Færslur

S-ið

Haldið var í S-ið, helli í Núpshlíð, upptökum Ögmundarhrauns í vestri. Ekki er langt síðan að sást niður í myrkur um þröngt gat á hálsinum. Snjór var í botninum, en hvergi veggi að sjá. Nú var stigi með í för og var ætlunin að fara niður um opið og kanna innihaldið.

S-ið

Í S-inu.

Björn Hróarsson, hellafræðingur nr. 1, fór fyrstur niður í hellinn. Hann er sennilega fyrstur núlifandi af u.þ.b. 6 milljarða manna á þessari jarðkringlu til að líta hann augum. Hann fetaði öruggum skrefum niður um opið og hvarf.
Þegar niður var komið blasti við litardýrð og mikil klakalistaverk niður úr veggjum. Þarna var greinilega hvelfing undir gosgíg, vel rúmgóð. Kannað var um hugsanlegar rásir út úr henni, en engar fundust að þessu sinni. Þess bera að geta að hvelfingin var rúmlega hálffull af snjó og því erfitt að leita utan í veggnum undir opinu.

Núpshlíð

Núpshlíð – gígar.

Gígurinn er dæmigerður gjallgígur á sprungurein. Reinin liggur samhliða landrekssprungunni og er hluti af u.þ.b. 25 km langri spungurein er nær alla leið að Gvendarselsgígum í norðri. Hið sérstæða við hellinn er það að hægt er að komast undir gíginn sjálfan og skoða innihaldið, þ.e. það sem öðrum er hulið þegar þeir berja gígin sjálfan augum.
Þessi hellir er ágætt dæmi um hvelfingar undir eða við gígop. Litirnir voru aðallega rauðir og brúnir. Áhugavert væri að setja stiga niður um opið og leyfa honum að vera þar svo vegfarendur gætu kíkt þarna niður og dáðst að jarðfræðifyrirbærinu.
Frábært veður.

S-ið

S-ið.