Tag Archive for: Reykir

Mosfellsbær

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik:

Mosfellsbær – sveit með sögu

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.  [Mosfellssveit náði framan af að Elliðaám. Öll braggabyggð austan Elliðaáa var því í Mosfellssveit – SH].
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.

Mosfellsbær

Lágafell – Þarna er viðbygingin sem hýsti m.a. Lestarfrélagið.  Þinghúsið er ekki risið.
Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vesturlands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!
Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.
Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Hernámsárin

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi. Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði. Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

Stekkur

Helgafell

Helgarfell – stekkur í Stekkjargili.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.
Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

Helgafell
Helgafell
Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.
Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital.

Helgafell

Helgafell – Stekkjartjörn (loftmynd).

Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

Reykir

Mosfellsbær – herseta á Reykjum.

Árið 1942 voru reistar spítalabúðir í landi Suður­Reykja,­ þar sem Reykjalundur er í dag. Spítalinn hóf starfsemi með 250 sjúkrarúmum í októbermánuði,­ en hafði rými fyrir 550 sjúklinga í neyðartilvikum. Álafoss Hospital var aðeins starfræktur í eitt ár en starfsemin þá flutt í Helgafell Hospital vegna fækkunar í herliðinu. Reykjabændur,­ þeir Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson,­ voru leigusalar lóðarinnar til hersins. Flestir braggarnir voru fljótlega fjarlægðir en S.Í.B.S. keypti lóðina og hóf starfsemi sína m.a. í þeim sem eftir stóðu og voru í notkun fram á sjöunda áratuginn.

Sjá upplýsingaskilti Mosfellsbæjar HÉR og HÉR.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Ölfus

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla II“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Auðsholt, Egilsstaði, Hala, Arnarbæli, Bakkárholt, Reyki, Kross, Saurbæ, Kröggólfsstaði og Hraun, og nokkra merka staði í ofanverðu Ölfusi:

Auðsholt (býli)

Ölfus

Auðsholt.

30 hdr, 1708. JÁM II, 408. 42 2/3 hdr. 1844. JJ, 74. 1397: LXXXII. Audshollt. Heilog kirkia j Audzhollti a .ij. kyr. Hun a innann sig kross. alltarisklædi oc dvkur. kluckur .ij. paxspialld. portio Ecclesiæ vmm .ij. ar næstu .vij. aurar. forn tiund oll saman .ccc. fellur nidur .c. firir vppgiaurd kirkiunnar er Lytingur liet vppgiaura.“ DI IV, 92. 1708: Jarðdýrleiki xxx eftir munnmælum, en engi geldst hjer tíund af. Inn til næstliðinna 14 eður 12 ára var af þessari jörðu goldið til sveitarinnar það sem menn kölluðu jarðareyrir, að fátækir fengu 12 fiska. “ JÁM II, 408. „Gömul jörð og stór, 42 hundruð að fornu mati. Austast skiptast á mýrar og holt; þar var góð vetrarbeit og skjólsælt. Bærinn stendur á grónu holti. Vestast og norðan þess eru blautar engjar og grasgefnar sem Ölfusá flæðir yfir í stórflóðum. SB III, 388. Ekki er föst ábúð á jörðinni, hún er nýtt til beitar og þar er alifuglabú.
1917: Tún 8 ha, þar af c. 1/3 slétt. Garðar 1824 m2.

„…Auðsholt … standa enn á sama stað…,“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn er sýndur í miðju heimatúninu á túnakorti frá 1918 og stafnar snéru líklega til suðurs.

Ölfus

Auðholtsbyrgi.

Árið 2004 var fyrst komið að Auðsholti í tengslum við skráningu á kirkjum og bænhúsum á landinu. Auðsholti var lýst svohljóðandi þá: „Bæjarhóllinn er frekar háreistur hóll og er núverandi íbúðarhús ennþá þar og hefur fengið nokkra upplyftingu. Heimtröðin er nokkuð löng og komið að húsunum að vestan. Garður er í kringum húsið með sundlaug og nokkuð af trjám. Unnið hefur verið að endurbótum bæði á húsi og garði.“ Árið 2014 var aftur komið að Auðsholti vegna aðalskráningu minjastaða í sveitarfélaginu Ölfusi. Strax var ljóst að miklar breytingar höfðu átt sér stað á bæjarstæðinu. Íbúðarhúsið eyðilagðist í jarðskjálfta árið 2008 og var rifið árið 2009. Í gegnum tíðina hafði verið byggt við það nokkrum sinnum og húsið stækkað. Það var ókostur og húsið eyðilagðist, að hluta til vegna þessa. Nú er ekkert hús á bæjarhólnum fyrir utan 20. aldar hlöðu sem er í norðvesturhorni bæjahólsins. Öll önnur útihús hafa verið rifin en sundlaugin sést enn innan bakgarðsins. Fyrir sunnan bæinn var sambyggður kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1918, sundlaugin er innan hans. Suðurhlið kálgarðsins sést ennþá, þar er 1-1,5 m hár og brattur kantur. Óljóst mótar fyrir hluta af austur- og vesturhliðinni í túni. Þær byggingar sem tilheyra kjúklingabúinu eru nýlegar.
Bærinn var á náttúrulegu holti, syðst á því. Þar eru ræktuð tún til allra átta.
Bæjarhóllinn sést ennþá enn er mikið raskaður. Hann er um 80 x 45 m að stærð og snýr norður-suður. Það er búið að grafa mikið hólinn og miklar framkvæmdir átt sér stað á honum. Elsti hluti íbúðarhússins var byggður 1926 en annað sambyggt íbúðarhús var byggt 1965. Húsið var að hluta mikið endurnýjað og sundlaug grafin í suðurhluta bæjahólsins með handafli og dráttarvél. Samkvæmt Runólfi Gíslasyni, heimildarmanni, varð hann í flestum tilfellum var við hleðslur og mannvist við framkvæmdir næst bænum. Nú (2015) er slétt, gróið svæði þar sem íbúðarhúsið var en bakgarðurinn sést ennþá. Það er erfitt að átta sig á hæð uppsafnaðra mannvistarlaga vegna rasksins en hann er 1,5 m á hæð syðst.

Auðsholtskirkja (kirkja)

Ölfus

Auðsholt – túnakort 1918.

Í máldaga kirkjunnar frá 1397 segir: „LXXXII. Audshollt. Heilog kirkia j Audzhollti a .ij. kyr. Hun a innann sig kross. alltarisklædi oc dvkur. kluckur .ij. paxspialld. portio Ecclesiæ vmm .ij. ar næstu .vij. aurar. forn tiund oll saman .ccc. fellur nidur .c. firir vppgiaurd kirkiunnar er Lytingur liet vppgiaura.“ Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Auðsholt er ein af stærri jörðum í Ölfusi. Þar var kirkja samkvæmt gömlum máldögum. Nú vita menn ekki hvar hún stóð. Ýmsar sterkar líkur benda til að hún hafi staðið á hól þar, sem nú stendur fjós og heyhlaða og eru til þess þessar orsakir. Þegar Grímur Hákonarson keypti Auðsholtið skömmu eftir 1930, lét hann byggja myndarleg peningshús í hól norðvestur af íbúðarhúsinu. Þar var djúpur jarðvegur og mikið flutt til af mold. Í moldinni sáust leifar af beinum. Þó varla svo greinilegum að sannað væri að það væru mannabein, enda lítið grannskoðað. Síðar þóttust skyggnir menn verða vara við „hreifing“ í fjósinu, þegar farið var að ganga þar um. Í Jarðab. A.M. er ekki minnst á kirkjuna, hún er þá gleymd.“ Ekki er vitað með vissu hvar kirkjan var staðsett. Samkvæmt Magnúsi Gíslasyni, heimildamanni, var þessum uppmokstri hent í Bæjarmýri skammt frá bænum og kallaðist hóllinn Beinahóll. Lengi sáust bein í hólnum en þau eru horfinn nú. Þetta voru einungis dýrabein, þarna var ekki neitt um stór bein. Fjósið var vestan við hlöðuna sem ennþá stendur en það var rifið eftir 2008.
Engin ummerki kirkjunnar sjást á yfirborði.

Miðhjáleiga (býli)

Ölfus

Miðhjáleiga.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Auðsholtshjáleiga heimari, bygð af heimalandi fyrir manna minni.“ „Mið hjáleiga: […] Smáhóll í túninu, mitt á milli bæjanna,“ segir í örnefnalýsingu. Miðhjáleiga er rúmum 110 m sunnan við bæ 001 og tæpum 170 m norðan við Auðsholtshjáleigu. Bæjarhóllinn sést ennþá þrátt fyrir að svæðið hafi margsinnis verið plægt og sléttað hér yfir. Við sléttun hefur komið upp mikið af grjóti, veggir og aðrar mannvistarleifar að sögn Runólfs Gíslasonar, heimildamanns.
Slétt, ræktað tún er umhverfis bæjarhólinn. Miðhjáleiga, Auðsholt og Auðsholtshjáleiga, eru á sama holtinu en mýrlent er til allra átta frá því. Bæirnir raðast í einfalda röð, N-S, eftir holtinu. Klettar eru uppi á holtinu og var Miðhjáleiga eflaust á einum slíkum, við vesturmörk holtsins, þar sem það lækkar niður í mýrina.
Bæjarhóllinn er 55 x 35 m að stærð, snýr norður-suður og er hæstur um 2 m. Hann fjarar út til allra átta og er það af völdum sléttunar. Bærinn er á miðjum bæjarhólnum.

Audsholt station (herminjar)

Ölfus

Camp Audsholt.

„Ærhúshólar: Hólar austan við Miðskák […] Breski herinn byggði þar byssustæði og skotgrafir á stríðsárunum, sér enn fyrir þeim mannvirkjum,“ segir í örnefnaskrá. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi eftir Guðmund Kristinsson segir: „Reist voru ein 20 topptjöld á árbakkanum við Ólafsstekk, fram af Auðsholtshjáleigu. Aðrar tjaldbúðir reistu þeir uppi á Auðsholtstúni, norðaustur frá bænum og timburskúr fyrir eldhús. Þangað fór einnig 40 manna kanadísk vélbyssusveit, […] nefndu þeir herbúðirnar Audsholt station. […] Áttu þeir að styðja Kanadamenn við varnir flugvallarins í Kaldaðarnesi og settu upp stórar loftvarnarbyssur syðst á hæðardraginu austur af Auðsholtsbænum. […] Uppi á hæðardraginu, skammt norðan við byssurnar, var steypt gluggalaust byrgi með steyptu lofti og hulið með mold og sniddu. Það var 14 m langt, tæpir 4 á vídd og með 2,25 metra lofthæð. Það var stjórnstöðin fyrir byssurnar. Dyr voru á norðurenda og tvær á hvorri hlið. Með vesturhliðinni var axlarhá skotgröf fram í vígi með þremur smáútskotum sunnan við byrgið. […] ekið var inn í kampinn af Arnarbælisvegi úr norðri framhjá varðmönnum í skýli. Þaðan lá vegur til suðurs, austan við Gónhól og byrgið og að loftvarnarbyssunum. Þegar ekið var suður herbúðarveginn, var fyrst komið að eldhúsinu vestan við veginn. Þar tóku við hlaðnir garðar beggja vegna vegarins. Fyrir ofan veginn voru skotgrafir og 1-2 braggar í brekkunni upp að Gónhól, þar sem vatnsgeymir var byggður. Fyrir neðan veginn voru einir tíu braggar og suður af þeim var stakur braggi offísera. Og niðri á láglendinu syðst var 5 metra djúpur brunnur, steyptur og dæluhús úr holsteini. Tveir braggar voru reistir austur við Tjaldhól, annar fyrir skotfæri en hinn fyrir verkfæri.
Þegar herinn fór frá Kaldaðarnesi haustið 1943, yfirgáfu hermennirnir kampinn í Auðsholti og tóku niður stóru loftvarnarbyssurnar. Settu þeir í staðinn upp langa, svarta símastaura til þess að villa um fyrir óvinaflugvélum.“ Herbúðirnar eru rúmum 150 m suðaustan við bæ, uppi á Ærhúshólum. Hluti af mannvirkjunum eru ennþá varðveitt en minjarnar hafa látið á sjá frá árinu 1998 þegar þeim var fyrst lýst.

Sorgarsteinn (þjóðsaga)

Ölfus

Sorgarsteinn.

„Sorgarsteinn: Blágrýtissteinn á Bæjarholtinu. Nafnið er þannig til komið að sögn er um að kona hafi alið barn sitt undir steininum og fannst þar dáin,“ segir í örnefnaskrá. Sorgarsteinn er rúma 450 m norðaustan við bæ og 350 m vestan við helli. Þetta er eini blágrýtissteinninn á þessum slóðum og hann sker sig vel úr umhverfinu.
Sorgarsteinn er innan beitarhólfs fyrir hross. Þar eru óræktuð tún og á einhverjum tímapunkti voru þau ræktuð. Steinninn er nyrst á Bæjarholtinu og þar norðar tekur mýrin Sakka við. Umhverfis Sorgarstein eru lægri klettar úr móbergi. Steinninn sjálfur en nánast ferkantaður, 1 – 2 m á hæð og umhverfis hann er gras.
Greinilegt er að hross híma gjarnan þarna við.

Auðsholtshellir (fjárskýli)

Ölfus

Auðsholtshellir.

„Auðsholtshellir: Hellir vestan í Skyggnisholti. Þar var hýst fé, sauðir,“ segir í örnefnaskrá.
Auðsholtshellir er um 650 m norðaustan við bæ og tæpa 300 m suðvestan við mógrafir. Hellirinn er náttúrulegur en hleðsla er framan við op hans.
Vesturhlíðar Skyggnisholts eru brattar og víða eru klettar. Neðri hluti þeirra eru grónar en klettar efst. Hellirinn er í einu klettabeltinu og brekkan nær upp að honum. Hellisopið er 7 m langt og 2,5 – 3 m á hæð. Hellirinn snýr norðvestur – suðaustur og lofthæðin er minnst 1 m. Hellirinn er nokkuð reglulegur og myndar snotra hvelfingu. Engin mannaverk sjást þar inni. Nýlegt eldstæði er innst í hellinum svo hann er eitthvað notaður til skemmtana. Hleðsla er framan við opið. Hún er 8 m að lengd, 0,5 m á hæð og 3 m á breidd. Það er bratt til vesturs frá henni, niður brekkuna. Hleðslan lokar hellinum ekki að ofan og líklega var hann alltaf opinn þar. Op inn í hellinn er í suðvesturhorni.

Brú (brú)

Ölfus

Brú við Stapakletta.

„Stapaklettar: (heimri og syðri). Tveir klettar, sem skaga út í Ölfusá […] Mannvirki eru á þeim frá hernámsárunum. Þessir klettar eru ranglega nefndir Laxaklettar,“ segir í örnefnaskrá. Brúin er rúmum 1 km suðaustan við bæ og tæpum 800 m vestan við mógrafir. Stapaklettar eru tveir og mannvirki eru á þeim báðum. Bát þarf til að komast á milli Stapaklettanna þrátt fyrir að stutt sé þar á milli, Ölfusá rennur þar í djúpum, straumhörðum ál. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi eftir Guðmund Kristinsson segir: „Bretar ákváðu að setja létta göngubrú fyrir benzínleiðslu á Ölfusá hjá Kaldaðarnesi. Skyldi hún liggja frá Stapaklettum fyrir austan Auðsholt í Ölfusi að vestanverðum flugvellinum í Kaldaðarnesi. En þar er Ölfusá um 800 metra breið. Þetta yrði því lengsta brúarmannvirki, sem gert hefði verið á landinu. Þetta var hengibrú á 20 stöplum, aðeins um 1,5 m breið, og var hvert brúarhaf um 40 metrar.

Ölfus

Brúin.

Stöplarnir voru gerðir af fjórum trjám, fet á kant, sem rekin voru niður í ána. Þau voru boltuð saman með krosstrjám og mynduðu undirstöður undir brúargólfin. Ofan á hvern stöpul voru reist há stauravirki með krosstrjám, sem báru uppi burðarstrengi brúarinnar, og á hana var sett tæplega meters hátt handrið. (…) Á árbakkanum var hlaðinn mannhæðarhár pallur úr grjóti og sementi fyrir olíubíla, þaðan sem benzíni skyldi dælt um brúarleiðsluna í geyma við flugvöllinn. Pallinn hlóð Sigurjón Steinþórsson, frá Króki, sem var snillingshleðslumaður, ásamt Guðbirni, syni sínum. […] Þannig þokaðist brúin lengra og lengra út í ána […] Sunnudaginn 25. október voru 10 brúarhöf sunnan megin brúarinnar fullgerð […] 11. nóvember […] gerði hvassann landsynning og illviðri […] Veðurofsinn stóð allan daginn en snérist á áttinni um hádegi. Þá gjöreyðilögðust stokkfestingar, svo að brúargólfin […] snérust og stórskemmdust.
[…] Um veturinn brotnaði þessi lengsta brú, sem smíðuð hafði verið á landinu, í spón.“ Brúin er rúman kílómetra suðaustan við bæ og fast sunnan við rétt.
Stapaklettar eru á norðurbakka Ölfusár og úti í ánni sjálfri, skammt frá landi. Umhverfis þá er sendinn árbakki og áin breiðir úr sér.
Klettarnir eru áberandi og sjást víða að.
Á syðri klettinum, sem er úti í ánni er steypt mannvirki en ekki reyndist unnað komast þangað. Þetta er brúarstöpull. Á heimri klettinum, sem er landfastur, er einnig brúarstöpull og fleiri steinsteypt mannvirki. Samtals eru þau um 30 x 1,5 m á stærð og liggja eftir endilöngum klettinum. Þarna var mögulega hús eða sambyggt rými. Olíupallurinn er 60 m norðar, við rétt 021. Hann sést vel í gegnum gróður og hleðslan að utan. Steinsteypa er á milli umfara. Pallurinn er 21 x 3 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hann mjókkar eftir því sem ofar dregur og er 2 m á hæð.

Auðsholtshjáleiga (býli)

Ölfus

Auðsholtshjáleiga.

„Sydri hjáleiga, önnur af sömu jörðu. Dýrleikinn áðurtalinn með heimajörðunni.“ JÁM II, 409. Hjáleiga frá Auðsholti. „Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1708 nefnir tvær hjáleigur frá Auðsholti: Auðsholtshjáleigu heimari, sem er löngu komin í eyði, og Syðri-hjáleigu. Hún er enn sérstök jörð og kallast Auðsholtshjáleiga.“ SB III, 389. Ekki er föst ábúð á jörðinni, hún er í eigu ábúenda á Grænhól og nýtt samhliða henni. Íbúðarhúsið er nýtt sem heilsárshús.
1917: Tún 3 ha, þar af c. 8/9 slétt. Garðar 1105 m2.
„…Auðsholtshjáleiga (syðri hjáleiga) standa enn á sama stað…,“ segir í örnefnalýsingu. Bæjarhús Auðsholtshjáleigu eru sýnd á túnakorti frá 1918. Bærinn er á svipuðum stað og þá, var sunnarlega á holti. Ekki er vitað nákvæmlega hvar bæjarhúsin sem sýnd eru túnakortinu stóðu en líklega er hús byggt 1948 á svipuðum stað. Ekki er föst ábúð á jörðinni en hún er nytjuð frá Grænhól og í eigu ábúenda þar. Íbúðarhúsið er nýtt sem heilsárshús. Stafnar bæjarins snéru til suðurs og kálgarður var þar í brekkunni fyrir neðan, allt niður að mýrlendi sem þar tekur við.
Mikið rask er á bæjarhólnum, aðallega vegna bygginga og gróðurs. Þar eru öll 20. aldar útihúsin ásamt tilheyrandi raski.
Íbúðarhúsið er í miðjum hólnum, útihús frá seinni hluta 20. aldar eru í norðurhlutanum og gróinn bakgarður til suðurs, þar sem kálgarðurinn var áður. Erfitt er að átta sig á náttúrulegri upphækkun og mannvistarlögum af þessum sökum. Bæjarhóllinn er um 50 x 30 m að stærð og snýr austur-vestur. Bærinn hefur líklega staðið á náttúrulegum hól. Fyrir austan húsið er malarplan og umhverfis byggingarnar eru ræktuð tún. Þegar komið er að bænum er ekið upp brekku sem mögulega er uppsöfnuð mannvistarlög að einhverju leyti.

