Færslur

Klaustur

Eftirfarandi frásögn er úrdráttur úr Riti krossins eftir systir Veroniku sem var karmelnunna í Hafnarfirði, síðar Hollandi:

Hugmynd að klaustrinu vaknaði 1929.
KarmelklaustriðSögu Karmelklaustursins á Íslandi má rekja til ársins 1929. Á því ári voru haldin hér á landi mikil hátíðarhöld vegna vígsludómkirkju Krists konungs á Landakoti. Montforteprestar önnuðust trúboð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á þessum tíma. Yfirmaður þeirra og umdæmisstjóri varHollendingurinn Dr. M.Hupperts sem fyrstur manna vakti athygli á nauðsyn þess að á Íslandi væru staðsettar nunnur. Hann orðaði það svo sjálfur “til að biðja fyrir því ágæta fólki sem var á Íslandi“. Þessi hugmynd varð kveikjan að því starfi sem nú er stundað af miklum dugnaði og ósérhlífni af karmelnunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.
KarmelklaustriðEftir að Dr. Huberts kom til baka til Hollands snéri hann sér til móður Elísabetar sem þá var príorinna Karmelklaustursins í Schiedam í Hollandi. Var hugmyndinnivel tekið af henni. Árið 1935 stakk móðir Elízabet upp á því við Dr. Hubberts að hann ræddi þessi mál í við einn af prestum reglunnar í Róm á Ítalíu en Dr. Hubberts var á leiðinni í visitasíuferð til Afríku.

Hugmyndinni um stofnun klausturs á Íslandi var líka vel tekið í Róm. Séra Jóhannes Gunnarsson, síðar biskup kaþólskra á Íslandi, heimsótti árið 1935 karmelnunnurnar í Egmond í Hollandi í þeim tilgangi að ræða þessi mál líka. Á þeim tímapunkti varð nú nokkur bið á frekari skipulagningu ýmsum ástæðum.

Karmelklaustur

Strandgata í Hafnarfirði um 1960. Á myndinni sjást vel helstu hús miðbæjar Hafnarfjarðar, þar á meðal Hafnarfjarðarkirkja, Karmelklaustrið í Hafnarfirði fyrir stækkun þess, gamla Dvergshús, Barnaskóli Hafnarfjarðar, Hafnarborg fyrir viðbyggingu og Góðtemplarahúsið. Ljósmyndari ókunnur.

Árið 1936 endurvakti Marteinn Meulenberg,biskup kaþólskra á Íslandi, aftur hugmyndina en sökum fjárskort á þeim tíma varð ekkert meira úr henni. En á ný var hugmyndinvakin og nú af góðvini karmelreglunnar, prófastsins í Rengs í Haarlem-biskupsdæminu. Ráðlagði hann móðir Elízabetu að ræða málið aftur við Dr. Hupperts, sem hún gerði og hófust þreifingar á ný árið 1937. Stakk biskupinn upp á því að 2 nunnur færu til Ísland til að kynna sér aðstæður. Þetta sama ár fóru saman til Íslands móðir Elízabet, systir Immaculata, séra Tímóteus og kona að nafni Mary Sweerts. Komu þau til hingað 9. ágúst 1937. Strax eftir komuna til Íslands var farið til Hafnarfjarðar og land í eigu Montfortepresta, efst á svokölluðum Öldum skoðað. Þar er nú Ölduslóð. 13. ágústsama ár var leyfi veitt til byggingar Karmelklaustursins í Hafnarfirði.

Karmelklaustur

Klaustrið 1973.

