Tag Archive for: Sandahlíð

Vífilsstaðasel

Árið 2013 var gerð fornleifaskráning vegna deiluskipulags í landi Garðabæjar; „Heiðmörk og Sandahlíð„.
Í inngangi skýrslunnar segir:

Heiðmörk

Forsíða skýrslu um fornleifaskráningu í Heiðmörk og Sandahlíð.

„Að beiðni Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, tók ég undirrituð, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, að mér könnun á fornleifum í Heiðmörk í Garðabæ og Sandahlíð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sbr. tillögu að deiliskipulagi dags. 14. febrúar 2013. Svæðið afmarkast af Heiðmörk í Garðabæ auk Sandahlíðar, það er um 907 ha að stærð og telst til Vífilsstaða og Garðakirkjulands. Landið er í eigu Garðabæjar en tilheyrði áður Vífilsstöðum og Garðakirkjulandi.
Aðeins sá hluti jarðanna var skráður á vettvangi sem deiliskipulagið og áformuð breyting á aðalskipulagi ná til. Skráningin fól í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.

Vífilsstaðahlíð

Fjárborg og fjárhús frá Urriðakoti undir Vífilsstaðahlíð.

Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur sáu um vettvangsvinnuna og skýrsluskrif. Tilgátuteikningu og uppdrátt af Vífilsstaðaseli gerði Ómar Smári en Ragnheiður annaðist kortavinnuna.
Á umræddu svæði er að finna selsminjar, fornar leiðir, vörður, fjárskjól, kolagrafir, herminjar auk meintra tófta við Grunnuvötn. Skýrsluhöfundar hafa farið nokkra ferðir um svæðið.“

Skýrsluna má sjá HÉR.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

 

Setbergssel

Um Oddsmýrardal lá gömul leið frá Setbergi, bæði upp í Setbergssel undir Þverhlíð, að beitarhúsum er stóðu á Setbergshlíð, fjárhúsi í Húsatúni og eldri beitarhúsum undir Gráhellu í Gráhelluhrauni.
Önnur varðaLíklegt má og telja að þar hafi þeir einnig farið er áttu leið um gömlu Selvogsgötuna. Sú gata liggur beint við er komið er að sunnan. Þá hefur verið farið um Klifið svonefnda neðan og á milli Sandahlíðar og Flóðahjalla annars vegar og Svínholts hins vegar. Gatan er áberandi um Klifið og mjög eðlilegur hluti af Selvogsgötunni. Þeir, sem fóru þá leiðina, hafa þá farið um Oddsmýrardal, aflíðandi upp Skarðið er skilur Setbergsholt frá Svínholti, á ská niður holtið og áfram inn á syðri Setbergsstíginn til Hafnarfjarðar.
Uppi á Sandahlíð eru fornar grónar markavörður í línu við Markastein og háa myndarlega vörðu í Smyrlabúðarhrauni. Skv. kortum eru suðurmörk LitbrigðiSetbergs sýnd sunnan í Setbergsholti, Svínholti og Setbergshlíð svo ekki geta þær passað við þau mörk. Þær gætu því gefið til kynna norðurmörk Setbergslands, þ.e. við mörk Urriðakots.
Í örnefnalýsingu fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: „En landamerkjalínan milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrlabúðarhraunsbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnholtinu syðsta. Frá þessu hornmarki liggur línan um Efridal. Síðan um Seljahlíð [norðan Sandahlíðar] og þaðan í Flóðahjallavörðu. Þegar komið er fyrir  Háanef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi. Austan og ofan við Húsatún er Þverhlíð, en yfir hana liggur Kúadalastígur upp á Kúadalahæð og þar niður af eru Kúadalir. Þá er hér norðvestur af Sandahlíð; norðan í henni klapparhóll, nefndur Virkið.“
Gamla gatanOddsmýrardalur er nú að gróa upp eftir eyðingu undanfarinna ára. Búið er að planta mikið af trjám í dalnum og þar blómstrar beitilyngið fyrst í júlí. Þó má enn sjá hina gömlu götu liggja á ská í aflíðandi hlíðinni að sunnanverðu, niður í dalinn og eftir honum að Klifinu. Þegar á það er komið blasir Gráhellan við og minjarnar undir henni. Líklegt má telja að gatan hafi og verið leiðin þangað, en undir hellunni höfðu Setbergsbændur beitarhús, líklega áður en beitarhúsin á Setbergshlíðinni voru hlaðin skömmu eftir aldarmótin 1900.
Um Oddsmýrardal liggur bílslóði. Vestast liggur hann ofan í gömlu götuna.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Vörðubrot