Egilsstaðir (býli)

Ölfus

Egilsstaðir.

20 hdr. 1847. JJ, 74. „Jarðardýrleikinn áðurtalinnn í heimastaðnum Arnarbæli.“ JÁM II, 414. Hjáleiga frá Arnarbæli. „Gömul jörð, nátengd Arnarbælinu. Prestekkjujörðin. Að fornu mati 20 jarðhundruð. Landið allt gróið og grasgefið, mýrar og holt. Liggur undir flóðhættu frá Ölfusá, bærinn stendur á lágum hól. Hjábýli var í túninu, hér Egilsstaðahali, nefnt Hali.“ SB III, 381. Ekki er lengur föst ábúð á jörðinni, hún hefur verið í eyði nokkur ár. Jörðin er í eigu ábúenda á næstu jörð sem nýta hana til beitar.
1917: Tún 2.2 ha, þar af c. 9/10 slétt. Garðar 1026 m2.
„Egilsstaðir: Hafa staðið á sama stað: Tvíbýli var á Egilsstöðum og átti prestekkjan rétt á hálfri jörðinni þegar náðarárið var á enda,“ segir í örnefnaskrá. Egilsstaðir eru rúmum 650 m norðan við Arnarbæli. Bærinn er á náttúrulegum, stakstæðum hól og hefur alltaf staðið þar. Ástæðan er flóðahætta, Ölfusá hefur í gegnum tíðina flætt hér yfir en hóllinn stendur alltaf uppúr. Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: Stöðlar, Nýibær, Egilsstaðir, Alviðra, Tannastaðir, Laugarbakkar, Kross, Ossabær, Yxnalækr, Þúfa, Vötn, Kröggólfsstaðir, Þurá, Þóroddsstaðir, Bakki, Hvammr, Árbær, Partr, Kotströnd, Gljúfrholt, Litli-Saurbær, Þórustaðir, Hellir, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði. Skemdir urðu meiri og minni út að Hjallahverfi, enn þar kvað minna að jarðskjálftanum. í fyrra dag (8. þ. m.), var enn jarðskjálfti í Ölfusi, sem gerði nokkurt tjón á yztu bæjunum (Hlíðarbæjum). Timbrhús á Hlíðarenda skektist á grunni.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, í miðju heimatúninu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs og sambyggður kálgarður var þar framan við. Traðir lágu þar þvert í gegnum hann. Ekki er föst ábúð á jörðinni, hún er í eigu ábúenda á Ósgerði sem nýta hana til hrossabeitar. Öll hús á jörðinni eru í mikilli niðurníðslu.
Bæjarhóllinn er á tiltölulega sléttu landi. Á honum eru nokkur 20. aldar útihús ásamt íbúðarhúsinu.
Íbúðarhúsið er byggt 1925-1953 á miðjum bæjarhólum sem er frekar lágur og lítið áberandi. Hóllinn er mikið athafnasvæði og jarðrask þar mikið. Ekki er hægt að segja til um nákvæma stærð, hæð og legu bæjarhólsins, hann rennur saman við náttúrulega hólinn. Þarna eru mikið af byggingum, malarvegur liggur upp á hólinn úr suðri og þvert yfir hólinn að útihúsum til norðurs.

Hali (býli)

Ölfus

Hali.

Hjáleiga frá Egilsstöðum. „Hjábýli var í túninu, hét Egilsstaðahali, nefnt Hali. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1708 er talið að Hali hafi í byggð verið undir 40 ár. Í byggð fram undir síðustu aldamót [1900].“ SB III, 381.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Hjáleiga af Egilsstöðum, hefur bygð undir 40 ár.“ Í örnefnalýsingu Arnarbælis segir: „Hali (Egilsstaðahali): Eitt af kotunum í Arnabælistorfunni stóð suðvestur af Egilsstöðum, sér enn hól þar, sem bærinn var.“
Hali var fast sunnan við bæjarhól Egilsstaða en nákvæm staðsetning er á reiki. Býlið var á svipuðum slóðum og núverandi hesthús, fast vestan við heimreiðina að Egilsstöðum, áður en ekið er upp á hólinn. Á herforingjaráðskorti frá 1908 er Hali sýndur SSV við Egilsstaði, þar sem fyrrnefnt hesthús er núna. Sú staðsetning kemur einnig heim og saman við lýsingu í örnefnaskrá hér ofar. Hali var rúmum 20 m suðvestan við Egilsstaði og rúmum 630 m norðaustan við Arnarbæli. Að sögn Jónínu Guðmundsdóttur, heimildamanns, voru lágir hólar nyrst í heimatúninu sem kenndir voru við Hala en þar voru ekki tóftir. Þessi hólar eru horfnir en mögulega voru þetta útihús frá hjáleigunni.
Ekki sér til minja né hóla þar sem Hali stóð. Bygging hesthússins sem og túnasléttun á eflaust stóran þátt í því. Hali var á mörkum holts og mýrlendis, fyrir suðvestan hesthúsið er mýrarsund sem náði allt að hólnum sem Arnarbæli og fleiri bæir eru á. Fyrir sunnan hesthúsið er smá hólmyndun en erfitt er að greina hvort að hún tengist því eða eldri mannvirkjum án frekari rannsókna. Túnið til suðurs frá hesthúsinu er óræktað og þar eru einnig fleiri lágir hólar á mörkum mýrlendis. Ekki sást til mannvistar í þeim. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja bæinn með enn meiri nákvæmni.
Engin ummerki Hala sjást á yfirborði.

Ósgerði (býli)

Ölfus

Ósgerði – túnakort 1918.

5 hdr. 1847, JJ, 74. „Úrskift býli úr heimastaðnum Arnarbæli, og er haldið almennielga sextándi partur jarðarinnar, skyldi þá heimastaðurinn allur vera 80 hdr, en þetta býli v hdr. Jarðdýrleiki var v og so tíundast fjórum sinnum.“ JÁM, 409. „Ósgerði er sérstök jörð og hefur verið það lengi. Hún var að fornu talin 1/17 hluti úr Arnarbælistorfunni. […] Ósgerði stóð austast á Arnarbælishólnum.“ Nú er búið í Ósgerði og jörðin nýtt til hrossabeitar.“ SB III, 387.
1917: Tún 1.3 ha, þar af c. 2/3 slétt. Garðar 336 m2.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir að Ósgerði sé hjáleiga frá Arnarbæli. „Ósgerði: Bærinn stendur á sama stað, norðan Nethamra. (1/16. hluti úr Arnarbælinu, Jarðab.A.M.),“ segir í örnefnalýsingu. Ósgerði er um 230 m ANA við Arnarbæli og 100 m norðan við Nethamra, malarvegur liggur á milli þeirra. Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemmdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: Stöðlar, Nýibær, Egilsstaðir, […] Stríta, Ósgerði. Skemdir urðu meiri og minni út að Hjallahverfi, enn þar kvað minna að jarðskjálftanum. Í fyrra dag (8. þ. m.), var enn jarðskjálfti í Ölfusi, sem gerði nokkurt tjón á yztu bæjunum (Hlíðarbæjum).

Ölfus

Ósgerði.

Timburhús á Hlíðarenda skektist á grunni.“ Búið var að rífa öll mannvirki á jörðinni þegar Sunnlenskar byggðir III koma út árið 1983 en ljósmynd er þar af bænum. Þá var ekki búið að vera ábúð á jörðinni í tæp 20 ár, hún einungis nytjuð.
Árið 1997 var reistur sumarbústaður á bæjarhólnum og íbúðarhús fast norðvestan þess árið 2014 – 2015 samkvæmt Fasteignaskrá. Nú er föst ábúð á jörðinni og hrossarækt. Ekki er vitað með vissu hvar bærinn sem sést á túnakorti frá 1918 og bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1908 var staðsettur, líklega var hann á sama stað og fyrrnefndur sumarbústaður. Mikið rask er á bæjarhólnum, það er búið að byggja og rífa nokkur hús á 20. öld.
Mynd af 20. aldar bænum er í Sunnlenskum byggðum III eins og áður sagði. Þar sést að íbúðarhúsið var á svipuðum stað og sumarbústaður frá 1997, útihúsin voru þar skammt suðaustar, á hólbruninni. Þarna eru nú ræktuð tún nýtt til beitar, skjólbelti, malarvegir og fleiri mannvirki. Ekki sér til greinilegrar upphækkunar á yfirborði en mannvist er án efa enn undir sverði þrátt fyrir mikið rask. Kálgarður var suðvestan við bæinn, líklega í brekku sem þar er og sést hann á bæjarteikningunni og túnakorti.
Engin ummerki um bæjarhólinn sjást á yfirborði.

Arnarbæli (býli)

Ölfus

Arnarbæli – bæjarhóll.

80 hdr. JJ, 74. Getið í Harðar sögu: “Um fardagaskeið reið Grímkell goði heiman út í Ölfus um Hjalla, en utan um Arnarbæli ok upp eptir Flóa í Oddgeirsshóla …” ÍF XIII, 25. 6.10.1289: “Reið [Árni biskup Þorláksson] í Arnarbæli og var þar fögur veisla. Þar bjó herra Þorvarður [Þórarinsson d. 1296], Árna saga biskups, Sturl, 874. „Kirkjustaður og beneficium síðan í tíð Ögmundar biskups, eftir því sem munnmæli segja. Jarðardýrleiki segja menn áður hafa verið 80 með Ósgerði. Skyldi þá staðurinn sjálfur lxxv.“ JÁM, 410. 23.4.1509 er borinn vitnisburður um að kirkjan í Arnarbæli eigi fjórðung í hvalreka og viðreka á Skeiði, þ.e. frá Ölfusá og út til Þorlákshafnar – DI VIII, 277. [1524] selur Ögmundur biskup Snæbirni Gíslasyni Arnarbæli – DI IX, 258. [1545] hafði Arnór Eyjólfsson tekið út eitt kúgildi
Skálholtsstóls í Arnarbæli – DI XI, 450. 1547 byggir Gissur biskup Arnóri Eyjólfssyni “Schalholltzstadar jord. arnarbæli j auluesi … til äbylis. sua leingi sem ec a med at giora … skal hann giallda j landskylld af iordunni vppa huertt äar ij malnytu kugilldi – DI XI, 597. 1550: Arnór bóndi, sem þá bjó í Arnarbæli … Bsk II, 352. 1575: Kirkian ad Arnarbæle i Aulvese ä fiordung i Skeijde og firodung i Skierdingahölme. Kirkian Skal eiga Eigelsstade xxc. Jtem xviij. Staxeinge i Nauteijrum. Jtem iiij Staxeingi i Ösgeridings holma. Jtem vj kugillde. … Jtem ä kongur vc. i Arnarbæle. DI XV 643.
[Um 1600]: Síra Sigurður Oddsson, vel lærður maður, hélt Arnarbæli í Ölvesi og átti Brynhildi dóttur Ara Magnússonar [Sigurður var sonur sr. Odds Stefánssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur Eyjólfssonar Einarssonar og Helgu Jónsdóttur biskups Arasonar] – Bsk II, 399, 640. [um 1670]: Katrín Kortsdóttir [systir Þorleifs] kvinna síra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, Bsk II, 625, 639. 30.4.1675 seldi konungur Henrik Bjelke m.a. 5 hdr í Arnarbæli, en hann seldi strax aftur Árna Pálssyni – JJ, 444, JÁM XIII, 500.

Arnarbæli

Arnarbæli eftir jarðskjálfta 1896.

„Arnarbæli er ein af stærstu jörðum í Ölfusi, 60 jarðarhundruð. Arnarbæli og fylgijarðir standa á stórum hól, sem allur er gróin tún. […] Arnarbælinu fylgdu „kot“ sem presturinn hafði umráð yfir, leifar af fátækraframfæri kirkjunnar á liðnum öldum. Vitað er um nöfn á 11 kotum, þar af eru 6 komin í eyði fyrir síðustu aldamót: Bjálkhús (Búlkhús), Litli-Krókur, Kaldakinn, Garðshús, Sigurðarhús. Þessi kot eru komin í eyði fyrir 1703. Hóll stóð uppi á háhólnum, í byggð fram undir síðustu aldamót. Réttindi kotanna voru túnblettur á hólnum (1 ha.), slægjustykki í „flóðum“ (kúgæft hey) og „rimi“ í útjaðri.“ SB III, 382-383. Ekki er búið í Arnarbæli og öll hús þar hafa verið rifin. Íbúðarhúsið var brennt á seinnihluta 20. aldar. Jörðin er nytjuð.
1917: Tún 5.5 ha, þar af c. 1/2 slétt. Garðar 1578 m2.
„Arnarbæli hefur verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi gegnum aldirnar. Þar var snemma kirkja, […] Ýmsir þekktir menn úr sögunni bjuggu í Arnarbæli. Tumi Sighvatsson um 1200 og Þorvarður Þórarinsson 1289. Þar hefur hann skrifað Njálu, ef trúa má tilgátum Barða Guðmundss. Árið 1510 lætur Stefán Jónsson dæma jörðina, sem var í konungs eign, til handa dómkirkjunni í Skálholti, vegna vanskila bóndans við kirkjuna.

Arnarbæli

Arnarbæli 1907.

Prestsetur (Beneficum) verður hún 1580. […] Arnarbæli: (Staðurinn) hefur alltaf staðið á sama stað og nú,“ segir í örnefnaskrá. Í Fitjaannál segir: „En sá stóri hræðilegi skeði þann 20. Aprilis […] Í þeim jarðskjálfta hrundu niður í Ölfusi 24 lögbýli og að auki hjáleigur margar. En þessi bæir niðurhrundu gersamlega: Staðurinn Arnarbæli allur (nema kirkjan, hver þó mjög laskaðist) […]“. Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: Stöðlar, Nýibær, Egilsstaðir, Alviðra, Tannastaðir, Laugarbakkar, Kross, Ossabær, Yxnalækr, Þúfa, Vötn, Kröggólfsstaðir, Þurá, Þóroddsstaðir, Bakki, Hvammr, Árbær, Partr, Kotströnd, Gljúfrholt, Litli-Saurbær, Þórustaðir, Hellir, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði.“ Bærinn er sýndur á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907 og túnakorti frá 1918, í miðju heimatúninu. Bærinn er syðst á stórum hól, Arnarbælishól, og hjáleigur og minni býli raðast þar umhverfis eins og kragi. Bærinn er á Ölfusárbökkum en þar er ekki flóðahætta sökum þess hve hátt uppi bæjarhóllinn er. Þar sem bærinn var er upphækkað plan, norðan við kirkjugarð 002. Undir hluta af þessu plani stóð bærinn og sést enn í hleðslur af skúr sem tengdist húsinu. Gyðríður Einarsdóttir, heimildarmaður, sagði að íbúðarhúsið sem var byggt 1897, hafi staðið svotil beint fyrir ofan kirkjuna en litlu vestar en kirkjugarðurinn er hóll sem hefur greinileg ummerki eftir byggingar og má finna þar steyptan sökkul, mikið af grjóti og steypubrotum. Þetta eru útihús, útihús og útihús. Þeim var öllum rutt út fyrir árið 2000. Í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu er teikning af bænum frá 1890.
ArnarbæliÞar sést að breytingar verða á bæjarskipuninni, líklega í kjölfar jarðskjálfta árið 1896. Á ljósmynd sem tekin er af bænum árið 1907 sést að hvorki íbúðarhúsið og útihúsin eru á sama stað, þau voru færð til á bæjarhólnum. Eldra íbúðarhúsið var vestar og útihúsin voru norðar og norðaustar, þar sem yngra íbúðarhúsið var síðar reist.
Fyrir norðan bæjarhólinn er malarvegur, á sama stað og traðir. Til annarra átta er slétt, ræktað tún. Hlutar þess eru í órækt. Túnið er í aflíðandi halla til suðurs.
Bæjarhóllin er 90×40 m og snýr norðvestursuðaustur. Hann er 0,5-5 m á hæð og algróinn. Hann er lægstur til norðurs, upp brekkuna en hæstur til suðvesturs og suðausturs. Það er búið að slétta yfir svæðið og öll mannvirki horfinn.
Íbúðarhúsið var byggt 1897 og sést því bæði á bæjarteikningunni og túnakortinu. Íbúðarhúsið var uppi á „planinu“ sem þarna er. Á loftmynd sem tekin er um 1998-2000 sést eitt 20. aldar útihús vestarlega á bæjarhólnum. Kveikt var í íbúðarhúsinu í stað þess að rífa það og var það umdeilt á þeim tíma. Hér er greinilega mikil mannvist ennþá undir sverði.

