Tag Archive for: rekamörk

Önglabrjótsnef

Í grein „Um rekamörk og örnefni á Reykjanesi“ er birtist í Blöndu 1921-1923 má lesa eftirfarandi um örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi:

Reykjanes-ornefni„Prentað eptir frumritinu í AM. 453 fol.
Af bréfi frá Þorkeli Jónssyni í Innri-Njarðvlk til Árna Magnússonar 30. janúar 1704 í þessu sama hdr. (453 fol.) sést, að þessi örnefnaskrá er samin af honum, því að hann segir í bréfinu: „Í sama máta sendist yður blaðkorn upp á rekaörnefni á Reykjanesi frá Höfnum til Skarfaseturs á Reykjanesi; og hef eg heyrt af mér eldri mönnum þessi rekatakmörk svo nefnd, sem innfærð eru, en þar eð eg skrifa ei framar um takmörkin en að Skarfasetri er ei minn mótvilji, heldur veldur því ókunnugleiki minn og nokkurn part þeir, er um kunnugt er, eru mér ei svo þénustuviljugir, að mér þar um sannferðugt segja vilji, og væri svo, að minn herra vildi enn framar á nýtt uppspyrja láta rekatakmörk á Reykjanesi, væri bezt fallið, að þar til kvaddir væru úr Grindavlk Eyjólfur Jónsson á Þorkötlustöðum, sem og Ólafur Pálsson á Tóptum, svo og Runólfur Þórðarson á Býjaskerjum, sem eg hygg skýrasta í þessu“ etc. — Þorkell í Njarðvík andaðist í stórubólu 1707, 49 ára gamall. Hann var, eins og kunnugt er, faðir Jóns Skálholtsrektors Þorkelssonar. (H. Þ.)
Þetta eru rekamörk og örnefni með sjávarsíðunni á Reykjanesi í Gullbringusýslu allt frá Marflösum í Skiptivík (hver Skiptivík og Marflasir að eru í milli Merkiness og Kalmanstjarnar í Höfnum) og að þeim fremsta tanga á Reykjanesi og sumir kalla eða nefna Skarfasetur, og kallast þetta á sunnanverðu Reykjanesi svo sem eptir fylgir:
1° Fyrst frá Marflösum (sem áður eru nefndar) á Kalmanstjörn allan reka (fráteknu alslags vogreki, sem kongl. Majst. tilheyrir) alt að Leguvörðu, sem er nærri Draugagjá, er liggur á milli Kalmanstjarnar og Kirkjuhafnar.
2° Frá Leguvörðu á Kirkjuhöfn allan reka (með fyrra skilorði) á miðjan klett þann, gem stendur í milli norðari Sandhafnar og Kirkjuhafnarlendinga, og sá sami klettur er nefndur Stjóraklettur. Eitt örnefni í áðursögðu Kirkjuhafnar rekatakmarki er Flyðruhella.
3° Fra Stjóraklett og til vörðu þeirrar, sem stendur á Lendingarmelum, allt kongsreki, sem tilheyrir Sandhöfnum báðum og nú liggur og legið hefur í langan tíma til Viðeyjarklausturs. Örnefni í þessu plássi eru: 1. Stærri Sandhöfn. 2. Minni Sandhöfn. 3. Litið vik norðan við eyraroddann, kallað Kápa. 4. Eyrin sjálf, sem er lítill tangi fram í sjóinn og þar framundan í sjó Eyrarsker. 5. Svarti klettur. 6. Tveir háir klettar, kallast í Klauf. 7. Steinn þar framundan, umflotinn, kallast Murlingur. 8. Hafnaberg, hvar undir að eru Hellrabásar. 9. Á miðju Hafnabergi einn snasaklettur, sem kallast Strákur. 10. Boðinn, sem er rekapláss á landi og þar framundan fiskimið, sem sjómenn kalla Líkaboða. 11. Þaðan eru Lendingarmelar allt að áðursagðri vörðu.
Hafnarberg-214° Frá Lendingarmelavörðu og til Valahnúka er skiptireki til helminga á hvölum og viðum (nema vogrekum öllum) milli Sandhafna (eður Viðeyjarklausturs) og Kirkjuhafnar, (því að Kirkjuhöfn með hennar reka er nú að sali og kaupi samanlögð við Kalmanstjöru). Örnefni innan þessara takmarka eru þessi: 1. Skjótastaðir, sam sagt er áður hafi bær verið, og enn sjást nokkur merki af garðlagssteinum. 2. Stóra Sandvík, hvar eð með hverju flóði uppkemur flæðarvatn, svo langt frá sjómáli, sem svarar 120 föðmum, og það vatn verður að stærð meir en þriðjung mílu allt umkring.
3. Litla Sandvík, og skilur þessar víkur einn klettur, er stendur í sandinum við sjávarmál.
4. Koma smábásar, sem nú eru almennilega kölluð gjögur, og er allt rekapláss. 5. Mölvík. 6. Kistuberg. 7. Þistlingasteinn. 8. Hvasst bergnef, kallað Aunglabrjótur, öðru nafni Kinn; þar framundan eru nefnd Strenglög þau norðari (af Reykjanesröst). 9. Lítill bás í þessum Strenglögum, kallaður Laurentiusbás. 10. Kerlingarbás. 11. Það nafnkunnuga örnefni á Keykjanesi Kerling. 12. Karl, nokkuð langt frá landi, svo fiskur gengur og dregst fyrir innan; hann stendur nær því í suður frá Kerlingu (máske nokkuð vestar). 13. Selahella sú norðari, landföst. 14. Valahnúkar; framan undir þeim eru tveir litlir rekabásar, og hafa sumir annan þeirra (þó að óvissu) kallað Kirkjuvogsbás. 15. Valahnúkamöl. 16. Selahella hin syðri, framundan miðri Valahnúkamöl, sem uppi er ætíð um fjörur en fellur jafnan flóð yfir. 17. Oddbjarnargjá. 18. Blasiusbás framan í því hvassasta nefi eðor tanga Reykjaness, er sumir kalla Skarfasetur. Þar framan undan eru Strenglög þau hin syðri. Frá þessu hvassa nefi er berg og engin rekafjara allt að grastorfu þeirri (og þó lengra), sem er á þessu bergi þar það er hæst, og gamlir menn hafa nefnt Skarfasetur og er það 19. örnefni í tilteknu plássi.
Veitir þá síðan landinu til austurs landsuðurs; það allt til Staðar í Grindavík.“

Heimild:
-Blanda, 2. bindi 1921-1923, bls. 48-50.

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.