Færslur

Flóðahjalli

Í Morgunblaðinu, blaði B, 2002, fjalla Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson um “Tóftina á Flóðahjalla og horfna tíð í Urriðakoti“:

Þorkell Jóhannson

Þorkell Jóhannsson.

“Ný tegund tófta hér á landi eru leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu.
Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, sunna eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftir á Íslandi hafa verið flokkaðar í tvo meginflokka; húsatóftir (tóftir íveruhúsa og peningshúsa af ýmsu tagi) og tóftir margvíslegra skýla (tóftir sæluhúsam skothúsam brunnhúsa, myllukofa eða fjárborga og fjárrétta svo að dæmi séu tekin). Ný tegund tófta hér á landi er að kalla tóftir mannvrkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Ein tóft þessarar gerðar er í Setbergslandi á Flóðahjalla sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftin hefur vakið athygli okkar á reiðferðum um landið í kring og þá ekki síst vegna stærðar sinnar. Segja má, að tóftin „hafi ekki látið okkur í friði“ og því hafi skrif þessi orðið til.

Flóðahjalli

Hluti af tóftinni á Flóðahjalla.

Fremst á Flóðahjalla heitir Hádegisholt og var eyktarmark frá Urriðakoti. Eyktarmörk minna á horfna tíð með sínum búskaparháttum og mannlífi. Í Urriðakoti var áður sveit, en þar er nú útivistarsvæði borgarbúa – og í vændum er mikil byggð og þar á meðal bygging tæknigarða, ef trúa má fréttum (Morgunblaðið 27.6.2001). Segja má að sú gerbreyting á landnýtingu og lífsháttum, sem hér hefur orðið á síðustu áratugum, hafi fylgt í kjölfar hernáms Breta 1940. Við höfum þess vegna einnig freistast til þess að hyggja lítillega að horfinni tíð á þessum slóðum.

Flóðahjalli

Flóðahjalli

Flóðahjalli er grágrýtisrani (sjá yfirlitskort), sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Allbreitt skarð skilur Flóðahjalla til suðausturs frá Sandahlíð, sem er hæsti hluti Setbergshlíðar. Flóðahjalli er hæst um 125 m yfir sjávarmáli og Sandahlíð er svipuð á hæð. Skarðið á milli er í um það bil 100 m hæð. Þar liggur nú háspennulína til Straumsvíkur og línuvegur meðfram. Skarðið nefnist Klif, en var þó aldrei ferðaleið. Vel mætti því vera að skarðið hefði upphaflega kallast „klyft“ (þ.e.a.s. klauf í hæðarhrygginn).

Flóðahjalli

Flóðahjalli – mannvirki.

Norðaustanvert á Flóðahjalla er markagirðing milli Urriðakots og Setbergs. Þar hefur land greinilega blásið, en í verið sáð lúpínu. Sækir hún nú ört upp hjallann og að tóftinni. Norðan við heitir Urriðakotsdalur og Hraunflatir næst Búrfellshrauni. Þar hafa Oddfellowar eftir 1990 gert stóra og vel búna golfvelli á sínu landi (sjá á eftir), og var þar golfskáli risinn þegar 1992.

Oddsmýrardalur

Oddsmýrardalur.

Suðvestan undir Flóðahjalla, milli hans og Svínholts og Setbergsholts, er Oddsmýri, en Oddsmýrardalur er til suðurs. Oddsmýri hefur verið ræst fram og þar verið ræktuð tún frá Setbergi. Mýrin hefur án efa verið mjög blaut og gæti einhvern tíma hafa verið verið kölluð „flóð“ og af því sé nafngiftin Flóðahjalli dregin. Eldri og væntanlega réttari nafngift er Flóðháls.

Frá mýrinni rennur Oddsmýrarlækur í Urriðakotsvatn (Urriðavatn). Í Oddsmýrardal,  skammt innan við Oddsmýri, er beitarhúsatóft frá Setbergi. Þaðan er þægilegt að ríða eða ganga inn í botn Oddsmýrardals og svo áfram línuveginn til norðurs upp Klifið og síðan út eftir hjallanum að fornri og nokkuð hruninni vörðu fremst á Flóðahjalla (vafalaust hádegiseyktarmark frá Urriðakoti).

Setberg

Setberg – fjárhús í Oddsmýrardal.

Tóftin er nokkru framan við háhjallann, um það bil miðja vegu milli hans og vörðunnar. Þaðan er víðsýnt, ekki síst yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Flóðahjalli er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu og þar má einnig ganga eða ríða upp hálsinn beina leið að tóftinni.

Norðaustan undir Flóðahjalla þar, sem heitir Flóðahjallatá, liggur svokallaður Flóttamannavegur, öðru nafni Elliðavatnsvegur eða Vatnsendavegur. Milli vegarins undir Flóðahjallatá og Urriðakotsvatns heitir Dýjamýri austar, en Þurramýri vestar. Dýjakrókar heita fjær undir Urriðakotshálsi (ranglega nefndur Urriðaháls í Mbl. 27.6.2001). Þar eru uppsprettur og úr þeim rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurramýrarlæk, á mótum Urriðakots og Setbergs, og svo í vatnið. Eru lækir þessir ásamt Oddsmýrarlæk helsta aðrennsli í vatnið ofan jarðar.

Urriðavatn

Urriðavatn í nútíma.

Ef vernda á lífríki Urriðakotsvatns, ekki síst eftir að byggð færist nær beggja megin vatnsins, er því nauðsynlegt að friða bæði Dýjakróka og mýrlendið að sunnanverðu við vatnið.
Frárennsli úr vatninu er í norðvesturhorni þess í landi Setbergs. Rennur þaðan lækur, Stórakrókslækur, nú að mestu í rásum og stokkum, sem sameinast Hamarskotslæk (Hafnarfjarðarlæk) neðan og vestan við Setberg. Gekk áður sjóbirtingur í lækinn, en hann hvarf eftir virkjunarframkvæmdir Jóhannesar Reykdals, síðar á Setbergi (föður Elísabetar Reykdals, sjá síðar) árið 1904. Jóhannes Reykdal var frumkvöðull um rafvæðingu hér á landi sem kunnugt er.

Urriðakot

Álfhóll við Urriðakotsvatn.

Austan Urriðakotsvatns stóð bærinn í Urriðakoti í grónu túni. Túnið er enn grænt, en bæjarins sér nú lítinn stað. Hádegisholt og varðan á því hefur vissulegs blasað vel við frá bænum og útsýni er sömuleiðis gott af holtinu í átt að bæjarstæðinu).
Á Urriðakotshálsi voru á stríðsárunum nokkuð stórar herbúðir Bandaríkjamanna. Þær sjást allvel á loftmynd frá l954 og enn má sjá þar húsgrunna og steinsteypuleifar frá þeim tíma. Það er víst einmitt hér, sem hinir nýju tæknigarðar skulu rísa.

Tóftin

Flóðahjalli

Tóftin á Flóðahjalla.

Tóftin er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla eins og áður segir. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans.
Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þeir hafa því riðlast umtalsvert í áranna rás. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin furðustór að flatarmáli eða nærri 800 m².

Elísabet Reykdal

Elísabet Reykdal.

Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Verða þannig til tvö lítil ferhyrnd rými (ca. 2,5x 4 m og ca. 3×1,8 m að innanmáli; og eitt hringlaga (ca. 4 m að innanmáli;). Í öðru ferhyrnda rýminu fundum við leifar af timburfjölum og utan við hringlaga rýmið fundum við ryðgaða járnplötu, 1×1 m, með ca. 8 cm háum hnúð eða pinna á í miðju, en alls ekkert annað, sem bent gæti til mannvistar.
Á klöppinni syðst eru nokkrar stafristur. Þar teljum við ótvírætt að höggvið hafi verið ártalið 1940, fangamarkið D.S. og væntanlega mannsnafnið J. E. Bolan. Þessi stafagerð er öll með sama breiða lagi. Auk þess má greina fangamörkin J.A. og G.H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940.

Elísabet Reykdal (f. 1912), sem alla tíð hefur búið á Setbergi, man vel eftir komu Breta í Hafnarfjörð sumarið 1940, og hún var í nábýli við þá og síðar Bandaríkjamenn.

Setberg

Setbergshamar – skotbyrgi.

Hún minnist þess, að Bretar voru með gervifallbyssur (símastaura?) á Setbergshamrinum. Hún man einnig vel eftir Bretunum á ferð í einhvers konar beltabílum („einhvers konar smáskriðdrekar“) á vegaspottunum milli Setbergs og Urriðakots (þetta hafa verið svokallaðir Bren Gun Carriers). Telur hún líklegast, að Bretarnir hafi farið á bílunum upp á Flóðahjalla. Hún þvertekur fyrir, að Íslendingar hafi komið þar að verki.
Af bók prófessors Þórs Whiteheads, Bretarnir koma, má ráða, að meðal þeirra staða, sem Bretar óttuðust mest, að Þjóðverjar myndu nota til landtöku hér, voru lendingarstaðir flugvéla á Sandskeiði og í Kaldaðarnesi og höfnin í Hafnarfirði. Strax hernámsdaginn (10. maí) voru hermenn sendir upp á Sandskeið og austur yfir Fjall í svo ólíkindalegum herflutningatækjum og hvítar Steindórsrútur voru.

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.

Til Hafnarfjarðar voru hermenn fyrst sendir fáum dögum síðar og svo að marki 18. maí, þegar liðsauki hafði borist til landsins með tveimur stórum herflutningaskipum. Þá voru fluttir 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sjóleiðis til Hafnarfjarðar.

Setbergshamar

Setbergshamar – skotbyrgi.

Þessir hermenn höfðu þó ekki strax yfir að ráða Brynvögnum, þar eð slík farartæki komu fyrst til landins í júlí um sumarið (9; bls. 132 og 212). Þór Whitehead telur því einsýnt, að hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga hafi gert mannvirkið á Flóðahjalla. Hafi tilgangurinn verið sá að efla varðhöld og vígstöðu við Hafnarfjörð til þess að mæta hugsanlegri innrás Þjóðverja. Ótvírætt er, að Bretar óttuðust mjög landgöngu Þjóðverja í Hafnarfirði, ef svo bæri við. Í bók Þórs er þannig mynd, sem sýnir menn úr herfylki Wellingtons hertoga á æfingu á holti við Hafnarfjörð. Í texta við myndina segir m.a.: „Bærinn var talinn einn líklegasti landgöngustaður þýsks innrásarliðs og Bretar gerðu ráðstafanir til að sprengja Hafnarfjarðarhöfn í loft upp“.

Öðrum okkar (Þ.J.) hefur nú borist svar við fyrirspurn til aðalstöðva herfylkis Wellingtons hertoga þess efnis, að tóftin („the stone defence work mentioned“) hafi verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons og tilgangurinn hafi verið svipaður og Þór Whitehead telur („…to cover open ground, which might have been used by enemy parachutists, road approaches to the town and, possibly, likely landing places on the coast“).

Flóðahjalli

Flóðahjalli – minjar.

Þessar upplýsingar eru byggðar á ritaðri frásögn eins þeirra hermanna, sem þarna komu við sögu og er enn á lífi. Í ljósi þessara upplýsinga þykir okkur líklegt, að byssustæði hafi verið í hringlaga rýminu (járnplatan leifar af því?) og einhvers konar vistarverur hefðu getað verið í ferhyrndu rýmunum (fjalaleifarnar leifar af timburgólfi?).

FlóðahjalliUrriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866–1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865–1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn.
Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgripaeign í þá daga. Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða.

Urriðakot

Urriðakot.

Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmundsson á Setbergi (1824–1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: „Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.“

Urriðakotshraun

Fjárhústóft Guðmundar í Urriðakotshrauni.

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er, til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði Guðmundur vanið sauði sína við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu.

Urriðakot

Urriðakot.

Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. („Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði.“) Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.

Urriðakot

Urriðakot – örnefni.

Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: „Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir.“

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn. Fornleifauppgröftur á Hofstaðaseli neðst t.h.

Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40–50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan „fóðurbæti“ og hafa án efa verið vel haldnar og í góðri nyt.
Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu. Talið er, að það hafi horfið eftir 1973–1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það væri slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti

Urriðakot

Urriðakot – Dagmálavarða.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20–30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa.
Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar.

Camp Russel

Camp Russel – Bíóbraggi hermanna 1943.

Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar fuðra upp í verðbólgubáli.
Sonarsynir Urriðakotshjóna, sem jörðina keyptu, fengu í desember 1944 nafni jarðarinnar breytt í Urriðavatn. Það var óþarfaverk að breyta fornu nafni jarðarinnar. Nafninu Urriðakoti er því haldið hér í samræmi við örnefnalýsingu Svans Pálssonar frá 1978.”

Heimild:
-Morgunblaðið, blað B, 13.01.2002, “Tóftin á Flóðahjalla og horfin tíð í Urriðakoti”, Þorkell Jóhannson og Óttar Kjartansson, bls. 10-11.

Urriðakot

Urriðakot – upplýsingaskilti.

Urriðavöllur

Í fylgiblaði Morgunblaðsins 1997 skrifar Gísli Sigurðsson um, “Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“:

Urriðavöllur

Urriðavöllur – grein Gísla Sigurðssonar í MBL.

“Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. En framan frá sést vatnið í rauninni illa, því hraunið sem Reykjanesbrautin liggur yfir, hefur tekið á sig krók og runnið austur á bóginn og út í vatnið. Í hlíðinni norðan við vatnið má sjá tóftir eftir bæ og dálítill túnkragi hefur verið í kring. Þetta var sá bær sem hét Urriðakot til 1944, en síðan Urriðavatn. Þarna hefur verið búið með kindur og treyst á beit uppi í Urriðavatnsdölum og Heiðmörk.
Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.
Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni einast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.

Þórður er einn úr hópnum
Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára.
„Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?
Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki.
Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.

Landamerki skilgreind 1986

Urriðakot

Urriðakot – landamerkjalýsing; örnefnaskráning Gísla Sigurðssonar.

Urriðavatnsland er í Garðabæ. Upphaflega náði það neðar í hraunið en Reykjanesbrautin liggur nú. En þegar Oddfellowreglan var búin að eiga landið í 40 ár, komst skriður á nýja þróun. Sá hluti landsins sem var norðan við Reykjanesbrautina, 5 ha., var seldur Garðabæ 1986. Í framhaldi af því tók stjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa undir stjórn Jóns Ótta Sigurðssonar að huga að nýtingu landsins. Í því augnamiði var unnið að bókum Urrðavatnsland sem út kom 1988. Ljóst var að efri hluti landsins yrði ekki byggður fyrr en eftir 2050 og Urriðavatnsdalir þar að auki á vatnsverndarsvæði. Í ljósi fjölbreyttrar náttúru og hrífandi fegurðar sem þarna er árið um kring, þótti augljóst að þarna gæti orðið útivistarparadís í næsta nágrenni við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Eftir að sú ákvörðun var tekin að líta á Urriðavatnsland sem útivistarsvæði, fékk framkvæmdanefndin til liðs við sig fagmenn eins og Reyni Vilhjálmsson og Þráin Hauksson, landslagsarkitekta, og þá kom fljótlega upp hugmynd um golfvöll en jafnframt lögð áherzla á það að landið yrði almennt útivistarsvæði og girðing inn með Vífilsstaðahlíð var rifin niður.

Urriðakotsdalir

Urriðakotsdalir – úr fornleifaskráningu 2022.

Líknarsjóðurinn hefur lagt til efni í göngustíga, en unglingar í Garðabæ hafa unnið verkið. Nú eru komnir göngustígar inn eftir Búrfellshrauni, sem tengjast stígnum undir hlíðinni og hægt að ganga þar talsvert langan og framúrskarandi fallegan hring.
Inni í hrauninu hafði verið efnistaka, sem hætt var við, en útivistar- og leiksvæði útbúið í gryfjunni. Hún er nægilega stór til að rúma löglegan handboltavöll og þar verður púttvöllur að auki.
Í Urriðavatnsdölum var frá náttúrunnar hendi öll sú tilbreyting í landslagi sem þarf til þess að golfvöllur geti orðið í senn krefjandi og skemmtilegur. Leitað var til Hannesar Þorsteinssonar, líffræðings og golfvallarhönnuðar á Akranesi og á hann heiðurinn af skipulagi vallarins og útfærslu á teigum, brautum og flötum. Með honum unnu þeir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu Oddfellowsfélaga.

Þriðji aðilinn sem þarna átti hlut að máli er Batteríið, arkitektastofa Sigurðar Einarssonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, en þeir hafa teiknað framtíðar golfskála, sem um leið verður miðstöð útivistarfólks og liggja stígar frá skálanum út á stíginn í hrauninu.
Þegar skipulagstillögurnar lágu fyrir og höfðu verið samþykktar af þar til bærum yfirvöldum, voru þær gefnar út í veglegu riti og kynntar innan Reglunnar. Var strax mikill áhugi á stofnun golfklúbbs sem Oddfellowar ættu aðild að. Um leið og völlurinn var tilbúinn, hófu margir félagar í nýstofnuðum Golfklúbbi Oddfellowa að leika golf, sem aldrei höfðu snert á því áður, og uppgötvuðu nú, að Urriðavatnsdalir er unaðsreitur fegurðar og sú fegurð hefur farið vaxandi með ári hverju eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – Golfklúbburinn Oddur.

Síðar var stofnaður Golfklúbburinn Oddur, sem öllum er opinn. Golfvöllurinn verður með þeim beztu á Íslandi.
Ekki er það hrist framúr erminni að búa til boðlegan 18 brauta golfvöll. Venjulega tekur þ|ið áraraðir á Íslandi, en það er lýginni líkast hvað allt greri og dafnaði skjótt í Urriðavatnsdölum. Fyrst voru lagðar 9 brautir á golfvellinum og sáð í þær. Jafnframt voru teigar og flatir byggð upp og bráðabirgða golfskáli reistur.

Félagar hafa fjármagnað allt

Urriðavöllur

Urriðavöllur – gróðursetning.

Mörgum hefur þótt hraði framkvæmdanna ævintýralegur í Urriðavatnsdölum og því hefur verið slegið fram, að Oddfellowar hafi getað gengið í digra sjóði til þess í arna. En það er ekki svo. Félagarnir sjálfir hafa fjármagnað þetta, nema hvað Styrktar- og líknarsjóðurinn fjármagnar gróðursetningu á tijáplöntum, hönnun, svo og grasfræ á brautirnar. Tekin hafa verið lán vegna framkvæmda og ein stór er eftir: Golfskálinn, en hann verður látinn bíða; völlurinn gengur fyrir.
Bráðabirgðaskálinn hefur lítið eitt verið stækkaður, en draumurinn er að lítlu austar rísi nýr skáli, sem þjóni líka göngufólki.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – gróðursetning.

Stofnfundur golfklúbbs Oddfellowa var haldinn 12. mai, 1990 og þá voru skráðir um 300 stofnfélagar. Nú eru klúbbfélagar yfir 500. Hraða framkvæmdanna má m.a. þakka hópi vaskra manna úr Oddfellowreglunni sem vann bæði við frágang hússins og þökulagningu á teiga, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki lögðu félagarnir á sig framkvæmdagjald og hafa á þann hátt fengizt 5-6 milljónir til framkvæmda. Óskar Sigurðsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Oddfellowa, hefur unnið mikið og gott starf og einnig Gunnlaugur Gíslason, sem hefur verið formaður vallarnefndar frá upphafi og stjórnað framkvæmdum.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.

Byggð hefur verið vélageymsla, sem einnig hýsir aðstöðu fyrir starfsmenn og stjórn, en það veigamesta sem nú er á framkvæmdastigi er helmingur golfvallarins, sem kunnugir telja að sé ekki á síður á fögru og tilbreytingarríku landi en sá hluti sem við þekkjum, og jafnvel að svæðið þeim megin sé ennþá fegurra.
Í ágúst verður Oddfellowreglan á Íslandi 100 ára og stefnt er að því að opna þennan nýja hluta vallarins og leika á 18 brauta golfvelli á landsmóti Oddfellowa í sama mánuði.”

Við golfvöllinn er minnismerki um frumkvöðlana er stuðluðu að tilvist hans, en upplýsingar um það er hvergi að finna á vefsíðum Oddfellows. Þegar FERLIRsfélagi leitaði eftir staðasetningu þess við starfsfólk vallarsins virtist enginn vita um tilvist þess. Sporin eiga það til að fyrnast!?

UrriðavöllurUrriðakotshraun var friðlýst sem fólkvangur þann 10. janúar 2024 að beiðni landeiganda og Garðabæjar.

Heimildir:
-Morgunblaðið 27.03.1997, “Útivistaparadís í Urriðavatnslandi”, Gísli Sigurðsson, bls. 1-4.
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/urridakotshraun/

Urriðavöllur

Urriðavöllur – friðlýsing.

Beitarhús

Hér á eftir verður m.a. fjallað um beitarhús sem og slík hús frá Elliðavatni, Vatnsenda, Fífuhvammi, Vífilsstöðum, Urriðakoti, Setbergi, Hvaleyri, Jófríðarstöðum og Krýsuvík.

Beitarhús

Beitarhús.

Beitarhús hafa jafnan verið skilgreind sem “fjárhús (langt frá bæjarhúsum þar sem vetrarbeit er fyrir sauðféð).” Húsin voru ákveðin gerð af fjárhúsum sem notuð voru á Íslandi fyrr á öldum. Þau voru oft langt frá bæjum og var ástæðan sú að ærnar eða sauðirnir sem þar voru hýstir voru settar út um veturinn og látnar bíta á meðan smalinn stóð yfir. Ef mikill snjór var mokaði hann ofan vellinum af fyrir sauðunum með varreku. Hugmyndin með staðsetningunni, oft við ystu mörk bæja, var að dreifa beitarálaginu og eyja jafnframt möguleika að beita inn á land nágrannans. Beitarhús stóðu einnig víða við fjöruna til að ærnar kæmust í fjörubeit og rústir af slíkum húsum er mjög víða að finna.

Skammidalur

Skammidalur – beitarhús.

Eftir að seljabúskapur og stekkjartíð lagðist af í lok 19 aldar voru selstöðurnar eða nálægð þeirra gjarnan nýttar fyrir beitarhús. Áður höfðu hús ekki verið byggð sérstaklega fyrir sauðfé, a.m.k. ekki á Suðvesturlandi. Í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns ofan Hafnarfjarðar eru t.d. beitarhús frá Jófríðarstöðum. Þar var áður selstaða frá sama bæ. Tóftir hússins er allgreinilegar. Þeim hefur verið hlíft að mestu við skógræktinni umleikis. Leifar selsins eru norðvestan við beitarhússtóftina. Þær eru mun eldri og því ógreinilegri.

Gráhella

Gráhella – beitarhús.

Í Gráhelluhrauni má sjá dæmigert útihús fyrri tíma; hlaðið hús með gerði til beggja hliða. Mannvirkið er byggt utan í náttúrulegan hraunstand; Gráhellu. Útihúsið var frá Setbergi. “Syðra sauðahúsið” var útihús frá Urriðakoti skammt vestan Selgjár, byggt utan í háan hraunstand, líkt og við Gráhellu. “Nyðra sauðahúsið” var grjóthlaðið útihús, einnig frá Urriðakoti í Urriðakotshrauni.

Elliðavatn

Beitarhúsahæð – beitarhús frá Elliðavatni.

Elliðavatnsfjárhúsin voru á Beitarhúsahæð skammt ofan við Þingnes. Vatnsendi hafði beitarhús á Vatnsendaheiði og síðar í gróinni dallægð undir Vatnsendahlíð. Fífuhvammur (Hvammkot) byggði beitarhús í Rjúpnadalshæð, Vífilsstaðir byggðu beitarhús í Finnsstöðum og síðar norðaustan Svínahrauns, Setbergsbóndinn reisti síðar beitahús í Húsatúni á Setbergshlíð, Hvaleyri átti beitarhús suðvestan við Grísanes, Jófríðarstaðir byggðu beitarhús í Beitarhúsahöfða (nú Höfðaskógur) og Krýsuvík átti beitarhús á Krýsuvíkurheiði – svo einhver slíks séu upp talin.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

Elstu menn segjast hafa heyrt af því að í Jónsbúð hafi Magnús, síðasti íbúinn í Krýsuvík, setið yfir sauðum á yngri árum er hann var þar í vist hjá sýslumanninum, Árna Gíslasyni.

Eftir því sem best verður séð er lítill munur á beitarhúsum og sauðahúsum. Beitarhúsin voru fjárhús, sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. Þau voru oftar en ekki nálægt bæjum, líkt og sjá má t.d. við Lónakot.

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús.

