Tag Archive for: Skagagarður

Garður

Skagagarðurinn á Rosmhvalanesi er eitt fárra íslenskra mannvirkja frá miðöldum sem varðveist hefur. Fáum mun kunnugt um tilvist hans, en engu að síður má telja Skagagarðinn einhverjar merkustu forminjar landsins og gefur hann vísbendingar um löngu horfna atvinnuhætti.

Skagagarðurinn

Garðurinn lá frá bænum Kirkjubóli norður til Útskála. Við báða enda hans tóku við miklir túngarðar og munu mannvirki þessi því hafa girt með öllu fyrir skagann. [Hluti garðsins liggur norðan Hafurbjarnarstaða, en það gæti sagt nokkuð til um aldur og tilgang hans.] Sjálfur garðurinn var um 1500 metra langur, um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi vel var talið að garðurinn væri frá 13. eða 14. öld, en elstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur vart verið hlaðinn síðar en á 10. öld.
Garður
Garðinum hefur væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar kornræktar á Suðurnesjum fyrr á öldum. Herma þjóðsögur meira að segja að bærinn Sandgerði hafi upphaflega gengið undir nafninu „Sáðgerði“.
KirkjubólÁ hinum köldu öldum Íslandssögunnar áttu Suðurnesjamenn bágt með að trúa sögnum um akuryrkju á Garðsskaga fyrr á tíð. Þess í stað freistuðust þeir til að skýra byggingu Skagagarðsins á öllu skemmtilegri hátt.
Frá því að elstu menn kunnu frá að segja, höfðu verið haldnir vikivakar og jólaskemmtanir að bænum Flankastöðum. Þetta voru hinar mestu dans- og gleðisamkomur og oft drukkið meira en góðu hófi gegndi. Þar sem veislugestir frá Útskálum og öðrum bæjum af norðanverðum skaganum áttu yfir heiði að fara, gat bakaleiðin reynst æði varasöm, enda auðvelt að villast þegar saman fór myrkur, ölvun og flatt landslag án hæða, hóla eða annarra kennileita. Það var því hald manna að garðurinn hafi verið hlaðinn til að vísa slompuðum vegfarendum veginn.

Skagagarður

Skagagarðurinn – minnismerki.

Af vikivökunum að Flankastöðum er það hins vegar að segja að sr. Árni Hallvarðsson, prestur á Hvalsnesi 1743 til 1748, bannaði þá vegna óreglu. Var því spáð að Árna hefndist fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði skömmu síðar á leið til annexíunnar í Kirkjuvogi.

Heimild:
-www.sandgerdi.is

Skagagarðurinn

Skagagarðurinn – kort.

Skagagarður

Eftirfarandi frásögn Magnúsar Gíslasonar í Garðinum er í félagsriti Landssambands eldri borgara, 9. árg. 2004.

Við Skagagarðinn

Skagagarður.

„Menn hafa lengi velt fyrir sér hvaðan Garðurinn dregur nafn sitt. Margir telja hann draga nafn sitt af því, þegar jarðeigendur voru að ryðja grýtta jörðina til ræktunar fyrir bústofn sinn og nýttu grjótið í garðhleðslu bæði til skjóls og varnar ágangi dýra. Talið er að garðarnir í hreppnum hafi náð 60 km að lengd og af þeim sé nafn byggðarlagsins dregið.
Aðrir telja að það fái ekki staðist. Samkvæmt íslenskum málvenjum ætti það þá að heita Garðar. Þeir sem hafa rannsakað nafnið ofan í kjölinn fyllyrða að Garðurinn dragi nafn sitt af Skagagarðinum mikla sem var 1500 metra langur, hlaðinn úr hnausum og grjóti og náði meðalmanni í öxl.

Skagagarður

Skagagarður – minnismerki í Garði.

Var hæð hans í samræmi við ákvæði um garða í landbrigðaþætti Grágásar, lögbók þjóðveldisaldar. Þar segir að taka skuli menn tvo mánuði ár hvert til hleðslu. Augljóst virðist að garða hafa landnámsmenn byrjað að hlaða næst því að velja sér bæjarstæði, af þeirri gildu ástæðu að kvikfé var grunnur undir tilveru þeirra og vörslugarðar því nauðsynlegir.

