Hveragerði

Við Varmahlíð í Hveragerði er upplýsingaskilti. Á því er eftirfarandi texti:

“Íbúðarhúsið Varmahlíð er elsta hús Hveragerðis, reist árið 1929, og markar það, ásamt garðyrkjustöðinni Fagrahvammi sem hóf starfsemi sama ár, upphaf byggðar í Hveragerði.

HveragerðiVarmahlíð var byggð á lóð Mjólkurbús Ölfusinga sem hafði keypt stórt land undir starfsemi sína árið áður. Húsið var upphaflega bárujárnsklætt timburhús, en var síðar múrhúðað að utan. Við byggingu var það rúmir 30 fermetrar að stærð, með forstofu, dagstofu, svefnherbergi og eldhúsi, auk geymslu við norðurgafl.

Varmahlíð var byggð fyrir Guðmund Gottskálksson og fjölskyldu frá Hvoli í Ölfusi sem bjuggu um 30 á í húsinu. Hveragerðishreppur keypti Varmahlíð árið 1961 og hefur sveitarfélagið átt það síðan. Húsið var engst af í útleigu en á árunum 1992-1995 var ráðist í umfangsmiklar endurbætur á húsinu og það fært til upprunalegs horfs, að viðbættu fordyri, og telst í það tæpri 50 fermetrar að stærð. Húsið var jafnframt fært inna á lóðina, en upprunalega stóð það neðar götunni. Frá árinu 1995 hefur Hveragerðisbær boðið erlendum sem innlendum listamönnum að dvelja í húsinu.

Hveragerði

Hveragerði – minnismerki; Garðahlynur austan Varmahlíðar. Undir hlynum er bekkur til minningar um Margréti Sverrisdóttur er síðust bjó  í Varmahlíð.