miðja uppstreymis sé enn ekki staðsett. Í Trölladyngju eru tvær borholur. Í báðum er um 250°C hiti ofarlega, síðan hitalækkun, en dýpri holan endar í 330°C hita á rúmlega 2 km dýpi. Í Krýsuvík er hveravirknin samfelldust í Hveradölum og við Seltún og nokkuð upp á Sveifluhálsinn, með gufu- og leirhverum. Í Krýsuvík hefur dýpst verið borað um 1200 m. Hæstur hiti í borholum þar er í Hveradölum um 230°C og nærri suðuferli niður á um 300 m dýpi en þar neðan við kólnar.

Viðnámsmælingar gefa vonir um að rafafl svæðisins sé 440 MWe og varmaafl öllu meira. Svæðið er metið 89 km2 og rafafl 445 MWe. Óvissa ríkir um vinnslugetu meðan miðja uppstreymis er ekki fundin með rannsóknarborunum.

Jarðhitasvæðið Krýsuvík

Austurengjar

Hveraummyndanir á Austurengjum.

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, í Krýsuvík, Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell. Fjögur þau fyrsttöldu sýna sig samfelld í viðnámsmælingum en Sandfellssvæðið er laust frá. Meginsvæðið er hringlaga um 50 km2 að flatarmáli innan 10 ohmm jafnlínu. Sandfellssvæðið er mælt á sama hátt um 4 km2. Sveifluháls og Vesturháls með Trölladyngju eru móbergshryggir samsettir úr mörgum goseiningum og ná mest í 300-400 m hæð. Nútímahraun þekja allt sléttlendi vestan við hálsana og á milli þeirra. Upptök þeirra eru í gossprungum báðum megin við og utan í Vesturhálsi og Trölladyngju. Gossprungur eru einnig austan í Sveifluhálsi og sprengigígar á öldunum vestan hans en hraunmagn úr öllum er lítið. Gosvirknin hjaðnar þaðan til NA og verður að lægð þar sem Kleifarvatn er. Jarðmyndanir milli Sveifluháls og Austurengja eru eldri en vestur í hálsunum og á hraunasvæðunum. Efnismiklar móbergsmyndanir úr öðru eldstöðvakerfi eru austan við Kleifarvatn og öldurnar þar suður af.

Hveravirknin á fyrrnefndum fjórum jarðhitasvæðum er að ýmsu leyti ólík.

Baðstofa

Í Baðstofu.

Í Krýsuvík er hveravirknin samfelldust í Hveradölum og við Seltún og nokkuð upp á hálsinn, með gufu- og leirhverum. Þar er nokkuð um brennisteinshveri og miklar gifsútfellingar. Hverir eru einnig í Grænavatni. Frá Grænavatni og Gestsstaðavatni liggja gossprungur með fleiri gígum til norðurs, og stefnir önnur upp í Hveradali en hin á hverina við Seltún. Hæstur hiti í borholum er í Hveradölum um 230°C. Dýpst hefur verið borað um 1200 m. Hiti er nærri suðuferli niður á ~300 m dýpi en þar neðan við kólnar. Engar mælingar eru til úr borholum neðan 400 m.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja vegna. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 m í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta en var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norður frá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.

Köldunámur

Köldunámur.

Köldunámur heita vestan í Sveifluhálsi langt norður frá jarðhitanum í Krýsuvík. Þar skammt vestur af eru gufuaugu í hraunbolla og nokkur brennisteinn (Leynihver) en í hlíðinni köld jarðhitaskella. Gifsmulningur sést sem bendir til að þar hafi einhvern tíma verið brennisteinshverir.

Leynihver

Leynihver.

