Tag Archive for: Reykjavík

Esja

Gengið var frá Rannsóknarstöð Skógræktarinnar (áður ríkisins, nú Reykjavíkur) eftir stíg að Hvítá og að Álfakirkju. Síðan var ánni (sem er lítið meira en lækur og um leið vatnsforðabúr) fylgt upp fyrir Nípu í Hvítárbotna og Gunnlaugsskarð skoðað sem og Geithóll ofan við Botnana.
Stigur í skogiGengið var undir Rauðhamar og Mógilsá síðan fylgt til baka niður eftir með viðkomu á Rauðhól og Kögunarhól þar sem vetrarblómið og lóan blómstruðu sem aldrei fyrr.
Mógilsá er ríkisjörð í Kollafirði við rætur Esju. Þar er Rannsóknastöð Skógræktar staðsett.
Árið 1967 var ákveðið að efla rannsóknir í þágu skógræktar á Íslandi og var Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði reist fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum sem gefin var í tilefni af heimsókn Ólafs V. Noregskonungs til Íslands árið 1961. Það er eðlilegur þáttur í rannsóknum að prófa nýjar trjátegundir og hefur mikið af því efni endað í brekkunni fyrir ofan rannsóknastöðina. Þar er því einhver fjölbreyttasti skógur landsins og margt forvitnilegt að sjá. Skógurinn er einna mestur í kringum stöðina sjálfa, en hann er í raun trjásafn með tegundum teknum víða að úr heiminum. Í skóginum eru m.a. fágætar tegundir eins og linditré, broddhlynur og risalerki, svo eitthvað sé nefnt, en flestar trjátegundir eru merkt. Öllum er frjálst aðgengi að skóginum. Fjölmargir stígar liggja um skóginn, yfir læki og bakka, skógi vaxnar hlíða í alpaumgjörð Esju, eins vinsælasta útivistarsvæðis höfuðborgarinnar. Stíganetið á Mógilsá tengist Esjustígum en margir minni stígarnir eru í raun tilvalið tilbrigði við hefðbundna Esjugöngu.

HvitaJarðfræði Esjunnar er samofin Kjalarnesmynduninni og því sérstaklega áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.
„Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu sjálfu, ekki síst upp undir brúnum þess.
VatnsthroEldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum. Kjalarnes- og Stardalseldstöðina hefur rekið út af gosbeltinu.
Flest fjöll á Íslandi heita nöfnum sem eru auðskilin. Akrafjall er kennt við akra, Keilir er keilulaga, Herðubreið er herðabreið og Tindfjöll eru tindótt. Nafnið Esja hefur hins vegar vafist fyrir mönnum og fleiri en ein skýring virðist til á því heiti enda er orðið Esja ekki til í íslensku máli.
Vinsælast hefur verið að kenna Esjunafnið við konu af Keltneskum uppruna sem átti að hafa búið að VatnsfordaburEsjubergi eins og kemur fram í Kjalnesingasögu en hún tók við búi af landnámsmanninum Örlygi Hrappssyni hinum Írska.
Fjallið Esja var þó ekki nefnt á nafn sem slíkt en bæjarheitið Esjuberg hefur samkvæmt þessu verið til frá upphafi og allt til þessa dags því enn er búið að Esjubergi. Hinsvegar vilja margir fræðingar frekar meina að Esjuheitið sé norrænt að uppruna og standi fyrir eldstæði eða flögusteina sem notaðir eru til slíks brúks (esje í norsku = eldstæði). Einnig getur Esja þýtt lausar aur- eða snjóskriður. Undan vestanverðri Esjunni koma gjarnan hinar ýmsu gerðir af skriðum undan bröttum hlíðunum og því ekki ólíklegt að bæjarheitið Esjuberg hafi upphaflega tengst því. Síðar meir hefur hið umfangsmikla bæjarfjall Reykvíkinga í heild sinni svo verið nefnt eftir bænum og fengið nafnið Esja.
Upprunalegt heiti fjallsins. Frá Reykjavík séð er Esjan mjög aflöng og flöt að ofan en svoleiðis fjöll eru stundum kennd við bátskjöl. Það er allavega ekkert út í hött að hugsa sér að Esjan hafi upphaflega heitið Kjölur og nesið sem gengur út frá henni nefnt Kjalarnes.
KistufellÞað er þekkt að örnefni eiga það til að flakka á milli staða og því getur verið að Kjalarnafnið hafi vikið til hliðar þegar Esjunafnið var eignað fjallinu og færst yfir á hálendið austur af Kjósinni, sem heitir einmitt Kjölur.
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
NipaVegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá SkofirAkranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
GunnlaugsskardDeilt hefur verið um h
æsta punkt Esjunnar. Vegna þess hve víðfeðm og flöt að ofan Esjan er þá er ekki gott að sjá hvar hæsti punkturinn liggur. Lengi vel var talið að hæsti punkturinn væri austur af Kistufelli þar sem lítill tindur skagar uppúr og blasir við úr Mosfellsdal. Tindurinn var mældur 909 metrar og þótti sjálfsagt að kalla hann Hátind. Við nákvæmari mælingar síðar, kom í ljós að hábungan ofan Gunnlaugsskarðs væri nokkrum metrum hærri eða 914 metrar og var þá nefnd því frumlega nafni Hábunga. Á Esjunni eru því bæði að finna Hábungu og Hátind.
Árið 1877 hófst kalknám í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.
GeithollEftirfarandi vísu má finna um Esjuna:
Esjan er yndisfögur
utan úr Reykjavík.
Hún ljómar sem litfríð stúlka
í ljósgrænni sumarflík.
En komirðu, karl minn! nærri
kynleg er menjagná.
Hún lyktar af ljótum svita
og lús skríður aftan á.“

Svo orti Þórbergur Þórðarson um bæjarfjallið Esjuna.“

RaudhamarEn hvernig myndaðist Esjan? Þannig lýsir Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur, mynduninni, í doktorsritgerð sinni: „Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli.
ThverfellshornÁ sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna.
SkýringarmyndEldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði (3. mynd) hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum. Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof Mogilsaaf völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.

Raudholl

Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegin-eldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
VetrarblomidEldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.

Loa

Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.“
JardfrædikortNánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.
Með því að smella á kortið má sjá það stærra þannig að hægt er að lesa skýringarnar hægra megin. Þá má skoða þversnið af Esjunni (frá NV til SA) frá Hvalfirði um Tindstaðahnúk og Hátind í Leirvogsvatn, svo og þversnið frá Móskarðshnúkum yfir Stardalsöskjuna og í Grímmannsfell. Jarðlagahallinn er til suðausturs og því er elsta bergið í Esjunni vestast (til vinstri), en jarðlögin yngjast eftir því sem austar dregur. Í langa þversniðinu má sjá hvernig móbergsfjöll eru grafin í hraunlagastafla.
Kogunarholl-2Stutta sniðið liggur þvert yfir Stardalsöskjuna. Þar má sjá hallandi bergganga úr basalti og líparíti sem stefna inn að miðju eldstöðvarinnar. Stardalshnúkur er stærsta djúpbergsinnskotið í Stardalsmegineldstöðinni. Glæsileg innskot (rauð á kortinu) er einnig að finna í Kjalarneseldstöðinni í Músarnesi (hjá Brautarholti) og í Leiðhömrum og Þverfelli norðan Kollafjarðar.“

En hvað um örnefni og kennileiti í Esjuhlíðum? Í örnefnalýsingu fyrir Kollafjarðarbæinn segir m.a.: „Upp af gamla bænum í Kollafirði er grasivaxið gil Kollsgil. Þar er sagt að Kolli landnámsmaður sé grafinn.“
GeitholarÍ örnefnaskrá má finna fleiri örnefni tengd sögum og sögnum, t.d. er ofan við Kollafjarðartún lítil lág sem nefnist Kaplalág. Hún var talin álagablettur sem ekki mátti slá því ef það var gert dræpist besti gripur í húsi. Í Geithólum eiga að vera álfabyggðir og er sagt frá því er tveggja ára drengur elti þangað konu sem hann taldi vera móður sína. Utan við Djúpagil niður við sjó er klettur sem nefnist Hengingaklettur. Neðan og austan við sandnámið, niður við sjóinn er Leiðvöllur, þar sem er talið að sé hinn gamli þingstaður Kjalnesinga. Hann fer nú á kaf í flóðum. Þá þá nefna að kalknámur voru í landi Mógilsár t.d. við botn Djúpagils en þar var stundaður námugröfur um 1876.
FornleifÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Mógilsá segir m.a.: „Jörð í Kjalarneshrepp næst vestan við Kollafjörð (jörðina). Þar gaf upplýsingar bóndinn Jón Erlendsson. Hann er fæddur 1900 á Mógilsá og var þar til 1964, en býr nú (1967) að Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Austan við land jarðarinnar er lækur, sem heitir Hvítá. Nafn sitt hefur hann af því að hann steypist hvítfyssandi niður hlíðina. Hvítá kemur ofan úr Hvítárbotnum, en þeir eru ofan við hæð, sem á korti er 343 m., en við þessa hæð er svonefndur Lyngbrekkubolli, er síðar getur.
Þá er bezt að fara niður að sjó og byrja þar. Með fram sjónum heitir hér Kambur bæði innan frá og út með, neðan við bæ. Hvítárós kemur þar í gegnum kambinn úr tjörn, sem þar er ofan við og er aldrei nefnd annað en Tjörnin. Landið upp af henni heitir Veita, en nú skiptist hún af smálæk í Austur-Veitu og Vestur-Veitu. Lækurinn, sem skiptir þessu, heitir Grundarlækur og kemur hér ofan úr brekkunum. Ofan og austan við Veituna eru þrír bungulagaðir klapparhólar, sem heita Geithólar og eru álfabyggðir.
Gomul gataÞegar Jón Erlendsson var tveggja ára, var faðir hans að slá þarna og drengurinn hjá honum. Þá tók hann allt í einu á rás vestur yfir lækinn. Þegar faðir hans náði honum, sagðist hann vera að elta konu, sem hann sá og hélt vera móður sína. Neðan við Geithóla er túnblettur, sem heitir Geithólatún. En ofan við Geithólana er Geithólamýri. Þar er nú sumarbústaður Arons Guðbrandssonar. Upp frá Geithólamýri er svonefnd Fossbrekka, sem dregur nafn af flúð í Hvítá, sem heitir Hvítárfoss.
Brúnin út frá Hvítárfossi heitir Grjótabrún og er heldur ofan við túnið sem nú er. Svæðið fyrir ofan brúnina er allstórt lautasvæði, sem einu nafni er nefnt Kálfalágar. Þetta eru einar átta lautir, sem sumar hafa sérnöfn.
Alfakirkja-2Næst við Hvítá er allstór molabergsklettur, sem heitir Álfakirkja, móti Kaplalág í Kollafirði. Ofar er hvammur, sem heitir Kirkjuhvammur, ofan við Álfakirkjuna. Þar vestar er annar, sem heitir Fagrihvammmur. Næst Kirkjuhvammi er Djúpalaut. Enn ofar, upp með á, er Innstalaut. Eru Kálfalágar þá búnar.
Norðan við Holtið, upp af bænum og Grjótabrún, er stór dalur, sem heitir Kálfsdalur, og skiptist hann í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal. Fyrir ofan Kálfsdal er brekkan grónar skriður. Heitir sú brekka Hákinn og er næst austan við  Stekkjarmelana. Austan við Hákinn eru Línbrekkur, sem eru ofan við Efri-Kálfsdalinn. Þá er næst Kálfsdalslækur. Hann kemur upp ofan við Línbrekkur, rennur svo um Kálfsdali og fer í Grundarlækinn. Þessi lækur er ekki áberandi ofan til nema í leysingum. Austan við lækinn eru tvær lautir, sem heita Krókar. Allt var þetta slegið áður fyrr.

