Tag Archive for: skilti

Georg Schierbeck

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Skrúðgarð frá 1883„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Skrúðgarður frá 1883; skilti.

„Georg Schierbeck fæddist árið 1847 í Óðinsvéum á Fjóni og kom hingað sem landlæknir árið 1882. Schierbeck stundaði nám í garðyrkju áður en hann helgaði sig læknisfræði og hafði mikinn áhuga á henni. Eftir aað hann reisti sér hús við norðurnda gamla kikjugarðsins í Aðalstræti fór hann fram á að fá að stunda þar garðrækt. Hann fékk leyfi til þess að rækta tré og blóm í kirkjugarðinum, sem þá var aflagður, en var gert að reisa timburvegg umhverfis garðinn og greiða 25 kr. á ári fyrir afnotin. Hann mátti þó hvorki flytja neitt burt úr garðinum né reisa þar ný mannvirki. Schierbeck gróðursetti meðal annars silfurreyninn sem enn stendur og er talinn elsta tréð í Reykjavík.
Georg Schierbeck var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Hins íslenska garðyrkjufélags árið 1885 og var fyrsti forseti þess.“

Í Fógetagarðinum eru auk þessa fimm önnur upplýsingaskilti um Víkurgarð, Víkurkirkju, Byggð við Aðalstræti á 10. öld, Landnámið o.fl.
Reykjavík - kilti.

Reykjavík

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurkirkju„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Víkurkirkja; skilti.

„Vitað er að kirkja var byggð í Reykjavík fyrir 1200. Elsti máldagi Víkurkirkju er frá árinu 1379 og er hún þar sögð helguð heilögum Jóhannesi.
Í Vík bjuggu höfðingjar af ætt Ingólfs Arnarssonar landnámsmanns. Þormóður langafabarn hans var allsherjargoði árið 1000 þegar kristni var tekin á Þingvöllum. Eftir kristnitökuna létu blndur og höfðingjar byggja kirkjur við bæi sína vegna þess að þeim var lofað því að þeir fengju pláss fyrir jafn margar sálir í himnaríki og rúmuðust í kirkjum þeirra. Kirkja gæti því hafa verið byggð í Reykjavík þegar á 11. öld.
Bóndinn í Vík lét reisa torfkirkju við bæinn árið 1724. Hálfri öld síðar var kirkjan endurbyggð og torfveggjunum skipt út fyrir timburveggi. Einnig var byggður klukkuturn framan við kirkjuna. Sú kirkja var notuð sem dómkirkja eftir að biskupsstóllinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur árið 1785, en þótti reyndar of lítil og ómerkileg sem slík. Eftir að Dómkirkjan við Austurvöll var vígð árið 1796 var gamla kirkjan rifin og grundin sléttuð.
Talið er að kirkjur í Vík hafi ávallt staðið á sama stað í kirkjugarðinum. Í stéttinni í miðjum garði má sjá skjöld sem sýnir hvar altari kirkjunnar er talið hafa verið.“

Reykjavík - Víkurkirkja

Reykjavík – minnismerki um Víkurkirkju.

Reykjavík - Víkurgarður

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurgarður„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Víkurgarður; skilti.

„Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti, Víkurgarður, er talinn hafa verið í notkun í um 800 ár, eða frá því stuttu eftir kristnitöku árið 1000 og fram á 19. öld. Jarðað var bæði í garðinum sjálfum og inni í kirkjunni. Talið er að garðurinn hafi upphaflega verið um 1500 m2 að flatarmáli.
Kirkjugarðurinn var formlega aflagður árið 1838 þegar Hólavallagarður var tekinn í notkun, en nokkrir einstaklingar voru þó jarðaðir í gamla garðinum eftir það. Ómögulegt er að segja til um hversu margir voru grafnir í Vígurgarði frá upphafi, en ætla má að jarðneskar leifar um þrjátíu kynslóða Reykvíkinga hvíli hér.
Vigurgarður er friðlýstur minjastaður, en það er mesta mögulega vernd sem menningarminjar á Íslandi geta notið.“

Í Fógetagarðinum má auk þessa finna fimm önnur fróðleiksskilti um garðinn og nágrenni hans, s.s. fróðleik um Víkurkirkju, byggð við Aðalstræti á 10. öld, landnámið og fleirra.

