Tag Archive for: Ratleikur 2014

Óttarsstaðasel

1. Lækjarbotnar:
Laekjarbotnar-221Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels.
Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í birkikjarri austan við lónið.

2. Fjárhúsatóft:

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur tekið við af Setbergsseli. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, byggði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, fjárhúsið eftir aldarmótin 1900. Svæðið heitir Húsatún. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi, þar sem nú er íbúðabyggð. Merkið er í innhorni tóftarinnar.

3. Hlaðið gerði:

Smyrlabúð

Smyrlabúð – gerði.

Vestan Smyrlabúðar má finna leifar af hlöðnu gerði við Selvogsgötuna. Selvogsbúar nefndu götuna jafnan Suðurferðarveg, en þá lá hún um Grindarskörð, en ekki Kerlingarskarð, eins og nú. Nokkrir áningarstaðir eru við leiðina og er þetta einn þeirra. Merkið er við stóran stein í gerðinu.

4. Helgadalur:
Helgadalssel-221

Rétt við girðinguna þar sem gönguleiðin liggur niður í Helgadal er gömul selstaða, væntanlega frá Görðum. Fornleif þessi er enn óskráð, en var þó þinglýst friðuð 15.11.1939.
Elstu seljaleifar á Reykjanesskaganum eru kúasel, en síðan tóku fjárselin við. Þótt bæirnir sjálfir séu víðast horfnir eru selin enn óröskuð. Saga þeirra er saga þróunar í búskaparháttum frá landnámi fram til loka 19. aldar.

5. Beitarhús:

Beitarhús

Beitarhús í Húshöfða.

Inni á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru skýr ummerki eftir beitarhús frá Jófríðarstöðum. Tóftin er ca. 5×7 m og eru veggir hennar mjög vel greinilegir. Beitarhús tóku við er selin lögðust af. Eftir það var fært frá heima við bæ, en fé áfram haldið í sumarhögum. Merkið er í stóru furutré neðan við beitarhúsatóftina. Þar hjá má sjá fleiri minjar, s.s. gerði o.fl.

6. Seltóft:
Seldalssel-221Þegar komið er upp í Seldal sunnan Selhöfða má leifar heimasels frá Hvaleyri.
Heimasel voru jafnan í göngufæri frá bæjum. Í slíkum seljum voru jafnan ekki hús; baðstofa, búr og eldhús, eins og í hefðbundum seljum, einungis stekkur og vatnsból. Á Selhöfða ofan við selstöðuna eru leifar af gamalli fjárborg, sem stekkur hefur síðar verið byggður upp úr.

7. Stórhöfði:

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Stórhöfðastígur liggur vestan Stórhöfða frá Ási (Hafnarfirði) og þaðan í átt að Krýsuvíkurvegi, upp á Undirhlíðarveg ofan Hrútagjárdyngju og síðan um Ketilsstíg yfir Sveifluháls að Krýsuvík. Í klofa eða gili í sunnanverðum Stórhöfða má finna merkið ofan við birkihríslu.

8. Selstígur:

Kaldársel

Kaldársel – selstígur.

Selstígurinn liggur við hraunjaðarinn á köflum. Uppi á hrauninu má finna merkið í stórri lægð. Kaldársel var lengi vel selstaða frá Görðum.
Undir lok selstöðutímabilsins var hún leigð öðrum, t..d. Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar bjó um tíma, og síðar Kristmundi frá Stakkavík, sem hélt þar fé tvo vetur. Svo fór að bóndinn á Setbergi keypti húsakostinn, sem í framhaldinu var rifinn. Sjá má leifarnar við sumarbúiðir KFUMogK í Kaldárseli.

9. Dalaleið:

Kýrskarð

Kýrskarð.

Frá Kaldárseli liggur Dalaleið, fyrst í Undirhlíðarleið og síðan upp Kýrskarð, norður með Gvendar­sels­­hæðar og síðan suður með henni austanverðri, um Leirdal (Slysadal) og Breiðdal að Vatnshlíðarhorni (fyrrum Vatnsskarði) og að Hellunni við Kleifarvatn. Þegar mikið var í vatninu þurfti að fara “ofan á Hellunni” og hentaði það ekki lofthræddum. Merkið má finna við tré ofan við slétta flöt.

10. Gálgaklettar:

galgaklettar-221

Við Selvogsgötuna austan Helgafells má finna Gálgakletta sem svipar mjög til klettanna á Stafnesi.
Á svæðinu eru fjölbreytt hraun, gróin svæði og klettabelti. Klettarnir sjást vel ef Selvogsgötunni er fylgt til austurs þegar komið er yfir ásinn austan Mylgludala (austan Valahnúka (Valabóls)). Merkið er við klettanna NA götunnar.

