Tag Archive for: Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Reykjavíkurflugvöll. Á flugvellinum voru 33 tilvik skráð á stríðsárunum, auk 10 annarra í nágrenni vallarins sem og enn fjær. Bæði er því getið um þau tilvik er flugvélar fórust á nefndum tíma innan eða utan strandar, hvort sem er á vegum bandamanna sem og óvinanna.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.

1. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 29. október 1943.

Reykjavíkurfligvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk IIIA RAF. Atvikið: Hudson FK768 var í æfingaflugi. Í flugtaki hættir flugmaðurinn við og vélin fór fram af flugbrautinni. Þar féll hjólabúnaður vélarinnar saman og kvikknaði í vélinni. Vélinn var dæmd ónýt. Áhöfnin, Flugstjórinn McCannel og áhöfnin slapp.

2. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1942.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 6. janúar 1942, Thayer, Robert N. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. orustuflugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar.
Áhöfnin, Thayer, Robert N slapp án meiðsla.

3. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 22. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed Ventura L-18 RAF. Atvikið: Ventura AE806 fór í loftið kl. 10:51 á Reykjavíkurflugvelli. 5 mínutum síðar bilar annar hreyfill vélarinnar og kviknar í honum. Nauðlending var reynd en vélin brotlenti á flugvellinum. Áhöfnin, fjögra manna fórst og eru flugliðar jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; K.W. Norfolk, N.G. Hickmott, T.C. Hosken og J.A. Banks.

4. Hudson V9056, Reykjavíkurflugvöllur 30. júlí 1941.
Lockheed Hudson RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli gaf sig aðal hjólabúnaður vélarinnar. Vegna mikilla skemmda á vélinni var hún dæmd ónýt.
Áhöfnin, France-Cohen og áhöfn hans slapp. Flugsveitin notaði Lockheed Hudson vélar á Íslandi frá 1. mars til 19. desember 1943.

5. Whitley, Reykjavíkflugvöllur 27. september 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Withworth A.W 38 RAF. Atvikið: Whitley Z6735 WL F var að koma tilbaka úr kafbátaleytarflugi. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli bilaði annar hreyfillinn. Hvass hliðarvindur var og vélin steyptist í jörðina áður en hún náði inná flugbrautina. Kvikknaði í vélinn og hún gjöreyðilagðist. Áhöfnin, Davis og áhöfn hans slapp með minniháttar meiðsl. Flugsveitin notaði Whitley flugvélar á Íslandi frá 12. september 1941 til 18. ágúst 1942.

6. B-25 Mitchell, Reykjavíkurflugvöllur 25. nóvember 1943.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi eftir að eldur kom upp í hreyfli í flugtaki. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Flugmennirnir tveir með minniháttar meiðsl; Włodzimierz Klisz, K. H. L. Houghton, J. R. Steel og E. St. Arnaud.

7. P-39 Bell Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell Airacobra P-39D. Atvikið: S/N 40-3002 hlektist á í flugtaki og minniháttar skemmdir urðu á vélinni. Áhöfnin, Clyde A. sakaði ekki.

8. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 5. september 1943.
PV-1 Ventura, BUNO USAAF. Atvikið: Ventura BUNO 33100 var að fara í kafbátaleitarflug. Í flugtakinu kom upp eldur í vélinnu og hún hrapaði, skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp án meiðsla; Duke, George M., Pinkerton, Ralph M., McGory, Arthur W. og Gaska, Matthew. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

9. Whitley, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Whitworth Whitley Mk VII RAF. Atvikið: Flugvél, Whitley WL J hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:51. Vinstri hreyfillinn bilaði i flugtakinu, flugvélin fór út af brautinni og stöðvaðist á skotfærageymslu. Flugvélin eyðilagðist af mikilli sprengingu og eldhafi. Áhöfnin, allir fórust og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík; C Harrison †, J H Hackett †, J G Turner †, L S Collins †, G H F Mc Clay †, J W F Allan† og F Ryan †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. september 1941 með hléum til 18. ágúst 1942.

10. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 7. apríl 1942.
De Havilland DH.91 Albatross. Atvikið: RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands. DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

11. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: S/N 41-13345 magalendti á Reykjavíkurflugvelli og laskaðist mikið, eftir nánari skoðun var flugvélin dæmd ónýt. Áhöfnin, Carrier, Clyde A. flugmaður slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

12. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 18. júní 1943.
Consolidated B24 Liberator USAF. Atvikið: Hjólastellið féll saman í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var rifin og notuð í varahluti. Áhöfnin, 9 flugliðar sluppu óslasaðir. RAF 120 Squadron var staðsett á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 20. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-258 og sökkti honum. 28. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-304 og sökkti honum.

13. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 28. maí 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Lockheed Hudson.

Hudson Mk IIIA USAF. Atvikið: Hudson FK742 var að leggja í ferjuflug til Englands. Í flugtaki kemur upp bilun og kviknar í vélinni á flugbrautinni. Áhöfnin og farþegar, 6 menn létust í slysinu. Þeir eru allir jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; J B Taylor, G E Hay, A F Laviry, De Woodfield, L C Medhurst og W Tunney sem var á leið heim til að heimsækja veikan föður sinn.

14. Hudson, FK738, Reykjavíkurflugvöllur 30. desember 1941.
Lockheed Hudson Mk II RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli rakst vængur vélarinnar á fluttningabíl. Gert var við skemmdirnar. Áhöfninslapp ómeidd.
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.

15. P-39 Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 18. nóvember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell P-39D Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin P-39 S/N 41-6835 nauðlendir á Reykjavíkurflugvelli þegar eldur kemur upp í hreyflinum. Í P-39 flugvélum er hreyfillinn staðsettur aftan við sæti flugmannsins og tengist loftskrúfan með öxli sem liggur undir sæti flugmannsins. Nefhjól vélarinnar gaf sig og olli verulegum skemmdum á flugvélinni sem var dæmd ónýt. Áhöfnin, Redman, Harold W. flugmann sakaði ekki.

16. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 9. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator GR RAF. Atvikið: Flugvélin s/n AM921 var í farþegaflutningum frá Reykjavík. Stuttu eftir flugtak kveiknaði eldur í hreyfli # 3. Flugvélin sneri við til Reykjavíkur og í lendingu datt hreyfill #3 niður og skemmdi hægra hjólastellið. Hjólastellið féll saman og flugvélin stöðvaðist á malarbing. Í skrokk vélarinnar framan við vængina logaði eldur. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin † er jarðsett í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Flutsveitin notaði Liberator flugvélar á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 8. deseber 1941 sökti AM921 kafbátnum U-254, 18. október 1942 gerði AM921 árás á kafbátinn U-258 og 8. desember 1942 sökti AM921 kafbátnum U-611.

17. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (3) 16. janúar 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: P 40 Reykjavík. Óhapp í flugtaki, vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Myers, Robert W. slapp.

18. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (2) 5. janúar 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, flugvélin skall í jörðina. Skemmdir minniháttar. Áhöfnin, Trabucco, Thomas F. slapp.

19. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 5. janúar 1942.
P-40 Warhawk. Atvikið: Óhapp í lendingu, vélin skall í jörðina og eyðilagðist. Áhöfnin, Steeves, Jerome I. slapp.

20. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 1. febrúar 1944.
Curtiss P-40K Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, minniháttar skemmdir á flugvélinni. (Gert var við vélina í Reykjavík). Vélin var send til USA 5. september 1944 og dæmd ónýt 28. nóvember 1944. Áhöfnin, Scettler, John D., slapp ómeidd. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

21. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 2. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed PV-1 Ventura USAAF. Atvikið: BUNO 36487 var í flugtaki í æfingaflug. Vélinni hlektist á. Nákvæmari upplýsingar ekki til staðar. Áhöfnin slapp án meiðsla; Streeper, Harold P. Warnagris, T.W. Duenn, S.D. Wood og T. Ragan. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

22. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. apríl 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: William B. Reed flugmaður var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Vélin varð fyrir minniháttar skemmdum í lendingu. Gert var við vélina. Áhöfnin, William B. Reed flugm., slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 vélar frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

23. P-39 Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 12. ágúst 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-39.

P-39 Airacobra S/N 40-3021 USAAF. Atvikið: Vélarbilun í flugtaki á Reykjavíkurflugvellir. Bilunin reyndist ekki alvarleg og var gert við vélina. Áhöfnin, flugmaðurinn John H. Walker slapp. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá byrjun árs 1942 fram að 18. mars 1944.

24. P-39 Bell Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 7. júlí 1942.
P-39 Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin gjöreyðilagist í lendingu. Samkvæmt óstaðfestum upplýingum þá gaf sig hjólabúnaður vélarinnar. Áhöfnin, Leroy G. Dickson, slapp lítið meiddur. P-39 Airacobra flugvélar voru í notkun á Íslandi frá snemma árs 1942 til 18. mars 1944.

25. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 16. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 16. april 1942, Noel, Dana E. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar. Áhöfnin, Noel Dana E. slapp án meiðsla.

26. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 12. apríl 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: G S Curtis Jr. var í æfingarflugi á Reykjavíkurflugvelli. Í flugtaki rakst vélin harkalega í brautina og skemmdist nokkuð. Gert var við vélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Áhöfnin, Curtis, G S Jr. slapp án meiðsla.

27. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 22. júní 1942.
B-24A Liberator USAAF. Atvikið: Ferjuflug frá Bolling, Washington DC til Reykjavíkur. Vélinni hlektist á í lendingu í Reykjavík (machanical failure). Vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Tilton, John G. og áhöfn hans slapp án meiðsla.

28. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 20. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: James P. Mills var í æfingaflugi. Í flugtaki rakst vélin harkalega í flugbrautina og skemmdist mikið. Flugvélin var dæmd ónýt. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Áhöfnin, Mills James P., slapp á meiðsla.

29. Douglas Boston, Reykjavíkurflugvöllur 7. nóvember 1944.
Douglas Boston (Havoc) RAF. Atvikið: Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti. Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim. Áhöfnin, Kenneth David Clarson, lést. Peter Ronald Maitland slasaðist. Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.

30. C-47 Skytrain, Reykjavíkjavíkurflugvöllur 13. desember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Skytrain.

C 47 Skytrain Dakota USAAF. Atvikið: Flugvélin s/n 41-18514 var í ferjuflugi frá USA til UK með viðkomu í Reykjavík til að taka eldsneyti. Í lendingunni rakst nef flugvélarinnar í flugbrautina og skemmdist lítillega. Áhöfnin, Mandt, William F. og áhöfn hans slapp án áverka.

31. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 11. ágúst 1941.
De Havilland DH.91 Albatross RAF. Atvikið: Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur. Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík. Áhöfnin slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

32. B-24 Liberator, Reykjavíkflugvöllur 28. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator III RAF. Atvikið: Í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli sveigði vélin og lenti á atvinnutæki. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin bjargaðist.
RAF flugsveit 86 starfaði á Íslandi frá 24. mars 1944 fram í júlí 1944.

33. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. ágúst 1941.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Dane E. Novel flugmaður var að koma til baka til Reykjavíkur úr æfingaflugi. Í lendingunni fór hann útaf norður brautarendanum á norður/suður brautinni. Eldur kviknaði í flugvélinni og skemmdist hún verulega og var hún dæmd ónýt. Áhöfnin, Dane E. Novel, slasaðist ekki alvarlega. P-40 Flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

Í sjó í Skerjafirði:

Short Sunderland hrapaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Sunderland.

Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin var að koma úr eftirlitsflugi og sigldi að bólfæri þegar hún rakst á sker sem ekki sást ofansjávar. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og keyrði flugstjórinn vélina uppí land á fullu afli. Gert var við vélina í Reykjavík af viðgeðarflokki sem kom frá framleiðandanum, Short Brothers Ltd. í Belfast á Norður Írlandi. Flugvélin hafði gælunafnið Ferdinand. Áhöfnin slapp án meiðsla. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbáta í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina hafnaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 9. desember 1941.
PBY-5A Catalina USN. Atvikið: Nokkrar Catalina flugvélar voru við bólfæri á Skerjafirði þegar suðvestan stormur skall á. Festingar Catalina 73-P-1 slituðu og vélina rak að landi. Á rekinu rakst vélina á annan flugbát 73-P-8. 73-P-1 sökk um 30m frá landi, dæmd ónýt. Skemmdir á Catalina 73-P-8 voru minniháttar. Áhöfnin; vélin var mannlaus. VP-73 Squadron starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942.

Northrop, atvik í flugbátahöfn, Fossvogi, 22. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Northrop.

Northrop N-3PB RAF. Atvikið: Sjóflugvélin var að koma úr flutningaflugi og hlekktist á í lendingu á Fossvogi og sökk. Áhöfnin, 3 norskir flugliðar björguðust. Flugsveitin notaði Northrop N-3PB á Íslandi frá 19. maí 1941 til 24. janúar 1943. 12 norskir flugliðar fórust á Íslandi á þessu tímabili og 11 flugvélar eyðilögðust.

Short Sunderland, skemmdist á Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin lá við bólfæri og verið var að setja á hana eldsneyti þegar kviknar í henni og hún brennur og sekkur í Skerjafirði. Gjörónýt. Áhöfnin, engin áhöfn um borð. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbátra í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina, hrapaði utan flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli 13. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Catalina.

Catalina PBY-5A USN. Atvikið: Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar viðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda væng og skrokk til US með skipi. Áhöfnin slapp án meiðsla. USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

Mosquito, hrapaði utan Reykjavíkurflugvallar 26. apríl 1945.

Reykjavíkurflugvöllur

De Havilland.

De Havilland, DH 98 Mosquito FB Mk 26 RAF. Atvikið: Mosquito KA153, frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), var í ferjuflugi til Englands um Ísland. Af óþekktum ástæðum hrapaði flugvélin rétt áður en hún náði inn á flugbraut um 2 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Vélin gjöreyðilagðist. Áhöfnin, F W Clarke fórst.

