Færslur

Múlasel

Landnámsbæjarins “Múla” er getið í 11. kafla Landnámubókar.
Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Esjubergssel-402Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum á því að skoða skráðar heimildir:
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla. (Þjms. Könnun um friðlýstar fornleifar. Svar Magnúsar Jónssonar, Stardal).”

Í þessu skyni voru m.a. tóftir Sámsstaða skoðaðar, með hliðsjón af leifum bæjar “Halls goðlausa Trollafoss-31Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. fyrrnefnda lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í
Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma hefir þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt. Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir austan skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkennilegur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða “Stiftamtiðið”, og vita menn nú eigi um tildrög til þess örnefnis.

Mulasel-21

Túnstæðið er afhallandi og liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekkuna og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún er nál. 10 faðm. löng og skiftist í 2 tóftir, er hvor gengur af enda annarar og eru mjög svo jafnstórar. Hefir hin vestri glöggvar dyr mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum, eða uppgöngu. Ósagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er fallin saman, eða á þessari upphækkun hefir staðið dálitið hús, gert af viði einum.
Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önnur rúst, nál. 6 faðm. löng frá Samsstadir-22suðaustri til norðvesturs og bakhússtóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokkinn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra, og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft samgöng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokkuð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vorin, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku fyrir ofan.
Er þvi eðlilegt, að rústirnar séu Samsstadir-232niðursokknar og aflagaðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”
Svo mörg voru þau orð. Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Tóftin er efst í hallandi túnbleðli austan við niðurgrafinn árfarveg undir hlíð Stardalshnúks. Í grasi grónum, afmörkuðum, tóftunum er staur með málmplötu á. Á henni er nákvæmlega engin áletrun [arið 2003] eða annað er gefur til kynna hvers vegna hún er yfirleitt þarna á þessum stað. Líklega hefur einhvern tímann staðið á þessu litla skilti: “Friðlýstar fornleifar”. Jafnvel fyrir áhugasamt fólk gefur staurinn nú ekki neitt til kynna, ekki einu sinni að þarna kunni að vera friðlýstar minjar.

Hrafnholar-201

Munnmæli eru, sjá nánar hér á eftir, um að þarna hafi fyrrum verið “kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ. e. Plágan mikla 1402”, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Bæði nafnið og ummerki benda til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum fjandsamlegum veðrum.
Ef “bæjarstæðið” er skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum).
Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu Stardalshnukur-201hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum.
Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf.”…
Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: “Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík”.
Mogilsa-201Í Landnámubók segir: “Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði.”
Í fyrrnefndum 11. kafla Landnámu segir: “Hallur goðlauss hét maður; hann var son Helga goðlauss. Þeir feðgar vildu ekki blóta og trúðu á mátt sinn. Hallur fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur; þeirra son var Þórður í Álfsnesi, er átti Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Hallur bjó í Múla.”

