Tag Archive for: Reykjanesbær

Keflavík

Í Faxa árið 1996 skrifar Sturlaugur Björnsson „Um daginn og veginn“ í Keflavík fyrrum daga:

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson (1927-2023).

„Vegurinn út í Leiru liggur í nokkurri lægð við gömlu bæjarmörkin, uppaf Grófinni, á hægri hönd er Klifið og skammt þaðan er gamli vegurinn, í famhaldi af Kirkjuveginum. Tvö vörðubrot eru hér, annað úr vörðu sem hefur verið við veginn og hitt úr stórri vörðu u.þ.b. 3 sinnum 3 m sem gæti hafa verið landamerki. Ólafur Sigurðson frá Túnbergi hefur hlaðið upp að nýju nokkrar af vörðunum við gamla veginn.
Hleðslur, vörður og vörðubrot eru víða á Suðurnesjum. Vörðurnar voru til að leiðbeina við troðninga og götur, eins og fram hefur komið. Aðrar sem siglingamerki svo sem Kalka sem var á Háaleiti, þetta nafn fékk varðan af því að hún var hvílkölkuð. Frá Háaleiti var svo víðsýnt að menn voru sendir þangað til að fylgjast með ferðum skipa. Sagt var að Háaleitið væri gamall sjávarkampur og að í honum hafi fundist skeljabrot. Háaleitið er horfið undir mannvirki á Keflavíkurflugvelli.

Hafliði Nikurlásson

Hafliði Nikurlásson (1879-1950).

Eftir að gamli vegurinn út á skagann var aflagður og nýr tekinn í gagnið var Hafliði Nikulásson, sem vakti nokkra athygli fyrir lágan vöxt og átti ungur heima í Garðinum (en hafði fluttst austur á firði), í heimsókn á bernskuheimili Bjarna Jónssonar, Kothúsum í Garði. Hafliði var spurður með hvaða bíl hann hefði komið. Hafliði sagðist hafa komið gangandi en séð bíla keyrandi upp í heiði!
Berghólsborg er áþekk Keflavíkurborg, en mun betur farin. Þær gætu verið óvenjulegar. Heillegar og hrundar fjárborgir eru hér víða, má nefna Árnaborg sem er í heiðinni milli Garðs og „Rockville.“

Fjárborgir
Keflavíkurborg er á hæð vinstra megin vegar þegar haldið er út úr bænum, norður af „nýju„ stóru grjótnámunni. Kellavíkurborg hefur verið hlaðinn úr grjóti, hún er hringlaga, innanmál hennar er u.þ.b. 8 m með um 6 m beinum vegg að sunnanverðu og út frá honum eru veggir sem mynda rými sent er u.þ.b. 3 sinnum 3 m að utanmáli, veggþykktin í sjálfri borginni er tæpur metri.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Í miðri borginni er kassalaga hleðsla, (gæti verið garði, til að gefa á).
lnn milli Berghólanna er gróin rúst og sést hún frá þjóðveginum.

Hólmsberg
Hér er Hólmsberg. Til skamms tíma hefur Hólmsbergið verið nær ósnortið af mönnum. Keflavíkurbjarg og nokkuð land inná Bergið útundir Helguvík er friðlýst. Eftir friðlýsinguna er eins og menn hafi tapað áttum í umgengni þar.
Hlífa ætti viðkvæmri gróðurþekjunni sem hefur aðlagast seltu og næðingi og framræsla hélt ég að heyrði sögunni til, frá öllu jarðraski getur myndast rof. Það ber að vernda náttúru Bergsins sern er ákjósanlegt úlivistarsvæði.

Keflavíkurberg

Brunnur á Keflavíkurbergi.

Norður af byggðinni á Berginu er steyptur stöpull, þar rétt hjá, í sléttu klöppunum er „brunnurinn“ sérstök náttúrusmíð, rétthyrndur um það bil 70 sinnum 80 sm og aðeins um 30 sm djúpur. Reitt hjá honum er „pollur,, sem í voru hornsíli, þar er votlendisgróður og ber mest á fífu. Fyrsti ábúandi Bergsins Nikolai Elíasson nýtti vatnið hér til að brynna kúnum.
Upp af Stekkjarláginni er mishæð með sléttar klappir. Þær nota mávarnir og láta kuðunga (beitukóg) falla á þær, við það brotna þeir og fuglarnir ná í krabbana sem eru í kuðungunum. Ummerki þessa athæfis mávanna sjást víða á sléttum klöppum. Á umræddri hæð er vörðubrot.

Nónvarðan, sprenguefnageymslan og Háberg

Reykjanesbær

Nónvarða – Rótarýklúbbur Keflavíkur endurreisti vörðu þessa á holtinu ofan við götuna Nónvörðu árið 1973.
Holtið gekk ætíð undir nafninu Nónvarða og mundu menn vörðu er áður hafði staðið þarna. Varða sú var eyktamark frá Keflavíkurbæ og sýndi eyktamarkið nón, þ.e. um kl. 15:00. Eyktamark er fastur punktur í landslagi sem var til forna notaður sem viðmið við sólargang til að vita hvað tímanum líður. Til dæmis átti það við um fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.

Og nú hefur Sprengiefnageymslan, sem var á holtinu, rétt hjá Mánahestinum og gömlu grjótnámunni, verið endanlega eyðilögð. Á báðum stöðunum og Háabergi var tekið grjót í hleðslurnar sem settu svo mikinn svip á Keflavík forðum daga. Þar sjást ummerki þess hvernig grjótið var klofið með fleygum og síðan höggvið til. Þetta eru sögulegar menjar sem virðast eiga fáa málsvara, þær eru skildar eftir þegar tekið er til hendi í næsta umhverfi þeirra.

Myllubakkinn

Með ærnum kostnaði hefur verið sturtað grjóti og mold og síðan tyrft yfir Myllubakkann og umhverfi hans. Eftir það var Ægisgatan lögð og nýlega mátti lesa í Víkurfréttum. „Hleðslur fá nýtt hlutverk. Gamlar steinhleðslur við Hafnargötuna sem fyrir nokkru lentu undir mold og torfi fá nýtt hlutverk. Nú er unnið að því að grafa þær upp og síðan verða þær notaðar í gamla bænum í Keflavík. Mikið hagræði er í því að grafa hleðslumar upp í stað þess að höggva til nýtt grjót“.
Voru einhverjir að vakna?

Örnefni og ummerki sem bent geta til fyrri lifnaðarhátta – Rósaselvötn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir

Rósel

Róselsvötn – sel.

Rósel við Róselsvötn (Rósaselsvötn).

Rósaselsvötn, nafn þessara fallegu vatna gefur til kynna að þar hefur verið sel. Vestan við stærra vatnið eru rústir. Á sumrin var tekinn mór af stærra vatninu ef það þomaði upp. Mórinn þótti afar góður vegna þess hve mikið var af trjárótum og kvistum í honum, af því má ætla að hér hafi verið annað gróðurfar en nú er. Norðan við vötnin liggur troðningur milli Keflavíkur og Hvalsness, eftir honum var mórinn fluttur og einnig ís sem tekinn var af vötnunum á vetrum til frystingar á síld til beitu.
Við nyrstu Snorrastaðatjörnina eru rústir og einnig eru rústir við Seltjörn. Á þessum stöðum hefur verið nokkuð beitilandi og vatn til að brynna búsmala og halda mjólkurílátum hreinum.

Stekkir

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Stekkjarhamar og Stekkjarlág vísa til þess að þar hefur lömbum verið haldið frá ánum, á báðum stöðunum eru rústir. Í bakka „Kartöflugarðsins“, var einstígur sem kallaður var Lambastígur sem bent gæti til þess að eftir honum hafi lömbin verið rekin út í Stekkjarlág til yfirsetu. (Grasigróna brekkan sem lá upp Bergið gekk undir nafninu Kartöflugarðurinn, í bakka hennar, sem var framhald af Keflavíkurbjargi, var Lambastígurinn. Bakkanum hefur verið rutt niður).

Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Rétt utan við eystra túngarðshornið í Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.03.1996, Um daginn og veginn, Sturlaugur Björnsson, bls. 33-34.
Myllubakki.

Rósel

Í Víkurfréttum 2018 er fjallað um „Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir“ ofan Keflavíkur. Auk þess sem „Rósaselstjarnir“ eru ranglega stafsettar, eiga að vera „Róselstjarnir„, er skógræktinni hrósað í hástert, þrátt fyrir eyðilegginguna á fornminjunum sem þar eru, og hvergi er minnst á, hvorki hina fornu „Hvalsnesgötu“ né á „Róselin“ tvö við vötnin. Selin frá Hólmi við þau nefndust Rósel.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið fyrir skógrækt.

„Í ár eru liðin þrjátíu ár síðan hafin var skógrækt við Rósaselstjarnir. Það er svæði sem er ofan byggðarinnar í Keflavík. Svæðið var innan sveitarfélagsmarka Sveitarfélagsins Garðs og tilheyrir nú sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Svæðið hefur hins vegar í áratugi verið vinsælt útivistarsvæði hjá Keflvíkingum og verið leynd perla sem lengi var innan flugvallargirðingar. Fólk læddist yfir eða undir girðinguna til að fara á skauta á frosnum tjörnunum.

Árið 1988 hóf Rotaryklúbbur Keflavíkur að gróðursetja við Rósaselstjarnir. Þá var svæðið enn innan girðingar og vaktað af Varnarliðinu og því þurfti leyfi frá Varnarliðinu til að fara á svæðið til gróðursetningar.

Konráð Lúðvíksson

Konráð Lúðvíksson.

Konráð Lúðvíksson læknir hefur tekið þátt í gróðursetningunni í öll þessi ár, enda með græna fingur og áhugasamur um uppgræðslu á svæðinu. Í samtali við Víkurfréttir sagði Konráð að fyrsta verkið fyrir 30 árum hafi verið að fara með vörubíl í Heiðmörk ofan Reykjavíkur og sækja þangað lúpínu sem hafi verð sett niður við Rósaselstjarnir. Hún hafi verið grunnurinn að því sem þarna er í dag og myndað bæði jarðveg og skjól.
Rotarymenn úr Keflavík hafa árlega gróðursett 300 trjáplöntur á svæðinu og því hafa verið sett niður 9000 tré af klúbbnum þessa þrjá áratugi.
Fleiri hafa komið að gróðursetningu á svæðinu. Þannig hefur Oddfellowreglan komið að gróðursetningu við tjarnirnar, einnig Vímulaus æska og Lionessur. Þá er Fjölbrautaskóli Suðurnesja með svæði við tjarnirnar í fóstri og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, setti niður plöntur við Rósaselstjarnir og þar er lundur í hennar nafni.

Hvalsnesleiðin forna

Hvalsnesleiðin forna – með tilkomu skógræktarinnar.

Eftir að malbikaður göngu- og hjólreiðastígur var lagður frá Eyjabyggðinni í Keflavík og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar er útivistarsvæðið við Rósaselstjarnir orðið mun aðgengilegra. Áður hafi þarna bara verið hálfgerður jeppaslóði en nú sé auðveldara að koma aðföngum að svæðinu og hugmyndir eru uppi um frekari uppbyggingu við tjarnirnar. Áhugi sé fyrir því að leggja stíg kringum tjarnirnar.
Eins og áður segir er svæðið innan sveitarfélagsmarka nýs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis þó svo það liggi aðeins nokkuð hundruð metra frá efstu byggð í Keflavík.

Rósel

Rósel vestara við Róselstjarnir.

Konráð rifjar upp að þegar menn sýndu svæðinu fyrst áhuga til skógræktar fyrir 30 árum, þá hafi heyrst áhyggjuraddir utan úr Garði að þarna væru Keflvíkingar hugsanlega að sölsa undir sig þetta svæði. Konráð segir af og frá að Rósaselstjarnir séu einkamál Keflvíkinga, þetta sé áhugavert útivistarsvæði og náttúruperla fyrir alla. Rotaryfélagar hafi aðeins gert svæðið verðmætara sem útivistarsvæði með gróðursetningu síðustu þrjá áratugi.
Konráð segir að gróðursetningin á svæðinu hafi tekist vel. Þar eru hæstu tré í dag á sjötta metra og svæðið hafi tekið miklum framförum á síðustu árum með breyttu veðurfari og betri vaxtarskilyrðum. Fyrstu trjáplönturnar á svæðinu hafi verið Tröllavíðir en nú sé meiri fjölbreytni.

Rósel

Rósel 2020 – umlukið trjárækt.

