Tag Archive for: örnefni

Ófriðarstaðastígur

Gísli Sigurðsson skráði örnefni fyrir Ófriðarstaði við Hafnarfjörð.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær og var þá konungsjörð. Er talið að nafnið Ófriðarstaðir hafi komið til eftir bardaga milli enskra kaupmanna og Hansakaupmanna um yfirráð mikilvægrar verslunar í Hafnarfirði.

Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.

Ófriðarstaðir

Ófriðastaðir um miðja 20. öld.

Ófriðarstaðir var konungsjörð fram til 1804 er Bjarni riddari Sívertsen eignaðist jörðina með það í huga að reisa þar skipasmíðastöð. Bjarni átti jörðina meðan hann lifði en það voru danskir kaupmenn sem keyptu hana þá á uppboði eftir andlát Bjarna og seldu þeir svo jörðina í tvennu lagi. Til aðskilnaðar þá hélt sá hluti jarðarinnar er Árni J. Mathiesen keypti nafninu Ófriðarstaðir/Jófríðarstaðir en hinn hlutinn fékk þá nafnið „Hamar“ii. Eftir það gengu þessir jarðarhlutar kaupum og sölum þar til Hafnarfjaðrarbær eignaðist stóran hlut úr Hamri og Maríuprestaregla heilags Louis Grignion de Montfort, sem þá þjónaði kaþólsku kirkjunni á Íslandi, keypti Jófríðarstaði á árunum 1921 og 1922.

Jósepsspítali

Jósepsspítali.

Regla St. Jósefssystra studdi jarðakaupin strax með því að kaupa tveggja hektara spildu af Montfort-reglunni undir spítala og aðra starfsemi.

Jófríðarstaðir voru ein af þeim fjórum bújörðum sem Hafnarfjarðarkaupstaður stóð á. Örnefnaskráning Hafnarfjarðar fyrrum var grundvölluð á jörðinni. Hinar voru Akurgerði, Hamarskot og Hvaleyri.

Ófriðarstaðir, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. 1885 var nafninu breytt í Jófríðarstaðir, en eldra nafninu er haldið hér. Ófriðarstaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að þar var reist, og tvíbýli varð á jörðinni 1885.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir um 1855 – tilgáta. Suðurtraðir.

Ófriðarstaðatún var allstórt, umgirt Ófriðarstaðatúngörðum. Austurtúngarður lá suðaustan og austan að túninu, norðurtúngarður bak við bæinn og vestur fyrir hól, en vesturtúngarður ofan frá hól niður að Ófriðarstaðalæk, sem rann með öllu Suðurtúninu. Á Ófriðarstaðahól var mikil huldufólkstrú, og klettum og klöppum kringum hann. Brekkan suður og niður frá hólnum nefndist Kinn, allt niður að Suðurtröðum, sem enn sér merki, því traðargarðana sér enn. Meðfram læknum var Harðhaus. Þá mun þarna í Suðurtúninu hafa verið Þinggerðið.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – landamerki.

Utan austurtúngarðs var ræktun, nefndist Nýjatún. Sagnir voru uppi um, að þar hafi verið kofi, sem Skáld-Rósa átti að hafa búið í, nefndist Rósukofi. Frá bæ norður lágu Norðurtraðir í norðurtraðarhlið. Ásgatan lá frá traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási, en frá hliðinu lá Ófriðarstaðastígur niður í kaupstaðinn.
Kvíholt var í norðaustur frá bænum. Þar stendur nú Karmelítaklaustur. Neðan undir því rann Kvíholtslækur. Á fyrstu árum aldarinnar voru nokkrir bæir byggðir rétt við stíginn. Má þar nefna Ívarshús með Ívarsbæjarlóð, Klapparholt með Klapparholtslóð. Bær þessi stendur enn og var venjulega aðeins kallaður Holt.
Á Vesturhamar liggur landamerkjalínan; nefnist hann einnig Sjávarhamar, Skiphamar og Flensborgarhamar.

Steinsstaðir

Steinsstaðir.

Hamar var stór og reisulegur bær á Hamrinum. Í Hamri var bær snemma byggður, og undir aldamótin var bær byggður þar, er nefndist Miðengi. Um Hamarinn, rétt neðan við bæi þessa, lá alfaraleiðin, síðan niður af Hamrinum og eftir fjörunni suður yfir Ásbúðarlæk og áfram. Sunnan við Miðengi var bærinn Hella. Þar suður af var sjóbúðin, sem seinna nefndist Steinsstaðir, og þar sunnar Mýrarhús. Allir þessir bæir áttu sínar lóðir: Hamarslóð, sem einnig nefndist Bjarnabæjarlóð og Bjarnabær bærinn, Miðengislóð, Hamarslóð 2, Hellulóð, Sjóbúðarlóð og síðar Steinsstaðalóð, þá Mýrarhúsalóð.

Kaldadý

Kaldadý (Kaldalind) – loftmynd 1954.

Suður af Mýrarhúsum var Kaldalind [Kaldadý]. Þaðan var fyrst vatni veitt til neyzlu í Firðinum 1905. Einnig var 1891 veitt vatni úr þessari lind að gosdrykkjaverksmiðjunni Kaldá, sem Jón Þórarinsson skólastjóri setti á stofn. Frá Kaldá rann Kaldárlækur. Einnig lá Kaldárstígur frá verksmiðjunni niður að sjó.
Niður undan Hamrinum tók við Ófriðarstaðamöl og Ófriðarstaðafjara. Rétt við Hamarinn var svo Ófriðarstaðavör, og þar hjá Ófriðarstaðasjóbúð. Síðar fékk staður þessi eftirtalin nöfn: Hellumöl, Hellufjara og Hellusjóbúð og fjárhús Hellukofi. Hér í fjörunni stofnaði Júlíus V. J. Nýborg skipasmíðastöð. Hér stendur nú skipasmíðastöðin Dröfn.

Ófriðarstaðir

Hafnarfjörður á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, á árunum 1914 til 1918. Myndin er tekin ofan af Ófriðarstöðum, hæst á Ölduslóð. Séð er yfir svæði sem kallaðist Austur- og Vesturhamar en er nú Hlíðarbraut, Suðurgata og Hamarsbraut og Hringbraut. Fjörðurinn og vesturbærinn fyrir miðri mynd.

Ofan við mölina er Sjávarmýrin og efst í henni Briemstún. Gunnlaugur E. Briem ræktaði þarna tún, þegar hann var verzlunarstjóri fyrir Knudtzon. Vestar tók svo við Íshúsfjara og Íshúsmöl eftir að Aug. Flygenring reisti hér íshús.
Í holtinu upp frá Melnum var Miðaftansvarða, eyktamark frá Ófriðarstöðum. Héðan nefndist lækurinn Ófriðarstaðalækur. Vestan hans, upp við traðarhlið, var lambhúsið.
Sunnan lækjarins voru nokkuð börð, þar á meðal Gálga-torfur. Veit þó enginn deili á þeirri nafngift. Þegar kemur upp fyrir túnið, nefnist lækurinn Grænugrófarlækur, enda rennur hann hér ofar um Grænugróf. Þegar sleppir Brandsbæjarholti, tekur við Háaleiti eða Ófriðarstaðaleiti.“

Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – loftmynd frá 1937 sett yfir loftmynd frá 2024 – ÓSÁ.

Ásbúð

Gísli Sigurðsson skrifaði um örnefni Ásbúðar við Hafnarfjörð. Öll ummerki um bæinn eru nú horfin.

Ásbúð

Ásbúð.

„Þegar kom vestur fyrir Flensborgarhús, var komið að Ásbúðarlæk, sem hér rann fram í Ásbúðarós, og hér lá yfir Ásbúðarvað. Heyrzt hefur, að lækur þessi væri kallaður Flensborgarlækur.
Sunnan lækjarins og inn með honum var Ásbúð. þar var löngum tvíbýli, þó þurrabúð væri. Hétu bæirnir Sigvaldabær og Halldórsbær. Ásbúðartún og Ásbúðar-Nýjatún lágu hér kringum bæina, girt Ásbúðartúngörðum. Sunnan túnsins var svo Ásbúðardý, vatnsból bæjanna. Um aldamótin byggðist Melshús og ræktaðist Melshústún. Hér upp brekkuna var vegur lagður, Suðurgatan. Sunnan vegarins var Mómýrin eða Raftamýrin, því raftamór kom upp þarna. Gíslatún nefndist hér, eftir að Gísli Gunnarsson ræktaði mýrina nær alla, en Ólafstún var hér ofar í holtinu.

Ásbúð

Horft frá þar sem Ásbúð stóð að Flensborg og yfir fjörðinn. Í forgrunni má sjá garðahleðslur og hrunið hlaðið útihús svo þar sem Brandsbæjarlækur rann út í höfnina, þar var áður uppsátur skipa. Flensborgarskólinn þá skólahúsið nýja reist 1902. Hamarinn ber við himininn.

Niður við Ásbúðarlæk, sunnan Suðurgötu, var byggður bær, nefndist upphaflega Lækjamót, og fylgdi bænum Lækjamótalóð. Nafnið hélzt ekki við, en annað kom í staðinn, Mýrin eða _í Mýrinni“ og Mýrartún. Snemma á öldinni, sem leið, um 1835, var byggður bær hér ofan mýrar. Nefndist Melurinn. Þar var ræktað Melstún. Melsdý voru í mýrinni, litlar lindir, en rennsli frá þeim sameinaðist í Melslæknum. Neðan frá Flensborg, sunnan garða og upp með læknum, lá Melsstígur. Þar sem bærinn var byggður hafði áður verið þurrkvöllur fyrir mó úr mýrinni. Guðbrandur hét sá, er fyrstur bjó hér, því tók bærinn einnig nafn af honum, Brandsbær, Brandsbæjartún og Brandsbæjardý og Brandsbæjarlækur.“

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel – tóftir.

Í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð segir: „Ásbúð var upphaflega þurrabúð frá Ási. Þar var tvíbýli.“
Í Jarðabók inni 1703 segir: „Jörðin Ófriðarstaðir átti selstöðu … i heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður i Ássland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipstöðu eignast í Ófriðarstaðalandi sem áður greinir.“

Ásbúð

Ásbúð – loftmynd 1954.

Ás átti ekki land að sjó. Hins vegar  er líklegt, eins og að framan greinir, að bærinn hafi fengið skipsuppsátur vestast í landi Ófriðarstaða í skiptum fyrir aðgengi að vatni neðan Ófriðarstaðasels norðan Hvaleyrarvatns, reist þar sjóbúð; Ásbúð, og nafnið færst yfir á nýja bæinn þar ofan búðarinnar um og í kringum aldarmótin 1900.

Á loftmynd af Ásbúð, sem tekin var árið 1954, má enn sjá uppistandandi íbúðarhúsið, en á myndinni má jafnframt sjá hversu mikið umhverfinu hefur verið raskað á skömmum tíma.

Heimildir:
-Örnefnaskráning fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarfjörð, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
-Jarðabókin 1703.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1902. Ásbúð er nr. 5.

Flensborg

Gísli Sigurðsson skráði eftirfarandi um Óseyri við Hafnarfjörð, sem var einn þeirra mörgu dæmigerðu bæja fjarðarins frá því um aldamótin 1900, sem nú sést hvorki tangur né tetur af. Hafnfirðingar hafa, því miður, verið helst til of latir við að varðveita minjar um uppruna sinn…

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

„Óseyri var upphaflega þurrabúð. En bráðlega var ræktað út Óseyrartún, rúmlega tveggja kýrgrasvöllur. Eftir að Bjarni Sívertsen eignaðist báðar jarðirnar Hvaleyri og Ófriðarstaði var þurrabúð þessari veitt til túnsins sinn hluturinn úr hvorri jörð. Túnið var umgirt Óseyrartúngörðum; Suðurtúngarði og Vesturtúngarði. En með fram Ósnum var Sjávargarðurinn allt austur fyrir Óseyrarbæ sem stóð í austurhluta túnsins en austan hans var Óseyrarhóll. Óseyrarhúsið var reist á gamla bæjarstæðinu. Það var byggt úr viði St. James-Barkinum [Jamestown] sem strandaði suður í Höfnum.

Fyrsta nafn á þessu býli var Ósmynni og einnig var það kallað Timburmannsbær eða Timburmannshús. Munnmæli eru um býli þetta: Óseyri á tún sitt og beit utan túns fyrir hest í hafti og kýr í grind“. Þar sem kotið stoð upphaflega var lágur hóll eða bali, nefndist Kothóll.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri og Hvaleyrarlón fjær og Flensborg fremst.

Heiman frá bæ lá Óseyrartraðir út í Óseyrarhliðið á Suðurtúngarðinum. Þaðan lá svo Óseyrargatan suður um Óseyrarbankann eða Bankann en þar var vetrarstaða fiskiskipa og viðgerðarstöð lengi. Frá bænum lá Kotgatan að Óseyrarkoti sem stóð í Vesturtúninu miðju. Í kotinu bjuggu þau Skál-Rósa og Gísli maður hennar fram til 1855. Eftir það fór kotið í eyði og byggðist ekki aftur upp. Sjávargatan lá heiman frá bæ norður í Sjávarhliðið við Óseyrarvörina. Ofan vararinnar var Skiptivöllurinn og Óseyrarbúðin og vestan við vörina Óseyrarhrófið.
Austurvörin var austan í Hólnum en þar voru skipin sett upp þegar lágsjávað var eða þegar straumur var harður út úr Ósnum.

