Tag Archive for: Skinnhúfuhellir

Villingavatn

Þorgeir Magnússon, fæddur að Villingavatni 27. 3. 1896, og bjó þar frá 1925 til 1948. Þar bjó áður faðir hans, Magnús Magnússon, fæddur að Villingavatni 1. 6. 1858, frá 1887 til 1925. Þar áður Magnús Gíslason, fæddur að Villingavatni 21. 7. 1813 frá 1850 til l887. Þar áður Gísli Gíslason, fæddur á Þúfu í Ölfusi 9.10. 1774, frá 1804 til 1850.

Villingavatn

Þorgeir Magnússon. Myndin er tekin við  Krýsuvíkurkirkju.

Í örnefnalýsingu Þorgeirs af Villingavatni sem hann skráði árið 1970 getur hann um helstu örnefni og minjar á landareigninni. Þar segir m.a.:
„Að norðan: Þingvallavatn frá Sogskjafti (þar sem vatnið fellur í jarðgöngin hjá Steingrímsstöð) að Villingavatnsárós.
Að vestan: Villingavatnsá, frá því að gatan liggur yfir hana, fyrir neðan Tröllháls út í Laxárdal og eftir henni til ósa við Þingvallavatn. Þegar kemur út að Tröllhálsi eru mörkin eftir götunni sem farin er þegar farið er fram í Ölfus, í grjóthól í Votumýri og er það horn-mark, og einnig landamerki milli Ölfus- og Grafningshreppa.
Að sunnan: Bein stefna um Villingavatnsselfjall í Efjumýrarþúfu, sem er hornmark sem 6 jarðir liggja að, Villingavatn, Úlfljótsvatn, Hlíð, Stóriháls, í Grafningi, og Gljúfur og Sogn í Ölfusi. Þetta eru afar forn mörk.
Að austan: Þau mörk eru frá 1850, og eru milli Úlfljótsvatns og Villingavatns, og eru úr Efjumýrarþúfu um há Botnahnúk, Dagmálafjall, Úlfljótsvatnsselfjall, Náttmálahnúkur, vesturbrún Hlíðarkinnar um Gildruhól í Hagavíkurþúfu, í há Skinnhúfuberg og þaðan í stefnu á Kálfstinda niðrí Þingvallavatn, (rétt vestan við niðurfallið í Steingrímsstöð).

Villingavatn

Villingavatn um 1960.

Þegar jörðunum Úlfljótsvatni og Villingavatni var skift árið 1850, fékk Villingavatn veiðiítak í Úlfljótsvatni, frá Straumsnesi að Sauðatanga, og bátsuppsátur á Kænunefi. En það nef eyðilagðist þegar Ljósifoss var virkjaður og vatnsborð Úlfljótsvatns var hækkað.“
Í örnefnalýsingunni getur Þorgeir m.a. um Villingavatnssel í Seldal, Gamlasel í Gamla-selgili og Ingvaldarsel ofan Svartagils (í landi Úlfljótsvatns).

Villingavatn

Villingavatn – túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu um „Fornleifar í Grafningi“ frá árinu 1998 segir m.a. um Villingavatn:

Villingavatn
20 hdr. 1706, c. 1500. Úlfljótsvatnskirkjujörð. Fyrst getið 1397, DI IV, 93. 13.6.1703 telja eigendur að jörðunni Úlfljótsvatni … sextíu hundruð að dýrleika, hvar með fylgir kirkjueignin Villingavatn, tuttugu hundruð að dýrleika, en hefur verið þessi kirkjueign sett fyrir xc til arfaskipta í fastaeign, hvað enn nú stendur sem fyrri. JÁM XIV, 62.

14.6.1703 telur Magnús Magnússon ’20c af Úlfljótsvatni, bóndaeign, heyra mér …. Kirkjujörð, …

Villingavatn

Villingavatn um 1960.

heitir Villingavatn, að dýrleika 10c að aftekturn. Tilheyrir mér hún hálf. Landskuld til mín, x aurar, gelst í landarum. Kirkjukúgildi 6, þar af eftir 3 betalast prestinum 6 fjórðungar smjörs eða í landaurum, peningum eður þvílíku.’ JÁM XIV, 63 nm.
„Allstór fjallajörð. Liggur móti norðaustri og á land frá Þingvallavatni og út í Ölfusmörk.“ SB III, 266, 1918: Tún 5,7 ha. Matjurtagarðar 695 m2. 1839: „heyskapur gnægur, útbeit og silungsveiði, hættujörð af graflækjum.“ SSÁ, 182. 1977: Tún 39,7 ha.

Villingavatn

Villingavatn – Hringatjarnir neðst og Villingavatn efst.

„Víða góð skjól og beitiland gott þar til mýið var drepið 1959. Þurrlend móajörð með melum á milli upp til fjallsins en mýrarsund nær bænum og kringum tjörnina. Valllendisblettir eru víða.“ SB III, 266. Flest túnjarðarinnar sléttuð með stórvirkum vinnuvélum um og eftir 1970.
Bæjarhóllinn var við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs, um 40 metra austur af núverandi íbúðarhúsi. Slétt tún, sléttað eftir 1970.

Skinnhúfuhellir

Villingavatn

Skinnhúfuhellir – einstigi.

Skinnhúfuhellir er austast í á Langapalli. Þangað var áður fyrr fært eftir mjóu einstigi í miðju berginu, en nú hefur brotnað úr því á kafla svo það má heita ófært á fæti. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur.

Símonarhellir
„Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli.“ segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu.

Villingavatn

Villingavatn – Símonarhellir.

Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni. „Annar hellir [en Skinnhúfuhellir] er vestan til í hlíðinni, hafður fyrir fjárhelli frá Villingavatni.“ Ekki skráð 1998. Í Símonarhellir er grjóthleðslur, en engar slíkar eru í Skinnhúfuhelli.

Fjárhellir – fjárskýli

Villingavatn

Villingavatn – fjárhellir (-skjól).

„Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum […]. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. „Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ.
Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml, er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar.

Lambagarður

Villingavatn

Villingavatn – örnefni og minjar; ÓSÁ.

„Lambagarður: Hlaðinn varnargarður, frá vatni upp í berg“, segir í örnefnalýsingu. Um það bil 50 metra austur af fjárhellinum er hlaðinn garður út í Þingvallavatn, um 2 km norðaustur af bæ. Grýtt, brött og gróin hlíð frá bergi út í vatn. Garðurinn er 45 metra langur og 1 metra breiður og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar en hleðslur eru nokkuð signar.

