Færslur

Sog

Eftirfarandi frásögn Ágústar Björnsdóttur, “Á rölti um Reykjanesfjöll“, birtis í Morgunblaðinu 1971:
Fagridalur-551“Jafnan hef ég átt heima þar sem vel sést til Reykjanesfjall-garðsins, og framan af fannst mér Keilir vera þar eina fjallið sem umtalsvert væri og nokkuð kvæði að. Smám saman breyttist þó þetta viðhorf og brátt gerði ég mér grein fyrir því, að þessi fjarlægu bláu fjöll voru ekki ein órofa heild þar sem Keilir réð lögum og lofum, held ur voru þarna margir fjallgarðar, sem hétu hver sínu nafni og báru auk þess einhver séreinkenni, sem hægt var að glöggva sig á. Lítum til dæmis á Lönguhlíð, sem sannarlega ber nafn með rentu. Hún er hæst austur við Grindaskarðahnjúka og nokkuð mishæðótt þar, en lækkar avo jafnt og þétt unz hún endar í langri aflíðandi brekku vestur við norðurendann á Kleifarvatni og er það engin smáræðis spölur. Fjallið er að mestu Slétt að ofan, en hlíðarnar eru einlægar skriður, snarbrattar víðast hvar. Brúnirnar eru jafnar, en þó eiga að heita þar nokkur dalverpi eða skörð t.d. Fagridalur þar sem hraun hefur fossað niður hlíðina, en austar er Kerlingarskarð.

grindaskord-661

Þar sem Lönguhlíð sleppir heitir Vatnsskarð og eins og nafnið gefur til kynna er þar allbreitt skarð í fjallgarðinn. Vestan við Vatnsskarðið breytir heldur betur um svip, því að í mótsetningu við reglubundnar línur Lönguhlíðar taka nú við tveir fjallgarðar með þvílíkri mergð tinda og skarða að tæplega verður tölu á komið. Eystri fjallgarðurinn er Sveifluháls — einming nefndur Austurháls — mjög er hann lágur næst Vatnsskarðinu en hækkar þegar vestar dregur. Kleifarvatn er austanundir Sveifluhálsi og liggur bílvegurinn meðfram vatninu um hlíðar hans. Sveifluháls er, hvaðan sem á hann er litið, framúrskar andi skörðóttur og til að sjá mætti einna helzt líkja honum við illa tennt sagarblað. Vestur af Sveitfluhálsi tekur við Núpshlíðarháls eða Vesturháls, er hann hæstur nyrzt þar sem er fjallaklasinn Trölladyngja. Austan og norðan við Dyngjuna er lágt fjall með oddhvassa tinda og heita þar Mávahlíðar. Þar eru gosstöðvar firna miklar. Röðin mun nú komin að Keili, sem er þekktasta og auðkennilegasta fjallið á Reykjanesskaganum og þarf ekki frekari kynningar við. í Ferðabók fullyrðir Þorvaldur Thoroddsen að Keilir hafi aldrei gosið, þótt útlitið gæti bent til þess. Í fjallsrótunum norðanverðum eru tveir litlir hólar, nefndir Keilisbörn, þar fyrir vestan tekur við Fagradalsfjall, sem er lágkúrulegt en tekur yfir allstórt svæði.

