Færslur

Kjós

Tvö skilti eru við þjóðveginn ofan Hvítaness í Hvalfirði. Annað er um “Hernaðarumsvif í Hvalfirði í síðari heimsstyrjöldinni” og hitt “Útsýni frá Hvítanesi“.

Kjós

Hvítanes – skilti.

Á skiltinu um “Hernaðarumsvif í Hvalfirði í síðari heimsstyrjöldinni” má lesa eftirfarandi texta: “Hvammsvík var miðstöð Bandaríkjaflota með skotfærageymslur herskipa og tómstundaheimili sjóliða. Í Hvammsey var tómstundaheimili fyrir sjómenn á kaupskipum. Þeir fengu ekki annað landgönguleyfi enda Hvalfjörður skipalægi en ekki viðkomuhöfn. Stjórnstöð á Hvammshöfða stýrði umferð skipa og úthlutaði legustöðum í firðinum. Skipalægi kaupskipa var utan við Hvammsvík.

Kjós

Hvammsvík á stríðsárunum.

Bækistöð Bandaríkjaflota, Falcon Camp, var í Hvammsvík (Falcon Landing). Bretar settu upp loftvarnabyssur og reistu skálahverfi í Hvammshólum sem Bandaríkjaher tók síðan við. Lengst til vinstri eru byssustæðin, þá íbúðarskálar og tómstundaheimili sjóliða, vöruskemmur og tómstundaheimili liðsforingja austast. Sunnan vegar stendur stjórnstöð skipalægisins á Hvammshól og skotfærageymslur flotans til hægri. Á Miðsandi og Litlasandi handan fjarðarins stóð stór eldsneytisbirgðastöð sem þjónaði skipum bandamanna og herliðinu á Íslandi.

Kjós

Hvítanes á stríðsárunum.

Hvítanes var bækistöð breska flotans. Á nesinu voru 250 byggingar; birgðageymslur, verkstæði, íbúðarskálar, spítali og annað til þjónustu við herskipaflotann, ásamt kvikmyndahúsi, verslun, veitingastofu og tómstundaheimili fyrir sjóliðana. Einnig verkstæði til viðhalds kafbátagirðingar og tundurduflalagnar sem vernduðu skipalægið. Viðgerðar- og birgðaskip lágu innan við Hvítanes og önnuðust viðhald herskipa ásmat öflugri flotkví. Gat þar oft að líta stærstu bryndreka veraldar sem vernduðu skipalestir fyrir orrustuskipum þýska flotans í Noregi.

Kjós

Vagn frá Hvítanesi.

Akvegir og lítil járnbraut með flutningavögnum lágu um nesið og þar var rafstöð og götulýsing, vatnsveita, fjarvarmaveita og fráveitulögn. Stálbryggja var gerð til að landa netum og búnaði kafbátagirðingarinnar við Hvalfjarðareyri sem þarfnaðist stöðugs viðhalds. Skip voru einnig afgreidd við bryggjuna en flutningabátar notuðu steinbryggju á vestanverðu nesinu.

Kjós

Hvítanes – skilti.

Hvalfjörður var mikilvæg flotabækistöð í síðari heimsstyrjöld. Kaupskip frá Bretlandi og Bandaríkjunum söfnuðust saman í Hvalfirði til siglingar í skipalestum um afar hættulega leið til rússneskra hafna. Þýskar könnunarflugvélar lögðu stöðugt leið sína með ströndum landsins en bandarískar orrustuflugvélar grönduðu fjórum þeirra í grennd við Hvalfjörð. Bandaenn náðu yfirhöndinni í baráttu við þýska kafbátaflotann á Atlantshafi 1943. Síðasta herliðið yfirgaf bækistöðvar sínar í stríðslok og var tundurduflagirðingu við Hálsnes eytt með sprengingu en kafbátagirðingu við Hvalfjarðareyri sökkt í fjörðinn.”

