Færslur

Nýey

Rvík 17. ágúst [1884].
“Ný ey við Reykjanes.
gjoska-25Vitavörðurinn á Reykjanesi, herra Jón Gunnlaugsson skipstjóri, hefir skrifað Ísafold 1. þ. m.: „Hinn 26. f. m. (júlí) gékk ég hér upp á svo kallað Bæjarfell með kíki og var að skoða sjóinn, mér til skemtunar, og sýndist mér ég sjá skip norðvestur af Eldey (Melsækken), en sýndist það furðu stórt; dró ég sundur kíki minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Eldey, á að gizka hér um bil 3 mílur norðvestur af Eldey. Hefi ég skoðað hana á hverjum degi og er hún alt af með sömu ummerkjum og þegar ég sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunnugir menn í Höfnum hjá mér í kíki”. Það hefir borið oft við áður, að landi hefir skotið upp fyrir Reykjanesi í eldgosum, sem hafa
verið þar alltíð.”

Heimild:
-Þjóðólfur, 36. árg. 1884, 32. tbl., bls. 128.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.