Tag Archive for: Nessel

Seljadalur

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er. Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Ég hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.

Nessel

Nessel.

Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa í skilum með afgjald jarðanna.
Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.

Nessel

Dýjamosi við Nessel.

Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.
Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá
fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll. Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu: “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól. Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Ástæða þess að stuðlar eru hornréttir á kólnunarflöt er sú að jafnhitafletirnir færast inn í efnið samsíða kólnunarfletinum, þannig að lagið sem brestur (til dæmis 500°C kólnunarflöturinn) er samsíða kólnunarfletinum, en sexhyrndu sprungurnar sem myndast eru hornréttar á hann.

Nessel-230

Nessel – grunnuppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn. Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.
Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.
Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.

Nærsel

Nærsel – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Nessel-231

Nessel – tilgáta ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers framsóknarmanns myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu (að einum undanskyldum að vísu) að hugleiðingar um aðra mögulega nýtingu myndu gleymast með öllu.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé jafnan ekki mjög vatnsmikil er hún breið á köflum.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Seljadalur

Vegur um Seljadal.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er.

Seljadalur

Ræsi á Seljadalsvegi.

Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Eg hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.

Seljadalur

Kambsrétt.

Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.
Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll.
Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu.
“Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð, í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól.

Stuðlaberg

Stuðlaberg í Seljadal.

Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn (sjá FERLIR-735). Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.

Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.
Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar. Stíflan gæti einnig hafa verið ætluð til fiskeldiseflingar í Seljadalsá. Neðar í ánni er manngert lón er bendir til þess sama.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers föðurlandsvinar myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu að hugleiðingar um sérhverja mögulega röskun myndi einungis vekja reiði. Lagfæra þarf umhverfi námusvæðisins.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé ekki mjög vatnsmikil er hún mjög falleg á köflum. Neðan við „Nesselsdalinn“ er jarðbrú yfir mýri. Hún er á veginum er lagður var til Þingvalla á ofanverðri 19. öld.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild um stuðlaberg er af
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=796

Sel

Sel – tilgáta ÓSÁ.

Óttarsstaðasel

“Í fornöld tíðkuðust mjög selstöður á sumrum, og er víða í sögunum getið um sel og selfarir. Voru bæjarhúsin til aðgreiningar frá seljunum nefnd vetrarhús. Var stundum margt manna í seli og selin tvö, svefnsel og búr, og var þá annað haft til íbúðar, en hitt til matargerðar.

Mosfellsbær

Nessel.

Voru hér sumarhagar fyrir búfé og mjólkin höfð til smjörgerðar, skyrgerðar og osta. Voru nytjarnar fluttar heim jafn ótt og skyrið reitt í belgjum eða húðum og bundið fyrir ofan; voru slíkir belgir nefndir skyrkyllar. Munu flestir kannast við söguna af Gretti, er Auðun frændi hans flutti mat úr seli og sletti skyrkyllinum í fang Gretti, svo hann varð allur skyrugur; þótti honum það illt, því hann barst þá allmikið á í klæðaburði. Selstöður voru mjög nauðsynlegar í fornöld til hlífðar heimahögum, þar sem búfé var svo margt. Í selin fluttu menn að jafnaði um fráfærur, en úr þeim um réttaleytið eða í 22. viku sumars. Voru nákvæmar reglur settar um það í lögunum, hversu með skyldi fara er fé var rekið í sel eða frá.

Nessel

Nessel.

Geldfé var rekið á afrétt að sumrinu til, eins og nú tíðkast, og voru strangar reglur settar um beit í afréttum og notkun þeirra að öðru leyti. Mátti eigi gera sel í afrétt né heyja og eigi beita þangað öðru en geldfé, og lá við útlegð. Fé sitt skyldu menn reka á afrétt er 8 vikur voru af sumri, en úr afrétt er 4 vikur lifðu sumars. Réttir höfðu fornmenn tvisvar á ári, að vorinu til áður féð var rekið á fjall, og að haustinu til er afréttir voru smalaðar, og var hvorttveggja nefnt lögréttir”.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 247-248.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Gengið var austur með Smalaholtinu, sem er í raun vesturhlíð Rjúpnahæðar, ofan við Leirdal og að Selshrygg norðan hlíðarinnar. Þar eru tóftir undir hlíðinni. Þær munu hafa verið notaðar sem beitarhús frá Fífuhvammi, en nafnið bendir til þess að þarna gæti fyrrum hafa verið selsstaða frá þeim bæ. Fyrir miðjum Selshrygg heitir Selsvellir. Þar er vatn og ógreinilegar tóftir, óskráðar. Líklega er þar um að ræða gamla selstaðan frá Fífuhvammi.