Tjörnin (Villingavatn)
„Lækurinn: Afrennsli úr Tjörninni, rann norður mýrarsund og engjar og útí Þingvallavatn. Í tíð Magnúsar Magnússonar [ábúandi 1887-1925] var grafinn skurður meðfram Helluholti, Gíslaþúfu og Stekkásmóa norður í Rás, þetta var gert til þess að ná vatninu til áveitu á engjarnar, og tókst vel, en eftir það var alltaf talað um gamla og nýja læk. Nú mun sú áveita vera aflögð.“ segir í örnefnalýsingu. Í mýrinni eru nú tveir vélgrafnir skurðir og einnig náttúrulegir farvegir eða handgrafnir skurðir. Sundurgrafinn þýfður mói.

Heykuml – tóft

Villingavatn

Villingavatn – heykuml á Einbúa.

Um 40-50 metra suðaustur af Einbúanum og 100 metra austur af Hringatjörnum er Einbúakumlið. Þýfður melur, blettur í annars uppblásinni urðinni. Heytóftin er vel heilleg, opnast til norðurs. Hún er alls 6×4 að utanmáli en 4×2 að innanmáli. Hleðslur eru enn vel greinilegar, alls 5 umför þar sem suðausturveggurinn er hæstur.

Stekkur (heimasel)

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

„Stekkás: Nokkuð hár ás fyrir vestan engjarnar og norðan Hellholts.[…] Stekkurinn: Sunnan í Stekkásnum, síðasti stekkurinn sem notaður segir í örnefnalýsingu. Stekkjartóftin er um 50 metra norður af norður enda Tjarnarinnar (Villingavatns), um 100 metra vestur af Villingavatnsánni.
Stekkurinn er byggður utan í stóran jarðfastan stein á sléttur grónum bala í annars grýttri, blásinni og þýfðri brekku. 2 hólf eru greinileg, að norðaustanverðu hefur aðeins verið grafið inn í brekkuna og hlaðið undir og milli 2 steina. Hólfið er um 3 á breidd en bæði 2 og 4 var.“

Fjárborg (Borgin)

Villingavatn

Villingavatn – tóft ofan við Björgin, vestan vaðsins yfir Sogin. Sennilega birgðageymsla Skólholtsstaðar við Kjóaveginn.

„Borgin: Gömul fjárborg á Borgarholti.“ segir í örnefnalýsingu. Borgarholtið var á túninu sem nú er norðan og austan við tjörnina, þar sem nú er braggi. Borgin var sunnan við braggann. Slétt tún.

Gamli-garður
„Gamli garður: Garðlag liggur yfir Grenásinn vestanverðan frá Tjörninni suður í Úlfljótsvatn. Þetta hefur verið mjög mikið mannvirki, því það sem enn sést, er breitt um sig, og bendir til þess að garðurinn hafi verið breiður og mikill, engar sagnir eru tengdar við þennan garð svo vitað sé.“ segir í örnefnalýsingu. Vesturendi hans er nokkuð ofan við Gamlastekk, 017, og svo liggur garðurinn til norðvesturyfir ásinn og út í Úlfljótsvatn, við Fjárhöfða. Ásinn er gróinn í hlíðunum og blásinn og grýttur að ofan. Garðurinn er alls um 1,2 km langur og 1,3 á breidd en hleðsluhæð er mest 0,5. Nokkuð rof er í garðinn, og svo liggur vegaslóði í gegnum hann efst á ásnum. Garðurinn hefur sennilega verið nær 1,5 km í upphafi.

Gildruhóll

Villingavatn

Villingavatn – refagildra á Gildruhól.

„Gildruhóll: Grjót- og klapparhóll fyrir sunnan Grenás, í mörkum milli Villingavatns og Úlfljótsvatns.“ segir í örnefnalýsingu. „Hóllinn er á landamörkunum, girðing liggur við hann. Grjót og klapparhóll. Ekki er að sjá gildrutóft þarna og man heimildarmaður ekki eftir að svo hafi verið“.
Leifar gildrunnar má sjá syðst á Gildruhól.

Gamlastekkatún
„Gamlastekkatún: Grasbrekka fyrir ofan [Litlaflóðs-] mýrina, og sést móta fyrir stekknum.“ segir í örnefnalýsingu. Brekka þessi er austur af tjörninni (Villingavatni), og var stekkurinn sunnan við miðja tjörn á vatnsbakkanum. Mikið þýfi á austurbakka tjarnarinnar. Heimildarmaður telur enn sjást til stekkjarins, en skrásetjari gat ekki greint hann í stórþýfinu.

Stöðulhús

Villingavatn

Villingavatn – stöðulhús/Gamla réttin.

„Stöðulhús: Fyrir sunnan túnið, við veginn, þar sem réttin er. Gamla réttin.“ segir í örnefnalýsingu. Fyrir sunnan túnið, milli túnsins og Grjóthólsins. Réttin og húsið standa um 2 metrum suðaustan við heimreiðina um 6 metrum norðar en afleggjarinn af þjóðveginum heim að Villingavatni. Tóftin af húsinu er 2×6-7 að innamáli en 15xll að utanmáli og hleðsluhæð mest 0,5m, opnast til norðausturs. Hleðslugrjót greinilegt að innanverðu, oft sjást 3-4 umför. Réttin kemur til suðvesturs út úr tóftinni og beygir síðan til norðausturs og síðan til norðurs eftir heimreiðinni þangað til hún hverfur inn í hana. Gætu verið fleiri tóftir sunnan við réttina.

Stekkjarflatir

Villingavatn

Villingavatn – fjárborg efst í Gamla-selsgili.

„Stekkjarflatir: Stórar valllendisflatir, vegurinn liggur yfir þær austast, og ná þær alla leið út að Klifberagili að suðvestan og Hádegismóum að norðv.“ segir í örnefnalýsingu. Á Stekkjarflötum er nú tún suður af þjóðveginum, 360, austan við afleggjarann heim að Villingavatni. Sjást smá mishæðir í túninu en erfitt að geta sér til um hvar stekkurinnn var nákvæmlega.

Selnef
„Selnefið: Melnef sem nær útí ána, suðvestur af Keldumýri.“ segir í örnefnalýsingu. „Um 150 metra suðvestur af Grafarmýrinni er Selnefnið. Þýfður blautur mór. Heimildamaður man ekki eftir að hafa séð né heyrt um tóftir þarna.“
Villingavatnsáin kemur þarna niður úr Gamla-selgili. Gamlasel er ofarlega í gilinu.

