Tag Archive for: skilti

Hengill

Í Hveradölum undir Hellisheiði er göngubrú um hluta hverasvæðisins. Við brúna eru sex upplýsingaskilti. Á þeim má lesa eftirfarandi fróðleik:

Háhitasvæðið í Hveradölum

Hveradalir

Sprungusveimar Reykjanesskagans.

Hveradalir eru grasigrónar hvilftir í suðvestanverðu Stóra-Reykjafelli, í sunnanverðum Henglinum. Stóra-Reykjafell er forn gígur sem myndaðist í gufusprengigosi á íslöld og eru hliðar hans myndaðar úr móbergstúffi. Miðja þess forna sprengigígs nefnist Stóridalur. Hverasvæðið í Hveradölum tilheyrir hverasvæðinu á Hellisheiði, sem er eitt af fjölmörgum háhitasvæðum Hengilssvæðisins.
Eldstöðvakerfi Hengilsins liggur austast í röð fimm eldstöðvakerfa Reykjanesskagans. Gosbeltin raða sér á skýrt afmarkaðar sprungureinar sem liggja skástígar eftir skagagnum endilöngum. Gosbelti Reykjanesskagans er eitt af virkustu eldvirknisvæðum landsins. Eldstöðvakerfi Hengilsins er nokkuð frábrugðið hinum kerfunum þar sem það er eina megineldstöðin á skaganum, með tilheyrandi kvikuhólfi og súrri gosvirkni.

Hengill

Hengill.

Hengillinn er virk megineldstöð og liggur sprungurein eldstöðvakerfisins frá Selvogi á Reykjanesi í suðvestri og um 50 til 60 km leið norðaustur fyrir Þingvallavatn. Eldstöðvarkerfið er um 5 til 10 km breitt. Breiðast er það um Þingvallavatn en mjókkar til suðvesturs.
Eldstöðvakerfið nær yfir um 100 km2 og er eitt af stærstu háhitasvæðum landsins að finna á svæðinu. Eldstöðvarkerfið samanstendur af þremur megineldstöðvum; Hveragerði – Grændalur sem er elsta kerfið (300.000-700.000 ára gamalt); Hrómundartindur (sem er yngri en 115.000 ára) og Hengillinn sem er enn virkur í dag.
Vitað er um þrjú eldgos á nútíma (síðastliðin 10.000 ár) sem tilheyra virkri eldstöð Hengilsins, en þar gaus síðast fyrir um 2000 árum.

Borholur

Hengill

Hengill – borhola.

Árið 1986 var boruð 50 m djúp hola við hliðina á Skíðaskálanum í Hveradölum. Tilgangur borunarinnar var að kanna hvirt nýta mætti jarðhita á svæðinu til upphitunar. Önnur 100 m djúp hola var síðan boruð árið 1993 og er það sú hola sem hér má sjá sunnan megin við stíginn. Í dag er heita vatnið nýtt til upphitunar á Skíðaskálanum.
Lónið sem göngustígurinn liggur yfir er mangert en þar safnast saman heitt vatn sem er afrennsli frá hverasvæðinu. Útfellingarnar sem sjást í vatninu myndast þegar uppleyst steinefni, einkum kísill, falla út þegar hveravatnið kemur upp á yfirborð jarðar og kólnar.

Hvað er háhitasvæði
Um 20 háhitasvæði er að finna á Íslandi og eru þau öll staðsett á og við virk gos- og rekbelti landsins.
HengillHáhitasvæði eru oft staðsett í miðju eldstöðvakerfa og eru skilgreind þar sem hiti jarðhitavökva er yfir 200°C á 1000 m dýpi. Til þess að jarðhitavökvinn nái þessu hitastigi þá þarf hitagjafa sem er annað hvort grunnstætt kvikuhólf eða kvikuinnskot þar sem hiti kvikunnar hetur verið allt að 1000-1200°C.
Við upphitun grunnvatnsins breytist eðlilþyngd þess. Gastegundir sem losna úr heitri kvikunni blandast við grunnvatnið og berast með því til yfirborðs sem eðlislétt súrt jarðhitavatn eða gufa. Dæmi um þessi gös eru brennisteinsvetni (H2S) sem veldur hverafýlu, brennisteinstvíoxið (SO2) og koltvísýringur (CO2),
HengillÁ leið sinni til yfirborðsins þá sýður þessi heiti og súri jarðhitavökvi jarðlögin sem hann fer í gegnum. Við það vera efnaskipti milli vatnsins og bergsins og steindir leysast upp. Í heitu jarðhitavatni er því mikið magn uppleystra efna, svo sem kísill, kalk, brennsiteinn og fleiri efni.
Á hverasvæðinu í Hveradölum koma bæði fryir gufuhverir og leirhverir. Um svæðið rennur lækur og er grunnvatnsborð háhitasvæðisins því nokkuð hátt, en þó breytilegt.
Hæð vatnsyfirborðs í lóninu sveiflast með grunnvatnsstöðu svæðisins. Stundum er hér lón og stundum er allt skrjáfaþurrt á öðrum dögum.
Grunnvatnsstaða jarðhitasvæðsins ræðst af úrkomu og leysingum en háhitavatnið sem kemur upp undir Hengli á uppruna sinn í Langjökli þaðan sem það rennur sem grunnvatn í Þingvallavatn og þaðan undir Hengilinn.

Garðyrkjubúið í Hveradölum

Hveradalir

Hveradalir – hús Höyers.

Undir fótum þínum stóð eitt sinn gróðurhús sem nýtti jarðvarma. Sú bygging var partur af garðyrkjubýli sem byrjað var að byggja hér í Hveradölum árið 1927 af hjónunum Anders C. Höyer frá Danmörku og Ericu Hartmann frá Lettlandi. Árinu eftir að Anders hjálpaði við byggingu fyrsta garðyrkjubýlisins á Íslandi þar sem treyst var á ylrækt, en það býli var Blómvangur í Mosfellsbæ.
Íslenskir bændur höfðu nýtt náttúrulega heitan jarðveg til að rækta kartöflur og annað grænmeti í langan tíma áður en garðyrkja í gróðurhúsum sem nýtti jarðvarma varð til á fyrri hluta 20. aldar, svo þetta var kærkomin nýjung sem auðveldaði ræktun til muna.

Hveradalir

Hveradalir – tóftir af húsi Höyers.

Anders sem var áhugasamur blaðamaður um garðyrkju var nýkominn til Íslands þegar hann fékk leyfi til að setjast að í Hveradölum ásamt konu sinni sem flutt hafði til íslands frá lettlandi um sumarið. Þau fluttu hingað upp á heiðina um haustið og bjuggu í tjaldi þar til þau höfðu byggt bæinn sinn sem upphitaður var með jarðvarma. Þau gifta sig svo á bænum í viðuvist sendiherra Dana, þann 27. október 1927. Lífið hefur ekki verið auðvelt, að minnsta ekki til að byrja með en hjonin eru fljót að koma sér upp húsaskjóli og geta í framhaldi af því þróað áfram uppbyggingu og tryggt þannig lífsviðurværi sitt.

Hveradalir

Hveradalir – tóftir Höyers.

Í gróðurhúsum ræktuðu þau fyrst um sinn begóníur en fara síðan að rækta rósir í blómapottum eftir að þau stækka gróðurhúsið árið 1929. Þau veiða líka rjúpur og brugga heimagert öl úr íslenskum jurtum sem þau selja vegfarendum ásamt því að bjóða upp á leirböð. Þau selja einnig vörur sínar á torgum í reykjavík.
Árið 1934 byggir Skíðafélag Reykjavíkur skála við hlið þeirra í Hveradölum og hefur þar greiðasölu. Nálægðin við skálann þrýstir á að þau flytja burt og koma sér upp heimili við Gunnuhver á Reykjanesi, þar sem þau reyna áfram að reka svipaða starfsemi og í Hveradölum, áður en þau flytja til Danmerkur 1937. Reynslan úr Hveradölum virðist hafa verið hjónum góð, því Erica á að hafa sagt þegar hún leit yfir líf sitt: „Bara að við hefðum aldrei farið úr Hveradölum“.
Húsin stóðu hér undir hlíðinni norðanmegin við stíginn þar sem enn sjást tóftir.

Tegundir hvera á háhitasvæðum

Hveradalir

Hveradalir – leirhver.