Óseyri

Óseyri – örnefni skv. skráningu Gísla Sigurðssonar.

Óseyrarósinn eða Ósinn var oft mjög straumþungur, sérstaklega var straumurinn þungur út úr Ósnum. Í gamankvæði frá 1910 er ósinn nefndur Flensborgarós. Óseyrartjörnin liggur hér með fram túninu að norðan, allt suður í Hvaleyrartjarnarós gegnt Skiphól. Vestan túnsins var í eina tíð Óseyrarreitur, fiskþurrkunarreitur, en þar vestan var Óseyrarmýri og þar var Óseyrarlindin en þangað var vatnið sótt til neyslu og Lindargata frá lindinni og heim til bæjar. Í Suðurtúngarði var upphaflega fjárhús. Seinna var því breytt og þá reis hér upp Óseyrarkotið, Nýja- eða Bærinn eins og kotið var einnig kallað en þá var húsið komið á Óseyri. Sunnan túngarðsins lá svo Alfaraleiðin.“

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Óseyri – Gísli Sigurðsson.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1909.

Varða

Þekking á örnefnum var mjög mikilvæg fyrrum – af skiljanlegum ástæðum. Sérhver bóndi þurfti t.d. að þekkja vel staðhætti á jörð sinni til að geta vísað vinnufólkinu leið að tilteknum nauðsynlegum verkefnum, allt árið um kring. Þá gátu nafnkennd landamerki ekki verið látin sitja óbætt hjá garði.

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan – stríðsminjar.

Skráðar örnefnalýsingar dugmikils fólks hafa löngum verið varðveittar og þar með hefur tilvist þeirra náð að festa í sessi, bæði þrátt fyrir og með nýbúendum einstakra jarða.
Í Hafnarfirði hafa, í gegnum tíðina, ýmst ágætisfólk verið duglegt að skrá örnefni bæjarins og nágrennis. Má þarf t.d. nefna, Magnús Jónsson, Stefán Júlíusson, Gísla Sigurðsson, fyrrum lögregluþjón og síðar forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar. Hin mikla skráningararfleifð Gísla er nú að finna, reyndar í lokuðu rými, í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Örnefni og gönguleiðir

Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd…

Sesselja G. Guðmundsdóttir er einn þessara mikilvægu skrásetjara hvað Vatnsleysuströndina varðar, líkt og sjá má í bók hennar „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)„. Ekki hefur hún einungis skráð svæðið heldur og gengið að öllum örnefnunum og lýst þeim af nákvæmni. Aðra markvissa skrásetjara á Reykjanesskaganum, þ.m.t. Vatnsleysuströnd og nágrenni, má nefna Ara Gíslason og Gísla Sigurðsson. Þá eru ótaldir öll þau er hafa annað að öðrum ólöstuðum, hvort sem þeir/þau hafa fæðst eða flust á einstakar jarðir, og nýtt tíma sinn til að skrá þekkt örnefni þeirra. Má þar t.d. nefna, óháð tíma, á vestanverðum Skaganum Sigurð Eiríksson í Norðurkoti, Leó í Höfnum, Jón Thoroddsen, Sigurð Sívertssen, bræðurna á Stóra Hólmi, Ragnar Guðleifsson og Sturlaug Björnsson, Lofts Jónssonar í Grindavík, auk Ólafs Þórarinssonar, Konráðs og Kristófers Bjarnasona í Selvogi svo fárra einna merkismanna sé getið. Einnig má nefna Ásgeir Jónsson er skráði Þingvallasvæðið og Hjört Björnsson fyrir lýsingar hans á Mosfellsheili.

Suðurnesjabær

Suðurnesjabær – minnismerki; Prestsvarða.

Á austanverðum Skaganum verður fyrst og fremst vísað til einstakra presta, s.s. á Mosfelli og Reynivöllum með vísan til skráðra „Íslendingasagna“. Þorvaldur Thoroddsen hefur auk margra annarra skrásetjara dregið fram ýmis örnefni í sýslunni í ritum sínum.
Örnefni spila jafnan mikilvægan þátt í skráningu fornleifa. Gífurlegt magn handrita hefur í gegnum tíðina verið varðveitt markvisst hjá Örnefnastofnun í gegnum tíðina þar sem Jónína og Svavar sinntu sínum daglegu störfum af áhuga og mikilli fórnfýsi. Þegar áhugafólk þurfti til þeirra að leita voru viðbrögðin jafnan; „Gjörðu svo vel, hvað get ég gert fyrir þig?“ Slík ánægjuleg móttökuorð innan geirans hafa ekki heyrst síðan Örnefnastofnun var lögð undir hina „mætu“ Árnastofnun.

Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson.

Örnefni og skráningar virðast, því miður, nú til dags, ekki alltaf fara saman þegar kemur að framangreindu. Að meginefni er a.m.k. um tvennt að sakast; annars vegar takmörkuðum skráningarmöguleikum og hins vegar hinni ágætu aðgengilegu fyrrum Örnefnastofnun við Neshaga með sínu takmarkaða húsnæði, fullnýttu skúfurými og hinum duglega mannskap, og hins vegar umfangið áður en hún var sameinuð í skrifstofu í Árnastofnun og í framhaldinu send upp í skrifstofuhróf við Laugarveg þar sem áhugsasamir þurftu að liggja löngum á dyrabjöllu inngöngudyranna til að nálgast upplýsingarnar, yfirleitt án árangurs. Hið vinsamlega viðmót starfsfólksins fyrrum virðist hafa verið látið víkja fyrir stofnanamennskunni.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1902 – herforingjaráðskort með örnefnum.

Af framangreindu að dæma hefur heldur dregið, bæði úr áhuga og örnefnaþekkingunni meðal landsmanna í seinni tíð. Landmælingar Íslands (lmi) hafa reynt að gefa út „örnefnakort“, sem bæði er þó að mörgu leyti villandi og í sumum tilvikum beinlínis röng. Í fjölmiðlanútímanum gæti fáfræði, meðal sumra, jafnvel talist kostur; því færri sem vita, því betra! Dæmi um slíkt er nýlegt manndrápsmál við Hraunhóla ofan Hafnarfjarðar er fjölmiðlafólkið kenndi við Krýsuvík. Að vísu eru Hraunhólarnir innan lands Krýsuvíkur, en reyndar á ystu norðurmörkum landareiganarinnar, víðs fjarri nafngiftinni.
Spurningin er þó hvort æskilegt sé að örnefnin munu hverfa með öllu út úr landslagsvitundinni er fram líða stundir, til ills eða góðs? Kannski þarf nútímamaðurinn ekkert á fyrrum örnefnum lengur á að halda? Snjallsíminn muni duga honum til allra þarfa? Hafa ber þó í huga að með hvarfi örnefnanna hverfur bæði hluti fornleifanna sem og sögunar.
Jafnan er sagt að fortíðin sé grundvöllur nútíðar vorrar þegar huga þarf að möguleikum framtíðar. Hafa ber í huga að á framangreindum rökum hefur Ísland verið byggt upp frá upphafi til vorra tíma.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Fornleifaskráningar bæja og sveitarfélaga hafa jafnan verið sagðar byggðar af „fagfólki“. Staðreyndin er hins vegar sú að einstök nátengd einkarekin „fagfélög“ hafa ráðið til sín nema í fornleifafræði við HÍ til sumarstarfa til að skrá fyrir sínar skuldbindingar einstök svæði. Nemarnir hafa jafnan til hliðsjónar tilfallandi örnefnalýsingar og byggja jafnan skráningar sínar á öðrum fyrirliggjandi gögnum. Til eru þó dæmi um að þeir hafi látið hjá að ómaka sig á vettvang einstakra minja og lýst þeim með fáfróðu orðaskrúði.

Í bók Sesselju G. Guðmundsdóttur „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ frá árinu 2007 er m.a. fjallað um „Arfinn“ þann er felst í örnefnunum:

Arfurinn
„Örnefni eru dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og ýmsa aðra hætti þeirra sem byggðu landið frá upphafi og til okkar tíma. Við sem erfðum landið höfum skyldur við þá sem næstir koma, meðal annars þær að vernda örnefnin og þá um leið söguna sem í þeim býr.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Örnefnafræði er grein af málfræði og er aðaltilgangur hennar að skýra nöfn, þ.e. leita uppruna þeirra. Örnefnaskýringar geta síðan varpað ljósi á hina ýmsu þjóðlífsþætti fyrri tíma. Sögnin „að örnefna“ er til og menn örnefna hóla og hæðir enn í dag þó svo að sögnin sem slík sé lítið notuð. Til gamans má geta þess að austur í Landsveit, á Dómadalsleið, er til örnefnið Boney M (nafn á popphljómsveit frá árunum um 1980). Tildrög þessa örnefnis var að fýrir nokkrum árum hitti maður ár sveitinni hörundsdökkt par þarna á bílaleigubíl og síðan þá er sandaldan kölluð Boney M! – Ekki beint þjóðlegt örnefni.

Sel

Sóleyjarkriki

Sóleyjarkriki efst. Horf frá Trölladyngju.

Flest nöfnin í hreppslandinu hafa augljósa tilvísun og þá til landslagsins — náttúrunnar — og eru því svokölluð náttúrunöfn. Mörg þeirra draga þó nöfn af bæjum, mönnum eða bústörfum.
Í örnefnum felast oft skýrar myndir, svo sem í nöfnum eins og Hrafnabjörg og Einbúi. Hvaða hugmynd skyldi fólk fá þegar minnst er á Sóleyjakrika? Að öllum líkindum mynd af einhverju fallegu eins og t.d. sóleyjabreiðum og veðursæld. Kúadalur og Geldingahóll segja til um búskaparhætti en Ólafsgjá opnar sýn inn í slysfarir og dauða.
Þau eru nokkuð mörg örnefnin í þessari kennnileitalausu sveit sem gefa fyrirheit um eitthvað tilkomumikið en standa svo lítt eða ekki undir nafni við nánari athugun. Djúpidalur er aðeins grunn uppblásin dæld í heiðinni, Fögrubrekkur eru lágt klapparholt með grasrindum og Háhólar greinast tæplega frá öðrum hólum í grenndinni. Þessar nafngiftir eru þó ofur eðlilegar enda komnar frá fólki sem hafði sjaldan eða aldrei séð „raunverulega“ dali, háa hóla né grösug og víðáttumikil beitilönd í svipmiklum sveitum.
Sum örnefnin eru illræð eða óræð og slík nöfn vekja hvað mestan áhuga. Hvað merkja t.d. nöfnin Sprengilendi og Margur brestur? Af hverju í ósköpunum heitir varða Leifur Þórður? Áhugamaður um fræðin reynir til hins ýtrasta að finna lausn gátunnar. Stundum fæst líkleg niðurstaða en í annan tíma verður gátan torræðari því lengur sem vöngum er velt.
Við ættum vissulega að leggja okkur fram um að vernda örnefnin handa komandi kynslóðum svo þær megi hafa gagn og gaman af.“

Guðni Gíslason

Fjarðarfréttir – Guðni Gíslason, ritstjóri.

Hvernig væri framtíðin án þekkingu nútíðar og vitneskju fortíðar?

Ók fyrir skömmu með ritstjóra Fjarðarfrétta um Reykjanesbrautina, Grindavíkurveginn og Suðurstrandarveginn. Ókum m.a. í gegnum Grindavík, upp Siglubergshálsinn, austur fyrir Ísólfsskála, litum [G]núpshlíð augum sem og Lat og Stóru-Eldborg. Á leiðinni báru fjölmörg örnefni á góma, s.s. Krýsuvíkurheiði, Drumbur, Drumbdalastígur, Borgarhóll, Einbúi, Gullskjól, Svartaklettur, Ögmundarstígur sem og fjöll og tindar á Sveifluhálsi.

Ritstjórinn sat þegjandi um stund, aldrei þessu vant.
Loks, eftir að hafa horft um stund á umhverfið af athygli með hliðsjón af tilfallandi skýringum, virtist hann skyndilega vakna af dái: „Vá, spyr þú mig; hversu margir landsmenn skyldu hafa áhuga og jafnvel þekkja örnefnin er fram líða stundir. Þú gætir mögulega verið sá síðasti?“…

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, bls. 11-13, 2. útgáfa 2007.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt í Vogum.

Hafnir

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði örnefnalýsingu fyrir Hafnahrepp. Hann var fæddur 12/8 1899 í Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu, og flytur að Merkinesi í Höfnum 1934. Heimildarmenn Vilhjálms Hinriks voru Guðmundur sál. Jósefsson, Staðarhóli, hreppstjóri og manna kunnugastur meðfram Ósum; Magnús Gunnlaugsson, Garðhúsum; Þorsteinn Árnason, Kirkjuvogi; allir látnir; og Ólafur Ketilsson, Kalmanstjörn, einnig látinn.

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi.

Hér verður fjallað um ströndina utan við Hafnir frá Eyjatanga að mörkum Merkiness. Auk þess verður fjallað um húsin í höfnum skv. örnefnalýsingu Hinriks Ívarssonar frá árinu 1978.