Reykjavík

Reykjavík 1786 (Aage Nielsen-Edwin).

 

Landnámssýning

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Byggð í Aðalstræti á 10. öld„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – skilti; Byggð í Aðalstræti á 10. öld.

„Skálinn í Aðalstræti var svipaður því sem tíðkaðist almennt í Norður-Evrópu á víkingatíma. Hann var aflangur með tveimur stoðarröðum eftir endilöngu og vönduðu eldstæði á miðju gólfi. Á skálanum vorutveir inngangar, aðaldyr á framhlið (austurhlið) og bakdyr á vesturhlið. Í Norðurnda skálans voru básar fyrir uxa eða hesta. Annar minni skáli fannst við suðurhlið skálans og hafði verið byggður við nokkrum áratugum seinna.
Stóri skálinn var 86.5 m2 að flatarmáli og í stærra meðallagi miðað við aðra íslenska skála frá sama tíma. Talið er að 5-10 mann hafi búið í skálanum.“

Auk skiltisins eru fimm önnur í Fógetagarðinum. Þau innihalda m.a. fróðleik um Víkurgarð, Víkurkirkju, Skrúðgarðinn, landám í vestanverðri Kvosinni og Föður Reykjavíkur, Skúla Magnússon.

Landnám

Reykjavík – útsýni frá landnámsbænum í Kvosinni yfir Tjörnina. Lönguhlíð og Sveifluháls fjær.

Reykjavík

Á Miðbakka í Reykjavík er sýning á 18 skiltum undir yfirskriftinni „Reykjavík þá og nú„. Sýningin er á vegum Faxaflóahafna.

Reykjavík þá og nú

Reykjavík þá og nú; skilti.

„Á 19. öld var Reykjavík lítið þorp með lágreistum timburhúsum, sem með tímanum hafa vikið fyrir stærri og endingarbetri byggingum. Á þessari sýningu er fylgst með þessari þróun og sýnt hvernig nokkir valdir staðir í borginni hafa breyst í tímans rás. Farið er allt að 190 ár aftur í tímann og skoðað hvernig byggðin leit út áður fyrr og breytinguna sem hefur átt sér stað alveg til dagsins í dag.
Efri myndin er tekin úr Örfirisey um 1890, á myndinni sést mið- og austurhluti Reykjavíkur. Neðri myndin er tekin á sama stað 135 árum síðar.“

Hér má sjá önnur skilti á sýningunni:

Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning

Fjörukot

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Lukkugefinn„; tveggja manna fari á Suðurnesjum:

Lukkugefinn

Lukkugefinn; skilti.

„Lukkugefinn er talinn hafa verið smíðaður 1880-1890. Lengd, breidd og dýpt bátsins er 6.7 x 1.45 x 0.58 m. Hann er úr ljósum við, súðbyrtur. Hann er með mastur og var róið og siglt til 1954 en þá sett í hann vél. Báturinn er mjór og grunnskreiður og hefur því verið léttur undir árum. Breidd hans bendir til að hann sé tveggja mann far en lengdin er hins vegar svipuð feræringum.
Heimildir greina ekki frá notkun bátsins fyrstu áratugina en vafalaust hefur honum verið róið til fiskjar enda góð fiskimið skammt undan landi.

Fjörukot

Fjörukot – Lukkugefinn.

Fyrsti nafngreindi eigandinn er Einar frá Þingholti í Gerðahreppi, nú Suðurnesjabæ. 1918 keypti Jón Jónsson síðan bátinn. Hann var frá Bárugerði, sem var ein af hjáleigu Bæjarskers í nágrenni Sandgerðis. Það ár fékk báturinn núverandi nafn. Þriðju nafngreidi eigandinn, Gunnar Jónsson, Reynistað í Sandgerði, var sonur Jóns Jónssonar. Þeir feðgar fóru í róðra á bátnum frá Bæjarskersvör.
Lukkugefinn er með elstu Suðurnesjabátum sem varðvesit hafa.“

Lukkugefinn er nú við Fjörukot vestan Sandgerðis þar sem hjónin Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson ráða ríkjum.
Fjörukot

Kálfatjörn

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Kálfatjarnarbátnum„; grásleppubát á Vatnsleysuströnd:

Kálfatjarnarbáturinn

Kálfatjarnarbáturinn – skilti.