Helstu yfirborðeinkenni háhitasvæða eru margbreytilegir gufu- og leirhverir. Víða má sjá ummyndað berg á yfirborði þessara svæða og er liatdýrð oft mikil vegna hverasalta. Á einstaka háhitasvæðum þar sem grunnvatnsstaða er há, má sjá goshveri sem þeyta vatns- og gufustrókum upp úr jörðu með reglulegu millibili.
Stóri hverinn sem er hér norðan megin viðð göngustíginn er leirhver. leirhverir myndast þar sem bergið hefur brotnað niður vegna efnaveðrunar frá súrri jarðgufu. Til að slík fyrirbæri myndist þarf að vera hæfilega mikið yfirborðsvatn eða þéttivatn í gufunni. Leirinn samanstendur af vatni og soðnu umbreyttu bergi og ræðst þykkt hans af framboði yfirborðvatns.
Hér má sjá jarðhitagufu og

Hverasvæði

Hverasvæði.

gös streyma upp til yfirborðsins. grunnvatnið hitnar og súr vökvinn leyrir upp bergið sem umbreytist í leir. leirinn sýður og vellur, þeytist upp á brúnir hversins og myndar gráleita kápu. Grár litur leirsins stafar yfirleitt af örsmáum kristöllum brennisteinskíss (FeS).
Á svæðinu má jafnframt finna gufuhveri en þeir myndast þar sem grunnvatn jarðhitakerfis er það fdjúpt að einungis gufa eða gas nær upp til yfirborðs. Hiti í slíkum gufuhverum getur farið yfir 100°C við yfirborð. Vatnsgufan sem kemur upp á háhitasvæðum inniheldur líka kolsýru, vetni og brennisteinsvetni.
Vatnshverir og laugar eru algengari á háhitasvæðum, en það má finna þá hér þar sem gufan hefur blandast yfirborðsvatni.

Fyrsta hveragufubaðið
Vísir þann 27. október 1938:

Hveradalir

Hveradalir – skilti.

„Lækningakraftur hveragufunnar og hveraleirsins. Býr ísland yfir ónotuðum heilsubrunnum? – Gufuböðin við skíðaskálann í Hveradölum og dvöl manna í Hveragerði…“
„Þeir, sem hafa átt leið austur yfir Hellisheiði hafa efalaust veitt því eftirtekt, að rétt oafn við rústirnar af húsi Höyers í Hveradölum hefir risið upp lítill og snotur kofi. Yfir hann og alt um kring leggur eiminn frá brennisteinshvernum, en rör liggja úr hvernum sjálfum og inn í húsið og út um það að nýju, en þetta mun vera fyrsta baðhús á íslandi, þar sem eingöngu er notast við hveragufu til að orna mönnum og baða þá. Þetta er nýjung, sem verðskuldar full athygli, ekki síst fyrir Reykvíkinga, sem búa í nágrenninu og geta auðveldlega orðið baðanna aðnjótandi, og þá einkum skíðagarpar vorir, sem þarna iðka íþróttina mikinn hluta vetrar.“ (…)

Hveradalir

Hveradalir – tóftir baðhússins.

„Þegar inn í húsið kemur verður fyrst fyrir búningsherbergi, og er þar bekkjum fyrir komið, þannig að menn geta legið þar og fengið nudd sér til heilsubótar og hressingar, hvort sem um íþróttamenn eða sjúklinga er að ræða,…“ (…)
„Innar af baðherberginu er gangur, sem liggur inn í baðklefann og er þar komið fyrir köldu steypibaði, en það er annar þáttur gufubaðsins og engu ónauðsynlegri til þess að baðsins verði notið til fulls, Innst í húsinu er svo baðklefinn sjálfur. Hann er ekki stór, en nógu til þess að nokkrir menn geta tekið bað í einu.

Hveradalir

Hveradalir – hverinn fyrir hús Höyers og baðhúsið.

Liggja rörin frá hvernum í gegnum hann og á þeim er handfang, þannig að hægt er með einu handtaki að hleypa frá gufunni eða loka fyrir hana að fullu eða tempra hana eftir vild. Sveinn Steindórsson frá Ásum í Hveragerði hefir reist baðskála þennan og gengið haganlega frá öllum útbúnaði hans eins og að framan greinir.“ (…)
„Ef það sýnir sig að dvöl við jarðhitasvæðin er jafn heilnæm, og talið er af ýmsum, fást með reynslunni öll önnur skilyrði til frekari athafna, og mætti þá vel svo fara að Ísland yrði hressingarstaður erlendra manna, sem færði þeim flesta meina bót, og væri þá auðveldara um öll vik eftir en áður.“

Uppleyst efni í jarðhitavökva

Hveradalir

Hveradalir – hver.

Við hringrás vatns í jarðhitakerfum vera efnaskipti milli bergs og vatns þegar heitur jarðhitavökvinn leikur um bergið. Þetta ferli leiðir til þess að mikið magn uppleystra efna berst til yfirborðs með heitum vökvanum. Þegar vatnið kemur upp til yfirborðs þá kólnar það og þrýstingur lækkar. Við það mettast vatnið af efnum sem þá falla út úr vatninu.
Við uppstreymi jarðhitavökvans og gufunnar verður ummyndun á yfirborði, fyrst og fremst við suðu bergsins í brennisteinssúru umhverfi. Við þessa ummyndun leysast sumar frumeindir og gler úr berginu upp.

Hveradalir

Hveradalir – skilti.

Aðrar steintegundir endurkristallast og mynda svokallaðar ummyndunarsteindir, sem eru í jafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð. þannig myndast nýjar steindir við yfirborð háhitasvæða, aðallega leirsteindir, sem birtast sem hvítur, grár, gulur eða rauður leir.

Litadýrð háhitasvæða

Hveradalir

Hveradalir – hveraauga.

Leir á háhitasvæðum getur birst í ýmsum litaafbrigðum. Áberandi og einjennandi er gulur litur brennisteins (S), rauður litur steindarinnar hematíts (ferríoxiðs, Fe2O3) og dökkgrár litur leirs, sem virðist yfirleitt stafa af örsmáum kristöllum brennisteinskíss (FeS). Gifs (kalsíumsúlfat, CaSo4) er auðgreinanlegur og myndar hvítmatta kristalla. Gifs getur haft önnur litbrigði svo sem rauðlitað sökum járns eða jafnvel grænleitt vegna kopars, en það er sjaldgæft.

Lífríki háhitasvæða

Hveradalir

Hveradalir – leirhver.

Á háhitasvæðum má finna blómlegt líf þrátt fyrir að aðstæður kunni að virðast fjandsamlegar. Í hverum lifa örverur sem hafa aðlagast háum hita. Stundum má jafnvel sjá þær með berum augum, til dæmis sem hvíta þræði eða þykkar og litríkar þekjur. Örveruþekjur myndast gjarnan í affalli frá hverum og við jaðra þeirra. Þær eru oft grænar eða appelsínugular vegna þörunga, blágrænna baktería og annarra örvera sem búa yfir leitarefnum er binda sólarljós.
Í súrum og bullandi leirhverum finnast fábreytt samfélög og mjög hitakærra baktería og arkea. Þær nýta gjarnan jarðhitagasið og geta til dæmis fengið orku úr vetni eða brennisteinssamböndum og bundið koltvísýring í lífræn efni.

Hveradalir

Hveradalir – skiltin.

Gamli Þingvallavegur

Í nýenduruppgerðu og -vígðu sæluhúsi við Gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um „Mosfellsheiðarvegi“ og hitt „Hús sælunnar„. Á þessum skiltum má lesa eftirfarandi:

Hraunið brann og rann til strandar

Mosfellsheiði

Borgarhólar.

Mosfellsheiði er dyngja sem rís hæst í Borgarhólum (410 m.y.s.). Á hlýskeiðum ísaldar rann svonefnt Reykjavíkurgrágrýti frá heiðinni alla leið til sjávar, allt frá Hafnarfirði og upp í Kollafjhörð. Nyrstu leifar þess eru á Brimnesi, á milli Kollafjarðar og Hofsvíkur á Kjalarnesi, en hraunið er einnig að finna í Gróttu og eyjunum á Kollafirði. Mesta þykkt þess hefur mæslt í Árbæ (80 m.y.s.) og í Öskjuhlíð (70 m.y.s.).

