Færslur

Staður

Stofn lýsingar um “Örnefni í Staðarlandi” í Grindavík, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók.

Staður

Staður árið 1925.

Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

Báðar framangreindar lýsingar voru bornar undir þá Sigurð V. Guðmundsson (S. V. G. ) og Árna Vilmundsson (Á. V. ) á Örnefnastofnun 15. janúar 1977. Þeir gerðu miklar athugasemdir við lýsingarnar og juku við upplýsingum, þótt ekki fjölguðu þeir nöfnum verulega. – Sigurður Víglundur

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Guðmundsson er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 22. júní 1910. Hann kom að Stað sumarið 1914 og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Sigurður býr nú í Efstasundi 27, Rvík.

Árni Vilmundsson er fæddur 22. janúar 1914 á Löndum í Staðarhverfi og er þar til tuttugu og fimm ára aldurs. Hann býr nú í Smáratúni 11, Keflavík.

Hér er stuðst við lýsingu Gísla, en aukið inn í hana og leiðrétt samkvæmt frásögn heimildarmanna minna, án þess að þess sé getið sérstaklega. Sums staðar hefur og verið fellt úr frásögn, þar sem vafi þótti leika á sannleiksgildi og nákvæmni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Þá ber að geta þess, að stuðzt hefur verið við Jarðabók Árna Magnússonar og Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 eftir síra Geir Bachmann, en hún er prentuð í Landnámi Ingólfs III. Fyrir framan sjálfa lýsinguna er orðrétt afrit af landamerkjabréfi Staðar frá 1890.

Kristján Eiríksson skráði lýsingu þessa á Örnefnastofnun í janúar 1977.

Athugasemd: Rétt er að geta þess að lokum, að í bókinni “Frá Suðurnesjum” er grein eftir Guðstein Einarsson, sem heitir “Frá Valahnúk til Seljabótar.” Ekki hefur verið stuðst við þá grein hér að framan, en í henni er getið um einstaka örnefni, sem ekki kemur fram í þessari lýsingu…

Staðarhverfi

Staðarhverfi – örnefni.

Grindavík

Ari Gíslason skráði örnefni í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þar segir m.a.: “Næst utan við Hóp er Járngerðarstaðahverfi. Upplýsingar um örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.

Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó og eru þar nokkur önnur býli sem hafa sameignlegt land nema túnblettina.

Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið en kotabæir þessir: Vallarhús, Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Gjáhús (Suður-Gjáhús heita nú Vík en Norður-Gjáhús tilheyra Garðhúsum), Krosshús, Garðhús, Völlur (byggður úr Kvíhúsum), Hóll og Langi. Sjóbúðir eru nefndar 1703: Gullekra, Krubba og Litlu-Gjáhús.

Grindavík

Grindavík.

Guðsteinn Einarsson las yfir hluta af handriti Ara Gíslasonar og gerði athugasemdir við það í apríl 1967. Sæmundur Tómasson las það einnig allt yfir og bætti ýmsu við og lagfærði. Auk þess ritaði hann meðfylgjandi viðbætur eftir að gengið hafði verið frá aðalskránni.”…

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – örnefni.

Hópsnesviti

Loftur Jónsson skráði örnefni í Þórkötlustaðahverfi í Greindavík 1976 samkv. viðtali við systkinin í Buðlungu, Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Jón Eyjólfsson. Þau eru fædd þar og uppalin. Yfirfarið af Árna Guðmundssyni, Teigi, og Jóni Daníelssyni, Garðbæ.

Loftur JónssonÍ örnefnalýsingunni fyrir Þórkötlustaðahverfi segir m.a.: “Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.

Áframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.

Þórkötlustaðahverfi

Frá Þórkötlustaðahverfi.

Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki…“.

Meðfylgjandi er loftmynd af örnefnunum.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni.

Keflavík

Ægir Karl Ægisson fjallaði um örnefnið Keflavík.

“Þegar orðið kefli kemur fyrir í örnefnum eins og í Keflavík er kefli vanalega talið merkja rekaviðardrumbur. Keflavík myndi þá standa fyrir víkina þar sem er mikið af rekakeflum. Það þykir mér nokkuð skringilegt að kenna Keflavíkina við rekakefli þar sem hún er hreint ekki þekkt sem góð rekafjara. Náttúruaðstæður kunna að vísu að hafa breyst og uppsafnaður reki kynni að hafa verið í fjörunni þegar landnámsmenn komu hingað og væri það skásta skýringin á nafngiftinni samkvæmt hefðbundinni túlkun.

Keflavík

Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.

Ég get þó hugsað mér aðrar skýringar, .s.s. að þarna séu annars kona kefli en rekaviðarkefli eða að nafnið sé afbökun á öðrum orðum. Kefli gæti verið afbökun á kapall, þ.e. hestur sbr. Kaplaskjól. Upp af Keflavíkinni hefðu verið geymdir hestar og hún þá verið kennd við þá og köluð Kaplavík, sem hefði síðan ummyndast í Keflavík. Þá hefur mér dottið í hug að nafnið Keflavík megi rekja til enskra duggara, sem bundið hefðu skip sín vandlega í víkinni og því kennt hana við þau digru reipi, sem til þurfti, nefnilega “Cable”-vík. Því miður er nafnið of gamallt til þess að þessi skemmtilega tilgáta fæst staðist.

Reykjanesskagi

Gamalt örnefnakort af Reykjanesskaga.

