Tag Archive for: Núpafjall

Hellisheiði

Í leit að C-64 herflugvél er fórst 22. okt. 1944 um kl. 15:00 á Skálafellssvæðinu og Anson farþegaflugvélar í eigu Loftleiða er fórst árið 1948 á svipuðum slóðum frétti FERLIR af braki úr flugvél í Lakadal við Stóra-Sandfell sunnan Lakadals, millum Norðurhálsa og Suðurhálsa Skálafells. Um væri að ræða hjólastell og fleira. Ætlunin var m.a. að kanna það sem og næsta nágrenni með hliðsjón af framangreindu.

Hellisheiði

Hellisheiði – kort.

Með C64 herflugvélinni fórust fimm manns; fjórir farþegar og flugmaðurinn, John. J. Custy, fyrsti liðþjálfi 33. bardagasveitar ameríska hersins hér á landi. Aðrir voru Robert R. Richt, Anthony P. Colombo, Leonard T. Damerval og Floyd C. Van Orden, allt hermenn. Þegar vélin brotlenti kviknaði í brakinu skv. upplýsingum úr slysaskráningarskýrslu um atvikið.
Haldið var inn á svæðið frá Þrengslunum, til norðausturs inn með Litlameitli (milli hans og Innbruna (hluta Eldborgarhrauns)), upp að Eldborg og inn (norður) Lágaskarð milli Stórameitils og Stóra-Sandfells. Þá var komið inn í Lakadal suðaustan Lakahnúka.

Skálafell

Skálafell – kort.

Austan við Meitlana (Stóra- og Litla-Meitils), vestan undir Skálafelli á Hellisheiði, er lítið fell er heitir hinu stóra nafni Stóra-Sandfell (424 m.y.s.). Eftir því sem eftirgrennslan hefur leitt í ljós á þetta fell sér ekki ýkja merkilegri sögu en önnur sambærileg eða valdið eftirminnilegum straumhvörfum í fjallamennsku á Íslandi. Í gönguleiðalýsingum er ekki einu sinni minnst á þetta litla fell með stóra nafnið. Nöfnur þess eru þó nokkrar á Reykjanesskaganum og má segja með nokkurri sanni að þetta (stóra) standi þeirra hæst. Annað Sandfell þarna skammt frá, sunnan Þrengslavegar, er t.a.m. mun hærra (mælt frá rótum), en það stendur því miður bara lægra en Stóra-Sandfell.

Lakastígur

Lakastígur.

Eldborgarhraunið kom eðlilega úr Eldborg austan Meitlanna. Talið er að það hafi gosið fyrir 2000 árum, enda ber þykkt gamburmosahraun hennar þess glögg merki.

Lágaskarðsvegar er liggur með hlíðunum hefur verið getið í nokkrum heimildum. Í seinni tíð hefur hann gjarnan verið nefndur Lakastígur (liggur með Lakahnúkum og Lakadal) og jafnvel Lákastígur. „Norður af Lambafellshrauni er Lambafell, sunnan við það er Stakihnúkur, er hann hjá Lágskarði. Eftir skarðinu liggur Lágaskarðsvegur.“ segir í örnefnalýsingu. „[Á Breiðabólstað] hefst Lágaskarðsvegur. Hann liggur yfir Bæjarlæk [við Breiðabólsstað] rétt fyrir ofan Fossinn, inn Torfdalshraun, austan Torfdalsmels og innan til á móts við Krossfjöll austur yfir Eldborgarhraun, austur að Lönguhlíð.“

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – loftmynd.

Leiðin liggur frá Hveradalaflöt, undir austurhlíðum Lakahnúka og síðan um breitt skarðið yfir slétt og greiðfært helluhraun (að mestu mosagróið) og síðan niður úr skarðinu (sem er meira eins og grunnt dalverpi en skarð) til Þorlákshafnar og í Selvog. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðrinnar sýndur vestar en gera má ráð fyrir. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.