„Glöggt má sjá elju manna og tilraunir að hefta landbrot sjávarins, því víða má sjá grjóthleðslur fyrir vikum, en en allt hefur komið fyrir ekki.
Þá kemur breið vík, sem takmarkast af löngum sand- og malartanga og heitir hann Eyjartangi. Svo sem 150 metra frá landi liggur eyja frá austri til vesturs með gróðri. Eyju þessa áttu allir grasbýlismenn í Kirkjuvogshverfi. Þar var talsvert æðarvarp, sem var nytjað. (Eftir að minkurinn flæddi yfir, hefur þetta horfið að mestu.) Milli lands og eyjar þessarar liggur áll, sem fær er smærri skipum inn á Ósana um flóð, en sæta verður föllum, því strangur straumur verður þarna með fullu út- eða innfalli. Eyjan ber ekkert sérheiti – nema ef vera kynni Varpey. (Þannig nefnir Jón Víðis hana á mælingakorti af Ósum 1918.) Yzt á Eyjartanga er sundmerki Kirkjuvogssunds, hátt tré með rauðum þríhyrning. Vestan Eyjartanga er nokkuð breitt bogadregið vik, Stóra-Bót. Vestan hennar gengur löng klöpp þvert út í ósinn. Hún heitir Innri-Langaklöpp. Gegnt henni norðan við ósinn er skerjaklasi, sem fer í kaf um flóð. Er það kallað einu nafni Veggir, (líka Eggjar).

Hafnir

Á Hafnavegi 1952.

Þá tekur við mjótt vik, Svartaklettsbót, en vestan hennar er stór, nokkuð há sprungin klöpp, sem er umflotin um flóð. Hún heitir Svartaklöpp sumir Svartiklettur. Lítið vestar gengur löng, lág klöpp til norðvesturs. Hún heitir Ytri-Langaklöpp. Eftir þessari klöpp liggur hafnargarður öflugur með skjólvegg á vestari brún (allt sleipt), en beygir svo í horn til norðausturs. Móti enda þeirrar álmu garðsins er einstakt, kúpulagað sker, sem fer í kaf með hálfföllnu að. Á skeri þessu er stöng með rauðu varúðarmerki. Frá garðinum að skeri þessu munu vera um 100 metrar (nánar síðar). Vestan hafnargarðsins er talsvert sandvik nafnlaust, en afmarkast af löngum klapparana að vestan, sem heitir Þvottaklettar, og er þá komið að Kirkjuvogsvör. Þaðan hafa gengið opin skip til fiskveiða frá aldaöðli, en er nú með öllu lögð niður, eftir að aðstaða batnaði við hafnargerðina.

Örnefni með ströndinni frá Kirkjuvogsvör að hreppsmarki í Valahnjúksmöl á Reykjanesi

Hafnir

Hafnir – loftmynd 1954.

Þvert fyrir Kirkjuvogsvör liggur hátt sker, umflotið í stórstraumsflóði og fer þá í kaf. Það liggur frá norðaustri til suðvesturs og heitir Kirkjusker. Norður úr því gengur annað sker miklu lægra og heitir Flatasker. Suðvestan við Kotvog skagar stór, nokkuð há klöpp, Háaklöpp, og þar norður af Kotvogsklettar. Þá tekur við sjávarkambur, kallaður Garðhúsmöl. Þar, skammt sunnar, skagar rani fram í sjóinn, sem heitir Snoppa, og dálítið sunnar önnur klöpp, heitir hún Trollaraklöpp. Nafngift þessi gerist eftir síðustu aldamót (líklega 1912-14; vantar nákvæma heimild). Einn morgun, er fólk kom á fætur, sá það ljós fyrir neðan túnið í Réttarhúsum, og er að var gáð, stóð þar togari með öllum ljósum, stóð þar á réttum kili um háflóð. Sjór var frekar kyrr, en dimmviðri. Með útfallinu gengu skipsmenn þurrum fótum í land.
Skömmu síðar gerði mikið hafrót, og brotnaði skipið niður, en sumt var rifið. Skip þetta hét Grænland og var þýzkt – fyrsta ferð þess til veiða.

Hafnir

Frá Höfnum – Kotvogur t.v. og Kirkjuvogur t.h.

Þá tekur við lítið malarvik, sem heitir Bás. Næsta örnefni er Haugsendamöl, dálítið breitt malarvik niður undan Haugsendakampi. Svo sem 200 metrum frá ströndinni til suðvesturs er aflangt, nokkuð hátt sker frá austri til vesturs. Það heitir Markasker. Það er landamerki milli Kirkjuvogsjarða og Merkiness.

Merkines

Merkines (Steinunn Marteinsdóttir).

Aðeins suðvestar skagar langur, mjór klapparani til vesturs, ca. 600 m langur, með smáskorum yfir þvert og fer lækkandi allt í sjó fram. Þessi tangi heitir Hlein.
Skömmu eftir síðustu aldamót, 1908, vildi til það hörmulega slys, að togari strandaði í svartabyl að kvöldlagi rétt norðan nefndrar hleinar, en veður var í uppgangi á suðvestan. Um björgun var ekki að ræða, hvorki frá sjó né landi, og fórust þar allir menn. Þegar sá, er þetta ritar, kom fyrst í Hafnir, 1924, sást enn ofan á ketil skipsins um stórstraumsfjöru, og fram á þennan dag ber við, að kolamolar finnast í fjörunni. Sunnan við Hlein er lítið sandvik, Hleinarvik. Dálítið sunnar er vik inn í klappirnar. Það heitir Mönguhola. Munnmæli segja, að einsetukona hafi verið í Merkinesi (samanber síðar Möngusel), sem hélt kindum sínum þar til fjörubeitar.

Nöfn húsa, eyðibýlanöfn og afstöðulýsing í Kirkjuvogshverfi

Hafnir

Frá Höfnum.

Þegar komið er eftir þjóðveginum til Hafna, er fyrst farið framhjá býli á hægri hönd, sem heitir Teigur. Þetta er nýbýli úr landi Kirkjuvogs hins forna. Þá er Ósland á hægri, en Bræðraborg til vinstri. Þá er Sjónarhóll til hægri, en Brautarhóll til vinstri. Þar lítið sunnar var eitt sinn bær, sem hét Hraunprýði, og lítið eitt vestar var býli, sem hét Vífarskot. Á þeim rústum er nú hús, sem heitir Kalmanstunga. Móts við Brautarhól liggur vegur niður að höfninni.
Suðvestur frá Kalmanstungu er tún. Þar stóð bækorn, sem hét Bjarghús. Um 1930 og lengur var þarna fjárhús og hlaða, en allt hefur það verið jafnað út.
Samsíða veginum er markað fyrir tveimur vegastæðum og afmældar lóðir meðfram þeim fyrir smáíbúðir, og koma götur þessar til með að heita Seljavogur sú efri, en Djúpivogur hin lægri. Þrjú hús eru risin við Seljavog, en eitt við Djúpavog.

KalmannstjörnFrá vegamótum Reykjanessvegar ökum við að Kirkjuvogskirkju. Þá er fyrst við beygju vegarins á vinstri hönd Jaðar. Þá er Garðbær fjær veginum og Kirkjuvogur, en uppi á hæðinni móti kirkjunni er Traðhús. (Gamli Kirkjuvogur stóð gegnt kirkjudyrum, en var færður 1943 þangað sem hann stendur nú.) Meðfram norðursíðu kirkjugarðsins stóð nokkuð stórt timburhús, sem hét Norðurhús, en var rifið 1929 og endurbyggt í Keflavík.
Kirkjuvogskirkja var á öldum áður norðan við Ósa í Vogi, en sökum sjávarágangs og landbrots flutt á hól þann í Kirkjuvogi, sem hún stendur enn á. Ekki er öruggt með, hvaða ár þetta hefur verið gert, en sr. Jón Thorarensen fullyrðir, að það gerist fyrir 1575. (Vilhjálmur Hákonarson byggði þessa kirkju 1861).
Ef við erum stödd við höfnina, förum við veg, sem liggur eftir endilöngu hverfinu. Verður næsta hús Höfn, þá Bakki, Sólberg, Sólbakki, en Kirkjuból heitir húsið á götuhorninu og uppi á hólnum sjávarmegin (nú) Hóll (áður Staðarhóll).
Öll þau hús, sem nú hafa verið nefnd, eru byggð á landhluta, sem hét Búðabakki. Öll þessi hús eru á hægri hönd.
Til vinstri eru tún, sem skipt er í skákir. Austast er Hjallatún, þá Kotvogstún, en syðst gengur horn eða tunga, sem er hæst, og heitir það Akrar. Þar eru oft haldnar álfabrennur á gamlárskvöld eða þrettánda.

Hafnir

Kirkjuvogur og Kotvogur 1873.

Nú höldum við yfir vegamótin og eru þá miklar frystihúsbyggingar, þar á meðal geysistór bygging hlaðin úr holstein, en aðeins tóftin ein. Frystihús þetta hefir oft skipt um eigendur, en var byggt upphaflega 1943 af hreppsbúum. Síðasta nafn hlutafélags þess, er átti húsið, var Hafblik h/f.
Vestar á sjávarbakkanum er Kotvogur og er hann nú ekki nema svipur hjá sjón. Fyrr á tímum var þetta stórbýli. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið í Kotvogi, sem var timburhús. Þar fórst í eldinum Helgi Jónsson, kenndur við Tungu, þáverandi eigandi Kotvogs, og dóttir hans 7 ára, ásamt Guðjóni Guðmundssyni, sem var vinnumaður Helga. Stórt timburpakkhús var austast og fjarst eldinum og sakaði ekki. Þetta hús var síðar innréttað og er enn í dag íbúðarhús.

Hafnarétt

Hafnarétt.

Nú ökum við áfram framhjá timburhúsi með kvist til suðvesturs. Þetta er á vinstri hönd og heitir Vesturhús. Þá er Staður og aðeins fjær Grund. Aðeins austar stóð lítið hús fram yfir 1940, sem hét Tunga.
Þegar við höldum áfram, er næst á vinstri hönd Sólvellir (steinhús), en á hægri hönd er nokkuð stórt steinhús. Það er Staðarhóll. Þá er næsta hús sama megin, steinhús, Garðhús, og aðeins nær sjónum timburhús, sem flutt var á þennan stað fyrir fáum árum. Það heitir Sólheimar og þar næst einnig aðflutt timburhús, sem heitir Garður. Tún liggur milli sjávar og þessara húsa, sem nefnt er Garðhúsatún, og milli þess og Kotvogs er túnspilda, sem nefnd er Danskhúsavöllur. Rétt á móti Staðarhól er rofið og ónýtt lítið timburhús, sem hét Klöpp, og tímaspursmál, nær það verður afnumið. Túnin á vinstri hönd eru í ótal skákum og breytast nöfn þeirra mjög eftir eigendum þeirra hverju sinni, en þó eru tvö nöfn, sem haldast enn, Skák, sem nær rétt að skólanum, sem var, heitir Faxagerði, og annað tún litlu vestar heitir Miðmundakrókur.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Nú eru þrjú hús ótalin á vinstri hönd. Þá er næst Hvammur, póst- og símstöð. Lítið eitt fjær veginum Nýlenda og þar rétt vestar Ragnheiðarstaðir. Þeir standa í samnefndu túni. Sjávarmegin við Garðhús er klapparhóll grasi vaxinn, sem heitir Bóndhóll. Fyrir tæpum mannsaldri byggðu sér bæ á hól þessum hjón þau, sem hétu Guðmundur Salómonsson og Sigurlaug Þórðardóttir. Settust þau þar að, en höfðu skamman tíma verið þar, er þau fluttu þaðan og gengu svo frá, að ekki sér verksummerki. Fátöluð voru þau hjón um orsök þess, en þeir, sem kunnugastir voru þeim hjónum, gáfu í skyn, að þeim hafi ekki verið vært þar, og ollu því draumar tveir og jafnvel sýnir. Síðan hefur aldrei verið hróflað við neinu á hól þessum.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Suðvestan við Garðhúsatún er talsverður túnblettur og vestan til í honum miðjum var bækorn fram yfir 1930. Þar bjó Vilhjálmur Jónsson. Bærinn hét Í Görðum, en í daglegu tali Villabær. Út við veginn innan túnsins var lægð ofan í klöpp og hélzt þar oft vatn í með ólíkindum, þó þurrkar væru. Þetta heitir Prettur. Enn er túnskák vestur af Villabletti. Hún tilheyrir Kotvogi, en er nafnlaus. Hér endar vegurinn, en við sjáum mikla grjótgarða og innan þeirra er tún.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Í því nær miðju var eitt sinn bær, sem hét Réttarhús. Jörð þessa keypti eigandi Nýlendu, en bæjarrústir jafnaðar út.
Þar skammt suðvestur af eru rústir af bæ, sem hét Vallarhús. Hann mun hafa farið í eyði upp úr aldamótum síðustu. Nú fyrir fjórum árum var byggður þarna sumarbústaður.
Vorhús voru rétt hjá Ragnheiðarstöðum; nú er þar skúr.
Þá taka við Haugsendar. Þar kvað hafa verið byggð fyrir ævalöngu, en enginn veit nú, hvar sá bær hefur verið. Máske sjór hafi brotið upp land, eins og víða gerist hér með ströndinni, en geta má þess, að svo sem 150 metrum suðvestur frá horni garðlags þess, er liggur frá Bræðrum og niður undir sjó, má sjá, sjávarmegin við veginn, litla rúst, svo sem grænan hrygg, og ef vel er gaumgæft, sést móta fyrir garðlagi niður að sjó.“

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir – Merkinesi í Höfnum,17/4 1978, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.

Hafnir

Kirkjuvogskirkja 1970.

