Færslur

Stekkjargil

Neðan Stekkjargils vestan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað fjallar um plöntur og hitt um búskaparhætti.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrra skiltinu; “Stekkjargil“, segir m.a.: “Í Stekkjargili eru margar tegundir platna. Hér fyrir neðan eru myndir og lýsingar á nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þesssa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins”.
Á skiltinu eru síðan myndir og fróðleikur um Gulmöðru, Holurt, Maríustakk, Ljónslappa, Blóðberg, Friggjargras, Holtasóley, Kornsúru, Mjaðjurt, Tungljurt, Fjalldalafífil og Krossmöðru.

Á síðara skiltinu: “Stekkur“, má lesa eftirfarandi fróðleik: “Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn, sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðufar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekja þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.
Víða í mýrum sveitarfélagsins má finna leifar af birkilurkum og þeir eru vitnisburður um tvö löng birkitímabil sem runnu upp eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Eftir landnám hófst mikil landeyðing af ýmsum orsökum og í upphafi 20. aldar var allur skógur horfinn úr Mosfellssveit. Með friðun og skipulagðri skógrækt hefur sveitarfélagið tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrri tíð voru ær frá Helgafelli hafðar á beit hér í Stekkjargili en reknar á hverjum degi hingað í stekkinn þar sem þær voru mjólkaðar. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú stundaði óboðinn gestur þá iðju að sjúga mjólk úr lambám í stekkjum og fjárhúsum. Það var jólasveinninn Stekkjastaur sem Jóhannes úr Kötlum orti um á þessa leið:

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék við bóndans fé.

Hann vildi sjúgja ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Stekkjargil

Stekkjargil – Stórhóll t.h.

Þingvellir

Skammt frá fyrrum Valhöll á Þingvöllum, fast vestan við brúna yfir Öxará, er skilti þar sem gestir eru boðnir “Velkomnir til Þingvalla “með eftirfarandi boðskap:

Þingvellir

Þingvellir – yfirlit.

“Þingvellir við Öxará er merkasti sögustaður Íslands og hvergi kemur saga lands og þjóðar fram með sterkari hætti. Hér var Alþingi stofnað um árið 930 og kom það hér saman árlega allt til ársins 1798. Margir merkustu atburðir Íslandssögunnar urðu hér, svo sem kristnitakan árið 1000 og stofnun lýðveldisins Íslands árið 1944. Því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Árið 1930 voru Þingvellir friðlýstir og þjóðgarður stofnaður en árið 2004 var þessi helgistaður allra Íslendinga samþykktur á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

Þingvellir

Náttúra Þingvalla er talin einstök.

Náttúra Þingvallasvæðisins er einstök í heiminum. Jarðfræði svæðisins og vistkerfi Þingvallavatns, stærsta náttúrulega stöðuvatns Íslands, mynda dýrmæta heild. Lífríki vatnsins er auðugt en vatnasvið Þingvalavatns sem er um 1300 km2 hefur að geyma gríðarlega auðlind fyrir komandi kynslóðir. Þingvellir eru hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem hvergi er eins sýnilegur í veröldinni og einmitt hér. Þá má sjá í fjölmörgum sprungum og gjám svæðisins og gliðnun þess sem sífellt á sér stað.

Alþingi stofnað

Þingvellir

Frásagnir eru til um fjölbreytta skemmtan og þjónustu á þingtímanum.

Þú stendur nú á mörkum þinghelginnar þar sem meginstörf hins forna Alþingis fóru fram. Hér sagði lögsögumaður upp lög þjóðveldisins á Lögbergi og goðar landsins sátu ásamt ráðgjöfum sínum í lögréttu. Innan þinghelginnar áttu allir menn að njóta friðar en grasivaxnar rústir búða sem tjaldað var yfir, vitna um þau híbýli sem þingheimur dvaldist í meðan þing stóð.
Fljótlega eftir landnám um 870 fóru landnámsmenn Íslands að velta fyrir sér möguleikum varðandi stjórnskipan og uppbyggingu samfélags á Íslandi. Eftir norrænni fyrirmynd voru héraðsþing stofnuð, það fyrsta í landnámi fyrsta landnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar á Kjalarnesi.

Þingvellir

Þingvellir – Lögberg til forna.

Í Íslendingabók er sagt að maður einn, Úlfljótur að nafni, hafi farið Noregs til að kynna sér lagasetningu og við hann voru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi, Úlfljótslög. Einnig er sagt í Íslendingabók að Grímur geitskör, hafi verið ábyrgur fyrir þeirri ákvörðun að hentugast væri að velja Þingvelli fyrir þing þar sem menn gætu komið saman af landinu öllu.
Heimildir um þinghald landsmanna á þjóðveldistímanum (930-1262/64) bera þjóðskipulagi og réttarvitund germanskra þjóða vitni. Alþingi er einstakt meðal forna germanska þinga sökum þess hve heimildarstaða um þinghaldið er ríkulegt. Þar munar mest um lagasafnið Grágás sem gefur einstaka sýn inn í réttarvitund miðaldamanna. Í grunninn var samfélagsskipanin þó byggð á trúnaðarsambandi milli höfðingja og á sambandi frjálsra bænda.

Hvers vegna Þingvellir?

Þingvellir

Þingvellir – Öxarárfoss.

Líklega voru ástæður þess að Þingvellir voru valdir sem þingstaður landsmanna nokkrar. Vellirnir lágu vel við öllum helstu leiðum sem þá voru notaðar til ferðalaga milli landshluta. Ferðalag til Alþingis gat þó tekið um og yfir tvær vikur fyrir þá sem lengst þurftu að ferðast. leiðin lá oft yfir þvert hálendi landsins þar sem veður gátu verið válynd. Einnig var hér nægur eldiviður, hagar fyrir búfénað og vatn til drykkjar. Í Sturlungu er að nefnt að fornmenn hafi breytt árfarvegi Öxarár þannig að hún félli á vellina til þess a tryggja þingheimi aðgang að rennandi vatni.