B-25 Mitchell hrapaði við Flyðrugranda, Reykjavík, 18. desember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: B-25 Mitchell var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar annar hreyfillinn bilaði og flugvélin snerist til jarðar 2 mílur norðvestur frá Reykjavíkurflugvelli. 25. Júní 1976 var verktkafyrirtæki að byggja nokkur 4 hæða íbúðahús á svæðinu (Flyðrugranda 2 -10). Starfsmenn fundu leifar af flugvél á ca. 2 Metra dýpi í mjög blautu mýrlendi. Nokkrir hlutir úr flugvélinni fundust og fóru til geymslu. Þessir hlutir voru loftskrúfa, hluti af framhluta skrokks válarinnar og vélbyssa. Þessir munir eru allir týndir. Áhöfnin, W.V. Walker, M.H. Ramsey, og A.P. Cann fórust allir í slysinu og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði, Reykjavík.

B-25 Mitchell hrapaði 50 mílur vestur af Reykjavík 8. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Flugvélin var í ferjuflugi frá Goose Bay til Englands með viðkomu í Reykjavík. Í Englandi átti hún að starfa með DUTCH No. 320 Squadron. Á leiðinni kom upp eldur í flugvélinni og hrapaði hún í hafið 50 mílur vestur af Reykjavík. Áhöfnin, Gay Thomas Record, Canada, flugstjóri, Frederick Avery Beyer, F/O RAAF siglingafræðingur og Owen Geraint Davies, breskur loftskeytamaður, fórust.

P-39 Airacobra hrapaði í Sogamýri, Reykjavík, 18. ágúst 1942.
P-39D Bell Airacobra USAAF. Atvikið: Eldur kom upp í flugvél Lt. Harold L Cobb sem neyddist til að stökkva í fallhlíf úr flugvélinni skammt frá Camp Handley Ridge. Lt. Cobb kom niður nálægt Camp Byton. Flugvélin hrapaði á svæði sem nú er leikvöllur austan við Réttarholtsskóla. Áhöfnin, Lt. Harold L Cobb, komst lífs af. Flugsveitin notaði P-39 flugvélar á Íslandi frá því snemma árs 1942 fram til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó norðvestur af Gróttu 24. nóvember 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: John G. Patterson var í eftrilitsflugi norðvestur af Gróttu þegar eldur kviknar í hreyfli vélarinnar og hann er neyddur til að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin verður fyrir minniháttar skemmdum og gert var við hana á Rekjavíkurflugvelli. Áhöfnin, John G Patterson slapp óslasaður. USAAF 33. flugsveit notaði P-40 frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

P-40 Warhawk hrapaði í sjó ½ mílu nv. af Reykjavík, í Faxaflóa 29. april 1942.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óþekktur íslenskur sjómaður bjargaði Lt. Champlain eftir nauðlendingu á sjó. Ástæðan fyrir nauðlendingu var hreyfilbilun og eldur í framhluta flugvélarinnar. Sjómaðurinn var eftir atvikið kallaður „Champlain´s´Hero.“ Lt. Champlain fékk afar slæm brunasár. Hann var sendur með flugvél á Walter Read sjúkrahúsið í Washington D.C. Frásögnin af brunasárum hans og lækningu þeirra var skráð í „Janúar hefti Readers Digest Magazine“ Lt. Chaplain var seinna hækkaður í tign. Lt. Chaplain giftist íslenskri stúlku Aróru Björnsdóttir frá Reykjavík. Þau bjuggu í San Diego Ca. og eignuðust 2 börn. (Áróra var fædd 17. maí 1922 og lést 7. júlí 2019). Áhöfnin, Lieutenant Chaplain, Daniel D, slapp lifandi. P-40 flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk féll í sjó vestur af Hafnarfirði, Faxaflóa, 17. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Íslenskur sjómaður, Tryggvi Gunnarsson varð vitni að hrapinu. Flugvélin fór í sjóinn og sökk samstundis. Tryggvi miðaði staðinn nákvæmlega og var lík flugmannsins slætt upp ásamt flugvél. Ástæða slysins er ekki kunn. Flugvöllur nr. 2 var í byggingu í Keflavík og var opinberlega nefndur „Patterson Field“. Áhöfnin, flugmaðurinn John G Patterson lést. Flugsveitin notaði P-40 vélar á Íslandi frá 6. ágúst til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó vestur af Reykjavík 30. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40 Warhawk.

P-40K, Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur vestur af Reykjavíkurflugvelli. Ástæðu flugsins er ekki getið. Ástæðu hrapsins er ekki getið.
Áhöfnin, Vanvig, Richard J, flugmaður, fórst í slysinu.

Fw 200 Condor fór í sjóinn norðvestur af Gróttu, Faxaflóa, 14. ágúst 1942.

Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor. Atvikið: Að morgni 14. ágúst 1942 kom Ofw. Fritz Kuhn flugstjóri á Fw-200 Conder vél upp að suðurströnd Íslands austan við Vík.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Kl. 0921 kemur vélin fyrst fram á radar RAF Vík, Fraser CHL. Í fyrstu er hún álitin (friendly aircraft) vinveitt vél þar sem von var á vélum á svæðinu.

Þegar leið á vaknaði grunur um að hér væri óvinavél á ferðinni þar sem hún fylgdi ekki venjulegri aðflugsstefnu að Reykavíkurflugvelli. Kl. 1000 tilkynnir Northrop vél frá 330 flugsveit að um óvinveitta Condor vél sé að ræða. Sem fljúgi í grennd við skipalest 30 mílur suður af Grindavík.

Reykjavíkurflugvöllur

Focke-Wulf Condor.

Staðfesting á að hér væri Fw-200 Condor vél á ferðinni kom ma. frá fleiri radarstöðvum og sjónarvottum. Kl. 1030 kemur fram á radar flugvél 30 mílur vestur af Keflavík (Reykjanesskaga) á norður leið. Vélin beigir síðan til austurs og er um 10 mílur norður af Skagaflös. Radar og eftirlitsstöðvar upplýstu flugstjórn í Reykjavík um Condor vélina. Weltman major var í stjórnstöðinni og rauk út í P-38 Lighting orrustuvél. Á sama tíma eru á flugi Lt. Elza E. Shahan á P-38 vél og Joseph D. Shaffer á P-40. Þeim eru send skilaboð um Conder vélina og stefnu hennar. Weltman kemur fyrstur auga á Condor vélina sem skyndilega breytir um stefnu til austurs. Á fullri ferð spennir Weltman byssur vélar sinnar og þýsku skytturnar eru líka tilbúnar. Weltman nálgast Condorinn og hleypir af, þýsku skytturnar svara. Innan fárra mínútna hitta þýsku skytturnar P-38 vélina og laska vélbyssurnar og svo annan hreyfilinn. Weltman verður að hverfa frá og lendir í Reykjavík. Um þetta leyti, kl. um 1115 hafa Shahan á P-38 og Shaffer á P-40 komð auga á Condor vélina. Þeir gerðu árás og laska einn hreyfil Condorsins.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Shahan fer í svo kallaðan „chandelle“ sveig og kemur sér í gott færi við Condorinn, hleypir af byssum vélarinnar og hittir sprengjuhólfin á Condornum. Hann hafði hugsað sér að fljúga undir vélina, en Condorinn springur í tætlur og hann neyðist til að fljúga í gegnum brakið. Fw-200 Condorvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur norðvestur af Gróttu. Þetta er talin fyrsti sigurinn í loftbaradaga hjá Bandaríska flughernum í Evrópu í Seinni-heimsstyrjöldinni. Shaffer og Shahan var báðum eignaður sigurinn og voru síðar heiðraðir fyrir afrekið. Einning var P-38 vél Weltmans major fyrsta bandaríska flugvélin sem varð fyrir skotárás þýskrar vélar í Stríðinu. Áhöfnin fórst öll; Fritz Köhn, Philipp Haisch, Ottmar Ebener, Wolfgang Schulze, Artur Wohlleben, Albert Winkelmann og Gunner.