Í Búnaðarritinu árið 1916 er m.a. fjallað um beitarhús: “Ekki er langt síðan að beitarhús voru algeng mjög um land ait til ómetanlegs gagns fyrir sauðfjárbændur. Nú eru þau að mestu horfin, og er margt, sem því veldur. Sauðir voru mest hafðir á beitarhúsum, enda bezt að beita þeim. Nú eru þeir að mestu horfnir. Þó svo sé, er ekkert vit í því að hætta að beita gemlingum og ám; það má fara vel með féð fyrir því, og skynsamleg beit er skepnunni miklu hollari en kyrstaða í loftillum fjárhúsum. Þá vantar ieitarhúsamennina. Þeir eru horfnir eins og sauðirnir. Hvert? Líklega á eftir kvenfólkinu i kaupstaðinn, þar sem pilsin þjóta. Þykir þeim annað ómaksminna og notalegra en að standa yfir fé og í snjómokstri.
Þá var víða langt og erfitt að jlytja hey á beitarhúsin. En víða hagar svo til, að vel mætti byggja beitarhús, þar sem auðvelt væri að rubba upp á stuttum tíma talsverðum fóðurforða í mýrum og fjallalöndum og flytja í votheystóft heim á beitarhúsin”.

Grísanes

Grísanes – beitarhús.

Í Höldur árið 1861 eru skrif um “Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum” eftir Halldór Þorgrímsson: “Þeir húsbændur, sem ekki eru lagaðir
til fjárhirðingar eða ekki geta sinnt þess konar störfum vegna áðurtaldra kringumstæða, ætti að útvega sjer trúan, vanan og glöggan fjármann til vetrarhirðingar. Þar sem svo er hátt að með beit og landslag, að beitarhúsa þarf við, er áríðandi, að fjármaður sje viss og einbeittur að rata í hríðum og dimmu veðri, og að hann hafi heilsu og þrek til að standa úti yfir fje, hvernig sem viðrar. Er tilvinnandi að hlynna aö slíkum mönuum fram yfir hin hjúin með kinda fóðrum eður einhverri annari ívilnun, stundi þeir verk sitt með dyggð og dugnaði.

Kaldársel

Kaldársel – ófullgert beitarhús, líklega byggt af Kristmundi Þorlákssyni, síðar bónda í Stakkavík.

Á öllum útbeitarjörðum, eins þó þar sje ekki haldið upp á beitarhús, er áríðandi, að fjármenn sje gæddir þessum hæfilegleikum eigi fjárhirðingin að vera í góðu lagi”.

Í Skagfirðingabók 1985 segir í grein Eiríks Eiríkssonar frá Skatastöðum, “Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld“: “Engvir karlmenn fengu þá morgunbita nema þeir, er gengu á beitarhús”.

Elliðavatn

Beitarhúsahæð – stekkur.

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga 1908 fjallar um “Sauðfjárverslunina“: “Bændur lögðu því einkum stund á það að hafa sauðfje sitt feitlagið og ullarmikið að svo miklu leyti sem þetta var samrýmanlegt. Jafnhliða þessu var kostað kapps um það að sauðfje kæmist af með sem allraminnst innifóður. Vetrarbeit var því sótt með kappi og áhuga. Þá voru »beitarhús« mjög víða notuð.”

Blaðið Lögfræðingur 1897 taldi ástæðu til að fjalla um “Ágang búfjár“. Páll Briem skrifaði: “Enginn má byggja nær annars landamerkjum, er nú var sagt, sel, beitarhús, fjárrjettir eða nokkur önnur peningshús, nema það hafi staðið þar áður, eða sá, sem land á á móti, leyfi”.

Álfsnes

Álfsnes – beitarhús.

Björn Bjarnason í Gröf skrifaði um “Að beita sauðfé” í Frey árið 1904: “Menn, er fyrir 30—40 árum voru aldraðir höfðu uppalist við þann sið, að beita sauðfé svo mikið sem unt var. Var það látið liggja við beitarhús (hagahús), er oft voru jötulaus, og fénu „gefið á gadd“, þá sjaldan því var gefið. Þessi beitarhús eru mjög víða lögð niður, en í þeirra stað komin innigjafahús heima við bæinn”.

Jónas Jónsson frá Hrafnagili lýsir beitarhúsamanninum í bók sinni “Íslenskir þjóðhættir” frá árinu 1961: “”Sauði höfðu menn víða og gerðu þá gamla, 5 til 6 vetra. Sú trú var almenn, að þeir skærust betur á ójöfnu árunum en þeim jöfnu – þrevetrir og fimmvetra en fjögra vetra eða sex.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – beitarhús.

Víða voru beitarhús, og það sumsstaðar langt frá bæjum; þurfti þá beitarhúasmaðurinn að fara af stað fyrir dag að láta féð út, ef gott var og næg jörð, en gefa því fyrst, ef lítið var um jörð. Svo létu þeir út og stóðu yfir því, ef viðlit var veðurs vegna, og var það kaldstætt verk í harðindum. En víða áttu þeir skinnhempur með ullinni innan á til þess að standa yfir í og duglegar hettur yfir, þykkar og hlýjar; sumir höfðu hattgarm yfir hettunni, og oftast voru menn í skinnleistunum við það starf. Ef svo var kalt og illt, að féð fór að halfa uppi fótunum fyrir kulda, ráku þeir það dálítinn sprett til, ef hægt var. Ef fanndýpi var mikið, svo að tæplega var krafsturfært, höfðu þeir reku litla með sér og mokuðu oft ofan af, því til léttis.

Vatnsendaheiði

Vatnsendaheiði – beitarhús.

Í rökkri byrgðu menn svo féð og héldu heim á vökunni. Oft komust þeir í hann krappan í hríðum og dimmviðrum, en harðneskjan var mikil, og vaninn gaf listina og gerðu menn einbeitta og örugga að rata”.

Bjarni F. Einarsson skrifaði “Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður” í Sveitarstjórnarmál árið1996: “Ef við tökum sem dæmi fomleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir.

Húsatún

Húsatún – beitarhús.

Þessum húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.
Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er nauðsynlegt að viðkomandi aðilar séu meðvitaðir um þær minjar sem kunna að vera á svæðinu.

Suður-Reykir

Suður-Reykir – beitarhús.

Til að svo megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera aðgengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. Án þessarar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel einkaaðila.
Fyrsta vinnuregla niinjavörslunnar í þessum efnum er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við komið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera, eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara fram að áliti minjavörslunnar”.

Jónatan Garðarson fjallaði um “Selja- og beitarhúsatóftir í lögsögu Garðabæjar” á vef Hraunavina árið 2010:

Straumssel

Straumssel.

“Selin voru stór þáttur í bændasamfélaginu á Íslandi frá fyrstu tíð og virðist sem selvenjur hafi að mestu flust hingað til lands frá Noregi. Selstöður voru einnig þekktar víðsvegar í mið og suður Evrópu, þannig að seljabúskapur var greinilega viðtekin venja um aldir. Hér á landi þróaðist seljabúskapurinn með álíka hætti og á norðurlöndum og átti drjúgan þátt í að beitarstýring var með allgóðu móti lengi vel, þó svo að það hafi ekki verið einhlítt. Á nokkrum stöðum voru byggð beitarhús þar sem áður voru sel en sum beitarhúsanna voru reist þar sem haglendi var gott, stundum í námunda við gamla fjárhella eða sauðaskjól.

Setbergssel

Setbergs- og Hamarkotssel. Helgafell fjær.

Landslag í kringum selin er keimlíkt og hægt að gera sér nokkra grein fyrir því hvernig landið var umhorfs á meðan það var nýtt fyrir seljabúskap. Talið er að selfarir hafi að mestu lagst af í hreppnum um eða eftir 1865, sem er ekki alveg öruggt því sagnir hafa verið á kreiki um að fært hafi verið frá fram undir 1910-20 á bæjum í Hraunum og haft í seli á sumrin þó svo að það hafi verið í mun smærri stíl en áður tíðkaðist.
Finnsstaðir nefnast rústir tvískiptra beitarhúsa í hraunbrúninni undir Hlíðarhorni Vífisstaðahlíðar skammt suður af Vífilsstöðum.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – beitarhús.

Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús. Húsatóftin stendur skammt frá mýrlendinu suðvestan Vífilsstaðalækjar eins og Hraunsholtslækur nefnist þar sem hann rennur úr Vífilsstaðavatni í gegnum land Vífilsstaða. Göngustígur liggur þétt við Finnsstaðatóftina og þar er bekkur til að hvíla lúin bein.

Setberg var stórbýli á sínum tíma og eru þrennar fjárhúsa- og beitarhúsatóftir uppistandandi sem áhugavert er að líta á. Sú sem er næst Setbergshverfinu er Svínholtsmegin á Norðlingahálsi í jaðri Oddsmýrardalstúnsins rétt handan við Vífilsstaðaveginn.

Oddsmýri

Oddsmýri – beitarhús.

Oddsmýrarfjárhús var notað vel fram yfir miðja 20. öldina. Gráhellubeitarhús stóð vestan við hraundranginn Gráhellu í Gráhelluhrauni. Þetta var ekki mjög stórt beitarhús og sennilega verið notað sem sauðakofi þegar þeim var haldið á vetrarbeit í hrauninu. Veggirnir standa enn og hægt að ganga inn í tóftina sem er án þekju. Beitarhúsið er stærst að ummáli en það lét Jóhannes Reykdal reisa í hæðarslakka Setbergshlíðinni mitt á milli Sandahlíðar og Þverhlíðar.

Oddsmýri

Oddsmýri – beitarhús.

Þar má enn sjá vegghleðslur úr holtagrjóti og hefur húsið átt að hýsa vel yfir 100 fjár. Umhverfis húsatóftina var Húsatún sem sker sig rækilega úr umhverfinu.”

Hér á eftir er fjallað stuttlega um nokkur framangreindra beitarhúsa. Upplýsingarnar eru m.a. fengnar úr opinberum fornleifaskráningum. Hafa ber í huga að skráningarnar eru misgóðar eða áreiðanlegar. Á meðan vel er vandað til sumra þeirra virðist annað hvort kastað til höndunum við aðrar eða þekking skráningaraðila hafi verið takmörkuð.

Vatnsendaheiði – Beitarhús

Vatnsendaheiði

Vatnsendaheiði – beitarhús.

10×14 m (N – S). Veggir úr grjóti, 1- 1,8 m breiðir og 0,3-0,6 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni (A-C) og eru dyr á þeim öllum til austurs. Í hólfi C er garður eftir því endilöngu og áberandi stór og ferhyrndur steinn fyrir endanum. Garðlög eru víða greinileg, en rústin er farin að falla talsvert. Kampsteinar all áberandi. Gólf rústarinnar eru vel gróin og nánasta umhverfi einnig. Þar fyrir utan er talsver!ur uppblástur. Um 60 m vestan við rústina, neðar í brekkunni, er slóði sem gæti verið gamall. Hann var ekki skráður.

Rjúpnadalaháls – Beitarhús

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – beitarhús.

8,5×14 m stórt. Veggir úr grjóti og torfi, 1,5-2,5 m breiðir og 03-0,7 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni. Í vestasta hólfinu mót NV, á austasta hólfinu mót NA og á syðsta hólfinu eru dyr inn í austasta hólfið. Syðsta hólfið er hlaða. Víða sést í garðlög að innanverðu. Rústin er gróin grasi og mosa.

Norðan húsa nr. 76-78 við Austurkór í Rjúpnadalshlíð í Kópavogi er tóft beitarhúss frá Fífuhvammi (Hvammkoti). Við tóftina er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:
“Minjar um eldri byggð í landi Kópavogs er víða að finna. Helstar sem enn eru greinilegar ber kannski að nefna rústir gamla bæjarins í Digranesi og tóftirnar á þingstaðnum við ósa Kópavogslækjarins.

Fífuhvammur

Skilti við beitarhús á Rjúpnadalshlíð.

En víða eru merki um hversdagslíf Kópavogsbúa fyrr á öldum þótt ekki beri mikið á þeim. Eitt af þeim er þessi tóft hér í Rjúpnadalshlíð.

Tóftin er um 10×15 metrar og er innan landamerkja Fífuhvamms. Svo heitir jörðin frá árinu 1891, áður hét hún Hvammkot. Um þessa tóft hafa engar ritheimildir fundist. Fólkið sem gerði hleðsluna og stafaði hér er og verður því miður nafnlaust og ástæður hennar á huldu.

