Tag Archive for: örnefni

Hernám

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson fjallaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu„, auk þess sem ýmsir hafa tekið saman og fjallað um um hernámið hér á landi. Hér verður augunum aðallega beint að höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Hernámið

Hernám

Forsíða Morgunblaðsins 11. maí 1940.

Aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fyrirboði hernámsins var flugvél sem flaug frekar lágt yfir borgina og vakti nokkra borgarbúa. Sumir óttuðust það versta og héldu að Þjóðverja væru að gera innrás. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík og stuttu síðar var bærinn fullur af hermönnum. Engin mótspyrna var veitt og ekki var hleypt af skoti.

Reykjavík

Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.

Ísland var hernumið af því að það var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Bretar lofuðu að skipta sér ekki af stjórn landsins en stóðu ekki við loforðið því fyrsta verk þeirra var að handtaka Þjóðverja sem voru á Íslandi og senda þá í fangabúðir í Bretlandi. Bretar lögðu undir sig nokkrar byggingar í Reykjavik, meðal annars Hótel Borg sem þeir gerðu að aðalstöðvum sínum. Þann 28.maí ákvað Franklin D. Roosevelt , forseti Bandaríkjanna, að Bandaríkin skyldu taka við hervörslu Íslands. Þann 7. júlí 1941 hófu Bandaríkjamenn að landa herliði og fluttu hingað samtals 45.000 hermenn. Bretar fóru samt ekki allir fyrr enn eftir stríðslok. Talið er að um 25 þúsund breskir hermenn hafi verið á landinu þegar mest var árið 1941 og höfðu þeir flestir búsetu í Reykjavík og nágrenni. Með komu hersins breyttist bæjarlífið til muna og stóðu bretar líka í mörgum framkvæmdum, meðal annars lögðu þeir flugvöll í Vatnsmýrinni, lögðu vegi og reistu braggahverfi alveg upp frá grunni. Fjölmargir Íslendingar fengu vinnu við þetta sem var ekki slæmt þar sem atvinnuleysi hafði ríkt um tíma í landinu. Við komu svona margra “nýrra íbúa” hafði lögreglan í borginni nóg að gera, skemmtanalífið jókst til muna og kom þá til árekstra milli hermanna og landsmanna.

Frá upphafi hernámsins var starfsemi Ríkisútvarpsins undir miklu eftirliti, allar fréttir og auglýsingar voru ritskoðaðar svo það væri ekkert sem Þjóðverjar gætu notað sér til hagnaðs. Íslendingar gátu einnig hlustað á útsendingar erlendra útvarpsstöðva, BBC hóf útsendingar á íslensku 1. desember 1940 en einnig Þjóðverjar, þeir hófu útsendingu á íslensku á stuttbylgju þann 17. júní 1941 og sendi út daglega í 15 mínútur senn. Með þessari útsendingu vildu Þjóðverjar upplýsa íslensku þjóðina um stefnu sína og hugmyndafræði.

Hernám

Forsíða Þjóðviljans 11. maí 1940.

Vegna skamms fyrirvara fyrir hernám landsins var stuttur undirbúningur fyrir hermennina til að koma upp bækistöðvum. Það var því margt sem ekki var eins og átti að vera. Stutti undirbúningurinn gerði það að verkum að margir hermannanna sem komu voru í lítilli þjálfun, margir mjög ungir og voru að prófa vopnin í fyrsta skipti á skotæfingum. Margir urðu sjóveikir á leið til landsins og því lán að það var lítil mótspyrna gagnvart þeim því ekki er vitað hvernig hefði farið með alla þessa óreyndu menn. Það voru um 2000 hermenn sem tóku þátt í hernámi Íslands en seinna meir áttu þeir að vera orðnir rúmlega 25.000 og því mikið sem þurfti að gera til að undirbúa komu þeirra, því ekki voru Íslendingar færir um að veita þeim öllum húsnæði. Innflutningur á bröggum var hafinn strax um sumarið og um 6000 braggar fluttir hingað frá Bretlandi. Bæði Íslendingar og Bretar tóku þátt í að byggja braggana og í október voru flestir hermenn komnir með húsaskjól. Fljótlega eftir það var svo hafið að byggja flugvöll í Vatnsmýri og var þetta hluti af bretavinnunni, þeir sem fengu vinnu fengu greitt með ávísunum og fóru svo og leystu þær út hjá herstöðinni.

Hernám

Skipton Camp.

Lifnaðarháttur Íslendinga var fljótur að breytast við komu Bretanna. Fullorðnum einstaklingum var borin skylda að hafa á sér persónuskilríki sem þeim bar að sýna hermönnum þegar þeim sýndist en fyrst var þetta aðeins í Reykjavík þótt það breiddist hratt út, þó aðallega í bæjum í kring.

Hernámið

Hernámið.

Bretum var skipað að koma vel fram við Íslendinga, enda vildu þeir fá okkur á sitt band og því vinguðust margir landsmenn við hermennina, enda framandi og spennandi. Þeir vildu koma sér vel fyrir hjá Íslendingum og sem dæmi þá borguðu þeir allar skemmdir að fullu sem þeir ollu. Það ríkti þó ekki alltaf sætti á milli, Íslendingar voru ennþá á fullu með sjálfstæðisbaráttuna og þjóðernisstefnan var þeim meðfædd. Margir karlmenn urðu afbrýðissamir út í hermennina sem tóku frá þeim stúlkurnar (Ástandið) en þá aftur á móti sást það fljótt að Íslendingar voru fegnari að Bretar hernámu Ísland fremur en Þjóðverjar.

Bretavinnan kom í kjölfarið og varð til þess að kreppan hér á landi tók á enda og það atvinnuleysi sem hafði verið í landinu tók enda. Með þörf fyrir flugvöll fengu þeir marga Íslendinga til að taka þátt við byggingu hans, þeir þurftu mikið vinnuafl til að grafa skurði, reisa byggingar, girða af, leggja vegi og flugbrautir og var þetta allt vel borgað, betur borgað en áður hafði þekkst á Íslandi og var þetta því mjög eftirsóknarverð vinna. Einnig fengu sjómenn vinnu við að sigla með fisk til Bretlands. Árin 1941-1942 var enginn skráður atvinnulaus á Íslandi og voru flest öll iðnaðarfyrirtæki á svæðinu að drukkna í verkefnum. Iðnaðamenn í braggabyggingar, bílstjórar og túlkar voru mjög vinsælir í vinnu. Þeir þurftu eftirlitsmenn með flugvélaferðum og var Landsíminn opinn allan sólahringinn vegna stanslausrar tilkynningar. Læknar og hjúkrunarfólk bjó sig undir að taka á móti særðum og skátar stofnuðu sveit til að annast hjálp. Bretar sóttu mikið í að fá íslenskar húsmæður til að þvo föt og annað og varð því bretaþvotturinn vinsælt starf en var einnig mjög gagnrýndur fyrir of náin kynni hermanna við fjölskyldur. Vegna bretavinnunar má þakka fyrir þéttbýlismyndun í Reykjavík þar sem fólk flyktist þangað til að fá vinnu.

Hernám
Á Íslandi fyrir stríð var mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Ísland var mikið landbúnaðarland og flestir landsmenn bjuggu í sveitum. 10. maí 1940 hernámu Bretar Ísland og árið 1941 tóku Bandaríkjamenn við hervörslu landsins. Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi. Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið orðið eitt af ríkustu löndunum. Árið 2006 fór bandaríska herliðið aftur til Ameríku, en þó að Bandaríkjamenn séu farnir vernda þeir okkur enn.

Ísland fyrir stríð

Hernám

Skjáskot úr sjónvarpsþættinum Stríðsárin á Íslandi, sem sýndur var á RÚV 1990, í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá upphafi hernáms á Íslandi.

Á Íslandi fyrir stríð var mikið um atvinnuleysi, fólk átti erfitt með að fá vinnu og það voru líka fá störf í boði. Í Reykjavík fóru verkamenn niður í höfn og vonuðust eftir að fá vinnu þar, oft ráðið í vinnu einn dag í einu. Ekki fengu allir vinnu og þeir sem fengu ekki vinnu þurftu að fara aftur heim og bíða eftir næsta tækifæri að fá vinnu. Verkafólkið gat ekki fengið atvinnuleysisbætur en á sumum stöðum gat það fengið ókeypis að borða. Atvinnuleysi hvarf ekki á Íslandi fyrir eftir Bretar hernámu landið og herinn fór að ráða fólk í vinnu. Verkamennirnir fengu vinnu við að reisa bragga, leggja vegi og flugvelli.
Ísland var mikil landbúnaðarþjóð og flestir landsmenn bjuggu í sveitum og voru annað hvort bændafólk eða vinnufólk. Vegirnir voru mjög lélegir þannig það var erfitt að ferðast milli staða.
Ísland var frumstæð og fáttæk þjóð, og iðnvæðing var varla byrjuð. Bifreiðar voru ekki notaðar til að keyra langt.

„Blessað stríðið“

Hernám

Braggasmíði.

Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi frá því heimskreppan skall á. Árið 1940 hvarf atvinnuleysi á Íslandi og í staðinn varð skortur á vinnuafli. Herinn þurfti mikinn vinnukraft til að reisa bragga, leggja vegi flugvelli og fleira. Með öllum þessum framkvæmdum varð eftirspurn eftir vinnuafli. Árið 1940 voru um 1.700 Íslendingar í vinnu hjá hernum og fór þeim fjölgandi. Þegar mest var voru þeir um 4.000. Auk atvinnu hjá hernum sköpuðust störf við ýmiss konar þjónustu eins og við veitingarekstur, tauþvotta, saumaskap, verslun og matvælaframleiðslu. Helsta útflutningssvara Íslendinga var fiskur sem margfaldaðist í verði. Stríðsárin voru blómatími í efnahag þjóðarinnar.

Samskipti milli landsmanna og hermanna

Hernám

Samskipti hernámsliðsins við Íslendinga voru óneitanlega mikil.

Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Bæjarlífið í Reykjavík og nágrenni tók miklum breytingum á stríðsárunum. Herbúðir settu svip sinn á umhverfið og hermenn voru áberandi. Veitingasala, verslun og ýmis þjónusta blómstraði. Dægurmenning, skemmtanalíf og almenn neysla breyttist verulega með nýjum menningarstraumum og auknum innflutningi. Reykjavík óx og dafnaði og í lok stríðsins breyttust herskálahverfin í íbúðarhverfi. Herliðum Breta og Bandaríkjamanna fylgdu mikil umsvif og um leið röskun á íslensku þjóðlífi. Tölur um fjölda hermanna segja sína sögu. Þegar mest var, vorið 1942, voru 55 þúsund hermenn í landinu. Íslendingar voru þá um 120 þúsund sem þýðir að hlutfall hermanna og landsmanna fór nærri því að vera einn á móti tveimur. Þar sem hermennirnir voru karlar leiddi þetta til óvenjulegs kynjahlutfalls í landinu og á sumum stöðum voru fullorðnir íslenskir karlmenn mun færri en hermennirnir. Mestar áhyggjur höfðu Íslendingar af samböndum hermanna og íslenskra stúlkna.

„Ástandið“

Hernám

Náin samskipti.

Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Oft var sagt að þeir væru kurteisari við kvenfólk en íslenskir karlmenn. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Margir Íslendingar héldu því fram að konur væru að svíkja uppruna sinn og þjóðerni og urðu því oft fyrir aðkasti. Íslenskum stjórnmálamönnum fannst vera nóg komið og skipuðu í framhaldi nefnd til að skoða málin. Nefndin skilaði inn skýrslu sem gaf mjög neikvæða mynd af þessum málum en breska herstjórnin gerði athugasemdir við skýrsluna og reyndu að þagga málið niður.

Stríðslok
Þann 8. maí árið 1945 gáfust herir Þjóðverja upp og Þriðja ríkið samdi frið við Bandamenn. Stríðinu í Evrópu var þar með lokið. Íslendingar fögnuðu þessu afar mikið enda höfðu þeir mátt þola nokkrar þrengingar og fjöldi íslenskra sjómanna hafði farist.

Marshall aðstoðin

Hernám

Kort af Evrópu á árum Kalda stríðsins. Myndin sýnir hlutfallslega dreifingu heildarupphæðar Marshall-áætlunarinnar.

Marshall aðstoðin (sem var upprunalega evrópsk batastefna) var amerísk hjálparstefna sem styrkti lönd í Evrópu til að endurbæta hagkerfið eftir seinni heimstyrjöldina. Marshall Aðstoðin tók fjögur ár að komast til skila frá árinu 1948 – 1952. Markmið Bandaríkjanna var að koma stafsemi samfélagsins aftur af stað.
Ísland var það ríki sem fékk langsamlega hæstu fjárhæðir allra af Marshall-aðstoðinni á hvern íbúa, þótt Ísland hafi ekki verið stríðshrjáð land. Frá árinu 1948 – 1952 fengu Íslendingar allt að 43 milljónir dollara í aðstoð, sem gera um 297 dollara á hvert barn miðað við íbúafjölda árið 1951 hér er um var að ræða tæplega þrisvar sinnum meira framlag en næsta þjóð fékk. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Þótt kreppa 4. áratugarins hafi ekki verið eins djúp, ef litið er til breytinga á landsframleiðslu, og víðast annars staðar þá var hún langdregnari og hafði í för með sér mikið atvinnuleysi á þéttbýlustu svæðum landsins. Ef litið er á ástandið fyrir og eftir stríðið má sjá miklar breytingar á atvinnuleysi, hagkerfi og fleiru. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið meðal ríkustu landa í lok stríðsins þökk sé aðstoðana. Vergar þjóðartekjur uxu um 10,2% að meðaltali hvert ár á stríðsárunum og þær rétt tæplega tvöfölduðust á meðan stríðið lamaði meginland Evrópu.

Ísland og Bandaríkin

Hernám

Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.