Djupagil

Austan við og hærra en Línbrekkur er stór laut, sem heitir Línbrekknabolli, skammt vestan við Hvítá. Þar uppaf allangt ofar heita Hvítárbotnar. Þar kemur áin upp í einu lagi neðst í Hvítárbotnum. Hærra uppi við Esju neðan við háfjallið er langur klettahryggur, sem heitir Geithóll, 579 m. hár. Vestur af honum fram með háfjallinu er Rauðhamar, og rétt þar vestur af kemur Mógilsá upp.
GongustigurNeðan við Geithól og suðvestur af honum heitir Rauðhólsurð, og þar vestur við Mógilsána er Rauðhóll, sem er 441 m. hár. Hjá Geithól er gil, sem heitir Rjúpnagil. Það er upptök Kálfsdalslækjar. Svæðið frá Rauðhól niður á brúnir hjá Kögunarhól heitir einu nafni Rauðhólalautir. Vestast heita þar Fosslautir, sem eru við Mógilsárfoss. Þar var kalknáma vestan við ána. Vestast móti Mógilsárfossi, sem er efst í gljúfrunum, er hár hóll austur frá Fosslautum. Hann heitir Kögunarhóll. Langabrekka er löng brekka austur og vestur niður undan Kögunarhól frá Mógilsánni. Lág klettabrún er ofan við hana. Austur frá Löngubrekku er Sauðagil, nokkuð breitt gil með grasteigingum upp eftir. Þá er Bæjarlækur, sem kemur ofan úr Rauðhólalautum og rennur um túnið rétt við gamla bæinn. Austan við Sauðagil, beggja vegna við Bæjarlæk, heita Stekkjarmelar. Þeir eru sýnilega sig úr brúninni.
Skofir-2Pallurinn neðan þessa er nú orðinn tún. Þar voru áður nafnlausar flesjur, og grjótmói fyrir ofan. Austur á við, milli Bæjarlækjar og Grundarlækjar, heitir Grundarhóll, stór hóll, eða túnbrekkan sunnan í honum, upp af skógræktarstöðinni. Neðan við hann er slétt tún, sem heitir Grundartún og liggur að Veitunni sem fyrr getur. Ofan við gamla bæinn kemur Bæjargil. Tungan sem það myndar milli Bæjarlæks og Bæjargils heitir Hjarta. Hóll vestur af bæ heitir Fjárhúshóll eða Hóll. Þar stóðu fjárhús áður fyrr. Þessi hóll nær vestur að Mógilsá. Ofan við hólinn er Hvammur efst í túninu, sem áin er að brjóta. Þá er blettur, sem er neðan við veg, nefndur aðeins Blettur. Skriða fór yfir allt nema þennan blett. Þá er komið alla leið út að Mógilsá.
VetrarblomÚt með sjó er þá fyrst eyrin utan við Mógilsá, sem heitir Eyrar. Þá er Tæpagata, þar sem gamli vegurinn lá áður á standklettabrún. Utar er gil, sem heitir Djúpagil. Ofan við eyrarnar ofan við veg er Kvíabrekka. Kvíaklettur var klettur við Mógilsá inn með henni, vestur undan bænum. Ofan við Kvíabrekku er mýri, sem heitir Grafarmýri, og nafnlausir hólar eru þaðan vestur að Djúpagili. Þar upp af við botn Djúpagils, milli þess og Þvergils, er stór hóll, sem heitir Sandhóll. Þvergil fellur í Mógilsá. Ofar er tunga, sem heitir Smágil. Það eru smáskorningar milli Mógilsár og Þvergils. Svæðið þar ofar milli Þvergils og Mógilsár heitir Fláar. Við botn Djúpagils var kalknáma og sást áður móta fyrir garðlagi þar framan í Sandhól. Hún var Kollafjordurstarfrækt um 1876.
Ofan við Þvergil eru svonefndir Fögrudalir. Þar austur á hlíðinni upp frá Mógilsá heitir Vestri-Hákinn, snarbrött vestan við Mógilsárfoss. Svæðið upp frá Fögrudölum og Vestri-Hákinn er stór mýrarfláki, sem heitir Einarsmýri, og nær inn undir há-Esju, eitt bezta haglendi framan í fjallinu, brok og valllendi. Innan við Hákinn er gildrag niður, og brekka þar heitir Sumarkinn. Vestan við Mógilsá og ofar, en neðan við Rauðhamar er Grensöxl. Þar var gren nýlega.
Þá er aftur tekið svæðið utan við Djúpagil með sjónum neðan vegarins.
Fyrst er Stýrimannaklettur. Hann var bungumyndaður að ofan, en er nú (1967) að mestu hruninn. Við sjóinn er Djúpagilsklettur. Utar er Hengingarklettur. Því miður er ekki lengur hægt að nota hann á réttan hátt, sökum þess hve hruninn hann er.
UtsyniVestar er Leiðvöllur, sem talinn er vera hinn gamli þingstaður Kjalarnesþings. Nú er þar aðeins malareyri, sem fellur yfir í flóðum. Ofar var Leiðtjörn, en sandnámið hefur nú eyðilagt hana nema austast. Í hana rann Markagil. (Í landamerkjabréfum er það nefnt Stangargil eða Festargil).
Ofan við Leiðtjörn er flöt, sem heitir Kirkjuflöt, en ekki er vitað um tildrög þess nafns. Svæðið frá Djúpadal að Markagili er melar og klettar og heitir Kleifar. Ofar er Kleifhóll, ofan við veginn. Grýtt brekka eða hvammur með klettum í er austanverðu í Kleifum, vestan Djúpagils og ofan við veginn. Hún heitir Stórsteinabrekka. Nokkuð upp með Markagili, upp af Kleifhól, er brekka vestan við Festi, í austurátt frá bæ sem heitir Festarbrekka, en Festi er klettarani niður fjallið milli Festarbrekku, sem áður segir, og Stórsteinabrekku.
NipulautirFálkaklettur heitir klettur upp af Stórsteinabrekku, en brúnin vestur af honum og upp af Festarbrekku, vestur að Grundará, heitir Skarðabrún, og í hana eru Skörð. Dalirnir upp af Skarðabrún heita Neðri-Skarðadalur, og Efri-Skarðadalur.
Þverfell heitir há-Esjan upp frá Mógilsá, austur að Gunnlaugsskarði, og er Þverfellshorn vestast. Merkin liggja um Skarðadali í Gljúfurdalsháls og síðan í Þverfell og Þverfellshorn.“
Þá er minnst á Nípu, vörðulagaðan klett. „Þar upp af eru Nípulautir, bezta berjalandið í landareigninni“.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Emil Heimir Valgeirsson.
-Ingvar Birgir Friðleifsson.
-visindavefur.is
-Guðrún Kvaran.
-Örnefnalýsing Mógilsár – Ari Gíslason.
-wikipedia.com

Esja

Gengið um Esjuna.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000.
EsjubaeklingurSkógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.
Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.
Hægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.
Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Esja

Áð í hlíðum Esju.

 

Esja

Gengið var um Esjuhlíðar.
Haldið var upp frá Esjustofu, gengið í gegnum trjásafnið við KvíRannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, skoðuð Álfakirkja, gengið upp með Hvítá í Hvítárbotna með viðkomu á Nípu, Rauðhóll skoðaður sem og Geithóll áður en haldið var niður með Mógilsá að gömlu Kalknámunni, farið um Kögunarhól og síðan niður með honum austanverðum að upphafsstað með viðkomu í Kvíabrekku.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000. Skógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.
Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.
AlfakirkjaHægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.
Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni til fjallsins hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
KogunarhollÍ Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

Fyrir 2.8 milljónum ára gaus Kjalarneseldstöðin sem bar megineldstöð gosbeltis sem liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit norður í Langjökul. Í milljón ár var eldstöðin virk en á þeim árym gengu einnig 10 ísaldir yfir.
Varda á KogunarholÁ þessu tímabili myndaðist Esjan og hluti af berggrunninum undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós. Bergið í Esjunni myndaðist því annars vegar í gosi undir jökli, en þá hleðst gosefnið upp í móberg sem er dökkt á litinn, og hins vegar úr hrauni úr megineldstöðinni sem annað hvort hlóðust upp á, eða ofan á móbergið.
Smám saman færðist mesta eldvirknin yfir í Kistufellið þar sem varð til stærðarinnar eldfjall. Þaðan runnu þunnfljótandi hraunlög sem mynduðu hraunlagsbunka sem myndar nú topp Esjunnar. Næstu milljón ár var svo Esjan sorfin til af ísaldarjöklinum í það landslag sem við þekkjum í dag.

Kvíabrekka
KalknamanÍ Kvíabrekku er mikið úral áningastaða og fjölbreytt fuglalíf. Í hlíðinni er einnig gömul hringlaga kví þar sem kindur voru mjólkaðar fyrrum.

Kögunarhóll
Í Kögunarhól telja margir vera huldufólksbyggð.

Kalknáma
Ofan við gilið í Mógilsá er gömul Kalknáma. Þaðan var byrjað að vinna kalksteindir um 1890. Kalkið var brennt þar sem nú er Kalkofnsvegur í Reykjavík. Meðal bygginga sem kalkið var notað í er Elliðavatnsbærinn.
[Það var reyndar árið 1877 að kalknám hófst í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.]

Álfakirkja
Kalknaman-2Til er þjóðsaga um lítinn dreng sem hvarf á þessu svæði.
Sagan segir að drengnum hafi fundist hann heyra móður sína kalla á sig og hafi rödd hennar borist úr klettinum. Drengurinn gekk á hljóðið en aldrei sást til hans eftir þetta. Talið er að hann hafi verið hrifinn inn í Klettinn.

Gunnlaugsskarð
Gunnlaugsskarð er í rauninni lægð á flatlendi Há-Esjunnar og liggur í 850-900 m yfir sjávGamall stigur í Esjuarmáli. Í lægðinni, vestan við Kistufell er snjóskafl sem er notaður sem mælikvarði á hitasveiflur. Frá síðustu aldarmótum hefur skaflinn alltaf bráðnað og horfið í lok sumars.

Langimelur
Langimelur myndaðist að öllum líkindum í lok síðustu ísaldar og er hjalli úr fíngerðu jökulseti. Melurinn er líklega eini sethjallinn frá ísaldarlokum á höfðuborgarsvæðinu (sjá þó Blesaþúfu) sem er enn óraskaður. Vestan hans er jarðfalladalur sem áhugavert er að skoða.
 

Á bakaleiðinni rataði FERLIR inn á gamlan gróinn stíg áleiðis upp á Esjuna, sem virtist mun greiðfærari en sá sem nú er mest genginn. Vegna þess hversu vinsæl gönguleiðin er væri ekki vanþörf á að endurvirkja gömlu stígana og merkja hin mörgu merkilegheit sem finna má í hlíðunum.
Sjá meira um jarðsögu og örnefni Esjunnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Esjan

Gengið á Esjuna um Mógilsá.

Hestbak

Skoðaðar voru minjar á og við Geitháls. Í bókinni Áfangar, ferðahandbók hestamannsins, segir m.a. um staðinn: „Gjótulág er á mörkum þeirrar jarðar í Mosfellssveit, sem áður hét Vilborgarkot, og Hólmsheiðar.

Vilborgarkot

Vilborgarkot – loftmynd 1953.

Þarna við norðaustanverð vegamót Suðurlandsvegar og vegar yfir Mosfellsheiði (lagður um 1887) reis býlið Geitháls. Veginum við Gjótulág var breytt 1984 og hann færður vestar.
LeifarBærinn í Elliðakoti stóð við brún Mosfellsheiðar. Þar komu saman ofan af heiðinni gamlar lestarleiðir bæði austan úr Grafningi og austan yfir Hellisheiði. Aðrar leiðir voru litlu norðar. Í Elliðakoti bjó um aldamótin og hafði lengi búið Guðmundur Magnússon (1842-1929). Hann var lærður smiður og einn af framámönnum í Mosfellssveit um sína daga. Haraldur Norðdahl telur og víst að afi sinn hafi jafnframt haft allnokkrar tekjur af ferðamönnum. Auk Elliðakots átti Guðmundur Vilborgarkot handan við Ósinn, eða Gudduós.
TröppurÍ ljósi nýrra ferðahátta færði Guðmundur Magnússon sig um set og byggði árið 1906 við krossgöturnar austan Gjótulágar reisulegt hús ásamt útihúsum, meðal annars fyrir hesta. Nefndi hann staðinn Geitháls eftir hálsinum eða ásnum fyrir ofan. Í ásnum átti áður að hafa verið geitakofi frá ábúanda í Vilborgarkoti. Enginn virðist veita nú hvar ásinn er. Norður af bæjarstæðinu og rétt austan vegar úr Gjótulág er þó ás eða háls með vallgróinni rúst, sem gæti verið Geithálsinn (Geitásinn).
Stuttu síðar lagðist byggð af í Vilborgarkoti og nytjaði Guðmundur landið frá Geithálsi. Festist það nafn svo við landið og jörðina. Guðmundur rak greiðasölu á Geithálsi til ársins 1919. Seldi hann þá landið og fluttist burt. Var Geitháls á þessum árum vinsæll áningarstaður manna, sem fóru um veginn í hestvögnum eða ríðandi.

Geitakofinn

Blómaskeið veitingareksturs að Geithálsi var um það bil tuttugu ár eða svo. Eftir því sem bílaumferð óx, eftir 1919, dró úr vægi slíkra veitingastaða og þeir áttu örðugar uppdráttar. Á Geithálsi skipti það svo sköpum er umferð til Þingvalla lagðist af yfir Mosfellsheiði eftir Alþþingishátíðina 1930. Vegurinn fékk þá nafnið gamli Þingvallavegur.
Geitháls lenti í hers höndum árið 1940. Tóku Bretar húsin og hlóðu þar garða mikla og höfðu birgðastöð. Þá tóku þeir efri hæðina af húsinu. Þeir byggðu og mikla braggaþyrpingu til norðurs beggja vegna við veginn úr Gjótulág. Eftir stríðið hélst þó enn um hríð greiðasala í gamla húsinu á Geithálsi. Ekki er okkur kunnugt um hvenær hún lagðist af, en húsið mun hafa verið rifið stuttu eftir 1955.