Sama sumar hófst fjársöfnun í Hollandi svo hefja mætti byggingu klaustursins í Hafnarfirði. Gekk hún vel og var Einar Erlendsson arkitekt fenginn tilað teikna hið nýja klaustur. 1. mars 1939 voru valdar nunnur af móðir Elízabetu til Íslandsfarar. Fyrstar fóru hún sjálf og systurnar Veronika og Marina. Þær lögðu stað 31. maí sama ár í þeim tilgangi að fylgjast með byggingu klaustursins. Með í för var bróðir systur Veroniku séra Tímóteus.Eftir nokkuð erfiða byrjun á ferðalaginu m.a. sökumslæms veðurs lagðist skip þeirra loksins að bryggju í Reykjavík 13. júní. Nokkrum dögum eftir komuna hreiðraði hópurinn um sig í skóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði en þaðan var gott að fylgjast með klausturbyggingunni.

Klaustursmiðirnir.
KarmelklaustriðVerktakar að klausturbyggingunni voru Guðjón Arngrímsson, Bjarni Erlendsson, Kristmundur Georgsson og Gestur Gamalíelsson. Framkvæmdum átti að ljúka 10. maí 1940. Ein helsta hjálparhella nunnanna, á meðan á bygginguklaustursins stóð, var bróðir Jósef sem var einn Montfortetbræðra á Jófríðarstöðum. 3. september lýstu Englendingar og frakkar yfir stríði á hendur Þýskalandi og fljótlega upp úr því rofnaði sambandnunnanna við Holland.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið.

Laugardaginn 14. október á hádegi voru fánar dregnir að húni á þaki Karmel-klaustursins. Þóttu þetta hin mestu tíðindi og var m.a. sagt frá þessu og fyrirhuguðu starfi nunnanna í útvarpinu. Þá var einnig sagt frá því að 9 nunnur myndu fljótlega bætist í hópinn. Fyrstu jól nunnanna á Íslandi voru þetta sama ár og gladdi þá nafnkunnur Hafnfirðingur hr. Eiríkur Jóhannesson starfsmaður og organisti á St. Jósefspítala nunnurnar með því að útbúa fyrir þær jötu sem hann setti upp í nýjuklausturbyggingunni.

Nunnurnar læra íslensku.

Karmelklaustur

Karmelsystur ásamt gesti í klaustursgarðinum.

Íslensku lærðu nunnurnar að mestu af séra Boots sem kom vikulega til þeirra að kenna þeim tungumálið. Þar sem bygging klaustursins kallaði á mikið fé þá leigðu nunnurnar breskum hermönnum húsnæði í klaustrinu. Fyrsta messan var haldin þar 18. júlí 1940 og hélt breski presturinn séra Gaffney þá guðsþjónustu en hann kom hingað til halds og trausts fyrir þá bresku hermenn sem voru í Hafnarfirði. Dagurinn var einnig sögulegur að því leiti að þetta var fyrsta og síðasta messa frumkvöðulnunnunnar móður Elísabetar sem unnið hafði þrotlaust að uppbyggingu klaustursins en hún lést í Bandaríkjunum árið 1944.

Seinni heimsstyrjöldin tefur uppbyggingu.
KarmelklaustriðÍ nóvember 1941 fluttu bandarískir hermenn í klaustrið í stað hinna bresku sem þar höfðu verið enda höfðu Bandaríkin tekið að sér varnir Íslands. Var nunnunum boðið til Bandaríkjanna á meðan stríðið stæði yfir og þáðu þær það boð enda var var systir Elízabet líka orðin mikill sjúklingur á þessum tíma. 1. ágúst 1941 sigldu þær því af stað til systra sinna í Bandaríkjunum.
10. ágúst, á leið sinni með skipinu, var þeim sagt að þær færu til Boston en um áfangastaðinn hafði ríkt óvissa. Skipið sem flutti nunnurnar var eitt margra í hópsiglingu 40 skipa á leið til Bandaríkjanna. Dvöldu nú nunnurnar þar í Karmelklaustri um nokkurn tíma. 4. desember 1941 lést móðir Elízabet.

Karmelklaustur

Karmelsystur í klaustrinu.