Fótspor og hófaför mörkuðu slóð

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025.

Í aldanna rás áttu margir leið um Mosfellsheiði, þar er að finna fjölda þjóðleiðia, um þær fóru gangandi og ríðandi vermenn, bændur í kaupstaðaferðum, erlendi ferðamenn og fólk á leið til og frá Alþingi á Þingvöllum. Fótspor og hofaför mótuðu þessar leiðir um aldir svo ur varð heilt vegakerfi um gervalla heiðina, við þær voru hlaðnar vörður sem urðu samtals um 800 talsins, þær eru flestar hrundar.

Óboðlegt fyrir menn og hesta

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Heiðarleiðarnar voru misgóðar eftir árstíma, veðri og snjóalögum og stundum svo erfiðar yfirferðar að þær voru vart mönnum og hestumbjóðandi. Séra Jens Pálsson á Þingvöllum lýsti óviðunandi ástandi á Mosfellsheiði í blaðinu Ísafold árið 1881: „…zumstaðar er vegurinn órfærð urð, og grjótið svo þjett, að varla er nægilegt bil handa hestfætinum á milli steinanna. Þegar aptur á móti rignir, þótt eigi sje lengur en enn dag eð atvo, blotnar leirmoldin og treðst upp, og myndast þá leirleðjupollur innan um stórgrýtið, má þá vegurinn teljast ófær, jafnvel fyrir lausríðandi mann. Þó er enn verri meðferðin á hestunum þegar þeir eru reknir um slíkanveg með þyngsla-klyfjum, t.d. með borðviðardrögum á haustdegi opt í stormi eða regni, þá er viðbjóðslegt að sjá skepnurnar hrekjast fyrir storminum tilog frá um ófæru þessa…“.

Beinn og breiður vegur

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Seint á 19. öld urðu tímamót í samgöngusögu Mosfellsheiðar. Þá var hestvagnavegur lagður frá Geithálsi við Suðurlandsveg þvert yfir heiðina og austur til Þingvalla, um 33 kílómetra vegalengd. Vegurinn var tímamótamannvirki á sinni tíð, beinn og breiðuur og upphlaðinn á köflum. Um 100 vörður voru hlaðnar meðfram veginum, brýr voru byggðar og vegræsi lögð. Verkinu lauk árið 1896 með smíði brúar yfir Drekkingarhyl á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið framundan.

Sama á fór maður á reiðhjóli í fyrsta skipti eftir þessum nýja Þingvallavegi og var hann fimm klukkustundir á leiðinni.
Í nokkra áratugi var vegur þessi sá greiðasti yfir Mosfellsheiði, hér fór Friðrik VIII Danakonungur um með föruneyti sínu árið 1907, séstakur konungsvagn var með í för en konungur vildi heldur fara ríðandi yfir heiðina. Um þetta leyti var bílaöld að renna upp á Íslandi og fyrsti bíllinn fór hér um árið 1913.

Nýr vegur gerist gamall

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025. Fallin varða t.v. Ekkert er minnst á hinn forna Þingvallaveg skammt norðar um Seljadal. Á þeirri leið var og sæluhús, mun eldra en sæluhúsin í Molbrekkum.

Árið 1910 voru þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis og efnt til mikillar hátíðar á Þingvöllum, þá var ráðist í vegagerð úr Mosfellsdal og alla leið til Þingvalla, á svipuðum slóðum og Þingvallavegurinn (nr. 36) liggur nú á dögum, 30-35 þúsund manns komu á Alþingishátíðina sem var um þriðjungur þjóðarinnar. Bæði nýi og gamli Þingvallavegurinn voru notaðir yfir hátíðadagana til að liðka fyrir bílaumferð. 14 árum síðar stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum, þá var hestvagnavegurinn frá árinu 1896 lagfærður í því aygnamiði að ökuþórar gætu nýtt sér hann á leiðinni til baka til Reykjavíkur. En himnarnir fögnuðu hinu nýstofnaða lýðveldi með úrhellisrigningu, vegurinn kiknaði undan bílabyrðinni og ljóst að dagar hans sem akvegur voru taldir. Hann varð því gamann fyrir aldur fram og gengur undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn nú á dögum. Vegurinn hefur síðustu aratugina verið notaður sem göngu-, hjóla- og reiðleið og hefur mikið varðveislugildi.

Sæluhús í tímans rás

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppbyggt sæluhúsið.

Sæluhús hafa verið byggð á Íslandi síðan á miðöldum, þá var fólk hvatt til að greiða götu ferðafólks og vegfarenda, sjálfu sér til sálubótar. Nokkur sæluhús voru reist á Mosfellsheiði og í grennd við hana, eitt undir Húsmúla skammt frá Henglinum, húsið var þekkt fyrir reimleika, enda kallað Draugakofinn. Það sæluhús var aflagt á 19. öld og nýtt hús byggt á Kolviðarhóli þar í grenndinni. Annað sæluhús var reist í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði um miðja 19. öld. Ekki komust allir til byggða eða í sæluhús sem fóru yfir heiðina, til dæmis urðu sex vermenn þar úti snemma í marsmánuði árið 1857.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Blómaskeið sæluhúsanna á Mosfellsheiði var á ofanverði 19. öld þegar allt að fimm sæluhús voru til staðar á heiðinni og í grend við hana. Einnig leitaði fólk gistingar á bóndabæjum, til dæmis í Elliðakoti og Miðdal í sunnanverðri Mosfellsveit, á Kárastöðum í Þingvallasveit og á Kolviðarhóli. Á Kárastöðum og Kolviðarhóli var gistiþjónusta um skeið og einnig í Valhöll sem reist var á Þingvöllum árið 1898.

Grágrýtið stendur tímans tönn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurbyggt sæluhúsið. Á skiltatexta er getið um jarðlæga tóft austan (h.m.) við húsið. Um er reyndar að ræða leifar af eldra sæluhúsi með framanverðan brunn. Til eru myndir af sæluhúsinu í heiðinni á meðan var.

Sæluhúsið sem hér stendur var byggt um 1890 úr tilhöggnu grágrýti héðan af heiðinni. Þessi hleðslutækni hafði rutt sér til rúms á íslandi ogvar meðal notuð við byggingu Alþingishússins og Hegningarhússins í Reykjavík. Sigurður Hansson (1834-1896) stýrði byggingu sæluhússins sem var 7×4 metrar að utanmáli og hæð undir þakbrún á langvegg var 1.80 metri. Um fimm metra frá austurgafi var jarðlæg tótt sem er 8.50 m x 6.79 m að utanmáli.
Eftir að umferð um Gamla Þingvallaveginn lagðist að mestu niður var viðhaldi sæluhússins ekki sinnt, svo fór að það hrundi undan eigin þunga. Allt hleðslugrjótið var þó á staðnum en timburverk, hurð, gluggar og þak, höfðu orðið fúa, vindi og ryði að bráð.

Margir lögðu hönd á plóginn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Árið 2019 hóf Ferðafélag Íslands að huga að endurbyggingu sæluhússins og lauk þeirri vinnu árið 2025. Margir lögðu hér hönd á plóg með einum eða öðrum hætti sem hér segir… Síðan eru taldir upp alls kyns pótintátar sem litlu mál skipta, en þeirra merkilegri eru þó hleðslumeistararnir Ævar og Örn Aðasteinssynir, sem eiga mikið lof skilið fyrir handverkið.

Súkkulaði og koníak í nesti
Á öðru skiltinu er eftirfarandi frásögn. „Newcome Wright (1184-1955) var enskur lögfræðingur sem kom til Reykjavíkur með skipinu Botníu í apríllok áerið 1914. Líkt og margir erlendir ferðamenn fyrr og síðar vildi hann heimsækja alþingisstaðinn fornar á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – varða við veginn austan sæluhússins.