Eins og kemur fram hér að framan þá eru Rotaryklúbbur Keflavíkur og Fjölbrautaskóli Suðurnesja einu aðilarnir sem séu að setja niður trjáplöntur við Rósaselstjarnir. Konráð hvetur fleiri aðila til að koma að verkefninu og taka svæði við tjarnirnar í fóstur ef svo má segja. Það sé skemmtileg dagstund að taka þátt í gróðursetningu og gera sér svo glaðan dag á eftir. Þannig hafi Rotaryfólk gefið sér góðan klukkutíma í að gróðursetja og svo var slegið upp grillveislu og fólk gerði sér glaðan dag.“

Þegar FERLIRsfélagar voru á göngu um Hvalsnesgötu ofan Keflavíkur árið 2015, austan Róselsvatna, vakti athygli þeirra fólk, sem var að planta trjám í þá fornu götu. Þegar það var spurt hverju gengdi svaraði það að þarna í gróningum væri svo gott skjól fyrir plönturnar.
Þegar því var bent á að „gróningarnir“ væru forn gata á milli Keflavíkur og Hvalsness og þar með taldir til fornleifa, virtist það koma af fjöllum – sem þó eru engin á Suðurnesjum.

Heimild:
-Víkurfréttir, 24. tbl. 14.06.2018, Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir – hæsta tré á sjötta metra, bls. 12.

Rósel

Róselsvötn.

Stekkjarkot

Stekkjarkot í Njarðvík var þurrabúð á árunum 1860 til 1924. Skömmu eftir 1990 ákváðu stjórnendur Njarðvíkurbæjar að endurbyggja kotið, sem þá hafði farið í eyði. Kotinu var ætlað endurspegla önnur slík dæmigerð í Víkunum á 19. öldinni.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Teikning unnin af Haraldi Valbergssyni.

Í Dagblaðið Vísir árið 1993 segir frá að „Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ„:
„Eitt af verkefnum Njarðvíkurbæjar á þessu ári var að reisa torfbæ fyrir 2,5 milljónir króna rétt við Fitjar í Njarðvík. Fé til framkvæmda var að hluta tíl fengið úr Atvinnutryggingasjóði.
Torfbæir sem þessi hafa einnig verið kallaðir þurrabúðir og voru notaðir sem híbýli sjálfstæðra sjómanna hér áður íyrr. Þurrabúöir voru mjög látlausar byggingar og fátæklegar á að líta og þess vegna vekur það óneitanlega mikla furðu að kostnaðurinn við framkvæmdina skuli vera 2,5 milljónir.
Stekkjarkot„Það kostar auðvitað sitt hafa menn í vinnu í þrjá mánuði en við vorum með fimm menn af atvinnuleysisskrá í vinnu og einnig tvo sérfræðinga,“ sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri Njarðvíkur. „Við notuðum m.a. rekavið hérna úr fjörunni í bygginguna en svo er alls kyns flutningskostnaður og efni inni í þessu.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – húsbændur koma úr róðri í Stekkjarkotsvör.

Torfbærinn hefur hlotið nafnið Stekkjarkot, eftir síðustu þurrabúðinni í Njarðvík. Hann er 93 fermetrar að grunnfleti og 37 fermetrar að innanmáli.
Fyrstu heimildir í manntali um ábúð í þurrabúð eru um 1860 en talið er að búseta í Stekkjarkoti hafi lagst niður um 1924.
Það var Tryggvi Gunnar Hansen hleðslusérfræðingur sem hafði yfirumsjón með byggingunni.“

Í Víkurfréttum 1993 er síðar fjallað um Stekkjarkot er „Nálgast endanlega mynd„:

Stekkjarkot

Stekkjarkot í byggingu 1993.

„Stekkjarkot, en svo heitir bærinn sem Njarðvíkingar eru að endurreisa á Fitjum, tekur æ meira á sig endanlega mynd. Mun ætlunin vera að vígja húsið um miðjan ágúst og mun Forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir vera viðstödd þá athöfn. En hún kom einmitt að rústunum á afmælishátíð Njarðvíkur á síðasta ári.
Upprunalega býlið Stekkjakot fór í eyði um 1924 og voru síðustu ábúendur þar móðurbróðir Ingvars og Rúnars Hallgrímssona og þeirra systkina í Keflavík svo og móðurbróðir Jóns Pálma Skarphéðinssona og þeirra systkina, svo einhverjir séu nefndir.“

StekkjarkotÍ Víkurfréttum síðla sama ára segir; „Stekkjarkot, þakið lak á nokkrum stöðum„:
„Mest allt torf og dúkur var rifinn af þaki torfbæjarins Stekkjarkots í Njarðvík í síðustu viku vegna leka. Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík, lak þakið á nokkrum stöðum á milli gangs og baðstofu. Dúkur er undir torfinu er hann virðist hafa lekið á nokkrum stöðum. Það var því ráðlegt að skipta um hann strax, frekar en að geyma verkið fram á næsta vor.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir á spjalli við þœr Helgu
Óskarsdóttur og Helgu Ingimundardóttur í baðstofu Stekkjarkots.

Enn sama ár fjalla Víkurfréttir um Stekkjarkot og þá um vígslu byggingarinnar, þ.e. í ágústmánuði þetta ár undir fyrirsögninni „Svefnsstaður fyrir brúðhjón eða ferðamannstaður„:
„Stekkjarkot í Njarðvík var m.a. formlega tekið í notkun síðasta fimmtudag. Viðstödd athöfnina var forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Við þetta tækifæri var boðið upp á ýmislegt er minnir á garnla tíma, þ.e. þá tíma er Stekkjarkot var í ábúð, en talið er að byggð hafi lagst þar niður 1924.
Uppbygging hússins hefur tekist mjög vel og er þeim er þar lögðu hönd á plóginn til sóma. Það mátti heyra á fjölmennum hópi viðstaddra.
Fram kom m.a. í orðum Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík við þetta tækifæri að ýmsar hugmyndir hefðu komið upp um notagildi bæjarins. T.d. mætti nota hann sem byggðarsafn, kennslustað fyrir skóla, ferðamannastað
eða jafnvel svefnstað fyrir brúðhjón svo eitthvað sé nefnt.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot 2000.

Í Faxa árið 1993 er frásögn „Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti„:
„Endurbygging Stekkjarkots gefur okkur tækifæri til að velta vöngum yfir því veraldlega umhverfi sem forfeður okkar og mæður bjuggu í og skópu. Reyndar er ekki síður auðgandi að huga að lífshlaupi sama fólks og lífsskilningi þess. Áhugi okkar kviknar ekki síst þegar ljóst verður að Stekkjarkot var byggt af fólki í eldheitu ástarævintýri, þar sem fornar dyggðir eins og heiður og hyggindi urðu kveikja að áhugaverðu lífshlaupi.
Áður en ástarsagan verður sögð má hafa hugfast að í Stekkjarkoti bjuggu þrjár fjölskyldur á ólíkum tímum og óskyldar. Sú fyrsta, er reisti Stekkjarkot bjó líklega á árunum 1857-1887.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – grunnteikning.

Önnur fjölskylda, ætt Imbu í Stekk og Magnúsar Gíslasonar, endurreisti Slekkjarkot og bjó þar frá 1917-1921, ættmenni þeirra eru mörg á Suðurnesjum. Þriðja fjölskylda, þau Bjarni í Stekk og Björg Einarsdóttir bjuggu svo seinust ábúenda á árunum 1921-1924, þau eignuðustu ellefu börn, mörg þeirra búa og bjuggu á Suðurnesjum, við getur farið nærri um að afkomendur eru fjölmargir.
Vonandi gefst síðar tækifæri til að segja sögur er tengjast þessum tveimur seinni fjölskyldum og skal nú sögð sagan af tilurð Stekkjarkots og fyrstu ábúendunum, þeim heiðurshjónum Jóni Gunnlaugssyni og Rósu Ásgrímsdóttur.

Stekkjarkot

Í Stekkjarkoti – búr og eldiviðargemsla innst.

Jón og Rósa er tilheyrðu bæði Kálfatjarnarsókn þótt Jón hafi átt heimili á Vatnsleysuströnd en Rósa nærri Hafnarfirði, reyndar verður að hafa í huga að Njarðvík út að Vatnsnesi tilheyrði einnig Kálfatjarnarsókn á þessum tíma sem um er rætt (fyrstu áratugum eftir 1800). Nú verður vart talið til tíðinda að fólk felli hugi saman eða verði ástfangið upp fyrir haus, en svo sem títt var á þessum tíma var ekki hverjum sem er leyft ástfengi við hvern sem er. Reyndar má skilja setninguna að framan á marga vegu og auðvitað er hún enn að nokkru leyti í gildi!

Stekkjarkot

Stekkjarkot – hlóðareldhús.

Hvað sem öllu líður þá virtust Rósa og Jón ekki mega eigast. Hverjir voru mestu áhrifavaldar þessa og hvers vegna sá rembihnútur var settur á ástina verður ekki fullyrt með góðu móti. Jón var reyndar af ríkum ættum og stóð svo á málum að faðir Jóns hét honum arfleysi ef hann giftist Rósu.
Þá sannast að góð ráð eru dýr og eins og síðar sannast var Rósa meira virði en nokkurt fé. Sumir vildu nú halda því fram að svo muni um fleira fólk. Jón gat auðvitað ekki fyrir nokkurn mun lifað án Rósu, þau fluttust til Njarðvíkur rúmlega tvítug að aldri og hann arflaus gerður. Ekki verður séð af tiltækum heimildum að Rósa hafi haft með sér heimamund.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – búr.

Ógift koma þau til Innri Njarðvíkur og fá inni og stýra búi að Ólafsvöllum, en Ólatsvellir voru í eign Ásbjarnar Ólafssonar og Ingveldar Jafetsdóttur. Jón mun hafa átt ættir að rekja til Njarðvíkurbænda og því hafa ættingjar hans í Njarðvík skotið skjólshúsi yffr hjónaleysin. Fyrir þá sem vilja vita þá voru Ólafsvellir staðsettir rétt ofan tjarnarinnar í Innri Njarðvík, rústir eru enn greinilegar og liggja við hlið nokkuð kunnara kots kennt við Hólmfast og er á sama svæði. Þó tilviljun ráði og atburðurinn sé hryggilegur, þá var umræddur Hólmfastur hrakinn frá Vatnsleysuströnd af fádæma niðurlægingu, ekki af ást heldur vegna óvæginna upphlaupa danskra kaupmanna. Tilviljun nær líka til þess að það voru forfeður Ásbjarnar á Njarðvíkurhöfuðbólinu er hýstu Hólmfast.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – brunnur.

Jón og Rósa búa að Ólafsvöllum í nokkur ár og eru örugglega búandi þar árið 1855. Jafnhliða byggja þau Stekkjarkot, brunn við kotið og Stekkjakotsvör. Þau eru flutt að Stekkjarkoti fyrir 1860 og hafa þá gifst og eignast tvær dætur. En alls eignuðust þau sjö börn, meir um þau síðar.
Matarkostur var rýr og lifðu þau einkum á trosi, þ.e. soðnum fiskhausum, þunnildum og öðru því sem óseljanlegt var af fiskinum. Þó var grautargerð algeng, drýgð með skarfakáli, fuglasúpur og söl borðuð. Þó segir Guðmundur Á. Finnbogason svo frá í bók sinni Sagnir af Suðurnesjum (bls. 17): „Narfakotsseylan var góður staður, þar voru oft endur á ferð og gott til fanga á haustin. Hentugasti tíminn var seinni hluti dags og um dimmumótin. Þá var oft hægt að fá góða kippu. Eins var það utan Byrgistanga, hjá Stekkjakotsvörinni, þar mátti fá fugl og sel, þegar vel hentaði með veður.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – fjós.

Jón og Rósa héldu ekki skepnur og Stekkjarkot því kölluð þurrabúð eða tómthús. Athyglisvert er hvað orðið tómt-hús er merkilegt eða þurra-búð, sem greinilega vísar til þess hversu lítilsgild slík kot voru og lífsskilyrði erfið.
Við skulum hafa hugfast að í einhverjum skilningi kusu þau Jón og Rósa sér slíka erfiðleika saman, fremur en meiri veraldargæði hvort í sínu lagi.
Þrátt fyrir augljósa fátækt bjuggu þau börnum sínum menntandi heimili, kenndu þeim lestur, skrift og önnur fræði er við hæfi þóttu. Um þetta efni eru til nokkrar heimildir. Árangur barna þeirra í yfirheyrslum sóknarnefndar, prests og prófasts sýnir að þau stóðu jafnfætis eða framar öðrum börnum í lnnri Njarðvík og þótt leitað væri í nærsveitum. Til dæmis segir svo frá í bréft sem fylgir sóknarmannatali árið 1885 í Njarðvíkursókn, að Guðbjörg Jónsdóttir, úr Stekkjarkoti, þá 13 ára sé vel læs og kver sé útlært, þó kom hún ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Ekkert annað barn var þá vel læst en nokkur teljast hafa útlært kverið.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – framhlið.

