Færslur

Vatnsendaborg

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú af stað genginn í 14. sinn. Markmið með ratleiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í næsta nágrenni.

ratleikur -5

Þema leiksins að þessu sinni er hleðslur. Stöðvarnar eru 27 talsins og á þeim öllum eru hleðslur af mannavöldum. Allar endurspegla þær búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá upphafi til þessa dags. Þátttakendur geta því gengið á staðina og reynt að gera sér í hugarlund hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.
Ratleiksk
ortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.
Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði. Hér mun með tíð og tíma koma nánari fróðleikur um stöðvarnar.

Stöðvarnar að þessu sinni eru:

1. Skotbyrgi á Mógrafarhæð
Mógrafarhæð nefnist öxlin sem geng­ur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Blá­berjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með rifla en þar var einnig gervi­fallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins og fallstykki úr lofti. Sjá meira HÉR.

2. Grjótvirki á Hádegisholt
FlodahjalliHlaðið grjótvirki sem stendur nálægt efsta hluta Hádegisholts, en hæðin var einnig nefnd Flóðahjalli. Skotbyrgið hlóðu breskir hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons vorið 1940. Það er um 800 m² að stærð og víða hefur hrunið úr veggjum þess, sem voru rúmlega 1 m háir.
Sjá meira HÉR.

3. Stekkur við Stekkjartún
Fallega hlaðnir veggir af smáhýsi  eða stekk við Stekkjartúnið. Suðvestan við klett sem tóftin stend­ur hjá er einföld kvíahleðsla sem er nánast vall­gróin. Hraunhóllinn Einbúi er skammt frá hleðslunum og norðaustan þeirra er allnokkur furutrjálundur í Flatahrauni.
Sjá meira HÉR.

4. Beitarhús nærri Selgjá
BeitarhusVeggir af fornu beitarhúsi í landi Urriðakots sem hlaðið var til skjóls fyrir útigangsfé og senni­lega smalann líka. Ekki er vitað um aldur hússins sem er ekki lengur reft og standa veggirnir einir eftir, ásamt sér­kennilegri hleðslu á milli hraunkletta með einskonar glugga sem snýr  í austurátt.
Sjá meira HÉR.

5. Hleðsla við Selgjárhelli
Norðurhellar eru í Selgjá (Norður­hellagjá) sem er beint framhald Búrfellsgjár. Hellarnir voru nýtt­ir í tengslum við selbúskap 8 kóngsjarða á Álftanesi. Talið er að selin hafi verið 11 talsins og eru tóftir nokkurra mjög greinilegar við gjárbarmana, en minna ber á öðrum seltóftum.
Sjá meira HÉR.

6. Vatnsendaborg
VatnsendaborgFjárborg Vatnsendabænda stendur hátt á Hjallabrúnum skammt frá landamerkjarvörðu á Arnarbæli (Arnarsetri) sem skipti löndum milli Vífilsstaða og Vatnsenda. Borgin er rétt innan við landamerki Vatnsendalands og var helsta skjól  sauðanna sem voru þar á vetrarbeit.
Sjá meira HÉR.

7. Gjáarrétt í Búrfellsgjá
Gjáarrétt var fjallskilarétt Álftnesinga og bendir margt til að hún hafi verið stærri áður fyrr. Al­menn­ingurinn er óvenju lítill, en þessi rétt var hlaðin árið 1839 og hætt að nota hana 1920 þegar Hraunrétt í Gráhelluhrauni varð lögrétt. Gjáarrétt var friðlýst 1964.
Sjá meira HÉR.

8. Fallin fjárborg á Selhöfða
SelhofdiSelhöfði ber nafn með rentu því nokkur sel voru norðan og vestan við hann. Ofarlega á höfðanum er tölu­verð grjóthrúga; leifar hruninnar fjárborgar. Grjótið lætur ekki mikið yfir sér þar sem það liggur á víð og dreif en auðvelt er að ímynda sér hversu stór fjárborgin var.
Sjá meira HÉR.

9. Húsatóft við Fremstahöfða
Rétt austan við Fremstahöfða eru vegghleðslur fjárhúss sem byrjað var að reisa úr hraun­grjóti rétt eftir aldamótin 1900 en var aldrei klárað að því er næst verður komist. Húsatóftin minnir á það hversu mikið menn voru tilbúnir að leggja á sig til að skýla sauðfé sínu fyrir vertrarveðrum.
Sjá meira HÉR.

10. Fallin fjárborg á Borgarstandi
BorgarstandurVestur af Borgarstandi er beitarhúsatóft með gerði en suðvestan Smalaskála eru nokkrir fjárhellar með tilheyrandi hleðslum. Tvær fjárborgir stóðu á Borgarstandi en grjótið úr eystri borginni var fjarlægt á sínum tíma. Vestari borgin er hrunin og eru minjar hennar friðlýstar.

11. Vatnsveituhleðsla í Lambagjá
Veturinn 1917-18 voru hlaðnar undirstöður fyrir 1.600 m opna trérennu  sem lá frá Kaldárbotnum að Sléttuhlíð, þar sem vatn var látið renna niður í hraunið. Öll hleðslan milli Lambagjár og Kaldárhnúka er friðuð og ekki má raska þessu

 mannvirki á neinn hátt. 

12. Fallinn stekkur í Helgadal
HelgadalurHellarnir í Helgadal voru fyrrum notaðir sem fjárskjól og eru fornar hleðslur í nokkrum þeirra. Skammt suður frá hellunum eru tóftir beitarhúss sem var líkast til sel í eina tíð. Helgadalsstekkur sést á lágri hraunklöpp rétt norðan hellanna, en hann er löngu fallinn.  