Geitháls

Geitháls.

Síðar reisti Olíuverslun Íslands skála á Geithálsi og var þar með bensínsölu og nokkra verslun og greiðasölu á árunum 1958-1972. Þá var kominn nýr vegur fyrir sunnan Suðurlandsveginn gamla og Geitháls [féll] aftur úr leið.

Geitháls

Geitháls 1920-1935.

Á Geithálsi sér nú fyrri mannvirkja engan stað, ef undan eru skildir nokkrir grunnar og hleðslur. Það mannlíf, sem þar var í nær sjötíu ár, er nú þegar að miklu gleymt.

Geitháls

Geitháls 1907 – útihús.

Þegar Guðmundur Magnússon fluttist frá Geithálsi kom þangað Helgi Jónsson, sem oftast var kenndur við Tungu í Reykjavík. Var hann þekktur hestamaður og var mikið um að vera á Geithálsi í hans tíð. Helgi flyst frá Geithálsi að því best verður séð árið 1928. Sama ár kaupir Gunnar Sigurðsson kaupmaður í Von (1884-1956) Norðurhólma af eiganda Geitháls, væntanlega Helga Jónssyni, og reisti þar nábýli og nefndi Gunnarshólma. Ólafur Sigurjónsson frá Geirlandi segir þó að Gunnar muni hafa byrjað þarna framkvæmdir fyrr, á árunum 1926-1927.
Gunnar byggði á jörð sinni myndarleg íbúðarhús og peningshús, sem enn standa, og ræktaði mikinn töðuvöll svo sem sjá má. Þegar mest var bú á Gunnarshólma voru þar nær þrjátíu nautgripir, á annað hundruð fjár, mikið af fuglum og svínum, svo og minkar og refir. Var þetta mikið bú og mikið í lagt. Erfiðust var þó túnræktin.“

Geitháls

Geitháls 1925.

Forvitni lék á staðsetningu nefnds „geitakofa“ á Geithálsi. Auðvelt var að finna hann m.v. lýsinguna. Reyndar fellur hann nokkuð vel inn í ásinn, en þegar nær var komið mátti glögglega sjá minjarnar. Annars eru geitur skondnar kýr.

Geithals-26

Erla Norddahl sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu um Geitháls frá Noregi:
„Bara smá upplýsingar um Geitháls, sem tilheyrði Kópavogi. Þótt ég hafi alist upp á Hólmi, fædd árið 1954, upplifði ég að fara inn i gamla veitingahúsið, sem langafi minn byggði. Veitingarekstri var hætt þar um 1960.
Sløkkvilið Reykjavíkur kveikti i gamla húsinu eitt dimmt vertarkvøld (1961) sem „æfingu“. Mikið hefur farið forgørðum, bæði hér og þar í nafni framfara.
Annars góður vefur hjá ykkur og þakkir fyrir það, en reynið endilega að leggja inn fleiri gamlar ljósmyndir.“

Heimild:
-Áfangar – ferðahandhók hestamanna, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.

Geitháls

Geitháls – minjar.

Árbær

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur 2017 er fjallað um „Borgarhluta 7 – Árbæ„. Þar segir m.a.:

Staðhættir og örnefni

Árbær
Svæðið sem hér er til umfjöllunar einkennist af holtum og ásum, árhólmum og ísaldaráreyrum. Á milli Árbæjar- og Breiðholts er Elliðaárdalur og um hann falla Elliðaárnar. Þær eiga upptök sín í Elliðavatni og falla til sjávar í Elliðaárvogi, en þessi örnefni eru dregin af nafni skips Ketilbjörns gamla landnámsmanns, sem kallað var Elliði samkvæmt Landnámabók.

Árbær
Vestast á svæðinu og sunnan við Ártún renna austur- og vesturkvíslir Elliðaánna og á milli þeirra eru Árhólmar, en áður fyrr hlupu árnar um hólmana í mörgum farvegum. Yfir Árhólmana lá gamla þjóðleiðin á milli Bústaða og Ártúns um Árúnsvað. Sunnar við árnar eru Blesugróf og Blesaþúfa. Austan við Elliðaárnar er bæjarstæði Ártúns á háum hól og þar norðan og austan við er Ártúnsbrekka og Ártúnsholt sem áður hét Árbæjarholt. Ártúnsbrekkan hefur lengi verið vinsæl skíðabrekka. Frá Ártúni lá gamla leiðin um Reiðskarð að Árbæ. Frá Árbæ lá leiðin síðan til austurs þar sem í dag er Rofabær. Þar voru Breiðumóar. Norðan við Bæjarháls voru Stekkjarmóar og Stekkjarurð. Sunnar voru Eggjar ytri, Eggjar innri og Pálsbyrgi, sem talið er að hafi verið býli einsetumanns.
Árbær
Milli Elliðaárkvíslanna, austan Árbæjarstíflu og að Þrengslum, er Blásteinshólmi. Talið er að nafnið sé dregið af dökkum steini í hólmanum, en önnur skýring er að hann hafi upphaflega heitið Blasíushólmi og sé þá kenndur við dýrling kirkjunnar (bænhússins) í Breiðholti sem var helgað heilögum Blasíusi. Við siðaskiptin hefur nafninu síðan verði breytt.

Árbæjarsel

Árbæjarsel í vestanverðum Selási, eitt af tveimur. Hitt var í Nónhæð ofan við Gröf.

Austar er Selás og þar suðaustan við er Sauðadalur. Talið er að sel hafi verið þar fyrr á tímum, en engar heimildir eru um það og engar seljarústir þekktar. Selið hefur þó líklega tilheyrt Árbæ. Sunnan við Sauðadal er lítill ás sem heitir Sauðaskyggnir. Syðst í Selásnum er Brekknaás.

Árbær
Efsti hluti Elliðaánna rann áður fram í tveimur farvegum að Þrengslum. Þeir voru annars vegar Bugða, sem rann að austan með Norðlingaholti, Brekknaási og Selási að Þrengslunum, og hins vegar Dimma, sem rann úr Elliðavatni að vestan. Á milli þessara áa var stór hólmi, Árbæjarhólmi, en syðst var hann nefndur Vatnsendahólmi. Við byggingu eldri Elliðavatnsstíflu á árunum 1924-1928 stækkað Elliðavatnið um tvo þriðju hluta og Elliðavatnsengjar og farvegur Bugðu fóru undir vatn. Því vatni sem eftir rann fram um eystri flóðgáttina um gamla farveg Bugðu var þá veitt í Dimmu um Skyggnislæk og Árbæjarhólmi varð þá ekki hólmi lengur. Það svæði kallast nú Víðivellir. Þar eru reiðvellir hestamannafélagsins Fáks og Víðidalur, þar sem austasta hesthúsahverfið er undir Brekknaási.
Árbær
Breiðholtsbraut liggur síðan eftir Markargrófinni en þar var áður fjölfarin gömul leið. Austan Breiðholtsbrautar eru síðan Klapparholtsmóar og Klapparholt en þar er í dag hverfið Norðlingaholt. Norðlingaholtið sjálft er mun sunnar eða þar sem Bugða rennur í dag í Elliðavatn. Baldurshagi var nálægt því þar sem bensínstöð Olís (Norðlingabraut 7) er nú.

Landsvæðið sem núverandi borgarland Reykjavíkur nær yfir skiptist á öldum áður upp í jarðir lögbýla og svæðið sem hér er til umfjöllunar, borgarhluti 7, tilheyrði að mestu fjórum jörðum, Bústöðum, Ártúni, Árbæ og Gröf, en lítill hluti Breiðholti. Allt voru þetta frekar smáar jarðir, nema Gröf. Jarðirnar voru lagðar til Viðeyjarklaustur en það var stofnað árið 1226. Klaustrið hafði mikil stjórnsýsluleg völd á þeim tíma. Við siðaskiptin 1550 urðu allar eignir klaustursins eignir Danakonungs. Konungur seldi síðan jarðirnar árið 1838 og komust þær þá í einkaeigu.

Bústaðir
Bústaðir
Vestasti hluti svæðisins tilheyrði að mestu jörðinni Bústöðum. Bústaðir hafa snemma verið byggðir. Jarðarinnar getur fyrst í Þorláks sögu, þar sem greint frá jarteinum sem áttu sér stað á bænum árið 1325 og tengdust kirkjunni í Breiðholti. Jón Bergþórsson var eigandi Bústaða árið 1535 en það ár kærði Alexíus ábóti í Viðey hann fyrir „að hann hafði farið í Elliðaá og haft klaustursins net og eignað Bústöðum fors í ánni eðr streing“.
Á Bústöðum fæddist um aldamótin 1500 Núpur nokkur Jónsson sem ásamt mörgum öðrum stóð að vígi Diðriks af Mynden. Frá þessu segir hann sjálfur í víglýsingarvitnisburði frá 10. nóvember 1539.
Árbær
Það landsvæði Bústaða eru Árhólmarnir, en hólmanir koma fyrir í heimildum frá seinni hluta 17. aldar þegar þar var aftökustaður. Um miðja 18. öld var vatnið úr Elliðaánum nýtt til að snúa hjólum þófaramyllu Innréttinganna, en þar á bakkanum voru einnig litunar- og sútunarhús sem tilheyrðu starfsemi Innréttinganna.
Reykjavíkurbær keypti Bústaði árið 1898 og árið 1923 var Bústaðaland lagt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Búskapur var stundaður að Bústöðum allt fram undir 1970.

Ártún

Artún

Ártún.

Austan við syðri Elliðaárkvíslina var jörðin Ártún en um kvíslina lágu sveitafélagsmörk til ársins 1929.
30 Einungis syðri hluti jarðarinnar er innan borgarhlutans en þar er hluti Ártúnsholts í dag. Bæjarstæði Ártúns er á háum hól vestan undir Ártúnsbrekkunni, en þar eru friðaðar fornleifar.
Jarðarinnar Ártúns er ekki getið í Íslensku fornbréfasafni en menn hafa getið sér þess til að jörðin Árland neðra, sem getið er um í Vilchinsbók frá 1379, þá eign kirkjunnar í Nesi, og í Gíslamáldaga frá 16. öld, sé umrædd jörð.
Árbær
Ártún var lengi vel í alfaraleið og þar var stunduð greiðasala og gistiþjónusta á seinni hluta 19. aldar.
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jarðirnar Ártún, Árbæ og Breiðholt ásamt hluta úr Gröf, vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda, því fyrstu hugmyndir voru að taka neysluvatn úr Elliðaánum fyrir þéttbýli í Reykjavík. Á árunum 1920-1921 voru Elliðaárnar virkjaðar og mannvirki Elliðaárvirkjunar reist við Ártún.
Árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Árbær
Árbær
Austur af Ártúni var jörðin Árbær, en bæjarhúsin eru nú innan safnsvæðis Árbæjarsafns. Hluti núverandi byggðar í Ártúnsholti og neðrihluti Árbæjarhverfis eru byggðir í landi Árbæjar, en jörðin lá upp með Elliðaánum og tilheyrðu Blásteinshólmi og Árbæjarhólmi henni.
Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Árbær
Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.
Sá atburður sem eftirminnilegastur hefur þótt í sögu Árbæjar er sakamál sem átti sér stað árið 1704, en þá var tvíbýli í Árbæ og annar bóndinn varð hinum bóndanum að bana við Skötufoss í Elliðaánum.
Árbær
Síðustu ábúendur í Árbæ voru hjónin Margrét Pétursdóttir og Eyleifur Einarsson sem bjuggu þar frá 1881 og dóttir þeirra Kristjana, sem tók við búinu árið 1935 og bjó þar til 1948, en þá fór bærinn í eyði. Í tíð Margrétar og Eyleifs var fjölsótt greiðasala í Árbæ, með svipuðu móti og verið hafði í Ártúni.
Saga Árbæjar eins og Ártúns er einnig samofin nýtingu Elliðaánna. Eins og áður segir keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jörðina ásamt Ártúni og fleiri jörðum árið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og árið 1929 voru jarðirnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Gröf

Gröf

Gröf – bæjarstæðið.

Austur af Árbæ var jörðin Gröf. Austurhluti Árbæjarhverfis, Selásinn og allt Norðlingaholtið er í landi Grafar. Svæði þetta hefur verið beitiland að mestu á öldum áður. Austast, þar sem Norðlingaholt er í dag, voru áður nefndir Klapparholtsmóar en þar var býlið Klapparholt.
Norðlingaholtið sjálft er mun sunnar eða við Elliðavatn, en þar er talið að hafi verið þingbúðir Norðlendinga og tengist það sögu þingsins í Þingnesi við Elliðavatn.

Elstu skriflegu heimildir um jörðina Gröf eru í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352. Þá átti kirkjan „…gelldfiar rekstur j grafarlannd j lambatungur“
en ekki er tekið fram hver hefur verið eigandi jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs árið 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist þó hafa verið komin í einkaeigu í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu.