Önnur heimild segir frá Kristínu systur Guðbjargar og reyndar eldri að þann 19. des. 1874 haft hún orðið hæst þeirra sem voru yfirheyrð. Kristín sótti skóla í Brunnastaðahverfi, sem að líkindum var byggður fyrir fé úr Thorkilliisjóði. Guðbjörg sótti hins vegar skóla í Innri Njarðvík, sem reyndar var ekki annað en húsgarmur og kennsluklefinn er lítil, hrörleg kotnpa, eins og þar stendur.
Prófgreinar Kristínar eru allar athygli verðar en þær voru: kverið, biblíusögur, lestur, skrift, reikningur og hegðun. Hið
athygliverða er að lestur, skrift og reikningur teljast enn prófgreinar, en ástæðulaust þykir að reyna á þekkingu nemenda í biblíusögum og hegðun í dag.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – bakhlið.

Auk Guðbjargar og Kristínar eignuðust Jón og Rósa fimm önnur börn, son sem dó ungur og tjórar dætur, þær voru: Ingunn sem var elst, hún giftist manni frá Blönduósi og fluttu þau til Kanada. Valgerður, næstelst, flutti til Reykjavíkur.
Margrét, var sennilegast fjórða barn þeirra hjóna, veiktist af bólguveiki og var vart hugað líf, á sama tíma bjó í Njarðvík Þórður Guðmundsson (Gudmundssen) læknir, tók hann Margréti að sér og bjargaði lífl hennar. Hún bjó hin síðari ár í Reykjavík, en þá var Þórður fluttur til Vesturheims.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Ein dætra Margrétar, Agústa Kristófersdóttir, hefur verið mímisbrunnur um lífið í Stekkjarkoti. Guðlaug Sigríður var yngst dætranna, en hún var í fyrsta fermingarhópnum í hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju, sem átti aldarafmæli 18. júlí 1986.
Fjölskyldan í Stekkjarkoti tengdist hinni nýju kirkju á annan og sorglegri hátt, en Jón lést þann 28. feb. 1887 og var hann hinn fyrsti er jarðsunginn var frá hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju þann 12. mars sama ár.
Fögur ævintýri búa yfir fögru lífi og þegar endir er bundinn á líf jafn yndislegs fólks sem Jóns og Rósu, fer ástin á flug með vonir um fagurt líf öllum til handa.“ – Helga Óskarsdóttir og Ágúst Ásgeirsson

Stekkjarkot

Rétt utan við eystra túngarðshornið í
Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1999 segir um „Forvitnileg hús á förnum vegi„, þ.e. Stekkjarkot:
„Skömmu áður en komið er til Njarðvíkur og Keflavíkur liggur Keflavíkurvegurinn yfir fornar leiðir sem lágu suður með sjó. Þjóðleiðamót voru við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur sem lágu til Grindavíkur og Hafna þjóðleiðunumm milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Þessi merkilegu þjóðleiðamót við Njarðvík er grasi gróin og horfin. En skammt frá þeim stendur torfbær sem lætur þó lítið yfir sér í móanum og eins víst að þeir sem þeysa eftir Keflavíkurveginum hafi aldrei veitt honum eftirtekt. Þetta er Stekkjarkot.
Ástæðan fyrir því að kotið stendur með prýði, og hefur raunar verið gert upp, er sú Njarðvíkurbæ þótti ástæða til að varðveita þurrabúð, en svo vom nefnd hús eða bæir þeirra sem hvorki áttu ær né kýr. Þar bjuggu sjómenn sem rém á vertíðum, leigðu landskika af bændum, stundum með aðgangi að sjó. Þess vegna er engin gripahús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyram og göngum í skúrbyggingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði. Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á útihúsinu.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – loftmynd.

Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856-60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist. Stekkjarkot í eyði um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjórum árum síðar var það orðið grasbýli, en svo voru nefnd býli á húsmannslóðum, þar sem vom smávegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið umtalsverðar hér, en örlitill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólargeisli að mjólkurkýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í brunn og annað sem fylgdi Stekkjarkoti var bátaskýli og saltbyrgi við Stekkjarkotsvör.
Inn úr bæjardyranum er komið breið göng sem hafa nýzt sem geymsla, m.a. annars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjósóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eldhús með kolaeldavél frá síðustu árum búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstofuna þar sem fjögur rúmstæði em meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjórn Tryggva Hansen, sem er landskunnur hleðslumaður, en lokið var við garðinn á síðasta ári og er hann mikilfenglegur. Það verk unnu þeir Jón Sveinsson og Jón Hrólfur Jónsson undir leiðbeiningum og verkstjórn Víglundar Kristjánssonar. Er þarna enn eitt gleðilegt dæmi um að hlaðnir garðar sjást nú að nýju í vaxandi mæli og þá ekki sízt vegna þess að ný kynslóð hleðslumanna hefur tileinkað sér gömul og allt að því týnd vinnubrögð við vegghleðslur.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Í Fréttablaðinu 2007 er fjallað um „Gamla tímann í Reykjanesbæ„:
„Torfbærinn Stekkjarkot er við Fitjar, á milli Innri- og Ytri-Njarðvíkur. Búið var á bænum með hléum frá árinu 1857 til ársins 1924. Á fimmtíu ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar fyrir fimmtán árum var ákveðið að endurreisa bæinn, sem staðið hafði í eyði.
„Hér er víkingaskipið Íslendingur, við erum að sýna það og segja sögu þess. Svo er hér líka Stekkjarkot, sem var svokölluð þurrabúð á þeim tíma sem hér var búið,“ segir Böðvar Þórir Gunnarsson, starfsmaður á svæðinu. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855 til 1857. Búið var í húsinu með hléum fram til ársins 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – baðstofa.

Þegar Njarðvíkurkaupstaður varð fimmtíu ára var ákveðið að endurreisa kotið. „Það voru rústir hér og mótaði vel fyrir húsinu. Mér skilst meira að segja að sumir af gömlu steinunum hafi verið notaðir aftur,“ segir Böðvar.

Að sögn Böðvars koma margir ferðamenn að skoða kotið og skipið. „Hingað kemur til dæmis mikið af ferðamönnum úr skemmtiferðaskipunum, svo er þetta vinsælt hjá skólabörnum. Á sumrin er opið hérna frá eitt til fimm á daginn, annars eftir samkomulagi.“

Íbúar í Stekkjarkoti
Búseta hófst í Stekkjarkoti árið 1857 og stóð samfleytt til 1887. Kotið var í eyði þar til 1917 þegar það var endurreist. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúum rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

1857-1887: Jón Gunnlaugsson og Rósa Ásgrímsdóttir
1917-1921:  Magnús Gíslason og Ingibjörg Guðmundsdóttir
1921-1924: Bjarni Sveinsson og Björg Einarsdóttir.

Heimildir:
-Dagblaðið Vísir, 144. tbl. 30.06.1993, Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ, bls. 7.
-Víkurfréttir, 30. tbl. 28.07.1993, Stekkjarkot nálgast endanlega mynd, bs. 4.
-Víkurfréttir, 38. tbl. 30.09.1993, Stekkjarkot, þakið lag á nokkrum stöðum, bls. 3.
-Faxi, 4. tbl. 01.06.1993, Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti, bls. 122-123.
-Lesbók Morgunblaðsins, 13.11.1999, Forvitnileg hús á förnum vegi, Stekkjarkot, bls. 13.

Stekkjarkot

Stekkjarkot 2025.

Hvalsnesgata

FERLIR hafði vinsamlega sótt um leyfi til lögreglu- og tollyfirvalda á Keflavíkurflugvelli að fá að fylgja hinni fornu Hvalsnesgötu frá Keflavík að Hvalsnesi. Leyfisbeiðnin fólst í að fá að fylgja fornu götunni í gegnum hið svonefnda „ytra varnarsvæði“ vallarins, sem í dag verður að teljast alger tímaskekkja.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið – ytri varnargirðingin.

Þegar hvorutveggja yfirvöldin svöruðu engu um alllangt skeið, líkt og opinberum stofnunum er líkt, var bara ákveðið að fara með stóran hóp áhugasamra landmanna nefnda leið, allt frá Keflavík, upp með Róselsvötnum að kirkjunni á Hvalsnesi um Melaberg.
Reyndar þurfti að takast á við óþarfa manngerðar hindranir á leiðinni, en með góðum undirbúningi var fyrirhöfnin vel þess virði. Gat á varnargirðingunni auðveldaði innkomuna og meðfylgjandi stigar hjálpuðu til við yfirgönguna að handan, ofan Melabergsvatna.

Hvalsnesgata

Hvalsnesgata.

Í ljós kom að „varnargirðingin“ umhverfis Völlinn hafði risið undir nafni, því hún hafði stuðlað að hingað til ósnertum aldagömlum minjum á svæðinu, m.a. stórkmerkilegum vörðum á vetrarhlutaleiðinni með persónulegum einkennum þeirra tíma, auk varðveislu Fuglavíkurselstóftanna.
Engu var raskað á flugvallasvæðinu og engin hætta stafaði af flugumferð af göngu hópsins um „hið ytra varnarsvæði“ vallarins.
Á svæðinu eru um að ræða fornminjar, sem stofnanir stjórnvalda geta ekki hindrað áhugasama landsmenn í að skoða með viðbragðsleysinu og þögninni einni saman, enda þjónar „hin austari ytri varnagirðing“ á Miðnesheiði nákvæmlega engum tilgangi í dag, árið 2025…

Hvalsnesgata

Gengið um Hvalsnesgötu um ytra varnarsvæðið.

Hafnir

Árið 1903 birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags „Rannsókn Brynjúlfs Jónssonar í Gullbringusýslu og Árnessýslu árið 1902„. Þar fjallar hann m.a. um aðstæður og minjastaði í Hafnahreppi:

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson (1838 – 1914).

„Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna. Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.

Hafnir

Kotvogur í Höfnum v.m.

Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – kirkjugarðurinn.

Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 3 jarðir á Vestfjörðum.
Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270:

Hafnir

Hafnir – herforingjarðarskort.

»En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi«. Hér virðist »Djúpivogur« vera bæjarnafn.
Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka.

Hafnir

Hafnarhreppur – kort.

Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla. Jarðabók A. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli.
Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor. — Hannes hét maður, Erlendsson, er var á Stafnesi hjá Guðna sýslumanni Sigurðssyni og fluttist með honum að Kirkjuvogi 1752. Um Hannes er þess getið í riti séra Sigurðar, að hann hafði oft farið í Geirfuglasker á tólfæringi. Þá var skerið sem kýrfóðurvöllur að stærð, og alþakið fugli. Nú er skerið alveg í kafi.

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Efni þess var móberg, og hefir sjórinn smámsaman máð það burtu. Á dögum Guðna sýslumanns fékkst sáta af heyi þar sem nú heitir Kirkjusker fyrir framan Kotvog. Það er nú þangi vaxið. Þetta sagði séra Sigurði Gróa Hafliðadóttir, merk kona í Kirkjuvogi, en henni hafði sagt Ragnhildur Jónsdóttur, er var ráðskona Guðna sýslumanns á síðustu árum hans. Hún komst á níræðisaldur og var einkar fróð kona.
Enn má geta þess, til merkis um það hve landið hefir brotnað, að í Ósunum var ey mikil, milli Kotvogs og Kirkjuvogs forna, og var hún slægjuland. Nú í seinhi tíð hefir hún bæði blásið upp og sjór brotið
hana, því flóð falla mjög svo yfir klappir þær, sem undir jarðveginum láu. Þar fann Vilhjálmur sál. Hákonarson, á yngri árum sínum, skeifu, er kom fram undan 3 al. háum bakka. Hún var miklu stærri en skeifur eru nú á dögum. En þá var forngripasafnið enn ekki stofnað. Var ekkert hirt um skeifuna og er hún glötuð fyrir löngu.

Hafnir

Teigur innan Hafna – minjar.

