Færslur

Reykjanesskaginn á sér magnaða sögu. Íbúarnir hafa hins vegar oft verið meira sem þátttakendur en gerendur í hinum stærri atburðum, s.s. atburðunum í kjölfar átaka Englendinga og Þjóðverja og aftöku Jóns Arasonar. Mikil umferð fólks var um svæðið alls staðar af landinu, það kom á vertíðir og fór síðan. Kot voru mörg hver lítil og oft nýtt til tiltölulega skamms tíma, sbr. Stekkjarkot í Narðvík. Höfuðbýlin voru fá, en lítt ríkmannleg, með örfáum undantekningum.
Í seinni tíð má segja að á Reykjanesskaganum hafi nútíminn verið stærri en sagan, en víða úti á landi hefur sagan verið stærri en nútíminn (SÁJ).
Þannig hafa íbúarnir vera meira uppteknir af því að hafa ofan af fyrir sér með niðursoðnu afþreyingarefni en leita þess í sögunni, þjóðarmenningunni. Landsbyggðin hefur hins vegar notið fortíðarinnar og nýtt sér hana til framtíðar. Hvorutveggja eru þau næringarefni nútímans, sem maðurinn þarnast til að geta verið sæmilega sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt.
Víðast hvar í heiminum er verið að leggja aukna áherslu á nýtingu áþreifanlegra minja til að gera íbúnum og gestum þeirra mögulegt að „þreifa á“ uppruna sínum. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að uppruninn er sú auðlind, sem allt annað er á eftir kemur byggist á.
Þróun er afbrigði þess þekkta. Sá, sem ekki þekkir, kemur hvorki til með að geta þróað eitt né neitt.
Upphaf
Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli.

Fjögur til fimm söguleg gos á Reykjanesi á tímabilinu 875 – 1340 og hraun u.þ.b. 16 talsins. Hraun við Hlíðarvatn frá 1340. Ögmundarhraun frá 1150. Hraun efst í Heiðmörk og Í Bláfjöllum u.þ.b. 1000 ára. Svínahraun gæti verið kristintökuhraunið frá 1000. Svartahraun við Bláa lónið frá 1226. Kapelluhraun frá 1150. Afstapahraun frá sögulegum tíma. Stampahraun og Arnarseturshraun frá 1226.

Ef grafið er t.d. nokkra metra niður hér fyrir ofan er komið niður á sjávarmöl, eins og sjá má austan við Stapafellið. Slæmur frágangur á landi.

Landkomumenn: Rómverjar? – Brendan?
Landnámsmenn: Keltar? – Norrænir – Ingólfur – Þórir-haustmyrkur, Molda-Gnúpur (sem Núpshlíðarhálsinn heitir eftir), Steinunn gamla – Ásbjörn Össurarson.

Svæðið er eitt vannnýttasta, en jafnfram fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins með hliðsjón af sögu og minjum.

Hér er í rauninni allt:
Stórkostlegar náttúrminjar, gróður, dalir, fjöll, vötn og ár (þótt litlar séu), hverir, strandir og sjávarbjörg.

Hinar merkilegustu menningarminjarnar: tóttir, sjóbúðir, þurrkgarðar, fiskibyrgi, varir, naust, flórgólf, brunnar, sel, fjárborgir, letu- og rúnasteinar, fjárhellar, stellir, kvíar, réttir, hellar og hlaðin byrgi.

Dýrmætar fornminjar; skálar, kapellur, dómhringir, lögréttur og virki.

Sögulegir staðir, Garður, Sandgerði, Vogar, Hvalsnes, Básendar, Hafnir, Grindavík, Selatangar, Húshólmi og Krýsuvík.

Grindavík:
Bænahúsið neðan við Hóp – Kapellan austan við Hraun – Stóra-Gerði – Litla-Gerði – Staður – Kóngshellan – Kóngsklöppin (kengur) – Virkið – Einarsbúð – mannvirki á Hópsnesi – fiskibyrgin og fiskigarðarnir í Slokahrauni og austan Ísólfsskála – Selatangar – Húshólmi – Óbrennishólmi – Klofningar (Arngrímshellir – Bálkahellir) – Seljabót. Ægissandur og Hraunkot.
Næsta umhverfi: Vegavinnubyrgin á 12 stöðum – 1917 – 40-50 menn – kostn.: 37.000 kr. – sjást enn.
Skógfellavegurinn – Skipsstígurinn og Árnastígur – Prestastígur.