Leirvogsa-301

Í skýrslu Óbyggðanefndar, sem jafnan mikil vinna hefur verið lögð í, segir m.a. um Múla: “Bæjarnafnið Múli er óþekkt og ekki víst hvar bæjarins er að leita [Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84].
Í Jarðabók ÁM og PV frá 1703, segir m.a. á bls. 338 í þriðja bindi um jörðina “Hafnhoolar” (sem í dag heitir Hrafnhólar): “Þetta er forn eyðijörð og veit enginn hvað lengi í auðn verið hefur, þar til að í tíð Heidemanns er hjer að nýju bær gjör fyrir sextán árum, og hefur síðan viðhaldist til þess í fardögum 1703 það lagðist aftur á ný í eyði”.
Leirvogsá hafi skipti í upphafi löndum Múla og Skeggjastaða, sbr. “Það afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Laxnesi og Skógarbringum til vesturs og suður og Selvangi og Selholti til austurs”.
Í Markusarsel-201Selholti á Selvangi m.a t.d. finna leifar að svonefndu “Markúsarseli”. Það mun þó ekki hafa tilheyrt landnámsbænum, af ummerkjum að dæma. Í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði er getið um selstöðu “norðan við Geldingatjörn” uppi í heiðinni – og má sjá móta fyrir hinni þar á mosavöxnum mel (með góðum vilja).
Hverfum aftur að Jarðabókinni 1703. Þar segir m.a um Stardal: “
Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíu árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkrun tíma bygt ból verið. Einn maður fertugur þykist heyrt hafa einhvörn segja þar skuli hafa verið bygð, áður drepsótt kom hjer á land, en þó kann hann öngvan mann að nefna þann á þessu samkvæmi, til hvurst hann þykist þetta heyrt hafa.
Þar í mót eru flestir hjer, er þykjast muna það Haukafjoll-201hafi af gömlum mönnum efað verið, hvort nokkurn tíma hafi hjer í fyrndinni bær staðið, og tveir frómir menn, sem báðir muna glögt föður sinn, og voru þá fulltíða menn er hann andaðist, segja föður sinn hafa það haldið, að aldrei hefði þessi Stardalur í gamla daga bygður bólstaður verið, og var faðir þeirra yfir nírætt, þá er hann andaðist. Þessari meiningu þess gamla manns samhljóðar það, er fólk hjer saman komið þykist heyrt og endurtekið hafa sögn og meiningu gamallra manna hjer í sveitinni, þá til hefur talað orðið um nýbýli þetta, einkanlega um það tímaskeið er fyrst var þessi bygð reist fyrir 30 árum, sem áður er getið. Hitt er almennilega kunnugt og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.”
Esjubergssel-uppdrattur-2006Ekki er getið um selstöðu frá Stardal í Jarðabókinni.
Um “Samstader” segir og í Jarðabókinni: “Forn eyðijörð, sem almennilega segist áður skuli verið hafa kirkjustaður og legið í auðn síðan drepsótt var hjer í landi. Eigandinn hvör verið hafi áður í fyrnd veit enginn að segja. Nú er það um lánga æfi eignað kóngl. Majestat, og brúka kóngsjarða ábúendur hjer grasnautn alla. Einkanlega hefur í lánga tíma frá Esjubergi hjer í því landi, sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa, selstaða brúkuð verið, þar sem heitir Esjubergs sel. Jörðin meina menn að ekki byggjast kunni til gagnsmuna fyrir landþröngvar sakir og þess annars að tún þau, er verið hafa, eru mjög uppblásin og spillt af skriðum.” Ekki er minnst á selstöðu frá “Hafnhoolum” í nefndri Jarðabók.
Skeggjastadir-201Til að gera langt mál stutt er niðurstaðan þessi: Vissulega eru, m.t.t. vænlegrar staðsetningar, líkur á að fornbýlið “Múli” hafi verið þar sem Hrafnhólar eru nú. Þar má m.a. finna gamla garða og gerði, en hvorki eru þar ummerki eftir fornan skála né aðrar mjög fornar rústir. Vitað er að “Hafnhoolar” hafi haft verulegt land til umráða þá og þegar bærinn byggðist á um 1780. Bærinn sá virðist hins vegar hafa verið skamman tíma í byggð. Á 18. öld er hann byggður upp að nýju og þá nefndur “Hrafnhólar”.
Eina örnefnið “Múli” er suðaustan við Stardalsbæinn… Líklegt má telja að bærinn hafi tekið mið af nálægðinni. Auk þess er bæjarstæðið á lour-301ákjósanlegum skjólsælum stað vestan undir Múlanum. Vatnsgóður lækur rennur niður með bæjarstæðinu.
Vel má hugsa sér að þarna hafi í upphafi landnáms byggst upp bær, hann hafi farið hallloka, s.s. fyrir “Pestinni”, hann lagst af og í framhaldinu hafi staðurinn verið nýttur sem selstaða frá bæjunum neðar í landnáminu, þ.e. milli Leirvogsár og Mógilsár.
Selstöðurnar síðustu lögðust allflestar af hér á landi í kringum 1870 og sumar jafnvel mun fyrr. Selminjarnar á “”Sámsstöðum” bera keim af þeirri þróun, því líklegt verður að telja að í þeim kunni að leynast svarið við hinu fyrsta landnámsbýli á svæðinu. Það kæmi ekki á óvart að það hafi verið þar sem núverandi Stardalsbær er nú (eða skammt frá). Örnefni, s.s. “kornakrar”, benda t.d. til þess að bærinn sjálfur, þrátt fyrir ungan aldur, kunni að hafa verið þarna, jafnvel frá fyrstu tíð.