Grafarkot

Grafarkot 2022.

Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit. Þar með var Gröf aftur komin í einkaeigu. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð einhvern tíma fyrir 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Árið 1907 var bærinn Gröf fluttur að Vesturlandsvegi og ný bæjarhús reist og nefnd Grafarholt.
Um aldamótin 1900 bjó þar Björn Bjarnason hreppstjóri og alþingismaður. Jörðin Grafarholt var ekki lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur fyrr en árið 1943, en meginhluti hennar var síðan tekinn eignarnámi 1944. Allt landsvæði austan Elliðaáa tilheyrði áður Mosfellssveit.

Norðlingaholt og Oddagerði
Árbær
Við Elliðavatn er landsvæði sem kallast Norðlingaholt og liggur það mun sunnar en núverandi íbúðahverfi með sama nafni. Þetta landsvæði tilheyrði jörðinni Gröf. Um uppruna örnefnisins Norðlingaholts eru nokkrar kenningar. Ein kenning er sú að vermenn sem komu af Norðurlandi (Norðlingar) og hugðust fara til róðra eða skreiðarkaupa á Suðurnesjum hafi áð við holtið og þar hafi einnig oft skilið leiðir þeirra á milli eftir því hvert á Suðurnesin átti að halda. Að sama skapi hafi þeir komið saman við holtið þegar haldið var heim norður. Hin kenningin, sem blaðamaðurinn Árni Óla hélt á lofti, er sú að holtið sé kennt við fornar þingbúðir Norðlinga sem sóttu hið forna Kjalnesingaþing við Þingnes og að Norðlingar hafi verið þeir sem komu frá Borgarfirði og jafnvel Hvalfirði.

Árbær
Búðirnar eru merktar inn á kort frá árinu 1880 sem talið er gert af Benedikt Gröndal. Árið 1897 sýndi Benedikt Sveinson alþingismaður fræðimanninum Daniel Bruun búðir í Norðlingaholti og taldi að búðirnar væru frá því áður en Alþingi var stofnað.
Fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson og Bjarni F. Einsson hafa skráð eina búð á svæðinu í Fornleifaskrá Reykjavíkur. Hvort um þingbúð er að ræða eða ekki er ekki vitað, þar sem engin eiginleg fornleifarannsókn hefur farið fram á þessum stað, en slík rannsókn væri nauðsynleg til að komast að aldri rústarinnar. Hins vegar er öruggt að þing var við Elliðavatn í Þingnesi og hugsanlega tengjast þessir staðir.
Á þessum slóðum var býlið Oddagerði eða Oddagerðisnes en nokkurs ruglings virðist gæta um nákvæma staðsetningu þess. Líklega hefur kort Benedikts Gröndal frá 1880 aflvegaleitt marga sem skrifað hafa um svæðið, en Benedikt merkir örnefnið Oddagerðisnes (Oddgeirsnes) inn á næsta tanga fyrir vestan Norðlingaholt. Oddagerði er nefnt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem eyðibýli og þar sagt hafa farið í eyði fyrir löngu en nýtt af ábúendum Grafar og Árbæjar.54 Í örnefnaskrá sinni frá um 1900 lýsir Björn Bjarnason, hreppstjóri og ábúandi í Gröf, þar rústum og görðum og telur þessar minjar mjög gamlar. Björn staðsetur Oddagerði sunnan við Skyggni (Oddaskyggni). Það svæði fór undir vatn við gerð Elliðaárstíflu á árunum 1924-1928, en á loftmynd frá árinu 1954, sem hefur verið tekin þegar mjög lágt var í vatninu, má greina þar rústir og garða.

Fornar leiðir og greiðasala
Árbær
Elsta þjóðleiðin til og frá Reykjavík lá frá Skólavörðuholti um Öskjuhlíð og áfram austur Bústaðaholt á þeim slóðum þar sem Bústaðavegur er nú. Frá Bústöðum lá leiðin austur yfir vaðið á vestari kvísl Elliðaánna, um Árhólmann sunnan við Drekkjarhyl og rústirnar af húsum Innréttinganna og yfir eystri kvísl Elliðaánna á Ártúnsvaði, rétt austan við þar sem Toppstöðin er í dag og framundan bæjarhól Ártúns. Á meðan Ártún var í þjóðleið var rekin þar greiðasala. Þaðan lá leiðin að Árbæ um Reiðskarð en þar var skarð í gömlu ísaldaráreyrina og því greiðast að fara þar upp.
Leið þessi var aðalvegurinn austur úr bænum þar til byggðar voru tvær brýr yfir Elliðaárnar árið 1883 og nýr vegur var lagður í framhaldi af Laugavegi norður fyrir Grensás og í gegnum Sogamýri, sem ýmist var nefndur Suðurlandsvegur eða Suðurlandsbraut (núverandi Suðurlandsbraut). Fyrir austan brýrnar færðist vegstæðið norðar og eftir það var Ártún ekki í sömu alfaraleið og áður og greiðasala lagðist af þar. Um svipað leyti hófu ábúendur í Árbæ rekstur greiðasölu, eins og áður er nefnt, sem var rekin þar fram undir 1940.

Árbær
Um 1900 var búið að gera vagnveg frá Elliðaárbrúm að Árbæ og áfram austur. Þessi vegur (gamli Suðurlandsvegur) er þar sem gatan Rofabær er nú. Vegurinn hélt síðan áfram til austurs framhjá Rauðavatni og að Geithálsi.
Áður lá vegurinn hjá Rauðavatni aðeins sunnar, samanber kort sem til er af svæðinu frá 1902, en þar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er sennilega elsti slóðinn sem lá á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og er líklega elsti forveri Suðurlandsvegar (merktur rauður á kortinu). Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Norðlingabraut. Annar slóði lá suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina og inn að Norðlingaholti (merktur grænn á kortinu). Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nyrsti hluti hans nú notaður sem reiðvegur. Þá lá slóði yfir Klapparholtsmóa og Klapparholtsvað vestan við býlið Klapparholt yfir að Elliðavatni, merktur blár á kortinu). Inn á kortið er einnig teiknaður vagnavegurinn meðfram Rauðavatni eða fyrsti Suðurlandsvegurinn, merktur svartur á kortinu).

Herskálahverfi og aðrar herminjar
Árbær
Á stríðsárunum reistu hernámsliðin nokkur lítil braggahverfi austan Elliðaáa. Í landi Ártúns voru fimm herkampar reistir og stóðu þrír þeirra á því svæði sem borgarhlutinn Árbær nær til. Sunnan bæjarhóls Ártúns var Camp Alabaster sem var um tíma aðalbækistöð breska setuliðsins. Síðar tóku Bandaríkjamenn yfir herskálahverfið og nefndu það Camp Pershing. Í Ártúnsbrekku, norðan við bæjarhólinn, var Camp Battle og þar norðan við var Camp Hickam. Einu ummerkin sem eftir eru um hernaðarmannvirki á svæðinu eru í Ártúnsbrekkunni, þar sem er dæld eftir sandpokavígi á einum stað og neðanjarðarbyrgi sem búið er að byrgja fyrir á öðrum stað. Þar er einnig að finna jarðhýsi sem reist voru sem kartöflugeymslur árið 1946 en við byggingu þeirra var nýtt efni úr geymslum sem setuliðið hafði látið reisa á Íslandi.

Hernám

Ofarlega í Elliðaárdal, þar sem nú er skeiðvöllur Hestamannafélagsins Fáks, var nokkuð stórt braggahverfi, Camp Baldurshagi. Nafnið á kampinum er villandi vegna þess að hann er á allt öðrum stað en hinn upprunalegi Baldurshagi sem var við Suðurlandsveg (sjá að ofan). Í Camp Baldurshaga voru fyrst breskir hermenn en síðar landgönguliðar bandaríska sjóhersins. Þar má enn sjá braggagrunna upp með ánni. Eitt húsanna sem reist voru fyrir yfirmenn setuliðsins var síðar flutt í Seláshverfi og mun standa þar enn samkvæmt munnlegum heimildum, en líkt og víðar í borgarlandinu eru annars fá ummerki um mannvirki frá hernámsárunum á þessu svæði.

Austan við Baldurshaga við Suðurlandsbraut (austan við núverandi bensínstöð Olís í Norðlingaholti) var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla. Þar voru lengi sjáanlegir braggagrunnar.
Á austurjaðri borgarhlutans, við Sandvík norðvestan Rauðavatns, er einnig að finna minjar frá hertíma en þar var Camp Buller, höfuðstöðvar strandvarna eða loftvarnastórskotaliðs.
Á staðnum eru steyptar undirstöður bragga auk bryggju, en Rauðavatn var töluvert stærra á hernámsárunum en nú. Sunnar, við lítinn tanga austan við Rauðavatn, er að finna hringlaga tóft, hugsanlega stríðsminjar.

Árbæjarsel II

Árbæjarsel

Árbæjarsel í vestanverðum Selási, eitt af tveimur. Hitt var í Nónhæð ofan við Gröf.

Tvær heimildir er að finna í örnefnalýsingum um sel frá Árbæ. Í annarri þeirra segir: „Sel hefur verið suðaustan undir ásnum. Það er í Árbæjarlandi“. [Hér er áttvið sel í Nónhæð fyrir ofan Gröf. Þar eru minjarsels, húsatóftir og stekkur.]
Í hinni segir: „Vestur af Markgróf er Sauðadalur. Þar byggði Jens Eyjólfsson (árið 1933). Þar vestur af er Selás, sem dregur nafn af því, að í Sauðadal vestan til var sel, líklega frá Árbæ.“ Hugsanleg staðsetning sels er þá norðan við gamla húsið Selásdal út frá þessum lýsingum, eða á því svæði þar sem í dag er Suðurás 16-24. Ef loftmyndir frá árinu 1956 eru skoðaðar má sjá rústarsvæði nær gamla farvegi Bugðu sem gæti hafa verið sel. Það eina sem styður þá staðsetningu frekar, er að sel eru oftast nálægt ám eða lækjum. Nú eru þarna hesthús Fáks.
[Vestur í Selási eru enn tóftir, bæði húsa og hlaðinn stekkur].

Heimild:
-Byggðakönnun, Borgarhluti 7 – Árbær, Borgarsögusafn Reykjavíkur 2017.
Árbær

Lækjarbotnar

Í Lækjarbotnum er hellir skammt ofan við tóftir Örfiriseyjasels.
Þar munu þau Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafa hafst við um tíma á ofanverðri 18. öld. Þau höfðu verið strýkt Laekjarbotnar-4veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll segir í Setbergsannál, ÍA IV, 119-1220.  Dauðadómurinn er prentaður í Alþingisbókum Íslands VII, 403 og segir þar að þau skötuhjú hafi verið höndluð „í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. Octobris [1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum [voru síðan dæmd fyrir 3 hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu á Bakkárholtsþingi og úttóku líkamlega refsingu á Kópavogi 3.12.1677 fyrir útileguna og þar af hnígandi þjófnaðar aðburði, þar eftir voru þau afleyst af biskupinum og Eyvindur tekinn aftur af konu sinni]. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræðapersónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta nokkrum í Ölvesvatns landeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar [og voru þau svo ströffuð af lífinu eftir Stóradómi 3.“
Laekjarbotnar-5Í Engidal í Hengli er hellir sem einnig er talinn vera útilegumanna-bústaður. Talið er að fyrrnefnd Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útleigð þeirra, vorið 1678. Eyvindur þessi kom um einni öld á undan þeim Fjalla-Eyvindi sem flestir kannast við. En þeir voru alnafnar.
Hellir þessi er efst í móbergshnúknum og snýr hellisskútinn í suður og blasir hann við frá sæluhúsinu. Hellirinn er um 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hæðin er um tveir metrar og nokkuð jafn. Hleðslurnar sem hafa verið fyrir opinu að hellinum eru að miklu leyti hrundar en þó eru um 50 sm há hleðsla sem stendur eftir.
Lýður Björnsson segir svo um hleðslu fyrir hellismunnanum í Engidal. „Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og hæðóttur. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni“. Laekjarbotnar-6
Annar hellir er aðeins 40 metrum frá „stóra“ hellinum og aðeins neðar. Sá hellir er mun þrengri og dýpri, um 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. En hleðslur eru fyrir mynni þessa hellis einnig. Mjög gott skjól hefur verið úr þessum helli og hefur hann verið ákjósanlegt svefnstæði en hann er mjög þrifalegur og mjúk möl er á gólfi hellisins. Ekki eru neinar mannvistarleifar í helli þessum.
Lýður minnist á að mögulegt sé að hleðslur þessar hafi verið skjól fyrir hreindýraveiðimenn eða skýli fyrir nautreka en trúlegast finnst honum þó að þessir hellar hafi verið skjól fyrir Fjalla-Eyvind og Margréti í seinni útlegð þeirra, vorið 1678. Minnst er á það ár í annálum: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin.  Þau tóku sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi.“ Fitjaannáll  ÍA II, 247.  sbr. Hestsannál ÍA II, 512.  1678: „Höggvinn maður á alþingi, hét Eyvindur Jónsson, er hlaupið hafði úr Ölvesi frá konu sinni meða aðra konuvestur undir Jökul og héldu sig þar fyrir hjón, fóru síðan þaðan og fundust við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét Símonsdóttir; henni drekkt í Öxará.“
Í þessari frásögn er minnst á helli á Mosfellsheiði, hér á hugsanlega átt við umræddu hella í Engidal.

