Tag Archive for: Prestsvarða

Prestavarða

Gengið var um Stóra-Hólm og Litla-Hólm í Leiru, upp á heiðina fyrir ofan Leiru að Prestsvörðunni, sem þar er. Frá henni var haldið vestur fir heiðina ofan við Langholt að Árnarétt, fallegri fjárborg, og síðan gengið til norðurs að Ellustekk.

Litla-Hólmsvör

Litla-Hólmsvör.

Stóri-Hólmur er fornt höfuðból í Leiru. Talið hefur verið að Steinunn gamla, frændkona Ingólfs Arnarsonar hafi búið á Stóra-Hólmi á landnámsöld. Að sjálfsögðu deila menn um hinn eiginlega dvalastað hennar í umdæminu, en skv. Landnámu þáði hún Rosmhvalanesið allt af frænda sínum, Ingólfi Arnarssyni, fyrir forláta kápu. Það var altalað þá og virðist lengi hafa verið í minnum haft, enda vildi hún að kaup kæmu fyrir gjafakaupin góðu. Í landi Stóra-Hólms er sæmilegur golfvöllur landsins rekin af Golfklúbbi Suðurnesja. Vestan við Stóra-Hólm er bátslaga óræktarsvæði. Hleðsla hefur verið umhverfis og lengi vel var bletturinn girtur af. Sú sögn var um blett þennan að þar væri fornmaður grafinn og honum mætti ekki raska. Sumir segja að þar hafi Hólmkell, fornmaður, verið grafinn með haugfé sínu, en ekki er vitað til þess að gengið hafi verið úr skugga um það.
Enn vestar er fallega hlaðinn brunnur. Utar og neðar er Litla-Hólsmvörin, ein tilkomumesta lending á ströndinni. Úr henni hefur verið kastað stóru sjávargrjóti með takmörkuðum tækjabúnaði.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur – fornmannaleiði.

Gengið var upp frá Stóra-Hólmi og upp fyrir æfingavöll golfklúbbsins ofan vegar. Skammt ofan við vesturjaðar hans er Prestsvarðan. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum.
Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum.
Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.

Árnarétt

Árnarétt.

Skammt frá vörðunni er gamla leiðin yfir í Garð frá Keflavík. Önnur leið var norðar, framhjá fjárborginni vestast á Berghólum. Hún sést enn mjög vel á köflum, einkum næst borginni.
Strikið var tekið til vesturs, ofan við Langhóla. Austast á þeim er stór ferhyrnd varða. Í fyrstu gæti hún hafa verið leiðamerki inn í vörðina við Hólm, en þarna mun vera merkilegt fyrirbæri er nefnist Ranglát. Var dregin sjónlína úr henni yfir fjörðinn.  Veiðitakmarkanir voru beggja vegna línunnar. Árnarétt er í heiðinni nokkru vestar. Hún er hringlaga og vel hlaðin. Litlar upplýsingar virðast vera til um mannvirkið, en það gefur Staðarborginni lítið eftir. Hún er stærri að ummáli en Staðarborgin, svo til alveg heil og næstum því jafn há og hún. Norðan hennar er Álaborgin, forn rétt.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Gengið var til norðurs, niður heiðina, að Hríshólavöru og áfram niður að Elínarstekk. Þetta er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er þessu nafni, stundum þó Ellustekkur. Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögði líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr. Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fórum neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=219

Hólmur

Hólmur – örnefnakort; ÓSÁ.

Prestsvarða

Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.

Prestsvarða

Leturhellan við Prestsvörðuna.

Á hellunni virðist standa:
1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.
Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.”

Rauðskinna II 295

Fengið af:
http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=219

Prestsvarða

Við Prestsvörðu.

Stúlknavarða

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum.

Sandgerðisvegur

Gengið um Draugaskörð á Sandgerðisvegi.

Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á þeim stað er lýsingin kveður á um. Ekki sást letur á steini í eða við vörðuna, eins og kveðið er á um í heimildum.
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Morguninn eftir slotaði og komst Sigurður heim að Útskálum. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á er höggvið sálmavers. Á hellunni má sjá ártalið 1876. Sálmurinn á hellunni er 4. Davíðssálmur – 8. vers.
Best er að ganga að vörðunni vestur með norðurkanti æfingarvallar Golfklúbbsins í Leiru, vestan vegarins. Varðan er skammt vestan við endimörk hans og sést vel þegar gengið er áleiðis að henni.

Stúlknavarða

Áletrun við Stúlknavörðu.

Loks var haldið að Stúlkuvörðunni á Njarðvíkurheiði. Undir henni er ártalið 1777 og stafirnir HGH ofan við. Letrið er á klöppinni, sem varðan stendur á. Skammt norðan við vörðuna má enn sjá hluta Skipsstígsins í móanum, líðast í átt að Sjónarhól. Núverandi varða er að öllum líkindum nýrri en letrið. Mögulegt er að varðan hafi verið endurhlaðin þarna til að varðveita minninguna um tilefni hennar.
Stóri-Krossgarðurinn á heiðinni sást í norðvestri.
Frábært veður – bjart og stilla.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

Sandgerðisvegur

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti var heimsóttur. Bauð hann fólki í kaffi að venju. Þegar hann var spurður um eftirbíðanlegan leturfund við Dauðsmannsvörðu kom í ljós að ekki hafði hann komið í leitirnar ennþá, hvað sem sögunni liði.

Neðri-Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannsvarða.

Fram kom hins vegar að Dauðsmannsvarðan efri hafði aftur á móti verið hlaðinn upp nýlega. Hún er á efsta Draughólnum, sem eru þrír, en Dauðsmannsvarðan neðri er undan þeim neðsta. Þar á letrið að vera. Sagan segir, og reyndar kemur það einnig fram í viðbótarlýsingu við örnefnaskrána af Bæjarskeri (Býjaskeri), að þar hafi menn eða maður orðið úti við þjóðleiðina milli Keflavíkur og Sandgerðis. Vitað er um fjölmarga, sem úti urðu á leiðunum yfir Miðnesheiðina fyrr á öldum, flestir á leið heim frá kaupmanninum í Keflavík.
Sigurður sagðist hafa lengi verið að hugsa hvernig stafsetja ætti nafnið „Dínhóll“, sem er þarna upp í heiðinni. Þegar hann hafi síðan verið að fletta örnefnaskránni fyrir Bæjarsker hafi hann rekið augun í nafnið Dynhóll, sem mun vera sá sami. Líklega sé þar komið rétta nafnið á hólnum.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Eiríksson.

Svona gætu nöfn hafa breyst í meðförum. Nokkur dæmi eru til slík, s.s. Hrafnkelsstaðir er urðu að Rafnkelsstöðum. Í Sögum Rangárvallasýslu er t.d. talað um að fara til Hrafnkelsstaða í Garði, sem nú bera nafnið Rafnkelsstaðir. Rafnkelsstaðabáturinn, sem nú er í Bjarghúsi, er t.a.m. frá Hrafnkelsstöðum.
Í örnefnaskránni kemur nafnið Kampstekkur fyrir, rétt við norðurmörk Fuglavíkur og Bæjarskers. Hann er handan við Kampholtið. Sigurður sagði tóftir hans vera í norðurhorninu á girðingu fast sunnan við veginn milli Fuglavíkur og Bæjarskers. Í þeim hefðu krakkarnir stundum leitað skjóls. Á túninu á Bæjarskeri á að vera Grásteinn, álagasteinn, sem aldrei mátti hrófla við. Ýmislegt fleira kom fram í spjallinu við Sigurð.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum. Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á þeim stað er lýsingin kveður á um. Ekki sást letur á steini í eða við vörðuna.
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.