En nú hefur mér nýlega komið í hug ný skýring, sem eins og annað nýfengið er nú í uppáhaldi hjá mér. Ég var að spjala við Sigrúnu forstöðukonu byggðasafnsins um hentugar hafnir fyrir víkingaskip hér í nágrenninu. Þó að Keflavík hefði þótt skásta legan hérna austan megin á Rosmhvalanesinu þá væri Njarðvík hentugri höfn fyrir víkingaskip. Þar er nokkuð skjól og þar ætti að vera tiltölulega auðvelt að draga skip á land. Þá væri engin furða að hún væri kennd við sjálft siglingagoðið Njörð.
En svo datt mér í hug að það mætti draga skip upp Grófina, eftir lækjarfarveginum, sem þar var. Sigrún sagði þá að þar kynnu þessi kefli að hafa komið við sögu. Mikið rétt. Keflin gætu hafa verið stokkar eða hlunnar, sem skip voru dregin yfir upp Grófina, upp yfir flóðmörk. Það hefði skipið verið öruggt fyrir sjó að vetrarlagi og haft nokkuð skjól fyrir vindi af Berginu ef ekki hreinlega var reist yfir það bátahús eða naust. Keflavík væri þá víkin þar sem keflin til að draga skip á eru.”Keflavík
Rétt er að geta þess að a.m.k. þrjár Keflavíkur eru á Reykjanesskaganum; vestan við Hlein í  (Þorláks-)Hafnarbergi, neðan Klofninga í Krýsuvíkurhrauni og vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. 

Í Keflavík.Á Vísindavef Háskóla Íslands fjallar Svavar Sigmundsson um örnefnið “Keflavík. Þar segir:

Keflavík

Í Keflavík.

“Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘.
Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sú fjórða í Fjörðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Alls staðar er uppruninn hinn sami”.

-Ægir Karl Ægisson – safnvörður við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51096

Keflavík

Keflavík neðan Herdísarvíkurhrauns.

Reykjanes

Drepið á örnefni:

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

“Þegar sagt er í veðurfregnum, að djúp og kröpp lægð sé skammt undan Reykjanesi, vita sjómenn, hvað átt er við, en í máli fréttamanna og ýmissa, sem vilja þó fræða um landið, er Reykjanes alloft allur Reykjanesskagi. Ef menn vilja virða mál sjómanna og hefðbundið mál Suðurnesjamanna, segja þeir ekki, að Keflavík sé á Reykjanesi, heldur á Suðurnesjum, og ekki, að Keilir sé á Reykjanesi, heldur á Reykjanesskaga. Ég kom eitt sinn á bæ á Suðurlandi og var settur við borð með ungri konu af næsta bæ. Hún kvaðst vera frá Reykjanesi. Þetta reyndist vera nákvæm kynning; hún var nefnilega dóttir vitavarðarhjónanna á Reykjanesi. Þar undan er Reykjanesröst, og ekkert lamb að leika við fyrir sjófarendur.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Innnes.

Reykjanes í merkingunni Reykjanesskagi fór að tíðkast, eftir að Reykjaneskjördæmi varð til (það var árið 1959). Þá varð svæði þess umdæmi ýmissar opinberrar starfsemi, einnar af annarri. Ég nefni aðeins dómsmál, þar sem heitið varð Héraðsdómur Reykjaness. Heitið Dómur Reykjaneshéraðs á betur við. Brátt heyrir Reykjaneskjördæmi sögunni til, og mætti það vera tækifæri til að virða betur málfar Suðurnesjamanna í tali um Reykjanes.”

Fjölmiðlafólk fer oft villu vega og tala um Reykjanes þegar fjallað er um Reykjanesskagann. Skaginn nær yfir fyrrum landnám Ingólfs, sem úthlutaði síðan vinum og vandamönnum einstök svæði, þ.a. Herjólfi, sem fékk Reykjanes.
Þá er rétt að geta þess að Suðurnes nær einungis yfir norðvestanverðan Reykjanesskaga, en ekki Skagann allan vestanverðan.

-Björn S. Stefánsson
-http://www.simnet.is/bss/oernefni02.htm

Reykjanes

Reykjanes.

Hvassahraun

Erindi þetta var flutt í Kálfatjarnarkirkju á menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 23.10.05.

Ólafsgjá

Ólafsgjá og Ólafsvarða.

“Örnefni er dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og lifnaðarhætti horfina kynslóða. Örnefni hafa oft augljósa tilvísun til landslags, náttúrunnar og eða tengt atburðum svo sem slysförum. Örnefni er nauðsynleg til að staðsetja sig og aðra og mun persónulegri heldur en gerfihnattarstaðsetning GPS. Samantektin er um nokkur örnefnum sem vakið hafa áhuga höfundar.

Byrjum ferðina inn við landamerki Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps, Markaklettur er þar við Hraunsnes. Örnefnin; Markaklettur, Markhella, Markhóll, Markhelluhóll og Markavarða eru öll notuð til aðgreiningar á eignalöndum, þ.e. þau afmarka land hvers bónda.

Upp í Almenningum ofan Hvassahrauns er örnefnið Brennhólar, þar var gert til kola í eina tíð.
Önnur örnefni í Strandarheiðinni sem vísa einnig til kolagerðar eru; Kolgrafarholt, Kolhólar, Kolhólagjá og Kolhóll. Þessi örnefni eru flest í Vatnsleysulandi sem segir að fyrr á öldum hafi verið meiri skógur þar en sunnar í heppnum

Vegrið er ofan Reykjanesbrautar við Hvassahraun, þar eru; Vatnsgjárnar, Helguhola, Þvottargjá og Ullargjá sem augljóslega segja til um notkun. Þar nálægt er Strokkamelur með Strokkunum, sem bera nafn sitt af lögun sinni. Þetta eru hraundrýli, hol að innan og líkjast smjörstrokkum. (Hvassahraunskatlar). Þá er þar næst Brugghellir, þar var soðin landi (heimaunnið brennivín) á bannárunum á síðustu öld.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson við Landabrunn.