Arnarbæliskirkja (kirkja)

Ölfus

Arnarbæliskirkja.

c. 1200: Kirknaskrá Páls. DI XII 8
c. 1200: Magnús bóndi þar, Páll bp á yfirreið, rigning; Jarteinabók 1200, Bsk I, 339 [gæti fullt eins átt við Arnarbæli undir Eyjafjöllum].
1382-91: XCIV. Arnarbæle. Kirkia j Arnarbæli j Avlfvesi er helgud hinum heilaga Nicholao. Þar er heimilisprestskylld oc diakns. Hun a .xvj. kyr. fiordung j Skeidi. fiordung j Skierdingarholmi. tiolld vmm kirkiu. messuklædi tvenn .iij. alltarisklædi .ij. kantarakapur. psalltara oc .ij. Bækur adrar. kaleik. kiertistikur .ij. sacrarium mvnnlaug. krossar .iij. Nichulasskriptt. merki. glodarkier. vattzkietill. Mariuskriptter .ij. kluckur .v. fonts vmmbuning .iiij. merkur vax. Reiknadist portio Ecclesiæ vmm .vj. är med[an] Erlingur sat .c. oc .xij. alnar a hveriu äre. DI IV, 97-98.
1397: Hun aa ad auk þess sem j maldaga herra Michels er skrifad .v. hross vc. er Biarni gaf kirkiunni i sitt Testamentum og þar j eitt hross. portio Ecclesiæ vmm .ij. är næstu medann Jon hefr bued .c. oc ix. Alnar Enn vmm .iij. är medann Arnvidur bio .ij. merkur aa hveriu äre. vmm næstu .v. ar fyrr er Sturli atti .xij. aurar aa hveriu are. gaf Jon kirkiunni gridungh; DI IV, 97-98.
11.2.1487: Jörðin Alviðra í Ölfusi er í Arnarbæliskirkjusókn. DI VI, 589 30.6.1501: [Dómur klerka og leikmanna dæmir] um jnstædu porcionem og mortuarium kirkiu hins heilaga nikolai biskups j … rnarbæli og um þann reikningskap annan fleira sem þa hafdi upp a fallith um kirkiuspell. tiunder og afgiolld. taulldum uær peninga uoxt j kirkiusokninni. nu um nalægan ärgang og reiknadizt upp a atian aura kirkiunnar pocio þetta arit. Jtem kuomu fyrir os þesser menn sem suo heita. kolbeirn biarnarson og bergsteirn oddzson og saugduzt hafa ut lukt og afhent kirkiunar peninga j arnarbæli epter odd oddzson. xxx. hundrada j kum og äum. natum og saudum. suo at j þessum. xxx. hundrada uoru ecki meir enn .iij. hestar. uoru til uitnis um þenna peninga lyktning gudbrandr sygurdson og gudmundr þorsteinsson og handfestu biskupinum at sueria hier epter fullan bokareid nær sem þurfa þiker. Jtem litu uær a kirkiu uidin þann sem nu er til og giordu uær hann fyrir cccc. Enn ef kirkian uæri sup upp giord sem henni somdi strafanarlaust þa leitz oss hun mundi verd. xv. hundrut. Jtem hafdi og fallit j plagunni. cccc. j mortuarium. Jtem reiknadiz porcio uppa summeran um .xxx. ära og vj. ar. tolf hundrut og. xx. og vi aurar betur. Enn jnstædan syndizt eingin suo sem stod og adur hafdi med kirkiunni golldit uerit. Jtem j reikningskap biskupsens j tiunder og sekter einfalldar. uoru reiknut .xx. hundrut og halfri maurk midr. Enn allur saman talin reikningskapur kirkiunar og biskupsen[s] upp a arnarbæli reiknadizt. xvi. hundrut og .lxxx.
hundrada og er þa þo oreiknut biskups afgiolld um .x. är. Og ad heilax anda nad til kalladri og suo proffudu og fyrir oss komnu dæmdum uær jordina arnarbæli j auluose alla at frateknum. v. hundrada parti kongsins j greindri jordu. fallna uera kirkiuni og biskupinum j reikningskap. og .xvic. meir en jordin er dyr til. med þeim skilmala at þeir sem eigendur uerda jardarenar leysi hana til sin med þrennum saulum hin fystu j næstum fardaugum komendum aunnr at mikaels messo. hin þridiu at audrum fardaugum. og skal gialldazt j kugillda uirdum peningum heima j arnarbæli jnnan greindz tima. Enn þat æfinlig eign kirkiunar og biskupsens sem eigi er leyst at siduztum saulum. og eignazt suo micid j jordo huort fyrir sig sem tala rennur til epter fiarmagni … DI VII, 567-69 [Þjsks Bps A, Fasc XI, 14, frumrit; AM Apogr. 2441 – AM: Af þessu Arnarbælisbrefi 1501 siest, ad Arnarbæli var þá allz ad dyrleika 80c. atti kongur þar i 5c enn bondinn 75c.]
1575: CLXXXIX. Arnarbæle. Kirkian ad Arnarbæle i Aulvese ä fiordung i Skeijde og firodung i Skierdingahölme. Kirkian Skal eiga Eigelsstade xxc. Jtem xviij. Staxeinge i Nauteijrum. Jtem iiij Staxeingi i Ösgeridings holma. Jtem vj kugillde. Jtem Jnnan kirkiu. ein messuklæde. ein klucka. ij koparpijpur. metaskäler einar. hialmsbrot. eirn silfur kaleikur. alltarisdukur. eirn Jarnkall. Jtem ä kongur vc. i Arnarbæle. Jtem fastagötz Lxxc. Lausagötz jc. hundrada. og xxxc. betur. Máld DI XV 643.
1708: Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: „Kirkjustaður og beneficium síðan í tíð Ögmundar biskups, eftir því sem munnmæli segja.“
16.2.1907: Strandarsókn í Selvogi lögð til Arnarbælis; (PP, 93) [lög].
17.7.1909: Arnarbælis- og Reykjasóknir sameinaðar og ákveðið að byggja eina kirkju á Kotströnd; (PP, 93) [stjórnarráðsbréf].
Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Í Arnarbæli er kirkju fyrst getið um 1200. Hún var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara, og var ætið í umsjá prestsins. […] Kirkja stóð þar til 1909 þegar sóknir Arnarbælis og Reykja voru sameinaðar og kirkja reist á Kotströnd. Enn sér fyrir kirkjustaði og grafreit en tímans tönn vinnur að því að útmá það og er lítið við því hamlað.“ „Þar var snemma kirkja, getið fyrst í máld. Páls biskups um 1200. […] Prestsetur (Beneficum) verður hún [Arnarbælisjörðin] 1580.
Kirkja í Arnarbæli var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara. […] Kirkja er í Arnarbæli til 1909, að sameinaðar voru Arnarbælis og Reykjasókn og kirkja reist að Kotströnd. Síðasti prestur í Arnarbæli var Sr. Helgi Sveinsson, sem flutti þaðan í 1943 í Hveragerði. Þar með var sögu prestsetursins lokið,“ segir í örnefnalýsingu. Kirkjugarðurinn er merktur á túnakort frá 1918 og á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907. Kirkjan er 25 m sunnan við bæ, neðan við bæjarhólinn á „stalli“ þar. Tóft kirkjunnar er í miðjum kirkjugarðinum en hann er afgirtur með girðingu.
Kirkjugarðurinn er grasivaxinn og þar eru þrír járnkrossar. Minnismerki úr stuðlabergi er inni í tóftinni. Umhverfis kirkjugarðinn eru ræktuð tún og Ölfusá er skammt sunnar, árbakkinn er brattur og sandur að ánni. Tóftin er 9×6 m að stærð og snýr austur-vestur. Hún er útflött og greinilega verið sléttað úr henni ásamt leiðum innan kirkjugarðsins. Það ber lítið á tóftinni til norðurs en suðurveggurinn er 0,4 m á hæð og þar glittir í þrjá hornsteina. Engin dæld er inni í þústinni.

Sigurðarhús (býli)
„Sigurdarhús. Þriðja hjáleiga í auðn yfir 20 ár. […] Túnið og engið að mestu brúka nú Nethamrar.“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708. „Sigurðarhús: Kot, stóð við Ullarklöpp. Ölfusá hefur brotið landið, svo að nú sést ekkert eftir af því (Í eyði yfir 20 ár. Túnið og engið nota Nethamrar. Jarðab. A.M.),“ segir í örnefnalýsingu. Sigurðarhús voru 150 m suðaustan við bæ 001 en öll ummerki um bæinn eru að öllum líkindum horfin vegna landbrots.
Slétt, grasivaxið tún er meðfram Ölfusárbökkum. Árbakkinn er aflíðandi, gróinn og 0,2-0,4 m á hæð.
Engin ummerki býlisins eru varðveitt á yfirborði.

Bjálkhús (býli)

Ölfus

Bjálkhús.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Búlkhús. Fimmta hjáleiga, hefur í auðn verið yfir 20 ár. […] Túnið hálft brúkar heimastaðurinn, en hálft túnið og allt engið brúkar hjáleigan Stöðlar.“ “Fyrir vestan staðinn, í túninu, hefur býli verið, nú fyrir nokkrum árum í eyði, er Búlkhús var kallað. Þar var farmur tekinn af því skipi og öðrum fleirum, er Ögmundur biskup lét til Noregs sækja timbur á.” Í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu segir. „Sagnir herma að hafskip hafi silgt upp Ölfusá að Arnarbæli og bendir nafnið Bjálkhús (Búlkhús) til þess að farmur hafi verið borinn af skipi þar.“ Í örnefnalýsingu segir: „Bjálkhús: Grænn hóll í Bjálkhústúni, með laut í. (Búlkhús: í eyði yfir 20 ár, 1/2 notar Staðurinn, hitt og engið nota Stöðlar. Jarðab.A.M.),“ Bjálkhús eru 170 m VSV við bæ og 15 m VSV við traðir. Bjálkhús eru norðvestarlega í heimatúninu og sést bæjarhóllinn vel.
Allt umhverfis bæjarhólinn er slétt, ræktað tún. Það er slegið en hluti þess er komið órækt. Bærinn er uppi á hólbrúninni í aflíðandi halla til suðurs. Stafnar bæjarins snéru til suðurs, í átt að Ölfusá.
Bæjarhóllinn er 45×35 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hóllinn er 0,3-0,5 m hæð, bratt er niður af honum sunnan við bæjartóftina. Á hólnum eru ennþá bæjartóftir, bæjarhúsin voru sunnar og hey-/kálgarður til norðurs.

Skottusteinn (þjóðsaga/draugur)
„Skottusteinn. Var í bakkanum vestast í Bjálkhústúni. Horfinn nú, grafinn í sand. Þar var Arnarbælisskotta sett niður,“ segir í örnefnalýsingu. Í bók Árna Björnssonar, Íslenskt vættatal segir: „Arnarbælisskotta. Jón Daðason var prestur í Ögurþingum og varð þar mannsbani. Eftir það varð hann prestur í Arnarbæli í Ölfusi 1642-1676, en Vestfirðingar sendu til hans kvendraug sem að endanum varð honum að bana. Skotta settist síðan að í Arnarbæli. Hún hafði prjónaskotthúfu á höfði og sat í koluskugga á vökunni, tafði fyrir og skemmdi verk manna. Ætla varð henni auðan fjósbás til að sofa í, ella gerði hún einhverja skömm af sér. Henni var að lokum komið fyrir seint á 18. öld við stein í Búlkhúsósi.“ Skottusteinn var um 200 m norðvestan við bæ og 40 m vestan við Bjálkhús.
Steinninn sést ekki lengur enda grafinn í Bjálkhúsósi ef sagan reynist rétt. Hann er skammt vestan við heimatúnið, við Ölfusá.
Vestan við heimatúnið er óræktað tún. Þar er mikill sandur sem víða kemur uppúr sverði og það er nýtt til hrossabeitar. Áður fyrr runnu hér fjölmargir lækir en það breyttist með framræslu.

Þingholt (þingstaður)

Ölfus

Þingholt.

Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenzka fornleifafélags árið 1905 segir: „Norður frá túni í Arnarbæli er lágt holt, er Þingholt heitir. Holtið er aflangt frá norðri til suðurs, og er það upplásið eftir endilangri miðjunni, en óblásið utan með. Þar eru á því margar tóftir, en flestar eru þær frá seinni tímum: það er fjárhústóft ein nýleg og margar stekkjartóftir, misgamlar að sjá. Aðeins ein tóft er þar verulega forn, og er hún svo sokkin og óglögg, að ekki er hægt að mæla hana. En allstór er hún að sjá og eigi ólíklegt til að vera forn búðartóft, þó að það verði nú ekki fullyrt, þar eð eigi sjást fleiri á hennar reki.
Þær geta nú verið eyðilagðar, hver veit hve margar, bæði verið blásnar burtu, og líka verið teknar upp í hinar nýrri tóftir. En þótt það geti verið, og þótt, meira að segja, engin ólíkindi séu á því þá vantar samt vissuna um það.“ Í friðlýsingarskrá segir: „Arnarbæli, Forn og mikil tóft á Þingholti, sem er norður frá bænum.” Tóftin á Þingholti var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927, sem kvöð á landi Arnarbælis.
Þar er nú einungis ein tóft rúman 1,1 km norðan við bæ og rúmum 500 m norðan við áveitu.
Á Þingholti er nú ræktað tún og öll mannvirki horfin fyrir utan hina meintu þingbúð. Tóftin er á grónu svæði rétt sunnan við túnið. Fallin vírgirðing er þar á milli. Ekkert friðlýsingarskilti er við tóftina.
Tóftin er á háum hól sem að mestu er uppsöfnuð mannvistarlög. Tóftin er 17×15 m að stærð, einföld og snýr norðvestur-suðaustur. Hóllinn er 0,3 m á hæð og tóftin er uppi á honum. Hún er opin til norðvesturs og er einföld. Veggirnir eru 0,3 m á hæð, 5-7 m á breidd og algrónir. Hvergi sér til hólfaskiptingar.

Garðhús (býli)
„Gardhús. Önnur hjáleiga, hefur í auð legið yfir 20 ár.“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708. „Garðhús: Austan í hólnum, sér enn fyrir. (Í auðn yfir 20 ár… Jarðab.A.M.),“ segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað með vissu hvar þessi bær var, fyrir utan að hann var austan í Arnarbælishól.
Svæðið sem um ræðir er nokkuð stórt og allt eins líklegt að útihús frá Nýjabæ og Stöðla séu á sama stað. Einnig kemur til greina að bærinn sé innan sumarbústaðarlands í eigu Gyðríðar Einarsdóttur, heimildamanns, og fjölskyldu hennar. Sá bústaður er suðaustarlega í hólnum, fast við vegum rétt áður en komið er að bæ. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja minjastaðinn.

Holt (býli)

Ölfus

Holt.

„Holt: Þurrabúð, stóð á Bæjarholtinu,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Holt var þurrabúð sem stóð á holtinu norðan við Arnarbælishverfi. Sigurður Þorbjörnsson og Ingigerður Björnsdóttir bjuggu þar 1896-1903. Þá komu þangað Jón Jónsson og Signý Pálsdóttir og voru þar til 1903 -1935.“ Holt dregur nafn sitt af Bæjarholtinu og var þar nánast fyrir miðju. Bæjarholtið er stakstætt, lítið holt norðan við Arnarbælishól. Bærinn er á austurhluta holtsins en ekki er vitað hvort að eldri búseta var þarna þegar bærinn er byggður 1896.
Bæjarholt er tæplega 200×100 m að stærð og snýr norður-suður. Það er mýrlent allt umhverfis það nema til suðvesturs, þar er hryggur sem sameinast Arnarbælishól. Allt holtið er ræktað en túnið er í órækt og nýtt til hrossabeitar. Ekki sér til fleiri mannvirkja við bæjarhólinn eða á holtinu. Bæjarhóllinn er 28×20 m að stærð og snýr austurvestur. Hann er brattur til norðurs og bakkarnir þar eru fremur háir. Hann er 0,5-1 m á hæð og algróinn. Til suðurs lækkar hóllinn og fjarar út. Hvergi sér til mannvistar á yfirborði, fyrir utan nokkra útveggi íbúðarhússins sem var byggt um 1930. Hlutar af útveggjunum sjást enn, þeir eru 2,5 m á hæð og steinsteyptir. Bárujárn og annað rusl liggur „inni“ í húsinu en þakið er farið ásamt innri veggjum.

Kerlingagöng (þjóðsaga)
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir: „Hjá Arnarbæli í Ölfusi heitir á einum stað Kerlingagöng […] [þangað] fóru konur sem ekki treystust til að fara krossför alla leið til Kaldaðarness […] [þaðan] mátti sjá Kaldaðarnes fyrir austan Ölfusá þar sem krossinn var sem mest helgi og trú var höfð á páfadómi. En því sóttu menn eftir að sjá krossinn að því var trúað að menn fengju af því lækningu meina sinna.“ Í örnefnaskrá segir: „Nafnsins er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar, II, bls. 56. Þekkir enginn nú. Gömul munnmæli herma að konur í Arnarbæli og Kaldaðarnesi hafi notað sama klappið og henst því á milli sín.“ Í tímaritinu Sögu frá 1970 segir: „Heldur litlar sagnir um dýrkun á krossinum helga í Kaldaðarnesi geymdust fram á 19. öld. Þó eru tvö örnefni tengd dýrkuninni, en það eru Kerlingagöng hjá Arnarbæli í Ölfusi og Kvennagönguhólar. Frá báðum stöðunum mátti sjá Kaldaðarnes, en það var trú manna, að það dygði til að fá bót meina sinna, og á þessa staði fóru konur, sem ekki treystust alla leið til Kaldaðarness. Virðist þarna um gamlar sagnir vera að ræða, því að Jón Halldórsson prófastur segir í Biskupsannálum sínum, að mönnum fyndist það duga sér til meinabótar og huggunar að komast þó ekki væri nema á Kambabrún.“ Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja minjastaðinn.

Grímshús (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 17108 segir: „Ellefta hjáleiga, hefur í auðn legið undir 20 ár. […] Tún og engi er ekkert, hafinn brúkast af staðnum.“ Í örnefnalýsingu segir: „Grímshús: Engar upplýsingar hvar hafi verið.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var staðsett og frekari heimildir þarf til þess að staðsetja hana.

Nethamrar (býli)

Ölfus

Nethamrar.

„Fyrsta hjáleiga af Arnarbæli.“ JÁM II, 411. „Nethamrar eru á bakka Ölfusár, austur frá Arnarbæli. Áin hefur brotið af túninu á liðnum öldum.“ SB III, 385. „Nethmaratún: Austast, mill árinnar og vegarins.
Innanvið hektar að stærð. Ölfusá hefur brotið það mjög í manna minnum.“ Ö-Arnarbæli a, 2.
Ekki til túnakort en bærinn er sýndur á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907.
„Nethamrar: Eitt „kotið“, syðst og austast í hólnum [svo],“ segir í örnefnaskrá. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Nethamrar eru á bakka Ölfusár, austur frá Arnarbæli. Áin hefur brotið af túninu á liðnum öldum.“ Bærinn er sýndur á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907, þá var bærinn í norðvesturhorni bæjarhúsanna, kálgarður til suðurs og aðar sambyggðar byggingar fyrir austan og vestan bæinn. Túngarður lá fast austan við bæinn. Stafnar snéru til suðurs að ánni. Engin mannvirki eru nú á bæjahólnum né ábúð jörðinni. Það er lítið sem ber bænum vitni á yfirborði. Í dag er þetta ríkisjörð líkt og Arnarbæli.
Slétt, ræktað tún nýtt til beitar. Traðir lágu fast norðan við bæinn, þar er nú malarvegur að Ósgerði og Arnarbæli.
Nethamrar voru um 250 m austan við Arnarbæli og 90 m sunnan við Ósgerði. Bæjarhóllinn er 34×28 m að stærð og snýr austur-vestur. Hann er sléttur, 0,2-0,3 m á hæð en hvergi sér móta fyri mannvist á yfirborði. Til norðausturs og austurs sést glitta í steypu, líklega úr útihúsum sem sjást á ljósmynd í Sunnlenskum byggðum III. Hér er búið að slétta mikið yfir bæjarhóllinn og taka jarðveg, það glittir í klöpp ofan á bæjarhólnum.

Hóll (býli)

Ölfus

Hóll.

„Hóll. Fjórða hjáleiga.“ JÁM II, 412. „Hóll stóð uppi á háhólnum, í byggð fram undir síðustu aldamót.“ SB III, 383. Ekki er föst ábúð á jörðinni né vitað hvar hún stóð nákvæmlega. Mastur sem er uppi á háhólnum er þó líklega byggt í bæjarhólinn. Ekki til túnakort né er hann sýndur á bæjateikningu danskra landmælingamanna 1907.
„Hóll: Kot, stóð upp á hólnum, þar, sem hann er hæstur, norðaustur af Arnarbæli og átti tún suðaustur í hólnum. (Í byggð, fóðrar 7 kýr. Jarðab.A.M.),“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Árið 1926 byggðu þarna á holtinu Þórður Magnússon frá Ósgerði og Arnþrúður Hannesdóttir. Þau ræktuðu þarna blett í kringum hús sitt. Þennan blett nefndi Þórður Hól (…) nafnið er dregið af koti sem áður stóð á háhólnum norðan Arnarbælis.“ Ekki er vitað hvar nákvæmlega yngri bærinn stóð, líklega var það á svipuðum stað og eldri Hóllinn. Hóll var 70 m norðaustan við Arnarbæli og 30 m norðaustan við kálgarð. Mastur er uppi á háhólnum, líklega á sama stað og bærinn var. Ekki er vitað hvenær ábúð féll niður, áður en yngra býlið er byggt 1926. Í manntölum 1835-1870 er ábúð á jörðinni. Eftir það fer bærinn í eyði, líklega á millu 1870-1880.
Mikið rask er uppi á háhólnum. Þar er mastur ofan á litlu húsi og malarvegur að því. Mastrið og húsið eru á steyptum grunni. Allt umhverfis er ræktað tún, nýtt til hrossabeitar.
Bæjarhóllinn er 38 x 26 m að stærð og snýr austur-vestur. Stafnar bæjarins snéru líklega til suðurs, í átt að Ölfusá. Til suðausturs sést glitta í grjóthlaðinn kant, hann er 1 m á hæð og bogadreginn. Fyrir norðan mastrið er einnig hóll, líklega hluti af bæjarhólnum. Þar sjást ummerki um mannvist, járnrör og grjót standa þar upp úr hólnum. Tún Hóls tilheyrir nú sumarbústaðalandi Gyðríðar Einarsdóttur, heimildamanns, og fjölskyldu hennar. Vírgirðing liggur yfir austurhluta hólsins og þar er búið að planta miklu magni af trjám. Hvergi sjást ummerki um greinilegar tóftir á yfirborði.

