Færslur

Kálfatjörn
“Reykjanessaginn, sem nær frá Garðskagaflös upp í Hvalfjarðarbotn og frá Reykjanestá austur undir Þorlákshöfn, hefur að mörgu leyti verið vanmetinn, bæði sögulega séð og sem ferðamannaslóðir. Er þá einkum átt við þann hluta hans, sem kallaður hefur verið Suðurnes. Þegar vel er gáð leynist þar mikil saga og merkileg og svæðið býður upp á landfræðileg undur og feikna fegurð víðsvegar.
Sagnaslóðir á Reykjanesi IRitið byggist á efni sem leiðsögumenn fluttu á sagnakvöldum víðs vegar á Suðurnesjum á tímabilinu desember 2005 til apríl 2006. Erindin eru látin halda sér að mestu leyti eins og þau voru í flutningi.
Þessu riti er ætlað að opna augu fólks og vekja áhuga á þessum forvitnilegum slóðum. Eftir að hafa kynnt sér efni þess í ró og næði heima fyrir, er einkar hentugt að taka það með sér í bílinn, aka á einhvern þeirra staða, sem fjallað er um, og njóta síðan leiðsagnar þess um sögu, minjar og landslag í þægilegum og hressandi göngutúr.”
Um er að ræða forvitnilegan fróðleik og áhugavert efni.
Ritið, sem var gefið út í takmörkuðu upplagi, er nú til sölu á ferðamannamiðstöðum á Suðurnesjum og öllum betri bókabúðum.
Ritstjóri Sagnaslóða á Reykjanesi I er Sigrún Jónsd. Franklín.