Mestu undirlendin í hreppnum eru Þráinskjaldarhraun, gamalt hraun sem nú er heiðin, vestan við Afstapahrauni og að Vogastapa. Ekki er vitað af hverju hraunið heitir þetta.

Búðavík, Búðabakkar eða Búðaflatir heitir í Vatnsleysuvík. Þar var fyrrum verslunarstaður og höfn Hansakaupmanna sem voru þýskir. Hafnhólar eru við fjarskiptamöstrin á Strandarheiðinni og tengjast höfninni á Vatnsleysu fyrrum.

Upp með Afstapahraunskanti að vestan miðja vegu til fjalla er hringlaga hlaðin fjárborg, Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni sem bjó hér í Breiðagerði, annað örnefni hér er kennt við son hans Brand. Komun að því síðar.

Efstu hjallar heiðarinnar heita Brúnir, þar er Hemphóll, „þjóðsagan“ segir að prestarnir á Stað og Kálfatjörn hafi átt sameiginlega hempu og var þetta afhendingarstaður hennar. Hemphóll er þó ekki miðja vegu milli Staðar og Kálfatjarnar og sagan er ótrúleg enda hóllinn mikið úr leið.

Förum nú niður heiðina í stefnu á Vogana, þar er svæði sem heita Margur Brestur og Huldur og vísa til margra gjáa og sprungna á svæðinu sem sumar geta verið huldar (faldar) þegar snjór liggur yfir og auðvelt að hrapa niður í þær.

Þráinsskjöldur

Í gíg Þráinsskjaldar.

Þar suður af er Ólafsvarða og Ólafsgjá, tilurð þess örnefnis er í grófum dráttum þessi. Árið 1900 bjó í Hlöðuneshverfi, Ólafur Þorleifsson, þá 39 ára gamall. Rétt fyrir jól það ár fór Ólafur í heiðina að leita kinda en skilaði sér ekki heim um kvöldið. Hafin var leit að Ólafi daginn eftir með 30-40 mönnum. Til Ólafs hafði sést við Kálffell í Vogaheiði daginn áður, þrengdi það leitarsvæðið dálítið. Leitað var á Aðfangadag og aftur milli jóla og nýárs, án árangurs. Liðu nú 3 áratugir.

Á jólaföstu árið 1930 þegar verið var að smala heiðinna misstu smalarnir þrjár kindur í sprungu og þurfti því að fara aftur daginn eftir með reipi og annan búnað til að síga eftir fénu. Sigmaður var Rafn Símonarson frá Austurkoti á Ströndinni, tvær kindanna náðust upp úr gjánni á lífi, en þar ofan í fann Rafn líka tvö brot af göngustaf sem hann tók með sér til byggða. Um kvöldið fór Rafn að Halakoti til Ágústar bónda þar og biður hann að lýsa staf Ólafs (þá voru liðin 30 ár frá hvarfi hans). Lýsing Ágústar passaði við stafbrotin. Var nú ekki meira gert í bili. Um vorið þegar snjóa leysti héldu 4 menn að gjánni og seig Rafn aftur niður, þá sá hann þar strax mannabein og þóttust menn þess fullvissir að þar væri um bein Ólafs að ræða. Beinin voru tínd saman og grafin að Kálfatjörn.

Hvassahraun

Brugghellir við Hvassahraun.

Yfirgefum nú Ólafsgjá og höldum í suðvestur að Stóru-Aragjá en yfir hana liggur gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegurinn, þar heitir gjáin Brandsgjá. Brandur þessi var sonur Guðmundar sem hlóð Gvendarborg sem ég nefndi áðan.
Brandur bjó á Ísólfsskála austan við Grindavík og var kallaður Skála-Brandur.
Í byrjun jólaföstu 1911 fór Brandur til Hafnarfjarðar að selja rjúpur og kaupa inn fyrir heimilið. Dagleið var frá Grindavík til Hafnarfjarðar, og gisti Brandur því í Hafnarfirði og fór að snjóa um nóttina. Á heimleiðinni kom hann við hjá Benedikt Péturssyni (Bensa) í Suðurkoti í Vogum og var langt liðið á dag þegar hann lagði á Skógfellaveginn, hnédjúpur snjór var þá kominn á heiðinni. Honum gekk förin ágætlega í byrjun en margar gjár eru þarna á leiðinni. Þegar hann kom að Stóru-Aragjá sem er síðasta gjáin sem hann þurfti að fara yfir vildi svo illa til að hann missti annan hestinn ofan í gjánna. Þá snýr hann til baka að Suðurkoti í Vogum eftir aðstoð. Bensi útvegar honum þrjá menn sem fara upp eftir í myrkrinu, með byssu meðferðis. Hesturinn náðist ekki upp og var því aflífaður. Hætt var að snjóa og komið harðnandi frost. Skiljast nú leiðir Vogamanna og Brands.
Brandur komst heim að Ísólfsskála undir morgun, þá illa kalinn á báðum fótum. Hann var sendur á Keflavíkurspítala á Þorláksmessu og kom ekki heim aftur fyrr en sumardaginn fyrsta árið eftir, þá orðin örkumla maður og hætti búskap og flutti til Hafnarfjarðar.