En þótt ekki finnist heimildir um þennan stað hindrar það okkur ekki við að velta vöngum yfir tilgangi mannvirkjanna. Í seljum var búfénaður haldinn á sumrin í bithaga, þar var mjólkað og mjólkin unnin. Oft voru þrjú hús í seljum, búið í einu, mjólkin geymd í öðru og það þriðja eldhús. En þessi tóft er ekki nema í rétt tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem bæjarhúsin í Hvammkoti stóðu (þar er nú bílastæði við Melalid 8 og 10).

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – beitarhús.

Um selstöður segir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757, að sel séu oft í tveggja mílna fjarlægð eða lengra frá bæjum. Ein dönsk míla var rúmlega sjö og hálfur kílómetri og því er þesssi tóft of nálægt bænum til að sennilegt megi telja að hér sé um sel að ræða.
Líklegra er að þetta hafi verið kvíar frá Hvammkoti. Kvíar voru réttir fyrir ær sem lömbin höfðu verið færð frá. Þegar fráfærurnar höfðu borið um vorið voru lömbin alin við heimajörðina en ærnar mjólkaðar í kvíum.

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – beitarhús.

Vegna nálægðarinnar við bæjarhúsin og stærðar tóftarinnar verður það að teljast sennileg skýring á tilgangi þessara húsa.”

Rétt er að benda á að tóftirnar bera þess merki að þarna hafi fyrrum verið beitarhús með heimkumli að baki.
Bjarni F. Einarsson skráði minjarnar sem “beitarhús” í endurskoðaðri Fornleifaskrá Kópavogs 2020.

Vatnsendahæð – Beitarhús

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – beitarhús.

12×14 m (NV-SA). Veggir úr grjóti (og torfi), 1-2 m breiðir og 0,3-0,7 m háir (utanmál). Fimm hólf eru á rústinni (A-E), en upprunalega hafa þau aðeins verið þrjú (A/B, C/D og E). Dyr eru á nær öllum hólfum til NNV og sennilega hafa verið dyr á milli E og hinna hólfanna, en hólf E hefur verið hlaða. Gólf í hólfi E er (mjög) niðurgrafið. Garðlög eru víða greinileg að innanverðu, sérstaklega í hólfi E, sem er S langveggur. Þar er veggurinn 1,7 m hár. Garðar (jötur) eru tveir í rústinni og er steypa ofan á þeim báðum. Við N enda þess eysri er steypt baðkar. Rústin er vel gróin. Einstaka fúin spýta sést í rústinni. Rústabrot gætu leynst um 10 m NV af rústinni.

Beitarhúsahæð – Beitarhús

Elliðavatn

Beitarhúsahæð – beitarhús.

Húsin (frá Elliðavatni) eru um 15 x 14 m (NV – SA). Veggir úr grjóti um 1,0 – 2,0 m á breidd og 0,3 – 1,0 m á hæð. Fornleifarnar samanstanda af 4 hólfum (A, B, C og D). Dyr eru á hólfi A, B og C í NV. Á hólfi D eru dyr inn í hólf B og C. Hleðslur eru mjög greinilegar. Í hólfi A, B og C er hlaðinn garði eftir miðju gólfi um 0,6 m á breidd og 0,2 – 0,4 m á hæð. Gólf eru niðurgrafin, sérlega í hólfi A. NA – hornið á hólfi D er hrunið.

Grísanes – Beitarhús

Grísanes

Grísanes – beitarhús.

Landareign: Hvaleyri. Aldur: 1550-1900. Lengd: 14.6m. Breidd: 13.1m. Vegghæð: 0 – 0.7m. Breidd veggja: 2.8. Húsið er neðst í grýttri brekku vestan undir Grísanesi. Tóftin er grjóthlaðin og opin í vestur. Fóðurbekkir meðfram langveggjum og í miðju. Tóftin er töluvert sigin, mótar fyrir grunni við inngang sem gefur til kynna að þar hafi verið timburþil. Tóftin er í mikilli hættu vegna framkvæmda Hauka á svæðinu og er hún innan áhrifasvæðis framkvæmdanna, þ.e. innan 15m.

Húsatún – Beitarhús

Húsatún

Húsatún – beitarhús.

Húsatún er á vestanverðri Setbergshlíð. Það er um 2,9 km SA af bæ og um 930 m ASA af Gráhellu. Í kringum beitarhúsið er melur og vex á honum lyng á stangli, en fjær er kjarrgróður. Tóftin er algróin þykkri sinu að innan og einnig er smá grasblettur fast vestan við tóftina,
gróinn þykkri sinu. Beitarhúsið er hlaðið úr grágrýti og virðist hleðslan vera nokkuð vönduð þó hún sé nú tilgengin á stórum hluta. Mest hleðsluhæð er um 1,5 m, á norðurvegg einna austast og eru þar 5-6 umför. Grjótið í hleðslunni er af öllum stærðum, en mest er þó af miðlungs og stóru grjóti. Utan með grjóthleðslunni er sigin torfhleðsla, um 1 m breið og 0,5 m há. Beitarhúsið er um 17 x 11 m að stærð A-V og er innanmál um 14 x 8 m. Vestur hlið tóftarinnar er að mestu opin og hefur þar að líkindum verið timburþil fyrir.

Finnsstekkur/Finnsstaðir – Stekkur/Beitarhús

Finnsstekkur

Finnsstekkur/Finnsstaðir – beitarhús.

Í örnefnaskrá segir: ,,Finnsstekkur: Stekkur var þarna í eina tíð við voginn.” Finnsstekkur er um 1 km austnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala). Hann er rétt norðan við veginn að Elliðavatni, undir “suðvestur horni” Smalaholts. Reiðvegur liggur hjá tóftinni. Á grasi- og lyngi grónum hjalla við brekkurætur. Tóftin er um 14×6 m stór. Hún skiptist í tvö hólf, rétt og lambakró. Er lambakróin byggð við réttina að suðaustanverðu, bæði hólfin norðvestur-suðaustur. Ekki eru greinilegar dyr á milli hólfanna. Dyr eru hins vegar allgreinilegar á norðvestur enda réttarinnar hólfsins. Réttin er um 11×6 m að stærð og lambakróin um 4x3m. Hleðsluhæð er mest um 1 m. Hleðslur eru yfirleitt grónar þótt sjáist í hleðslugrjót hér og þar.

Vífilsstaðir – Beitarhús

Víðistaðir

Vífilstaðir – beitarhús.

Tóftin, sem líkast til er af beitarhúsi, er fast austan við göngustíg sem liggur N-S milli skógar og hrauns. Gras, mosa- og skógivaxinn mói. Birkihríslur vaxa inni í tóftinni. Tóftin er 12 m löng, 5 m breið og snýr N-S. Veggjahæð er 0,6-0,8 m en breidd 1-1,5 m. Tóftin er eitt hólf og inngangur er ekki greinanlegur. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar í tóftinni og er hún algróin grasi og mosa.

Vífilsstaðahlíð – Beitarhús

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.

Í örnefnaskrá segir: ,,Vífilsstaðabeitarhús: Í Hraunbrúninni er fjárhústótt, jötustallar.” Tóftin er um 280 m SSA af Sauðahellinum nyrðri og rúmlega 50 m SV við veg undir Vífilsstaðahlíð. Beitarhúsið er um 2,5 km SSA af bæ. Rúmlega 3 m austur af tóftinni er rúst fjárborgar og um 10 m vestan við er garðbrot. Umhverfis tóftina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan tóftina og fjárborgina er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Tóftin er tvö hólf, hið stærra er austanmegin og er að líkindum fjárhús en hið minna kann að vera hlaða.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.

Hún er hlaðin úr þurri hraungrýtishleðslu, úr hraunhellum sem sumar hverjar kunna að hafa verið klappaðar til. Utanmál tóftarinnar er 10,5 x 7,5 og snýr hún N-S. Hleðsluhæð er mest um 1,5 m, en víðast kringum 1 m og mesti fjöldi umfara er 7-8. Tóftin er gróin mosa, grasi og lyngi og er austurveggur mest yfirgróinn. Óvíst er hvort veggirnir hafi verið einangraðir að utan með torfi.

Urriðakotshraun – Sauðahús/Beitarhús

Urriðakot

Urriðakotshraun – sauðahús/beitarhús.

“Áberandi hóll er í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns”, segir í örnefnaskrá SP. “Sauðahúsið: Tóft þessi er eftir sauðahús, sem Guðmundur bóndi Jónsson í Urriðakoti byggði,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Beitarhúsið er um 130 m ASA af Réttinni gömlu, en mannvirkin eru sitthvoru megin við hraunkargann sem myndar
vesturbrún Flatahrauns. Beitarhúsið stendur við úfið hraun að sunnan og vestan, en norðan við er gamall algróinn túnblettur, um 20×10 m N-S. Um 20-30 m austan við er malarborinn göngustígur sem hlykkjast gegnum hraunið frá N-S.

Urriðakotshraun

Urriðakotshraun – beitarhús – Kjarval.

Tóftin er eitt hólf sem opnast til norðurs, að gamla túnbleðlinum og er 7×5 m að utanmáli N-S. Hún er þurrhlaðin úr miðlungs- og stóru hraungrýti, flest tilklappað í múrsteinslagaða kubba og
hleðsluhæð er um 1,4 m. Hleðslan í tóftinni er vönduð en er nokkuð tilgengin. Utan með veggjunum að neðan, er pakkað að grjóthleðslunni með torfi.

Urriðakotshraun – Beitarhús

Urriðakotshraun

Urriðakotshraun – beitarhús.

“Austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús”, segir í örnefnaskrá GS. “Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett”, segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Fjárhústóftin syðri er um 470 m NV af Selgjárhelli, skammt frá öðru háspennumastri frá Heiðmerkurvegi. Fjárhústóftin er uppi á hárri mosa- og grasigróinni hæð í hrauninu. Tóftin er hlaðin uppvið náttúrulegt bjarg, sem myndar hluta suðurveggjar hennar. Innanmál tóftarinnar er 6×2,5 m A-V og dyr eru á vesturvegg. Veggirnir eru um 0,8 á hæð og um 1-2 m á breidd. Nokkuð hefur hrunið úr hraunhleðslum veggjanna, sem eru grónar mosa, grasi og lyngi. Gluggi er hlaðinn í suðurvegg tóftarinnar.

Gráhelluhraun – Beitarhús

Gráhella

Gráhella – beitarhús.

“Sel. Byggt norðan í hraunkletti, sem nefnist Gráhella í Gráhelluhrauni. … Gráhella er merkt á “uppdrátt Íslands”, geodætisk Institut, blað 27.” Selið er á mörkum Setbergs og Hamarskots og er fast austan í skógarlundi sem er í Gráhelluhrauni. Það er um 930 m VNV af beitarhúsatóft sem stendur í Húsatúni. Selið er um 2.2 km SSA af bæjarstæði Setbergs. Bæði í kringum og innan tóftarinnar og garðlagsins er grasi gróið, en fjær er mosi og lyng. Mannvirkin eru í úfnu hrauni og vestur af er skógræktarsvæði í landi Hafnarfjarðar þar sem eru reiðstígar nýttir af eigendum nærliggjandi hesthúsa.

Gráhella

Gráhella – beitarhús.

Mannvirkið er hlaðið upp að klettinum Gráhellu, sem myndar suðurvegg þess, og samanstendur af einni tóft og hlöðnum grjótgarði fast austan við hana. Tóftin er að utanmáli um 9×6 m, snýr N-S og að innanmáli 7×2,5 m. Dyr vísa til norðurs. Veggir hennar eru hlaðnir úr torfi og grjóti og eru grjóthleðslurnar að innanverðu. Veggirnir eru milli 1,5 og 2 m breiðir, um 1,2 m háir og samanstanda af 5-6 umförum af meðalstóru hraungrýti, sem er nokkuð fallega hlaðið. Lítill skúti gengur suður úr enda tóftarinnar inn í Gráhellu, um 2 m djúpur, 4 m breiður og um 1 m á hæð. Bogadregið garðlag úr hraungrýti gengur frá norðausturhorni tóftarinnar og sveigir til suðurs að Gráhellu. Grjóthleðslan í gerðinu er nokkuð tilgengin, mest 2 m breið og 0,5-1 m há. Innanmál gerðisins er um 8×8 m og myndar tóftin vesturvegg en Gráhella
suðurvegg. Garðurinn hefur mögulega verið aðhald fyrir sauðfé eða heystæði.

Húshöfði – Beitarhús

Beitarhúsaháls

Beitarhúsaháls/Húshöfði – beitarhús.