Engidalur

Skjól í Engidal.

 

 

Lögberg

Í Ísafold árið 1908 má lesa eftirfarandi um „Stofnun nýbýlis á Lögbergi“: „Lögberg nefni eg greiðasöluhús mitt, nýtt og vandað steinhús, bygt við Fossvallaklif, fyrir ofan Lækjarbotnabæinn sem eg hefi lagt í eyði. – 15. des. 1908. – Guðni H. Sigurðsson.“
logberg 1958Í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1963 er fjallað um Lögberg: „Sögu Lögbergs er lokið. Síðustu árin hefur húsið staðið autt og yfirgefið, það hafa margir átt leið um veginn eins og áður, en enginn ber að dyrum, enginn á þangað erindi lengur. Ekki alls fyrir löngu átti ég leið þarna framhjá. Það var á sunnudegi. Veður var kyrrt og bjart og fagurt til fjalla. Þó mátti sjá, að haustið var á næstu grösumum. Lyngið í Selfjallinu var orðið eldrautt í brekkum og kvosum, grasviðurinn gulur, það sló brúnleitum blæ á ásana í heiðinni. Hengillinn og Esjan höfðu líka skipt um lit og fengið hvítan koll um nóttina. Undanfarnar vikur hafði verið unnið að. því að rífa Lögbergshúsið gamla. Verkinu var langt komið og þennan morgun hafði verið kveikt í tróði og rusli í hústóttinni og steig reykurinn frá rústunum hátt til lofts í góðviðrinu. Framundan dyrunum lá spýtna brakið úr húsinu í hrúgu. Sú var tíðin, að öðruyísi var hér um að litast og meiri reisn yfir staðnum, sól skein á þil og glugga, blár eldhúsreykur liðaðist vingjarnlega upp frá bænum undir Fossvallaklifinu, dyrnar stóðu opnar, en húsráðendur biðu á hlaði úti og fögnuðu gestum af alúð og innileik. Ei framar spyr að föllnum garði.
Strætisvagninn á Lögbergsleiðinni er auðkenndur Lækjarbotnar. Sumir hafa furðað sig á þessu. Þetta er þó. ekki út í hött. Býlið heitir Lækjarbotnar frá fprnu fari, og nafnið er líklega talsvert gamalt. Það er dregið af nokkrum lækjum og sytrum, sem eiga upptök sín þarna í heiðinni eða spretta fram undan hrauninu og sameinast í eina á, sem nokkru neðar liðast fram milli grænna bakka norðan og vestan við Rauðhóla og heitir Bugða. Lögbergsnafnið er hinsvegar nýtt af nálinni að kalla, orðið til eftir síðustu aldamót þegar íbúðarhúsið, sem nú er nýrifið, var reist. Hálfgerð tilviljun réði nafngiftinni.
Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem lét reisa húsið, ætlaði upphaflega að kalla það Berg, enda á bjargi byggt og klappir allt um kring. Hann fékk Stefán nokkurn Eiríksson til að skera nafnið á fjöl til að festa á húsið. Stefáni mun hafa þótt nafnið stuttaralegt og stakk upp á því að kalla húsið Lögberg og á það féllst Guðmundur.  Saga Lögbergs hefst því í raun og veru ekki fyrr en eftir að Guðmundur flytur á jörðina og reisir húsið. Enda er það einmitt hann, sem gerir garðinn frægari.
logberg-2Leiðin suður yfir Hellisheiði og austur fyrir fjall er jafngömul byggð landsins. „Ingólfur fór um várit ofan um Heiði“, segir í Landnámu. Leiðin um heiðina þótti löngum erfiður og hættusamur fjallvegur að vetrarlagi í snjó og hríðarveðrum, áður en akvegur var lagður milli byggða, og ótaldir eru þeir, sem villzt hafa þar af réttri leið eða örmagnast í ófærðinni og sofnað á heiðinni svefninum hinum langa. En áreiðanlega hefur margur, sem af fjallinu kom, orðið skjólinu feginn, þegar hann náði Lækjarbotnum, sem var efsta byggt ból vestan heiðar, þangað til gistihús var reist á Kolviðarhóli. Þó mun vegurinn fyrrum hafa legið nokkru norðar og var þá komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.
Elzta heimild um sæluhús á þessum fjallvegi er hinsvegar frá 1703, en þá getur Hálfdán Jónsson lögréttumaður um sæluhús á norðanverðum Hvannadölum. Sæluhús þetta mun hafa staðið skamt framan við Húsmúlann við tjörn eina, sem nefnd er Draugatjörn! Átakanlegt dæmi úr slysasögu þessa fjallvegar er eftirfarandi saga, sem bundin er við þetta sælu hús og lifir hann í minnum manna austan fjalls. Skúli Gíslason hefur ekið hana upp í Kolviðarhólssögu sína og er hún þar á þessa leið:
logberg-3„Gömul sögn úr Ölyesi hermir að eitt sinn hafi ferðamaður um vetur í vondu veðri komið austan yfir Hellisheiði. Hann hafði náttstað í sæluhúsinu, lokaði dyrum að sér og lagðist til svefns. Áð nokkurri stundu liðinni heyrði hann að komið var við hurðina og gerð tilraun að komast inn. Sá, er inni var, hugði það draug ytra og opnaði ekki. Heyrði hann um hríð þrusk utan við hurðina, en svo þagnaði það. Um morguninn, þegar maðurinn leit út, brá honum ónotalega við. Utan dyra lá dauður maður. Var það sá, er um kvöldið hafði knúið hurðina og maðurinn haldið vera draug. —“þetta spurðist víða og þóttu hörmuleg mistök. Eftir það „hafði alvarlega yerið brýnt fyrir ferðamönnum að loka aldrei húsinu að sér um nætur.“
Nokkru fyrir 1840 var svo byggt sæluhúsið neðan við Sandskeið eða skammt frá Fóelluvötnum, sem ýmsir núlifandi menn muna og um svipað leyti var Hellukofinn reistur, sunnanvert á miðri heiðinni, þar sem áður stóð svokölluð Biskupsvarða og stendur hann enn í dag. Árið 1844 yar svo loks reist sæluhús á Kolviðarhóli undir Hellisskarði, en gistihúsið þar rís hinsvegar ekki af grunni fyrr en haustið 1877.

Lögberg

Lögberg – stríðsminjar norðan Suðurlandsvegar.

Ekki fara margar eða miklar sögur af Lækjarbotnum á fyrri tímum, enda ekki um stóran stað að ræða. Jörðin túnlítil og slægnalaus að kalla, reytiskot langt uppi í heiði. Þó er talið, að þar hafi verið a. m. k. sex eða sjö ábúendur á undan Guðmundi Sigurssyni, en upphaflega var kotið byggt sem nýbýli úr afréttarlandi Seltirninga. Hallbera nokkur byggði fyrst í Lækjarbotnum og stóð bær hennar allmiklu sunnan við ferðamannagötuna gömlu, sem lá af Sandskeiði meðfram Selfjalli og Hólshrauni og til Hafnarfjarðar. Er um stundarfjórðungsgangur þangað frá Lögbergi. Seinna var bærinn færður, þegar nýr vegur var lagður austur, og byggður sunnan vegarins á grasi grónum hól þar sem fjárhúsin nú standa.
Fróðlegt er að lesa frásögn Willam Lord Watts, Vatnajökulsfara, um ferðalag hans austur yfir fjall árið 1875, en þá liggur leið hans einmitt um Lækjarbotna. Hann segir m. a.:“ „Fyrst er þá“ farið um gömul hraun, þar sem kindaskjátur í tvennum reyfum voru að kroppa í sig reytingslegan gróður. Þær höfðu rifið af sér ullina á hraunnibbunum svo að hún hékk á þeim í óhreinum dræsum og gerði þær ámóta ömurlegar ásýndum og landið, sem þær gengu á, enda var mesta leiðindaveður þennan dag. Um hádegi bar okkur að örreytiskoti, sem kallast Lækjarbotnar. Þar var ekkert að sjá nema örbirgð, harðfisk og óhreina krakka.

Lögberg

Lögberg – loftmynd 1953.

Ég veit ekki, hverju það sætir, að öll býli í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fátækari og niðurníddari en nokkru tali tekur. Að vísu eru heimalönd þeirra lélegri en gengur og gerist í öðrum héruðum en fólkið er líka allt öðruvísi. Enginn kemst hjá því að taka eftir hinni sinnulausu nægjusemi í svip þess, enda vart við öðru að búast, eins og högum þess er háttað, en hvergi hef ég séð eins bláskínandi armúð og á þessu heimili.
En allt um það, hestarnir okkar grípa niður, og við vözlum forina framan við þessi hrúgöld úr grjóti, torfi og grjóti sem virðist með öllu óhugsandi að kalla heimili, hvernig svo sem það hugtak væri teygt eða túlkað. Hestarnir urðu að feta niður bratta og sleipa forarbrekku, sem ekki gerir aðkomuna eða brottförina frá Lækjarbotnum aðgengilegri. Þannig létum við þetta aðsetur eymdarinnar að baki og lögðum á heiðina í þoku svækju og kuldastrekkingi, hvar sem smugu var að finna.“

lögberg

Lögberg.

Ég brá mér einn daginn nýlega upp að Lögbergi og hitti að máli Guðfinnu Sigríði Karlsdóttur, en hún hefur átt þar heima samfleytt í meira en hálfa öld, lengst af ráðskona Guðmundar eða þangað til að hann lézt fyrir tæpum sex árum. Nú býr hún í litlu, snotru húsi, sem stendur í hlýlegri brekku ofan við Fossvallakvíslina, örskammt frá Lögbergshúsinu gamla. Þarna er símstöð og endastöð strætisvagnanna, sem ganga í Lækjarbotna, og eiga vagnstjórar vísan kaffisopann hjá gömlu konunni, þegar uppeftir kemur, því að gestrisnin er enn hin sama og áður. En hún ber þeim líka vel söguna.
Guðfinna er fjölfróð um Lækjarbotna og Lögberg sem vænta má, og varð ég margs vísari um sögu staðarins og ábúendurna, meðan ég sat þarna yfir rjúkandi kaffibolla og kökum. Guðmundur Sigurðsson var fæddur að Gröf í Mosfellssveit 17. des. 1876. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson og Guðrún Þorleifsdóttir, bæði ættuð að austan. Hann var yngstur af sautján systkinum. Hann missti heilsuna á unglingsárum sínum og lá þá rúmfastur um sex ára skeið og beið þess aldrei bætur. Eftir að hann komst til sæmilegrar heilsu, fluttist hann til Reykjavíkur og fékkst þar við ýnis störf, m. a. blaðaafgreiðslu hjá Einari Benediktssyni skáldi og síðar Sig. Júl. Jóhannessyni skáldi, en eftir það lærði hann rakaraiðn og stundaði hana um skeið. En starfið átti ekki vel við hann, enda þoldi hann illa stöðurnar til lengdar, svo hann venti sínu kvæði í kross og keypti landspildu uppi við Rauðavatn með aðstoð góðra manna, reisti þar skála, sem hann nefndi Baldurshaga og rak þar kaffistofu um tveggja ára skeið. Árið 1907 leigði hann síðan Baldurshagann, en keypti Lækjarbotna af Erasmusi Gíslasyni bróður Gísla Gíslasonar silfursmiðs í Reykjavík.

Fossvallaklif

Fossvallaklif.