Förum næst að Stapanum, Reiðskarð heitir þar sem Stapagatan (gamla þjóðleiðin) fer upp Stapann. Næsta skarð vestan við Reiðskarð heitir Kvennagönguskarð. Karlmenn fóru Reiðskarðið enn kvenfólkið valdi frekar Kvennagönguskarðið og gat þá verið í friði og úr augnsýn karlanna um smá stund.

Förum nú til baka í Brunnastaðahverfi. Í Suðurkotstúni er flöt ein sem heitir Pelaflöt, hún mun hafa verið seld fyrir einn pela af brennivíni segja örnefnaskrár.

Endum nú ferðina í túnfætinum á Kálfatjörn, þar heitir Landabrunnur, þó er ekki neinn landi í honum heldur er um lítið vatnsstæði að ræða ofan við svonefndan Landamóa.”

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Seltún

Ólafur Þorvaldsson var vel kunnugur örnefnum í Krýsuvík. Sumarið 1968 aðstoðaði hann við að staðsetja og merkja örnefni svæðisins inn á meðfylgjandi kort. Meðfylgjandi fylgdi eftirfarandi texti: “Skrá þessi um örnefni í Krýsuvík á við kort 1:50.000, Blað 1512 I og 1612 IV, þar sem númerin eru færð inn. Skrásetning á kortin er gerð með aðstoð Ólafs Þorvaldssonar sumarið 1968. Nánari heimild um örnefnin er spjaldskrá um Krýsuvík – 30.7. 1968. S.S.”
Ólafur ÞorvaldssonFERLIR fékk gögnin frá Örnefnastofnun eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eins og hún nefnist í dag (2022).
Á einu kortanna er skráð leiðrétting um staðsetningu Búðarvatnsstæðisins eftir Gunnar Sæmundsson. Skv. því liggja landamerki Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar í Markhelluhól við Búðarvatnsstæðið (á hólnum er mosavaxin varða) en ekki í Markhelluna eins og nú er, en hún er allnokkru austar en merkin sýndu áður.
Þegar örnefnalistinn er skoðaður kemur ýmislegt annað áhugavert í ljós. Má þar t.d. nefna að Eiríksvarðan á Arnarfelli er nefnd “Arnarfellsvarða” (7) og Stínuskúti í norðaustanverðu fellinu er nefndur “Arnarfellshellir” (4).

Húshólmi

Beinteinsbúð í Húshólma.

Örnefnið “Beinteinsbúð” (16) er staðsett ofan við Svörtuloft á milli “Útheiðar” (140) og Húshólmafjöru (70). Þar eru að vísu gróinn óbrinnishólmi í vik neðst í Ögmundarhrauni, en engar greinanlegar tóftir. Líklegra að átt sé við sjóbúðartóftina ofan Hólmastígs í neðanverðum Húshólma, en þaðan gerðu Arnarfellsbændur út allt ársins 1913. Minjarnar þar eru enn óskráðar (líkt og svo margar aðrar). Ekki er minnst á sundvörðuna á hraunbrúninni skammt austar.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Á kortinu er getið um “Engjafjallsveg” (35), sem var syðri hluti “Dalaleiðar” (26) sunnan Kleifarvatns. Þá er getið um Engjafjall (34), en það er ekki merkt sem slíkt. Getið er um “Eldborgarhelli” (31), en hann er ekki heldur merktur, sem og “Krýsuvíkurhellir” (95), “Bálkahellir” (15), “Gvendarhellir (57) og “Lambhagahellir” (100). Ekki er Lambhagaréttar getið í örnefnaupptalningunni.
“Miðdalavegur” (28) er staðsettur milli Vigdísarvalla og “Drumbdalastígs” (28) vestan “Drumbsdals” (29). “Breiðugötur” (22) eru staðsettar vestan við Deildarháls ofan Stóru-Eldborgar og Krýsuvíkurbæjanna. “Fagradalsstígs” (42) er getið í upptalningunni, en hann er ekki merktur á kortið. Líklega er þar um að ræða götu upp frá Dalaleið inn í Fagradal, upp á ofanvert Vatnshlíðarhorn og yfir í Hvamma austan Kleifarvatns. Spákonuvatn ofan við Sogin er nefnt “Smákonuvatn” (125).
“Jónsvörður” (81) eru merktar á “Miðheiðinni” (106), en Jónsbúðar er ekki getið. Fleira áhugavert mætti nefna ef grannt er skoðað – sjá meðfylgjandi örnefnalista:

Örnefni í Krýsuvík:
1 Afvatnabrekkur
2 Ál(f)steigar
3 Arnarfellsbær
4 Arnarfellshellir
5 Arnarfellstagl
6 Arnarfellstjörn

Krýsuvík

Eiríksvarða á Arnarfelli (Arnarfellsvarða).

7 Arnarfellsvarða
8 Arnarsetur
9 Ásar
10 Augu(n)
11 Austurengjar
12 Austurengjavegur
12a Austurlækjarvað
13 Baðstofubrekka
14 Bali

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

15 Bálkahellir
16 Beinteinsbúð
17 Bergsendi eystri
18 Bergsendi vestri
19 Bleiksflöt
20 Blettahraun
21 Breiðdalsvatnsstæði
22 Breiðugötur

Seltún

Seltún – minjar brennisteinsvinnslunnar.

23 Brennisteinshúsatættur
24 Bæjarfellshellir
25 Bæjarhals
26 Dalaleið
27 Dalirnir
28 Drumbsdalastígur
29 Drumbsdalur
30 Dýjakrokar

Krýsuvík

Krýsvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort I.

31 Eldborgarhellir
32 Eldborgarskarð
33 Eldborgarhraun
34 Engjafjall
35 Engjafjallsvegur
36 Engjaháls
37 Engjalækur
38 Engjar
39 Eystra-Hlíðarhorn
40 Eystrigjá
41 Fagradalsmúlavatnsstæði
42 Fagradalsstígur
43 Fíflavellir

Fitjar

Fitjar.