Árnagerði heitir eyðijörð fyrir innan Kirkjuvogshverfið. Mun það án efa hafa verið hjáleiga. Önnur eyðijörð ei fyrir utan hverfið, og heitir Haugsendar. Um það bæjarnafn er sama að segja sem um BátsX enda. Þar mun upphaflega hafa heitið »í Haugsundum«, hvort sem það á við sjávarsund eða sund milli hæða á iandi. Það getur hvorttveggja verið. Annara eyðijarða er ekki getið fyrir innan Kalmanstjörn. En þar tekur sandblásturinn við fyrir alvöru.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Eyrarhöfn; uppdráttur ÓSÁ.

Kirkjuhöfn er góðum kipp fyrir sunnan Kalmanstjörn. En þar mitt á rnilli, eða því nær, er hóll sá er Stekkjarhóll heitir, því þar hefir í seinni tíð verið stekkur frá Kalmanstjörn. Þar er rústabunga mikil, og hefir óefað verið bær. Liggur þaðan óslitinn garður, líklega túngarður, alla leið út að Kirkjuhöfn. Þvert frá þeim garði liggja þrír þvergarðar til sjávarkambs, með þeim millibilum að svara mundi kýrfóðurvelli eða meira. Liggur beint við að ætla, að sitt býli hafi fyrrurn verið á hverri þessari spildu og bæirnir staðið við sjóinn. En hann hefir brotið landið, og er þar nú kamburinn, sem bæirnir hafa staðið. Alt land er hér sandrokið hraun.

Gömlu-Hafnir

Kirkjuhöfn – bæjarhóll.

Þó er grashóll þar, sem bærinn Kirkjuhöfn stóð, og er gróið yfir bæjarrústina, svo hún sést ógjörla. Sunnan undir hólnum er sérstök grjótrúst, sern ætla má að sé kirkjutóftin. Suður þaðan er dálítil sandvík með malarkambi. Bak við kambinn hefir verið mýrardæld, sem nú er leirflag. Í henni sést brunnurinn. Utanvert við vík þessa er höfnin, sem bærinn Kirkjuhöfn er kenndur við. Það er lón fyrir innan skerjaröð. Þar er þrautalending í öllum suðlægum áttum.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; Kirkjuhöfn fremst, þá Sandhöfn og yst Eyrarhöfn (Hafnareyri).

Sandhöfn, stóra og litla, heita tvær graxivaxnar hæðir, sem eru hvor hjá annari suðvestur frá höfninni.
eyði. Í þeim hæðum voru bæir, sem nú eru eyddir af sandfoki. Stóra Sandhöfn er austar, og lagðist hún fyr í eyði. Er svo langt síðan, að Á. M. jarðab. getur hennar ekki. En Kirkjuhöfn og Litlu-Sandhöfn telur hún sem eyðijarðir. Seinna var gjör bær á Hafnareyri. Það er skamt út frá Litlu-Sandhöfn. En hann hélzt skamma stund við. Er sá maður nefndur Ormur Þórarinsson, sem þar bjó síðast. Allir þessir bæir hafa verið fyrir innan Hafnaberg.

Skjótastaðir

Leifar Skjótastaða á Hafnabergi.

Skjótastaðir er hið eina býli sem nefnt er fyrir sunnan Hafnaberg. Það örnefni er norðantil við vík nokkra, er Sandvík heitir. Engar sjást þar rústir. En þær geta verið sandorpnar. Sunnantil við víkina er allgóður lendingarstaður.“

Védís Elsa Kristjánsdóttir fjallar um „Byggðaþróun á Suðurnesjum“ í Faxa árið 1978. Hér er umfjöllun hennar um „Hafnarhrepp„:
„Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar munu hafa verið blómleg bú í landi Hafnarhrepps, en jarðir eyddust og byggð lagðist niður sökum eldgosa, jarðskjálfta, sandfoks og ágangs sjávar.

Védís Elsa kristjánsdóttir

Védís Elsa Kristjánsdóttir.

Höfnum er lýst svo um aldamótin 1700: „Kirkjuvogur stendur sunnan við svonefnda Ósa, er skerast 1/2 viku sjávar til norðausturs, með sandi og marhálmi í botni. Eyja er í Ósunum, grasgefin mjög og gefur af sér lítið eitt á annað kýrfóður. Kirkjuvogur hefur fóðrað yfir 20 kýr, en nú ekki meira en 16, vegna sjávargangs og sandfoks. Hér er eitt hið allra mesta útræði og ganga héðan aðeins stór skip, tíræðingar, og er sótt á reginhaf, margar vikur sjávar, enda heppnast oftast aflabrögð. Selveiði er mikið tíðkuð hér, fyrir og eftir fardagaleytið og hrognkelsaveiði fyrir og eftir slátt. Mikið landrými er hér og hagabeit góð. Kirkjuvogur er talin 72 hndr., en skiptist í Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Kotvog.“
Í Kirkjuvogi sátu lögréttumenn og höfðingjar mann fram af manni. Um síðustu aldamót voru Kirkjuvogur og Kotvogur enn stórbýli, þar sem bjuggu útvegsbændur. Nokkurt þéttbýli var þar í kring.

Kotvogur

Kotvogur 2003.

Með breyttum háttum í útgerð á fyrri hluta þessarar aldar, varð hafnleysið til þess að útgerð dróst þar mjög saman og fólki fækkaði.
Sú fjölgun íbúa sem var milli 1950 og 1960 (úr 146 í 250),. stafar af því, að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli, sem bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sáu sér hagnað í því að flytja lögheimili sitt
til Hafnahrepps, vegna lágra útsvara þar. Síðan hefur dregið úr þess háttar tilfærslum.

Hafnir

Höfnin í Höfnum hefur verið úrskurðuð ónýt. Hún fór mjög illa í sjávarflóðunum 2025. Nú liggur fyrir að ekki verður ráðist í viðgerðir.

Hafnir liggja vel við fiskimiðum, en höfn er þar léleg og hentar aðeins smábátum og trillum. Þaðan eru nú gerðir út 10-12 bátar, 2-15 lestir að stærð og eingöngu á handfæri. Frystihús var byggt um 1945, en rekstur þess hefur gengið skrykkjótt og síðast liðin tvö ár hefur það ekki verið starfrækt. Eina atvinnufyrirtækið í hreppnum er saltfiskverkunarstöð, sem einnig hefur lítilsháttar frystingu.
Atvinnulífið er mjög háð Keflavíkurflugvelli. Íbúar 1. desember, 1975, voru 134.“

Í greininni kemur reyndar fram að Grindavík sé á Suðurnesjum, sem er mikill misskilningur. Grindavíkur taldist fyrrum aldrei til Suðurnesja.

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, Brynjúfur Jónsson, bls. 41-43.
-Faxi, 2. tbl. 01.03.1978, Byggðaþróun á Suðurnesjum, Védís Elsa Kristjánsdóttir, bls. 10.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur fyrrum.

Kflavíkurflugvöllur

Í Samvinnunni árið 1946 fjallar Arnaldur Jónsson um „Flugvöllinn á Reykjanesi„, þ.e. Meeksflugvöll á Keflavíkurheiði.

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Reyndar er um meinvillu eða þekkingaleysi á staðháttum að ræða að staðsetja flugvöllinn á „Reykjanesi“ því hann er á Keflavíkurheiði, þ.e. á „Reykjanesskaga“, í landi er hafði tilheyrt ábúendum í Njarðvíkurhreppi og Gerðarhreppi. Hér um sömu meinvilluna að ræða þegar Grindavík er talið til „Suðurnesja“. Sama bábiljan endurspeglast í nýjustu auglýsingum Reykjanesbæjar um „Safnahelgi á Suðurnesjum„. En hvað um það – hér kemur frásögn Arnaldar:

Flugvöllurinn á Reykjanesi

Samvinnan

Samvinnan 1946 – forsíða.

Flestir Íslendingar munu hafa heyrt getið hins mikla flugvallar, er Bandaríkjamenn létu gera á Reykjanesskaga, en færri munu hins vegar hafa gert sér grein fyrir hvers konar risamannvirki þetta er.
Í stuttu mali má segja, að flugleiðir úr öllum áttum mætist á þesssum flugvelli. Með öðrum orðum, á flugvellinum eru krossgötur Norður-Atlantshafsins. Þegar minnzt er á flugvöllinn sjá flestir í huga sér steinsteyptar brautir, sem notaðar eru til að láta flugvélar lenda á eða hefja sig til flugs, en flugvöllur er í sjálfu sér miklu meira. Um flugvöllinn við Keflavík má segja, að hann sé ein stórkostleg vélasamstæða, þar sem hundruð sérfróðra manna vaka yfir hverjum hlut nótt og dag. Hvergi má vera autt rúm, til þesss að hið mikla tákn geti gegnt því hlutverki sínu á hvaða tíma sólarhrings, sem er, að taka við flugvélum, sem koma svífandi utan úr himingeimnum úr öllum áttum eða leggja þaðan til flugs til fjarlœgra landa handan við höfin. Við skulum nú litast um á flugvellinum og í nágrenni hans.

Völlurinn og umhverfi hans

Varnarsvæði

Varnarsvæðið – uppdrátturinn fylgir umfjölluninni til skýringa.

Flugvöllurinn liggur á Keflavíkurheiði. Ná sumar brautirnar nálega þvert yfir Reykjanesskagann, milli Keflavíkur og Hafna. Brautirnar eru 4, og skerast þær allar nær öðrum endanum, nokkru utan við miðju. Vísa brautarendarnir í allar höfuðáttir, svo að unnt er fyrir flugvélar að lenda og taka sig upp á vellinum í hvaða vindátt, sem er. Er þetta einn höfuðkostur flugvallarins, en auk þess er þarna mjög rúmgott, lítið um fjöll í næsta nágrenni og því auðvelt fyrir flugvélar að ná eðlilegri hæð, án þess að tefla í nokkra tvísýnu.
Lengd hverrar brautar er geisimikil. Til samanburðar fyrir þá, sem þekkja flugvöllinn við Reykjavík, munu brautir þessa vallar vera að minnsta kosti helmingi lengri. Utan með því svæði, sem sjálfar rennibrautirnar liggja á, eru flugvélavegir í hálfhring kringum völlinn. Báðum megin við þennan veg eru upphlaðnar tóftir fyrir um 80 flugvélar af stærstu gerð og auk þesss allmargar tóftir fyrir minni vélar. Þessar tóftir munu aðallega hafa verið gerðar fyrir styrjaldarþarfir, þegar fjöldi risaflugvéla var geymdur á vellinum vikum saman í margs konar tilgangi, en auk þess er mjög hentugt að hafa þessi byrgi, hvenær sem þörf er á að geyma margar flugvélar á vellinum, t. d. fyrir nætursakir. Sjálfar eru rennibrautirnar steinsteyptar og ofan á steininn hefur verið sett mjúkt malbikslag. Undirstaða vallarins er traust — hin aldagömlu brunahraun Reykjanesskaga.

Í „turninum“

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

„Turninn“ er eins konar heili þesssa mikla mannvirkis. Þaðan er allri umferð á vellinum stjórnað. Frá honum er haft samband við veður og loftskeytastöðvar vallarins. Þaðan er enn fremur haft stöðugt þráðlaust samþand við flugvélar, sem eru á leiðum sínum einhvers staðar í loftinu. Sumar eru vestur á Atlantshafi, á miðri leið milli Íslands og Ameríku, aðrar eru suður við Skotland og enn aðrar austur við Noregsstrendur. Flugvélunum eru gefnar leiðbeiningar um veður og önnur flugskilyrði, og jafnframt fá þeir, sem í „turninum“ vinna, vitneskju um, hvernig flugvélunum gengur, í hvaða hæð þær fljúga og hvernig veðrið er á þeirra slóðum.
Mest af þeim byggingum, sem tilheyra þessum hluta flugvallarins, eru neðanjarðar, aðeins „turninn“ sjálfur er ofanjarðar. Í þessari byggingu eru margbrotnar vélar sem tugir sérfræðinga vinna við allan sólarhringinn.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn.

Í miðri turnbyggingunni er talsvert stór salur. Á veggjunum hanga stór landabréf. Sum eru af Íslandi, þar sem svæðið kringum Reykjavík er sérstaklega merkt, en það er raunverulega það veðursvæði, sem sérstaklega kemur flugvellinum við. Einnig eru þar veðurkort af norðanverðu Atlantshafi, og sýna þau Jægðir þær, sem daglega eru að sveima á hafinu hér fyrir vestan og austan landið.
Að öðru leyti er þessi salur notaður til að gefa flugmönnum, sem leggja frá vellinum, leiðbeinigar. Áður en þeir leggja af stað, safnast þeir saman í þessum sal. Þeir skoða veðurkortin og setja sig inn í veðurskilyrðin. Síðan eru þeim gefnar fyrirskipanir um, í hvaða hæð þeir eigi að fljúga. Er þeim gefin mismunandi hæð, sem þeir verða að halda sig í alla leiðina, til hvað lands, sem þeir kunna að fara. Er þetta gert til að forðast árekstrarhættu á leiðunum. Að öðru leyti eru þeim gefnar fyrirskipanir og upplýsingar, sem allar miða að sem mestu öryggi flugvéla og farþega á leiðinni.