Heimildir:
-Landnámabók, 11. kafli.
-Árbók Hins íslenska fornleifafjelags 1908, bls. 11-12.
-Skrá yfir Friðlýstar fornleifar 1990.
-Mosfellsbær, saga byggðar í 1000 ár.
-Jarðabók Ám og PV 1703, þriðja bindi, bls. 336-338.
-Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Stardalur

Hér á eftir verður fjallað um fyrrum 12 selstöður í landi Stardals skv. skráðum heimildum sem og sögu bæjarins. FERLIRsfélagar hafa skoðað og skráð allar selstöðurnar, auk þeirrar þrettándu, sem grunur er um að hafi verið selstaða fá Vík, bæ Ingólfs Arnarssonar.

Stardalur

Stardalur – loftmynd 1954.

I.    Helgafell í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ (Jarðabók, III. b., bls. 317).

Stardalur

Stardalur – seltóft lengst t.h..

II.   Lágafell í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 315).

Varmársel

Varmársel.

III. Blikastaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 309).

IV. Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 308).

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

V.   Gufunes í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ (Jarðabók, III. b., bls. 301).

VI. “Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.” (Ö.St.1).

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

VII. Múlasel í Sámsstaðastað
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla”.
Hallur goðlausi Helgasonar nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði… Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”

Sámsstaðir

Tóftir Sámsstaða.

Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Bæði nafnið og ummerki á vettvangi bentu í fyrstu til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum veðrum. Þegar “bæjarstæðið” var skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum). Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu því hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum”.

Mosfellssel

Mosfellssel (Þórðarsel).

VIII.  Þórðarsel undir Illaklifi er einnig skráð á Stardal, en það ku hafa verið eitt fjögurra selja frá Mosfelli, sbr.; “Norðan undir klifinu [Illaklifi] er Þórðarsel sunnan við Selflá. Þar var haft í seli frá Mosfelli. Þar af eru Selfláarnöfnin dregin. Selið var byggt úr grásteini og er urð þar.” (Ö.St.1). “Þórðarsel er kennt við sr. Þórð á Mosfelli, sem var á undan sr. Magnúsi Grímssyni. M.G. byggði það upp og endurbætti.” (Ö.St.2:1 og athugasemdir Jónasar Magnússonar við örnefnaskrá).

IX.    “Norðan við Tröllalágar sunnan í Þríhnúkum er Þerneyjarsel, tóttamyndir.” (Örnefnskrá Ara Gíslasonar yfir Stardal. (Ö.St.1).

Esjubergssel

Esjubergssel.

X.      “Austur og norður af Þríhnúkum er flóaspilda, er heitir Esjubergsflói. Í honum er Esjubergssel, er vel sést fyrir tóftum.” (Ö.St.1). “Austan í honum [Esjubergsflóa] eru tóttir sem nefnast Esjubergssel og sjást þær enn greinilega. Flói þessi nær norður að Skarðsá er kemur úr Svínaskarði og fellur í Þverá norðan við Haukafjöll.” (Ö.St.3).

XI.     Móasel – “Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni”. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, III. b., bls. 347-348.)

Esjubergssel

Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.

XII.   Lambhagi í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ (Jarðabók, III.b., bls. 317).

Skáli Ingólfs

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

XIII. Skáli Ingólfs – Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.
Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.”

Ef framangreint er rétt mun Ingólfur haft í seli í Stardal, fyrstur norrænna manna.

Skálafell

Skáli Ingólfs?

Í Landnámsbók segir: “Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.”

Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].

Egill Jónason Stardal

Egill Jónason Stardal.