44 Fit(j)ar
45 Fjárskjólshraun
46 Flatengi
47 Flóðin
48 Geststaðir
49 Giltungur
50 Eystrigjá
51 Vestrigjá
53 Grásteinn
54 Grásteinsmýri
55 Grjóthóll
56 Grænavatnsmelar

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli (Arngrímshelli).

57 Gvendarhellir
59 Hafliðastekkur
60 Hálsendi
61 Hamradalir
62 Hattshverir
63 Heimaberg
64 Herdís
65 Hermannshilla
66 Hettumýri

Hetturvegur

Hettuvegur.

67 Hettuvegur
68 Hnaus
69 Hrossabrekkur
70 Húshólmafjara
71 Húshólmabruni
72 Hvalbásar
73 Hveradalabarð

Krýsuvík

Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

74 Hveradalir
75 Hverafjall
76 Hæll
77 Hælsheiði
78 Höfðamýri
79 Höfði
80 Jónsmessufönn

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

81 Jónsvörður
82 Kaldrani
83 Kálfadalahnúkur
84 Kálfadalir
85 Katlahraun
86 Katlar
87 Ker(ið)
88 Kerlingadalur
89 Kirkjuflöt

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar fremst.

90 Kirkjulágar
91 Klettur
92 Klofningar
93 Kotaberg
94 Kringlumýri
64 Krýs
95 Krýsuvíkurhellir
96 Krýsuvíkurhraun
97 Krókamýri
98 Kúablettur
99 Lambhagaflöt

Lambhagarétt

Lambhagarétt. “Lambhagahellir (100) er efst v.m.

100 Lambhagahellir
101 Látur eystri og vestri
102 Lækjarvellir
103 Lönguhlíðarhorn
104 Máfafláar
28 Miðdalavegur
105 Miðdalir
106 Miðheiði

Mígandagróf

Mígandagröf.

107 Mígandagröf (-gróf)
107a Móholt
108 Mosalágar
109 Mosar
110 Möngulag
110a Nýibær
111 Ós(inn)
112 Rauðhólsmýri
113 Ræningjastígur
114 Selalón

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

115 Selatangabúðir
116 Selbrekkur
117 Selhella
118 Selhóll
119 Seljabótarklettar
120 Seljabótarnef
121 Seltúnsbörð
122 Skál
123 Skyggnisþúfa
124 Slysadalur

Spákonuvatn

Spákonuvatn og Keilir.

125 Smákonuvatn
126 Smalaskáli
127 Smali
128 Sog
129 Steinabrekkur
130 Steinbogi
131 Stekkjarmýri
132 Stórabrú
133 Stóri-Skógarhvammur
134 Stórkonugil

Krýsuvík

Strákar í Selöldu.

135 Strákar
136 Strandarbergskriki
137 Syðstiskalli
138 Sýslusteinn
52 Teigar

Krýsuvík

Krýsuvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort II.

139 Urðarfell(in)
140 Útheiði
141 Vaðlar
142 Vatnsskarðsháls
147 Vestrigjá

Krýsuvík

Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson III.

143 Vigdísarvallagil
144 Víti
145 Yrphóll
146 Ytra-Hlíðarhorn
148 Þúfnadalir
149 Ögmundardys

Hér á neðan má sjá framangreind örnefni í samantektinni  hafa verið færð yfir á loftmynd af svæðinu til að auðvelda yfirsýn. Taka ber viljan fyrir verkið…

Heimild:
-Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson 1968.

Krýsuvík

Örnefni úr samantekt Ólafs Þorvaldssonar – gullituð.

Esja

Heimildir um landnámið
Töluvert er vitað um landnám Íslands enda gefa ritheimildir frá 12. og 13. öld, á borð við Landnámu, Íslendingabók og Íslendinga sögur, auk fornleifa, örnefna og erfðarannsókna gleggri mynd af uppruna íslenska landnámsfólksins en Handritþekkist víða annars staðar. Ritheimildum ber yfirleitt saman um að landnáminu hafi verið stjórnað af norrænu fólki, í Landnámu er t.d. rakinn uppruni 268 karla og kvenna af þeim 430 landnemum sem þar eru nefndir. Langflestir þeirra eru norrænir (rúm 90% karla og 80% kvenna) þó einnig sé þar nefnt fólk frá Bretlandseyjum.
Hafa má í huga að Landnáma, sem telja má karlasögu, skrifaða af körlum og fyrir karla, tilgreinir aðallega húsbændur en nefnir í fáu konur, vinnufólk og þræla sem frekar gætu hafa átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Alls er talið að til landsins hafi flutt um það bil 10-20.000 manns á landnámstímanum og getur Landnáma þá aðeins sáralítils hluta þeirra, einkum hinnar ráðandi yfirstéttar norrænna stórbænda sem skipaði efstu lög samfélagsins og setti mark sitt á það.

