Færslur

Skálafell

 Landnám Íslands – Ingólfur og Karli

Í Sturlubók Landnámu má lesa eftirfarandi um fyrstu landnám hér á landi:

Formáli

Skálafell

Skálafell austan Esju.

“Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu, er sól skínum nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst.

Hellir

Hellir landnámsmanna, Papa/Kelta, á Suðurlandi.

En Bedaprestur andaðist sjö hundruð þrjátigi og fimm árum eftirholdgan dróttins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Norðmönnum.

En áður Ísland byggðist af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa; þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli landanna.

4. kafli

Skáli

Skáli undir Skálafelli 2014.

Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í hernað og ætluðu til móts við sonu Atla jarls. Þeir fundust við Hísargafl, og lögðu þeir Hólmsteinn bræður þegar til orustu við þá Leif. En er þeir höfðu barist um hríð, kom að þeim Ölmóður hinn gamli, son Hörða-Kára, frændi Leifs, og veitti þeim Ingólfi. Í þeirri orustu féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði.

Þá fóru þeir Leifur í hernað. En um veturinn eftir fór Hersteinn að þeim Leifi og vildi drepa þá, en þeir fengu njósn af för hans og gerðu mót honum. Varð þá enn orusta mikil, og féll þar Hersteinn. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeim virðist landið betra suður en norður. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.

5. kafli

Skálafell

Skáli Ingólfs 2002?

Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking.

Skáli

Skáli í Skálafelli 1999.

Hann herjaði á Írland og fann þar jarðhús mikið. Þar gekk hann í, og var myrkt, þar til er lýsti af sverði því, er maður hélt á. Leifur drap þann mann og tók sverðið og mikið fé af honum; síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Hjörleifur herjaði víða um Írland og fékk þar mikið fé; þar tók hann þræla tíu, er svo hétu: Dufþakur og Geirröður, Skjaldbjörn, Halldór og Drafdittur; eigi eru nefndir fleiri.En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.

Ingólfur

Ingólfur Arnarsson – styttá á Arnarhóli í Reykjavík.

Þenna vetur fékk Ingólfur að blóti miklu og leitaði sér heilla um forlög sín, en Hjörleifur vildi aldri blóta. Fréttin vísaði Ingólfi til Íslands.

Eftir það bjó sitt skip hvor þeirra mága til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra, og lögðu til hafs, er þeir voru búnir.

6. kafli

Skálafell

Skáli Ingólfs 2001?

Sumar það, er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi; þá varliðið frá upphafi þessa heims sex þúsundir vetra og sjö tigir og þrír vetur, en frá holdgan dróttins átta hundruð (ára) og sjö tigir og fjögur ár.

Þeir höfðu samflot, þar til er þeir sá Ísland; þá skildi með þeim.

Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fékk hann vatnfátt. Þá tóku þrælarnir írsku það ráð að knoða saman mjöl og smjör og kölluðu það óþorstlátt; þeir nefndu það minnþak. En er það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum. En er minnþakið tók að mygla, köstuðu þeir því fyrir borð, og rak það á land, þar sem nú heitir Minnþakseyr.

Skálafell

Skálafell – skáli o.fl. Uppdráttur ÓSÁ.

Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nítján. Hjörleifur sat þar um veturinn.

En um vorið vildi hann sá; hann átti einn uxa, og lét hann þrælana draga arðurinn.

Skálafell

Skálinn 2002.

En er þeir Hjörleifur voru að skála, þá gerði Dufþakur það ráð, að þeir skyldu drepa uxann og segja, að skógarbjörn hefði drepið, en síðan skyldu þeir ráða á þá Hjörleif, ef þeir leituðu bjarnarins.

Eftir það sögðu þeir Hjörleifi þetta. Og er þeir fóru að leita bjarnarins og dreifðust í skóginn, þá settu þrælarnir að sérhverjum þeirra og myrtu þá alla jafnmarga sér. Þeir hljópu á brutt með konur þeirra og lausafé og bátinn. Þrælarnir fóru í eyjar þær, er þeir sáu í haf til útsuðurs, og bjuggust þar fyrir um hríð.

Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðendi; hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs.

7. kafli

Skálafell

Skálafell.

Eftir það fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: “Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.” Ingólfur lét búa gröf þeirra Hjörleifs og sjá fyrir skipi þeirra og fjárhlut.

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leitaþrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjarheita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.

Skálafell

Skáli Ingólfs 2010?

Þeir Ingólfur höfðu með sér konur þeirra, er myrtir höfðu verið; fóru þeir þá aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.

Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

8. kafli

Skálafell

Við Skálafell 2020.

Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.

Þá mælti Karli: “Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.”

Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.

Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.

Skálafell

Á ferð um Skálafell 2023.

Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.

9. kafli

Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum.

Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla; þeirra son var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi var sett.”

Spurningin er; er nefndan skála enn að finna í Skálafelli, líkt og Landnáma getur um?!

Heimildir:
-Landnáma (Sturlubók), kaflar 6-9.
-https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm.

