Tag Archive for: örnefnakort

Selvogur

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus. Undirbúningur og gerð kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu.

Selvogur

Fulltrúi FERLIRs ræðir við Þórarinn Snorrason á Vogsósum.

Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á síðasta ári [2010], en hann hafði farið með FERLIR nokkrum sinnum um svæðið, var ákveðið að fá þá tvo menn, Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi, er enn voru á lífi og þekktu gleggst til staðhátta á svæðinu til að koma saman heildstæðum uppdrætti. Og með stuðningi sveitarfélagsins og þolinmæði prentarans tókst að fullkomna verkið, sem nú hefur litið dagsins ljós. Á kortinu má auk þess sjá ljósmyndir af gömlu bæjunum.

Selvogur

Frá Selvogi.

Kort þetta þjónar a.m.k. tvennu; í fyrsta lagi að stuðla að varðveislugildi örnefnanna og staðsetningu minja frá fyrri tíð og í öðru lagi að minnka líkur á að verðmæti fari forgörðum vegna þekkingarleysis. Þá gefur uppdrátturinn ágæta yfirsýn yfir þróun byggðar í Selvogi. Sjá má hvar gömlu bæjunum hafði verið raðað ofan við ströndina. Verbúðir og fjárborgir voru við sjóinn og á milli lágu götur; kirkjugata og brunngata. Ofar má enn sjá leifar af hjáleigunum.
Ætlunin er að fá sóknarnefnd Strandarkirkju í samvinnu við Biskupsstofu til að setja kortið upp við bílastæðið nálægt kirkjunni til glöggvunar og upplýsinga fyrir hina fjölmörgu ferðamenn, sem sækja Selvog heim árlega.

Ölfus

Selvogur – Minja- og örnefnaskilti (ÓSÁ).

 

Selvogur - örnefna- og minjakort

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus.

Selv-1

Þórarinn Snorrason á Vogsósum fer yfir uppdráttinn.

Undirbúningur og gerð kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu.
Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á síðasta ári [2010], en hann hafði farið með FERLIR nokkrum sinnum um svæðið, var ákveðið að fá þá tvo menn, Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi, er enn voru á lífi og þekktu gleggst til staðhátta á svæðinu til að koma saman heildstæðum uppdrætti. Og með stuðningi sveitarfélagsins og þolinmæði prentarans tókst að fullkomna verkið, sem nú hefur litið dagsins ljós. Á kortinu má auk þess sjá ljósmyndir af gömlu bæjunum.
Kort þetta þjónar a.m.k. tvennu; í fyrsta lagi að stuðla að varðveislugildi örnefnanna og staðsetningu minja frá fyrri tíð og í öðru lagi að minnka líkur selv-2á að verðmæti fari forgörðum vegna þekkingarleysis. Þá gefur uppdrátturinn ágæta yfirsýn yfir þróun byggðar í Selvogi. Sjá má hvar gömlu bæjunum hafði verið raðað ofan við ströndina. Verbúðir og fjárborgir voru við sjóinn og á milli lágu götur; kirkjugata og brunngata. Ofar má enn sjá leyfar af hjáleigunum.
Ætlunin er að fá sóknarnefnd Strandarkirkju í samvinnu við Biskupsstofu til að setja kortið upp við bílastæðið nálægt kirkjunni til glöggvunar og upplýsinga fyrir hina fjölmörgu ferðamenn, sem sækja Selvog heim árlega.

Selvogur

Fulltrúi FERLIRs fer yfir uppdráttinn með Þórði Sveinssyni.