Þingvellir í Íslendingasögum
Þingvellir koma víða við sögu í íslenskum miðaldabókmenntum. Þekktustu kappar Íslandssagnanna, Gunnar Hámundarson á Hlíðaenda og Egill Skallagrímsson, eru dæmi um það.

Þingvellir

Horft til norðurs yfir þingstaðinn.

Í Njáls sögu er Gunnar sagður hafa hitt hina skörulegu Hallgerði hér á völlunum: “Það var einn dag er Gunnar gekk frá Lögbergi. Hann gekk fyrir neðan Mosfellingabúð. Þá sa hann konur ganga á móti sér og vour vel búnar. Sú var í fararbroddi konan er best var búin. En er þau fundust kvaddi hún þegar Gunnar. Hann tók vel kveðju hennar og spurði hvað kbenna hún væri. Hún nefndist Hallgerður og kvaðst vera dóttir Höskulds Dala-Kollssonar. Hún mælti til hans djarflega og bað hann segja sér frá ferðum sínum en hann kvaðst ekki varna mundu henni máls. Settust þau þá niður og töluðu. Hún var svo búin að hún var í rauðum kyrtli og var á búningur mikill. Hún hafði yfir sér skarlatsskykkju og var búin hlöðum í skaut niður. Hárið tók ofan á bringu henni og var bæði mikið og fagurt.

Þingvellir

Búð á Þingvöllum.

Gunnar var í tignarklæðum þeim er haraldur konungur Gormsson gaf honum. Hann hafði og hringinn á hendi Hákonarnaut. Þau töluðu lengi hátt. Þar kom er hann spurði hvort hún væri ógefin”.
Og Egils saga segir frá Agli Skallagrímssyni á gamals aldri þegar hann vill ríða til þings: “Ég skal segja þér.” kvað hann, “hvað eg hefi hugsað. Eg ætla að hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungur gaf mér, er hvortveggja er full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast, síðan ætla eg að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt, ef allir skipta vel sín á milli; ætla eg, að þar myndi vera þá hrundingar, eða pústrar”.

Samkomustaður landsmanna

Þingvellir

Hestaat var stundað til forna.

Um tveggja vikna skeið í síðari hluta júnímánaðar ár hvert lifnuðu Þingvellir við þegar margmenni streymdi til Alþingis. Frásagnir eru til um fjölbreytta skemmtan og þjónustu við þingheim. Ýmis varningur var boðin til sölu og veislur voru haldnar. Kaupahéðnar, sverðskriðar og sútarar buðu vörur og þjónustu, trúðar léku listir og ölgerðarmenn sáu um að þingheimur gæti vætt kverkarnar.

Þingvellir

Tekist var á í leik og alvöru á Alþingi hinu forna.

Fréttir voru sagðar úr fjarlægum landshlutum og kappleikar háðir. Lausamenn leituðu sér atvinnu og ölmusufólk baðst beininga. Þingvellir voru samkomustaður allra landsmanna, þar var grundvöllur lagður að tungu og bókmenntum sem verið hafa snar þáttur í menningu Íslendinga allar götur síðan.

Þingvellir

Á tíundu öld háðu kappar þjóðveldistímans einvígi í Öxarárhólma, en hólmgöngur voru aflagðar eftir kristnitöku árið 1000.

Eitt er víst að Þingvellir voru með sönnu samkomustaður landsmanna um aldir, frá 930 til 1798, þó að á síðari öldum hafi umsvif þinghaldins dregist saman og störf þess einkum takmarkast við dómsstörf og refsingar. Á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld tengdust Þingvellir sterkt sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og öðluðust því sess sem sérstakur hátíðarsamkomustaður landsmanna.
Þrátt fyrir marga kosti þess að finna Alþingi stað á Þingvöllum hefur jarðfræði svæðisins haft erfiðleika í för með sér. Landsig Þingvallasigdældarinnar, sem ætla má að hafi verið um 4 metra frá því að Alþingi var stofnað um 930, hefur gert það að verkum að vatn hefyr gengið upp í þinghelgina. Talið er að kirkjan á Þingvöllum hafi verið færð vegna vatnságangs á 16. öld og Lögrétta var einnig færð vegna vatnsflaums árið 1594. Hún var þá við að eingangrast á hólma út í miðri Öxará. Mikið landsig olli frekari vandræðum í jarðskjálfahrinu árið 1789 þegar tún fóru undir vatn og gjár opnuðust. Þá seig land um 2 metra þar sem mest var.

Þingvallakirkja og bær

Þingvellir

Þingvallabærinn, kirkjan og þjóðargrafreiturinn.

Það var Ólafur helgi Noregskonungur sem fyrstur stóð fyrir því að kirkja væri reist á Þingvöllum. Hann sendi við í kirkju og kirkjuklukku til landsins nokkru eftir kristnitöku árið 1000. Núverandi kirkja á Þingvöllum var vígð 1859 en turn hennar var endurbyggður árið 1907. Bak við Þingvallakirkju er þjóðargrafreitur Íslendinga sem var hlaðinn árið 1939. Þar hvíla skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson.
Þingvallabærinn var reistur fyrir 1000 ára afmæli Alþingis á Þingvöllum árið 1930, en nú er hann í notkun þjóðgarðsins og forsætisráðherra. Tveimur burstum var bætt við bæinn árið 1974 fyrir þjóðhátíð þar sem Íslendingar minntust ellefuhundruð ára afmælis byggðar á Íslandi.”

Þingvellir

Þingvellir – skiltið við Öxará.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar,byggð 1943, sem u.þ.b. tíu árum síðar, varð að Sundhöll Hafnarfjarðar, varð áttræð 29. ágúst 2023. Af því tilefni voru sett upp upplýsingaskilti; eitt við Herjólfsgötu utan við Sundlaugina og svo þrjú í anddyri hennar.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Frá vígslu Sundlaugar Hafnarfjarðar 1943.

Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1940 en verkið tafðist vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Byggingu hennar var lokið árið 1943 og var sundlaugin formlega opnuð sunnudaginn 29. ágúst 1943. Sundlaugin í Hafnarfirði er glæsihús, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Byggingarsaga laugarinnar átti sér nokkrun aðdraganda.

Á söguskiltinu utandyra má lesa eftirfarandi texta: “Skipulögð íþróttaiðkun hófst í Hafnarfirði haustið 1894 með leikfimikennslu í Flensborgarskólanum. Í skólaskýrslu fyrir þennan vetur segir að í leikfimi hafi m.a. verið kennt í sund á þurru landi.

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundhöl Hafnarfjarðar – skilti utandyra.

Það var þó ekki fyrr en árið 1909 sem eiginleg sundkennsla hófst í Hafnarfirði en þá var það Ungmennafélagið 17. júní sem stóð að kennslunni. Hún fór fram í sjónum út af Hamarskotsmöl en síðar við Hellufjöru og árið 1926 var sundkennslan færð vestur að Krosseyrarmölum. Var hún þar í tæpan áratug en var þá flutt yfir fjörðinn að Skiphól við Óseyrartjörn. Snemma komu upp hugmyndir um byggingu sundlaugar í bænum, menn vildu “beita sér fyrir því, að upp kæmist í bænum sundlaug, þar sem börn og æskulýður bæjarins ættu kost á að nema heilnæmustu og gagnlegustu íþrótt allra íþrótta, sund”. Á næstu árum komu fram ýmsar hugmyndir um staðsetningu laugarinnar en það var loks árið 1939 sem lögð var fram teikning og kostnaðaráætlun af sundlaug við Krosseyrarmalir og hófust framkvæmdir í október sama ár.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundæfingar neðan Krosseyrarmalar.

Árið 1843 mátti lesa eftirfarandi frétt af vígslu sundlaugarinnar: “Er hjer um hið merkasta fyrirtæki að ræða, sem eflaust á eftir að hafa eigi minni þýðingu fyrir líkamlega hollustu Hafnfirðinga en Sundhöllin fyrir Reykvíkinga. Sjór er notaður í laugina og er hann hitaður upp með miðstöðvarhita. Fullkomin hreinsunartæki eru fyrir vatnið.” Sundlaugin var opin allt árið en rekstrinum var skipt í þrjú tímabil. Frá 1. nóvember til 1. apríl var hún rekin sem baðhús. Mánuðina apríl, maí september og október var aðeins vatnið í grynnri enda hennar hitað og hreinsað og var sundlaugin því aðeins í fullri notkun yfir sumarmánuðina.

Árið 1949 var hætt að nota sjó í laugina auk þess sem þá var kolakötlunum skipt út fyrir olíukyndingu. Samþykkt var að byggja yfir laugina árið 1951 og var hún vígð sem sundhöll tveimur árum síðar. Það var svo árið 1976 sem lögð var hitaveita í Sundhöllina en það gjörbreytti rekstrargrundvelli hennar til hins betra. Árið eftir vor settar upp tvær setlaugar í sólskýli við laugina”.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar -Upplýsingaskilti innandyra.

Á söguskiltunum innandyra stendur: “Sundkennsla í sjónum – Elstu heimildir um sundkennslu í Hafnarfirði eru frá árinu 1909 en þá var það Ungmennafélagi 17. júní sem stóð að kennslunni. Þar sem engin sundlaug var í bænum á þessum tíma fór kennslan fram í sjónum úf af Hamarskostmöl. Árið 1911 var tekin á leigu skúr sem stóð á mölinni og var hann notaður sem sundskáli þar sem nemendur gátu skipt um föt. Eftir að starfsemi Ungmennafélagsins lagðist niður, árið 1913, fól Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skólanefnd barnaskólans að annast kennsluna.

Sundlaug hafnarfjarðar

Fyrrum starfsmenn Sundhallarinnar voru heiðraðir með blómvendi í tilefni af 80 ára afmæli Sundlaugar Hafnarfjarðar.

Eins og áður segir fór kennslan fram á Hamarskotmöl, vestan við Vesturhamar en svo lengi fyrir sunnan hamarinn í svokallaðri Hellufjöru. Eftir að St. Jósepsspítali tók til starfa árið 1926 var nauðsynlegt að flytja sundkennsluna vegna frárennslis sem leitt var frá spítalanum niður í sjó. Var sundkennslan þá fær að svokölluðum Gatakletti vestur á Krosseyrarmölum og var sundskálinn fluttur með. Sundkennslan var þar í tæpan áratug en þá þurfti að flytja hana aftur þar sem mengunar var farið að gæta á svæðinu frá fiskvinnslustöðvum þar. Var sundaðstaðan þá flutt yfir fjörðinn að Skiphól við Óseyrartjörn.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundiðkun við Hamarskotsmöl 1915.

Eins og gefur að skilja var aðstaðan aldrei góð til sundiðkunar á meðan synt var í köldum sjónum. Snemma komu upp hugmyndir um byggingu sundlaugar í bænum og var það meðal annars Sundfélag Hafnarfjarðar sem vildi “beita sér fyrir því, að upp kæmist í bænum sundlaug, þar sem börn og æskulúður bæjarins ættu kost á að nema heilnæmustu og gegnlegustu íþrótt alla íþrótta, sund.” Á næstu árum komu upp hugmyndir um byggingu laugarinnar við Strandgötu, við leikfimishús barnaskólans og loks við Krosseyrarmalir upp af Gatakletti. Það var svo árið 1939 sem lögð var fram teikning og kostnaðaráætlun, sem Ágúst Pálson byggingarmeistari hafði unnið, af sundlaug við Krosseyrarmalir og hófust framkvæmdir í október sama ár.”