Skagagarður

Skagagarður.

Sagan hermir Skagagarðinn reistan í landnámi Steinunnar gömlu á Reykjanesskaga, en svæðið var í landnámi Ingólfs Arnarssonar sem gaf frænku sinni land suðurmeð sjó. Rausnarleg gjöf Ingólfs, en hin veraldarvana Steinunn vildi ekki standa í þakkarskuld við frænda sinn og galt fyrir landið með flekkóttri heklu enskri, þ.e. ermalausri kápu með áfastri hettu – lítið gjald fyrir landssvæði sem seinna náði yfir tvo hreppa.

Misjafnar skoðanir eru á hvar Steinunn gamla tók sér bólfestu (þótt flestir hallist að því að hún hafi búið að Gufuskálum), en tengsl hennar og landnámsmanna á Rosmhvalanesi sýna að nesið hefur sennilega verið numið fyrir 890.

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar skálatóftir á hól.

Rosmur er gamalt heiti yfir rostunga, sem bendir til að þeir hafi verið við Reykjanes á öldum áður og landsmenn fundið þá rekna á fjörur.
Rosmhvalanes tók að byggjast snemma á landnámsöld. Fólki fjölgaði ört, enda búsældarlegt. Sendin moldin var frjósöm til akuryrkju, graslendi nokkuð, og heiðin lyngi og kjarri vaxin. Stutt á fengsæl fiskimið, svo að fólk hafði nóg að bíta og brenna, en náttúruöflin gátu sett strik í reikninginn. Á Reykjanesi skalf jörðin og brann svo sem merkin sanna. Fyrir nesinu voru eldsumbrot, hraun vall upp af sjávarbotni. Fara sögur af ferlegum umbrotum allt frá árinu 1000 og oft síðan. Stórar hraunbreiður eru undir fiskimiðunum í Garð- og Miðnessjó.

Skagagarður

Skagagarður.

Árið 1226 varð mikið gos í sjó út af Reykjanesi, og svokallað miðaldalag lagðist yfir nesið og Skagagarðinn. Gróður spilltist svo mikið aðmenn sneru sér meira að fiskveiðum, sem urðu helsti atvinnuvegur á Rosmhvalanesi um aldaraðir. Fiskurinn var hertur í skreið og nánast slegist um hvern ugga. Lýsið varð verðmæt afurð.
Gróðurinn jafnaði sig smám saman eftir öskufallið og landbúnaður öx að nýju, eins og graslendið leyfði.

Heimildum ber ekki saman um hvenær og hvers vegna kornrækt lauk innan Skagagarðsins. Sumir telja að öskulagið ásamt kólnandi verðáttu sé ástæðan. Aðrir hafna því og benda á að kornið sé einær jurt sem vaxi í öskusalla. En eftir aldamótin 1300 jókst innflutninur korns verulega og lækkaði allt niður í fjórðung landauraverðs miðað við skreið, helst vegna þess að Austur-Evrópumenn létu kristnast og Hansakaupmenn fóru að flytja korn frá Úkraínu og Litháen og selja á vægu verði á Norðurlöndum, en sóttust eftir fiski til föstunnar. Líklega hefur þessi innflutningur bunið enda á kornrækt Íslendinga.

Skálareykir

Skálareykir – tóftir.

Þar með lauk upprunalegu hlutverki Skagagarðsins, en þjóðsagan um gullkistuna lifir enn. Hún er grafin í Skálareykjum, þar sem vörsluhliðið var, en rétt er að taka fram, að staðurinn er friðlýstur.
Á gamla akurlendinu innan Skagagarðsins var stundaður búskapur um aldir, en hefur nú lagst niður, utan nytja hestaeigenda. Breski flugherinn naut góðs af sléttlendinu á stríðsárunum og lagði þar 1500 metra flugbraut 1940 sem hann notaði í tvö ár, þar til flugvöllurinn var lagður í Miðsnesheiði 1942.
Skagagarðurinn, mannvirkið forna, er löngu fallinn, en þó sést móta fyrir honum ef vel er gáð.“

-Magnús Gíslason í Garðinum.

