Tag Archive for: skilti

Skófir

Í Skarhólamýri við Skarhólabraut, gegnt húsi nr. 4, er skilti á upphafsleið göngustígs á Úlfarsfell (Hamrafell) neðan Lágafellshamra. Á skiltinu má lesa eftirfarandi:

Skarhólamýri

Skarhólamýri – skilti.

„Héðan liggur gönguleið á Úlfarsfell. Fyrst er gengið eftir vegslóða að brekkurótum og þaðan liggur stikuð leið upp fjallshlíðina uns komið er upp undir norðurbrún fjallsins. Þá er stefnt vestur fyrir Stórahnúk og sveigt til austurs síðasta spölin á tindinn.
Þegar tindinum er náð getur göngufólkið valið um að fara sömu leið til baka eða halda vestur evtir fjallinu, að skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð og síðan aftur hingað í Skarhólamýri. Einnig er hægt að ganga héðan vestur með fjallinu að skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð, síðan eftir stikaðri leið á Úlfarsfell og loks aftur hingað.

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar
Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Leirvogur

Leirvogur (MWL).

Leirvogur gengur inn úr Kolafirði og í hann falla þrjár ár; Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leiruvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingvalla og annarra landshluta.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ, Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem eru friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, varma og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistaka á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir. seljarúsir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirnar.

Jarðfræði

Stardalshnúkur

Stardalshnúkur.

Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýsskeiði, en í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.

Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslumvið virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Borgarkot

Skófir á Úlfarsfelli.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. Gróður teygir sig frá sjávarsíðinni, upp dalina og fellin. Odan til eru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjarfil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið mektar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.“

Skarhólamýri

Skarhólamýri – skilti.

Stjörnugerði

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið – skilti.

Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins.

„Þetta er sett upp eins og skeifa og þetta er skjólveggur vegna þess að hér getur oft verið hvöss og nöpur norðanátt,“ segir Sævar og að þá verði auðveldara og betra að horfa til himins.

Hann segir að í gerðinu sé fólk komið frá mestu ljósmengun höfuðborgarsvæðisins og því sé þarna hægt að sjá vetrarbrautina, dauf stjörnuhröp og norðurljós.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið.

„Þetta er eins gott og það verður fyrir stað sem er tiltölulega nálægt höfuðborginni,“ segir hann og að gerðið sé frábær staður til að sjá náttúruna sem birtist bara á næturnar.

„Þarna er skjólgott fyrir norðanáttinni sem stundum er nöpur og útsýni gott til suðurs þar sem reikistjörnur, tungl og ýmis önnur fyrirbæri eru jafnan hæst á lofti. Á svæðinu eru upplýsingaskilti um næturhiminninn, norðurljósin, tunglið og sólkerfið okkar. Svo er gerðið líka fínasti áningastaður eftir rölt upp á Búrfell.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Á sama tíma staðfesti Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, að bærinn myndi gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu fyrir almyrkvann 12. ágúst 2026. Þau koma að sjálfsögðu frá solmyrkvagleraugu punktur is. Þar leggur Garðabær sín lóð á vogarskálarnar til fræðslu til almennings um almyrkvann enda er ágóði gleraugnasölunnar nýttur til þess.
Almar segir stjörnubjartar nætur fram undan og mælir með því að fólk fari í gerðið til að njóta þess. Nauðsynlegt sé að klæða sig vel.

Stjörnugerðið er við Heiðmerkuveginn að bílastæðinu í aðdraganda Búrfellsgjár í Garðabæ. Það er staðsett við bílastæði við Heiðmerkurveg sem tengist útivistarstíg að Búrfelli og Búrfellsgjá. Framan við gerðið er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

„Velkomin á griðarstað myrkurs við Búrfell í Garðabæ. Hér utan ljósmengunar þéttbýlisins eru góðar aðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin.
Frá Jörðinni er útsýnið út í alheiminn stórkostlegt. Á heiðskíru, tunglskinslausu kvöldi, fjarri rafslýsingu, sérðu tæplega 3000 stjörnur með berum augum. Allar tilheyra þær Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og ljósleit slæða þvert yfir himininn. Vetrarbrautin sést best á kvöldhimninum á haustin.