Sundlaug Hafnarfjarðar

Frá vígslu Sundlaugar Hafnarfjarðar 1943.

Vígsla laugarinnar – Föstudaginn 10. september 1943 mátti lesa í dagblaðinu Fálkanum eftirfarandi frétt af vígslu sundlaugarinnar: “Sundlaugin í Hafnarfirði varð vígð á sunnudaginn annan er var að viðstöddu miklu fjölmenni. Er hjer um hið merkilegasta fyrirtæki að ræða, sem eflaust á eftir að hafa eigi minni þýðingu fyrir líkamlega hollustu Hafnfirðinga en Sundhöllin fyrir Reykvíkinga. Í anddyrinu er aðgöngumiðasala fyrir gestina og afgreiðsla á handklæðum og sundskýlum. Þá tekur við rúmgóður forsalur en úr honum er gengið inn í búningsklefana…”

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug verður að Sundhöll.

Sundlaug verður Sundhöll – Árið 1949 var hætt að nota sjó í laugina auk þess sem þá var gömlu kolakötlunum skipt út fyrir olíukyndingu. Fljótlega eftir opnun sundlaugarinnar fóru að heyrast raddir um að æskilegt væri að sundlaugin yrði yfirbyggð til að hægt væri að nýta hana betur allt árið. Skiptar skoðanir voru um málið og töldu sumir heppilegast að setja á hana hreyfanlega yfirbyggingu sem hægt væri að opma yfir sumarmánuðina. Fallið var frá þeirri hugmynd og samið við Byggingafélagið Þór um að byggja yfir laugina árið 1951.

HjálmarÍ Hjálmur 1943 mátti lesa eftirfarandi um Sundlaug Hafnarfjarðar: “Sunnudaginn 29. ágúst var vígð og tekin í notkun sundlaug sú, sem verið hefur í smíðum hér undanfarin ár. Var vígsuathöfnin öll hin hátíðlegasta svo sem hæfði þessu tækifæri.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar.

Sundlauginni þarf ekki að lýsa, þar sem öll blöð og útvarp hafa birt mjög ítarlega frásögn og lýsingu á henni og nú er fjöldi bæjarbúa búinn að kynnast henni af eigin raun. Hins vegar verður hér rakin í eins stuttu máli og mögulegt er saga sundlaugarbyggingarinnar: Óvíða á landinu er náttúran jafn ógjöful á sæmilegan baðstað og hér í Hafnarfirði. Þess vegna skapaðist hér fyrr hugmyndin um byggingu sundlaugar en víða annars staðar, þar sem nú eru fyrir löngu komnar sundlaugar.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – sundiðkun neðan Krosseyrarmala.

Töluvert fyrir 1930 voru ýmis félög í bænum búin að samþykkja að styðja sundlaugarbyggingu og sum höfðu ákveðið að beita sér fyrir henni og fjársöfnun var hafin til sundlaugarbyggingarinnar. En allt þetta varð til lítils. Sundlaugarmálið sofnaði og var ekki vakið fyrr en 1934. Þá hélt Knattspyrnufélagið Haukar borgarafund um íþróttamál bæjarins og var sundlaugarmálið eitt af aðalmálum fundarins og var gerð í því máli ákveðin samþykkt. Nokkru síðar barst ýmsum félögum í bænum bréf frá bæjarstjóra, sem þá var Emil Jónsson, þar sem óskað var eftir tilnefningu þeirra í nefnd er forgöngu skyldi hafa um byggingu sundlaugar.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – upplýsingaskilti innandyra.

Urðu þessi félög við ósk bæjarstjóra og nefndin var skipuð þessum mönnum: Frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar Guðmundur Gissurarson, og var hann formaður nefndarinnar, frá Verkamannafélaginu Hlíf Grímur Kr. Andrésson, frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar Magnús Þórðarson (varamaður Magnúsar var Hans Ólafsson, sem vegna fjarveru Magnúsar tók mikinn þátt í störfum nefndarinnar, Jóngeir E. Davíðsson kom síðar í nefndina sem aðalmaður Sjómannafélagsins). Frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Kára, Loftur Bjarnason, frá Barnaskóla Hafnarfjarðar, Guðjón Guðjónsson, frá Kennarafélagi Hafnarfjarðar Hallsteinn Hinriksson og frá íþróttafélögunum Hermann Guðmundsson.

Sundlaug HafnarfjarðarNefndin hóf þegar starf sitt með því að athuga stæði fyrir væntanlega sundlaugarbyggingu, en varð ekki sammála um það, hvort í sundlauginni skyldi vera vatn eða sjór. Ósamkomulag þetta leiddi til þess að nefndin var ekki starfshæf um langan tíma og má segja að hér um bil 5 ár hafi farið í togstreitu milli þeirra tveggja hluta, sem nefndin klofnaði í.

Loks á árinu 1939 náðist samkomulag í nefndinni um að byggja sjósundlaug, sem standa skyldi á Krosseyrarmölum. Voru þá strax hafnar framkvæmdir og byrjað að grafa grunn fyrir sundlaugina, en vegna ýmissa örðugleika miðaði verkinu mjög hægt áfram þar til á árinu 1941. Þá var hafin bygging sjálfrar laugarinnar.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – söguskilti afhjúpað.

Árið eftir tók bærinn raunverulega sundlaugarbygginguna algerlega í sínar hendur með skipun þriggja manna í svo nefnt Sundráð, en í það voru skipaðir Guðmundur Gissurarson, Loftur Bjarnason og Ásgeir Stefánsson. Sundlaugarráðið hagaði þá þannig starfi sínu, að fullt tillit var tekið til samþykkta og ákvarðana sudlaugarnefndarinnar og á marga fundi Sundráðs var var sundlaugarnefndin kvödd.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – óyfirbyggð.

