Færslur

Dyrafjöll

Í “Fornleifaskráningu á Hengilssvæðinu II” frá árinu 1997 er m.a. fjallað um Dyrnar í Dyradal og Sporhelluna ofan Sporhelludala norðan Henglafjalla. Um Dyrnar segir:

Dyradalur

Dyradalur.

“Dyravegur var gamall lestavegur úr Grafningi til Reykjavíkur. Dyr eru austast í Dyradal, milli hamraveggja. Um þær liggur vegurinn, segir í örnefnalýsingu. Dyradalur er í landi Nesja en Dyrnar sjálfar, sem eru austanmegin í dalnum, munu vera í Nesjavallalandi. Þær eru skammt norðan við Nesjavallaveginn sem liggur um brekkuna ofan við þær og um þær liggur merkt gönguleið.
Dyrnar eru 15-20 m háar og aðeins um 2 m breiðar þar sem þær eru þrengstar vegna hruns, en víðast um 5-6 m. Austan við skarðið hefur hrunið mikið í það. Vestan við Dyrnar sjást reiðgötur sem beygja til suðurs með austurhlíð Dyradals og virðast stefna upp í fjallshlíðina hinumegin í dalnum, talsvert sunnar en vikið sem Nesjavallavegurinn liggur um.”

Dyr

Dyrnar í Dyradal.

Um Sporhelluna segir:
“Austur af Dyrunum er Sporhellan, móbergshellur með niðurgröfnum götuslóðum í móbergið, frá þeim tímum, er lestavegur lá úr Grafningnum, um Dyradal, til Reykjavíkur. Norðan við Vörðuskeggja er Skeggjadalur. Norður af honum kemur [svo] Sporhelludalir. Þeir bera nafn sitt af hellu, er heitir Sporhella. Eru í hellunni djúpar götur eftir hestafætur. Α segir í örnefnalýsingum. Sporhellan er fleiri en ein, en dýpstar og lengstar eru rásirnar fyrir botni Sporhelludals, en þar norðan og vestan við eru líka rásir á nokkrum stöðum.

Sporhellan

Sporhellan – Vatnsstæðið fjær.

Vegurinn hlykkjast um dalshlíðar og skorninga, ýmist um grasmóa eða berar móbergsklappir og á þeim hafa rásirnar myndast. Sporhellan er á leið sem er framhald leiða til austurs. Víðast er aðeins ein rás en á nokkrum stöðum hafa þær kvíslast. Alls eru rásirnar 175 m langar, á 5 stöðum á um 500 m bili. Að vestan eru kaflarnir 112 m, 34 m, 8 m, 19 m og 2 m austast. Rásirnar eru víðast 20-30 cm breiðar í botninn og 10-40 cm djúpar.”

Í “Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi” er einnig fjallað um Dyraveg og Sporhelluna:

Sporhella

Sporhellan – Skeggjadalur fjær.

“Suður úr Foldadölum eru smáskörð og lyngmóar vestan við svokallaða Skriðu, sem er upp af miðdalnum. Þá er komið á Dyraveg, sem er þar suður úr og inn í Dyradal, sem er allur í Nesjalandi. Dyravegur var gamall lestavegur úr Grafningi til Reykjavíkur. Dyr eru austast í Dyradal, milli hamraveggja. Um þær liggur vegurinn.” segir í örnefnalýsingu. “Norðan við Vörðuskeggja er Skeggjadalur. Norður af honum kemur [svo] Sporhelludalir. Þeir bera nafn sitt af hellu, er heitir Sporhella. Eru í hellunni djúpar götur eftir hestafætur. Vestur frá Sporhelludölum er Dyradalur. Eftir honum liggur Dyravegur.” “Við vesturendann á Háhrygg liggur Dyravegur. […] Dyravegur lá í gegnum [Litluvelli].” Dyravegur er merkt gönguleið eftir dalnum og upp að dyrunum í Nesjavallalandi. Dyrnar sjálfar eru í Nesjavallalandi. Frá dyrunum er 4,5 km í Botnadal og 3,6 km. að Nesjavöllum.”

Sporhella

Sporhellan.

Á skilti við Dyraveginn á Sporhellunni má lesa eftirfarandi: “Rásirnar sem hér sjást í berginu hafa markast af hófum hesta sem hér hafa farið um í aldanna rás. Þær eru minjar um Dyraveg, hinn forna lestarveg milli Grafnings og Reykjavíkur. Fyrir bílaöld var hesturinn eina farartækið og snemma urðu til aðalreiðgötur um sveitir og óbyggðir. Skemmtiferðir voru þá fátíðar og flestar ferðir voru farnar í nauðsynjaerindum. Fyrir utan búferlaflutninga vour slíkar ferðir mest lestarferðir, með ýmsar vörur milli sjávarsíðu og sveita. Slíkar ferðir hafa tíðkast allt frá fyrstu tíð og má ætla að Dyravegur hafi verið notaður allt frá landnámsöld.

Dyravegur var notaður af bændum í Grafningi og uppsveitum Árnessþings sem leið áttu í ver og kaupstaði við Faxaflóa. Einnig var þessi leið notuð af Skálholtsbiskupum og áttu þeir vöruskemmur við Sogin þar sem lestirnar voru ferjaðar yfir.

Sporhellan

Sporhellan.

Þó að leiðin virðist nú ekki greiðfær var hún þó einna styst milli byggða í Árnessýslu og Kjalarnesþingi og auk þess liggur hún ekki eins hátt og Hellisheiðarvegur og af þeim sökum oftar fær.

Á vorin var skreið flutt úr verstöðvum á Suðurnesjum eftir Dyravegi en seinna á sumrin var farið í kaupstað.
Helstu vörur sem fluttar voru til kaupstaðar voru ull, smjör og kjötskrokkar. Á móti sóttu menn byggingarefni, mjöl og járnvöru í kaupstaðina og frá 17. öld í vaxandi mæli sykur, kaffi og tóbak. Í timburflutningum var annar endi trjánna bundinn í klakk en hinn endinn látinn dragast með jörð.

Sporhellan

Sporhellan.

Slíkt hefur verið afar þreytandi fyrir hestana en ekki mun hafa verið óalgengt að þeir hafi borið allt að 150 kílóa klyfjar. Ýmist voru þeir reknir eða teymdir. Lestirnar vour oft langar og klyfjahestarnir misjafnir að skapferli og burðum.
Dýrt var að hafa marga hesta á fóðrum yfir vetrarmánuðina og mikill munur var á meðferð áburðarhesta og reiðhesta.
DyravegurFlestir áburðarhestar voru settir út á guð og gaddinn yfir veturinn, fengu í mesta lagi moð sem kýrnar vildu ekki éta. Margir féllu úr hor. Í miklum harðindum átu hestar oft ýmislegt sem í raun er hreinasta viðurstyggð og andstætt eðli þeirra.
Þannig segir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson frá því í ferðabók sinni frá 18. öld að hestar hafi étið mold og viði í húsum, hárið hvor af öðrum og eyru af dauðum hestum.
Af þessu má ljóst vera að oft hafi hestur þurft að líða fóðurskort og ekki lifað sældarlífi en um leið verið húsbændum sínum ómissandi í harðri lífsbaráttu.”

Skeggjadalur

Skeggjadalur.

Í Örnefnaskrá fyrir Nesjavelli eftir Guðmund Jóhannsson segir: “Þar suðvestur af [Hellu] er Dyradalshnjúkur og Dyradalur. Austast í honum eru Dyrnar, milli tveggja hamraveggja. Austur af Dyrunum er Sporhellan, móbergshellur með niðurgröfnum götuslóðum í móbergið, frá þeim tímum, er lestavegur lá úr Grafningnum, um Dyradal, til Reykjavíkur. Upp af þeim er Skeggjadalur og Skeggi. Suðaustur af Skeggjadal er Kýrdalshryggur, hár melhryggur með móbergi að vestan.

Dyradalur

Dyradalur.

Þar suður upp við Hengilinn er Kýrdalur. Þar var áður heyjað. Þar norður af heita Hryggir. Austur á þeim er Miðaftanshnúkur, eyktamark frá gamla bænum á Nesjavöllum.
Norðaustan í Hryggjum eru Rauðuflög. Þar lá lestavegur um þau til Dyradals.
Norður af Rauðuflögum er Svínahlíð. Þar upp af Háhryggur. Vestur af honum eru Sporhelludalir (norður af Sporhellu), grasgrónir dalbotnarnir.”

Henglafjöll

Dyrakambur.

Í skrá Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti; “Hengillinn og fjallgarðurinn kringum hann“, segir: “Hengillinn er stórt og hátt fjall. Hæsti hnúkur hans er nefndur í daglegu tali Vörðu-skeggi. Vestan í Henglin[um] er Marardalur, er hann neðan undir Vörðuskeggja. Vestan dalsins er fellið Þjófahlaup. Norðvestur frá Marardal eru Grashólar. Norðan við Vörðuskeggja er Skeggjadalur. Norður frá honum kemur (svo) Sporhelludalir. Þeir bera nafn sitt af hellu, er heitir Sporhella. Eru í hellunni djúpar götur eftir hestafætur. Vestur frá Sporhelludölum er Dyradalur. Eftir honum liggur Dyravegur. Hjá Dyravegi er Dyradalshnúkur. Norðan við hann eru Folaldadalir. Vestan við Folaldadali er Sköflungur. Í vesturenda hans er Eggin.”

Heimildir:
-Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns, Árbæjarsafn (Fornleifastofnun Íslands 1997).
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi, 2018.
-Örnefnaskrá fyrir Nesjar.
-Örnefnaskrá fyrir Nesjavelli – Nesjavellir eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949. Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði.
-Hengillinn og fjallgarðurinn kringum hann; skráð hefur Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

Dyravegur

Dyrafjöll eru á Hengilssvæðinu norðnorðaustan við Hengilinn, vestan Nesjavalla.

Dyravegur

Dyrnar á Dyravegi.

Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn.
Á Hengilssvæðinu eru þrjú eldstöðvakerfi með megineldstöðvum, hverum og laugum. Þetta eru Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast.

Sporhellan

Sporhella.

Eftir ísöld eru þekkt fjögur til fimm sprungugos á svæðinu. Síðast gaus fyrir um 2.000 árum á 30 km langri sprungu sem náði frá Eldborg í Þrengslum, um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Þá rann yngsta hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi.
Hengilssvæðið er með stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 km2. Það nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hvera-gerðiseldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur um Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Milli gosreinanna skilur Þverárdalur og Bitra sem fyllt hefur framhald dalsins til suðurs.
Hengilskerfið er yngst og virkast. Frá ísaldarlokum eru þekkt 4-5 sprungugos á þessu svæði. Síðast gaus fyrir um 2000 árum, er hraunið rann á Hellisheiði, og Nesjahraun í Grafningi. Þá gaus á 25 km langri sprungu, sem náði frá Eldborg undir Meitlinum, um Hellisheiði, Innstadal og norðaustur í Sandey í Þingvallavatni.

Dyravegur

Sporhella.

Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubeltinu, sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og þaðan norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár, um 1-2 m.
Ætlunin er að ganga Dyraveginn fljótlega, frá Nesjavallavegi (Nesjavallarétt) að gatnamótum Austurvegar (Hellisheilarvegar) norðaustan við Lyklafell. Hér verður þó tekið svolítið forskot á sæluna og Sporhellunni lýst, en Dyravegur liggur um hana norðan Skeggjadals. Við Sporhelluna, sunnan Sporhelludals (og norðan Skeggjadals) liggur leiðin upp hálsinn á fleiri en einum stað, enda er Dyravegurinn ekki einsamall á þessum stað.

Sporhella

Gatan um Sporhellu.

Í Dyradal greinist Dyravegur í tvennt, en sameinast aftur í Dyrafjöllum. Annars vegar liggur leiðin um Dyrnar svonefndu, u.þ.b. tveggja til þriggja m breitt gil austnorðaustan í Dyradal og áfram uoo og yfir í Sporhelludali. Þar beygir sú gata til vinstri þar upp á Sporhelluna, sem fyrr er lýst. Sneiðingur sést í hlíðinni, en skriða hefur smám saman afmáð götuna á kafla. Uppi beygir gatan síðan til suðausturs og aftur til norðausturs. Þar eru gatnamót. Þarna er gatan djúpt mörkuð í móbergshelluna líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, bæði á leiðinni, sem lýst var og til suðurs þar sem hin gatan kemur inn á hana. Sú gata liggur til suðurs inn Dyradal og síðan á ská upp hlíðina í honum austanverðum, upp í Skorhelludali.

Dyravegur

Sporhella.

Í stað þess að beygja þar til norðurs að hinni götunni liggur gatan áfram til austurs í sneiðinginn og síðan til norðurs, upp á móbergshelluna. Þarna er gatan einnig djúpt mörkuð í helluna. Fyrrnefnda leiðin er stikuð, en sú síðarnefnda ekki. Líklegt má telja, að hestalestir hafi farið sneiðinginn austan Sporhelludala og síðan upp á helluna síðarnefndu leiðina því hún er auðveldari yfirferðar, einkum fyrir hesta með birgðar. Þá gæti þetta hafa verið kúastígur fyrrum.

Sporhella

Sporhella – skilti.

Á skilti við Dyraveginn á Sporhellunni má lesa eftirfarandi: “Rásirnar sem hér sjást í berginu hafa markast af hófum hesta sem hér hafa farið um í aldanna rás. Þær eru minjar um Dyraveg, hinn forna lestarveg milli Grafnings og Reykjavíkur. Fyrir bílaöld var hesturinn eina farartækið og snemma urðu til aðalreiðgötur um sveitir og óbyggðir. Skemmtiferðir voru þá fátíðar og flestar ferðir voru farnar í nauðsynjaerindum. Fyrir utan búferlaflutninga vour slíkar ferðir mest lestarferðir, með ýmsar vörur milli sjávarsíðu og sveita. Slíkar ferðir hafa tíðkast allt frá fyrstu tíð og má ætla að Dyravegur hafi verið notaður allt frá landnámsöld.

Sporhella

Sporhella.

Dyravegur var notaður af bændum í Grafningi og uppsveitum Árnessþings sem leið áttu í ver og kaupstaði við Faxaflóa. Einnig var þessi leið notuð af Skálholtsbiskupum og áttu þeir vöruskemmur við Sogin þar sem lestirnar voru ferjaðar yfir (sjá meira HÉR og HÉR).
Þó að leiðin virðist nú ekki greiðfær var hún þó einna styst milli byggða í Árnessýslu og Kjalarnesþingi og auk þess liggur hún ekki eins hátt og Hellisheiðarvegur og af þeim sökum oftar fær.

Á vorin var skreið flutt úr verstöðvum á Suðurnesjum eftir Dyravegi en seinna á sumrin var farið í kaupstað.

Sporhella

Sporhella.

Helstu vörur sem fluttar voru til kaupstaðar voru ull, smjör og kjötskrokkar. Á móti sóttu menn byggingarefni, mjöl og járnvöru í kaupstaðina og frá 17. öld í vaxandi mæli sykur, kaffi og tóbak. Í timburflutningum var annar endi trjánna bundinn í klakk en hinn endinn látinn dragast með jörð.
Slíkt hefur verið afar þreytandi fyrir hestana en ekki mun hafa verið óalgengt að þeir hafi borið allt að 150 kílóa klyfjar. Ýmist voru þeir reknir eða teymdir. Lestirnar vour oft langar og klyfjahestarnir misjafnir að skapferli og burðum.
Dýrt var að hafa marga hesta á fóðrum yfir vetrarmánuðina og mikill munur var á meðferð áburðarhesta og reiðhesta.
DyravegurFlestir áburðarhestar voru settir út á guð og gaddinn yfir veturinn, fengu í mesta lagi moð sem kýrnar vildu ekki éta. Margir féllu úr hor. Í miklum harðindum átu hestar oft ýmislegt sem í raun er hreinasta viðurstyggð og andstætt eðli þeirra.
Þannig segir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson frá því í ferðabók sinni frá 18. öld að hestar hafi étið mold og viði í húsum, hárið hvor af öðrum og eyru af dauðum hestum.

Sporhella

Gatan um Sporhellu sunnanverða.

Af þessu má ljóst vera að oft hafi hestur þurft að líða fóðurskort og ekki lifað sældarlífi en um leið verið húsbændum sínum ómissandi í harðri lífsbaráttu.”
Tiltölulega auðvelt er að rekja Dyraveginn, eins og hann er skikaður um Sporhellu, en hafa ber í huga að vegurinn var miklu mun lengri og hafði bæði upphaf og endi – mun fjær.
Sjá meira um Dyraveg HÉR og HÉR.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-or.is

Sporhella

Gata um Sporhellu.

 

Ölfusvatn

Í “Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns“, Fornleifastofnun Íslands 1997, er m.a. fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli. Hér verður sagan rakin sem og nefndir nokkrir áhugaverðir staðir þeim tengdum:

Fyrri fornleifaathuganir á Ölfusvatni

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

“Ekki hafa verið gerðar neinar fornleifaathuganir í landi Nesjavalla svo vitað sé fyrr en sumarið 1997 en tæpar þrjár aldir eru síðan menn fóru að veita fornleifum á Ölfusvatni athygli. Í skýrslu um heimildakönnun um fornleifar á Hengilssvæðinu er gefið yfirlit um fornleifaathuganir sem gerðar hafa verið á svæðinu en hér verður fjallað um Ölfusvatn sérstaklega.
Í lýsingu sinni á Háldans Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 getur hann um Grímkelsgerði og Grímkelsleiði á Ölfusvatni en lýsir þeim ekki nánar (SSÁ, 234-50). Árið 1817 sendi konungleg nefnd um varðveislu fornminja bréf til allra sóknarpresta á Íslandi og bað þá að skrifa skýrslur um fornleifar og gamla gripi í sínum sóknum.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – túnakort 1918.

Presturinn á Þingvöllum, Páll Þorláksson (1748-1821) svaraði nefndinni um hæl með allítarlegri skýrslu. Á Ölfusvatni getur hann um hoftóft sem ennú sjáist gjörla til og að það sé talið hofið sem Grímkell brenndi. Sunnan við hofið segir hann frá stóru gerði með þúfu í sem kallað sé Grímkelsleiði. Einnig getur hann um kirkjugarð og stein sem standi í sáluhliði sem talinn sé frá pápískri öld og haldi sumir að hann hafi staðið fyrir kirkjudyrum með vígðu vatni en aðrir að hann hafi verið skírnarfontur. Þessar lýsingar koma ágætlega heim við aðstæður í dag. Hofkofinn, fjárhús sem byggt var á hoftóftinni um miðja 19. öld, er þó heldur vestar en norðar af Grímkelsgerði sem nú er kallað og ekki er hægt að sjá af lýsingu Páls hvar kirkjugarðurinn hefur verið eða bollasteinninn (FF, 219-20).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – uppdráttur/G.Ó.

Tuttugu árum síðar sendi Hið íslenska bókmenntafélag út spurningalista til sóknarpresta og var þar m.a. spurt um merkar fornminjar, þar á meðal dómhringa. Með því hugtaki var yfirleitt átt við hringlaga torfgarða þar sem dómar áttu að hafa farið fram en presturinn á Þingvöllum, Símon Beck, hefur ekki skilið það þannig heldur lýsir hann sem dómhring steini einum á Ölfusvatni sem menn sögðu vera blótbolla. Það er sýnilega sami steinninn og hafði verið talinn skírnarfontur af forvera Símonar því hann telur bollann hestklyf (50 kg) að þyngd og bollann taka 4-5 merkur (1-1,25 l) (SSÁ, 190). Á þessum stutta tíma hafði afstaða manna til fortíðarinnar breyst á afgerandi hátt: Það sem áður voru óáhugaverðar leifar úr pápísku voru nú orðnar merkar minjar sem endurvörpuðu ljóma glæstrar fortíðar á staðnaðan samtímann. Ekki getur Símon um aðrar fornminjar í landi Ölfusvatns.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – hoftóft.

Á áttunda áratug 19. aldar reið danski fornfræðingurinn Kristian Kålund um landið og skoðaði íslenska sögustaði. Hann kom við á Ölfusvatni til að skoða menjar um Grímkel goða. Kålund lýsir blótsteininum, gerðinu, leiðinu og hoftóftinni sem hann kallar Hofhól og greinir frá því að fjárhús hafði þá verið byggt á tóftunum. Honum var raunar sagt að blótsteinarnir hefðu verið tveir og að sá sem hefði staðið framan við kirkjuna og hefði verið stærri væri nú kominn í hleðslu í húsgrunni. Hinum steininum lýsir hann sem ferköntuðum með skál ofaní, sem sé um eitt fet í þvermál (um 30 cm). Sá steinn var þá heima við bæinn og er sennilega sá sami og er þar nú. Kålund fannst lítið til koma um blótsteinakenninguna og taldi skýringu Páls líklegri að steinninn eða steinarnir hefðu verið skírnarfontar (KK II, 89).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – tóft.