Eftir að Ísland varð sjálfstætt fóru miklar breytingar á stað, þótt að miklar breytinga hafi þegar gerst í stríðinu, t.d. atvinnutækifæri og fyrsti flugvöllurinn var byggður. Þetta var tíminn sem Ísland fékk loks tækifæri til að taka sínar ákvarðanir sem myndu gagnast sinni þjóð og taka sín fyrstu spor í framtíðina. Ísland og Bandaríkin voru enn í hermannaðarsamvinnu sem gerði Bandaríkin skyldug til að vernda Ísland ef undir árás. Ísland fékk innblástur frá Bandaríkjunum og Ísland leit mikið upp til Bandaríkjanna. Þegar stríðið endaði fékk Ísland mikla athygli og stuðning frá Bandaríkjunum til að komast inn í NATO (North Atlantic Treaty Organization). Bandaríkin gerðu ráðstafanir um að Bandaríkin myndi vernda Ísland fyrir hönd NATO. Þetta var vegna þess að Ísland hafði engan her. Bandaríkin fengu byggingar rétt fyrir bandarískt herlið á landinu frá NATO. Sú réttindi eru enn til staðar í dag en herinn er ekki lengur staðsettur á Íslandi.
Þegar bandaríska herliðið fór frá Íslandi árið 2006 misstu margir Íslendingar sem unnu fyrir herinn vinnuna sína, en Bandaríkin lögðu samt áherslu á að veita fjárfestingar til að halda flugvellinum í Keflavík uppi fyrir ferðaþjónustu.

Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu

Hernám

Camp Russel – kort.

Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning Vestur-Evrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.

Helgafell

Úr „Sacred Hill Hospital“ sem var Helgafellsspítali.

Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svo kölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavík og nágrenni.
Meðan umboðsmenn konungsvaldsins sátu á Álftanesi var nesið gjarna kallað Kóngsnes.

Hér er fjallað um hluta ensku örnefnanna og skýrð tilurð þeirra. Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni (sjá Sævar Þ. Jóhannesson, án ártals, og Pál Lúðvík Einarsson 1990).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.

Hernám á Innnesjum

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Hernám

Reykjavíkurhöfn á hernámsárunum.

Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu.
Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópa vogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp). Hafnarfjörður til heyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.

Hernaðarþýðing Innnesja

Hernám

Patterson flugvöllur.

Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Inn nes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells. Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins. Sandskeiðið er á af rétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.

Breska hernámið

Hernám

Breskir hermenn.

Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sand skeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
Tangarsóknarlíkingin er komin úr skákmáli og merkir að tveimur tafl mönnum er hótað í einu (Eggert Þór Bernharðsson 2000:9).
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).

Bandaríkjamenn taka við vörnum
HernámMeð herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið. Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið.
Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.

Breytingar á samskiptaháttum

Hernám

Tedcaster í Englandi.

Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster. Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing.

Hernámsárin

Camp Persing 1942.

Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuð ust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku.
Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku. Þekktastur þeirra er Ragnar Stefáns son (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósna liðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).

Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð

Hernám

Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi banda manna á Íslandi. Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannada austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).

Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – strandsvæðið

Hernám

Í skotgröf.

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.

Hæðir á Seltjarnarnesi

Hernám

Feit fallbyssa á verði.

Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin.
Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ her sveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðar árholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn. Pimple Hill er hæð í enska hérað inu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt ensk um orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.

Að Elliðaám

Hernám

Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River. Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge.

Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.

Hernám

Rauðarárholt, vitinn, Camp Tower Hill t.h. og Camp Sheerwood t.v.

Friðþór Eydal telur að örnefnið Tower hill (Rauðarárholt) vísi til turnspíru Sjómannaskólans.
Örnefnið Minni-Öskjuhlíð kemur fyrst fyrir á Reykjavíkurkorti Björns Gunnlaugssonar frá 1850. Hæðin hefur einnig verið nefnd Golfskálahæð, Litlahlíð og Litla-Öskjuhlíð og þar er nú Veðurstofan. Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street.
Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikil vægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum. Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vestur kvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.

Um Kópavog og Álftanes

Hernám

Braggabyggð.

Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogs jarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kárs nes brautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flats-örnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay.
Bústaðabærinn lá neðan við Bústaðaveginn, milli Marklands og Seljalands.

Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Kópavogsjörðin

Hernám

Skilti við Camp Kwitcherbelliakin.

Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flug herinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskála hverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands. Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).

Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða

Hernám

Camp Fífuhvammur.

Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá

að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum. Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.

Hernámið

Hilton Camp í Fífuhvammslandi.

Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill. Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrir mynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar ræt ur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.

Hernám

Skilti við Camp Cook.

Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð.

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar(Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð loft – og strandvarnar byssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um loft varnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Battery á Bústaðaholti, Handley Ridge.

Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Hernám
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð; Vatnsendahlidh.
VatnsendahæðVestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, aust an við Fálk hól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarps stöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í aust ur að Flóttamanna vegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpna hlíð. Frá Flótt amannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, eft ir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur. Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgöngu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar.
Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.

Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Banda ríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauð hóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flótta mannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnu daginn 18. júní 1815.

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).

Hernám

Braggahverfi við Sandskeið.

Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensín tunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mos fells heiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fót gönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.

Kampar og örnefni
Aberdeen kampur á Hólmsheiði
Alafoss Road vegur Vesturlandsvegur
Arlington Hill loftvarnarstöð hóll í Breiðholti þar sem nú er Fífusel
Arnar Point nes Eskines í Garðabæ
Back Road vegur frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn að Vífilsstöðum
Baldurshagi Hill hæð Breiðholtshvarf
Bare Hill hæð Rjúpnahlíð (Rjúpnahæð) í Kópavogi
Balbos Beach strandsvæði við Vatnagarða
Bless Bay tjörn Bessastaðatjörn á Álftanesi
Bott le Neck Bay tjörn Skógtjörn á Álftanesi
Camel Hill hæð á mörkum Kópavogs og Garðabæjar
Camp Alabaster kampur á Elliðaársvæðinu
Camp Bournemouth kampur í Sæbólslandi við Fossvogsbotn
Camp Catharine kampur á Víghólum í Kópavogi
Camp Cook kampur norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn
Camp Cook South kampur við Fossvogsbotn
Camp Curtis kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Fossvogur kampur við Fossvogsbotn
Camp Gardar Garðaholti
Camp Hickam kampur í Ártúnsbrekku
Camp Hilton kampur við Dalveg þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð
Camp Korsnes kampur á Kársnesi vestanverðu
Camp Pershing kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Skipton kampur á Skólavörðuholti
Camp Tadcaster kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Tilloi Garðaholti
Camp Tinker kampur í Rauðhólum frá vori 1943
Camp Vatnsendi kampur við sendistöð Landssímans í Vatnsendahvarfi
Camp Wade kampur á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Casement Hill ás Grensás í Reykjavík
Charing Cross gatnamót þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast
Consul Point höfði austan við Rauðarárvík
East Fork á Austurkvísl Elliðaánna
Edward Road vegur gamli Bústaðavegur í Reykjavík
Ford Fjord fjörður Skerjafjörður
Fossvogur Bay vogur Fossvogur
Fox-Batt ery loftvarnar stöð á Bústaðaholti
Gala Hill hæð á Hnoðraholti í Kópavogi
Gardar Peninsula nes Álftanes
Grafar Inlet ós við Ósmel Grafarvogs
Grotta Bay tjörn vestast á Seltjarnarnesi
Grotta Point Gróttutangi tanginn norðan við Seltjörn
Grotta Road vegur vegurinn frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita
Gufunes Bay Viðeyjarsund sunnan við Viðey
Hafnarfjordur Road vegur Hafnarfjarðarvegur
Handley Ridge holt Bústaðaholt í Reykjavík
Harley Street vegur gamli Grensásvegur í Reykjavík
Hawick Hill hæðardrag Selhryggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs
Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump) skotfærageymsla
í Leirdal, lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts
Hilton Flats mýri Fífumýri og Kringlumýri sunnan við Kópavogslæk
Hilton Road vegur vesturhluti Fífuhvamms
Howitzer Hill hæð Öskjuhlíð
Hunt Delaware kampur í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Jeffersonville kampur á Hólmsheiði
Keighley Hill hæð Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
Korsnes Road vegur gamli Kórsnesvegur (síðar Kársnesbraut)
Lamb Bay tjörn Lambhúsatjörn
Langvatn Trail götuslóð Þingnesslóð sunnan við Elliðavatn
Laugarnes Point nes nyrsti hluti Laugarness
Logberg Bakery bakarí neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum
Marine Slipway viðhaldsstöð á miðju norðanverðu Kársnesi við Fossvog
Mossley Knoll hæðardrag Kópavogsháls
New Mercur Dump (Camp) kampur við Blesugróf
Piccadilly Circus gatnamót gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar í Reykjavík
Pimple Hill ás Laugarás
Point Eyri eyri Seilan við Álftanes
Puffin Bay vogur Arnarnesvogur í Garðabæ
Puffin Point nes Arnarnes í Garðabæ
Rani Point tangi Rani á Álftanesi
Red House Hill hæð Minni-Öskjuhlíð
Red Lava Pits hólar Rauðhólar
Salmon Inlet ós árkjaft ar Elliðavogs
Salmon River á Elliðaár
Salmon River Dump birgðageymsla
vestan Blesugrófar í landi Bústaða
Sandahlid Hut Site kampur uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli
Sandskeid Dump (Sandskeid Depot) hersvæði í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Gas Dump geymslusvæði eldsneytis í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Range skot æfingasvæði frá vestanverðu Sandskeiði austur á Mosfellsheiði
Scapegoat Hill hóll Fálkhóll
Selfoss Road vegur Suðurlandsvegur
Selsker Bay vogur sunnan við Selsker
Skeleton Hill hæð og kampur
Digranesháls þar sem Hamraborg er nú
Skeleton Hill Road vegur Nýbýlavegur í Kópavogi
Skipton Hill hæð Skólavörðuholt
South Beach vík Nauthólsvík
Thingnes nes Þingnes við Elliðavatn
Tower Hill holt Rauðarárholt
Tower Hill Road vegur gamli Sogavegur
Trigger Point höfði Gufuneshöfði
Vatnsendahlidh hlíð Vatnsendahlíð
Vatnsendi Ridge hæð Vatnsendahvarf
Vatnsendi Road vegur gamli Útvarpsstöðvarvegur
Vidhey eyja Viðey
Waterloo kampur á Hólmsheiði
West Fork á Vesturkvísl Elliðaánna
Whale Hill hæðardrag Digranes
Whale Point nes Kársnestá

Hernám.
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.

Minningar og leifar stríðsins

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Margar minjar eru til á Íslandi eftir stríðið. Þær minjar geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en geta líka verið leifar sem sjást ekki, þær geta verið félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslenskt kvenfólks, sem meðal annars leiddi af sér „ástandið“ og „ástandsbörnin“, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn“ sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, “ Bretavinnan sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo frv.

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Hérlendist er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að varðveita sögu þessa tímabils og þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi.

Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkastur en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Patterson-flugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskjuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Hernmám

Bandaríkjamenn reistu mikla eldsneytisbirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands við Hvalfjörð norðanverðan auk birgðastöðvar vegna skipaviðgerða. Bæði skip og olíuskip tóku þar olíu og þau síðarnefndu birgðu svo upp önnur skip í flotadeildum á hafi úti. Upphaflegt skálahverfi olíustöðvarinnar stendur enn að hluta á Miðsandi og er með heillegustu minjum styrjaldarinnar á landinu. Þar má sjá einstætt safn þeirra mismunandi braggategunda sem herlið bandamanna reisti yfir starfsemi sína. Þeim hefur verið vel við haldið enda í fullri notkun fram á síðari ár því olíubirgðastöðin var nýtt áfram fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og ný reist fyrir herskip NATO.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í Hvítanesi eru leifar flotastöðvar Breta og vegna mikilla umsvifa bæði Breta og Bandaríkjamanna í Hvalfirði má finna ýmsar minjar um veru þeirra víðs vegar við fjörðinn.

Af ummerkjum beinna hernaðarátaka ber fyrst að telja flak olíuskipsins El Grillo. Það var um 7000 lesta olíuskip sem var sökkt af þrem þýskum FW-200 flugvélum 10. janúar 1944 í Seyðisfirði. Þá misstu Þjóðverjar eftirfarandi flugvélar við Ísland: FW-200 var skotin niður norður af Gróttu 14. ágúst 1942, JU-88 grandað við Svínaskarð 18. október 1942, FW-200 skotin niður 24. október 1942 norðan við Norðlingafljót, JU-88 skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði, FW-200 skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943 og JU-88 nauðlenti við Leirhöfn 2. maí 1945. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa og slæmra veðurskilyrða. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.

Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu.

Hernám

Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars á Sandskeiði, í Mosfellsdal, við Kleifarvatn, Fellabæ fyrir austan, í Eyjafirði og á Blönduósi. Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæði á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim.