Prest

Prestsvarða – letur.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Morguninn eftir slotaði og komst Sigurður heim að Útskálum. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á er höggvið sálmavers. Á hellunni má sjá ártalið 1876. Sálmurinn á hellunni er 4. Davíðssálmur – 8. vers.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

Best er að ganga að vörðunni vestur með norðurkanti æfingarvallar Golfklúbbsins í Leiru, vestan vegarins. Varðan er skammt vestan við endimörk hans og sést vel þegar gengið er áleiðis að henni.

Loks var haldið að Stúlkuvörðunni á Njarðvíkurheiði. Undir henni er ártalið 1777 og stafirnir HGH ofan við. Letrið er á klöppinni, sem varðan stendur á. Skammt norðan við vörðuna má enn sjá hluta Skipsstígsins í móanum, líðast í átt að Sjónarhól. Núverandi varða er að öllum líkindum nýrri en letrið. Mögulegt er að varðan hafi verið endurhlaðin þarna til að varðveita minninguna um tilefni hennar.
Stóri-Krossgarðurinn á heiðinni sást í norðvestri.
Frábært veður – bjart og stilla.

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

Prestsvarðan

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra PrestsvarðaSigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Varðan var hlaðin upp fyrir stuttu, letursteinninn hreinsaður og honum komið aftur fyrir á sínum stað við vörðuna – þar sem hann er í dag.
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“). Ártalið er 1876.

-Rauðskinna II 295.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Leiran

Gengið var um Leiruna og Stóra-Hólm.
„Leiran liggur við sjávarsíðuna, miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála. Hún var eitthvert það besta fiskiver því þar mátti sækja sjó á báðar hendur, eins og segir í sóknarlýsingu frá árinu 1839. Nú mun hins vegar langt síðan nokkurri fleytu hafi verið róið til fiskjar úr Leirunni, enda hefur hún sannarlega fengið öðru hlutverki að gegna en sjósókn hina síðari áratugi.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Árið 1816 bjuggu 54 menn á 6 heimilum í Leiru, en 39 menn á 3 heimilum í Keflavík. Árið 1880 voru nákvæmlega jafn margir íbúar í Keflavík og Leiru, eða 154. Nú býr engin í Leirunni, en íbúar í Keflavík eru nú nálægt 10.000 (Íbúar í Reykjanesbæ, sem Keflavík er nú hluti af, eru um 11 þúsund talsins en bæjarfélagið er meðal þeirra fimm stærstu á landinu).
Þótt Leiran væri ein minnsta sveit Suðurnesja var þar hæst metna jörðin í Rosmhvalaneshreppi árið 1861.

Það var Stóri-Hólmur með 7 hjáleigum, metin á 51,9 hundruð. Bæði var að jörðin var landmikil, en hitt hafði þó mest að segja, að þar var ein sú besta lending, rudd vör með miklum tilkostnaði og skipaleiðin eða sundið svo gott að sagt var, að þá mundi útsjór ófær ef það tæki af.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Þess vegna var mikil sjósókn úr Leirunni. Og þó enn meiri í Garð- og Leirusjó úr öðrum plássum. T.d. var sagt að eitt sinn í vetrarvertíðinni 1879 hefðu verið talin 400 skip, sem sáust sigla inn fyrir Hólmsberg og inn á Vatnsleysuströnd. En háan skatt varð Leiran að gjalda Ægi og ekki síður en önnur byggðarlög við sjóinn. Í annálum Suðurnesja eru talin 6 skip með 27 mönnum, sem fórust úr Leiru á árunum 1830-1879. Vestan við núverandi (fyrrverandi) íbúðarhús í Hólmi er bátslaga fornmannaleiði og hlaðinn brunnur, auk fleiri minja um fyrrum bústetu á þessu forna höfuðbýli. Slíkum minjum er einnig fyrir að fara á Leiru þótt sumar þeirra hafi nú verið „sléttaðar“ út.

Leiran

Leiran – Gamli barnaskólinn.

