Færslur

Húshellir

Ólafur Briem skrifaði eftirfarandi um útilegumannaslóðir á Reykjanesskaga í Andvara árið 1959: “Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jónsson, sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi. Hans er getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum annálum. utilmhellir-2
Frásögn alþingisbókarinnar er á þessa leið: „Í sama stað og ár og dag (29. júní) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkakoti í Ölvesi í Árnessýslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ákærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín á millum með bameign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn á vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undir Erfiseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis fortökun, hverjar þrjár refsingar valdsmaðurinn Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera. Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið.

utilmhellir-3

Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust”. Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftakan fram 3. júlí (Alþingisbækur VII. bls. 403—404).
Frásagnir annálanna eru að mestu leyti samhljóða. Þó segir í Setbergsannál, að þau Eyvindur hafi fundizt „við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit, og lifðu við kvikfjárstuld” og í Fitjaannál, að þau hafi í síðara skiptið lagzt út í Henglafjöllum. Ekki hef ég fengið fregnir af neinum hellum á þeim stöðum, sem alþingisbækur og annálar nefna, og Halldór Kiljan Laxness, sem hefur manna bezt skilyrði til að þekkja staðhætti á þessum slóðum, segir svo í samantekt sinni um útilegumenn: „Staðir þar sem annálar telja aðsetur þeirra eru dálítið óljósir, t. d. eru aungvir hellar ,,á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit”, ekki vita menn heldur um bjargskúta í Ölvesvatnslandeign, en hellir er reyndar í Villingavatnslandi, að norðanverðu í höfðanum þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni, sömuleiðis ókunnugt um helli nálægt seli Örfiriseyjar hjá Selfjalli, suðrundan Lækjarbotnum. Eftir verða Henglafjöll”.
utilmhellir-4En sunnan í Henglinum eru einu menjar útilegumanna, sem mér er kunnugt um á þessum slóðum. Þar eru þrír dalir, hver vestur af öðrum. Heitir hinn austasti Fremstidalur, annar Miðdalur, en hinn vestasti Innstidalur. Þar á Varmá í Ölfusi upptök sín, og rennur hún austur gegnum dalina og heitir fyrst Hengladalsá. Innstidalur er litlu austar en í hánorður frá Kolviðarhól, og er ekki nema klukkutíma gangur þaðan upp Sleggjubeinsdal og yfir Sleggjuháls ofan í dalinn. Dalbotninn er grasi vaxinn og sléttur og nærri kringlóttur í lögun. Er dalurinn allur fjöllum luktur nema að austan, þar sem útrennsli Hengladalsár er, og sést þar aðeins út úr dalnum. Norðan við sléttuna í dalbotninum er einn af mestu gufuhverum landsins, og örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur móti vestri. Ofarlega í klettinum er hellir og dálítil grastó fyrir framan hann, og sést hellismunninn strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir neðan hellinn er mjög bratt, en beint niður undan honum er dálítil skora í það, sem sennilega hefur verið rarin í þau fáu skipti, sem menn hafa klifrað upp í hellinn. En það er ekki fært öðrum en góðum klettamönnum.
Páll Jónsson bókavörður kom þangað eitt sinn á snjó og sá þar nokkuð af beinum og leifar af hleðslu í hellismunnanum. En ekki gat ég séð nein merki hennar í kíki neðan af sléttunni. Ekki þarf að efa, að utilmhellir-5menjarnar í hellinum eru eftir sakamenn. Engir aðrir en þeir, sem áttu hendur sínar að verja, hefðu búið um sig í litlum og lélegum skúta hátt uppi í illfærum kletti. En útilegumannabyggð í hellinum er hvergi nefnd í gömlum heimildum, og seinni tíma munnmæli, sem til eru um hann, benda til þess, að það hafi ekki verið Eyvindur Jónsson, sem leitaði þar hælis. Aðeins ein munnmælasaga er til um helli þennan. Hefur Þórður Sigurðsson á Tannastöðum fært hana í letur, og er hún prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 1939. En miklu eldri sagnir eru til um útilegumenn í Hengli án þess að bæli þeirra sé nánar tilgreint. Jón Magnússon getur þess í Píslarsögu, að Henglafjöll séu þjófabæli og Jón Grunnvíkingur tilfærir setninguna: „Verðu þig Völustakkur” og segir, að Völustakkur hafi verið útilegumaður í Hengli. Tilsvarið um Völustakk ber með sér, að náin tengsl hafa verið milli þjóðsögunnar um Hellismenn og sagna um útilegumenn í Hengli. Þau tengsl sjást einnig glögglega í frásögn Þórðar á Tannastöðum um íbúa hellisins sunnan í Henglinum. Þórði segist svo frá: „Þegar ég var unglingur heyrði ég sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þar skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði ég, hver þau hefðu átt að vera. Tóku þeir sér nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er, verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir voru, jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sér langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín, jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfé Ölfusinga eða Grafningsmanna.