Krókur/Stóri-Krókur (býli)

Ölfus

Krókur – túnakort 1918.

„Stóri-Krókur. Áttunda hjáleiga. […] Allan helming slægna töðunnar brúkar ábúandinn á Stöðlum fyrir þá landskuld sem þar segir, og voru strax sem Stöðlar bygðust þess tún þar lagin.“ JÁM II, 413. Ekki er föst ábúð á jörðinni, þar er nú sumarbústaður og trjárækt í heimatúninu.
1917: Tún 1.1 ha, þar af c. 9/10 slétt. Garðar 747 m2. „Krókstún: Vestan í hólnum, frá gömlu tröðunum og norður að veitu.“ Ö-Arnarbæli a, 3.
„Stóri-Krókur. Áttunda hjáleiga. […] Allan helming slægna töðunnar brúkar ábúandinn á Stöðlum fyrir þá landskuld sem þar segir, og voru strax sem Stöðlar bygðust þess tún þar lagin.“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708.
„Krókur: Stendur enn á sama stað og áður (Stóri-Krókur í ábúð 1/2, hitt notað frá Stöðlum, fóðrar 9 kýr, Jarðab.A.M.),“ segir í örnefnaskrá. Krókur er um 150 m NNV við Arnarbæli og 50 m sunnan við Stöðla. Bærinn var uppi á hólnum, vestan við traðir sem lágu áfram að Stöðlum og Nýjabæ. Bærinn er sýndur á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907 og túnakorti frá 1918. Kálgarður var sambyggður bænum til vesturs og suðurs og útihús til norðurs og norðausturs. Kálgarður Stöðla var sambyggður útihúsunum að norðan. Öll bæjarhús hafa verið rifin og lítil ummerki um bæjarhól sjást á yfirborði. Þarna er nú sumarbústaður og gróinn bakgarður honum tengdur með tilheyrnandi jarðraski. Ekki er lengur ábúð á jörðinni. Samkvæmt túnakorti frá 1918 var bærinn efst í túninu til norðurs, nánast fyrir miðju. Túnið var allt fyrir sunnan bæinn og sést það einnig á bæjarteikningunni, afmarkarð með gaddavír að öllum líkundum.
Bakgarður sumarbústaðarins er gróinn. Þar er búið að planta miklu af trjám og gera sléttar grasflatir inn á milli.
Erfitt er að greina stærð bæjarhólsins á yfirborði.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Sjöunda hjáleiga, hefur í auðn verið síðan fardaga. […] Grasnautn alla brúkar áðurnefnd húskona á Stöðlum.“ „Litli-Krókur: Stóð hjá Stóra-Króki (Í eyði frá síðustu fardögum… Jarðab.A.M),“ segir í örnefnalýsingu.
Litli-Krókur er 30 m sunnan við bæ og rúmum 100 m NNV við Arnarbæli. Staðsetning býlisins er sýnd á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907, syðst í túni Króks. Umrætt svæði er í miðri skógrækt, miklu af trjám hefur verið plantað á merkjum við Arnarbæli með tilheyrandi jarðraski. Ekki er vitað hvernig stafnar bæjarins snéru, líklega til austurs eða vesturs sé tekið mið af lagi hólsins.
Bæjarhóllinn er á hólhrygg sem snýr NNV-SSA. Hóllinn er brattur til norðurs en fjarar út til annarra hliða. Bæjarhóllinn er um 18 m í þvermál og 0,2 m á hæð. Hliðar hans eru aflíðandi og grónar.
Erfitt er að greina nákvæma stærð bæjarhólsins á yfirborði.

Stöðlar (býli)

Ölfus

Stöðlar.

„Stöðlar. Sjötta hjáleiga. […] Húskona er í þessari hjáleigu. Hún hefur slægjur af eyðihjáleigunni LitlaKróki.“ JÁM II, 412. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Árið 1961 féllu jarðnot Stöðla til Króks.
Ríkissjóður á jörðina.“ SB III, 384. Ekki er búið á jörðinni, þar er sumarhús.
1917: Tún 1.3 ha, þar af c. 11/12 slétt. Garðar 720 m2.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Stöðlar. Sjötta hjáleiga. […] Húskona er í þessari hjáleigu.
Hún hefur slægjur af eyðihjáleigunni Litla-Króki.“ Í örnefnalýsingu segir: „Stöðlatún: Suðvestan í Hólnum, norðan vegarins vestur á engjar að gömlum tröðum, sem lágu frá Króki og niður að Bjálkhúsós. […] Stöðlar: (í Stöðlum) Stóðu áður norðan Króks, áfast við (í ábúð, fóðrast 9 kýr, Jarðab.A.M.).“ Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: „Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir
bæir: Stöðlar, Nýibær, […].“ Stöðlar eru sýndir á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907 og túnakorti frá 1918. Bærinn var uppi á háhólnum, milli Króks og Nýjabæjar. Stöðlar eru rúmum 200 m norðan við Arnarbæli og um 50 m norðan við Krók. Bærinn var austan við veginn sem lá upp að Nýjabæ, kálgarður var fyrir sunnan, suðvestan og norðvestan bæinn. Túnið var fyrir suðvestan bæinn og það var stækkað til vesturs á milli þess sem bæjarteikningin og túnakortið er gert.
Bæjarhóllinn er horfinn, þarna eru nú sléttar grasflatir, skógrækt og skjólbelti úr öspum og birki. Sumarbústaður er nú á vesturhluta bæjarhólsins og öll hús horfin. Miklar breytingar hefur átt sér stað frá því að ábúð var hætt á jörðinni 1961.
Bæjarhóllinn sést ekki né ummerki um uppsöfnuð mannvistarlög á yfirborði. Hvar nákvæmlega bærinn stóð er ekki vitað, líklega var það skammt austan eða norðaustan við sumarhús sem þarna er nú.
Umhverfis sumarhúsið er búið að planta trjám og gera grasflatir.

Nýibær (býli)

Ölfus

Nýibær.

„Níunda hjáleiga.“ JÁM II, 413. „Gömul fylgijörð frá Arnarbæli. Stóð nyrst á Arnarbælishólnum. Fór í eyði 1950. Króksbóndi fékk þá túnið.“ SB III, 386. Ekki er föst ábúð á jörðinni og hún innan sumarbústaðalands á Króki og Stöðlum.
1917: Tún 1.6 ha, þar af c. 9/10 slétt. Garðar 910 m2. „Nýjabæjartún: Norðurbrekkan á hólnum“ Ö-Arnarbæli a, 3.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Níunda hjáleiga.“ „Nýjibær: Stóð norðast í hólnum, sér fyrir bæjarstæði.
Nýlega kominn í eyði. Síðasti ábúandi, Björn Sigurðsson, bróðir heimildarmanns,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Gömul fylgijörð frá Arnarbæli. Stóð nyrst á Arnarbælishólnum. Fór í eyði 1960. Krókur fékk þá túnið.“ Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: Stöðlar, Nýibær, Egilsstaðir, […].“ Nýibær er 270 m norðan við Arnarbæli og 100 m NNA við Stöðla. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918 og á bæjarteikningu danskra landmælingamanna frá 1907. Kálgarður var sambyggður bæjahúsunum til suðurs og vesturs. Öll hús á jörðinni hafa verið rifin en þau sjást á ljósmynd í Sunnlenskum byggðum III. Túngarður lá að bænum til norðurs. Hóllinn er sléttur og bærinn var nyrst á honum. Þarna eru nú tún og skógrækt í tengslum við sumarbústaði sem þarna eru.
Bæjarhóllinn er 16×10 m að stærð, snýr norður-suður og er 0,5 m á hæð. Hóllinn er mikið raskaður, bæði vegna niðurrifs, sléttunar og skógræktar. Fyrir sunnan hólinn hefur mikið af trjám verið plantað, aðallega öspum og birki. Bæjarhóllinn er algróinn en uppi á norðurhluta hans er búið að stafla miklu af trjágreinum. Hóllinn skagar fram í brekkubrúnina og ennþá er líklega mannvist undir sverði. Stafnar bæjarins snéru til suðausturs að öllum líkindum.

Kaldakinn (býli)

Ölfus

Kaldakinn.

„Kaldakinn: Smáhóll norðaustan í hólnum, syðst í Nýjabæjartúni. Þar stóð kot (í eyði síðustu árdaga, staðurinn notar túnið),“ segir í örnefnalýsingu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Tíunda hjáleiga, bygð fyrir 2 árum. Nú í eyði síðan fardaga. […] Túnið er brúkað til slægna frá staðnum.“ Þegar Jarðabókin er gerð í ágúst en jörðin búin að vera í eyði um 2 mánuði. Ekki er vitað hvort að býlið byggðist upp aftur, hafi það eins verið í byggð í 6 ár er ekki mikilla minja að vænta. Ekki er vitað með vissu hvar Kaldakinn stóð, líklega var það á svipuðum stað og útihús. Kaldakinn var tæpum 60 m suðaustan við bæ og 15 m norðan við útihús. Kaldakinn var á brekkubrúninni, hóllinn lækkar til austurs frá bænum. Gróið tún í halla til austurs. Svæðið er innan sumarbústaðalóða og þar eru víða skjólbelti og grænar flatir. Túnið er ekki nýtt.
Tvær þústir komu til greina sem Kaldakinn.

Bakkárholt (býli)

Ölfus

Bakkárholt.

30 hdr. JÁM II, 405. 12 ½ hdr. 1847, JJ, 74. „Jarðdýrleiki xxx og so tíundast fjórum tíundum. NB. Þessi jörð er afdeild í tvo sundurlausa bæi, og kallast annar þrír fjórðungar úr XX hdr. Sá beheldur jarðarnafninu og kallast Bakkárholt. Hinn parturinn, einn fjórðungur úr XXX hdr, er kallað Partur (ÁR507] […]“ JÁM II, 405. Bærinn stendur á holti og þar var túnið. Vestur af því eru blautar engjar nema bakkar Gljúfurholtsár. […] Mótak gott. Selstaða var í Sogni og beit í Gljúfri. Á Bakkárholti var áður þriggja hreppa þing og þingstaður Ölfusinga til 1885.“ SB III, 378.
1917: Tún 5.5 ha, þar af c. 4/5 slétt. Garðar 1460 m2.
Bærinn á Bakkarholti stendur enn á samnefndu holti. Bærinn er sýndur, nánast í miðju heimatúninu á túnakorti frá 1918.
Íbúðarhús var byggt 1908 – 1910 á bæjarhólnum og núverandi íbúðarhús þar rétt norðar, árið 1944. Það hús er ónýtt og fór bærinn úr ábúð árið 2016 þegar síðasti ábúandi flutti burt. Útihús voru reist á 20. öld í suðurhluta bæjarhólsins en þau voru rifin í kjölfar jarðskjálfta árið 2008. Þau útihús sjást á loftmynd frá árunum 1998 – 2000. Þegar „stóra hlaðan“ var rifin komu í ljós minjar í gólfi hennar og eru þær ennþá varðveittar þar undir sverði. Þetta eru minjar líklega allt frá landnámstíma að sögn Margrétar Gunnarsdóttur, heimildamanns. Bærinn snéri stöfnum til suðurs og útihúsin röðuðust til norðurs á túnakorti frá 1918.

Ölfus

Bakkárholt – túnakort.

Bærinn hefur alltaf staðið á þessum slóðum að sögn Margrétar.
Núverandi íbúðarhús var um 30 m norðvestan við úthús frá 20. öld sem reist voru í suðurhluta bæjarhólsins. Þar er slétt, grasivaxið svæði og þar norðar er „hóll“ sem er að stórum hluta uppsöfnuð mannvistarlög þrátt fyrir mikið rask. Allur bæjarhóllinn er mikið raskaður og þar er nú slétt, gróið svæði. Bæjarhóllinn er 60 x 40 m að stærð og snýr austur-vestur. Á túnakortinu eru bæjarhúsin til norðurs en svo hefur ekki alltaf verið sé tekið mið af stærð bæjarhólsins. Bærinn náði mögulega allt fram á brekkubrúnina fyrir sunnan 20. aldar útihúsin að sögn Margrétar. Ljósmynd af bænum er til í fórum Margrétar en erfitt er að sjá hvar húsið var nákvæmlega, mikið rask er sem fyrr segir á bæjarhólnum. Erfitt er að greina náttúrulega uppsöfnun mannvistarlaga á yfirborði en nóg er af þeim undir sverði.
Þegar hlaðan var rifin komu m.a. í ljós hlóðir og ummerki um langeld. Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, skoðaði þessar minjar árið 2009. Núverandi hóll sem sést á yfirborði er að mestu ummerki um mannvist tengd 20. aldar mannvirkjum. Víða má sjá timburleifar, járnarusl og tilfallandi brak. Bæjarhóllinn er 0,5-1 m á hæð, á köflum eru brattar brúnir þar. Alls svæðið er mjög gróið, aðallega gras og njóli.

Gálgaklettar (aftökustaður)

Ölfus

Gálgaklettar.

„Gálgaklettar. Klettur hefur klofnað frá bergi holtsins og sigið frá, svo að skora er á milli. Yfir þá skoru hefur gálgatréð verið sett, en hengja þurfti. Heimildarmenn báru Þórð á Tannastöðum fyrir. Klettarnir eru norðaustur af Hestaréttinni,“ segir í örnefnalýsingu. Gálgakletta er getið í Lýsingu Ölfus frá 1703 sem birt er í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu. Þetta eru ekki hinir eiginlegu Gálgaklettar að sögn Margrétar Gunnarsdóttur, heimildamanns. Þeir eru sunnar og skráðir undir númeri 032 hér í skránni. Þessir klettar fá að njóta vafans og taldir til fornleifa. Þetta er nyrsti hluti Bakkárholtskletta, um 190 m norðan við bæ og 30 m norðan við hestarétt.
Þetta er norðvesturendi Bakkárholtskletta, vestarlega í heimatúni bæjarins. Skoran sem lýst er í örnefnaskrá sést vel en ekki sér til neinna mannvirkja þarna.

Þinglaut (þingstaður)

Ölfus

Þinglaut.

„Bakkárholt hefur verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi. Í Bakkárholti var um langt skeið þingstaður, ekki aðeins fyrir Ölfushrepp, heldur voru þar haldin þriggja hreppaþing: Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness (H.J. 1703). Þingstaðurinn valinn þannig, að vel sást til mannaferða, og greinilegt, að þar hefur legið þjóðbraut um garða, traðir í túni og „brýr“ yfir mýrasund í nágrenni. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881, að skólahús er byggt á Kröggólfsstöðum [ÁR-525] og þingstaður fluttur þangað þá. Þinghús [sjá 039] stóð á hlaðinu sunnan gamla bæjarins, en rifið þá. […] Þinglaut. Lægð í Hátúni, sporöskjulöguð, lengir austur – vestur. Mótar fyrir sætum. Til vesturs er smáhóll, gömul hústóft, mikil aska í jörðu, sögðu heimildarmenn. „Þar hafa þingmenn heitað ölið sitt, þegar kalt næddi um holtið.“
Lautin mældist ca. 12 sinnum 15 metrar,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Á Bakkárholti var áður þriggja hreppa þing og þingstaður Ölfusinga til 1885.“ Þinglaut er 110 m norðan við bæ og tæpum 80 m suðaustan við hestarétt 015, uppi á háholtinu. Þetta tún var kallað Norðurtún.
Í Þinglaut er tóft sem talin er vera lögrétta að sögn Margrétar Gunnarsdóttur, heimildamanns. Raflína er 50 m vestan við tóftina.
Slétt, ræktað tún. Það er slegið sem og Þinglautin framan af. Hún hefur ekki verið slegin í einhver ár núna. Tóftin sést einna best sem óslétt svæði í túninu.
Tóftin er 19,5 x 15 m að stærð og snýr austur-vestur. Þinglautin er „inni“ í tóftinni. Tóftin er einföld og allir veggir signir og útflattir. Það er einna helst lautin sem sýnir umfagið og leguna best. Veggirnir eru 0,1 – 0,3 m á hæð, hæstir að vestan. Þeir eru algrónir enda búið að slétta hér yfir. Tóftin var slegin á dráttarvélum án teljandi vandræða. Nú er einungis austurhlutinn sleginn enda lægstur. Ekkert op sést á yfirborði inni í tóftina. Lautin er slétt að innan og veggirnir aflíðandi þar niður. Þeir eru mun hærri að innan en utan. Suðvesturhluti tóftarinnar er umfangsmeiri en hinir, mögulega eru þar ummerki um fleiri byggingarstig eða túnasléttun var meiri til norðurs. Ekki sér til palla eða annars inni í lautinni. Hún er mögulega niðurgrafin, ytri veggir sjást lítið sem ekkert.

Borgarkotsmelsrétt (rétt)

Ölfus

Borgarkotsrétt.

Tóft er í svokölluðum Borgarkotsmel, í vesturhluta hans. Þetta land tilheyrði Strýtu eftir að jörðinni var skipt upp. Tóftin er rúmum 30 m vestan við tóft og um 840 m suðaustan við bæ. Tóftin er vestan við hraunhól/hrygg og sést ekki fyrr en að henni er komið. Lag og staðsetning tóftarinnar bendir einna helst til þess að um heimarétt sé að ræða. Gróinn mói. Víða koma klapparhólar og hryggir upp úr sverði. Hóllinn er 2 – 3 m á hæð. Uppblásinn melur er þar á milli. Skammt vestan við tóftina er uppblásið svæði. Þetta svæði er nýtt til hrossabeitar.
Tóftin er 11,5 x 7 m að stærð og snýr norður-suður. Hún skiptist í þrjú hólf og aðrekstrargarður liggur að henni til suðurs.

Gálgaklettar (aftökustaður)
„Gálgaklettar. Stakir klettar nyrzt á Másteinsholti. Þar er nú fjárhús. Ég tel ólíklegra, að þar hafi sakamenn verið hengdir en í hinum Gálgaklettunum,“ segir í örnefnaskrá. Gálgaklettar eru tæpum 600 m suðvestan við bæ og 90 m vestan við tóftir. Þetta eru náttúrulegir klettar syðst á Másteinsholti. Þeir eru innan landsvæðis sem tilheyrir Grænhól í dag.
Fjárhúsin voru byggð um miðja 20. öld. Allt umhverfis þau, og klettana, er ræktað tún, nýtt til beitar.
Gálaklettar eru sunnarlega í klettahól. Þeir eru þrír talsins, sá vestasti hefur klofnað frá hinum tveimur. Hliðar klettanna eru víða beinar og lóðréttar. Þeir eru 1 – 2 m á hæð og gróður er neðst í þeim. Víða má ímynda sér að gálgi hafi verið.