Heimildir m.a.:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Iceland–United_States_relations
-http://www.academia.edu/2515209/Íslenskt_samfélag_%C3%AD_seinni_heimsstyrjöld._Umskiptin_minningarnar_og_sagnaritunin
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ísland_í_seinni_heimsstyrjöldinni
-https://en.wikipedia.org/wiki/Marshall_Plan
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-http://servefir.ruv.is/her/
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52321
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-https://gardaskoli.fandom.com/wiki/Hern%C3%A1m_%C3%8Dslands
-https://sites.google.com/site/islandastridsarunum/atburdhir-eftir-hernam/afleidhingar-hernams
-Ari Páll Kristinsson. 2010. Um íslenska örnefnastýringu. Orð og tunga 12:1–23.
-Eggert Þór Bernharðsson. 2000. Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. Reykjavík: JPV útgáfa.
-Friðþór Eydal. 2013. Kampar í Kópavogi. Gunnar Marel Hinriksson bjó til prentunar. Kópavogur: Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.
-Páll Lúðvík Einarsson. 1990. Braggablús. Sævar Þ. Jóhannesson vill varðveita gamlar stríðsminjar og örnefni. [Viðtal við Sævar Þ. Jóhannesson.]
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 22. júlí 1990. Bls. 6–7.
-Sævar Þ. Jóhannesson. [Án ártals.] Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945. Nefnir – Vefrit Nafnfræðifélagsins. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
-http://www.arnastofnun.is/page/arna stofnun_nafn_nefnir_SJ
-Vilhjálmur Þ. Gíslason.1947. Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Akureyri: Bóka útgáfan Norðri.
-Þór Whitehead. 1999. Bretarnir koma. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Þór Whitehead. 2002. Ísland í hers höndum. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 (mælt 1902) og 1910. Kort af Reykjavík og nágrenni. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1903 og
-Kort bandaríska hersins af Reykjavíkursvæðinu: GSGS 4186. 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861. Mælikvarði: 1:25.000. Einungis til notkunar fyrir War and Navy Department Agencies. Skráð er á kortinu frá 1943 að það sé hvorki til sölu né dreifingar. Landmælingar hafa nú sett kortin á vefinn. Kortagerð: Army Map Service, U. S. Army, Washington, D.C.

Hernám

Kampar og örnefni – kort.

Þórkötlustaðanes

Þorbjörn eða Þorbjarnarfell er fjall rétt norður af Grindavík sem varð til á ísöldinni við gos undir jökl. Það er úr móbergi og er 243 metra hátt. Fjallið er ekki eldfjall, heldur stendur á gosbelti.
Þótt fjallið sé ekki hátt, t.d. miðað við Everest í útlöndum, er það þó talið hátt á mælikvarða Grindvíkinga.

Grindavík

Þorbjörn.

Landnámsmaður í Grindavík var Molda-Gnúpur Hrólfsson. Í Landnámabók segir svo frá Moldar-Gnúpi að hann hafi verið sonur Hrólfs höggvandi, sem bjó í Moldartúni á Norðmæri í Noregi. Þeir Gnúpur og Vémundur bróðir hans voru vígamenn miklir og vegna drápa þeirra fór Gnúpur til Íslands. Hann nam land á milli Kúðafljóts og Eyjarár og allt Álftaver. Þar bjó hann uns byggðin spilltist af hraunstraumi en þá hélt hann vestur til Höfðabrekku og reisti sér skála, þar sem nú heita Kaplagarðar og dvaldist þar um veturinn. Þar lenti hann enn í ófriði og hélt um vorið ásamt sonum sínum vestur til Grindavíkur og tóku þeir sér þar bólfestu.

Núpshlíð

[G]Núpshlíðarhorn ofan Húshólma.

(Þessi saga er rituð í Sturlungabók, en í annarri gerð Landnámu, Hauksbók, segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir, Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík. Sérfræðingar geta ekki fullyrt hvort er rétt en telja meiri líkur en minni að Molda-Gnúpur hafi komist alla leið).

Sandakravegur

Sandakravegur 2006.

Erfitt er að tímasetja landnámið nákvæmlega. Nýlegar rannsóknir jarðfræðinga sýna að hraun hefur runnið yfir Álftaver og þau svæði sem Moldar-Gnúpur settist fyrst að á um og eftir 934. Þessu ártali kann að skeika um 1 eða 2 ár til eða frá, en ef það er notað til viðmiðunar hefur Moldar-Gnúpur og fólks hans komið til Grindavíkur um og eftir árið 940.
Fólkinu virðist hafa gengið vel að koma sér fyrir eins og fram kemur í hinni frægu sögu um Hafur-Björn: “Björn hafði nær ekki kvikfé; hann dreymdi að bergbúi kæmi at honum og byði að gera félag við hann, en hann játti. Þá kom hafr til geita hans litlu síðar; því var hann Hafr-Björn kallaðr. Hann gerðist bæði ríkr og stórauðigr. Þat sá ófresk kona, at allar landvættir fylgdu Hafr-Birni þá er hann fór til þings en Þorsteinn ok Þórði bræðrum hans þá þeir fiskuðu”.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Vitneskja okkar um upphaf byggðar í Grindavík takmarkast við frásögn Landnámu af Moldar-Gnúpi og sonum hans og ekkert er vitað með vissu um byggðina og sögu hennar næstu 300 árin eftir landnám. Engu að síður verður að telja líklegt að flestar bújarðirnar hafi byggst þegar á 10. og 11. öld og með því að gefa hugarfluginu lausan tauminn til þess að reyna að lesa milli línanna í Landnámu og þætta saman frásögn hennar og alþekktrar þjóðsögu má geta sér til hvernig hin fyrsta byggð í Grindavík hefur risið.

Svartiklettur

Svartiklettur við Hópið – sundmerki (Svíravarða).

Hvergi kemur fram hve margt fólk fylgdi Moldar-Gnúpi á ferð hans austan úr Álftaveri, en varla hafa það verið færri en 20-30 manns, fjölskylda og fylgdarlið.
Þegar landnemarnir voru komnir á áfangastað hafa þeir vafalaust byrjað á því að velja sér stað til vetursetu og reist þar skála. Sá staður hefur að öllum líkindum verið í námunda við Hópið, trúlega á einhverjum þeirra staða sem síðar risu bæirnir Húsatóftir, Hóp og Járngerðarstaðir.

Hópsvarða

Efri-Hópsvarðan í viðgerð 2010.

Hópið var ákjósanlegur staður til að setjast að og reisa skála. Þar var öruggt vatnsból, stutt sjávargata, mið með ágætum, grónar hvylftir, góð lending fyrir báta og mikil fjörugæði. Hinn fyrsta vetur hafa landnemarnir vafalítið notað til að kanna landkosti í nýjum heimkynnum og ekkert var eðlilegra en þeir Molda-Gnúpssynir tækju að svipast um eftir löndum fyrir sjálfan sig. Að sögn Landnámu voru þeir allir fullorðnir er hér var komið sögu og frumbyggjasamfélagið krafðist þess að menn staðfestu ráð sitt og hæfu búskap eins fljótt og auðið var.

Grindavík

Hóp – Neðri innsiglingarvarðan.

Við vitum ekki í hvaða röð þeir bræður giftust né hvar hver þeirra reisti sér bú. Við vitum að bræðurnir voru fjórir; Gnúpur, Björn (Hafr-Björn), Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjandi. Við vitum líka að Gnúpur (yngri) giftist Arnbjörgu Ráðormsdóttur og að Hafr-Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrollleifssonar. Björn og Jórunn bjuggu í Grindavík, en óvíst er hvort Gnúpur og Arnbjörg hafi gert það líka.
Flestir kannast við þjóðsöguna um þær Járngerði og Þórkötlu, sem bjuggu á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur við hraunbrúnina að norðanverðu.

Þjóðsögur geyma oft löngu gleymda vitneskju. Það er því ekki ólíklegt að konur með þessum nöfnum hafi í fyrndinni búið í Grindavík á þessum tveimur jörðum og jarðirnar dragi nöfn sín af þeim. Er þá ekki hugsanlegt að þær hafi verið tengdardætur Molda-Gnúps, giftst Þorsteini hrugni og Þórði leggjanda, og þá fyrstu húsfreyjur á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum.

Hafi svo verið hafa þeir bræður verið fyrstir til að búa á þessum tveim bæjum og á sama hátt getum við hugsað okkur Moldar-Gnúpur hafi búið á Hópi (Hofi) og Þosteinn erft jörðina eftir föður sinn, Gnúpur búið um sig í Krýsuvík, Björn á Þórkötlustöðum og Þórður á Stað, enda heitir fjallið þaðan ofanvert Þórðarfell. Gnúpshlíð heitir syðsti enda [G]núpshlíðarháls vestan Krýsuvíkur. Hraun hefur væntanlega byggst upp á 14. öld, enda benda allar heimildir til þess.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Þetta er aðeins tilgáta en skemmtilegt að velta þessu fyrri sér. Það er staðreynd að allar stærstu jarðirnar í sveitinni hafa byggst strax á landnámsöld og hverfin 3 vaxið út frá höfðubólunum uns þær lögðust af um tíma vegna tíðra eldgosahrina ofan byggðarinnar.
Í Krýsuvík er landnámsmaður reyndar talinn Þórir haustmyrkur. Hann hafi búið í á bæ, sem Hlíð hét og lagt veg yfir svonefnd Grindarskörð. Þar átti þá að hafa verið svo mikill skógur að hann hafi tekið börkinn af nokkrum trjám og búið til grind og sett á skarðsbrúnina vestanverða til að merkja hvar fara ætti þegar ferð lá yfir fjallið.

Sundhnúkur

Sundhnúkur, á miðri mynd, ofan Grindavíkur.

Er ekki ósennilegt að sú skýring að örnefninu Grindavík og Grindarskörð séu dregin af veggrindum á fjöllum uppi eigi rætur að rekja til þessarar sögu – þó ólíklegt kunni að svo hafi verið í raun. Örnefnið „Grindavík“ verður þó að skoða í ljósi þess að grind fyrrum átti við sundmerki, „sem tréð með grind stendur í“ (sbr. Örnefnaskrá). Sundmerki er innsiglingarmerki, oft varðað með tré í, grindum, til dæmis þannig að tvær slíkar vörður átti að bera saman þar sem innsigling var örugg.“ Þannig gæti örnefnið „Grindavík“ orðið til, en fjölmargar minjar og örnefni sem benda til þess að svo hafi verið.

Hópsheiði

Hópsheiði – lagfærð Hópsvarðan; fyrrum siglingamerki.

Auk innsiglingamerkjanna tveggja við  Hóp má enn sjá Hópsvörðuna í heiðinni, stefnuvörðunar tvær ofan Lága í Þórkötlustaðahverfi, sundvörðuna ío hrauninu ofan Buðlungu (þótt sí neðri á kampinum sé nú horfin), sundvörðurnar tvær inn í Þórkötlustaðasundið, sjósundvörðurnar ofan við Arfadalsvíkina í Staðarhverfi og svo mætti lengi telja.

Famangreint verður að teljast fróðlegt í ljósi allra sundmerkjaminjanna í Grindavík. Reyndar eru núverandi sundmerki ekki svo gömul að telja megi til landnáms, en þau verður þó að telja öllu merkilegri í samhengi sögunnar.

Grindavík

Efri-Sundvarðan á Leiti – ofan Þórkötlustaða.

Engum vafa er um það orpið að Grindvíkingar hafi sótt sjó um aldir og hafa því nýtt sér sundmerkin sér til leiðsagnar, sbr. Siggu og önnur kennileiti ofan byggðar. Flest þeirra eru nú orðin mosavaxin, líkt og merkið á Leiti ofan Þórkötlusstaða, en önnur þau nýrri eru þó enn augljós, s.s. sundmerkin ofan Hóps. Bæði þess vegna og ekki síður er og verður mikilvægt fyrir íbúa Grindavíkur til framtíðar litið að varðveita uppruna byggðarinnar, ekki síst í hinu sögulega samhengi.

Grindavík

Efri-Sundvarðan við Húsatóftir.

Engar heimildir eru um tilvist Grindavíkur á 12. og fram eftir 13. öld. Talið er að byggðin hafi lagst af á meðan á eldgosahrinutímabilinu stóð ofan bæjarins sem og næstu áratugina eftir að því lauk. Nú á 21. öldinni hafa eldgosahrinurnar vaknað til lífsins og skelft íbúana – a.m.k. um stund. Með tilkomu þeirra og meðfylgjandi hraunflæði hafa þekkt örnefni óhjákvæmilega farið undir hraun. Má þar t.d. nefna Beinavörðuhraun,
Dalahraun, Nauthólaflatir, Aurar, Krókar, Nyrðri-Mosadalagjá, Syðri-Mosadalagjá, Mosadalir, Kolhraun, Fagridalur, Eldborgir, Rauðhóll, Stóri-Rauðhóll, Sandakravegur, Skógfellavegur, Sprengisandur, Títublaðavarða, Sundhnúkur, Geldingadalir, Meradalir og Nátthagi.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – sundvarða.

Vonandi, eftir að núverandi jarðeldahrinu loks linnir, munu bæjaryfirvöld fela málsmetandi Grindvíkingum að gefa annars hinu áberandi nýbreytni landvættana í ofanverðu landslagi byggðarinnar ný örnefni er munu þá væntanlega lifa um nánustu framtíð. Hafa ber í huga að umbrotalandið er í óskiptu landi Þórkötlustaða og ættu landeigendur að eiga þar að fá eitthvað til síns máls.
Miklu um munar að vitleysunni er fulltrúar bæjarstjórnar gáfu nýrunnu hrauni í Geldingadölum örnefnið „Fagradalshraun“ linni. Örnefnið „Fagradalur“ er, eða reyndar var, miðað við nýjustu fréttir, alllangt fjarri Geldingadölunum í Fagradalsfjalli…

Grindavík

Grindavík – eldgos er kann möguelga að rugla einhverja í rýminu…

Hengifoss

Kristján Eldjárn skrifaði í Skinnfaxa árið 1944 um „Örnefnaskráningu U.M.F.Í.

Skinnfaxi

Skinnfaxi 1944 – forsíða.

„Oft er um það talað, að við lifum á öld mikilla breytinga, og er það hverju orði sannara. Við búum við annars konar menningu en afar okkar og ömmur. Verkmenning, sem þjóðin hefur unað við í þúsund ár, hefur skyndilega þokað fyrir nýjum starfsháttum, gamall, íslenzkur hugsunarháttur hverfur með hinum gömlu lifnaðarháttum, og börnin nema aðrar sögur og önnur ljóð en áður var. Við köllum breytingarnar framfarir, erum upp með okkur af þeim og skiljum, að fyrir þær verðum við að fórna miklu af hinum gamla arfi. En það er ekki sársaukalaust, og við lítum með eftirsjá til hinna fornu hátta, sem við höfum horfið frá. Þá gerir þörfin og löngunin lil að halda gömlum minjum til haga vart við sig. Á undan ganga safnarar, oft kallaðir sérvitringar, en jafnan velgerðamenn þjóðarinnar, þegar frá líður.
Það var mikil framför, þegar pappír varð algengur á 17. öld, því að þjóðin þurfti mikið að skrifa. Þá hættu menn að hirða um gamlar skinnbækur, og eyðingin mikla vofði yfir þeim.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn (1916-1982).