Fifuhvammssel

Fífuhvammssel.

Úr bókinni “Viðeyjarklaustur” eftir Árna Óla: “Samkvæmt máldaga klaustursins 1234 hefir það eignast selför í Þormóðsdal efri. Mun þar sennilega átt við þann dal, sem nú kallast Seljadalur, og hefir sennilega fengið það nafn af seli klaustursins. En hve lengi klaustrið hefir haft þar í seli, er ekki vitað, en seinna hafði það í seli undir Selfjalli, skammt frá Lækjarbotnum.

[S.G.] “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Talaði við Guðjón Jensson í Mos. og hann sagði að við Nessel séu miklar tóftir á hól og hefði þar verið lögrétt Mosfellinga, kölluð Kambsrétt, lögð af upp úr 1850, þá flutt í Árnakrók austan við Selvatn fram til aldamóta 1900 og svo byggð við Hafravatn. Hann taldi jafnvel að þar sem Kambsrétt stóð hafi verið selstaðan frá Viðey verið áður en hún var flutt undir Selfjall”.
Frábært veður.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Herdísavíkursel

Sel ofan Selvogs. Byggt á Fornleifaskráningu Hildar Gestsdóttur og Orra Vésteinssonar um sel í Selvogi.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Um Herdísarvíkursel segir: “Á Seljabót er landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur og sýslumörk milli Gullbringu- og Árnessýslu. Seljabótanef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…” [Tóftirnar eru undir sunnanverðum hraunkantinum ofan Seljabótar, skammt austan sýslugirðingarinnar. Vatnsstæðið er skammt vestar, í krika svo til alveg við girðinguna. Í Seljabótinni má sjá hlaðið gerði og skammt ofan hennar var selshellir, sem nú er að mestu fylltur af sandi].

Eimuból

Stekkur í Eimubóli.

Fyrir norðan Vörðufell er Eimuból, alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum. [Eimuból er greinilega mjög gömul selstöð. Bæði er tóft á bakka gróins jarðfalls sem og í jarðfallinu sjálfu. Inn úr því er fjárskjól með allnokkrum hleðslum í].
Austan við Strandarhæð eru miklar lægðir, kallaðar Djúpudalir, og tilheyra Útvogi. Norðaustur af þeim er Þorkelsgerðisból eða –sel. Við Þorkelsgerðissel er Skyrhóll, hellisskúti, þar sem skyrið átti að hafa verið geymt. [Margar tóftir eru í Þorkelsgerðisseli].

Vogsósasel

Vogsósastekkur (heimasel).

Ekki er getið heimilda um Sel frá Vogsósum, en Þórarinn Snorrason sýndi ritgerðarhöfundi það árið 2000. Það sem skammt austan við þjóðveginn, sunnan fjárgirðingarinnar upp frá réttinni, ofan við svonefnda Grænudali. Þar er tóft á hæðinni. Á hæðinni er varða. Seldalur heitir gróin lægð norðan selsins. Vestan hæðarinnar, handan þjóðvegarins, á hól eru þrjár fjárborgir (Borgirnar þrjár). Borgirnar  gætu að hluta verið leifar nýrra heimasels frá Vogsósum, enda bærinn aldagamall – þjónaði m.a. sem prestssetur Selvogsbúa um tíma. Verður því að telja líklegt að þá hafi verið vel búið að Vogsósum.

Ólafarsel

Ólafarsel.