Skömmu síðar, eða 1880 var Sigurður Vigfússon við rannsóknir á alþingisstaðnum á Þingvöllum en fór einnig um nágrannasveitirnar og skoðaði minjastaði sem tengdust sögu þinghaldsins eða frásögnum Íslendingasagna. Sigurður segir frá sömu stöðum og Kålund og hefur litlu við frásögn hans að bæta utan að hann fékk að vita að stærri blótsteinninn væri í hleðslu í kjallara og einnig var honum sagt að þriðji steinninn hefði verið til, minni en hinir en hann væri nú týndur. Öfugt við Kålund var Sigurður ekki í vafa um að steinarnir hefðu verið notaður við heiðið helgihald og einnig taldi hann að staðsetning Grímkelsleiðis kæmi alveg heim við frásögn Harðar sögu um að Grímkell hefði verið jarðaður suður frá garði (Árbók 1880-81, 19-20).

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (Kålund).

1898 var arftaki Sigurðar sem könnuður Fornleifafélagsins, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi á ferð í Grafningi. Hann lýsir alveg sömu stöðum og Kålund og Sigurður og eru lýsingar hans öllu nákvæmari um stærð og lögun en bæta að öðru leyti engu við. Hann lýsir blótsteininum í hlaðinu en getur ekki um hinn eða hina sem Kålund og Sigurði hafði verið sagt frá (Árbók 1899, 2-3).
Eftir að Brynjúlfur hætti ferðum sínum skömmu eftir aldamótin 1900 dró mjög úr fornleifaathugun á Íslandi, en nýr þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, ferðaðist ekki um landið eins og forgöngumenn hans heldur sat lengstum í Reykjavík og hugði að safngripum. Matthías friðlýsti þó fjölda minjastaða á Íslandi í kringum 1930 og fór þar mest eftir skýrslum þeirra Kålunds, Sigurðar og Brynjúlfs. Meðal þeirra voru Grímkelsleiði í túninu á Ölfusvatni en einnig steinn með áletruðu ártali ‘1736’ í túninu aftan við bæinn. Steins þessa er ekki getið í fornleifaskýrslum og hlýtur Matthías að hafa skoðað hann sjálfur. Einnig er haft eftir Sæmundi Gíslasyni bónda á Ölfuvatni að Matthíasi hafi ekki þótt tóftaleifarnar undir Hofhúsinu sannfærandi og talið að hofið væri sunnan við túnið þar sem er tóft sem annars hefur verið talin vera af fjárborg. Þetta mun vera ástæðan fyrir að Hofhúsið var ekki friðlýst en Matthías lét friða nær allar slíkar tóftir sem hann vissi um. Ekki er vitað hvenær hann kom að Ölfusvatni en dauðaleit hefur ekki verið gerð í dagbókum hans.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund –  1844 –  1919.

Skipuleg fornleifakönnun hefur ekki farið fram á Ölfusvatni fyrr en sumarið 1997 en 1958 skoðaði Kristján Eldjárn nokkrar tóftir á svæðinu og gróf m.a. í svokallaðar Grímkelstóftir fyrir neðan túnið í Króki. Markmið þessarar athugunar var að fá staðfestingu á sögn Harðar sögu um býlið Grímkelsstaði þar sem Grímkell bjó áður en hann flutti bæ sinn að Ölfusvatni. Egill Guðmundsson á Króki sýndi Kristjáni tóftir á fleiri stöðum, m.a. í Álftalautum og sést þar í einni tóftinni að grafin hefur verið lítil ferköntuð hola sem sennilega er eftir Kristján.
Árið 1989 stóð til að leggja veg heim að Ölfusvatni, vestan árinnar og var bent á að fyrirhugað vegarstæði færi í gegnum rúst af fjárborg sunnan við túnið. Guðmundur Ólafsson gerði vettvangsathugun sama ár og var ákveðið að færa veginn svo hann spillti ekki tóftinni. Guðmundur lýsti fjárborginni og gerði lauslegan uppdrátt af bæjarstæðinu á Ölfusvatni.

1847. Skálholtsstólsjörð. Kirkjustaður fram á 16. öld og átti kirkjan hálft heimaland og Sandey. Jarðarinnar er getið í Harðarsögu og Sturlungu (1243). Í eyði síðan 1947. Sagt er að Arnarbæli í Ölfusi hafi átti skógarítak í Þverárdal. Eign Hitaveitu Reykjavíkur en sneið vestan af jörðinni er sumarbústaðarland í einkaeign. Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni en auk þeirra áttu Nesjar sókn til Ölfusvatns.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson – 1877- 1961.

1918: Tún 5,3 ha, að mestu slétt. Matjurtagarðar 582 m2. Þverárdalur út við Hengil er mýrlendur að hluta; skiptast síðan á melar með valllendis- og mosagrónum dölum og dalverpum en brekkur eru víða klæddar nokkrum tegundum lyngs og víðis.
Kringlumýri er slægjuland þar sem veitt hefur verið á. Stóribaugur er nef í ánni sem hún hljóp yfir í vetrarleysingum og þótti hey þaðan vera töðu ígildi. Skógarkjarr nokkurt er vestan í Ölfusvatnsfjalli, Líkatjarnarhálsi, Sandfelli að austan og svonefndum Ölfusvatnshólum. Veiði er í Þingvallavatni 1 1/2 km frá bænum. Mótak er norður af túninu.≅ SB III, 264. Túnið er nú komið í sinu og mosa. Bæjarmýrin norðan við það er farin að teygja sig inn fyrir túngarðinn í átt að bæjarhólnum. Túnið hefur verið að stórum hluta slétt, en stórþýfi er hér og þar, einkanlega NA af bæjarhól. Hér og þar í túninu, einkum SV-til í því eru stakar litlar þúfur eða hrúgur sem eru möl og aur úr fjallinu sem mokað hefur verið saman. Túnið virðist sáralítið hafa verið stækkað frá því túnakortið var gert, mest til NA. Þar er helst að sjá að það hafi verið ræktað upp á mel, því að þar sem því sleppir til austurs taka strax við svotil gróðurlausir melar. Norðan við túnið er hinsvegar mýri. Sigurður Hannesson telur að túnið hafi ekkert verið stækkað eftir 1918 og að þaksléttur í brekkunum ofan og vestan við bæinn hafi verið yngstu túnaukarnir. Túnið á Ölfusvatni var fyrsta túnið í Grafningi sem girt var með vír, skömmu eftir aldamótin 1900. Ölfusvatn þótti góð jörð til beitar og fyrir veiðar en erfið um slægjur.”

Í “Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri“, Náttúrustofa Vestfjarða 2018 er einnig fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli:

Ölfusvatn 

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

“Ölfusvatns er getið í Harðarsögu og í Sturlungu. „Grímkell bjó fyrst suður að fjöllum skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallað á Grímkelsstöðum og eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landkostir“ er talin hafa búið fyrst á Grímkelsstöðum og flust síðar til innar jarðarinnar. Á Grímkelsstöðum eru og alla tíð verið stórbýli í Grafningi þar sem höfðingjar og valdamenn hafa búið. Það bjó árið 1243 Símon Kútur sem hafið verið fylgdarmaður Gissurar Þorvalssonar og hafði barist með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti við aftöku Snorra Sturlusonar.
Flest bendir til þess að Ölfusvatn hafi verið aðalbýlið á miðöldum í Grafningi þar hefur líklega verið kirkja frá kristnitöku. Í Jarðabók Árna og Páls segir „So segja menn hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.

Gamlasel

Gamlasel

Gamlasel.

Krosshóll og Selhóll norðan við Gamlasel tilheyra báðir Ölfusvatnshólum. Milli Klettagrófar og Gamlasels er brött brekka með dálitlum skriðum, sem nær alveg niður að ánni og hár bakki neðst. Eftir þessum bakka lágu suðurferðargöturnar og voru kallaðar Tæpur. Fyrir vestan Tæpur norðan árinnar er Gamlasel undir Selhól. – Gamlasel er undir Selhólnum að sunnan. Þar er hvammur með tóftum.≅ segir í örnefnalýsingu. Selið er stök tóft í breiðum hvammi sunnan undir Selhóli um 70 m vestan við Ölfusvatnsá. Merkt gönguleið upp á Ölkelduháls liggur hjá tóftinni. Í hlíðarótum, í breiðum hvammi sem er u.þ.b. 100×100 m, með smáþýfðum grasmóa innantil en lyngmóa nær ánni. Víðikjarr er í hlíðinni innan við tóftina.
1706: Selstaða er í eigin landi.≅ 1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.≅ SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem rætt er um í sóknalýsingunni.
Sels frá Ölfusvatni er getið í Sturlungu er Björn Dufgusson og menn hans leituðu þar uppi Þorstein Guðnason, sem eignað var banasár Snorra Sturlusonar, og handhjuggu hann utan við selið – Sturl, 491.
Seltóftin er með grjót í veggjum en þeir eru mjög hlaupnir í þúfur. Dyr á syðri langvegg, vestarlega. Um 75 m SA við seltóftina er um 30 m langur hóll, sem snýr N-S, með lyngmóa og grjóti upp úr hér og þar. Í N-enda gæti verið lítil tóft m. grjóti í veggjum, mjög breiðum, og dyrum til A.

Nýjasel

Nýjasel

Nýjasel.

Suðaustur af Mælifelli, við ána þar sem Gljúfrin enda, er Nýjasel og Seltungur meðfram ánni. – Nýjasel er austan undir Mælifelli, fyrir suðvestan Löngugróf. [Selið] var líka frá Ölfusvatni.
Seltungur […] eru þar skammt frá. Þær liggja meðfram Ölfusvatnsánni, bugður út í ána. Fyrir selinu sést ennþá. segir í örnefnalýsingu. Selið er austanmegin í dalverpi, sem snýr N-S og gengur til N frá Þverá þar sem hún tekur stóran sveig til A, SA við Mælifell. Tóftin er um 200 m norðan við ána og sést ekki frá henni. Undir lítt grónu holti, í brekkurótum. Í dalverpinu er blaut mýri og tjarnir. Fjær eru mosaþembur og flagmóar og enn fjær berir sandar. Norðan við selið meðfram Þverá, allt niður um Ölfusvatnsárgljúfur er mosi ráðandi gróður, en ofanvið, á Selflötum og allt upp undir Ölkelduháls eru víða grösugir móar og grashvammar sem mátt hefur slá. Í örnefnskrá segir ennfremur um Seltungur meðfram ánni: Þar hefur verið ágætt haglendi og nóg vatn í ánni. Ég hef heyrt, að þarna hafi einu sinni verið mikill skógur víða. Nú er þetta allt horfið. Þarna mun hafa verið skógarítak frá Arnarbæli í Ölfusi fyrr á öldum. … Suður og suðvestur af Mælifelli eru Mælifellsflatir [vestur af selinu]. Um 1938 og áður voru þessar flatir stórar (margir hektarar). Nú er þar aðeins smáflöt eftir. Þarna hefur verið og er enn mikill uppblástur víða.
1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.  SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem hér er rætt um. Rof er í N-vegg á tveimur stöðum. Tóftin snýr N-S og er skipt í 3 hólf. Anna Þórðardóttir f. 17.9.1819 var síðasta selstúlkan í Nýjaseli og jafnframt í Grafningi en selið lagðist af um miðja 19. öld.

Kirkja

Ölfusvatn

Ölfusvatn – upplýsingaskilti.

1706: “So segja menn að hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið”.
1817: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til Kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kyrkiudyrum med vígdu Vatne ….
Ekki er nú vitað hvar kirkjan stóð, en hafi hún verið heima við bæinn, eins og líklegt er og ætla má af því að húsinu var breytt í skemmu, þá er sennilegast að hún hafi verið annaðhvort fast sunnan við bæjarhólinn þar sem nú er um 20×20 m rústabunga samtengd honum eða þar sem Hofhúsið stendur nú. Á fyrrnefnda staðnum er hnitið tekið. Þar sést ekkert tóftarlag eða garðsmynd en á síðarnefnda staðnum sést bogadregin garðhverfa austan við fjárhúsið 003, sem gæti verið af kringlóttum garði, um 20 m í þvermál. Í túni. Mælingar eiga við fyrri staðinn, sem áfastur er við bæjarhólinn.
Máldagar kirkjunnar á Ölfusvatni:

Ölfusvatn

Ölfusvatn – loftmynd.

[1180]: Þessi er kirkio maldage at vatne. at þar liggr til sandey oll. oc .xij. hundroþ alna i vatz lande oc i hagavikr lande. oc scal eigi selia lond þesse nema með ollom gæþom. þeim er fylgia. at leyfe biscops þess er i scala hollte er Þar fylgir oc kyr ein. oc scal gefa einnar kyr nyt fra þvi er sio vicna fasta komr. hvern drottens dag. vnz liþr hvita daga. oc mario messo of fosto. oc olafs messo. oc vppstigningardag. oc hvern drottens dag vpp fra olafs messo til vetrar. at vatne scal vera seto prestr. oc syngia þar allar heimilis tiþer. oc .ij. daga rumhelga i viko. oc alla þa daga er messa er til gor. hvern dag messa of iola fosto. oc annan hvarn dag .ij. messor of langa fosto. vigilia hvern dag rumhelgan of langa fosto. syngia .ij. messor fosto dag i imbro dogom of haust oc of vetr. kirkia a kluckur .iij. tiolld vm huerfis I kirkio. alltara klæþe .iij. prestz messo fot full. kertastikur .ij. gloþa ker. oc gloþa jarn. roþo kross. lyse kolo [skirnar sar. oc silfr kalekr*; DI I 270 [* b.v. í AM 263. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 8
1397: a halft heimaland. Sandey. Kirkiurid [!, kirkiuvid í einu handr.] portio Ecclesiæ vmm .xij. är firirfarandi .c. oc .x. aurar fiell nidur oll firir kirkiu vppgiaurd. DI IV, 94-95
1491×1512: Byskups Stephans maldagi. kirkian a Olversvatni. a heimaland halft. Sandey. kirkiurid. kirkian a nv viij kvgilldi. þar liggur til eirn bær. kirkjan lasin. hana á Skalhollt. DI VI, 47
1553-54: Olvesvatn. kirkian a Olverzvatne ä heimaland halft. Saudey. kirkiuvid. kirkian a nv viij kugillde. þar liggur til eirn bær. kirckia lasin. hana ä Skalhollt. DI XII, 662
1575: CXCIII. Aulvesvatn kirkian ä Aulvesvatne ä hälfft heimaland. Saudeij. kirkiuvid. Jtem kaleik og gomul messuklæde. thangad liggia Nesiar og krokur. DI XV, 644

Hofhús

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Hoftóft.

Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817segir að enn sjáist gjörla til hoftóftarinnar á Ölvisvatni: ΑI Sudurátt af Hoftoft er ennú sér giörla til á Ölvisvatni … Eins og ádur er um gétid vottar þar til Hoftoptar í nordur af svokolludu Grímkels leide er vera skal þad sama Hof, sem Grímkell brende, og getur um í Holmveria Sogu. Rústernar edur Hríngurinn er nú ummáls 30 Fadmar og standa þar vída Steinar uppur.
1877: Α… på Ölvesvatn … havde [Grimkell] et gudehus, der i sagaen kaldes Torgerd hörgabruds hov, men som dog også ses at have indeholdt billeder af de andre guder. … Spor af dette gudehus Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns 35 men syd for gården er i tunet en lav höj Hovhol (Hofhóll) hvorpå der står et fårehus, der af stædet bærer navnet Hofhús; her skal gudehuset have stået.
SV 1880: ΑÚti á túninu spottakorn fyrir útsunnan bæinn er fjárhús, sem stendr á flötum hól, bygt fyrir hér um bil 30 árum; það heitir nú Hofhús. Steinar höfðu verið teknir þar upp úr í húsið, og þó vóru steinar eftir niðri; þar sást fyrir vegg eða hleðslu, enn nú verðr ekki í neitt ráðið, síðan húsið var bygt.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – kort 1908.

1898: Eitt af fjárhúsum þeim, er standa í túninu á Ölfusvatni, er kallað Hofhús. Þar á hofið Grímkels að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu.
Hofkofi er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þóðarson taldi líklegra, að það mynda hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur að þarna hafi verið gömul fjárborg. segir í örnefnalýsingu.
1989: Fjárhústóft var í túninu suður af gamla bæjarstæðinu, allhár hóll. Þar heitir Hofkofi, og er að sögn staðurinn þar sem hof á að hafa staðið til forna. Tóftin er um 40 m sunnan við S-enda bæjarhólsins (sbr. 002). Hún stendur hátt á rústabungu sem er u.þ.b. 20 m í þvermál og um 1 m há. Í túni. Fjárhústóftin er einföld, með dyr á norðurgafli, en undir henni eru eldri rústir og sést í þær austan við tóftina. Þar er allöng bogadregin þúfa sem gæti verið garðbrot og má með góðum vilja fylgja því suður fyrir tóftina. Af horni bogans má ráð að hringveggur sá hefði verið um 20 m í þvermál og kemur það vel heim við lýsingu sr. Páls á ummálinu, 56,4 m sem svarar til 18 m í þvermál.

Grímkelsleiði

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Grímkellsleiði.

Friðlýstar minjar. Í fornleifaskýrslu Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: I Sudrátt af Hoftoft er ennú sér gjörla til á Ölvisvatni mótar til Gérdis nockurs, og er í því hérumbil 4 Fadma laung Þúfa frá nordre til sudurs, er menn kalla nú Grímkéls leide.
1877: ΑStraks neden for (sydöst for) hovhuset er en ved sporene af et gammelt grastörvsgærde indhævet del af tunet kaldet Grimkelsgærde (Grímkelsgerði), her findes I den vestlige udkant tæt ved huset en stor aflang tue, Grimkelslejde (Grímkelsleiði), hvor altså Grimkel skulde være begravet.
Í frásögn Sigurðar Vigfússonar í Árbók 1880-81 segir: … fyrir neðan [Hofhús] skamt í landsuðr, er svo kallað Grímkelsgerði með fornum garði digrum, vallgrónum; gerðið er stórt sem kýrvöllr. Rétt við garðinn inni í gerðinu skamt frá Hofhúsinu … er þúfa stór í túninu, sem kölluð er Grímkelsþúfa; hún er 28 feta löng, enn 8 fet á breidd, snýr í norðr og suðr, og mjórri í norðrendann, afbrugðin öðrum þúfum þar í nánd. Þetta stendr heima við Harðar sögu Grímkelssonar … : ok var hann jarðaðr suðr frá garði.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

1898: Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð.
Grímkelsgerði er í suðvestur frá bænum í um 130 metra fjarlægð. Sjást þar ógreinilegar minjar hringlaga torfgarðs. Grímskelsleiði (dys) er stór þúfa nyrzt í Grímkelsgerði. Var dysin friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni fornminjaverði, segir í örnefnalýsingu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur eftir heimildamanni í skýrslu um fornleifar á Ölfusvatni 1989 að leiði Grímkels hefði verið þekkt áður fyrr, en nú vissu líklega fáir eða engir um það.
Þúfan er um 1 m innan (A) við garð Grímkelsgerðis þar sem það er lengst til vesturs, um 30 m ASA við Hofhúsið. Þar sem þúfan er rennur gerðið undir/samanvið veginn. Í túni. Þúfan er aflöng frá norðri til suðurs, mjókkar og lækkar til norðurs, en er hæst og breiðut syðst. Þar sem hún er hæst sést í fjóra litla steina, sem gæti verið raðað af mannahöndum en þeir eru heldur lausir í mosanum og gætu verið nýlega komnir þangað.