Norrænt yfirbragð
HúshólmiNorræn menningaráhrif urðu enda æði ríkjandi á Íslandi, tungumálið er að meginstofni norrænt, þó í því finnist keltnesk tökuorð, mannanöfn og örnefni, en jafnframt benda fornleifar til þess að atvinnu- og lifnaðarhættir landnámsfólksins hafi í meginatriðum verið með norrænu sniði. Keltnesk áhrif hafa fyrst og fremst verið talin merkjanleg í frásagnarminnum þeirra fornsagna og kvæða sem síðar voru færð í letur á Íslandi, einkum fornaldar sagna og go
ðfræðilegra kvæða.
Mörgum hefur fundist sem ekki væri öll sagan sögð um ætterni landnámsfólksins í íslenskum fornritum sem skráð voru 12. og 13. öld. Forvitni Íslendinga um uppruna sinn hefur orðið til þess að fræðimenn á sviði erfðafræði hafa leitað leiða til að fá nánari mynd af samsetningu landnámshópsins og benda niðurstöður þeirra til þess að hún hafi verið nokkuð á aðra lund en ráða má af einum saman ritheimildum og fornleifum.

Vitnisburður erfðaefnis

Margt óljóst

Rannsóknir á erfðaþáttum núlifandi íslenskra karla og kvenna og samanburði þeirra við erfðaefni fólks af norrænu, skosku og írsku þjóðerni gefa til kynna hvernig samsetningu landnámshópsins gæti í raun hafa verið háttað. Erfðaefni þeirra íslensku karla sem kannaðir voru reyndist í rétt rúmlega 80% tilvika mega rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en í tæplega 20% tilvika til Bretlandseyja. Ríflega 62% þeirra íslensku kvenna sem athugaðar voru báru hins vegar í sér erfðaefni sem rekja mátti til Bretlandseyja en einungis rúm 37% þeirra báru norrænt erfðaefni. Af niðurstöðunni má ráða að í heildina hafi um 60% landnámsfólksins verið af norrænum uppruna en 40% frá Bretlandseyjum. Hið háa hlutfall kvenna frá Bresku eyjunum gæti t.d. stafað af því að íbúar norrænu byggðanna á Bretlandseyjum, t.a.m. norrænir víkingar og innfæddar konur, eða afkomendur þeirra, hafi átt stóran þátt í landnámi Íslands.

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er rætt um gelísk tökuorð í norrænum málum og má þar finna ýmis orð sem enn eru lifandi í málinu, önnur hafa aftur á móti gleymst. Nefna má til dæmis brekán ‘ábreiða’, des, heydes ‘heystakkur’, gjalti í orðasambandinu verða að gjalti, sem í nútímamáli merkir ‘fara hjá sér, fuglsheitið jaðrakan, kapall ‘hestur’, kláfur ‘hrip, heymeis’, fjalaköttur ‘músagildra’.
Nokkur keltnesk mannanöfn hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld, önnur hafa verið endurvakin og sótt til Íslendingasagna. Meðal nafna, sem lifað hafa fram á þennan dag eru Kjartan, Kormákur og Njáll en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka. Eitt þekktasta örnefni af keltneskum toga er fjallsheitið Dímon en það er nafn á hólum og hæðum á nokkrum stöðum á landinu. Það er bæði notað í karlkyni og kvenkyni. Oftast eru hólarnir tveir og þá nefndir Stóri/Stóra, Litli/Litla Dímon. Nafnið hefur oft verið skýrt á þann veg að það sé sett saman úr dí- ‘tveir’ og muin ‘bak, háls’, það er tvítyppta fjallið.

Heimildir m.a.:
-www.am.hi.is
-www.visindavefur.hi.is

 Brim

Örn

Arnarörnefnin hér á landi eru fjölmörg. Þótt fuglinn hafi hörfað frá flestum fyrrum óðulum sínum á suður- og suðvesturlandi standa örnefnin eftir. Þá eru arnarörnefndin oft tengd landa- og hornmerkjum.
Svavar Sigmundsson, fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar, fjallar m.a. um örninn á Vísindavef HÍ þar sem hann fjallar um framangrein auk örnefnisins Arnarhóls (Arnarhváls):

Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson.

“Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „… við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem svo er nefndur. Líklegt er að Arnarhóll sé kenndur við fuglinn þó að mannsnafnið hafi vissulega verið þekkt á landnámstíma, og faðir Ingólfs heitið Örn. Engar heimildir er að finna um að mannsnafnið hafi haft áhrif á staðarnafnið. [Engar heimildir eru heldur til um að svo hafi ekki verið (Ó.)] Þórhallur Vilmundarson segir í grein sinni, „Örnefni landsins, sem fór undir vatn í Stíflu“, í Grímni 2 (44):
Arnarhóll við Stífluá í landi Hvamms er trúlega eitt hinna fjölmörgu örnefna, sem geyma minningu um, að ernir hafa vakað yfir veiði í vatnsföllum og stöðuvötnum víðs vegar um land, áður en þeim fækkaði svo mjög, að við liggur, að þeim hafi verið gereytt.

Arnarhóll

Arnarhóll – kort.

Nafnið Arnarhóll er til á nokkrum stöðum annars staðar á landinu. Bær í Neshreppi innan Ennis á Snæfellsnesi er nefndur Arnarhváll í Eyrbyggja sögu, nú Arnarhóll í Snæfellsbæ (Íslensk fornrit IV). Skammt frá Öxnafelli í Eyjafirði var Arnarhváll (Landnámabók, 253, 268), nú Arnarhóll, sem var á landamerkjum í landnámi Helga magra. Auk þess eru sex bæir að minnsta kosti nefndir Arnarhóll: 1) í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu, 2) í Sandgerði, 3) í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, 4) í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, 5) á Jökuldal á Norður-Héraði og 6) í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu.

Arnarhóll

Arnarhóll, handan Stjórnaráðshússins, 1874.