Í örnefnalýsingu fyrir Selvog, er m.a. fjallað um Ólafarsel. Þar segir m.a.: “ Í örnefnalýsingu fyrir Ölfuss má m.a. sjá eftirfarandi: Ólafarsel er austan og sunnan við Vörðufell í Vörðufellshrauni. Í því er hiti og rýkur úr hólnum. Framan í hrauninu er Ólafarsel, er enn sér fyrir. Það tilheyrði um tíma Eimu.
Ekki er getið um heimildir fyrir sel frá Strönd, þeirri stóru jörð. Selsins undir suðausturhorni Svörtubjarga er heldur hvergi getið og gæti það verið ástæðan. Þar er nokkuð stórt sel með lambastekk, fjárskjóli í helli og vatnsbóli í skúta.
Í heimildum um Nessel segir: “Spölkorn fyrir ofan Kvennagönguhóla eru aðrir hraunhólar og kringum þá grösugar flatir. Þarna var Nessel, og sést enn fyrir tóftum þess. Selið er innan sandgræðslugirðingarinnar. Nú hafa verið reist fjárhús á móti selinu”.

Nessel

Nessel.

[Nessel er nú vel gróið. Tóftir eru í selinu og gróið jarðfall. Líklegt er að reft hafi verið yfir það því það er hálffullt].
Litlalandssel er “uppi á fjallinu, ofan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar, er hraun austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. Í því austarlega er Litlalandssel, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg. [Selið er utan í grónum hraunhól í hrauninu. Hóllinn er holur innan og á honum dyr. Annars er vel gróið í kringum selið].

Bjarnastaðaból

Bjarnastaðaból.

Um Bjarnstaðasel segir: “Norður eða norðvestur af Klöppinni Fótalaus í Neslandi er Bjarnastaðaból eða –sel. Uppi í heiðinni voru sel eða ból frá flestum bæjum”. [Þrjár hjáleigur voru frá Bjarnastöðum og ber selið þess merki. Margar tóftir eru þar og greinilega verið haft í seli frá fleiri en einum bæ. Þar er og að finna a.m.k. tvo stekki].
Ekki er getið heimilda um sel frá Breiðabólstað, en það er í Krossfjöllum. Ekki heldur er getið heimilda um sel frá Götu, en ekki er ólíklegt að Gata og Eima hafi annað hvort haft saman í seli eða í nálægð.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

Hlíðarendasel er “á miðri leið fá Búrfelli inn að Geitafelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil. [Selið er ofarlega í grónu hrauninu og gengur Ólafsskarðsvegur um það mitt. Þrjár tóftir eru í því auk stekkjar á hraunhól].
Skammt austar er Litlalandssel; þrjár tóftir og stekkur í kringum hraunsskúta.
Ekki er getið heimilda um sel frá Vindheimum (Vindási), en grónar tóftir selsins má sjá vestan við Eimuból [Kristófer Bjarnason]. Vindásselið er gróinn upphækkaður hóll svo telja má að þarf hafi verið selsstaða um alllangt skeið; endurgerð ítrekað.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Nú er ljóst að Seljadalur rís undir nafni. Áður fékkst einungis tilvist einnar seltóftar staðfest í dalnum, Nessels við Nesselslæk ofan við Innri-Seljadal. Fyrir skömmu skoðaði FERLIR Nærsel ofan Árnesgils norðan Seljadalsár í Fremri-Seljadal. Tvær aðrar tóftir á því svæði eru nú til skoðunnar.

Seljadalur

Tóft í Seljadal.