Í Trölladyngju eru hverir og ummyndun samfelldust á skák sem nær austan frá Djúpavatni vestur á Oddafell. Hveravirkin er fremur dauf, tveir hverir upp við Sogin, gufur með smávegis brennisteini og hverasprengigígur neðan undir hálsinum og hitaskellur í Oddafelli. Sprengigígar og miklir gjallgígar eru á gossprungum þar sem þær liggja yfir fyrrnnefnda A-V-skák. Ummyndun er mest í Sogum þar sem stórt svæði er ummyndað í klessuleir. Vestan í hálsinum frá Sogum, suður á móts við Hverinn eina, er móbergið einnig ummyndað en hvergi nærri eins og í Sogum. Þar eru stórir sprengigígar frá ísöld og vatn í sumum. Djúpavatn er myndað á sama hátt.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Kalkhrúður finnst á tveim stöðum. Hitarák með gufuhverum liggur frá Trölladyngju um Eldborg norður í Lambafell, bundin nánast við eina sprungu. Hverinn eini er í hrauni skammt suðvestur af SV-endanum á Oddafelli. Gufuauga með smávegis brennisteini er í hraunbolla og gufur á smásvæði í kring. Þar hjá er dálítil hrúðurbunga (kísill) og kaldar hveraholur í henni. Í Trölladyngju eru tvær borholur, önnur við hverasprunguna norðan undir henni og hin á hverasvæðinu vestan undir hálsinum. Báðar gefa um 260°C hita ofarlega, síðan hitalækkun, en dýpri holan endar í 320°C hita á rúmlega tveggja km dýpi.

Sogin

Í Sogum.

Jarðhitinn sem kenndur er við Sandfell er í hrauni norðaustan undir fellinu. Þar stígur gufueimur máttleysislega upp á nokkrum stöðum. Á bletti er leirkennd ummyndun í jarðvegi og þar hefur hiti mælst nærri suðumarki. Móbergið í Vesturhálsi er nokkuð ummyndað á móts við Sandfell og inn með Selvöllum og þar eru grónar hlíðar með rennandi lækjum. Uppi á háhálsinum gegnt gufunum við Sandfell er allstór, leirgul hveraskella en alveg köld. Svæðið gæti samkvæmt því verið stærra en sýnist af yfirborðsmerkjunum.

Hitalækkun í borholum eftir að nokkur hundruð metra dýpi er náð hefur vakið spurningu um hvar uppstreymis sé að leita. Boranirnar í Trölladyngju benda til að þar sé þess að leita undir Sogum. Í Krýsuvík væri þess helst að leita undir Sveifluhálsi. Austurengjahitinn er í útjaðri jarðhitakerfisins skv. viðnámsmælingum, líkt og Trölladyngjuholurnar vestan megin. Svæðið þar sem viðnámsmælingar skynja hátt viðnám undir lágu þarf ekki að lýsa núverandi ástandi því þær sjá ekki mun á því sem var og er >240°C heitt.

Stóra Sandvík

Stóra Sandvík

Stóra Sandvík.

Niðurstöður djúpviðnámsmælinga gefa til kynna að jarðhita kunni að vera að finna á Stóru Sandvíkursvæðinu. Ekki er unnt að meta stærð hugsanlegs jarðhitageymis því veru­legur hluti hans gæti legið utan við ströndina. Boranir þarf til að fullvissa sig um hvort nýtanlegur hiti sé á svæðinu. Líklegt er að jarðhitakerfið sé tengt jarðhitakerfinu á Reykjanesi og því mætti líta á Stóru Sandvík sem annan virkjunarstað á Reykjanessvæðinu.

Eldvörp – Svartsengi

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Í Svartsengi hefur verið rekin jarðhitavirkjun frá 1977 og er núverandi afl hennar 70 MWe. Í Eldvörpum liggur fyrir hugmynd um að virkja 30-50 MWe í fyrsta áfanga. Borhola, EG-2 var boruð þar árið 1983 niður í 1265 m dýpi. Hún hefur aldrei verið nýtt, en hefur verið blástursprófuð og eftirlitsmæld nær árlega alla tíð síðan. Hún sýnir náin tengsl við jarðhitasvæðið í Svartsengi, og niðurdælingasvæði Svartsengis liggur mitt á milli svæðanna. Svæðið Eldvörp-Svartsengi er talið um 30 km2 og rafafl þess er metið 150 MWe.“

Lághitasvæði

Ölfus

Ölfusölkelda á Hengilssvæðinu.