Gamlasel

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

„Gamla Selgil: Gilið sem liggur eftir miðjum [Sel-] dalnum. […] Dagmálafjall: Fell fyrir austan Seldal, í mörkum. Eyktarmörk frá Gamlaseli sem var í Gamlaselgilinu suður undir Botnaflöt, eins og enn sér merki.“ segir í örnefnalýsingu. „Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er við gilið þar sem lækurinn úr Litla Laxárdal kemur niður, um 40 metra suðaustur af akveginum upp í Laxárdal. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar.

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

Aðeins sést ein nokkur óglögg tóft, tvíhólfa. Hún opnast til suðurs og er hólfið sem opnast 2,5×1,5 að innanmáli. 2 metrum sunnan við opið mótar fyrir öðru hólfi en það er aðeins lxl að innanmáli. Að utanmáli er tóftin 7,5×4 m og eru hleðslur útflattar mest 0,2 á hæð.

Hlíðarskarð
„Hlíðarskarð: Þar sem gatan liggur út á Selflatir. – Hlíðarskarð heitir skarðið fyrir norðan Selflatimar.[…] Um Hlíðarskarð eru götuslóðar, sem nú eru fáfarnir, síðan vegurinn kom fyrir neðan Háfell og Skógarnef.“ segir í örnefnalýsingu. Greinilegur götuslóði, má sjá hann liggja í gegnum tóftina undir Náttmálahnjúknum.

Villingavatnssel

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

„Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti, 3×3 m, er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar, vegurinn upp í Seldal liggur samhliða götunum.
„Innst í Seldalnum að vestanverðu, alveg við árbakkan eru 3 tóftin sem eru sennilega af seli á þýfðum vallendisbala. Allt svæðið er 12x12m og er hleðsluhæð mest 0,4m. Stærsta tóftin er nokkur greinileg, alls 3 hólf í henni. „

Heimildir:
-Fornleifar í Grafningi, Orri Vésteinsson & Sædís Gunnarsdóttir, Reykjavík 1998.
-Þorgeir Magnússon, örnefnalýsing fyrir Villingavatn 1970.

Villingavatn

Villingavatn – fjárhellir; áletrun.

Þegar skoðaðar voru örnefnaskrár fyrir allar Grafningsjarðirnar kom ýmislegt í ljós, t.a.m. nákæmari staðsetning á Grímkellsleiði við Ölfusvatn, ártalssteinn (1736) þar í nálægð sem og enn einn hlautsteinninn – minni (skálalaga).
Útsýni úr TvídyraÞegar fyrirliggjandi upplýsingar um selstöður voru skoðaðar varð niðurstaðan einkum sú að einhvern tíma mun taka að pússla saman fyrirliggjandi upplýsingum um Grafningsselin, þ.e. aldur þeirra. Svo virðist sem “Nýjasel” hljóti að vera mun eldra en af er látið. Því ættu nýrri seltóftir að vera þarna einhvers staðar. Í lýsingunum er ekkert sagt um aldur Nýjasels, einungis að tóftir sjáist þar enn. Í öðrum heimildum er sagt að þar hafi “síðast verið haft í seli 1849”. Grunur er um að selstaðan hafi verið flutt úr “Nýjaseli” í Gamlasel undir Selhól því “Nýjaselið” virðist enn eldra. Þaðan hafi selstaðan síðan verið flutt niður í Hagavík, enda var tilhneiging að færa selstöðurnar nær bæjunum í seinni tíð, einkum vegna fólksfæðar, auk þess sem ekki var lengur þörf á að nýta upplandið líkt og var áður fyrr. Upp úr selinu í Hagavík hafi síðan byggst bær, likt og á Nesjavöllum, og líklega um tíma í Kleifarseli. Þörf er á að gaumgæfa Hagavíkina við tækifæri.
Þá var farið frá Sogsvirkjuninni upp með Björgunum og m.a. litið á Bríkarhelli og Haugahelli, fjárskjól austar með affallinu, og síðan á Tvídyra og gengið allt að Skinnhúfuhelli. Áræðin og nauðsynin voru ekki nægilegar til að feta einstigið að hellinum þjóðsagnakennda að þessu sinni, enda mjög tæpt orðið. Áhugavert væri þó að komast í hellinn og mynda. Bætt var við fyrri lýsingu á vefsíðunni, sjá
Skinnhúfuhellir.
Eitt af næstu verkefnum FERLIRs verður m.a. að skoða Króksel, en skv. örnefnalýsingu mun það vera austan Kaldár, „mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal“. Þá þarf að skoða Ingveldarsel því í örnefnalýsingu segir að “þar hafi síðast verið haft í seli í Grafningi”. Nokkur vinna er því framundan svo fyrirliggjandi upplýsingar megi koma heim og saman við vettvangsstaðreyndir.

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

Úlfljótsvatnskirkja

Ætlunin var að skoða ystu norðausturmörk hins forna landnáms Ingólfs, m.a. þjóðsagnakenndan og einstígsaðgengilegan Skinnhúfuhelli norðan í Björgunum austan Hellisvíkur við Ölfusvatnsvík, fjárhelli frá Villingavatni, sem notaður hefur verið frá ómunatíð allt til loka síðustu aldar, fjárborg í Borginni vestan Úlfljótsvatns, beitarhús og nokkrar aðrar tóftir á svæðinu, auk þess sem ætlunin var að koma við á Ölfusvatni og skoða Grímkellsleiði í Grímskellsgerði, leiði Grímkells goða Bjarnasonar, sem þar bjó um 950.

Fjárborgin

Byrjað var á því að fara frá Steingrímstöðvarsvæðinu norðvestan Úlfljótsvatns með stefnu að klapparhæð er nefnd er Borg. Þar upp undir henni eiga að vera tóftir fjárborgar skv. fornleifaskráningu.
Jörðin Úlfarsvatn hefur skv. framangreindu verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er þessi rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við vatnið. Aldur rústarinnar er talið vera tímabilið 1550-1900. „Ástand rústarinnar er talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert.“
Norðan við Borgarvíkina eru Fjárhöfðarnir, ágætur útsýnisstaður yfir vatnið og suður yfir Sogið. Ekki síst er þar útsýni yfir Hrúteyna og sundið milli lands og eyjar. Tengist sundið þjóðsögu um skrímsli eða orm í vatninu og er undur yfir að líta t.d. í frostum að vetrarlagi vegna sérkennilegra strauma og fyrirbæra í vatninu. Til gamans má geta þess að samkvæmt þjóðsögunni er hið svikula eðli íssins á vatninu af völdum ormsins, hann brýtur upp ísinn þegar hann er á ferð. Að Fjárhöfðum er skammt að fara frá fjárborginni og nálægum beitarhúsatóftum við Hagavík sem eðlilegt er að tengja gönguleið með vatninu.

