Grindavík

Árið 2011 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið “Grindavík – sögu og minjakort“. Á baksíðu þess segir:

Grindavíkurkort

Grindavík; saga- og minjakort, forsíða.

“Hér er um að ræða samantekt minjakorta, sem sett hafa verið upp víðsvegar í bænum á undanförnum árum, unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Grindavíkurbæ með styrk frá Pokasjóði og Menningarráði Suðurnesja. Áður hefur Ferðamálafélag Grindavíkur gefið út samantekt um Húshólma og Selatanga í sama ritflokki. Það er von útgefanda að efnið, Sögu- og minjarkort Grindavíkur, sem hér er sett fram myndrænt og í texta, muni nýtast íbúum bæjarins, ferðamönnum og nemendum bæjarins við vinnslu námsefnis. Ritið er tilvalið til að taka með sér á göngu um sögusvið hinnar gömlu Grindavíkur, hvort sem um er að ræða í Þórkötlustaða-, Járngerðarstaða- eða Staðarhverfi. Rakin er þróun og saga hverfanna frá upphafi til nútíma. Sagt er frá einstökum minjum því tengdu jafnframt sem þær eru staðsettar á handgerð kortin.
Leitendur geta þannig auðveldlega fengið innsýn í mannlífið í Grindavík í gegnum aldirnar og notið í leiðinni hins fagra umhverfis Grindavíkur.

Þórkötlustaðanes

Minjar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ. Uppdrátturinn er ekki í ritinu, líkt og svo margir aðrir, enn óbirtir.  Pétur í Höfn lýsir örnefnum og minjum í Þórkötlustaðanesi. Beitnaskúrar einstakra báta um 1930 eru númeraðir m.v. staðsetningu.

Þótt kortin takmarkist að mestu við hið gamla sögusvið byggðarinnar er fjölmargt að finna utan þeirra, s.s. minjar, jarðsaga og – mótun, gróður, dýralíf og nýbreytni í menningu og ferðaþjónustu á svæðinu.”
Ritið er birt hér á vefsíðunni, bæði vegna það er nú uppselt og litlar líkur á það verði endurútgefið.
Hér má sjá efni ritsins – Grindavíkurkort.

Húsatóftir

Staðarhverfi – örnefni og minjar; uppdráttur ÓSÁ.