Lákastígur

Varða við Lakastíg.

„Um grasi grónar hlíðar og slétt helluhraun, mosagróið, mjög greiðfær leið. Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur.“ Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur km austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra. Leiðin liggur … frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun.
Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði.

Lakadalur

Lakadalur.

… Vestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. … Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m. Skammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. …

Lakadalur

Sanddalur.

Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbunga Skálafells, heitir Langahlíð… Norðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir… en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru… Lágaskarðsleið er úr Hveradölum… austur að Hjalla… nál. 24 km.“

Ölfus

Ölfus – kort.

Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703: „Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hvorjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.. . Lágaskarð vestur á Bolavelli, er alfaravegur til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.. . Lágaskarð er… vel rudd. Einnig mátti fara um Lágaskarð sem er austar en Þrengslavegur liggur nú. Þeir sem komu „út á Eyrum“ og þurftu að komast fljótt til Þingvalla hafa valið þessa leið. Hún var styst.“
Hér að framan er suðurhlíð Skálafells nefnd Langahlíð – ekki Suðurhálsar eins og skrifað er á landakort núdagsins. Langahlíð vestanverð er hins vegar hlíðin handan Skíðaskálans til suðurs.

Lakadalur

Lakadalur – brak.

Gengið var frá austanverðum Lakahnúkum, inn fyrir Lakakrók og inn í Lakadal. Þar var Tröllahlíðum í Trölladal fylgt áleiðis að Suðurhálsum.
Þegar komið er inn á svæðið milli Lakahnúka og Norðurhálsa er verra að hafa landakort meðferðis. Bæði virðast þau misvísandi auk þess sem örnefni virðast ekki vera rétt staðsett. Lakadalur er þarna í suðaustur og Tröllahlíð til austurs. Á milli er Trölladalur. Stóra-Sandfell er í suðri og handan þess Sanddalir. Þegar gengið er suðaustur fyrir Stóra-Sandfell er fallegt útsýni niður í Sanddal. Tröllahlíðin liggur þar upp áleiðis að Lakakrók.
Að þessu sinni var ákveðið að fara fyrst að norðurenda Tröllahlíðar og feta hana síðan ofanverða til suðurs. Hlíðin er mosaþaktir stallar, en auðvelt er að fylgja henni langleiðis. Landslag þarna er fagurt yfir að líta og má segja að hlíðin og og dalurinn beri nöfn með réttu
Leitin í Lakadal bar ekki annan árangur en þar fannst hurð af herflugvél.

Orrustuhólshraun

Brak af C-64 í Orrustuhólshrauni.

Þá var að fara eftir vísbendingu Karls Hjartarsonar um að flakið af flugvélinni væri í gjótu í Orrustuhólshrauni. Samkvæmt henni átti að leggja norðvestast í gamalli malarnámu milli Skíðaskálans og annarrar skammt austar, en úr henni er hægt að aka upp á Ölkelduháls. Þar þangað væri komið átti að ganga með stefnu að bústöðunum undir hlíðum Skarðsmýrarfjalls, þó heldur meira til vesturs við þá.
Þegar komið var upp á hraunbrúnina innan við námuna virtist leitarsvæðið lítt árennilegt – gjóta við gjótu í þykku mosahrauninu svo langt sem augað eygði. Stefnan var samt tekin inn á hraunið samkvæmt framangreindum upplýsingum. Ef ekki hefði verið fyrir frosinn mosann má ætla að erfitt gæti verið að fara fótgangandi um þennan hluta hraunsvæðisins. Eftir u.þ.b. 300 metra gang birtist flakið í gjótunni. Svo virðist sem vélin hafi stungist þarna niður og brak úr henni lítið dreifst. Greinilegt var að eldur hafði kviknað í brakinu. Sjá mátti m.a. annað hjólastellið og annan hjólbarðann. Merki á hvorutveggja gáfu til kynna að um ameríska vél hefði verið að ræða. Á hvorutveggja voru áletranir.