Hvað eru stjörnur og reikistjörnur?

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Stjörnurnar eru sólir í órafjarlægð. Þær eru svo langt í burtu að ljós er mörg ár að ferðast frá þeim til okkar. Skærasta stjarna himinsins, Sirius í Stórahundi, er 8,4 ljósár í burtu en Pálstajarnan í Litlabirni, sem er mun daufari, er 448 ljósár fjá jörðinni. Fjarlægustu stjörnurnar sem sjást með berum augum eru í ríflega 1000 ljósára fjarlægð. Með sjónauka séru miklu fjarlægari fyrirbæri.
Fyrr á tímum var samband okkar við stjörnurnar mun persónulegra en nú. Nótt eftir nótt horfðum við til himins og áttuðum okkur smám saman á gangi himintunglanna. Við spunnum sögur úr mynstrum sem við ímynduðum okkur og kölluðum stjörnumerki. Við sáum að sumar stjörnur birtust þegar náttúran var að breytast eftir árstíðum. Himininn var sem klukka, dagatal og kort.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Við tókum líka eftir fimm hnöttum sem reikuðu um himininn. Þeir höfðu meiri þýðingu en aðrir svo við gáfum þeim nöfn guðanna okkar. Þessir hnettir eru reikistjörnurnar sem flakka um himininn og eru því aldrei á sama stað nema með löngu millibili. Þess vegan eru þær ekki sýndar á kortunum hér.

Njóttu myrkursins
Vonandi nýtur þú þess að horfa til heimins hér í myrkrinu. Gefðu þér tíma. Þú gætir nefnilega líka komið auga á loftsteinahrap, dansandi norðurljós og stöku gervitung á fleygiferð umhvergis plánetuna okkar. Á næturhimninum er ótalmargt að sjá. – Horfðu til himins.

Hvernig er best að skoða stjörnur og norðurljós?
Að skoða stjörnuhimininn er leikur einn!
Klæddu þig vel og gefðu þér tíma. Augun þurfa nefnilega að aðlagast myrkrinu. Þegar augun hafa vanist því sérðu himininn í allri sinni dýrð. Notaður rautt ljós ef þú getur því það truflar myrkrunaraðlögun augnanna minnst.
Prófaðu að beina handsjónauka eða stjörnusjónauka til himins. Hvað sérðu? Geimþokur, stjörnuþyrpingar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir blasa við.“

Inni í stjörnugerðinu eru fjögur skilti er lýsa m.a. sólkerfinu okkar, reikistjörnunum o.fl. Á skiltunum er t.d. eftirfarandi fróðleikur:

1. Tunglið

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Máninn eða Tunglið er næsti nágranni okkar í geimnum. Það er aðeins 384.000 km í burtu að meðaltali, stundum nær eða fjör. Tunglfarar ferðuðust þangað á þremur dögum en ef við gætum ekið þangað tæki ferðin næstum hálft ár.
Tunlið er tilkomumesti sýningagripur himins. Þar er ótalmargt að sjá með berum augum eða sjónaukum; gígar, fjöll, dalir og hraunbreiður. Í sjónauka lifnar yfirborð tunlsins við.