Bakkárholtspartur (býli)

7,5 hdr. JJ, 75. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: Þessi jörð [Bakkárholt] er afdeild í tvo sundurlausa bæi, og kallast annar þrír fjórðungar úr 30 hdr. Sá beheldur jarðarnafninu og kallast Bakkárholt. Hinn parturinn, einn fjórðungur úr 30 hdr, er kallað Partur og stundum Bakkárholtspartur, vide infra.“ JÁM II, 405. „Sandhóll hét áður Bakkárholtspartur en Parturinn stóð í brekkunni austanvert í Bakkárholtinu, skammt norðaustur af Bakkárholtsbænum. Átti tún sitt norður af bænum. Engjastykki í mýrinni vestan holtanna. Beitiland var sameiginlegt en nú er búið að skipta því.
Árið 1935 keypti ábúandinn […] gamalt samkomuhús byggt 1909, sem stóð á hól norðan túns. Þangað flutti hann bæinn, byggði peningshús og ræktaði í kring. Síðan heitir býlið Sandhóll en samkomuhúsið hét það.“ SB III, 377. Ennþá er búið á jörðinni og er hún ein af síðustu jörðum í Ölfusi með sauðfjárbúskap.
Ekki til túnakort.
Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e.m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. —
Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: […] Partr, Kotströnd, Gljúfrholt, Litli-Saurbær, Þórustaðir, Hellir, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði.“ „Bakkárholtspartur heitir nú Sandhóll – núverandi bóndi þar, […] keypti samkomuhús með því nafni og flutti bæinn og „Parturinn“ hefur nú fengið það nafn; […] Sandhóll. Hóll norðan Partstúns. Þar byggði Umf. Skarphéðinn samkomuhús, sem notað var til skólahalds og samkomu, þar til þinghús var byggt í Hveragerði 1931. Þá keypti Þorlákur Sveinsson, sem bjó í Bakkárholtsparti, húsið og flutti búsetu þangað; þá hvarf nafnið á Partinum,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Sandhóll hér áður Bakkárholtspartur en Parturinn stóð í brekkunni austanvert í Bakkárholtinu, skammt norðaustur af Bakkárholtsbænum. Átti tún sitt norður af bænum.
Engjastykki var í mýrinni vestan holtanna. Beitiland var sameiginlegt en nú er búið að skipta því. Árið 1935 keypti ábúandinn, Þorlákur Sveinsson, gamalt samkomuhús byggt 1909, sem stóð á hól norðan túns. Þangað flutti hann bæinn, byggði peningshús og ræktaði í kring. Síðan heitir býlið Sandhóll en samkomuhúsið hér það.“ Öll hús sem stóðu þegar bærinn var fluttur 1931 eru horfin af bæjarhólnum.
Það eina sem ber bænum vitni er steypt haughús sem skagar fram til austurs úr brekkunni. Bærinn var þar vestar, uppi í brekkunni, að sögn Páls Auðar Þorlákssonar, heimildamanns. Bæjahóllinn er rúmum 330 m sunnan við Sandhól.
Bæjarhóllinn er í sléttu túni. Það er slegið og nýtt ennþá. Brekkan er aflíðandi, um 10 m há og bærinn var ofarlega í henni. Lagnaskurður úr Partslind 003 liggur fyrir vestan bæjarhólinn en ekki eru sagnir um mannvist hafi komið í ljós við gerð hans. Bæjarhóllinn er um 50 x 45 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er sléttur, 0,2-0,4 m á hæð og hliðar hans aflíðandi. Ekki sér til annarra mannvirkja þar. Bærinn var ofarlega í Bæjarholtinu, á halla til austurs. Þarna er smá „stallur“ í brekkunni og var bærinn þar. Haughúsið er í austurhluta bæjarhólsins, þar er slétt plata og er það grafið niður í bæjarhólinn. Platan er 10 x 7 m að stærð og snýr austur-vestur. Hægt er að kíkja þar inn, op sést til austurs. Ekki eru önnur mannvirki sjáanleg á hólnum eða ummerki um mannvist, gera má ráð fyrir að töluvert sé ennþá undir sverði. Stafnar bæjarins snéru til austurs að öllum líkindum.

Borgarkot (býli)

Ölfus

Borgarkot.

5 hdr, 1847. JJ, 75. Hjáleiga frá Bakkárholti. „Borgarkot, hjáleiga, bygð af heimalandi. Jarðardýrleiki áður talinn með heimajörunni og er því óviss. Eigandinn sami og heimajarðarinnar.“ JÁM II, 407.
„Ingólfshvoll. Hét áður Borgarkot en nafninu breytt árið 1931, 5 hundruð úr Bakkárholtstorfunni.“ SB III, 379. Ekki er föst ábúð á jörðinni. Þar er nú starfrækt fyrirtæki, Fákasel. Það sérhæfir sig í hestasýningum, þar er búð og veitingastaður. Einnig er hrossarækt og tamningastöð þarna.
Ekki til túnakort.
„…Borgarkot (heitir Ingólfshvoll frá 1931) austan árinnar; […] Lágt holt er austan gamla bæjarins.
Þar stendur nú íbúðarhúsið og peningshús. (Borgarkotsholt?),“ segir í örnefnalýsingu.
Borgarkot var rúmum 310 m ASA við Bakkárholt, austan við ánna á stakstæðu holti. Holtið er ekki mjög stórt en bærinn var á því miðju og til austurs. Á loftmynd sem tekin var skömmu fyrir 2000 sjást ennþá bæjarhús/útihús á gamla bæjarstæðinu en þau hafa nú verið rifin og mikið jarðrask er á bæjarhólnum. Bærinn var fluttur 130 m suðaustar árið 1963. Ekki er ljóst í hvaða átt stafnar bæjarins snéru. Það er ólíklegt að mikil mannvistarlög séu undir sverði á bæjarhólnum, þar sést í klappir. Holtið er 10 m hátt, 90 x 50 m að stærð og snýr NNV-SSA. Klettar eru efst á holtinu og mynda grónar þústir þar uppi á. Jarðvegurinn er þunnur þar. Umhverfis bæinn var sléttað tún sem nú er komið í órækt og nýtt sem beitarhólf fyrir hross.
Ekki er vitað hvar bærinn var nákvæmlega á holtinu, líklega hefur hann þó alltaf verið á sama stað, austan við útihúsið sem sést á loftmyndinni. Þar er mikið jarðrask, sérstaklega þar sem útihúsin voru vestan í holtinu. Þau voru mögulega niðurgrafin eða að öllum bæjarhólnum hefur verið rutt burtu. Uppi á holtinu er flatt svæði og það lítur út fyrir að uppblástur hafi verið að verki, raskið er slíkt. Það er ekki tilfellið, þetta er manngert rask. Bæjarhóllinn en nánast niðurgrafinn, það er „laut“ þarna og hvergi sér til uppsöfnunar mannvistarlaga. Það má sjá grjótdreif, steinsteypu norðan í holtinu, bars þangað með vinnuvélum. Ekki er hægt að áætla stærð bæjarhólsins af þessum sökum. Fyrir austan holtið er nokkuð djúp laut vegna jarðrasks og þar er einnig rusl úr 20. aldar byggingum.

Strýta (býli)

Ölfus

Strýta.

Hjáleiga frá Bakkárholti. 2,5 hdr. 1847. JJ, 75. „Önnur hjáleiga, bygð af heimalandi. Jarðardýrleiki áður talinn og tíundaður í heimajörðunni.“ JÁM II, 407. „Strýta var hjáleiga á Bakkárholtstorfu, jafnstór jörð og Grænhóll. Stóð syðst í Bakkárholtinu, stutt frá ánni. Landið þar um kring er blautt en jörðin notaði mest landið niður með ánni. Árið 1957 fékk Grænhóll öll jarðarafnot af Strýtu sem er eign ríkissjóðs. Byggingar eru engar á Strýtu.“ SM III, 380. Grænhóll notar enn jörðina og hún er nytjuð samhliða þeirri jörð.
Ekki til túnakort.
„Strýta. Gamalt býli á vestri árbakkanum, sunnan Bakkárholts,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Strýta var hjáleiga á Bakkárholtstorfu, jafnstór jörð og Grænhóll. Stóð syðst í Bakkárholtinu, stutt frá ánni. Árið 1957 fékk Grænhóll öll jarðarafnot af Strýtu sem er eign ríkissjóðs. Byggingar eru engar á Strýtu.“ Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: “ Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. […] Partr, Kotströnd, Gljúfrholt, Litli-Saurbær, Þórustaðir, Hellir, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði.“ Ekki er til túnakort af jörðinni en bærinn var rúmum 220 m sunnan við Bakkárholt og rúmum 210 m suðaustan við Grænhól. Þar sjást engin hús og sléttað hefur verið yfir bæjarhólinn. Ekki er ljóst hvernig stafnar bæjarins snéru eða hvar á bæjarhólum bærinn stóð.
Strýta tilheyrir Grænhól, heimatúnið er komið í órækt, er smáþýft og nýtt til hrossabeitar. Það liggur undir miklum ágangi af þeim sökum. Túnið er grasivaxið, í aflíðandi halla til suðurs. Bakkárholtsá rennur fast suðaustan við bæjarhólinn.
Bærinn var á náttúrulegum hól sem skagar til SSA, fram að Bakkárholtsá. Hóllinn er sléttaður og mikið raskaður. Hann er um 30 x 20 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er 0,2 – 1,5 m á hæð, þýfður, grasivaxinn og víða glittir í hleðslugrjót. Bæjarhóllinn er greinilegastur til suðurs, þar er brún hans hæst og brött. Þar er hann jafnframt sléttur og mögulega var kálgarður þar. Hóllinn hækkar til norðurs, líkt og holtið og þar er mikið jarðrask.

Grænhóll (býli)

Ölfus

Grænhóll.

2 ½ hdr. 1847. JJ, 75. Hjáleiga frá Bakkárholti. „Þriðja hjáleiga í eyði, bygð í heimalandi fyrir vel 40 árum, varðaði bygðin inn til næstliðinna 4 ára. Dýrleikinn talinn í heimajörðunni ut supra.“ JÁM II, 407-408. „Áður hjáleiga á Bakkárholtstorfu, 2 ½ hundrað að fornu mati en hefur bætt sig eftir að landsnytjar af Strýtu voru lagðar við. Grænhóll notar suðvesturhluta Bakkárholtstorfunnar. Þar voru þurrlendir móar sem nú eru ræktaðir. Engjar góðar, lágu á bökkum Gljúfurholtsár.“ SB III, 380.
1917: Tún 6 ha, þar af c. 7/8 slétt. Garðar 1844 m2.
„Grænhóll. Býli suðvestur af Bakkárholti. Heitir eftir hólnum sem það stendur á,“ segir í örnefnalýsingu.
Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Áður hjáleiga á Bakkárholtstorfu, 2 ½ hundrað að fornu mati en hefur bætt sig eftir að landnytjar af Strýtu voru lagðar við. Grænhóll notar suðvesturhluta Bakkárholtstorfunnar.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, í miðju heimatúninu. Núverandi íbúðarhús er það þriðja síðan bærinn brann árið 1936. Sá bær var nyrstur, þá var byggt hús rétt sunnar sem var rifið. Núverandi hús er syðst en engu að síður á bæjarhólnum að sögn Jónínu Guðmundsdóttur, heimildamanns. Húsin hafa smám saman færst til suðvesturs. Ekki er vitað í hvaða átt stafnar bæjarins snéru en mikið rask er á bæjarhólnum og hann sést ekki á yfirborði. Bærinn dregur nafn sitt af stakstæðum hól/holti og er hann ennþá á honum. Bærinn hefur alltaf verið á sama stað en húsin færst til á holtinu.
Þarna er mikið rask vegna bygginga og annarra framkvæmda. Yfir norðurhluta bæjarhólsins er malbikað plan og 20. aldar útihús sem nýtt eru sem hesthús. Í suðurhlutanum er núverandi íbúðarhús og bakgarður þess. Enginn ummerki um eldri húsin sjást. Planið er hæst í miðjunni en erfitt er að áætla hvort þar er vegna mannvistarlaga.
Engin ummerki bæjarhólsins sjást á yfirborði.

Vellir (býli)
Ölfus„Bærinn á Völlum stendur á litlum hól, sem sennilega hefur myndast af því að bærinn hefur verið byggður þar öld eftir öld.“ segir í örnefnalýsingu. Íbúðarhús – elsti hluti þess byggður 1906 – stendur enn á hólnum. Í suðurmörkum hans hafa verið byggð fjögur lítil sumarhús/svefnskálar. Uppi á hólnum er íbúðarhús vestast með hálfniðugröfnum kjallara en útihús eru sambyggð því að austanverðu, hlaða næst íbúðarhús og fjós austan við hana – þar austan við er hlað. Hólnum sjálfum og umhverfi hans hefur verið breytt mikið og eru þar nú aðkeyrslur og göngustígar, lystigarður að sunnan og vestan en athafnasvæði að austan og norðan.
Stór ávalur hóll, rúmlega 40 m frá austri til vesturs og um 30 m frá suðri til norðurs. Bærinn hefur verið byggður á lágri brún í landslaginu og er hóllinn því mun brattari að vestan og sunnan – þar rúmlega 2 m hár. Hlaðan sem er næst íbúðarhúsinu að austan brann að hluta 1955 og var þá handgrafinn kjallari undir núverandi hlöðu. Eldra fjós þar austan við – forveri þess sem nú er, snéri stafni til suðurs. Þegar grafið var fyrir súrheysgryfju norðan við íbúðarhúsið var komið niðurá hveraleir. Húsin eru nú í eigu Eldhesta.

Vallakirkja (kirkja)
20 hdr. 1706 og 1847. JJ, 75. Reykjakirkjujörð.
1382-91: Kirkia heilags Laurentij ad Reykium a land a Wollum firir .xxc. DI IV 96.
1575: Kirkian ä Reijkium i Olvese. ä land ad Vollum fijrer xxc. DI XV 643-644.
1708: “ Hjer hefur kirkja verið flutt frá Reykjum um 30 ára tíma, sjást enn merki til kirkjugarðs og leiða, einninn til kirkjutóftarinnar, hvar nú er ekkert hús.“ Hálfdan Jónsson segir í lýsingu sinni frá 1703: „Í þessari tölu er Reykjakirkju jörðu, Vellir, hvar Reykjakirkja stóð í þrjátíu ár og nú sjást enn glögg merki til tóttar, kirkjugarðs og leiða framliðinna manna. En að Völlum var kirkjan flutt þangað (eftir því sem sannorðir menn sagt hafa) að hver hafði upp komið innan kirkju á Reykjum, en biskupinn, herra Oddur Einarsson, bífalaði Álfi Gíslasyni títtnefnda kirkju til Reykja aftur að flytja, hvar hún hefur síðan staðið.“
Jörðin var hluti af Reykjatorfu og átti hluta í óskiptu landi. Núverandi eignamörk ná aðeins yfir næsta nágrenni bæjarins, milli þjóðvegar 1 og gamla farvegar Varmár/Vorsabæjarlands.
1918: Tún 4,2 ha, 4/5 slétt. Garðar 984 m2. Túnið var að mestu náttúrulega slétt og sama gildir um valllendið austan við það, austur að núverandi farvegi Vallalækjar (sem áður rann um túnið). Þar er harðbali og hefur aldrei verið sléttað með vélum. Sunnan við túnið voru engjar, blautari eftir því sem sunnar dró og þar hefur verið ræst fram.
„Hjer hefur kirkja verið flutt frá Reykjum um 30 ára tíma, sjást enn merki til kirkjugarðs og leiða, einning til kirkjutóftarinnar, hvar nú er ekkert hús.“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1706. Hálfdan Jónsson segir í lýsingu sinni 1703: „Í þessari tölu er Reykjakirkju jörðu, Vellir, hvar Reykjakirkja stóð í þrjátíu ár og nú sjást enn glögg merki til tóttar, kirkjugarðs og leiða framliðinna manna. En að Völlum var kirkjan flutt þangað (eftir því sem sannorðir menn sagt hafa) að hver hafði upp komið innan kirkju á Reykjum, en biskupinn, herra Oddur Einarsson, bífalaði Álfi Gíslasyni títtnefnda kirkju til Reykja aftur að flytja, hvar hún hefur síðan staðið.“ Í örnefnalýsingu segir: “ Á hlaðinu framan (suðaustan) við bæinn stendur hjallur. Munnmæli herma að þar hafi staðið kirkja eða bænhús. […] Ég spurði sérstaklega um hvort nokkurn tíma hefði komið nokkuð fram, sem benti til þess að þar hefði verið grafreitur. Heim. vissi ekki til þess. En sú trú er enn við lýði að á þessum stað eigi alltaf að standa hús.“ Hjallurinn hafði norðvesturhorn þar sem nú er hliðstólpi um 4 m sunnan við suðausturhorn hlöðu sem er sambyggð íbúðarhúsi að austan. Kirkjugarðurinn náði innundir núverandi hlöðugrunn.
Nú er malarborið hlað að austan, stétt að vestan en lystigarður með trjáhríslum að sunnanverðu. Þegar hlaðan var undurbyggð eftir bruna 1956 var handgrafinn kjallari undir henni. Komu þá í ljós mannabein syðst í grunninum. Hjallurinn – sem staðið hefur á hinni fornu kirkjutóft – fauk en var endurbyggður á sama stað um 1960. Yngri hjallurinn snéri eins og framhlið húsanna en mjög þröngt hafði verið að komast á milli gamla hjallsins og bæjarhúsanna.

Vallasel (sel)

Ölfus

Vallasel.

„Vallasel: Grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni,“ segir í örnefnalýsingu Reykjakots. Vallasel er um 60 m sunnan við fjárborg og 150 m norðaustan við brýr.
Selið er 2 m vestan við upplýsingaskilti neðan við Rjúpnabrekkur. Malarvegur að fyrrnefndri borholu er 2 – 4 m frá tóftinni og ferðamenn fara þar fram hjá við upphaf göngu inn Reykjadal. Selið er í stórhættu vegna staðsetningar skiltisins og ágangs sem því fylgir. Vallasel er á grasivöxnu svæði neðan við brekku. Svæðið er slétt en grjót kemur á stöku stað upp úr sverði. Seltóftirnar eru ógreinilegar, frekar er um rústahól með veggjabrotum en skýra tóft að ræða. Hóllinn er 30 x 12 m að stærð og snýr norður-suður. Framhlið selsins snéri til austurs, enn má sjá op og dyrastein um 2 m til austurs frá fyrrnefndu minjaskilti.

Reykir (býli)

Ölfus

Reykir.