Á skiltinu “Útsýni frá Hvítanesi” er eftirfarandi texti: “

1. Hvammsvík

Kjós

Hvammsvík – skipalægi.

Í Hvammsvík fæddist Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari. Hann gerði fyrstu íslensku talmyndina, Milli fjalls og fjöru, sem var m.a. tekin upp í Kjós á 5. áratug 20. aldar. Myndin var frumsýnd árið 1949.

2. Saurbær

Kirkjustaður og prestsetur, kunnast af dvöl sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar (1614-1674), en hann var prestur og orti Passíusálmana. Hallgrímskirkja í Saurbæ er helguð minningu séra Hallgríms.

3. Ferstikla

Kjós

Útsýni yfir Hvalfjörð frá Hvítanesi.

Landnámsjörð. Fjórir af fimm tindum Botnssúla sjást þaðan og er talið að nafnið sé dregið af því. Þar dvaldi séra Hallgrímur Pétursson síðustu æviárin og andaðist þar.

4. Miðsandur

Hvalfjörður

Hvalfjörður – herstöðin á Miðsandi.

Bandaríkjamenn reistu olíubirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands í síðari heimsstyrjöld. Á Miðsandi var jafnframt birgðastöð vegna skipaviðgerða. Stöðin var starfrækt áratugum saman í þágu varnarliðsins ásamt hvalstöð sem hóf rekstur árið 1948 og var árið 2009 aftur í rekstri eftir 20 ára hlé. Þarna er enn braggahverfi frá því í heimsstyrjöldinni síðari.

5. Geirshólmi

Kjós

Geirshólmi í Hvalfirði.

Kletthólmi sem segir í harðar sögu Grímkelssonar að ránsmannahópur undir forystu Harðar Grímkelssonar hafi dvalist um skeið. Byggðamenn hafi síðan ginnt Hólmverja í land með loforðum um sættir en svikið þá og fellt þá alla.
[Allir, sem í land komu að ráðum byggðamanna, voru felldir. En það voru allir er trúðu loforðum þeirra.]

6. Þyrill

Þyrill

Þyrill í Hvalfirði.

Sérkennilegt hömrum girt basaltfjall, 399 m. Þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina. Í fjallið er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að helga Jarlsdóttir hafi klifið upp með syni sína á flóttanum eftir víg Hólmverja þegar hún hafi synt með þá til lands úr Geirshólma. Undir fjallinu er samnefndur bær er kemur við harðar sögu. Í Þyrilsklifi er unnið líparít til sementsgerðar.

7. Botnsá

Botnsá

Botnsá.

Í Botnsá er fossinn Glymur, um 200 m, hæsti foss landsins. Þar eru vinsælar gönguleiðir. Við Botnsá eru sýslumörk Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu.

Á Hvítanesi má enn sjá mannvirki breska flotans frá umsvifum hans í Hvalfirðinum í seinni heimsstyrjöldinni. Umsvif hersins voru mikil í Hvalfirði og höfðu í för með sér mikla röskun á lífi fólks í nágrenninu. Sumir fengu vinnu hjá hernum. Innan við Hvítanes eru leifar af tröppum sem gerðar voru þegar Winston Churchill kom til landsins árið 1941. Mannvirki hersins voru rifin að loknu hernámi.”

Hvítanes

Hvítanes – leifar hernaðarmannvirkjanna.

Reyndar voru ekki öll mannvirki hersins rifin, þau voru flest fjarlægð til þjóðþrifa og notuð til útihúsa, fjósa, geymsla, verkstæða og jafnvel mannabústaða víðs vegar um land. Eftir stóðu hlaðin hús, sem síðan hafa ýmist verið rifin með stórvirkum vinnuvélum eða verið látin drabbast niður þar sem tímans tönn hefur náð að jafna þau við jörðu.

Kjós

Hvítanes – skilti.