Af loftmyndum að dæma virtist móta fyrir tóftum á tveimur öðrum stöðum í Innri-Seljadal, norðan Seljadalsáar, auk þess sem vísbending hafði borist um aðra þeirra. Ætlunin var að reyna að staðsetja þær og skoða. Ekki er með öllu útilokað að þar kynnu að leynast enn fleiri sel, enda Seljadalsnafnið í fleirtölu.
Á leiðinni upp með Seljadalsánni, austan Þormóðsdals, eru fallegar skemmtilegar rústir, risastór fjárborg, mjög jarðlæg og rétt vestan við hana stórt sauðahús með einskonar gerði fyrir framan og svo hlöðu aftan við. Allt er þetta hlaðið úr torfi. Þetta gæti verið sama sauðahúsið og talað er um í örnefnalýsingunni um Þormóðsdal, sem Tryggvi frá Miðdal skráði; „og þá rennur um gilið Árneslækur“. Ef þetta er rétt túlkað er skilti, er geymir loftmynd af svæðinu niður við gatnamót Hafravatnsvegar og Þormóðsdalsvegar algjör della. Mjög falleg mosagróin varða, hlaðin úr þunnum steinflögum, stendur á holti rétt við línuna, sem þarna liggur. Tryggvi talar um Innri-Seljadal og gæti sá legið fyrir innan Kambhól því þar koma aðeins þrengsli í dalinn.

Seljadalur

Tóft í Seljadal.

Kíkt var á Nærselið á vallendistungu nokkru austan við Árnesgilslæk. Lítill lækur rennur úr grunnu gili ofan við tóftirnar. Þá var haldið áfram til austurs inn að Kambhól og litið á Kambs(hóls)réttina áður en stefnan var tekin í svo til miðjan norðanverðan Innri-Seljadal.
Gömlu þjóðleiðinni var fylgt að mýrarbrú, sem liggur þarna nokkurn spotta beint yfir mýrina. Hann er nú aflagður, enda gatan verið færð ofar á trébrú. Skammt austan hennar var stefnan tekin til norður upp í gróið afhallandi sléttlendi með lágum bakka að austanverðu. Þar undir bakkanum kúrir títil tóft með tveimur rýmum. Stærra rýmið, er hefur dyr mót vestri, hefur verið ca. 120×160 cm að innanmáli. Hitt er norðan hennar og snúa dyr mót norðri. Það hefur verið enn minna, ca. 60×80 cm. Norðan við tóftina virðist vera ferköntuð afmörkun, líkt og garður. Þetta gæti hafa verið sel og þá notað til skjóls og/eða geymslu. Hrístaka hefur verið þarna, sem og mótaka.
Skammt austan við þessa tóft er gróinn hvammur. Í honum miðjum er þúfóttur hóll. Uppspretta er norðan við hann undir grasbakkanum og rennur lítill lækur niður með hólnum að vestanverðu.

Nessel

Nessel.

Ekki sést móta fyrir veggjum eða hleðslum í hólnum, en hann sker sig úr öðru, sem þarna er. Ekki er með öllu útilokað að þar kynna að hafa verið hús, en ef svo er þá er það mjög fornt. Handan við ás ofan við tóftina er Nessel, undir grónum hól í grónum dal, í skjóli fyrir austanáttinni.
Tóftirnar eru mjög greinilegar. Í tóftarhólnum eru þrjú rými, eitt stærra en hin. Lækir renna hjá selinu, bæði að sunnanverðu og vestanverðu. Sameinast þeir í Nesselslækinn sunnar. Þegar svæðið var gaumgæft betur en áður hefur verið gert, komu í ljós tvö önnur mannvirki, að mestu jarðlæg. Sunnan við selið mótar fyrir hringlaga gerði. Annað svipað er skammt suðvestar. Vel má sjá lögunina, en erfitt er að segja til um hvaða hlutverki þessi mannvirki hafa þjónað. Giskað er þó á að það, sem er nær selinu, hafi verið stekkur, en það sem er fjær, hafi verið fjárborg eða nátthagi. Það gæti einnig hafa verið stekkur eða rétt.
Í bakaleiðinni var gengið fram á nokkur lóuhreiður.
Frábært veður – stafalogn og hlýindi. Fuglasöngur mófuglanna fyllti loftið og svanir sveimuðu tignarlega yfir ánni. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Gengið var um Djúpudalahraun að Djúpudalaborg, þaðan upp í Nessel og áfram upp á Kvennagönguhól. Þá var haldið upp á Hellisþúfu og skoðaður Hellisþúfuhellir. Loks var gengið niður hæðina að vestanverðu, að klöppinni Fótalaus og staðnæmst við Imphólaréttina.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