En lífið í Leirunni var ekki bara sjósókn og saltfiskur heldur líka fræðsla og félagsmál. Þar var stofnað til barnaskóla fyrir aldamót (1900) og þar starfaði stúka í eigin húsnæði. Golfklúbbur Suðurnesja hefur nú lagt Leiruna undir starfsemi sína, ræktað þar golfvöll og byggt tilheyrandi skála. Sú ræktun hefur gengið fljótar fyrir sig en í gamla daga þegar sjómennirnir báru slorskrínur á öxl sér neðan úr vör til að drýgja áburðinn og fjölga þar með grasstráunum handa skepnunum.
Þótt Leira sé búin að fá annað hlutverk í lífi Suðurnesja en hún áður hafði er enn ástæða fyrir fólk að staldra þar við og skoða sig um niðri við sjóinn í þessari fornu útgerðarstöð, virða fyrir sér Hrúðurinn og Leiruhólmann og virða fyrir sér það sem enn minnir á liðinn tíma. Og þá er ekki heldur úr vegi að leita uppi Sigurðarvörðuna (Prestsvörðuna), sem er fyrir ofan Leiruna.

Litla-Hólmsvör

Litla-Hólmsvör.

Það var laugardaginn 22. janúar 1876 að séra Sigurður Sívertsen á Útskálum var að koma frá barnsskírn í Keflavík. Stórrigning datt á upp úr útsynnings éljagangi og síðan frysti. Sigurður skýrði svo frá: “Varð ég viðskila við samferðarmann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég áleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru… Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gjörð leit að mér… leið svo hin óttalega nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig, og var ég enn með rænu og nokkru fjöri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveislu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa guði dýrðina.”

Í þakklátri minningu um björgun þessa lét séra Sigurður hlaða vörðu á þeim stað sem hann fannst og fella í hana hraunhellu með Biblíuáletrun.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Keflavík

Keflavík.

Prestsvarða

Í Faxa 1999 er fjallað um „Prestsvörðuna“ – vörðu séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests (1837-1887) austarlega í Miðnesheiði, ofan Leiru:

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn. Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

„Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen var fæddur hinn 2.11.1808 í litla prestseturskotinu að Seli við Reykjavík. Hann var sonur prestshjónanna sr. Brynjólfs Sigurðssonar og Steinunnar Helgadóttur. Sigurður flutti ungur að árum eða 18 ára í Garðinn. Hann gekk í Bessastaðaskóla og með honum voru margir merkir menn eins og Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson sem síðar urðu Fjölnismenn. Á þessum tíma var Grímur Thomsen þar væntanlega að leika sér þá 9 ára gamall. Einnig má nefna að á þessum tíma var þar Sveinbjörn Egilsson úr Innri-Njarðvík, ásamt dr. Hallgrími Scheving málasnillingi. Allir þessir menn settu svip á Íslandssöguna.

Sigurður B. Sívertsen

Sigurður B. Sívertsen.

Sigurður vígðist sem aðstoðarprestur til föður síns þann 18.09.1831 þá 23 ára. Gekk Sigurður að eiga unnustu sína Helgu Helgadóttur þann 5. júní 1833. Árið 1837 þann 1. mars fékk sr. Sigurður Útskálaprestakall en þá hafði faðir hans sagt því lausu, en hann andaðist stuttu seinna. Þar átti hann eftir að þjóna næstu 50 árin. Þannig þjónaði hann sem prestur í 54 ár samfleytt.
Sr. Sigurður var merkur maður, hann skrifaði mikið og þekktasta ritverk hans er án efa héraðslýsing Útskálaprestakalls. Hann kom á fót barnaskóla, byggði kirkju og gaf til fátækra. Sr. Sigurður andaðist í hárri elli þá orðinn blindur.

Garðsstígur

Á gangi um Garðsstíg.