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Jósepsdalur

Í Fálkanum árið 1951 er sagt frá byggingu skíðaskála Ármanns í Jópsepsdal:
“Telja má að saga Skíðaskála Ármanns í Jósefsdal hefjist með byggingu gamla skálans, en horsteinn Einstaedingurvar lagður á Jónsmessunótt 1936. Raunar hafði landnám Ármenninga í Jósefsdal byrjað árið 1932, þegar þeir fyrst völdu dalinn og Bláfjöllin sem sitt skíðaland. Var hugmyndin um skíðaskála þá ekki komin til sögunnar, en í þess stað töluðu brautryðjendurnir um það sumpart í gamni og sumpart í alvöru að smíða trébekki og setja upp við Einstæðing (þ. e. gríðarstór, stakur steinn norðarlega í Jósefsdal), sem síðan væri hægt að færa til eftir áttum.
Þessi hugmynd átti þó ekki langan aldur en í þess stað kom hugmyndin um skíðaskála. Þeirri hugmynd var svo hrundið í framkvæmd vorið 1936, sem fyrr segir. Vegur var þá enginn inn í dalinn og urðu frumbyggjarnir að bera eða draga aðfluttan efnivið á sjálfum sér, neðan frá vegi.
Öll vinna við aðdrátt á efni, smíði og byggingu var framkvæmd af Ármenningum sjálfum í Armannsskalisjálfboðavinnu. Var þetta mikið afrek á þeim tíma, ef ekki einsdæmi. Veggir voru hlaðnir úr grjóti og styrktir með steinsteypu, en loft og ris úr timbri og járnvarið.
Þessi skáli brann í janúar 1942. Var það þung raun fyrir alla þá, sem lagt höfðu hönd á plóginn og unnið að byggingu skálans svo og fjölda marga aðra, sem misstu allan skiðaútbúnað sinn, skó, skíði, svefnpoka o. fl. í eldinum. En hér fór sem fyrr, að það eru örðugleikarnir, sem verða til þess að sýna, hvað í manninum býr. Hinn tiltölulega fámenni hópur, sem stóð á rjúkandi rústum heimilis síns kvartaði ekki né kveinaði. Ekki heyrðust heldur formælingar né ógnunarorð. Þögult stóð skiðafólkið drjúpandi höfði og hugsandi um örlög sín.
Loks steig einn fram úr hópnum og hrópaði: „Á þessum rústum skulum við byggja nýtt, vandað hús, sem rúmað getur alla þá Ármenninga, sem skíðaíþróttina vilja stunda. Það er engin eftirsjá að þessu húsi. Það var hvort sem er orðið alltof lítið.” Þetta voru orð í tíma töluð. Hópurinn tók undir orð hins djarfa foringja og á leiðinni heim um kvöldið, ekki var kvartað yfir því, að þessi eða hinn hefði misst skíðin sín eða skóna og yrði að ganga á sokkaleistunum, heldur var talað um, hvernig hinn nýi skáli ætti að vera í höfuðatriðum.
Um vorið var hafist handa um byggingu hins nýja skála. Vegur var lagður inn í dalinn. Sjálfboðaliðar og aðkeyptur vinnukraftur vann ósleitilega, aðallega þó um helgar. Engin nöfn verða nefnd í þessu sambandi, enda mun brautryðjendunum enginn greiði gerður með því. Ármenningar þekkja þetta fólk og innan félagsins verða nöfn þess geymd.
skaerulidaskaliEn sjaldnast er ein báran stök. Þegar hinn nýi skáli, sem var hlaðinn úr holsteini, en rishæð úr timbri, var kominn undir þak um haustið, fauk hann í fárviðri, svo að ekki var annað eftir en rústin ein. Þetta var þungt áfall, sérstaklega að því er snerti fjárhagshlið málsins. Kjarkurinn var ennþá óbilaður og réð það mestu. Fjár var aflað með öllu heiðarlegu móti og vorið 1943 var byrjað að nýju. Þessi skáli skyldi svo rammlega gerður, að ekkert gæti grandað honum. Nú var byggt úr steinsteypu og ekkert til sparað.
Sumarið 1943 var unnið ósleitilega að byggingunni, og um haustið var skálinn svo tekinn í notkun. Í þetta sinn var enginn vinna að keypt, en allt unnið í sjálfboðavinnu.
Síðan hefir verið unnið flest ár að endurbótum og uppbyggingu Þannig hefir verið byggt vélarhús yfir ljósamótorinn skíðageymsla o. fl. Síðast en ekki síst má svo nefna hina nýju dráttarbraut í brekkunni fyrir ofan skálann, sem flytur fólkið fyrirhafnarlaust langt upp í fjall.”
Í Þjóðviljanum árið 1965 segir jafnframt: “Gamall skiðsskáli brennur” – Í fyrrakvöld brann gamall skíðaskáli sem stóð vestan vegarins upp í Jósefsdal. Hefur skáli þessi staðið ónotaður í mörg ár og var orðinn mjög lélegur. Ekki er vitað um eldsupptök.
Í frétt í Vísi í gær var sagt að þetta hefði verið svonefndur „Skæruliðaskáli”. Það er hins vegar byggt á misskilningi. Hann stendur á allt öðrum stað eða í Ólafsskarði. Þessi skáli var hins vegar nefndur Húsavík á meðan hann var og hét.”

Heimildir:
-Fálkinn, 24. árg. 1951, 13. tbl., bls. 3.
-Þjóðviljinn 9. okt. 1965, bls. 1.

Ólafsskarð

Ólafsskarð – skíðaskáli.