Tag Archive for: Ómar Smári

Ómar Smári

Ómar Smári Ármannsson gaf fyrr á árinu (2024) út bókina „Uppvaxtarárin„. Áður hafði hann gefið út bókina „Glettur – lífsins saga„, sem er söguleg frásögn viðkomandi frá uppruna hans í annars dæmigerðu útvegsbyggðalagi við suðurströndina.

Uppvaxtarárin er svolítið meira en söguleg skáldsaga drengs á aldrinum 6-16 ára í þéttbýlisbyggðarlagi á höfuðborgarsvæðinu.

Uppvaxtarárin

Uppvaxtarárin – bókakápa.

Lögð er áhersla á nokkra hversdagslega þætti æskunnar; uppvextinum, umhverfinu og samtíðarfólki, en lesandanum er að öðru leyti leyft að leggja út frá efninu. Gerð er þó krafa um að lesandinn reyni a.m.k. að setja sig í spor drengsins, hugsi jafnvel út fyrir eigin skynjun og upplifun, bæði í tíma og rúmi, enda ekki ólíklegt að hann hafi mögulega sjálfur upplifað sumt af því sem fram kemur í sögunni – ekki síst ef hann hefur alist upp við takmarkaða möguleika til lífsviðurværis.
Á uppvaxtarárunum er ekki alltaf allt sem sýnist. Framtíðin bíður þá oftar en ekki upp á annað en líðandi stundin gefur til kynna. Spurningin er þó jafnan um að kunna að nýta sér það sem reynslan hafði upp á að bjóða. Meginþættirnir eru ávallt hinir sömu í lífi hvers manns (og konu), hverjar svo sem aðstæðurnar eru.

Miklar samfélagsbreytingar urðu á skömmum tíma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hér hefur móðir sex ungra barna takið sig upp með litlar veraldlegar eigur og flutt með þau í annað byggðalag – að gefnu tilefni. Henni er ætlað í sögunni að vera svipur hins áþreifanlega og nálæga – kennari jafnt sem verndari barna sinna og bjargráður á meðan var…

Bókin, sem er 52 bls, var gefin út í 5 árituðum eintökum.

Ómar Smári

Höfundur með bókina á gamals aldri.

Ómar

Á MBL.is þann 11.6.2011 birtist eftirfarandi frétt; „Fornleifar fanga lögreglumann„.

Garður

Höfðinu stungið upp úr fornleifauppgreftri.

„Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, útskrifast í dag sem fornleifafræðingur frá Háskóla Íslands.

Ómar hefur starfað sem lögreglumaður mestallan sinn starfsferil eða í um 35 ár, en segist hafa hugsað til framtíðar þegar hann sótti um nám í fornleifafræði.

„Ég hef alltaf haft áhuga á fornleifum og einn daginn kom upp í huga mér hvað ég ætti að gera þegar ég hætti sem lögreglumaður, þá var ég áður búinn að skoða gamlar minjar á Reykjanesskaganum. Það kveikti í mér og kom lítið annað til greina en að skella sér í háskólann,“ segir Ómar.“

Ferlir

Ferlir – fyrsta vefsíðan. 

„Þetta var nú ekki löng frétt, en merkileg út af fyrir sig“, svaraði Ómar er fréttamaður spurði; „ekki síst í ljósi þess að hafa fengið að taka þátt í að bæta samfélagið, síðan að móta samskiptamál lögreglunnar með verulega jákvæðum árangri, tækifæri til að upplýsa ásamt samstarfsfélögum mínum mörg hin flóknustu afbrotamál síðustu áratugina, gefið áhugasömum kost á að skoða merkilegheit þeirra nánasta umhverfis, og loks, eftir að hafa lokið 45 ára starfi í lögreglunni, innan lögskyldulegra marka, fengið að nýta mér háskólanámið, m.a. í „Hagnýtri menningarmiðlun“, til að stofna vefsíðuna www.ferlir.is með margbreytilegum fróðleik um sögu, minjar og möguleika Reykjanesskagans. Sagan okkar er jú mun merkilegri en líðandi stund.“
„Háskólanámið er í sjálfu sér ekkert merkilegt, margt er þar sem mætti bæta“, bætti Ómar við.

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Vefsíðuna hefur, að sögn Ómars, þurft að uppfæra nokkrum sinnum m.t.t. breyttrar tækni og nýrra krafna, en innihaldið hefur þó, þrátt fyrir mótlæti með staðfestu að vopni, fengið að viðhalda sér að mestu, reyndar með mikilli fórnfýsi hverju sinni.

Markmið vefsíðunnar er að upplýsa áhugasama um sögu og minjar Reykjanesskagans í von um að innihaldið fái að lifa áfram meðal þeirra…

Sjá eldri vefsíður

Heimild:
-Morgunblaðið 11.06.2011 (mbl.is), Fornleifar fanga lögreglumann – janus@mbl.is.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.