Hann arkaði fótgangandi af stað og hugðist ganga nýja veginn frá Geithálsi til Þingvalla, allt gekk slysalaust fyrst í stað en síðan skall á blindbylur. Þá komu vörðurnar við veginn í góðar þarfir, stundum sá Wright sæluhúsið í fjarska, taldi vörðurnar þangað og komst að húsinu við illan leik. Er skemmst frá því að segja að sæluhúsið bjargaði lífi ferðalangsins, hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu: „Í húsinu fann ég nokkra heypoka, ég tæmdi þá á gólfið, fór í pokana, hvern utan yfir annan og sofnaði, held ég, í rúma hálfa klukkustund. Að öllum líkindum svaf ég ekki lengur, en þegar ég vaknaði við einhvern hálf leiðan draum, langt uppi á heiðum Íslands, kaldur og svangur, þá vissi ég, að nú væri um að gera að flýta sér niður í byggð. Stormurinn og hríðin úti hræddu mig ekki. Ég ráfaði áfram, jafnt og þétt, sá Þingvallavatnið og komst svo kl. 5-6 um morguninn niður í Almannagjá.“

 

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – vegvísir við veginn og gatnamót línuvegar millum Nesvallavegar og Bringna.

P.S. Eitt er svolítið skondið! Búið er að stika leið frá Heiðartjörninni við Þingvallaveg upp að sæluhúsinu í Moldbrekkum og áfram að skilti á línuveginum þvert á Gamla Þingvallaveginn millum Nejavallavegar og Bringna, 5.9 km leið. Á skilti við „gatnamótin“, sem er reyndar ekki fær nema jeppabifreiðum (skrifari, ökumaður og göngumaður fór hana samt sem áður alla leið á fjórhjóladrifinni fólksbifreið, reyndar Toyotu,  sem sannaði þrátt fyrir það að ökumaðurinn skiptir jafnan meira máli en ökutækið sjálft). Ökuferðin niður að skiltinu tók u.þ.b. klukkustund, enda betra að fara bæði rólega varlega í mestu grófningunum þegar varadekkið er ekkert.
Gangan frá skiltinu að sæluhúsinu, fram og til baka, tók u.þ.b. 40 mín. Aksturinn frá skiltinu niður að Bringum tók u.þ.b. hálftíma.
1.7 km eru, skv. skiltinu, að sæluhúsinu frá línuveginum millum Nesjavallavegar og Bringna, 5.9 km frá því niður á Þingvallaveg, sem fyrr sagði, og 5.7 km að Bringum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti við línuveginn millum Nesjavallavegar og Bringna.

Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna mönnum datt í huga að stika þessa leið, enda hefur viðkomandi þar með tekist það ómögulega, að leggja hana niður frá sæluhúsinu áleiðis að Þingvallavegi, án þess að snetra hið minnsta hina fornu neðanverða þjóðleið vermannanna fyrrum, sem og hið gamla sæluhús við Þrívörður þar skammt austar, landamerki Mosfellssveitar og Grafningshrepps! Svona er Ísland víst í dag…

Sæluhúsið er alltaf opið fyrir gesti og gangandi. Göngum vel um þessar merku menningarminjar.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurgert sæluhúsið innanvert. Ákveðið hefur verið hafa allt húsið á sama gólfi, en fyrrum var í því timburþilpallur að austanverðu fyrir fólk og aðstaða fyrir hesta í því vestanverðu.  Ólíklegt er að hestum verði boðið þangað inn í framtíðinni, enda sæluhúsið einungis ætlað sem „hús sælunnar“…

Krýsuvík

Orkurannsóknir á vegum HS Orku eru hafnar á ný í Krýsuvík. Stór borpallur hefur verið gerður á svæði undir Hettu þar sem áður voru fornar tóftir námuvinnslunnar í Baðsofunámunum.

Þrjú skilti hafa verið sett upp við afleggjarann að Starfsmannahúsinu frá Krýsuvíkurvegi. Á þeim má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Í leit að orku

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti.

Hér í Krýsuvík fer nú fram rannsóknarborun til að kanna möguleika á að nýta jarðvarma til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni á Krýsuvíkursvæðinu. Jarðfræðilegar rannsóknir benda til þess að Sveifluháls g Austurengjar geymi öfluga háhitaauðlind sem hægt verður að nýta til orkuvinnslu og hitaveitu til framtíður

Stefnuborun

Krýsuvík

Krýsuvík.

Við munum kanna svæðið niður á allt 2500 metra dýpi. Til að auka líkur á að orkuríkt jarðhitavatn finnist er stefnuborað undir hálsinn, þvert á sprungur sem oft geyma heitan jarðhitavökva.

Jarðvarmaver

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti.

Frá árinu 1941 hafa farið fram umfangsmiklar jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu með jarðborunum niður á allt að 260 metra. Hitastig í borholunum hefur mælst á bilinu 50-120°C. Nú er unnið að mun dýpri borunum til að meta nýtingarmöguleika svæðisins og grundvöllinn fyrir nýtt jarðvarmaver – það þriðja á vegum HS Orku.

Lífsggæði

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti.

Verði nýtt orkuver að veruleika verður hér framleitt bæði rafmagn og heitt vatn. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu og mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Í framkvæmdunum verður rík áhersla lögð á að mannvirki falli vel að fegurð og sérstöðu svæðisins.

Auðlindagarður

Krýsuvík

Krýsuvík.

Hafnarfjarðarbær og HS Orka vilja vinna að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, ferðaþjónustu og vistvæna atvinnustarfsemi. Sjálfbær orkuvinnsla skapar óvenjulegt aðdráttarafl fyrir fyrirtæki og ferðalanga sem vilja njóta þessa einstaka svæðis.

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti.

Kaldársel

Við affall Kaldár í Kaldárbotnum er skilti; „Kaldárssel í 100 ár (1925-2025)„. Á því er eftirfarandi upplýsingar:

Kaldársel

Kaldársel – skilti.

„Sumarbúðirnar í Kaldárseli eiga sér fallega sögu sem spannar rúma öld. Eftir messu í Bessastaðakirkju á annan hvítasunnudag 1921 var haldinn KFUM-fundur þar sem stofnaður var sumarbústaðarsjóður. Félagsmenn úr Hafnarfirði lögðu þá fram 100 krónur í sjóðinn og tveir ungir piltar bættu við 5 krónum hvor. Eftir þetta tóku fleiri félagar þátt og ákváðu að hittast mánaðarlega til bæna og framlag til sjóðsins.

Kaldárssel

Kaldársel – bygging fyrsta skálans.

Árið 1925 hafði sjóðurinn vaxið í nær 400 krónur og þá hófust framkvæmdir. Hafnarfjarðarbær gaf félaginu leyfi til að nota svæðið í kringum gamla Kaldárselið með skilyrði um að það yrði eingöngu fyrir starfsemi KFUM. Hafist var handa við að ryðja veg frá kirkjugarðinum fyrir ofan Hafnarfjörð upp að hraunhálsi vestan við selið og flytja þannig byggingarefni á svæðið með hjálp velviljaðra eigenda flutningabíla.

Frá enda vegarins þurfti að bera efnið um 1,5 km leið yfir hálsinn að byggingarstaðnum. Sjálfboðaliðar komu saman í hvassviðri og rigningu seint í maí og kláruðu verkið af miklum dugnaði.

Kaldársel

Kaldársel 1925. Selið sést h.m. við skálann, þá komið með yfirbyggt ris.

Skálinn var vígður 25. júní 1925. Hann var þá 14 álnir á lengd og 10 á breidd, með svefn- og borðsal, eldhúsi og litlu herbergi. Skáladyrnar snéru í suður að Kaldá sem hverfur svo ofan í hraunið. Við skálann var reist fánastöng þar sem íslenski fáninn blakti þegar fólk var í Selinu.

Tuttugu árum síðar var byggt við skálann vestan megin og hann tvöfaldaður að stærð. Vinsældir sumarbúðanna jukust í sífellu og var því aftur hafist handa við stækkun skálans sem lauk árið 1967.

Kaldársel

Kaldársel – Börn að leik í Kaldá.

Enn var ekkert rafmagn á staðnum á þessum árum en búið var að skipta út gömlu kolaeldavélinni sem áður sá skálanum fyrir hita, í stað hennar var komin gasvél og heitt vatn frá olíuhtun. Allt í allt var þrisvar sinnum farið í stækkun á Kaldárseli og aðbúnaður bættur í takt við auknar kröfur samtímans. Ný stór viðbygging var vígð sunnudaginn 24. júni 1990. Sama ár var fengin díselvél sem sá skálanum loks fyrir rafmagni og hita.

Í heila öld hafa börn átt þess kost að dvelja í sumarbúðunum í Kaldárseli, þar sem þau hafa fengið tækifæri til að auðga andann og leika sér.

Kaldársel

Kaldárssel 2025.