Orrustuhólshraun

Orrustuhólshraun – hjólbarði.

Hjólbarðinn bar „logo“ líku gamla Flugfélagsmerkinu og inni í hjólskálinni var eftirfarandi áletrun: „HAYS Industries inc. – Jackson Mich U.S.A.“.
Orrustuhóll er í u.þ.b. 500 metra fjarlægð í austri. Sagnir eru um af flugvél hafi farist við Orrustuhól. Þá áttu hermenn á Núpafjalli að hafa séð blossa þegar flugvélin skall í jörðina. Þarna mun um sömu flugvél vera að ræða.
Eftir fund C64 höfðu báðar flugvélarnar, sem fórust í námunda við Núpafjall verið staðsettar. Ljóst er að ruglingur hefur verið á staðsetningu flugvélaleifanna og því hefur C64 vélin verið talin suðvestan við Núpafjall þar sem Anson vélin fórst á sínum tíma – Sjá HÉR.
Þriðja vélin, sem þarna hrapaði skammt frá, fór í Efrafjall, en frá henni er sagt annars staðar á vefsíðunni. Þá á eftir að staðsetja flak flugvélar er fórst í austanverðum Bláfjöllum á sjötta áratug síðustu aldar.
Frábært veður. Gangan tók 3:03.

Heimildir m.a.:
-Heimildir: Ö-Afr.Ölf. 9; Ö-Breiðabólsstaður, 2; SSÁ, 236; ÁFÍ 1936, 116-118; SB III, 198
-Steinþór Sigurðsson & Skúli Skúlason: „IV. Austur yfir fjall.“ ÁFÍ 1936, 116-118.
-Smári Karlsson.
-Karl Hjartarson.

C64

Anson

Á Núpafjalli eru margar herminjar. Fjallið stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður. Fljótlega er komið að vegamótum. Liggur vegur til hægri en rofnar fljótlega og er þar alveg ófært. Vegur þessi lá vestur af fjallinu, niður í dalkvos. Sjást þar leifar af mörgum byggingum. Þarna var herkampur á stríðsárunum. Hermennirnir höfðu eftirlit með veginum yfir Hellisheiði en á fjallinu voru loftvarnabyssur til að verja flugvöllinn í Kaldaðarnesi.

Anson

Anson.

Núpafjall er í raunini brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði, vestan við Hveragerði. Hafa hraunflóð runnið þar niður um nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum allglæfralegur. Fyrst var lagður vegur um Kamba árið 1879 en núverandi vegur var opnaður 1972. Suður frá Kömbum er þverhnípt hamrabrún, Núpafjall. Kambabrún er nyrst í því. Af brúninni er víð og fögur útsýn austur yfir Suðurlandsundirlendið og til Vestmannaeyja. Þar er hringsjá.
Samkvæmt nákvæmum upplýsingum átti flak C64 herflugvélar að vera 3 km suðvestan við Núpafjall. Sú vél var sögð hafa verið á leið frá Vestmannaeyjum er hún hvarf. Þrátt fyrir leitir og eftirgrennslan fundust engin ummerki flugvélaflaks á þeim slóðum. Fræðimenn könnuðust heldur ekki við slysið. Það er hins vegar skráð í bækur ameríska hersins þann 22. okt. 1944 um kl. 15:00. Fjórir farþegar og flugmaður fórust.

Skálafell

Skálafell – kort.