Blótsteinn/skírnarfontur
Ölfusvatn
Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til kongunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kirkiudyrum med vígdu Vatne adrir ad hann hafe verid brukadur fyrir Skyrnarfont. – Steinninn er á Hæd 1 al dönsk med 5 köntum herum 9 þuml. breidum – í ödrum enda hans er bolli kringlóttur 9 1/2 þuml: vídur og 4 þuml. djúpur.
1839: Búðartóftir eru hér nógar í kring og dómhringir 2r, að eg hygg, annar á Ölvesvatni, er nokkrir meina, að séu gamlir blótbollar. Þeir eru nærfellt hestklyf á þyngd, en það hola í þeim (concavum) hygg eg taki hér um 4 eða 5 merkur, og er það laglega holað, en utar eru þeir allt ólögulegri.
1877: Hjemme ved gården ligger en ikke höj firkantet stenblok, hvori der findes en fadformig fordybning, omtrent fod I tværmål, en anden lignende, men större, skal for öjeblikket være benyttet som grundsten I en af gårdens vægge; om den sidste siger man, at den I sin tid har stået foran den der daværende kirke. Men I övrigt kaldes de her som andetsteds Αblotstene (blótsteinar) og antages at have hört til de gamle gudehuse og været benyttede ved offringene.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Sigurður Vigfússon skrifar um blótsteininn 1880-81: Steinn einn er þar í bænum, sem er kringlóttr og nokkuð flatr, hér um bil 2 fet að þvermáli; ofan í hann er bolli krínglóttr, sem er auðsjáanlega höggvinn með nokkrun veginn þvergníptum börmum og nokkurn veginn sléttum botni, og er 10 þuml. að þvermáli og 3 að dýpt. Annar steinn er þar og til, sem eg gat þó ekki séð, þar eð hann mun vera í kjallara undir timbrhúsi í undirstöðu neðantil, enn að honum gat eg ekki komizt, þvíað kjallarinn var fullr af ýmsum hlutum. Þessi steinn er sagðr sýnu betri en hinn fyrri, hann er stærri, hérumbil knéhár eða meira og með dýpra bolla ofaní; ferskeyttr er hann sagðr og líkastr því, sem hann væri sagaðr af enda á ferstrendu tré. Einn var enn til áðr; hann var minnstr og líkastr þessum fyrtalda, enn finst nú ekki. Eg beiddi húsfreyjuna eða ekkjuna, sem þar býr, að reyna að ná þessum steini, sem sagðr er vera í kjallaranum, og geyma þá báða vandlega, þar sem þeir gætu verið til sýnis, og tók hún vel undir það.

Ölfusvatn

BJ 1898: Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr doleríti og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg en 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.≅ Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Ölfusvatni. Sæmundur segir, að steinninn hafi um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, er var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar.
Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveitzt vel.[…]). segir í örnefnalýsingu. Það er ekki þessi steinn heldur annar sem er friðaður. Steinn þessi er nú jarðfastur í hlaðinu, 14 m norðan við heimreið, 2 m austan við framhlið bæjarhúsanna eins og hún hefur verið, í kanti sem verið hefur á hlaðinu ofan við kálgarðinn. Í bæjarhlaði, nú grasi grónu. Steinninn er jarðfastur og haggast ekki. Hann virðist hafa óreglulega lögun en eins og hann er nú hallar efri hlið hans til SA. Að ofan að sjá er hann því sem næst trapisu-lagaður. Skálin er í breiðari endanum og er svotil alveg hringlaga, 24 cm í þvermál og 12 cm djúp. Í barmi skálarinnar er nú rauf. Hún var gerð af sumarpilti á Ölfusvatni á þessari öld.

Letursteinn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Friðlýstar minjar. Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi, segir í örnefnalýsingu Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa.

Nesjavellir
Nýbýli, fyrst byggt 1819. Nesjavellir áttu skógarítak í Nesjalandi í Jórukleif en Nesjar áttu engjaítök í Botnadal og Vegghamrahólum. NV mörk við Nesja hafa verið á reiki og hafa Nesjar átt selstöðu og afbýli hjá engjaítökum sínum innan þess lands sem nú telst til Nesjavalla.

Nesjavellir

Nesjavellir 2020.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu. Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfijunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft. Sunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan.

Nesjavellir

Nesjavellir – fjárhús.

Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, noraðn við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. Þar var nóg vatn að fá. Árið 1942 (?) var bærinn enn fluttur, þangað sem hann stendur nú. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu. segir í örnefnalýsingum. Bæjrhóllinn er í túninu, um 200 m N við núverandi bæjarstæði og rúmlega 100 m NV við Nesbúð.
Í kringum hólinn er iðjgrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan. Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum.≅ Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu. segir í örnefnalýsingum.

Nesjavellir

Nesjavllir – túnakort 1918.

Ekki er augljóst við hvaða stað þessar lýsingar eiga og ekki er á þeim fullt innbyrðis samræmi, en þó mun ótvírætt að þetta mun allt vera sami stekkurinn og koma ekki aðrar tóftir til greina en selið í Selskarði. Vegarslóði sem nú endar hjá Gjánni og Þorsteinsvík liggur um Selskarð frá þjóðveginum, skammt norðan við vegamót Grafningsvegar og Nesjavallavegar. Þegar ekið hefur verið eftir þessum slóða um 200-300 m opnast þröngur dalur eða skarð sem nær norður að hraunbreiðunni. Syðst er allbrött brekka sem slóðinn liggur niður eftir og eru tóftirnar niðri í hvosinni, austan við slóðann. Þær eru tvær og eru um 60 m á milli þeirra og er þar stórgrýtisskriða, gróin. Tóftirnar eru í botni lítils dals, undir háum klettum. Vestan við stærri og syðri tóftina er dalbotninn allbreiður og er þar lítil starartjörn. Dalurinn er annars grasi vaxinn hið neðra.

Kleifarsel

Kleifarsel.

Syðri tóftin er sennilega rétt, hún er 13×6 m að innanmáli, ferhyrnd og byggð utan í gróna skriðu undir Sleklettum. Hún er opin í vesturendann og því ekki annað en tveir 13 m langir, 1-1,5 m breiðir og 0,8 m háir grjótveggir með 6 m millibili. Nyrðri tóftin er líka grjóthlaðin og byggð utan í skriðurunna hlíðina. Hún er 6×6 m að utan, veggir 1,5-2 m þykkir og hleðslur 0,8 m háar, mest 3 umför. Í botni tóftarinnar er bárujárn sem gæti bent til að hún hafi verið í notkun fram á þessa öld. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu – Ö-Nesjavellira, 2. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort af seli sem hefur verið nyrst á völlunum, þar sem bærinn Nesjavellir var reistur 1819, eða þá þessu seli. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM. Hugsanlegt er að þessi staður sé sami og Klængssel sem annars er ekki vitað um staðsetningu á, en Kleifarsel var undir Jórukleif og Vallasel er væntanlega sami staður og Nesjavallabærinn var fyrst byggður á.

Klængsel

Klængsel.

Á þessum stað hefur því fyrst verið sel, síðan stekkur á 19. öld og síðast beitarhús sem staðið hafa fram á 20. öld. Hinn möguleikinn á staðsetningu Gamlastekkjar er að hann hafi verið á sama stað og bæjarstæðið/selstaðan/beitarhúsin og bendir helst til þess að hann á að hafa verið Αsuðaustan undir Stekkjarkletti sem getur ekki átt við þessar tóftir en er mögulega villa fyrir Αsuðvestan undir. Á gönguleiðakorti eru þessar tóftir merktar sem ‘Kleifarsel’ en það er rangt, því Kleifarsel er í Nesjalandi undir Jórukleif.
[Þrátt fyrir kort af minjum á Nesjavöllum kemur Gamlistekkur ekki fram þar, þrátt fyrir að liggi nálægt öðrum minjum á svæðinu.]

Þjófahellir

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Sunnarlega í Selklettum er Þjófahellir, með hleðslum. – Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefur fallið úr bjarginu síðar. segir í örnefnalýsingum. Norðan við Selskarð er strýtulagaður hraunhóll og norðan við hann annað skarð, heldur hærra og þrengra. Í því er Þjófahellir. um 200 m norðan við Grafningsveginn, efst í skarðinu hátt yfir hrauninu sem breiðir úr sér austan við Selkletta. Gengið er í hellinn úr austri.
Hátt í hraunhólum, gróður annar en mosi er lítill í kring. Hellirinn nýr A-V og er opinn í báða enda. Minna opið er að vestan og hefur verið hlaðið nær alveg fyrir það. Að austan er lítill ketill frama við opið og hefur verið hlaðinn veggur langsum eftir katlinum, þannig að gengið hefur verið eftir mjóum gangi niður í hellinn en til hliðar hefur verið svolítið hólf sem hugsanlega hefði getað verið notað sem lambakró við fráfærur. Hellirinn sjálfur er mjög reglulegur, um 3 m á breidd, 10 m á lengd og 1,8-2,4 m undir loft. Gólfið í honum er slétt. Lítillega hefur hrunið úr vestari hleðslunni inn í hellinn og mikið úr langveggnum í eytri katlinum niður í ganginn.”

Heimildir:
-Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri, Náttúrustofa Vestfjarða, 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Nesjavellir

Hér verður fjallað um Nesjavelli. Nesjavellir voru byggðir upp úr seli, Vallaseli, frá Nesjum. Auk Vallasels verður einnig getið um önnur sel frá Nesjum; Kleifarsel og Klængssel.
Í “Nokkur örnefni á Nesjavöllum” eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949, sem Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði, segir: “Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við
undir Stekkjarklett, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. Norður af Selklettum eru Mosarnir.” Gamlistekkur ku hafa verið í Vallaseli, en staðsetningar örnefna á svæðinu á nútíma loftmyndum virðast eitthvað hafa skolast til. Þannig eru Selklettar sagðir þar sem óbrennishóll er í Nesjahruni, Selskarð þar norðan við og Selhöfði á millum. Öll eru þessi örnefni mun sunnar en af er látið.

Jóhann Hannesson skráði Nesjavelli eftir Guðmundi Jóhannssyni 1970. Guðmundur dó árið 1974:

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

“Í norðurátt frá bænum og völlunum eru Selklettar. Fyrir vestan [austan] þá er Gamlistekkur. Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar, en síðar fluttur vestur á vellina, sökum vatnsleysis á vetrum. Um sel frá Nesjavöllum vissi Guðmundur ekki, en áleit, að nöfnin Selbrekkur og Selklettar í landi Nesjavalla bendi til, að þar hafi fyrrum verið sel frá Nesjum. Þó man hann ekki eftir selsrústum.
Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. Segir hann, að faðir hans, Jóhann Grímsson, f. 5. jan. 1843, d. 3.júní 1926, hafi fyrstur manna í Grafningi lagt fráfærur niður.

Þjófahellir

FERLIRsfélagar í Þjófahelli.

Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefir fallið úr berginu síðar.”

Í ónákvæmri skráningu “Fornleifa í Grafningi, Nesjum“, (Fornleifastofnun Íslands 1998), er fjallað um Nesjavelli:

Nesjar

Nesjar 1986.

“Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margréti Nesjavelli. 1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls í staðinn.
Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn. Presturinn, Jón Marteinssonar (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt út úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar. “Nesjar eru efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þremur nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.””

Í skráningu “Fornleifa í landi Nesja og Ölfusvatns“, (Fornleifastofnun Íslands 1997), segir:

Nesjavellir – bæjarstæði/sel

Nesjavellir

Nesjavellir – Jóhann Grímsson, Katrín Guðmundsdóttir.

“Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – túnakort 1918.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfjunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft.
NesjavellirSunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan. Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, norðan við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar, segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel, segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.”

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum. Í kringum hólinn er iðjagrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

“Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin.
Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum. Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu, segir í örnefnalýsingum.”
Gamlistekkur er ekki skráður í fornleifaskráningar af svæðinu. Hann er undir hraunbakka skammt norðan við tóftarsvæðið.

Klængssel

Klængsel

Klængsel.

“Selstöðu á jörðin í sinu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sma og Nesjavellir]. Ekki er vitað hvar það var”.

Í “Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi”, (Fornleifastofnun Íslands 2018), segir um Kleifarsel (lýsingin er ófullkomin, enda fundu skráningaraðilar aldrei selstöðuna, sem er á lyngbala upp undir hlíð Kleifardals):

Kleifarsel

Kleifarsel.

1706: “Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sama og Nesjavellir].” segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki vitað hvar Kleifarsel var. “Kleifardalur austan undir Jórutindi […] ” segir í sóknarlýsingu frá 1840 um eyðbýli og er þess getið að þar sartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft.[…] Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.” Þetta eru friðlýstar minjar. Í Friðlýsingarskrá stendur: “Fornar rústir í vatnsbrekku á Setbergsbölum og í Kleifardal. Sbr. Árb. 1899: 5. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.” Ekkert friðlýsingarskilti er á staðnum enda ekki vitað með vissu hvar býlið var staðsett. Kleifardalur gengur inn til suðvesturs um það bil 1 km suðaustan við þjóðveg 360, í Jórugilinu.”

Heimildir:
-Nokkur örnefni á Nesjavöllum eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949. Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði.
-Fornleifar í Grafningi, Nesjar, Fornleifastofnun Íslands 1998.
-Fornleifar í landi Nesja og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi, Fornleifastofnun Íslands 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Skála-Mælifell

Þórhallur Vilmundarson fjallar um “Mælifell” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994:

Á Íslandi eru að minnsta kosti tólf Mælifell sem öll eiga sameiginlegt að vera keilulaga og því auðþekkjanleg í landslaginu. Ferðamenn hafa því löngum nýtt þau til að rata og fyrr á öldum voru þau mikilvæg eyktarmerki.

“Flestir Íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu Mælifella hér á landi, og eflaust hafa margir velt fyrir sér uppruna nafnsins og merkingu. Í þessari grein verður reynt að glíma við gátuna um Mælifellin. Hvernig er nafnið “Mælifell” til komið, og hvað merkir það? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar, leitar svara við þeim spurningum.

Skoðanir ferðamanna á Mælifellunum

Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson.

Eggert Ólafsson (1726-68) segir í ferðabók sinni um Mælifell: “Mælifell heita nokkur fjöll hingað og þangað á landinu, og hafa þau auk þess annað nafn. Þau standa ætíð einstök, eru mjög há með hvössum tindi og auðkennd af ferðamönnum úr mikilli fjarlægð, og koma þau því oft að haldi sem leiðarvísar.”
Sveinn Pálsson læknir (1762-1840) tekur undir þau ummæli Eggerts, að ferðamenn noti Mælifell til ýmislegrar leiðsagnar („til adskillig Veivisning”), en þar sem nafnið sé leitt af so. mæla, muni landnámsmenn hafa nefnt þau svo til að greina milli byggðarlaga eða landareigna.
Margeir Jónsson taldi Mælifell í Skagafirði vera eyktamark, „því að í öllu norðurhjeraði Skagafjarðar er enn, og hefir verið, svo lengi sem elztu menn muna, talið hádegi, þegar sól ber um Mælifell(shnjúk).” Finnur Jónsson spyr einnig, hvort Mælifell sé eyktamark.
Ekki getur sú skýring átt við um öll Mælifell. Christian Matras telur, að færeysku fjallanöfnin Malinstindur í Vogum og Malinsfjall á Viðey séu af sama toga og Mælifell á Íslandi og hyggur fyrri liðinn Malins- helzt hafa breytzt úr Mælifells-. Hann vitnar til skýringar Margeirs og segir, að Malinstindur í Vogum geti ekki verið eyktamark, þar sem það sé í norðaustur frá byggðinni í Sandavogi. Matras spyr, hvort nöfnin muni ekki dregin af lögun. Bæði færeysku fjöllin séu pýramídalaga og hið sama virðist a. m. k. eiga við um eitt íslenzku nafnanna. Ef svo væri, mætti e.t.v. hugsa sér, að mælir hafi verið orð um mælitæki eða mæliker ákveðinnar lögunar.
Samkvæmt orðabók Fritzners merkir mælir að fornu ‘holt mælitæki fyrir þurrar vörur’, þ. e. einkum kornmælir. Asgaut Steinnes segir hins vegar, að mælikeröld hafi venjulega verið sívöl og jafnvíð að ofan og neðan. Hann segir enn fremur, að orðið mæle hafi verið haft um kornmæli.

Reislulóðið
Mælifell
Hins vegar má benda á, að einn hluti mælitækis var einatt keilulaga og gat þannig minnt á mörg Mælifellin. Það var lóð á reizlu (pundara), þ.e. vog með löngu skafti og einu lóði með hring eða gati efst, til þess að unnt væri að binda lóðið við skaftið, og var lóðið fært fram og aftur eftir skaftinu. Slíkar vogir voru mjög notaðar allt frá Rómverjatímum til að vega hinar verðminni vörur, þar sem reizlan var fljótvirk og auðveld í meðförum, en hins vegar ekki eins nákvæm og skálavog.
MælifellReizlulóðið var einatt keilulaga (sjá mynd), og mætti þá hér vera komið mælitækið, sem Matras gat sér til, að lægi að baki nafninu. Ágætt sýnishorn reizlu með reizlulóði fannst árið 1936 í verkfærakistu smiðs í mýri á Gotlandi, og er kistan talin frá því seint á víkingaöld eða frá fyrri hluta 11. aldar. Reizlulóð voru þekkt og notuð hér á landi að fornu. Árið 1985 fannst við fornleifauppgröft að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum ávalur upptypptur grágrýtishnullungur með gati ofan til.
Að neðan er steinninn lítið eitt ávalur og stæði því ekki stöðugur nema fyrir það, að upp í botninn miðjan gengur lítil hvilft eða skál, og getur steinninn hvílt á börmum hennar. Steinninn er 15,4 sm á hæð, 11,9 sm á breidd neðan til (þar sem hann er breiðastur) á annan veginn, en 13,7 sm á hinn, og vegur um 4 kg. Telur Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur steininn sennilega vera reizlulóð og samkvæmt fundarstað trúlega frá 13.-14. öld.
Þegar hugað er að lögun Mælifellanna, kemur í ljós, að það er ekki aðeins Mælifellshnjúkur í Skagafirði, sem er keilulagaður, heldur einnig t.d. Mælifell hjá Þeistareykjum, í Álftafirði eystra, við Fjallabaksveg syðri og í Mýrdal. Sum eru keilulöguð frá einni hlið, en ekki annarri, t.d. Mælifell í Eyjafirði og Skála-Mælifell. Önnur eru ekki reglulegar keilur, en þó typpt, svo sem Mælifell í Staðarsveit og Mælifell í Grafningi, sem reyndar er með þremur hnúkum, einum þó hæstum. Sum Mælifellin em allhvassar keilur og minna þannig á rómverska og gotlenzka reizlulóðið, svo sem Mælifell í Álftafirði eystra, en önnur eru ávalari og minna á reizlulóðið frá StóruBorg, t.d. Mælifellin á Reykjanesskaga.
Hins vegar verður ekki talið líklegt, að hér sé um venjuleg líkingarnöfn dregin af lögun að ræða, í þessu tilviki leidd af no. mælir í merkingunni ‘mælitæki, mæliker’, eins og Chr. Matras talar um. Ef svo væri, ættu fellin að heita Mælisfell, þ.e. forliðurinn ætti að vera eignarfallsmynd nafnorðsins, en ekki sagnorðsstofn með bandstaf (Mælifell), en eignarfallsmyndin kemur mér vitanlega ekki fyrir í hinum mikla fjölda Mælifells-nafna, sbr. hins vegar t.d. Kyllisfell í Grafningi. Í annan stað er ekki vitað til þess, að umrætt lóð hafi verið nefnt mælir, þó að það sé hugsanlegt, en reyndar er það orð þekkt í merkingunni ‘mæliker’, sem fyrr segir.

Hvað merkir Mælifell?

Mælifell

Mælifell á Mælifellssandi.

Lausnin á þessari gátu kann að vera sú, að Mælifellin hafi verið upptyppt fjöll, sem hafa mátti – og höfð voru – til mælingar eða viðmiðunar, enda ljóst, að fjöll með löngu og breiðu baki henta síður til slíkra nota. Nafnmyndin Mælifell er einmitt hliðstæð samnöfnum eins og mæliker, mælistika, þ. e. ‘ker eða stika, sem notuð er til mælingar’ og Mælifell samkvæmt því ‘fell, sem notað er til mælingar’.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell.

Kveikjan að því að nota upptyppt og keilulaga fell á þennan hátt má hafa verið fyrrnefnt keilulaga reizlulóð, sem kann að hafa verið nefnt mælisteinn eða öðru mæli-nafni. Mælifellin hafi því ekki aðeins getað verið almennir vegvísar ferðamönnum, eins og Eggert Ólafsson segir þau vera, heldur hafi þau verið notuð í fleiri en einni merkingu: 1) ‘fjall, sem helmingar tiltekna ferðamannaleið’; 2) ‘fjall, sem er miðja vega í fjallaröð, dal eða á öðru tilteknu svæði, svo sem afrétti’ (og þá líkrar merkingar og Meðalfell og Miðfell); 3) ‘fjall sem mælir og helmingar sólargang’ (sbr. áðurnefnd ummæli Margeirs Jónssonar um, að Mælifell(shnjúkur) í Skagafirði sé hádegismark).
Þar sem Ísland er eldfjallaland, er hér enginn hörgull á upptypptum fjöllum (eldfjallakeilum), og mun það ástæða þess, að svo mörg Mælifell eru á Íslandi. Hins vegar er aðeins eitt Mælifell (Mælefjellet) í Noregi, svo að ég viti.