„Báturinn er opinn vélbátur, smíðaður 1942. Smiður var Ingimundur Guðmundsson í Litlabæ, Vatnsleysuströnd, þ.e. nágranni Kálfatjarnarfólksins: Hann smíðaði marga báta bæði með og án vélar. Stærð: 1.5 tonn. Lengd, breidd og dýpt í m: 6.9 x 1.86 x 0.57.
Báturinn er úr eik og furu, súðbyrtur, með Engeyjarlagi. Vélin frá sex hestafla bensínvél af Göta-gerð. Hún hefur verið í bátnum frá upphafi. Stýri vantar, sennilega týnt.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – upplýsingaskilti ofan Kálfatjarnarvarar.

Víða í landi Kálfatjarnar eru garðar, vörður, sjóbúðir og aðrar minjar um sjávarútveg á árabátatímanum. Kálfatjarnarvör er í fjörunni vestan til á jörðinni. Út af vörinni er Lónið innan stærsta skersins, Markakletts. Báturinn var líklega smíðaður fyrir bóndann á Kálfatjörn, Erlend Magnússon (1892-1975). Árið 1920 flutti hann að Kálfatjörn ásamt fjölskyldu sinni. hann rak eigin útgerð um tíma en aflagði jana um 1946.
Kálfatjarnarbáturinn var notaður til grásleppuveiða. Hann var síðasti báturinn sem tekinn var upp í vörina á Kálfatjörn, 7. ágúst 1974. Eftir það var hann notaður á Þingvallavatni.“

Báturinn er nú geymdur í skemmu við Halakot á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjarnarbátur

Kálfatjarnarbáturinn t.v. og Halakotsbáturinn t.h. í sjóhúsinu ofan Halakotsvarar.

Reykjanesbær

Við norðanverða Ægisgötu í Reykjanesbæ, neðan Hafnargötu 2, er skilti með yfirskriftinni „Hús Duus kaupmanns“. Á skiltinu má sjá eftirfarandi fróðleik:

Reykjanesbær

Duus-hús; skilti.

„Við Keflavíkurtúnið standa tvö hús sem Hans Pétur Duus lét reisa fyrir verslun sína. Verslunin var rekin í Gömlubúð sem reist var árið 1870. Til móts við það stendur Bryggjuhúsið sem var gríðarstórt og mikið pakkhús, byggt árið 1879. Þessi tvo hús standa enn. Á myndinni sést einnig eldra verslunarhúsið sem nú er horfið.
Kaupmaðurinn lagði áherslu á gott viðhald húsanna. Hann lét á hverju ári bera blöndu af tjöru og lýsi á húsin enda er viðurinn í húsunum enn í góðu ástandi.“
Duus-hús

Stekkjarkot

Við tilgátusmábýlið Stekkjarkot í Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ) er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

„Á 19. öld risu fjölmörg kot við sjóinn og voru þau fyrsti vísirunn að þéttbýliskjörnum. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855-1857 og var þurrabúð. Þurrabúðir stóðu á leigulandi og þurftu ábúendur að reiða sig á sjósókn til að draga fram lífið því ekki máttu þeir halda þar búfénað.
Búseta var stopul í Stekkjarkoti. Árið 1877 lagðist það í eyði en var aftur byggt upp árið 1917. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúm rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Húsið sem nú stendur hér var reist í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar og opnað almenningi árið 1933. Við byggingu hússins var stuðst við endurminningar eins af síðustu íbúum hússins.
Húsið er byggt úr torfi og grjóti og er tvískipt. Eldri hlutinn á rætur að rekja til 19. aldar. Þar er hlóðaeldur og moldargólf. Yngra húsið er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð og kolaeldavél komin í húsið svo ekki virðist hafa farið illa um heimilisfólk.

Stekkjarkot er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef safnsins.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Kaldársel

Í skrautgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði eru sex aðskilin skilti með yfirskriftinni „Kaldársel í 100 ár„.