22. janúar árið 1876 var sr. Sigurður Br. Sívertsen á heimleið [á Garðsstíg] eftir að hafa skírt barn í Keflavík. Veðrið var afar slæmt, eins og það hafði reyndar verið allan þennan mánuð. Yfir landið gekk slæmt landsynningsveður með mikilli rigningu, upp úr útsynnings éljagangi og frosti. Eflir að hafa borist áfram dálítinn spöl varð Sigurður viðskila við samferðamenn sína. Hann hafði einnig misst hest sinn og lét því fyrirberast í heiðinni. En þannig segir sr. Sigurður sjálfur frá: „Sunnudaginn 2. janúar 1876 gjörði mesta ofsaveður ú landsunnan, sem varaði alla nóttina. Fuku skip og brotnuðu. Annað veður þvílík datt á laugardagskvöldið, þann 22. janúar, með fjarskalegri rigningu upp úr útsynnings éljugangi og frosti: Þá um kvöldið, er ég kom frá Keflavík, er ég skírt hafði þar barn, varð ég viðskila við samferðamann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég afleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru. Treysti ég mér þá ekki til að halda áfram, ef ég kynni að villast suður í heiði. Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gerð leit að mér af sóknarfólki mínu, fyrir tilstilli sonur míns. Leið svo hin óttalegu nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig og var ég enn með rœnu og nokkru fjöri, þó að nokkuð vœri af mér dregið.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Hugði enginn maður, að ég þá nótt mundi hafa afborið lífið, og var það auðsjáanlega drottins almœttis dásemdarverk, að ég skildi lifa svo lengi í því veðri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveizlu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa Guði dýrðina.“
Nokkru eftir þennan atburð lét séra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Eins og sjá má nú er nokkuð mikið hrunið úr vörðunni. Ekki veit ég hvenær hrunið hefur úr henni en samkvæmt skrifum Tryggva Ófeigssonar fyrrum útgerðarmanns var varðan heil um 1920. Varðan er og hefur verið ferstrend eins og margar grjótvörður. Þegar varðan var heil var hún frábrugðin öðrum vörðum á þann hátt að á þeirri hlið sem sneri í austur var allstór flöt hella sem í er höggvið er sálmavers.
Það eru rúm tuttugu ár síðan að ég kom fyrst að þessari vörðu. Þá hafði mágur minn og ég gert nokkra leit að henni en án árangurs. Þegar við komum hér að þessari hálfhrundu vörðu ákváðum við að setjast niður og hvíla okkur aðeins. Þá dettur mér allt í einu í hug að velta við stórum steini sem lá þarna eins og á grúfu. Þegar við veltum honum við sáum við að hér var kominn steinninn með sálmaversinu á. Við hlóðum því nokkrum steinum í pall og settum steininn þar sem hann er nú. Versið á steininum er og var þá ill læsilegt, en seinna um veturinn fór ég og makaði snjó í steininn og var þá betur hægt að greina hvað á honum stendur. Á steininum virðist standa:
1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.
Útskálakirkja
Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.“ Það skemmtilegasta við þessa sögu er það að mágur minn sr. Hjörtur Magni Jóhannsson sem þá var nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vígðist síðar sem prestur að Útskálum.
Eins og fyrr segir var sr. Sigurður Br. Sívertsen merkur maður. Hann hafði meðal annars forgöngu að söfnun til að koma á fót barnaskóla, sjálfur gaf hann 1200 krónur og gaf árlegt tillegg eftir það. Hann gaf mikla peninga til fátækra. Hann styrkti efnilega unglinga til framhaldsmenntunar. Hann lét reisa nýja kirkju árið 1861, kirkjan kostaði 3450 krónur, og sr. Sigurður borgaði sjálfur 632 krónur. Þá gaf hann kirkjunni altaristöflu, og fleiri hluti. Hann stundaði líka lækningar, keypti mikið af meðulum og ferðaðist um prestakallið og veitti fólki hjálp og meðul án endurgjalds. Hann vann að miklum jarðarbótum og var veitt sérstök viðurkenning fyrir það. Sr. Sigurður skrifaði margt og mikið, sumt af því hefur komist á prent en mest liggur í handritum á landsbókasafninu. Sr.
Sigurði var veitt heiðursmerki frá konungi fyrir atorku og menningarforystu. Hann keypti 25 lesta þiljubát frá Sarpsborg í Noregi í félagi við þrjá aðra menn en það ævintýri gekk illa og tapaði hann miklu á því.