1706. 67 2/3 hdr. Kirkjustaður. Skálholtskirkjujörð. JÁM II, 399. 1847. 27 hdr. JJ, 75. “Maðr bjó at Reykjum í Ölfusi, er Ingólfr hét ok var Arnarson. Setti hann fyrstr manna byggð á Íslandi. Þá var hann á gamals aldri ok sjónlauss. Þar beiddist Ármann gistingar [Ingólfr vísar Ármanni til landa uppi við Hrafnabjörg].” Ármanns saga, Íslendinga sögur II, 423.
“Eftir jól 1237 fór Snorri Sturluson vestur í Ölfus til Gissurar Þorvaldssonar. Hann fór síðan aftur af nesjum suður til Reykja og var með Gissuri um föstuna […] Gissur Þorvaldsson bjó að Reykjum í Ölfusi þau misseri er þeir önduðust Magnús biskup og Guðmundur biskup [1237]”, Sturlunga, 383, 388.
“1238, eftir Apavatnsför […] Gissur var hinn kátasti og reið um kveldið út til Reykja. voru þá sendir menn um Grímsnes og Ölfus eftir nautum og voru rekin til reykja og etin þar um helgina.” Sturlunga, 400 sbr. 406.
1382-91: Kirkia heilags Laurentij ad Reykium a land a Wollum firir .xxc. … Kirkia a .xv. kyr. þriggia stacka eingi er heita Kirkiuholmar .xxx. letorfs arliga j Saurbæarland. … Jtem .c. er Erlingur Jonsson lagdi til kirkiunnar firir fyrnd messuklæda epter skipan Herra Þorarins. Portio Ecclesiæ vmm .v. ar .v. aurar oc vc. medan sira Pall hefr bued. Jtem medann Sturli bio vmm .vj. ar .xij. aura a hvoriu are. DI ??
1397: Hun a ad auk þess er stendur j maldaga Herra Michels biskups kugilldi er sira Pall gaf .cc. voru .ij. hross. halftunnu tioru. hross .x. aura j vidi er Sturli gaf. … lagdi Sturli til kirkiunnar … firir halft þridia hundrad. fellur nidur af portione þeirri er reiknadist medann hann var .xix. hundrad oc .xviij. älner. portio Ecclesiæ vmm .iiij. är næstv medann Þo[r]steinn bio .cc. oc .xij. aurar oc .vj. fyri næstu .ccc. oc .xij. aurar. DI IV 96-97.
6.5.1446 voru 20 hdr í Reykjum meðal eigna Þorvarðar Loptssonar að honum látnum. DI IV, 679.

Ölfus

Reykir, Stanley 1789.

22.9.1540 er dæmt að Gissur biskup mætti heimta allan reikningsskap Skálholtsstól eftir Ögmund biskup og var jörðin Reykir í Ölvesi þar nefnd sérstaklega. DI X, 561.
1540 fyrirbýðir Gissur biskup öllum að byggja eða bæla jörðina Reyki í Ölfusi “Sakir þess ad kyrckiunnar radi hefur virdst sem reikir j Olvesi væri riettileg domkyrckiunnar Eign og ecki yfer þeigia meiga ad þessi jord drægist vndan heilagri Scalholltz kyrkiu.” DI X, 579 sbr. bréf Gissurar til Ögmundar biskups í byrjun árs 1541 þar sem hann biður Ögmund að leggja sitt til að Reykir drægist ekki undan dómkirkjunni “þui eg vil helst giarnan eiga allt gott vid ydvart folk mier ad vijtalausu.” DI X, 600.
1540 veitir Gissur biskup Oddi Gottskálkssyni alla jörðina Reyki til leigulausrar ábúðar “Suo skulu og fyrrgreindir reyker eiga skipstodu frij j þorlakshofn epter þui sem adur uar j tijd b[iskups] augmundar.”
DI X, 576 (sbr. “settest [Oddur] i bu med Þuride Einarsdottur oc bio med henne nockur aar aa Reykium i Olvese ogiptur. þangad til hann ætti son med henne. Petur ad nafne. sijdan tok hann hana til egta – DI XIII, 134. Á Reykjum þýddi Oddur Píningarsögu Bugenhagens 1545 en hún kom út 1558).
1541 er Eyjólfur Jónsson á Hjalla kærður fyrir að hafa markað undan kirkjumarki Reykjakirkju. DI X, 677-78.
1541 lögfestir Gissur biskup Skálholtskirkju Reyki í Ölfusi. DI X, 686.
11.1.1542 er Eyjólfur Jónsson á Hjalla dæmdur fyrir að hafa haldið fyrir kirkjunni á Reykjum 6 kúgildum. DI X, 698.
[1553-54] Kirckian a Reykium j Olvese heyrer til Skalhollttz med sijnum eignum. Þar med eru xij kugillde. Hun a þriggia Rasta einge. er heita Kirckiuholmar. xxx lietorfs arlega j Saurbæarland. DI XII, 662.

Ölfus

Reykir 1930, berklahæli…

1575: Kirkian ä Reijkium i Olvese. Ä land ad Vollum fijrer xxc. thriggia stacka einge. er heita Kirkiu hölmar. xxx lietorfs ärliga I Surbæiarland. Jtem vij kijr og v. ä saudar kugilldi og tuævetur kapall. DI XV 643-644.
1706 eru kirkjujörðin Vellir í óskiptu landi Reykja, og auk þess hjáleigurnar Reykjakot, Reykjahjáleiga og Kross, sem síðar urðu sjálfstæðar jarðir. Þá nefnir jarðabókin eyðihjáleigurnar Engjagarð, Grændalsvöll og Litlu-Reyki. Reykjahjáleiga var lögð undir búið 1931.
1918: Tún 5,4 ha, slétt. Garðar 1736 m2.
Hefðbundin búskapur hætti á Reykjum 1930 og árið 1931-1938 var rekið þar hressingarhæli fyrir berklasjúklinga. Árið 1939 tók Garðyrkjuskóli ríkisins við jörðinni, nú er Landbúnaðarháskóli Íslands með starfsstöð á jörðinni. Árið 1963 var Skógrækt ríkisins falið að girða og friða landið til skógræktar í samvinnu við Garðyrkjuskólann. 1918: Tún 5,4 ha, slétt. Garðar 1736 m2.
„Reykir hafa verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi, gegnum aldirnar. Þar sátu höfðingjar á Sturlungaöld. […] Síðar sátu þar merkisklerkar . […] Bærinn á Reykjum stóð þar sem nú stendur geymsluhús Garðyrkjuskólans. Bæjardyr til suðurs og kálgarður sunnan undir bænum vestanverðum. Austan bæjarins var kirkjugarðurinn, gengið var til kirkjunnar af hlaðinu frá vestri. […] Af hlaðinu lágu traðir til suðausturs, sér enn fyrir og götuna austur með fjallinu,“ segir í örnefnaskrá. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, fyrir miðju gamla heimatúnsins. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Sumir telja að Reykir muni vera fyrsti bærinn í Ölfusi. Þar hafi fengið bólfestu Karli „Þræll“ Ingólfs Arnarsonar, sá er fór fyrir ásamt Vífli og leitaði öndvegissúlnanna.“ Öll ummerki bæjarhóls og bæjahúsa eru horfin af yfirborði vegna bygginga frá á 20. öld og annarra framkvæmda á svæðinu. Bærinn var nánast í miðju þess svæðis sem Landbúnaðarháskóli Íslands hefur til umráða.
Malbikaður vegur liggur að bæ 001 úr vestri og annar vegur liggur yfir bæjarhólinn til austurs. Nú er tvílyft, steinsteypt geymsluhús þar sem bærinn var áður og bílaplan til norðurs og suðurs. Húsið er notað sem geymsla og verkstæði en þarfnast viðhalds.
Kirkjugarður er 10 m austan við bæ en teikningar af bæjarhúsum á Reykjum er m.a. að finna í bókinni Íslandsleiðangur Stanleys 1789.
Malarvegur liggur milli kirkjugarðsins og geymsluhússins. Öllu svæðinu umhverfis geymsluhúsið hefur verið raskað. Malarborin bílastæði eru til norðurs og suðurs, vegur til austurs og gróðurhús til vesturs.
Lág hólmyndum sést sunnan við húsið en ekki er hægt að fullyrða að um ummerki bæjarhóls sé að ræða, jarðrask er of mikið.

Reykjakirkja (kirkja)

Ölfus

Reykir – kirkja.

Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Reykir eru og gamall kirkjustaður. Sú kirkja var helguð heiligum Laurentsíusi […] Kirkjan var flutt um skamman tíma að Völlum „vegna þess að hver kom upp í kikrjunni“ eins og segir í heimildum. Kirkjan á Reykjum fauk af grunni í ofviðri haustið 1908. Ekki byggð upp aftur. […] Grafreitur er sléttaður, sér enn fyrir kirkjustæðinu. Er vel girtur og í góðri hirðu.“
c. 1200: Páll bp Þar á yfirreið, munngát á móti honum; Jarteinabók 1200, Bsk I, 339.
c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 8.
1382-91: XCII. Reyker. Kirkia heilags Laurentij ad Reykium a land a Wollum firir .xxc. Þar skal vera heimilisprestur. Kirkia a .xv. kyr. þriggia stacka eingi er heita Kirkiuholmar .xxx. letorfs arliga j Saurbæar land. tvenn messuklædi oc hokul med pell .ij. alltarisklædi. annad med pell. kaleik. kiertistikur .iij. sacrarium mvnnlaug. glodarkier. krossar .ij. Mariuskriptt. Laurentiusskriptt oc tiolld vmm kor. fontklædi .xiij. bækur. kantarakapa. merki. glerglugg. Jtem .c. er Erlingur Jonsson lagdi til kirkiunnar firir fyrnd messuklæda epter skipan Herra Þorarins. Portio Ecclesiæ vmm .v. ar .v. aurar oc vc. medan sira Pall hefr bued. Jtem medann Sturli bio vmm .vj. ar .xij. aura a hvoriu are 1397: Hun a ad auk þess er stendur j maldaga Herra Michels biskups kugilldi er sira Pall gaf .cc. voru .ij. hross. halftunnu tioru. hross .x. aura j vidi er Sturli gaf. Jtem .c. er Halldora gaf oc .c. er Jon Gilsson gaf oc hestr er gafst eptir Jon Jvarsson. lagdi Sturli til kirkiunnar alltaraklædi oc dvk. hokul. paxspiolld .ij. oc pentan frammi firir kor. þetta allt saman firir halft þridia hundrad. fellur nidur af portione þeirri er reiknadist medann hann var .xix. hundrad oc .xviij. älner. portio Ecclesiæ vmm .iiij. är næstv medann Þo[r]steinn bio .cc. oc .xij. aurar oc .vj. ar fyri næstu .ccc. oc .xij. aurar. Jtem forn tyund er i maldaga Herra Michaels er skrifad .viijc. og .xvij. aurar. DI IV 96-97.
[1553-54]: Reyker j Olvese. Kirckian a Reykium j Olvese heyrer til Skalhollttz med sijnum eignum. Þar med eru xij kugillde. Hun a þriggia Rasta einge. er heita Kirckiuholmar. xxx lietorfs arlega j Saurbæarland. Þar liggia til x Bæer. og fellur nu: [vantar] kirkian sterck og nockud geingin. DI XII, 662.
1575: CXCI. Reyker. Kirkian ä Reijkium i Olvese. ä land ad Vollum fijrer xxc. thriggia stacka einge. er heita Kirkiu hölmar. xxx lietorfs ärliga i Saurbæiarland. Jtem vij kijr og v. ä saudar kugilldi og tuævetur kapall. Jtem i kirkiunne ij messuklæde. ein klucka. korbialla. silffur kaleikur. Jtem lijtill Jarnkall. ij koparpijpur. Jtem fastagötz Lxc. Lausagötz Lxxxxiiijc. DI XV 643-644.
f. 1700: Reykjakirkja var flutt að Völlum um 30 ára tíma; (PP, 93).
1706: Kirkjustaður. Skálholtskirkjujörð. JÁM II, 399.
21.7.1786: Skipað að Reykjakirkja skuli aftakast; (PP, 93) [konungsbréf].
21.5.1790: Fyrri skipun tekin aftur; (PP, 93) [konungsbréf].
Þar segir í SSÁ: „2ur að Reykjum, sem er annexíukirkja. Sóknarbæir þangað liggjandi 12.“
17.7.1909: Arnarbælis- og Reykjasóknir sameinaðar og ákveðið að byggja eina kirkju á Kotströnd; (PP, 93) [stjórnarráðsbréf].
„Austan bæjarins var kirkjugarðurinn, gengið var til kirkjunnar af hlaðinu frá vestri. Garðurinn var hlaðinn úr grjóti og torfi og vel gripheldur 1929. Sú girðing, sem nú er um garðinn, var gerð seinna og lögðu ýmsir, sem áttu þar ættingja í jörðu fé til, sér enn fyrir kirkjustæðinu og fáeinum leiðum,“ segir í örnefnalýsingu. Lág veggjabrot bera kirkjunni vitni sem og kirkjugarður þar umhverfis. Kirkjan er 10 m austan við bæ, innan þess svæðis sem Landbúnaðarháskóli Íslands er með starfsemi.
Fyrir vestan og sunnan kirkjugarðinn eru byggingar tengdar skólastarfsemi Landbúnaðarháskólans. Til norðurs er malarvegur og slétt grasflöt.
Kirkjugarðurinn er 24×20 m að stærð, snýr austur-vestur og afmarkast af torf- og grjóthlöðnum veggjum. Eins og segir hér ofar, er ekki um fornan vegg að ræða, hann var hlaðinn um miðja 20. öld á sama stað og eldri veggurinn að sögn Grétars J. Unnsteinssonar, heimildamanns. Veggurinn er algróinn innan kirkjugarðsins en að utan má sjá 3-4 umför af grjóthleðslu. Hann er 0,4-1 m á hæð. Gengið er inn í kirkjugarðinn að norðan en ekki vestan líkt og áður var. Kirkjutóftin er í miðjum kirkjugarðinum sem er grasivaxinn og sléttur. Ekki sér móta fyrir gröfum né minnismerkjum þar. Kirkjutóftin er 10×7 m að stærð og snýr austur-vestur. Veggirnir eru 0,2 m á hæð að utan, snyrtilegir og jafnir. Það bendir til þess að tóftin og nánasta umhverfi hafi verið snyrt, sléttað og lagfært á einhverjum tímapunkti. Mögulega var fyllt upp í tóftina, veggirnir eru það lágir. Ekki sér móta fyrir opi inn í kirkjuna en líklega var það á miðjum austurvegg.

Engjagarður (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1706 stendur: „Hjáleiga hefur hjer ein verið í engjatakmarki, nú í auðn í 20 ár og 6 ár, er kölluð var Engiagardur, og hyggja menn verið mun hafa þar, þá bygð var, landskuld lx álnir og kúgildi iii, er og víst að ei kann aftur að byggjast jörðinni að skaðlausu.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var staðsett nema að hún var í engjum samkvæmt Jarðabókinni.
Þetta býli hefur gjarnan verið sett í samhengi við örnefnin Innri- og Fremri Engjamúla, Húsmúla og Nóngiljalæki í Grændal án beinna tengsla. Í Grændal voru engjar og ekkert sem bendir til þess að örnefnin tengist þessu býli frekar en slætti. Lýsing á staðsetningu býlisins gæti allt eins átt við Engjahól. Ekki er hægt að staðsetja býlið án frekari heimilda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1706 segir: „Önnur hjáleiga kölluð Grændalsvöllur, bygð í fyrstu innan 20 ára, varaði sú bygð 4 ár; síðan hefur hún í auðn legið og brúkast nú fyrir stekkatún frá Reykjakoti, kann ei aftur byggjast nema jörðinni til skaða.“ Í örnefnalýsingu Reykjakots eru leiddar líkur að því að Grændalsvöllur sé í Stekkatúni. Ekki er hægt að staðsetja Grændalsvöll án frekari heimilda né staðfesta að um sama stað og Stekkatún sé að ræða. Ekki er mikilla búsetjuminja að vænta eftir fjögurra ára búsetu en líklega var hjáleigan innan landsvæðis sem nýtt var frá Reykjakoti.

Reykjarétt (rétt)

Ölfus

Reykjarétt.

„Reykjarétt: Var í brekkunni upp undan Tumavelli, sér enn fyrir,“ segir í örnefnalýsingu. Reykjarétt er 230 m austan við bæ og 170 m suðaustan við fjárhús. Réttin er ofarlega í brekku, upp Reykjafjall. Þar er autt svæði á milli hárra greni- og furutrjáa sem plantað var á seinni hluta 20. aldar. Stórt grenitré vex í einu horni réttarinnar og hefur raskað henni að hluta. Réttin sést illa fyrr að henni er komið.
Réttin er í brekku í vesturhlíðum Reykjafjalls, nánast beint austan við bæ. Réttin er á náttúrulegum „stalli“ og hallar lítillega til vesturs. Allt umhverfis réttina eru há greni- og furutré og stór björg sem hrunið hafa niður fjallshlíðina. Réttin er 18 x 14 m að stærð, gróin og snýr norður-suður. Suðurhluti réttarinnar er raskaður, þar er 10-15 m hátt grenitré sem rutt hefur veggjum um koll. Reykjarétt er grjóthlaðin og skiptist í fimm hólf.

Selgil (sel)

Ölfus

Reykjasel.

„Selgil: Gróið gil, kemur ofan af fjalli, fyrir norðan Gufudal, rennur í Sauðá fyrir norðan Búra. Selmýri: Mýrarblettur fyrir norðan Selgil, nær að Sauðá.“ segir í örnefnalýsingu. Sennilega er þetta sami staður og getið er í lýsingu Ölfus frá 1703 eftir Hálfdan Jónsson. Þar segir:“ En til austurs frá Grænsdal taka til Klóarmelar, aldeilis graslausir. Plássið þar fyrir austan er selhagar frá Reykjum og það pláss kallað Reykjafjall, þó lágt liggi sem annar dalur. Þetta takmark er með grasi víða, so valllendi sem mýrum, gott til haglendis en undirlagt af snjóum á vetrartímanum […]“. Selið er tæpum 1,7 km norðan við bæ og 1 km norðan við Hrútastíg 019. Tóftir sjást þar á gróinni tungu, milli tveggja lækjardraga, beint vestan við Selgil og norðan við golfvölinn í Gufudal.
Selið er á gróinni tungu, sem hallar til vesturs frá Selgili. Þær eru innan afgirts beitarhólfs fyrir hross. Tóftirnar eru undir hólbarði og fornlegar að sjá. Þýfður mói er allt umhverfis þær.

Reykjakot (býli)

Ölfus

Reykjakot – túnakort 1918.

1706. Hjáleiga frá Reykjum. JÁM II, 399. 1847, 20 hdr. JJ, 75. Fór í eyði 1967, en frá 1980 garðyrkjubýli á 3,3 ha og nefnist Reykjakot. Reykjakot II byggt 1947.
1918: Tún 8,2 ha, slétt. Garðar 1282 m2.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, í norðvesturhorni heimatúnsins. Mikil skekkja er á túnakortinu, afstaða minjanna er rétt en fjarlægðir rangar. Núverandi ábúendur fluttu að Reykjakoti 1980 og reistu íbúðarhús sama ár, 20 m norðan við bæjarhólinn. Þá var gamli bærinn horfinn og búið að slétta yfir svæðið. Við byggingu íbúðarhússins var ekki komið niður á mannvistarlög en kjallari er undir húsinu. Að sögn Margrétar Magnúsdóttur, heimildamanns, þurfti að grafa djúpt niður til að komast á fast berg við bygginguna og mikil mold þar yfir. Mikið rask er innan gamla heimatúnsins og hefur verið lengi.
Skólasel Menntaskólans í Reykjavík var byggt milli 1930-1940 sunnan við bæinn og í tengslum við það voru reistir nokkrir sumarbústaðir, gróðurhús og önnur mannvirki sem nýtt voru af kennurum skólans. Á tímabili var hippakommúna í einum þessara bústaða. Reykjakot II var reist 1947, tæpum 250 m sunnan við bæ. Að sögn Margrétar, var gamli bærinn þar sem rólur eru nú í bakgarði þeirra. Til eru gamlar ljósmyndir af bænum.
Frá árinu 1980 hefur hundruðum trjáa verðið plantað í og við bæjarhólinn, aðallega greni, öspum og lerki. Þar er nú bakgarður, sunnan við núverandi íbúðarhús. Inn á milli trjánna eru sléttar grasflatir, rólur og fleiri leiktæki fyrir börn. Fast SSV við áætlaða staðsetningu bæjarhólsins er upphækkað, malbikað bílaplan og vegur.
Bæjarhóllinn og bæjarhúsin í Reykjakoti eru horfinn af yfirborði.

Reykjahjáleiga (býli)

Ölfus

Reykjahjáleiga.