Krýsuvíkurheiði

Jafnan, þegar heyra má spurninguna um hvaðan örnefnið Krýsuvík (Krísuvík) sé upprunnið, verður jafnan fátt um svör. Getgátur eru leiddar fram, en fáar áreiðanlegar. En hver er þá merkingin Krýsuvík og hvar er örnefnið Gullbringu að finna í sýslunni, sem hún dregur nafn sitt af?

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Við þessari spurningu svarar Svavar Sigmundsson hjá Örnefnastofnun Íslands með eftirfarandi hætti: „Alexander Jóhannesson skrifaði 1929: Über den Namen Krísuvík. Mitteilungen der Islandfreunde XVII:36-37. Ásgeir Blöndal er ekki trúaður á það sem A.J. heldur fram að nafnið sé dregið af nafni konu, sbr. fhþ. Crisa, heldur sé það tengt lögun víkurinnar og í ætt við krús (3) og krúsa; af germ. *kreu-s- ‘beygja’ og hann skrifar það Krýsuvík (Íslensk orðasifjabók, 512). Önnur Krísuvík er í landi Þorsteinsstaða í Grýtubakkahr. í S-Þing. en þar er engin Gullbringa. Ég hef skrifað eitthvað um Gullbringu á Vísindavefnum 13.3. 2002. Annað man ég ekki að nefna, en ég aðhyllist frekar skýringu Ásgeirs Blöndals en Alexanders.“

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Ef skoðaðar eru gamlar orðabækur og orðatiltæki kemur í ljós að „krýs“ táknar einfaldlega grunn skora í ask, sbr. grunn vík. Þar mun og fyrrum, að öllum líkindum, hafa verið grunn vík neðan við þar sem nú eru tóftir „Gömlu Krýsuvíkur“, þaktar hrauni, en tóftir hinna gömlu bæjarhúsa standa þar enn, órannsakaðar að mestu.

Gullbringa

Gullbringa.

Aðrir hafa velt fyrir sér langsóttari skýringum sbr. vangaveltum Alexanders Jóhannessonar frá 1929 og jafnvel lýsingar Skugga (Jochums). Eins og fram kemur hjá Svavari þá áætlar Ásgeir Blöndal nafnið út frá lögun víkurinnar og nafnið sé í ætt við krús og krúsa (Íslensk orðasifjabók) og er það í ætt við aðrar fornar orðskýringar. Jarðfræðiathuganir á svæðinu benda til að þarna hafi fyrrum verið vík inn í landið, enda gamlir sjávarhamrar langtum ofar.

Bringur

Bringur í Mosfellssveit.

Áður en hraunið rann 1151 og fyllti víkina hefur landslagið litið öðruvísu út. Þarna hefur væntanlega verið góð landtaka undir hömrunum, gróið í kring þar sem nú standa Húshólmi og Óbrinnishólmi skammt vestar, upp úr. Stutt hefur verið í fiskimið og nægur fugl í björgum. Beit hefur og verið væn, bæði fjær og í fjöru, og nægt vatn í brunnum. Þarna hefur verið, og er reyndar enn, mjög skýlt í norðanátt og austanáttin, rigningaráttin, er ekki til vansa.

Krýsuvík

Grein Árna Óla um Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins 1932.

Gullbringunafnið er til a.m.k. á tveimur stöðum í sýslunni, og það er einnig til í Kjósasýslu, sbr. Bringur eða Gullbringur norðaustan undir Grímarsfelli, efst í Mosfellsdal. Sumir telja Gullbringunafnið komið frá lágreistu keililaga sandfelli (Gullbringu) austan Kleifarvatns, en aðrir segja það vera á hlíðinni allri austan þess, „enda glói hún sem gull er kvöldsólin fellur á hana handan Hádegishnúks (Miðdegishnúks) [á Sveifluhálsi]. Þeir, sem komið hafa að austan snemmmorguns, með morgunsólina að baki, sjá þvert á móti Sveifluhálsinn gullglóandi við þær aðstæður. Sennilega getur allt landslag á Reykjanesskganum fallið undir framangreinda skilgreiningu því kvöldsólin, og reyndar morgunsólin líka, lita jafnan umhverfið gylltum litum undir þeirra síðustu morgna og kvölds þegar aðstæður haga þannig til. Raunverulegrar (upprunalegrar) nafngiftar er því sennilega að finna annars staðar á landssvæðinu og í öðru en sólargyllingunni, enda endurspeglast hún í sömu lögmálum sínum um allt land, óháð stað eða tilteknu svæði.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi:
„Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum.

Húshólmi

Neðan við gamla Krýsuvíkurberg í Ögmundarhrauni.

Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið Crisa, fornháþýskt kvenmannsnafn (Über den Namen Krýsuvík. Mittelungen der Islandfreunde 1929, bls. 36-37). Líklegra er þó að nafnið sé dregið af germanskri rót sem merkir ‘beygja’ og hafi vísað til lögunar víkurinnar (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 510 og 512)“.

Krýsuvík eða Krísuvík?
Engin vík heitir nú Krýsuvík þar sem Ögmundarhraun rann yfir bæinn Gömlu-Krýsuvík og út í víkina fyrrum. Næsta vík austan við er nefnd Hælsvík en ekki er vitað hversu gamalt það nafn er eða hvort hún var hluti Krýsuvíkur.

Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir mér því réttara að skrifa Krýsuvík. Þjóðsagan um Krýsu eða Krýsi og Herdísi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (2. útg. I:459-461) er vafalítið til orðin út frá nöfnum víkanna.“ Öll tilvitnuð forn skrif fyrrum voru „krysuvik“.

Reyndar er til ein mjög líkleg skýring á nafngiftinni. Í dönsku er til orðið „krys“, sem merkti „grunn skora“, s.s. í ask. Orðið þýddi og „grunn“, t.a.m. grunn vík“, sem Krýsuvík var fyrrum. Fólk hefur gjarnan ruglað saman orðunum „krís“ og „krýs“. Hið fyrrnefna stendur fyrir deilur eða ástand, en hið síðarnefnda fyrir vog eða skoru í ask.

Heimildir m.a.:
-Örnefnastofnun – http://www.ornefni.is/d_skoda.php
-Orðabók M&M.
-Orðsifjabókin.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6532

Skilaboðavarða

Skilaboðavarða millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.

Geldingadalur

Í tveimur örnefnalýsingum fyrir Hraun í Grindavík má m.a. sjá örnefnið „Geldingadalir„. Fyrri lýsingin er höfð eftir heimildarmönnunum Gísla Hafliðasyni, bónda á Hrauni, og Guðmundi Guðmundssyni, bóndi á Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði:

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli. Merardalir nær.

„Norður frá Langahrygg og Borgarfjalli er hækkandi allmikið fjall, hið stærsta að flatarmáli á þessum slóðum. Á því og í sambandi við það er þegar komið nokkuð af nöfnum, og verður nú tekið meira af því. Sunnan undir Meradölum, sem fyrr var getið og norðan Langahryggs, er Stórihrútur. Sunnan hans er Langihryggur hæstur, og þar austur af, á norðurenda Einihlíða, er Litlihrútur.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall og nágrenni – örnefni.

Lægð þar norðar heitir Einihlíðarsandur. Langihryggur nær að Stóra-Leirdal, en Einihlíðar ná að Litla-Leirdal Litlihrútur er grjótmóaþúfa. Einihlíðarnar eru talsvert grónar. Eins og fyrr segir, er vinkillinn vestur af Borgarfjalli nefndur Nátthagakriki. Þar upp af í fjallinu er grasflöt, sem heitir Selskál. Sunnan undir henni á sléttunni er nokkuð stór melhóll, sem heitir Einbúi og fyrr er getið. Þar upp af er Mátthagaskarð. Á austanverðu Fagradalsfjalli er hóll, sem heitir Stórhóll, rétt vestur af Nátthagaskarði. Norður af honum er laut og svo djúpir dalir með grasflöt, nefndir Geldingadalir. Þar er þúst á flöt, og er sagt, að þar sé Ísólfur á Skála grafinn. Vildi hann vera grafinn, þar sem geldingarnir hans hefðu það bezt. Norður af þeim er hnúkur, hæsta hæðin á fjallinu, og heitir þar Langhóll. Vestasti hluti fjallsins er nefndur Kast. Þar norður með hlíðinni, allhátt, eru grasgeirar nefndir Fremstidalur, Miðdalur og Innstidalur. Þetta eru ekki raunverulegir dalir, heldur brekkur og kvosir.“
Framangreind dys Ísólfs var hraunhóll í miðjum vestasta dalnum, en hún er nú horfin undir hraun.

Síðari lýsingin er skráð af Lofti Jónssyni í Grindavík:

Fagradalsfjall

Merardalafjall og Merardalir. Stóri-Hrútur t.h.

„Austan undir Borgarfjalli og á milli þess og Langahryggs er Nátthagi. Þetta er nokkuð breitt skarð á milli fjallanna og við suðurenda þess er Drykkjarsteinsdalur. Austan undir Fagradalsfjalli og norðan við Nátthagaskarð og í austur frá Stórhól er smáás og heitir Nátthagaskarð. Þar norður af eru Geldingadalir. Smádalkvosir grónar nokkuð. Þar er sagt að Ísólfur, fyrsti ábúandi á Ísólfsskála, sé grafinn og hafi hann viljað láta grafa sig þar sem geldingarnir hans höfðu það best.

Geldingadalur

Geldingadalur fyrir gosið 2021.

Norðaustur frá Langhól er lítið fell fast við Fagradalsfjall sem heitir Kálffell. Norð-norðaustur af Langahrygg er Stóri-Hrútur og síðan þar norður af Meradalir. Þetta eru gróðurlitlar leirflatir. Þar norður af eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell í austur frá Langhól. Norður af Meradalshlíðum er Litli-Hrútur og þar norður af er Litli-Keilir.
Þaðan í norðaustur er Keilir, alþekkt fjall. Austan undir Kistufelli er smáhryggur sem nefndur er Rjúpnahryggur. Þarna eru víðast hraun á milli fjallanna og örnefnalaust.“

Rétt er að geta þess, að gefnu tilefni, þótt örnefnið „Geldingadalir“ hafi verið skráð er þar um að ræða þrjár samliggjandi dalkvosir í Fagradalsfjalli, milli Langhóls og Langahryggs. Eldgos það, sem flestir virðast hafa áhuga á um þessar mundir, er einungis ofan við eina kvosina og því er ekki úr hæfi að nefna hana Geldingadal. Réttnefni á nýja hrauninu, til heiðurs dys Ísólfs af Skála, sem nú er endanlega horfin undir það, væri því „Geldingadalshraun“ eða „Geldingahraun“.

Sjá ýmsar MYNDIR af eldgosinu í Geldingadal.

HÉR má sjá eitt streymið af mörgum af eldgosinu….

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall. Nauthólar nær.

Ósabotnar

Í Faxa 1984 fjallar Jón Thorarenssen um „Örnefni með ströndinni frá Básendum suður um Ósabotna og Hafnir og allt suður að Skarfasetri á Reykjanesi„.

„Árbók Ferðafélags Íslands 1984 er helguð Reykjanesskaganum vestan Selvogsgötu og mun þá átt við Selvogsgötu í Hafnarfirði.
ÓsabotnarÁður fyrr höfðu Selvogsbúar mikil verslunarviðskipti í Hafnarfirði og munu hafa komið af Selvogsheiði niður á þessa Hafnarfjarðargötu er þeir fóru í kaupstað og ber hún síðan nafn þeirra.
Öll er Árbók þessi hin vandaðasta að efni og útliti og hin forvitnilegasta fyrir okkur Suðurnesjamenn. Höfundar eru fjórir, þeir séra Gísli Brynjólfsson, vel þekktur hér á Suðurnesjum, hann skrifar um byggðir Suðurnesja. Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar kaflann „Um heiðar og hraun“. Hann er mjög kunnur jarðfræði Skagans hefur lengi stundað þar rannsóknir. Þá skrifa náttúrufræðingarnir Hörður Kristinsson og Arnþór Garðarsson í ritið. Hörður um gróðurskilyrði en Arnþór um björgin og fuglalíf, sem er fjölskrúðugra hér en víðast hvar annarsstaðar á landinu. Ég hvet Suðurnesjabúa til að eignast og lesa þessa ágætu Árbók.

Leiran

Leiran – uppdráttur ÓSÁ.

Við sem búum norðanverðu á Skaganum erum flestir kunnugir þeim miklu athöfnum og jarðarbótum sem Hestamannafélagið Máni hefur unnið að. Iðgræn tún hylja nú stór landssvæði, sem áður voru fokmelar vegna hrjúfra handa er þar höfðu um gengið. Svipað má segja um Leiruna þar sem Golfklúbbur Suðurnesja hefur gert stórvirki í fegrun og ræktun lands sem bændur höfðu yfirgefið þar sem aðal afkomuleið Leirubúa, fiskveiðar, var brostin en landkostir rýrir.
Ég vona að séra Gísli Brynjólfsson bregðist ekki illa við þó að ég taki hér upp eftir honum þar sem frásögn hans um Leiru hefst.
Leiran„Miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála liggur við sjávarsíðuna Leiran, sem er eitthvert það besta fiskiver, með því að þar má sækja sjó á báðar hendur“ segir í sóknarlýsingu 1839. En nú mun langt síðan nokkurri fleytu hefur verið róið til fiskjar úr Leirunni enda hefur hún sannarlega fengið öðru hlutverki að gegna en sjósókn nú hina síðari áratugi. En fyrst nokkur orð um byggðaþróun í Leirunni samanborið við næsta nágrennið, Keflavík. Árið 1816 bjuggu 54 menn á 6 heimilum í Leiru en 39 menn á 3 heimilum í Keflavík.
Árið 1880 voru nákvæmlega jafnmargir íbúar í Keflavík og Leiru eða 154. Nú búa 2 menn í Leirunni en í Keflavík eru íbúar 6747.“
Þessi stutta tilvitnun í Árbókina sýnir okkur glöggt hve sveiflurnar í tilverunni eru hraðar. Það sem var brúnn melur í gær getur verið iðgrænt engi á morgun og sjórinn sem var fullur af lífsbjörg á báðar hendur fyrir fáum árum er sem dauðahaf í dag. Allt er þetta athöfnun okkar mannanna að þakka eða kenna. Hugsum því fyrir morgundeginum.“ – J.T.