Járngerðarstaðir
Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands hafa gefið út  Örnefna- og minjakort fyrir einstök svæði bæjarins með stuðningi Pokasjóðs. Þegar hafa komið út kort fyrir Járngerðarstaðahverfi (sögusvið Tyrkjaránsins Kort1627), Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðanes, Staðarhverfi og Hóp. Unnið er að sambærilegum kortum fyrir Hraun og Stórubót (sögusvið Grindavíkurstríðsins 1532).
Kortin eru unnin með hliðsjón af örnefnalýsingum sem og bestu upplýsingum elstu núlifandi manna og kvenna í Grindavík. Á þeim er getið um helstu örnefni á svæðunum og reynt að draga upp allar sýnilegar minjar frá fyrri tíð. Þá hefur verið reynt að endurvekja eldri minjar, sem nú eru horfnar.
Útgefnum kortum hefur verið komið fyrir á sérstökum upplýsingaskiltum á sérhverjum stað. Þar er fjallað nánar um búsetu- og atvinnusöguna og tengsl minjanna og örnefnanna við hvorutveggja.
Kortin fást í Saltfisksetri Íslands.

Grinndavík

Grindavík – sögu og minjakort.

Herdísarvík

Laugardaginn 15. júní 2013, kl 14:00, var afhjúpað minningarskilti um búsetu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar og Hlínar Johnson, síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi. Nemendafélagið Grimmhildur, félag HÍ-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hafði með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið.

Einar Ben-229

Sama dag, skömmu síðar, var og afhjúpað örnefna- og minjaskilti sem gönguhópurinn FERLIR hafði veg og vanda að – án þóknunar. Skiltastandurinn var hannaður hjá Martak í Grindavík að beiðni hópsins og myndflöturinn álprentaður hjá Stapaprenti í Keflavík. Á skiltinu er að finna margvíslegan fróðleik sem FERLIR hefur aflað á löngum tíma um staðhætti, tóftir sjóbúða og búskap á jörðinni, bæði með aðstoð örnefnalýsinga og staðbundnum leiðarlýsingum hinna elstu manna, s.s. Þórarins Snorrasonar á Vogsósum og Þórðar Sveinssonar úr Selvogi, er enn muna þá tíð er búskapur var í Herdísarvík. Auk þess veitti Ingólfur Árnason, barnabarn Hlínar góðar upplýsingar um svæðið.

Einar Benediktsson ánafnaði Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík, sem í hans tíð var afskekkt. Með tilkomu Suðurstrandarvegar er Herdísarvík komin í alfaraleið. Við það opnast nýir möguleikar til að sinna verndun viðkvæmra sögu- og menningarminja sem þar eru. Uppbygging Herdísarvíkur getur orðið mikilvægt skref í átt til þess að minningu skáldsins sé haldið á lofti.