Veðurstöðin

Keflavíkurflugvöllur

Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna undirrituðu samning haustið 1946 sem kvað á um um brottför Bandaríkjahers, sem þá taldi einungis um 1.000 menn sem störfuðu við rekstur Keflavíkurflugvallar. Samningnum sem jafnan er nefndur Keflavíkursamningurinn veitti Bandaríkjastjórn heimild til þess að nota flugvöllinn til millilendingar herflugvéla á leiðinni til og frá Evrópu í tengslum við hersetuna í Þýskalandi. Flugvellirnir og önnur mannvirki urðu eign Íslendinga eins og til stóð en Bandaríkjastjórn stóð áfram straum af rekstrarkostnaði flugvallarins sem hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Ekkert er eins mikilvægt fyrir flugmanninn og nákvæmar upplýsingar um veður á þeim leiðum, sem hann flýgur. Veðrið er hans aðal glímunautur, hvort sem flogið er að nóttu eða degi, yfir haf eða land. Af þessum sökum hafa allir fullkomnir flugvellir á að skipa færustu mönnum í veðurfræði, sem vinna til skiptis nótt og dag. Meeks-flugvöllurinn hefur díjög fullkomna veðurstöð. Þar eru tugir veðurfræðinga að störfum nætur og daga að reikna út og fylgjast með hinu breytilega og dutlungasama veðri Norður-Atlantshafsins og í næsta nágrenni flugvallarins. Veðurstöðin er í stöðugu sambandi við „turninn,“ sem eins og áður er sagt, sendir stöðugar fregnir um veður og veðurhorfur til ótölulega margra flugvéla, flugvalla og veðurstöðva á ströndum meginlandanna beggja megin Atlantshafsins. Er þessi þáttur í rekstri hins mikla flugvallarmannvirkis einn sá mikilvægasti, enda krefst hann mikils fjölda sérfræðinga og stöðugrar árvekni

Miðunarstöðvar

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur og umráðasvæði hersins frá einum tíma til annars.

Við flugvöllinn eru tvær mjög fullkomnar miðunarstöðvar, sem eru þáttur í hinu margbrotna leiðsögukerfi flugvallarins. Einnig við þessar stöðvar vinna eingöngu sérfræðingar. Verður að vera þar á varðbergi allan sólarhringinn.
Starfræksla þessara tækja er mjög mikilvæg ekki síður en annarra þátta þess margbrotna vélakerfis, sem tilheyrir flugvellinum. Mjög er algengt nú orðið að fljúga fyrir ofan veður og ský. Það hjálpar þó ekki, Þegar lenda skal á flugvellinum. Þessar stöðvar eru því ómissandi á flugvellinum til að hjálpa flugmönnum til að finna völlinn og rennibrautirnar. Stundum er skýjahæðin lítil og skammt niður í gegnum dimmviðrið, niður á völlinn. Í öðrum tilfellum er skýjahæðin mikil og erfitt að komast í höfn. Verða Þá mennirnir, sem stjórna miðunarstöðvunum, að vera þeim vanda vaxnir að leiða flugvélarnar farsællega gegnum dimmviðrið inn á flughöfnina. Það er í alla staði ábyrgðarmikið starf. Getur þar oft verið Urn hf eða dauða að tefla.

Viðgerðarverkstœðin

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugskýli.

Þær byggingar, sem hæst ber á flugvellinum, eru hin risavöxnu verkstæði, þar sem fullkomnustu tæki eru til að gera við flugvélar og allt, sem þeim tilheyrir. Verkstæði þessi eru tvö, og vinna tugir manna í hvoru fyrir sig. Eru þeir allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þar á meðal eru vélaviðgerðarmenn, menn, sem gera við móttöku- og loftskeytatæki og sérfræðingar í mörgum öðrum greinum. Öryggi loftflutninganna hvílir ekki hvað sízt á starfsmönnum þessarar deildar vallarins. Mikið er undir því komið, að vélar og skeytatæki flugvélanna séu í öruggu lagi. Á því byggist líf og afkoma flugáhafnar og farþega.

Rauðu-Krossstöðvarnar
KeflavíkurflugvöllurVilji svo illa til, að eitthvað beri út af hjá flugvél, er annað hvort er að lenda eða að hefja sig til flugs, er nauðsynlegt að vera við slíkum óhöppum búinn, þótt þau komi nú sjaldan fyrir. Fyrir þessu er líka vel séð á flugvellinum. Á stað, þar sem komast má svo að segja að hvaða rennibraut vallarins, sem er, á broti úr mínútu, hefur hjálparstöð vallarins bækistöð sína. Þar eru læknar og hjúkrunarkonur til taks allan sólarhringinn. Enn fremur sjúkrabifreiðar með sérstaklega æfðum mönnum, sem hafa mikla leikni í því, að komast örskjótt á slysstaðinn. Þetta er mjög nauðsynlegt af þeim sökum, að slík slys ber venjulega að höndum með ofsahraða, og eina lífsvonin getur
oft verið sú, að unnt sé að koma þeim, sem í slysinu hafa lent, til hjálpar um leið og það á sér stað. Eins og áður er sagt, eru slíkir atburðir orðnir mjög fátíðir nú, en fullkimin flughöfn lætur á ekkert skorta til að gera öryggið fyrir loftfarendur sem mest að öllu leyti.

Birgðastöðvar

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – A.T.C.

Hin stóru flugvélabákn, sem fljúga yfir heimshöfin, þurfa auðvitað mikið eldsneyti. Það segir sig hins vegar sjálft, að því meira eldsneyti sem flugvélin hefur meðferðis, því minna getur hún flutt af öðrum þunga. Flugvöllurinn við Keflavík hefur ómetanlega þýðingu í þessum efnum. Vegna þess, að unt er að koma við á íslandi og taka þar forða á leiðinni yfir heimshöfin, geta flugvélarnar flutt fleiri farþega og meiri farangur, og um leið verður flugið ódýrara. En það þýðir hins vegar, að alltaf verður að vera mikið af birgðum við völlinn fyrir flugvélarnar. Hver flugvél, sem þangað kemur, tekur meiri eða minni birgðir. Það þarf því mjög mikið starfslið við birgðadeild vallarins eina saman, eins og allar hinar deildirnar. Sumir þeirra eru sérfræðingar, sem hafa mikla æfingu í að fara með olíur og hina risavöxnu „tanka,“ sem tilheyra vellinum, en aðrir, sem við þetta vinna, eru verkamenn.

Lýsing vallarins og viðhald

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Vegna hinnar miklu úrkomu, sem er yfirleitt á þeim slóðum, sem völlurinn er á, er viðhald vallarins vinnufrekt.
Komið hefur verið upp grjótnámu mikilli við völlinn. Er þar malað grjót og haft tilbúið annað það efni, sem þarf til að endurbæta malbikslagið á vellinum. Hvergi má vera hola eða misfella svo nokkru nemi á rennibrautunum. Slíkt getur orsakað óhöpp og jafnvel stórslys.
Nauðsynlegt er að hafa fullkomna lýsingu á vellinum fyrir þær flugvélar, sem koma og fara að næturlagi. Er völlurinn að nokkru leyti lýstur með ljósum á jörðu, en auk þess með mjög sterkum kastljósum. Þarf að sjálfsögðu sérfræðinga við kastljósin.

Ferðamannaþjónustan

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur við verklok Bandaríkjahers 1943.

Enn er ótalinn mjök mikilvægur þáttur í starfrækslu flugvallarins, en það er sú almenna þjónusta, sem nauðsynleg er fyrir ferðamenn, er þangað koma á öllum tímum sólarhringsins. Sú þjónusta er mannfrek og krefst mikils tilkostnaðar, ef hún á að vera viðunandi. Skal ekki farið lengra út í þá sálma að sinni.
Það ætti hins vegar öllum að vera ljóst af þeim atriðum, sem hér hefur verið drepið lauslega á að framan, að hin mikla flughöfn við Keflavík er ekkert venjulegt fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða og þótt víðar væri leitað. Það er haft eftir manni, sem mjög var kunnugur rekstri vallarins, að ekki væri unnt að reka völlinn, svo í lagi væri á friðartímum, með minna en 600—700 manns. Það mun láta nærri, að svo sé. Flest af þessum mönnum eru sérfræðingar í sinni grein. Að sjálfsögðu verður svo að vera. Það má hvergi vera veila í hinu stórfenglega flugvallarbákni, ef það á að geta verið hlutverki sínu vaxið í framtíðinni, að vera eins konar vegamót Norður-Atlantshafsins.“

Heimild:
-Samvinnan, 2. tbl. 01.02.1946, Flugvöllurinn á Reykjanesi, Arnaldur Jónsson, bls. 40-42.

Meeks-flugvöllur

Meeks-flugvöllur og Patterson – AMSkort.

Reykjanesbær

Við norðanverða Ægisgötu í Reykjanesbæ, neðan Hafnargötu 2, er skilti með yfirskriftinni „Hús Duus kaupmanns“. Á skiltinu má sjá eftirfarandi fróðleik:

Reykjanesbær

Duus-hús; skilti.

„Við Keflavíkurtúnið standa tvö hús sem Hans Pétur Duus lét reisa fyrir verslun sína. Verslunin var rekin í Gömlubúð sem reist var árið 1870. Til móts við það stendur Bryggjuhúsið sem var gríðarstórt og mikið pakkhús, byggt árið 1879. Þessi tvo hús standa enn. Á myndinni sést einnig eldra verslunarhúsið sem nú er horfið.
Kaupmaðurinn lagði áherslu á gott viðhald húsanna. Hann lét á hverju ári bera blöndu af tjöru og lýsi á húsin enda er viðurinn í húsunum enn í góðu ástandi.“
Duus-hús

Stekkjarkot

Við tilgátusmábýlið Stekkjarkot í Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ) er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

„Á 19. öld risu fjölmörg kot við sjóinn og voru þau fyrsti vísirunn að þéttbýliskjörnum. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855-1857 og var þurrabúð. Þurrabúðir stóðu á leigulandi og þurftu ábúendur að reiða sig á sjósókn til að draga fram lífið því ekki máttu þeir halda þar búfénað.
Búseta var stopul í Stekkjarkoti. Árið 1877 lagðist það í eyði en var aftur byggt upp árið 1917. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúm rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Húsið sem nú stendur hér var reist í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar og opnað almenningi árið 1933. Við byggingu hússins var stuðst við endurminningar eins af síðustu íbúum hússins.
Húsið er byggt úr torfi og grjóti og er tvískipt. Eldri hlutinn á rætur að rekja til 19. aldar. Þar er hlóðaeldur og moldargólf. Yngra húsið er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð og kolaeldavél komin í húsið svo ekki virðist hafa farið illa um heimilisfólk.

Stekkjarkot er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef safnsins.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Kotvogur

Í 10. tölublaði Faxa árið 1962 er fjallað um Ketil Ketilsson í Kotvogi.

Ketill ketilsson

Ketill Ketilsson (1823-1902).

„Þann 13. maí 1902 andaðist í Kotvogi í Höfnum í Gullbringusýslu Ketill Ketilsson dbrm., og hafði hann þá búið í Kotvogi mesta rausnarbúi í 42 ár. Hann var fæddur 23. júlí 1823 á Svalbarða á Álftanesi í sömu sýslu. Faðir hans var Ketill Jónsson, nafnkenndur dugnaðar- og atorkumaður, bróðir Steingríms bónda á Hliði og þeirra mörgu og merkilegu systkina. Var móðurætt þeirra úr Skagafirði. En móðir Ketils í Kotvogi var Vigdís Jónsdóttir Daníelssonar hins ríka frá Stóru-Vogum. Var hún hið mesta góðkvendi og búforkur.
Þau Ketill og Vigdís áttu 3 syni, er allir náðu fullorðinsaldri, en báðir voru bræður Ketils Ketilssonar, andaðir á undan honum. Vigdís andaðist árið 1928, og bjó Ketill síðan sem ekkjumaður til þess um vorið 1831. Þá fluttist hann með börn sín og bú að Kirkjuvogi í Höfnum til húsfreyju Önnu Jónsdóttur dbrm. Sighvatssonar í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, sem þá bjó ekkja í Kirkjuvogi, fyrst eftir Hákon lögréttumann Vilhjálmsson og svo eftir Halldór Gunnarsson hreppstjóra þar. Varð Ketill Jónsson þriðji maður hennar.