Í Wikipedia.org er einnig fjallað um lághitasvæði:
„Lághitasvæði eru skilgreind svæði með jarðhita þar sem hiti er lægri en 150°C á 1-3 km dýpi í jörðu. Lághitasvæði Íslands eru fjölmörg en þau eru misdreifð um landið. Mikill lághiti er á Vestfjörðum, í Borgarfirði og víða um Suðurland og Miðnorðurland. Lítið er um lághita á Austfjörðum og í Skaftafellssýslum. Leit að heitu vatni á lághitasvæðum til húshitunar, garðyrkju, fiskeldis eða annarra nota beinist að því að finna heitt vatn á sem ódýrastan hátt. Lághitavatn keppir við aðra orkugjafa til húshitunar.

Lághitasvæði eru stundum talin nálægt 250 á landinu, og eru þau mjög misstór, allt frá einstökum volgrum og upp í nokkra tugi uppsprettna. Oft er erfitt að skera úr hvað skuli teljast til eins og sama lághitasvæðis, og geta slíkar skilgreiningar breyst með tímanum eftir því sem þekking eykst á einstökum svæðum.“

Á vef ÍSOR segir um lághitasvæði:
Lághitasvæði„Lághitasvæði landsins eru utan við virka gosbeltið sem nær frá Reykjanestá norður um landið út í Öxarfjörð. Þau ná frá jöðrum gosbeltanna, út um allt land og út á landgrunnið. Að vísu má ná ágætis lághitavatni innan gosbeltisins, hvort heldur er til húshitunar, garðyrkju eða fiskeldis, og eru Reykjanesskaginn og Öxarfjörður gott dæmi þar um.

Lághitarannsóknir

Ölkelda

Ölkelda í Hengladölum – nú horfin.

Leit að heitu vatni á lághitasvæðum til húshitunar, garðyrkju, fiskeldis eða annarra nota gengur út á að finna heitt vatn á sem ódýrastan hátt. Lághitavatn keppir við aðra orkugjafa til húshitunar. Einstaklingar og smærri byggðarlög eiga því nokkuð undir högg að sækja þar sem samanlagður jarðhitaleitar- og vinnslukostnaður má ekki fara yfir ákveðið hámark á einhverjum ásættanlegum afskriftatíma, þó í reynd njóti nokkrar kynslóðir góðs af stundum áhættusamri jarðhitaleit.

Með breyttri tækni í jarðborunum hefur þróast upp ný leitartækni hjá ÍSOR sem kallast hefur jarðhitaleit á köldum svæðum (þurrum svæðum) og gengur slík leit út á að gera fjölda viðnámsmælinga eða bora margar 50-60 m djúpar ódýrar hitastigulsholur á tilteknu landsvæði og finna þannig út hvar grynnst er á nýtanlegan jarðhita til húshitunar (helst >60°C). Ef álitlegur valkostur finnst er nokkur hundruð metra djúp vinnsluhola boruð.“

Reykir
Lághitasvæði á Reykjanesskaganum eru t.d. yst á Reykjanesi, á Krýsuvíkursvæðinu, í Ölfusdölum, á Hengilssvæðinu og á Reykjavíkursvæðinu, s.s. á Reykjum í Mosfellsbæ og í Hvammsvík í Kjós.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%A1hitasv%C3%A6%C3%B0i
-https://orkustofnun.is/jardhiti/jardhitasvaedi-a-islandi/hahitasvaedi/
-https://www.isor.is/jardhitasvaedid-i-brennisteinsfjollum
-https://www.isor.is/jardhiti-hengilssvaedinu
-https://www.isor.is/jardhitasvaedid-reykjanesi
-https://www.isor.is/jardhitasvaedid-krysuvik
-https://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%A1ghitasv%C3%A6%C3%B0i
-https://www.isor.is/laghiti

Hverasvæði

Á hverasvæði Reykjaness.