Lítum nú á Mælifellin á Reykjanesskaga:

Skála-Mælifell og Krýsuvíkur-Mælifell

Katlahraun

Katlahraun – Skála-Mælifell fjær.

Á Reykjanesskaga helminga tvö Mælifell hér um bil hvort sinn vegarhluta milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur: Skála-Mælifell eða Mælifell vestra (174 m) helmingar um 4 1/2 km leið milli Ísólfsskála og Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur-Mælifell eða Mælifell eystra (225 m) helmingar um 7 1/2 km leið milli Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur (eftir eld).

Mælifell í Grafningi

Skála-Mælifell

Skála-Mælifell – mælistöpull.

Mælifell í Grafningi er vestan við Ölfusvatnsárgljúfur, en meðfram því liggur leiðin frá bænum Ölfusvatni upp í botn Þverárdals undir Hengli. Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi (f. 1897), segir, að Ölfusvatnsmenn hafi smalað vestan Ölfusvatnsár og Þverár fram í Þverárdalsbotn. Mælifell er mjög miðja vega á þessari u.þ.b. 10 km leið frá Ölfusvatni upp undir Hengil. Að sögn Guðmundar var þessi sama Þverárdalsleið einnig kaupstaðarleið manna frá Ölfusvatni og Króki. Var þá farið áfram yfir Ölkelduháls, Bitru og Hengladali og “Milli hrauns og hlíða” á þjóðveginn á Hellisheiði ofan við Kolviðarhól.”

Að lokum

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – mælistöpull.

Hafa ber í huga að hinir “djúpvitru” leita ekki alltaf augljósustu skýringanna. Á Mælifellunum á Reykjanesskaga eru mælistöplar, ætlaðir til að mæla rek og ris landsins, auk þess sem þeir hafa verið notaðir sem “fastir” mælipunktar, sem aðrir slíkir eru útsettir. Dönsku mælingamennirnir, sem voru á ferð um landið í byrjun 20. aldar notuðu gjarnan fasta punkta í mælingum sínum og því ekki að nýta tiltekin áberandi kennileiti til slíks. A.m.k. voru Íslandskort þeirra tiltölulega nákvæm á þeirra tíma mælikvarða. Þá ber að nefna að flest, ef ekki öll, Mælifellsnöfnin eru nýleg í heimildum. Mælifell á Mælifellssandi hét t.d. Meyjarstrútur fyrrum. Mælifellanna er ekki getið í fornum skrifum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 04.06.1994, Mælifell – Þórhallur Vilmundarson, bls. 5-7.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – merki Landmælinga Íslands á mælistöpli.

Úlfljótsvatn

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um “Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn;

Hjátrú og kynlegir kvistir
Nesjavellir“Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp minningar sínar frá Úlfljótsvatni upp úr aldamótunum 1900.
Á Stofnun Árna Magnússonar (SÁM) eru varðveittar upptökur af frásögnum Kolbeins Guðmundssonar (1873-1967) og barna hans, Katrínar (1897-1982) og Guðmundar (1899-1987), en Kolbeinn var bóndi á Úlfljótsvatni kringum aldamótin 1900. Hallfreður Örn Eiríksson safnaði sögnunum á 7. og 8. áratugnum en þær gerast flestar á heimaslóðum þeirra,
Úlfljótsvatni, eða nágrenni.

Þurfti að flýta sér
ÚlfljótsvatnÞegar Guðmundur og Katrín voru börn tíðkaðist enn að förumenn eða flakkarar færu á milli bæja og segðu sögur eða færu með kvæði í skiptum fyrir mat og gistingu, ef væru þeir óvinnufærir. Sumir hverjir voru eftirminnilegir og skrautlegir en aðra var ekkert varið
í að hýsa. Guðmundur segir til dæmis frá Jóhannesi Jónssyni, sem þótti sérkennilegur að mörgu leyti, en eitt sinn þegar hann hafði gist á Nesjavöllum þurfti hann skyndilega að flýta sér í burtu. Kom svo í ljós að hann hafði gengið örna sinna í rúmið og búið svo kyrfilega um það.
Ögn þrifalegri var Samúel súðadallur, hressilegur karl, en hann stundaði sníkjuferðir í sveitinni, safnaði smjöri, ull og hverju sem var, og bað svo bændurna að flytja það heim til sín. Honum var þó ekki gefið um kjöt að gjöf, sagðist heldur vilja kindur og geta rekið þær heim svo það þyrfti ekki að flytja kjötið öðruvísi.
Hann þótti svo skemmtilegur að enginn amaðist við honum.

Kraftaskáldið
ÚlfljóstvatnSá sem var þó í mestum metum, af þeim sem þáðu gistingu á Úlfljótsvatni, var Símon Dalaskáld en hann gat snarað fram vísu um heimilisfólkið á staðnum og vakti mikla lukku. Hann var sagður kraftaskáld en þau eru sögð hafa ýtt undir þann orðróm sjálf, því almennt þótti vissara að halda þeim góðum svo ekki yrði til nein níðvísa um heimilisfólkið.
Margar frásagnir fjalla um álagabletti. Víða var blettur eða þúfa sem ekki mátti hreyfa við og má þar nefna toppinn á Hrútey, Litla-Hólma og Arnarhólma en Kolbeinn sagði slíka bletti hafa fyrirfundist á hverjum bæ. En álögin voru ekki einungis á þúfunum.
Katrín segir að áður fyrr hafi verið mun meiri silungur í vatninu, en tvær húsmæður rifust um veiðina, og önnur þeirra lagði það á að hluti silungsins í vatninu yrði að mýflugu. Skýringin á mýflugnamergðinni mun þá vera sú að hún sé silungur í álögum.

Áhrínsorð
Álögin gátu líka beinst að fólki. Guðmundur segir frá gamalli, bæklaðri konu sem hann hitti, en hún varð fyrir áhrínsorðum þegar hún var ársgömul. Móðir hennar reifst við vinnukonuna með miklu offorsi og óskaði vinnukonunni alls ills – að hún yrði að aumingja.
Meðan á þessu stóð hélt húsmóðirin á dóttur sinni í fanginu. Þegar hún svo setur litlu telpuna á gólfið er hún norðin máttlaus öðrum megin. Vinnukonan hafði þá beint áhrínsorðunum að barninu.
Afi Guðmundar var níu ára á þessum tíma enGuðmundur sagði hann hafa munað vel eftir þessum atburði. Konan, sem varð varanlega fötluð, kenndi móður sinni alfarið um hvernig komið væri fyrir sér. Guðmundur segir konuna þó hafa getað gert ýmislegt, þrátt fyrir fötlun sína, en hún gætti eldsins, eldaði jafnvel mat og baslaði við að prjóna.

Guðmundur kíði
ÚlfljóstvatnFlökkumennirnir sem komu að Úlfljótsvatni sögðu alls kyns sögur, en vinsælastar voru drauga- og huldusögur sem kemur ekki á óvart, sérstaklega þegar litið er til þess að margir óútskýranlegir atburðir gerðust á bænum. Ber þá helst að nefna draugaganginn sem kenndur hefur verið við Guðmund kiða, sem var fjármaður á Úlfljótsvatni fyrstu búskaparár Kolbeins og Geirlaugar. Hann skilaði sér ekki heim með féð eitt kvöldið og um nóttina dreymdi Geirlaugu að hún væri komin í beitarhúsin til hans og spyr hvort hann ætli ekki að koma heim en Guðmundur kiði svarar: Nei, ég ætla ekki að koma heim, því að ég rak féð niður að vatninu og út á vatnið og það fór töluvert af því í vatnið og ég ætla ekki að koma heim þess vegna.
Geirlaug segir þá að honum sé óhætt að koma heim fyrir því, fyrst hann hafi ekki farið í vatnið sjálfur þá sé allt í lagi en Guðmundur kiði svarar þá : „Nei, ég ætla að vera hérna fyrst um sinn.“
Draumur Geirlaugar var ekki lengri en Guðmundur kiði fannst þegar róið var eftir vatninu. Hann hafði farið ofan um ís og drukknað ásamt þrjátíu kindum en þegar hann fannst hélt hann um hornið á einni kindinni, sem hann hefur ætlað að bjarga. Marg oft hefur orðið vart við hann, sérstaklega við fjárhúsin og vatnið en þar á hann að halda til og alltaf sést þessi eina kind með honum.

Naglar í kross
ÚlfljóstvatnÍ viðtölunum við fjölskylduna frá Úlfljótsvatni er yfirleitt talað um að fólk hafi orðið vart við eitthvað en aldrei er sagt berum orðum að draugatrú hafi verið ríkjandi í sveitinni. Engin hræðsla virðist hafa verið við það sem ekki var hægt að útskýra og myrkfælni þekktist ekki hjá heimamönnum. Draugafrásagnir eru ofarlega á lista. Þó var þeim tekið af æðruleysi á þessum tíma eins og Guðmundur orðar það sjálfur: „Jaaa, það var nú ekki beint draugatrú [ … ] en það var nú samt [ … ] það var nú vart við svona hitt og þetta, það var til dæmis hjá okkur á Úlfljótsvatni sko, að það var eins og þetta væri bara umgengist bara eins og heimilisfólkið.“

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Guðmundur segir frá því þegar bóndinn frá Hagavík ásótti hann. Bóndi þessi hafði sagt að hann færi ekki sjálfráður frá jörðinni og ef hann færi, riði hann ekki klofvega. Þegar hann lést var hann jarðsettur á Úlfljótsvatni. Eitthvað hefur hann verið ósáttur við að þurfa að yfirgefa þennan heim því Guðmundur sá hann liggja hjá sér í rúminu og fékk ekki svefnfrið fyrir honum og kvartaði undan þessu á morgnana. Að lokum fór Kolbeinn, faðir hans, út að leiði karlsins, talaði yfir honum og rak nagla í kross, í hornin og miðjuna. Eftir það varð Guðmundur ekki var við hann.

Boli að láni
Nátengdar draugasögunum eru sögur af huldufólki. Guðmundur segir söguna af því þegar kýrnar á Bíldsfelli voru reknar norður með Sogi en boli á öðru ári var hafður með þeim. Um kvöldið fannst bolinn hvergi og getgátur voru uppi um að hann hann hefði farið í Sogið. Ári seinna, þegar kýrnar voru sóttar á sömu slóðir, var bolinn með þeim, en mun stærri en hann hefði átt að vera eftir þennan tíma. Fólkið þóttist vita að boli hefði verið hjá huldufólki sem hafi þurft á honum að halda.
Segja má að viðhorf fjölskyldunnar frá Úlfljótsvatni gagnvart draugum og huldufólki einkennist einna helst af virðingu fyrir því sem ekki er vitað hvað er. Það er látið liggja á milli hluta hvort einhver óútskýranlegur atburður sé draugur eða ekki, en yfirleitt er sagt að „einhver hafi orðið var við eitthvað“ sem má svo túlka á hvaða veg sem er.
Greinin er unnin upp úr lokaritgerð höfundar til BA-gráðu við Háskóla Íslands.”

Heimild:
-Fréttarbréf Ættfræðingsfélagsins; Hjátrú og kynlegir kvistir, Elva Brá Jensdóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 10-11.
Úlfljótsvatn.

Grafningur

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir um Grafninginn.

Nesjavellir
“Grafningurinn skipar heiðurssess í blaðinu að þessu sinni. Þar segir frá þekktum forfeðrum og ríkum ættartengslum innan þessarar litlu sveitar, svo og sögufrægum bæjum þar sem óleystar gátur leynast í grasigrónum rústum. Í gömlum upptökum frá systkinunum frá Úlfljótsvatni lesum við einnig um hjátrú og kynlega kvisti.

Grafningurinn var lengi nokkuð einangraður. Á aðra hönd er stóráin Sogið, Þingvallavatn framundan á löngum kafla og vestan við eru fjöll og firnindi. Á Soginu voru góðir ferjustaðir þótt vað væri aðeins eitt. Efsti ferjustaðurinn var yfir Þingvallavatn ofan við Dráttarhlíðina, ekki langt frá útfallinu. Hann var mjög hættulegur og varð þar eitt sinn stórslys þegar menn og skepnur soguðust ofan í útfallið. Annar ferjustaður var neðan við Dráttarhlíðina á móts við Kaldárhöfða. Þriðji ferjustaðurinn var við neðanvert Úlfljótsvatn. Sá fjórði var skammt ofan við Ljósafoss og sá fimmti var frá Bíldsfelli gegnt Ásgarði. Eina vaðið á Soginu var um Álftavatn. Botninn er þar góður, harður sandbotn. Venjulega er þar ekki mjög djúpt, víðast litlu meira en í kvið á hesti. Þó segir í Sturlungu um för þeirra Sturlu Sighvatssonar og Gissurar Þorvaldssonar, þegar þeir komu úr Apavatnsför 1238, að þeir „höfðu djúpt“ er þeir riðu yfir Álftavatn.

Grafningshálsinn

Grafningur

Sporin í Grafningi.

Þeir Sturla og Gissur munu einnig hafa riðið gamla alfaraleið frá Álftvatnsvaðinu, yfir Grafninginn, um Grafningsháls á leið sinni að Reykjum í Ölfusi.
Grafningshálsinn var þjóðleið milli Ölfuss og Grafnings. Um hann fóru skreiðarflutningar Skálholtsbiskupsstóls, en Skálholtsmenn létu flytja sér skreið frá Þorlákshöfn allt fram undir lok 18. aldar.
Leiðin lá um svo kallaðan Djúpa-Grafning, sem er gróið dalverpi, sem á kafla er flóraður, þ.e. hellulagður. Farið var upp hjá Litla-Hálsi og komið niður í Ölfusið hjá Hvammi. Sumir telja að nafnið Grafningur sé komið af Djúpa-Grafningi.

Íbúar og hreppatengsl
GrafningurGrafningur tilheyrði Ölfushreppi til ársins 1785. Síðan var hann sérstakur hreppur fram til 1828 þegar hann sameinaðist Þingvallahreppi. Á þessum árum var náin samvinna við Grímsneshrepp. Grafningurinn varð aftur sjálfstæður 1861 og var það í rúma öld. Hann sameinaðist svo Grímsneshreppi 1998.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708, eða þar um bil, er getið ellefu lögbýla og þriggja hjáleiga í Grafningi í Ölfushreppi. Heimilismenn á þessum bújörðum eru samkvæmt manntalinu 1703, 94 að tölu. Þar við bætast „fátækir flakkarar“ og „óráðvandir, latir en vinnufærir“ samtals 31 að tölu í Ölfusi og Grafningi.
Fyrir einni öld voru tólf bæir í Grafningshreppi og íbúarnir rúmlega eitt hundrað, nú er búskapur á um helmingi jarðanna og íbúar undir 50.
Í sveitalýsingu sinni frá 17. öld segir Æri-Tobbi:
“Arra sarra, urra glum
illt þykir mér í Flóanum.
Þagnar magnar þundar klið
þó er enn verra Ölvesið.”
Fátt segir af mannlýsingum forðum en skemmtileg er lýsing Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar í Ferðabók þeirra frá árunum 1755-56. Þar lýsa þeir uppsveitamönnum þannig að þeir séu: …stórir vexti og vel á sig komnir… sjaldnast hraustlegir í andliti en nokkuð fölleitir… Fólkið sem alizt hefir upp í verstöðvunum er yfirleitt ófríðara og verr vaxið en sveitafólkið.

Kirkjur
ÖlfusvatnÞekktir eru fimm kirkjustaðir í Grafningi. Elsta kirkjan var á Ölfusvatni, hennar er getið 1180. Á Úlfljótsvatni er komin kirkja 1220 og einnig á Bíldsfelli. Laust fyrir 1400 er svo reist kirkja á Torfastöðum. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir einnig að enn sjáist sýnileg merki kirkjutóftar og kirkjugarðs í Nesjum.
Á 16. öld eru aðeins eftir tvær kirkjur í Grafningnum, á Ölfusvatni og Úlfljótsvatni. og 1706 er aðeins eftir kirkjan á Úlfljótsvatni. Núverandi kirkja er byggð 1863 á gömlu kirkjustæði í útgröfnum kirkjugarði.
Ófeigur Jónsson, bóndi og smiður frá Heiðarbæ, málaði altaristöflu kirkjunnar. Hún sýnir heilaga kvöldmáltíð. Í turninum eru tvær koparklukkur með ártalinu 1744.

Bæir í byggð
Í dag eru sjö bæir í byggð: Torfastaðir II, Úlfljótsvatn, Bíldsfell, þar er tvíbýli, Stóri-Háls, Litli-Háls, Villingavatn og Nesjar. Á Torfastöðum II og LitlaHálsi ólst rithöfundurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson upp. Úlfljótsvatn er kirkjustaður. Nafnið er fengið frá Úlfljóti, fyrsta lögsögumanninum, frá 930.
Skátahreyfingin hefur haft aðstöðu á hluta jarðarinnar frá 1944 og 1967 fékk Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar þar land undir orlofshús. Árið 2012 keyptu Skógræktarfélag Íslands Úlfljótsvatn ásamt Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur. Á Úlfljótsvatni bjuggu lengi hjónin Kolbeinn Guðmundsson (1873-1967) og Geirlaug Jóhannsdóttir (1870-1952). Þau hjónin voru systkinabörn, bæði barnabörn Nesjavalla-Gríms og Hallgerðar konu hans. Vilborg dóttir þeirra var lengi kennari á Ljósafossi. Foreldrar Kolbeins voru Guðmundur Jónsson og Katrín Grímsdóttir sem bjuggu í Hlíð í Grafningi. Foreldrar Geirlaugar voru Jóhann Grímsson og Katrín Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Nesjavöllum. Bíldsfell er landsnámsjörðin í Grafningi. Hana nam Þorgrímur bíldur, (bíldur=blóðtökuhnífur). Bíldsfell var talin með bestu jörðum í Árnessýslu. Þar var mikill gróður, góðar slægjur og traust vetrarbeit auk mokveiði af laxi. Bíldsfell er talið fyrsta sveitabýlið á Íslandi sem raflýst er frá vatnsaflsstöð en þar var bæjarlækurinn virkjaður árið 1912.
Á Stóra-Hálsi hefur búið Ársæll Hannesson, ásamt konu sinni Petrínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, og dóttir þeirra Ásdís, en rætur þeirra hafa staðið í Grafningnum í 240 ár. Nú er tekin við búinu Sigrún Jóna Jónsdóttir, dóttir Ásdísar. Á Villingavatni, sem er skilgreind sem fjallajörð í Sunnlenskum byggðum, bjó til skamms tíma Sigurður Hannesson, bróðir Ársæls á Stóra-Hálsi. Hann lést 2012 og leigði Ingólfi Guðmundssyni frá Miðfelli jörð sína og búfé, með óvenjulegum skilmálum, að sögn, til rúmlega 90 ára, og býr Ingólfur, sem er rúmlega fertugur, þar í dag. Við Þingvallavatn, í landi Villingavatns, er fjárhellir sem notaður hefur verið frá ómunatíð. Skinnhúfuhellir er einnig í landi Villingavatns. Í Nesjum, sem er efsti bær í Grafningi, býr Örn Jónasson. Bærinn stendur á vestasta nesinu af þrem sem ganga út í Þingvallavatn vestanvert. Nesey tilheyrir Nesjum. Í Nesjum bjó forðum Þorleifur Guðmundsson, sem bjargaðist í brunanum í Norðurkoti 1773, og þar fæddist Nesjavalla-Grímur.
Bæir í eyði Grafningsbæir sem farnir eru í eyði eru Torfastaðir I, Tunga, Hlíð, Krókur, Hagavík, Ölfusvatn og Nesjavellir. Nesjavellir og Ölfusvatn eru í eigu Orkuveitunnar.
Sel voru frá mörgum bæjum og sjást seljarústir víða. Aðalréttin í Grafningnum er Selflatarétt, byggð 1910. Aðrar réttir voru Nesjavallarétt, en þangað var féð rekið af Mosfellsheiði og Dyrfjöllum, Ölkelduhálsrétt (1908-1930), sem var rúningsrétt, og Tindarétt (1960-1976), einnig rúningsrétt.

Orkugjafar

Ölfus

Ölfusölkelda.