Örnefnið Arnarhóll kemur víða fyrir, til dæmis eru Arnarhólar nærri 20 talsins á Suðurlandi eingöngu. Sums staðar má finna Arnarhól nærri landamerkjum, stundum sem klappar- eða klettahól. Það leiðir hugann að því hlutverki sem tákn arnarins hafði ef til vill við setningu landamerkja, eins og þekkt er með öxina. Í Árnessýslu eru átta Arnar-örnefni á landamerkjum, þar af tvö hornmörk, Arnarhreysi og Arnardys. Á Þingvöllum er Arnarklettur á barmi Almannagjár og kann að hafa gegnt hlutverki sem landamerki. (Um þetta má lesa nánar í grein Helga Þorlákssonar, „Örn og öxi“, í tímaritinu Níu nóttum frá árinu 1993.)

Arnarhóll

Arnarhóll og tukthúsið (Stjórnarráðshúsið) um 1820.

Ekki er vitað hvenær Arnarhváll í Reykjavík varð sérstök jörð, en hún er nefnd Arnarhóll (einnig skrifað Annarhóll) 1534 (skráð um 1570, Íslenskt fornbréfasafn IX, 693-694). Bærinn Arnarhóll stóð nokkurn veginn þar sem nú er stytta Ingólfs. Land hans náði frá ósi Arnarhólslækjarins að Bankastræti á þá hlið og hefur Arnarhóll þá verið nærri mörkum móti Vík. Núverandi Skólavörðuholt var áður kennt við Arnarhól, nefnt Arnarhólsholt (Páll Líndal, Reykjavík: Sögustaður við Sund, 1. bindi. Sjá Kort 5 í 5. bindi sem Einar S. Arnalds og Guðlaugur R. Guðmundsson sáu um).
Upphaflega nafnmyndin Arnarhváll hefur breyst í Arnarhvoll, samanber hljóðbreytinguna svá > svo, en víxlmyndin Arnarhóll er að minnsta kosti komin til sögu um 1570.”

Á vefsíðu Náttúruminjasafns Íslands er fjallað um örninn og m.a. getið um Arnarklett á Þingvöllum, sem fáir þekkja, en er þó áberandi kennileiti ofan Lögbergs.

Örn við Öxará

Þingvellir

Örn yfir Þingvöllum. Arnarklettur v.m. við flaggstöngina á Lögbergi.

Örn á öðru ári gerði sig heimakominn við Öxará 30. október s.l. en ernir (1 til 4 ára) sjást reglulega við Sog, Þingvallavatn og í Ölfusi. Á þessu svæði eru þekkt 5 gömul arnarsetur sem fóru öll í eyði á fyrri hluta 20. aldar. Fullorðnir ernir hafa heimsótt þau reglulega á síðustu árum og orpið einu sinni, en varpið misfórst. Í ljósi útbreiðsluaukningar á Vestur- og Norðurlandi á síðustu árum og áratugum, má gera ráð fyrir ernir hefji varp að á þessu slóðum innan skamms.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Örninn sveimaði yfir og reyndi fyrir sér á grynningunum þangað sem urriðinn leitar til hrygningar sem áin rennur út í Þingvallavatn. Örninn sást ekki taka fisk en skorti þó ekki áhugann eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Torfi Stefán Jónsson og Snorri Þór Tryggvason tóku. Haförn getur náð allt að 5 kg þyngd og vænghafið verið 2–2,4 metrar. Þrátt fyrir það gætu stórvaxnir þingvallaurriðarnir reynst honum erfiðir viðfangs en þeir stærstu verða jafnvel yfir einn metri á lengd og 10–13 kg á þyngd. Meira um haförn hér.

Þingvellir

Þingvellir – Lögberg (sjá má Arnarklett á brún Almanngjár v.m. við miðju.

Í Almannagjá eru a.m.k. tveir hrafnslaupar og lét krummi sig ekki muna um að hjóla í þennan óvelkomna og óvænta gest sem er miklu öflugri en krummi verður þyngstur rúmt kíló og vænghafið mest 1,5 m.

Haförn (Haliaeetus albicilla)
Haförninn er af ættbálki haukfugla (Accipitriformes) og af haukaætt (Accipitridae). Hann er eini fulltrúi ættbálksins hér á landi.

Útlit og atferli
Haförn er stærsti og

Örn

Arnarpar.

sjaldgæfasti ránfugl landsins, með yfir 2 m vænghaf, oft nefndur konungur fuglanna. Aðallitur er brúnn. Fullorðinn örn er gulur eða ljósbrúnn á höfði, aftur á bak og niður á bringu en fjaðrajaðrar ljósir á baki og yfirvæng (hann er „hreistraður“). Fleyglaga stélið er hvítt. Ungfugl er allur dekkri, mógul- og rauðbrúnflikróttur að ofan, ljósari að neðan, sérstaklega á bringu. Hann lýsist smám saman með aldrinum, stél á undan höfði, og verður fulltíða sex ára. Kvenfuglinn, assan, er töluvert stærri en karlfuglinn, arinn. Goggurinn er stór, krókboginn og gulur en dökkur á ungfugli. Fætur eru gulir og klærnar dökkar. Augu eru rauðgul á fullorðnum erni, dökkgrá á ungfugli.

Örn

Örn.

Örninn er auðgreindur á stærð og lögun og ferhyrndum vængjunum með ystu handflugfjaðrir vel aðskildar (fingraðar). Svífur gjarnan en er þunglamalegur í flugtaki. Oft má sjá úr mikilli fjarlægð hvar örninn svífur á þöndum vængjum yfir landi eða hafi og leitar að bráð, eða hvar hann situr langtímum saman kyrr á sama útsýnisstaðnum. Venjulega er hann styggur og friðsamur en getur verið ágengur við hreiður. Ernir eru oftast stakir, í pörum eða smáhópum (ungfuglar).