Básendar 1726

Básendahöfn 1726.

„Skúli Magnússon, landfógeti, segir í sýslulýsingu sinni um Básenda: „Verzlunarhöfnin Básendar er í Stafneslandi. Þar er höfn 2 skipum á milli lands og skerjagarðsins, en þó hættuleg, einkum í véstanstormum, þegar hásjávað er.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Nokkur skip hafa farist þar, einkum fyrrum, enda var ekki siglt á þessa höfn um hríð. Höfnin er því eigi örugg, nema um hásumar og með því að nota járnhringa þá, sem reknir hafa verið bæði í kletta í skerjagarðinum, og í jarðfasta fjöruklettana. Eru þeir festir með blýi, svo að hægt sé að binda skipin í þá. í innra skipalæginu eru 4 járnhringar og 3 í hinu ytra. Í fyrrnefndu skipalægi er dýpið 2 1/2 faðmur um fjöru, en 4 1/2 faður í hinu síðarnefnda. Þarna hækkar og lækkar í sjónum um 9 fet, þegar stórstreymt er. Innsiglingin er hættuleg, og verður að gefa nánar gætur að siglingamerkjunum á landi. Kringum hinar lágu klappir, sem verzlunarhúsin standa á, er allt þakið svörtum sandi, og eru aðstæður því illar til fiskverkunar“.

Þórshöfn

Þórshöfn – loftmynd.

Nokkru sunnar er Þórshöfn. Þar er hin forna höfn verzlunarskipa á síðari hluta 19. aldar. Samkvæmt lýsingu Skúla fógeta, er leiðin 170 faðmar inn, en breidd 51 faðmur, ef skip rista 6 fet. Þessi höfn var notuð er Hansakaupmenn og Þjóðverjar ráku verzlun hér, en árið 1601 var síðasta verzlunarár brim væri, því að skerjagarður að þeirra þar.

Þórshöfn

Þórshöfn.

Flest gátu 5 skonnortur legið þar í einu, allar bundnar. Þarna í Þórshöfn gerðist sá atburður á árunum 1890-1895, að útvegsbændur á Suðurnesjum komu þar saman til þess að ræða fiskverð. Segja má að hér hafi verið eins konar upphaf íslenzkrar kjarabaráttu sjómanna um fiskverð. Þarna var mættur Ketill dbrm. í Kotvogi með sonum sínum og Salómon Björnsson frá Kirkjuvogi, Einar Sveinbjörnsson í Sandgerði, Jón Sveinbjörnsson frá Húsatóftum, Magnús Bergmann í Fuglavík, og úr Grindavík Sæmundur Jónsson og Tómas Guðmundsson.
Rétt austan við Þórshöfn er Hvalvík og Hvalvíkurhólmi þar ytra. Nokkru austar og innar er komið að hinum gamalkunna og merka stað Bárðarvör (sjá Útnesjamenn), sem áður var stundum kölluð Prestatorfa, þegar Hvalsnessprestar þjónuðu Kirkjuvogssókn, en Hvalsnes var lagt niður sem prestsetur árið 1811.

Einbúi

Einbúi.

Fram til þess tíma var Bárðarvör ferjustaður Hvalsnesspresta yfir Ósana í Kirkjuvogsvör, og þessa leið notaði síra Hallgrímur Pétursson stöðugt á árunum 1644-1651, þegar hann þjónaði Kirkjuvogskirkju frá Hvalsnesi. Eftir það var Bárðarvör kölluð Grímsvör um tíma, en það nafn hvarf fljótt og frá síðustu aldamótum er óhætt að segja, að vörin hafi aldrei verið kölluð annað en Bárðarvör. Bárðarvör er smá vík, er skerst inn norðan við Einbúa, sem er hár hringmyndaður grashóll, og sést víða að, bæði á landi og af sjó, og er því mikið kennimerki sjósóknarmanna.
Fyrir utan Bárðarvör er Hestaklettur (sjá Útnesjamenn), stór og mikil klettaborg. Við austurhorn Hestakletts var ætíð farið, þegar ferjað var yfir Ósa. Á austurhorni Hestakletta sitja ætíð dílaskarfar og blaka vængjum til að þurrka sig.

Vörðuhólmi

Einbúi og Vörðuhólmi.

Nokkuð austur af Hestakletti er Selsker, hættulegt sker. Það er alltaf talið hættulegt að fara nærri því. Þar drukknaði síra Árni Hallvarðsson og sjö manns með honum 31 . marz 1748.
Einbúi er eins konar löng eyja frá norðri til suðurs og umflotin sjó, en á f jörum má víða vaða yfir rásina, sem umlykur hann, en strax með aðfalli er það ekki hægt.

Vörðuhólmi

Varða á Vörðuhólma.

Suðurendinn heitir Vörðuhólmi. Við suðurenda hans fellur sjór með útfallinu frá þessari löngu eyju, en skammt frá er Runkhólmi, svo þrengslin verða mikil með útfirinu í þessum þrönga ósi, og beljandinn ofsalegur, en stórsteinar, strýtumyndaðir, hér og þar í botninum, svo að þetta ér stórhættulegur staður fyrir báta. Einu sinni fór ég niður þennan ós, einn á tveggja manna fari. Ég var að grafa sandmaðk og mig langaði að fara niður beljandann. Ég hef líklega verið 16 ára, sterkur og liðugur þá, og mér fannst ég geta allt. Þar hallaði niður í ósinn eins og brekku. Ég lagði í ósinn, en straumkastið tók strax af mér ráðin og fyrir Guðs mildi slapp ég lifandi, en ég skammaðist mín mikið fyrir þetta tiltæki. Það er fyrst nú að ég segi frá þessu, sem gerðist fyrir 65 árum.
Fyrir utan Runkhólma er svokallaður Síðutangi, þá Skotbakki. Að Síðutanga og Skotbakka bárust hlutir eða partar úr hinu fræga strandi „James Town“. (Við Einbúa og Skotbakka var ágætur maðkasandur).
Fyrir austan Skotbakka er svo Gamli Kirkjuvogur, sem hét fyrrum Vogur á Rosmhvalanesi, vegna þess, að öll ströndin frá Stafnesi, inn með öllum Ósum að Hunangshellu er á Rosmhvalanesi. Það sýnir bezt breytta landskosti í tímanna rás, að Espólín segir frá því í 2. deild Árbókarinnar, að árið 1467 hafi Björn Þorleifsson, hirðstjóri, selt Eyjólfi Arnfinnssyni nokkrum Voga á Rosmhvalanesi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Í jarðabók Árna Magnússonar segir að 1703 hafi Gamli Kirkjuvogur legið í auðn lengur en 120 ár, en það bæjarstæði var í Kirkjuvogslandi. Af þessum orðum Árna Magnússonar, að bæjarstæðið hafi verið í Kirkjuvogslandi má ætla, að landamerkin milli Stafness og Kirkjuvogs hafi ekki verið um Djúpavog, heldur um Bárðarvör, eða Runkhólmaós, þó kannski heldur, eftir því sem gamalt fólk í Höfnum og fóstri minn, Ketill, töluðu um.
Fyrir innan Gamla Kirkjuvog kemur svo Djúpivogur, þar næst Beinanes, þá Seljavogur, þá Stóra-Selhella, þá Stóru-Selhelluvogur, þá Litla-Selhella, þá Litlu-Selhelluvogur, þá Brunnvogsklettar, þá Steinbogi og svo loks hin fræga varða Hunangshella, sem nú er hálf hrunin og brot af vörðunni eftir.

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Hér endar Rosmhvalanes, því að Hunangshella var og er landssvæðavarða. Lína sem hugsaðist dregin frá Hunangshellu í Háaleitsþúfu (var norðaustast á Keflavíkurflugvelli, en er horfin nú), og frá Háaleitisþúfu í Duusgróf í Keflavík. Allt fyrir norðvestan þessa hnu er Rosmhvalanes. Það er stór hluti Reykjanesskagans.

Hunangshella

Hunangshella.

Hunangshella dregur nafn sitt af sögu, sem prentuð er hjá Jóni Arnasyni, þjóðsagnasafnara, (1. b., bls. 613). Það var skrímsli grimmt, hættulegt og skotharðast allra dýra. Maður einn tók sig til og bar hunang á helluna, því óvætturin var sólgin í það. Maðurinn lá svo í leyni þar hjá. Óvætturinn kom og tók að sleikja hunangið af hellunni. Þá skaut maðurinn skrímslið með vígðum silfurhnöppum. Það hreif. Síðan heitir staðurinn Hunangshella. Hjá Hunangshellu endar Rosmhvalanes, eins og áður er sagt.
Hjá Hunangshellu enda Ósabotnar. Hunangshella er merkur staður. Varðan þar í hellunni er í ólagi. Ég skora á útivistarmenn eða einhver félagasamtök, eða Lionsmenn á Suðurnesjum, að reisa þessa gömlu vörðu við á björtum og blíðum sumardegi. Það er ræktarsemi við gamla tímann og virðing fyrir hinum gömlu landamerkjum Suðurnesjamanna, sem eru milli Rosmhvalaness og Reykjanes skagans. Ennþá eiga Suðumesin gott fólk, hraust og afkastasamt til að gera þetta.

Hunangshella

Varða á Hunangshellu.

Þegar farið er frá Hunangshellu suður koma næst Þríhólar þá Leirdalur og Leirdalshólmi, þá Stekkir, Stekkjarnes og Stekkjarneshólmar, þá Hellisvik, innan við Hellishæð (hjá Hellisviki beið Oddur V. Gíslason eftir því að Anna Vilhjálmsdóttir kæmi til sín á vökunni 30. des. 1870). Þá kemur Torfdalsvík síðan Torfdalur, þar á tanganum er hin ævaforna sundvarða sveitarinnar. Þá kemur Maðkasandur, Maðksandsklöpp, þá Bótin, Langaklöpp, Svartiklettur, síðan Þvottaklettar, sem eru austan við Kirkjuvogsvör. Nú er þar ekkert skip og engin mannaferð.

Hafnir

Hafnir – spil við Kirkjuvogsvör.

Kirkjuvogsvör má muna sinn fífil fegri, þegar um og yfir 100 ungra manna réru úr vörinni á hverjum róðrardegi á vertíðum. Upp af Kirkjuvogsvör voru tvö naust, austurnaust, sem voru víð og stór og rúmuðu marga teinæringa, og svo vesturnaust, sem rúmuðu í mesta lagi þrjá teinæringa. Bæði voru þessi naust vel varin fyrir sjógangi, veðrum og vindum. Fyrir vestan og utan Kirkjuvogsvör er Kirkjuskerið, stórt sker og hátt, sem er aðalskjólið fyrir Kirkjuvogsvör og hlífir henni í briminu. Þar utar, en fast við Kirkjusker, er Flatasker, sem hlífir sömuleiðis. Með aðfalli fór strax að koma lá í Kirkjuvogsvör, þegar Flatasker var komið í kaf. Kirkjuvogssund er langt. Sundið er tekið þegar Bælið er um Junkaragerði, en Keilir um Svartaklett. Þegar komið er inn fyrir Flataskersenda og Einbúa og Kiðaberg úti á Stafnesheiði ber saman, þá er vinkilsnúið inn í vörina.

Hafnir

Við Kotvog.

Ingigerður Tómasdóttir, húsfreyja í Kotvogi, d. 1804, sagði, að full sáta af heyi hefði fengist síðast af Kirkjuskerinu og grastónni þar, sem síðast var á kollinum á skerinu. Sömuleiðis hefði í þá tíð varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og heimatúnsins. Nú er þar stórt og breitt svæði. Sýnir þetta hver ósköp landið hefur eyðst á liðnum tímum.
Vestan við Kirkjuvogsvörina eru Þvottavötnin, bergvatnsuppspretta úr lágri klöpp. Þar var ætíð skolaður þvottur og þvegin ull. Þá kemur sker fyrir vestan, sem heitir Fúsi, sem við krakkarnir veiddum við varaseiði. Músasund heitir sundið á milli Kirkjuskersins og lands. í sundinu er smá sker, sem heitir Árarbrjótur, smá tangi á móts við Kotvog. Hola nefnist lendingin fyrir neðan Kotvogsbæinn. Þá kemur Skellisnoppa vestar, sker sem brim skellur mikið á, en í mínu ungdæmi kallað Skellir, hitt nafnið mun eldra. Við Skelli er bundin smá frásögn, er nú skal greina: Árið 1912, seint í maí, var sem oftar háskólaborgari einn gestur í Kotvogi nokkrar nætur. Dýrafræði og grasafræði voru eftirlætisgreinar hans. Hann eyddi dögum sínum seint og snemma í fjörunni.

