Á skilti við austanvert Kaupstaðahverfið í Garðabæ er skilti um “Urriðavatn og nágrenni“. Á því má bæði lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi kort.
Urriðavatn
“Urriðavatn myndaðist þegar hrauntota frá Búrfellshrauni lokaði þessum dal. Írennsli er að mestu úr lindum í dalbotninum sunnan vatnsins og með regnvatni sem fellur innan vatnasviðs þess. Afrennsli er um Stórakrókslæk og um hraunið norðan vatnsins. Vatnið liggur í 29-30 m.y.s. og falatmaál þess eer um 13 ha.
Lífríki vatnsins er fjölbreytt og nær m.a. til gróðurs og dýralíf varps. Síkjamari er algengasta plöntutegundin í vatninu og þar lifir fjöldi smádýra, ásamt hornsílum og urriða sem eru einu fisktegundirnar. Vatnið og nærliggjandi votlendi eru auk þess búsvæði fjölda fuglategunda, m.a. votlendisfugla og anda.”
Vernd
“Urriðavatn ásamt aðliggjandi hraunjarðri og votlendi eru á náttúruminjaskrá auk þess sem svæðið nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
Markmiðið er að vernda Urriðavatn, lífríki þess og aðliggjandi umhverfi og stuðla að góðu aðgengi aðs væðinu til útivistar. Unnið er að friðlýsingu Urriðavatns sem fólksvangs ásamt Búrfellshrauni frá eldstöðinni Búrfelli alla leið til strandar í Gálgahrauni.”
Fræðsla
Urriðavatn og nágrenni þess býður upp á fjölmarga möguleika til náttúrfræðslu. Á skiltum sem staðsett eru umhverfis vatnið er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúru svæðisins og sögu.”
Búrfellshraun
“Búrfellshraun varð til við eldgos í Búrfelli fyrir um 8000 árum. Þá rann hraunið í tveimur meginstraumum frá Búrfellsgjánni til norðvesturs og endaði í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði í Gálgahrauni. Sjór stóð mun lægra við ströndina þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Hraunið er um 18 km2 að faltarmáli sem telst miðlungsstórt og meðalþykkt hraunsins hefur verið áætluð 16 m.”
Mótun Urriðavatns
“Búrfellshraun varð til þess að vatnafar á svæðinu gerbreyttist. Hraunið kaffærði og fyllti farvegi lækja á svæðinu. Hrauntota sem tók sig út úr aðalhraunstraumnum og rann inn í dalinn milli Urriðaholts og Setbergs varð þess valdandi að farvegur lækjar sem þar rann stíflaðist og Urriðavatn myndaðist. Flótlega eftir gosið hefur Stórakrókslækur orðið til þar sem vatn hefur aftur farið að renna frá hinu nýmyndaða Urriðavatni meðfram hraunjaðrinum.
Síðan Búrfellshraun rann hefur vatnafarið verið með svipuðu móti og í dag.
Urriðavatn er frekar grunnt. Í Vatnsbotninum er hins vegar allþykkt lag af vatnaseti og þar undir mór sem hefur myndast í mýrlendi áður en Búrfellhraun rann. Vatnasetið er að 6,3 m á þykkt sem sýnir að dýpstu hluta vatnsins hafa grynnkað sem því nemur síðan það myndaðist.”
Vatnsbúskapur Urriðavatns
“Vatn er á stöðugri hreyfingu; það gufa upp úr sjó, vötnum, gróðri eða lífverum, myndar ský sem berast millis væða, vatnsgufan þéttist og fellur sem regn eða snjór á yfirborð jarðar. Þaðan rennur vatnið á yfirborðinu eða í gegnum jarðlög áður en það berst aftur til sjávar eða gufar upp á leiðinni. Þetta ferli er svokölluð hringrás vatns.
Urriðavatn fær vatn sitt af vatnasviði sem er rúmir 2 km2. vatn sem berst í Urriðavatn á að langmestum hluta uppruna sinn sem yfirborðsvatn sem fallið hefur á vatnasviðinu og borist þaðan um jarðlög eða á yfirborði. Aðaiens lítill hluti kemur lengar að með grunnvatnsstraumum. Tveir lækir falla í vatnið, Oddsmýrarlækur sem kemur upp í Oddsmýri sunnan vatnsins og Dýjakrókalækur sem kemur upp í nokkrum lindaaugum í Dýjamýri sunnan [austan] vatnsins.
Afrennsli úr vatninu er að mestu um Stórakrókslæk norðan vatnsins [vestan] vatnsins en auk þess sígur grunnvatnsstraumur frá vatninu í gegnum hraunið norðan þess.”