Vestan við Núpafjall á hins vegar að vera flak, við rætur Skálafells, sunnan Hverahlíðar (Tröllahlíðar). Í Mbl. 9. mars 1948 er sagt frá hvarfi Anson-flugvélar í eigu Loftleiða er var á leið frá Vestmannaeykum til Reykjavíkur. Tveimur dögum síðar fannst flakið með dularfullum hætti. Flugvélin mun hafa borið einkennisstafina TF-RVL og var með sjólendingarbúnað.
Ferlir hefur varið nokkrum tíma að leita að flugvélaflaki suðvestan við Núpafjall. Sagan segir að herflugvél hafi hrapað „tvær mílur frá Núpafjalli“. Samkvæmt flugslysaskýrslu átti þar að hafa verið um C-64 vél að ræða og allir í áhöfninni, flugmaður og fjórir farþegar, farist. Þrátt fyrir eftirgrennslan um brak á þessu svæði fannst lítið af því. Menn, kunnugir á svæðinu, könnuðust heldur ekki við brak á svæðinu suðvestan við Núpafjallið. Vænlegast var talið að leita á svæðinu suðvestur af fjallinu, en þar hefði einhverju sinni sést brak úr flugvél.

HverahlidLeitað var til Björns Pálssonar, héraðsskjalavarðar á Sefossi. Hann vísaði á Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumann á Selfossi. Tómas er frá Þóroddsstöðum sem ætti að vera skammt frá uppgefnum slysstað.
Tómas sagðist hafa haft mikinn áhuga á flugsögunni. Ef einhver flugvél hafi farið niður á umræddu svæði hefði það varla farið framhjá honum. Hins vegar hefði Anson flugvél frá Flugfélagi Íslands farist að vetrarlagi, sennilega árið 1947, í Tröllahlíð syðst í Hverahlíð skammt ofan við Kambana. Sá staður er vestur frá Núpafjalli.

Anson

Anson – frétt í mbl. 9. mars 1948.

Flugvélin, sem var níu manna, var að koma frá Vestmannaeyjum. Allir í vélinni fórust.
Ekkert hafði spurst til flugvélarinnar í 2-3 daga þegar mjólkurbílsstjóri, taldi sig knúinn til að stöðva við vegbrúnina af einhverri ástæðu, sennilega vegna þreytu eða syfju. Hann gekk spölkorn frá bílnum í svarta þoku – og kom þá beint að vélinni. Flugfélagið hefði átt tvær svona vélar á þessum tíma.

Þá var farið að gramsa í gömlum gögnum. Fyrst varð fyrir leiðari MBL frá 30. janúar 1947 er bar yfirskriftina „Flugslysin“. Í honum segir m.a. að „hin tíðu flugslys, sem orðið hafa víðsvegar um heim undanfarið hafa vakið mikla athygli hjer á landi sem annarsstaðar. leið menn getum að, hvað valdi þessum óhöppum, en eiga að sjálfsögðu erfitt með að komast að niðurstöðu um orsakirnar.

Skálafell

Skálafell.

Sennilega hefur tækninni ekki fleygt eins örhratt fram á nokkru sviði og í flugmálunum á styrjaldarárunum. Í þeime fnum hefir orðið hrein bylting. Flugtækin hafa stækkað, orðið hraðgengari og búin hinum fullkomnustu tækjum. En þrátt fyrir hin fullkomnu tæki geta slysin hent. Þarf raunar engan að undra þess. Fáir geta víst gert sjer von um að þeirri fullkomnan verði náð í smíði eða stjórn farartækja, hvort sem er á láði, legi eða í lofti að öll slysahætta verið útilokuð.
Hjer á landi hafa miklar framfarir orðið í flugmálunum síðustu árin.

Hverahlid-2

Á slysstað.

Landsmenn hafa eignast 20 flugvjelar og marga ágæta flugmenn. hefur samgöngum þjóðarinnar orðið mikil bót að hinum aukna flugvjelakosti.
Þróun íslenskra flugmála hefir verið traust og örugg. Mjög fá slys hafa orðið á flugvjelum og örfá á farþegum þeirra… Reynsla Íslendinga í flugmálunum er orðin nokkur. Á grundvelli hennar má búast við miklum umbrótum og auknu öryggi á næstu árum.“
Í Mbl. þann 9. mars 1948 er svo fréttin af hvarfi Anson flugvélarinnar fyrrnefndu. Fyrirsögnin er þessi: „Flugvjelar með fjórum mönnum saknað frá því á sunnudag. Árangurslaus leit í allan gærdag.“

Hverahlid-4

Á slysstað.