Kotvogur

Kotvogur.

Dag einn, er var orðið nokkuð hásjávað, sá hann steypireiði mikla koma á mikilli ferð að sunnan og þræða rétt utan við ystu sker. Kom hún rétt af Skelli, vinkilbeygði þar og tók stefnu norður og djúpt út af Stafnestöngum, og svo var ferðin mikil á skepnunni, að hún var brátt horfin úr augsýn norður í Nesdjúpið svokallaða. Þennan dag var hányrðingur, ládeyða og hreinviðri. Nú hafa þessi dýr verið svo ofsótt, að þau þræða ekki við ystu sker Íslands lengur.

Merkines

Sjávarhús við Merkines.

Sunnan við Skelli og lengra úti eru Hásteinar, sérstæðir klettar, sem ekki sjást nema um stærstu fjörur. Þar hafa skip oft farist, og árið 1872 varð þar skipsskaði og manntjón frá Kirkjuvogi í tíð Þórunnar Brynjólfsdóttur, er átti skipið og gerði það út (sjá Rauðskinnu, Guðmundur í Réttarhúsum, stórmerk frásögn). Sunnar í fjörunni, Snoppa, stór klöpp ofarlega í fjörunni, með djúpa sprungu eftir endilöngu í áttina til hafs. Fyrir neðan Snoppu er brúðhjónasæti álfanna í klettahrygg þar. Sunnar eru svo Haugsendafjörur þar var þangskurður ágætur og var ég þar oft í þangfjörum á unglingsárum mínum. Þar er Markasker og Haugsendavarðan aðeins sunnar uppi á kampinum. Hún er sundmerki fyrir Merkines, og þegar hana ber við Bræður, klofinn hól þar efra, þá er farið inn Merkinessund.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

Við höldum stöðugt áfram suður með ströndinni. Þá koma næst Merkinesklettar, Skiptivík, Dilkar, hár hóll og annar minni fyrir innan Junkaragerði, þá Junkaragerðisklettar, klakkar norðan við Kalmanstjarnarsund þá Hólmi, Draugar, Stekkjarvikið (sbr. Marínu), Kirkjuhafnarvikið, Kirkjuhöfn, Sandhöfn, Sandhafnarlending, Kópa, Eyrarvík og Eyrarbær, þar sér fyrir bæjarrústum, nálægt sjávarbakkanum og grasi gróið umhverfis.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; vörslugarður.

Þar er mjög fallegt. Lendingin beint niður af bænum, örstutt nokkrir metrar. Stutt hefur verið að sækja fisk þaðan, meðan hann var nógur við landið, og hægt hefur verið að kalla heim að bænum, þegar veður voru góð. Eyri eða Hafnareyri, eins og sóknarpresturinn á Hvalsnesi kallaði bæinn, var síðasti byggður bær fyrir sunnan Kalmanstjörn, á Eyrartanganum rétt við norðurendann á Hafnabergi. Bærinn fór í eyði árið 1776.
Til gamans set ég hér húsvitjun sóknarprestsins á Hvalnesi 1773, sem er á þessa leið: Hafnareyri 1773: Ormur Þórarinsson, húsbóndi, 46 ára., Gunnvör Árnadóttir, húsfreyja, 49 ára., Katrín Hjaltadóttir, 20 ára., Magnús Hjaltason, 10 ára., Bartólomeus Jónsson, lausamaður, 61 árs.
Út af Eyraroddanum er röst, Eyrarröst, og stórt sker, Eyrarsker, rétt sunnan við tangann. Ég spurði Bjarna Guðnason, sem var í Kotvogi og formaður í 50 ár, hvar hann hefði fengið verstan sjó á allri formannstíð sinni. Hann svaraði: i ,Það var í Eyrarröstinni, þó var ég þá með teinæring“. Þetta var um Eyrarbæinn, en nú held ég áfram örnefnaröðinni.

Hafnaberg

Hafnaberg.

Næst fyrir sunnan norðurenda Hafnabergs kemur svo skerið Murtungur (Guðmundur Salórnonsson, fræðimaður, bóndi og meðhjálpari Kirkjuvogskirkju um í áraraðir, kallar sker þetta Murling. Þetta getur verið réttara, því að hann var talinn fróður og minnugur, og eftir hann er afbragðs ritgerð í 3. bindi Rauðskinnu).

Hafnarberg

Hafnarberg.

Þá kemur Klaufln, sprungnir klettar, þá Hafhaberg. Berg þetta er um hálfa viku sjávar á lengd og rúmir 20 faðmar þar sem hæst er, en ógengt. Í berginu er stór geigvænlegur hellir, sem heitir Dimma. Þá kemur Stráksrif (Bjarghóll þar upp af), þá Boðinn, Lendingarmelar, Rekavík, Skjótastaðir (eyðijörð), Stóra-Sandvík, Litla-Sandvík, Mölvík, Kistuberg, Þyrslingasteinar, Kinnarberg, þá Önglabrjótanef. Út af þessu nefi er norðurstrengur Reykjanesrasta rinnar, sem talin er sterkari en suðurstrengurinn, þá Karlinn, klettur hrikalegur í sjó fram. Einu sinni í sumarblíðu og logni var ég á háti, er fór milli Karlsins og lands.

Valahnúkur

Valahnúkur.

Þá er næst Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Valahnjúkur (þar sem fyrsti vitinn var), Valahnjúksmöl, Skarfasetur, þar út af þessu nefi er suðurstrengur Reykjanesrastarinnar, og er hann talinn minni en norðurstrengurinn, eins og áður Segir. Rétt fyrir austan Skarfasetur er Blásíðubas.
Þar með endar þessi örnefnakeðja, sem fylgt hefur verið eftir minni og bestu vitund.“ – Lokadagur 11. maí 1984 – Jón Thorarensen.

Heimild:
-Faxi, 6. tbl 01.07.1984, Jón Thorarenssen, Örnefni með ströndinni frá Básendum suður um Ósabotna og Hafnir og allt suður að Skarfasetri á Reykjanesi, bls. 207-211.
Faxi

Lesbók Morgunblaðsins

Í Lesbók Morgunblaðsins 1966 skrifar Björn Þorsteinsson; „Blaðað í örnefnaskrá„.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson.

„Örnefni geyma mikinn fróðleik um land og þjóð, og dálítil örefnafræði er handhæg hjálpargrein við sögukennslu. Allir Íslendingar þekkja talsvert af örnefnum, ef vel er að gáð, og sú þekking getur komið nemendum að margs konar liði við nám sitt, ef kennaranum tekst að fá þá til þess að hagnýta sér hana; hæfileg örnefnafræði getur jafnvel leitt einstaklinga til sjálfstæðra athuguna, ef rétt er að farið. Engin aðgengileg rit eru til um örnefni á íslenzka tungu og fáar ritgerðir. Þeirri, sem hér fer á eftir, er ætlað að bæta örlítið úr skák. Hún geymir lítil vísindi, en er einkum ætluð til að vekja athygli kennara á viðfangsefni, sem er hugtækara en flesta grunar.

Hvalfjörður

Það eru töfrar og myndaugði örnefnanna, sem orka einkum á skáldið, því að staðina hefur það aldrei séð. Saga og ævintýr hafa skráð landið, sem við byggjum, markorðum í gervi örnefna, og kynslóðirnar hafa oft stytt sér stundir við það að svara þeim. Þau eru vörður við veg okkar um landið og birta okkur brot úr sögunni, ef við gefum þeim gaum. Þau greina frá uppruna landnámsmanna, trú og siðum, sem hér hafa tíðkazt, atvinnuháttum og verkmenningu. Þau eru brotasilfur úr atburðasögum og opinbera ýmist skáldsýnir nafngefenda eða gremju þeirra, háð eða gleði. Dynskógar, Fjallið eina, Heiðin há, Helgrindur, Ljósufjöll — eru meðal þeirra örnefna, sem hressa hugann, gefa umhverfinu aukið gildi.

Þyrill

Þyrill.

Innarlega við Hvalfjörð hefst Þyrill með háu, klofnu blágrýtisenni og þyrlar vindum við fjarðarbotn. Hann horfir sem egypzkur sfinx yfir Geirshólm og Geirstanga, Harðarhæð, Helguhól, Kötlugróf og Önundarhól, en er sjálfur markaður Helguskor (Helguskarð í Harðar sögu) og Indriðastíg. Þessi örnefni og mörg önnur í nágrenninu kröfðust sögu, og Harðar saga Grímkelssonar varð til, spunnin úr þráðum fornra nafngifta, farandsagna, hugmyndaflugs og virkilegra atburða. Hólmurinn mun draga nafn af lögun sinni, er geirlaga, og hefur söguhetjan sennilega hlotið nafn af hólminum.

Geirshólmi

Geirshólmi.

Árið 1238 berjast þeir Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson um yfirráð á Íslandi. Um hásumarskeið sendi Sturla nær flesta fylgdarmenn sína til Hvalfjarðar, og fóru þeir út í Geirshólma, drógu þar að föng og öfluðu heldur með harðindum til. Gissur treystist ekki að reka ræningjana úr vígi þeirra í firðinum. Síðar um sumarið bar fundum þeirra saman á Örlygsstöðum í Skagafirði. Þar felldi Gissur Sturlu og marga aðra Sturlunga. Tiltektir Sturlu í Geirshólma hafa eflaust orkað á höfund Harðar sögu, er hann lýsir framferði Hólmverja. Sagan sýnir glöggt, hvernig örnefni hafa stuðlað að því, að sagnir geymdust og sögur urðu til.

Þjóðerni og örnefni

Flekkudalur

Flekkudalur.

Landnáma hermir, að Ingólfur landnámsmaður hafi komið frá Dalsfirði í Noregi. Þótt við ættum enga Landnámabók, þá væri auðvelt að grafast fyrir um uppruna frumbyggja hins forna Kjalarnessþings. Í Dalsfirði í Noregi getur að finna bæi, sem bera nöfnin Kleppsvík, Eiðisvík og Flekkudalur. Þá eru einnig á þeim slóðum Vestur-Noregs staðir, sem bera nöfnin: Akurey, Engey, Esjuberg, Gullbringa, Hengill, Kaldá, Kjós, Kléberg, Kollafjörður, Skeggjastaðir, Tröllafoss, Viðey og Vífilsstaðir. Það er auðvitað ekki einber tilviljun, að öll þessi örnefni og fjöldi annarra eru vel þekkt bæði í landnámi Ingólfs og fjörðum í Noregi.
Sogn heita bæir í Kjós og Ölfusi, en þeir, sem reistu þá í árdaga, hafa eflaust verið frá Sogni í Noregi. Fólk frá Gaulum hefur reist Gaulverjabæ, frá Vors Vorsabæina, en þrír bæir eru með því nafni í Árnesþingi og einn í Rangárþingi. Í Noregi finnast flest íslenzk árheiti, m.a. eru tvær Rangár norður í Naumdælafylki, en þaðan á Ketill hængur að hafa komið og nam Rangárvellina. Nafnið mun merkja þverá, þ.e. vatnsfall, er fellur í annað fljót.

Kaldá

Kaldá.

Ekki komu allir landnámsmenn frá Noregi, eins og kunnugt er. Allmargir þeirra höfðu talsverð kynni af öðrum þjóðum, einkum brezkum, áður en þeir héldu til Íslands, og með þeim var allmargt af írsku og skozku þjónustufólki og þrælum. Norrænir menn setjast að á skozku eyjunum á 9. öld, einkum síðari hluta aldarinnar, og útrýma að talsverðu leyti því fólki, sem fyrir var.

Kirkjuból

Tóftir Kirkjubóls á Suðurnesjum.

Þeir voru nafnglaðir mjög og skírðu hóla, læki, vötn og víkur og önnur kennileiti eftir fornum fyrirmyndum heima í Skandinavíu. Þannig er allur meginþorri örnefna á Hjaltlandi (um 99%) og Orkneyjum af norrænni rót, en hafa mörg gengizt mjög í munni: Kirkabister, Kirkjubólstaður; Stoura Clett, Stóri klettur; Kirkwall, Kirkjuvogur; Aithness, Eiðsnes o.s.frv. Norrænar nafngiftir ná um Suðureyjar og Katanes á Skotlandi (Caithness) og víkingabyggðir Englands, en gætir því minna sem sunnar dregur og norrænt landnám varð fámennara í hlutfalli við fólk það, sem fyrir var í landinu. Þá eru ýmsar skemmtilegar samsvaranir milli staðanafna á Íslandi og Suðureyjum.

Hekla

Hekla.

Hermann Pálsson, sem er Íslendinga kunnugastur um eyjarnar, segir þar þrjú fjöll með heitinu Hekla. Hvorki munu þau búin hökli úr ís né öðru, sem til klæða má líkja, og verður þar með vafasöm sú forna skýring, að nafnið Hekla sömu merkingar og kápa. Um Steinunni gömlu, frændkonu Ingólfs landnámsmanns, segir, að hún galt honum „heklu flekkótta, enska“, fyrir Rosmhvalanes allt utan Hvassahrauns, og munu það ódýrust jarðakaup á Íslandi.

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar skálatóftir á hól.