Náttúran í kring með hrauni, árfarvegi, hellum og fjöllum, hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti af dagskránni. Áhersla hefur verið lögð á jákvæð samskipti og kristnifræðslu. Frá árinu 2017 hefur Vinasetrið verið hluti af starfinu en það er helgardvöl fyrir börn sem þurfa séstakan stuðning. Þar hefur verið unnið út frá þeirri hugsjón að hvert barn sé einstakt og eigi skilið kærleika og umhyggju líkt og hefur einnig verið leiðarljós í starfi sumarbúðanna í Kaldárseli.“

Hafnfirðingar hafa jafnan notið þess að koma að Kaldárseli, en viðmót staðarhaldara hefur því miður breyst til hins verra síðustu árin. Það skýrir líklega staðsetningu skiltisins, þ.e. við affall Kaldár en ekki í nánd við sjálft Kaldársel.

Kaldársel

Kaldárssel – skilti.

Reykjavík

Í Öskjuhlíð, við göngustíg austan við Háskólahús Reykjavíkur, er skilti með fyrirsögninni „Stríðsminjar í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.

„Í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík eru ýmsar minjar frá síðari heimstyrjöldinni, 1939-1945. Bretar hernámu Ísland voruið 1940, ekki síst til að koma sér upp aðstöðu fyrir flughernað og lögðu Reykjavíkurflugvöll á árunum 1940-1942. Frá flugvellinum voru sendar sprengjuflugvélar til verndar skipalestum Bandamanna sem fluttu vopm og vistir frá Ameríku til bretlands. þeim stóð mikil ógn af þýskum kafbátum. meðal minja á þessu svæði eru eftirtaldar:

a. Dúfnahús. Enn mótar fyrir grunni þess sem var um 20×30 m að stærð. Það var tveggja hæða og geymdi fjölda fugla. Flugmennirnir tóku meðs ér dúfnakassa í öll flug. Ef þeim hlekktist á slepptu þeir dúfunum með upplýsingum um hvar þeir væru niðurkomnir.

Reykjavík

Öskjuhlíð – malarvegur.

b. Malarvegir. Setuliðið lagði malarvegi um Öskjuhlíðina. Að norðvestanverðu lágu þeir meðal annars að rafstöðinni og geymunum. Að sunnanverðu lágu vegir að sprengjubyrgjum flugvallarins, 12-14 talsins, sem náðu allt inn undir Fossvogskapellu. Skömmu áður en herflugvélaranar lögðu af stað í leiðangra var komið með sprengurnar á sérstökum vögnum og þær hífðar um borð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – skotgröf.

c. Skotgrafir. Þær voru oftast hlaðnar úr strigapokum sem fúnuðu fljótt og hurfu. En sumar voru úr varanlegra efni og er ein þeirra hér skammt frá, hlaðin úr grjóti og torfi, að mestu horfin undir gróður. Svipuð skotgröf er norðvestan megin í hlíðinni, skamt neðan við eldneytisgryfjurnar, um 25 m löng og hefur verið sprengt fyrir henni að hluta.

d. Niðurgarfnir vatnstankað. tankarnir voru aðallega hugsaðir fyrir brunavarnir og voru hér og þar í öskjuhlíð og við rætur hennar. Sumir vatnstankanna voru eftir stríðið gerðir að kartöflugeymslum.“

Reykjavík

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni 1942.

Eyrarbakki

Nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar á Eyrarbakka er skilti: „Hús dönsku verslunarinnar„. Á því er eftirfarandi texti:

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

„Verslunarhús dönsku verslunarinnar stóðu á þessu svæði frá því seint á 17. öld þar til þau voru rifin vorið 1950. Þetta var þyrping átta húsa umhverfis húsagarð, byggð og endurbyggð á löngum tíma frá því 1755-1896. Talið að elstu uppistandandi húsin hafi verið byggð á fyrri hluta 19. aldar. Byggingar voru fleiri og meiri á Eyrarbakka en á öðrum verslunarstöðum landsins. Bryggja var fram undan húsunum og var hún tekin upp á vetrum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

Umdæmi Eyrarbakkaverslunarinnar var víðáttumest og fjölmennast af öllum verslunarumdæmum landsins. Það spannaði þrjár sýslur; Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skafatfellssýslu. ar bjuggu 20% þjóðarinnar árið 1703. Auk þess var Eyrarbakki verslunarhöfn Skálholtsstaðar sem var um aldir höfuðstaður Suðurlands.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti um „Síðasta flaggmanninn“.

Á lokaskeiði verslunarrekstrar í húsunum gengu þau undir heitinu Vesturbúðin. Það var til aðgreiningar frá annarri verslun í þorpinu, Austurbúðinni. Hóllinn sem húsin stóðu á gengur undir heitinu Vesturbúðarhóllinn. Skarðið sem brotthvarf húsanna myndaði í byggðamunstur þorpsins hefur verið líkt við sár. Niðurrif húsanna var eitt stærsta menningarslys á landinu á 20. öld.“

Skammt frá skiltinu um „Hús dönsku verslunarinnar“ er skilti um „Síðasta flaggmanninn“ á Eyrarbakka. Á því stendur:

„Kristinn Gunnarsson, síðasti flaggmaðurinn, er hér að störfum. Brimflögg voru í notkun á Eyrarbakka fram yfir 1960. Þau voru notuð til að vara sjófarendur við ef sundin versnuðu snögglega eða urðu ófær og var þá flaggað frá.

Brimflöggin voru þrjú. Flaggað var hvítu ef allt var í lagi, rauð flaggi ef það var varasamt en svörtu flaggi ef sundin urðu ófær.“

Eyrarbakki

Eyrarbakki – Hús dönsku verslunarinnar; skilti.

Reykjanesviti

Utan við nýuppgerða upplýsingamiðstöð á jarðhæð vitavarðarbústaðarins á Vatnsfelli á Reykjanesi eru tólf skilti. Á þeim eru upplýsingar um jarðfræði Reykjaness, vitann og nágrenni. Reyndar eru upplýsingarnar misvísandi og í einstaka tilfellum beinlínis rangar, en á skiltunum má lesa eftirfarandi fróðleik:

Heimili vitavarða

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skilti.

„Íbúðarhús vitavarða stóð alltaf hér á þessum stað frá því að fyrsti vitinn var reistur á Valahnúk árið 1878.

Núverandi hús var reist árið 1947 en hér stóð áður burstabær úr timbri og þar áður torfbær sem reistur var samhliða fyrsta vitanum. Það var langur spölur að fyrsta vitanum sem reistur var a Valahnúk. Enn síst héðan hlaðinn gönguleið vitavarðanna eftir hraunbreiðunni til suðvesturs að Valahnúk.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Þangað þurftu þeir að ganga í öllum veðrum til að halda ljósinu lifandi. Þeir vissu hvað var í húfi ef ljósgeislinn brást. Þegar vitinn var reistur hér á Bæjarfelli [á að vera Vatnsfelli] árið 1907 voru gerðar tröppur upp frá vitavarðarhúsinu að vitanum, sem enn eru nothæfar.

Það þurfti hetjudug til að búa á Reykjanesi og gæta vitans, víðs fjarri mannabyggð, þegar enginn vegarspotti lá yfir hraunbreiðuna í att að næstu samfélögum í Grindavík og Höfnum (15 km). Hvorki vegir né sími. Hér í vitavarðarhúsinu er skyggnst inn í sögu vitavarðanna.“

Gunnuhver

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Gunnuhver; skilti.

Gunnuhver er staðsettur austan við Reykjanesvita [og] er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi.

Gunnuhver er þekktasti hverinn. Gunnuhver er talinn vera stærsti leirhver á Íslandi með gígop sem er 20 metrar í þvermál. Mikið gufuútstreymi er á háhitasvæðinu með fjölda gufu- og leirhvera sem hafa myndast. Gufan leitar til yfirborðsins í gufuaugum og hvínandi gufuhverum en þéttist líka í yfirborðsvatni og myndast með því leirhveri.

Gunnuhver

Gunnuhver á Reykjanesi.

„Gunnuhver“ mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn.

Jarðhitasvæðið er á hreyfingu. Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði þáverandi akveg og göngupalla. Nú hafa verið teknir í notkun nýri göngu- og útsýnispallar.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Á svæðinu hafa dætur síðasta vitavarðarins sinnt hefðum vitavarðafölskyldna sem hafa í 140 ár grafið brauð í leirinn og bakað gott rúgbrauð. Hver veit nema þær eigi eitthvað til að smakka hér inni í vitavarðarhúsinu.“

Reykjanes Jarðvangur

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Jarðvangur; skilti.