Þá kom Árni Magnússon handritunum til bjargar. Engin skinnpjatla var svo aum, að honum væri ekki að henni fengur, ef aðeins var á henni letur. Hann leitaði skinnbóka, hvar sem hann spurði til þeirra, og ganga af því sögur, hve lítillátur hann var, ef skinnbókarslitur var annars vegar. Á þennan hátt kom Árni saman safni því, sem nú er talið ómetanlegt og hefur gert safnandann og land hans frægt víða um heim.
Skinnhækurnar voru veglegastar allra íslenzkra þjóðminja, og þær urðu fyrstar allra að þoka fyrir tækni nýja tímans. Það liðu langar stundir áður en annar eins dómur yrði haldinn yfir nokkrum þætti íslenzkrar menningar. En á 19. og 20. öld hefur röðin komið að þeim, hverjum á fætur öðrum. Í því róti hefur það verið lán okkar að eiga menn, sem voru á undan samtið sinni og skildu hver nauðsyn það var að hefjast handa um þjóðminjasöfnun, ef allt átti ekki að verða um seinan. Jón Árnason og Magnús Grímsson forðuðu þjóðsögum og ævintýrum frá að fara í gröfina, og með stofnun forngripasafnsins drógu þeir Helgi prestur Sigurðsson og Sigurður málari Guðmundsson til muna úr forngripaskemmdum og forngripaprangi, sem óð uppi fram um miðja 19. öld.

Árni Magnússon

Árni Magnússon (1663-1730).

Fleiri stórmerka safnara höfum við átt, eins og Ólaf Davíðsson, sem dró saman allskonar þjóðlegan fróðleik, og Bjarna prest Þorsteinsson, sem safnaði íslenzkum þjóðlögum. Allra þessara manna minnist þjóðin með þakklæti, því að nú eru allir á einu máli um það, að við eigum að vera hirðusamir um gamlan íslenzkan menningararf og tortíma honum ekki fremur en orðið er. Við viljum ekki vekja upp fornöld, en við viljum vernda allar þjóðlegar minjar, af því að þær eru heimildir um líf forfeðra okkar í þessu landi, okkar eigin uppruna, okkur sjálf.
En okkur er ekki nóg að geta þess, sem gert er. Starfinu verður að halda áfram, þvi að enn eru til þjóðlegar minjar, sem bjarga þarf frá gleymsku. Meðal þeirra eru örnefnin. Á hverri jörð er fjöldi örnefna, forn og ný, eldri og yngri, og það er að eins lítill hluti þessa aragrúa, sem þegar hefur verið skráður. Það má, ef til vill segja, að örnefni séu ekki eins merkar og skemmtilegar minjar og skinnbækur, forngripir og þjóðsögur. En vitanlega er það eins og það er virt, og örnefnin þarf að skrá og það sem allra fyrst. Þau eru það, sem komið hefur í okkar hlut að forða frá gleymsku.

Jón Árnason

Jón Árnason (1819-1888).

Örnefnin eru að mörgu leyli mjög merkileg. Sigurður Nordal, prófessor, segir um þau i Arfi Íslendinga: „Ýmis örnefni og bæjanöfn frá landnámsöld eru órækt vitni um menn, sem bæði kunnu að sjá og lýsa því, sem þeir sáu, með einu orði — hinu eina rétta orði. Þessi nöfn eru elzti skáldskapur Íslendinga og mörg mjög skáldleg: Bláskógar, Brimlárhöfði, Dynskógar, Glóðafeykir, Helgrindur, Hengifoss, Hreggnasi, Ljósavatn, Skuggabjörg, Svalþúfa, Unaðsdalur o.s.frv. Þau sýna, að þjóðin nam landið með augum, hug og tungu, um leið og hún nýtti það sér til bjargar.“ Þó er það ekki einkum vegna skáldskapar örnefnanna, að við viljum geyma þau i minni. Þau hafa margvíslegt gildi annað. Þau geta orðið málvísindunum að liði, geyma stundum orðstofna, sem annars eru glataðir. Sagnfræðilegt gildi geta þau haft, einkanlega ef rannsaka á sögu einstakra héraða eða bæja.

Magnús Grímsson

Magnús Grímsson (1825-1860).

Af örnefnum og bæjanöfnum má töluvert ráða um landnámið í hverju béraði, afstæðan aldur bæja o.s.frv. Þá getur trúbragðasagan oft leitað sér sönnunargagna meðal örnefna. Sum þeirra geyma minni um heiðin goð, önnur eru dregin af nöfnum helgra manna eða guðs móður. En dýrmætust eru örnefnin vegna þess vitnis, sem þau bera um starf og líf þjóðarinnar í landinu. Sá, sem skrá vill atvinnusögu hennar, hlýtur sífellt að leita til örnefna, sem minna á atvinnubrögð landsmanna. Til er sægur slíkra örnefna. Sum lúta að atvinnugreinum, sem liðnar eru undir lok, t.d. járnvinnslu, kolagerð, saltbrennslu, sölvataki, önnur að ýmiss konar landbúnaði eða sjávarútgerð. Þessi örnefni eru ómetanleg heimild um líf þjóðarinnar á liðnum öldum, en sú heimild er ónothæf, meðan ekki eru til ýtarlegar örnefnaskrár úr öllum héruðum landsins.
Margar erlendar þjóðir eru komnar miklu lengra áleiðis með örnefnaskráningu en við. Á það við um frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, sem allra þjóða hezt hafa notað örnefnaauð sinn. Við erum hér eftirhátar þeirra.

Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson (1815-1888).

Þó er ekki svo að skilja, að ekkert hafi verið aðhafst. Fornleifafélagið hefur haft nokkra örnefnasöfnun með höndum, en það er fátækt félag og hefur fáum mönnum fyrir sig að bregða. Og þó að því hafi orðið dálítið ágengt, eru enn heilar sýslur, sem engu hefur verið safnað í.
Nú er svo komið, að þetta mál fer ekki að þola neina hið lengur. Jarðir leggjast í eyði, plógur og herfi bylta landinu og afmá ýmis sýnileg merki manna verka, fjölskyldur flytja milli hæja og héraða. Allt stuðlar þetta að því, að örnefni gleymist, ruglist og brjálist. Það er mjög sennilegt, að töluverður fjöldi örnefna fari i gröfina með hverjum gömlum manni, sem í valinn hnigur. Það er því bersýnilegt, að hafa verður hraðann á, ef bjarga á örnefnunum frá gleymsku.
En hver á að vinna þetta nauðsynjaverk? Eðilegt er, að mönnum verði hugsað til ungmennafélaganna. Enginn hefur önnur eins skilyrði til þess. Þar er öflugur félagskapur, sem telur sig vinna á þjóðlegum grundvelli og á fulltrúa hvarvetna um land allt. Það er líka all-langt síðan á þetta var bent.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson (1833-1874).

Dr. Þorkell Jóhannesson, landsbókavörður, ritaði grein í Samvinnuna 1930 um rannsóknir í íslenzkri atvinnu- og menningarsögu. Þessi ágæta grein var sérprentuð og send út um land á vegum Sambands ungmennafélaga Íslands. Leggur Þorkell til í greininni, að ungmennafélögin beiti sér fyrir örnefnaskráningu, hvert í sínu héraði, enda þarf ekki að orðlengja, hve vel þau slanda að vígi, til að vinna þetta verk, svo augljóst sem það er. Samt hefur tillaga Þorkels ekki borið mikinn árangur, og enn eru örnefnin óskráð í mörgum sýslum. En nú virðast ungmennafélögin sjálf vera að fá áhuga á málefninu. Á síðasta sambandsþingi U.M.F.Í. var gerð samþykkt um örnefnasöfnun ungmennafélaga. Að vísu mun ungmennafélögum úti um land vera kunnugt um þetta, en þó er þetta greinarkorn skrifað til að vekja frekari athygli á þessu stórmerka menningarmáli.
En jafnframt skal það tekið skýrt fram, að örnefnaskráning er engan veginn vandalaust verk. Ef ungmennafélagar vilja sinna henni, verða þeir að gæta þess vel að gera það á þann h

Ólafur Davíðsson

Ólafur Davíðsson (1862-1903).

átt, að skrár þeirra séu í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til örnefnasafna.
Safnarinn verður að fara eftir tilteknum reglum, enda skilst mér, að U.M.F.Í. muni ætla að koma upp dálitlum leiðarvísi handa þeim, sem taka vilja þátt í örnefnaskráningunni. Það ber að hafa hugfast, að kák og hálfverk er litlu betra en ógert. Það, sem gert verður, á að gera vel. Í öðru lagi er mikils vert, að félög þau, sem safna vilja örnefnum, hafi jafnan samvinnu og samband við fornleifafélagið, m.a. til að koma í veg fyrir, að safnað verði á svæðum, sem þegar eru til fullkomnar örnefnaskrár frá.
Engu skal um það spáð, hvern byr þetta fær hjá ungmennafélögum, eða hvort þau sjá sér fært að leggja hönd á plóginn. En á hinu er enginn vafi, að þarna er merkilegt verkefni, sem þau geta leyst af hendi.

Þorkell Jóhannesson

Þorkell Jóhannesson (1895-1960).

Og ekki væri það ósennilegt, að ungmennafélagar tækju vel i þetta mál, því að það er ekki örgrannt um, að beztu menn ungmennafélaganna finni stundum til þess, að þau vanti verk að vinna, menningarmál að berjast fyrir.

Ungmennafélögin telja sig vinna á þjóðlegum grundvelli, en hvað er þjóðlegt, ef ekki það að vernda frá glötun og gleymsku þjóðlegar minjar, hvort sem þær nefnast skinnbækur, forngripir, þjóðsögur eða örnefni. Og það er víst, að hver sá maður eða hvert það félag, sem nú gengur fram fyrir skjöldu og kemur örnefnaauði okkar undan eyðingunni miklu, vinnur sér þökk og virðingu óborinna Íslendinga, engu síður en þeir niiklu velgerðamenn íslenzkra fræða og íslenzkrar menningar, sem ég gat í upphafi.“

Heimild:
-Skinnfaxi, 1. tbl. 01.04.1944, Kristján Eldjárn – Örnefnaskráning U.M.F.Í., bls. 34-39.

Fjárborgir

Fjárborgir.

Galtastaðir

Í Heima er best árið 1973 er fjallað um „Örnefni og örnefnasöfnun„:

Þórhallur Vilmundarson„Fyrir nokkru sendi Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins frá sér bækling, sem forstöðumaður stofnunarinnar, Þórhallur Vilmundarson prófessor hefir samið. Eru það leiðbeiningar um örnefnasöfnun handa þeim, sem taka vildu slíkt að sér, en Örnefnastofnunin vinnur að skrásetningu og rannsókna örnefna á landinu. Hér er um merkilegt mál að ræða, og vonandi, að sem flestir vildu leggja hönd á plóginn, því að verkefnið er víðtækt og krefst aðstoðar margra. Ef til vill mætti segja, að hér væri um að ræða verk, sem aldrei yrði til fulls lokið, meðan byggð helzt í landinu.
Enginn, sem nokkuð þekkir til íslenzkra staðhátta, gengur þess dulinn, að hér er geysilegur grúi alls konar örnefna á bæjum, fjöllum, dölum, hólum og lautum, og það svo, að jafnvel á smábýlum geta nöfnin skipt hundruðum, hvað þá þegar landrýmið er meira.

Landslag

Landslag.

Ég gerði eitt sinn að gamni mínu skrá um örnefni á tilteknu svæði, og reyndust þau um 250 og hafa þó vafalaust ekki öll kurl komið til grafar, og margt mun vera týnt að eilífu. En það er einmitt hættan, sem yfir örnefnunum vofir, að þau glatist við breytingu byggðarinnar og sífellda tilflutninga fólks. En vitanlega koma oft ný nöfn í stað þeirra gömlu. En þó að nýju nöfnin geti mörg verið góð og segi sína sögu, og eigi vafalítið mörg eftir að verða gömul, þá er þó fyrsta og brýnasta viðfangsefnið nú að safna og skrá gömlu nöfnin, sem eru að falla í gleymsku.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011. Fornleifar klæddar skógi.

Fyrir allmörgum árum, er ég var að kanna útbreiðslu skóga eftir gömlum heimildum, rakst ég á allmörg nöfn, sem kunnugir menn vissu nú engin deili á, og svona mun það víðar vera.
Öllum er kunnugt um hvílík tilfærsla hefir verið á fólki í sveitum landsins síðustu áratugina, og raunar hefir byggð margra býla á landinu ætíð verið óstöðug, og fremur sjaldgæft, að margir ættliðir hafi setið sömu jörð í röð, mannsaldur eftir mannsaldur. Það gefur auga leið, að við hver ábúendaskipti er hætta á, að örnefni glatist, ekki sízt ef hinn nýi ábúandi, gerir sér ekki sérstakt far um að læra landafræði býlis síns.

Landslag

Tómas Guðmundsson – Fjallganga: 
I.
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!“
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.
II.
Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.
III.
Verða kalt, er kvöldar að.
halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður en dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.
IV.
Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara best
að fara beint af augum.