Hudson fór í sjóinn austur af Grindavík 22. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Hudson.

Hudson Mk.I UK RAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 9 mílur austur af Grindavík. Vélin var í æfingum með notkun eldflauga. Ástæðu fyrir hrapinu er ekki getið. Áhöfnin, 5 menn vélarinnar fórst. Lík tveggja áhafnarmeðlima fundust nokkrum dögum síðar, R.L. Forrester og D. MacMillan. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. apríl 1941 fram í janúar 1944.

B-24 Liberator fór í sjóinn suður af Selvogi 7. febrúar 1945.
B-24M Liberator USAAF. Atvikið: S/N 44-50535 var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Vélin fór í loftið í Keflavík kl. 11:15. Tveir bændur á Nesjum voru við vinnu úti við er þeir sáu stóra flugvél koma úr vesturátt og flaug út á sjó en hrapaði í sjóinn um 2 mílur frá landi. Stjórnstöð hersins í Reykjavík var látin vita og stuttu síðar leituðu nokkrar flugvélar svæðið án árangurs. Áhöfnin, David G Koch og áhöfn hans fórust í slysinu. B-24M útgáfan var síðast útgáfan af Liberator vélinni. Samtals voru 19.256 vélar smíðaðar og 2.593 flugu aðeins frá verksmiðju til niðurrifs.

Junkers Ju 88 hrapaði í sjóinn í Hvalfirði, Faxaflóa, 27. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Junkers Ju 88.

Junkers Ju 88 D-5, A6+RH 430001Junkers Ju 88. Atvikið: Flugvélin var í myndatöku og njósnaflugi yfir Íslandi. Af ástæðum sem ekki eru kunnar nauðlenti flugvélin á sjó í Hvalfirði og sökk. Nánari staðsetning er óþekkt. Áhöfnin, 3 menn, létust allir; Gerhard Skuballa †, Uwe Gåoddecke † og Herbert Fischer †.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Meeks- og Pattersonflugvelli.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla I HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur.

Reykjavíkurflugvöllur

Í „Fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Nauthólsvík og Nauthólsveg“ árið 2019 segir m.a. um nokkra uppistandandi bragga og hús ofan Nauthólsvíkur:

Braggi 1

Nauthólsvík

Braggar við Nauthólsveg 100.

„Þyrping húsa við Nauthólsvík í útjaðri Reykjavíkurflugvallar á lóðinni Nauthólsvegi 100 (áður Hlíðarfótur 81). Um er að ræða nokkur sambyggð, steinsteypt og hlaðin hús ásamt áföstum bragga.
Þessi hús, ásamt stökum bragga norðar á lóðinni (sjá mhl. 10), voru upphaflega hluti af stærri herskálaþyrpingu sem reist var af breska flughernum í Nauthólsvík veturinn 1944-1945 til að hýsa „Transit camp“ eða gistibúðir flugáhafna og farþega flughersins.

Reykjavíkurflugvöllur

Herkampar við Reykjavíkurflugvöll og Nauthólsvík.

Bretar nefndu gistibúðirnar Hótel Winston. Gistirými var í bröggum sem tengdir voru saman með yfirbyggðum gangi en í öðrum húsum voru eldhús, veitingasalur, setustofur o.fl. Eftir að flugmálastjórn tók við rekstri flugvallarins 1946 var rekið þarna flughótel á vegum hennar. Um skeið (1947-1948) var reksturinn í höndum einkaaðila og hótelið þá nefnt Hótel Ritz. Árið 1948 tók Ferðaskrifstofa ríkisins við rekstri hótelsins sem var eftir það kallað Flugvallarhótelið og var starfrækt til 1951, þegar því var lokað fyrir fullt og allt. Á seinni hluta 6. áratugarins var stór hluti bragganna í þyrpingunni rifinn. Árið 1971 fékk Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, aðstöðu í hluta bygginganna og er þar enn í dag (2019). Í júlílok 2008 skemmdist austurhluti húsanna í eldi. Húsin voru í umsjón Flugmálastjórnar Íslands til 2010 en þá urðu þau eign Reykjavíkurborgar.

Nauthólsvík

Nauthólsvík 1946.

Frá 1998 var svæðið ætlað fyrir stríðsminjasafn í deiliskipulagi en því var breytt 2013 og lóðin skilgreind fyrir veitingastað eða aðra starfsemi og þjónustu og leyfð endurbygging á byggingum sem tæki mið af upprunalegri
stærð þeirra og útliti. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur nr. 161/2013 var lagt til að húsaþyrpingin yrði hverfisvernduð.
Árið 2016 fékkst leyfi til að taka niður braggann austast í þyrpingunni sem dæmdur var ónýtur og byggja nýjan í sömu mynd og innrétta þar veitingastað, einnig endurbyggja og lyfta þaki svokallaðs náðhús norðan við braggann og innrétta þar fyrirlestrarsal, sem og endurbæta áfasta skemmu vestan við braggann og innrétta þar frumkvöðlasetur, auk þess að byggja nýja tengibyggingu milli húsanna í stað eldri millibyggingar. Breytingarnar hafa verið framkvæmdar að hluta (2019).“

Braggi 2

Nauthólsvík

Braggi að Nauthólsvegi 100.

„Stakur braggi af gerðinni BUTLER (bandarísk gerð), matshluti 10 á lóðinni Nauthólsvegi 100 (áður Hlíðarfótur 81). Þessi braggi, ásamt húsaþyrpingu sunnar á lóðinni, var upphaflega hluti af stærri herskálaþyrpingu sem reist var af breska flughernum í Nauthólsvík veturinn 1944-1945 til að hýsa „transit camp“ eða gistibúðir flugáhafna og farþega flughersins.
Bretar nefndu gistibúðirnar Hótel Winston. Gistirými var í bröggum, eins og þessum, sem tengdir voru saman með yfirbyggðum gangi en í syðri húsunum voru eldhús, veitingasalur, setustofur o fl.