Austurmörkin á Nesi lágu frá Þrívörðum við sjó, um Djúpudali og þaðan í Kálfahvamm í Geitfelli (Fálkaklett). Djúpudalaborgin er skammt frá mörkunum, vandlega hlaðin. Hana hefur átt að topphlaða, enda ber hún þess merki. Þessi fjárborg hefur að öllum líkindum þótt mikið og merkilegt mannvirki á sínum tíma, enda virðast menn hafa reynt að líka eftir henni annars staðar á landinu (sjá Þorbjarnastaðaborg).
NesDjúpudalir horfa mót suðri og eru mikil gróðurvin við efri brún sandflákana ofan við ströndina vestan Þorlákshafnar. Geldingahnappur, brönugrös, hvönn, bláklukka og fleiri villt blóm vaxa þar í hraunskjólunum. Bláberjalyngið er áberandi sem og kjarr og einir.
Allt land þarna fyrir vestan tilheyrði Nesi í Selvogi. Þar var, skv. jarðabók ÁM 1703, „jarðdýrleiki lx og so tíundast fjórum sinnum.“ Árið1397 var Mariukirkja í Nesi “…lofadur gropttur heimamönnum oc fátækum monnum. Árið 1508 hafði Þorvarður Erlendsson lögmaður til kaups við Kristínu Gottskálksdóttur Nes í Selvogi fyrir 60 hdr.

Nes

Jóhann Davíðsson með legstein úr Nesskirkjugarði.

Árið 1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Neskirkju sem “war komin ad nidurfalli” og lofaði “Erlindur at lata innstædu til neskirkiu.” Í desember 1525 lagði Erlendur Þorvarðsson Strönd og Nes í Selvogi “med þeim jordum sem þar til liggia” til kaups við Þórunni Stulladóttur og skyldi Þórunn vera helmingakona og hafa Nes fyrir 80 hdr og 40 kúgildi “nema hun villdi sialf helldur hafa jardernar Hlidarenda, Breidabolstad og Littllaland. allar fyrir lxxxxc.” 1595 er Grími Einarssyni dæmt Nes, 60 hdr, í arf eftir Guðbjörgu Erlendsdóttur föðurömmu sína. Búa í Nesi 2 Jónar, 2 Árnar, 2 Ormar, Hallur, Hróbjartur, Hafliði, Þorgeir, Einar, Sveinn og Gísli sbr. Sveitarbrag Jóns Jónssonar í Nesi.“

Nes

FERLIRsfélagar í Nesi.

Nes er austasta býli í Selvogi. Landamerki Ness að austanverðu, móti Þorlákshöfn og Hlíðarenda í Ölfusi eru þannig: Þrívörður, þrjár vörður á berginu milli Ness og Þorlákshafnar, þaðan í Dimmadalsklöpp á miðjum sandinum, og munu þar byrja mörkin móti Hlíðarendalandi; þaðan í Markhól í Djúpadalshrauni fyrir vestan Hlíðarendsfjallsenda, þaðan í Fálkaklett syðst í Geitafelli. Milli Ness og Bjarnastaða eru mörkin: Selós milli Selaskers og Stórhólms er fremsta mark, þaðan í Markasker, þaðan í garðsenda á kampinum milli túna Ness og Bjarnastaða, og þaðan í Unhól efst í túngarði, þaðan í Stóra-Hástein í Selvogsheiði fyrir neðan Hnúka, þaðan í Eystri-Kálfahvammsöxl í Geitafelli.

Kvennagönguhóll

Varða á Kvennagönguhól.

Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi.“ Árið 1840 segir m.a. að “á öllum þessum bæjum [Nes og 11 hjáleigur] liggja túnin saman, og er hverfi þetta kallað Austurvogur. Fyrir framan túnin er sjávarkampurinn, snýr á móti hafútsuðri. Allar þessar jarðir eru undirorpnar grófum sandágangi, so tún verða þá kolsvört eftir hvört austan- land- og útnorðan stórviðri. Af þessari orsök hafa þær stórum spillst og spillast árlega nokkuð.” Bærinn að Nesi stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes.“

Nes

Kirkjugarðurinn í Nesi.