Guðmundur var alla tíð mikill áhuga- og framkvæmdamaður, þrátt fyrir vanheilsu sína. Hann hófst þegar handa um byggingu íbúðarhúss í Lækjarbotnum og aðrar jarðabætur, enda voru kofarnir að falli komnir og kotið túnlaust að heita mátti. Gömlu bæjarhúsin stóðu, eins og áður er sagt, á hólnum sunnan vegarins, en með tilliti til umferðarinnar ákvað hann að velja nýja húsinu stað norðan við veginn, á klöppinni rétt sunnan við Fossvallarkvíslina. Hann lét kljúfa grágrýti í veggina á húsinu og felldi þar síðan í steinlím í hleðslunni. Þetta var erfitt verk og seinunnið og kostaði mikið fé. En húsið reis af grunni og Lögberg blasti við öllum, sem um veginn fóru að sunnan og austan. Þetta varð allmikið hús áður en lauk méð endurbótum og viðbyggingum, í því voru hvorki meira né minna en tuttugu vistarverur, þegar allt var talið. Enda varð þetta fljótlega fjölsóttur staður. Kolviðarhóll og Lögberg voru á þessum árum fastir áningarstaðir flestra þeirra, sem um Hellisheiði fóru, og náttstaður margra. Erfitt er um túnrækt í Lækjarbotnum, samt tókst Guðmundi að tífalda töðufallið og koma því upp í um 150 hesta. En auk þess falaði hann sér heyja annarsstaðar að, m. a. austan yfir fjall enda hafði hann 12 kýr í fjósi og á annað hundrað fjár á jörðinni, þegar flest var. Jafnframt búskapnum rak hann svo greiðasölu.- Framan af búskapartíð Guðmundar var mikil gestakorma að Lögbergi.
raudholl-229Fjárrekstrarmenn kormu á haustin austan úr sveitum á leið til Reykjavíkur og vermenn á veturna og vorin. Þeir komu venjulega nokkrir saman, gangandi, með þungar byrðar á baki, í misjafnri færð og veðri, sumir hráktir og illa til reika, og áttu stundum líf sitt að launa húsaskjóli og aðhlynningu heimilisfólksins á Lögbergi. Varð bft iitið um svefriihn hjá heimafólkinu, þegar vakið var upp, stundum tvisvar þrisvar á nóttu. Mikið var líka um vöruflutningá um heiðina, en um helgar á sumrin brugðu bæjarmenn sér upp að Lögbergi á hestum og var þá stundum glatt á hjalla. Svo gekk bílaöldin í garð og með henni fækkaði þeim, sem viðkomu höfðu á Lögbergi. Snemma á hernámsárunum settust Bretar að 4 Lögbergi, en seinna Bandaríkjamenn við veginn, þegar komið er upp úr skarðinu.
Höfðu þeir þarna heljarmikið bakarí. Þeir tóku allmikla spildu af túninu undir byggingarnar, en annars fór vel á með þeim og heimafólkinu á Lögbergi. Þeir létu líka byggja skjólvegginn mikla, sem er norðan við húsin. Vann 40 manna flokkur að hleðslunni í fullar sjö vikur og er þetta talinn einhver dýrasti veggur sinnar tegundar sem hlaðinn hefur verið á Íslandi. En vel er veggurinn hlaðinn, svo að Steinar í Hlíðum undir Steinahlíðum hefði jafnvel verið fullsæmdur af verkinu, enda voru vegghleðslumennirnir íslenzkir og sjálfsagt ættaðir að austan. Samt hefur þessi veggur aldrei áunnið sér virðingu í hlutfalli við fyrirhöfn og tilkostnað. Enn standa þarna leifar af varðturninum og nokkrir ryðgaðir braggaskrokkar frá hernámsárunum.

Guðmundur var mjög heilsulítill síðustu árin, sem hann lifði, og leigði þá öðrum jörðina, en dvaldi þar þó áfram sjálfur til dauðadags. Hann andaðist 4. nóv. 1957, rúmlega áttræður að aldri. Hann var jarðsettur í heimagrafreit á túnhólnum sunnan við veginn, þar sem gamli Lækjarbotnabærinn stóð.

Tröllabörn

Tröllabörn – loftmynd 1953.

Fannveturinn mikla 1919—1920 var gífurlegur snjór á Hellisheiði sást hvergi á dökkan díl að kalla. Þá var allt í kafi á Lögbergi pg gengt af húsþakinu upp á hæðina fyrir ofan, en snjógöng grafin frá dyrunum. Í vorleysingunum verða þarna mikil umskipti. Bláar skúrir leiðir með fjöllunum og allt bráðnar og rennur sundur, nýtt líf kemur í Fossvallakvíslina, sem annars er gersamlega þurr, og fellur hún þá beljandi rétt meðfram bæjarveggnum á Lögbergi en neðar flæðir hún út yfir alla bakka og ber með sér aur og leir fram á jafnlendið fyrir neðan. Mörgum finnst sumarfrítt í Lækjarbotnum, þótt Vatnajökulsfaranfum gætist ekki allkostar að landinu, þegar hann fór þar um í þoku og rigningssudda, enda lætur það lítið vfir sér við fyrstu kynni. Þar eru þó margar hlýlegar og vinsælar dældir og kvosir, vaxnar grasi og lyngi, og mosagrænt hraunið lumir á ýmsri óvæntri fegurð. Þetta er ákaflega rólegt og notalegt landslag, enda er þarna krökkt orðið af sumarbústöðum út um allt. Ég er ekkert hissa á því, þótt gamla konan, sem bráðum hefur átt hér heima samfleytt í 54 ár, eigi erfitt með að slita sig héðan, og er henni þó ekki sársaukalaust að horfa upp á eyðileggingu gamalla mannvirkja á staðnum. En umhverfið er þó altént hið sama, Nátthaginn og Selfjallið, ám og hraunið og allt þetta nafnlausa í náttúrunni, sem yljar og hlýjar um hjartaræturnar. Það er ósköp auðvelt að skilja sjónarmið og tilfinningar gömlu konunnar. „Ég vil helzt ekki flytja héðan fyrr en ég fer alfarin.“

trollaborn-221

En Lækjabotnar eiga sér einnig aðra sögu en hér hefur verið rakin, miklu eldri sögu, sem skráð er á klappirnar og klungrin umhverfis Lögberg. Ísaldarjökullinn, sem á sínum tíma þakti meginhluta landsins hefur skriðið þarna fram um heiðina og sorfið og rispað grágrýtisklappirnar og loks skilið eftir heljarmikil grettistök á víð og dreif, þegar aftur tók að hlýna. Slíkar jökulminjar sjást víðsvegar á holtunum og hæðunum upp af Lögbergi, sunnan og norðan vegarins. Löngu seinna, eftir að ísöld lauk og jökullinn var horfinn eða fyrir um það bil fimm þúsund árum, hefur orðið mikið hraungos þarna austur með fjöllunum á báða bóga, til austurs og vesturs. Hraunelfan, sem til vesturs leitaði, hefur fundið sér farveg niður um skarðið milli grágrýtisholtanna ofan við Lækjarbotná, þar sem vegurinn nú liggur, og runnið allt til sjávar í Elliðavog. Í þessu hraunflóði er talið, að Rauðhólar haft myndazt og Tröllbörnin orðið til, en.svo heita nokkrir smágígar meðfram veginum rétt neðan við Lögberg. Þannig hafa eldur og ís á sínum tíma merkt og mótað landið í Lækjarbotnum eins og víða annarsstaðar á Íslandi. Bakgrunnurinn að sögusviði þeirrar f arsælu lífsbaráttu, sem gerði garðinn frægan og hér hefur verið lítillega lýst, er stórfenglegur og eftirminnilegur. En það er einnig ákveðin reisn yfir þeim, sem settust að þarna við veginn í trássi við öll afkomulögmál, græddu bera klöppina, reistu skála að segja um þjóðbraut þvera, af myndarskap, en litlum efnum, hýstu gest og gangandi og áunnu sér þakklæti og virðingu vegfarenda. Nú er sviðið autt og yfirgefið og spýtnabrakið á bæjarhellunni, hinni fimm þúsund ára gömlu klöpp, staðfestir í raun réttri einungis það, sem áður var nokkurn veginn ljóst, að sögu Lögbergs er lokið.“ – Gestur Guðfinnsson.

Í Vísi árið 1962 er frétt: „Lögberg selt til niðurrifs„:

Lögberg

Lögberg 1931-1935. Í forgrunni er nokkuð stór fólksbíll af eldri gerð og er barn að hlaupa að honum. Í bakgrunni er stórt hús og viðbyggingar frá því, aðallega t.h. Á húsinu má lesa nafnið LÖGBERG. Á bakhlið myndarinnar er skrifað: Erik körte med Adam til Stokkesyer (Stokkseyri) med bilen fra mejeriet, skulle hente varer til mejeriet.

„Fyrir nokkru auglýsti bæjarverkfrœðingur Kópavogs bygginguna Lögberg að Lækjarbotnum til sölu til niðurrifs og brottflutnings.
Lögberg, eða Lækjarbotnar, eins og staðurinn hét forðum, er gamall áningar- og greiðasölustaður, en síðustu árin hefir staðurinn eiginlega ekki þjónað öðrum tilgangi en að vera endastöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, sem hafa þjón að íbúum í Kópavogskaupstað, er nær þarna upp eftir, með því að flytja þá úr bænum og í.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – Friðrik VIII. á för sinni um landið 1907.

Bæjarverkfræðingur Kópavogs, Páll Hannesson, hefir skýrt Vísi svo frá, að allmargir aðilar hafi látið í ljós áhuga á Lögbergi, er það var auglýst, en niðurstaðan verður sú, að tveir menn úr Kópavogi, Jóhann Kristjánsson og Sigurður Jakobsson, hafa hreppt húsið, og munu þeir fá húsið fyrir að rífa það og flytja á brott, en ætlun þeirra mun vera að nota efnið til innréttingar á vinnuskála, sem þeir nota.
Engin bygging mun koma í stað gamla hússins, sem þarna verður rifið, því að vegagerð ríkisins mun fá hússtæðið til sinna þarfa. Ætlunin er að gera breytingu á lagningu þjóðvegarins austur yfir fjall, þar sem hann kemur niður brekkuna við Lögberg, svo að vegarstæðið flytzt til og fer yfir þann stað, þar sem húsið stendur nú.“

Í Morgunblaðinu árið 1966 fjallar Guðmundur Marteinsson í Velvakanda um „Aðeins eitt Lögberg“:

Lögberg

Lögberg – athöfn.

„Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins (25. 8.) er sagt frá nýbyggingu Suðurlandsvegar vestan Svínahrauns, og er skýrt frá því, að nýr vegur verði lagður frá vegarendanum við hraunið og niður að Lögbergi, og einnig að nýi og gamli vegurinn eigi að koma saman við Lögberg.
Það var fyrir rúmlega hálfri öld, að norðan við veginn, gegnt býlinu Lækjarbotnum, var reist hús, sem var gefið heitið Lögberg, rétt um svipað leyti og Lækjarbotnar fóru í eyði. Þetta hús var rifið fyrir nokkrum árum, og er því ekkert sem heitir Lögberg á þessum stað lengur.
Ráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur breyttu fyrir nokkrum árum heitinu á strætisvagninum, sem fer þangað upp eftir, úr Lögberg í Lækjarbotnar, og þótti mörgum það smekkvíslega gert. Það var raunar gert áður en húsið Lögberg var rifið.
Ég sendi þér þessar línur, Velvakandi góður, og bið þig að koma þeim á framfæri. sem ábendingu til blaðamanna og amnarra um að afmá nafnið Lögberg á þessum stað. Það á aðeins heima á einum stað — á Þingvöllum.“ – 27. 8. 1966; Guðmundur Marteinsson.

„Kirsten Henriksen einn gefanda er fædd 1920 og lést 2009.“ (VHP 2018)

Í Skátablaðinu árið 1985 segir Reynir Már Ragnarsson frá „Væringjaskálanum í Lækjarbotnum„, sem þá hafði verið fluttur á Árbæjarsafnið.

Lögberg

Lögberg – hestamenn á leið austur. Væringjaskálinn í bakgrunni.

„Einn er sá staður í nágrenni Reykjavíkur sem margir skátar eiga eflaust góðar minningar frá en það eru Lækjarbotnar. Þar hefur verið skátaskáli síðan 1920 og eru þeir því orðnir nokkuð margir skátarnir sem hafa verið þar í útilegu. Minningar tengjast oft skálanum, því andrúmslofti sem þar er og stemmingunni sem þar myndast. Oftar en ekki halda menn tryggð við skálann sem minningarnar eru tengdar við.

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Lögbergi.

Líflaus og tómur með hlera fyrir gluggum í sumar fór ég að skoða Árbæjarsafn og tók þá eftir litlu húsi sem
stendur skammt frá safnhúsunum. þetta einmana hús reyndist vera gamli Lækjarbotnaskálinn – Væringjaskálinn. Hann má nú muna sinn fífil fegri. Söngurinn er þagnaður og leikir og ærsl eru víðs fjarri. Mætti hann tala hefði hann frá mörgu að segja. En nú er hann einn og yfirgefinn, hurðin læst og hlerar fyrir gluggum. Ég gisti þennan skála aldrei sjálfur en fyrir hönd þeirra sem það hafa gert og reyndar fyrir hönd skátahreyfingarinnar skammaðist ég mín. Af hverju er hann ekki opnaður og komið einhverju lífi í hann?

Væntanlegt útileguminjasafn eða tómur áfram?

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Árbæjarsafni – mynd: Saga Væringjaskálans – Sumarið 1919 fór stjórn Vœringjafélagsins að leita að stað undirfyrirhugaðan skála. Eftir nokkra leit komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Lækjarbotnar vœru heppilegasti staðurinn. Þar hafði áður verið býli, sem var áningarstaður ferðamanna sem voru á leið austurfyrirfjall. Bygging skálans hófst snemma sumars 1920 og 5. september sama ár var hann vígður þótt byggingunni væri ekki að fullu lokið. Fáni var þá í fyrsta sinn dreginn að hún á stönginni við skálann.
Í byrjun voru hliðarveggir skálans hlaðnir úr grjóti og torfi, en það þótti slæmt til lengdar og voru því hlöðnu veggirnir rifnir burt. Sumarið 1929 var byrjað að girða lóðina kringum skálann og gróðursett voru tré og aðrar jurtir. Þessu verki var lokið 1931. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónum.