Kotvogur

Kotvogur.

Þar ólst Ketill Ketilsson upp með föður sínum og stjúpu sinni, sem gekk þeim bræðrum í móðurstað, ásamt sonum hennar, Vilhjálmi og Gunnari, og urðu þeir allir orðlagðir dugnaðarmenn og merkisbændur.
25 ára gamall gerðist Ketill lausamaður og byggði þá mjög stóran sexæring, sem hann gerði út og var formaður fyrir; hafði hann áður verið formaður fyrir föður sinn. Þá var sjósókn mikil í Höfnum og fór þangað hið duglegasta fólk úr sveitunum, sérstaklega til þessara þriggja formanna, Vilhjálms Gunnars og Ketils, sem allir kepptu hver við annan, og mun sú sjósókn og þau aflabrögð verða lengi í minnum höfð.

Kotvogur

Kotvogur – smiðja.

Árið 1858 kvæntist Ketill Ketilsson ungfrú Vilborgu Eiríksdóttur frá Litlalandi í Ölfusi, mesta valkvendi og búsýslukonu. Áttu þau 7 börn. Dó 1. í æsku, 2. er Ketill óðalsbóndi og hreppsnefndaroddviti í Kotvogi, kvæntur Hildi Jónsdóttur prests Thorarensens frá Stórholti í Dalasýslu. 3. er Ólafur hreppstjóri, bóndi á Kalmanstjörn, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur prests, síðast á Stað í Grindavík. 4. er Vilhjálmur Kristinn sýslunefndarmaður, bóndi í Kirkjuvogi, kvæntur Valgerði Jóakimsdóttur frá Prestsbakka. 5. er Helga, ekkja eftir síra Brynjúlf Gunnarsson á Stað. 6. er Vigdís, kona Ólafs Ásbjörnssonar verzlunarmanns í Reykjavík. 7. Eiríkur, er dó 1897, en var hreppstjóri og sýslunefndarmaður í Grindavík, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík.

Kotvogur

Kotvogur 2025.

Fyrstu tvö árin eftir að Ketill kvæntist, bjó hann sem þurrabúðarmaður, en vorið 1859 fluttist hann að eignarjörð sinni Hvalsnesi og bjó þar til vorsins 1860. Þá um veturinn á undan andaðist stjúpa hans og bað þá Ketill faðir hans hann að flytjast að Kotvogi, og fékk Ketill yngri þá jörð til eignar. Nú tók hann að byggja upp bæinn þar og bæta jörðina. Kotvogur er með reisulegri bændabýlum.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Á Hvalsnesi byggði Ketill stóra og vandaða timburkirkju 1864, en 1889 byggði hann þar aftur steinkirkju, án þess að hin fyrri væri farin að skemmast til muna, til þess að börn sín þyrftu ekki að kosta til aðgerðar á hinni fyrri. Báðar þessar kirkjur voru mjög vandaðar og vel og traustlega byggðar, enda mun tæplega traustari bygging hjá öðrum en honum né meira í borið. Rausnarmaður var hann hinn mesti og hjálpfús. Einn vetur gaf hann fæðingarhreppi sínum mikið af korni.

Kotvogur

Kotvogur 2025.

Ketill heitinn var mjög höfðinlegur maður á velli, fullar 3 álnir á hæð og beinvaxinn, mjög glaðlegur í viðmóti og söngmaður með afbrigðum. Hreppstjóri var hann 12 ár í Hafnarhreppi, hreppsnefndarmaður og sáttasemjari lengi. Gestrisinn var hann mjög og yfirleitt var heimili þeirra hjóna eitt hið blómlegasta og reglusamasta bændaheimili. Vilborg kona Ketils andaðist í október 1906. — Þetta er um Ketil kveðið:

Garpsinnaður, gestrisinn,
góðhjartaður, ófeiminn,
listahraður, lángefinn,
lyndisglaður, velmetinn.

Kunnugur (Óðinn, janúar 1912).“

Heimild:
-Faxi, 10. tbl. 01.12.1962, Ketill ketilsson í Kotvogi, bls. 215.

Kotvogur

Kotvogur.

Njarðvík

Í Jarðamati á Íslandi 1858 eru nefndir eftirfarandi bæir í Innri-Njarðvík: Innri-Njarðvík, Stapakot (hjáleiga), Móakot, Hákot, Hólmfastskot, Ólafsvöllur, Tjarnarkot og Narfakot.

Njarðvík

Ytri-Njarðvík – Áki Grenz.

Í Faxa, 3. tbl. 1984, fjallar Guðmundur A. Finnbogason um „Fróðleik um Njarðvík„. Þar segir m.a.: „Njarðvík innri. Þar var tvíbýli. Á I býlinu var Egill Sveinbjarnarson húsbóndi, ógiftur, þá 36 ára gamall. Vel skýr og fróður, siðprúður skikkanlegur. Þar voru og bræður Egils, Jón og Ásbjörn, báðir ókvæntir, vel skýrir og fróðir. Jón sagður sniðugur, Ásbjörn skikkanlegur dánumaður, afi Ásbjarnar Ólafssonar er lét byggja kirkjuna. Þar voru 7 manns í heimili. Þar á heimili var elzta kona í sókninni, Ingveldur Tumadóttir, 75 ára niðursetningur, vel fróð. meinhæg.

Njarðvík

Innri-Njarðvík – Áki Grenz.

Á býli II í Njarðvík-Innri, bjuggu hjónin Guðmundur Guðmundsson, 45 ára ekki illa að sér, skikkanlegur og Helga Jónsdóttir 54 ára húsmóðir, ekki vel fróð, og gangssöm. Hjá þeim voru 9 manns í heimili.
Stapakot, þar var tvíbýli. 1 býli, Árni Þorgilsson, 41 árs húsbóndi, vel að sér, forstandur. Hans kona, húsmóðir, Guörún Sigmundsdóttir, 35 ár, vel fróð í andlegu, forstandug. 7 menn í heimili.
Stapakot, II býli, Jón Þórðarson húsbóndi, 39 ára, ekki ófróður, meðallagi skikkaður. Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, 38 ára, í meðallagi skýr, meinhæg. 11 manns í heimili.

Njarðvík

Grænás – Áki Grenz.

Móakot, Þorsteinn Bjarnason, 33 ára húsbóndi, í meðallagi skýr og fróður, forstandugur. Guðrún Halldórsdóttir, húsmóðir, 25 ára, sæmilega kunnandi, meinlítil. 5 manns í heimili.
Hólmfastskot, Magnús Grímsson, 32 ára húsbóndi, í meðallagi upplýstur, skikkanlegur. Ingibjörg Guðmundsdóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega upplýst, meinlítil. 4 í heimili.
Hákot, tvíbýli. I býli, Jón Jónsson, 50 ára húsbóndi, ekki mjög illa að sér. Hegðun bætir sig. Guðbjörg Jónsdóttir, húsmóðir, ekki mjög illa að sér, sæmilega skýr, meinhæg. 3 í heimili.

Innri-Njarðvík

Stapakot – túnakort 1919.

Hákot, II býli, Jón Þórðarson, 41 árs húsbóndi. Ekki vel að sér, meinlítill. Guðrún Bjarnadóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega kunnandi, meinhæg. 5 manns í heimili.
Tjarnarkot, Jón Guðbrandsson húsbóndi. 41 árs, skýr og fróður, vandaður dánumaður. Margrét Jónsdóttir, 56 ára húsmóðir, sæmilega upplýst, skikkanleg. 3 í heimili.
Narfakot, Snorri Gissurarson, húsbóndi 58 ára, skýr og fróður, forstandugur. Margrét Jónsdóttir, 55 ára húsmóðir, (var ljósmóðir), skikkanleg. 10 manns í heimili. Margrét kona Snorra, tók á móti 37 börnum í Njarðvíkum á árunum 1776 til 1800.“

Faxi

Faxi í júni 1970 – forsíða.

Í Faxa í júní 1970 fjallar Guðmundur A. Finnbogason um „Njarðvíkinga á 19. öld„, fyrri hluti:
„Þórukot í Ytri Njarðvíkurhverfi er, að ég bezt veit, fyrsta læknissetur hér á Suðurnesjum. Árið 1873 var Þórður Guðmundssen læknir skipaður aukalæknir á Rosmhvalanesi. Var Þórður lausamaður til heimilis í Þórukoti hjá þeim Birni og Vigdísi.
Þórður læknir var fæddur 14. marz 1848, sonur Þórðar Guðmundsen, sýslumanns á Litla-Hrauni og konu hans, Jóhönnu Lárusdóttur Knútsen. Tveir bræður Þórðar læknis voru vel þekktir barnakennarar hér á Suðurnesjum á síðustu áratugum 19. aldar, voru það þeir Oddgeir Guðmundsen kennari á Vatnsleysuströnd, seinna prestur í Vestmannaeyjum, og Þorgrímur Guðmundsen, barnakennari, Gerðum í Garði, seinna í Reykjavík. Þórður læknir var um kyrrt í Þórukoti nokkuð á annað ár og flyzt þaðan út í Garð. Fór hann að búa þar með ráðskonu sinni, Sólveigu Bjarnadóttur, bjuggu þau í nýja barnaskólahúsinu í Gerðum, en þar var Þorgrímur bróðir Þórðar þá til heimilis.
Þórður GuðmundssonÁrið 1878 flytja þau Þórður og Sólveig að Hákoti í Innra Njarðvíkurhverfi, var það af yfirvöldunum talið heppilegra að hafa lækninn staðsettan sem mest miðsvæðis í læknishéraðinu. Þaðan fluttu þau hjón eftir eitt ár heim að Innri-Njarðvík, voru þar í húsmennsku hjá hjónunum Jóel Jónssyni og Elínu Árnadóttur, er bjuggu þar á öðru býli.
Sólveig Bjarnadóttir, ráðskona Þórðar, var Skaftfellingur, fædd að Fossi á Síðu. Vigdís Hinriksdóttir, kona hans, 12. september 1828 (var hún því nær 20 árum eldri en Þórður). Foreldrar Sólveigar voru Bjarni Einarsson og kona hans, Rannveig Jónsdóttir. Var Sólveig ekkja, hafði verið gift Sveini Péturssyni frá Lóni í Skaftafellssýslu. Þau Sveinn og Sólveig bjuggu í Keflavík um og eftir 1860. Meðal barna þeirra var Rannveig, er giftist Magnúsi Guðnasyni, voru þau foreldrar Friðriks Magnússonar heildsala í Reykjavík.
Oddný SigurbjörgMagnús og Rannveig bjuggu 6 ár í Innra-Njarðvíkurhverfinu, var það á árunum 1882—1887, fluttu þau þaðan út í Keflavík. Eins og fyrr segir, var Sólveig Bjarnadóttir yfirsetukona (ljósmóðir), tók hún á móti börnum í Keflavík, Garði og Njarðvíkum. Á árunum 1878—1885, dvaldi hún í Innra-Njarðvíkurhverfinu, tók hún á móti 25 börnum í sókninni. Síðasta barnið, er hún tók á móti, var Magnús, annað barn þeirra hjóna Ólafs Magnússonar og Oddnýjar Guðmundsdóttur, er þá bjuggu í Smiðshúsum í Ytra Njarðvíkurhverfi. Hafði Oddný nýlega tekið við ljósmóðurstörfum í sókninni.
Árið 1878 flytja þau Ólafur og Oddný að Narfakoti, þar sem þau bjuggu þar til Ólafur dó, 7. maí 1902. Árið eftir flutti Oddný með börnum sínum til Keflavíkur og þar átti hún heima það sem eftir var ævinnar.

Njarðvík

Njarðvík – tóftir Hólmsfastkots og Ólafsvallar.