Í fréttinni kemur fram að „farþegaflugvjel, frá Loftleiðum, sem var á leið frá Vestmanneyjum til Reykjavíkur s.l. sunnudag hefur ekki komið fram. Var vjelarinnar leitað í allan gærdag af leitarmönnum sem fóru um Reykjanesfjallgarð, Henglafjöll og víðar. Ennfremur var leitað í flugvjelum og skip fyrir suðurströndinni leituðu einnig árangurslaust. – Í vjelinni voru þrír farþegar, Þorvaldur Hlíðdal verkfræðingur hjá Landssímanum, Árni Sigfússon útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Jóhannes Long verkstjóri frá Vestmannaeyjum. Flugmaður var Gústaf A. Jónsson hjeðan frá Reykjavík.

Hverahlid-3

Á slysstað.

Flugmaðurinn hafði talstöðvarsamband við flugturninn hjer á Reykjavíkurflugvelli laust eftir að hann fór frá Vestamannaeyjum, en það var rjett fyrir klukkan 6 e.h. á sunnudag. Var vjelin þá stödd við Þjórsárósa og flaug í 1500 feta hæð. Flugmanninum var sagt, að hjer í Reykjavík væri skyggni sæmilegt. Sagðist hann myndi fljúga yfir skýjum til Reykjavíkur í 3000 feta hæð og fara yfir Hellisheiði. Var flugvjelin stödd við Eyrarbakka er flugmaðurinn hafði síðast talsamband við flugstjórnina í turninum.
Vjelin hafði bensín til fjögra klukkustunda flugs og hefði því getað verið á flugi til klukkan tæplega 10 eða þar um bil.

Hverahlid-5

Á slysstað.

Eftir það heyrðist ekkert til hennar, en það þykir fullvíst, að einhverra hluta vegna hafi flugmaðurinn hætt við þá ákvörðun að fljúga vestur yfir Hellisheiði og snúið við til að fara um Þingvelli og Mosfellsheiði. sennilega talið, að þar myndi verða bjartara.
En það, sem undarlegt er við það, er að flugmaðurinn skuli ekki hafa tilkynnt flugturninum slíka breytingu á áætlun sinni.

Það styrkir þessa hugmynd, að um 6 leytið sást flugvjelin yfir Ölfusi og stefndi hún þá í áttina að Ingólfsfjalli, eða norðaustur. Sáu menn, sem voru efst í Kömbum, neðst í þeim og frá bæ í Ölfusi flugvjelina á þessum sama tíma.
þegar flugvjelin kom ekki fram er líða tók á kvöldið var við og við skotið ljósblysum hjer á vellinum til þess, að beina flugmanni á völlinn ef ske kynni að hann væri á sveimi yfir Reykjavík og sæi ekki til að lenda. Um leið var haldið uppi spurnum um vjelina í austursveitum.

Hverahlid-6

Á slysstað.

Um klukkan 9.30 bárust frjettir frá Hvolsvelli um, að þaðan sæjust ljós í suðurátt, annað hvort á Landeyjarsandi, eða úti á sjó. Var þá hringt til bæjar, sem Hali heitir og menn fengnir til að leita með ströndinni. Þeir töldu sig einnig sjá ljós til hafsins. Var varðskipið Ægir þá fengið til að leita með ströndinni, en ekki bar sú leit neinn árangur.
Strax í birtingu í gærmorgun fóru flugvjelar hjeðan frá Reykjavíkurflugvelli og björgunarflugvjel frá Keflavík til að leita. Var sú leit erfið vegna dimmviðris…

Eins og áður er sagt, er flugvjelin sem saknað er af Avro-Anson gerð. Keypt hingað frá Kanada og hefir verið í eigu Loftleiða um eitt ár. Er þetta yngri flugvjelin af tveimur af sömu gerð. Flugvjelin hefir tvo hreyfla.“

Skálafell

Skálafell – slysstaðurinn.