Fyrir dugnað og framtak sundráðs gekk bygging sundlaugarinnar mun betur en hægt var að búast við, og þann 29 ágúst var laugin komin upp og vígð, svo sem áður er að vikið. Er laugin hið myndarlegasta mannvirki. mun fullkomnari en áætlað var í fyrstu, en óyfirbyggð. Er það stór galli hvað snertir vetrarrekstur hennar, hins vegar er hún skemmtilegri óyfirbyggð að sumarlagi í góðri tíð.

Þetta er saga sundlaugarinnar til þessa, en saga hennar er ekki á enda þótt sundlaugin hafi verið vígð og tekin til notkunar, heldur er að eins um þáttaskifti að ræða og hefst nú nýr þáttur, sem ekki er síður þýðingarmikill en sá, sem liðinn er.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Teikning af endurbótum sem fyrirhugaðar eru á Sundhöllinni í framtíðinni.

Er þess að vænta, að bæjarbúar geri sitt til þess að gera þann þátt sem glæsilegastan með því að nota laugina almennt, svo að hún verði í raun og sannleika til þroska og manndóms fyrir Hafnfirðinga.”

Sundlaug Hafnarfjarðar

Í Sveitarstjórnarmál 1943 er fjallað um Sundlaug Hafnarfjarðar: “Sunnudaginn 29. ág. s. l. var opnuð til almenningsnota ný sundlaug í Hafnarfirði.

Fór sú athöfn fram með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík.
Sundlaug þessi er mikið mannvirki, er tekur yfir 700 fermetra svæði og er ein hæð. Hún er sjólaug og er við Krosseyrarmalir, í kvos vestan undir hraunbrúninni. Sjónum er dælt i laugina með rafmagnsdælu, hitaður upp með kolum og rafmagni og hreinsaður í fullkomnum hreinsunartækjum, sem vélsmiðjan Hamar í Reykjavík smíðaði og setti upp.

Sjálf laugarþróin er að stærð 25X8.5 m. Dýptin í grynnri endann er 90 cm, en 5 m í dýpri enda. Grynnri hluti laugarinnar er um helmingur af lengdinni, en með jöfnum halla frá 90 cm til 100 cm; úr því dýpkar ört í 5 m. Hrákarenna með niðurföllum er umhverfis alla laugina, enn fremur eru gangpallar með fram allri lauginni og eru að breidd 2 til 2.5 m. Búningsklefum, böðum og afgreiðslu er komið fyrir við grynnri enda laugarinnar…

Sundlaug

Sundlaug Hafnarfjarðar fyrrum – Hallsteinn kennir sund.

Bygging sundlaugarinnar hófst á árinu 1940, en tafðist á ýmsan hátt vegna vöntunar á nægilegu vinnuafli og vegna erfiðleika með að fá efni og alls konar tæki. Upphaflega var ákveðið að byggja sundlaugina með almennum samskotum og þá valin nefnd, er í áttu sæti menn frá ýmsum félagssamtökum í Hafnarfirði og frá bæjarstjórn. En vegna þess hve mannvirkið reyndist umfangsmikið og dýrt, vegna hinna breyttu tíma, varð niðurstaðan sú, að bærinn byggði laugina með styrk úr ríkissjóði. Alls söfnuðust 30 þúsundir króna með frjálsum samskotum. Gerð og fyrirkomulag sundlaugarinnar var ákveðið í samráði við húsameistara ríkisins, íþróttafulltrúa og íþróttanefnd ríkisins. Sundlaugin mun bafa kostað alls rúml. 500 þús. kr., og verður framlag frá ríkissjóði að líkindum 2/5 kostnaðar.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – frá vígslunni 1953.

Sundlaugin er rekin af Hafnarfjarðarkaupstað, og fer kennsla þar fram bæði fyrir skólanemendur og almenning. Með byggingu sundlaugarinnar hafa Hafnfirðingar hrint í framkvæmd miklu nauðsynja- og menningarmáli fyrir þennan mikla útgerðar- og sjómannannabæ.”

Alþýðublað Hafnarfjarðar fjallaði um byggingu sundlaugarinnar 1953 (blaðið var ekki gefið út 1943) undir fyrirsögninni “Sundhöll Hafnarfjarðar opnuð – Hátíðleg athöfn kl. 2 í dag!”

Sundlaug Hafnarfjarðar“Hin nýja Sundhöll Hafnarfjarðar verður vígð á morgun. Hefur verið byggt yfir gömlu opnu sundlaugina og hafa þær framkvæmdir allar staðið yfir síðan á miðju árið 1951 að fjárfestingarleyfi fékkst fyrir byggingunni en þá hafði árangurslaust verið sótt um slíkt leyfi frá því árið 1947. Auk yfirbyggingarinnar var reist viðbygging að norðanverðu yfir þrjá stóra vatnsgeyma fyrir loftræstingarkerfið, böðin og miðstöðina. Er sundhöllin nú hituð bæði með rafmagnsnæturhitun og olíu. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á böðum laugarinnar, búningsklefar lagfærðir og endurbætur gera að á miðasölu o.fl. Er afar snyrtilega frá öllu gengið. Salurinn er bæði hitaður upp með miðstöð og lofthita en það loft er alltaf ferskt, tekið beint að utan, ekki hitað upp á ný. Sundhöllin verður opnuð á morgun kl. 14 með hátíðlegri athöfn. Á eftir verður fólki gefinn kostur a að skoða mannvirkið til kl. 3.30 en þá verður að rýma húsið svo hægt sé að hefja sundmótið “Reykjavík – Utanbæjarmenn” kl. 5 e.h.”

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar frá vígsluathöfninni 1943.

Það var svo árið 1976 sem skipt var um þak á sundhallarasalnum auk sem hitaveita var lögð í Sundhöllina en það gjörbreytti rekstrargrundvelli hennar til his betra. Árið eftir voru settar upp tvær setlaugar í sólskýri laugarinnar og affallsvatn notað til að hita stéttar og sólskýli og við aðalinngang.”