Vaxandi eða dvínandi

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Frá Jörðu breytist ásýnd tunglsins á hverjum degi. þá er sagt að tunglið sé ýmist vxndi eða minnkandi. En hvers vegan? Tunglið er hnöttótt eins og jörðin. Á öllum stundum lýsir sólin upp helming þess. Tunglið fer einn hring um Jörðina á tæpum mánuðu. Þar fer svo eftir því hvar tunglið er á sporbraut sinni hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum.
Þegar tunglið er milli Jaðar og solar er sagt að það sé nýtt. Þá snýr næturhlið tunglsins að Jörðu. Smám saman fer tunglið vaxandi þegar að færist lengra frá sólinni á kvöldhimninum. Viku síðar er tunglið hálft. Þá sést helmingurinn af deginum á tunglinu og helmingurinn af nóttinni. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er tunglið fullt. Þá er Jörðin milli tungls og solar. Öll daghlið tunglsins snýr að næturhlið Jarðar og lýsir nóttina okkar upp. Fullt tungl rís við sólsetur og sest við sólarupprás.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Eftir að tunglið hefur verið fullt fer það minnkandi. Á tveimur vikum sjáum við hvernig tunglnóttin færist yfir þegar máninn nálgast sólina. Þá sjáum við tunglið á morgunhimninum.

Hvernig varð tunglið til?
Grjót sem tungfarar komu með til Jarðar bendir til þess að tunglið hafi orðið til eftir mestu hamfarir sem dunið hafa á Jörðinni til þess. Fyrir 4,5 milljörðum ára skall önnur reikistjarna á stærð við Mars á Jörðina. Við áreksturinn skvettist mikið efni út í geiminn sem hnoðaðist saman og myndaði á endanum tunglið. Sárið á Jörðinni er löngu horfið sökum flekahreyfinga og eldgosa nema Jörðin haltrar á göngu sinni um sólina. Möndulhallinn er afleiðing árekstursins og veldur því að við fáum vetur, sumar, vor og haust á Jörðinni.

2. Reikistjörurnar

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Þú átt heima á Jörðinni, reikistjhörnu sem egngur ásmat sjö öðrum og fylgitunglum þeirra umhverfis stjörnu. Sólkerfið er „hverfið okkar“ í vetrarbrautinni. Í sólkerfinu er líka aragrúi smátirna, halastjarna, loftsteina og sömuleiðis sólvindur og ryk.
Hægt er að sjá fimm reikistjörnur með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Jupiter og Satúrnus. Til að sjá ystu tvær, Uranus og Neptúnus, þarf stjörnusjónauka.

3. Stjörnuhimininn

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Vissir þú að himninum er skipt upp í 88 stjörnumerki? Af þeim sjást 56 að hluta ttil eða í heild frá Íslandi. Snúningur Jarðar um sólina og sjálfa sig hefur áhrif á ásýnd heiminsins. Á einni nóttu rísa stjörnumerki í austri og önnur setjast í vestry. Þegar þessii merki eru hæst á lofti í suðri er best að skoða fyrirbærin sem í þeim eru. Ferðalag Jarðar um sólu veldur því að hausthimininn á kvöldin er öðruvísi en himinn á vetrurna og vorin.

Norðurljósin

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Sólin sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Sólvindurinn er fremur hvass en vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3000 km á sekúndu í öflugustu stormunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli solar og jarðar.

4. Sólin og sólargangurinn
Sólin er stjarna eins og stjörurnar á himninum. Stjarna okkar er um 150 milljónir km frá Jörðinni, vegalengd sem ljós ferðast á aðeins um átta mínútum.

Tunglið

Tunglið – séð frá Stjörnugerðinu.

Stóra-Eldborg

Við bílastæði Stóru Eldborgar við gamla Herdísarvíkurveginn undir Geitahlíð er skilti með yfirskriftinni „Eldborgir undir Geitahlíð“ og eftirfarandi upplýsingum:

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

„Stóra og Litla Eldborg eru syðstu eldvörp á yfirborði í Brennisteinsfjallakerfinu. kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma (síðustu 12.000 ár). Eldborgrinar eru myndarlegir gjallgígarr sem mynduðust í skammvinnum gosum á hringlaga gosopum eða stuttum sprungum. Þar gaus þunnfljótandi kviku með nokkurri kvikustrókavirkni.
Eldborgirnar ná eingöngu að myndast við hraungos og því er augljóst að jöklar voru ekki til staðar á Reykjanesi þegar eldsumbrotin urðu, en jöklar lágu síðast yfir Reykjanesi fyrir um 10.000 árum. Geitahlíð er aftur á móti móbergsstapi, myndaður við eldsumbrot undir jökli á jökulskeiði síðustu ísaldar. Stóra Eldborg og Litla Eldborg eru hluti af gígaröðum sem mynduðust með 1000 ára millibili. Stóra Eldborg er eldri og talin vera um 6000 ára og Litla Eldborg um 5000 ára.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Svæðið var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987 og eru eldborgirnar með fegurstu gíga Suðvestanlands. Stærð náttúruvættisins er 1200,5 hektarar.
Minjar eru á svæðinu og finnast hér þrjár dysjar. Talið er að tvær þeirra tilheyri systrunum Krýsu og Herdísi, en sú þriðja er nefnd smaladys.
Hér er einnig gömul þjóðleið, Herdísarvíkurgata.
Vinsamlegast gangið á skilgreindum stígum til að hlífa jarðmyndum og gróðri.
Náttúrvættið er í Reykjanesfólkvangi og hluti af Reykjanesjarðvangi.“

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Litla-Eldborg

Við bílastæði nálægt Litlu Eldborg undir Geitahlíð, neðan gamla Herdísarvíkurvegarins er skilti. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Litla-Eldborg

Litla Eldborg – skilti.

„Litla Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti 1987. Hér er ekki bara einn gígur, heldur 350 m long röð gjall- og klepragíga sem nær upp að Geitahlíðum.
Talið er að gosið hafi verið fyrir um 5000 árum. Hraunið úr gígunum liggur ofan á hrauni Stóru Eldborgar og ran það m.a. í sjó fram og myndaði tanga.
Upp af ströndinni má sjá brúnir gamalla sjávarhamra sem hraunið ran fram af.
Stærsti gígur Litlu Eldborgar er nánast horfinn eftir alarnám vegan framkvæmda á 20. old, en efnistöku var hætt um 1990.“

Stóra-Eldborg

Litla-Eldborg og nágrenni: örnefni og minjar – loftmynd.

Herdísarvíkrugata

Við Herdísarvíkurgötu  á Deildarhálsi, hina fornu leið milli Herdísavíkur vestan Selvogs og Krýsuvíkur, er skilti Náttúruverndarstofnunar og Minjastofunar Íslands. Á skiltinu má lesa eftirfarandi:

Herdísaríkurgata

Herdísarvíkurgata – skilti.

„Herdísarvíkurgata liggur milli bæjanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Hún er að einhverju leiti vörðuð og sést á nokkrum stöðum að hún er grafin í hraunið eftir fætur manna og hesta sem notað hafa götun[a] í gegnum tíðina. Leiðin hlykkjast í gegnum hraun og meðfram hlíðum fjalla og á einstaka stað er hún rofin vegna nútíma vegaframkvæmda. Gamlar götur finnast víða og lágu þær á milli bæja, kirkjustaða, verbúða, verslunarstaða eða landshluta.
Mikilvægt er að ganga ofan í förunum til að viðhalda þeim svo ekki grói yfir þau. Þessar götur og vörður eru friðaðar fornleifar.“

Kortið á skiltinu er af Herforingjaráðskortinu frá 1910. Vegur frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur var lagður 1937 að Kleifarvatni. Árið 1945 var hann kominn í Krýsuvík og hringtengingu frá Hafnarfirði að Herdísarvík og áfram austur var lokið árið 1949. Árin 1946 og ’47 var síðan lagður akfær vegur milli Ölfus og Grindavíkur. Sá vegur hefur að nokkru leyti legið í farvegi þess vegar er hinn nýi Suðurstandarvegur var opnaður árið 2012.

Herdísarvíkurgata

Herdísarvíkurgata 1910 – Herforingaráðskort.

Hálogaland

Við göngustíg skammt vestan gatnamóta Skeiðarvogs og Gnoðarvogs er skilti um „Íþróttahúsið Hálogaland„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Hálogaland

Hálogaland 1963.