Grafningurinn hefur ekki verið talin sérstök kostasveit í búskaparlegu tilliti, ef frá eru talin veiðihlunnindi í ám og vötnum. En auðæfi hreppsins eru vatnsorkan og jarðhitinn sem í dag eru bæði nýtanleg og nýtt.
Greinar Guðfinnu Ragnarsdóttur um Grafninginn og Grafningsbæina eru unnar upp úr eftirfarandi heimildum: Árbók Ferðafélags Íslands frá 2003, Þingvallavatn, Undraheimur í mótun frá 2002, í ritstjórn Péturs M. Jónassonar og Páls Hersteinssonar, Sunnlenskar Byggðir, III, Grímsnes Búendur og saga frá 2002. Ferlisgreinar af netinu eftir Ómar Smára Ármannsson og ýmsum munnlegum heimildum m.a. frá. Ársæli Hannessyni á Stóra-Hálsi.

Ölfusvatn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

Blótsteinar, brunnur, ósnortnar bæjarrústir og aldagamall bæjarhóll, traðir og dularfullt fangamark klappað í stein. Þetta og ótal margt fleira mætir þeim sem leggur leið sína að eyðibýlinu Ölfusvatni í Grafningi.
Ölfusvatn er landnámsjörð og ætla má að þar hafi verið búið óslitið frá landnámsöld. Jarðarinnar er getið í Harðar sögu Grímkelssonar. Þórðar saga kakala í Sturlungu greinir einnig frá því er Símon knútur var veginn á Ölfusvatni árið 1243, en hann var einn þeirra er stóðu að vígi Snorra Sturlusonar. Tumi Sighvatsson, bróðursonur Snorra, kom á Ölfusvatn og lét taka Símon. „Var hann út leiddur og höggvinn“.
Í túni Ölfusvatns eru tvö örnefni sem minna á hinn forna goða, Grímkel. Annars vegar er það Grímkelsgerði, óljós garður, sem liggur í boga suðvestur af bæjarhólnum. Hitt örnefnið er Grímkelsleiði.
Þar er talið að Grímkell hafi verið grafinn. Bæði Grímkelsgerði og Grímkelsleiði eru friðuð.
Sandey tilheyrði áður Ölfusvatni, upphaflega gjöf til Ölfusvatnskirkju. Kona gaf eyna til sáluhjálpar tveim sonum sínum sem hún missti í vatnið. Nú er eyjan talin sameign margra. Þar hefur verið gróðursettur barrskógur og lúpína við mismunndi undirtektir. Heyjað var í eynni fram um 1940 og heyið flutt á ís til lands á vetrum. Veiðibjölluvarp var nýtt til eggjatöku.
Ölfusvatn hefur verið í eyði síðan 1947 og má þar enn sjá húsatóftir og garðleifar. Bæjarstæði Ölfusvatns er einstakur minjastaður og óskaddaður að mestu leyti. Bærinn fór í eyði áður en byrjað var að beita stórvirkum vinnuvélum við sléttun túna og bygginga. Á Ölfusvatni er því óskemmdur bæjarhóll þar sem eru upphlaðnar leifar af bæjarhúsum síðustu 1000 ára og útihúsatóftir gefa hugmynd um forna búskaparhætti.
Bæjarstæðið eða bæjarhóllinn er mjög greinilegur og má enn greina í honum herbergja- og húsaskipan síðasta bæjarins. Enn fremur sjást leifar nokkurra útihúsa í túninu.

Traðir og brunnur
ÖlfusvatnUppbyggð heimreið, traðir, liggja heim að bænum en framan eða austan við þær voru kálgarðar. Inni í bæjarrústunum er djúpur, hlaðinn brunnur með vatni. Sigurður bóndi á Villingavatni taldi þennan brunn vera einn þann elsta í Grafningnum.
Samkvæmt Landnámabók hét Þingvallavatn áður Ölfusvatn. Eftir að Alþingi kom saman á Þingvöllum var heiti vatnsins breytt í Þingvallavatn. Samkvæmt fornum heimildum var Ölfusvatn stórbýli. Jarðirnar Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni sem urðu sjálfstæð býli á 10. öld.
Sóknarkirkja var byggð á Ölfusvatni kringum 1200. Kirkjan stóð fram undir 1600 en eftir það lagðist sóknin til Úlfljótsvatnskirkju. Í dag er ekki vitað með vissu hvar Ölfusvatnskirkja stóð, en fast sunnan við bæjarhólinn er sjálfstæð rústabunga sem mögulega er hið forna kirkjustæði. Síðustu merki kirkju og kirkjugarðs sáust enn í byrjun 18. aldar.

Blótsteinn?
Margar merkilegar minjar má finna á Ölfusvatni. Um tveim metrum austan við framhlið bæjarins, á hlaðinu, er að finna stein, svo kallaðan blótstein eða hlautstein. Ekki er vitað með vissu hvert hlutverk þessa steins hefur verið. Fleiri minni blótsteinar hafa fundist við bæinn. Getgátur eru um að hann hafi verið í hofi Grímkels Goða, en hann var sagður blótmaður mikill. Aðrar tilgátur eru um að hann hafi staðið fyrir dyrum hinnar fornu Ölfusvatnskirkju og að í steininum hafi verið vígt vatn. Sagt er frá slíkum steinum í fornum heimildum.
Hof Grímkels var helgað Þorgerði hörgabrúði, en hún var yfirnáttúruleg vera sem víða er getið í fornritum. Engar ótvíræðar hoftóftir sjást á yfirborði en örnefnið Hofkofi gefur þó vísbendingu um hvar menn hafa talið að hofið hafi staðið.

Óleyst gáta?
ÖlfusvatnÍ brekkurótum, beint ofan við bæjarstæðið, er steinn með áletruninni, VES 1736 og á honum er kross. Steinninn er ekki auðfundinn en hjá honum er steinahrúga, sú eina á svæðinu. Þessi steinn var friðlýstur árið 1927. Fróðlegt væri að vita fyrir hvað stafirnir standa. Athugun á Mt 1703 leiddi ekki margt í ljós. Þó fann greinarhöfundur bónda nokkurn sem stafirnir gætu átt við. Það var Valgarður Einarsson, bóndi á Efri-Brú í Grímsnesi, sem er í næsta nágrenni við Ölfusvatn. Hann er sagður 43 ára árið 1703. Stafirnir gætu átt við, V fyrir Valgarður, E fyrir Einar og S fyrir son, en þannig skráðu menn oft fangamark sitt áður og fyrr. Það sem mælir gegn þessum manni er að hann hefði átt að vera nokkuð fullorðinn, eða 76 ára, árið 1736. Hann er þó enn á lífi og enn á Efri-Brú í Mt 1729. Valgarður þessi átti amk tvö börn sem nefnd eru í Mt 1703, Guðbrand þá 8 ára og Guðrúnu 1 árs. Hvort þau bjuggu á Ölfusvatni er ekki gott að vita. „Aldirnar leifðu skörðu“.
En hver svo sem það er sem hefur hoggið fangamarkið sitt í þennan stein er óhætt að mæla með heimsókn að Ölfusvatni í Grafningi. Þar blasir fortíðin við manni.

Átthagatryggð
Sjö kynslóðir í Grafningi
Sigrún Jóna Jónsdóttir er rúmlega þrítugur búfræðingur sem er nýtekin við búi á ættaróðalinu Stóra-Hálsi í Grafningi, þar sem bæði móðir hennar, Ásdís, og afi hennar og amma, Ársæll og Petrína Sigrún, hafa búið. Þegar hún lítur yfir ættarsöguna og Grafninginn getur að líta ótrúleg átthagatengsl, en þar hafa forfeður hennar búið í 240 ár, á átta af tólf jörðum Grafningsins.
Það var árið 1773 sem lítill, munaðarlaus drengur var ferjaður á bátskænu yfir Úlfljótsvatn ásamt vinnukonu sem skömmu áður hafði bjargað honum út úr brennandi bænum í Norðurkoti í Grímsnesi. Þar brunnu foreldrar hans inni. Á Úlfljótsvatni bjó föðurbróðir hans, Halldór Brandsson, og hjá honum ólst drengurinn, Þorleifur Guðmundsson (1770-1836) upp.
Steindór Finnsson sýslumaður ávaxtaði fé Þorleifs og keypti í fyllingu tímans handa honum jörðina Nesjar í Grafningi, þar sem hann reisti bú ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Efri-Sýrlæk í Flóa. Þeim varð átta barna auðið og var eitt þeirra Grímur, Nesjavalla-Grímur (1799-1867). Guðrún drukknaði þegar hún féll niður um ís við að vitja um net í Þingvallavatni. Þá flutti Þorleifur bæ sinn að Nesjavöllum. Hann þoldi ekki að sjá vatnið sem hafði rænt hann eiginkonunni.

Fimm Grafningsbændur
Á Nesjavöllum bjó síðan Grímur sonur þeirra og á eftir honum Jóhann (1843-1926) sonur Gríms. Margrét (1888-1965) dóttir Jóhanns varð síðar húsfreyja á Stóra-Hálsi og giftist Hannesi Gíslasyni. Fimm börn þeirra urðu bændur í Grafningnum: Sigurður á Villingavatni (1926-2012), Valgerður (1912-2003) húsfreyja á Torfastöðum, Ársæll f. 1929 á Stóra-Hálsi, Dagbjartur (1919-1999) á Úlfljótsvatni og í Hlíð og Kjartan (1920-1979), bóndi á Ingólfshvoli í Ölfusi, hafði stórt fjárbú á Litla-Hálsi á þriðja áratug. Meðal barna Margrétar og Hannesar á Stóra-Hálsi voru einnig Hannes (1913-1984) bóndi á Kringlu í Grímsnesi og Jóhann (1910-1976) trúboði, guðfræðiprófessor og þjóðgarðsvörður.
Gísli Magnússon, (1853-1943) faðir Hannesar, var bóndi og sýslunefndarmaður á Króki í Grafningi. Faðir hans var Magnús Gíslason (1813-1887) bóndi og hreppstjóri á Villingavatni og faðir hans var Gísli Gíslason (1774-1858) einnig bóndi og hreppstjóri á Villingavatni. Kona hans var Þjóðbjörg, ljósmóðir, dóttir Guðna Jónssonar (1716-um 1783) í Reykjakoti, sem Reykjakotsætt er frá talin.

240 ár
Úlfsljótsvatn..Um þessar mundir eru liðin 240 ár frá því að Þorleifur litli Guðmundsson steig fyrst á land í Grafningnum. Ásdís f. 1955, dóttir Ársæls og konu hans Petrínu Sigrúnar Þorteinsdóttur, bjó síðan með foreldrum sínum á Stóra-Hálsi. Hún er gegnum föðurömmu sína 5. ættliður frá litla, munaðarlausa drengnum sem forðum var ferjaður yfir Úlfljótsvatnið ásamt lífgjafa sínum. Nú hefur dóttir hennar, Sigrún Jóna Jóndóttir, f. 1981, tekið við búinu, nýútskrifaður búfræðikandidat frá Hvanneyri. Í Grafningnum bjuggu afkomendur Þorleifs þannig óslitið mann fram af manni og enn býr sem sagt barnabarnabarnabarnabarnabarnið hans, Sigrún Jóna, á einni af þeim sjö jörðum Grafningsins sem í byggð eru.
Og ekki nóg með það. Sigrún Jóna er einnig, gegnum föðurafa móður sinnar, 6. ættliður frá Gísla Gíslasyni, bónda og hreppstjóra á Villingavatni. Forfeður hennar og frændur hafa því byggt Nesjar, Nesjavelli, Stóra-Háls, Litla-Háls, Villingavatn, Úlfljótsvatn, Hlíð og Torfastaði. Traustari rætur er tæpast hægt að hafa í Grafningnum.

Nesjar og Nesjavellir

Nesjavellir

Nesjavellir.

Nesja í Grafningi mun fyrst getið í gjafabréfi frá 1539. Erlendur Þorvarðarson lögmaður gaf Margréti dóttur sinni jörðina ásamt mörgum öðrum til giftumála. Þá er jarðarinnar getið í Gíslamáldögum vegna þess að þaðan var kirkjusókn að Ölfusvatni.
Tvö fornbýli eru talin hafa verið í landi Nesja: Setbergsból og Vatnsbrekkur (Steinröðarstaðir). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708 er jörðin í Nesjum sögð 20 hundruð. Þá voru enn sýnileg merki kirkjutóftar og kirkjugarðs. En bóndinn bar sig illa við þá Árna og Pál því hvorki voru til net né bátur til þess að veiða þá gnægð silungs sem í vatninu var. Jörðin átti þá nægan skóg til kolagerðar og eldiviðar og enn er mikið birkikjarr í landi Nesja. Engar vatnslindir finnast í landinu.
Nesjaey liggur undan Nesjum. Þar var heyjað um skeið fyrr á öldum en beðið var með heyflutninginn í land þar til vatnið lagði. Þar var einnig veiðibjölluvarp.
Grafningsbændur hlífðu slægjum heima fyrir og höfðu í seli líkt og aðrir bændur á Reykjanesskaganum.
Hér kom það einnig til að bjarga þurfti búsmala á sumrin undan mýbitinu á bökkum Sogs og Þingvallavatns.
Kýr voru af þeim sökum einnig oft hafðar í seli, auk sauðfjárins.
Afrétt áttu Nesjar, að sögn Jarðabókar Árna og Páls, árið 1706, undir Hengli. Þá áttu Nesjar samkvæmt sömu heimild fleiri en eina selstöðu: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifasel, Klængsel og Vallasel.“

Nesjavellir

Tóft við Nesjavelli.

Í ritinu Sunnlenskar byggðir, III. bindi, er sérstakur kafli um selstöður í Grafningi. Þar segir meðal annars: „Hálendið upp af bæjunum telst til heimalands jarðanna. Er þar mikið beitiland og var fyrrum mjög notað til selstöðu. Sér þar víða til selrústa.“
Um 1800 bjó í Nesjum Þorleifur Guðmundsson (um 1770-1836). Hann byggði jörðina Nesjavelli úr landi Nesja 1819 eða 1820, þar sem áður stóð Vallasel. Fyrsta bæjarstæðið á Nesjavöllum, þangað sem Þorleifur flutti, er fast við þjóðveginn, nokkur hundruð metrum vestan við Nesjavallaafleggjarann, vatnsmegin við veginn, rétt áður en brekkurnar byrja, þegar ekið er til vesturs.
Þorleifur, sem oft er kallaður faðir Nesjavalla ættarinnar, andaðist á Nesjavöllum 8. janúar 1836. Alls urðu börn Þorleifs 18. Eftir lát Þorleifs tók við búi Grímur, sonur hans og Guðrúnar fyrri konu hans. Hann er ávallt kenndur við bæ sinn og kallaður Nesjavalla-Grímur. Hann byggði bæinn upp á nýjum stað, syðst á Völlunum, skammt þar frá sem hann er nú. Ástæða flutningsins er talin sú að erfitt var með vatnsból enda gropin hraun allt um kring. Nesjavellir voru erfið jörð hvað heyskap varðaði og dugði ekki hey það sem náðist af túni og engjum. Nesjavalla-Grímur lést á Nesjavöllum árið 1867.
Nesjavallabærinn var forðum í þjóðbraut, þá er farinn var hinn forni Dyravegur. Þorvaldur Thoroddsen fór Dyraveginn árið 1883 og segir m.a. „Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr Henglinum.“
Nú er Orkuveita Reykjavíkur eigandi Nesjavalla líkt og fleiri jarða í Grafningi og Ölfusi.

Sigurður á Villingavatni og Orkuveitan
Orkuveitan hefur um langt árabil rennt hýru auga til ýmissa jarða í Grafningnum, m.a. Villingavatns. Jarðhitinn lokkar.
Góð saga er til um samskipti Orkuveitunnar við Sigurð á Villingavatni, etv. örlítið færð í stílinn, eins og allar góðar sögur.
Dag einn buðu þeir Orkuveitumenn Sigurði í kaffi og buðu honum 300 milljónir í jörðina. Ekki sinnti Sigurður því tilboði. Nokkru seinna buðu þeir Sigurði í mat og hækkuðu tilboðið í 600 milljónir. Þeir bættu því við að honum væri velkomið að búa áfram á jörðinni. Árangurinn af þeim samskiptum var klénn. Sigurði varð ekki þokað. Hápunktur ósvífninnar var, fannst honum, að þeir skyldu bjóða sér að búa áfram á hans eigin jörð. Orkuveitumenn sáu að Sigurður mundi reynast þeim erfiður og að hér þyrfti betra boð og aðrar aðferðir. Þeir ákváðu því að bjóða Sigurði í mat suður til Reykjavíkur. Þáði Sigurður það og að málsverði loknum gerðu þeir honum tilboð. 1 milljarður, takk, fyrir Villingavatnið. Ég held ykkur væri nær að gefa Háskólanum þennan milljarð, því ekki fáið þið Villingavatnið, sagði Sigurður og fór aftur heim.
Þar með lauk samskiptum Orkuveitunnar og Sigurðar Hannessonar á Villingavatni.
Þetta er saga sem er þess virði að vera sögð sagði Ingunn Guðmundsdóttir frá Efri- Brú. Hún [sagði með] sanni að enn finnist bændur á Íslandi sem ekki séu tilbúnir að láta lendur og heiðar sauðkindarinnar í hendur Mammons, hvaða verð sem sé í boði.” – Guðfinna Ragnarsdóttir.

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins; Grafningurinn, Guðfinna Ragnarsdóttir, 3 tbl. 01.09.2013, bls. 3-9.
Ættfræðifélagið

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um “Nokkur byggðanöfn”, þ.á.m. Grafning.

Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.

Grafningur

Grafningsháls – herforingjakort 1908.

Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).
En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Grafningur

Grafningur – málverk.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Grafningur

Grafningsháls – vörðubrot.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.

Grafningur

Grafningsháls – gamla leiðin.

Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Grafningur

Grafningur – málverk Kjarvals.

Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.
í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á °g byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn “í Grafning” í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524.

Grafningur

Grafningur – herforingjakortið.

Sjálft skarðið, milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá LitlaHálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Grafningur – Botnasel.

Rosabaugur

Ætlunin var að leita uppi tvö sel, annars vegar frá Hlíð og hins vegar frá Stóra-Hálsi í Grafningi. Fyrra selið átti að vera í austanverðum Hlíðardal og hitt í austanverðum Kringluvatnsdal.
Gengið var upp með sunnanverður Nóngili frá útihúsunum á Stóra-Hálsi. Slóði liggur til að byrja með ofan í selstígnum upp á Stórahálsfjall. Í hlíðinni beygir hann til norðurs fast ofan við gilið og liggur síðan upp eftir melum og móum áleiðis að Geithamragili, sem er á milli bæjanna Stóra-Háls og Hlíðar. Norðan við gilið er Hlíðarfjall, einnig nefnt Háafell. Selstígurinn sést af og til en hverfur á gróðulausum melum. Þegar komið er þangað sem lækir úr Kringluvatnsdal og Hlíðardal mætast beygir stígurinn til suðvesturs. Greinilegur stígur er einnig áfram til norðurs norðan lækjarmótanna.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel í Grafningi.

Í örnefnalýsingu fyrir Stóra-Háls segir: “Dalagata; Dalagatan liggur út úr túninu vestanverðu, upp með Miðaftangili að vestan, yfir fjallið í Kringluvatnsdal. Sú leið var farin með heyband úr “Dalnum“, en svo var Kringluvatnsdalur jafnan nefndur. Gatan liggur beint upp fjallshlíðina fyrir ofan bæinn þangað sem leið liggur yfir fjallið og yfir Stórahálsfjall og yfir í Stórahálsdal. Þarna er fremur grýtt en að nokkru mosa vaxið. Talsvert heyjað þar í þurrkasumrum.”

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel – uppdráttur ÓSÁ.

Selsstígurinn liggur í selið; þriggja rýma staka tóft á annars gróðurllitlu svæði austan lækjarins. Í Sunnlenskum byggðum segir: “Sel frá Stóra-Hálsi: Fornt sel er á Selflötum úti í hálsi. Annað sel var suður af mýrunum í Stóra-Hálsdal. Það er hlaðið úr torfi og grjóti og mun vera síðasta selið sem notað var í Grafningi, en það var notað fram yfir 1850. Seltóftin er um miðjan dalinn. Vestan við tóftina er melur austan við er móar í austurhlíð dalsins. Tóftin er 9 metra löng og 4 metra breið og samanstendur af tveimur hólfum. Grjóthleðslur sjást að innanverðu og tóftin opnast til austurs.”

Hlíðarsel

Hlíðarsel í Grafningi.