keilir-661

Eru nú upptalin helztu fjöll á utanverðum Reykjanesfjall-garðinum, en milli hans og sjávar er eitt samfellt hraunhaf sem víðast hvar er illt og erfitt yfirferðar. Götur og troðningar liggja þó víðs vegar um þessi hraunflæmi og hafa vafalaust verið fjölfarnar leiðir fyrr meir þótt nú sé æði fáförult um þær slóðir. Reykjanesfjöll eru ekki há í loftinu, hæstu tindar innan við 400 m yfir sjó. Engu að síður finnst mér ævinlega að þau búi yfir sérstæðum þokka og marga stund hef ég unað mér við að gefa þessum góðkunningjum mínum gætur, á öllum árstímum og ýmsum tímum sólarhringsins. Fjölbreytnin er furðu mikil, ekki hvað sízt þegar þessi snotru fjöll fá sól og sæ og heila flokka af skýjum í lið með sér og efna til stórkostlegra skraut sýninga þar syðra.
Oft gerist það í skammdeginu kaldársel-661að sólin hellir yfir þau eldrauðu geislaflóði og kyndir svo bál undlir skýjaklökkunum unz allt sindrar eina og glóði í afli. Og þegar svo ber undir er það ómaksins vert að hægja ögn á sér í kapphlaupinu við tímann og njóta um stund þeirrar litsköpunar sem móðir náttúra sýnir af örlæti, endurgjaldslaust.
Á árunum milli 1930 og 1940 var algengt að göngufólk legði leið sína suður á Reykjanesfjall garð þótt allmiklum erfiðleikum væri bundið að komast þangað því enginn var þá Krýsuvíkurvegurinn. Í þá tíð var Kaldársel nokkurs konar umferðarmiðstöð, sem all flestar gönguferðir um þessar sióðir voru miðaðar við og síðan valdar greiðfærustu leiðir milli hrauns og hliða eftir því sem við varð komið. Á þessum tíma var gönguferð að Kleifarvatni allmikið fyrirtæki, að ekki sé minnzt á Krýsuvík, Herdísarvík eða Selvog.
afstapahraun-661Mun nú lítillega verða sagt frá ferð sem farin var á þessar slóðir síðsumars 1963, vorum við fjögur sem til hennar efndum og yngstur í hópnum var drengur, þá nýlega orðinn 10 ára gamall.
Snemma morguns á sunnudegi nálægt miðjum ágústmánuði tók um við okkur far með Keflavíkurbíl og fórum úr hornum þar sem heitir Kúagerði, er það undir vesturbrún Afstapahrauns þar sem það gengur í sjó fram skammt frá Vatnsleysu. Kúagerði var fyrr meir vinsæll áningarstaður enda ríkulega búinn þeim kostum, sem slíkur staður þarf að hafa: stór grasivaxin laut, og í botni hennar lítil tjörn með ósöltu vatni, en því líkar vinjar eru ekki á hverju strái í hraunviðáttum Reykjanesskagans. Eftir því sem ég bezt veit er staður þessi ekki lengur til í þeirri mynd sem áður var, — hefur að mestu fallið inn í stórframkvæmdir í vega gerð síðustu ára og er þá ekki að sökum að spyrja. Að ferðamannasið stöldruðum við stundarkorn i Kúagerði og supum kaffi sem við höfðum meðferðis. Þegar bíllinn, sem dró á eftir sér rykslóða, var úr augsýn, fórum við að tygja okkur til ferðar, sem til að byrja með var heitið suður á Keili.

Trolladyngja-551

Frá þeim stað, sem við nú vorum stödd á, er vegalengd þangað talin vera 8 km þ.e.a.s. loftlína, en ef með eru taldar allar mishæðir bæði upp á við og ofan í móti, hygg ég ekki fjarri lagi að bæta við hana 2—3 km.
Loks erum við tilbúin í gönguna og finnist mér þá mál til komið að minnast ögn á veðrið, — en það var svo gott sem frekast varð á kosið, hægur norðanandvari, loft alheiðskírt og bjart mjög til fjalla. Afstapahraun, sem fyrr var á minnzt, er nú á vinstri höhd, úfið og grett og að mestu sneytt öðrum gróðri en mosa, enda telst það með yngri hraunum á Reykjanesskaga. Nokkru öðru máli gegnir um Strandarheiðina, gamla hraunið, sem leið okkar lá um, því þar má víða þræða sig eftir grasteygingum og snöggum móum og hafa sæmilega mjúkt undir fæti.
Við fórum okkur mjög rólega og nutum í ríkum mæli alls þess er fyrir augu bar. Ilmur úr jörð og kvak í mófugli gerði sitt til þess að auka gildi líðandi stundar. Þegar leið að hásvarafátt degi fórum við að svipast um eftir þægilegri laut þar sem við gætum matazt og varð fljótgert. Og sem við sátum þar í sólskininu og virtum fyrir okkur umhverfið.