Nauthólsvík

Nauthólsvík 15. 10. 1942. Þarna er ekki búið að reisa „Camp Transit“.

Eftir stríð var rekið þarna flughótel á vegum flugmálastjórnar og seinna Ferðaskrifstofu ríkisins (Flugvallarhótelið) en árið 1951 var hótelinu lokað fyrir fullt og allt. Á seinni hluta 6. áratugarins var stór hluti bragganna í þyrpingunni rifinn.
Af loftmyndum má sjá að bragginn hefur upphaflega verið um helmingi lengri en hann er í dag. Í honum munu hafa verið átta herbergi og gangur eftir honum endilöngum. Einhvern tíma á tímabilinu 1954-1965 hefur vesturhelmingur hans verið fjarlægður. Ekki er ljóst hvort þá var komið fyrir stórum skúrdyrum sem eru á vesturgafli. Að öðru leyti virðist bragginn að mestu óbreyttur að ytra byrði. Á stríðsárunum voru reistir mörghundruð braggar af þessari gerð í Reykjavík. Í dag (2019) stendur þessi braggi eftir sem eini upprunalegi bragginn af þessari gerð á svæðinu.

Nauthólsvík

Nauthólsvík 1942.

Svæðið sem bragginn stendur á var frá 1998 ætlað fyrir stríðsminjasafn í deiliskipulagi en því var breytt 2013 og lóðin skilgreind fyrir veitingastað eða aðra starfsemi og þjónustu og leyfð endurbygging á byggingum sem tæki mið af upprunalegri stærð þeirra og útliti. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur nr. 161/2013 var lagt til að þetta hús ásamt húsaþyrpingunni á lóðinni yrði hverfisverndað.
Bragginn hefur undanfarin ár hýst félagsheimili víkingafélagsins Einherja. Við braggann stendur dreifistöðvarskúr, byggður 1990-1995.“

Braggi 3

Nauthólsvík

Braggar við Nauthólsveg 99.

„Tveir samsíða braggar við Nauthólsvík í útjaðri Reykjavíkurflugvallar á lóðinni Nauthólsvegi 99. Þessi braggar voru reistir af breska setuliðinu og eru af gerðinni Nissen. Annar þeirra, sá sem stendur sunnar, virðist sjást á loftmynd sem tekin var í október 1942 og báðir sjást á loftmynd sem tekin var sumarið 1943 (en byggingarár skv. Fasteignaskrá er 1945). Þeir hýstu meðal annars skósmíðaverkstæði og saumastofu hersins á stríðsárunum. Eftir stríð var þarna lengi aðstaða fyrir Flugbjörgunarsveitina.

Nauthólsvík

Flugröst.

Braggarnir eru nú (2019) í eigu ríkissjóðs. Í öðrum þeirra hefur í mörg ár verið félagsheimili starfsmanna Flugmálastjórnar Íslands sem kallað er Flugröst. Hinn (mhl. 02) er skráður sem vörugeymsla (Fasteignaskrá 2019).

Sportkafarafélagið

Nauthólsvík

Nauthólsvegur 100a.

Timburhús við Nauthólsvík, með staðfangið Nauthólsvegur 100a. Um er að ræða hús sem Sportkafarafélag Íslands reisti sem félagsheimili á árunum 1989-1990. Félagið fékk leyfi fyrir byggingu bráðabirgðahúss á lóðinni í júlí 1989, með þeirri kvöð að húsið yrði rifið borgarsjóði að kostnaðarlausu, þegar krafist yrði. Húsið teiknaði Einar Ingimarsson arkitekt.
Um byggingu hússins segir á vefsíðu félagsins:
„Árið 1987 var ákveðið að fara í að reisa félagsheimili Sportkafarafélags Íslands. Keypt var notað timbur frá trésmiðjunni Völundi sem þá var verið að rífa og síðan hófst leit að stað.

Nauthólsvík

Merki Sportkafarafélags Íslands.

Fleiri en einn staður komu til greina en erfitt var að fá leyfi hjá viðkomandi yfirvöldum. Árið 1989 fékkst fjárstyrkur frá borgaryfirvöldum og fékk félagið úthlutaða lóð í Nauthólsvík og bygging félagsheimilisins hófst. Húsnæðið var tekið í notkun 1994 og hefur verið við haldið af natni síðan“ (www.kofun.is: Um SKFÍ – Sagan, sótt í mars 2019).
Árið 2004 fékk húsið staðfangið Hlíðarfótur 81a en árið 2010 var götuheitinu breytt og húsið fékk þá staðfangið Nauthólsvegur 100a.
Húsinu virðist ekki hafa verið breytt að ráði frá því að það var byggt.

Braggi  við Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur – braggi.

Þyrping húsa við Reykjavíkurflugvöll. Húsin eru öll skráð undir heitinu Flugvöllur 106748 í Fasteignaskrá en tölunar vísa í landnúmerið. Elsta húsið er byggt árið 1941 en það yngsta árið 1997. Flest eru þau byggð frá 1941-1960. Í dag (2013) eru húsin notuð sem flugskýli, tækjageymsla, fjarskiptastöð, spennistöð, geymslur, skrifstofur og fleira.
Bragginn var upphaflega einn fjögurra sambyggðra skemmubragga. Bragginn var upphaflega notaður af setuliðinu en eftir að flugvöllurinn komst í eigu íslenskra flugmálayfirvalda var hann í fyrstu notaður sem geymsla en síðan flutti slökkvilið flugvallarins aðsetur sitt í braggann.

Reykjavíkurflugvöllur

Bragginn við Reykjavíkurflugvöll.

Árið 1962 brunnu hinir þrír braggarnir. Við suðurhlið braggans hefur verið hlaðin viðbygging og settur steinsteyptur umbúnaður fyrir akstursdyr. Ekki er finna heimildir um hvenær það var gert.
Síðustu áratugi hefur bragginn verið notaður sem vélageymsla flugvallarins.“

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum frá fimmta áratug síðustu aldar hefur bröggum, stríðsminjunum, ofan við Nauthólsvík og við Reykjavíkurflugvöll fækkað svo um munar.

Heimild:
-Vatnsmýri – Seljamýri – Öskjuhlíð; Byggðakönnun, Fornleifaskrá og húsakönnun, Reykjavík 2013.

Reykjavíkurflugvöllur

Nauthólfsvík 1946 – braggahverfið.

Reykjavíkurflugvöllur

Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að kanna aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi.

Reykjavíkurflugvölur

Vatnsmýrin, Seljamýri og nágrenni, milli Skildingarness og Öskjuhlíðar, árið 1903.

Rolf leizt bezt á Vatnsmýrina sem flugvallarstæði og bæjarstjórnin lagði til 92.300 m² af svonefndu Briemstúni. Samtímis var hið fyrsta af fjórum fyrirtækjum, sem hlutu nafnið „Flugfélag Íslands”, stofnað og fyrsta flugvélin kom til landsins í stórum kassa. Hann var fluttur að skýlinu, sem hafði verið reist í Vatnsmýrinni.