Selið er enn greinilegt; grjóthlaðnir veggir, tvö rými liggja saman og það þriðja er framan við dyr þeirra. Útsýni er yfir dalinn, sem jafnan var nefndur “Dalurinn”, upp og norður Hlíðardal. Efjumýrarhryggir eru í norðvestri, Klyftartungur í suðvestur, Innri-Botnahnúkur til vesturs og Dagmálafjall í norðri.
Auðvelt er að fylgja selstígnum í Hlíðarsel. Mjög líklega hefur hann einng verið notaður sem reiðleið milli bæja í Grafningi fyrrum.
Selið er uppi á grónum stalli í fjallinu á augljósum stað. Í því eru þrjú rými. Veggir eru lágir og grónir.

Hlíðarsel

Hlíðarsel Grafningi – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingu Hlíðar segir: “Selið. Þar er grashvammur nokkuð hátt suðvestan í Hlíðarfjalli gegnt dalnum. Þegar farið er norður Hlíðardal, hækkar hann brátt og verður allur óvistlegri en suðurendinn. Þar ber mest á uppblásnum börðum og moldargiljum, en nokkru eftir að hallar norður af, er komið á grasflöt”. Í Sunnlenskum byggðum segir: “Í Kringluvatnsdalnum. Sel frá Hlíð var norðan til í Hlíðardal utan í rótum Hlíðarfjalls, í valllendishvammi sem snýr móti suðvestri. Sést vel móta fyrir því enn.
Selið var á grasbala austantil í dalnum, fyrir austan er mosavaxin hlíð en vestan aflíðandi hlíð niður í dalsbotninn. Þarna er fremur slétt og grasi gróið svæði. Ekki langt frá selinu frá Stóra-Hálsi um 20 mín gangur. Leifar selsins eru orðnar mjög ógreinilegar, þó vel megi sjá merki þeirra í landslaginu.”
Selstígnum var fylgt frá selinu niður  með norðanverður Geithamragili og að Hlíð.
Frábært veður.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel.

Nesjar

Í “Fornleifar í Grafningi” er m.a. fjallað um bæi; Nesjar, Hagavík, Krók, Villingavatn, Bíldsfell, Tungu, Hlíð, Stóra-Háls, Litla-Háls og Torfastaòi, auk merkilegra minja.

Saga byggðar í Grafningi

Grafningur

Grafningur.

Samkvæmt báðum megingerðum Landnámabókar reisti landnámsmaðurinn í Grafningi sér bú á Bíldsfelli. Leysingi hans, Steinröður Melpatreksson, sem á að hafa verið af göfugum ættum frá Írlandi, fékk hinsvegar land þar norðan við, svokölluð Vatnslönd og á að hafa búið á Steinröðarstöðum. Ekki er getið um nyrðri mörk á landnámi Þorgríms bílds á Bíldsfelli eða um mörk milli landareigna þeirra Steinröðar en líklegt verður að telja að Vatnslönd eigi að vísa til landsvæðisins þar sem síðar voru jarðirnar Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölfusvatn. Óvíst er hvort land Nesja hefur átt að vera innan landnáms Steinröðar en lengra til norðurs hefur það ekki átt að ná því Heiðabær á að hafa verið landnámsbær.’* Vísbending um mörk landnáma við sunnanvert og vestanvert Þingvallavatn er að Nesjar áttu sókn til Ölfusvatnskirkju en sóknamörk virðast oft hafa ráðist af fornum landareignum. Jórukleif er einnig eðlilegt landamerki af náttúrunnar hendi og hefur ekki aðeins skipt landareignum og sóknum heldur einnig hreppum um aldir og er vísast að sama hafi gilt er lönd byggðust í fyrstu kringum Þingvallavatn. Sú tilgáta verður því að teljast líklegust að nyrðri mörk á Vatnslöndum hafi verið milli Nesja og Heiðabæjar.

Grafningur

Grafningur.

Um mörk milli landnáma Þorgríms bílds og Steinröðar getur aðeins skeikað um Úlfljótsvatn. Ef farið er eftir nafngjöfum gæti verið eðlilegt að líta svo á að Úlfljótsvatn hafi verið hluti af Vatnslöndum en hinsvegar er hálsinn milli Úlfljótsvatns og Villingavatns eðlilegri landamerki frá náttúrunnar hendi. Um þetta verða ekki hafðar annað en getgátur en ólíklegt gæti þótt að Þorgrímur bíldur hefði gefið frá sér svo mikið og gott land, jafnnálægt Bíldsfelli og Úlfljótsvatn er. Syðri mörk á landnámi Þorgríms eru sögð vera við Þverá. Engin á með því nafni er nú á þessu svæði en einsætt er að Þverá sé sama á og Tunguá.”“ Landnám Þorgríms verður að vísu ekki mjög stórt með því móti; með vissu nær það yfir jarðirnar Bíldsfell, Tungu og Hlíð og mögulega Úlfljótsvatn, en Torfastaðir, Stóri- og Litli-Háls verða einskonar útkjálki í landnámi Orms hins gamla í Hvammi í Ölfusi.“ Ekki er óhugsandi að Þverá hafi verið einhver smálækur sunnanvið Torfastaði en þeir eru ekki margir og yfirleitt eru landnám látin miðast við meiriháttar vatnsföll í Landnámabók.

Grafningur

Upptök Kaldár í Grafningi.

Ekki er hægt að taka landnámssögnum í Landnámabók sem beinum heimildum um landnám. Þær geta að vísu geymt forn minni og verðið bygðar á sögnum með sannleikskjarna í en margt annað getur hafa haft áhrif á þær, einkum í samtíma þeirra sem stóðu fyrir því að festa sögurnar á bókfell. Sömuleiðis er greinileg ritstjórnartilhneyging, sennilega ættuð úr Styrmisbók, að miða landnámsmörk við afgerandi skil í landslagi, fjöll eða ár, jafnvel þar sem ár renna um svæði sem eðlilegra væri að líta á sem búsetulega heild og á seinni tímum hafa verið innan sömu sókna og hreppa. Þannig virðist nærtækara að ímynda sér að þegar menn komu fyrst yfir Grafningsháls eða norður með Ingólfsfjalli að austan þá hafi þeir kastað eign sinni á allt svæðið milli Bíldsfells og norðurhlíða Ingólfsfjalls, að þar hafi til að byrja með myndast byggðakjarni, mögulega með fleiri en einu búi, sem seinna hafi skipst upp í jarðirnar Bíldsfell, Tungu, Hlíð, Stóra-Háls og Litla-Háls og Torfastaði. Bíldsfell og Torfastaðir hafa verið bestu jarðirnar af þessum, þar voru kirkjur á miðöldum og þær voru dýrast metnar. Sennilegast er að ummerkja um elstu byggð í Grafningi sé að leita í landi þessara jarða, og mögulega Tungu, en Hálsjarðirnar og Hlíð hafa að líkindum byggst seinna en hinar enda eru landgæði þar mun minni en niðri við Sogið. Möguleg ástæða fyrir því að landnámsmörkin eru látin vera við Tunguá í Landnámabók og jarðirnar sunnan við hana látnar tilheyra landnámi með kjarna í Ölfusi, gæti verið að þjóðleiðin milli Ölfuss og uppsveita Árnessýslu, þ.á.m. Skálholts, lá áður fyrr um Grafningsháls og á vaði yfir Sogið í Álftavatni fyrir landi Torfastaða. Það gæti því hafa haft þýðingu fyrir áhrifamenn í Ölfusi að ráða fyrir eða gera tilkall til jarðeigna á þessari leið. Hugsast gæti jafnvel að landnámsmörkin hafi verið dregin á þennan hátt einmitt vegna þess að Ölfusmenn áttu jarðirnar sunnan við Tunguá í Grafningi á 13. öld en það verður auðvitað aldrei sannað.
Þó að landgæði séu hlutfallslega mikil í kringum Tunguá og Hlíðará þá hafa þau skipst upp á milli margra jarða, þannig að jafnvel þær dýrustu, eins og Torfastaðir, hafa takmarkað landrými til beitar. Öðru máli gegnir um jarðirnar norðan við. Þær eru allar landrúmar, meira að segja þær sem eru upphaflega hjáleigur, en heyskapur hefur verið hlutfallslega minni en syðst í sveitinni. Ekki eru neinar vísbendingar til um hvar Steinröðarstaðir eiga að hafa verið.

Grafningur

Gamlasel.

Af orðalagi Landnámu um “Vatnslönd“ mætti helst ráða að þeir hefðu verið einhversstaðar á svæðinu sem nú nær yfir jarðirnar Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölfusvatn og má í því sambandi minnast sagna í Harðar sögu um að Grímkell goði hafi fyrst búið á öðrum stað áður en hann færði bú sitt og byggði upp bæinn á Ölfusvatni. Slíkar sagnir eru ekki óalgengar í landnámsfrásögnum og er raunar auðvelt að sjá að í ókunnu landi hefur fyrst í stað þurft að stunda nokkra tilraunastarfsmei með bæjarstæði áður en besti staðurinn innan hverrar landareignar var fundinn. Sögnin um Steinröðarstaði gæti verið minning af þessu tagi og ekki ómögulegt að þeir hafi verið sami bær og einnig var kallaður Fjöll eða Grímkelsstaðir, sem aftur var forveri Króks sem nú er.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Brynjúlfur Jónsson túlkaði frásögn Landnámu á annan hátt og leitaði leifa Steinröðarstaða innst í landi Nesja og fann þar rústir á tveimur stöðum sem honum fundust koma til greina sem fornbýli. Hvorki eru þó sagnir eða örnefni tengdar þeim sem benda í þá átt og ljóst er að á svæðinu milli Úlfljótsvatns og Nesja eru rústir á allmörgum stöðum sem gætu verið eftir fornbýli.
Í báðum Landnámugerðum er ætt rakin frá Steinröði til Brands Þórissonar á Þingvöllum. Brandur þessi var uppi á seinni hluta 12. aldar og hefur verið höfðingi, í það minnsta stórbóndi, því móðir hans var dóttir Jóns Sigmundssonar höfðingja Svínfellinga (d. 1164) og sjálfur var hann giftur systur Hrafns Sveinbjarnarsonar höfðingja Seldæla (d. 1211). Þessi ættrakning frá Steinröði gæti bent til að stórbændur á Þingvelli hafi á 12. öld átt ítök, eða gert tilkall til áhrifa, sunnan við Þingvallavatn og má hugsanlega sjá þar merki um átök á mörkum áhrifasvæða Haukdæla annarsvegar og Kjalnesinga og síðar Borgfirðinga hinsvegar.
Það er athyglisvert, að þó að Haukdælir virðist hafa verið orðnir allsráðandi í Ármesþingi þegar í byrjun 12. aldar þá er ekki að sjá að þeir hafi nokkurntíma náð beinum yfirráðum yfir Þingvöllum. Brandur og Þórir faðir hans giftust báðir dætrum stórhöfðingja úr öðrum landshlutum, og það að Brandur var svili Gissurar Hallssonar (d. 1206), en hann átti aðra systur Hrafns á Eyri, bendir ekki til annars en að þeir hafi verið pólitískir jafningjar, þó að Gissur hafi vitanlega verið áhrifameiri. Önnur vísbending um pólitíska stöðu Brands er að 1242 gifti Órækja Snorrason dóttur hans, Margréti, einum stuðningsmanna sinna!“ og hefur Brandur þá verið látinn. Órækja reyndi að fylla það skarð sem Hrafn Sveinbjarnarson skildi eftir og má vera að honum hafi fallið gjaforð Margrétar í skaut eftir móður hennar, systur Hrafns, en ólíklegt verður þó að telja að Órækja hefði getað ráðið gjaforðinu hefði Brandur ekki verið bandamaður Sturlunga. Ekki er vitað hversu lengi Brandur bjó á Þingvelli eða hvort hann dó þar en laust fyrir 1200 bjó þar Guðmundur gríss (d. 1210), sem mun hafa átt goðorð um Kjalames og var augljóslega sjálfstæður gagnvart Haukdælum og höfðingjum Borgfirðinga. Ætt Guðmundar festist hinsvegar ekki á Þingvöllum því árið 1221 bjó þar maður að nafni Guðlaugur Eyjólfsson af ætt Oddaverja!” og má af þessu ætla að Haukdælum hafi verið skipulega haldið frá beinum yfirráðum yfir Þingvöllum af hinum valdafjölskyldum landsins.

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Það voru þannig ekki Þingvellir heldur Ölfusvatn sem var útvarðstöð Haukdæla til vesturs. Þar bjó árið 1243 Símon knútur, sem hafði frá blautu barnsbeini verið fylgdarmaður Gissurar Þorvaldssonar og hafði verið með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti að aftöku Snorra Sturlusonar. Heimamaður Símonar var Þorsteinn Guðinason, sem eignað var banasár Snorra og fór Tumi Sighvatsson að þeim það ár og var Símon höggvinn en Þorsteinn handhöggvinn. Freistandi er að ætla að tilkall það til “Vatnslanda” sem birtist í ættrakningu frá Steinröði til Brands Þórissonar á Þingvelli hafi tengst viðspyrnu smáhöfðingjanna á Þingvelli við útþennslu Haukdæla um miðja 12. öld og jafnvel að þeir hafi verið leiðtogar manna suður um Grafning.
Úlfljótsvatn var stærsta jörðin í Grafningi, 60 hundruð að fornu mati,“ en flest bendir til að framan af miðöldum hafi Ölfusvatn verið aðalbýlið og miðstöð byggðarinnar. Þegar bóndinn á Ölfusvatni lagði grunnin að fastri prestvist við kirkjuna þar á 12. öld gaf hann til hennar auk hluta í heimalandi, Sandey í Þingvallavatni og hluta af Hagavíkurlandi, sennilega helming þess. Þessar gjafir bera með sér að hann hefur átt Hagavík og Sandey og er eðlilegast að ætla að þau lönd hafi verið hluti af upphaflegri landareign Ölfusvatns. Lega Sandeyjar í Þingvallavatni bendir sterklega til þess að Ölfusvatn hafi byggst og eign verið kastað á eyjuna áður en byggð festist á Nesjum, í Heiðabæ eða á Mjóanesi. Um fornt mat Ölfusvatns eru ekki ótvíræðar heimildir, það hefur ekki verið minna en 48 hundruð og hugsanlega 60 ef Krókur er talinn með.” Höfundur Harðarsögu“’ lætur Grímkelgoða, sem greinilega á að vera meiriháttar höfðingi, búa á Ölfusvatni og þar hefur verið komið prestsetur fyrir 1200 en að Úlfljótsvatni kemur fyrst setuprestur á 13. öld.? Fyrir þann tíma má ætla að allir bæir í Grafningi hafi átt sókn til Ölfusvatns, en eftir að Villingavatn var lagt til kirkjunnar á Úlfljótsvatni og þar varð prestsetur, færðist sveitin sunnan við Úlfljótsvatn og útkirkjurnar á Bíldsfelli og Torfastöðum undir Úlfljótsvatnskirkju, og hefur Úlfljótsvatn upp frá því orðið miðstöð sveitarinnar.

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Hugsanlega má tengja uppgang Úlfljótsvatn á kostnað Ölfusvatns því að sú síðarnefnda, eins og raunar bæði Bíldsfell og Torfastaðir, hafa snemma komist undir Skálholtskirkju og bændur á þessum jörðum því verið leiguliðar Skálholtsbiskupa. Úlfljótsvatn var hinsvegar ávallt bændaeign og þar sátu gjarnaneignamenn sem hafa verið sjálfsagðir leiðtogar sveitarinnar. Af öðrum jörðum í hreppnum virðast aðeins Nesjar og Stóri-Háls ávalt hafa verið bændaeign, en Hlíð var eign Viðeyjarklausturs milli 1395 og 1524 og Litli-Háls frá 1448 en varð síðar konungseign. Tunga varð Skálholtskirkjujörð 1553.
Ekki er ástæða til að ætla annað en að kirkja hafi verið á Úlfljótsvatni löngu áður en prestskyld var sett þar, og sennilegt er að hún hafi fyrst verið byggð á 11. öld, sem einnig má ætla um hinar kirkjurnar í Grafningi, þ.e. á Nesjum, Ölfusvatni, Bíldsfelli og Torfastöðum. Talið er að kirkjur hafi byggst við helstu bólstaði fljótlega eftir kristnitökuna en að aðgreining þeirra í bænhús, útkirkjur og prestskyldarkirkjur hafi fyrst orðið á 12. öld eftir að prestum tók að fjölga að ráði. Áður en það varð munu kirkjurnar fyrst og fremst hafa verið notaðar til bænahalds og í sambandi við greftranir og messuhald fyrir hina látnu. Þegar komið var fram á 12. öld vígðust margir meiriháttar höfðingjar til prests og aðrir réðu presta til að syngja við kirkjur sínar og þjóna í kirkjum nágranna sinna.“ Það að bóndinn á Ölfusvatni mun hafa orðið fyrstur til að halda uppi reglulegri prestþjónustu við kirkju sína af bændum í Grafningi, og lagði til þess Sandey í Þingvallavatni og hluta úr landi Ölfusvatns og Hagavíkur,“ bendir til að hann hafi verið helsti leiðtogi sveitarinnar og Ölfusvatn miðstöð hennar.
Dreifing kirknanna í Grafningi kemur vel heim og saman við matsverð jarðanna: kirkjur er að finna á öllum stærstu og dýrustu jörðunum, en þær jarðir sem ekki hafa haft kirkjur eru augljóslega hjáleigur eða minni býli sem skipt hefur verið út úr aðaljörðunum. Eins og áður var vikið að hafa Bíldsfell og Torfastaðir verið aðaljarðirnar syðst í sveitinni og byggð hefur sennilega hafist síðar í Tungu, StóraHálsi, Litla-Hálsi og Hlíð þó ekki þurfi það að hafa munað miklu. Mögulegt er ennfremur að Háls hafi upphaflega verið ein jörð en þær eru orðnar tvær um miðja 15. öld þegar þeirra er fyrst getið í skjölum. Villingvatn tilheyrði kirkjunni á Úlfljótsvatni og er slíkt yfirleitt merki þess að kirkjujörðin hafi upphaflega verið afbýli frá höfuðbólinu sem hafi verið lögð til kirkjunnar við stofnun hennar til uppihalds presti og kirkju. Nokkur minni afbýli virðast einnig hafa verið í Úlfljótsvatnslandi en ekkert þeirra hefur verið lengi í byggð nema Úlfljótsvatnshjáleiga. Snemma hefur verið byggt í Hagavík eins og Harðar saga er til vitnis um, en hvort bóndinn þar hefur verið óháður nágranna sínum á Ölfusvatni eins og sagan ætlast til, er efamál og ljóst er að eigandi Ölfusvatns hefur getað ráðstafað Hagavík til kirkju sinnar á 12. öld. Krókur er einnig hjáleiga byggð úr Ölfusvatni og nokkur afbýli virðast hafa verið frá Nesjum, síðast á Nesjavöllum frá 1819.

Grafningur

Í Tindgili.