En oft koma ný nöfn í stað hinna gömlu, því að nafnlaus landareign fellur engum í geð, eða eins og Tómas segir: „landslag væri lítilsvirði, ef það héti ekki neitt.“ Svo má segja, að fyrrum væru nöfn flestra kennileita nauðsyn, en hinir breyttu búskaparhættir nútímans, hafa að miklu leyti dregið úr þeirri þörf, ef svo mætti að orði kveða.
Nokkur dæmi skulu nefnd þessu til stuðnings. Meðan fráfærur tíðkuðust, þurftu smalarnir að þekkja nöfn á næstum því hverri þúfu og steini. Til lítils var að segja nýjum smala að halda sig með ærnar í kringum Smjörhóla, eða koma heim með þær þegar sólin stæði yfir Bláhnjúk, ef hann þekkti ekki örnefnin til hlítar.
Smalar af nágrannabæjum hittust oft, og þurftu að spyrja hvorn annan um fénaðarferð, og þannig víkkaði þekkingin á örnefnunum út til nágrannabýlanna. Þau eru líka ófá örnefnin, sem tengd eru smalamennsku, fénaðarferð og fráfærum víðsvegar um land. Ég vil aðeins minna þar á öll stekkjaheitin, Lambárnar og Kvíaholtin.
En það var fleira en smalamennskan, sem skapaði örnefni. Meðan heyskapur var stundaður á engjum, fengu engjaspildurnar og engjablettirnir, þar sem engin voru ósamfelld, hver sitt nafn og einnig hólar, holt, lækjadrög og keldur í engjunum eða í námunda við þau.
Hætt er við, að mörg þessara nafna glatist, þegar tekið er að afla allra heyja á ræktuðu landi. Þannig mætti lengi halda áfram að telja, hvernig nýi tíminn, með breyttum búnaðarháttum og nýrri tækni hlýtur að afmá minjar hins liðna. Þótt hér hafi aðeins verið dvalið við búnaðarhætti, á raunar sama við um sjávarsíðuna, þegar hætt er að sækja sjó úr heimavörum og gera að afla á heimilunum. Mörg nöfn hafa áreiðanlega skapazt þar, sem hverfa úr sögunni, þegar vinnubrögðin, sem þau voru tengd eru horfin. En fleira kemur og til. —
Ýmsir þættir landbúnaðar, sem stundaðir voru í fornöld og fyrr á öldum eru löngu fyrir bí. En örnefnin geyma um þá minjar, sem ekki verður um villzt. Dettur mér þar einkum þrennt í hug: Akuryrkja, svína- og geitahald. Um þetta allt er til grúi örnefna víðsvegar um land, sem sýna ljóslega, að hér hefir verið um almenna hluti að ræða. Svínanöfn eru til í flestum sveitum; geitanöfnin eru líka býsna algeng og eins þar sem engar sagnir eru um slíkt. Í því sambandi minnist ég þess, að á æskuheimili mínu var til örnefnið Kiðlingakofamýri. Geitarækt mun þó hafa fyrir öldum víðast lagzt niður, og enginn vissi deili á því, hvar kiðlingakofinn hefði staðið, og hafi tættur hans verið til, voru þær löngu sokknar í jörð. En nafn mýrarinnar var órækt vitni um, að einhvers staðar þar í grennd hefði hann staðið, og geitur verið hafðar þar. Slík dæmi munu nær óteljandi.
Þá má ekki gleyma skógunum. Stundum vilja menn draga orð Ara fróða í efa, að Íslandi hafi til forna verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. En örnefnin koma þar til og sanna sögu hans. Þau eru hvarvetna að finna, þar sem engin sést birkikló, og staðhættir jafnvel að öðru leyti þannig, að nútímamanni þætti harla ólíklegt, að þar hefði nokkru sinni skógur vaxið. En nöfnin eru þögult vitni um meðferð feðra vorra á landinu og gæðum þess.
Ekki megum vér heldur gleyma því, að oft geyma nöfnin einu minjarnar, sem til eru, um löngu liðnar sögur og atburði. Þótt því sé heldur ekki að gleyma, að stundum munu örnefni hafa verið samin eftir sögnum og sögum.

Helgafell

Helgafell – útsýnisskífa.

Ekki er minnst vert um örnefnin frá sögu tungunnar. Í þeim eru geymd orð, sem annars eru glötuð, mörg þeirra að vísu afbökuð, svo erfitt er að rekja uppruna þeirra, en afbökunin orðið til vegna þess, að tilefni nafnsins hefir glatazt. Þá er og þess að minnast, að mörg örnefni eru valin af mikilli smekkvísi, og mundi tunga vor verða drjúgum snauðari ef þau gleymdust.
Þannig er á margt að líta. Vér söfnum gömlum gripum, hvers konar minjasöfn hafa risið upp á síðari árum, og margir láta sér annt um þau, og hafa nautn af að skoða gömul áhöld og aðra muni frá liðnum tíma. Enda dregur enginn í efa gildi slíkra safna fyrir menningarsögu þjóðarinnar. Örnefnin eru eins konar andlegt minjasafn. Þau gefa innsýn í viðhorf liðinna kynslóða til umhverfisins, orðkyngi þeirra í að gefa nöfn, en líka fátækt á því sviði, þar sem því er að skipta. Og þau geyma oft minjar um löngu liðin störf og búskaparhætti.
Bæklingur sá, sem getið var í upphafi greinar þessarar, er nákvæm leiðbeining um, hversu skrásetja skuli örnefni, svo að fullnægt verði hinum ströngustu fræðilegum kröfum. Hann er auðskilinn hverjum, sem les hann með athygli, og um leið er hann hvatning til þess að taka þátt í því menningarstarfi, sem söfnun örnefna er.“ – St. Std.

Heimild:
-Heima er best, nr. 5, 01.05.1973, Örnefni og örnefnasöfnun, bls. 146-147 og 154.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Hernám

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson skrifaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.

„Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning VesturEvrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svokölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.

Reykjanes

Reykjanes fyrrum – kort ÓSÁ.

Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness og þau nöfn sem oft koma fyrir á kortum og í skjölum. Ensku nöfnin voru gefin án nokkurrar málstýringar af hálfu Íslendinga (sbr. Ara Pál Kristinsson 2010:1–2) og hafa sérstöðu innan örnefnaforðans á Íslandi. Í greininni ræði ég hluta ensku örnefnanna og skýri tilurð þeirra.
Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni.

Sævar G. Jóhannesson

Sævar G. Jóhannesson – (1938-2024).

Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.

Hernám á Innnesjum – Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu. Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópavogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp).

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður tilheyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.

Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.

Hernaðarþýðing Innnesja
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Innnes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells.

Sandskeiði

Amerískir dátar á Sandskeiði.

Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins.
Sandskeiðið er á afrétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.

Breska hernámið

Reykjavík

Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.

Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sandskeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.

Reykjanesskagi - hernám

AMS-kort af Reykjanesskaga með enskum nöfnum.

Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).

Bandaríkjamenn taka við vörnum
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið.

Hernámsárin

AMS-kort ad Reykjavík.

Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið. Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.

Breytingar á samskiptaháttum
Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster.

Hernámsárin

Camp Persing 1942.

Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing. Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.

Hernám

George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld frá Ríkisútvarpinu.

Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuðust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku. Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku.

Hernám

Hernám – Nissanbraggi í Mosfellssveit.

Þekktastur þeirra er Ragnar Stefánsson (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósnaliðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).

Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð
Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi bandamanna á Íslandi.

Hernám

Camp Tinker – loftmynd 1954.

Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannadal austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).

Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – Strandsvæðið

Hernám

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.

Hæðir á Seltjarnarnesi

Hernám

AMS-kort.

Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin. Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ hersveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.

Hernám

Fallbyssa á verði á Valhúsahæð.

Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðarárholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn.
Pimple Hill er hæð í enska héraðinu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.

Hernám

Skotbyrgi á Howitzer Hill.

Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt enskum orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.

Að Elliðaám
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River.
HernámHandley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge. Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street. Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikilvægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum.
Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vesturkvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.

Um Kópavog og Álftanes
HernámFrá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogsjarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kársnesbrautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
HernámMýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flatsnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Herskálahverfi í landi gömlu Kópavogsjarðar Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flugherinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
HernámFlugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskálahverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands.

Hernám

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.

Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).

Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.

Hernám

Heræfingar við Reyki í Mosfellsbæ.

Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum.
Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill.

Hnoðraholt

Hnoðraholt – skotbyrgi.

Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrirmynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar rætur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).

Blesugróf 1954

Blesugróf 1954.

Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.

Hernám

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.

Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð lof- og strandvarnarbyssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um lofvarnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Batery á Bústaðaholti, Handley Ridge.

Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda

Hernám

Kaldakvísl-camp.

Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð, Vatnsendahlidh. Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.

Helgafell

Camp Helgafell.

Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, austan við Fálkhól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarpsstöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í austur að Flóttamannavegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpnahlíð. Frá Flótamannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, efir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur.
Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgönguleiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.

Camp Aberdeen

Camp Aberdeen.

Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar. Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.

Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Hernám

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.

Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Bandaríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauðhóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flóttamannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnudaginn 18. júní 1815.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið.

Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
SandskeiðSvifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensíntunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.

Hernám

Íslenskir lögreglumenn á skotæfingum á hernámssvæðinu við Arnarþúfur neðan Sandskeiðs.

Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mosfellsheiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fótgönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.

Lokaorð

Hernám

Bretar við undirbúning 1941.

Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.“

Heimild:
-https://www.academia.edu/47442681/Erlend_n%C3%B6fn_%C3%A1_Innnesjum_Arfur_seinni_heimsstyrjaldar_%C3%AD_%C3%B6rnefnum_%C3%A1_h%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0inu

Hernám

Kampar – kort.

Hvaleyri

Eftirfarandi upplýsingar um kletta og klifur í og við Hafnarfjörð er að finna í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð árið 2004:

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.

Arnarnípa, uppmjór klettur í vesturenda Hæðarinnar í klifinu, Ljósaklifinu (G.B.).

Ágústarvörður (Augustarvörður) ofan Rauðhólsnefns og framan við Eyrarhraun. Sjá má vörðurlaga klett að baki Herjólfsgötu 34, þaðan markaðist Ágústarland Flygenrings suður í Sönghól (Gönguhól (hjáleiga, eftir 1903, Grútarstöðin) við Sönghóls-/Gönguhólsklif milli Herjólfsgötu 28 og Langeyrarbæjar. Lá fram í sjó. Herjólfsgata var brotin þar í gegn 1946-1947 (G.B.).

Balaklettur (-ar) er fram af túni býlisins bala í Garðahverfi. Á Balakletti er varða, Markavarða. Þaðan er sjónhending í vörðuna sem er rétt sunnan við Hrafnistu í Hafnarfirði.

Hafnarfjörður

Bingurinn.

Bingurinn var svæðið kallað frá Christensenshúsi suður að pakkhúsi sem brann 1906 (G.S.). Þarna er um að ræða neðsta hluta Reykjavíkurvegar nálægt því sem nú er eystri brún eystri akreinar og undir suðvesturhluta Vitans, hins verðandi bókasafns Hafnarfjarðar. Christensenshús stóð þar sem síðar reis Flygeringshús/Hótel Björninn/Hótel Þröstur/Veiðafæradeild Kaupsfélags Hafnarfjarðar. Það var Vesturgata 2 en veitingahúsið A. Hansen er Vesturgata 4. Bingsnafnið virðist tilkomið af því að þarna voru geymdar kolabirgðir dönsku varðskipanna (G.B.).

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um 1900.

Blikalón I. Býli í Hraunum. Vorið 1966 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nota heimild í 26. grin skipulagslaga nr. 19/1964 til að áskilja sér forkaupsrétt að öllum lóðum og fasteignum í Hafnarfirði vestan Krýsuvíkurvegar sem lagðar voru undir lögsagarumdæmi Hafnarfjarðar með lögum nr. 46/1964. Meðal þessara eigna voru jörðin Lónakot, jörðin Óttarsstaðir, þar með talið gamla býlið Óttarsstaðir II, Óttarsstaðagerði, Blikalón I og Glaumbær.
Húsið stóð niðri í lægðinni niður og vestur frá Sæbóli. Lægðin var alldjúp, næstum gjóta og hefur þar verið skjólsælt (G.B.).

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – málverk frá því um 1900.

Brúarhraunsklettur var spölkorn norðan Hamrakotslækjar. Allstór klettastapi gekk fram úr hrauninu og náði nokkuð út í fjöruna fram undan Brúarhraunsbæjunum. Brúarhraunsklettur var eini kletturinn fyrir botni fjarðarins sjávarmegin götunnar. Gatan lá skammt fyrir ofan klettinn. Kletturinn var að mestu flatur að ofan og nokkuð gróinn, um 30 metra á lengd en um 10-12 metra á breidd. Endi hans mun hafa verið um 5-7 metrar á hæð og nokkuð þverhníptur. Hliðar hans lækkuðu þegar ofar dró þar sem fjaran beggja vegna hafði nokkurn halla.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – ströndin neðan Hafnarborgar og Hafnarfjarðarbíós.

Þegar dönsku herskipin Hekla og Heimdallur voru hér við land um og fyrir síðustu aldamót var það oft að lúðrasveit þeirra kom í land, þar eð þau lágu oft langdvölum í Hafnarfirði með lúðra sína og bumbur og raðaði sér upp á Brúarhraunskletti og spilaði fyrir fólkið sem fyllti götuna fyrir ofan. Var Hafnfirðingum að þessu hin besta skemmtun. Að þessu leyti var Brúarhraunsklettur Austurvöllur Hafnfirðinga (Ólafur Þorvaldsson). Brúarhraunsklettur var þar undir sem nú (2002) er Pósthúsið og Símstöðin, gegnt Strandgötu 25-27 (G.B.).

Brúarklöppin var klöppin kölluð sem liggur undir Hafnarfjarðarbíói (G.S.). Brúarklöppin lá svolíti austar en Brúarhraunsklettur, örlitlu austar en móts við Gunnarssund. Þar var einmitt Hafnarfjarðarbíó, sem rifið var um 15. nóvember 2001. Bílastæði nú (2002) (G.B.).