Þegar Oddný tók á móti fyrsta barninu hér í Njarðvíkum, átti hún og Ólafur heima í Ólafsvelli, var það árið 1883, og þann 1. september það ár er hún sótt út að Þórukoti til Steinunnar Arinbjarnardóttur frá Tjarnarkoti, er þar bjó með manni sínum, Sæmundi Sigurðssyni frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, fæddist þann dag sonur, var hann skýrður daginn eftir og látinn heita Arinbjörn.
Mér hefir verið sagt, að þau Ólafur og Oddný hafi verið mestu sómamanneskjur. Oddný var merk kona, traust og faræl í starfi sínu og dugmikil ljósmóðir, eru þeir býsna margir, Suðurnesjabúar og víðar um landið, er sáu fyrst þessa heims ljós í hinum mjúku og traustu móðurhöndum Oddnýjar. Hafi hún þakkir mínar og annarra, er þess nutu.
Guðfinna EyjólfsdóttirÞórður og Sólveig bjuggu í Innri-Njarðvík fram á árið 1884, en árið áður hafði Þórður sagt af sér læknisstarfinu og í Suðurnesjaannáli séra Sigurðar Sívertsen segir: Vorið 1883: Með ýmsum tíðindum má telja, að læknir vor, Þórður Guðmundsen, hefur sagt af sér embætti sínu. Og í sama annál segir árið 1885: Einn maður að nafni Ólafur Helgason, flutti héðan úr Garði alfarinn til Vesturheims og var hann samferða fyrrverandi lækni vorum, Þórði Guðmundsen.
Ýmsar sagnir gengu um Þórð lækni og veru hans hér í Njarðvíkum. Voru það samtíðarmenn hans, sem frá því kunnu að segja. Var Þórður talinn nokkuð drykkfelldur og þá ekki alltaf í sínu fari, eins og bezt hefði verið á kosið. En hitt var þó, sem meira máli skipti, að hann var talinn ágætur læknir, og þó sérstaklega snillingur til hjálpar sængurkonum. Sagt var, að þó Þórður væri mikið undir áhrifum víns, er hann kom þar, sem vandi var á ferð, þá hefði algjörlega runnið af honum og að hann hefði þá gert sín læknisverk vel og dyggilega.
HólmsfastskotHinn góðkunni sómamaður, Magnús Magnússon, er bjó í Hólmfastkoti í rösk 50 ár, ólst upp frá 9 ára aldri í Innri-Njarðvík hjá þeim hjónum, Ásbirni Ólafssyni og Ingveldi Jafetsdóttur. Var Magnús sem unglingur samtíða Þórði lækni í Njarðvík og þekkti hann mæta vel. Kunni hann sem von var frá ýmsu að segja varðandi Þórð. Meðal annars sagði Magnús frá því, að þegar hann með öðrum börnum og unglingum var að leika sér á ísilagðri tjörninni, hafi Þórður stundum komið til þeirra dálítið drukkinn og verið með peninga í vösunum. Fór hann að kasta þeim út á svellið og sagði, að sá sem fyrstur næði í, mætti eiga. Kom þá náttúrlega fjör í mannskapinn og þótti jafnt veitanda sem þyggjendum ánægja að.

Njarðvík

Njarðvík – Garðbær.

Á þeim árum voru peningar mikils virði og þá ekki sízt í augum barna og unglinga, og ekki í tízku að hafa þá að leikfangi. Þótti þeim þetta atferli Þórðar því undrunarvert og minnisstætt, þar sem hver eyrir var í þeirra vitund helgur dómur, og allur frómleiki þá í heiðri hafður og flest öllum í blóð borinn. Því var það, að þótt börnin og unglingarnir tækju með fögnuði það sem til þeirra var kastað, fannst þeim með sjálfum sér þau ekki eiga það. Fóru þau því strax daginn eftir heim til Þórðar og vildu skila því til hans, því þau héldu að honum hefði ekki verið sjálfrátt gerða sinna, en þá segir Þórður við þau: „Þið megið eiga þetta, ég vissi vel hvað ég var að gera.“ Urðu þá allir glaðir og ánægðir.
Björn Þorgilsson og Skömmu eftir að Þórður tók við læknisembættinu, meðan hann dvaldi í Þórukoti, sendi hann frá sér eftirfarandi tilkynningu í Þjóðólfi 19. ágúst 1873 (orðrétt): „Þeir er vitjaði mín, hér eftir eða þyrftu að sækja mig, vildi góðfúslega hafa hest meðferðis handa mér til að ríða á, annars liggr það í augum uppi að hljóti ég sjálfur að leggja til hest, verða ferðir mínar, þegar svo ber að, þeim mun dýrari fyrir hlutaðeigendur. Þórukoti við Ytri-Njarðvík, 23. júlí 1873. Þórður Guðmundsen.“
Eins og fyrr var á minnst, var Guðfinna Eyjólfsdóttir. móðir Finnboga, föður míns, vinnukona hjá þeim Birni og Vigdísi í Þórukoti. Var það á árunum 1869 til 1873. Þessi 4 ár í Þórukoti voru henni minnisstæð alla tíð til æviloka. Líkaði Guðfinnu vel hjá þeim hjónum, og hafði um þau margar og góðar endurminningar.
Guðfinna vann ásamt öðrum vinnukonum að heimilisverkum, bæði innan bæjar og utan, eftir því sem með þurfti. En eitt var það starf þar á heimilinu, er henni einni var ætlað að leysa. Var það hjúkrunarstarf. Átti hún að annast um og hjúkra tveimur karlmönnum, sem þar lágu rúmfastir. Voru þeir veikir af limafallssýki, (eða rotnunarveiki).
Björn JónssonVar þessi voða sjúkdómur þó nokkuð áberandi hér um slóðir á þessum árum, bæði fyrr og seinna. Var hann talinn smitandi og sérstaklega varhugavert að hafa mjög náið samband eða snertingu við hina sjúku. En einhverjir urðu að hjálpa þessu harmkvæla fólki, sem barðist vonlausri baráttu árum saman. Var það því mikil reynsla fyrir Guðfinnu, þá rúmlega tvítuga stúlku, að hafa þetta hjúkrunarstarf í sínum verkahring, og þá ekki hvað sízt, þurfa að horfa upp á þjáningar þessara sjúklinga og geta ekkert að gert þeim til lækninga. En allt sem í hennar valdi stóð rétti hún þeim til líknar og huggunar. Þau meðul, er hún gat veitt, voru hennar hlýju hendur samfara huggunar- og bænarorðum. Þótt hennar framlag næði skammt þeim til líkamlegrar lækningar, var það samt mikilvægt smyrsl á sárustu þjáningar þessara sjúku manna. Kunnu þeir vel að meta og þakka það, sem fyrir þá var gert.
Vigdís og VilborgSagði Guðfinna, amma mín, að þeir hefðu oft beðið heitt og innilega til Guðs, að henni yrði ekkert meint af nærveru sinni við þá. Hafa bænir þeirra áreiðanlega verið heyrðar, því aldrei snerti þessi skaðvæni sjúkdómur heilsu Guðfinnu. En alla hennar ævi voru örlög þessara manna henni sérstaklega minnisstæð, og hafa þau áreiðanlega átt sinn þátt í því, að veita henni næman skilning og tilfinningu á kjörum þeirra, er urðu fyrir veikindum, slysum, eða öðrum raunum, því kom það í hennar hlut oft seinna á lífsleiðinni, að til hennar væri leitað vegna sjúkra. Þótti nærvera hennar og góð ráð gefast vel, og heyrði ég oft sem unglingur, eftir að Guðfinna amma mín var dáin, samtíðakonur hennar minnast hennar af miklu þakklæti og virðingu, fyrir þá hjálp, er hún hafði veitt þeim og fjölskyldum þeirra.

Símon Dalaskáld

Símon Dalaskáld Bjarnason (1844-1916).

Gestkvæmt var í Þórukoti eins og á öðrum stærri býlum hér í þá daga. Margan gest að garði bar gæða mestu hjóna. Veittu beztu veitingar, varma, — og festu skóna. Einn af þeim mörgu gestum, er bar að garði í Þórukoti, var hinn landskunni Símon Dalaskáld. Heimsótti hann Suðurnesjamenn alltaf af og til síðustu tugi nítjándu aldarinnar og fram á annan tug þessarar aldar. Hefur honum, sem fleirum, þótt gott að heimsækja Þórukotshjónin, og hefur skapazt vinátta þeirra á milli, því að í ljóðabókum Símonar eru ljóðabréf frá honum til Björns í Þórukoti. Og eitthvað hafa þeir Björn bóndi og hann látið ljóðadísina leika sín í milli.
Ber þessi vísa Símonar gott vitni um það:

Bóndi stóð við byrtingsrann,
búinn hrósi líða.
Björn í Þórukoti kann
kvæðaglósur smíða.

Er þetta kjarninn úr ljóðabréfi Símonar til Björns i Þórukoti og það sem honum hefur legið á hjarta að segja Birni frá.
Oddur V. GíslasonEins og fyrr er að vikið, hafa þeir séra Oddur Gíslason á Stað í Grindavík og Björn í Þórukoti verið góðir vinir, og hefðu samskipti þeirra ein, þótt ekkert annað hefði verið um að ræða, nægt til að halda minningu Björns lengi uppi. En eins og kunnugt er gekk séra Oddur á undan með góðu eftirdæmi við ýmsar framfarir og nýbreytni, er stuðlað gátu að bættri menningu og betri afkomu fólksins, þar með hans þrotlausa starf í orði og verki að öryggis- og björgunarmálum sjómannastéttarinnar. Hafa þeir félagar, hann og Björn í Þórukoti, áreiðanlega átt þar samleið á mörgum sviðum, og við þær aðstæður hafa skapazt gagnkvæmt traust þeirar í milli. Engum treysti Oddur betur en Birni í Þórukoti, til að standa á eigin fótum, sér til aðstoðar, þegar honum mest lá á, er hann tók sína djörfu en þörfu ákvörðun til framkvæmdar að sækja sér konuefnið heim í föðurgarð hennar suður í Hafnir, sem löngu frægt er orðið.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Árið 1881, þ. 20. janúar, dó Björn Jónsson í Þórukoti, 58 ára að aldri. Var hann jarðsunginn frá kirkjunni í Innri-Njarðvík þ. 5. febrúar af sóknarprestinum, séra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn. Var þetta frostaveturinn mikla og voru frosthörkur miklar og víkin öll ísi lögð, og segir í Annál, að Stakksfjörður hafi allur verið ísi lagður frá Hólmsbergi og inn að Keilisnesi. Lík Björns Jónssonar var flutt frá Þórukoti á ís yfir víkina inn að kirkjunni. Var útfararkostnaðurinn kr. 300,00.
Í Suðurnesjaannáli séra Sigurðar Sívertsens segir í febrúar 1881: Í fyrra mánuði deyði nafnkunnur bóndi, Björn Jónsson, í Þórukoti í Njarðvíkum, hafði hann áður verið auðmaður mikill, en mjög gengið af honum nú.

Njarðvíkur

Njarðvíkur – Áki Grenz.

Í Þjóðólfi í febrúar 1881 segir: „Þann 20. janúar s.l. dó hinn merki bóndi Björn Jónsson í Þórukoti, 58 ára að aldri“.

Eftir röska 3 mánuði, frá láti Björns, eða þ. 11. maí 1881, fór fram uppskrift að dánarbúi hans. Voru þar viðstaddir fyrir hönd ekkjunnar, sýslunefndarmaðurinn, Ásbjörn Ólafsson, Innri-Njarðvík, og fyrir hönd tengdasonar þeirra, Þorgilsar Þorgilssonar, var Ársæll Jónsson, bóndi á Höskuldarkoti, og svo hreppstjórinn, Jón Breiðfjörð í Hólmabúð í Vogum. Voru þarna uppskrifuð og verðlögð 124 númer, er búinu tilheyrðu. Kenndi þar margra grasa, sem vonlegt var, úr þessu stóra og myndarlega búi, sem þar hafði staðið í rösk 20 ár. Eins og fyrr segir var Björn með ríkustu bændum hér um slóðir. Voru jarðeignir dánarbúsins þessar: Ytri-Njarðvík og Þórukot. Böðmóðsstaðir í Laugardal, virtir á kr. 1500,00, og Halldórsstaðir á Vatnsleysuströnd, sem voru virtir á kr. 1300,00. Ekki var nú verðið á hlutunum hátt, jafnvel þótt þeir væru góðir og gagnlegir, og tæpast með réttu hægt að segja, að verðlag þeirra væri nútíma verðbólguverð. Af þessum 124 númerum voru 108 verðlagðir frá 50 aurum til 9 króna hver.

Kópa

Stapakot – lendingin í Kópu.