Hellar við Grindavík – Dýrfinnuhellir – Jónshellir – Guðbjargarhellir – Húsafellshellir – Dátahellir – Brugghellirinn – leita að einum við Eldvörp.

Virkið – Gerðistangarétt – 1552 – Hafnfirðingar – Hafnabúar – Þjóðverjar – 12 menn.

Vogar:
Ströndin með öllu gömlu húsonum og tóttunum – upplandið. Selin og Vogastapi – Stapabúð – Kerlingabúð og Brekka – Hólmurinn.

Garður og Sandgerði:
Stóri-Hólmur – brunnarnir – hestasteinninn – letursteinninn í túnhliðinu – Kistugerði – Síkin – Vatnagarðar – fornmannagrafreitur – Skagagarðurinn mikli – Hafurbjarnastaðir – Kirkjuból – Garðskagi (Byggðasafnið).
Ströndin við Melaberg – Stafnes – Básendar – Gálgar – Þórshöfn – Gamli Kirkjuvogur.

Hafnir:
Strandlengjan – Kirkjuhöfn – Sandhöfn – Hafnarberg – Junkaragerði – Merkines – Kirkjuvogur og Kotvogur (gera upp) – brunnurinn fyrir framan.

Selvogur (lifandi byggðasafn) – Þorlákshöfn – Álftanes og Bessastaðanes (Skansinn).

Keflavík – sel frá Stóra-Hólmi – Keflavíkurborg.

Jón Arason 1550 – synir hans tveir – Kristján skrifari á handtekinn á Kirkjubóli – dráp – flutningur áleiðis að Bessastöðum.

Rúnasteinar: Kistugerði – Garður – Kálfatjörn – Knarranes – Fuglavík – Þórshöfn – Stóra-Vatnsleysa – Stúlknavarða – Kolbeinsvarða? – Prestsvarða – Stóri-Hólmur – Skjónaleiði við Hlið – kross á Vörðufelli.

Sel – 140.

Fjárborgir – 82.

Vötn: Kleifarvatn – Djúpavatn – Seltjörn – Grænavatn – Arnarvatn – Hvaleyrarvatn.

Lækir: Lengi vel talið að Lækurinn í Hafnarfirði væri sá einu. Lækir á Bleikingsdal og Ögmundarhrauni – Vestri og Eystri lækur í Kýsuvík – Króksmýrarlækurinn – Selsvallalækurinn.

Svæði:
Reykjanesviti – brunnur – vegur – viti – draugahellir – sundlaug.

Brennisteinsfjöll – tóttir – ofn – náma.

Kaldársel – 1892 – kort – saga.

Búrfellsgjá.

Vatnsleysustrandarheiðin – sel – fjárhellar (Kálffell).

Hraunin við Grindavík.

Hafnarheiðin – sel – borgir.

Fagradalsfjall – flugvélaflök – náttúran – Drykkjarsteinn.

Selatangar – Hraunsnes – Ísólfsskáli.

Krýsuvíkurbjarg – Selalda – Strákar – Fitjar – Lækur – Ræningjastígur.

Strandarheiði – Strandahellir – Gapið – Bjargarhellir – Vörðufell –Vörðufellsrétt – Hellisholt – hellir – Selvogsrétt – Gjárétt – Kjallarahellir – Eiríksvarða – Staðarsel.

Herdísarvík – Hlínargarður – Krýsuvíkursjóbúð – Herdísarvíkursjóbúð – Langsum og Þversum.

Þjóðleiðir – fjölmargar – Selvogsgatan – Hetturvegur – Sveifluvegur – Ketilsstígur – Þórustaðarstígur – Almenningsvegur/Alfararleið – Fógetastígur.

Framangreint er einungis sýnishorn af mörgu…..