Á minningarskiltinu má m.a. lesa eftirfarandi: „Hér stendur síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar og sómakonunnar Hlínar Johnson. Bæði voru þau sannir heimsborgarar sem fluttu til Herdísarvíkur, í lítið hús við sjóinn í afskektri sveit, þar sem útsærinn er á aðra hönd og klettahamrarnir á hina. Einar ánafnaði Háskóla Íslands jörðina með gjafarbréfi árið 1935.
Einar Benediktsson var fæddur 31. október 1864 að Elliðavatni, sonur hjónanna Benedikts Sveinssonar, sýslumanns og alþingismanns, og Katrínar Einarsdóttur frá Reynistöðum í Skagafirði. Einar nam við Lærða skólann og las síðan lög við Hafnarháskóla. Hann kvæntist Valgerði Zoëga (1881-1955) og varð þeim sex barna auðið. Þau skildu.
Einn þekktastur varð Einar Benediktsson fyrir skáldskap sinn en hann var einnig kunnur sem stórhuga frumkvöðull og lífskúnstner. Hann starfaði sem Hlin johnsson-229lögfræðingur og sýslumaður og var bæði fyrsti dagblaðsútgefandi og fasteignasali á Íslandi. Einar þótti örlátur og gjafmildur gleðinnar maður. Einar Benediktsson hefur verið kallaður „…einhver jötunefldasti andi sem fæðst hefur á Íslandi “ [Guðjón Friðriksson, 2000]. Síðustu átta árin dvaldi hann í Herdísarvík ásamt Hlín. Hér lést hann 12. janúar árið 1940.
Hlín Johnson (f. 16.11.1876, d. 15.10.1965) fæddist að Sandhaugum í Bárðardal. Hún giftist Ingólfi Jónssyni frá Jarlsstöðum í sömu sveit og varð þeim átta barna auðið. Þau skildu. Hlín þótti listagóð saumakona, sem saumaði bæði kven- og  karlmannsföt. Þau Einar og Hlín kynntust árið 1927 og fluttu til Herdísarvíkur í júlí 1932 og tók Hlín við bústjórninni. Hér í Herdísarvík var búskapur með kýr, sauðfé, hænsni og endur. Fiskur var veiddur úr tjörninni og seldur til erlendra sjómanna, ásamt lagnaðarís úr tjörninni sem geymdur var í sérstöku íshúsi [nú horfið] hér á staðnum. Lambakjöt og bleikja var reykt í reykofni og var frægt að gæðum, ekki síður en göróttur landinn sem Hlín bruggaði.
Halldór Laxness lýsti Hlín með þessum orðum: „…lík fornkonu, þolir ekki annað lögmál en sjálfrar sín, og þess vegna fer strandleingjan og fjallið og einveran og úthafið henni best“ [Björn Th. Björnsson]. Hlín bjó í Herdísarvík allt fram um 1960.
Höfundarverk Einars er æði mikið. Eftir hann liggja meðal annarra verka: Sögur og kvæði, Hafblik, Hrannir, Vogar og Hvammar, ásamt þýðingum, ritgerðum og fleiru. Margir íslenskir málshættir eiga rætur sínar í ljóðum Einars“.
Athöfnin var öllum opin. Erindi fluttu m.a. Halldór Blöndal, fyrrum alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Komst þeim báðum vel að orði, bæði til minningar um Einar og Hlín sem og tengsl þeirra við Herdísarvíkina á síðustu æviárum skáldsins. Lét Illugi þau orð falla í kjölfar tölu sinnar „að hann væri enn ekki búinn að venjast því að tala sem ráðherra“, en að teknu tilliti til tölunnar lærist honum það vonandi aldrei – því talan var bæði einstaklega einlæg og efnisrík.

Hlin - herdisarvik

Jafnframt var á þessum degi afhjúpað örnefnaskilti í Herdísarvík.
Jóhann Davíðsson hélt „velkomst“ við sögu- og minjaskiltið og bauð síðan Guðrúnu Ásmundsdóttur, leikkonu að afhjúpa það. Að orðum hennar loknum var eins og við manninn mælt; tók þá svo til samstundis sólin að skína með tilheyrandi yl og hlýju.
Jóhann þakkaði sérstaklega Ómari Smára Ármannssyni fyrir hans framlag við gerð uppdráttarins. Sjá upptökuna HÉR.

Herdísarvík

Jóhann við athöfnina.

Í lok formlegrar afhjúpunar leiddi FERLIR stutta göngu um svæðið. Að henni lokinni var boðið upp á kaffihressing í húsi skáldsins og Hlínar.

Frá 1895 til 1927 bjó í Herdísarvík með fjölskyldu sinni Þórarinn Árnason, sonur Árna Gíslasonar stórbónda í Krýsuvík og fyrrum sýslumanns Skaftfellinga. Hafði Þórarinn gagnsamt bú og bjó við rausn að fornum hætti.

Herdísarvík

Ómar Smári Ármannsson við athöfnina.

Árið 1908 eignast Einar skáld Benediktsson Herdísarvík (ásamt Krýsuvík, sem hann átti þó með erlendum mönnum), en mun lítt hafa skipt sér af högum landseta sinna. Árið 1927 leigir hann jörðina Ólafi Þorvaldssyni, síðar kunnum fræðimanni og rithöfundi, sem þar bjó með sinni fjölskyldu fram til 1933 en leigumáli hans var ekki endurnýjaður eftir það. Hafði Ólafi búnast prýðisvel á jörðinni og hefði, að eigin sögn, feginn vfljað vera þar lengur.