„Fyrsta húsið sem hét Hálogaland var íbúðarhús byggt 1930 þar sem nú er bílastæði á milli blokkanna Sólheima 25 og 27. Á þeim tíma, fyrir seinni heimsstyrjöldina, var þetta svæði austan þéttbýlis Reykjavíkur og sóttust einstaklingar sem vildu stunda ræktun og búrekstur eftir að búa þar. Húsið brann árið 1972.

Andrews

Grafsteinn Andrews í Arlingtonkirkjugarði.

Árið 1940 var hluti Laugardals og nærliggjandi svæða leigður hernámsliði Breta og síðar Bandaríkjamanna. Þar risu heilu braggahverfin og einnig stór skáli sem setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó og samkomusal. Skálinn var nefndur Andrews Memorial Field House í minningu Frank M. Andrews hershöfðingja sem fórst í flugslysi við Fagradalsfjall 1943. Í daglegu tali var skálinn kallaður Hálogaland. Skálinn var vígður í nóvember 1943.

Hálogaland

Loftmynd frá 1960. Á henni má sjá bæði íþróttahúsið Hálogaland og húsið Hálogaland sem stendur milli blokkanna í
Sólheimum 25 og 27.

Íþróttahúsið Hálogaland stóð hér, þar sem nú eru gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs. Á stríðsárunum stunduðu hermenn þar körfubolta og aðrar íþróttir og lánuðu húsið einnig íslenskum íþróttafélögum. Jafnframt voru haldnar í húsinu ýmsar samkomur. Í september 1944 hélt söng- og leikkonan Marlene Dietrich til að mynda tónleika fyrir bandaríska hermenn og gesti þeirra í húsinu og einnig mun gamanleikarinn Bob Hope hafa komið hér fram á skemmtun um svipað leyti.
Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn, þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.“

Hálogaland

Loftmynd af Reykjavík árið 1946, séð til vesturs frá Elliðavogi. Fremst er braggahverfið Camp Monmouth og þar fyrir ofan, vestar, Hálogalandskampur, þar sem íþróttahúsið stóð.

Þvottalaugar

Á skilti í Reykjavík um „Laugaveg“ má lesa eftirfarandi fróðleik:

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar fyrir 1900.

„Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930. Árið 1885 var hafist handa við að leggja veg til þess að auðvelda fólki leiðina að laugunum og var vonast til að burður á þungum þvotti legðist af með bættum samgöngum. Margrét Jónsdóttir (1893-1971) skáld, sem er líklega þekktust fyrir kvæði sitt „Ísland er land þitt“, gerði aðstæðum þvottakvennanna góð skil í ljóðinu um Þórunni gömlu þvottakonu, sem þvoði þvott fyrir aðra en lifði sjálf við kröpp kjör. Hér er fyrsta erindi ljóðsins.
Þórunn gamla þvottakona / þrammar áfram köld og sljó, / eftir dagsins erfiðleika / á hún von á hvíld og ró. / Vetur yfir veginn breiðir / voð úr mjallahvítum snjó“.“

þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 1930.

Hitaveitustokkar

Á skilti í Reykjavík um „Hitaveitustokkana“ má lesa eftirfarandi fróðleik:

Hitaveitustokkar

Hitaveitustokkurinn steyptur í útjaðri Reykjavíkur, um 1942-1943. Lengst til vinstri sést glitta í Korpúlfsstaði.

„Þessir steyptu stokkar gegna stóru hlutverki í lífi Reykvíkinga. Í þeim er pípa sem flytur heitt vatn til borgarinnar en með því hita þeir upp híbýli sín. Ennfremur eru þeir mikilvæg gönguleið fyrir íbúana í hverfunum sem þeir liggja um, sérstaklega á vetrum því að ekki frýs á þeim.
Fyrir tíma hitaveitunnar voru hús í Reykjavík kynt með kolum eins og víðast hvar í Evrópu. Vegna hins kalda veðurfars kyntu bæjarbúar hús sín vel og lá oft þykkur kolamökkur yfir Reykjavík. Kolakyndingin var því bæði dýr og mengandi.