Hafnarfjörður

Efstireitur við Ljósaklif.

Efstireitur var austan við Ljósaklif. Skreiðarskemmur voru reistar þar upp úr 1950 er skreiðaröld hófst að nýju. Hann tók við ofan Háareits, þ.e. nálægt því þar sem nú er vegur að húsunum Ljósklifi og Fagrahvammi. Hann var í raun tvískiptur og var eystri hluti hans, sá er meðfram vegi lá lægri en hinn hlutinn á bungunni þar vestur af. Vesturbrún reitsins má enn já að hluta, hlaðna á barmi lægðarinnar sem Ljósaklif stendur í og er þar lág. Víðast ein steinaröð eða tvær. Hvorugur reitanna náði alveg upp að Garðavegi (G.B.).

Hafnarfjörður

Engidalsnef.

Engidalsnef er hraunbrúnin við Engidal. Þegar vegurinn var lagður 1873 lá hann út af hrauninu um Engidalsnef, rétt á austurhorninu (G.S.).

Fiskaklettur. Krosssprunginn klettur vestur frá Gestshúsum í sjó fram. Allmikið dýpi var við klettinn og þar fiskaðist vel. Enn má sjá leifar af Fiskakletti við vöruskemmu Eimskipafélags Íslands (G.S.). Ólafur Þorvaldsson lýsir klettinum: „Fiskaklettur var hraundrangur, nokkurra metra hár, ekki mikill ummáls, en mjókkaði nokkuð, þegar til toppsins dró, sem var nokkuð klofinn.

Hafnarfjörður

Fiskaklettur.

Nokkuð var hann brimsorfinn á þeim hliðum, séð að sjó vissu, enda var hann oftast votur um fætur, og höfðu Ægisdætur endur fyrir löngu tekið að sér að sjá um þann sjóþvott. Í skjölum og sögnum síðari alda kemur Fiskaklettur oft við sögu. Þetta mun oftast vera vegna þess, að hann var endimark hinnar fornu verslunarlóðaar (Akurgerðislóðar) að vestan með sjó. Að austan voru takmörk þeirra lóðar Hamarskotslækur“.

Hafnarfjörður

Gunnarsbær, bær Gunnars Gunnarssonar.
„Gunnarsbær stóð þar sem húsið Gunnarssund 1 stendur stóð áður.

Fjósaklettur (Linnetsklettur, Fjósklettur) er nú niðurbrotinn, tyrfður og umhlaðinn brotahleðslusteini í hinu húslausa horni austan og ofan gatnamóta Strandgötu og Linnetsstígs, í raun krikinn vestan undir húsunum Strandgötu 17 og 17b en mun hafa náð nokkuð niður í stæði Strandgötunnar (G.B.). Fjósaklettur var einnig kallaður Linnetsklettur (G.S. og Ó.Þ.). Ólafur Þorvaldsson kallar klettinn Fjósklettt eða Linnetsklett og segir ennfremur: „Klettur þessi var austan við verslunarhús H.A.Linnets, og var hann ofan við götuna, þegar vestur eftir var farið. Hann gekk fram í götuna og var nokkur sveigur á henni fyrir klettinn. Þó var sýnilegt, að úr honum hafði verið rifið fyrir götunni, það eð hann var nokkuð þverhníptur fremst, en þó með smásyllum, og höfðu börn þar stundum bú sín og leikföng, sem að mestu voru steinar og skeljar úr fjörunni. Börnunum var þetta hættulaust, þótt við alfaraveg væri, vegna þess að umferðin var þeim ekki þá eins hættuleg á götum úti og síðar varð.

Hafnarfjörður

Gunnarssund 1 og nágrenni.

Linnetsklettur var sléttur að ofan og grasi gróinn. Ekki var hann mikils ummáls, þó hefðu sennilega getað staðið þar uppi í einu framt að hundrað manns. Við þá hlið klettsins, sem frá götunni sneri, hafði Linnet byggt fjós fyrir kýr sínar, sem oftast munu hafa verið tvær. Var fjósið byggt að nokkru inn í klettinn, og sáust því aðeins tveir útveggir, norðurhlið og suðurstafn. Torfþak var á fjósinu og tók ris þess upp fyrir yfirborð klettsins. Var það sniddutyrft og jafngróið, eins og kletturinn að ofan… Flestir ferðamenn sem um Fjörðinn fóru, einkum þeir, sem oft fóru um, svo sem þeir sem með skreiðarlestir fóru, könnuðust vel við þennan klett, sem þeir stundum nefndu „Þránd í götu“, svo oft rákust baggar hestanna í klettinn, sökum þess, hve gatan var mjó þarna vegna hleðslu, sem þarna var fyrir framan til varnar sjávargangi upp á götuna“ (Ó.Þ.).

Hafnarfjörður

Til vinstri í fjarska, er líklega Brúarhraun, næst Gunnarsbær, hann var rifinn fyrir allmörgum árum, þar er nú bílastæði. Í fjarska er líklega Hraunprýði, það var rifið, nú er þar bílastæði. Nær, fyrir miðri mynd, lágreist hús, það var Gunnarssund 4, rifið, á lóðinnin stendur nú tveggja hæða steypt hús. Annað hús frá hægri er hús sem fyrst var Miðsund 3 en er nú Austurgata 30. Það hús byggði Christian Olauvson Smith árið 1905 en hann kom til landsins á vegum Jóhannesar Reykdals til að setja upp vélar í nýja timburverksmiðju hans, við lækinn. Því næst er húsið Austurgata 32 , áður Miðsund 4, byggt 1906. 

Gataklettur var fram undan sundhöll Hafnarfjarðar, en er nú horfinn (Á.G.).

Gunnarssund lá upp í hraunið vestan við Ragnheiðarhól og lá í krókum upp í hraunið. Uppsátur skipa og báta (G.S.). Gunnar Gunnarsson hjó sundið upphaflega í hraunið til að draga þar upp báta sína um vetur. Sundið lá sunnan/austan Árnahúslóðar að Gunnarsbæ er stóð á næstu lóð fyrir ofan, beint upp af Strandgötu 29. Nafnið var síðan notað þegar farið var að gefa götum nöfn í Hafnarfirði. Sigurjón Gunnarsson segir svo um Gunnarssund: „Frá Strandgötunni og heim að bænum ruddi faðir minn braut það breiða að hægt var að setja sexæring þar upp á veturna, hvolfdi hann skipi sínu þar í suðri [sennilega sunnan undir bænum (G.B.] svo að það væri öruggt fyrir sjávargangi“ (G.S.).

Hafnarfjörður

Syðstavarða ofan Gjögurs.

Gjögur nefnist strandlengjan við Hvaleyrarhraun og kapelluhraun frá Arnarklettum vestur undir Lónakot (Á.G.). Í lýsingu G.S.. segir að Gjögrin taki við þar sem Litla-Sandvík endar. Alfaraleiðin eða suðurferðaleiðin lá frá túngarðshliðinu niður á Hveleyrarsand og lá lítið eitt ofan við Gjögrin. Þar var klapparhóll er leiðin lá um, nefndist Miðhóll og þar í Móðhola (G.S.). Í Móðlu var kveðinn niður draugur.

Heimastavarða var við gömlu leiðina við Gjögur í Hvaleyrarhrauni. Síðan kom Miðvarða og syðst Syðstavarða (G.S.).

Hótel Björninn rak Guðrún Eiríksdóttir á Vesturgötu 2 (G.S.). Þar var oft mikill gleðskapur hermanna á stríðsárunum.

Hafnarfjarðar

Hraunprýðishóll.

Hraunprýðishóll (Fríkirkjuhóll) var heitið á Fríkirkjuhól fram að því að Fríkirkjan reis 1913 (G.B.).

Hvíldarhóll (Hvíluhóll) var hraunhóll rétt við Kirkjuveginn (G.D.). Hann var einnig nefndur Hvíluhóll. Hann er fremsti hluti hólranans niður undan markavörðunni fram við Hrafnistu. Garðavegur var brotinn um hann framanverðan og liggur þar enn. Hóllinn dró nafn af því að þar hvíldi kirkjufók sig á göngunni milli Hafnarfjarðar og Garða frá því um aldamót er Garðavegur var lagður og til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var vígð. G.B. heyrði aldrei annað nafn en Hvíluhóll fyrr en 1999 er hann heyrði fyrst Hvíldarhólsnafnið nefnt. Lítið eitt var brotið af hólnum við húsflutning (->Sæból). (G.B.).

Hafnarfjörður

Fagrihvammur og Ljósaklif.

Jóhannshellir (->Kristínarhellir) var nálægt Vitanum, sami hellir og Kristínarhellir. Þar hafði Jóhann Baldvinsson fé sitt (G.S.).

Klofhóll var þar sem Gamla-Fjarðargata lá upp á hraunið við Engidalsnef og suður af honum, Stekkjarlaut, sem nú er afgirt (G.S.).

Ljósaklif (húsið) var reist af Benedikt Guðnasyni 1945-1946. Þar við var hænsnahús, fiskverkunarhús, bílaverkstæði, gallerí, allt sama húsið nema galleríið sem var verkstæðishúsið endurgert.

Hafnarfjörður

Hamarskotsmöl.

Marlaroddinn var vesturendi Hamarskotsmalar, austan við Lækjarósinn. Náði mislangt vestur eftir því hvar ósinn lá – eða var látinn liggja (G.B.).

Mölin (->Hamarskotsmöl) var svæðið sunnan Hamarskotslækjar kallað á svipuðum slóðum og Strandgatan er nú. Um hana segir Ólafur Þorvaldsson: „Þegar til Reykjavíkur var farið úr suðurfirðinum, lá leiðin svipað og Strandgatan er nú. Sunnan lækjarins var Mölin, og var enginn vegur lagður yfir hana, og var því ýmist farið um sýslumannstúnið, ef sæmilega þurrt var um, eða þá eftir Mölinni, allt sunnan frá bakaríi og nyrst á Malarenda, en þar var brú á læknum, rétt þar sunnan við, sem nú er lyfjabúð Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður

Rauðhólsnef.

Mölin var var laus og þung hestum og tók þeim víða í hófskegg. „Magnús Jónsson segir að þegar talað var um húsin á Mölinni að nefnt hafi verið að fara suður fyrir Möl, að vera niðri á Möl eða þvíumlíkt.“ „Síðan var Mölin oft kennd við helstu athafnamenn þar á hverjum tíma – Bergmannsmöl, Ólafsmöl og svo Einarsmöl þegar nálgaðist Moldarflötina og lækinn og Einar Þorgilsson flutti bækistöð sína á Óseyri“ (M.J.).

Ágústarklettur

Ágústarklettur ofan Langeyris.

Sjóhús við Rauðhólsnef, allstór risbyggður bárujárnsskúr til verkunar grásleppuhrogna, reistur á möl beint ofan Rauðhólsnefs um 1953. Rifinn fyrir 75 ára afmæli Hafnarfjarðar 1983 (G.B.).

Skipaklettur (Jaktaklettur) er nefndur í Jarðabók Árna og Páls: „Jörðin [Setberg] á ekki land til sjávar, en búðarstöðu á hún og skipsuppsátur í Garðastaðar landareign þar sem heitir Skipaklettur. Er þetta eiginlega í Akurgerðislandi, sem Hafnarfjarðarkaupstað tilheyrir. En þó er undirgiftin fyrir þetta skipsuppsátur betöluð og hefur betalast til staðarhaldarans í Görðum með xx álnum“.

Hafnarfjörður

Hvíldarhóll.

Bjarni Sívertsen lét árið 1805 grafa þurrkví inn í malarkambinn austan við Skipaklett (Jaktaklett) örskammt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði (L.G.).
Ólafur Þorvaldsson þekkir einungis nafnið Jaktaklettur. „Jaktaklettur hefði eftir útliti og lögun mátt fremur nefnast hóll heldur en klettur, svo mikill var hann um sig. Hliðar hans, sem móti norðri og austri sneru, höfðu nokkurn aflíðanda, en suðurhlið, sem að sjó vissi, og vesturhlið voru ýmist þverhníptar eða stöllóttar. Norður- og austurhliðar Jaktakletts drógust nokkuð jafnt til efstu brúnar, og myndaðist þar hryggur til suðvesturs og norðausturs, og stóðu klappirnar þar víða upp úr.

Hafnarfjörður

„Sundklettur“, neðan Sundhallarinnar. Þar var hafnfirskum börnum kennt sund fyrr á árum.

Á efri árum Jaktakletts, ef svo mætti segja, ber að vísu ekki mið við sögu hans, þó skal þess getið, að á fyrstu árum, sem Ágúst Flygering kaupmaður og útgerðarmaður rak þá atvinnu í næsta nágrenni, lét hann reisa fánastöng uppi á Jaktakletti. Þaðan var skipum, innlendum og útlendum, heilsað og þau við burtför kvödd fánakveðju. Á sviðuðum tíma höfðu tveir eða fleiri Hafnafirðingar söltunar- og verkunarstöð sunnan undir klettinum, í pöllum hans og básum, fyrir hrognkelsiveiði sína, og versluðu þar meða afla sinn við sína viðskiptamenn.
Fremur mun fátítt, að klettar og önnur kennileiti á landi uppi séu kennd við skip, en svo er þó hér, Umræddur klettur er kennur við jaktir, þ.e. lítil fiskiskip seytjándu og átjándu aldarinnar (máske eitthvað lengur).

Hafnarfjörður

Gönguhóll.

Á fyrsta tug nítjánu aldarinnar mun fyrstu og að ég ætla einu þurrkvínni, sem byggð hefur verið hér á landi, hafa verið komið upp austan undir þessum umrædda kletti, og allar líkur benda til, að hún hafi verið fyrsta skipasmíðastöð landsins, sem svo getur kallast. Í þurrkví þessa munu, eftir því sem sögur herma, hafa verið teknar til viðgerðar fiskiskútur, sem þá gengu undir nafni jaktir. Sömuleiðir benda og allar líkur til þess, að þarna hafi verið byggðar tvær eða fleiri jaktir. Árið 1803 hafði Bjarni Sívertsen þá ánægju að sjá fyrstu jaktina fljóta fyrir landi.