Borg eða beitarhús

Fjárborgin og beitarhúsatóftirnar eru norðan við Höfðana (undir Borgarhöfða) milli Borgarvíkur og Hagavíkur. „Hér mun vera um að ræða minjar um aflagða búskaparhætti og nýtingu landsins og hljóta að teljast varðveisluverðar. Auk þess tengist staðurinn fyrrnefndri þjóðsögu (Þjóðsagnasafn Guðna Jónssonar) sem gefa honum enn meira gildi.“
Upp úr Hagavíkinni er auðveld og falleg merkt gönguleið yfir að Þingvallavatni, eða upp á Björgin við sunnanvert Þingvallavatn, yfir að Sogi og að Skinnhúfuhelli (þ.e.a.s. fyrir þá sem hann finna). Op hans snýr að Þingvallavatni. Skátar hafa jafnan fengið það verkefni að fara í Skinnhúfuhelli og reyna að rekja sagnfræðilega tengingu hans.
Til að komast í Skinnhúfuhelli þarf að fara um einstigi (ef farið er að austanverðu, annars er leiðin greið að vestanverðu) og hefur sumum fundist betra að snúa við en taka áhættuna að komast hvorki í hellinn né annað eftirleiðis. Um er að ræða þjóðsagnakenndan dvalarstað, sem óþarfi er að Tóft austan Einbúaniðursetja hér til lengri framtíðar.
Í maí árið 1946 fann Jón Ögmundsson bóndi á Kaldárhöfða kuml, sem er gamall haugur, í Torfnesi. Torfnes er hólmi rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir.
Enginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Í kumlinu fundust t.d. leðurbelti með bronssilgju, sverð úr silfri og bronsi, tvenn spjót, 6 örvar, bardagaöxi fatapjötlur úr fínu vaðmáli, hönk af silfurvír, fjórir tinnumolar, krókstjaki, tveir skildir, hnífur og svo mætti lengi telja. Af manninum varðveittust lítilfjörlegar beinaleifar og tvær mjólkurtennur fundust úr drengnum. Í kumlinu hafði einnig verið um 3 metra langur bátur og 80 sentimetra breiður.
Geymsluhús Skálholtsstóls?Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna: „Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um 2 metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.“ Engin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.
Undir Dráttarhlíð voru geymsluskemmur Skálholtsstóls og aðrar við Þingvallavatn skammt frá upptökum Sogsins. Þarna voru búvörur og skreið flutt yfir. Mikið sog var þarna og flutningur þessi því ekki með öllu hættulaus. Eitt sinn barst í Sogið hluti af líkfylgd og líkið að auki.
FjárhellirinnÁ 17. júní árið 1959 gerðist sá atburður við Efrafall að Þingvallavatn reis óvenju hátt í miklu roki þannig að stífla brast og mikið vatn streymdi í gegnum jarðgöng sem verið var að vinna við og hálfbyggt stöðvarhús. Miklar skemmdir urðu þarna og hreinasta mildi að þetta var á Þjóðhátíðardaginn og enginn við vinnu. Annars hefði eitthvað farið meira en líkfylgdin forðum, enda fjöldi manns starfandi bæði í göngum og stöðvarhúsinu virka daga. Fleiri vikur tók að týna saman spýtnabrak niður með öllu Soginu.
Þegar komið var að borginni, en hún er auðfundin í hæðinni norðaustan í Borginni er komið er úr norðri. Í fyrstu mætti ætla að um borg hefði verið að ræða, en við nánari skoðun kom í ljós að mannvirkið var tvískipt beitarhús, líkt og þrískipta beitarhúsið u.þ.b. 15 metrum norðvestar. „Borgin“ hefur augsýnilega verið hlaðinn ferköntuð, en vegna hallans hefur framhliðin látið undan og veggurinn sígið og er nú bogalaga. Allir veggir eru upphlaðnir svo einungis hefur þurft að refta yfir, andstætt efri beitarhúsunum, sem eru bæði mun stærri og hafa haft trégafla mót norðri. Dyr „borgarinnar“ eru tvennar; önnur snýr til austurs, að vatninu, en hin til Hellisvikurhellirsuðausturs. Mannvirkið hefur verið skipt í tvennt með garði að neðanverðu og tréþili að ofan. Að öllum líkindum er „borgin“ eldri beitarhús en þau sem að ofan eru. Fyrir neðan austurvegginn er hlaðið bogadregið gerði til að stýra fé inn um báðar dyr húsanna.
Í örnefnalýsingu fyrir Úlfljótsvatn segir um þennan stað: „Fjárhöfðar heita einu nafni hæðirnar fyrir norðan Borgarvíkina. Þar eru grasbrekkur og hvammar neðan til, en klettabelti og berg í brúninni. Uppi á Fjárhöfðanum var fjárborg, hlaðin úr grjóti, en nú eru þar tóftir einar. Borgin var lögð niður sem fjárskýli 1887 og byggð fjárhús og heyhlaða. En áður var heyið haft í tóft skammt frá, suður á brúninni, og fénu gefið á gadd, þegar því var gefið. Fjárhús þessi voru lögð niður 1914.“
Skammt sunnar, á hæð er hefur útsýni yfir Hrútey, er stakt hús. Frá því sér heim að Úlfljótsvatni. Líkt og önnur sambærileg hús, er það hlaðið og snúa dyr mót suðaustri. Bæði er staðsetningin ákjósanleg til að fylgjast með beit hrútanna í Hrútey svo og fylgjast með ferðum með vatninu, einkum frá bænum. Líklega hefur þarna verið um að ræða aðsetur eða athvarf þeirra sem höfðu þann starfa að fylgjast með hrútunum og sinna fénu í beitarhúsunum. Veggir hafa verið hlaðnir og standa hleðslur enn að hluta, en eru grónar. Skv. framanskráðri örnefnalýsingu hefur þarna verið haft hey um tíma.
FjárhellirinnSuðvestan undir Björgunum, suðaustan við Einbúa, er tóft. Hún stendur hátt og eru veggir hlaðnir úr móbergssteinum. Gróið er í kringum húsið. Veggir standa að hluta. Líklegt er að gróningarnir hafi orðið til eftir að húsið lagðist af og fé nýtti það sem skól. Ef vel er að gáð má sjá vel varðaða leið til suðvesturs, að Villingavatni, en tóftin er í þess landi. Í stefnu til norðausturs er Fjárhellirinn stóri, sem Hellisvíkin í Þingvallavatni dregur nafn sitt af. Þarna hefur því að öllum líkindum verið athvarf þeirra er þurftu að sinna fé Villingavatnsmanna í Fjárhellinum þegar veður voru válynd. Frá tóftinni sér heim að Villingavatni og stutt er í Fjárhellinn vestast í Björgunum. Varða er á holti skammt sunnar, sem mun vera stefnan á leiðina að Úlfljótsvatni. Hún sést enn mjög vel ofan við Borgina. Í örnefnalýsingu fyrir Villingavatn er ferköntuð tóftin sögð hafa verið fjárborg.
Suðaustan við hæðirnar, sen tóftin stendur á, eru tjarnir. Þarna mun hið forna affall Þingvallvatns hafa verið, úr en opnað var niður í Sogið.