Hitaveitustokkar

Stúlkur með börn og barnavagna við hitaveitustokkinn í Smáíbúðahverfinu, 1959.

Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1930 og sótti fyrst vatn í Þvottalaugarnar í Laugardal. Það reyndist vel en dugði aðeins fyrir lítinn hluta bæjarins. Aðrir bæjarbúar vildu þá ólmir tengjast hinni nýju veitu og til að anna eftirspurn var vatn sótt út fyrir bæinn, að Reykjum í Mosfellssveit. Reykjaveitan var tekin í gagnið árið 1943.
Einhver lengsta hitaveituæð í veröldinni á þeim tíma var lögð frá Reykjum, 17 kílómetra leið um holt og móa, yfir ár og læki, allt vestur í Öskjuhlíð.

Reykir

Borhola á Suðurreykjum í Mosfellssveit. Bæjarhúsin í baksýn voru hituð með hveravatni 1908, fyrst allra húsa á Íslandi.

Þar voru reistir tankar og úr þeim var vatninu veitt um bæinn.
Hitaveiturörin voru sett í stokk sem steyptur hafði verið á staðnum. Þau voru einangruð með torfi sem bundið var utan um rörin. Í stokkana var líka sóttur vikur úr Krýsuvík til einangrunar.
Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Ávinningurinn af henni hefur verið margvíslegur. Hún bætti heilsufar bæjarbúa, kolarykið hvarf og kostnaður við heimilishald og atvinnurekstur minnkaði.
Sömuleiðis jókst hreinlæti því að þvottar og böð urðu ódýrari og aðgengilegri.“

Hitaveitustokkar

Séð yfir Smáíbúðahverfið og Sogamýri, um 1962. Hitaveitustokkurinn sést hér vel.

Háteigsvegur

Á horni Háteigsvegar og Rauðarárstígs er skilti um „Bújarðir í Reykjavík – Háteigur„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Háteigur

Horft vestur frá Háteigsvegi um 1940. Fremst á myndinni er býlið Háteigur, eldri bæjarhúsin (Litli-Háteigur) vinstra
megin og yngra húsið hægra megin. Fjær til vinstri er býlið Klambrar og enn fjær húsaþyrping við Eskihlíðarbæinn.

„Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. var farið að ræsa fram mýrarnar í landi Reykjavíkur og úthluta úr þeim ræktunarlöndum. Þessi lönd voru leigð með erfðafesturétti, sem þýðir að leigan gekk í erfðir. Á erfðafestulöndunum risu nýbýli þar sem hafin var túnrækt og búskapur í stórum og smáum stíl.
Á Norðurmýrarblettum, sem úthlutað var í Norðurmýri og á svæðinu milli Rauðarárholts og Öskjuhlíðar, risu allmörg erfðafestubýli. Tvö þeirra, Sunnuhvoll og Háteigur, voru hér í sunnan- og vestanverðu Rauðarárholti.

Bæjarhús Háteigs stóðu ofar í holtinu og á núverandi horni Háteigsvegar og Lönguhlíðar stendur enn íbúðarhús (Háteigsvegur 36) sem tilheyrði býlinu. Það er reisulegt steinshús í nýbarokkstíl, reist árið 1920 af hjónunum Halldóri Kr. Þorsteinssyni skipstjóra og útgerðarmanni (1877-1966) og Ragnhildi Pétursdóttur (1880-1961).

Háteigur

Skólagarðar á Klambratúni 1956. Húsið Háteigur er fyrir miðri mynd (grátt hús).