Ég hafði samband við Ragnheiði Þórarinsdóttur, borgarminjavörð og sagði hún að skálanum væri haldið við og áætlað væri að flytja hann nær safnhúsunum. Mikill áhugi væri fyrir að opna hann almenningi, en áður þyrfti að safna hlutum sem tengdust útilegustarfi fyrri ára og koma þeim fyrir í skálanum. Hún taldi best að skátarnir hefðu frumkvæði að þeirri söfnun. Árbæjarsafn væri tilbúið að varðveita hlutina og lagfæra ef með þyrfti.“

Heimildir:
-Ísafold 19. desember  1908, bls. 315
-Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 20. október 1963, bls. 74-75 og  86-87.
-Vísir, 278. tbl. 10.12.1962, Lögberg selt til niðurrifs, bls. 7.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 02.09.1966, Aðeins eitt Lögberg – Guðmundur Marteinsson, bls. 4.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.02.1985, Væringjaskálinn í Lækjarbotnum – Reynir Már Ragnarsson, bls. 34-35.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Reykjavík

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um „Reykjavíkurhúsin„:
torfbaer-221Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. „Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum“. Fólkinu var altaf að fjölga. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Ekki var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að byggjast eftir 1840 og svo bættust við nokkrir bæir í Þingholtunum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabilinu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjörlega og bar einkum tvent til þess.
storasel-221Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þakjárnið olli byltingu í byggingarmálum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sementsöldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir“, sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.

Eins og fyr er getið samdi Jón Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa innréttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Savignac fyrst er þeir komu hér, prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virðist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þannig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans því að, hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.

Midsel-221

Það lætur að líkum, að mismunandi hafi „kotin“ verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið saman sóðaskapur og hirðuleysi íbúanna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og umgengni, þótt ekki væri þeir háreistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barnsminni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir austan bæ og vestan, þar sem myndarskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrirmyndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann í Austurbænum: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vesturbænum: Melkot, Skólabæ, Hákonarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsarkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsabæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram“, segir hann.
steinbaerReykjavík var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundrað og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína annmarka.
En þótt nútíma menningin fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarnir og kjallararnir eru nú á dögum. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjunum og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum.
Helzti munurinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi heldur en bættum húsakynnum.“ – Á.Ó. — Lesbók Mbl.

Heimild:
-Lögberg 22. desember 1949, bls. 2.

Litla Brekka

Litla Brekka – síðastai torfbærinn í Reykjavík. Bærinn stóð við Suðurgötu.

Vatnsendi

Gengið var um vestanvert Elliðavatnsland ofan við Vatnsvík við suðaustanvert Vatnsendavatn (Elliðavatn). Þar eru fjárhústóftir frá Elliðavatni.
Miðrýmið í fjárhústóftinniTóftirnar standa hátt á grónum hól ofan við skógræktarlund og sjást vel víða að. Líklega er það tilviljun ein að mikil plöntuárátta hlutaðeigandi hefur ekki náð að hylja tóftirnar með trjám líkt og sjá má svo víða. Á hólnum eru heillegar vegghleðslur. Þrjú rými eru í tóftunum. Þrjú snúa gafli mót Vatnsenda (vestri) og eitt til suðurs (aftan við tvær hinar fremri). Garðar eru í fyrrnefndu rýmunum, en sú aftari gæti hafa verið umleikis heystæði (heykuml). Fjárhúsin munu, af ummerkjum að dæma, hafa verið hlaðin í lok 19. aldar eða byrjun 20. aldar, eða fyrir rúmri öld. Þau eru merkilegur vitnisburður um fyrri tíma búskaparháttu, örskammt frá þéttbýlinu, sem hefur verið að teygja sig óðfluga að rótum þeirra – og mun væntanlega eyða þeim með öllu þegar fram líða stundir (m.v. núverandi áhuga- og viljaleysi hlutaðeigandi yfirvalda í þeim efnum).
Fjárhústóftirnar hafa verið mjög nálægt mörkum Vatnsenda og Elliðavatns. Skammt vestan þeirra er tvískipt tóft, sennilega sauðakofi.
FjárhústóftirnarÖrnefnaskrá Elliðavatns er „eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, eru skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í júlí 1983. Í henni er og stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967.  C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt.
Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkti vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni. Sama ár keyptu Þórður á Kleppi 1/8 jarðarinnar (á móti borginni, sem átti 1/8) og Emil Rokstad (kenndur við Bjarmaland) helming hennar. Emil Rokstad rak búið til 1927, en þá var jörðin öll seld borginni – eða Rafveitunni. Rokstad fékk þá 10 ára ábúð, þ.e. til 1937, en eftir það for jörðin í eyði. Elliðavatn var í Seltjarnarneshreppi, en er nú innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Christen Zimsen byggði sumarbústað á Elliðavatni árið 1919. Dvalizt hann þar meira og minna á sumrin alla tíð.  Ennfremur var hann sumarstrákur á Elliðavatni, þannig að hann hafði aðstöðu til að læra örnefni jarðarinnar. Hann lærði þau helzt af ráðsmönnum Emils Rokstad, Arnbirni Guðjónssyni, sem var lengst þar, og Guðbirni Sigurjónssyni frá Króki í Flóa.

Tóftin á mörkunum

Á Elliðavatni var rekið stórt bú, fjárbú (flest um og yfir 500 fjár). Kýrnar voru á Bjarmalandi, en á Elliðavatni á sumrin.  Veiði var einnig stunduð; þá var mikil veiði í vatninu. Rokstad reisti tvö klakhús, sem rústir sjást enn eftir. Eftir að Elliðavatn fór í eyði, var starfrækt þar heimili, útibú frá Kleppi. Síðar var byggt upp þar. Nú nýtir Skógræktarfélag Reykjavíkur húsið; þar dvelur vörzlumaður Heiðmerkur“.
Í örnefnalýsingunni segir m.a. um fjárhústóftina: „Árið 1884 var dæmt í landamerkjadeilum á milli ábúenda Elliðavatns og Vatnsenda. Málsaðilar komu sér saman um, að Strípur í jaðri Strípshrauns væri hornmark fyrir landeignir jarðanna og væri því rétt að ákveða merki þaðan.
Í Dómabókinni segir: „Dómurinn hefur nú komizt að Varða vestan við Stríp þeirri niðurstöðu, að frá Stríp eigi merki jarðanna að vera eftir beinni stefnu yfir tóftarbrot suðvestanvert við Elliðavatnsfjárhús í Vatnsendavatn, þannig að enginn bugur sé á merkjunum við nefnda tóft, að þaðan séu mörkin með Vatnsendavatni að austan og norðaustan norður í Þingnestá, að úr Þingnestá ræður bein stefna norður yfir Þingnesál, þá ræður enn Vatnsendavatn vestur með Elliðavatnsengjum í Dimmuós, að þá skilur áin Dimma lönd jarðanna niður að Gjávaði…
C.Z. þekkir merkin ekki vel. Mönnum kom aldrei saman um þau. Hann er þó ekki sáttur við, að mörkin séu þau, sem lýst var hér að framan. Honum er tamt að líta þannig á, að Bugða, eins og hún var, hafi verið á mörkum og síðan Dimma, að ós hennar. Úr Dimmuós hafi mörkin legið þvert yfir Vatnsendavatn í Syðra-Vatnsendavatnsvik og þaðan í vestari vörðuna af tveimur, vestur af Elliðavatnsfjárhúsinu, og þaðan upp í Stríp. Að öðru leyti telur hann, að landamerkjalýsingin eigi að vera rétt.
Þannig tilheyrði u.þ.b. 1/4 Vatnsendavatns StrýpurElliðavatni. Vörður þær, sem um ræðir.eru fallnar, og eru litlar sem engar leifar eftir af þeim. Þær voru rifnar á stríðsárunum. Fyrir vestan Elliðavatnsfjárhús er tóft eftir ærhús frá Elliðavatni yfir 240 ær. Þar voru þrjár krær og hlaða á bak við tvær þeirra.  Vörðurnar voru vestur af tóftunum, önnur 90 faðma frá því, en hin 60 faðma, en í gömlum lögum er ákvæði um, að hús skyldu standa 90 faðma frá landamerkjalínu, ef dyr sneru að henni, en annars 60 faðma frá, þ.e. ef dyr sneru frá.“
Svolítill ónákvæmni er í lýsingunni undir lokin því fjárhúsið, sem var ærhús, gat hýst 240 fjár. Vestan þess er tóft sú er að framan greinir.

Áður en tóftin fyrrnefnda á mörkunum var yfirgefin var kjörið tækifæri að setjast niður í góðvirðinu, horfa heim að Vatnsendabænum sem og Hvammskoti (Elliðahvammi) og rifja svolítið upp forsöguna.
Árið 1847 var Vatnsendi konungseign. Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: „gamall máldagi“. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork. Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll. Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.

Merkjavarða

Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop. Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt. Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: „Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]“ Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.

Strípur

Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur. Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].“ segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar.
Heimildir, svo sem fasteignamat 1849 og 1916-1918, staðfesti að Vatnsendi hafi frá öndverðu verið landmikil jörð, með mikla og góða sauðfjárhaga en jafnframt að hluta erfið yfirferðar. Fjárhúsin á hæðinni suðaustan við vatnið gefa til kynna að síst hafi dregið úr veldi ábúendanna á síðari öldum. Líklega hefur skógur efrum torveldað aðgengið þótt þess sjáist ekki ummerki nú.
Löngum hafa verið deilur um landamerki Vatnsenda, s.s. milli landeigenda og Reykjavíkurbogar, sem eiganda svokallaðs „eignarnámslands í Heiðmörk. Á því svæði liggur Vatnsendi að Garðakirkjulandi til vesturs, jörðinni Elliðavatni til austurs og að Elliðavatni til norðurs. Að suðvestan og sunnanverðu nær landsvæði þetta Vatnsenda, í Húsfell, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell. Landsvæðið má skipta í annars vegar gróið láglendi og hins vegar hraunfláka. Vestan og sunnan stöðuvatnsins er láglendi, þ. á m. Heiðmörk, gróðursælt og afgirt svæði í 70-150 metra hæð yfir sjávarmáli. Heiðmörkin teygir sig frá vestri til austurs og tekur til landsvæðis innan merkjalýsinga bæði Vatnsenda og Elliðavatns, auk fleiri jarða.
StrípurFyrir u.þ.b. miðri Heiðmörk er Strípur, „hvass hraundrangi“, að sögn. Þangað var einmitt ætlunin að stefna í þessari FERLIRsferð.
Fótstefnan var tekin til suðausturs upp Heiðmörkina, að svonefndum Stríp er Strípshraun dregur nafn sitt af. Hraunið, þakið þykkum hraungambra (er bendir til þess að undirlagið hafi orðið til öðru hvoru við landnám norrænna manna hér á landi), er fremur lítið af hrauni að vera og hefur runnið á sögulegum tíma. Aldur þess hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni. Hraunið, líkt og flest önnur nútímahraun, sem runnið hafa um Heiðmerkursvæðið, eru komin frá eldvörpum á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka. Elstu hraunin í Heiðmörk eru um 7200 ára og hin yngri frá sögulegum tíma.
Íslenska ríkið hefur haldið því fram (í þjóðlendakröfum sínum) að með merkjalýsingum Elliðavatns og Vatnsenda frá 1883 hafi eigendur þessara jarða eignað sér sinn hvorn hlutann úr sameiginlegum afrétti. Þessum lýsingum hafi aldrei verið þinglýst. Þó er vísað til þess í dómi aukaréttar Kjósar- og Gullbringusýslu frá 1884 um merki þessara jarða. Þar segir að Strípur sé hornmark fyrir landareignir jarðanna.

Strípur

Það mun líklega vera nálægt lagi því ekkert kennileiti á svæðinu er jafn augljóst til upplandsins frá bæjunum og Strípur í miðju Strípshrauni. [Hér hefur ekki verið höfð í huga þau eðlilegu samskipti ábúenda og nágranna er jafnan höfðu náð til að skipta löndum sínum rétt m.v. þörf á hverjum tíma].
Í suðvestri blasti Vatnsendaborgin við uppi á Hjöllunum. Fyrstu og einu heildstæðu lýsinguna á landamerkjum Elliðavatns er að finna í yfirlýsingu eiganda jarðarinnar, dags. 20. júní 1883. Merkjum Elliðavatns að suðvestanverðu er lýst „frá sýslumörkum að austnorðanverðu við Kóngsfell og þaðan beina stefnu norður í svokallaðan Stríp …“. Yfirlýsing þessi er einungis undirrituð af eiganda Elliðavatns og henni hefur ekki verið þinglýst. Skjal þetta var meðal málsskjala í áðurnefndum landamerkjaágreiningi á milli eigenda Vatnsenda og Elliðavatns. Svo sem segir í kafla 6.12. eru einnig slíkir ágallar á þessari merkjalýsingu að hún getur ekki talist lögformlegt landamerkjabréf. Sé tekið mið af merkjalýsingu Vatnsenda, eins og hún hljóðar eftir þá breytingu sem áður greindi, miða báðir jarðeigendur við Stríp og í Kóngsfell. Í dómi aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. maí 1884 um merki Vatnsenda og Elliðavatns segir m.a. svo „Málsaðilar hafa orðið ásáttir um, að Strípur í jaðri Strípshrauns sé hornmark fyrir landeignir jarðanna og er því rétt að merki séu ákveðin þaðan.“ Dómurinn sker síðan úr um merki jarðanna frá Stríp og til norðurs.