Hveragerði

Við Varmahlíð í Hveragerði er upplýsingaskilti. Á því er eftirfarandi texti:

“Íbúðarhúsið Varmahlíð er elsta hús Hveragerðis, reist árið 1929, og markar það, ásamt garðyrkjustöðinni Fagrahvammi sem hóf starfsemi sama ár, upphaf byggðar í Hveragerði.

HveragerðiVarmahlíð var byggð á lóð Mjólkurbús Ölfusinga sem hafði keypt stórt land undir starfsemi sína árið áður. Húsið var upphaflega bárujárnsklætt timburhús, en var síðar múrhúðað að utan. Við byggingu var það rúmir 30 fermetrar að stærð, með forstofu, dagstofu, svefnherbergi og eldhúsi, auk geymslu við norðurgafl.

Varmahlíð var byggð fyrir Guðmund Gottskálksson og fjölskyldu frá Hvoli í Ölfusi sem bjuggu um 30 á í húsinu. Hveragerðishreppur keypti Varmahlíð árið 1961 og hefur sveitarfélagið átt það síðan. Húsið var engst af í útleigu en á árunum 1992-1995 var ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsinu og það fært til upprunalegs horfs, að viðbættu fordyri, og telst í það tæpri 50 fermetrar að stærð. Húsið var jafnframt fært inna á lóðina, en upprunalega stóð það neðar götunni. Frá árinu 1995 hefur Hveragerðisbær boðið erlendum sem innlendum listamönnum að dvelja í húsinu.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Garðahlynur austan Varmahlíðar. Undir hlynum er bekkur til minningar um Margréti Sverrisdóttur er síðust bjó  í Varmahlíð.

Strandarkirkja

Skilti er framan við Strandarkirkju, innan girðingar. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Strandarkirkja

StrandarkirkjaStrönd í Selvogi var stórbýli og höfðingjasetur lengi framan af öldum.

Elsta skjalfesta heimild um kirkju á Strönd er frá því um 1200, en öruggt má samt telja að kirkja hafi risið þar skömmu eftir kristnitöku.

Kirkjan á Strönd var í kaþólskum sið helguð Maríu guðsmóður og blessuðum Tómasi Becket erkibiskupi af Kantaraborg.

Kirkja var einnig á höfuðbólinu í Nesi fram til 1706 og kirkjunnar því tvær í Selvogi.

StrandarkirkjaUppblástur og sjávarágangur eyddu landkostum í Selvogi og stórbýlið Strönd var komið í eyði um 1700.

Kirkjan stóð ein eftir á svörtum sandi við opið haf, óvarin fyrir veðrum og vindi, eins og það virki, sem ekki verður gefið upp, það vígi, sem ekki verður unnið né brotið niður. Hún hefur verið endurbyggð nokkrum sinnum á sama grunni.

Sóknarbörnin hafa ætíð látið sér annt um kirkju sína og staðið einbeitt gegn hugmyndum fyrri tíma um að flytja hana á hagkvæmari stað.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Núverandi kirkja var upphaflega reist af nýjum viðum árið 1888. Miklar endurbætur voru gerðar á henni og hún endurvígð 1968 og 1996.

Það hefur verið trú manna að Strandarkirkja verði vel við áheitum og sjái alltaf fyrir sér og viðhaldi sínu.

Engilsvík – Helgisögn varðveitt í Selvogi

Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar.

Segir ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi í hafi úti á leið sinni til Íslands. lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að heiti þessu unnu birtist honum sýn í líki ljósengils fram undan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið, er hann stýrir eftir. Segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn, að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan malarkamb var hin fyrsta Strandarkirkja reist af fórnarviðnum.
Heitir þar síðan Engilsvík, sem skipið bar að landi.

Áheitin

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Trúin á Strandarkirkju birtir vissuna um, að til sé hulinn verndarkraftur.

Áheit á kirkjur, helga menn og helga dóma voru mjög algeng í kaþólskum sið. Áheit á Strandarkirkju munu löngum ekki hafa verið meira en almennt gerðist. Þorláksskrín í Skálholti og Krossinn helgi í Kaldaðarnesi nuti mikillar áheitahelgi umfram aðra helgidóma á Suðurlandi. Eftir siðaskiptin á sextándu öld má segja að áheitatrúna hafi vantað athvarf, en fundið séð það í Strandarkirkju.