Landið keyptu þau árið 1914 af Guðmundi Jafetssyni (1845-1918) en hann hafði byggt þar lítið timburhús árið 1907 sem kallaðist Háteigur. Það hús stóð þar sem gatan Langahlíð liggur nú og var seinna kallað Litli-Háteigur. Gata sem lögð var frá Rauðarárstíg að Háteigi og áfram upp á holtið á þessum tíma var nefnd Háteigsvegur eftir býlinu. Halldór og Ragnhildur voru þjóðþekkt fólk, en Halldór var meðal annars skipstjóri á Jóni forseta, fyrsta togaranum sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
Ragnhildur var landskunn fyrir afskipti sín af félags- og menningarmálum og að Háteigi stundaði hún kúabúskap um aldarfjórðungsskeið. Voru þar oftast um tíu gripir í fjósi og munu hafa verið með nytjahæstu kúm á landinu. Árið 1945 var landið tekið úr erfðafestu vegna skipulags íbúðarbyggðar í holtinu og lagningar Lönguhlíðar. Húsið Litli-Háteigur mun þá hafa verið flutt að Skipasundi. Skólagarðar voru síðan á hluta af túnum Háteigs og seinna urðu þau hluti af almenningsgarðinum Klambratúni.“

Háteigur

Loftmynd af Reykjavík 1946. Hér má sjá býlin Háteig, Sunnuhvol, Klambra, Reykjahlíð og Eskihlíð. Stýrimannaskólinn á
Rauðarárholti er til vinstri og Norðurmýri til hægri. Neðst til hægri er herskálahverfið Camp Vulcan og til vinstri er Camp
Sheerwood við Háteigsveg.

Ánanaust

Við Ánanaust í Reykjavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Ánanaust

Stakkstæði Alliance við Ánanaust um 1928. Lengst til vinstri er Ívarssel (Vesturgata 66b, nú á Árbæjarsafni). Einnig má sjá Ánanaustbæina, Alliance-húsið, Garðhús og hús og bæi við Bakkastíg.

„Ánanaust voru upphaflega naust þar sem Reykjavíkurbændur geymdu skip sín. Ennfremur var ávallt mikið útræði þaðan enda skilyrði góð og vel aflaðist í Faxaflóa lengst af. Til vitnis um það komu upp úr 1870 tveir þriðju hlutar alls útflutts sjávarafla á Íslandi frá verstöðvum í kringum Faxaflóa, einkum úr Gullbringuslýslu og frá Reykjavík.
Nafnið ánanaust færðist síðar yfir á kotbýli sem stóðu þar hjá þar sem nú er vestasti hluti Vesturgötu. Óljóst er hve langt aftur má rekja byggð þar. Til er kort af Reykjavík frá 1715 þar sem sjá má að þrír bæir tilheyra Ánanaustum og á 18. og 19. öld var þar oftast þríbýlt.

Ánanaust

Loftmynd af svæðinu árið 1946. Fyrir miðri mynd má sjá Ánanaustbæina og Alliance-húsið. neðst t.v. er Danílesslippur og Fiskiðjuver ríkisins í byggingu, seinna BÚR. Sjóminjasafnið í Reykjavík er nú til húsa í hluta byggingarinnar.

Síðasti torfbærinn sem tilheyrði Ánanaustum var rifinn árið 1930 og síðasta húsið á bænum árið 1940 vegna gatnaframkvæmda.
Íbúar Ánanausta tilheyrðu stétt tómthúsmanna sem voru sjó- og verkamenn þess tíma. Þeir sóttu sjóinn á opnum árabátum en höfðu jafnframt von um einhverja vinnu hjá kaupmönnum og bænum. Á sumrin gátu þeir brugðið sér upp í sveit í kaupavinnu. Flestir tómthúsmenn höfðu kálgara en fáir áttu skepnur.
Kjör tómthúsfólks voru misjöfn eins og gengur og misgóð frá einu ári til annars. Ef illa fiskaðist gat hungrið sorfið að. Þá var helst til bjargar að fá lán hjá kaupmanninum upp á væntanlegan fiskafla. Stundum var styrkur úr fátækrasjóði bæjarins eina vonin.“
Ánanaust