Hengill

Í Vísi 1966 fjallar Þorsteinn Jósepsson um „Hengil – fjallbáknið við Hellisheiði„:

Hengill
„Um það bil 30 kílómetra í austur frá Reykjavík rís fjallsbákn mikið upp frá Hellisheiði og svæðunum þar í kring. Það heitir Hengill, en Henglafjöll er oft einu nafni nefndur fjallaklasinn sem umlykur það, að meira eða minna leyti á þrjá vegu.

Hæsta gnípan á Hengli er rösklega 800 metra há, og enda þótt þar sé ekki um ýkja mikla hæð að ræða, er útsýn það víð, og það sem meira er um vert, óvenjulega fögur.
Henglafjöllin eru sundurskorin af giljum og dalskorningum, þaðan koma lækir og ár, heitar uppsprettur, gufuhverir og ölkeldur. Við jarðborun sem gerð var á Hengilssvæðinu í sumar sem leið, mældist meiri jarðhiti en til þessa hefur fundizt hér á landi.
Hengill
Allt er landsvæði þetta fjölbreytilegra og forvitnilegra en önnur í jallasvæði í námunda við Reykjavík. Þar er tilvalinn vettvangur fyrir göngufólk og náttúruskoðendur, enda af miklu að taka því víðáttan er mikil, og hvarvetna eitthvað nýtt og nýstárlegt að sjá.

Hengill

Hengill.

Í allt aftan úr forneskju hefur varðveitzt þjóðsagan um kvenskassið Jóru sem lagðist út í Henglafjöll, lá fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap og eyddi byggðina umhverfis sig. Þjóðsagan er á þessa leið:
Jórunn hét stúlka ein. Hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp i Flóanum.
Ung var hún og efhileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat er haldið skammt frá bæ Jórunnar. Átti faðir hennar annan hestinn er etja skyldi og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðst. hestaatið og fleiri konur en er atið byrjaði sá hún að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni upp Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána, og kastaði því nálega út í miðja á. Síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:
Mátulegt er meyjarstig
mál mun vera að gifta sig„.

Ölfusá

Jórusteinn í Ölfusá (Jóruhlaup/Tröllkonuhlaup).

Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, unz hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi skammt frá Nesjum. Eftir því fór hún, og linnti ekki fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir og varð hið versta tröll, og grandaði bæði mönnum og málleysingjum; Þegar Jóra var setzt að í Henglinum var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum, og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull. Er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu.

Jórutindur

Jórutindur (Jórusöðull).

Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn, og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því að órunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa eftir að hún var búin með hestlærið. Þar með gerðist hún svo ill og hamrömm að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt að þeir gerðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum, en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Á þessa lund er þjóðsagan um kvenskassið mikla í Henglinum.

II.
Vera má að framangreind þjóðsaga hafi fengið byr undir vængi er ferðamenn týndust eða urðu úti í vetrarveðrum bæði á Hellisheiðarleið og öðrum slóðum í námunda við Hengilinn. Þarna er villugjarnt, leiðirnar fjölfarnar, en menn oft af vanefnum útbúnir, bæði hvað fatnað og nesti snertir og urðu því hríðunum fyrr að bráð en ella.

Dyradalur

Dyradalur – dyrnar.

Á öndverðri 17. öld, eða nánar tiltekið 1621, var norðlenzkur prestur, Jón Gíslason að nafni, á leið suður til Bessastaða, en týndist á leiðinni. Jón þessi gekk ýmist undir nafninu Jón Maríulausi eða „gamli Adam“. Hann var lengi prestur á Melstað í Miðfirði og hafði Jón biskup Arason vígt hann sumarið 1550, enda þótt prestlingurinn hefði þá litla undirbúningsmenntun hlotið og var aðeins venjulegur „fatabúrspiltur“ á Hólum. En biskupi þótti þá í óefni komið með trúarbrögðin á Suðurlandi og vígði ýmsa til prests þótt ekki hefðu hlotið tilskilda menntun, og meðal þeirra var séra „gamli Adam“.