Enn ein tóftin er brekkunni sunnan í Björgunum, í svonefndri Dráttarhlíð. Um er að ræða tvískipta tóft, hlaðna úr móbergi. Stafn hefur verið mót suðri. Þar sem húsið hefur verið í allnokkrum halla má ætla að þar hafi ekki verið íveruhús, hugsanlega stekkur, en þá vantar Björginallt samhengi. Líklegast er þarna um að ræða geymsluhús það er Skálholtsstóll hafði vestan við Sogið og nefnt er hér að framan. Þótt tóftin virðist lítt áberandi og harla ómerkileg fyrir áhugalausa virðist hún enn merkilegri fyrir bragðið.
Þá var haldið vestur fyrir Björgin og komið að Fjárhellinum stóra vestast í þeim. Gróin tún eru vestan við Björgin og augljóst er að Fjárhellirinn hefur verið notaður um „ómunatíð“ eins og segir í lýsingu, allt fram undir síðustu áratugi 20. aldar. Bæði má merkja þá á bárujárninu, sem nú er fallið niður en hefur áður verið notað sem þak yfir hinn stóra skúta, og auk þess hefur plexigler verið notað sem gluggi á einum stað við innganginn.
Ofan við hellinn er drjúgt fjárskjól, en engar hleðslur sjáanlegar. Í Fjárhellinum eru steinþrep þegar inn er komið og síðan blasa við reglulegar hleðslur; stíur og garðar. Skjólinu er skipt í a.m.k. tvennt. Af undirlaginu að sjá virðist Fjárhellirinn hafa verið notaður frá á 6. eða 7 áratug 20. aldar, og jafnvel eitthvað eftir það sem skjól, því fé frá Villingavatni hefur jafnan gengið úti allt árið um kring. Í örnefnalýsingu fyrir Villingavatn segir að fjárhellir þessi hafi tekið 120 fjár með heykumli. Á steini í hleðslu við innganginn er áletrunin ÞM 1919. Steinninn er neðarlega í hægri dyrahleðslu.  Í Árbók F.Í. 2003 segir að hellirinn hafi verið notaður 1963 og hafi rúmað 120 fjár.
Stefnan var lokst tekin á Símonarhelli og Skinnhúfuhelli. Gengið var austur með og undir Björgunum. Leiðin er greið enda er kindagötu fylgt langleiðina. Á óvart kom hversu mikið og óvenjufagurt landslagið er undir Björgunum. Bergið efra er greinilega markað af Þingvallavatni, sem þá hefur risið miklu mun hærra en það gerir nú. Bæði hefur orðið allverulegt landsig á svæðinu norðan af og auk þess hefur affalli vatnsins verið breytt. Nauðsynlegt er þó þrátt fyrir  dýrðina að hafa augun opin svo gatan liggi jafnan rétt fyrir fótum. Stór klettur, fagurlega skreyttur að ofan, verður á leiðinni. Þarna gæti Skinnhúfa steinrunnin verið komin – blessunin. Rétt er að fara varlega því niðar í fjörunni má sjá beinagrind af kind, sem orðið hefur fótaskortur á leið sinni, líklega á klaka. Framundan sést til hellisins.
Þegar að Símonarhelli er komið virðist augljóst að þarna hefur verið um fjárskjól að ræða. Hið fegursta útsýni er úr honum vestur með Björgunum. Einstigið fyrrnefnda er neðan Símonarhellirvið hellinn. Um er að ræða stutt haft, ca. 5 m langt, en alls ekki illfært. Bergið slútir þar lítillega fram og því virðist það óárennilegt. Haldið var eftir einstiginu inn í grasi gróinn uppreistan hvamm. Lengra en að næstu klettasnös verður ekki farið. Gengið var upp brattan hvamminn og upp á Björgin. Leiðin er greið.
“Í höfða þeim í landi Villingavatns eru tveir hellar. Um þessa hella er til þjóðsaga, sem prentuð er í “Íslenskum sagnaþáttum” Guðna Jónssonar (VII, bls. 84-86) eftir handriti Magnúsar Magnússonar á Villingavatni. Í sögunni eru hellarnir nefndir Skinnhúfuhellir og Símonarhellir. Skinnhúfuhellir er norðaustan í Dráttarhlíð um 200-300 metra fyrir vestan stífluna, þar sem Sogið féll úr Þingvallavatni, miðja vega frá vatninu upp í klettabrún. Hellirinn er fjögurra til fimm metra langur, tveggja metra breiður og manngengur að meira en hálfu leyti. Í áttina að Þingvallavatni eru manngengar dyr um það bil í hnéhæð frá hellisgólfi. Annað op er til hægri handar, þegar inn er gengið. Það hefur verið byrgt með grjótvegg, sem er hruninn að ofanverðu. Gólfið í Skinnhúfuhelli virðist hafa verið sléttað og mýkt með mosa. Samkvæmt sögunni er hellirinn kenndur við förukonu, sem kölluð var Elín skinnhúfa og lá þar úti skamma hríð um 1770. Um 100 metrum vestar er hellisgímald, Einstigið að austanverðusem nefnt er Símonarhellir, í sama berginu og sömu hæð. Mestan hluta leiðarinnar milli hellanna er mjótt þrep í brekkunni, en næst Símonarhelli er einstigi. Þjóðsagan kennir þennan helli við Símon nokkurn, smalamann á Villingavatni, sem var lagsmaður Elínar skinnhúfu.”
Ólafur Briem fjallar um útilegumenn á Reykjanesskaganum í bók sinni “Útilegumenn og óðar tóttir”. Bókin var gefin út árið 1959, en var síðan endurskoðuð og endurbætt í nýrri útgáfu 1983. Í eftirfarandi umfjöllun er stuðst við síðari útgáfuna.
“Fyrstu útilegumenn, sem um getur á Reykjanesfjallgarði, eru Eyvindur Jónsson úr Ölfusi – sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi – og fylgikona hans: Margrét Símonardóttir.” Í alþingisbók 1768 er þess getið að manneskjur þessarar “urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiriseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris [árið 1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndnum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu…” Þetta ár tóku Eyvindur og Margrét út líkamlega refsingu í Kópavogi þann 3. desember fyrir útileguna og “hnígandi þjófnaðar atburði”
og voru síðan afleyst af biskupnum í Skálholti.
Ekki leið á löngu þangað til að “þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útileguvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.” Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftan fram 3. júlí 1678. Að öllum líkindum var hér um helli Elínar skinnhúfu að ræða.
Í örnefnalýsingu fyrir Úlfljótsvatn segir um Skinnhúfuhelli: „Skinnhúfuhellir er allstór hellir uppi í miðju berginu. Að honum liggur pallur í berginu, sem ganga má Útsýni austur með Björgunumeftir, nema á einum stað er hann u.þ.b. slitinn sundur. Þó fara það stundum kindur og fótvissir menn, sem ekki eru lofthræddir. Hellir þessi þótti ágætt fjárskýli, áður en skarðið kom í pallinn. Austast við pallinn er lágur hellir, ekki stór. Hann heitir Tvídyri.“
