Urriðakotsfárhellir

Gengið var eftir göngustíg í gegnum Búrfellshraun frá Maríuhellum að Selgjá.
Í leiðinni var m.a. komið Stekkjarréttvið í Þorsteinshelli (Saupahellinum syðri), fornu vel duldu fjárskjóli með miklum hleðslum í. Litið var á fornt fjárhús og gróna fjárborg, sem ekki er getið í örnefnalýsingum, nema ef vera skyldi Fjárhústóftin nyrðri. Í Selgjá höfðu 11 bæir frá Görðum selstöðu fyrrum. Gengið var um gjána og minjarnar skoðaðar. Þá var haldið í Búrfellsgjá (Réttargjá) þar sem Búrfellsréttin (Gjáarrétt) og Gerðið voru skoðuð. Rifjaður var upp aldur og tilurð umhverfisins áður en haldið var aftur að upphafsstað. Ætlunin var að skoða umhverfið út frá minjunum og örnefunum á leiðinni.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot segir m.a. um göngusvæðið og nágrenni: “Héðan liggur svo landamerkjalínan í Máríuhella, en Urriðakotshellir heyrði til Urriðakoti. Síðan lá línan suður eftir hraunbrúninni og var þar ekki örnefni utan Sauðahellirinn nyrðri í brúninni móti Kolanefi. Þegar haldið var suður með hraunbrúninni var fyrst fyrir Dyngjuhóll eða Hraunhóll með Dyngjuhólsvörðum. Suðvestan undan hólnum var Dyngjuhólsflöt. Sunnan við tók við Bruninn.
SaudahusÞar út í var Smyrilsklettur og Grásteinn en framhjá honum lá Grásteinsstígur þvert yfir hraunið frá Hraunhorni sem var nokkru sunnar með hraunbrúninni, en sunnar við það var svo Hraunhornsflöt. Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar. En Einbúinn var hraunhóll á hrauninu austur frá Stekknum. Hér framar er komið í Kúadali og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhúsréttin nyrðri en austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús. Hér nokkru innar er í hrauninu svokallað Tjarnholtsgreni móts við Mið-Tjarnholt. 

Fjarhustoftin sydri

Spölkorn hér fyrir innan, eða sunnan, liggur Gjárréttarstígurinn upp á hraunið og skáhallt yfir það. Þar er komið að Sauðahellinum syðra. En Sauðahellisvarða er þar rétt hjá. Hér í norðvestur er mikil lægð í hraunið sem nefnist Flatahraun og nær norður á móts við Kolanef. Þar á hrauninu er stór hóll, nefnist Einstakihóll, og liggur Heiðmerkurvegurinn rétt hjá honum og suður eftir. Þegar komið er framhjá Sauðahellisvörðu hallar niður í Selgjána og nefnist þá stígurinn Selgjárstígur. Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir. Fjarhustoftin nyrðriSelgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu í 11 sambyggingum því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18. öld.
Saudahellirinn sydriVið Selgjárbarminn nyrðri er svokallaður B-steinn, steinn með bókstafnum B. Á suðurhlið er svo Selgjárbarmurinn syðri. Við syðsta selið liggur stígurinn upp á barminn og er það Selgjárvarðan. Þegar kemur hér spölkorn suður er komið að úfnu hrauni fram undan Svarthömrum, nefnist Kargi. Selstæðið þarna var einnig nefnt Norðurhellar, Norðurhellnasel og barmarnir því kallaðir Norðurhellnaselsbarmur nyrðri og Norðurhellna[sels]barmur syðri. Frá Markavörðu á syðri barmi Norðurhellnagjár lá landamerkjalínan suðvestur í Markastein syðst á Tjarnholtinu syðsta og er þar hornmark. Héðan liggur svo línan frá Markasteinaþúfu um Þverhlíðarþúfu á Þverhlíð og um Flóðahjallatá, en þar var Flóðahjallatávarða, og síðan í Álftartanga sem áður er nefndur. Þrjú eru Tjarnholtin, syðsta er þegar nefnt. Þá er Mið-Tjarnholt og þá Nyrsta-Tjarnholt eða Litla-Tjarnholt. En milli Tjarnholta og Þverhlíðar er Dalurinn syðri eða eins og hann er stundum kallaður, Urriðakotsdalur syðri, og líka var hann nefndur Efri-Flatir. Hér um lá troðningur og niður um holtið nefndist Syðridalatroðningur, hann lá framhjá svonefndum Grjóthól um Grjóthólsflöt niður undan honum, en hér var kallað holtið Milli dala og þá lá troðningurinn niður á Neðri-Flatir, Dalinn neðra eða Dalinn og Urriðakotsdalinn neðri, en svæði þetta sem nú hefur verið lýst nefndist einu nafni Urriðakotsdalir og lá stígurinn hér um miðjan dal í Gjárréttarstíginn og síðan yfir á Hálsinn, Flóðahjallaháls eða Urriðakotsháls sem fyrr er talinn og síðan niður til bæjar. Urriðakot hefur verið í eyði nú um árabil. Þá var tekið upp á því að kalla jörðina Urriðavatn. Hraunið allt austan og ofan Urriðakotsholts nefndist Urriðakotshraun”.

