Tag Archive for: Oddnýjarlaug

Brimketill

„Einu sinni bjó skessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Oddnýjarlaug

Oddnýjarlaug / Brimketill.

 

„Einu sinni bjó tröllskessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Brimketill

Brimketill / Oddnýjarlaug.