Reynt var að nálgast Skinnhúfuhelli að austanverðu með viðkomu í Tvídyra. Um er að ræða rúmgóðan tvíopa skúta í berginu; annað opið snýr í norðaustur og hitt, minna, í norður, að vatninu. Skútinn er í u.þ.b. 10 m hæð. Þegar komið var að einstiginu fyrir klettasnös þar sem sást yfir að Skinnhúfuhelli, var látið staðar numið. Einstigið er um 5 m langt, en verulega hefur brotnað úr því. Snarbratt er niður að vatninu. Ekki er nema fyrir fífldjarfa að fara þarna um nú orðið og þá ekki einfara. Í örnefnalýsingunni er bætt við að „þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi.“
Í bakaleiðinni var komið við í Haugahelli og Bríkarhelli austar með berginu, þar sem affallið er í Sogið. Um er að ræða smáskúta. Báðir þessir „hellar“ voru notaðir fyrir fjárskýli til forna, á meðan ekki voru hús fyrir fullorðið fé – segir í örnefnalýsingunni.
ÚlfljótsvatnÞá var haldið yfir að Ölfusvatni með það fyrir augum að staðsetja leiði Grímkells.
Sagan segir að Illugi hafi búið á Hólmi á Akranesi og var hann Hrólfsson. Hann var gildur bóndi. Sagt er frá því í Harðar sögu og Hólmverja, að hann fór til Ölfusvatns í bónorðsför og bað Þuríðar dóttur Grímkels, sem hann átti með fyrstu konu sinni. Grímkell tók honum vel og fóru festar fram.
Síðan segir í Harðar sögu: „Að tvímánuði skyldi brúðlaupið vera heima að Ölfusvatni. En er kom að þeirri stefnu bjóst Illugi heiman við þrjá tigu manna til brúðlaupsins. Með honum var Þorsteinn öxnabroddur úr Saurbæ, mikill bóndi, og Þormóður úr Brekku af Hvalfjarðarströnd. Þeir fóru yfir fjörð til Kjalarness og fyrir norðan Mosfell og svo upp hjá Vilborgarkeldu, þaðan til Jórukleifar og svo til Hagavíkur og svo heim til Ölfusvatns og komu snemma dags.“
Jórukleif heitir eins og kunnugt er eftir Jórunni bóndadóttur úr Sandvíkurhreppi í Flóa, sem ærðist þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati. Hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Svo hljóp hún með lærið yfir Ölfusá og upp Grafning og nam ekki staðar fyrr en uppi í Hengli. Þar settist hún að í Jóruhelli.
JóruhellirAf Jórusöðli, hnjúk í Henglafjöllum, fylgdist hún með ferðamönnum bæði sem fóru um Grafning og Dyraveg. Í Jórukleif sat hún svo fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap. Þessu linnti ekki fyrr en Noregskonungur fann upp ráð til að koma henni fyrir kattarnef. Í dag eru læri þó ekki rifin undan hrossum þegar illa gengur. Eins og sjá má í
Lýsingu FERLIRs um Grafningsselin er Kleifarsel í Jórukleif.
Miklar minjar eru að Ölfusvatni, bæði nýlegar og einnig miklu mun eldri. Forn garður er utan „nýjagarðs“ og ef tekið er mið af honum og jarðlægar tóftir skoðarar af nákvæmni má m.a. sjá fornan skála suðaustar í núverandi túni. Blótsteinn er við innganginn í „nýja“ bæinn, en hann mun hafa staðið framan við kirkjuna, sem mun hafa verið sunnan við núverandi bæjartóftir.
Lítum nánar á upplýsingaskilti á staðnum: „Ölfusvatn hefu verið í eyði frá 1947. Bæjarins er getið í  fornum heimildum og því má ætla að hér hagi verið búið óslitið allt frá landnámsöld. Bæjarstæði Ölfusvatns er einstakur minjastaður og óskaddaður að mestu leyti. Bærinn fór í eyði áður en byrjað var að beita stórvirkum vinnuvélum við sléttun túna og byggingar. Á Ölfusvatni er því óskemmdur bæjarhóll – upphlaðnar leifar af bæjarhúsum síðustu 1000 ára og útihúsatóftir og garðleifar sem gefa hugmynd um forna búskaparhætti. Bæjarstæðið eða bæjarhóllinn er mjög greinilgur og má enn greina í honum herbergja- og húsaskipan síðasta bæjarins. Enn fremur sjást leifar nokkurra útihúsa í túninu. Uppbyggð heimreið liggur heim að bænum en framan eða austan við hann voru kálgraðar.“
Auk þess stendur skrifað: „Ölfusvatn var stórbýli á miðöldum og var þar komin sóknarkirkja um 1200. Jarðirnar Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni sem ekki urðu stjálfstæð býli fyrr en á 10. öld. Sóknin sem Ölfusvatni tilheyrði var hins vegar með þeim minnstu í landinu – auk heimamanna og hjáleigubænda sótti þessa kirkju aðeins heimilisfólk á Nesjum. Ölfusvatnskirkja átti hálfa jörðina og Sandey í Þingvallavatni. Hún stóð fram undir 1600 en eftir það lagðist sóknin til Úlfljótskirkju, Í byrjun 18. aldar sáust enn „merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem Jórutindurkirkjan skyldi staðið hafa.“ Ekki er nú hvar kirkjan stóð en fast sunnan við bæjarhólinn er sjálfstæð rústabunga sem mögulega er hið forna kirkjustæði.
Nokkrar fleiri minjar eru þess verðar að skoða. Í brekkurótunum í túninu vestan við bæjarstæðið er steinn sem var friðlýstur af þjóðminjaverði 1927. Á honum er kossmark, áletrunin VES og ártalið 1736. Ekki er ljóst fyri hvað áletrunin stendur, hugsanlega er hún fangamark einhvers. Þá er svonefndur Blótsteinn, steinn með tilhöggvinni skál, á hlaðinu um 2 m austan við leifarnar af framhlið gaml bæjarins. Steinn þessi hefur löngum þótt merkilegur og ýmsar getgátur verið uppi um tilgang hans og uppruna. Sumir telja að hann hafi staðið fyrir dyrum hinnar fornu Ölfusvatnskirkju með vígðu vatni í en aðrir hafa leitt að því líkum að hann hafi verið hlautsteinn úr heiðni og hafi verið í hofi Grímkells goða. Sagt er frá slíkum steinum í fornum heimildum, t.d. Eyrbyggju og Hákonar sögu góða. Orðið hlaut merkir blóð fórnardýrs eða það sem guðirnir hljóta. Dýrum var slátrað goðunum til dýrðar og blóð þeirra sett í hlautbolla. Þaðan var því slökkt með svonefndum hlautteini á veggi hofsins og þá menn sem að blótinu komu.
Í örnefnalýsingu fyrir Ölfusvatn segir m.a. um hrautsetin þennan: „Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Blótsteinn (hlautsteinn) á ÖlfusvatniÖlfusvatni. Sæmundur [Gíslason] segir, að steinninn hafi  um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, sem var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar. Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveist vel).“ Benda má að annar hlautsteinn, minni og handhægari, líkur skál, er þarna skammt frá. Sá virðist hafa verið í „smíðum“ þegar hætt var við hann í hálfu kafi. Gæti sá steinn hafa verið gerður á tímamótum heiðini og kristni?