Heimild er um kirkju, Maríukirkju, í Nesi, sem fyrr segir. “Glergluggar .iij. austann a kirkiunni. glitadur alltaradvukur .ij. handklædi.” Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“ FERLIR fann ekki fyrir löngu einn af þessum legsteinum, en aðrir höfðu verið fluttir á minjasafnið á Selfossi. Þessi eini legsteinn, er talinn hafa verið á leiði barns er dó úr svarta dauða og grafið var í kirkjugarðinum að Nesi, væntanlega með þeim síðustu er þar voru grafnir. Steinninn er enn við Nes og fær vonandi að vera þar um ókomna tíð.

Hellishæðahellir

Merkismenn við Hellishæðahelli.

Erlendur sterki er talinn hafa búið í Nesi og dó 1312. Járngerður, var Þórðardóttir Böðvarssonar og var kona Erlends, en Valgerður var dóttir þeirra og hefur Halfdan sennilega verið maður hennar. Finnur var sonur Bjarnar Hamra-Finnsonar, en Þóra hét systir Bjarna og var hún kona Þormóðs í Gufunesi. Það er óvíst að það sé sama Þóra og nefnd er í máld.
Erlingur Jonsson [sagdi] ad kirkian j Nesi skylldi eiga .vjc. j þwfulandi þar til sem hann leisti vr .ij. kugilldi .cc. vadmala .ijc. j vide. enn .xij. alnar fyrer .c. j leiguburd þar til sem leist er vr jordunni.
Í júlí 1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Neskirkju sem “war komin ad nidurfalli” og lofaði “Erlindur at lata innstædu til Neskirkiu.” Kirkjan lögð niður í Nesi 1706.

Nessel

Nessel – skúti.

Gengið var inn fyrir girðingu og að litlum hraunhól þar. Hóllinn reyndist holur að innan með sandi í botni. Hann hefur áreiðanlega orðið einhverju gott skjól. Selið er skammt ofar. Megintóftin er í jarðfalli, sem líklega hefur verið reft yfir, en er nú fallið. Tóftir við selið benda til þess að það sé mjög gamalt. Í heimildum segir að „spölkorn fyrir ofan Kvennagönguhól (að vestan) eru aðrir hraunhólar og kringum þá grösugar flatir. Þarna var Nessel, og sést enn fyrir tóftum þess. Selið er innan sandgræðslugirðingarinnar. Nú hafa verið reist fjárhús á móti selinu. Nessel er merkt norðan þjóðvegarins, en þar er samnefndur sumarbústaður.

Gengið var á fótinn, upp á Kvennagönguhól. Honum tengist þjóðsaga. „Suður frá þjóðveginum liggja suðurslakkar, allt að Kvennagönguhól, sem er grasi gróinn hraunhóll.”

Hellholt

Hellholt – uppdráttur ÓSÁ.

Jafnframt segir að “Kvenna-Gaungu-Hólar á Selvogs-Heidi í Árness Sýsslu þángad géngu í Papiskri Óld, aldradar og veikar Kvennpersónur úr Selvogi, til ad festa sión á Krossmarki þvi, sem upp var Fest á Kaldadar-Ness-Kyrkiu, og þókti sér batna ef séd féngu; Hólarner eru 2, skaparans, enn ei Manna verk.” Um nafnið Kvennagönguhóll er ýmsar sagnir, sem Gísli Sigurðsson tilfærir í sinni skrá, og kannast Eyþór við þær allar: 1. Í kaþólskri trú var kross einn mikill í landi Kaldaðarness. Konur í Selvogi gengu þá oft á hól þennan, horfú til krossins og gerðu bænir sína. 2. Mikið útrlði var í Selvogi. Þar gerði oft þau veður, að ekki var lendandi. Var þá hleypt austur í Þorlákshöfn. Tækist lendingin vel, var veifa dregin á stöng. Fóru konur úr Selvognum á Kvennagönguhól að sjá, hvort veifa væri á lofti og menn þeirra lentir heilu og höldnu. 3. Í fyrndinni bjó tröllkona í hólnum. Hún reri nökkva sínum úr Keflavík undir bjargi. Aflann bar hún heim og gerði að honum á Kvennagönguhólaflöt. Ekki hefur annað heyrzt, en hún hafi verið Selvogsingum góður nágranni.“

Hellishæðahellir

Hellishæðahellir.