Fornleifaskrá Hafnarfjarðar IX, Kaldársel og nágrenni, 2021, bls. 51. Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1900+. Lengd: 8.5m. Breidd: 7.7m. Vegghæð: 0.5 – 1.2m. Breidd veggja: 1.1m. Í litlu rjóðri umkringt háum grenitrjám, um 160m austan við Hvaleyrarvatn. Útihús, grjóthlaðið og grasivaxið. Vel stæðilegir veggir og inngangur í SV horni, einhverskonar hleðsla í innanverðu NV horni. Liggur smá garðbútur í vestur frá NV horni. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.2m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.1m. Búið er að gera eldstæði í miðri tóftinni úr grjóti úr henni.

Litlahraun – Beitarhús

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús.

Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 15.2m. Breidd: 5.6m. Vegghæð: 0.4 – 1.1m. Breidd veggja: 1m. Í hraunjaðri undir klettum á grónu svæði – uppblásið í kring. Um 1.1 km sunnan við Suðurstrandaveg og um 350m vestan við landamerki Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Beitarhús úr torfi og grjóti, grasi vaxið. Inngangur í suður, aðeins hrunið inn í hann. Tóftin sjálf er um 15m löng og 5m breið. Tóftin er hlaðin upp við kletta og rúmgóður skúti er í NA horni hennar sem hefur verið nýttur. Búið er að hlaða undir girðingu sem liggur yfir tóftina miðja (ekki mælt). Veggjahæð er frá 0.4 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1m.

Krýsuvíkurheiði; Jónsbúð – Beitarhús.

Jónsbúð

Jónsbúð – beitarhús.

Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 14.8m. Breidd: 7.1m. Vegghæð: 0.5 – 1.1m. Breidd veggja: 1.3m. Á grasivöxnum bakka á annars uppblásnum mel, um 500m sunnan við Suðurstrandaveg og um 430m austan við Eystri-læk. Beitarhús úr torfi og grjóti. Inngangur í suður, hrunið inn í hann. Tóftin er um 15m löng og um 7m breið. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.3m.

Heimildir m.a.:
-Búnaðarrit, 3. tbl. 01.08.1916, beitarhús, bls. 166.
-Höldur, 01.01.1861, Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum, Halldór Þorgrímsson, bls. 81-82.
-Skagfirðingabók, 1. tbl. 01.01.1985, Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld, Eiríkur Eiríksson frá Skatastöðum, bls. 70.
-Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga, 1. tbl. 01.03. 1908, Sauðfjárverslunin, bls. 30.
-Lögfræðingur, 1. tbl. 01.01.1897, Ágangur búfjár. Samið hefur Páll Briem, bls. 18.
-Freyr, 4. tbl. 01.04.1904, Að beita sauðfé, Björn Bjarnarson í Gröf, bls. 36.
-Íslenskir þjóðhættir, Jónas Jónsson frá Hrafnagili, Reykjavík 1961, bls. 100-101.
-Sveitarstjórnarmál, 2. tbl. 01.06.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður, Bjarni F. Einarsson, bls. 114.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Beitarh%C3%BAs
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=63412
-https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2332.pdf
-https://www.hraunavinir.net/seljatoftir-i-gar%C3%B0ab%C3%A6jarlandi/
-https://www.kopavogur.is/static/extras/files/20200512-0518_fornleifaskra-kopavogs_lok-compressed-1420.pdf
-https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-VIII-A%CC%81sland.pdf
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 33.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 34.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 48.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 56.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 65.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 66.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 67.
-Fornleifaskrá Reykjavík – Bjarni F. Friðriksson 1995.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VI III – Ásland, 2021, bls. 55.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 98.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 104.

Beitarhús

Beitarhús.

Setberg

Gengið var yfir Setbergsholtið og um norðanvert Urriðavatn.
Gamli Setbergsbærin er vestan í holtinu. Enn má sjá tóftir Urriðakot-2hans og garða. Burstirnar hafa snúið á móti vestri, niður að Hamarskotslæk með útsýni yfir Hafnarfjörð. Hlöðnu vörslugarðanir standa margir hverjir enn þrátt fyrir umsvifin á golfvelli Setbergsmanna. Komið var við á Galdraprestshól, en hóllinn stendur fast við gamla veginn upp að Urriðakoti. Við hann er kennd saga prests nokkurs sem koma hafði átt undir á altari kirkju einnar norðlenskrar. Afkvæmið varð prestur og þótti göldróttur með afbrigðum. Til eru margar sögur af fjölkyngi hans.

Urriðakot

Urriðakot – rétt við Lambatanga.

Norðan við Urriðakot er Lambatangi. Á honum er nokkrar fornar hleðslur, en landamerki Setbergs og Urriðakots eru á honum vestanverðum. M.a. má, ef vel er gáð, hlaðna refagildru. Hlaðnir garðar eru á austanverðum tanganum og skammt norðar er fallega hlaðið gerði í klettasprungu. Álftir höfðu verpt í einum hólmanna austan við tangann.

Urriðakot

Urriðakot – letursteinn.

Í túninu neðan við Urriðakotsbæinn, sem Jón Guðmundsson, fyrrum stórbóndi á Setbergi (áður bóndi á Bryggju og á Tortu, þeim bæjum einum í Biskupstungum er Skálholtsstóll, auk Haukadals, náði ekki að söðla undir sig), sonur Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga í Haukadal (fyrrum bónda á Álfsstöðum á Skeiðum), leit augum hinsta sinni vorið 1907, áður en hann flutti sig háaldraður á láglendið, er letursteinn klappaður af ábúandanum 1846.
Gengið var til baka um gömlu götuna að stíflunni. Sefgrasið í víkinni var orðið nokkuð hátt miðað við árstíma (sbr. meðfylgjandi mynd), en venjulega lítur það ekki svona út fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí.

Urriðakot

Urriðakot – rétt á Lambatanga.

Engan fisk var að sjá við stífluna, sem er líka nokkuð óvenjulegt.

Urriðakot

Urriðakot – leifar bæjarins 2024.

Gengið var þvert yfir golfvöllinn á bakaleiðinni. Golfarnir hættu leik sínum, tóku ofan og biðu fullir lotningar á meðan FERLIRsfélagar liðu hjá.
Veður var frábært – logn og sól.

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn.

Urriðakotsfjarhellir

Árið 2007 fjalla Árni Hjartarson og Ingibjörg Kaldal um “Verndargildi jarðminja í Urriðakotssdölum” [Urriðavatnsdölum].
Hér á eftir er getið um það helsta í skýrslunni, sem unnin var fyrir Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowreglunnar. Umfjöllun um hella er að mestu sleppt, enda villugjörn.

Stutt yfirlit um jarðfræði svæðisins.

Búrfell

Gígur Búrfells – upptök Búrfellshrauns.

Hæðirnar beggja megin við Urriðakotshraun eru úr síðkvarterum grágrýtishraunlögum (Helgi Torfason et al. 1993). Norðan til í Urriðaholti og Vífilstaðahlíð er svonefnt Reykjavíkurgrágrýti sem myndar undirstöður undir miklum hluta höfuðborgarsvæðisins allt utan frá Engey og Viðey og suður um Álftanes og Hafnarfjörð. Ofan á það leggst Breiðholtsgrágrýtið. Báðar þessar myndanir eru beltótt dyngjuhraun, fremur ferskt, með misþykkum hallalitlum flæðieiningum (hraunbeltum) úr þéttu bergi með þunnum kargalögum í milli. Holufylling er lítil en þó er brúnleitur leir víða í sprungum og glufum. Lögin eru um 100–200 þús ára gömul, komin frá ýmsum eldstöðvum en upptök þeirra flestra eru óþekkt. Neðsti hluti þeirra ber víða vott um hraða vatnskælingu og hafa grágrýtishraunin því líklega runnið í sjó.

Hjallar

Hjallamisgengi.

Berggrunnurinn er nokkuð sprunginn og misgenginn en ekki er að sjá að sprungurnar gangi út í hraunið á svæðinu sem hér er til umfjöllunar. Það er ekki fyrr en syðst í Selgjá að komið er í yngri höggun, þ.e. sem hefur verið virk eftir að Búrfellshraunið rann (Jón Jónsson 1965, Guðmundur Kjartansson 1973). Þar ganga Hjallamisgengið svokallaða og nokkur minni misgengi því tengt austan aðalmisgengisins þvert yfir hraunið. Jón Jónsson telur Hjallamisgengið vera alls um 12 m í hrauninu en utan þess er það allt að 65 m. Af því má ráða að höggun hefur verið virk þar löngu áður en hraunið rann og hún hefur haldið áfram eftir að það rann. Í hrauninu eru misgengisbrúnir allar mjög skarpar en í grágrýtisholtunum eru þær máðar af ísaldarjöklinum.

Búrfellshraun

Kort af rennsli Búrfellshrauns.

Víðast hvar þekja laus jarðlög berggrunninn en þó má sjá berar klappir eins og t.d. milli Grunnavatna, í Víkurholti og í Hádegisholti. Jökulruðningur hylur víða holt og hæðir en annar staðar er hann þunnur og ósamfelldur. Í holtunum vestan Urriðakotshrauns er varla hægt að tala um jökulruðning heldur er þar mest um veðraðan berggrunn. Grettistök, sem ísaldarjökullinn hefur rifið laus og flutt til, sjást þó víða og eru sum þeirra allvegleg (mynd 2). Af jökulkembum og jökulrákuðum klöppum má sjá að síðasta skrið jökulsins á svæðinu var til norðvesturs frá Bláfjallasvæðinu út á Faxaflóa. Ummerki hæstu sjávarstöðu í ísaldarlokin eru í um 35 m hæð yfir sjó sunnan Urriðavatns en í um 40 m y.s. við Vífilsstaðavatn (fara hækkandi til norðausturs á þessu svæði) (Skúli Víkingsson o.fl. 1995, Hreggviður Norðdahl og Halldór G. Pétursson 2005). Sjór hefur því að öllum líkindum náð inn í skarðið milli Urriðaholts og Vífilsstaðahlíðar þegar hæst stóð í ísaldarlokin.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli í sjó fram nefnist einu nafni Búrfellshraun en hefur fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Sá hluti sem þessi skýrsla fjallar um nefnist Urriðakotshraun. Samkvæmt örnefnaskrám nær það frá Vífilsstaðahrauni og inn að Selgjá. 2.3.1 Aldur hraunsins
Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu. Það kom frá Búrfelli, sem er stakur gígur á hinu mikla sprungu- og misgengjasvæði sem teygir sig allt sunnan frá Krýsuvík, um Heiðmörk og norður fyrir Rauðavatn.

Bali

Balavarða og Balaklettar.

Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur lét gera aldursgreiningar af því og birti í grein í Náttúrufræðingnum. Ein er af birkilurki ofan á hrauninu við Balaklett í Hafnarfirði, annað af fjörumó rétt undir hrauninu við Balaklett og það þriðja er úr neðstu jurtaleifum í sniði við Balaklett. Aldur hraunsins ætti að vera lítið eitt yngri en aldur fjörumósins, en aldursgreining á honum gaf 7240 ±130 14C ár. Þegar umreiknað er yfir í raunaldur (Stuvier og Reimer 1993) fæst að fjörumórinn er um 8100. Hraunið sjálft er lítið eitt yngra eða rétt um 8000 ára og hefur því runnið um 6000 f.Kr.

Upptök.

Búrfellshraun

Búrfellshraun.

Gígurinn, Búrfell, er það eldvarp sem næst er byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hann er af þeirri gerð sem nefnist eldborg, en eldborgir einkennast af því að gosið hefur átt sér stað á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan aðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir slíkir hliðargígar eru hjá Búrfelli, það stendur eitt og stakt, hlaðið úr gjalli og hraunkleprum. Bergið í Búrfellshrauni er ólivínbasalt með hvítum plagíóklasdílum og ljósgrænum ólivíndílum. Ólivínhnyðlingar finnast víða í hrauninu. Um þetta sem og fleira svipar hrauninu til dyngjuhrauna.

Kaldá

Kaldá – farvegur árinnar fyrrum, áður en Búrfellshraunin runnu.

