Færslur

Suðurnesvarða

Kjartan Einarsson, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi, gerði örnefnalýsingu fyrir Seltjarnarnes. hann er fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1914, en fluttis að Bakka á Seltjanarnesi í október 1914 og átti þar heim atil 1961. Hann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi síðan. Kona hans, Unnur Óladóttir, er fædd og uppalin á Nesi…

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – örnefni.

Selur

Ari Gíslason skráði örnefni á Ísólfsskála í Grindavík. Heimildarmaður hans var Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Þá skráði Loftur Jónsson örnefni á Ísólfsskála. Framangreind örnefni hafa verið færð inna á meðfylgjandi loftmynd.

Fyrir botni Hraunsvíkur er fjallið Festi. Í áberandi stuðlabergsgangi austarlega í fjallinu eru landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Heitir þar Festin. Þaðan eru merkin í móbergsstrýtur og hnúka norðan undir Festi. Þar eru tákn um landamerkin klöppuð á hellu norðan við veginn. Þeir heita Móklettar.

Ísólfsskáli er næst austasta jörð í Grindavíkurhreppi og sú austasta, sem er í byggð 1954. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við allháa hæð, sem heitir Slaga. Bærinn stendur austan við Hraunsvík, niður við sjó framan við Bjalla, hamrahæð suðvestur af Slögu.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús.

Verður fyrst byrjað með sjó austast og haldið vestur eftir. Nokkuð fyrir austan bæinn á Ísólfsskála, sem svarar klukkutíma gang, gengur tangi fram í sjóinn. Hann heitir Selatangar. Þar eru merkin móti Krýsuvík í klett, sem heitir Dágon. Áður voru þeir tveir, og deildu menn um, hver væri sá rétti. Nú er annar hruninn og óþekkjanlegur [reyndar eru báðir þeirra horfnir nú]. En þrætueplið var ekki stærra en það, að hvalur gat rétt fest sig þar…

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – örnefni.

Hraun

Ari Gíslason skráði örnefni á Hrauni við Grindavík.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Heimildarmenn hans voru Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni og ennfremur um hluta af landinu, Guðmundur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála.
Auk þess skráði Loftur Jónsson örnefni á jörðinni Hrauni. Haun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Hér eru einungis sett inn örnefni  með ströndinni m.v. örnefnalýsingarnar, en land Hrauns nær m.a. upp að Núpshlíðarhálsi…

Hraun

Hraun – örnefni.

Hóp

Ari Gíslason skráði örnefni í Hópslandi eftir feðgunum á Hópi í Grindavík.

Grindavík

Neðri-Hópsvarðan.

Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þorkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum. Ekki hef eg kannað það. Þó hef eg flett upp einum slíkum stað, en þar er bærinn nefndur Hóp. Þjóðvegurinn liggur rétt ofan við túnið. Landið er því sneið af Þorkötlustaðanesinu og svo spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum. Lón það, sem bærinn stendur upp frá og dregur nafn af, heitir Hóp. Nú eru þar hafnarmannvirki Grindvíkinga…

Hóp

Hóp – örnefni.

Húsatóptir

Ari Gíslason skráðði upphaflega örnefni Húsatópta í Grindavík samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840.

Húsatóftir

Húsatóftir um 1960.

Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns…

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Staður

Stofn lýsingar um “Örnefni í Staðarlandi” í Grindavík, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók.

Staður

Staður árið 1925.

Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

Báðar framangreindar lýsingar voru bornar undir þá Sigurð V. Guðmundsson (S. V. G. ) og Árna Vilmundsson (Á. V. ) á Örnefnastofnun 15. janúar 1977. Þeir gerðu miklar athugasemdir við lýsingarnar og juku við upplýsingum, þótt ekki fjölguðu þeir nöfnum verulega. – Sigurður Víglundur

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Guðmundsson er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 22. júní 1910. Hann kom að Stað sumarið 1914 og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Sigurður býr nú í Efstasundi 27, Rvík.

Árni Vilmundsson er fæddur 22. janúar 1914 á Löndum í Staðarhverfi og er þar til tuttugu og fimm ára aldurs. Hann býr nú í Smáratúni 11, Keflavík.