Fyrsta skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1925-1945:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í Kaldárseli reis fyrsti sumarbúðakálinn sem KFUMfélögin hér á landi eignuðust. Félögin byggðu húsið árið 1925 til sumardvalar fyrir börn og var það vígt 25. júní sama ár.
Jólel Friðrik Ingvarsson var mikill frumkvöðull í KFUK í Hafnarfirði og gegndi lykilhlutverki við stofnun sumarbúðanna í Kaldárseli. Hann fór með sér Friðriki Friðrikssyni, stofnanda KFUM og KFUK í Reykjavík, í Kaldársel og í þeirri ferð fæddist sú hugmynd að þar væri gott fyrir KFUM að eiga bústað.

Kaldársel

Kaldársel 1926.

Náttúrfegurðin í Kaldárseli heillaði alla sem þangað komu. Nokkurra ára aðdragandi var að stofnun sumarbúðanna, þar sem félagar í KFUM báðu fyrir hugmyndinni og söfnuðu í skálasjóð.
Í Vísi árið 1929 lýsti Sigurbjörn Á Gíslason dagsferð í Kaldársel, meðal anars húsakynnum KFUM: „Í skálanum eru 2 smáherbergi, eldhús og svefnstofa, og eitt stórt [herbergi], þar eru 24 rúm. þrísett upp á við og 2 langborð í miðju, til að matast við. Félögin nota skálann sumpart handa sjálfum sér að sumarbústað og sumpart þó eða einkanlega nú sem drengjabústað. Drengirnir voru í þetta sinn flestir 8 til 10 ára gamlir, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði“.

Annað skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1946-1965:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Börnin sem dvalið hafa í Kaldárseli í gegnum tíðina eiga þaðan fallegar minningar um fjölbreytt starf og skemmtilegan leik.
Gyða Gunnarsdóttir skrifaði eftirfarandi orð um sína fyrstu sumarbúðaferð í Kaldársel árið 1958 sem hófst á ferðalaginu þangað; „Það kom rúta á Hverfisgötuna í Hafnarfirði og stoppaði fyrir framan KFUM og K húsið. Við stelpurnar vorum að fara í Kaldársel, ég í fyrsta sinn í fjórar vikur og var aðeins sex ára. Árið 1958. Ég var spennt. Jafngaman að fara í rútu og það var að fara í strætó en núna var að hefjast ævintýri.

Kaldársel

Kaldársel – buslað í Kaldá.

Leiðin lá út Hverfisgötuna og upp Öldugötuna og upp fyrir bæinn. Þegar rútan lagði af stað vinkaði mamma, ég vinkaði á móti og fann strax fryir heimþrá sem svo gleymdist fljótt vegna alls þess sem beið mín og gerðist. Leiðin lá um hraunið fyrir ofan bæinn, framhjá Sléttuhlíð og svo niður brekkuna með klettum á báðar hliðar næstum eins og Alammangjá á Þingvöllum. Svo blasti litla hvíta húsið við, húsið við Kaldána við Kaldársel, þar sem við allar í rútunni ætluðum að dvelja næstu fjórar vikurnar….“

Þriðja skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1966-1985:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í viðtali við Sigrúnu Sumarrós Jónsdóttur matráðskonu í Kaldárseli við tímaritið Bjarma árið 1985 rifjaði hún upp gamla tíma í Selinu eins og flestir kölluðu Kaldársel í daglegu tali: „Eldað var á kolavél sem var um leið eina upphitunin í skálanum. […] Í þá daga voru börnin heilan mánuð í einu í Selinu og þegar þau áttu að fara í bað, eins og nauðsynlegt var, þurfti að hita allt vatn á kolavélinni. Oft bogaði af manni sveitinn við það starfs og eitt sinn var mér orðið svo heitt að ég skutlaði mér út í Kaldá á eftir.

Kaldársel

Kaldársel endurbætt.

Það gefur einnig hugmynd um starfið þá, að eitt af kvöldverkum ráðskonunnar var að hreinsa útikamrana og grafa í jörð það sem í föturnar hafði safnast um daginn. Nú eru aðstæður allar aðrar og munar þar kannski mest um breytinguna sem varð þegar byggt var við skálann og hann endurbættur [árið] 1967. Nú höfum við heitt vatn frá olíuhitun og gasvél er tekinvið af gömlu kolavélinni. Enn höfum við þó ekki fengið rafmagn“.