Í upphafi gossins rann hraunið til vesturs í átt að Kaldárseli því misgengisstallar vörnuðu því leið skemmstu leið í átt til strandar. Guðmundur Kjartansson nefnir að hugsanlegt sé að hluti þess hafi runnið í sjó við Straumsvík en sé nú hulinn yngri hraunum. Nýlegar boranir við skoplhreinsistöð austur af álverinu leiða í ljós að svo er. Þar kemur hraunið fram neðst í borholunni SVK-02. Þar er yfirborð hraunsins á 15,5 m dýpi, sem er 8 m undir sjávarmáli. Seinna í gosinu, þegar hraunið hafði hlaðið vel undir sig, komst það yfir misgengisþröskuld við Kaldá og gat þá runnið niður með Ásfjalli og til Hafnarfjarðar. Þegar enn lengra leið á gosið komst hraunið yfir misgengisstalla við Smyrlabúð og flæddi eftir það niður með Vífilsstaðahlíð og til sjávar í Arnarnesvogi. Sjór stóð lægra í heimshöfunum þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina.

Búrfellshraun

Búrfellshraun.

Stærð Búrfellshraun er miðlungshraun að stærð. Flatarmál hraunsins á yfirborði er rúmlega 16 km2.

Garðabær

Garðabær – örnefna- og gönguleiðakort.

Ekki er gott að átta sig á hversu stórt hraunið hefur verið í upphafi því yngri hraunstraumar hafa runnið yfir það og hafa t.d. þakið alla álmuna sem teygði sig til sjávar við Straumsvík. Hér er reiknað með því að þriðjungur hraunsins sé hulinn og það sé því 26 km2 að flatarmáli. Jón Jónsson (1978) álítur meðalþykkt hraunsins vera um 20Stærð Búrfellshraun er miðlungshraun að stærð. Flatarmál hraunsins á yfirborði er rúmlega 16 km2. Ekki er gott að átta sig á hversu stórt hraunið hefur verið í upphafi því yngri hraunstraumar hafa runnið yfir það og hafa t.d. þakið alla álmuna sem teygði sig til sjávar við Straumsvík. Hér er reiknað með því að þriðjungur hraunsins sé hulinn og það sé því 26 km2 að flatarmáli. Jón m og byggir það á borholugögnum frá Hafnarfirði og Garðabæ. Rúmmál hraunsins er því um 0,5 km3.

Hrauntraðir

Kringlóttagjá

Í Kringlóttugjá.

Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð við það að hrauná rann út úr gígnum í lengri tíma og myndaði eins konar farveg. Elsta tröðin liggur niður hjá Kaldárseli og hefur myndast meðan aðalhraunið rann niður hjá Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Hún nefnist Lambagjá. Búrfellsgjá og Selgjá eru yngri hrauntraðir, en þær eru í hraunstraumnum sem rann niður með Vífilsstaðahlíð. Yngst er svonefnd Kringlóttagjá en hún er sunnan við Búrfellsgíg og hefur orðið til í lokahrinum gossins.

Búrfell

Búrfellsgjá.

Búrfellsgjá á sér fáa sína líka á landinu. Næst gígnum, þar sem halli er mikill er gjáin þröng (20-30 m) og með bröttum veggjum (hin eiginlega Búrfellsgjá) en er niður á jafnsléttu kemur verður hrauntröðin lægri og víðari. Þar sem Hjallamisgengið sker hraunið eru gjár og stallar, þar er Hrafnagjá, við hana skiptir hrauntröðin um nafn og heitir Selgjá þar utan við. Búrfellsgjá og Selgjá eru yfir 200 m breiðar þar sem þær eru breiðastar. Vegna síðari tíma höggunar og landsigs í grennd við Búrfell liggur Selgjá nú ofar í landi en Búrfellsgjá. Veggir gjánna eru víða 5–10 m háir og sums staðar þverhníptir og slútandi þannig að víða eru skjól og skútar sem þóttu fyrrum ágætt afdrep fyrir sauðfé í vondum veðrum. Við utanverða Selgja eru veggirnir þó lægri. Undir gjárveggjunum eru einnig fjöldi gamalla seljarústa og minja um forna búskaparhætti.

Hraunhellar.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).

Neðan við Selgjá hefur hrauná runnið áfram á yfirborði, en einnig í rásum undir storknuðu yfirborði hraunsins (sjá kafla 4.3). Þar eru fjölmargir skútar og hraunhellar. Samkvæmt skilgreiningu er talað um hraunhelli ef hann er >20 m langur og manngengur, en annars er talað um skúta (Björn Hróarsson 1990). Önnur skilgreining sem stundum er notuð af hellarannsóknamönnum er sú að hraunhellir sé “samheiti allra holrúma í hraunum þar sem myrkur ríkir” (Björn Hróarsson 2006).

Þekktir hraunhellar í Búrfellshrauni (Björn Hróarsson 2006):

Nafn Lengd – m. aths.
Kaldárselshellar Nokkrar hraunbólur, fjárskjól
Hreiðrið 60
Ketshellir 30 Í Smyrlabúðarhrauni
Kershellir/Hvatshellir 50 Í Smyrlabúðarhrauni
Setbergsselshellir 15
Þorsteinshellir (Sauðahellirinn syðri)
Selgjárhellir (Skátahellir syðri) 237
Skátahellir nyrðri Skúti
Vífilsstaðahellir 22 Maríuhellar
Urriðakotshellir 22 Maríuhellar
Draugahellir 80 Maríuhellar
Jónshellir (Jónshellar) 79
Hraunsholtshellir (Arneshellir) Skúti

Niðurstöður.

Maríuhellar

Í Maríuhellum.

Urriðakotshraun er merkileg náttúrusmíð eins og segja má um öll hraun á Íslandi og fágætt landslagsform þegar litið er til jarðarinnar í heild. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það sé ósnortið í dag og verður að skoðast í því samhengi. Um hraunið liggja akvegir, göngustígar, reiðvegir og raflínur og auk þess var umtalsverð efnistaka um tíma í Bruna skammt sunnan við Dyngjuhól. Þar hefur nú verið útbúið útivistarsvæði. Einnig hefur töluvert verið gróðursett af trjám á kafla í hrauninu. Mest af þessum framkvæmdum eru snyrtilega gerðar og falla víðast hvar vel að hrauninu en helst má setja út á reiðveginn, en dæmi eru um að rutt hafi verið úr hraunkollum við lagningu hans. Slík sár eru ákaflega ljót og áferð hraunsins þar spillt. Hraunið í heild er skemmtilegt útivistarsvæði og býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum. Hinar jarðfræðilegu minjar eru, eins og rakið hefur verið hér að framan, hraunsvigður, hrauntraðir, fallegir hólar og hryggir, sprungur og gjár og ekki síst hraunhellar. Þetta þarf allt að vernda.

Heimild:
-Árni Hjartarson Ingibjörg Kaldal – Urriðavöllur; Verndargildi jarðminja í Urriðakotsdölum. Unnið fyrir Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowreglunnar, ÍSOR – febrúar 2007.

Urriðakotsdalir

Land Oddfellow í Urriðakotsdölum.

Flóðahjalli

Í Morgunblaðinu árið 2002 birtist grein undir fyrirsögninni “Tóftin á Flóðahjalla og horfin tíð í Urriðakoti“. Greinin var skrifuð af Þorkeli Jóhannessyni og Óttari Kjartanssyni. Hér birtist hluti hennar:

Flodahjalli-225“Ný tegund tófta hér á landi er leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu.
Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér eina tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftir á Íslandi hafa verið flokkaðar í tvo meginflokka: húsatóftir (tóftir íveruhúsa og peningshúsa af ýmsu tagi) og tóftir margvíslegra skýla (tóftir sæluhúsa, skothúsa, brunnhúsa, myllukofa eða fjárborga og fjárrétta svo að dæmi séu tekin). Ný tegund tófta hér á landi er að kalla tóftir mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Ein tóft þessarar gerðar er í Setbergslandi á Flóðahjalla sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ. Tóftin hefur vakið athygli okkar á reiðferðum um landið í kring og þá ekki síst vegna stærðar sinnar.
Urridakot-221Fremst á Flóðahjalla heitir Hádegisholt og var eyktarmark frá Urriðakoti. Eyktarmörk minna á horfna tíð með sínum búskaparháttum og mannlífi. Í Urriðakoti var áður sveit, en þar er nú útivistarsvæði borgarbúa – og í vændum er mikil byggð og þar á meðal bygging tæknigarða, ef trúa má fréttum (Morgunblaðið 27.6.2001). Segja má að sú gerbreyting á landnýtingu og lífsháttum, sem hér hefur orðið á síðustu áratugum, hafi fylgt í kjölfar hernáms Breta 1940. Við höfum þess vegna einnig freistast til þess að hyggja lítillega að horfinni tíð á þessum slóðum.

Flóðahjalli.

Flóðahjalli

Á Flóðahjalla.

Flóðahjalli er grágrýtisrani, sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Allbreitt skarð skilur Flóðahjalla til suðausturs frá Sandahlíð, sem er hæsti hluti Setbergshlíðar.

Flóðahjalli

Flóðahjalli og nágrenni – Herforingjaráðskort 1903.

Flóðahjalli er hæst um 125 m yfir sjávarmáli og Sandahlíð er svipuð á hæð. Skarðið á milli er í um það bil 100 m hæð. Þar liggur nú háspennulína til Straumsvíkur og línuvegur meðfram. Skarðið nefnist Klif, en var þó aldrei ferðaleið.
Norðaustanvert á Flóðahjalla er markagirðing milli Urriðakots og Setbergs. Þar hefur land greinilega blásið, en í verið sáð lúpínu. Sækir hún nú ört upp hjallann og að tóftinni. Norðan við heitir Urriðakotsdalur og Hraunflatir næst Búrfellshrauni. Þar hafa Oddfellowar eftir 1990 gert stóra og vel búna golfvelli á sínu landi, og var þar golfskáli risinn þegar 1992.

Hádegisholt

Hádegisvarðan á Hádegisholti.

Suðvestan undir Flóðahjalla, milli hans og Svínholts og Setbergsholts, er Oddsmýri, en Oddsmýrardalur er til suðurs. Oddsmýri hefur verið ræst fram og þar verið ræktuð tún frá Setbergi. Mýrin hefur án efa verið mjög blaut og gæti einhvern tíma hafa verið verið kölluð „flóð“ og af því sé nafngiftin Flóðahjalli dregin. Eldri og væntanlega réttari nafngift er Flóðháls. Frá mýrinni rennur Oddsmýrarlækur í Urriðakotsvatn (Urriðavatn). Í Oddsmýrardal, skammt innan við Oddsmýri, er beitarhúsatóft frá Setbergi. Þaðan er þægilegt að ríða eða ganga inn í botn Oddsmýrardals og svo áfram línuveginn til norðurs upp Klifið og síðan út eftir hjallanum að fornri og nokkuð hruninni vörðu fremst á Hádegisholti  (vafalaust hádegiseyktarmark frá Urriðakoti). Tóftin er nokkru framan við háhjallann, um það bil miðja vegu milli hans og vörðunnar. Þaðan er víðsýnt, ekki síst yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Flóðahjalli er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu, en er nú, því miður umlukinn þéttri lúpínubreiðu á sumrum.

Urriðakot

Urriðakot.

Norðaustan undir Flóðahjalla þar, sem heitir Flóðahjallatá, liggur svokallaður Flóttamannavegur, öðru nafni Elliðavatnsvegur eða Vatnsendavegur. Milli vegarins undir Flóðahjallatá og Urriðakotsvatns heitir Dýjamýri austar, en Þurramýri vestar. Dýjakrókar heita fjær undir Urriðakotshálsi (ranglega nefndur Urriðaháls í Mbl. 27.6.2001). Þar eru uppsprettur og úr þeim rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurramýrarlæk, á mótum Urriðakots og Setbergs, og svo í vatnið. Eru lækir þessir ásamt Oddsmýrarlæk helsta aðrennsli í vatnið ofan jarðar. Ef vernda á lífríki Urriðakotsvatns, ekki síst eftir að byggð færist nær beggja megin vatnsins, er því nauðsynlegt að friða bæði Dýjakróka og mýrlendið að sunnanverðu við vatnið. Frárennsli úr vatninu er í norðvesturhorni þess í landi Setbergs. Rennur þaðan lækur, Stórakrókslækur, nú að mestu í rásum og stokkum, sem sameinast Hamarskotslæk (Hafnarfjarðarlæk) neðan og vestan við Setberg. Gekk áður sjóbirtingur í lækinn, en hann hvarf eftir virkjunarframkvæmdir Jóhannesar Reykdals, síðar á Setbergi (föður Elísabetar Reykdals, sjá síðar) árið 19043. Jóhannes Reykdal var frumkvöðull um rafvæðingu hér á landi sem kunnugt er.