Í Reykjanes „Jarðvangi“ er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar í sinni röð.

Þar er m.a. að finna fjölmargar tegundir eldstöðva í a.m.k. fjórum aðskildum gosreinum, með hundruðum opinna sprunga og misgengja. Hið einstaka nábýli íbúa jarðvangsins við náttúruna hefur mótað þá og lifnaðarhætti þeirra síðan land byggðist. Víða má finna ummerki um fornar minjar tengdar samgöngum, sjósókn og landbúnaði. Þá leynast víða kennileiti sem tóku á sig ýmsar myndir í myrkri og þoku sem urðu uppsprettur sagna sem lifa enn með íbúum svæðisins.

Reykjanes

Gunnuhver.

Í Reykjanes jarðvangi er að finna talsverðan jarðhita. Jarðhitinn er jarðsjór sem streymir gegnum funheitt berg og kólnandi kvikuinnskot innan gosreina. Íbúar svæðisins hafa gegnum aldirnar notið góðs af honum og er hann í dag m.a. nýttur til húshitunar og raforkuframleiðslu.

Samspil jarðhitans, gufu-, vatns- og leirhvera, veðurfars, gróðurs og gróðurleysis skapar einstaka litadýrð sem yndi er á að horfa, þó rétt sé að gæta varúðar inni á sjóðandi hverasvæðum.

Jarðfræði

Gunnuhver

Gunnuhver.

Reykjanesskagi er framhald af Reykjaneshryggnum sem rís úr sæ yst á Reykjanesskaganum og liggur gegnum landið frá suðvestri til norðausturs.

Rekja má jarðsögu svæðisins nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann en flest jarðlög eru yngri en 100-200 þúsund ára. Síðasta goshrina á Reykjanesi hófst um árið 1000 og lauk um 250 árum síðar. Tíminn mun leiða í ljós hvort ný goshrina sé hafin þegar gaus í Fagradalsfjalli árið 2021 og 2022.

Móberg

Móberg.

Í Reykjanes jarðvangi má finna móbergsfjöll og móbergshryggi sem mynduðust í gosum undir jökli en einnig gígaraðir og stórar skjaldlaga dyngjur frá nútíma. Víða eru bergstaflar af hraunum sem mynduðust í sprungugosum þegar mikið magn hrauns kom upp úr gígum á sprungum. Gosum á Reykjanesi fylgir sjaldnast öskufall nema þar sem gossprungur lentu í vatni eða sjó.

Jarðskjálfar eru tíðir á svæðinu sökum landreks, en koma gjarnan upp í skjálftahrinum sem geta tekið nokkur ár. Flestir eru þeir smáir en stöku sinnum finnast þeir greinilega um allan Reykjanesskagann.“

Valahnúkur

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Valahnúkur; skilti.

Valahnúkur er samsettur úr móbergstúfflögum, bólstrabergi og bólstrabrotabergi. Hnúkurinn myndaðist í einu gosi en sýnir mismunandi ásýndir í virkni gossins. Móbergstúffið myndaðist við sprengivirkni í gosinu en bólstrabergið við hraunrennsli í vatn.

Móbergstúff
Sambland af hraunmolum og harðnandi gosösku sem finnst í Valahnúk nefnist túff. Túff myndast þegar 1200°C heit bráð kólnar snögglega í vatni. Þá verður til glersalli þar sem kristallar hafa ekki tíma til að vaxa. Sallinn ummyndast fljótt í móberg.

Bólstrar

Bólstri.

Bólstrabrotaberg

Neðarlega í Valahnúk má sjá hallandi lag af bólstrabrotabergi. Bólstarbrotaberg myndast þegar gjall eða gjóska mynda skálaga hlíðar. Einstaka bólstrar eða brot úr þeim renna þá niður hallann, umlykjast gjóskusalla og mynda hið svokallað bólstabrotaberg.

Bólstaberg

Reykjanesviti

Valahnúkur.

Bólstraberg er algengasta hraunmyndun jarðarinnar þar sem hún er algengasta hraunmyndun úthafsskorpunnar. Þessir sérkennulegu bólstrar myndast í gosi undir vatni eða jökli. Oft er um að ræða gos þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Einnig geta bólstrarnir myndast þegar lítið eða ekkert gas er í kviku sem þrýstir sér hratt út úr flæðandi hraunmassa. Þar sem kvikan kólnar snögglega myndast svört glerhúð utan á bólstrunum.

Oft eru þeir nokkrir metrar á lengd en einungis 10-30 sentimetrar í þvermál. Þegar horft er á klettavegg með þversnið af bólstrunum þá lítur hver bólstri út eins og bolti eða koddi. Bólstrabergið í Valahnúk hefur að öllum líkindum orðið til í gosi undir jökli.“

Vitagata

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Vitagata; skilti.

„Þegar vitinn stóð á Valahnúk bjó vitavörðurinn við Bæjarfell [á að vera Vatnsfell], þar sem Reykjanesviti stendur í dag. Vitavörðurinn hlóð veg frá bústað sínum að vitanum.

Vegurinn var lagður í beinni stefnu frá bænum að turninum en þegar komið var að Valahnúk lá hann í krákustíg að turndyrunum,

Þeir sem þekkja íslenska veturinn vita að erfitt getur verið að fylgja slóðum í versu veðrum, sér í lagi þegar gengið er um hraun og sprungið væði.

Reykjanesviti

Flóraður stígur milli hús vitavarðar að vitanum á Valahnúk.

Veginum var ætlað að auðvelda vitaverðinum að komast í vitann hvenær sem var sólarhrings og í hvaða veðri sem var.“

Eldey

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Eldey; skilti.

„Eldey er 77 metra há og þverhnípt gígey úr lagskiptu móbergi um 15 kílómetra frá landi. Eyjan myndaðist í gjóskugosi á Mið-Atlantshafshryggnum, en er mikið rofin og er í dag 0.03 km2. Eldey er jafnframt innsta skerið í skerjaklasa sem nær 95 km frá landi. Eldey var friðuð árið 1940 og síðan lýst friðland árið 1974 samkvæmt náttúruverndarlögum.

Fuglalíf í Eldey
Öldum saman var Eldey mikil matarkista. Þar er að finna bjargfugla í talsverðum mæli svo sem ritu, langvíu og stuttnefju, að ógleymdri súlunni sem stundum er nefnd drottning Atlantshafsins.

Eldey

Eldey.

Er horft er til Eldeyjar sést að hún er ljós í kollinn. Yfirborð eyjarinnar er þéttsetið af súluhreiðrum og milli þeirra er jörðin þakin gráleitu gúanói. Um 16.000 súlupör verpa í eyjunni sem gerir hana að einni stærstu súlubyggð við Atlantshafið.

Súlan er tignarlegur fugl og stærst sjófugla við Ísland. Hún heyrir ættbálki árfeta og hennar nánust ættingjar hér er skarfurinn. Súlan verpir einu eggi í apríl, útungun tekur 44 daga og er undinn í hreiðrinu í um 90 daga. Þeir yfirgefa eyjuna á hausti þegar þeir svífa fram af brúninni og þurfa að sjá um sig sjálfir þan í frá.“

Karlinn

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Karlinn; skilti.

„Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn í áranna rás.

Hann [er] mikilfenglegur og sérstaklega þega aldan skellur á með miklum ofsa. Þjóðsagan segir að tröllkarl og kerling sem bjuggu í Eldey hafi vaðið til lands og haldið á kú að leita til nauts. Tókst ekki betur til en svo að vegna tafa dagaði þau uppi og urðu að steini. Karlinn stendur þarna enn úti í sjó en Kerling, hátt eldvarp, sem stóð sunnar uppi á landi, brotnaði niður fyrir löngu.“

Valbjargargjá – siggengið

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Valbjargargjá; skilti.

„Mið-Atlantshafshryggurinn er rekhryggur sem rís úr sæ hér á Reykjanesi. Stórar plötur sem nefnast jarðskorpuflekar skiljast að um rekhrygginn. vegna togkrafta og gliðnunar við plötuskrið myndast opnar gjár og misgengi (siggengi) á Reykjanesskagnum. Hér hefur að líta eitt þeirra, Valbjargargjá. Í gjánni er m.a. að finna frumstæða sundlaug frá 1930.