Það eru trúin og bænirnar, sem helga staðinn og guðshúsið. Hvert áheit felur í sér vonarákall, borið fram í trausti til Guðs, sem veit, skilur og bænheyrir.”

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Mosfellsbær

Við Mosfellskirkju eru tvö skilti. Á því fyrra má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Að Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld og löngum var hér kirkja og prestssetur í aldanna rás. Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og ný kirkja byggð að Lágafelli eftir miklar deilur eins og sagt er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór laxness.

Mosfellskirkja hin nýja er teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt og reist fyrir gjafafé Stefáns Þorlákssonar (1895-1959 hreppstjóra í Reykjadal. Merkustu gripir krikjunnar eru gamall kaleikur og forn kirkjuklukka sem geymd var á Hrísbrú á meðan kirkjulaust var í Mosfellsdal. Mosfellskirkja var vígð 4. apríl 1965t.

Messan á Mosfelli
Eitt þekktasta kvæði Einars Benediktssonar (1864-1940) heitir Messan á Mosfelli og greinir frá breyskum presti sem hér bjó. Yfirvöld komu ríðandi úr Reykjavík til að setja prestinn af en hann tók þá menn til bæna í Mosfellskirkju í orðsins fyllstu merkingu.
MosfellsbærEinar sagði sjálfur að kvæðið byggði á þjóðsögu og fyrirmynd skáldsins að prestinum hefur ekki fundist svo óyggjandi sé. Fyrsta og síðasta erindi þessa magnaða kvæðis eru þannig:

Ein sga er geymd og er minningarmerk

um messu hjá gömlum sveitaklerk.

Hann sat á Mosfelli syðra.

Hann saup; en hann smaug um Satans garn.

Í sál bar hann trú, en dró kjólinn í skarn,

-einn herrans þjónn og eitt heimsins barn, með hjarta, sem kunni að iðra.

MosfellsbærÞar heyrðu þeir prest – við eitt bláfátækt brauð,

og brjóst þeirra eigin fundust svo snauð,

em bróðirinn brotlegi ríkur. –

Í minnum er höfðingja heimreiðin enn.

Þeir hurfu í messulok allir senn.

Og voru hljóðir, hógværir menn,

sem héldu til Reykjavíkur.

Egils saga greinir frá því þegar Egill Skallagrímsson dvaldi hér á Mosfelli á efri árum hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni. Samkvæmt sögunni á hann að hafa falið silfursjóð sinn hér í nágrenninu. Frá þessu er sagt í 88. kafla sögunnar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Það var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna að Mosfelli, að Egill kallaði til sín þræla tvo er Grímur átti. Hann bað þá taka sér hest “vil eg fara til laugar”. Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór ofan eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu síðast.

En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.

En hvorki komu aftur síðan þrælarnir né kisturnar og voru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt.”

Á hinu skiltinu má lesa eftirfarandi:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

“Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár; Leirvogsá, kaldakvísl og Varmá. Leiruvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingvalla og annarra landshluta.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímansfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, grettistak á Þverfelli og Seljadal. fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulega minjar eru einnig víða við gönguleiðirnar.

Jarðfræði

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.

Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal er þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður
Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. Gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, upp dalina og fellin. Ofan til eru felli gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunna undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

Mosfellsbær

Í Álafosskvos í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti í Álafosskvos.

“Árið 1896 hófst ullarævintýrið á Álafossi en þá lét Björn Þorláksson (1854-1904) bóndi og hreppstjóri á Varmá reisa ullarvinnsluhús hér á árbakkanum og nýtti vatnsaflið til að knýja tóvinnuvélarnar. Fyrsta húsið sem reist var á staðnum stendur enn en hverfur inn í húsaþyrpinguna í brekkunni hér fyrir handan.