“Jörðin Stardalur er austasta ábýlisjörð í Kjalarnesshreppi og er á mörkum fjögurra hreppa: Kjalarness- Kjósar- Þingvalla- og Mosfellshrepps. Jörðin er mjög landstór en meginhluti landsins er fjalllendi og góðir fjárhagar á sumrum en vetrarríki mikið. Samkvæmt mælingum er bæjarstæðið í 147 m hæð yfir sjó og því á mörkum þess sem byggilegt má teljast. Nafnið Stardalur er ef til vill jafngamalt byggð í landinu, a.m. k. kemur það fyrir í máldaga Þerneyjarkirkju frá um 1220 sem settur er af Magnúsi Gissurasyni biskupi í Skálholti. Þar segir að Þerneyjarkirkja eigi selför í Stardal svo og afrétt. Svo er að skilja að þá sé engin byggð önnur á þessum slóðum.

Stardalur hefur samkvæmt Landnámabókum verið hluti af landnámi Halls goðlauss, sem þær segja að hafi numið með ráði Ingólfs í Reykjavík allt land millum Mógilsár og Leirvogsár og búið í Múla. Ýmsir fræðimenn og aðrir hafa gert því skóna að hið forna landnámsbýli Múli hafi staðið þar sem nú er bærinn Stardalur, en hér verður ekki tekin afstaða til þessara staðhæfinga. Fyrir þeim eru engin rök önnur en þau að örnefnið Múli er ekki til annarastaðar í landnámi Halls. Í landnámi því, sem honum er eignað, hafa verið í byggð á ýmsum tímum 15-20 býli, stór og smá, og hafa nöfn þeirra flestra varðveist og eru reyndar flest í byggð enn. Geta má þess að í túni umhverfis núverandi hús í Stardal eru miklar rústir eftir einhvers konar byggð, sumar mjög fornar, en einungis fornleifarannsóknir gætu skorið úr því hvort þær rústir varðveita leifar landnámsbyggar eða eru minjar eftir selstöðu sem þar var í margar aldir.

Jónas Magússon

Jónas magnússon.

Nafnið Stardalur er að því er heimildarmanni þessa greinarkorns er best kunnugt all einstakt á Íslandi. Þó eru til Stardalir eða Starardalir (höf. hefur heyrt bæði nöfnin af munni innfæddra Kjósaringa) uppi á Eyrarfjalli í Kjósarhreppi. Þessir „dalir“ eru mýrarflesjur með tjörnum milli melholta og þar vex víða stör. Dalur sá sem verður upp af núverandi bæjarstæði Stardals, flatur í botn og allur vafinn grasi, nær alveg umluktur fjöllum: í norðri Skálafell, í vestri Stardalshnjúkur og frá austri til suðurs Múli; hefur af ýmsum, þ. á. m. föður undirritaðs, verið álitinn hinn rétti Stardalur og nafnið dregið af starargróðri þar. Þessi skoðun er þó umdeilanleg því af þeim fáu rituðu heimildum, sem geta Stardals, er helst svo að sjá að þá sé átt við lægð þá eða grunnan dal sem myndast milli fjalla Stardalshnjúks, Skálafells og Múla annarsvegar og heiðasporðs Mosfellsheiðar hinsvegar. Ekki eru nú kunnar eða finnanlegar rústir eftir neina byggð eða mannvirki svo víst sé í efri dalnum og flestar mýrlendisjurtir aðrar en stör einkenna flóru dals þessa, enda eru þar engar tjarnir eða samfellt votlendi sem stör vex í.

Magnús Jónasson

Magnús Jónasson.

Nafnið Stardalur er þekkt í Noregi og gæti, e.t.v. hafa flust þaðan með landnámsmönnum, en hér verður ekki reynt að rökstyðja þetta neitt nánar, aðeins bent á, sem fyrr greinir, að nafnið er býsna fornt.

Um upphaf byggðar og búsetu undir bæjarnafninu Stardalur er m.a. fjallað í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Þar segir m.a.: “Stardalur: Nýlega uppbygð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykirst vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið… Hitt er almennilega kunnugt úngum og gömlum, þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney…”.

Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, var sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910, en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871-1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.

Stardalur

Stardalur – túnakort 1916.

Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.”

Stardalur

Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.

Stardalsbærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar 2018. Þá hafði ekki verið búið þar um nokkurt skeið.

Heimildir:
-Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
-Árni Magnússon (1923-1924). Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þriðja bindi. Kaupmannahöfn. Hið íslenska fræðafjélag í Kaupmannahöfn.
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Stardal.
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Stardalur

Stardalur.