Rétt fyrir jólin þetta sama ár barst nunnunum bréf frá séra Boots þar sem hann tjáði þeim að enginn byggi nú lengur í klaustrinu í Hafnarfirði og að stríðinu væri lokið. Ætluðu nunnurnar að taka fyrsta mögulega skip til Íslands en móðir Aloysius sem þá hafði tekið við hlutverki móður Elízabetar óskaði eftir því að þær biðu með brottför þar sem hún taldi það slíkt ferðalag of hættulegt að svo stöddu. Stuttu seinna fréttist að skipið sem flytja átti nunnurnar hefði farist.

Karmelklaustur

Karmelsystur í klaustursgarðinum.

Nokkru seinna héldu þær svo síðan af stað til Íslands. Farkosturinn var herflutningaflugvél sem flutti þær frá New York til Íslands með viðkomu í Labrador.
28. apríl 1946 bættust síðan í hópinn tvær nunnur ásamt garðyrkjumanninum John. Nunnurnar sem komu hétu systir Aloysia og systir Bernadetta. Allmargir húsnæðislausir einstaklingar höfðu á stríðstímanum leitað sér skjóls í klaustrinu. Var það endanlega rýmt 4. Júní 1946. Strax var hafist handa við að hreinsa klaustrið. Var húsið síðan fljótlega eftir það blessað af séra Dreesens og blessaði hann garðinn á annan í hvítasunnu sama ár.

Fyrsta nóttin í klaustrinu.
Karmelklaustrið
25. júní dvöldu nunnurnar í fyrsta skipti næturlangt í Karmelklaustrinu. Messur gátu þær þó ekki sótt þar enn sem komið var þar sem kapellan var ekki fullkláruð. Sóttu þær messur í kapellunni á St. Jósefsspítala á Suðurgötu í Hafnarfirði. 5. ágúst bættust 3 nunnur í hópinn, systurnar Dominika, Miriam og María og stuttu seinna eða 27. ágúst var lesin fyrsta messan í kappelluklaustursins.

KarmelklaustriðNú fór að líða að þeirri stundu að klaustrið varð fullbúið til klausturlífs. 1. september 1947 komu síðustu nunnurnar að sinni, þær Jósefa, Elía og María. Allur hópurinn taldi nú 10 nunnur og var systir Dominika abbadís. 29. september kom biskupinn til að innsigla klaustrið að hætti karmelreglunnar. Það merkir að innilokun nunnanna hófst formlega eins og siður var á árum áður. Enn þá voru þó ekki þær nunnur komnar sem áttu að sinna hlutverki útinunna en það eru þær sem sjá áttu um samskipti við fólk utan klaustursins. Þar til þær komu voru valdar í það hlutverk þær systurnar Martina og Veronika.

Hænurnar koma.

Karmelklaustur

Karmelsystir með hænuunga.

12. október 1947 kom stærsti hópurinn. 52 hænur tóku sér stöðu í klaustrinu og dvelja afkomendur þeirra þar enn þá. Sá hópur hefur stærstur orðið um 300 fuglar. Sá bróðir Jósef aðallega um að hirða þennan stóra hóp á sínum tíma. Nunnurnar opnuðu fljótlega litla verslun með trúarlegum varningi og er sú verslun enn þá starfrækt. Úrvalið er þó umtalsvert meira en áður en það má m.a. sjá hér á þessum vef um hlekknum klausturverslunin. Í dag selja nunnurnar enn þá egg og eru þau auðvitað lífrænt ræktuð og hafa fengið vöruheitið hamingjuegg.

Karmelklaustur

Garðrækt innan klaustursveggja.

Í garðinum rækta þær grænmeti, kartöflur ofl. Mikil vinna fylgir þessu en heilög móðir Teresa sem endurbætti karmelregluna á mikið hér áður fyrr sagði ætíð “reynið að lifa af vinnu ykkar svo sér Drottinn um það sem á vantar“.
Á sama hátt mun hinn heilagi faðir Páll páfi VI hafa sagt: “Reynið að lifa af vinnu ykkar og þegar þið hafið nóg, gefið þá fátækum afganginn“.