Vatnsendaborgin

Landsvæðið þar sunnan við, þ.e. línan á milli Stríps og Kóngsfells var þannig ekki til umfjöllunar í málinu og ekki tekin afstaða til þess af hálfu dómsins hvort merki jarðanna næðu þangað. Orðalagið „hornmark“ í forsendum dómsins verður ekki talið ráða úrslitum að þessu leyti. Ljóst er hins vegar að eigendur jarðanna hafa verið sammála um þá merkjalínu, hvort sem það hefur verið strax við gerð merkjalýsinga Vatnsenda og Elliðavatns í maí og júní 1883, eða þegar yfirlýsingu Vatnsenda var breytt. Samkvæmt framangreindu hefur lýsing austurmerkja í yfirlýsingu eiganda Vatnsenda frá 1883 stuðning af dómi Gullbringu- og Kjósarsýslu 1884 suður í Stríp en lína sú sem dregin er úr Stríp í Kóngsfell, styðst einungis við yfirlýsingu eiganda Elliðavatns. Lýsing vesturmerkja í sömu heimild stangast á við þinglýstar merkjalýsingar aðliggjandi landsvæða en merkjum á milli syðstu punkta til vesturs og austurs er ekki lýst. Eigandi Vatnsenda afmarkar kröfusvæði sitt svo sem að framan greinir með Stóra-Kóngsfelli að suðaustanverðu og Þríhnjúkum að suðvestanverðu og til suðurs með línu þar á milli. Sunnan þessarar línu er suðvesturhorn þess landsvæðis og nefnt Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Þar hafa sveitarfélögin Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes gert kröfu um eignarland. Kröfusvæði þessara sveitarfélaga vegna afréttarins tekur þó til mun stærra svæðis, nánar tiltekið stórs hluta af svæðum eigenda Vatnsenda og Elliðavatns, auk landsvæðis suðaustan jarðarinnar Lækjarbotna. Ekki hafa komið fram neinar sjálfstæðar merkjalýsingar fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna og verður afmörkun hans því fyrst og fremst ráðin af merkjum aðliggjandi landsvæða, þ.á.m. Vatnsenda.

Kort af svæðinu

Af framangreindu má sjá a.m.k. tvennt; annars vegar ágreining um landamerki, sem reyndar er ekkert nýtt hér á landi, og hins vegar mikilvægi Stríps sem kennileitis. Auk þess dregur dularfullt hraun nafn sitt af kennileitinu. Þá er ekki síðra að bæði er Strípur í miðju friðlandi höfuðborgarsvæðisins og auk þess er hann mikilvægt, áberandi, en næsta óþekkt kennileiti á verndarsvæðinu.
Þegar gengið var upp að Stríp svo til beint upp frá fjárhústóftinni virtist einungis einn klettadrangur koma til greina – með beina stefnu á Kóngsfellið. Þegar nær dró birtust tvær vörður á neðri efri brúnum hraunsins skammt vestan Stríps. Þær virtust nýlega hlaðnar, en hafa áreiðanlega verið gerðar í ákveðnum tilgangi. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að  verki er undirstrikað hafa vilja þeirra afstöðu til greindra marka jarðanna. Þær röskuðu þó ekki fyrri lýsingum af Stríp, sem er þar skammt austar. Á gróinni hæð austan við dranginn kom í ljós að undir gróningunum voru greinilegar leifar af gamalli vörðu. Steinar úr henni lágu og út frá fætinum.
Frá Stríp var hið ágætasta útsýni, hvort sem um varð að ræða niður að Vatnsenda og Elliðahvammi eða upp til Kóngsfells.
Á óvart kom (og þó ekki) hversu landakort voru misvísandi á bæði örnefnaheiti og staðsetningar á þeim. T.d. voru bæði örnefnin „Heykriki“ og „Strípur“ augljóslega ranglega staðsett á kortunum. Því miður er hér ekki um einstök dæmi um að ræða. Tilgangurinn með ferðinni var hins vegar ekki að leysa úr landamerkjaágreiningi, enda hefur FERLIR jafnan gefið slík tilefni frá sér þrátt fyrir eftirgangssemi í þeim efnum. Ætlunin var, líkt og í upphafi var boðað, að skoða hina heillegu fjárhústóft ofan Vatnsvíkur sem og að líta hinn mikilvæga Stríp augum. Í ferðinni, líkt og svo oft áður, heilsaði „hraunkarlinn/-konan“ í Strípshrauni þátttakendum. Áratuga löng reynsla þátttakenda hefur kennt þeim að taka slíku með jafnaðargeði, þ.e. sjálfsögðum hlut.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Landamerkjabréf.
-Örnefnalýsingar.

Strípur

Alþingishúsið

„Á Alþingi 1867 var samþykkt ályktun um að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar með þjóðhátíð árið 1874 og með því að reisa í Reykjavík alþingishús af íslenskum steini. Til að hrinda því í framkvæmd var skorað á stiftamtmann, biskup og landfógeta að ganga í nefnd með tveimur alþingismönnum til Althingi-221að veita viðtöku og ávaxta það fé sem inn kæmi með almennum samskotum, en hver alþingismaður skyldi gangast fyrir árlegum almennum samskotum í kjördæmi sínu. Næstu ár safnaðist nokkurt fé, en 1871 þótti sýnt að það nægði hvergi nærri til að hrinda af stað byggingu alþingishúss. Var þá m.a. rætt um að verja því til að rita sögu Íslands, en frestað ákvörðun um hvernig því skyldi varið. Fyrsta löggjafarþingið kom saman samkvæmt nýrri stjórnarskrá árið 1875 og á þriðja þinginu, árið 1879, var samþykkt „að á fjárhagstímabilinu 1880-1881 sje byggt hús handa alþingi og söfnum landsins. Ferdinand Meldahl húsameistara og forseta Listaháskólans í Kaupmannahöfn var falið að gera teikningu að húsinu. Tryggva Gunnarssyni var falið að ráða yfirsmið og útvega efni til byggingarinnar en hann hélt á þessum árum heimili í Kaupmannahöfn og dvaldi þar á vetrum.
althingi-222Talsverðar deilur urðu um staðsetningu hins nýja húss. Arnarhólstún var í eigu ríkisins og lögðu Grímur Thomsen og Árni Thorsteinson til að húsið skyldi reist á hólnum. Hilmar Finsen landshöfðingi var eindregið á móti þessari ráðagerð og hafði meiri hluta nefndarmanna með sér. Í deilunni var látið að því liggja að eiginhagsmunir Hilmars hefðu ráðið ferðinni en hann nytjaði túnið. Að lokum var afráðið að reisa alþingishús norðan við Bakarastíg milli lóðanna sem nú heita Bankastræti 7 og Laugavegur 1.
Haustið 1879 var hafist handa við að grafa fyrir grunni og einnig að höggva grjót til byggingarinnar. Kostnaðurinn við undirbúninginn í Bakarabrekkunni varð 2.200 krónur.
F. Bald sem ráðinn hafði verið yfirsmiður og samverkamenn hans, steinsmiðir frá Borgundarhólmi og múrarar frá Kaupmannahöfn, komu til landsins vorið 1880. Bald lagðist þvert gegn því að húsið yrði reist í hallanum í Bakarabrekkunni og var nú aftur rætt um Arnarhól, en einnig Austurvöll, sem althingi-223hugsanlegan byggingarstað.
Í byrjun maí var enn fundur í byggingar-nefndinni um staðsetninguna og samþykkt að húsið skyldi standa vestan við Dómkirkjuna. Var þar með ráðist í kaup á kálgarði Halldórs Kr. Friðrikssonar alþingismanns og yfirkennara undir húsið. Halldóri voru greiddar 2.500 krónur fyrir lóðina og þótti hátt verð. Er sagt að þetta hafi verið fyrsta lóð sem seld var í Reykjavík. Ætlunin var að Alþingishúsið stæði sunnar í lóðinni og væri norðurhlið þess í beinni línu við suðurhlið Dómkirkjunnar. En þegar hafist var handa við að grafa fyrir grunni taldi Bald yfirsmiður að traustara væri og minni leðja undir ef húsið stæði norðar.
althingi-224Talið er að um 100 Íslendingar hafi fengið vinnu við Alþingishúss-smíðina. Grjótið í Alþingishúsið var aðallega tekið úr Þingholtunum þar sem nú er Óðinsgata. Var það klofið með járn- eða stálfleygum eða sprengt með púðri. Grjótið var síðan flutt í vinnuskúr og höggvið til og ýmist ekið á vögnum eða dregið á sleðum að Alþingishússgrunninum.
Vinna við húsið gekk greiðlega. Um sumarið var vinnu við húsið haldið áfram af kappi og um haustið var það komið undir þak. Miklar frosthörkur einkenndu veturinn 1880-1881 en engu að síður var unnið á hverjum degi við húsið að innan. Á hornsteini Alþingishússins (1881) stendur; „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“
Frá 1881 hefur Alþingi haldið alla fundi sína í Alþingishúsinu ef frá eru taldir hátíðarfundirnir á Þingvöllum árin 1930, 1944, 1974, 1994 og 2000. Þegar þingi var slitið 27. ágúst 1881 var hafist handa við að flytja Stiftsbókasafnið (Landsbókasafnið) í Alþingishúsið. Var safnið opnað almenningi 6. mars 1882 og var í fyrstu opið þrjá tíma á dag þrjá daga vikunnar.
althingi-226Forngripasafnið (Þjóðminjasafnið) var flutt í húsið haustið 1881 og haft til sýnis tvisvar í viku. Það var til húsa á þriðju hæð og ætlað allgott rými. Á hæðinni var einnig herbergi sem geymdi húsbúnað Jóns Sigurðssonar forseta sem Tryggvi Gunnarsson hafði fest kaup á í Kaupmannahöfn og flutt til Íslands. Forngripasafnið var flutt í nýreist Landsbankahús árið 1899 og fékk Landsskjalasafnið (Þjóðskjalasafnið) þá þriðju hæð Alþingishússins til afnota.
Listasafnið bættist við í Alþingishúsinu þegar fyrstu verkin sem gefin höfðu verið til safnsins bárust til landsins árið 1885. Veturinn 1908-1909 fluttu Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið svo í nýreist safnahús við Hverfisgötu. Listasafnið jókst smám saman að vöxtum og var verkum í eigu þess komið fyrir í ýmsum opinberum byggingum en mörg voru áfram til sýnis í Alþingishúsinu, allt fram til ársins 1950 þegar safnið fékk til umráða eigið húsnæði í húsi Þjóðminjasafnsins á háskólalóðinni.
Árið 1908 var Kringlan byggð við Alþingishúsið. Hún er á tveim hæðum og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið.
althingi-229Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og hóf starfsemi sína í Alþingishúsinu. Þröngbýlt þótti í Alþingishúsinu við komu stúdentanna. Árið 1912 var horfið frá því að hafa vetrarþing og þingtíminn færður á sumarið þegar Háskólinn starfaði ekki. Alþingi og Háskólinn voru í sambýli þar til skólinn fluttist í eigin byggingu 1940. Menntaskólinn í Reykjavík fékk næsta vetur litla kennarastofu og tvær kennslustofur á fyrstu hæð fyrir gagnfræðadeild, en sumarið 1941 tók Alþingi fyrir þingflokka herbergin sem höfðu verið kennslustofur, en ríkisstjóri og síðar forseti Íslands skrifstofur þar sem verið hafði kennarastofa Háskólans og skrifstofa rektors. Skrifstofur forsetaembættisins voru fluttar úr Alþingishúsinu í Stjórnarráðshúsið árið 1973.
Þingmennirnir 63 hafa hver sitt sæti í þingsalnum. Bak við stól forseta er gengið út á svalirnar.
Í áranna rás hafði húsið tekið breytingum, til dæmis með tilkomu nýrrar tækni, svo sem síma, rafmagns, miðstöðvarkyndingar og tölvubúnaðar og oft var lítt hugað að áhrifum breytinganna á útlit hússins. Úreltar lagnir voru hreinsaðar burtu og gengið sem snyrtilegast frá nýjum. Eftir er að endurgera loftræstikerfi hússins.“

Alþingishúsið

Alþingishúsið.