Það er ekki nýtt af nálinni, að Reykvíkingar afli sér stássklæða af Bretlandi, og enn fást þar heklur góðar. Fjallsnafnið Hekla mun sennilega dregið af útliti fjallsins, eins og algengt er um fjallanöfn (Skjaldbreiður, Hlöðufell, Tindafjöll o.s.frv.). Af sömu rót og orðið Hekla eru orð eins og hak og hækill, og hefur Hermann tjáð mér, að tindar eða hök hreyki sér á hinum suðureysku Heklum, og hefur slíkur tindur trjónað á Heklu að fornu, en fjaUið breytzt að útliti í hverju gosi. Og það kennir fleiri „íslenzkra“ fjallagrasa á Suðureyjum. Í Ljóðhúsum (Lewis) eru m.a. Grænafjall og Esjufjall, og þaðan er skammt í Kjósina eins og í landnámi Ingólfs. Þá er þar Laxá og Vatnslausa, en ókunnugt er mér um Vatnsleysuströndina þar um slóðir.

Leirvogur

Leirvogur (MWL).

„Flestar víkur og vogar bera norræn heiti: Breiðvik, Mjóvík, Miðvík, Sandvík, Leirvogur, Þaravogur o.s.frv.“ (Hermann). Þá heita hinar smærri eyjar norrænum nöfnum: Papey, Bjarnarey, Grímsey, Hvalsey, Vaðlaey, Örfirisey, og fleiri norræn og „íslenzk“ örnefni telur Hermann Pálsson á Suðureyjum í bókinni Söngvar frá Suðureyjum, sem Norðri gaf út 1955. Samsvörun staðanafna í Ljóðhúsum og Kjósarsýslu mun þannig til komin, að landnámsmenn komu hingað þaðan að sunnan, eins og Landnáma greinir, og fluttu örnefnin með sér, en upphaflega eru þau ættuð frá Noregi. Helgi bjólan, sonur Ketils flatnefs Suðureyjajarls, nam land að Hofi á Kjalarnesi, en Örlygur gamli, fóstursonur Patreks helga, biskups í Suðureyjum, reisti fyrstur bú að Esjubergi. Þá nam Svartkell af Katanesi (Caithness) á Skotlandi Kjósina utanverða og bjó á Kiðafelli og síðar Eyri, en Katanes er handan fjarðar, og Kalman hinn suðureyski dvaldist um skeið við Hvalfjörð á leið sinni að Kalmanstungu. Hér eins og víðar styðja örnefnin frásagnir Landnámu af upphafi Íslandsbyggðar.

Esjan og œttir fjalla

Esja

Esja – örnefni.

Flestir Íslendingar þekkja Esjuna, öldung reykvísks fjallahrings. Hún er hlaðin meira en til hálfs úr blýgrýtishraunlögum frá fyrra hluta tertíera tímans eða a.m.k. 50 milljón ára gömlum. Efst í fjallinu eru svonefnd gráu lög úr ljósara blágrýti en önnur berglög í hlíðum þess, en undir þeim eru jökulurðir. Helgi Péturss taldi lög þessi til orðin á jökultíma, en verið getur, að þau séu nokkru eldri.

Þingvellir

Misgengi á Þingvöllum.

Einhvern tíma á tertíaröld gerðust þau undur, að Ísland rifnaði um þvert frá norðri og norðaustri til suðurs, gríðarlegar sprungur grófust í blágrýtisberggrunn landsins, og miðbik þess seig um hundruð og þúsundir metra ofan í jörðina. Mikil sprunga les sig norður eftir botni Atlantshafs, en hér gekk hún á land og umturnaði meistaraverkum skaparans. Hin hrapandi fold reyndi að bæta sér upp niðurlæginguna með eldgosum og hamagangi og tókst það viða, sigdalurinn um miðbik landsins fylltist gosefnum, varð jafnvel meira en barmafullur, en hér syðra og norður í Bárðardal hafði eldgangurinn ekki við. Mosfellsheiðin gerði talsverða tilraun til þess að hækka landið, og frá henni mun nokkur hluti Reykjavíkurgrágrýtisins runninn, en hvorki hún né Mosfellið, sem einnig er fornt eldfjall, en miklu yngra, gátu hreykt sér svo að dygði. Esjan stóð eftir á sprungubarmi og vesturhlíðar Bárðardals norður í Þingeyjarsýslu.

Esja

Esjan.

Örnefnið Esja er allsérkennilegt og rauninni engrar merkingar í íslenzku máli. „Það er aðeins nafn“, eins og Englendingar segja, þegar þeir eru inntir eftir merkingu fornra örnefna í landi sínu. Slík torskilin örnefni hafa Íslendingar löngum talið ættuð sunnan af Írlandi. Þau hafa rumskað við ímyndunarafli manna, orðið markorð, sem kröfðust andsvars, jafnvel heillar sögu.

Kistufell

Kistufell.

Í þjóðtrúnni hefur nafnið Esja orðið að heiti á auðugri ekkju, sem kemur sunnan af Írlandi og lendir skipi sínu í Leiruvogi ásamt þeim Andríði og Kolla. Landnáma greinir m.a. frá því, að Örlygur gamli nam land að Esjubergi. Sú saga hefur verið of kunn, til þess að fram hjá henni yrði gengið og unnt væri að gera Esju að landnámskonu. Þjóðsagan tók því það ráð að losa Örlyg við lítt kunna afkomendur sina og láta hann á gamalsaldri gefa Esju upp land og bú. Þannig komst hún að Esjubergi. Andríður ruddi braut gegnum skógana og bjó að Brautarholti, en Andríðsey liggur fyrir landi, og þar á Andríður að vera heygður. Sonur hans var Búi, sá er Esja fóstraði, en fjall fyrir ofan bæinn á Esjubergi heitir Búi. Kolli hóf búskap í Kollafirði, Þormóður í Þormóðsdal, Eilífur í Eilífsdal, Korpúlfur á Korpúlfsstöðum o.s.frv. Þarna var fenginn kveikurinn í Kjalnesinga sögu. Vinnukonur sínar sóttu Kjalnesingar fornu þó ekki út í Þerney, því að þeir vissu betur en mörg okkar um uppruna nafnsins. Það er dregið af fornu heiti á fugli þeim, sem við nefnum kríu, en hét áður þerna á íslenzku og ber nafnið „terne“ á dönsku enn í dag. Kjalnesinga saga er ofin úr þráðum örnefna og farandsagna fólki til skemmtunar og á lítið skylt við sagnfræði. Sama er að segja um Harðar sögu og Hólmverja og Bárðar sögu Snæfellsáss.

Esja

Esja.

Nafnið Andríður er ókunnugt annars staðar en í örnefninu Andríðsey, þekkist hvorki í Noregi né á Íslandi, svo að mér sé kunnugt. Það merkir andstæðingur, sá sem er manni andsnúinn, fer gegn manni. Verið getur, að þræll eða leysingi hafi hlotið eyjuna sér til framdráttar.

Kollafjarðargrjót

Kollafjarðargrjót.

Nafn Kollafjarðar er erfiðara viðfangs. Fyrri liður virðist ef. et. eða fl. af mannsnafninu Kolli eða ef. ft. af Kolur. Nöfn þessi merkja sköllóttur og kollóttur og voru m.a. notuð um krúnurakaða munka á miðöldum. Þetta virðast hafa verið allalgeng mannanöfn bæði í Noregi og hér á landi á víkingaöld og getur oft í bæjanöfnum. Austan hafsins þekkjast: Kollaland, Kollaruð, Kollastaðir, Kollasetr o. s. frv., en hér heima koma nöfnin m.a. fram í bæjarheitunum: Kollabær, Kollabúðir, Kollagata og Kollsá.

Kollafjörður

Kollafjörður (MWL).

Það verður því að teljast líklegt, að firðir, sem svo heita, séu annað hvort kenndir við menn, sem hétu Kollur eða Kolli, eða nafnið sé aðflutt frá Noregi eða skozku eyjunum. Það getur varla verið dregið af nafnorðinu kolla, sem notað er um margskonar kvendýr, sbr. æðarkolla, söðulkolla, af því að þá ætti nafn fjarðanna að vera Kollnafjörður eða Kollufjörður, en kollu-örnefni eru mörg hér á landi: Kolludalur, Kollugil, Kolluhóll o.s.frv.
Korpúlfsstaðir, einnig nefndir Kortólfsstaðir, eiga að vera kenndir við einhvern Korpúlf. Korpur er hrafnsheiti, og kemur það nafn fram í heimildum á 13. öld. Korpúlfur merkir því hrafn-úlfur, en það nafn kemur vitanlega hvorki fram hér né í Noregi nema í bæjarnafninu í Mosfellssveitinni. Ýmsar gerðir af nafninu birtast í heimildum, en sjálfsagt mun sú upphaflegust, sem birtist í Kjalnesingasögu. Korpúlfsstaðir voru meðaljörð, 20 hundruð að fornu riti, og sennilega til hennar stofnað á 10. öld.

Esja

Andríðsey

Andríðsey.

Þegar leita skal hér skýringar á torræðum örnefnum, þá er ráðlegast að svipast um í nágrannalöndunum austan hafsins, fornum heimkynnum landnámsmannanna. Sá hefur löngum verið siður útflytjenda að hafa á braut með sér örnefnaskrár fornra átthaga og nefna kennileiti í nýbyggðum, eftir því sem þeir áttu að venjast áður.

Esja

Esja.

Þannig fóru Engilsaxar að, er þeir fluttust til Englands frá Norður-Þýzkalandi endur fyrir löngu, Englendingar, er þeir námu Norður-Ameríku og Ástralíu, norrænir víkingar, er þeir námu Ísland, Íslendingar, er þeir námu Grænland og Ísendingabyggðir Kanada eða fluttust úr sveitum í kaupstaði, svo að dæmi séu nefnd. Þótt við Íslendingar eigum allglöggar ritaðar heimildir um uppruna þjóðarinnar, þá er okkur ómaksins vert að leita víðar fanga til sögu okkar.
Nálæg Balestrand í Sogni, frægum ferðamannastað, er lítill fjörður er nefnist Esefjord. Þar upp af stendur fjallið Esefjell og Esebotten (Seterhytte, forn selstaða), en bærinn Ese stendur þar einnig við fjörðinn. Svo segir Árni G. Eylands, sem er Íslendinga kunnugastur í Noregi, að í daglegu tali nefnist sú jörð Ese-gardene, af því að fornar bújarðir í Noregi skiptist nú yfirleitt í mörg býli.

Kjalarnes

Útialtari við Esjuberg – minnismerki um hina fyrstu kirkju á Íslandi.

Fleiri Esju-nöfn má finna í Noregi og á hinu forna norræna menningarsvæði. Þannig stendur bærinn Esjuberg á vesturströnd landsins, en esjuberg er norskt nafn á tálgusteini, ljósu klébergi. Þessi bergtegund var notuð að fornu til margra hluta, m.a. voru gerðar úr henni grýtur og ausur, og einnig notuð í afl í smiðjum.

Esja

Esja.

Á sænsku er til orðið assja, þ.e. smiðja, afl, — í málýzkum verður það eisa, á norsku esja, sem er sama orðið og eisa, er merkir kulnandi glóð á íslenzku. — Í Nedenesamti í Noregi stendur bærinn Hesnes neðra og efra, (Bygh 8, Fjærre Herred, bls. 1199). Talið er, að þar sé um Esjunes að ræða, sem um getur í Fornmannasögum 8, IX, 17 og 505, en í nágrenni bæjanna eru tálgusteinsnámur (klæbersten). Það mun því fullvíst, að nafnið Esja sé norskrar ættar eins og gríðarmörg önnur örnefni hér á landi. Þannig mun fjallið við Esjufjörðinn norska hafa upphaflega borið nafnið Esja, eins og bæjarnafnið ber með sér, en síðar hefur fjalli verið bætt aftan við örnefninu til lítiUar prýði. Þar með er ekki sagt, að formóður Esjunnar okkar sé að leita í Sogni í Noregi; hún getur allt eins staðið á skozku eyjunum, eins og áður segir.

Kléberg

Kléberg úr Esjunni.

Það er þó líklegt, að Esjunni kippi á einhvern hátt í kyn til forfeðra sinna austan hafsins, en ættfræði fjalla hefur aldrei verið stunduð hér á landi. Íslendingar hafa löngum hamazt við að rekja ættartölur manna, hrossa, nauta og sauða, en hundar og fjöll hafa setið á hakanum hjá íslenzkum ættfræðingum af lítt skiljanlegum ástæðum.

Snældusnúður

Snældusnúður úr Esju.

Fjöll eru auðvitað misjafnlega ættgöfug og ættmörg. Einna sterkust eða fjölfjölluðust fjallaætt hér á landi er Búrfell, Búrfellsættin, sem síðar verður vikið að. Það er eins konar Reykjahlíðavætt meðal fjalla vorra, en hún mun sunnlenzk að uppruna. Esjan er hins vegar einstaklingur, sem á sér enga frændur hérlenda mér vitanlega nema uppi á VatnajöklL Þar eru Esjufjöll, en aldur þeirrar nafngiftar er mér ókunnur. Esjutjarnar hjá Þrándarstöðum undir Jökli er getið í Víglundarsögu, sem telst frá 14. öld. Nú nefnist hún Æsutjörn, en Æsuberg er suður á Reykjanes. Ekki er mér kunnugt um kléberg eða tálgutein á þeim slóðum.
Esjan og Esjufjöllin munu sennlega draga nafn af ljósu litartrafi, sem minnt hefur nafngefendur á hið ljósa esjuberg handan Atlantshafsins.

Átrúnaður

Hof

Hof á Kjalarnesi – túnakort 1916.