utilmhellir-7

Nú þótti sveitamönnum hart á farið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið, þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr báðum sveitum, Ölfusi og Grafningi, sem að vísu var þá sama þingsóknin, og biðu þess, að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr, og ætluðu þeim svo stundirnar, og var þess skammt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sér sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan, og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir héldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumannanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fénu. Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem bezt mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan, og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn. Eru þar kölluð Þjófahlaupin enn í dag sem örnefni síðan.

utilmhellir-9

Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli, meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði. Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgikonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo illt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki getið, að þær sýndu neinn mótþróa, eftir að þær komu undir annarra manna hendur”.
Saga þessi er greinileg þjóðsaga, sem ber keim af farandsögum um útilegumenn. Til dæmis minnir frásögnin um viðureignina við konurnar á Hellismannasögu. En í lok sögunnar getur Þórður þess eftir gömlum manni úr Rangárvallasýslu, að verið hafi í Dalsseli undir Eyjafjöllum kerling ein, sem Vilborg hét, og hafi hún dáið um eða eftir 1800, hundrað ára gömul. Átti hún að vera fædd í hellinum og verið dóttir eins útilegumannsins. Eftir þessu að dæma, hefði útilegumannabyggðin í hellinum átt að vera laust eftir 1700, og nú vill svo til, að árið 1703 geta annálar um útilegumenn í Hengli. En hér kemur bobbi í bátinn. Samkvæmt manntalinu 1801 er í Dalsseli Vilborg Nicolaidóttir 59 ára, svo að ekki er hægt að samræma fæðingu hennar útilegumönnum annálanna. Frásagnir annálanna eru einnig tortryggilegar, því að þær minna svo mjög á útilegumenn á Selsvöllum og við Hverinn eina, sem samkvæmt öruggum heimildum voru teknir þar sama ár, að ekki getur hjá því farið, að hér séu aðeins missagnir um sömu mennina. Í Fitjaannál segir svo 1703: „Á alþingi hengdir fjórir þjófar. Höfðu tveir þeirra lagzt út í Henglinum. Þriðji af þeim kagstrýktur, náðaður af lífinu vegna ungdómsaldurs”.
marardalur-21Í Grímsstaðaannál er frásögnin á þessa leið: „Það ár var náð í Hengli suður þremur útileguþjófum. Sagt var, að Gísli Bjarnason, sem lengi var á Arnarstapa síðar, búðarmaður í Bjarnabúð, væri einn af þeim”.
í alþingisbókinni 1703 er einnig getið um refsingu þriggja útileguþjófa, og voru tveir bengdir, en einn aðeins látinn taka út stórfellda húðláts refsingu, og hét sá Gísli Oddsson. Hér er ekkert, sem milli ber, annað en föðurnafn Gísla þess, er sleppt var fyrir æsku sakir, og dvalarstaður útileguþjófanna í Reykjanesfjallgarði, sem var ekki í Hengb’, heldur hjá Selsvöllum og við Hverinn eina miklu vestar í fjallgarðinum.
En áður en vikið er nánar að þeim útilegumönnum og stöðvum þeirra, þykir rétt að birta tvær stuttar frásagnir um þjófa í Reykjanesfjallgarði, aðra frá 1703, en hina frá 1706: „Tveir þjófar höfðu teknir verið fyrr um baustið á Þingvelli, bét annar Bjarni S(igurðsson), annar Ingimundur E(inarsson). Þeir höfðu stolið kviku og dauðu af Mosfellsheiði og í Ölfusi, einkum frá Andrési Finnbogasyni á Kröggólfsstöðum og haft soðning og athvarf á Skálabrekku . . . En þeir sluppu frá þeim, er þá skyldi færa sýslumanni og hlupu vestur til Borgarfjarðar. Varð Ingimundur tekinn í Lundarreykjadal, en Bjarni strauk áfram. Var Ingimundur fluttur í Einarsnes, og síðan suður á Seltjarnarnes, því hann hafði stolið úr Kjósarsýslu”. (Vallaannáll 1703). „Varð vart við tvo útileguþjófa fyrir sunnan Hellisheiði, hverjir að vegfarandi menn fötum og mat rændu og einn mann, er rak tvær landsskuldarkýr frá Hjalla í Ölvesi og að Álftanesi í Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar. Maður þessi sleppti kúnum, fundust þó síðar”. (Setbergsannáll 1706).
Hér bafa verið raktar þjóðsögur og frásagnir annála um útileguþjófa í grennd við Hengladali, en þær varpa engu ljósi á útilegumannabyggðina þar. Það er aðeins hellirinn sjálfur, sem skýrir frá því á sínu þögla máli, að þar hafi sakamaður (eða sakamenn) leitað athvarfs um stundarsakir.
Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem heitir Selsvellir.