Smám saman myndaðist húsahverfi í kringum verksmiðjureksturinn sem efldist jafnt og þétt, ekki síst í tíð Sigurjóns Péturssonar (1888-1955) en hann rak Álafossverksmiðjuna frá 1919 til dauðadags. Hér ofar í brekkunni getur að líta brjóstmynd af Sigurjóni.

Húsin í Álafosskvos eru frá ýmsum tímaskeiðum. Á árbakkanum stendur gamla sundlaugarbyggingin, ein sú elsta á landinu, vígð árið 1933 og eina sundlaugin í Mosfellssveit um áratugaskeið. Sundlaugarhúsið hefur fengið nýtt hlutverk eins og önnur hús hér í kvosinni. Enginn ullariðnaður er stundaður lengur í Álafosskvos en hér er þó ullarafurðasala þannig að gamli ullarandinn svífur enn yfir vötnunum.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti í Álafosskvos. “Í tíð Sigurjóns Péturssonar var öflugt félags- og íþróttalíf hér á Álafossi. Hann gekkst m.a. fyrir svoköllum Fánadögum á 3. og 4. áratugnum í fjáröflunarskyni fyrir íþróttaskóla sem hann starfrækti á staðnum. Þá voru m.a. sýndir leikþættir, keppt í íþróttum og margt fleira sér til gamans gert en til að njóta betur skemmtiatriða á Fánadögum og öðrum mannamótum að Álafoss voru mótuð sérstök sæti í brekkuna. Dansað var í stóru samkomutjaldi og selt inn, hálftíma í senn. Þegar draga tók úr aðsókninni á einum dansleiknum kallaði Sigurjón yfir svæðið: “Allir inn í tjald, næsti hálftími verður þrjú korter!”
Myndir hér að ofan er tekin á Fánadögum árið 1936. Húsið lengst til vinstri er leikhús. Hægt var að opna austurhlið hússins og blasti þá leiksviðið við áhorfendum sem sátu í brekkunni.”

Mosfellsbær - skilti við Reykjalund.

Við Reykjalund í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Reykjalund.

“Vinnuheimilið að Reykjalundi var vígt 1. febrúar 1945. Þá höfðu nokkur íbúðarhús fyrir vistmenn verið reist við svonefnda Efribraut og bröggum frá hernámsárununum var fundið nýtt hlutverk. Braggarnir voru notaðir sem vinnuskálar en að Reykjalundi var rekinn ýmis konar iðnaður frá fyrstu tíð, m.a. smíðuð leikföng í stórum stíl.

Ap Reykjalundi var háð um árabil ötul barátta gegn berklaveikinni sem var einn helsti vágestur íslensks samfélags á fyrri hluta 20. aldar. Eftir að það tókst að vinna bug á berklum hér á landi varð Reykjalundur alhliða endurhægingarstöð en einnig var rekinn hér umfangsmikil plastiðnaður.

Markmið Reykjalundar er að veita læknisfræðilega, atvinnulega og félagslega endurhæfingu. Reykjalundur er í eigu SÍBS, Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og starfrækir hér einnig vinnustofuna Múlalund.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Reykjalund.

Mosfellsbær

Við Lágafell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti.

“Að Lágafelli var bænahús á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti.

Lágafell er gömul bújörð pg prestar Mosfellinga sátu hér í kringum aldamótin 1900, Á þriðja áratug 20. aldar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) jörðina og bjó hér á efri árum sínum í íbúðarhúsi sem stendur enn. Á 5. áratugnum keypti Mosfellshreppur hluta af Lágafellslandi og var því skipt niður í nokkur nýbýli þar sem búskapur var um nokkurt skeið. Stór hluti þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar hefur risið í landi Lágafells.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti. Mynd: Þessi ljósmynd var tekin af Mosfellingum árið 1901 eftir messu að Lágafelli. Fyrir miðri mynd sitja Guðrún Þorláksdóttir og Sigurður Guðmundsson frá Korpúlfsstöðum sem héldu gullbrúðkaup sitt hátíðlegt þennan dag. Ljósm. Sigfús Eymundsson

Helgafell

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum:

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

“Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um í heimildum á 16. öld.