Hof og helgistaðir: Um allt land er fjöldi örnefna, sem minnir á fornan og nýjan átrúnað. Við upphaf landsbyggðar kenndu menn staði við Krist og Þór, kirkjur og hof. Allir kannast við bæi, sem heita Hof, Hofstaðir, Hoffell, Hofgarðar, Hofteigur, en hér þekkjast 44 bæir með slíkum nöfnum. Talið er að þar hafi staðið heiðin musteri að fornu, en erfitt hefur reynzt að finna þeim fullyrðingum stað með fornleifagreftri. Engar óumdeilanlegar hofrústir hafa fundizt enn sem komið er á hinu norræna menningarsvæði nema helzt í Uppsölum í Svíþjóð. Þar greina fornar heimildir, að verið hafi mikill helgi- og blótstaður í heiðnum sið, og hafa menn þótzt finna þar minjar um fornt musteri. Mjög hefur þá greint á um það, hvernig hofið hefur litið út og hve stórt það hefur verið. Síðastliðið vor kom út doktorsritgerð í Danmörku:

Önnur grein

Hof

Hof í Öræfum.

Hörg, Hof, Kirke — eftir Olaf Olsen fornleifafræðing. Engar örugga heimildir finnast fyrir því, að ásatrúarmenn hafi nokkurs staðar reist guðum sínum stórhýsi. Þeir blótuðu þá úti, færðu þeim fórnir í helgum lundum eða á öðrum blótstöðum, hörgum, og hafa eflaust stundum reist þar býli fyrir guðamyndir og áhöld, sem lutu að dýrkun goðanna. Örnefnið hörgur gefur til kynna, að þar hafi verið helgistaður í heiðni. Þannig munu örnefnin Hörghóll, Hörgsdalur, Hörgshlíð, Hörgaeyri, Hörgsland oð Hörgsholt — vitna um forna blótstaði, og er hugsanlegt, að þar hafi sums staðar verið skýli eða smáhýsi tengd heiðindómi, en minjar um slíkt hús töldu menn sig finna í Hörgsdal í Mývatnssveit. Hof-nöfnin gefa einnig til kynna, að þar hafi verið fornir helgistaðir, menn fært guðunum fórnir á ákveðnum árstímum og jafnframt slegið upp blótveizlum eftir helgi samkomur.

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ.

Þannig munu ýmsir höfðingjar hafa reist sér allmikla veizluskála, og teljast rústir skálans á Hofstöðum við Mývatn öruggastar minjar slíkrar byggingar. Þessir skálar hafa ekki verið musteri í sjálfu sér, heldur bæjarhús, sem notuð voru m.a. til helgihalds. í einni gerð Landnámu segir, að „Hof í Vatnsdal og Hof á Kjalarnesi hafa hér á landi stærst verið, einkum stórt hundrað fóta á lengd; það syðra var 60 fóta breitt. Kór eða goðastúka var hjá hverju hofi; þar voru í goðin.“

Jólavallagarður

Jólavallagarður við Skálholt.

Nú er vant að segja, hve forn þessi vísdómur er, en víst mun hann ekki hafa staðið í frumgerðum Landnámu, heldur vera síðar til kominn. Það mun allöruggt, að engin hús hafi verið reist 60 feta breið að fornu; svo miklar voru ekki einu sinni dómkirkjurnar á Hólum og í Skálholti. Allt um það hafa a.m.k. margir Hof-bæir veríð helgistaðír að fornu; þar hafa menn blótað goðin, en ekkert sjáanlegt samband virðist hafa verið milli goðadýrkunar og þingaskipanarinnar. Vorþingstaðir liggja yfirleitt víðsfjarri „hofgörðum“, og standa goðanna í samfélaginu breyttist lítið við kristnitökuna.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Ari fróði segir þó, að Grímur geitskór hafi lagt til hof það fé, sem honum var greitt fyrir starf sitt að stofnun alþingis á Þingvelli; hann virðist m.ö.o. gera ráð fyrir, að þá hafi einhverri heildarskipan verið komið á goðadýrkunina, hofin hafa verið stofnanir a.m.k. á síðasta skeiði heiðninnar.
Hér er um meira vandamál að ræða en marga hefur gunað. Hjalli utan í Vörðufelli heitir Hofin. Þar á hof að hafa staðið að fornu. Í Efra-Langholti í Ytrihrepp nefnist partur í túni á Hofum, og stóðu þar fjárhús. Einungis rækilegur fornminjagröftur getur greitt úr vandamálinu. Hof virðist að fornu einkum hafa merkt búgarð, og er sú merking enn drottnandi í þýzku, sbr. Bauernhof. Á „Hofgörðum“ voru víða helgistaðir. Af þeim sökum mun heitið hafa komizt inn í þýðingar rita sem heiti á heiðnu musteri, en þar með er ekki sagt, að ásatrúarmenn hafi reist guðum sínum slíkar byggingar.

Goð- og Grímsnöfn

Grímshóll

Grímshóll framundan.

Í einstökum goðum var Þór tignaður almennast hér á landi, enda eru allmargir staðir við hann kenndir. Margir hafa gist Þórsmörk á síðustu árum, Þórshöfn er norður á Langanesi og önnur á Miðnesi suður, Þórsnes er á Snæfellsnesi og tangi á Viðey við Reykjavík heitir svo, og margir aðrir staðir eru kenndir við þennan ástsæla guð. Njörður átti Njarðvíkur við Vogastapa og Borgarfjörð eystra, Baldri var helgaður Baldursheimur víð Mývatn og í Eyjafirði og Freysnes er á Héraði austur. Óðinsnafnið er óþekkt í íslenzkum örnefnum, en Óðinn naut mikillar virðingar í Danmörku og átti þar m. a. borgina Óðinsvé (Odense). Hér bar guðinn ýmis heiti, og er hugsanlegt, að einhver þeirra séu bundin í örnefnum.

Grímshóll

Á Grímshól.

Við Mosfellsdal er Grímarsfell eða Grímsféll, – en Grímshóll heitir hæsta bunga Vogastapa. Gríms-örnefni eru gríðarlega mörg hér á landi: Grímseyjar eru tvær, Grímsár margar, Grímsvötn Grímsnes, Grímstunga o.s.frv. Ýmsum þessum örnefnum eru tengdar sagnir um menn, sem báru nafnið Grímur, en önnur eiga sér enga slíka nafnfesti.

Eiríksjökull

Eiríksjökull 2008.

Einar, Eiríkur og Sigurður voru engu fátíðari nöfn en Grímur, en þeirra verður þó lítt vart í örnefnum, nema nokkrir staðir eru kenndir við Eirík rauða, og Eiríksjökull mun ekki ýkja fornt örnefni á jökli þeim, sem Grettis saga nefnir Balljökul. Gríms-nöfnin vekja því nokkrar grunsemdir. Það er ótrúlegt, að menn að nafni Grímur hafi verið svo umfram þá, sem báru önnur algeng nöfn, að af þeim sökum skarti nafn þeirra margfalt oftar á landabréfum. Grímur var ekki einungis mannsnafn, heldur einnig Óðinsheiti“ og að auki dverga, orma, hafra, og þess eru nokkur dæmi í fornsögum, að Grímur er dulnefni. Í norskri þjóðtrú er til vættur, sem nefnist grím (með löngu íi), oftast fossegrim, en er þó til sem fjalla-vættur (Harðangur). Í Danmörku var til vatnavættur, limgrim, og landvættur sem kallaðist kirkegrim. Þess verður einnig vart í íslenzkum þjóðsögum, að vættur heiti Grímur“ (Bjarni Einarsson: Munnmælasögur 17. aldar, cxlviii). Svo sagði Þorsteinn galdraprestur á Setbergi við Hafnarfjörð á 17. öld, að tveir menn gengu eitt sinn til sauða sinna, en heyrðu þá sagt ógnarlegri röddu; „Þektu, Grímur, fjallásana í skyndi“. Eljagrímur er heiti á éljagangi, snjóhryssingsveðri og gefur sennilega til kynna, að Grímur hafi ekki verið nein hollvættur í þjónustu veðurguðanna.

Grímannsfell

Grímannsfell.

Það er lenzka í Mosfellssveit að nefna fellið Grímansfell eða jafnvel Grimmansfell. Í sóknarlýsingum 19. aldar er nafnið jafnan ritað Grímansfell, en þar er Úlfarsfell einnig nefnt Ulfmansfell. Hins vegar stendur skýrum stöfum í Jarðabók Arna Magnússonar frá 1704, að Mosfell eigi selstöðu „undir Grímarsfelli“. Það skiptir minna máli, að Seltirningar segja í sömu bók, að Nes við Seltjörn eigi selstöðu undir Grímafelli. Grímar er fágætt nafn að fornu.

Skúlatún

Skúlatún og Skúlatúnshraun. Helgafell fjær.

Sá trúnaður, að menn dæju í fjöll eða hóla, hefir verið all almennur hér að fornu. Hyammverjar trúðu, að þeir dæju í Krosshóla hjá Hvammi, frændur Sel-Þóris í Þórisbjörg og víðar í rituðum heimildum eru sagnir um slíkan átrúnað. Hér á landi eru að minnsta kosti átta Helgafell. Kunnust eru Helgafellin á Snæfellsnesi, við Mosfellsdal, suðaustur af Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. Sennilega eru þau öll tengd hinum forna átrúnaði sem um getur í Eyrbyggju. Það er því líklegt að Ingólfur og ætt hans hafi ætlað sér bústað í Helgafelli undan Lönguhlíðum eftir dauðann.
Örnefni benda eindregið til þess, að
menn hafi verið vel heiðnir að fornu um Innnesin, eins og vera ber. Þar eru tvö heilög fell, Þórsnes, Hof og Hofstaðir en auk þess Tröllafoss og undarlega margir staðir kenndir við menn, eins og Grímarsfell, Úlfarsfell, Vífilsfell og fjöldi bæja og annarra staða. Það verður að teljast líklegt, að þeir Úlfar og Vífill hafi haft svipaðan átrúnað og Sel-Þórisniðjar og Hvammverjar forðum. Fjöll og fell, sem að fornu hlutu mannsnöfn eða voru kennd við einstaka menn, munu flest hafa verið tengd einhverri helgi í heiðnum sið: Ásmundarnúpur, Geirólfsgnúpur, Jörundarfell, Spákonufell og Þorbjörn.
Helgi bjóla á Hofi á Kjalarnesi kom frá Suðureyjum, en Vilbaldur Dufþaksson af Írlandi nam Búland í Skaftafellssýslu, og hét einn sonur hans Bjólan, en það telst sama og írska nafnið Beólán. Sennilega er of langsótt að tengja bæjarnafnið írskri nafngift.

Þvottahellir

Þvottahellir í Botnsdal.

Víða eru Ullar-nöfn hér á landi, en sum þeirra munu eflaust dregin af ull. Það eru einkum staðir við ár, þar sem ull hefur verið þvegin og breidd til þerris eftir þvott. Þannig eru Ullarbrekkur hjá Varmá í Mosfellssveit og Ullarhóll hjá Neðra-Hálsi í Kjós.

Búahellir

Búahellir?

Búi heitir fellið, sem gengur út úr Esjunni upp af Esjubergi. Búi er samstofna við orðið bóndi og búandi. Mér er ókunnugt um þetta orð sem örnefni annars staðar nema í samsetningu: Bústaðir er bær í Reykjavík og Vopnafirði og Einbúi er algengt nafn á einstökum hólum. — Í Noregi bera margir bæir nafnið Buen, en þar er það yfirleitt talið merkja búð, samanber verbúð og búðseta. Í miðaldaheimildum er nokkrum sinnum getið manna, sem bera á Norðurlöndum nafnið Búi, en aldrei hefur það verið algengt mannsnafn.
Það mun sæmilega öruggt, að Búi Andríðsson, sem um getur í Kjalnesingasögu, sé þjóðsagnapersóna eins og ástmær hans, Fríður Dofradóttir úr Dofrafjöllum í Noregi. Það er líklegt, að fjallið Búi sé kennt við vætti, — verndarvættur þeirra á Esjubergi hafi búið í fjallinu. Dísa- og landvættatrú Íslendinga að fornu þarfnast nánari rannsókna en unnar hafa verið hingað til. Slík rannsókn gæti leitt í ljós, hvort telja beri Búa til landvætta. — Þess ber að gæta, að orðið landbúi er einnig til að fornu í merkingunni búandi og leiguliði.“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 39. tbl. 06.11.1966, Björn Þorsteinsson, Blaðað í örnefnaskrá, bls. 4 og 12-13.
-Lesbók Morgunblaðsins, 40. tbl. 13.11.1966, Björn Þorsteinsson, Blaðað í örnefnaskrá, bls. 4 og 13.

Esja

Esjan.

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um „Nokkur byggðanöfn„, þ.á.m. Grafning.

Orðið „grafningur“ er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.

Grafningur

Grafningsháls – herforingjaráðskort 1908.

Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt.

Grafningur

Grafningur – málverk.

En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Grafningur

Grafningsháls – vörðubrot.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum.

Grafningur

Upptök Kaldár í Grafningi.

Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.

Grafningur

Grafningsháls – gamla leiðin.

Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. —

Grafningur

Grafningur austanverður.

Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Grafningur

Grafningur – málverk Kjarvals.

Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.

Grafningur

Grafningsháls framunda. Gamli þjóðvegurinn.

Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á °g byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn „í Grafning“ í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524.

Grafningur

Grafningur – herforingjakortið.

Sjálft skarðið, milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo:

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

»Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá LitlaHálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Grafningur – Botnasel.