Skagagarðurinn

Skagagarðurinn – loftmynd.

Skagagarður
Fáum mun kunnugt um Skagagarðinn sem forðum lá frá túngarðinum á Kirkjubóli norður í túngarðinn á Útskálum. Engu að síður er hér um að ræða einhverjar merkustu fornminjar landsins og gefa okkur vísbendingar um löngu horfna starfshætti.

Garður

Skagagarðurinn.

Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.
Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.

-Stefán Pálsson – sagnfræðingur v/HÍ.

Garður

Garður.

Fornigarður

“Landbúnaðurinn hefir hér á Íslandi mikið til þrætt sömu sporin í 900 ár að því er búnaðarhætti snertir. Er það að vísu óræktur vottur um tryggð og fastheldni vor Ísendinga við gamlar venjur og væri að sönnu allrar virðingar vert, ef vér hefðum eigi jafnframt fellt niður aðal-búmannskostina; atorkuna og dugnaðinn.

Óbrennishólmi

Garður í Óbrennishólma.

Slægjulöndin skiftust þá eins og nú í tún og engjar, en sá er munurinn, að á söguöldinni voru slægjulöndin, bæði tún og engjar, rammlega girt og varin fyrir ágangi fénaðar og var það eitt hið fyrsta og æðsta boðorð í landbúnaðarlöggjöf forfeðra vorra. Og eigi létu þeir þar við sitja. Þeir girtu einnig haga sína og afréttarlönd. Þorsteinn Egilsson á Borg lét gera garð um þvera Grísatungu milli Laugavatns og Glúfrár, og hefir það verið býsna mikið verk, enda lét hann þar að vera marga menn um vorið.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Ein af þrautum þeim, er Víga-Styr lagði fyrir berserkinn, er hann mælti til ráðahags við dóttur hans, var sú, að hann skyldi leggja hagagarð yfir þvert hraunið milli landa þeirra Vermundar. Hér er hagagarðurinn um leið merkigarður, og hefir það auðvitað víða fallið saman. Lögin heimiluðu hverjum bónda, að krefjast þess af nágranna sínum, að hann legði merkigarð á milli landa þeirra í félagi við hann, og var nefndur löggarður og verkið löggarðsönn. Löggarður skyldi vera 5 feta þykkur niður við jörð, en 3 feta að ofan, og axlar hár af þrepi. Lögin ætla 12 vikur á ári til garð-anna og sýnir það bezt hve mikla áherslu forfeður vorir lögðu á að verja land sitt. Þeim mönnum, er vel kunnu til garðlags, varð öðrum fremur gott til vistar, og sóttust menn eftir þeim langt að og vildu oft mikið til vinna.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Maður var nefndur Ásbjörn vegghamar, ættaður úr Flóa. Hann var heldur óþokkamenni og illa kynntur, en margir slægðust til að taka við honum, því hann var garðlagsmaður svo mikill, að enginn lagði lag við hann. Hafðist hann við austur í Fljótsdalshéraði og lagði garða um tún manna og svo merkigarða. Var hann svo mikill meistari á garðlag, að þeir garðar stóðu öldum saman í Austfjörðum, er hann lagði. En vér þurfum eigi að leita vitnisburðar fornritanna um atorku og dugnað forfeðra vorra í þessu efni. Verkin sýna merkin. Enn í dag sjást víða hér á landi leifar af fornum merkigörðum, og eru þeir hin mestu mannvirki í sinni röð og óskeikull vottur um hið stórbrotna starfsþrek forfeðra vorra. Fyrir ofan Stóra-Klofa á Rangárvöllum sér enn votta fyrir fornum garði yfir þveran hreppinn, nær ½ mílu á lengd.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Hafa menn eignað Torfa ríka garð þennan, af þeim ástæðum sennilega, að hann var einna alkunnastur höfðingi um þessar slóðir, en óefað er mannvirki þetta miklu eldra. Á Mýrum vestra er og fjöldinn allur af slíkum fornaldargarðlögum, eigi aðeins í grennd við bæina, heldur og víða í höfum úti. Í Suður-Þingeyjarsýslu (Reykjadal, Laxárdal og Reykjahverfi) er örmull af fornum görðum. Liggja þeir meðal annars yfir Fljótsheiði þvera frá norðri til suðurs, nál. 5 mílur vegar á lengd, og yfir Hvammsheiði. Hafa sumir ætlað þetta forna upphleypta vegi, eða “göngugarða”, og meðal annars eignað Guðmundi ríka á Mörðuvöllum einn þeirra, yfir Hvammsheiði, er létta skyldi ferðir hans í Reykjahverfi. En allt munu þetta vera fornir merkigarðar eða afréttagarðar. Sumstaðar sér og votta fyrir fornum túngörðum, er sýna það og sanna, að tún fornmanna hafa verið miklu stærri en nú, enda leiðir það og beint af skepnufjöldanum [sjá frásögn annars staðar].“