Mosfellsbær

Vatnsgeymar á Ásum.

Við erum stödd á svonefndum Ásum, hér reis mikil byggð á hernámsárunum, mest norðan við akveginn, m.a. geysistórt sjúkrahús. Flest mannvirkin eru horfin en þó má sjá hér á hæðinni tvo vatnsgeyma frá stríðsárunum sem miðluðu köldu vatni í bragga og önnur hús. Vatni var dælt úr Köldukvósl í geyminn, sem austar stendur, en í hinn var safnað vatni úr hlíðum Helgafells. Þriðji vatnsgeymirinn, nú hrofinn, var úr stáli og fyrir heitt vatn sem dælt var frá Reykjum og notað til upphitunar hér á Ásunum.

Helgafell

Helgafell – gönguleið.

Héðan liggur stikuð gönguleið upp á Helgafell framhjá leifum af námu þar sem leitað var að gulli snemma á 20. öld. Gönguleiðin liggur austur um fjallið og niður í Stekkjargil þar sem sjá má rústir af fjárstekk frá Helgafelli.

Þar getur göngufólk valið um tvær leiðir og gengið annaðhvort eftir stikaðri leið í áttina að Reykjalundi eða um Skammadal og Mosfellsdal aftur hingað að Ásum.

Mosfellsbær

Hermenn á ferð um vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar – Vegatálmar.

Lífseig er sagan um hjúkrunarkonu sem starfaði hér á Ásum á stríðsárunum en fórst með vofveiflegum hætti. Sumir telja að hún sé hér enn á kreiki, stöðvi bíla og dimmum kvöldum og biðji um far. Þegar ökumenn hyggjast spjalla við þennan kynlega farþega eða hleypa honum út er hann á bak og burt!

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Pétur B. Guðmundsson (1906-1978) bóndi á Laxnesi var einn þeirra sem lenti í slíkri lífsreynslu og ritað um hana í bók: “Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni.
Ég gerði mér ekki grein fyrir neinu, en rauk út úr bílnum, hljóp aftur fyrir hann, og þegar ég kom að hinni hurðinni þreif ég hana upp og rétti höndina inn í bílinn, því ég var ákveðinn í því, að farþeginn skyldi út hvað sem tautaði. En – hönd mín greip í tómt. Það var enginn í sætinu.”

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar

Reykir

Mosfellsbær – herseta ofan Reykja.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúrleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Helgufoss

Helgufoss.

Leirvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leirvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingavalla og annarra landshluta.
Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirinar.”

Á hinu skiltinu má lesa um jarðfræði og gróður:

Jarðfræði

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

“Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.
Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, ipp dalina og fellin. Ofan tileru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.”

Auk framangreinds texta má hér sjá stutta lýsingu á gönguleiðini frá Ásum á Helgafell:

“Stutt gönguleið sem opnar göngumönnum gott útsýni yfir nyrðri hluta höfuðborgarsvæðisins. Upphaf gönguleiðarinnar er við skilti á Ásum. Skammt ofar má sjá gönguslóðann á ská upp fellið. Honum er fylgt á toppinn og svo sömu leið til baka.

Helgafell

Helgafell – leifar vatnstanka.

Á Ásum má sjá leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Mosfellsbær

Herminjar norðan Helgafells, á Ásum.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og er hann merktur með appelsínugulum stikum. Fara þarf varlega á leiðinni upp og niður.

Rétt áður en lagt er á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Helgafell

Helgafell – vatnstakar/loftmynd.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má Stekkjartjörn og niður eftir Stekkjargili þar sem gamlan stekk frá Helgafelli er að finna.

Efst má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. “

Helgafell

Helgafell – skilti.