Við vestari enda gjárinnar rís Valahnúkur sem samsettur er úr móbergstúff[f]lögum, bólstrabergi og bólstrabrotsbergi. Hnúkurinn myndaðist í einu gosi en samsetning han sýnir ólíka virkni gossins á meðan það stóð yfir.

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Móbergstúffið myndaðist við sprengivirkni í gosinu en bólstrabergið við hraunrennsli í vatn. Hnúkurinn hefur myndast í sjó við hærri stöðu hans undir lok síðasta jökulskeiðs. Upp að Valahnúk hefur runnið hraun sem nefnist Yngra-Stampahraun og er eitt af hraunum Reykjaneselda sem stóðu yfir frá 1210 til 1240.

Neðan við Valahnúk er að finna Valahnúksmöl, 420 metra langa stórgrýttan sjávarkamb sem liggur þvert á siggengið. Mölin er 80 metra breið og 10 metra há. Flestir hnullungarnir sem mynda kambinn eru 30 til 90 sentimetrar í þvermál. Uppruna grjótsins er ap finna í sjávarklettum milli kambsins og Reykjanestáar. Ströndin hér um slóðir er brimsöm og ber skýr merki um þunga úthafsöldunnar.

Skálafell

Skálafell á Reykjanesi.

Gígurinn sem rís í fjarska nefnist Skálafell og hefur hann gosið a.m.k. fjórum sinnum á nútíma eða á síðustu 10.000 árum. Yngsta hraunið er um 3.000 ára gamalt út toppgígnum sm er eldborg, byggð úr hraunkleprum. Elsta hraunið er yfir 8.000 ára gamalt. Misgengin úr eldstöðinni marka austurjaðar sprungusveimsins á Reykjanesi, þ.e. þyrpingu af samsíða sprungum, en 5-6 km vestar marka siggegnin við Kinn hinn jaðarinn. Þar hefur verið reist táknræn göngubrú yfir eitt misgengið.“

Jarðskorpuflekar

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Jarðskorpuflekar; skilti.

„Jarðskorpan skiptist í sjö stóra fleka og rúman tug smærri fleka. Flekarnir hafa móta yfirmorð jarðar frá árdögum hennar. Flekarnir er um 50-200 kílómetra þykkir og fljóta ofan á möttlinum.

Ísland er að hluta til á svokölluðum Norður-Atlantshafsfleka og að hluta til að svokölluðum Evarsíufleka Á Norður-Atlantshafsflekanum er heimsálfan Norður-Ameríka en á Evrasíuflekanum heimsálfurnar Evrópa og Asía. Það má því segja að hér skiljir að austur og vestur.

Brú milli heimsálfa

Brúin milli heimsálfa.

Flekarnir reka í gagnstæða átt, um 2 sentimetra á ári eða 2 metra á 100 árum. Þar sem flekarnir reka í sundur verða til rekbelti. Þessum átakasvæðum fylgja jarðskjálftar, myndun sigdala og fellingafjalla, eldgos og misgengi.

Flekaskil eru flest á botni úthafanna og mynda úthafshryggi, fjallgarða sem eru 2.000-4.000 metra háir og alls um 70.000 kílómetrar á lengd. Einn þessara hryggja, Mið-Atlantshafshryggurinn, rís úr sæ á Reykjanesi. Aðeins hér á Ísandi og í Austur-Afríku má sjá flekaskil á landi.“

Eldstöðvarkerfi

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Eldstöðvarkerfi; skilti.

„Gosbeltið á Reykjaneskaga er beint framhald Atlantshafshryggjarins sem gengur hér á land. Á skaganum eru fjögur eldstöðvakerfi og verða eldgos þar í eldgosahrinum á um 1.000 ára fresti. Hver hrina stendur í 200-350 ár.

Vestast eldstöðvakerfið nefnist Reykjaneskerfið. Það ær frá vestanverðu Reykjanesi að Grindavík í suðri og þaðan norðaustur yfir skagann með fram Vogum að Kúagerði. Kerfið er um 35 km langt á landi (40-45 kílómetrar með neðansjávarhluta) og 5-15 km breitt, breiðast í suðri. talið er að kerfið nái 5-10 km til suðvesturs á sjávarbotni.

Reykjanesviti

Reykjanessveimar.

Reykjaneseldar voru síðasta gos í kerfinu og stóðu þeir yfir frá 1210 til 1240. Síðustu gos þar á undan urðu fyrir 1.500-1.800 árum.

Á milli 40 og 50 goseiningar finnast í kerfinu úr nokkrum rek- og goshrinum, auk 14 dyngja og dyngjuhvirfla. Merktar gönguleiðir liggja að Háleyjabungu og Skálafelli. Við fyrrnefndu dyngjuna má m.a. finna píkrit, fágætt frumstætt basaltafbrigði sem líkist þeirri frumbráð sem verður til í möttli jarðar.

Myrkur um miðjan dag
Veturinn 1226-1227 er nefndur í Sturlungu og sumum annálum „sandvetur“ og mikill „fellivetur“. Þá gaus í sjó úti fyrir Reykjanesi og var öskufall svo mikið að sums staðar er sagt hafa verið myrkur um miðjan dag. Fjöldi búfjár á Íslandi féll, ma. á sagnaritarinn Snorri Sturluson að hafa misst hundrað naut sem hann átti í Svignaskarði í Borgarfirði. Í þessu gosi myndaðist Karlinn, 51 metra hár sjódrangur úti fyrir Reykjanesi.“

Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skilti.

„Reykjanesviti er einn elsti viti landsins sem nú stendur við Íslandsstrendur. Vitill var reistur árið 1907 og tekinn í notkun 20. mars 1908. Vitinn var fyrsta stórframkvæmdin sem ráðist var í eftir að Íslendingar fengu heimastjórn frá Dönum 1. desember 1904.

Vitinn er sívalur turn, 9 metrar í þvermál neðst en 5 metrar efst. Hæð hans er 20 metrar og stendur hann á breiðri 2.2 metra hárri undirstöðu. Ljóshúsið er 4.5 metrar á hæð og er heildarhæð vitans 26.7 metrar. veggirnir eru tvískiptir. Ytra byrði er úr tilhöggnu grjóti en innra byrði út steinsteypu. Þykkt þeirra við sökkul er 3.2 metrar en efst er veggþykktin 1.2 metrar.

Reykjanes

Reykjanesviti á Reykjanesi. Bæjarfell t.v., Vatnsfell t.h. og Valahnúkar framundan. Eldey við sjóndeildarhringinn.

Upphaflegur ljósgjafi vitans var steinolíulampi og var ljós hans magnað með 500 millimetra snúningslinsu. þetta var snúningstæki, knúið ag lóðum sem vitavörðurinn dró upp með reglulegu millibili. Gastæki var sett í vitann árið 1929 og var þá gasþrýstingurinn látinn snúa linsunni. Vitinn var rafvæddur árið 1957.

Vitavörður var búsettur á Reykjanesi frá upphafi vitareksturs árið 1878 fram til ársins 1999. Íbúðarhúsið sem nú stendur við vitann var byggt árið 1947. Vitaverðirnir stunduðu búskap samhliða stari sínu og má víða sjá ummerki um búsetu þeirra m.a. tóftir eldri húsa og hlaðna garða.

Clam

Clam á strandsstað.

Hannes Sigfússon skál var aðstoðarmaður vitavarðar á Reykjanesvita um skeið og skrifaði þar skáldsöguna „Strandið“ sem byggir á mannskæðu strandi olíuflutningaskipsins Clam árið 1950 austan við Valahnúk. Hannes kom þá að björgun skipverja ásamt vitaverðinum Sigurjón Ólafsson.“

Fyrsti ljósavitinn

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Fyrsti ljósvitinn; skilti.

„Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnúk árið 1878. Hann var tekinn í notkun 1. desember sama ár. Vitinn var áttstrendur, 4.5 metrar í þvermál og 6.2 metrar á hæð. Hann var hlaðinn úr tilhöggnum íslenskum grásteini. Þykkt veggjanna hefur verið um 1 metri. Ljóskerið á vitanum var áttstrent eins og vitinn með kopar-hvelfingu yfir. Neðan ljóskersins voru vistarverur fyrir tvo vitaverði sem gættu ljóssins á meðan logaði á honum, frá 1. ágúst til 15. maí ár hvert. Vitinn eyddi að meðaltali 16 tunnum af olíu á ári.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúk.