Hljóð arnarins eru hrjúft gelt eða hlakk, assan er dimmraddaðri.

Lífshættir

Örn

Örn.

Örninn veiðir sér til matar og er aðalbráðin fýll sem hann tekur á flugi, en æðarfugl tekur hann á sjó og fisk (hrognkelsi, laxfiskar) grípur hann við yfirborð. Lundi og máfar eru einnig teknir. Hann etur gjarnan hræ og rænir stundum æti frá öðrum fuglum.

Kjörlendi hafarnar er strendur með miklu útfiri, einnig fiskauðugar ár og vötn. Hann verpur í hólmum, á klettasyllum, stöpum í bröttum hlíðum eða hraunum. Hreiðrið er stundum allmikill birkilaupur en oftast lauslega samsett dyngja úr þangi, hvannnjólum og grasi. Eggin eru 1-3, en þrír ungar komast sjaldan á legg. Útungunartíminn er 5-6 vikur og ungarnir verða fleygir á 10-11 vikum.

Útbreiðsla og stofnstærð

Örn

Örn við Faxaflóa.

Haförninn er staðfugl. Hann var áður dreifður um land allt en höfuðstöðvarnar hafa ávallt verið á Vesturlandi. Þar hélt hann velli þrátt fyrir skefjalausar ofsóknir undir lok 19. aldar. Hann var alfriðaður 1913 en var þrátt fyrir það nærri útdauður um 1960, þá voru aðeins um 20 hjón í stofninum. Árið 1963 var Fuglaverndarfélag Íslands stofnað til verndar erninum. Síðan þá hefur stofninn er rækilega vaktaður í samstarfi Fuglaverndar og Náttúrufræðistofnunnar.

Á síðustu áratugum hefur erninum fjölgað hægt en örugglega og var stofninn 75 pör, 200-250 fuglar, árið 2016. Þar af verpa 63% við Breiðafjörð, en afgangurinn við Faxaflóa, á Vestfjörðum og við Húnaflóa. Sennilega á örninn eftir að nema land í öðrum landshlutum að nýju. Hann hefur reynt varp á Suðurlandi á síðustu árum, en ekki komið upp ungum. Þeir leita aftur á gamla varpstaði, sem hafa ekki verið notaðir í áratugi. Á veturna má búast við þeim hvar sem er. Annars staðar verpa hafernir frá Vestur-Grænlandi austur um Evrópu og Asíu að Kyrrahafi.
Ekki má nálgast hreiður arna á varptíma, nema með sérstöku leyfi frá Umhverfisstofnun. Allar hreiðurmyndir sem fylgja pistlinum eru teknar með leyfi stofnunarinnar.

Þjóðtrú og sagnir

Örn

Örn í Ölfusi.

Eins og eðlilegt má teljast, fylgja ófár sagnir og mikil þjóðtrú erninum. Það er alþekkt þjóðtrú, að ernir taki börn. En börn urðu minnug af að drekka mjólk gegnum arnarfjöðurstaf. Til að sjá hulda hluti skal maður bera á sér arnarauga eða maka því í kringum augu sér. Ef gull er látið í arnarhreiður, skapast óskasteinn og úr ófrjóu eggi brýst sá mikli ránfugl, sem flugdreki nefnist.

Kveðskapur
Örninn flýgur fugla hæst um forsal vinda.
Hinir það sér láta lynda,
leika, kvaka, fljúga og synda. – Þjóðvísa.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3209
-https://nmsi.is/frettir/orn-vid-oxara/

Örn

Örn.

Krýsuvík

Þekkt er að örnefni hafa tilhneigingu til að breytast, bæði hvað varðar staðsetningu og heiti í tíma og rúmi.
ofeigskirkja-221Ástæðurnar geta verið margar; t.d. nýtt fólk kemur á vettvang þar sem það þekkti ekki til áður, skrásetjarar fara rangt með (m.a. vegna þess að þeir fóru aldrei á vettvang), þeir sem þekktu best til voru aldrei spurðir (áður en þeir féllu frá), ný tilefni fyrir örnefnum verða til og glaðklakkanlegir einstaklingar einfaldlega giska á bæði heiti og staðsetningu örnefna.
Eitt dæmið er svonefnd “Ófeigskirkja” í Garðahrauni. Skv. örnefnalýsingu og öðrum skriflegum heimildum fór hún (“stór klettur”) undir núverandi Álftanesveg á sínum tíma (staðsetningin er þekkt). Til að viðhalda örnefninu var það allnokkru síðar fært yfir á næsta “stóra klett” skammt norðar í hrauninu. Leiknir og lærðir, sem aldrei höfðu áður komið á vettvang, hafa fengið tækifæri til að staðfesta flutninginn. Sumir þeirra trúa jafnvel að í klettinum þeim arna sé nú fjölmennur samkomustaður bæði dverga og álfa). Og “Grenshóll” (þar sem menn lágu fyrir tófu á sínum tíma” er allt í einu orðinn að athvarfi álfa. A.m.k. tveir segjast hafa séð þessar verur á staðnum.
Ef sú ákvörðun verður tekin að endurbæta núverandi Álftanesveg (í stað þess að gera nýjan veg um Garðahraun) þarf væntanlega að gera ráð fyrir undirgöngum, eða göngubrú, yfir veginn – svo hvorki dvergum né álfum verði bráður bani búinn á ferð þar yfir á leiðinni að samkomustöðunum.
Svo hlýtur alltaf að vera hægt að flytja bara “álfakirkjuna” fyrst hún hefur nú áður verið færð – án vandræða.

Ófeigskirkja

“Ófeigskirkja” flutt.