Fjórða skiltið fjallar um KFUM og KFUK 1986-2005:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í Kaldárseli fá börnin að heyra um Jesú og ýmsar sögur úr Biblíunni. Auk þess læra þau mörg vers og kristilega söngva. Þeir Guðmundur Vignir og Friðfinnur Freyr höfðu þetta að segja í Barnablaðinu árið 1989 þegar þeir voru spurðir að því hvað þeir höfðu helst lært af verunni í Kaldárseli: „Fyrst og fremst höfum við lært um Guð. Það er allatf verið að tala um Guð hérna. Okkur eru sagðar kristilegar sögur og venjulegar sögur sem við eigum að læra eitthvað af. T.d. höfum við lært að fyrirgefa og hvað það er nauðsynlegt að vera vinir, sagði Guðmundur.

Kaldársel

Drengir í Kaldárseli.

Það slettist þó stundum upp á vinskapinn, sagði Friðfinnur, en við leysum alltaf úr öllum hlutum og allir verða vinir aftur.“
Þrisvar sinnum var farið í stækkun á Kaldárseli og aðbúnaðurinn bættur í takt við auknar kröfur samtímans. Ný stór viðbygging var vígð sunnudaginn 24. júní 1990. Sama ár var fengin díselvél sem sá skálanum fyrir rafmagni og hita en fyrir það hafði ekki verið rafmagn í Kaldárseli. Um 250 börn dvöldust í sumarbúðunum það árið og voru þau 38 í einu þegar flokkurinn var fullskipaður“.

Fimmta skiltið fjallar um KFUM og KFUK 2006-2025:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Í 100 ára hafa börn komið í Kaldársel, þar hafa þau fengið dýrmæt tækifæri til að rækta líkama, sál og anda. Umhverfi Kaldársels spilar stórt hlutverk í dagskrá sumarbúðanna og leikjanámskeiðanna. Þar er fjöldi hella og ævintýralegra staða sem gaman er að skoða. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börnin allan daginn. Útileikir, sullað í ánni, búleikir og virki í hrauninu, hellaferðir, fjallganga, samverustundir, fræðsla, föndur, söngur og bænir svo eitthvað sé nefnt. Í Kaldárseli er leitast við að efla og styðja góð samskipti með uppbyggilegri leiðsögn og kristnifræðslu.

Kaldársel

Stúlkur í Kaldárseli.

Ásamt sumarbúðunum hefur Vinasetrið bæst við í starfsemi Kaldársels og er það starfrækt um helgar allan ársins hring. Tilgangur og markmið Vinasetursins er að veita börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á þéttu stuðningsneti frá fagfólki að halda athvarf og stuðning. Unnið er af heilhug eftir þeirri hugsjón að hvert barn er einstakt og á skilið það allra besta.
Kaldársel hefur verið til staðar fyrir börnin okkar í 100 ár“.

Sjötta skiltið fjallar um Benedikt Arnkelsson og Sigrúnu Sumarrós Jónsdóttur:

Kaldársel

Kaldársel 100 ára; skilti.

„Benedkit forstöðumaður, alltaf kallaður Benni, starfaði í Kaldárseli í rúmlega 45 sumur og lengur ef talin eru sumur þar sem hann kom til aðstoðar í tyttri tíma. Hann var trúr sinni köllun af vera innanlandskristniboði. Hann hafði fastar skorður á hlutunum og náði vel til barnanna.
Sigrún Sumarrós, alltaf kölluð Rúna, var matráðskoma í Kaldárseli í um það bil 50 sumur. Eldhúsið var hjarta Kaldársels og Rúna sá til þess að hjartað sló traustum takti. Rúnu féll aldrei verk úr hendi og naut hún sín hvergi betur en í skarkala og hlátrasköllum barnanna.
Í sameiningu stýrðu Benni og Rúna sumarbúðunum í Kaldárseli með styrkri hendi og hlýju. Vitnisburðir óteljandi barna, sem nú eru löngu orðin fullorðin, segja að þau hafi gengið þeim í föður- og móðurstað meðan á dvöl þeirra stóð í Selinu góða“.

Heimild:
-Skilti í Hellisgerði í Hafnarfirði árið 2025.

Hellisgerði

Hellisgerði 2025.