Sporhella

Sporhella ofan Dyradals.

Þegar séra Jón týndist í Bessastaðaför sinni 1621 var hann orðinn farlama gamalmenni, 87 ára að aldri og í rauninni furðulegt að hann skyldi takast svo langa ferð á hendur án fylgdar. Séra Jón þurfti að reka einhver erindi á alþingi, en að því búnu hélt hann frá Þingvöllum suður til Bessastaða. Þangað komst hann þó aldrei, en nokkru síðar fannst reiðhestur hans mannlaus í Dyrfjöllum. Leit var gerð að presti, en gjörsamlega árangurslaust — hann hefur aldrei fundizt.
Þjóðtrúin var ekki í neinum vafa um hvað af presti hafði orðið, því enda þótt hann væri seigur undir tönn, sakir elli, hafði hann samt orðið kvenskassinu Jóru að bráð.

III.
Þjóðsaga er til um það, enda þótt hún fái ekki við neitt að styðjast, að Halla fylgikona Fjalla-Eyvindar hafi borið bein sín í Henglafjöllum. Sú munnmælasögn hermir aö þegar Halla náðist síðast og átti að setja hana með öðrum þjófum í Reykjavíkurtukthús, hafi hún verið svo illa á sig komin að ekki þótti fært að loka hana inni og hafi henni þess vegna verið gefið frelsi. Var hún sett niður á kot eitt í Mosfellssveit, en dag nokkurn er hausta tók og Höllu varð litið til Hengilsins, vaknaði hjá henni fjallaþráin að nýju og nóttina eftir hvarf hún.

Engidalur

Engidalur – bæli.

Nokkrum árum seinna fannst konulík uppi í Henglafjöllum og tveir sauðaræflar hjá, sem hún hafði krækt á hornunum undir styttuband sitt. Gizkuðu menn á að það væri lík Höllu, enda hafði veður spillzt skömmu eftir að hún hvarf úr byggð.

IV.
En hvað sem öllum þjóðsögum um útilegumannabyggð í Henglafjöllum líður, er það stað reynd að þar héldust útilegumenn við, meira að segja oftar en einu sinni.
Í Fitjaannál er getið um mann að nafni Eyvindur. Var hann kvæntur, en hefur sennilega ekki geðjazt að konu sinni, því austur í Ölfusi tældi hann stúlku til samlags við sig. Fluttu þau vestur á land og létust vera hjón. Þetta tiltæki þeirra þótti samt af einhverjum ástæðum ekki gott, voru skötuhjúin því leituð uppi, handtekin og flutt til sýslumanns. Þar voru þau bæði húðstrýkt og að því loknu stíað súndur og send sitt í hvora áttina.

Engidalur

Tóftir útilegumanna í Engidal.

Árangurinn varð þó ekki betri en það, að þau náðu saman aftur, og til þess að ekkert yfirvald stíaði þeim í sundur á nýjan leik, lögðust þau út í Hengli og lifðu um stund á hnupli. Hvort dvöl þeirra þar varð löng eða skömm er ekki vitað ,en 1678 náðust þau, og voru flutt til Alþingis og réttuð á þinginu. Þannig sameinuðust þau í dauðanum.
Annálar geta þess ennfremur að árið 1703 höföu 3 útileguþjófar verið gripnir í Henglinum. Voru 2 þeirra settir án frekari umsvifa í snöruna á Þingvöllum enda stutt að fara. Sá þriðji var kagstrýktur, en látið þar við sitja vegna þess hve ungur hann var.
Í Píslarsögu sinni kemst séra Jón þumlungur þannig að orði, að sá sem fóstrast í Henglafjöllum mun ekki haldinn vitnisbær, því þar er þjófabæli.
Þetta skrifar maður lengst norður á Vestfjörðum og bendir það því ótvírætt til að það orð hafi legið á Henglafjöllum að þar héldu sig þjófar og illþýði.