Camp Hopkins

Skammt norðan Nesvegar millum Reykjaness og Reykjanesbæjar hefur tveimur tilbúnum vörðum fyrir komið; nokkurs konar minnismerkjum.  Á sitthvorri vörðunni er skilti þar sem á má lesa eftirfarandi texta:

Varða við Nesveg

Vestari varðan, minnismerki um Camp Hopkins.

Á þeirri vestari; “Bandaríski herinn á Íslandi

Vorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn

Camp Hopkins

Ljósmynd á vestari vörðunni.

Fyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.

Camp Hopskins

Ljósmynd á vestari vörðunni.

Sjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.”

Á þeirri austari; “Bandaríkjaher tekur við stjórninni

Varða norðan Nesvegar

Austari minnisvarðinn um Camp Hopkins norðan Nesvegar…

Í apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf

Camp Norflok

Uppbygging braggabyrgðar

Liðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Camp hopkins

Camp Hopkins.

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.”

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.

Camp Hopkins

Camp Hopkins -uppdráttur.

Hafnaberg

Við bílastæði á Nesvegi ofan við Hafnaberg eru tvö skilti. Annað felur í sér upplýsingar um bjargið og íbúa þess og hitt eru nánari skil á hinum síðarnefndu. Reyndar er textinn orðinn allmáður, en með því að rýna í hann af gaumgæfni má lesa eftirfarandi á textaskiltinu:

Hafnaberg

Hafnaberg – skilti.

“Bjargið er myndað úr basalt hraunlögum sem mynda syllur. Sökum þess hve vogskorið það er býður það upp á gott aðgengi til fuglaskoðunar og í því má sjá flestar tegundir íslenskra bjargfugla.

Efst með brúnum verpa fýlar á breiðum hraunsyllum og í litlum skútum. Flestir taka þó eftir ritunni, bæði er mest af henni og að auki er hún hávær fugl. Bjargið ómar af hástemmdum klið frá ritum, blönduðum lágstemmdari röddum svartfuglanna. Rituhreiðrin eru dreifð um allt bjargið og á mjóum syllum byggir ritan upp hreiður úr sinu og gróðri, sem límd eru saman með driti. Langvían er næst ritunni að fjölda. Langvían er frekar hnappdreifð og býr í þéttu sambýli á tiltölulega breiðum syllum og skútum.

Hafnaberg

Hafnaberg – skilti.

Í bjarginu eru hellar með þéttri langvíubyggð. Stuttnefjan verpir á þrengri syllum en langvían og ekki í eins miklu þéttbýli. Stuttnefjum hefur fækkað mikið í Hafnabergi undanfarna áratugi. Eggjum langvíu og stuttnefju er verp beint á grjótsylluna og skurn eggjanna er frekar þykk. Litamynstur þeirra er fjölbreytt og talið að foreldrarnir þekki egg sitt á því. Lögum eggjanna er þannig að þau velta ekki beint undan halla, heldur í hring.

Meðal annarra fugla sem verpa í bjarginu er álkan, en erfitt getur verið að koma auga á hreiður hennar þar sem það er oftast inni í urðum og skútum.

Hafnaberg

Hafnaberg – textinn.

Lundinn verpir einnig í bjarginu í sprungum og holum, en pörin eru nokkuð fá. Sama er að segja um teistur sem verpa í urðum neðst í bjarginu.

Varp hefst í bjarginu seinni hluta maí og liggja svartfuglar á eggjum í rúma 30 daga. Ungar svartfuglanna hoppa svo ófleygir úr bjarginu um 20 daga gamlir og halda með foreldrunum á haf út. þegar ungarnir hoppa heyrast mikil hljóð í foreldrunum þegar þau hvetja ungana til dáða og tíst í unganum á móti. Þetta gerist helst um lágnættið þegar farið er að skyggja svo skúmar og aðrir ræningjar komi síður auga á ungana þegar þeir taka fyrstu skrefin.”

Hafnaberg

Hafnaberg – hreiður.