Færslur

Þorlákshöfn

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsis þann 10. mars 2008 birtist að því er virtist áhugaverð frétt, en skondin.
“Göndulbein úr rostungi fannst í malarhlassi sem kom að Keldum úr Lambafelli í Ölfusi. Beinið er nú í vörslu Byggðasafns Ölfuss. Talið er Beinið að rostugsbeinið getið verið 10-12 þúsund ára gamalt. Það kom úr malarnámu, sem er í 285 m hæð yfir sjó. Algjört einsdæmi að bein úr sjávardýri finnist svo hátt yfir sjó, segir yfirdýralæknir á Keldum.” Jafnframt fylgdi fréttinni að þetta stórmerkilega bein, sem bæjarstjóri hefur móttekið, verði til sýnis á Byggðasafninu Ölfuss.
Þrátt fyrir að beinið virtist á annan tug þúsunda hefur það ekki verið aldursgreint. Það var líka eins gott því það er ekki svo langt síðan að maður á miðjum aldri fann beinið í fjörunni við Þorlákshöfn og notaði það á leið sinni sem stuðningsstaf á göngunni. Á heimleið kom hann við á malarnámunni í Lambafelli og þar sem hann hafði ekki lengur þörf fyrir beinið datt honum í hug að stinga því í einn binginn – svona ef einhver skyldi vilja láta koma sér á óvart með því að finna þar “gamalt” bein. Það rataði síðan upp á vörubílspall og alla leið að Keldum, sem það komst í hendur sérfræðinga. Og þá var ekki að sökum að spyrja.

Litla-Lambafell

Litla-Lambafell.

Framangreint er einn þeirra þátta er fornleifafræðingar þurfa gjarnan að reikna með í sínum rannsóknum, þ.e. hvort gripur sem finnst á tilteknum stað og virðist gamall, geti í raun verið aðkominn og þá frá yngra tímabili en vettvangurinn.
Í sjálfu sér getur hver sem er sagt sér að ekki eldra bein, stakt, af sjávardýri í þessari hæð, gæti varla verið svo áhugavert vegna vafans. Það er því ekki við fjörugöngumanninn að sakast. Hins vegar er ekki með öllu útilokað að beinið hafi verið gamalt þegar það fannst í fjörunni við Þorlákshöfn. Ef svo er verða viðkomandi að gera það upp við sig hvort gamalt bein, sem finnst í malarnámu, geti verið jafn áhugavert eða áhugaverðara og bein, sem finnst í fjöru.

Þorlákshöfn

Frá Þorlákshöfn.