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs við Herdísarvík.

Í júlímánuði 1932 fluttist eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson, þá viðurkennt höfuðskáld þjóðarinnar með litríkan afhafna- og umsvifaferil að baki, til Herdísarvíkur ásamt sambýliskonu sinni, Hlín Johnson. Hófst þá smíði nýs íbúðarhúss (járnvarins timburhúss) á jörðinni, norðarlega í túninu og allnokkurn spöl frá gamla bænum. Var húsið fullbúið snemma í septembermánuði það ár. Stendur það enn, nú uppgert, og hefur um allmörg ár verið notað sem sumarorlofshús háskólastarfsmanna. Meðan á byggingu hússins stóð höfðust Einar og Hlín við í gamla bænum ásamt fjölskyldu Ólafs, en fluttu síðan inn í húsið nýja jafnskjótt og það varð íbúðarhæft. Yfirsmiður hússins var Sigurður Halldórsson úr Reykjavík, en allt byggingarefni var flutt sjóleiðina frá Reykjavík að Herdísarvík á strandferðaskipinu Skaftfellingi, en síðan á opnum báti frá skipshlið í lendingarvör. Bjuggu þau Einar og Hlín síðan í húsi þessu þar til Einar andaðist 12. janúar 1940, sem fyrr er getið, þá farinn að heilsu og kröftum eins og kunnugt er, en Hlín síðan, mest ein en stundum með aðkeyptri hjálp, nokkuð á annan tug ára, þar til hún brá búi og byggð lagðist af í Herdísarvík.“

Heimild:
-Morgunblaðið 15. janúar 2000, bls. 34-35.

Herdísarvík

Herdísarvík – skilti nemendafélags Grimmhildar.

Þórkötlustaðanes

Um var að ræða menningargöngu á vegum Saltfiskseturs Íslands, Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
Frá göngunniAf því tilefni var ætlunin að afhjúpa nýtt örnefna- og söguskilti á Þorkötlustaðanesi.
Genginn var hringur á Nesinu frá skiltinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu, spölkorn með ströndinni og horft yfir Þórkötlustaðasund þar sem fornkonan Þórkatla mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast. Gengið verður að gömlu þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni og í áttina að vitanum. Ýmislegt var skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. M.a. var boðið upp á brim af bestu gerð.
Í lok göngu var boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót, en björgunarsveitin hefur bjargað 232 mannslífum frá stofnun. Þess má geta að jafnframt var um að ræða tólfhundruðustu gönguferð FERLIRs frá upphafi um fyrrum landnám Ingólfs – sem telja verður sögulega út frá þrautseigju á upprifjun gamalla heimilda og uppgötvun nýrra, áður óþekktra.
Örnefna- og sögukort á ÞórkötlustaðanesiÖrnefni á Þórkötlustaðanesi eru mörg og mannvistarleifar víða. Nesið varð til þegar hraun rann til sjávar undan Hagafelli. Heimildir segja að hraun þetta sé að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornl.fél. 1903, 47), en aldursgreining á því hefur gefið til kynna að það hafi runnið fyrir um 8000 árum. Meginhraunstraumurinn var um Gjána, langa hrauntröð eftir miðju Nesinu. Upphafl ega hefur það verið mun stærra því sjórinn hefur brotið smám saman utan af því í árþúsundirnar. Vestasti hluti Nessins nefnist Hópsnes.
Eitt helsta auðkennið á svæðinu er Nesvitinn, sem reistur var árið 1928. Svæðið geymir fjölmargt annað, sem bæði má lesa um hér og sjá á meðfylgjandi uppdrætti.
Bryggjan úti í Járngerðarstaðahverfi var byggð á árunum 1931-1932. Hún var steypt með veggjum og þekju, grjótfyllt og hallaði í sjó fram. Náði endi hennar u.þ.b. einn metra út fyrir stórstraumsfjöruborð. Þrátt fyrir mikinn fögnuð Grindvíkinga með bryggjuna þótti hún of stutt. Árið 1933 var bryggjan lengd. Sama ár voru gerðar samskonar bryggjur í Þórkötlustaðahverfi og Staðahverfi.
Spil ofan við Nesvör
Sjósókn og útgerð
Minjarnar, sem eru ofan við Nesvörina (bryggjuna), eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Um er að ræða gamla þurrkgarða, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og gamlar tóftir, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, vara, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, gólf beitningaskúra og innsiglingamerki frá fyrri hluta síðustu aldar.