Urriðavatn

Urriðavatn 2023.

Austan Urriðakotsvatns stóð bærinn í Urriðakoti í grónu túni. Túnið er enn grænt, en bæjarins sér nú lítinn stað. Hádegisholt og varðan á því hefur vissulegs blasað vel við frá bænum og útsýni er sömuleiðis gott af holtinu í átt að bæjarstæðinu.
Á Urriðakotshálsi voru á stríðsárunum nokkuð stórar herbúðir Bandaríkjamanna. Þær sjást allvel á loftmynd frá l954 og enn má sjá þar húsgrunna og steinsteypuleifar frá þeim tíma. Það er víst einmitt hér, sem hinir nýju tæknigarðar skulu rísa.

Tóftin.

Flóð'ahjalli

Flóðahjalli – uppdráttur.

Tóftin er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla eins og áður segir. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans. Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þeir hafa því riðlast umtalsvert í áranna rás. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin furðustór að flatarmáli eða nærri 800 m². Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Verða þannig til tvö lítil ferhyrnd rými (ca. 2,5x 4 m og ca. 3×1,8 m að innanmáli og eitt hringlaga (ca. 4 m að innanmáli. Í öðru ferhyrnda rýminu fundum við leifar af timburfjölum og utan við hringlaga rýmið fundum við ryðgaða járnplötu, 1×1 m, með ca. 8 cm háum hnúð eða pinna á í miðju, en alls ekkert annað, sem bent gæti til mannvistar.
Á klöppinni syðst Flodahjalli-222eru nokkrar stafristur. Þar teljum við ótvírætt að höggvið hafi verið ártalið 1940, fangamarkið D. S. og væntanlega mannsnafnið J. E. Bolan. Þessi stafagerð er öll með sama breiða lagi. Auk þess má greina fangamörkin J. A. og G. H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940.
Elísabet Reykdal (f. 1912), sem alla tíð hefur búið á Setbergi, man vel eftir komu Breta í Hafnarfjörð sumarið 1940, og hún var í nábýli við þá og síðar Bandaríkjamenn. Hún minnist þess, að Bretar voru með gervifallbyssur (símastaura?) á Setbergshamrinum. Hún man einnig vel eftir Bretunum á ferð í einhvers konar beltabílum („einhvers konar smáskriðdrekar“) á vegaspottunum milli Setbergs og Urriðakots (þetta hafa verið svokallaðir Bren Gun Carriers). Telur hún líklegast, að Bretarnir hafi farið á bílunum upp á Flóðahjalla. Hún þvertekur fyrir, að Íslendingar hafi komið þar að verki.

Flodahjalli-223

Af bók prófessors Þórs Whiteheads, Bretarnir koma, má ráða, að meðal þeirra staða, sem Bretar óttuðust mest, að Þjóðverjar myndu nota til landtöku hér, voru lendingarstaðir flugvéla á Sandskeiði og í Kaldaðarnesi og höfnin í Hafnarfirði.
Strax hernámsdaginn (10. maí) voru hermenn sendir upp á Sandskeið og austur yfir Fjall í svo ólíkindalegum herflutningatækjum og hvítar Steindórsrútur voru. Til Hafnarfjarðar voru hermenn fyrst sendir fáum dögum síðar og svo að marki 18. maí, þegar liðsauki hafði borist til landsins með tveimur stórum herflutningaskipum. Þá voru fluttir 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sjóleiðis til Hafnarfjarðar. Þessir hermenn höfðu þó ekki strax yfir að ráða Brenvögnum, þar eð slík farartæki komu fyrst til landins í júlí um sumarið (9; bls. 132 og 212).

Camp Russel

Camp Russel á Urriðakotsholti – kort.

Þór Whitehead telur því einsýnt, að hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga hafi gert mannvirkið á Flóðahjalla. Hafi tilgangurinn verið sá að efla varðhöld og vígstöðu við Hafnarfjörð til þess að mæta hugsanlegri innrás Þjóðverja11. Ótvírætt er, að Bretar óttuðust mjög landgöngu Þjóðverja í Hafnarfirði, ef svo bæri við. Í bók Þórs er þannig mynd, sem sýnir menn úr herfylki Wellingtons hertoga á æfingu á holti við Hafnarfjörð. Í texta við myndina segir m. a.: „Bærinn var talinn einn líklegasti landgöngustaður þýsks innrásarliðs og Bretar gerðu ráðstafanir til að sprengja Hafnarfjarðarhöfn í loft upp“.
Öðrum okkar (Þ.J.) hefur nú borist svar við fyrirspurn til aðalstöðva herfylkis Wellingtons hertoga þess efnis, að tóftin („the stone defence work mentioned“) hafi verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons og tilgangurinn hafi verið svipaður og Þór Whitehead telur („…to cover open ground, which might have been used by enemy parachutists, road approaches to the town and, possibly, likely landing places on the coast“).

Urridakot-uppdrattur

Þessar upplýsingar eru byggðar á ritaðri frásögn eins þeirra hermanna, sem þarna komu við sögu og er enn á lífi. Í ljósi þessara upplýsinga þykir okkur líklegt, að byssustæði hafi verið í hringlaga rýminu (járnplatan leifar af því?) og einhvers konar vistarverur hefðu getað verið í ferhyrndu rýmunum (fjalaleifarnar leifar af timburgólfi?).
Urriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866–1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865–1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; forn sel frá Hofstöðum.

Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgripaeign í þá daga. Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða.
Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmundsson á Setbergi (1824–1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: „Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.“

Urriðakot

Fjárhús í Urriðakotshrauni.

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða. Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er, til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði Guðmundur vanið sauði sína við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. („Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði.“). Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.

Urriðakot

Urriðakot – uppdráttur.

Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: „Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir“. Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40–50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan „fóðurbæti“ og hafa án efa verið vel haldnar og í góðri nyt.

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn. Fornleifauppgröftur neðst t.h.

Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu.
Talið er, að það hafi horfið eftir 1973–1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það væri slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20–30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa. Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar.

Urriðakot

Urriðakot.

Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar fuðra upp í verðbólgubáli. Sonarsynir Urriðakotshjóna, sem jörðina keyptu, fengu í desember 1944 nafni jarðarinnar breytt í Urriðavatn. Það var óþarfaverk að breyta fornu nafni jarðarinnar. Nafninu Urriðakoti er því haldið hér í samræmi við örnefnalýsingu Svans Pálssonar frá 19787.”

Heimildir:
-Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson: Fjórar leiðir í Gjáarrétt. Hesturinn okkar, 1. og 2. tbl. 1983.
-Elísabet Reykdal (f. 1912), Setbergi, viðtal 20. apríl 1998.
-Guðmundur Björnsson (1917-2001), augnlæknir, prófessor, Reykjavík (viðtöl apríl 1998 og maí 2000). Einnig Urriðakotsættin. Niðjatal (handrit 1995) og fleiri gögn (nr. 5, 7 og 13 hér á eftir). – Guðmundur var ættaður frá Urriðakoti og að nokkru alinn þar upp og var þar gerkunnugur. Höfundar eru í þakkarskuld við Guðmund heitinn fyrir þann áhuga, sem hann sýndi snuddi þeirra og fyrir lán á heimildum.
-Golklúbbur Oddfellowa (Heimasíða á Netinu).
-Urriðavatnsland. Oddfellowreglan. Handrit, 1987.
-Valgarð Thoroddsen: Elzta rafstöð á Íslandi. Ársskýrsla Sambands íslenzkra rafveitna 12. ár (bls. 175–181). Reykjavík 1955.
-Svanur Pálsson: Örnefnalýsing í Urriðakotslandi. Handrit 15.10. 1978. – Svanur Pálsson er ættaður frá Urriðakoti og er þar gerkunnugur.
-Ólafur Valsson, kortagerðarmaður: Útvegun loftmynda og gerð korts
-Þór Whitehead: Bretarnir koma. Vaka-Helgafell, 1999.
-Páll Lýðsson: Hernaðarsaga stórveldis. Þjóðólfur 11.12. 1967.
-Þór Whitehead: Persónulegar upplýsingar (1999 og 2001). – Höfundar eiga Þór að þakka að hafa komist í samband við ritara herfylkis Wellingtons hertoga, bls. 12.
-Bréf D. L. J. Harraps, majórs, ritara herfylkis Wellingtons hertoga, aðalstöðvum herfylkisins í Halifax, Vestur-Jórvíkurskíri, til Þ. J., dagsett 17.8.2001.
-Jón Sigurðsson í Skollagróf: Þáttur af Jóni á Setbergi. Handrit, 1996.
-Jónína Hafsteinsdóttir, Örnefnastofnun: Persónulegar upplýsingar (22.1. 2001).
-Svanur Pálsson: Bréf til Þ.J., dags. 24.9. 2001.

Heimild:
-Morgunblaðið 13. janúar 2002, bls. 10-11.

Urriðakot

Fjárhústóft í Urriðakotshrauni.

Urriðakot

Gengið var um Urriðakot, minjarnar í kringum bæinn skoðaðar og síðan haldið upp á Urriðakotskamp (Camp Russel) og stríðsminjarnar skoðaðar.

Markasteinn

Markasteinn – huldufólkshús.

Þaðan var gengið með vestanverðu Urriðakotshrauni að Markasteini og til norðurs yfir í Selgjá. Skoðaðar voru selsminjarnar í gjánni sem og fjárskjólin norðvestan hennar.
Við Urriðakot var m.a. kíkt á leturstein í túninu. Á hann er klappað ártalið 1846 auk upphafsstafa. Það mun hafa verið ábúandinn á bænum er þetta hannaði á sínum tíma. Ofan við hlaðinn túngarðinn er Grjótréttin. Gengið var til austurs með garðinum, að vatnsleiðslu þeirri er hernámsliðið gerði og lá frá steyptum brunni neðst í brekkunni og upp á steyptan vatnsgeymi ofarlega í holtinu. Bækistöð hersins á holtinu nefndist Camp Russel. Þar má enn sjá minjar, t.d. grunna þeirra fjölmörgu húsa og bragga,s em þar voru. Steyptur skorsteinn stendur skammt frá veginum (Flóttamannaveginum), en hann er leifar aðalstöðvanna, sem þarna voru. Þá má sjá vatnsgeyminn í holtinu sem og göturnar, sem lágu á milli húsanna. Til er gamall uppdráttur af kampinum og var hann hafður til hliðsjónar í göngunni.

Urriðakot

Urriðakot – letursteinn.

Gengið var með vesturjarðri Urriðakotshrauns, framhjá hlaðinni Stekkjartúnréttinni og inn með Fremstahöfða. Við hann austanverðan er stórt og fallegt bjarg, Markasteinn. Steinninn stendur utan í holti og segir til um landamerki Urriðakots og Setbergs. Sagan segir að er Urriðakotsbóndi hafi eitt sinn verið að ganga framhjá steininum hafi hann heyrt rokkhljóð koma innan úr honum. Taldi hann þá að þar byggi huldufólk. Sagnir eru um að allan mátt dragi úr fólki er nálgast steininn.

Selgjá

Rjúpur í Selgjá.

Frá steininum var gengið beina leið í Selgjá og komið þar sem stærsti fjárhellirinn og greinilegustu selsrústirnar eru í sunnanverðir gjánni, en sagnir eru um að 11 sel hafi verið í gjánni þegar mest var um haft þar. Litið var á leturstein með merkinu B í norðanverðir gjánni, komið við í Selgjárhelli, Sauðahellinum syðri (Þorsteinshelli) og síðan litið ogfan í Sauðahellinn nyrðri. Staðnæmst var við op Skátahellis sem og op Norðurhellis áður en haldið var eftir Kúastíg að hlöðnu fjárskjóli norðan undir háum hraunkletti og síðan stígurinn genginn áfram með vestanverðum hraunkanti Urriðakotshrauns, framhjá Stekkjartúnsrétt og að upphafsreit.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.