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 244-246.

Grjóthleðsla-9

Unnið við endurgerð sjógarðs í Vogum.

Skagagarðurinn

Við Skagagarðinn í Garði (Suðurnesjabæ) er meðfylgjandi skilti við minnismerki um garðinn:

Skagagarður

Skagagarðurinn – minnismerki.

SkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarður

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skálareykir

Skálareykir. 

Skagagarður

Var genginn með Jóni Ólafssyni, fyrrverandi og margfróðum skólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Fylgdi hann hópnum frá Kirkjubóli, um Garðskaga að Vatnagörðum. Lýsti hann staðháttum við Kirkjuból er Kristján skifari var brenndur þar inni 1551 eftir að áður hafði verið kveðið á um að “jörðin og öxin” geymdu best þá Jón Arason biskup og syni, Björn og Ara.
Dóttir Jóns fékk flokk manna tikirkjubol-21l að sækja að Kristjáni og mönnum hans eftir að fréttist af ferðum þeirra á Romshvalanesi. Höfðust þeir þá við að Kirkjubóli. Bónda var gefinn kostur á að ganga úr, sem og hann þáði, áður en eldur var borinn að bænum. Voru innimenn síðan handteknir er þeir reyndu útgöngu, hver á fætur öðrum. Þolinmæði aðsóknarmanna var lítil. Drápu þeir einhverja þar sem nú heitir Draughóll (á mörkum Garðs og Sandgerðis). Þar eru gamlar heimildir (Fornbréfasafnið) um leturstein því tengdu. FERLIR hefur leitað steinsins, en Draughól hefur verið raskað verulega frá því sem var. Varnarherinn hafðist þar að um á stríðsárunum hinum síðari og eru ummerki eftir hann á svæðinu. Við Draughól er letursteinn með áletrun, er gæti verið sá er nefndur var, en sá hefur sömu áletrun og Sveinbjörn Rafnsson lýsir þar árið 1817. Steinninn var myndaður, líkt og aðrar sýnilegar minjar á Reykjanesi.

Árnarétt

Árnarétt.

Gengið var um Hafurbjarnastaði, rættið ábúanda og litið á staðsetingu fornmannagrafreitsins, sem þar er. Í kumli þar fannst m.a. kona með keltneska skartgripi. Staðfestir það þá kenningu að sumar konur landnámsmanna hafa verið af keltneskum uppruna, en segir lítið um keltneskt landnám hér á landi (a.m.k. ekki enn sem komið er).
Jón lýsti m.a. Skagagarðinum mikla og tilgangi hans, einu elsta og mesta mannvirki hér á landi. Þegra komið var að Garðskaga opnaði Ásgeir Hjálmarsson á Garðskaga Byggðasafnið fyrir FERIRsfólkinu og gekk með því um safnið, sagði frá munum og mönnum og framtíðaráformum safnsins. Þá var komið við í enn einni fjárborginni á Reykjanesi, Útskálaborg, gengið um Helgustaði og yfir síkin að Vatnagörðum, sem er eina ófallna kotið frá tímum Milljónafélagsins.
Í bakaleiðinni var gengið yfir heiðina þar sem afvelta hrútur nauð góðs af ferðinni.
Veðrið var í einu orði sagt frábært. Gangan tók 3 klst og 11 mínútur.

Draughóll

Áletrun á steini við Draughól.