Í Mbl. þann 11. mars birtist eftirfarandi fyrirsögn: „Flugvjelarfalkið fannst í Skálafelli – Mennirnir í henni fórust við áreksturinn. Í fréttinni kemur fram að „laust eftir hádegi í gær, fannst flak Anson flugvjelarinar, sem hvarf s.l. sunnudag á leiðinni frá Vestamannaeyjum til Reykjavíkur. Flakið var við rætur Skálafells á Hellisheiði. Í um það bil kílómeters fjarlægð frá veginum. Sprenging hefur ekki orðið er flugvjelin rakst á fellið. Við áreksturinn hefur hún mölbrotnað og allir, sem í henni voru látist samstundis.
Það var Sigmundur Karlsson bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, sem fann flakið. Sigmundur var á leið austur er hann gekk upp að stað þeim í Skálafelli, sem flak flugvjelarinnar var.

Hverahlid-7

Á slysstað.

Sigmundur hélt til bílsins og ók sem mest hann mátti niður í Hveragerði. Þar gerði hann Herbert Jónssyni símstöðvarstjóra aðvart. Herbert tilkynnti þegar um fund flaksins til Reykjavíkur.
Einnig gerði Herbert leitarflokki símamanna aðvart, en þeir voru að leita í sunnanverðu Skálafelli.
Það tekur um það bil 20 mínútur að ganga frá þjóðveginum og að slysstað. Tíðindarmaður blaðsins, er kom á slysstaðinn í gær lýsir því svo, hvernig þar var umhorfs.

Anson

Slysstaðurinn.

Þar sem flugvjelin hefur farist, þekur allskonar brak úr henni um það bil hektara svæði. Mest ber á hreyflum flugvjelarinnar, stýri og hluta af farþegarúmi. Annað hefur molast. Það má sjá þess greinileg merki, að vinstri vængur flugvjelarinnar hefur fyrst snert jörðina. Hefur hann rist jarðveginn upp á dálitlum kafla. – Síðan hefur skrúfan á vinstri hreyfli stungist í jörðina um það bil 50 cm niður og situr þar föst. Flugvjelin hefur svo endasenst upp eftir fjallshlíðinni og efst í henni liggur hluti af farþegaskýlinu. Rjett við það voru lík þeirra fjögurra manna, sem í flugvjelinni voru. Þau voru mikið sködduð, en öll þekkjanleg. Er talið að þeir muni allir hafa látist samstundis.“

Hverahlid-8

Á slysstað.

Viðtal var tekið við fyrrnefndan bílstjóra. „Það er næstum óskiljanlegt hvernig á því stóð, að Sigmundur Karlsson, bílstjóri, fann flugvjelina. – Tíðindarmaður blaðsins spurði Sigmund eftir þessu í gær og sagði hann svo frá:

– Svo bar til í fyrradag, er hann var á leið til Selfoss, og kominn á móts við þann stað, sem skemst var að flakinu, þá setti skyndilega að honum mikinn kulda og líkast því sem að líða mundi yfir hann. Þá einhvern veginn greip það hann, að þaðan myndi skamt að leita flugvjelarinnar. Ekki leitaði hann hennar í það skifti. En í gærdag er hann var á leið austur, og samstarfsmaður hans var með honum, þá bað hann þennan fjelaga sinn að ganga með sjer upp að fjallinu. Hinum fanst það einkennilegt því ekki gat hann frekar en aðrir sjeð neitt er bent gæti til þess að flugvjel væri í Skálafelli. En maðurinn fjellst svo á að ganga með Sigmundi. Gengu þeir beint á þennan stað, sem Sigmundur vildi kanna, en þar var flak flugvjelarinnar.“

Hverahlid-9

Á slysstað.