Vitinn fór illa í jarðskjálfta 28. október 1887. Þá hrundi mikið úr Valahnúk og allir lampar o speglar í vitanum féllu í gólfið. Næstu nótt var ómögulegt að kveikja á vitanum. Árið 1905 höfðu jarðskjálftar og brim brotið það mikið úr hnúknum að hætta þótti á að vitinn myndi hrynja í sjóinn. Vitavörðurinn var einnig hræddur við að vera á vakt enda ekki nema 10 metrar frá vitanum að brúninni. Þá var ákveðið að reisa nýjan vita á Bæjarfelli [á að vera Vatnsfelli] og stendur hann enn. Gamli vitinn var hins vegar felldur með sprengingu 16. apríl 1908. Grjótið neðan Valahnúks eru leifar gamla vitans.“

Vélarhúsið

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Vélarhúsið; skilti.

„Vélarhúsið, (Radíóvitinn) er elsta húsið á svæðinu fyrir utan vitann sjálfan. Húsið var byggt árið 1936 sem radíóviti en hefur gegnt ýmsum hlutverkum einnig, m.a. fyrir ljósavélar og rafhlöður til að tryggja rafmagn fyrir vitann. Þar er enn þá virk ljósavél ef rafmagn fer af svæðinu. Í húsinu var einnig aðstaða fyrir veðurathuganir sem vitaverðir sáu um fyrir Veðurstofuna.

Skipsströnd og mannskæð sjóslys voru forðum óhugnanlega tíð hér við strendur Reykjaness og Íslands í heild. Þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga hafa farist á sjó í gegnum aldirnar og sjómenn eiga skilið að þeirra fórna sé minnst. Þessi saga er bæði hrikaleg og erfið að meðtaka. Hér í Vélarhúsinu hefur verið sett upp sýning sem veitir innsýn í sögu sjóslysa og uppbyggingar á vitanum til að auka öryggi sjófarenda.“

-ÓSÁ tók saman.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skilti við upplýsingamiðstöðina.

Hafravatn

Við norðurbakka Hafravatns er upplýsingaskilti. Á því stendur:

Hafravatn

Hafravatn – skilti.

Hafravatn – Vatnsvík
Héðan má fara hringleið um Uxamýri í áttina að Reykjum og síðan upp með Varmá og áfram að Borgarvatni. Þaðan er gengið að Hafravatnsrétt og til baka meðfram Hafravatni. Syttri hringur er að Borgardal og yfir Reykjaborg og síðan niður að Hafravatnsrétt og meðfram Hafravatni til baka. Einnig liggur gönguleið héðna á Úlfarsfell og ennfremur er hringleið umhverfis Hafravatn.

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar
Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leiruvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingvalla og annarra landshluta.

Hafravatn

Hafravatn – skilti.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímansfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulega minjar eru einnig víða við gönguleiðirnar.

Jarðfræði
Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður
Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. Gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, upp dalina og fellin. Ofan til eru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkra tegundir úr íslenskri flóru.“

Hafravatn

Hafravatn – skilti.

Laugarás

Efst á Laugarásholti er skilti; Laugarás. Á því má lesa eftirfarandi.

Laugarás

Laugarás – mörk friðlýsta svæðisins.

„Laugarás er eitt af sex friðlýstum svæðum í Reykjavík.
Berggrunnur Laugaráss er Reykjavíkurgrágrýtið er rann sem hraun á síðasta hluta ísaldar fyrir um 200 þúsund árum.
Síðan gengu jöklar yfir svæðið og mótuðu landslag í grágrýtisflákann; eyjar, sund, holt og hæðir. Laugarás er ein þessara jökulmótuðu hæða. Þegar síðustu meginjöklar ísaldar höfuðu fyrir um tíu þúsund árum flæddi sjór inn yfir svæðið. Laugarás varð þá sker þar sem brimið velti hnullungunum og mótaði. Sjór stóð þá 43 metrum hærra en nú.
Laugarás (45 m yfir sjávarmáli) er einn af örfáum stöðum í borgarlandinu þar sem slíkar minjar eru enn varðveittar.

Laugarás

Laugarás.

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti þann 5. janúar 1982. Ástæða friðlýsingar svæðisins var að halda opnu svæði þar sem unnt er að skoða jökulrispað berg og hæstu sjávarstöðu en svæðið er dæmi um ísaldaminjar.
Stærð náttúruvættisins er 1,5 ha.
Á friðlýstum svæðum er óheimilt aðs pilla gróðri og skerða jarðmyndanir. Öllum er heimil umferð um svæðið sé góðrar umgengni gætt.

Fyrir um tíuþúsund árum og um aldir var Laugarás eyja sem stóð upp úr Kollafirði. Nálægar eyjar voru t.d. Öskjuhlíð og Grensás. Þær eyjar sem við þekkjum í dag voru þá langt neðan sjávarmáls.

Laugarás

Laugarás sem eyja.

Ef til vill hefur Laugarás líkst Akyrey eins og við þekkjum hana í dag eða jafnvel skerjunum Hólmum sem er á milli hennar og Örfiriseyjar. Á myndinni eru sýndar núverandi byggingar til að glöggva okkur á því hvernig svæðið liti út í dag ef sjávarstaða yrði aftur sú sama og var eftir lok ísaldar.“

Laugarás

Á Laugarási.

Háubakkar

Vestan Geirsnefs nyrst í Fossvogi (veg veg að smábátahöfninni) er skilti; Háubakkar. Á því má lesa eftirfarandi:

Háubakkar

Háubakkar – mörk hins friðaða svæðis.

„Háubakkar eru eitt af sex friðlýstum svæðum í Reykjavík. Háubakkar voru friðlýstir árið 1983. Á Háubökkum finnast þykk og afar merkileg setlög, sennilega um 200 þúsund ára gömul.
Þar sjást áhrif mikilla loftslagsbreytinga á ísöld. Eftir nýjar aldursgreiningar í Fossvogslögunum sem leiddu til nýrra upplýsinga um aldur þeirra er e.t.v. rétt að taka framanskráðan aldur Háabakka með fyrirvara. Setlögin eru um 8 m á þykkt og er þar m.a. að finna undir grágrýtislagi um 20 sm þykkt surtarbrandslag og í því fræ, aldin og fjókorn ýmissa jurtategunda.
Stærð náttúrvættisins er 2,1 ha.

Setlög
Setlögin í Háubökkum eru staðsett undir Reykjavíkurgrágrýtinu sem myndar að miklum hluta berggrunn Reykjavíkur og er grunnur setlaganna á tveggja milljón ára gömlum hraunlagamyndunum frá fyrri hluta ísaldar.

Háubakkar

Háubakkar – setlög.

Þar ofan á eru sjávarsetlög með steingerðum leifum ýmissa sjávaradýra og má þar nefna skeljategundir eins og hallloku, kúskel og krókskel.
Ofan á sjávarsetlögunum eru síðan setlög mynduð af framburði áa sem runnið hafa um svæðið. Þar ofan á er um 20 sm þykkt surtarbrandslag (en þá var gróðurfar svipað og nú) og efst er Reykjavíkurgrágrýtið.

Í klettunum hér beint á móti eru nær eingöngu siltsteinslög og sandsteinslög til skiptis. Ekki sést þar í Reykjavíkurgrágrýtið né í surtarbrandslögin, en þau eru norðar í setlögunum.

Jarðasaga og myndun

Háubakkar

Háubakkar.

Þegar ísaldarjökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulsskeiðs ísaldar fylltust lægðir í berggrunninum af sjávarsetlögum. Yfir þau lögðust síðan setlög mynduð í sjó úr áframburði. Eftir það tók við langt tímabil þar sem land var algróið þar til gífurlegt eldgos varð á Mosfellsheiði og hraunið er myndar Reykjavíkurgrágrýtið rann yfir svæðið.
Jöklar síðustu íslandarskeiða gengu síðan yfir og mótuðu landið í svipað horf og það er nú.“

Auðvelt aðgengi að Háubökkum er frá litlu bílastæði við skiltið.

Háubakkar

Háubakkar í Elliðavogi.