Í umfjölluninni segir m.a.: “Sundhöll Hafnarfjarðar verður opnuð með hátíðlegri viðhöfn í dag, laugardag, 13. júní kl. 2 e.h. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, stuttar ræður flytja: Stefán Gunnlaugsson, formaður íþróttanefndar Hafnarfjarðar, Helgi Hannesson, bæjarstjóri, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi og Jón Egilsson, formaður ÍBH. Að því loknu verður fólki gefinn kostur á að skoða stundhallarbygginguna. Kl. 5 hefst svo sundmót og keppa þar Reykvíkingar við sundmenn úr Hafnarfirði og utan af landi.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – vígsla. 1953.

Bæjarstjórnarmeirihluti Alþýðuflokksins hefur alla tíð lagt á það áherslu og að því unnið eftir því sem efni og ástæður hafa leyft á hverjum tíma, að íþróttamönnum þessa bæjar yrði sköpuð viðunandi skilyrði til iðkunar hinna ýmsu íþróttagreina. Því íþróttir geta verið heilsusamlegar og göfgandi og eru eitt af því ákjósanlegasta, sem ungir menn og konur taka sér fyrir hendur í tómstundum sínum. Nú er það að vísu svo, að skilyrði og aðstæður til íþróttaiðkanda hér í bæ eru enn ekki svo góðar, sem æskilegast væri. En vafalaust stendur það til bóta og er þess að vænta, að sameiginlegt átak íþróttamanna og bæjarfélagsins í þessum málum megi í náinni framtíð skapa hafnfirskri íþróttaæsku þau skilyrði sem hún megi vel við una.

Bygging sundlaugarinnar
Sundlaug HafnarfjarðarBygging sundlaugarinnar var á sínum tíma einn liður í þeirri stefnu Alþýðuflokksmeirihlutans í bæjarstjórn, að bæta aðstæður til íþróttaiðkana.

Þýðing upphitaðrar sundlaugar er augljós. sem heilsulind og orkugjafi þeirra, sem hana skja. Auk þess er sundkunnátta nauðsynleg hverjum manni, til þee að bjarga sínu lífi og annarra frá drukknun.

Yfirbygging sundlaugarinnar var áframhald og einn liður þeirrar stefnu Alþýðuflokksins sem miðar að því að skapa Hafnfirðingum sem best og fullkomnust tæki til gagnlegra íþróttaiðkanda og hollra tómstundaskemmtana.

Bygging sundhallar ákveðin

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar 1953.

Yfirbygging sundlaugarinnar er mál, sem búið er að vera á döfinni nú um nokkurra ára skeið. Til að byrja með voru um það nokkuð skiptar skoðanir, hvort að rétt væri að byggja yfir laugina eða ekki.

Árið 1947 ákvað svo Alþýðuflokksmeirihlutinn í bæjarstjórn að láta til skarar skríða og hefja framkvæmdir þá þegar. En til þess að svo gæti orðið, varð fjárhagsráð að leggja blessun sína yfir þá fyrirætlun Alþýðuflokksins og veita fjárfestingarleyfi til byggingarinnar. Fjárhagsráð synjaði. Árin 1948, 1949, 1950 og 1951 voru aftur sendar umsóknir og alltaf synjaði fjárhagsráð. Þá varð það að fulltrúi Alþýðuflokksins, Baldvin Jónsson, í fjárhagsráði áfrýjaði ákvörðun meirihluta ráðsins, sem voru fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, til þess ráðherra í ríkisstjórn, sem fer með íþróttamál. Fulltrúar frá bæjarstjórn og íþróttasamtökunum hér í bæ fóru á fund ráðherrans til að ræða þetta mál. Árangurinn af þeirri málaleitan varð sá, að áfrýjun fulltrúa Alþýðuflokksins í fjárhagsráði var tekin til greina og fjárfestingarleyfið loksins veitt.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar 2022.

Allt frá árinu 1947 var að því unnið af hálfu bæjarstjórnar, að fjárfestingarleyfi fengist. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í fjárhagsráði stóðu ávallt gegn þessari málaleitan Hafnfirðinga. Fulltrúi Alþýðuflokksins var sá eini í fjárhagsráði, sem ætíð var málinu fylgjandi og greiddi því atkvæði sitt.

Sundhallarbyggingunni lokið
Strax og fjárfestingarleyfið var fengið var hafist handa um byggingarframkvæmdirnar. Byggingafélagið „Þór“ h.f. tók að sér að gera bygginguna fokhelda. Yfirsmiður var Sigurbjartur Vilhjálmsson, en múrarameistari var Sigurjón Jónsson.

Sundlaug hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar – frá vígslunni 1953.

Tréverk annaðist Gestur Gamalíelsson, trésmíðameistari og Byggingafélagið „Þór“ h.f. Málarameistarar voru Aðalsteinn Egilsson og Þórður Sigurðsson. Miðstöðvarlagningu önnuðust Vélsmiðjan Klettur h.f. og Jón Pálsson. Rafvirkjameistari var Sigurjón Guðmundsson. Vatnsgeyma smíðuðu Bror Westerlund og Rafha. Hamar h.f. sá um smíði lofthitunartækja. Yfirumsjón með byggingarframkvæmdum öllum hafði sundhallarforstjórinn Yngvi R. Baldvinsson.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundlaug Hafnarfjarðar 2022.

Jafnframt því sem byggt hefur verið yfir laugina, voru gerðar ýmsar endurbætur og lagfæringar á böðum og búningsklefum, komið á rafmagnsnæturhitun, svo hin nýja sundhöll verður upphituð með hvoru tveggja, olíu og rafmagni. Upphitun á sundhallarsalnum er frá lofthitun og ofnum. Reist var viðbygging við sundhallarhúsið að norðanverðu, yfir vatnsgeyma.