Haldið var enn á fótinn með Hnúkana á hægri hönd. Smám saman lagðist Selvogsheiðin yfir hægri vænginn, en framundan er slétt afgirt tún efst á hæðinni. Þar á er gróinn hraunhóll; Hellisþúfa. “Hellisþúfa er hraunhóll mikill í vestur frá Háaleiti og í honum Hellisþúfuhellir. Í hellinum var eitt sinn búið, og er einhver hleðsla úti fyrir. Sá mun hafa heitið Gísli, er þarna bjó. Ekkert vatn er þarna að hafa, það var sótt í belgjum í Flæðitjarnirnar niðri á Öldunum. Þetta var fyrir minni Eyþórs, en hann heyrði þetta sagt.“
Nú hallaði til vesturs. Gengið var að klöppinni Fótalaus ofan þjóðvegarins, skammt ofan við hrjálegan sumarbústað. Í örnefnalýsingu segir að „mörkin milli Ness og Bjarnastaða eru austan í [Stóra-Hásteini]. Þar við hann er klöpp, sem kölluð er Fótalaus, og var merki klappað í hana. Ókunnugt er um tildrög þessa nafns.“

Strandarhæð

Strandarhæð – Strandarborg.

Skammt neðar (suðvestar) er Imphólarétt. „Austur með þjóðveginum eru Imphólar, lágir grashólar. Þar var Imphólarétt, sem nú er farin.“ Að sögn Þórðar Sveinssonar frá Bjargi í Selvogi er Imphólarétt 8-900 metrum suðsuðaustan litla Hásteins.
Önnur rétt er undir litla Hásteini. Þjóðvegurinn liggur í gegnum hana miðja, svo sem algengt er um fornminjar hér á landi. Kosturinn við það er að fólk þarf ekki að stíga út úr bílunum til að virða mannvirkið fyrir sér. Á móti kemur að sárafáir, sem aka um þjóðveginn, og í gegnum réttina, hafa hugmynd um að þarna hafi verið rétt með öllu sem réttum tilheyrir með réttu.
Útlit og stærð réttarinnar sést enn vel og hleðslur marka lögun hennar. Að sögn Þórðar var þessi rétt hlaðin af Þórðarkotsmönnum eftir 1950. Hún var notuð fyrir rúning og flutning á fé með bílum.
Leitað verður nánari upplýsinga, bæði um réttina undir Hásteinum og Imphólarétt, sem enn á eftir að skoða.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn

Imphólarétt

Imphólarétt.

Nessel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis. Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi (eins og hann er í dag) fylgt áleiðis að Geitafelli. Gamli Ólafskarðsvegurinn (ómerktur) lá upp frá Litlalandi og kom að norðausturhorni Geitafells þar sem hann liggur áfram upp heiðina.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur norðan þeirra. Á bak við selið að au er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Haldið var til austurs yfir heiðina og síðan hallað aðeins til suðurs. Eftir u.þ.b. 25 mín gang var komið að Liltalandsseli. Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Það sést þó betur þegar komið er neðan frá Litlalandi. Ætlunin var að leita einnig að Breiðagerðisseli, sem er þarna undir klettavegg nokkru austar, en ákveðið var að láta það bíða og reyna fremur að nálgast það frá Hlíðardalsskóla við tækifæri.
Komið var við í Nesseli og stöðvað við Impólaréttina. Réttin, sem greinilega er mjög gömul er í Imphólum neðan Hellisþúfu. Þjóðvegurinn liggur nú í gegnum hólana og eru meginummerkin eftir réttina sunnan vegar.
Frábært veður.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Tag Archive for: Nessel