Höfn og bátar í nausti ofan við Nesvörina - fiskskúrar millum

Á Þórkötlustaðanesinu voru þrjú íbúðarhús, sem enn má sjá leifar af; Arnarhvoll (nyrst), Höfn og Þórshamar (syðst). Húsin voru byggð í kringum 1930. Vöxtur útgerðar í Nesinu byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. frá Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum.
Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí. Sumir réru líka svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi. Á sumrin var venjulega róið á minni bátum.
Útgerðarmennirnir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgnana þegar gaf á sjó og fóru síðan fótgangandi heim aftur á kvöldin. Fólk kom víðar að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Vermennirnir bjuggu á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var.
Uppdráttur af svæðinu ofan við NesvörinaÁður lentu bátarnir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum, sem voru í röðum ofan malarkambsins. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar eru beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.
Þegar steinbryggjan var byggð, um 70 metra löng og 10 metra breið, til að mæta vélvæðingu bátanna, var fiskinum kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Lifrarbræðsla var byggð hér á árunum 1934-1935. Útveggirnir standa enn.
Ískofi á ÞórkötlustaðanesiÞegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar. Þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.
Áður en bryggjan var byggð voru bátanir dregnir á land upp á kambinn norðan hennar. Þegar stokkarnir við bryggjuna voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, var notað til að draga bátana. Það var drifið með Ford-vél, sem var knúin bensíni. Vélarhúsið við spilið er nú horfið. Grunnurinn sést enn. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetningunni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.
Eftir að grafið hafði verið inn í Hópið í Járngerðarstaðahverfi árið 1939 og hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út frá Nesinu. Vegurinn náði fyrst að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan lengra til vesturs, að vörðunni Siggu.
Segja má að útgerðin hafi verið aflögð hér árið 1946. Íbúðarhúsið Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvoll var flutt þangað árið eftir. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Örnefnakort á ÞórkötlustaðanesiAustan við Strýthólahraun má sjá tóftir og minjar í kringum Þórshamar, en útveggir hússins standa enn við Flæðitjörnina. Jóhann vitavörður bjó þar síðastur manna. Suðaustan við húsið er manngerður hóll. Hann virðist hafa verið fjárborg eða tóft, miklu eldri en minjar umhverfis. Sunnan við húsið er heillegt fjárgerði og fjárhústóft. Suðvestan við það eru minjar eina skrautblómagarðsins er þá var til í Grindavík. Eflaust hefur hann vakið mikið umtal og margar vangaveltur á þeim tíma er lífið snerist aðallega um þurrfisk og síðan saltfisk.
Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu fyrir tíð búsetu á Nesinu. Þar má enn sjá u.þ.b. 40 hlaðin þurrkbyrgi, líkum þeim er sjá má á Selatöngum og í Slokahrauni.
Mikil vegghleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíla, líkt og margar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Nú er búið að hylja brunninn með möl.
Rekinn hefur löngum verið Þorkötlustaðabændum notadrjúgur. Örnefni á Nesinu gefa m.a. til kynna hvaða hluti strandarinnar tilheyrði hverjum þeirra.

