Fjárhöfðar

Jörðin Úlfljótsvatn hefur verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við vatnið. Aldur rústarinnar er talið vera tímabilið 1550-1900. Ástand rústarinnar er talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert.

Úfljóstvatn

Úlfljóstvatn – kort.

Norðan við Borgarvíkina eru Fjárhöfðarnir, ágætur útsýnisstaður yfir vatnið og suður yfir Sogið. Ekki síst er þar útsýni yfir Hrúteyna og sundið milli lands og eyjar. Tengist sundið þjóðsögu um skrímsli eða orm í vatninu og er undur yfir að líta t.d. í frostum að vetrarlagi vegna sérkennilegra strauma og fyrirbæra í vatninu. Til gamans má geta þess að samkvæmt þjóðsögunni er hið svikula eðli íssins á vatninu af völdum ormsins, hann brýtur upp ísinn þegar hann er á ferð. Að Fjárhöfðum er skammt að fara frá fjárborginni og nálægum beitarhúsatóftum við Hagavík sem eðlilegt er að tengja gönguleið með vatninu.
Fjárborgin og beitarhúsatóftirnar eru norðan við Höfðana (undir Borgarhöfða) milli Borgarvíkur og Hagavíkur. Hér er um að ræða minjar um aflagða búskaparhætti og nýtingu landsins og hljóta að teljast varðveisluverðar. Auk þess tengist staðurinn fyrrnefndri þjóðsögu (Þjóðsagnasafn Guðna Jónssonar) sem gefa honum enn meira gildi.

Úlfljóstvatn

Úlfljóstvatn- minjar.

Upp úr Hagavíkinni er auðveld og falleg gönguleið yfir að Þingvallavatni, eða upp á Björgin við sunnanvert Þingvallavatn, yfir að Sogi og Skinnhúfuhelli. Op hans snýr að Þingvallavatni. Skátar hafa jafnan fengið það verkefni að fara í Skinnhúfuhelli og reyna að rekja sagnfræðilega tengingu hans.
Til að komast í Skinnhúfuhelli þarf að fara um einstigi og hefur sumum fundist betra að snúa við en taka áhættuna að komast hvorki í hellinn né annað eftirleiðis. Um er að ræða þjóðsagnakenndan dvalarstað, sem óþarfi er að niðursetja hér til lengri framtíðar.
Í maí árið 1946 fann Jón Ögmundsson bóndi á Kaldárhöfða kuml, sem er gamall haugur, í Torfnesi. Torfnes er hólmi rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. Öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir.
BorginEnginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Í kumlinu fundust t.d. leðurbelti með bronssilgju, sverð úr silfri og bronsi, tvenn spjót, 6 örvar, bardagaöxi fatapjötlur úr fínu vaðmáli, hönk af silfurvír, fjórir tinnumolar, krókstjaki, tveir skildir, hnífur og svo mætti lengi telja. Af manninum varðveittust lítilfjörlegar beinaleifar og tvær mjólkurtennur fundust úr drengnum. Í kumlinu hafði einnig verið um 3 metra langur bátur og 80 sentimetra breiður.
Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna:
“Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um 2 metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.”
HruteyEngin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.
Undir Dráttarhlíð voru geymsluskemmur Skálholtsstóls og aðrar við Þingvallavatn skammt frá upptökum Sogsins. Þarna voru búvörur og skreið flutt yfir. Mikið sog var þarna og flutningur þessi því ekki með öllu hættulaus. Eitt sinn barst í Sogið hluti af líkfylgd og líkið að auki.
Á 17. júní árið 1959 gerðist sá atburður við Efrafall að Þingvallavatn reis óvenju hátt í miklu roki þannig að stífla brast og mikið vatn streymdi í gegnum jarðgöng sem verið var að vinna við og hálfbyggt stöðvarhús. Miklar skemmdir urðu þarna og hreinasta mildi að þetta var á Þjóðhátíðardaginn og enginn við vinnu. Annars hefði eitthvað farið meira en líkfylgdin forðum, enda fjöldi manns starfandi bæði í göngum og stöðvarhúsinu virka daga. Fleiri vikur tók að týna saman spýtnabrak niður með öllu Soginu.

Heimild m.a.:
-http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/
-http://www.or.is/
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=31&valmynd=3&vo=12

Skinnhúfuhellir