Innstidalur-21

Þar voru áður sel frá Grindavík, og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg upp að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufan úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu beitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sióðandi leirbver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og lýsingunni á hvernum lýkur hann með þessum orðum: „Or Hvernum eina leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð að barmi hans. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega frá Reykjavík”.
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. Í alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störfum alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp. Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrepp um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjarhrepp. Þar kom Gísli til þeirra.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um HvalfjarÖarströnd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi í Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í hellj þann, er skammt er frá Hvernum eina. Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir”. Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju um hella á þeim slóðum, þar sem þjófarnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lengi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvernum eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.”

Heimild:
-Andvari, 84. árg., 1. tbl. 1959, Ólafur Briem, bls. 100-104.

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Selsvellir

Ólafur Briem skrifaði í Andvara árið 1959 um “Útilegumannaslóðir á Reykjanesfjallgarði”. Þar getur hann m.a. um útilegumenn við Selsvelli undir Sveifluhálsi í byrjun 18. aldar:

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur

“Selsvellir og Hverinn eini. Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem heitir Selsvellir. Þar voru áður sel frá Grindavík, og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg upp að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufan úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu heitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sjóðandi leirhver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og lýsingunni á hvernum lýkur hann með þessum orðum: „Úr Hvernum eina leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð að barmi hans. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega frá Reykjavík” (Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók I. bls. 178).

Hverinn eini

Hverinn eini.

Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. I alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störfum alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp.

Selsvellir

Selsvellir.

Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrepp um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjarhrepp. Þar kom Gísli til þeirra. Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um Hvalfjarðarströnd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi í Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá Hvernum eina.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir”.
Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju um hella á þeim slóðum, þar sem þjófarnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lengi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvernum eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.

Þáttur þessi er úr bók um útilegumenn og útilegumannabyggðir, sem kemur út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs í haust.”

Heimild:
-Andvari, 84. árg. 1959, 1. tbl., bls. 103-104.

Selsvellir

Tóftir við Selsvelli.