Sjóslys og  björgun
Hér fyrr á öldum gátu sjómennirnir, sem fóru í róður að morgni, aldrei verið vissir um að komast heilir og höldnu að landi að kveldi. Mörg dæmi eru um það. Sem betur fer eru einnig mörg dæmi og merkar sagnir um mannbjörg eftir ófarir manna á hafi úti. Veður gat breyst snögglega. Stundum urðu sjómenn að bregða á það ráð að leita annað en ætlað var. Þannig gátu sjómenn frá Járngerðarstöðum oft treyst á var í Þórkötlustaðabótinni þegar þannig skipaðist veður í lofti.
Þann 24. mars 1916 fóru 24 árabátar í róður frá Grindavík að morgni. Óveður skall skyndilega á og komust bátsverjar fjögurra báta ekki að landi. Þeim var hins vegar öllum bjargað, 38 mönnum, af áhöfn kútters Esterar frá Reykjavík. Þurrkbyrgi í Strýthólahrauni

Þegar komið var með skipverja að landi þremur dögum síðar urðu miklir fagnaðarfundir í plássinu. Sumir segja það hafi verið mesti gleðidagur, sem Grindvíkingar hafi upplifað.
Árið 1940 lenti Aldan frá Vestmannaeyjum upp á skerjum á Hellinum, en svo nefnist klettahlein, sem gengur suðvestur úr Nesinu. Mannbjörg varð, og báturinn náðist út aftur.
Vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 fórst utan við Nesið 18. janúar 1952. Fimm menn fórust.
Sjá má enn járnbrak úr Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem strandaði þarna utan við 1988. Mannbjörg varð, en þegar reyna átti að ná bátunum út aftur gerði vonskuveður með þeim afleiðingum að bátinn tók í tvennt og sést brakið ofan  við kampinn.
Frá göngunniFlutningaskipið Mariane Danielsen fór upp á Hópsnesið í vonsku veðri eftir að hafa verið siglt út úr Grindavíkurhöfn þann 20. janúar 1989. Átta mönnum úr áhöfninni var bjargað í land með aðstoð þyrlu, en yfirmennirnir neituðu að yfirgefa skipið. Þeir voru síðan dregnir í land með björgunarstól daginn eftir.
Eldhamar GK 13 lenti uppi í grynningum þann 22. nóvember 1991. Sjórinn kastaði skipinu fram og til baka uns það steyptist með stefnið niður í djúpa gjá. Af sex skipverjum um borð komst einn lífs af. Þetta óhapp varð neðan við vitann á Nesinu.
Nokkrir bátar hafa strandað við Þórkötlustaðabótina, t.d. frönsk skúta um miðja 19. öld. Áhöfnin gat gengið í land og heim að Einlandi þar sem hún knúði dyra eftir að skipstjórinn hafði fallið í hlandforina framan við bæinn.
Austast í Bótinni varð enn eitt sjóslysið. Það var nóttina áður en Aldan rak upp í Nesið að vestanverðu að annan vélbát frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, rak upp í skerin. Ekki varð mannbjörg það sinnið.
Brak á HópsnesiGjafar VE 300 fórst fyrir utan Nesið 27. febrúar árið 1973. Tólf manna áhöfn var bjargað frá borði með aðstoð meðlima björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Björgunarsveitin Þorbjörn var formlega stofnuð árið 1947. Saga sveitarinnar er samofin sjóbjörgunarsögu Grindavíkur, allt frá stofnun slysavarnardeildarinnar Þorbjörns árið 1930. Fáar björgunarsveitir á landinu hafa bjargað jafn mörgum sjómannslífum. 
Frábært veður. „Þegar veðrið er gott er það hvergi jafn gott og hér“, sagði Guðbergur Bergsson, rithöfundur. Þátttakendur voru rúmlega 80 talsins. Sjá svolítið meira um 1200.

Framangreindur texti og uppdráttur er byggður á örnefnalýsingum, Sögu Grindavíkur, eftir Jón Þ. Þór, Árbók Sögufélags Suðurnesja 1996-1997, og frásögnum Péturs Guðjónssonar frá Höfn sem og Lofts Jónssonar og Tómasar Þorvaldssonar.
Þórkötlustaðabót - Ísólfsskáli og Skála-Mælifell fjær