Selur

Ari Gíslason skráði örnefni á Ísólfsskála í Grindavík. Heimildarmaður hans var Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Þá skráði Loftur Jónsson örnefni á Ísólfsskála. Framangreind örnefni hafa verið færð inna á meðfylgjandi loftmynd.

Fyrir botni Hraunsvíkur er fjallið Festi. Í áberandi stuðlabergsgangi austarlega í fjallinu eru landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Heitir þar Festin. Þaðan eru merkin í móbergsstrýtur og hnúka norðan undir Festi. Þar eru tákn um landamerkin klöppuð á hellu norðan við veginn. Þeir heita Móklettar.

Ísólfsskáli er næst austasta jörð í Grindavíkurhreppi og sú austasta, sem er í byggð 1954. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við allháa hæð, sem heitir Slaga. Bærinn stendur austan við Hraunsvík, niður við sjó framan við Bjalla, hamrahæð suðvestur af Slögu.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús.

Verður fyrst byrjað með sjó austast og haldið vestur eftir. Nokkuð fyrir austan bæinn á Ísólfsskála, sem svarar klukkutíma gang, gengur tangi fram í sjóinn. Hann heitir Selatangar. Þar eru merkin móti Krýsuvík í klett, sem heitir Dágon. Áður voru þeir tveir, og deildu menn um, hver væri sá rétti. Nú er annar hruninn og óþekkjanlegur [reyndar eru báðir þeirra horfnir nú]. En þrætueplið var ekki stærra en það, að hvalur gat rétt fest sig þar…

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – örnefni.