Eftir framangreinda rannsókn og efnisöflun var um fátt um annað að ræða fyrir FERLIR en að fara á staðinn og reyna að leita flaksins við rætur Skálafells.
Í fræðilegri útlenskri lýsingu af Avron-Anson flugvélinni (kanadísku útgáfunni) kemur m.a. eftirfarandi fram: „Avro Anson var sú flugvél sem mest var notuð af Konunglega kanadíska flughernum. Alls voru 4413 með því nafni notaðar á tímabilinu frá 1941 til 1954. Anson flugvélar á vegum einkaaðila voru mikið notaðar í norður Kanada til léttari flutninga og kannana, allt til 1969.
Flugvélin var upphaflega hönnuð fyrir sex farþega snemma á þriðja áratug aldarinnar. Árið 1936 var vélin notuð til að leita uppi kafbáta og fékk þá viðurnafnið „Faithful Annie“. Þegar Síðari heimstyrjöldin braust út var Avro Anson aðallega notuð til æfinga og þjálfunar.

Anson

Avro Anson 1943.

Árið 1939 var Avro Anson valin af BCATP (British Commonwealth Air Training Plan) sem besta tveggja hreyfla flugvélin. Það leiddi til mestu fjöldaframleiðslu flugvélar í Kanada fyrr og síðar. Avro Ansonin var án þæginda. Hún var hægleyg, köld og hávaðasöm.“
Þegar komið var á vettvanginn í Tröllahlíð 58 árum síðar bar fátt fyrir sjónir nema niðdimm þoka og skemmtilega lárétt rigning. Það birti þó fljótlega og rigningin hvarf á braut. Við tók fagurt útsýni (þegar ekki var horft í áttina að rafmagnsmöstrunum á Hellisheiði) með dularfullu birtuívafi.
Gengið var með allri Hverahlíðinni, en ekki sást tangur né tetur af flugvélinni. Líklega er hennar annað hvort að leita á hraunsléttunni milli gamla vegarins og hlíðarinnar eða uppi í hlíðum Skálafells. E
f einhver, sem þetta les, veit hvar leifarnar er að finna, væru upplýsingar um staðsetninguna vel þegnar (ferlir@ferlir.is).

Hellisheiði

Hellisheiði – skjól refaskyttu.

Í göngunni var komið að hlöðnu skjóli refagildru í Orrustuhólshrauni og í ljós kom að Skógarvegur er ranglega teiknaður inn á landakort. Hann var gengin frá Hverahlíðarendanum (Hlíðarhorni) austanverðum upp fyrir gamla þjóðveginn á Hellisheiði. Á a.m.k. tveimur stöðum er gamla gatan mörkuð í slétta hraunhelluna, en mosinn hefur víða náð að þekja hana.
Skógarvegur gekk líka undir nafninu „Skógarmannavegur, frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig hefur hann verið nefndur Suðurferðagata.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Hverahlid-11

Slysstaðurinn úr fjarlægð.

Eftir að framangreint birtist á vefsíðunni barst FERLIR eftirfarandi skeyti: „Halló Ferlirsfólk. Ég var að lesa grein frá ykkur um gönguferðir um Hverahlíð sunnan Hellisheiðar og leit að flugvélarflökum þar. Þegar ég var strákur í Hveragerði þá fór maður í gönguferðir um Hellisheiði og nágrenni og þekkti þar nánast hverja þúfu.
Ansonvélin sem fórst austarlega í Hverahlíðinni ætti líka að vera auðfundin. Hún er um 15 mínútna gang frá gamla þjóðveginum. Þegar búið var að rannsaka þar allt sem þurfa þótti fóru menn frá Flugmálastjórn á slysstaðinn og tíndu saman allt brakið (vélin var með trégrind og dúkklædd) og kveiktu í því öllu nema hreyflunum, þeir töldust of þungir til að velta þeim á bálið enda líklega 60 – 80 metrar á milli þeirra. Svo merkilega vildi til að við vorum 2 strákar að fara að flakinu í annað sinn þegar þetta var. Grunnurinn í Hverahlíðinni er frá skíðaskála sem stóð þarna líklega um 1950.
Góða skemmtun í gönguferðunum, ég er orðinn svo gamall að ég er að mestu hættur f