Eðlilegt er að álykta að stærstu og bestu jarðirnar, þar sem voru kirkjur eða bænhús, séu þær sem fyrst voru byggðar – þeir sem fyrstir komu gátu tekið víðustu og bestu löndin og þegar byggð tók að þéttast fengu hinir sem síðar komu hlutfallslega minni og rýrari skika. Þegar kristni var lögtekin árið 1000 hafa bændur á þeim jörðum sem lengst og best voru setnar verið best í stakk búnir til að koma sér upp sérstökum grafreitum og byggja í þeim hús til helgihalds. Af þessu má gera sér grófa mynd um þróun byggðarinnar: Sennilegt er að land í Grafningi hafi verið numið að sunnan og má því vel leggja trúnað á frásögn Landnámu um að fyrst hafi verið byggt sunnan undir Bíldsfelli, en að fljótlega hafi risið annað býli við Þingvallavatn. “Vatnslönd“ hafa síðan snemma skipst í tvö aðalbýli, Úlfljótsvatn og Ölfusvatn og Nesjar hafa líka skilist frá snemma. Eins og sagnirnar um Steinröðarstaði og Grímkelsstaði minna á er vel mögulegt að nokkur flutningur hafi verið á bæjarstæðum fyrst í stað meðan menn voru að kynnast landinu. Mjög fljótlega eftir að landnám hófst í Grafningi hafa þó orðið fjórar eða fimm aðaleiningar. Syðst hefur verið stór byggðakjarni í kringum Tunguá, sem gæti hafa skipst í tvennt með alajörðum á Torfastöðum og Bíldsfelli. Þar norðan við hefur verið býli við Úlfljótsvatn, þá Ölfusvatn og nyrst Nesjar. Hvenær þessi lönd fóru að skiptast upp er vandara að segja en ekkert er því til fyrirstöðu að þegar á 10. öld hafi verið komin byggð í Hagavík og á Villingavatni, en hvort það hafa verið sjálfstæð byli er óvíst. Sama má segja um Háls, Tungu og Hlíð þó engar heimildir séu til um þessar jarðir fyrr en á síðmiðöldum (Hlíðar er fyrst getið 1395, Litla-Háls 1448, Tungu 1545 og Stóra-Háls um 1600).
Vel er hugsanlegt að afbýli eða hjáleigur hafi verið víðar á svæðinu þó ekki séu nú til heimildir þar um. Þar má minnast rústa á Vatnsbrekku og Setbergsbóli innst í Nesjalandi, bæjarstæða Nesjavalla og Króks sem vel geta hafa verið notuð til búskapar áður en byggð sú hófst þar sem þekkt er úr seinni alda heimildum. Þá eru óljósar heimildir um forn eyðibýli í Kleifardal og undir Vegghömrum í Nesjalandi og á Rauðbólsstöðum í Hagavíkurlandi. Þá eru tóftaleifar á tveimur stöðum í Ölfusvatnslandi, sem gætu verið fornbýli, á Tóftarbakka og í Álftakróki Einnig eru tóftaleifar á nokkrum stöðum í Úlfljótsvatnslandi sem gætu verið eftir gömul kot. Í túnfætinum á Króki eru tóftaleifar sem bera nafnið Grímkelstóftir og eiga samkvæmt munnmælum að vera leifar Grímkelsstaða þar sem Grímkell goði bjó áður en hann byggði upp á Ölfusvatni. Lítilsháttar fornleifarannsókn var gerð þar 1958 en ekki fékkst fyllilega úr því skorið hvort um mannabústað væri að ræða en ekki er ljóst hversu umfangsmikil þessi athugun var. Vitað er um hjáleigur frá Hlíð og Stóra-Hálsi og á einum stað í landi Torfastaða eru tóftir sem gætu verið eftir býli. Þó ekki sé hægt að útiloka að byggð hafi verið nokkuð víðar en nú er á ýmsum tímum, er þó flest sem bendir til að byggð í Grafningi hafi lengstum verið minni en á 19. öld, einkum hefur nyrðri hluti sveitarinnar verið strjálbýlli.

Grafningur

Björgin.

Hagavík hefur greinilega lagst í eyði eftir 13. öld, sem sjá má af því að kirkjan á Ölfusvatni er í máldaga frá um 1200 talin eiga hluta í Hagavíkurlandi, og hefur það þá verið byggt,“ en 1397 er kirkjan talin eiga helming heimalands.“ Er eðlilegast að skýra þessa breytingu á þann veg að Hagavík hafi lagst í eyði og land jarðarinnar verið sameinað Ölfusvatnslandi. Þessi túlkun styrkist af því að um 1500 var aðeins einn bær byggður í Ölfusvatnkirkjusókn annar en Ölfusvatn, þ.e. Nesjar og um 1570 eru aðeins tveir bæir í sókninni, Nesjar og Krókur.“% Hagavík hefur því lagst í eyði á 14. öld og verið í eyði bæði um 1500 og um 1570 en sennilega byggst fljótlega eftir það og verið í stöðugri byggð alla 17. öldina því ekki er þess getið í jarðabók Árna og Páls að byggðin þar sé ung.“ Auðvitað er ekki útilokað að Hagavík hafi verið byggð öðru hverju á tímabilinu 1300 til 1600 en lengst af hefur Jörðin verið í eyði.
Króks er fyrst getið um 1570 og hefur ekki verið í byggð um 1500 og gæti því verið nýbýli frá 16. öld þó auðvitað sé ekki hægt að útiloka að byggð hafi verið þar áður, sbr. sagnir um Grímkelstóftir. Hvortveggja Krókur og Hagavík voru taldar hjáleigur Ölfusvatns er jarðabókin var gerð 1706 og bendir því flest til þess að býli þessi hafi framan af verið minniháttar og í óstöðugri byggð. Að byggð hafi verið með minna móti Í Grafningi á seinni hluta miðalda fær einnig stuðning af því að kirkjutíund til Úlfljótsvatnskirkju á árabilinu 1387 til 1397 var aðeins 12 álnir á ári. Ef greidd hefur verið tíund af öllum þeim bæjum sem í byggð voru í sókninni á 18. og 19. öld (fyrir utan Bíldsfell og Torfastaði þar sem tíund var tekin heima, og Villingavatn sem var kirkjujörð og undanþegin tíundargreiðslum) þá hefði hún átt að vera að minnsta kosti 28 álnir á ári.” Ef bóndinn á Úlfljótsvatni kom sér undan tíundargreiðslum til kirkju sinnar, sem hann þó hefði ekki átt að komast upp með því jörðin var bændaeign, þá hefði kirkjutíundin samt átt að vera rúmar 16 álnir á ári.“

Grafningur

Villingavatn – varða.

Hafi matsverð jarðanna ekki hækkað til muna, sem er ólíklegt, þá bendir þetta til að fyrir utan Úlfljótsvatn sjálft, Villingavatn, Bíldsfell og Torfastaði, hafi byggð verið með minna móti í syðri hluta sveitarinnar á seinni hluta 14. aldar og að minnsta kosti ein jörð Í eyði, sennilega fleiri.?? Þessi vísbending er athyglisverð því yfirleitt er talið að byggð á Íslandi haf verið með öflugasta móti á 14. öld, fyrir Svartadauða.
1706 voru tvær hjáleigur með Úlfljótsvatni,“ en ekki er vitað um önnur afbýli með þeirri jörð frá fyrri tímum. Önnur þessara, Gata, var byggð upp 1706 og hefur búskapur staðið þar stutt, en í hinni, Úlfljótsvatnshjáleigu, hafði þá verið búið um hríð en byggð var þar aflögð fyrir miðja 19. öld.
1706 er þess einnig getið að hjáleiga hafi verið í landi Hlíðar, byggð í innan við 10 ár í kringum 1670 og einnig var þá bent á gamlar tóftir sem hefðu mögulega getað verið afbýli. Einnig er getið um hjáleigu á Sóra-Hálsi sem hafi verið í byggð í 2 eða 3 ár eftir 1666.“
Vitað er um nokkur kot í landi Nesja, sem virðast hafa verið í byggð öðru hverju, og yfirleitt um skamma hríð á 18. og 19. öld. Nesjakot, hjáleiga byggð upp úr selstöðu á Kleifardal og önnur undir Vegghömrum voru allar farnar í eyði um 1840 en þá er getið um búskap í Botnadal““ þar sem búið var frá 1832 til 1844. Bú var fyrst reist á Nesjavöllum 1819 og er um það sömu sögu að segja og með Krók að þar getur vel hafa verið búið áður þó heimildir geti þess ekki.
Búskaparskilyrði eru ekki nema í meðallagi góð í Grafningi og því lítið svigrúm fyrir miklar breytingar á skipulagi byggðar. Þar hefur snemma orðið byggðakjarni við Tunguá en þar norðan við hafa byggst þrjár þokkalega landmiklar og búsældarlegar jarðir sem hafa haldist í stöðugri byggð en minni býli hafa átt þar erfiðara uppdráttar. Það er ekki fyrr en um 1600 að stöðugleiki kemst á byggð í Hagavík og á Króki en sennilegt er að minniháttar kotbúskapur hafi áður verið reyndur á þeim bæjarstæðum sem og nokrum stöðum öðrum, einkanlega í landi Nesja og Úlfljótsvatns, yfirleitt í skamma hríð í einu. Aðeins eitt slíkt bæjarstæði, Nesjavellir, komst í varanlega ábúð á 19. öld.

Nesjar (býli)

Nesjar

Nesjar – kort.

20 hdr. 1706. Bændaeign. Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margrétu Nesjavelli, 20 hdr, til giptumála við Þórólf Eyjólfsson – DI X, 497. 1.7.1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls 20 hdr, í staðinn – DI XIV, 640. Jón Marteinsson (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns – Bsk 11, 6231 Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að Nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn, DI XV, 644. 18.9.1690 selur Sigurður Björnsson lögmaður Guðríði Ormsdóttur móðursystur sinni hálfar Nesjar fyrir 10 hdr – Jarðabréf, 21. (Sigurður var sonur Ingibjargar Ormsdóttur Vigfússonar Jónssonar og Guðríðar Árnadóttur Gíslasonar prests í Holti Jónssonar biskups) 23.5.1698 fær Sigurður Björnsson lögmaður Erlingi Eyjólfssyni hálfar Nesjar, 10 hdr, fyrir skuld – Jarðabréf, 13. 3.8.1706 pantsetur Guðríður Ormsdóttir hálfa jörðina Nesjar, 10 hdr að dýrleika, til Gísla Halldórssonar fyrir 15 hdr 109 álnir – AÍ IX, 499. 18.7.1720 selur Sigurður Sigurðsson yngri sýslumaður Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum – AÍ X, 547.
19.7.1723 selur sr. Gísli Erlingsson Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum með 1 1/2 kúgildi – AÍ XI, 163. 18.7.1746 afsalar Magnús Gíslason lögmaður allri jörðinni Nesjum með 4 kúgildum til Jóns Pálssonar fyrir 144 rdl, bæði jörð og kúgildi – AÍ XIl1, 367.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar, og taldist helmingur hennar að dýrleika eða 10 hdr – SSÁ, 182.

Nesjar

Nesjar.

“Nesjar er efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þrem nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.” SB 111, 261. Allt landið mælt 5500-6000 ha, strandlengjan er 13 km, jörðin á Nesjaeyju út í Þingvallavatni. 3,2 ha 1918, slétt ca. Matjurtagarðar 674 m2. Tún 25,8 ha 1839: “Veiðijörð, heyskaparlítil, útigangur í meðallagi.” SSÁ, 182. 1977. “Landið er allt þurrlent og bratt. Fyrir botni Hestvíkur að Jórukleif er landið að miklum hltua vaxið birkikjarri. Engar vatnslindir eða lækir eru í landinu og enginn mýrarblettur.” SB 111. Bæjarhóllinn var þar sem nú er skemma um 100 m norðaustur af núverandi bæjarstæði. Þar hefur verið sléttað úr öllu, og rutt um og er bæjarhóllinn sennilega nokkuð skemmdur. Vegaslóði og skemma eru á bæjarstæðinu.
1706: “Það er sögn manna, að hjer hafi að fornu kirkja eður hálfkirkja verið, ekki vita menn rök til þess, nema þau ein að sýnileg eru þar merki kirkjutóftar og kirkjugarðs. En framyfir allra manna minni hefur þetta hús niðri legið” segir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Í túninu um 100 m suðvestur af bæjarhólnum og um 30 m vestur frá vatnsbakka Þingvallavatns í bæjarvíkinni hafa komið upp mannabein og því líklegt að kirkjan hafi staðið nálægt þeim stað. Um 20 ár síðan túnið var sléttað og beinin komu upp. Ábúandi hafði samband við Þjóðminjasafnið sem enn hafa ekki látið fara fram rannsókn á staðnum.

Hellir (fjárskýli)
“Fram úr botni Nesjavíkur er Hádegishóll, sem var eyktarmark frá Nesjum. Hellir er í hólnum, og hefur hann stundum verið nefndur Hellishóll. Í gamla daga voru hafðir sauðir í hellinum. Hafa rúmast þar 20-25 sauðir.” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um 150 metra suðaustur af botni Bæjarvíkurinnar, um 70 metra vestur af hæsta punkti hlíðarinnar sem liggur meðfram allri víkinni að austanverðu. Hlíðin er vel gróin en efst er klettabelti. Margir hellar eru í bilinu sem myndast milli gróna svæðisins og klettanna. Sennilega er átt við stærsta hellirinn á svæðinu, ekki sést inn í hann vegna myrkurs en ábúendur segjast hafa talið alls 40 sauði koma út úr honum í einu.

Setbergsból (býli)

Grafningur

Setbergsból.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. “Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum“ segir í örnefnalýsingu. Í viðbót við sóknarlýsingu frá 1840 segir um eyðibýli: “Setberg, þar upp og vestan undan | Vatnsbakka|, undir kleifinni.” og er þess getið að þar sjáist rústir. “(Eyðibýli eru| Setbergl…J” #Tóftin á Setbergsbóli er um 150 m vestur af þjóðveginum |nr. 36| undir grónum greinilegum stalli í kleifinni. Tóftin er á grónum hól sem stendur upp úr lyngi og víðivöxnum móanum.
Lyngið er að taka yfirhöndina þar og gæti verið að fleiri tóftir leyndust undir því. Rústirnar voru friðlýstar 1927. Um Steinröðarstaði segir í Landnámu: “Þorgrímr bíldr, bróðir Önundar bílds nam lönd öll fyrir ofan Þverá ok bjó at Bíldsfelli. Han leysingi var Steinröðr, son Melpatrix af Írlandi; hann eignaðisk öll Vatnslönd ok bjó á Steinröðarstöðum.”“
Árið 1898 leitaði Brynjúlfur Jónsson rústa Steinröðarstaða, sem nefndir eru í Landnámu. Meðal staða sem hann taldi koma til greina voru Setbergsbalar: “Á Setbergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 föm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sín til hvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, líklega fjárrétt. Lítlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stutt og breið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, lítið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, með dyr Í suðausturhorni og afhláðna innitóft í norðausturhorni. Fleiri rústir óglöggar, er þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 mínútum, og næstum þar uppundan, en örskamt milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekku undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut.”

Vatnsbakki (býli)

Grafningur

Vatnsbrekka.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. “Tóftabrot eru líka í Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli, segir í örnefnalýsingu. “Fornar rústir í Vatnsbrekku á Setbergsbölum og í Kleifardal”.
1840: “Vatnsbakki fyrir vestan Hestvík, við vatnið með Jórukleif.” segir í sóknarlýsingu og er þess ennfremur getið að þar sjáist rústir. Friðlýsingarstaurinn er um 50 metra austur af bakka Þingvallavatnsins, á móts við mynni Heimavíkur. Svæðið allt er þúfusprengt og vaxið lyngi og víði.
Árið 1898 leitaði Brynjúlfur Jónsson rústa Steinröðarstaða, sem nefndir eru í Landnámu. Á svæðinu sem hann taldi líklegast eru m.a. tóftir í Vatnsbrekku: “Þar eru eru rústir skamt upp frá vatninu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 föm. löng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá vesturenda. Litlu austar er líkast að dyr hafi verið á suðurhliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo fornleg og niðursokkin, að gætni þarf til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við austur enda hennar er önnur tóft, lítil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er síðar hefði verið sett t.a.m. í fjóstóftina. Þar austan við vottar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, – því ekki fjárhúsið verið sett þar fyrr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið ræsi, til að verja húsin fyrir vatnsuppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5xó fðm. innanmáls. Þar sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (“gaddur”), og tilheyrt fjárhúsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. Skyldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér líklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skógarhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annars staðar betra.“
1998: Tóftirnar eru ekki nægilega greinilegar til að skrásetjari treysti sér til að teikna þær, gengið um allt svæðið umhverfis friðlýsingarskiltið en engar glöggar tóftir sjáanlegar þar. Á spjaldskrá um friðlýstar minjar segir: “Friðlýsingarmerki sett 20/9 ’82. Allt í góðu lagi og rústirnar glöggar, vera má að sumarbúst. verði byggður nærri, en þó í góðri fjarlægð frá rústunum. Teikn. í Árbók 1899 nokkuð rétt, áttatáknið þó rangt. ÞM. Sjá bréf Guðrúnar Jónsdóttur 25/2 1981 og bréf mitt 30/10 1986. ÞM.”

Dyravegur (leið)

Dyravegur

Dyravegur um Sporhellu.

“Suður úr Foldadölum eru smáskörð og lyngmóar vestan við svokallaða Skriðu, sem er upp af miðdalnum. Þá er komið á Dyraveg, sem er þar suður úr og inn í Dyradal, sem er allur í Nesjalandi. Dyravegur var gamall lestavegur úr Grafningi til Reykjavíkur. Dyr eru austast í Dyradal, milli hamraveggja. Um þær liggur vegurinn, segir Í örnefnalýsingu. “Norðan við Vörðuskeggja er Skeggjadalur. Norður af honum kemur |svo| Sporhelludalir. Þeir bera nafn sitt af hellu, er heitir Sporhella. Eru í hellunni djúpar götur eftir hestafætur. Vestur frá Sporhelludölum er Dyradalur. Eftir honum liggur Dyravegur.“ “Við vesturendann á Háhrygg liggur Dyravegur. |…) Dyravegur lá í gegnum |Litluvelli|'” Dyravegur er merkt gönguleið eftir dalnum og upp að dyrunum í Nesjavallalandi. Dyrnar sjálfar eru í Nesjavallalandi. Frá dyrunum er 4,5 km í Botnadal og 3,6 km. að Nesjavöllum.

Prestsgata (leið)
“Þar sem Stuttistígur var mjög erfiður niðurgöngu og jafnvel glæfralegur, fór presturinn aldrei Stuttastíg. Svonefnd Prestsgata var töluvert vestar en Stuttistígur. Þá var hreppavegurinn farinn lengra og farið yfir Jórugil ofar og þaðan niður með Jórugili að sunnanverðu og niður á Hestvíkursand. Prestsgatan var miklu betri leið og ekki eins brött, en lengri.” segir í örnefnalýsingu. Fyrir þessum götum sést móta ennþá, nokkuð vel. Jórugil er nokkur stórt gil milli klifsins og Jórukletts, þar eru nú nokkrar framkvæmdir og vegur liggur upp í gilið, þar er og einn sumarbústaður. Örn telur líklegast að leiðin hafi legið niður í víkina þar sem vegarslóðinn er nú.

Klængssel (sel)

Klængsel

Klængsel.

“Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel (sama og Nesjavellir|.” Ekki vitað hvar það var.

Kleifardalur/Kleifarsel (býli/sel)

Kleifarsel

Kleifarsel.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. 1706: “Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel (sama og Nesjavellir|.” segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki vitað hvar Kleifarsel var. “Kleifardalur austan undir Jórutindi |…J” segir í sóknarlýsingu frá 1840 um eyðbýli og er þess getið að þar sjáist rústir. Kleifardalur gengur inn til suðvesturs um það bil 1 km suðaustan við þjóðveg 360, í Jórugilinu. Þústin er um miðjan dalinn, að austanverðu. Dalurinn er bæði uppblásinn og hæðóttur, það svæði sem gróið er er allt á kafi í lyngi og um 0,5 cm háum víði.
Árið 1898 kannaði Brynjúlfur Jónsson rústirnar í Kleifardal: “Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng og 2 1/2 föm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft.|…J Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.” Skráningarmaður þóttist greina eina tóft um 6-8 metra langa en hún var of óglögg og á kafi í lyngi þannig að ekki var hægt að teikna hana upp.

Þjófahlaup (örnefni)

Þjófahlaup

Þjófahlaup.

1703: “Skammt fyrir sunnan réttirnar við Engidalsá standa tveir klettar, sinn hvoru megin árinnar, og nefnist bilið milli þeirra Þjófahlaup – er þó ei sannferðugt, hvar fyrir so kallast.” Samkvæmt þessari lýsingu Hálfdanar Jónssonar hefur Þjófahlaup verið sunnan við Marardal – og þar með á afrétti Ölfusinga – og eru raunar margir klettar við Engidalsá þar sunnan við Marardal, en nú er þetta örnefni ávalt sýnt norðan við Marardal, norðvestan undir Skeggja, syðst í landi Nesja.
Skýring á örnefninu kemur fram í frásögn Þórðar Sigurðssonar frá Tannastöðum af útilegumönnum sem eiga að hafa hafst við í helli í Henglinum um eða eftir 1700 – og stangast sú tímasetning augljóslega á við vitnisburð Hálldanar: “Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sei fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru mlar og skriður, segja kunnugir menn, eru þar kölluð “Þjófahlaupin” enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.”

Jórukleif (þjóðsaga)

Grafningur

Jórutindur.