Reykjavíkurflugvölur

Avro 504K.

Klukkan var um það bil 17:00 þegar fyrsta íslenska flugvélin lyfti sér til flugs frá íslenskri grund í fyrsta sinn. Flugvélin, sem var eign Flugfélags Íslands og alveg ný, var af breskri gerð, Avro 504K, sem var tvívængja með 110 ha. Le Rhöne-mótor. Flugmaðurinn var kapteinn Cecil Faber. Völlurinn var í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Þetta var þann 3. september 1919. Er hægt að hugsa sér spennuna sem var í loftinu á þessum tíma, á þessari stundu? Flug á Íslandi var að hefjast!

Reykjavíkurflugvölur

Kort af Skildinganesi og Seljamýri árið 1933.

Eflaust hafa margir bæjarbúar séð þegar fyrsta flugvélin flaug yfir Reykjavík þetta síðdegi í byrjun september. Búið var að kynna það að vélin yrði til sýnis í skálanum á flugvellinum að kvöldi 3. sept. kl: 8, og átti þar að halda hátíð og væntanlega fljúga fyrsta flugið fyrir augum almennings.

Á forsíðu Vísis 3. sept. auglýsing:
Flugvélin er nú sett saman og verður sýnd í skálanum á flugvellinum kl. 8. Aðgöngumiðar seldir hjá Sigf. Eymundssyni, í Ísafold og við inngangana og kosta 50 aura. Harpa leikur væntanlega á lúðra á flugvellinum. Inngangar að veginum niður á völlinn eru af Laufásvegi fyrir utan Laufás og af Melunum beint niður af Loftskeytastöðinni – Flugfélagið.”

Reykjavíkurflugvöllur

Junkers f13. Fyrsta farþegaflugvél Flugfélags Íslands.

En hvað gerðist? Af hverju flaug Capt. Faber af stað á þessum tíma síðdegis? Var búið að undirbúa það flug? Almenningur virðist ekki hafa vitað af flugi á þessum tíma. Hátíðin átti að hefjast kl: 8 um kvöldið. Í frétt Morgunblaðsins daginn eftir, þ.e.a.s. 4. september er frétt þar sem m.a. segir:
Fyrsta flugið á Íslandi. Capt. Faber flaug tvisvar í gær.” Svo segir, ”En um kl. 5 í gær (3. sept.) gerðist óvæntur atburður suður á Flugvelli. Reynsluflugið var ákveðið þá strax, og án þess að nokkur vissi, ók Faber vélinni út á völl, settist við stýrið og renndi af stað. Vélin rann nokkra tugi faðma niður eftir túninu, eins og álft sem flýgur upp af vatni, og loks losnaði hún frá jörðu og smáhækkaði.

Reykjavíkurflugvöllur

Flugfélagið tók á leigu flugvélar frá Þýskalandi ásamt áhöfnum. Fyrsta flugvélin var af Junkers F.13 og bar einkennisstafina D-463. Fjórar Junkers vélar voru notaðar til farþegaflugs, póstflutninga og síldarleitar á Íslandi á árunum 1928 til 1931, þó aldrei nema tvær í einu, þrjár þeirra voru af gerðinni Junkers F.13 og ein af gerðinni Junkers W.33d. Vélarnar báru íslensk nöfn; Súlan, Veiðibjallan og Álftin.

Hljóðið frá mótornum heyrðist inn í bæinn og menn fóru að skima í kringum sig. Og allir, sem skimuðu, ráku augum í það sama: vélin leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennsléttum vegi, sneri sér krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassvörðinn.”

Þennan sama dag stóð þetta í Bæjarfréttum Vísis:
Flugvélin er nú komin í það horf, að ekki vantar nema herslumuninn, að henni verði treyst til að hefja sig á loft. Eins og auglýst er hér í blaðinu verður hún sýnd almenningi í kveld kl. 8. Vel er mögulegt að fyrsta flugsýningin geti orðið annað kveld. Mótorinn hefur verið látinn fara af stað og reynst ágætlega.- Stendur af loftskrúfunni svo mikið hvassviðri að það fjúka höfuðföt af mönnum, er standa fyrir aftan vélina. Ættu menn, er vilja sjá þetta nýtískunnar furðuverk að nota nú tækifærið, því að við flugsýningarnar fá menn ekki að koma í flugskálann eða alveg að vélinni. Alþingismönnum og flugfélagsmönnum er boðið að skoða vélina kl. 7 ½.”

Reykjavíkurflugvöllur

Teikning Gústafs E. Pálssonar verkfræðings af flugvelli í Vatnsmýrinni frá árinu 1937.

Næsta ár tók vesturíslenzkur flugmaður, Frank Fredrickson, við starfinu. Fyrsta slys tengt flugi á landinu varð 27. júlí 1920, þegar hætt var við flugtak og vélin lenti á tveimur börnum, 10 ára stúlku, sem lézt, og bróður hennar fjögurra ára, sem slasaðist mikið. Rekstur vélarinnar gekk ekki og hún var seld úr landi árið eftir. Árið 1928 var nýtt félag stofnað (Alexander Jóhannesson). Það starfaði til 1931 en heimskreppan og fleiri áföll urðu því að falli. Næstu tvö árin notuðu hollenzkir veðurathugunarmenn völlinn, sem hafði verið sléttaður og lagaður töluvert. Skýlið og fleiri mannvirki voru seld, þegar þeir fóru, því að mikill skortur var á alls konar efniviði.

Í „Fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Nauthólsvík og Nauthólsvíkurveg“ frá árinu 2019 má lesa eftirfarandi um Reykjavíkurflugvöll:

Reykjavíkurflugvöllur

Á Vatnsmýrarhól hafa verið útihús frá Skildinganesi sem hætt var að nota um 1930, öðru húsinu var síðan raskað við gerð flugbrautanna. Á hólnum var þriggja bursta rúst en henni var raskað þegar fyrsti flugturnninn var byggður þar um 1940 og hóllinn þá nefndur Flugstjórnarhóll. Enn má greina hleðslur í hólnum frá eldra húsinu.
Á korti frá 1933 varpað yfir loftmynd frá 2012. Greinilega má sjá tvær rústir útihúsa, önnur þriggja bursta á hólnum og hin einar burstar rétt suðvestan við hólinn.
Þarna var töluverður búskapur um 1930. Þá var Vatnsmýrinni skipt upp í Vatnsmýrarbletti en Skildingnesmegin var einnig búið á litlum skikum. Búskapur þessi lagðist af þegar flugvöllurinn var gerður. Öll íbúðarhúsin við Reykjavíkurveg og Hörpugötu sem lentu inni á flugvallarsvæðinu, eða um 25 hús, þurftu að hverfa.