13. Túngarðurinn vestan við Óttarsstaði
Heimatúnið á Óttarsstaðabæjunum tveimur var girt tvístæðum túngarði sem hlaðinn var úr hraungrjóti að vestan en sjávargrjóti að austan. Þessi vandaði garður var feiknarmikið mannvirki og þurfti talsvert viðhald. Hann stendur að hluta enn þó víða hafi hrunið úr honum.

14. Norðurfjárhús
NorðurfjárhúsÁ sjávarbakkanum skammt frá bæjarhól Lónakotsins, beint niður af klapparhól sem var ýmist nefndur Krumhóll, Vökhóll eða Sönghóll, er það sem eftir er af Norður­fjárhúsum. Þykkhlaðnir veggirnir standa enn þó svo að þekjan hafi fyrir löngu fokið á haf út.

15. Hausthellir vestan við Lónakot
Hausthellirinn var skammt vestan við Lónakotstúnið og þótti ekki merkilegt skjól. Hellirinn var notaður þegar taka þurfti lambærnar heim á bæ alveg undir jólin. Vegna smæðar sinnar var hann lagður af um leið og Norðurfjárhúsin höfðu risið um aldamótin 1900. 

16. Fyrirhleðsla við Smala-skálaskúta
SmalaskalaskjolRétt  norðan Reykjanes­brautar nærri Lónakoti er Sjónarhóll, mikill og margskiptur hraunhryggur. Norðaustan Sjónarhóls og vestan við Jakobs­vörðuhæð er fjárhellir með fyrirhleðslu. Þetta er fjárskjól sem heitir Smalaskálaskúti þó svo að skútinn sé spottakorn frá Smala­skálahæð. Skútinn er um 100 m vestan við Jakobsvörðu með op til vesturs.

17. Jakobsvörðuhæðarrétt
Norðan Jakobsvörðu er forn stekkur ásamt æva­gamalli fjárrétt sem dregur nafn sitt af hæðinni, en minjarnar vi

tna um búskaparhætti fyrri tíðar.  Réttin er skammt frá fornum götum, sem heita annarsvegar Vetrarleið og hinsvegar Óttarsstaðafjárborgarstígur.

18. Jakobsvarða
JakobsvarðaJakobsvarða líkist lágri heysátu og hefur örlítið hrunið úr henni þar sem hún stendur á Jakobs­vörðuhæð. Enginn kann skil á Jakobi.

19. Stekkurinn við Þorbjarnarstaði
Nokkuð stór réttagarður liggur utan um Stekkatúnið norðan undir Stekkatúnshæðinni. Innan garðsins var Stekkatúnið sem var slegið þegar leið á sumar enda allt sauðféð fyrir löngu farið á fjall. Innan Stekkatúnsins var hlaðið gerði sem skiptist í stekkinn og lambakró.

20. Skotbyrgi við Mosastíg

Skotbyrgi

Víða í Hraunum voru hlaðin skotbyrgi snemma á 19. öld sem refaskyttur notuðu til að felast er legið var fyrir tófu. Flest skotbyrgin hafa staðist tímans tönn en þeim var oftast fundinn staður nálægt grenjum eða þar sem smalar sátu yfir sauðfé sem var á útigangi árið um kring.

21. Réttargjá
Náttúruleg hraunsprunga skammt austan við jarðvegsnámu þar sem áður stóð gjallhóllinn Þorbjarnar­staða­rauðimelur. Hlaðið er fyrir sprunguna að norðanverðu og þar var eitt sinn réttarhlið úr timbri til að létta smölum fjárgæsluna þegar vetrarbeit var stunduð þarna.

22. Skotbyrgi á Smalaskálahæð
Á Smalaskálahæð við Krist­rún­arfjárborg er lítið skotbyrgi þar sem skyttur dvöldu dægrin löng í von um að góma varginn áður hann næði að dSmalaskalahaedrepa búsmalann. Kjötstykki af sóttdauðu hrossi eða sauðkind sem lyktaði vel var lagt í skotlínu til að lokka varginn út úr fylgsni sínu.

23. Bekkjarskútinn
Bekkjarskútinn í Bekkjarhraunskeri er nokkuð stór og framan við hann eru fyrirhleðslur sem loka  opinu sem snýr mót norðvestri. Hraunið umhverfis skútann nefnist einu nafni Bekkjarhraun en hæðirnar kallast Bekkir. Tvær

 fornar götur liggja til sitthvorrar handar við Bekkina.

24. Óttarsstaðaselsrétt

OttarsstadirSuður af Óttarsstaðaseli er stór hraun­bás og þar er ævagömul rétt eða nátthagi sem tilheyrði selinu. Réttin er allrúmgóð og stendur á klöpp en réttarveggirnir eru hlaðnir frá hvorum kersbarmi fyrir sig. Hlið hefur verið fyrir réttaropinu en það fúnaði og varð að engu.

25. Óttarstaða-selshellar
Fjárskútar eru við flest selin í Almenningi og fyrir bragðið þurfti ekki að byggja þar beitarhús. Vestan Óttarsstaðasels er hraunhryggur og í honum er ágætur fjárskúti sem rúmaði fjölda fjár. Annar skúti er suður af selinu og átti hvor Óttarsstaðabóndi sinn fjárskúta þegar þar var tvíbýlt.

26. Fjallgrensbalar

BúðarvatnsstæðiNokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið. 

27. Búðarvatnsstæði
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikivarnagirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.  Vatnsstæðið er rétt undir háum hraunkanti.

Bekkjaskuti