Sigurður B. Sívertsen

Endurminningar Sigurðar B. Sívertsen frá 1758, útgefnar 1841.

Árið 1868 vígðist sonur sr. Sigurðar, sr. Sigurður Sívertsen yngri til aðstoðarprests hjá föður sínum. Hann lést úr taugaveiki aðeins rúmum mánuði eftir að hann tók vígslu. Það varð þeim hjónum mikill missir því vonir voru bundnar við að hann tæki við brauðinu eftir daga föður síns. Sjö árum eftir að sr. Sigurður hafði misst son sinn, vígðist til hans aðstoðarprestur, systursonur hans sr. Brynjólfur Gunnarsson.
Árið 1886 fær sr. Sigurður embættisbréf frá biskup þess efnis að hann skuli tafarlaust segja Útskálaprestakalli lausu og sækja um lausn frá prestsþjónustu. Þótt svo að hinum aldna presti hafi grunað að svo gæti farið að hann yrði neyddur til að segja embættinu lausu kom þetta sem reiðarslag. Sr. Sigurði fannst þetta óþarfa harðræði yfirstjórnar, hann var sár og honum fannst að sér vegið. Hann batt miklar vonir við að aðstoðarpresturinn sr. Brynjólfur Gunnarsson tæki við af honum. Í vitnisburði um sr. Brynjólf segir: Hann var lipur kennimaður, stillingarmaður og hugljúfi hvers manns, sómamaður í öllum greinum og ljós í dagfari. Það virðist einhver kirkju- og/eða landsmálapólitík hafa ráðið því hvemig fór. Því sr. Brynjólfur sækir um brauðið eftir að hafa þjónað prestakallinu sem aðstoðarprestur í 10 ár og með meðmæli flestra sóknarbarna. En brauðið fékk sr. Jens Pálsson þá prestur á Þingvöllum.

Sigurður B. Sívertsen

Skrif Sigurðar B. Sívertsen í bók útg, 1841.

Um haustið er sr. Jens settur í embætti. Daginn eftir er kirkja og staðurinn tekin út. Í þeirri úttekt fannst afhendandi presti mikill ójöfnuður og á sig hallað. Ekki gekk saman með þeim prestum að sá gamli fengi neitt að hafa af jörðinni eftirleiðis. Hann fékk að halda til í húsum sínum, en eftirlaun hans skyldu renna upp í skuld. Fór því þannig að sr. Jens Pálsson fékk bæði brauðið, búið og Þingvelli til næstu fardaga.
Þetta sama haust, þegar sr. Sigurður var orðinn embættislaus, einangraður og jarðnæðislaus, fékk hann óþekkta, illkynja veiki í höfuðið með miklum þrautum og andlitsbólgum og lá oft þungt haldinn. Þann 4. febrúar 1887 gekk hann síðasta skipti að rúmi sínu með þessum orðum: Þótt þú deyðir mig Drottinn þá skal ég samt vona á þig.
Hann lést þann 24. maí 1887, hálfu ári eftir að hann lél formlega af embætti. Hann var jarðsettur í Útskálakirkjugarði 10. júní að viðstöddum miklum mannfjölda, um 600-700 manns. Yfir moldun hans töluðu þrír prestar, þeir sr. Þórarinn Böðvarsson prófastur, sr. Oddur V. Gíslason prestur í Grindavík og sr. Brynjólfur Gunnarsson aðstoðarprestur hans. En sóknarpresturinn sr. Jens Pálsson var fjarverandi en hann stóð þá í flutningum frá Þingvöllum. Helga, kona sr. Sigurðar lést úr mislingum árið 1882.“
Ragnar Snær Karlsson tók saman.

Heimild:
-Faxi, 3. tbl. 01.10.1999, Prestasvarðan, bls. 56-57.
-Undir Garðskagavita, Gunnar M. Magnússon, Ægisútgáfan 1963. Árbók Suðunesja. 1986-1987.

Útskálar

Útskálar 1920 – teikning; Jón Helgason.