„Flugsaga Íslands hófst miðvikudaginn 3. september árið 1919 kl. 17.00 þegar fyrsta íslenska flugvélin lyfti sér til flugs frá íslenskri grund. Flugvélin, sem var í eigu Flugfélags Íslands, var af breskri gerð og var flugmaðurinn kapteinn Cecil Faber. Völlurinn var í Vatnsmýrinni í Reykjavík. [Flugvélin var Avro 504K.]
Flugfélag Íslands var stofnað í Reykjavík í mars 1919. Eitt fyrsta mál á dagskrá hins nýstofnaða félags var að finna heppilegan stað fyrir starfsemina. Félagið sendi bæjarstjórninni í Reykjavík eftirfarandi bréf þann 4. júní 1919:
„Flugfélag Íslands er stofnað til þess að undirbúa og koma á flugsamgöngum hér á landi, svo fljótt sem ástæður leyfa. Eitt hið fyrsta sem þarf að útbúa, eru tryggir og góðir lendingastaðir fyrir flugvélarnar og er auðsætt að ein helsta flughöfnin verður að vera hér í Reykjavík. Til hennar útheimtist svæði sem sléttast og grasi vaxið, með gott svigrúm til allra hliða, og liggi hún þó sem næst bænum.
Í samráði við Rolf Zimsen liðsforingja, flugmann úr danska hernum, sem nú er hér staddur, höfum vér athugað staði hér nærlendis, sem komið gætu til greina. Urðum vér ásáttir um, að heppilegast og kostnaðarminnst verði að útbúa góða flughöfn á túnblettum þeim er liggja í Vatnsmýrinni suðvestanverðri, því að á þeim er landrými gott og svigrúm nægilegt í kring, þar eð hvorki eru þar hæðir svo háar, né byggingar eða símar svo nærri, að flugið heftist.

Reykjavíkurflugvöllur

Kort sem sýnir erfðafestulönd og byggðina sem hvarf undir flugvöllinn.

Vér leyfum oss því hér með að óska þess að háttvirt bæjarstjórn útvegi Flugfélaginu til kaups svæði til flugvallar á þessum stað, helst eigi minna en 400×500 metra að stærð, eða tryggi félaginu á annan hátt sem varanlegust afnot af þessu svæði með sem aðgengilegustum kjörum.“
Málinu var vísað til fasteignanefndar og fjárhagsnefndar bæjarins. Fasteignanefnd Reykjavíkur taldi „… helst tiltækilegt að taka til þessara afnota hæfilegan hluta af erfðafestulandi E. Briem í Vatnsmýrinni eins og stjórn félagsins hefur farið fram á, og leigja það flugfélaginu …“
Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti síðan þann 26. júní 1919 ákvörðun fasteignanefndar og tók um 92.300 fermetra af túni Eggerts Briem til að nota semlendingarstað fyrir flugvélar.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni – herforingjaráðskort.

Eggert fékk 15 aura fyrir hvern fermetra. Samkvæmt lýsingu í Morgunblaðinu þá var inngangur að flugvellinum af miðjum þeim vegi sem lá yfir Vatnsmýrina þvera frá Briemsfjósinu við Laufásveg og yfir að Loftskeytastöðinni. En menn spurðu sig í blöðunum hvernig þeir færu að því að lenda á flugvél í Vatnsmýrinni þar sem í hugum manna var hún eitt forarfen. Í einu blaðanna segir: „En þeir sem nú þessa dagana hafa komið út á flugvöll, falla hreint í stafi. Svona stórar og skrúðgrænar grasflesjur héldu þeir ekkiað þarna væru til. Síðustu árin, eftir því sem skurðum hefir fjölgað, þá hafa þessi tún þornað og eru nú skráþurr, eins og önnur tún …Væri haldin hér þjóðhátíð, þá væri ómögulegt að hugsa sér fegurri stað í nánd við bæinn en flugvöllinn.“
Rekstur Flugfélags Íslands stóð ekki undir sér og var flugvélin seld úr landi árið 1921.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni – AMS kort.

Árið 1928 var stofnað í Reykjavík nýtt flugfélag en þó með sama nafni og hið fyrra. Bækistöð þess var í Vatnagörðum þar sem félagið notaðist einkum við sjóflugvélar. Félagið leigði þýska sjóflugvél af Junkers-gerð og tók hún 5 farþega og var notuð til farþega-, póst-, sjúkra- og síldarleitarflugs. Vélin var skírð Súlan og ári síðar bættist Veiðibjallan við. Rekstur félagsins stóð til ársins 1931 en varð þá að hætta sökum fjárskorts. Árið 1930 var flugvöllurinn í Vatnsmýrinni orðinn lélegur, en á árunum 1932 og 1933 notuðu hollenskir flugmenn, sem voru hér við veðurathuganir, völlinn. Nokkru áður en þeir komu höfðu verið gerðar endurbætur á landinu, það sléttað og brýr settar á skurði. Þá var einnig reist flugskýli sem var síðar selt til niðurrifs eftir að rannsóknum hollensku flugmannanna lauk. Árið 1937 heppnaðist einnig fyrsta tilraun til svifflugs hér á landi og var það í Vatnsmýrinni.

Örninn

Þessi Waco-flugvél var keypt frá Bandaríkjunum haustið 2009. Hún er af nákvæmlega sömu tegund og ÖRNINN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, sem smíðuð var 1937 og kom til landsins 1937, þá á flotum. Vélin var oftast kölluð Örninn, eða Akureyrarflugvélin. Eftir að aðalstöðvar Flugfélags Akureyrar voru fluttar frá Akureyri til Reykjavíkur, og nafninu breytt í Flugfélag Íslands, fékk félagið aðra vél sem var nánast sömu tegundar og Örninn.

Um svipað leyti og Flugfélag Akureyrar var stofnað, árið 1937, var mikið rætt um að gera varanlegan flugvöll í Reykjavík og var gildi góðs flugvallar jafnað við mikilvægi Reykjavíkurhafnar. Nokkrir staðir sem komu til greina voru athugaðir. Það voru Kringlumýrin, hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð, Bessastaðanesið, Sandskeiðið, flatirnar austan Rauðhóla, við Ártún og að endingu Vatnsmýrin í Reykjavík. Flugmálafélag Íslands, sem var stofnað árið 1936 í þeim tilgangi að ryðja flugi braut, barðist einkum fyrir gerð nothæfs flugvallar í Vatnsmýrinni. Samkvæmt greinargerð voru teiknaðar fjórar brautir sem ætlaðar voru til lendingar og burtfarar flugvéla og var stefna þeirra eftir helstu vindáttum í Reykjavík. Einnig var lega þeirra ákveðin að nokkru leyti eftir byggingum sem þegar voru á svæðinu umhverfis flugvöllinn.

Reykjavíkurflugvöllur

Horft í suður yfir bæjarstæði Nauthóls og braggabyggðina við Nauthólsvík 1946. Á bæjarstæðinu hafa verið reist fjarskiptamastur.