706. Hjáleiga frá Reykjum. JÁM II, 399. 1847. 10 hdr. JJ, 75. Lögð undir Reyki 1931 og fór í eyði 1938.
1918: Tún 3,8 ha, slétt. Garðar 728 m2. 1932: Tún 5 ha.
„[Bærinn í Reykjahjáleigu stóð] undir Neðra-Dekkinu, neðst á þurrlendinu. Bæjardyr sneru til suðvesturs og kálgarður var í bæjarskjólinu,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Reykjahjáleiga var 1/8 partur úr Reykjatorfunni. Bærinn stóð austast í túninu á Reykjum. Notaði mest landið suðaustur frá bænum. […] Átti sameiginlegt beitiland með öðrum jörðum í torfunni, einnig torfristu og mótak […] og ákveðið slægjuland í engjunum.“ Í Sunnlenskum byggðum III er jafnframt teikning af bæjarhúsunum. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, syðst í miðju túninu. Á gömlum loftmyndum frá 1946 og 1956 í eigu Héraðsskjalasafns Árnesinga má sjá óljós mannvirki á bæjarhólnum. Bæjarhúsin voru sléttuð út árið 1938 þegar síðasti ábúandi flutti þaðan. Að sögn Grétars J. Unnsteinssonar, heimildamanns, var grjót tekið úr bæjarhúsum og bæjarhólnum þegar gróðurhús Garðyrkjuskólans voru byggð, um miðja 20. öld. Reykjahjáleiga var rúmum 370 m suðaustan við Reyki. Reiðstígur er 10 m norðan við áætlaða staðsetningu bæjarhólsins og vírgirðing liggur eftir suðurhlutanum.
Bæjarhóllinn og öll bæjarhús eru horfin af yfirborði. Svæðið var sléttað og öllum mannvirkjum rutt niður barð sunnan kálgarðsins. Barðið kallast Neðra-Dekk og er náttúruleg brún. Slétt, grasivaxið tún er á svæðinu og reiðstígur. Ennþá má sjá grjót sunnan undir Neðra-Dekki en mikið af því var tekið þegar gróðurhúsin voru byggð. Útivistarsvæði er meðfram allri vesturhlíð Reykjafjalls og bæjarstæði Reykjahjáleigu er innan þess.
Þar sem bæjahóllinn var er nú óljós hólmyndun en ekkert er hægt að áætla um umfang mannvistarlaga. Mögulega er hólbungan tilkomin vegna sléttunar og niðurrifs á svæðinu. Suðurveggur kálgarðsins er ennþá varðveittur sem kantur í brún Neðra-Dekks. Kanturinn er 26 m langur, 1-1,5 m á hæð og er grjóthlaðinn. Þar má sjá 3-4 umför gjóthleðslu, inni á milli gróðurs.

Kross (býli)

Ölfus

Kross – túnakort 1918.

1706. Hjáleiga frá Reykjum. JÁM II, 401-402. 1847. 10 hdr. JJ, 75. „Mörkin á milli Kross og Valla [ÁR-516] eru um gamalt árfar (Sennilega eftir Varmá).“ Ö-Reykjatorfa, 2
1918: Tún 3,4 ha, 2/3 slétt. Garðar 874 m2.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Kross er gömul hjáleiga frá Reykjum, 10 hdr jörð og 1/8 partur úr Reykjatorfu. Bærinn stendur á mótum mýrar og engja, suðaustast í landi Reykjatorfu. Á sameinginlegt beitiland, mótak og torfristu með öðrum jörðum torfunnar.“ „Bærinn í Krossi stendur suðaustan undir Krossklettum. […] Bærinn stóð áður þar, sem fjósið og heyhlaðan er nú, en íbúðarhúsið er austast,“ segir í örnefnalýsingu. Hlaðan og fjósið voru norðvestan við bæjarhólinn að sögn Eyrúnar Þorláksdóttur, heimildamanns. Frá 1918 er búið að flytja bæjarstæðið á Krossi tvisvar sinnum. Fyrst var bærinn fluttur 1955, þá var íbúðarhús byggt um 60 norðar. Það íbúðarhús eyðilagðist í jarðskjálfta 2008. Þriðja íbúðarhúsið var byggt á Móholti syðst í jörðinni um 2010, rúmum 320 m suðaustar. Elstu bæjarhúsunum var rutt út 1954, fljótlega eftir að Eyrún fluttist þangað. Sléttað var yfir svæðið og ræktað tún er þar nú. Búskap var hætt á Krossi 2002-2003 en nýbýlið Lind var byggt 2008, á miðri jörðinni. Engin búskapur er á jörðinni né er hún nýtt að stórum hluta.
Bæjarhóllinn er horfinn. Þar eru nú gróin tún til allra átta nema norðurs, þar er íbúðarhúsið frá 1955 og garður umhverfis það. Malarvegur að íbúðarhúsinu liggur þvert yfir hólinn. Túnið er í órækt og þar mikið gras og bleyta til vesturs.
Öll ummerki bæjarhólsins eru horfin af yfirborði. Stafnar bæjarhúsanna snéru til suðvesturs en hvergi sér til uppsöfnunar mannvistarlaga.

Krossselsflöt (sel)

Ölfus

Krosssel.

„Krossselsflöt: Slétt grasflöt neðan (austan) Nóngilja,“ segir í örnefnalýsingu Reykjakots. Krosssel er tæpum 200 m VSV við tóft og rúmum 550 m suðvestan við Vallasel. Selið er á graslendi í aflíðandi halla til suðurs og austurs. Svæðið er slétt og lækir renna úr báðum Nóngiljum rúmum 50 m sunnan við selið. Selið er á sléttu graslendi austan við Nóngilsbrekku. Til austurs frá Krossselsflöt er rofbakki og hrauntunga, á milli selsins og Djúpagils. Á svæði sem er 30 x 13 m að stærð og snýr austur-vestur eru tvær tóftir, báðar tilheyrðu þær selinu.

Saurbær (býli)

26 hdr 1847. JJ, 75. „Jarðardýrleiki óviss, því jörðin tíundast öngvum.“ JÁM II, 416. „26 hundruð að fornu mati. Á land upp á fjall, allt að afréttarmörkum, sæmilega gróið, góð sumarbeit. Neðar er gamalt gróið hraun „heiði“, skjólsælt með grónum lautum. Bærinn stendur í hraunbrúninni.“ SB III, 352. Stóri-Saurbær er ekki í fastri ábúð. Búið er að stofna fjögur lögbýli, á jörðinni, Litla-Saurbæ, Hreiður, Vindás og Víðigerði.
Ekki er föst ábúð á Stóra-Saurbæ. Árið 1979 var bærinn fluttur tæplega 50 til NNV, af bæjarhólnum. Þar er íbúðarhús er byggt sama ár. Eldra íbúðarhúsið var byggt 1933 og var fast VSV við 20. aldar útihús sem eru á miðjum bæjarhólnum. Það hefur verið rifið en þar sést hólmyndun, líklega hluti af bæjarhólnum. Hluti af útihúsinum voru einnig rifin. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, sunnarlega í heimatúninu. Ekki fékkst heimildamaður fyrir jörðina og ekki er vitað með vissu hvar bærinn sem sýndur er á túnakortinu var á bæjarhólnum. Líklega var íbúðarhúsið frá 1933 byggt í miðjan hólinn eða vesturhlutann.
Bæjarhóllinn er grasivaxinn og njóli vex í vesturhluta hans. Íbúðarhús byggt 1933 var vestast á bæjarröndinni og það sést enn á loftmynd frá um 2000. Líklega var það rifið í kjölfar jarðskjálftans 2000 eða 2008. Allt umhverfis bæjarhólinn eru gróin tún, bæði ræktuð og óræktuð. Bæjarhóllinn er um 60 x 30 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Bærinn raðaðist eftir hólnum endilöngum og stafnar snéru til suðurs. Bæjarhóllinn er algróinn en mikið jarðrask er til norðurs og austurs. Þar eru 20. aldar útihús og malarplan. Þar sjást engin ummerki um mannvist á yfirborði. Bærinn er byggður á hraunbrún, mýri er til suðurs frá honum. Vesturhluti bæjarhólsins sést ennþá en þar er jafnramt jarðrask. Hóllinn er 0,3 – 0,5 m á hæð og skagar fram í mýrina.

Seldalur (sel)

Ölfus

Saurbæjarsel.

„Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ,“ segir í örnefnaskrá. Í dalnum var einnig sel frá Öxnalæk. Í örnefnalýsingu þess bæjar segir: „Rétt fyrir innan Skyggni hefur verið sel frá Öxnalæk, í Öxnalækjarlandi. Ögmundur man eftir að hafa séð þarna grjóttóft, þegar hann var barn. Líklega má sjá tóftina enn. Selið er í Öxnalækjar-Seldal.“ Í skýrslu Fornleifaverndar ríkisins, nú Minjastofnunar Íslands, Hengill og umhverfi segir: „Öxnalækjar-Seldalur liggur austan í Hellisheiðinni. Dalurinn er rétt ofan við þjóðveginn þar sem hann liggur ofan af heiðinni og niður að Hveragerði. Vegurinn liggur í fyrstu til norðurs en síðan er á honum U-beygja og stefnir hann eftir það til suðurs á kafla.“ Selið er 3,6 km norðvestan við bæ, þjóðvegur 1 er um 200 m austar. Hér eru tvö sel, annað sunnan í dalnum og hitt norðan í honum. Hér er fremur um gróið vik en dal að ræða sem liggur austurvestur.
Dalurinn, eða vikið, er vaxið grasi og lyngi. Hann er um 35 – 50 m breiður og austarlega liggur grasivaxinn hraunhryggur þvert fyrir dalinn. Sunnan megin í dalnum eru tvær stakar tóftir og aðrar tvær norðan megin.

Saurbæjarhjáleiga (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: „Saurbæjarhjáleiga hefur hjer verið í túninu, bygð fyrir innan 30 ára tíma, hefur í auðn legið undir eður yfir 20 ár.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var staðsett og frekari heimildir þarf til þess að staðsetja hana.

Litli-Saurbær (býli)

Ölfus

Litli-Saurbær, túnakort 1918.

„Um 1850 er fjórði hluti úr Saurbænum gerður að sérstakri jörð og hlaut þá þetta nafn. Árið 1907 fær hann annan fjórða úr jörðinni og er því nú hálf Saurbæjarjörðin. Bærinn stendur á hraunbrúninni […].“ SB III, 351. Ekki er föst ábúð á jörðinni, hún er á söluskrá og hluti hennar er kominn undir sveitarfélagið Hveragerði. Jörðin féll úr ábúð eftir að jarðeignafélagið Lífsval hætti starfsemi milli 2008-2012 eða svo.
1917:
„Um 1850 er fjórði úr Saurbænum gerður að sérstakri jörð og hlaut hann þá þetta nafn. Árið 1907 fær hann annan fjórða úr jörðinni og er því nú hálf Saurbæjarjörðin. Bærinn stendur á hraunbrúninni.“ segir í Sunnlenskum byggðum III. Í tímaritinu Fjallkonan frá árinu 1896 segir: „Að kveldi hins 5. þ. m. kl. 10 ½ e. m. kom enn jarðskjálfti mikill, og fellu þá algerlega um 30 býli í Ölfusi og um 60 bæir aðrir skemdust meira og minna. — Prestssetrið Arnarbæli er algerlega hrunið og kirkjan þar skektist á grunninum. Auk þess eru algerlega hrundir þessir bæir: […] Litli-Saurbær og Þórustaðir.

Hellir, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði (býli)
Skemdir urðu meiri og minni út að Hjallahverfi, enn þar kvað minna að jarðskjálftanum.“ Íbúðarhús var byggt árið 1938 en árið 1962 varð þarna mikill bruni. Í Sunnlenskum byggðum III segir að nýtt íbúðarhús hafi verið reist síðar (en húsið byggt 1938) en ekki er vitað hvort það er að hluta sama húsið né hvaða ár það var byggt. Nú er eitt íbúðarhús á Litla-Saurbæ og það er nokkurra áratuga gamalt og er hér líklega um sama hús að ræða.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918. Sá bær var líklega á svipuðum stað og núverandi íbúðarhús en ekki fékkst heimildamaður fyrir jörðina og það þarfnast staðfestingar. Bærinn var þó líklega á þessum slóðum, flest útihúsin sem þar sjást núna eru byggð á árunum 1950 – 1960. Ábúð á þessum stað hófst ekki fyrr en um 1850 og því lítilla ummerkja um búsetu að vænta undir sverði. Hvergi sér til uppsafnaðra mannvistarlaga á yfirborði, líklega vegna jarðrasks.
Umhverfis núverandi bæjarstæði eru 20. aldar útihús, íbúðarhús og malarplan. Til allra átta frá bæjarstæðinu eru grasivaxin tún sem komin eru að hluta í órækt.
Engin ummerki bæjarhóls sjást á yfirborði.

Þúfa (býli)

Ölfus

Þúfa.

1708. „Jarðdýrleiki er x og so tíundast fjórum tíundum.“ JÁM II, 417. 1847. 10 hdr. JJ, 75. „Kröggólfsstaðatorfan. Jarðirnar í henni eru: Kröggólfsstaðir, Þúfa og Vötn […]
Hver jörð hafði sitt deilt tún og engi, en beitiland var óskipt. Hlutur Kröggólfsstaða var bestur, enda mun hún hafa verið talin aðaljörðin […] Landamerki: Úr steini við Farkeldupytt (Arnarb.), merktum, bein lína í annan stein í Ósnefi. Stefna til suðvesturs milli Arnarb. og Kröggólfsst. Þaðan bein lína (milli Núpa og Krst.) í Vatnastekk, þaðan lína í Bleiksmýrarklett, þaðan áfram sama lína í afrétt (í Skarsmýrarfjalli). Þaðan lína í Kýrgilshnúk, suðaustan í Hengli. Þaðan lína í Raufarberg vestan við Árstaðafjall (Heim. notaði það nafn). Mörk milli Saurb. og Krst. var Heim. ekki kunnugt.“ Ö-Kröggólfsstaðatorfan.
1918: Tún 5.6 ha, 2/3 slétt. Garðar 1485 m2.
„Bærinn á Þúfu er norðaustur af Kröggólfsstöðum. Hann hefur staðið á sama stað. Heimvegi hefur verið breytt, færður sunnar,“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, í suðausturhorni heimatúnsins. Þúfutjörn er vestan við bæinn og var innan heimatúnsins. Gamli bærinn stóð í „sundi“ á milli núverandi íbúðarhúss, byggt 1955, og fjóssins sem var byggt á 20. öld. Stafnar bæjarins snéru til suðurs og kálgarður var framan við bæinn að sögn Sigurðar Ragnarssonar, heimildamanns. Sundið er 5 m breitt og öll ummerki bæjarins sem og bæjarhólsins eru horfin. Íbúðarhúsið frá 1955 er byggt í suðurhluta bæjarhólsins og fjósið í austurhlutann. Að sögn Sigurðar sléttaði hann út hól norðan og vestan við íbúðarhúsið og gerði malbikað bílaplan. Að hans sögn var eingöngu mold í hólnum. Við jarðrask í kálgarðinum kom fannst hestasteinn úr stuðlabergi, líklega úr landi Auðsholts. Bæjarstæðið er á náttúrulegri, lágri brún sem lækkar til suðurs og afmarkast heimatúnið af henni.
Engin ummerki bæjarins né bæjarhóls sjást á yfirborði.

Þúfuhjáleiga (býli)

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1706 segir: „Bygð fyrir 8 árum. Varaði bygðin til næstliðins hausts, þá dó fólkið sem þar var, nema kona ein, og hefur síðan í auðn legið.“ Ekki er vitað með vissu hvar Þúfuhjáleiga var staðsett, byggðin varði í tæp 8 ár og því ekki mikilla ummerkja að vænta. Samkvæmt Sigurði Ragnarssyni, heimildamanni, er örnefnið Hjáleiguengi þekkt og líklega nýtt til sláttar frá Þúfuhjáleigu. Hann hafði einnig heyrt að Þúfuhjáleiga hafi verið sunnan við bæ, utan heimatúnsins. Nánari heimildir þarf til þess að staðsetja minjastaðinn.

Kröggólfsstaðir (býli)

Ölfus

Kröggólfsstaðir.

1708. „Jarðardýrleiki óviss, því jörðin tíundast öngvum […]“ JÁM II, 418. 1847. 32 hdr. JJ, 75.
„Kröggólfsstaðatorfan. Jarðirnar í henni eru: Kröggólfsstaðir, Þúfa og Vötn… Hver jörð hafði sitt deilt tún og engi, en beitiland var óskipt. Hlutur Kröggólfsstaða var bestur, enda mun hún hafa verið talin aðaljörðin…Landamerki: Úr steini við Farkeldupytt (Arnarb.), merktum, bein lína í annan stein í Ósnefi. Stefna til suðvesturs milli Arnarb. og Kröggólfsst. Þaðan bein lína (milli Núpa og Krst.) í Vatnastekk, þaðan lína í Bleiksmýrarklett, þaðan áfram sama lína í afrétt (í Skarsmýrarfjalli). Þaðan lína í Kýrgilshnúk, suðaustan í Hengli. Þaðan lína í Raufarberg vestan við Árstaðafjall (Heim. notaði það nafn). Mörk milli Saurb. og Krst. var Heim. ekki kunnugt.“
1918: Tún 5.1 ha, 2/5 slétt. Garðar 1752 m2.
„Kröggólfsstaðir: Bærinn á Kröggólfsstöðum hefur staðið á sama stað svo lengi sem elstu menn muna. […] Þjóðsaga sem ég hef heyrt hér í Ölfusi hermir. Þegar Karl þræll Ingólfs stauk frá honum af því að hann neitaði að byggja útsker það, sem guðirnir settu Ingólf á, (Landnáma) Hann fannst þar sem eru Reykir í Ölfusi. Hann bjó þar síðar. Þegar hann fór huldu höfði átti hann í mestu kröggum. Þá fæddi „kona hans“ son, sem þau nefna Kröggólf. Hann byggði Kröggólfsstaði.“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918. Íbúðarhúsið á Kröggólfsstöðum er byggt 1961, í suðurhluta bæjarhólsins. Að sögn Moniku S. Pálsdóttur, heimildamanns, var annað íbúðarhús norðan þess, rúmur 1 metri var á milli þeirra. Það hús var byggt á fyrri hluta 20. aldar en var rifið í minni Moniku. Núverandi íbúðarhús snýr austur-vestur en eldra húsið snéri norðaustur-suðvestur og var á miðjum bæjarhólnum. Að sögn Moniku koma alltaf upp hleðslusteinar og ummerki um búsetu við jarðrask í kringum íbúðarhúsið.
Bærinn á Kröggólfsstöðum er á lágu holti, allt umhverfis það eru grasivaxin tún. Bærinn er nánast á miðju holtinu. Núverandi íbúðarhús er í suðurhluta bæjarhólsins, bakgarður er sunnan og suðvestan þess.
Til austurs er malarplan og liggur malarvegur þar að bænum. Vírgirðing liggur þvert yfir norðurhluta hólsins.
Mikið rask hefur orðið á bæjarhólnum, ekki síst vegna byggingaframkvæmda á síðustu öld. Það hafa tvö íbúðarhús verið byggð í hólinn á 20. öld, malarplan er yfir norðurhlutanum og vegur þvert yfir hann.
Auk þess hafa flest útihús frá 20. öld verið byggð nærri hólnum og nartað af hliðum hans. Enn má greina norður- og norðausturhluta bæjarhólsins á 21 x 10 m stóru svæði. Þar er grasivaxið, slétt tún nýtt til beitar. Greinilegt er að sléttað hefur verið yfir bæjarhólinn sem er ávöl hólbunga, um 0,4 m þar sem hún er hæst. Erfitt er að greina uppsöfnuð mannvistarlög frá náttúrulegu holtinu en víða glittir í staka hleðslusteina og beina bakka. Dæld, 7 x 5 m að stærð, sést til norðurs á hólnum.