Hér er stuðst við lýsingu Gísla, en aukið inn í hana og leiðrétt samkvæmt frásögn heimildarmanna minna, án þess að þess sé getið sérstaklega. Sums staðar hefur og verið fellt úr frásögn, þar sem vafi þótti leika á sannleiksgildi og nákvæmni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Þá ber að geta þess, að stuðzt hefur verið við Jarðabók Árna Magnússonar og Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 eftir síra Geir Bachmann, en hún er prentuð í Landnámi Ingólfs III. Fyrir framan sjálfa lýsinguna er orðrétt afrit af landamerkjabréfi Staðar frá 1890.

Kristján Eiríksson skráði lýsingu þessa á Örnefnastofnun í janúar 1977.

Athugasemd: Rétt er að geta þess að lokum, að í bókinni “Frá Suðurnesjum” er grein eftir Guðstein Einarsson, sem heitir “Frá Valahnúk til Seljabótar.” Ekki hefur verið stuðst við þá grein hér að framan, en í henni er getið um einstaka örnefni, sem ekki kemur fram í þessari lýsingu…

Staðarhverfi

Staðarhverfi – örnefni.

Grindavík

Ari Gíslason skráði örnefni í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þar segir m.a.: “Næst utan við Hóp er Járngerðarstaðahverfi. Upplýsingar um örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.

Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó og eru þar nokkur önnur býli sem hafa sameignlegt land nema túnblettina.

Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið en kotabæir þessir: Vallarhús, Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Gjáhús (Suður-Gjáhús heita nú Vík en Norður-Gjáhús tilheyra Garðhúsum), Krosshús, Garðhús, Völlur (byggður úr Kvíhúsum), Hóll og Langi. Sjóbúðir eru nefndar 1703: Gullekra, Krubba og Litlu-Gjáhús.

Grindavík

Grindavík.

Guðsteinn Einarsson las yfir hluta af handriti Ara Gíslasonar og gerði athugasemdir við það í apríl 1967. Sæmundur Tómasson las það einnig allt yfir og bætti ýmsu við og lagfærði. Auk þess ritaði hann meðfylgjandi viðbætur eftir að gengið hafði verið frá aðalskránni.”…

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – örnefni.

Hópsnesviti

Loftur Jónsson skráði örnefni í Þórkötlustaðahverfi í Greindavík 1976 samkv. viðtali við systkinin í Buðlungu, Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Jón Eyjólfsson. Þau eru fædd þar og uppalin. Yfirfarið af Árna Guðmundssyni, Teigi, og Jóni Daníelssyni, Garðbæ.

Loftur JónssonÍ örnefnalýsingunni fyrir Þórkötlustaðahverfi segir m.a.: “Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.

Áframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.

Þórkötlustaðahverfi

Frá Þórkötlustaðahverfi.

Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki…“.

Meðfylgjandi er loftmynd af örnefnunum.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni.

Keflavík

Ægir Karl Ægisson fjallaði um örnefnið Keflavík.

“Þegar orðið kefli kemur fyrir í örnefnum eins og í Keflavík er kefli vanalega talið merkja rekaviðardrumbur. Keflavík myndi þá standa fyrir víkina þar sem er mikið af rekakeflum. Það þykir mér nokkuð skringilegt að kenna Keflavíkina við rekakefli þar sem hún er hreint ekki þekkt sem góð rekafjara. Náttúruaðstæður kunna að vísu að hafa breyst og uppsafnaður reki kynni að hafa verið í fjörunni þegar landnámsmenn komu hingað og væri það skásta skýringin á nafngiftinni samkvæmt hefðbundinni túlkun.

Keflavík

Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.

Ég get þó hugsað mér aðrar skýringar, .s.s. að þarna séu annars kona kefli en rekaviðarkefli eða að nafnið sé afbökun á öðrum orðum. Kefli gæti verið afbökun á kapall, þ.e. hestur sbr. Kaplaskjól. Upp af Keflavíkinni hefðu verið geymdir hestar og hún þá verið kennd við þá og köluð Kaplavík, sem hefði síðan ummyndast í Keflavík. Þá hefur mér dottið í hug að nafnið Keflavík megi rekja til enskra duggara, sem bundið hefðu skip sín vandlega í víkinni og því kennt hana við þau digru reipi, sem til þurfti, nefnilega “Cable”-vík. Því miður er nafnið of gamallt til þess að þessi skemmtilega tilgáta fæst staðist.