Langverðmætasta uppskriftarnúmerið var einn áttæringur með allri útreiðslu, var hann verðlagður á 300 krónur.
Eftir lát Björns bjó Vigdís, ekkja hans, á Þórukoti í nokkur ár. Hafði hún nöfnu sína og dótturdóttur hjá sér. En árið 1888 flytja þær alfarnar til Hafnarfjarðar. Vigdís Þorgilsdóttir giftist þar síðar, Guðmundi Helgasyni sparisjóðsstjóra. Hjá þeim dó Vigdís Hinriksdóttir, 11. okt. 1909, þá 88 ára að aldri. Hún var jörðuð þ. 21. sama mánaðar og lögð til hynztu hvíldar í kirkjugarðinum að Görðum, var hún þá komin aftur á sínar fæðingar- og bernskuslóðir.

Stapakot

Stapakot – tóftir.

Ekki höfðu ættingjar Björns og Vigdísar að fullu sagt skilið við Njarðvíkurnar, því árið 1894 komu að Þórukoti til búsetu þau Björn Þorgilsson, dóttursonur þeirra og kona hans, Helga Sigurðardóttir. Björn og Helga bjuggu í Þórukoti í 5 ár en fluttu þaðan alfarin 1899 austur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, þar sem þau bjuggu síðan í rösk 20 ár.

Stapakot

Stapakot – loftmynd 2022.

Á þeim árum er Björn Þorgilsson bjó í Þórukoti, var Finnbogi faðir minn drengur innan við fermingu hjá foreldrum sínum í Hákoti hér í Innra hverfinu. Á hann margar ánægjulegar endurminningar um Björn frá þeim tímum. Lýsir hann honum sem myndarlegum manni, fjörmiklum, glaðlynd og ævinlega tilbúinn að gera að gamni sínu við krakkana, er sóttu eftir að njóta góðrar nærveru hans, og ekki spillti það ánægjunni, að Björn spilaði ágætlega á harmoniku. Spilaði hann á böllum, sem þá voru haldin í barnaskólanum hér, en sá skóli stóð nokkra faðma í norður frá Akri. Var í því húsi, þótt lítið væri, all rúmgóð skólastofa. Voru dansleikirnir haldnir í þeirri stofu. Var þar oft dansað af miklu fjöri fram á nætur. Skemmti fólk sér innilega og átti músikin frá Birni þar ekki minnstan þátt í. Voru þessar ánægjustundir í litla barnaskólanum hressandi aflgjafi í daglegu striti þeirra, tíma, og entist lengi hjá þeim, er þeirra nutu. Eftir að Björn fluttist austur undir Eyjafjöllin, hélt hann samt sinni tryggð við æskustöðvarnar.

Njarðvík

Njarðvík – tóftir sjóbúðar.

Enn í dag liggur þráðurinn frá þeim Birni og Vigdísi hingað suður í Njarðvíkur, því skammt frá Þórukoti þar sem þau bjuggu, býr nú fósturdóttir Björns Þorgilssonar og konu hans. Tóku þau hana til fósturs á fyrsta ári og ólst hún upp hjá þeim í Stóru-Mörk, meðan Björn lifði, en fór skömmu síðar með Helgu fóstru sinni til Vestmannaeyja. Þessi fósturdóttir þeirra er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, kona Óskars Jónssonar kennara. Eru þau hjón vel virtir borgarar hér í Njarðvíkum, eiga þau heima á Holtsgötu 32 hér í Ytri Njarðvík.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Hefur hér að framan verið minnst nokkuð á tvo af þeim fjórum Þórukotsbændum, er borið hafa nafnið Björn þar á síðastliðnum 200 árum. En sá síðasti af þeim nöfnum og fjórði í röðinni, sem gert hafa þar garðinn frægan á þessum tveim öldum, var hinn góðkunni Björn Þorleifsson, er átt hafði þar heima samfleytt í rösk 78 ár, er hann lézt þar haustið 1968, nær 84 ára að aldri.“

Faxi

Jólablað Faxa 1970 – forsíða.

Í jólablaði Faxa 1970 er framhald Guðmundar A. Finnbogassonar á „Njarðvíkingum á 19. aldar„: „Árið 1801 voru skráðir 119 íbúar í Njarðvíkursókn. Vatnsnes var þá ekki skráð sem byggt býli. Þá voru í báðum Njarðvíkurhverfum 15 búendur á 11 býlum.
Í Innra hverfinu voru 69 íbúar, 8 búendur á 6 býlum. Í Ytra hverfinu voru 50 íbúar, 7 búendur á 5 býlum. Tvíbýli var í Innri-Njarðvík, Stapakoti, Ytri-Njarðvík
og Höskuldarkoti.
Árið 1820 hafði íbúum Njarðvíkur aðeins fjölgað um 3 (frá 1801), þá búa 65 manns á 9 býlum í Innra hverfinu og 47 manns á 5 býlum í Ytra hverfinu. Vatnsnes var þá ekki enn skráð.
Árið 1830 eru íbúar í sókninni orðnir 154, þá er Vatnsnes fyrir 6 árum skráð og er þar tvíbýli og 9 manns á báðum heimilunum. Þá eru í Innra Njarðvíkurhverfi 9 býli með 65 íbúum og í Ytra hverfinu 5 býli með 63.

Guðmundur A. Finnbogason

Guðmundur A. Finnbogason og Guðlaug Bergórsdóttir.

Árið 1840 búa 117 manns í Innra hverfi, 58 í Ytra hverfi og 10 á Vatnsnesi. Næstu tíu árin fækkar í sókninni um 7 manns og árið 1850 búa 124 í Innra hverfi, 45 í Ytra hverfi og 9 á Vatnsnesi, samtals 178 manns. Næsta áratuginn fjölgar í sókninni um 39 rnanns, og árið 1860 búa 137 í Innra hverfinu, 66 í Ytra hverfi og 14 á Vatnsnesi, samtals 217 manns.
Frá 1860—1870 verður fólksfjölgunin 35 manns og við fólkstal í Njarðvíkursókn, þann 1. október 1870, (fyrir 100 árum), 155 íbúar í Innra hverfi, 78 í Ytra hverfi, 233 í báðum Njarðvíkurhverfum. 18 íbúar voru þá á Vatnsnesi eða samtals í sókninni 251.

Næstu 10 árin stóð íbúatala nær óbreytt og árið 1880 búa 161 í Innra hverfi, 67 í Ytra hverfi og 25 á Vatnsnesi, samtals 253. Næsta áratuginn fjölgaði um 20 íbúa í sókninni, varð sú aukning öll í Ytra hverfinu. Varð íbúatalan í sókninni þá sú hæsta, sem hún varð á nítjándu öldinni. Árið 1890 bjuggu 160 íbúar í Innra hverfinu, 90 í Ytra hverfinu og 23 á Vatnsnesi, samtals 273 í allri sókninni.

Njarðvík

Njarðvík – útihús frá Stapakoti.

Svo kom síðasti tugur aldarinnar með sín miklu fiskileysisár, og þá fækkaði fólkinu í Njarðvíkursókn, hvorki meira né minna, en um 90 manns og var þá fólkstalan árið 1900 orðin 183, og þá komin niður í að vera aðeins 5 manns fleiri en hún var hálfri öld áður, árið 1850.
Ennþá fækkaði fólkinu, þótt 20. öldin kæmi og árið 1910 búa 72 í Innra hverfi, 39 í Ytra hverfi eða 111 manns í Njarðvíkum báðurn og 14 á Vatnsnesi, samtals 125 manns.
Fólkið sem flutti burt, fór flest til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þá var skútuöldin í uppsiglingu og eftir aldamótin var hún í fullum blóma. Svo kom togaraútgerðin í kjölfar hennar. Var þá ekki í önnur hús að venda, þegar sjávaraflinn brást á opnu bátunum hér á grunnmiðunum.

Stekkjarkot

Njarðvík – Stekkjarkot; dæmigert kotbýli, upphaflega sjóbúð.

Nokkrar fjölskyldur fluttu til Ameríku og ílentust þar. Svo liðu tímar og aftur fjölgaði fólkinu í Njarðvíkursókn, en það er önnur saga.
Í dag er þar margt um manninn og í báðum Njarðvíkurhverfum að meðtalinni nýlendu þeirra, er nefnist Grænás, voru í árslok 1969 1.522 íbúar.
Á manntali fyrir réttum 100 árum, þann 1. okt. 1870, voru sem fyrr segir: 251 íbúi skráður í Njarðvíkursókn. 13.3 karlmenn og 118 konur. Af þeim voru 50 á aldrinum 0—9 ára, 47 voru 10—19 ára, 44, 20—29 og 62 30—39 ára, og 31 voru 40—49 ára, 9, 50—59 og 6, 60—69 ára. Einn karl og ein kona voru eldri.

Njarðvík

Njarðvík – minjar.

Í Innra-Njarðvíkurhverfi voru eftirtalin býli og búendur: Stapakot 1. býli: Þórður Árnason (56 ára) og Elín Klemensdóttir, kona hans (53 ára), (9 manns í heimili.
Stapakot 2. býli: Ari Eiríksson (34 ára) og kona hans Kristjana Jóhannsdóttir (35 ára), (7 í heimili).
Móakot: Bjarni Bjarnason (28 ára) og kona hans Ástríður Asgrímsdóttir (36 ára), (6 í heimili).
Innri-Njarðvík 1. býli: Pétur Lárus Guðmundsson Petersen (38 ára) og kona hans Anna Margrét Þorgrímsdóttir (32 ára), (12 i heimili).

Grænaborg

Njarðvík – Grænaborg; fjárborg frá Stapakoti.

Innri-Njarðvík 2. býli: Kristján G. Schram (36 ára) og kona hans Margrét Pétursdóttir (32 ára). Húsfólk þar: Jón Þorleifsson (61 árs) og kona hans Margrét Einarsdóttir (31 árs), (10 í heimili).
Innri-Njarðvík 3. býli: Ásbjörn Ólafsson (38 ára) og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir (30 ára). Þurrabúð: Eggert Jónsson (42 ára) og kona hans Kristrún Þorvaldsdóttir (42 ára), (23 í heimili).
Alls voru þá skráðir til heimilis í Innri Njarðvík og gengu þar um stéttar á staðnum 44 heimamenn.
Hákot: Pétur Bjarnason (38 ára) og kona hans Kristín Jóhannsdóttir (34 ára), 16 í heimili.
Hólmfastskot: Grímur Andrésson (30 ára) og kona hans Kristrún Arnadóttir (29 ára), 9 í heimili.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – fyrir tíma skógræktar.

Ólafsvöllur: Guðmundur Bjarnason (33 ára) og kona hans Guðrún Andrésdóttir (26 ára), 8 í heimili.
Garðbær: Þórður Sveinsson (69 ára) og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir (57 ára), 4 í heimili.
Tjarnarkot 1. býli: Arinbjörn Ólafsson (35 ára) og kona hans Kristín Björnsdóttir (34 ára), 16 í heimili.
Tjarnarkot 2. býli: Bjarni Bjarnason (43 ára) og kona hans Guðrún Árnadóttir (46 ára), 10 í heimili. Samtals í Tjarnarkoti 26 manns.
Narfakot 1. býli: Jón Magnússon (35 ára) og kona hans Halla Arnadóttir (36 ára), 12 í heimili.
Narfakot 2. býli: Jón Þórðarson (35 ára) og kona hans Margrét Jónsdóttir (28 ára), 8 í heimili. Samtals 20 manns í Narfakoti.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot: Jón Gunnlaugsson (41 árs) og kona hans Rósa Ásgrímsdóttir (43 ára), 5 í heimili.
Samtals í Innra hverfi 155 manns.“

Í „Fornleifaskrá Reykjanesbæjar“ frá 2008 segir um Innri-Njarðvík: „Annað [merkilegt] slíkt svæði er að finna við tjörnina í Innri – Njarðvík.
Bæjarrústir Ólafsvalla og Hólmfastskots eru þar að finna, ásamt fallegum gerðum, stórum öskuhaug og vel varðveittum brunni. Rústirnar eru heillegar og umhverfið er snoturt“. Meira var nú ekki að finna í fornleifaskránni um minjar í Innri-Njarðvvík.

Heimildir:
-Í Jarðamati á Íslandi 1858.
-Faxi, 3. tbl. 01.03.1984, Fróðleikur um Njarðvík, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 78-84.
-Faxi, 6. tbl. 01.06.1970, Njarðvíkingar á 19. öld, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 87-94.
-Faxi, 10. tbl. 01.12.1970, Njarðvíkingar á 19. öld; Guðmundur A. Finnbogason, bls. 179-181.
-Fornleifaskrá Reykjanesbæjar, Sandra Sif Einarsdóttir og Bjarni F. Einarsson, 2008.

Njarðvík

Innri-Njarðvík (MWL).