Vatnastekkur (stekkur)

Ölfus

Vatnstekkur.

„Vatnastekkur: Gamall stekkur á Vatnabrekkum, síðar var þar sauðahús, sér enn fyrir,“ segir í örnefnaskrá. Vatnastekkur er 900 m norðvestan við bæ 001 og tæpum 600 m norðvestan við Vötn. Stekkurinn er fast austan við landamerki Núpa ÁR-527 og þar er vírgirðing á merkjum. Að sögn Aldísar Pálsdóttur, heimildamanns, voru sauðahúsin notuð langt fram á 20. öld. Grasivaxið, slétt tún er allt umhverfis tóftina. Túnið er nýtt til hrossabeitar og er ekki slegið. Tóftin er 23 x 10 m að stærð, snýr norður-suður og skiptist í tvö hólf.

Gvendarbrunnur (þjóðsaga)
„Gvendarbrunnur: Uppspretta suður af Vatnabrekkum, sennilega hefur Guðmundur góði vígt hana,“ segir í örnefnalýsingu. Gvendarbrunnur er rúma 700 m norðvestan við bæ og 200 m austan við Vatnastekk. Hraunbrúnin er 3-4 m há og algróin. Vatn seytlar undan henni á nokkrum stöðum og myndar litla tjörn
sem sameinast Vatnatjörn.
Undan gróinni hraunbrún sprettur vatn upp á nokkrum stöðum og myndar læk sem rennur í Vatnatjörn nokkru sunnar. Stærsta uppsprettan rennur í miðjan lækinn og steypt rör er þar. Minni uppsprettur eru þar víða og svæðið undir hraunbrúninni er mýrlent. Fyrir vestan lækinn er búið að raða steinum ofan á steinsteypt rör og líklega er uppspretta þar líka. Hver þeirra er Gvendarbrunnur er ekki vitað.

Kröggólfsstaðahjáleiga (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: Kröggólfsstaðahjáleiga. Dýrleikinn talinn með heimajörðinni.“ Ekki er vitað hvar Kröggólfsstaðahjáleiga var staðsett og frekari heimildir þarf til þess að staðsetja hana.

Vötn (býli)

Ölfus

Vötn.

1708. „Jarðdýrleiki óviss, því jörðin tíundast öngvum.“ JÁM II, 419. 1847. 32 hdr. JJ. 75.
„Kröggólfsstaðatorfan. Jarðirnar í henni eru: Kröggólfsstaðir, Þúfa og Vötn […] Hver jörð hafði sitt deilt tún og engi, en beitiland var óskipt. Hlutur Kröggólfsstaða var bestur, enda mun hún hafa verið talin aðaljörðin […] Landamerki: Úr steini við Farkeldupytt (Arnarb.), merktum, bein lína í annan stein í Ósnefi. Stefna til suðvesturs milli Arnarb. og Kröggólfsst. Þaðan bein lína (milli Núpa og Krst.) í Vatnastekk, þaðan lína í Bleiksmýrarklett, þaðan áfram sama lína í afrétt (í Skarsmýrarfjalli). Þaðan lína í Kýrgilshnúk, suðaustan í Hengli. Þaðan lína í Raufarberg vestan við Árstaðafjall (Heim. notaði það nafn). Mörk milli Saurb. og Krst. var Heim. ekki kunnugt.“ Ö-Kröggólfsstaðatorfan.
1918: Tún 5.1 ha, 2/3 slétt. Garðar 1440 m2.
„Vötn: Bærinn Vötnum stendur í hraunjaðrinum, norður frá Kröggólfsstöðum. Núverandi íbúðarhús stendur skammt suðaustur af gamla bænum. Heimreið til suðausturs á svipuðum stað og nú,“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918 og stóð við norðausturhorn Vatnatjarnar. Í örnefnalýsingunni er talað um íbúðarhús, byggt 1944, sem er horfið.
Núverandi íbúðarhús er byggt 1974, um 100 m austar. Um miðja 20. öld voru byggð steinsteypt útihús í bæjarhólinn sem röskuðu honum mikið og hann horfinn af yfirborði.
Stafnar bæjarins snéru líklega til austurs.
Gamli bærinn er til á myndum í eigu Aldísar Eyjólfsdóttur, heimildamanns. Bæjarhóllinn var við norðausturbrún hraunjaðarsins, við Vatnatjörn. Um 30 m voru frá bænum að tjörninni sem afmakaði vesturhlið heimatúnsins. Að sögn Aldísar var kálgarður suðvestan við bæinn, allt að vatninu. Mikið rask hefur átt sér stað á bæjarhólnum og nánasta umhverfi. Íbúðarhúsið frá 1944 var líklega byggt fast suðaustan við hólinn. Öll ummerki þess eru horfin. Um miðja 20. öld voru einnig byggð steinsteypt útihús sem röskuðu öllum bæjarhólnum. Öll þessi mannvirki frá 20. öld hafa verið rifin en sjást að hluta á ljósmynd í Sunnlenskum byggðum III. Nú, 2014, er búið að hlaða gerði úr efni þessara mannvirkja, á bæjarhólnum. Gerðið er 50 x 20 m að stærð og snýr NNV-SSA. Veggir þess eru 1,5 – 2 m háir, 3 m breiðir og grasivaxnir. Innan þess er m.a. búvélar og rusl. Til norðausturs frá gerðinu er malarplan. Til suðvesturs, allt að tjörninni sést víða grjót úr mannvirkjum, líklega eftir sléttun og niðurrif.

Hraun (býli)

Ölfus

Hraun.

1708. „Jarðadýrleiki xxx og so tíundast fjórum tíundum.“ JÁM II, 430. 1847. 20 hdr. Bændaeign. JJ,76. „Landamerki eru, samkvæmt bréfi: Framan frá sjó í vörðu fyrir ofan Leirar og um fjórar vörður í stefnu á Skóghlíð (svo er skráð þar, en annars er miðað við Skóghlíðargafl), merktar M hjá þeim, upp að Tíðagötu. Hana austur þar til varða: sézt á hrauninu fyrir framan veginn og önnur í Eiríksstekkatúni, í krossmark í klöpp í Ferðamannahól, allt í sömu línu, ósinn sem liggur milli Lágaengja og Grímslækjarengja.“ Ö-Hraun, 1.
1918: Tún 3.9 ha, 9/10 slétt. Garðar 1144 m2.
„Bærinn Hraun stendur á jaðri klappahrauns, sem þekur Ölfusið utanvert, og jarðfræðingar
kalla Leitahraun. […] Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru: Hraun, síðar Vesturbær, Lágar, síðar Austurbær, Hraunshóll, Hof, Slapp og Hraunshjáleiga,“ segir í örnefnalýsingu. Bæjarhóll Hrauns er mikið rakskaður sökum byggingaframkvæmda.

Eldri bæjarhús voru fast norðaustan við tvö hús sem byggð voru 1924 og 1945-56, þ.e. Hraun I og Hraun II. Þau hús eru í útleigu og yngri íbúðarhús beggja bæjanna voru byggð 130-200 m til austurs eftir 1970. Samtals eru því fjögur íbúðarhús nú á Hrauni. Fast austan við eldra íbúðarhúsið Hraun I er malbikað bílaplan. Það er yfir bæjarhólnum og er í halla til suðurs, niður af honum…

Ölfus

Hraun fyrrum.

Íbúðarhúsin frá 1924 og 1945 standa hlið við hlið, suðvestan við bæjarhólinn. Norðan við eystra húsið er skemma og súrheysturn, byggð í bæjarhólinn. Til suðvesturs frá húsinu eru tré og rotþró.
Suðvesturshluti bæjarhólsins sést að hluta. Þar má greina upphækkun, 22 x 8 m að stærð, 0,6 m á hæð og snýr hún norðaustur-suðvestur. Upphækkunin fjarar út til suðurs, líkt og fyrrnefnt bílapalan. Stafnar bæjarins snéru til suðvesturs og sambyggður kálgarður var þar framan við smkv. túnakorti frá 1918.

Hof (býli)

Ölfus

Hof.

„Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru. […] Hof […] Hof var austan túnsins, fjær læknum en Lágar, þar sem nú er hlaðinn túngarður,“ segir í örefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Í byggð frá 1858-1873. Not féllu þá til Hrauns.“ Hof er rúma 100 m NNA við bæ og 40 m austan við þúst. Ekki var löng ábúð á býlinu og lítilla uppsafnaðra mannvistarlaga að vænta.
Malarvegur að Hrauni er 20 um til austurs og suðausturs frá áætlaðri staðsetningu Hofs. Þar sem Hof stóð er grasblettur meðfram afgirtu túni nýttu til hrossabeitar. Túngarður afmarkar það tún ásamt vírgirðingu.
Hof var austan við túnið. Ekki er um eiginlegan bæjarhól né bæjarstæði að ræða. Á svæði sem er 15×10 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur eru tvær þústir. Við austurhorn túngarðisins er grasivaxin upphækkun 7×7 m að stærð og 0,5 m á hæð. Mögulega er hún tengd búsetunni á Hofi. Önnur þúst, 4×4 m að stærð og 0,4 m á hæð, er 4 m norðaustar. Hvergi sér til hleðslugrjóts eða annarra ummerkja sem gefa stærð bæjarins, áttahorf og lag hans til kynna.

Slapp (býli)

Ölfus

Slapp.

„Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru […]
Slapp […] Slapp [stóð] að bæjarbaki,“ segir í örnefnaskrá. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Í byggð frá því fyrir 1700 og til 1842. Þá féllu not til Hrauns.“ Slapp var innan heimatúns Lága eins og það er afmarkað á túnakorti frá 1918. Slapp er tæpum 200 m norðvestan við bæ og 130 m norðvestan við Hof, undir gróinni hraunbrún. Blaut tjörn er 100 m sunnan við bæjarhólinn. Á örnefnauppdrætti Ingólfs Einarssonar er Slapp sýnd mun nær bæ, þar sem þúst er. Það er ekki rétt að sögn Hrafnkels Karlssonar,
heimildamanns.
Bæjarhóllinn er í grasivöxnu, óræktuðu túni. Náttúrulegir hólar og lægðir eru í túninu. Þar vex mikið af njóla.
Bæjarhóllinn er 20 x 10 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hann er 1-1,5 m á hæð, algróinn og sléttur. Stafnar bæjarins hafa líklega snúið til suðvesturs. Óljóst mótar fyrir dældum ofan á hólnum ekki er hægt að segja til um nákvæmt lag bæjarins né stærð hans.

Hraunssel (sel)

Ölfus

Hraunssel.

„Selstöðu hefur jörðin keypt í Hjallalandi, vide Hjalla supra.“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708. Um 1980 var heimildum um helstu menningarleifar í Ölfusi safnað saman að frumkvæði Ölfushrepps. Skýrslan var ekki útgefin en Hrafnkell Karlsson, heimildamaður, átti handrit sem var afritað. Þar segir í kafla 3.2 um sel: „22. Hraunssel. Það stóð vestan Lönguhlíðarhorns, í hraunjaðrinum fyrir ofan Selstíg. Þar sjást rústir nokkrar.“ Hraunssel er í landi Hjalla. Það er 3,8 km norðvestan við bæ og 2,5 km norðvestan við vörðu.
Selið er við svokallaðan Selsstíg sem er gömul leið sem liggur milli hraunbrúnar og gróinnar brekku á þessum slóðum, þar er 10-15 m breitt gróðurlendi. Allt selið er mjög gróið, hleðslur signar og óskýrar á köflum. Úfið, mosa- og lyngivaxið hraun er vestan við selið. Til austurs er há brekka. Selið er á grasivöxnu svæði milli hraunsins og brekkunnar.
Selið samanstendur af tveimur tóftum og helli á svæði sem er 20×14 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Dys Lénharðs fógeta (legstaður)

Ölfus

Dys Lénharðs.

Á heimasíðu Ferlis segir: „Í öldinni okkar árið 1502 segir m.a. um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann. […] Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann var ófriðarins var. […] Stefán biskup í Skálholti hefur lagt bann við, að fógeti fái kirkjuleg, […]“. Lénharður var sagður hafa verið dysjaður að Hrauni. Hóllinn, eða dysin, er greinilega manngerður. Hlaðið er með hólnum og hefur áin skolað steinum úr henni. Regluleg hleðsla er vestan við hólinn. Líklegt er að þarna hafi verið t.d. leiðarmerki yfir Ölfusá, en vaðið er þarna nokkuð ofar í ánni. Ólafur sagðist hafa verið á ferð þarna einhverju sinni og þá fundið mannabein er stóð út úr hólnum. […] Munnmæli hafa verið um að þarna hefði Lénharður fógeti verið dysjaður, en hann teldi allt eins víst að þarna hefði fornmaður látið verpa yfir sig.“ Dysin er rúma 1,7 km suðaustan við bæ og 1,5 m km suðaustan við fjárhús. Dysin, eða hóllinn, er á tanga sem skagar til austurs út í Ölfusá. Tanginn er vaxinn lyngi, mosa og víðtrjám. Dysin er 10×7 m að stærð og snýr austur-vestur. Hún er hæst 2,2 m til austurs og vestur- og suðurhliðar brattar. Dysin er algróin nema til vesturs, þar sést glitta í grjót. Ekki var unnt að greina hvort að um hleðslu sé að ræða sökum gróðurs. Dysin er þó líklega náttúruleg.

Lágar (býli)

Ölfus

Lágar – túnakort 1918.

1708. „Lágar, hjáleiga bygð fyrir manna minni. Dýrleikinn áðurtalin í heimajörðinni.“ JÁM II, 431.
„Forn hjáleiga frá Hrauni. Í byggð til 1950. Síðan nytjuð frá Hrauni.“ SB III, 322.
1918: Tún 2,6 ha, 4/5 slétt. Garðar 420 m2.
„Bærinn Hraun stendur á jaðri klappahrauns, sem þekur Ölfusið utanvert, og jarðfræðingar kalla Leitahraun […] Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru […] Lágar, síðar Austurbær […] Lágar [stóðu] austan við Hraun,“ segir í örnefnalýsingu. Síðasti bærinn í Lágum var rifinn árið 2012 og var líklega á bæjarhólnum. Lágar eru 40 m norðan við Hraun og 50 m SSA við þúst. Á túnakorti Lága frá 1918 er sambyggður kálgarður sunnan við bæjarhúsin. Stafnar bæjarins snéru jafnframt í þá átt. Síðasta húsið í Lágum var á hægri hönd þegar ekið er yfir brú að eldri íbúðarhúsunum í Hrauni. Sá vegur liggur fast upp við bæjarstæðið til austurs. Þar er nú steinsteyptur grunnur en húsið er ennþá uppstandandi á loftmynd frá 1999.
Mikið rask hefur átt sér stað á bæjarstæði Lága. Íbúðarhús og útihús voru byggð á 20. öld, líklega í bæjarstæðið. Þau hús hafa verið rifin og sléttað yfir svæðið.
Lítið sést til ummerkja um bæinn í Lágum. Þar sem bæjarhúsin voru er malarplan, fast suðaustan við steinsteyptan grunn útihúsa sem byggð voru á 20. öld. Mölin er á 20 x 8 m stóru svæði og snýr norðaustur-suðvestur. Malarpalnið er slétt en steypuleifar sjást víða. Óljóst mótar fyrir uppsöfnuðum mannvistarlögum fyrir norðaustan malarplanið. Þar er 0,5 m aflíðandi brekka í átt að fyrrnefndum malarvegi. Bærinn var upp á náttúrulegum klapparhól og sést víða í grjót.

Hraunshjáleiga (býli)

Ölfus

Hraunshjáleiga.

1708: „Sudur Hjáleiga, fjórða hjáleiga af heimajörðunni, bygð fyrir manna minni. Varaði bygðin þar til næstu fardaga. Síðan hefur verið þar fyrirvinnulaus kona, og er til vonar að hún viki þaðan á næstkomandi hausti.“ JÁM II, 432. 1847. 5 hdr. JJ, 76. „Forn hjáleiga frá Hrauni. Nefnd Suðurhjáleiga í Jarðabókinni 1706. Hjáleigan var 5 jarðarhundruð að fornu mati. Árið 1906 féllu not hennar til Lága“
Sunnlenskar byggðir III, 332.
1918: Tún 1.5 ha, 9/10 slétt. Garðar 868 m2.
„Bærinn Hraun stendur á jaðri klappahrauns, sem þekur Ölfusið utanvert, og jarðfræðingar kalla Leitahraun […] Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru […] Hraunshjáleiga, sem oftar var nefnd Hjáleiga […] Hjáleigan er suður frá Hrauni, vestan lækjarins […] Hóll og Hjáleigan voru byggð fram yfir 1900,“ segir í örnefnalýsingu.
Hraunshjáleiga er um 220 m sunnan við Hraun. Hesthús var byggð á 20. öld í bæjarstæðið og eru þau enn í notkun. Á túnakorti frá 1918, sést að kálgarður var sambyggður bæjarhúsunum til suðurs. Stafnar bæjarhúsanna snéru jafnframt í þá átt. Á túnakortinu eru sýndar traðir fast vestan við bæinn, þetta er framhald traða sem skráðar voru með Hrauni.
Engin ummerki bæjarstæðisins sjást á yfirborði.

Hraunshóll/Hóll (býli)

Ölfus

Hraunshóll.

1708. „Hooll, önnur hjáleiga, bygð fyrir manna minni. Jarðardýrleikinn talinn í heimajörðinni“. JÁM II, 431. 1847. 5 hdr. JJ, 76. „Forn hjáleiga frá Hrauni. Var 5 jarðarhundruð að fornu mati. Árið 1905 féllu not hennar að jöfnu til Hrauns og Ytri-Grímslækjar.“ SB III, 332.
„Bærinn Hraun stendur á jaðri klappahrauns, sem þekur Ölfusið utanvert, og jarðfræðingar kalla Leitahraun […] Hraun var áður nokkrir bæir og kallaðist Hraunshverfi og Hraunsbæir. Þeir voru […] Hraunshóll […] Hraunshóll, sem oft var nefndur aðeins Hóll, er austan lækjarins, sunnan vegarins […] Hóll og Hjáleigan voru byggð fram yfir 1900,“ segir í örnefnalýsingu. Hraunshóll er 60 m norðaustan við Hraun, austan bæjarlækjarins. Bæjarhóllinn er á tanga sem skagar til suðurs fram í bæjarlækinn, á milli tveggja uppsprettna. Bærinn var syðst á tanganum.
Bæjarhóllinn er á grasivöxnum tanga, um 5 m háum. Svæðið hefur verið ræktað án þess að sléttað hafi verið þar yfir. Brú yfir lækinn er um 10 m VSV við bæjarstæðið. Hóllinn sem bærinn var er 4 m hár og hlíðarnar brattar til suðurs, vesturs og austurs, niður í bæjarlækinn. Bæjarhóllinn sjálfur er 10 x 10 m að stærð, 0,4 m á hæð og sléttur að ofan. Stafnar bæjarins hafa líklega snúið til norðurs. Á bæjarhólnum er veggjabrot, líklega hluti af austurvegg. Hann er 6 m langur, 1,5 m breiður og 0,4 m á hæð. Veggurinn er algróinn og hvergi glittir í grjót.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi: Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Ölfus

Hraun – örnefnakort.