Nordurhellrasel

Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir svæðið segir m.a.: “Hraunbreiðan milli Urriðakotsholts og Vífilsstaðahlíðar nefnist einu nafni Svínahraun, en nyrðri hluti hraunsins, sem er í Vífilsstaðalandi, er nefndur Vífilsstaðahraun, en syðri hlutinn, sem er í Urriðakotslandi er kallaður Urriðakotshraun. Vífilsstaðahlíð, sem er í Vífilsstaðalandi, mun áður hafa verið nefnd Svínahlíð. Í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar eru Maríuhellar. Þeir eru tveir og eru á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar. Suður af hellunum rétt sunnan við Heiðmerkurveginn er stór hraunhóll sem áður var með einni vörðu, en nú með mörgum. Hann kallaði Urrið[a]kotsfólkið Dyngjuhól, en Vífilsstaðafólkið Hádegishól, og var hann eyktamark þaðan. Suðvestur af honum er lítil flöt við hraunjaðarinn, Dyngjuhólsflöt. Suðaustur af Dyngjuhól er hraunið mjög úfið og kallast Bruni.
GjaarrettStórum hluta Brunans hefur verið spillt með efnistöku. Í Brunanum skammt suðvestan við Heiðmerkurveginn er stór, stakur hóll, Einstakihóll.
Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. Sunnan við Hraunhornið var flöt, sem nefnd var Hraunhornsflöt. Henni var spillt með byggingaframkvæmdum á stríðsárunum. Norðaustur af Hraunhorni er hár klettur inni í hrauninu, Smyrilsklettur. Þar verpti smyrill. Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum, gráum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu. Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt, sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún.

Gerdid

Við hraunið nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns. Norður af henni er áberandi hóll í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsrústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun. Flatahraun nær norður á móts við Kolanef í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett töluvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefsflöt, sjá örnefnaskrá Vífilsstaða, er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðina) allt frá því, að heimildarmaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu.
Gerdid-2Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi. Við norðausturbarm Selgjár, niðri í gjánni, er svokallaður B-steinn, en svo er nefnd hraunhella, sem rís þar upp á rönd líkt og legsteinn og bókstafurinn B hefur verið höggvinn í. Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar. Heimildarmaður kannast ekki við þessi nöfn úr mæltu máli. Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir.
VifilsstadahlidSauðahellirinn er norðan við vörðu við Gjáarréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingum í Vífilsstaðalandi. Þessi hellir mun hafa verið notaður á svipaðan hátt og fyrr nefndur Sauðahellir, en fyrir minni heimildarmanns.
Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Urriðakot.

Búrfellsgjá

Gjáarrétt og Gerðið í Búrfellsgjá.