Byggingarkostnaðurinn mun nema um 850 þús. kr. Byggingu sundhallarinnar er nú lokið, að öðru leyti en því, að eftir er að múrhúða húsið að utan og útbúa sólskýli, sem fyrirhugað er að verði suð-austan við sundhöllina. Standa vonir til að því verki verði lokið sem fyrst.”

Heimildir:
-Upplýsingaskilti utan og innan Sundlaugar (Sundhallar) Hafnarfjarðar.
-Hjálmur, 7.-8. tbl. 18.09.1943, Sundlaug Hafnarfjarðar, bls. 5.
-Sveitarstjórnarmál 01.12.1943, Sundlaug Hafnarfjarðar, bls. 31-32.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 12. tbl. 13.06.1953, Bygging sundlaugarinnar, bls. 1 og 4.

Sundlaug Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar 2023.

Cuxhaven

Í jólablaði Fjarðarfrétta 20. des. 2022 er fjallað um afhjúpun vinabæjasöguskiltis:

Cuxhaven

Wilhelm Eitzeb, formaður vinabæjarfélgasins Cuxhaven-Hafnarfjörður, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, við nýja skiltið.

Cuxhaven

Söguskiltið.

“Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.
25. nóvember var afhjúpað söguskilti um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi.

Cuxhaven

Kugelbake í Cuxhaven.

Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins, árið 2013, gaf þýska borgin Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Cuxhaven

Borgarmerki Cuxhaven.

Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess. Um textagerð á skiltinu sá Björn Pétursson bæjarminjavörður og ljósmyndir á skiltinu tók Ólafur Már Svavarsson.

Virkt vinasambandtil fjölda ára

Cuxhaven

Frá afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára í Cuxhavenlundi. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins.

Cuxhaven

Cuxhavengata í Hafnarfirði.

Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Cuxhaven

Fróðleikur á söguskiltinu.

Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.
Cuxhaven

Cuxhaven
Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.”

Hafnarfjörður

Jólatréð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði 2022.

Heimild:
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2022-14-vef.pdf

Cuxhaven

Frá afhjúpun vinabæjarskiltisins.

Helgafell

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum:

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

“Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um í heimildum á 16. öld. Við erum stödd á svonefndum Ásum, hér reis mikil byggð á hernámsárunum, mest norðan við akveginn, m.a. geysistórt sjúkrahús. Flest mannvirkin eru horfin en þó má sjá hér á hæðinni tvo vatnsgeyma frá stríðsárunum sem miðluðu köldu vatni í bragga og önnur hús. Vatni var dælt úr Köldukvósl í geyminn, sem austar stendur, en í hinn var safnað vatni úr hlíðum Helgafells. Þriðji vatnsgeymirinn, nú hrofinn, var úr stáli og fyrir heitt vatn sem dælt var frá Reykjum og notað til upphitunar hér á Ásunum.

Helgafell

Helgafell – gönguleið.

Héðan liggur stikuð gönguleið upp á Helgafell framhjá leifum af námu þar sem leitað var að gulli snemma á 20. öld. Gönguleiðin liggur austur um fjallið og niður í Stekkjargil þar sem sjá má rústir af fjárstekk frá Helgafelli.

Þar getur göngufólk valið um tvær leiðir og gengið annaðhvort eftir stikaðri leið í áttina að Reykjalundi eða um Skammadal og Mosfellsdal aftur hingað að Ásum.

Helgafell

Hermenn á ferð um vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar – Vegatálmar.

Lífseig er sagan um hjúkrunarkonu sem starfaði hér á Ásum á stríðsárunum en fórst með vofveiflegum hætti. Sumir telja að hún sé hér enn á kreiki, stöðvi bíla og dimmum kvöldum og biðji um far. Þegar ökumenn hyggjast spjalla við þennan kynlega farþega eða hleypa honum út er hann á bak og burt!

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Pétur B. Guðmundsson (1906-1978) bóndi á Laxnesi var einn þeirra sem lenti í slíkri lífsreynslu og ritað um hana í bók: “Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni.
Ég gerði mér ekki grein fyrir neinu, en rauk út úr bílnum, hljóp aftur fyrir hann, og þegar ég kom að hinni hurðinni þreif ég hana upp og rétti höndina inn í bílinn, því ég var ákveðinn í því, að farþeginn skyldi út hvað sem tautaði. En – hönd mín greip í tómt. Það var enginn í sætinu.”

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar

Reykir

Mosfellsbær – herseta ofan Reykja.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúrleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Helgufoss

Helgufoss.

Leirvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leirvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingavalla og annarra landshluta.
Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirinar.

Jarðfræði

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.
Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, ipp dalina og fellin. Ofan tileru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.”

Auk framangreinds texta má hér sjá stutta lýsingu á gönguleiðini frá Ásum á Helgafell:

“Stutt gönguleið sem opnar göngumönnum gott útsýni yfir nyrðri hluta höfuðborgarsvæðisins. Upphaf gönguleiðarinnar er við skilti á Ásum. Skammt ofar má sjá gönguslóðann á ská upp fellið. Honum er fylgt á toppinn og svo sömu leið til baka.

Helgafell

Helgafell – leifar vatnstanka.

Á Ásum má sjá leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og er hann merktur með appelsínugulum stikum. Fara þarf varlega á leiðinni upp og niður.

Rétt áður en lagt er á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Helgafell

Helgafell – vatnstakar/loftmynd.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má Stekkjartjörn og niður eftir Stekkjargili þar sem gamlan stekk frá Helgafelli er að finna.

Efst má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. “

Helgafell

Helgafell – skilti.

Grímannsfell

Við Grímannsfell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Halldór Laxnes

Halldór Laxnes við Köldukvísl.