11. Gerði:

Hvaleyrarsel

Réttin undir Stórhöfða.

Við Stórhöfðastíginn, í Brunntorfum, rétt við Krýsuvíkurveg má finna hlaðið gerði. Gerðið er eitt af mörgum slíkum í Brunntorfum. Þau voru ýmist notuð sem aðhald, til rúninga eða annarra nota. Gróningarnir hafa einnig verið nefndir Brundtorfur og Brunatorfur. Merkið er í gerðinu.

12. Stórhöfðastígur:
Storhofdastigur-221Þegar Stórhöfðastígur fer yfir Krýsu­víkurveginn liggur  hann meðfram veginum og hraun­kantinum. Þar skammt ofar er áberandi klofinn klettur þar sem merkið er að finna. Kletturinn er í rauninni klofinn hraundrangi á hraunbrúninni, stundum nefndur “Tvídrangi”. Það er að öllum líkindum nýlegt örnefni. Á svæðinu eru leifar af einhvers konar mannvirki.

13. Þorbjarnarstaðaborg:
Thorbjarnarstadaborg-221Sunnan til í vesturjaðri Brunans (Nýjahrauns/Kapellu-hrauns) er að finna veglega hringlaga hlaðna fjárborg með skilvegg í miðju. Veggurinn bendir til þess að topphlaða hafi átt borgina. Verkið u
nnu börnin á Þorbjarnarstöðum í Hraunum í kringum 1900.
Börnin voru 11 talsins. Faðir þeirra var Þorkell Guðnason frá Selvogi og móðirin Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Hætt hefur verið við hleðslu borgarinnar í hálfkveðnu  verki, einhverra hluta vegna. Tilbúnir helluhraukar standa enn umhverfis hana. Í Djúpudölum í Selvogi er að finna sambærilega topphlaðna fjárborg. Merkið er í borginni.

14. Gránuskúti:
Granuskuti 221SV við grasivaxið Gjáselið er fjárskjól, sem hlaðið er fyrir. Opið er er nú umvafið birkikjarri. Laufhöfðavarðan er áberandi á svæðinu (vestan við selið), fast við Gjáselsstíginn frá Þorbjarnarstöðum.
Í suður frá henni má sjá mælistand á Hafurbjarnarholti. Fjárskútar og –skjól sem þetta eru um 300 talsins á Reykjanesskaganum. Skútinn er skammt sunnan við vörðuna. Merkið er utan við skútann.

15. Straumssel:
Straumssel-221Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði leigði hann heimajörðina en stofnaði sjálfur nýtt lögbýli. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist að í Straumsseli og húsaði selið vel um 1847. Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Þegar hann gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns. Leiguliðinn var Bjarni Einarsson útvegsbóndi sem hafði búið þar allt frá því jörðin var í konungseigu. Honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar.
Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra búsetuna. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Bærinn, sem Guðmundur lét reisa í Straumsseli, stóð fram undir aldamótin 1900 eða aðeins lengur en þá mun hann hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarleg
ar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Einn helsti fræðimaður um sel á Reykjanesskagnum er fornleifafræðingurinn Ómar Smári Ármannsson.  Norðan við selið er vatnsból þar sem finna má merkið.

16. Óttarsstaðasel:
Ottarsstadasel-221Óttarsstaðasel eru rústir dæmigerðrar selstöðu; baðstofa, búr og hliðsett eldhús.
Dæmigerðar selsminjar eru allt umhverfis; s.s. stekkur, nátthagi, nokkur fjárskjól, selsvarða og vatnsból að ógleymdum selstígnum (því ekki notuðu men þyrlur fyrrum til að komast á milli staða). Sunnan við grónar selsleifarnar er vatnsból þar sem merkið er að finna.

17. Meitlaskjól:

Óttarsstaðasel

Meitlaskjól.

Fjárskjól í klofnum hraunhólum rétt vestan við Óttarsstaða-selsstíg. Þetta er eitt af nokkrum fjárskjólum við selsstíginn. Þegar gengið er selsstíginn er ekki úr vegi að kíkja á Sveinsskúta (hlaðið fjárskjól) og Bekkjarsskúta (hlaðið fjárskjól). Merkið er utan við skjólið.

18. Gvendarbrunnshæðarskjól:

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Fjárskjól frá Óttarsstöðum skammt frá Alfaraleiðinni, norðvestan við Gvendarbrunn; sögufrægt vatnsból. Gvendarbrunnar (Gvendarhola)  eru a.m.k. fimm talsins á Reykjanesskaganum. Öll rekja örnefnin til sagna af Guðmundi góða (1161 –1237) biskupi í Skálholti. Hlaðið er fyrir skúta í hraunkantinum. Merkið er í skjólinu.