Fyrsta lokaheitið unnið og prestvígsla.
Karmelklaustrið
18. nóvember 1946 var merkisdagur í sögu karmelreglunnar á Íslandi. Þá var unnið fyrsta lokaheitið á íslenskri grund af systir Elíu.

Karmelklaustur

Karmelsystur við hellulagningu innan garðs.

25. maí 1947 var Hákon Loftsson vígður til prests og las fyrstu messu sína í Karmelklaustrinu 1. júní. Sama ár bættust fleiri nunnur í hópinn, nú systir Mikaela sem gerð var að útinunnu og margir Íslendingar þekktu. Hún hefur nú gengið út klaustrinu. Með Mikaelu kom á sínum tíma systir Magdalena. Komu þær 28. júní 1947. Þetta sama ár eða nánar tiltekið 11. nóvember kom önnur ung kona til Íslands, Gonny nokkur sem var umsækjandi og hóf starf sitt að viku liðinni. Var ætlun hennar að verða útinunna. 1948 komst á talsímasamband við Karmelklaustrið í Hafnarfirði og síðar sama ár eða 19. nóvember fékk Gonny karmelslæðuna. Frá þeim tíma var nafn hennar systir Rafaela hins krossfesta Jesú og var mörgum Íslendingum líka að góðu kunn.

Páfi

Páfi á Þingvöllum 1989.

3. október 1949 kom systir Agnes. Hún var nýnunna sem var send til klaustursins frá Karmelklaustrinu í Egmond í Hollandi. Vann hún lokaheit sitt 25. febrúar 1951. Ári síðar vann systir Rafael klausturheit sitt. 1951 fékkst leyfi stjórnvalda til að afmarka þeirra eigin grafreiti í klausturgarðinum. Þar hvíla nú nokkrar nunnur. Eftir nokkurn aðdraganda tók Lais Rahm við búningi sínum af Jóhannesi Gunnarssyni biskupi. Gerðist þetta 6. apríl 1952. Ári síðar yfirgaf Lais klaustrið þrátt fyrir mikinn áhuga í upphafi. 2. júlí 1952 fengu nunnurnar Veronika og Martina íslenskan ríkisborgararétt og voru hinar fyrstu af nunnunum til að öðlast slík réttindi.

Karmelklalustur

Forsetafrú Póllands, frú Ögatu Kornhauser-Duda, sem fylgdi forseta Póllands, herra Andrzej Duda, sem tók þátt í tveggja daga Leiðtogafundi Evrópuráðsins á Íslandi, í heimsókn hjá Karmelsystrum.

Öll árin sem þessi hópur var á Íslandi sýndu margar konur frá ýmsum löndum því áhuga að ganga í klaustrið í Hafnarfirði. Frá Hollandi komu þrjár sem ílentust. Fyrsta er að telja Gonny sem varð útinunna. Síðan kom Annie Kersbergen í klaustrið 7. júní 1953. Hún var fædd árið 1900. Lagði hún m.a. stund á íslenskar fornbókmenntir og árið 1927 varði hún doktorsritgerð sína um Njálu. Annie þessi kom til landsins 1928 og ferðaðist um Ísland. Fékk hún síðar starf sem skjalavörður við skjalasafnið í Rotterdam og gegndi því til 1953. Dr. Kersbergen tók kaþólska trú 1942 og gekk í karmelregluna 1953 eftir að hafa hrifist mjög að ritum heilagrar Teresu frá Aviala. Dr. Kersbergen var betur þekkt sem systir Ólöf heilagrar Teresu. Fyrstu klausturheitin vann hún 11. janúar 1955 og lokaheitin þremur árum síðar. Þriðja kona sem kom í klaustrið og ílentist þar var Henrika van der Klein. Gekk hún í klaustrið 1962 og fékk nafnið María Teresía hins heilaga hjarta. Lokaheit sitt vann hún 2. júlí 1967. Allur þessi hópur hvarf svo af landi brott 10. júní 1983 og settist að í Drachten í Hollandi.