Hoskuldarvellir-661

Héldum við nú af stað aftur. Fjöllin að baki hraunhafsins virtust nú ekki langt undan: Langahlíð, Sveifluháls, Trölladyngja, Keilir og Fagradalsfjall teygðu sig blá og hrein upp í heiðríkjuna iðandi í tíbrá miðdegissólarinnar. Heldur mæddumst við á göngunni sakir hitans, en vonum fyrr bar okkur við hvíldum okkur vel og lengi áður en við lögðum á brattann. Drengurinn átti erfitt með að halda kyrru fyrir, hann hljóp við fót upp brekkuna án þess að mæðast hót og varð lang fyrstur upp á toppinn. Við hin reyndum eftir megni að fylgja honum eftir og tókst það með blástrum miklum, stunum og andköfum. Útsýnið var vítt og tilkomumikið. Hið næsta ómælishraunhaf til allra átta og upp úr þvi smærri og stærri fjallstindar á víð og dreif. Við endamörk hraunhafsins í suður og vesturátt tók við blár hafflötur svo langt sem séð varð. Þá mátti greina Eldey, gegnum hitamóðu, í suðri.
Yfir Faxaflóa bar Snæfellsjökul og fjallgarðinn allan, en lengst til austurs sáust Kálfstindar, en sem kunnugt er rísa þeir upp af Laugardalsvöllum. Drengurinm var ekkert sérlega uppnæmur fyrir útsýninu, en hafði þeim mun meiri áhuga á að ráða fram úr nokkrum mannanöfnum og ártölum, sem einhverjir höfðu gert sér til dundurs að raða saman úr smáum steinvölum. Við það að leiða augum hálfhrunda vörðu á tindinum skaut upp í huganum aldarfjórðungs gamalli minningu. Hópur af ungu og glaðværu fólki var þá einn sumardag statt á þessum sama tindi og hafði einum úr hópnum hugkvæmzt að hafa meðferðis bók ætlaða ferðafólki að rita nöfn sín í.
Vel var um bókina og skriffæri búið í vatnsheldu hylki og stungið í þessa vörðu, sem þá var bæði stór og Sog-662stæðileg. En nú var hún hrúgald eitt og hylkið með bókinni, sem varðveita átti nöfn okkar og annarra ferðamanna um aldur og ævi, farið veg allrar veraldar. Uppi á Keili var vel hlýtt og blæjalogn, höfðum við þar langa viðstöðu og hvíldum okkur rækilega undir næsta áfanga. Um nónbil fórum við að feta okkur niður fjallshlíðarnar og tókum síðan stefnu austur á Trölladyngju, er það drjúgur spölur og að mestu um mosavaxin hraun að fara. Dyngjurnar eru tvær: Trölladyngja með oddmjóan tind, en Grænadyngja kollótt og eilítið hærri. Norður af Dyngjunni er víðáttumikið graslendi, Höskuldarvellir, eru þeir afgirtir en grasnytjar tilheyra Stóru-Vatnsleysu. Bílfært er á Höskuldarvelli, en þar sem um einkaveg er að ræða, mun vera óheimilt að aka hann nema leyfi Vatnsleysubænda komi til.

selsvellir-662

Suður af Dyngjunum er svo áðurnefndur Núpshlíðarháls, en hluti af honum heitir Selsvallafjall og er þar að sögn mikill og fagur grasgróður. Vestanundir Selsvallafjalli eru Selsvellir og telja margir að þar sé einn fegursti bletturinn á utanverðum Reykjanesskaganum.
Þarna eru gamlar útilegumannaslóðir. Segir sagan að skömmu eftir aldamótin 1700 hafi þrír útilegumenn hafzt þar við. Forsprakkinn hét Jón og var úr Eystrihrepp, með honum var unglingspiltur að nafni Gísli. Sá þriðji var úr Landeyjum og hét einnig Jón. Um hríð höfðust þeir við í skúta nærri Selsvöllum og víðar þar í grennd, og viðhöfðu tilburði í þá átt að ræna vegfarendur og einnig stálu þeir sauðfé til matar sér.
Byggðamenn urðu fljótt varir við vigdisarvellir-662útilegumennina, enda var aðsetur þeirra í nánd við fjölfarinn veg. Ekki leið á löngu þar til þeim var komið í hendur yfirvalda og enduðu tveir hinir eldri líf sitt í gálganum. Sunnan við Dyngjurnar eru djúp gil og heita þar Sog. Uppi undir brúninni er stór leirhver. Allmiklu sunnar var býlið Vigdísarvellir, en er fyrir löngu komið í eyði. Á þessum slóðum eru einhverjar mestu gosstöðvar á Reykjanesskaga og segir Þorvaldur Thoroddsen svo í Ferðabók: „Sogin skiptast í tvö aðaldrög, eru gilin 125—150 metra djúp. Hefur þar áður verið mikill jarðhiti, því allt er þar sundursoðið af hveragufum, og er móbergið í hlíðum þeirra orðið að eintómum leir, sem víðast er rauður, en sums staðar eru aðrir litir, hvitir, gulir og bláir. —