Í Harðar sögu segir frá því er Grímkell goði flytur bú seitt að Ölfusvatni: „Grímkell átti vítt goðorð. Hann var auðugur maður og höfðingi mesti og kallaður ekki um allt jafnaðarmaður. Hann færði bú sitt eftir konu sína dauða til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landskostir.“ Síðar í sögunni er greint frá því að hof hafi verið við bæinn „því Grímkell var blótmaður mikill“. Hof þetta var helgað Þorgerði hörgabrúði, en hún var yfirnáttúruleg vera sem víða er getið í fornritum. Engar ótvíræðar hoftóftir sjást á yfirborði en örnefnið Hofkofi gefur þó vísbendinu hvar menn hafa talið að hofið hafi staðið á Ölfusvatni. Kofinn er eitt af fjárhúsum bæjarins en á seinni hluta 19. aldar var talið að hann hefði verið byggður á þeim stað sem hofið stóð áður.
Leiði Grímkells goðaÍ túni Ölfusvatns eru tvö örnefni sem minna á hinn forna goða, Grímkel. Annars vegar er það Grímkelsleiði sem er ógreinilegur og mjög forn garðstubbur sem liggur í boga suðvestur af gamla bænum. Ekki er nú vitað hvaða tilgangi hann hefur þjónað en innan hans er ójafna eða þúfa sem er kölluð Grímkelsleiði. Það telst til minja á Ölfusvatni sem hafa verið friðlýstar af þjóðminjaverði. Hér er talið að fornmaðurinn Grímkell hafi verið grafinn þótt nokkuð sé það málum blandið. Raunar töldu menn óræka sönnun þess koma fram í Harðar sögu. Þar segir að Grímkell hafi orðið bráðkvaddur undir borðum „ok var hann jarðaðr suð frá garði“. Þessi lýsing kemur óneitanlega heim og saman við staðsetningu Grímkelsleiðis en á síðari tímum hafa menn dregið sannleiksgildi Íslendingasagna nokkuð í efa og þar með frásögn þess.
Fleiri gerði eru í og við túnið, kölluð Utastagerði, heimastagerði og Stöðulgerði. Þau eru nú öll horfin og ekki vitað til hvers þau voru en getum hefur verið að því leitt að þau hafi verið akurgirðingar. Stöðulgerði var þar sem nú er tóft Stöðulhúsa, austast í túnjarðrinum, sunnan við gönguleiðina að bænum. Þar voru ær mjaltaðar eins og nafnið bendir til. Margar útihúsatóftir sjást í túninu, bæði niðri á flatanum og uppi í brekkunni ofan við bæinn.
Fjárborg við ÖlfusvatnAðeins er vitað um nafn á einu þessara húsa., Horkofa, en þar voru geymdar veiklulegar ær. Mógrafir voru í Bæjarmýri norðan við túnið og sjást þær enn. Suður frá Grímkelsgerði liggur breiður upphækkaður garður allt suður að Ölfusvatnsá. Ekki er vitað hvaða hlutverki hann gegndi en mögulegt er að þetta sé forn vegur. Skammt frá þar sem þessi garður endar við ána er rúst af fjárborg. Árbakkinn austan við Ölfusvatnsá gegnt bænum heitir Höggorrustubakki en ekki er vitað af hverju það nafn stafar. Innan garðs er tóft, nefnd hofkofi. Í örnefnalýsingunni segir að “ [þar] er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja, að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þórðarson taldi líklegra, að það myndi hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur, að þar hafi verið gömul fjárborg.“ Að skoðun lokinni verður skoðun Sæmundar að teljast líklegri.
Þórðar saga kakala í Sturlungu greinir frá því er Símon knútur var veginn á Ölfusvatni árið 1243, en hann var einn þeirra er stóðu að vígi Snorra Sturlusonar. Tumi Sighvatsson – bróðursonur Snorra – kom á Ölfusvatn og lét taka Símon: „Var hann út leiddur og höggvin. Sá maður vá að honum, er Gunnar hét og var Hallsson, – hann var kallaður nautatík.“
NesjavellirSímon þessi var bóndi á Ölfusvatni en hafði frá blautu barnsbeini verið fylgdarmaður Gissuarar Þorvardssonar höfingja Haukdæla og síðar jarls yfir Íslandi. Símon hafði m.a. verið með Gissuri í Örlygsstaðabardaga. Svo virðist sem Ölfusvatn hafi á þessum tíma verið einskonar útstöð Haukdæla í vestri, Á 15. öld hafði jörðin komist undir Skálholtsdómkirkju og bjuggu þar eftirleiðis leiguliðar en margir þeirra voru þó mikilsvirtir menn og nokkrir lögréttumenn í þeim hópi á 17. og 18. öld.“
Fjárborgin fyrrnefnda vakti strax athygli FERLIRsfélaga við komuna að Ölfusvatni. Einnig forn garður utan við hinn „forna garð“. Þá vakti það ekki síst athygli að þrátt fyrir gagnmerkar upplýsingar á staðnum sem og tilvitnun í friðlýsingu þjóðminjavarðar frá árinu 1927, bæði hvar varðar áletrunina frá 1736 og á Grímkelsleiði, að hvorutveggja skuli ekki vera bæði haldið til haga og gert aðgengilegt, þ.e. merkt, áhugasömu fólki. Fyrirspurn um hvorutveggja mun hefur verið lögð bæði fyrir Þjóðminjasafn Íslands sem og Fornleifavernd ríkisins – með von um greið svör. Svörin munu án efa verða áhugaverð, sérstaklega í ljósi þess „létta“ mikilvægis sem fornleifar á Reykjanesskaganum hafa haft til þessa.
FERLIR hefur að vísu leitað að og skoðað hinar merkustu fornleifar á svæðinu – en hvað um launaða Olfusvatn - 6varðmenn menningarverðmætanna, sem skv. lögum og reglugerðum eiga að gæta þess að allt sé skráð og allt það skráð sé jafnan varðveitt. Þá á FR að sjá til þess að friðlýstar minjar séu jafnan skráðar og að hægt sé að ganga að þeim þar sem þær eru. Merki þess til stuðnings eiga að vera við minjarnar – en þær var ekki að sjá við Ölfusvatn. Skv. Friðlýsingaskrá frá árinu 1990 segir m.a. um friðslýstar minjar við Ölfusvatn: “ 1. Girðing forn, er nefnist Grímkelsgerði og stór þúfa í því, nefnd leiði Grímkels, sbr. Árb. 1898: 2. 2. Jarðfastur grágrýtissteinn, með áletruninni VES+1736; hann er í túninu, suðaustan við gamla fjárhústóft, nær hulinn jarðvegi. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“
Ölfusvatn – menningarminjar þess, ekki síst þær óskráðu – má án efa telja til merkustu fornleifastaða hér á landi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/
-http://www.or.is/
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=31&valmynd=3&vo=12
-Örn H. Bjarnason.
-Örnefnalýsingar fyrir Ölfusvatn og Villingavatn.
-Árbók Fornleifafélagsins 1899, bls. 2.