“Kaldakvísl er dragá sem á upptök sín austan Grímannsfells og fellur eftir endilöngum Mosfellsdal. Suðurá sameinast ánni neðst í dalnum en Kaldakvísl fellur til sjávar í Leirvog.
Handan árinnar rís Grímannsfell 484 metra yfir sjávarmáli og er eitt hæst þeirra fella sem prýða sveitarfélagið. Fjallið, sem er að mestu úr móbergi og grágrýti, er einnig nefnt Grímarsfell og hafði Halldór Laxnes skýringu á þeirri nafnbreytingu. Hann ritaði í bókinni “Grikklandsárið” sem kom út árið 1980: “Frá Laxnesi lokar Grímarsfell sjóndeildarhringnum til suðausturs og horfa klettabelti fjallsins í norður mót okkur, og safna skugga; fjallið hefur upphaflega verið kennt við Grímar sem síðan breyttist í Grímann uppá dönsku eins og annað hér. Efst í klettabeltunum klofnar fjallið fyrir miðju, en fyrir neðan kluftina byrja grænar hlíðar og hallar niðrað á þeirri sem fellur meðfram fjallinu ofan dalinn, Köldukvísl.”

Kaldakvísl

Foss í Köldukvísl.

Urriðavatn

Á skilti við austanvert Kaupstaðahverfið í Garðabæ er skilti um “Urriðavatn og nágrenni”. Á því má bæði lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi kort.

Urriðavatn
Urriðavatn
“Urriðavatn myndaðist þegar hrauntota frá Búrfellshrauni lokaði þessum dal. Írennsli er að mestu úr lindum í dalbotninum sunnan vatnsins og með regnvatni sem fellur innan vatnasviðs þess. Afrennsli er um Stórakrókslæk og um hraunið norðan vatnsins. Vatnið liggur í 29-30 m.y.s. og falatmaál þess eer um 13 ha.
Lífríki vatnsins er fjölbreytt og nær m.a. til gróðurs og dýralíf varps. Síkjamari er algengasta plöntutegundin í vatninu og þar lifir fjöldi smádýra, ásamt hornsílum og urriða sem eru einu fisktegundirnar. Vatnið og nærliggjandi votlendi eru auk þess búsvæði fjölda fuglategunda, m.a. votlendisfugla og anda.”

Vernd

Urriðakot

Álfhóll við Urriðakotsvatn h.m.

“Urriðavatn ásamt aðliggjandi hraunjarðri og votlendi eru á náttúruminjaskrá auk þess sem svæðið nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
Markmiðið er að vernda Urriðavatn, lífríki þess og aðliggjandi umhverfi og stuðla að góðu aðgengi aðs væðinu til útivistar. Unnið er að friðlýsingu Urriðavatns sem fólksvangs ásamt Búrfellshrauni frá eldstöðinni Búrfelli alla leið til strandar í Gálgahrauni.”

Fræðsla
Urriðavatn og nágrenni þess býður upp á fjölmarga möguleika til náttúrfræðslu. Á skiltum sem staðsett eru umhverfis vatnið er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúru svæðisins og sögu.”

Búrfellshraun
Urriðavatn
“Búrfellshraun varð til við eldgos í Búrfelli fyrir um 8000 árum. Þá rann hraunið í tveimur meginstraumum frá Búrfellsgjánni til norðvesturs og endaði í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði í Gálgahrauni. Sjór stóð mun lægra við ströndina þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Hraunið er um 18 km2 að faltarmáli sem telst miðlungsstórt og meðalþykkt hraunsins hefur verið áætluð 16 m.”

Mótun Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn.

“Búrfellshraun varð til þess að vatnafar á svæðinu gerbreyttist. Hraunið kaffærði og fyllti farvegi lækja á svæðinu. Hrauntota sem tók sig út úr aðalhraunstraumnum og rann inn í dalinn milli Urriðaholts og Setbergs varð þess valdandi að farvegur lækjar sem þar rann stíflaðist og Urriðavatn myndaðist. Flótlega eftir gosið hefur Stórakrókslækur orðið til þar sem vatn hefur aftur farið að renna frá hinu nýmyndaða Urriðavatni meðfram hraunjaðrinum.
Síðan Búrfellshraun rann hefur vatnafarið verið með svipuðu móti og í dag.
Urriðavatn er frekar grunnt. Í Vatnsbotninum er hins vegar allþykkt lag af vatnaseti og þar undir mór sem hefur myndast í mýrlendi áður en Búrfellhraun rann. Vatnasetið er að 6,3 m á þykkt sem sýnir að dýpstu hluta vatnsins hafa grynnkað sem því nemur síðan það myndaðist.”

Vatnsbúskapur Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn – flórgoði á Urriðavatni.

“Vatn er á stöðugri hreyfingu; það gufa upp úr sjó, vötnum, gróðri eða lífverum, myndar ský sem berast millis væða, vatnsgufan þéttist og fellur sem regn eða snjór á yfirborð jarðar. Þaðan rennur vatnið á yfirborðinu eða í gegnum jarðlög áður en það berst aftur til sjávar eða gufar upp á leiðinni. Þetta ferli er svokölluð hringrás vatns.
Urriðavatn fær vatn sitt af vatnasviði sem er rúmir 2 km2. vatn sem berst í Urriðavatn á að langmestum hluta uppruna sinn sem yfirborðsvatn sem fallið hefur á vatnasviðinu og borist þaðan um jarðlög eða á yfirborði. Aðaiens lítill hluti kemur lengar að með grunnvatnsstraumum. Tveir lækir falla í vatnið, Oddsmýrarlækur sem kemur upp í Oddsmýri sunnan vatnsins og Dýjakrókalækur sem kemur upp í nokkrum lindaaugum í Dýjamýri sunnan [austan] vatnsins.
Afrennsli úr vatninu er að mestu um Stórakrókslæk norðan vatnsins [vestan] vatnsins en auk þess sígur grunnvatnsstraumur frá vatninu í gegnum hraunið norðan þess.”

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.