Stifnishólar

Stifnishólar.

Stifnishólar eru beint framan Brúsastaða. Aðrir segja Stífnishóla vera kletta ofan bæjarins. Sama saga er sögð um Stíflishóla í landi Selskarðs við Skógtjörn. Vestan Stífnishóla eru hleðslur, sennilega vígis frá styrjaldarárunum, fremur en naust. Þar hvolfdi Þórður Eyjólfsson á Brúsastöðum kænu sinni á vetrum á 6. áratugnum en almennt var þetta álitið „vígi“ en fley Þórðar á þeim tíma smátt. Þarna var gerð leikmynd fyrir sjónvarp á 8. og 9. áratugnum er upp var tekinn þáttur um börn á stríðsárunum síðari. Nokkrar hleðslur allþykkar mátti sjá í klettaskorum vestan við Stífnishóla á eftirstríðsárunum. Ungmenni kotanna töldu þetta „vígi úr stríðinu“ er þá var nýlokið (G.B.). Stífnishólar eru krossprungnir klapparhólar beint framan af bænum. Þar var kveðinn niður draugur um aldamótin 1800 (G.S.).

Hafnarfjörður

Svendsensklettur neðan Reykjavíkurvegar 16.

Svendsensklettur stendur enn neðan Reykjavíkurvegar 16 (G.S.).

Sæból (áður Reykjavíkurvegur 12), flutt 1959-1951 á næstu lóð framan við eða nær sjó en Dalbær. Þar bjó Björn Bjarnason (f. 1907- d. 1998) með fjölskyldu sinni. Það hús á nú sonur hans Edvard Rafn (G.B.). Er hús þetta var flutt þurfti að brjóta nokkuð framan af Hvíluhól (Hvíldarhól) nokkuð framan við Markavörðuna við Hrafnistu til að húsið mætti flytja þar um veginn (Árni Gunnlaugsson 1984).

Heimild:
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson – Örnefnalýsing Hafnarfjarðar 2004.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd 1954.

Ófriðarstaðastígur

Gísli Sigurðsson skráði örnefni fyrir Ófriðarstaði við Hafnarfjörð.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær og var þá konungsjörð. Er talið að nafnið Ófriðarstaðir hafi komið til eftir bardaga milli enskra kaupmanna og Hansakaupmanna um yfirráð mikilvægrar verslunar í Hafnarfirði.

Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.

Ófriðarstaðir

Ófriðastaðir um miðja 20. öld.

Ófriðarstaðir var konungsjörð fram til 1804 er Bjarni riddari Sívertsen eignaðist jörðina með það í huga að reisa þar skipasmíðastöð. Bjarni átti jörðina meðan hann lifði en það voru danskir kaupmenn sem keyptu hana þá á uppboði eftir andlát Bjarna og seldu þeir svo jörðina í tvennu lagi. Til aðskilnaðar þá hélt sá hluti jarðarinnar er Árni J. Mathiesen keypti nafninu Ófriðarstaðir/Jófríðarstaðir en hinn hlutinn fékk þá nafnið „Hamar“ii. Eftir það gengu þessir jarðarhlutar kaupum og sölum þar til Hafnarfjaðrarbær eignaðist stóran hlut úr Hamri og Maríuprestaregla heilags Louis Grignion de Montfort, sem þá þjónaði kaþólsku kirkjunni á Íslandi, keypti Jófríðarstaði á árunum 1921 og 1922.

Jósepsspítali

Jósepsspítali.

Regla St. Jósefssystra studdi jarðakaupin strax með því að kaupa tveggja hektara spildu af Montfort-reglunni undir spítala og aðra starfsemi.

Jófríðarstaðir voru ein af þeim fjórum bújörðum sem Hafnarfjarðarkaupstaður stóð á. Örnefnaskráning Hafnarfjarðar fyrrum var grundvölluð á jörðinni. Hinar voru Akurgerði, Hamarskot og Hvaleyri.

Ófriðarstaðir, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. 1885 var nafninu breytt í Jófríðarstaðir, en eldra nafninu er haldið hér. Ófriðarstaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að þar var reist, og tvíbýli varð á jörðinni 1885.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir um 1855 – tilgáta. Suðurtraðir.

Ófriðarstaðatún var allstórt, umgirt Ófriðarstaðatúngörðum. Austurtúngarður lá suðaustan og austan að túninu, norðurtúngarður bak við bæinn og vestur fyrir hól, en vesturtúngarður ofan frá hól niður að Ófriðarstaðalæk, sem rann með öllu Suðurtúninu. Á Ófriðarstaðahól var mikil huldufólkstrú, og klettum og klöppum kringum hann. Brekkan suður og niður frá hólnum nefndist Kinn, allt niður að Suðurtröðum, sem enn sér merki, því traðargarðana sér enn. Meðfram læknum var Harðhaus. Þá mun þarna í Suðurtúninu hafa verið Þinggerðið.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – landamerki.

Utan austurtúngarðs var ræktun, nefndist Nýjatún. Sagnir voru uppi um, að þar hafi verið kofi, sem Skáld-Rósa átti að hafa búið í, nefndist Rósukofi. Frá bæ norður lágu Norðurtraðir í norðurtraðarhlið. Ásgatan lá frá traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási, en frá hliðinu lá Ófriðarstaðastígur niður í kaupstaðinn.
Kvíholt var í norðaustur frá bænum. Þar stendur nú Karmelítaklaustur. Neðan undir því rann Kvíholtslækur. Á fyrstu árum aldarinnar voru nokkrir bæir byggðir rétt við stíginn. Má þar nefna Ívarshús með Ívarsbæjarlóð, Klapparholt með Klapparholtslóð. Bær þessi stendur enn og var venjulega aðeins kallaður Holt.
Á Vesturhamar liggur landamerkjalínan; nefnist hann einnig Sjávarhamar, Skiphamar og Flensborgarhamar.

Steinsstaðir

Steinsstaðir.

Hamar var stór og reisulegur bær á Hamrinum. Í Hamri var bær snemma byggður, og undir aldamótin var bær byggður þar, er nefndist Miðengi. Um Hamarinn, rétt neðan við bæi þessa, lá alfaraleiðin, síðan niður af Hamrinum og eftir fjörunni suður yfir Ásbúðarlæk og áfram. Sunnan við Miðengi var bærinn Hella. Þar suður af var sjóbúðin, sem seinna nefndist Steinsstaðir, og þar sunnar Mýrarhús. Allir þessir bæir áttu sínar lóðir: Hamarslóð, sem einnig nefndist Bjarnabæjarlóð og Bjarnabær bærinn, Miðengislóð, Hamarslóð 2, Hellulóð, Sjóbúðarlóð og síðar Steinsstaðalóð, þá Mýrarhúsalóð.

Kaldadý

Kaldadý (Kaldalind) – loftmynd 1954.

Suður af Mýrarhúsum var Kaldalind [Kaldadý]. Þaðan var fyrst vatni veitt til neyzlu í Firðinum 1905. Einnig var 1891 veitt vatni úr þessari lind að gosdrykkjaverksmiðjunni Kaldá, sem Jón Þórarinsson skólastjóri setti á stofn. Frá Kaldá rann Kaldárlækur. Einnig lá Kaldárstígur frá verksmiðjunni niður að sjó.
Niður undan Hamrinum tók við Ófriðarstaðamöl og Ófriðarstaðafjara. Rétt við Hamarinn var svo Ófriðarstaðavör, og þar hjá Ófriðarstaðasjóbúð. Síðar fékk staður þessi eftirtalin nöfn: Hellumöl, Hellufjara og Hellusjóbúð og fjárhús Hellukofi. Hér í fjörunni stofnaði Júlíus V. J. Nýborg skipasmíðastöð. Hér stendur nú skipasmíðastöðin Dröfn.

Ófriðarstaðir

Hafnarfjörður á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, á árunum 1914 til 1918. Myndin er tekin ofan af Ófriðarstöðum, hæst á Ölduslóð. Séð er yfir svæði sem kallaðist Austur- og Vesturhamar en er nú Hlíðarbraut, Suðurgata og Hamarsbraut og Hringbraut. Fjörðurinn og vesturbærinn fyrir miðri mynd.

Ofan við mölina er Sjávarmýrin og efst í henni Briemstún. Gunnlaugur E. Briem ræktaði þarna tún, þegar hann var verzlunarstjóri fyrir Knudtzon. Vestar tók svo við Íshúsfjara og Íshúsmöl eftir að Aug. Flygenring reisti hér íshús.
Í holtinu upp frá Melnum var Miðaftansvarða, eyktamark frá Ófriðarstöðum. Héðan nefndist lækurinn Ófriðarstaðalækur. Vestan hans, upp við traðarhlið, var lambhúsið.
Sunnan lækjarins voru nokkuð börð, þar á meðal Gálga-torfur. Veit þó enginn deili á þeirri nafngift. Þegar kemur upp fyrir túnið, nefnist lækurinn Grænugrófarlækur, enda rennur hann hér ofar um Grænugróf. Þegar sleppir Brandsbæjarholti, tekur við Háaleiti eða Ófriðarstaðaleiti.“

Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – loftmynd frá 1937 sett yfir loftmynd frá 2024 – ÓSÁ.

Ásbúð

Gísli Sigurðsson skrifaði um örnefni Ásbúðar við Hafnarfjörð. Öll ummerki um bæinn eru nú horfin.

Ásbúð

Ásbúð.

„Þegar kom vestur fyrir Flensborgarhús, var komið að Ásbúðarlæk, sem hér rann fram í Ásbúðarós, og hér lá yfir Ásbúðarvað. Heyrzt hefur, að lækur þessi væri kallaður Flensborgarlækur.
Sunnan lækjarins og inn með honum var Ásbúð. þar var löngum tvíbýli, þó þurrabúð væri. Hétu bæirnir Sigvaldabær og Halldórsbær. Ásbúðartún og Ásbúðar-Nýjatún lágu hér kringum bæina, girt Ásbúðartúngörðum. Sunnan túnsins var svo Ásbúðardý, vatnsból bæjanna. Um aldamótin byggðist Melshús og ræktaðist Melshústún. Hér upp brekkuna var vegur lagður, Suðurgatan. Sunnan vegarins var Mómýrin eða Raftamýrin, því raftamór kom upp þarna. Gíslatún nefndist hér, eftir að Gísli Gunnarsson ræktaði mýrina nær alla, en Ólafstún var hér ofar í holtinu.

Ásbúð

Horft frá þar sem Ásbúð stóð að Flensborg og yfir fjörðinn. Í forgrunni má sjá garðahleðslur og hrunið hlaðið útihús svo þar sem Brandsbæjarlækur rann út í höfnina, þar var áður uppsátur skipa. Flensborgarskólinn þá skólahúsið nýja reist 1902. Hamarinn ber við himininn.

Niður við Ásbúðarlæk, sunnan Suðurgötu, var byggður bær, nefndist upphaflega Lækjamót, og fylgdi bænum Lækjamótalóð. Nafnið hélzt ekki við, en annað kom í staðinn, Mýrin eða _í Mýrinni“ og Mýrartún. Snemma á öldinni, sem leið, um 1835, var byggður bær hér ofan mýrar. Nefndist Melurinn. Þar var ræktað Melstún. Melsdý voru í mýrinni, litlar lindir, en rennsli frá þeim sameinaðist í Melslæknum. Neðan frá Flensborg, sunnan garða og upp með læknum, lá Melsstígur. Þar sem bærinn var byggður hafði áður verið þurrkvöllur fyrir mó úr mýrinni. Guðbrandur hét sá, er fyrstur bjó hér, því tók bærinn einnig nafn af honum, Brandsbær, Brandsbæjartún og Brandsbæjardý og Brandsbæjarlækur.“

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel – tóftir.

Í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð segir: „Ásbúð var upphaflega þurrabúð frá Ási. Þar var tvíbýli.“
Í Jarðabók inni 1703 segir: „Jörðin Ófriðarstaðir átti selstöðu … i heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður i Ássland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipstöðu eignast í Ófriðarstaðalandi sem áður greinir.“

Ásbúð

Ásbúð – loftmynd 1954.

Ás átti ekki land að sjó. Hins vegar  er líklegt, eins og að framan greinir, að bærinn hafi fengið skipsuppsátur vestast í landi Ófriðarstaða í skiptum fyrir aðgengi að vatni neðan Ófriðarstaðasels norðan Hvaleyrarvatns, reist þar sjóbúð; Ásbúð, og nafnið færst yfir á nýja bæinn þar ofan búðarinnar um og í kringum aldarmótin 1900.

Á loftmynd af Ásbúð, sem tekin var árið 1954, má enn sjá uppistandandi íbúðarhúsið, en á myndinni má jafnframt sjá hversu mikið umhverfinu hefur verið raskað á skömmum tíma.

Heimildir:
-Örnefnaskráning fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarfjörð, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
-Jarðabókin 1703.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1902. Ásbúð er nr. 5.

Flensborg

Gísli Sigurðsson skráði eftirfarandi um Óseyri við Hafnarfjörð, sem var einn þeirra mörgu dæmigerðu bæja fjarðarins frá því um aldamótin 1900, sem nú sést hvorki tangur né tetur af. Hafnfirðingar hafa, því miður, verið helst til of latir við að varðveita minjar um uppruna sinn…

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

„Óseyri var upphaflega þurrabúð. En bráðlega var ræktað út Óseyrartún, rúmlega tveggja kýrgrasvöllur. Eftir að Bjarni Sívertsen eignaðist báðar jarðirnar Hvaleyri og Ófriðarstaði var þurrabúð þessari veitt til túnsins sinn hluturinn úr hvorri jörð. Túnið var umgirt Óseyrartúngörðum; Suðurtúngarði og Vesturtúngarði. En með fram Ósnum var Sjávargarðurinn allt austur fyrir Óseyrarbæ sem stóð í austurhluta túnsins en austan hans var Óseyrarhóll. Óseyrarhúsið var reist á gamla bæjarstæðinu. Það var byggt úr viði St. James-Barkinum [Jamestown] sem strandaði suður í Höfnum.