V.
Á seinni hluta 18. aldar voru hreindýr flutt frá Finnmörk og sleppt á Reykjanesi. Þar tímguðust þau vel og rásuðu vítt og breitt um Reykjanesskagann, Hellisheiði og Mosfellsheiði og m.a. í Henglafjöll.

Marardalur

Marardalur.

Í 2. árgangi „Náttúrufræðingsins“ lýsir Guðmundur G. Bárðarson náttúrufræðingur hreindýraveiðum í Marardal nokkru fyrir miðja 19. öld. Marardalur liggur norðan Hengilsins, hann er klettum girtur á allar hliðar en graslendi í botninum og þar er oft hin ákjósanlegasta beit. Einstigi er inn í dalinn gegnum gildrag sem úr dalnum fellur.
Á árunuum 1830-40 bjó bóndi sá á Elliðavatni sem Guðmundur hét Jakobsson afkomandi Snorra prests Björnssonar á Húsafelli. Guðmundur var rammur að afli og skytta með ágætum. Lagði hann sig m.a. eftir hreindýraveiðum og var í frásögur fært að í einni slíkri veiðiferð hafi hann borið fullorið hreindýr austan úr Bláfjöllum og heim til sín á Elliðavatni.
En frækilegasta veiðisagan af Guðmundi var þegar hann rakst á 11 hreindýr saman í Marardalnum. Það var í svartasta skammdeginu, rétt fyrir jól.

Marardalur

Marardalur – fyrirhleðslur.

Guðmundur varð á undan dýrunum að einstiginu og varði þeim undankomu úr dalnum. Féllu dýrin fyrir skothríð Guðmundar hvert af öðru, og í hvert skipti sem dýr féll fyrir skoti, hlupu hin dýrin hring í dalnum. Gafst Guðmundi á meðan gott tóm til að hlaða byssu sína og hafði hana jafnan hlaðna þegar dýrin bar að. Loks hafði hann skotið öll dýrin nema eitt, en það var mikill og stór tarfur með geysistór horn.

Bolasteinn

Bolasteinn.

Þegar tarfurinn sá sér ekki undankomu auðið réðist hann af heift á skyttuna, en hún kom byssunni ekki við og varð því að takast á við bola. Hvort sá bardagi verði lengur eða skemur lyktaði honum þó með sigri Guðmundar sem gekk af hreininum dauðum, enda var Guðmundur sagður hafa þriggja manna afl.
Fram til 1918-20 sáust hreindýr á ferð bæði í Henglafjöllum og víðar um Reykjanesskaga, en þá tekið að fækka til muna, enda sóttust skyttur mjög eftir þeim, ekki aðeins vegna kjötsins heldur og einnig vegna skinnanna og skrautlegra horna. En á þessum árum gerði mjög harða vetur og þá er sennilegt að flest dýranna, sem eftir lifðu, hafi fallið úr harðrétti og hor, a.m.k. sást lítið til þeirra eftir það. Þó er um það vitað, að síðasta hreindýrið sem sást á Suðvesturlandi, var unnið á svokölluðum Bolavöllum, skammt frá Hengli rétt fyrir 1930. Það var vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt. Hafði einhver riðið hana uppi og handsamað. Þar fór síðasti útvörður þessara tígulegu og reisulegu dýra á Hengilssvæðinu og Reykjanesskaganum öllum.

VI.
Á síðustu árum 18. aldar var maður sá ráðinn til póstferða milli Reykjavíkur og Árnessýslu sem Klemenz Þorsteinsson hét. Þann 29. desember 1791 lagði Klemenz upp í síðustu póstferð sína austur yfir fjall og hafði þá m.a. meðferð is 300 sendibréf, þar af var meira en helmingurinn konungleg afsalsbréf fyrir seldum Skálholtsjörðum. Þetta var í allra svartasta skammdeginu, þung færð af snjó og allra veðra von.