Urriðakot

Í Þjóðviljanum árið 1967 mátti lesa eftirfarandi um bruna Urriðakotsbæjarins:
“Slökkviðliðinu í Hafnarfirði var tilkynnt að eldur væri laus í Urriðakoti um klukkan tvö í gær. Urriðakot er eyðibýli fyrir ofan Setberg við Urriðavatn. Voru húsin orðin hálfónýt en notuð sem gripahús. Brunnu húsin til grunna og slökktu slökkviliðsmennimir í rústunum.”
Urridakot-221Í Morgunblaðið þennan sama dag var skrifað: “Í
 gær kom upp eldur í húsum á jörðinni Setberg, sem er rétt ofan við Hafnarfjörð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn töluvert mikill, en þó tókst fljótlega að ráða að niðurlögum hans. Ekki hefur verið búið í húsum þessum lengi og eru þau í niðurníðslu. Reyk sást leggja þaðan sl. þriðjudag og (fór þá fólk til að slökkva eldinn, en slökkvilið Hafnarfjarðar var ekki kvatt út. Er talið líklegast að neistar hafi enn leynst 5 húsunum þegar fólkið fór og eldurinn svo blossað upp að nýju. Líklegast hefur einhver verið á ferðinni þarna með eld og kveikt í, viljandi eða óviljandi.”
Í Morgunblaðinu árið 1988 mátti lesa eftirfarandi eftir Guðmund Björnsson um síðustu ábúendurna í Urriðakoti:
“Móðursystir mín, frú Vilborg Guðmundsdóttir, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 22. þ.m. 94 ára að aldri. Vilborg fæddist í Urriðakoti í Garðahreppi 24. apríl 1894 dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur. Var hún þriðja barn þeirra hjóna af tíu, sem upp komust. Guðmundur hóf búskap í Urriðakoti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum.
Urridakot-222Faðir Jóns Þorvarðssonar, föðurafa Vilborgar, var Þorvarður Jónsson bóndi á Vötnum í Ölfusi, en kona hans var Guðbjörg Eyjólfsdóttir bónda og hreppstjóra á Kröggólfsstöðum. Þorvarður var sonur Jóns Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi, sem var fæddur 1746 í Nýjabæ í Ölfusi. Föðuramma Vilborgar var Jórunn Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, Beinteinssonar bónda í Þorlákshöfn, en móðir Jórunnar var Herdís Þorgeirsdóttir bónda á Litlalandi.
Móðurforeldrar Vilborgar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti bær við Urriðakot, og kona hans, Vilborg Jónsdóttir, sem ættuð var frá Einholti í Biskupstungum. Jón á Setbergi var sonur Guðmundar Eiríkssonar, sem nefndur var „hinn ríki eða sauðglöggi” og löngum hefur verið kenndur við Haukadal í Biskupstungum en bjó síðast í Miðdal í Mosfellssveit. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka af Hörgsholtsætt. Jón á Setbergi átti 18 börn og er hann ættfaðir Setbergsættarinnar og er margt kjarnafólk komið af þeirri ætt eins og af Bíldfellsættinni.”

Heimildir:
-Þjóðviljinn 8. júní 1967, bls. 12
-Morgunblaðið 30. okt. 1988, bls. 63.

Urriðakot

Urriðakot 2005.

Urriðakot

Eftir að framkvæmdir hófust við vegagerð á Urriða[kots]holti (2007) spurðist FERLIR fyrir um hvað hefði orðið að letursteininum frá 1846 er verið hafði skáhalt til suðurs neðan frá bænum – því við vettvangsferð um svæðið virtist hann við fyrstu eftirgrennslan vera horfinn.

Steinninn þar sem hann er nú (2008)

Bæjarverkfræðingur Garðabæjar sendi erindið áfram til hlutaðeigandi aðila. Svar kom um hæl: “Verktakinn hafði fært steininn til á meðan á framkvæmdum stendur og er ætlunin að koma honum aftur fyrir á sínum stað að þeim loknum”.
Farið var aftur á vettvang að þessu sögðu. Rétt neðan við suðvesturhorn bæjartóftanna lá myndarlegur steinn. Á honum var áletrunin og vístaði hún upp. Það verður því að teljast bæjaryfirvöldum og verktakanum til hróss að hafa hlíft steininum, eins og sagt hafði verið.
Örnefnalýsing Urriðakots segir m.a.: “Bærinn Urriðakot lá í halla vestan í Urriðakotsholti (Urriðavatnsholti).”
Í Jarðabók Árna og Páls segir: “Urriðakot, hálfbyli so kallað, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbbýlisjarðir.”
Áður en hlíðinni var rótað upp var þarna heilstætt kotbýlislandslag með hlöðnum túngarði, túnblettum, heimarétt, fjárhúsi, lambhúsi, bæjarhúsum, Snorralaut (að ganga Snorra í merkingunni að ganga örna sinna), brunni, heimtröð og brunni svo eitthvað sé nefnt. Í túni er og enn letursteinn með áletruninni “JTh 1846″. Steinninn var í traðarveggnum, en þegar hann var sléttaður fór hann í túnið. Það mun hafa verið Jón Þorvarðarson, bóndi í Urriðakoti, sem hjó áletrunina. Um stafina er hogginn rétthyrndur rammi.”
Efst á holtinu er listaverkið “Táknatréð”. Við listaverkið eru útlistingar á höfundunum, M. Augustyniak, M. Amzalag og G. Friðriksdóttur, hugmyndum þeirra og stefnum.

Táknatréð

Um Gabríelu segir m.a.: “Sagt er um verk Gabríelu að í þeim birtist innra landslag, þar sem ímyndaður kynjaheimur forsögulegs tíma rennur saman við samtímann. Hún framkallar heim þar sem engin rökvís orð geta dregið skýr mörk á milli myrkra tilfinninga og gleði, og í stað öryggiskenndar þarf áhorfandinn að kljást við djúpstæð mannleg tákn og minni, á andartaki þar sem allt virðist í þann mund að tortímast og fæðast á ný.” Flest í textanum er auðvitað bara bull (að slepptum hinum listræna mælikvarða), en taka þarf viljan fyrir verkið (með fullri virðingu fyrir listafólkinu).
Sennilega hefði farið langbest á því að staðsetja mjög nærtækan friðaðan leturstein á þeim stað þar sem listaverkið “Táknatréð” er nú. A.m.k. hefur hann hvorki tortímst né endurfæðst, einungis legið þarna áfram, bæði með litlum tilkostnaði og auk þess með áletruninni, sem hann hefur borið í rúmlega öld – tákni þeirrar handa sem þá markaði sögu Urriðakots. Væri það vel við hæfi í ljósi allra þeirra umbreytinga, sem bæði landslagið er nú að ganga í gegnum á svæðinu og á aðbúnaði mannanna m.v. fyrri tíð.

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.

Eitt pínulítið kríuegg, sem fyrir ótrúlega heppni hafði sloppið í hreiðri sínu millum hjólfara ofurstórvirkra vinnuvéla, var kannski hin mesta áminning (sanna og áhrifamesta minnismerkið) á Urriða[kots]holti þetta síðdegið. Kríumóðirin flaug yfir með tilheyrandi verndarlátum, líkt og mæður hafa gert svo lengi sem vitað er – og mun vonandi verða um ókomna tíð – líka í hinu nýja uppbyggjandi mannfólkshverfi á Urriða[kots]holti.
Málið er að stundum ferst bæjarráðsmönnum og -konum ekki fyrir í allri vitleysunni. Í dægurþrasinu er nefnilega svo mikilvægt að hafa bæði skynsemi og gáfur til að sjá í gegnum orðskrúðið. “Elítan” fágæta lifir og hrærist í orðskrúðinu líkt og dvergbleikjan í grunntjörninni. Hún er í mjög svo afmörkuðu umhverfi, en líkt og dvergbleikjan er henni sama um það og þá er búa ofan og utan tjarnarinnar. Þar búa bara miklu, miklu, mun fleiri…. og þeim er ekki sama….
Þegar gengið var um Urriðaholtið og hið smá gaumgæft virtist augljóst hvað skipulagsaðilum og öðrum hönnuðum svæðisins hafði yfirsést. Líkt og árstíðirnar eiga sér mjög svo ákveðna stund og tiltekinn stað á holtið sér nærtæka nálgun. Hana sjá einungis þeir/þau er gefa sér tíma og hafa vilja til að skilja.
Kríuegg á Urriðaholti

Urriðakot

Gengið var um vestan- og norðanvert Urriða[kots]vatn.
Fylgt var gömlum upplöðnum akvegi að rás norðvestan við Vegurinnvatnið. Vegurinn var rofinn á vaði svo ganga þurfti með mýri, Vesturmýri, og sæta lagi við að komast yfir hana til norðurs utan Vesturviks. Annars var forvitnilegt að virða fyrir sér nýtt útsýni þarna til norðvesturs, ólíkt því sem áður var. Gæsir, álftir og vaðfuglar fylltu mýrartjarnir, sem þarna eru í grónum hraunkrika, en í stað þess að sjá Garðahraunið í bakgrunni, líkt og áður var, blöstu nú við verslanir BYKO og IKEA. Sennilega leiða fáir viðskiptavinir þessara verslana huganum að þessum mýrartjörnum og fuglalífinu þar. Enda kannski eins gott því lóan hafði verpt í hraunkantinum og gæsin í mýrarhólma.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðakot segir m.a. um þetta svæði: “Kvíaflöt heitir allmikið barð norðvestan við túngarðinn og ofan við veginn, sem lá norðvestur frá bænum. Kvíaflöt var gerð að túni skömmu áður en Urriðakot fór í eyði.
Vegurinn, sem hér um ræðir, Fuglalífið á Vesturmýrivar Urriðakotsvegur nýrri. Hann var lagður um 1930 norðvestur úr túninu, yfir mýrina og Hrauntangann, gegnum túnið á Setbergi á Setbergsveg vestan við bæinn á Setbergi. Hann var lagður sem bílvegur og var þá hætt að nota Urriðakotsveg eldri, sem áður er nefndur, en sá vegur var ekki bílfær. Ofan við Kvíaflöt er Grjótréttin vestri, rústir gamallar réttar. Norður af Grjótréttinni er einstakt barð, er nefnist Trantur, en skammt vestur og niður af Trantinum er langt barð, sem nefnist Langabarð. Það nær alla leið niður að Vesturmýri, en svo kallast einu nafni mýrin milli holtsins og hraunsins. Norðvestur af Langabarði neðst er Höskuldarklettaflöt, sem dregur nafn af klöppum, sem kallast Höskuldarklettar og eru fyrir neðan flötina. Sá hluti holtsins, sem er upp og norður af Höskuldarklettaflöt, kallast Brekkur, og norðvesturendi holtsins nefnist Brekkutögl.
Urriðakot-3Sá hluti hraunsins, sem skagar út í Urriðakotsvatn, kallast Hrauntangi, og er hluti af honum í Setbergslandi. Í miðri Vesturmýri liggur Urriðakotsvegur yfir vatnslænu, sem nefnist Kelda. Við vegagerðina var hún brúuð og brúin nefnd Keldubrú. Áður var hún stikluð á steinum nokkru norðar. Þegar norðvestar kemur í mýrina, var læna þessi kölluð Rás. Rásin var stikluð á steinum, sem kallaðir voru Rásarbrú á Stórakróksgötu, sem lá að heiman vestur í Stórakrók, sjá síðar.
Vikið sem gengur norður úr vatninu milli Hrauntanga að vestan og holtsins að austan, heitir einu nafni Vesturvik. Litla vikið í norðausturhorni

Urriðakot-4

Vesturviks heitir Tjarnarvik, en í norðvesturhorni Vesturviks er einnig lítið vik og nefnist það Forarvik. Í Forarvik safnaðist mikið af fergini og varð að forarvilpu. Mýrin sunnan vegar, en norðaustan undir Hrauntanga, kallast Kriki. Sá hluti Hrauntanga, sem skagar lengst út í vatnið til suðurs, heitir Mjóitangi. Réttartangi skagar austur úr Hrauntanga nokkru sunnan við mitt Vesturvik. Sunnan við Krika liggur gamall grjótgarður þvert yfir Hrauntangann. Heimildarmanni er ekki kunnugt um nafn á honum. Í Hrauntanga rétt norðvestan við Mjóatanga er stór klettur með sýlingu í. Hann kallast Sýlingarhella og er á mörkum Urriðakots og Setbergs.”
Annars má segja bæjaryfirvöldum í Garðabæ það til hróss að þau skyldu sjá aumur á tjörnunum sem og afnotendum þeirra, sem greiða ekki opinber gjöld til sveitarfélagsins líkt og verslanirnar handan þeirra. Hins vegar fengu ófáar birkihríslurnar og hraunmyndanirnar að kenna á umbyltingu svæðisins í þágu mannfólksins og kaupaþörf þess. Fáir virðast hafa haft taugar til umhverfisins, enda aldrei litið það augum þess sem bæði veit og skilur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (SP).

Lóuegg