Þegar umræður um varanlegan flugvöll stóðu sem hæst var búið að tengja saman þrjár landspildur í mýrinni með tveimur brúm og myndaðist þannig austur-vestur flugbraut. Brautin var þó talsvert blaut og beindu menn þá sjónum sínum að landinu suður með og vestur af Öskjuhlíð, sem var þurrara. Það sem stóð í vegi fyrir að þar yrði sett niður flugbraut var að til stóð að þar yrði íþróttaleikvangur bæjarins. Fékkst þá leyfi til að setja niður tilraunaflugbraut vestan við þar sem gamli flugturninn stendur nú. Þar var gerður vísir að flugbraut sem var notuð um skamma hríð.

Reykjavík

Hermaður á verði í Aðalstræti.

Reykjavík var hernumin þann 10. maí 1940 af bresku herliði. Breski herinn hóf að gera herflugvöll við Reykjavík í fyrri hluta október árið 1940. Þeir fundu flugvellinum stað á svipuðum slóðum vestan Öskjuhlíðar og flugvelli Reykjavíkur var ætlaður staður.
Flugbrautirnar sneru að mestu eins þó að stærðir þeirra væru aðrar. Þegar ríkisstjórn Íslands varð ljóst að Bretum var alvara með gerð flugvallar á þessum stað ákvað hún að taka landið eignarnámi. Þann 16. nóvember 1940 voru gefin út bráðabirgðalög „… sem heimiluðu ríkisstjórninni að taka eignarnámi allt það land við Skerjafjörð sem þurfti undir flugvöllinn og greiða með því götu framkvæmdarinnar.“

Reykjavíkurflugvöllur

Niðurrif íbúðarhúsa á Skildinganesi [Skerjafirði] hófst um miðjan júlí 1941. Á þessari loftmynd frá 10. júní 1941 sést að svæðinu næst flugbrautunum hefurverið umturnað. gerð N/S-brautarinnar er komin lengst á veg en við norðurenda hennar má þó enn greina gömlu flugbrautirnar á túnunum í Vatnsmýri. Þrjár trébrýr (ljós hvít strik) liggja yfir skurði til þess að skapa nægilega brautarlengd og hjá þeim stendur flugskýri. Byggðin á Skildingarnesi (sést aðeisn að hluta) er enn þá óskert en NV/SA-brautin, sem er í byggingu, teygir sig að henni. Við Nauthólsvík er risið braggahverfi. – Landmælingar Íslands

Vinna við gerð vallarins hófst í fyrri hluta október 1940 og var fram haldið næsta vor. Fjöldi Íslendinga vann við flugvallargerðina, auk hermanna. Byrjað var á miðjunni á þeim stað þar sem Íslendingar höfðu byrjað að gera flugvöll. Fyrst var „… grafin burt mold og aur og fyllt síðan upp með grjóti sem sótt var í Öskjuhlíðina. Ofan á þetta var jafnað rauðamöl sem tekin var úr Rauðhólunum austan Reykjavíkur … Síðan var rauðamölin völtuð og ofan á hana kom þykkt lag steinsteypu og ekkert til sparað … Steypt voru breið svæði í beinum línum ýmist norður/suður eða austur/vestur.“
Á meðan á vinnunni stóð gengu einar tíu til tólf steypuhrærivélar á vellinum frá fimm á morgnana til tíu á kvöldin. Unnið var á tvískiptum vöktum fram til 1. september 1941, en þá var vaktavinnu hætt og unnið frá hálf sjö á morgnana til sex á kvöldin. Þá hafði flugvélum og mannvirkjum á vellinum fjölgað og var þá enn hert á eftirliti með vellinum og öllu því sem þar var.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur 1944.

Flugvöllurinn var formlega opnaður þann 4. júní 1941. Þá var haldin stutt athöfn til að fagna því að flugbraut nr. 1 var tilbúin til notkunar. Öllum verkamönnum og hermönnum á flugvellinum var boðið að vera við athöfnina þar sem Major General H.O. Curtis, yfirforingi breska setuliðsins, hélt stutta tölu. Hann þakkaði íslensku verkamönnunum og gaf þeim eins dags kaup sem viðurkenningu fyrir dugnað og góða samvinnu. Að athöfninni lokinni gengu allir til vinnu sinnar.
Auk flugvallarins reis á stríðsárunum fjöldinn allur af mannvirkjum á svæðinu. Stór hluti þeirra er nú (2019) horfinn en þó má enn finna leifar mannvirkja eins og stjórnbyrgi, skotgrafir, loftvarnarbyrgi, varnarveggi fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstanka, bryggjur, vegi, fjölda gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum, akstursbrautir fyrir flugvélar o.s.frv.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur 1943.

Þá risu á flugvallarsvæðinu um 500 braggar og var braggabyggðin einna þéttust vestan í Öskjuhlíðinni og út með Fossvoginum. Nokkrir braggar standa enn vestan við rætur Öskjuhlíðar og einn við gamla flugturninn. Einnig hefur hluti af flutningsbúðum eða Transit Camp verið endurgerður í Nauthólsvík í nýrri mynd (2018). Á stríðsárunum hýstu búðirnar flugmenn og aðra sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll, en eftir stríð var þar starfrækt flughótel á vegum flugmálastjórnar um margra ára skeið. Þá eru öll stærstu flugskýlin, sem nú standa á Reykjavíkurflugvelli, frá tíma setuliðsins. Nú (2019) hefur nær allt lauslegt frá stríðsárunum verið fjarlægt af rannsóknarsvæðinu eða orðið ryði að bráð. Á það einnig við um gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Nauthólsvík

Þessi húsvoru upphaflega hluti af stærri herskálaþyrpingu sem reist var af breska flughernum í Nauthólsvík veturinn 1944-1945 til að hýsa „Transit camp“ eða gistibúðir flugáhafna og farþega flughersins. Bretar nefndu gistibúðirnar Hótel Winston. Gistirými var í bröggum sem tengdir voru saman með yfirbyggðum gangi en í öðrum húsum voru eldhús, veitingasalur, setustofur o.fl. Eftir að flugmálastjórn tók við rekstri flugvallarins 1946 var rekið þarna flughótel á vegum hennar. 

Íslendingar tóku formlega við Reykjavíkurflugvelli þann 6. júní 1946. Þann dag tók Flugmálastjórn Íslands við rekstri og viðhaldi flugvallarins. Við breytingar á skipulagi Flugmálastjórnar Íslands tóku Flugstoðir ohf. við rekstri og viðhaldi flugvallarins. Árið 2010 sameinuðust Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur ohf. í Isavia sem tók við starfsemi beggja fyrirtækja. Ummerki frá hernámsárunum afmást jafnt og þétt og í dag (2019) eru flugvélastæði, flugskýli, nokkrir braggar og gamli flugturninn við flugvöllinn ásamt minjum í Öskjuhlíð einn helsti vitnisburður um hernámsárin í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi og einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum landsins.“

Heimildir:
-Nauthólsvík og Nauthólsvíkurvegur; Fornleifaskrá og húsakönnun, Reykjavík 2019, bls. 15-21.
-https://is.nat.is/reykjavikurflugvollur/
-https://www.flugsafn.is/is/flugsagan/flug-i-100-ar

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur 1942.