Reykjanesskagi

Gamalt örnefnakort af Reykjanesskaga.

En nú hefur mér nýlega komið í hug ný skýring, sem eins og annað nýfengið er nú í uppáhaldi hjá mér. Ég var að spjala við Sigrúnu forstöðukonu byggðasafnsins um hentugar hafnir fyrir víkingaskip hér í nágrenninu. Þó að Keflavík hefði þótt skásta legan hérna austan megin á Rosmhvalanesinu þá væri Njarðvík hentugri höfn fyrir víkingaskip. Þar er nokkuð skjól og þar ætti að vera tiltölulega auðvelt að draga skip á land. Þá væri engin furða að hún væri kennd við sjálft siglingagoðið Njörð.
En svo datt mér í hug að það mætti draga skip upp Grófina, eftir lækjarfarveginum, sem þar var. Sigrún sagði þá að þar kynnu þessi kefli að hafa komið við sögu. Mikið rétt. Keflin gætu hafa verið stokkar eða hlunnar, sem skip voru dregin yfir upp Grófina, upp yfir flóðmörk. Það hefði skipið verið öruggt fyrir sjó að vetrarlagi og haft nokkuð skjól fyrir vindi af Berginu ef ekki hreinlega var reist yfir það bátahús eða naust. Keflavík væri þá víkin þar sem keflin til að draga skip á eru.”Keflavík
Rétt er að geta þess að a.m.k. þrjár Keflavíkur eru á Reykjanesskaganum; vestan við Hlein í  (Þorláks-)Hafnarbergi, neðan Klofninga í Krýsuvíkurhrauni og vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. 

Í Keflavík.Á Vísindavef Háskóla Íslands fjallar Svavar Sigmundsson um örnefnið “Keflavík. Þar segir:

Keflavík

Í Keflavík.

“Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘.
Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sú fjórða í Fjörðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Alls staðar er uppruninn hinn sami”.

-Ægir Karl Ægisson – safnvörður við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51096

Keflavík

Keflavík neðan Herdísarvíkurhrauns.

Reykjanes

Drepið á örnefni:

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

“Þegar sagt er í veðurfregnum, að djúp og kröpp lægð sé skammt undan Reykjanesi, vita sjómenn, hvað átt er við, en í máli fréttamanna og ýmissa, sem vilja þó fræða um landið, er Reykjanes alloft allur Reykjanesskagi. Ef menn vilja virða mál sjómanna og hefðbundið mál Suðurnesjamanna, segja þeir ekki, að Keflavík sé á Reykjanesi, heldur á Suðurnesjum, og ekki, að Keilir sé á Reykjanesi, heldur á Reykjanesskaga. Ég kom eitt sinn á bæ á Suðurlandi og var settur við borð með ungri konu af næsta bæ. Hún kvaðst vera frá Reykjanesi. Þetta reyndist vera nákvæm kynning; hún var nefnilega dóttir vitavarðarhjónanna á Reykjanesi. Þar undan er Reykjanesröst, og ekkert lamb að leika við fyrir sjófarendur.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Innnes.

Reykjanes í merkingunni Reykjanesskagi fór að tíðkast, eftir að Reykjaneskjördæmi varð til (það var árið 1959). Þá varð svæði þess umdæmi ýmissar opinberrar starfsemi, einnar af annarri. Ég nefni aðeins dómsmál, þar sem heitið varð Héraðsdómur Reykjaness. Heitið Dómur Reykjaneshéraðs á betur við. Brátt heyrir Reykjaneskjördæmi sögunni til, og mætti það vera tækifæri til að virða betur málfar Suðurnesjamanna í tali um Reykjanes.”

Fjölmiðlafólk fer oft villu vega og tala um Reykjanes þegar fjallað er um Reykjanesskagann. Skaginn nær yfir fyrrum landnám Ingólfs, sem úthlutaði síðan vinum og vandamönnum einstök svæði, þ.a. Herjólfi, sem fékk Reykjanes.
Þá er rétt að geta þess að Suðurnes nær einungis yfir norðvestanverðan Reykjanesskaga, en ekki Skagann allan vestanverðan.

-Björn S. Stefánsson
-http://www.simnet.is/bss/oernefni02.htm

Reykjanes

Reykjanes.