Anson

Avro Anson farþegavél.

jallaferðum á björtum sumarnóttum en þær voru mitt yndi fyrrum.“
Undir þetta ritaði „
Dagbjartur frá Hveragerði“. Þegar haft var samband við Dagbjart bauðst hann til að fylgja FERLIR á slysstaðinn. Sagðist hann hafa verið 15 ára í Hveragerði þegar fréttin barst af flugvélafundinum. Hann og félagar hans hefðu þá farið gangandi á vettvang og séð aðkomuna. Flugvélin virtist hafa verið á leið til baka til suðurs þegar annar vængurinn rakst í Hverahlíðina. Hreyfillinn rifnaði af og skaust til vesturs. Hinn hreyfillinn kastaðist til austurs og brakið af flugvélaskokknum dreifðist upp brattann.
Simbi mjólkurbílstjóri hefði einnig verið leigubílsstjóri. Eftir þetta hefði hann ekki þorað að aka einn yfir heiðina í myrkri.“
Frábært veður fundardaginn. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Tómas Jónsson – Selfossi.
-Sævar Þorbjörn Jóhannesson – Reykjavík.
-http://www.rafmuseum.org.uk/avro-anson-1.htm
-http://www.bcam.net/ac_rest/anson.htm
-Mbl. 30. jan. 1947.
-Mbl. 09. mars. 1948.
-Mbl. 11. mars 1948.
-Smári Karlsson.
-Dagbjartur Sigursteinsson frá Hveragerði, f: ’34.

Anson

Anson.

 

Núpafjall

Í „Aðalskráningu fornleifa í Ölfusi – Áfangaskýrslu III“ má lesa eftirfarandi um Camp Cameron á Núpafjalli í Ölfusi:

Núpafjall
“Vorið 1941 sendu Bretar aftur herlið fram á Núpafjall. Gerðu þeir bílfæra braut, kílómetra langa, suður af Hellisheiðarvegi […]. Þaðan lá brautin vestan undir klettabelti um einstigi og á sveig niður í dalverpið norður af Hurðarásvötnum. Þar reistu þeir tjaldbúðir og eitthvað af bröggum fyrir veturinn […]. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum Suðurlands vorið 1942, yfirtóku þeir stöðvarnar á fjallinu af Bretum. Við Hurðarásvötn voru reistir einir 15 braggar. Þar var sett upp öflug dísilstöð og kampurinn raflýstur, en neyzluvatn sótt á tankbíl úr Hveragerði,” segir í Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmund Kristinsson. Camp Cameron er í hálfgrónu dalverpi ofarlega á norðausturhluta Núpsfjalli. Landið er smáhæðótt og er mosi mikill í sverði, þó stendur smágrýti og annað grjót sums staðar upp úr mosanum. Herminjar eru innan svæðis 21440×270 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi er teikning birt af braggahverfinu, byggður á þeim minjum sem sáust á yfirborði árið 1998. Teikningin er ekki í réttum hlutföllum, en sýnir ágætlega þær minjar sem sjáanlegar eru þegar komið er á vettvang.“
Leifar skotbyrgja eftir loftvarnabyssur má sjá á fjallinu ofan við braggahverfið, en auk þess voru þar ratsjármastur.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi – Áfangaskýrsla III, 2020.

Núpafjall

Núpafjall – Camp Cameron; loftmynd 2020.