djupavatn-91

Elztu gos, sem orðið hafa úr Trölladyngju, hafa komið sunnar, rétt við Sogin, enda er þar utan í hlíðunum sá urmull af gömlum, stórum gígum að varla verður tölu á komið. Einn hinn stærsti er við Sogalækinn. — Hann er opinn til suðurs og eins og skeifa í lögun og í botni hans er stór grasi vaximn völlur. Í annálum er getið um fimm gos í Trölladyngjum.”
Við sátum lengi í grabrekkunni í Sogunum og nutum veðurblíðunnar. Þaðan tókum við stefnu á allháan hnjúk ekki ýkja langt undan, en af þeim sjónarhóli blasti við furðusýn. Fyrir neðan okkur kúrði Djúpavatn, lygnt og slétt inni á milli hárra, mosavaxinna hnjúka, en landið umhverfis var bókstaflega þakið gígum, stórum og smáum, sem allir voru vaxnir þykkum gráhvítum mosa. Okkur fannst þetta minna talsvert á myndir sem við höfðum séð af yfirborði tunglsins. Við norðausturenda Djúpavatns eru Lækjarvellir, grasi grónir. Ein hverjar tilraunir munu hafa verið gerðar með fiskirækt í Djúpavatni, en u m árangur er mér ekki kunnugt. Þarna ríkti sannarlegá andblær óbyggða þótt Stór-Reykjavik, með sitt ólgandi lif, mætti heita í sjónmáli og ein mesta umferðaræð landsins á næsta leiti.
Middegishnukur-771Nú var degi tekið að halla og enn áttum við langan veg fyrir höndum þar sem var leiðin með fram endilöngum Sveifluhálsi, á bílveginn skammt frá Vatnsskarði. Enga bííferð áttum við vísa og gat því alveg eins farið svo að við yrðum að ganga alla leið tilHafnarfiarðar. Þó kviðum við engu, því að í kvöldkyrrðinni var gangan eftir sæmilega greiðfærum götuslóðum milli hrauns og hlíða engan veginn leið þótt löng væri.
Tindarnir á Sveifluhálsinum heita ýmsum nöfnum. Þar er Arnarnípa, Hattur og Hetta, Miðdegishnjúkur, Stapatindur og sjálfsagt margir fleiri, sem ég kann ekki að nefna, og voru þeir nokkuð skuggalegir eftir að birtu fór að bregða. Síðsumarnóttin sé hægt og rólega vestur á bóginn í mildum bláma, dögg féll á jörð og fuglakvak hljóðnaði.
Síðasta spölinn áttum við fullt í fangi með að sjá fótum okkar forráð í hrauninu þar sem dimmar gjótur gátu leynzt við hvert fótmál. Allt fór þó vel og á ellefta tímanum komum við loks á bílveginn, hvíldum okkur um stund en héldum síðan göngunni áfram. Áttum við þess varla von að vera svo heppin að góðhjartaður vegfarandi tæki þessa göngulúnu vesalinga upp á arma sína og kæmi þeim til síns heima. En sú varð þó raunin á, þvi eftir skamma stund sáum við bílljós og var þar stór bíll á ferð. Er ekki að orðlengja það að bifreiðin stanzaði og var okkur boðið far með góðum og guðhræddum K.F.U.K. konum, finnskum að þjóðerni, sem voru hér í kynnisför. Þáðum við boðið með þökkum og lauk þar með eftirminnilegri ferð á kristilegan máta.”

Heimild:
-Morgunblaðið 9. júlí 1971, Ágústa Björnsdóttir; Á rölti um Reykjanesfjöll, bls. 10 og 18.

Ganga

Gengið um Sveifluháls.