Úlfljótsvatn

Fjárhöfðar

Jörðin Úlfljótsvatn hefur verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við vatnið. Aldur rústarinnar er talið vera tímabilið 1550-1900. Ástand rústarinnar er talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert.

Úfljóstvatn

Úlfljóstvatn – kort.

Norðan við Borgarvíkina eru Fjárhöfðarnir, ágætur útsýnisstaður yfir vatnið og suður yfir Sogið. Ekki síst er þar útsýni yfir Hrúteyna og sundið milli lands og eyjar. Tengist sundið þjóðsögu um skrímsli eða orm í vatninu og er undur yfir að líta t.d. í frostum að vetrarlagi vegna sérkennilegra strauma og fyrirbæra í vatninu. Til gamans má geta þess að samkvæmt þjóðsögunni er hið svikula eðli íssins á vatninu af völdum ormsins, hann brýtur upp ísinn þegar hann er á ferð. Að Fjárhöfðum er skammt að fara frá fjárborginni og nálægum beitarhúsatóftum við Hagavík sem eðlilegt er að tengja gönguleið með vatninu.
Fjárborgin og beitarhúsatóftirnar eru norðan við Höfðana (undir Borgarhöfða) milli Borgarvíkur og Hagavíkur. Hér er um að ræða minjar um aflagða búskaparhætti og nýtingu landsins og hljóta að teljast varðveisluverðar. Auk þess tengist staðurinn fyrrnefndri þjóðsögu (Þjóðsagnasafn Guðna Jónssonar) sem gefa honum enn meira gildi.

Úlfljóstvatn

Úlfljóstvatn- minjar.

Upp úr Hagavíkinni er auðveld og falleg gönguleið yfir að Þingvallavatni, eða upp á Björgin við sunnanvert Þingvallavatn, yfir að Sogi og Skinnhúfuhelli. Op hans snýr að Þingvallavatni. Skátar hafa jafnan fengið það verkefni að fara í Skinnhúfuhelli og reyna að rekja sagnfræðilega tengingu hans.
Til að komast í Skinnhúfuhelli þarf að fara um einstigi og hefur sumum fundist betra að snúa við en taka áhættuna að komast hvorki í hellinn né annað eftirleiðis. Um er að ræða þjóðsagnakenndan dvalarstað, sem óþarfi er að niðursetja hér til lengri framtíðar.
Í maí árið 1946 fann Jón Ögmundsson bóndi á Kaldárhöfða kuml, sem er gamall haugur, í Torfnesi. Torfnes er hólmi rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. Öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir.
BorginEnginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Í kumlinu fundust t.d. leðurbelti með bronssilgju, sverð úr silfri og bronsi, tvenn spjót, 6 örvar, bardagaöxi fatapjötlur úr fínu vaðmáli, hönk af silfurvír, fjórir tinnumolar, krókstjaki, tveir skildir, hnífur og svo mætti lengi telja. Af manninum varðveittust lítilfjörlegar beinaleifar og tvær mjólkurtennur fundust úr drengnum. Í kumlinu hafði einnig verið um 3 metra langur bátur og 80 sentimetra breiður.
Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna:
„Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um 2 metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.“
HruteyEngin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.
Undir Dráttarhlíð voru geymsluskemmur Skálholtsstóls og aðrar við Þingvallavatn skammt frá upptökum Sogsins. Þarna voru búvörur og skreið flutt yfir. Mikið sog var þarna og flutningur þessi því ekki með öllu hættulaus. Eitt sinn barst í Sogið hluti af líkfylgd og líkið að auki.
Á 17. júní árið 1959 gerðist sá atburður við Efrafall að Þingvallavatn reis óvenju hátt í miklu roki þannig að stífla brast og mikið vatn streymdi í gegnum jarðgöng sem verið var að vinna við og hálfbyggt stöðvarhús. Miklar skemmdir urðu þarna og hreinasta mildi að þetta var á Þjóðhátíðardaginn og enginn við vinnu. Annars hefði eitthvað farið meira en líkfylgdin forðum, enda fjöldi manns starfandi bæði í göngum og stöðvarhúsinu virka daga. Fleiri vikur tók að týna saman spýtnabrak niður með öllu Soginu.

Heimild m.a.:
-http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/
-http://www.or.is/
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=31&valmynd=3&vo=12

Skinnhúfuhellir