Ísland verður nunnulaust um tíma.
Karmelklaustrið
Tók nú við biðtímabil í klausturstarfi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði því engar nunnur voru þar lengur. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og tekur sagan okkur nú alla leið til Póllands, nánar tiltekið til Elblag í norður Póllandi. Þar er staðsett klaustur og var þangað mikil aðsókn árið 1983. Klaustrið í Elblag hýsti þá 34 nunnur sem flestar voru ungar. 2. ágúst 1983 kom til þessa klausturs í heimsókn, Josef Glemp kardínáli og spurði hvort þær nunnur sem í klaustrinu í Elblag voru væru tilbúnar til að halda áfram starfsemi Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Spurningin kom á óvart en nunnurnar í Elblag slógu til og hófu strax undirbúning.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Tvær heysátur fyrir utan steinvegginn. Myndin er framkölluð í október 1963

19. mars 1984 rann svo stóra stundin upp. 16 nunnur héldu til Íslands frá Póllandi. Þær yfirgáfu heimaland sitt til að biðja fyrir Íslendingum í nýju og framandi landi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Í ágúst þetta sama ár gladdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti lýðveldisins nunnurnar með komu heimsókn sinni í klaustrið og bauð þær velkomnar til Íslands.

Klausturlífið heldur áfram sinn vanagang. Daglega er tekið á móti gestum í ýmsum erindagjörðum líklega er þó eftirminnilegasta heimsóknir fyrir nunnurnar þegar Jóhannes Páll páfi II kom til Íslands í júní 1989.

Næstu tíðindi eru þau helst að í hóp nunnanna bættust aftur nunnur frá Póllandi. 31. maí 1990 hélt klaustrið upp á 50 ára afmæli sitt.

Karmelklaustur

Klaustursgarðurinn að kvöldlagi.

Var haldin hátíðlega messa og áttu gestir þess kost að skoða klaustrið og garðinn auk þess sem haldin var vegleg veisla vegna þessara merku tímamóta. Sama ár bættist stór hópur af nunnum í klaustrið og voru þær nú orðnar 27. Síðar sama ár fóru 12 nunnur úr þessum hóp til Tromsö í Noregi til að stofna þar klaustur.

Árið 1998 fjölgaði aftur í klaustrinu og urðu nunnurnar 23. Sama ár fara svo aftur úr klaustrinu 9 nunnur til þess að stofna klaustur í Hannover í Þýskalandi. Þannig að áhugann á klausturstarfi hefur aldrei skort ! Þegar þetta er skrifað eru 12 nunnur í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Það fer ágætlega um þær að eigin sögn og nægt rými er enn þá til að bæta í hópinn: Klausturstarfið færist sífellt í aukana og verður fjölbreyttara.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið í Hafnarfirði – loftmynd.

Þakkarorð.

Karmelklaustur

Útsýni frá klaustrinu yfir Hafnarfjörð.

Án allra velunnara væri vonlaust fyrir nunnurnar að sinna klausturlífi sínu og vinnunni sem fylgir klausturbúskap. Þetta er myndarlegt og stórt klaustur, mikill garður sem þarf að sinna fyrir utan alltbænastarfið sem nýtur forgangs. Þess vegna þakka þær öllum þeim sem rétta reglulega hjálpfúsar hendur. Sérstaklega vilja þær þó beina þakklæti sínu til þeirra bæjarfulltrúa í Hafnarfirði sem hafa komið að málum klaustursins fyrr og nú sem og fyrirtækjunum Ístak, Nes hf og Valdimar Jónssyni. Þessir aðilar og fjölmargir aðrir hafa gert nunnunum það kleift að halda starfsemi í klaustursins í gangi, viðhalda því og þar með halda utan um þá grundvallarstarfsemi sem á sér hjá karmelnunnunum að þeim að biðja fyrir landi og þjóð.

Samantekt Árni Stefán Árnason.

Vigdís og páfi

Vigdís, forseti og páfi 1989.