Jórugil

Í Jórugili.

En samgöngur voru þá allar aðrar en nú og enda þótt ferðalangar kæmu ekki á tilteknum tíma á ákvörðunarstað, var sjaldnast undrazt um þá fyrr en á síðustu stundu.
Og þannig var það í þetta skipti. Enginn vissi f rauninni hvernig Klemenz póstur ætlaði að haga ferðum sfnum né hvar hann myndi fyrst bera niður austur í Árnessýslu. En þegar Klemenz var ekki kominn til sýslumanns Ámesinga, sem þá bjó í Oddgeirshólum um miðjan janúar, taldi sýslumaður að ekki gæti verið einlelkið um ferðir hans og hófst þá handa um eftirgrennslanir og síðan leit.

Jórutindur

Jórutindur.

Leitað var víðs vegar um allan Reykjanesskagann og tók fjöldi manns þátt í henni. En þegar hún hafði engan árangur borið var henni hætt, enda þýðingarlaus talin, þar sem snjóað hafði meira og minna frá því er pósturinn lagði upp.
Í maímánuði um vorið var leit hafin að nýju og fannst þá lík Klemenzar pósts í Jórugili við rætur Hengilsins. Fannst það í djúpri gjá fullri af vatni, en pósttaskan var horfin. Vakti þetta þegar grun um að dauðdaga Klemenzar hafi ekki borið að með felldu, heldur mundi hann hafa verið rændur og myrtur. Þetta þótti og þeim mun grunsamlegra, sem líkið var algerlega nakið þegar það fannst. En aldrei vitnaðist neitt frekar í því máli.

VII.
Og að lokum er hér saga um Jón tófuspreng, sem var eins konar dæmigervi af Vellygna-Bjarna eða Munchausen barón hinum þýzka. Jón hafði róið suður í Garði og í einum róðrinum brast á snarvitlaust veður svo að bátnum hvolfdi í lendingunni og allir bátsverjar drukknuðu. Jón tófusprengur líka. Líkið af honum hafði rekið upp á malarrif, en litlu seinna skolaði sálinni úr Jóni þar framhjá svo að hann gat ekki á sér setið að gleypa hana og þar með lifnaði hann við á ný.

Henglafjöll

Henglafjöll.

Þegar Jón var lifnaður við, tók hann seil með 20-30 fiskum og lagði á bak sér, en ár notaði hann fyrir göngustaf, tók síðan stefnu á Henglafjöll og ætlaði heim til sín austur í Gnúpverjahrepp. Blindhríð var alla leiðina og botnlaus ófærð, sem sí og æ versnaði og þegar Jón var kominn norður í Henglafjöll var snjórinn svo djúpur að hann botnaði ekki með árinni. Samt hélt hann áfram og vissi varla hvað hann fór þvf ekki sá hann út úr augunum. Loks hrapaði hann og þegar hann raknaði við eftir fallið, sá hann að hann hafði dottið niður um eldhússtromp móður sinnar austur í Hreppum.

VIII.
Og loks, lesandi góður ef þér kæmi til hugar að skreppa úr Reykjavík austur yfir fjall skaltu staldra við uppi í Svínahrauni og mæna litla stund á þetta tígulega fjall, sem við þér blasir og Hengill heitir. Og láttu það engin áhrif hafa á þig þótt ferðafélagar þínir haldi þig hengil-mænu fyrir bragðið. Það borgar sig samt.“

Heimild:
-Vísir, 214. tbl. 20.09.1966, Hengill – fjallbáknið við Hellisheiði, Þorsteinn Jósepsson, bls. 8-9 og 6.
-https://timarit.is/page/2387230?iabr=on#page/n7/mode/2up/search/hengill

Hengill

Hengill – ölkelda.