Fyrsta nafn á þessu býli var Ósmynni og einnig var það kallað Timburmannsbær eða Timburmannshús. Munnmæli eru um býli þetta: Óseyri á tún sitt og beit utan túns fyrir hest í hafti og kýr í grind“. Þar sem kotið stoð upphaflega var lágur hóll eða bali, nefndist Kothóll.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri og Hvaleyrarlón fjær og Flensborg fremst.

Heiman frá bæ lá Óseyrartraðir út í Óseyrarhliðið á Suðurtúngarðinum. Þaðan lá svo Óseyrargatan suður um Óseyrarbankann eða Bankann en þar var vetrarstaða fiskiskipa og viðgerðarstöð lengi. Frá bænum lá Kotgatan að Óseyrarkoti sem stóð í Vesturtúninu miðju. Í kotinu bjuggu þau Skál-Rósa og Gísli maður hennar fram til 1855. Eftir það fór kotið í eyði og byggðist ekki aftur upp. Sjávargatan lá heiman frá bæ norður í Sjávarhliðið við Óseyrarvörina. Ofan vararinnar var Skiptivöllurinn og Óseyrarbúðin og vestan við vörina Óseyrarhrófið.
Austurvörin var austan í Hólnum en þar voru skipin sett upp þegar lágsjávað var eða þegar straumur var harður út úr Ósnum.

Óseyri

Óseyri – örnefni skv. skráningu Gísla Sigurðssonar.

Óseyrarósinn eða Ósinn var oft mjög straumþungur, sérstaklega var straumurinn þungur út úr Ósnum. Í gamankvæði frá 1910 er ósinn nefndur Flensborgarós. Óseyrartjörnin liggur hér með fram túninu að norðan, allt suður í Hvaleyrartjarnarós gegnt Skiphól. Vestan túnsins var í eina tíð Óseyrarreitur, fiskþurrkunarreitur, en þar vestan var Óseyrarmýri og þar var Óseyrarlindin en þangað var vatnið sótt til neyslu og Lindargata frá lindinni og heim til bæjar. Í Suðurtúngarði var upphaflega fjárhús. Seinna var því breytt og þá reis hér upp Óseyrarkotið, Nýja- eða Bærinn eins og kotið var einnig kallað en þá var húsið komið á Óseyri. Sunnan túngarðsins lá svo Alfaraleiðin.“

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Óseyri – Gísli Sigurðsson.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1909.

Varða

Þekking á örnefnum var mjög mikilvæg fyrrum – af skiljanlegum ástæðum. Sérhver bóndi þurfti t.d. að þekkja vel staðhætti á jörð sinni til að geta vísað vinnufólkinu leið að tilteknum nauðsynlegum verkefnum, allt árið um kring. Þá gátu nafnkennd landamerki ekki verið látin sitja óbætt hjá garði.

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan – stríðsminjar.

Skráðar örnefnalýsingar dugmikils fólks hafa löngum verið varðveittar og þar með hefur tilvist þeirra náð að festa í sessi, bæði þrátt fyrir og með nýbúendum einstakra jarða.
Í Hafnarfirði hafa, í gegnum tíðina, ýmst ágætisfólk verið duglegt að skrá örnefni bæjarins og nágrennis. Má þarf t.d. nefna, Magnús Jónsson, Stefán Júlíusson, Gísla Sigurðsson, fyrrum lögregluþjón og síðar forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar. Hin mikla skráningararfleifð Gísla er nú að finna, reyndar í lokuðu rými, í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Örnefni og gönguleiðir

Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd…

Sesselja G. Guðmundsdóttir er einn þessara mikilvægu skrásetjara hvað Vatnsleysuströndina varðar, líkt og sjá má í bók hennar „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)„. Ekki hefur hún einungis skráð svæðið heldur og gengið að öllum örnefnunum og lýst þeim af nákvæmni. Aðra markvissa skrásetjara á Reykjanesskaganum, þ.m.t. Vatnsleysuströnd og nágrenni, má nefna Ara Gíslason og Gísla Sigurðsson. Þá eru ótaldir öll þau er hafa annað að öðrum ólöstuðum, hvort sem þeir/þau hafa fæðst eða flust á einstakar jarðir, og nýtt tíma sinn til að skrá þekkt örnefni þeirra. Má þar t.d. nefna, óháð tíma, á vestanverðum Skaganum Sigurð Eiríksson í Norðurkoti, Leó í Höfnum, Jón Thoroddsen, Sigurð Sívertssen, bræðurna á Stóra Hólmi, Ragnar Guðleifsson og Sturlaug Björnsson, Lofts Jónssonar í Grindavík, auk Ólafs Þórarinssonar, Konráðs og Kristófers Bjarnasona í Selvogi svo fárra einna merkismanna sé getið. Einnig má nefna Ásgeir Jónsson er skráði Þingvallasvæðið og Hjört Björnsson fyrir lýsingar hans á Mosfellsheili.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Prestsvarða.

Á austanverðum Skaganum verður fyrst og fremst vísað til einstakra presta, s.s. á Mosfelli og Reynivöllum með vísan til skráðra „Íslendingasagna“. Þorvaldur Thoroddsen hefur auk margra annarra skrásetjara dregið fram ýmis örnefni í sýslunni í ritum sínum.
Örnefni spila jafnan mikilvægan þátt í skráningu fornleifa. Gífurlegt magn handrita hefur í gegnum tíðina verið varðveitt markvisst hjá Örnefnastofnun í gegnum tíðina þar sem Jónína og Svavar sinntu sínum daglegu störfum af áhuga og mikilli fórnfýsi. Þegar áhugafólk þurfti til þeirra að leita voru viðbrögðin jafnan; „Gjörðu svo vel, hvað get ég gert fyrir þig?“ Slík ánægjuleg móttökuorð innan geirans hafa ekki heyrst síðan Örnefnastofnun var lögð undir hina „mætu“ Árnastofnun.

Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson.

Örnefni og skráningar virðast, því miður, nú til dags, ekki alltaf fara saman þegar kemur að framangreindu. Að meginefni er a.m.k. um tvennt að sakast; annars vegar takmörkuðum skráningarmöguleikum og hins vegar hinni ágætu aðgengilegu fyrrum Örnefnastofnun við Neshaga með sínu takmarkaða húsnæði, fullnýttu skúfurými og hinum duglega mannskap, og hins vegar umfangið áður en hún var sameinuð í skrifstofu í Árnastofnun og í framhaldinu send upp í skrifstofuhróf við Laugarveg þar sem áhugsasamir þurftu að liggja löngum á dyrabjöllu inngöngudyranna til að nálgast upplýsingarnar, yfirleitt án árangurs. Hið vinsamlega viðmót starfsfólksins fyrrum virðist hafa verið látið víkja fyrir stofnanamennskunni.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1902 – herforingjaráðskort með örnefnum.

Af framangreindu að dæma hefur heldur dregið, bæði úr áhuga og örnefnaþekkingunni meðal landsmanna í seinni tíð. Landmælingar Íslands (lmi) hafa reynt að gefa út „örnefnakort“, sem bæði er þó að mörgu leyti villandi og í sumum tilvikum beinlínis röng. Í fjölmiðlanútímanum gæti fáfræði, meðal sumra, jafnvel talist kostur; því færri sem vita, því betra! Dæmi um slíkt er nýlegt manndrápsmál við Hraunhóla ofan Hafnarfjarðar er fjölmiðlafólkið kenndi við Krýsuvík. Að vísu eru Hraunhólarnir innan lands Krýsuvíkur, en reyndar á ystu norðurmörkum landareiganarinnar, víðs fjarri nafngiftinni.
Spurningin er þó hvort æskilegt sé að örnefnin munu hverfa með öllu út úr landslagsvitundinni er fram líða stundir, til ills eða góðs? Kannski þarf nútímamaðurinn ekkert á fyrrum örnefnum lengur á að halda? Snjallsíminn muni duga honum til allra þarfa? Hafa ber þó í huga að með hvarfi örnefnanna hverfur bæði hluti fornleifanna sem og sögunar.
Jafnan er sagt að fortíðin sé grundvöllur nútíðar vorrar þegar huga þarf að möguleikum framtíðar. Hafa ber í huga að á framangreindum rökum hefur Ísland verið byggt upp frá upphafi til vorra tíma.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Fornleifaskráningar bæja og sveitarfélaga hafa jafnan verið sagðar byggðar af „fagfólki“. Staðreyndin er hins vegar sú að einstök nátengd einkarekin „fagfélög“ hafa ráðið til sín nema í fornleifafræði við HÍ til sumarstarfa til að skrá fyrir sínar skuldbindingar einstök svæði. Nemarnir hafa jafnan til hliðsjónar tilfallandi örnefnalýsingar og byggja jafnan skráningar sínar á öðrum fyrirliggjandi gögnum. Til eru þó dæmi um að þeir hafi látið hjá að ómaka sig á vettvang einstakra minja og lýst þeim með fáfróðu orðaskrúði.

Í bók Sesselju G. Guðmundsdóttur „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ frá árinu 2007 er m.a. fjallað um „Arfinn“ þann er felst í örnefnunum:

Arfurinn
„Örnefni eru dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og ýmsa aðra hætti þeirra sem byggðu landið frá upphafi og til okkar tíma. Við sem erfðum landið höfum skyldur við þá sem næstir koma, meðal annars þær að vernda örnefnin og þá um leið söguna sem í þeim býr.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Örnefnafræði er grein af málfræði og er aðaltilgangur hennar að skýra nöfn, þ.e. leita uppruna þeirra. Örnefnaskýringar geta síðan varpað ljósi á hina ýmsu þjóðlífsþætti fyrri tíma. Sögnin „að örnefna“ er til og menn örnefna hóla og hæðir enn í dag þó svo að sögnin sem slík sé lítið notuð. Til gamans má geta þess að austur í Landsveit, á Dómadalsleið, er til örnefnið Boney M (nafn á popphljómsveit frá árunum um 1980). Tildrög þessa örnefnis var að fýrir nokkrum árum hitti maður ár sveitinni hörundsdökkt par þarna á bílaleigubíl og síðan þá er sandaldan kölluð Boney M! – Ekki beint þjóðlegt örnefni.

Sel

Sóleyjarkriki

Sóleyjarkriki efst. Horf frá Trölladyngju.

Flest nöfnin í hreppslandinu hafa augljósa tilvísun og þá til landslagsins — náttúrunnar — og eru því svokölluð náttúrunöfn. Mörg þeirra draga þó nöfn af bæjum, mönnum eða bústörfum.
Í örnefnum felast oft skýrar myndir, svo sem í nöfnum eins og Hrafnabjörg og Einbúi. Hvaða hugmynd skyldi fólk fá þegar minnst er á Sóleyjakrika? Að öllum líkindum mynd af einhverju fallegu eins og t.d. sóleyjabreiðum og veðursæld. Kúadalur og Geldingahóll segja til um búskaparhætti en Ólafsgjá opnar sýn inn í slysfarir og dauða.
Þau eru nokkuð mörg örnefnin í þessari kennnileitalausu sveit sem gefa fyrirheit um eitthvað tilkomumikið en standa svo lítt eða ekki undir nafni við nánari athugun. Djúpidalur er aðeins grunn uppblásin dæld í heiðinni, Fögrubrekkur eru lágt klapparholt með grasrindum og Háhólar greinast tæplega frá öðrum hólum í grenndinni. Þessar nafngiftir eru þó ofur eðlilegar enda komnar frá fólki sem hafði sjaldan eða aldrei séð „raunverulega“ dali, háa hóla né grösug og víðáttumikil beitilönd í svipmiklum sveitum.
Sum örnefnin eru illræð eða óræð og slík nöfn vekja hvað mestan áhuga. Hvað merkja t.d. nöfnin Sprengilendi og Margur brestur? Af hverju í ósköpunum heitir varða Leifur Þórður? Áhugamaður um fræðin reynir til hins ýtrasta að finna lausn gátunnar. Stundum fæst líkleg niðurstaða en í annan tíma verður gátan torræðari því lengur sem vöngum er velt.
Við ættum vissulega að leggja okkur fram um að vernda örnefnin handa komandi kynslóðum svo þær megi hafa gagn og gaman af.“

Guðni Gíslason

Fjarðarfréttir – Guðni Gíslason, ritstjóri.

Hvernig væri framtíðin án þekkingu nútíðar og vitneskju fortíðar?

Ók fyrir skömmu með ritstjóra Fjarðarfrétta um Reykjanesbrautina, Grindavíkurveginn og Suðurstrandarveginn. Ókum m.a. í gegnum Grindavík, upp Siglubergshálsinn, austur fyrir Ísólfsskála, litum [G]núpshlíð augum sem og Lat og Stóru-Eldborg. Á leiðinni báru fjölmörg örnefni á góma, s.s. Krýsuvíkurheiði, Drumbur, Drumbdalastígur, Borgarhóll, Einbúi, Gullskjól, Svartaklettur, Ögmundarstígur sem og fjöll og tindar á Sveifluhálsi.

Ritstjórinn sat þegjandi um stund, aldrei þessu vant.
Loks, eftir að hafa horft um stund á umhverfið af athygli með hliðsjón af tilfallandi skýringum, virtist hann skyndilega vakna af dái: „Vá, spyr þú mig; hversu margir landsmenn skyldu hafa áhuga og jafnvel þekkja örnefnin er fram líða stundir. Þú gætir mögulega verið sá síðasti?“…

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, bls. 11-13, 2. útgáfa 2007.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt í Vogum.