19. Þorbjarnarstaðir:
Thorbjarnarstadir-221Í Þorbjarnarstaðatjörninni er fallega steinhlaðin mosagróin bryggja, í tjörninni skammt norðvestan við Alfaraleiðina.
Framan við hana má á fjöru sjá steinhlaðinn brunn þar sem hreint vatn streymir upp úr hrauninu á fjöru. Staðurinn er táknrænn fyrir það hvernig forfeður/-mæður okkar reyndu að bjarga sér við brunngerð fyrri tíma. Merkið er við klofaklett ofan við bryggjuna.

20. Klofinn klettur:

Óttarsstaðir.

Óttarsstaðir – Klofaklettur.

Sunnan Óttarsstaða er stór klofaklettur, Hádegishæð frá vestari bænum. Óttarsstaðaselstígurinn liggur skammt austan við klettinn. Í klofanum hefur verið lagður flóraður stígur. Ofar í klofanum eru gamlar hleðslur. Auk þess má í honum sjá hinn dæmigerða “risahraunburkna”.  Merkið er að finna í einni sprungunni.

21. Fjárskjól:

Lónakot

Lónakot – fjárskjól.

Skammt vestan Lónakots er fjárskjól í skúta með hleðslu þar sem raftað hafði verið yfir. Fjárskjólið er eitt af sjö slíkum þekktum umhverfis Lónakot. Líklega er þetta fjárskjól það, sem nefnt er “Hausthellir” í gömlum heimildum. Búið var í Lónakoti framundir 1930. Merkið er í skjólinu.

22. Alfaraleið:

Alfaraleið

Alfaraleiðin ofan Þorbjarnarstaða.

Þar sem Alfaraleið og Lónakotsstígur mætast má sjá tvær vörður”, segir í örnefnalýsingu. Reyndar eru vörðurnar þrjár talsins, sem er bara eðlilegt. Ein varðan er við Alfaraleiðina og hinar tvær við gatnamótin. Þannig voru þau merkt fyrrum. Merkið er ekki langt undan.

23. Lónakotsstígur:

Lónakot

Varða við Lónakotsselsstíginn.

Við sérhvert sel er selsvarða. Ofan við Lónakostssel er varða há og myndarleg varða (augljós) á Skorás. Lónakotsstígur liggur að selinu.  Skammt vestan Lónakotssels er fjárskjól og stekkur í verulegu jarðfalli. Í Lónakotsseli eru ummerki þriggja misgamalla bygginga. Auk Lónakotssels voru þarna sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Merkið er inni í fjárskjólinu í fyrrnefndu jarðfalli.

24. Mið-Krossstapi:
Midkrosstapi-221Eitt af landamerkjum Hafnarfjarðar og Voga er hár klofinn klettur. Þar er merkið að finna.
Skammt sunnan við stapann er Urðarás, stórmerkilegt náttúrufyrirbrigði. Eins og risageimfar hafi brotlent og rist upp hraunið á kafla. Það á þó sína jarðfræðilegu skýringu, ef grannt er skoðað.

25. Lítil varða:

Krossstapi

Krossstapi.

Þegar komið er upp frá Urðarási (Mið-Krossstapa) úr norðri er ekki erfitt að rekast á slóða í gegnum hæfilega úfið hraunið og upp á Skógarnefið. Fremst á því, við sæmilega gróinn hól, með litla vörðu að sjá má finna merkið. Á leiðinni til baka má sjá leifar að fornri refagildru (ein af 56 þekktri á Reykjanesskaganum).

26. Sauðabrekkuskjól:
Saudabrekkuskjol-221Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið.
Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum líkindum verið nýtt sem “sæluhús” annars vegar, ferðalanga um Hrauntungustíg, og/eða smala er gættu fjár umhverfis Sauðabrekkuhella, þarna skammt ofar.

27. Undirhlíðar:

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Innan við Stóra-Skógarhvamm (Stóra-Hríshvamm) í Undirhlíðum er Stóra-Skógargil, mikil hvelfing. Þar hafa hrafnar gert sér laup um langt skeið, nú síðast í vor. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar plantaði trjánum á árunum 1958 til 1964 með aðstoð drengja úr Vinnuskólanum í Krýsuvík. Skógurinn var opnaður almenningi 25. apríl 2007. Nú er þar mikil lúpína og því best að fylgja lækjarfarveginum upp gilið.Husatun-221