Tindaskarð heitir öðru nafni Jórusöðull. Tindbrekka er þar fyrir neðan; um Tindbrekku lágu ferðamannagötur. Fyrir neðan Tindbrekkuna, í Nesjalandi, er Jóruhóll og Jóruhellir. Þarna á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum.” segir í örnefnalýsingu.
Jórukleif er um 2-2,5 km langt hamrabelti sem nær frá hreppamörkunum við Þingvallahrepp og til suðurs inn Gralninginn og inn að Jórugili.
“Inn frá Nesjum er gljúfragil kallað “Jórugil“, og þar hjá “Jóruhóll”, enn upp frá langt heitir Jórutindr“. Hlíðin inn frá heitir öll “Jórukleif“; hún er öll skógi vaxin og einkar fögr; hamrar niðr með vatninu, enn klettabelti að ofan. Þetta er allt kennt við gömlu Jóru, og márgar eru sagnir um hana, og margt fleira við hana kennt.”
SV í Árb. 1881, 20 |Jóra í Jórukleif| er nefnd í Bárðar sögu Snæfellsáss þegar hún veislu Hítar tröllkonu í Hundahelli í Hítardal ásamt fleiri tröllum.|…| Í yngri sögnum er hennar þegar getið hjá Jóni lærða á 17. öld og í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Eftir þeim hét hún Jórunn og var bóndadóttir í Sandvíkurhreppi í Flóa. Stóðhestur föður hennar fór halloka í hestaati. Jórunn reif þá læri undan hinum víghestinum, hljóp upp með Ölfusá, stiklaði yfir hana hjá Selfossi og mælti um leið: Mátulegt er meyjastig/mál mun vera að gifta sig. Heitir þar síðan Jóruhlaup eða Tröllkonuhlaup. Jóra hélt áfram austan Ingólfsfjalls og upp hamragil í Grafningi sem síðan heitir Jórukleif. Þar sat hún fyrir ferðamönnum, rændi þá eða drap. Tókst byggðarmönnum ekki að ráða hana af dögum fyrr en kóngur í Noregi kenndi ungum manni að koma að henni á hvítasunnumorgun því þá svæfu allar meinvættir.”

Jórusöðull (þjóðsaga)

Jórusöðull

Jórusöðull.

“Fyrir neðan Jórusöðul (norðaustar) er brött brekka, sem kölluð er Tindbrekka, og um hana lá gömul leið sunnan úr Grafningi og út á Mosfellsheiði. Þar var kallað að fara Tindbrekku, og var hún einhver erfiðasti hjallinn á leiðinni. Þarna (í Jórusöðli) á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum, eins og segir frá í þjóðsögum. segir í örnefnalýsingu. – “Tindaskarð heitir öðru nafni Jórusöðull. Tindbrekka er þar fyrir neðan; um Tindbrekku lágu ferðamannagötur.

Nesjaeyja (þjóðsaga)

Nesjar

Nesjaeyja og Sandey lengst t.h.

Huldufólk bjó á Nesjaeyju út Í Þingvallavatni. Sauðir voru hafðir í eyjunni og var það þjóðtrú að aðeins mætti setja þangað 12 sauði, huldufólkið hirti þá sem umfram voru.

Hagavík (býli)

Grafningur

Hagavík.

Hjáleiga Ölfusvatns 1706 en þó talið “Gamalt býli”. Skálholtskirkjujörð. Getið í Harðarsögu: “Högni hét maðr (auðugr) ok bjó í Hagavík, skammt frá Ölfusvatni.” ÍF XII, 5 sbr. 13, 30, 49-51. Jarðarinnar er getið í máldaga Ölfuskirkju sem átti 12 hdr í Ölfusvatni og Hagavík um 1180, DI 1, 270 og bendir það til að jarðirnar hafi þá verið á sömu hendi. Talin minna en þriðjungur heimajarðarinnar 1847. Skógræktarbýli.
“Hagavík teygir sig frá Þingvallavatni upp á Hengilsbrúnir. Um 5000 ára úfið hraun, að mestu runnið úr Stangarhálsi, þekur um 1,5 km2, úr norðurhluta jarðarinnar, sem að vatninu veit og bakkann allan utan víkurbotinsins. Sléttlendi er lítið en samfelldast á Hagavíkurvöllum milli Stangarháls og Lómatjarnarháls. Vellirnir eru nú rofnir af völdum leysingavatns sunnan úr Hengli.” SB MM, 263.

Hagavík

Hagavík.

1918: Heimatún 2,6 ha og gerði 0,3 ha. Ca slétt. Matjurtagarðar 525 m2.
1839: “Heyskapur allgóður, útbeit og veiði, skriðuhætt.” – SSÁ, 182. “Tún var lítið í Hagavík. Víða þurfti að bera niður og voru slægjur jafnvel sóttar í austurhlíðar Stapafells og Þverárdalsmýrar.” SB Ill, 263.
“Hagavíkurbærinn stóð upp af norðvesturhormi Hagavíkur, austan við þjóðveginn sem nú er. Þar er nú sléttað yfir, og sést ekki móta fyrir tóttum.“” segir í örnefnalýsingu.
Bæjarhóllinn að öllum líkindum verið um tvo metra norðaustan við þjóðveginn, Þingvallaveg nr. 360, og fjóra metra norðvestan við afleggjarann heim að Hagavík. Ósléttur og nokkur grýttur mói, milli vegarins og girðingarinnar. Smá grjót er sjáanlegt á þessu svæði en ekki er hægt að greina lögun tóftarinnar en hún er sennilega um 13×8

Álfaklettar (þjóðsaga)
“Upp af eða norður af Bæjardal eru Bæjarklettar, líka nefndir Álfa- eða Hulduklettar. Þar eru hraunbollar og hólar. Í þessum klettum var ullin alltaf þurrkuð á vorin, þegar búið var að þvo hana í Bæjarvíkinni. Í þessum klettum mátti ekki vera með nein ærsl og læti.” segir í örnefnalýsingu. NNA við Lambhúsið eru nokkrir mosavaxnir klettar beggja megin við veginn norður eftir víkinni.

Réttargerði (gerði)

Hagavík

Hagavík – túnakort 1916.

“Smáspöl austur af bæjarhúsunum er fjárréttin, alveg við vatnið, undir svonefndu Réttarbergi. Austan við réttina er Réttargerðið og hlaðinn garður í kring úr hraungrýti.” segir í örnefnalýsingu. Réttarbergið er um tíu metra vestur af bakka Hagavíkurinnar, um 25 metra norðaustur af bæjarhólnum, 001. Réttargerðið nær í boga frá Hagavíkinni meðfram réttinni, 010, til norðausturs ofan við Lambhúsið, og beygir þar til austurs út í víkina aftur. Innan gerðisins er þýfður mói og þar er búið að planta grenitrjám. Garðurinn er alls um 52 metrar að lengd og 0,8 m á breidd og hlaðinn úr hraungrýti. Að suðaustanverðu nær garðurinn út í vatnið og er sá bútur einnig hluti af útihúsi 002. Síðan kemur skarð í garðinn þar sem vegurinn liggur til norðurs. Síðan er annað skarð í garðinn þar sem réttarkletturinn skagar út til norðurs og svo er hluti af garðinum N veggur réttarinnar. Litlu vestar en vesturendi réttarinnar beygir garðurinn til norðurs í um 8 metra en þar kemur um 3 metra gat í vegginn. Síðan liggur garðurinn áfram í um 29 metra og þar er lambhúsið byggt utan í gerðið. Síðan liggur garðurinn í um 19 metra út í vatnið að NÁ verðu en vegurinn sker hann í sundur neðan við Lambhúsið.

Steinn (áletrun)

Grafningur

Letursteinn.

“Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi.” segir í örnefnalýsingu. Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. “Í Friðlýsingarskrá segir: ” 2. Jarðfastur grágrýtissteinn, með áletruninni VES+1736; hann er í túninu, suðaustan við gamla fjárhústóft, nær hulinn jarðvegi. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.” Ekkert friðlýsingarskilti er á staðnum. Steinninn er sunnan við grjóthrúgu við brekkurætur vestan við bæjarhólinn. Áletrunin sést enn en ártalið er óljóst.
Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa. Steinninn er innan heimatúnsins og 200-300 m gangur er að honum frá þjóðveginum eða veiðihúsi sem er þar skammt frá. Steinninn var friðlýstur 1927. Hann er a.m.k. 60×50 cm, heldur ávalur og er áletrunin ofaná honum, á eystri helmingi, en steinninn snýr uppí brekkuna, A-V og snýr áletrunin í norður. 2015: Staðurinn var heimsóttur vegna verkefnis um uppmælingu friðlýstra minja á Suðurlandi.
2017: Sina var tekin ofan af steininum og hann hnitsettur að nýju.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur – kort.

Jarðardýrl. óviss 1706. Skálholtskirkjujörð. Fyrst getið í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar en þar segir að Nesjar og Krókur eigi kirkjusókn þangað – DI XV, 644 Hjáleiga Ölfusvatns 1708. 14 hdr 1847 og þá talin lögbýli. Nýbýlið Grímkelsstaðir byggt á hálfri jörðinni 1956.
1918: Tún 3,6 ha. Matjurtagarðar 604 m2. 1839: “snjósæll, heyskapur mikill, en votlendur, landkostir góðir á sumrum.” – SSÁ, 182. 1977: Tún í Króki 20,5 ha og á Grímkelsstöðum 17 ha. “Allt landið er 1500 ha., hálent, þurrlent, og bratt. Skiptast á ísaldarmelar og dalverpi með þurrlendismóum, valllendisblettum og mýrardrögum. Víða hefur jarðvegur runnið burt vegna jarðklakans og vatnsveðrunar en á síðustu árum hefur gróið verulega upp vegna teðslu af sauðfjáráburði. Vetrarbeit er góð en fer minkanndi. Áveituengi var gott en hefur verið þurrkað upp að mestu. Slægjur víða um beitilandið eru enn í fullu gildi.” SB II, 265.

Krókur

Krókur.

Bæjarhólinn er á brúninni á háum hól sem er beint upp af núverandi húsum í Króki, um 30 metra suðvestur af þeim, í sléttu túni. Að sögn heimildamanns voru raðir af tóftum vestur eftir hólnum.

Krókssel (sel)

Krókssel

Krókssel.

Krókssel, fornar rústir, er norðan við Hryggi, við Kaldá. Í örnefnalýsingu Guðmundar Jóhannessonar segir: “ {Í Selmýri| er Krókssel, austan við Kaldá, mjög fornar rústir.”

Sauðaskúti (fjárskýli)
“Sel frá Króki var út við Kaldá rétt ofan við efstu flúðirnar.” Austan við fossinn og vestan við vatnsupptökuna fyrir sumarbústaðabyggðina en mjög þyft svæði, tóftin er þar um 10 metra frá vatnsbakkanum. Mjög þýfður og blásinn bali. Tóftin er mjög óglögg, en skrásetjari telur sig samt hafa fundið hana. Reglulegar þúfur á um 7×6 metra svæði er líklegasti staðurinn, en ekki er skýrt tóftarlag á því. Engar tóftir aðrar eru á svæðinu austan Kaldár.
“Hellisgróf, graslaut, liggur frá norðri til suðurs eftir Víðihlíð. Norðan við hana er hellisskúti, Sauðaskúti, sauðabyrgi til forna,” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um það bil 200 metra suðvestur af þjóðveginum 360, um 30 til 60 metra vestur af norður odda hlíðarinnar. Grýttur melur í kring. Hleðsla er upp við klapparbrún sem slútir yfir og myndar þannig þakið, samkvæmt símtali 15.7.97 Hleðslan er enn greinileg.

Grímkelstóftir (býli)

Grafningur

Grímkellsstaðir.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. Grímskelstóftir eru um það bil 300 metra norðaustur af bæjarhólnum á Króki, 001, og um 6 metrum vestur af heimreiðinni heim að bæ. Í túni.
1877: “Grimkelsstads beliggenhed er nu uvis; pá Ölvesvatn pástod man (c: en daværende ældre mand, 1874), at Grimkel först havde bot pá den sydöst for Ölvesvatn lipgenfe gárd krog (Krókr) og vilde pávise sporene af en ældre bebyggelse i nogle daværende tomter ..” 1880: Sigurður Vigfússon kom að Króki 1880 og tilgreinir tilv. í Harðar sögu og segir svo: “Í Króki sést og fyrir þremur sauðahúsum fornum. Það eiga að vera sauðahús Grímkels.” Árb 1881, 20.
Brynjúlfur Jónsson kannaði rústir Grímkelsstaða 1898. Hann skrifar: “Rúst Grímkelsstaða er enn til. Það eru 3 stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í Króki í Grafningi og heita þær Grímkelstóftir. Syðsta tóftin er 18 al. löng og nál. 9. al. breið; dyr í suðausturenda. Hún sýnist eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Miðtóftin er bæjartóftin, hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hafa verið tveir í henni, þó er hinn nyrðri óglöggur, og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það ekki fullyrt, og er mögulegt að vatn ogklaki hafi myndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin hefir að norðan víðan ferhyrning, um lóx18 al., og er það án efa heygarðurinn; en að sunnanverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar, og þó ekki mjög nýleg. Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8 al. langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega inni hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvíst er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einnig mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, þó þær séu nokkru glöggvastar.
“Norðan við Nesið fellur Bæjarlækurinn í Villingavatnsá. Suðvestan við hann eru Grímkelstóftir”. Í athugasemdum og viðbótum við örnefnalýsingu segir: “Þarna er sagt, að Grímkell goði hafi byggt fyrst, áður en hann nam land á Ölfusvatni. Sést móta fyrir tóftum enn, þær eru mjög grónar. “Rústirnar voru friðýstar 1927.
“Rannsókn sumarið 1958 leiddi … í ljós, að þar mun ekki um fornan bæ að ræða, heldur gripahús, e.t.v. sauðahús þau, sem sagan nefnir.” ÍF XII, 5 nmgr. 1. Rannsókninni stjórnaði Kristján Eldjárn við þriðja mann, m.a. Þór Magnússon. Að sögn Egils Guðmundssonar bónda á Króki voru tvær tóftir athugaðar og var sú yngri greinilega fjárhústóft en í hinni var komið niður á gólfskán og á Kristján að hafa talið það merki um mannabústað. Sbr. Harðar sögu: “Grímkell bjó fyrst suðr at Fjöllum, skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grímkelsstöðum ok eru nú sauðahús.”
Nú, 1998, sjást greinilega þrjár tóftir á þessum stað. Syðst er garður sem liggur til vesturs og norðurs. 10 m frá suðausturenda hans eru smá vik inn í garðinn um 2,5×2 m að innanmáli. Fast upp við suðausturendann er lítil tóft um 7,5×10 m að utanmáli. Hún gæti hafa verið stærri. Vestan við syðri vegginn er óglöggur veggjarbútur sem er L laga og nær frá suðri til vesturs. Tóftin hefur verið stærri þeim megin. Um 15 m norðar er enn stærri tóft, “bæjartóftin”, um 15×10 m að utanmáli. Erfitt er að greina hóllfaskipan en sennilega hafa verið að minnsta kosti 3 hólf og hafa þau verið stærri áður. Um 25 metrum norðaustur af henni er þriðja tóftin. Hún er einna preinilegust, sú sem Brynjúlfur kallar stekkjartóft. Hún er greinilega byggð ofan á stærri og eldri tóft eða tóftum. Hún er um 7,5×5 m að utanmáli en greinilegar eldri leifar eru kringum hana.

Villingavatn (býli)

Grafningur

Villingavatn – kort.

20 hdr. 1706, c. 1500. Úlfljótsvatnskirkjujörð. Fyrst getið 1397, DI IV, 93.
13.6.1703 telja eigendur að jörðunni Úlfljótsvatni … sextíu hundruð að dýrleika, hvar með fylgir kirkjueignin Villingavatn, tuttugu hundruð að dýrleika, en hefur verið þessi kirkjueign sett fyrir xc til arfaskipta í fastaeign, hvað enn nú stendur sem fyrri! JÁM XIV, 62. 14.6.1703 telur Magnús Magnússon ’20c af Úlfljótsvatni, bóndaeign, heyra mér …. Kirkjujörð, … heitir Villingavatn, að dýrleika 10c að aftektum. Tilheyrir mér hún hálf. Landskuld til mín, x aurar, gelst í landarum. Kirkjukúgildi 6, þar af eftir 3 betalast prestinum 6 fjórðungar smjörs eða í landaurum, peningum eður þvílíku! JÁM XIV, 63 nm. “Allstór fjallajörð. Liggur móti norðaustri og á land frá Þingvallavatni og út í Ölfusmörk.” SB III, 266. 1918: Tún 5,7 ha. Matjurtagarðar 695 m2.
1839: “Heyskapur gnægur, útbeit og silungsveiði, hættujörð af graflækjum.” SSÁ, 182.
1977: Tún 39,7 ha. “Víða góð skjól og beitiland gott þar til mýið var drepið 1959. Þurrlend móajörð með melum á milli upp til fjallsins en mýrarsund nær bænum og kringum tjörnina. Valllendisblettir eru víða.“ SB 111, 266. Flest tún jarðarinnar sléttuð með stórvirkum vinnuvélum um og eftir 1970.
Bæjarhóllinn var við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs, um 40 metra austur af núverandi íbúðarhúsi. Slétt tún, sléttað eftir 1970.

Fjárhellir (fjárskýli)
“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.” Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ. Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml.
Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli.

Borgin (fjárskýli)
“Borgin: Gömul fjárborg á Borgarholti.”* segir í örnefnalýsingu. Borgarholtið var á túninu sem nú er norðan og austan við tjörnina, þar sem nú er braggi. Borgin var sunnan við braggann. Slétt tún.

Gildruhóll (refagildra)

Villingavatn

Villingavatn – áletrun.

“Gildruhóll: Grjót- og klapparhóll fyrir sunnan Grenás, í mörkum milli Villingavatns og Úlfljótsvatns.” segir í örnefnalýsingu. Hóllinn er á landamörkunum, girðing liggur við hann. Grjót og klapparhóll. Ekki er að sjá gildrutóft þarna og man heimildarmaður ekki eftir að svo hafi verið.

Selnef (sel)
“Selnefið: Melnef sem nær útí ána, suðvestur af Keldumýri.” segir í örnefnalýsingu.
Um 150 metra suðvestur af Grafarmýrinni er Selnefnið. Þýfður blautur mór. Heimildamaður man ekki eftir að hafa séð né heyrt um tóftir þarna.

Villingavatnssel (sel)

Grafningur

Villingavatnssel.

“Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.* segir í Sunnlenskum byggðum. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar, vegurinn upp í Seldal liggur samhliða götunum.

Gamlasel (sel)
“Gamla Selgil: Gilið sem liggur eftir miðjum (Seldalnum. |…”Dagmálafjall: Fell fyrir austan Seldal, í mörkum. Eyktarmörk frá Gamlaseli sem var í Gamlaselgilinu suður undir Botnaflöt, eins og enn sér merki.” segir í örnefnalýsingu. “Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir — mjólkurmatinn.
Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er við gilið þar sem lækurinn úr Litla Laxárdal kemur niður, um 40 metra suðaustur af akveginum upp í Laxárdal. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar. Aðeins sést ein nokkur óglögg tóft, tvíhólfa. Hún það er aðeins 1×1 að innanmáli. Að utanmáli er tóftin 7,5×4 m og eru hleðslur útflattar mest 0,2 á #9 hæð. „

Símonarhellir (þjóðsaga)

Grafningur

Fjárhellir.

“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli.” segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu. Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni.
“Annar hellir (en Skinnhúfuhellir} er vestan til í hlíðinni, hafðr fyrir fjárhelli frá Villingavatni.” Ekki skráð 1998.

Hellir (skjól)
Villingavatn átti sel í Seldal 1042 á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal* segir í Sunnlenskum byggðum. Sunnanundir veginum upp í Laxárdal er smá skúti inn í bergið, sennilega verið sá, um það bil 40 metrum norðvestur af Gamlaseli. Skútinn er um 3×3 að innanmáli.

Bíldsfell (býli)

Grafningur

Bíldsfell – kort.

42 2/3 hdr. 1847, óþ. 1706. Skálholtskirkjujörð. “Þorgrímr bíldr, bróðir Önundar bílds nam lönd öll fyrir ofan Þverá ok bjó at Bíldsfelli. Hans leysingi var Steinröðr, son Melpatrix af Írlandi; hann eignaðisk öll Vatnslönd ok bjó á Steinröðarstöðum.“ Landnámabók, ÍF 1, 388, 390.
Kirkju í Bíldsfelli er getið í máldaga frá um 1220, DI 1, 409 og í Vilchinsmáldaga DI TV, 93. Bæjar eða fjalls er getið í Harðarsögu – ÍF XIII, 50. 1539 er Sveinn Þorvaldsson búandi á Bíldsfelli, landseti Skálholtsstóls, meðal þeirra sem drápu Diðrik van Minden og fylgjara hans í stofunni í Skálholti – Bsk 11, 270. 1712 er Ólafur Þórðarson bóndi á Bíldsfelli, AÍ X, 67. Jarðardýrleiki óviss 1706, eign Skálholtsstóls, jörðinni fylgja tveir vatnshólmar. “Jörðin var í eyði þegar Jón Sigurðsson flutti þangað 1788.” Ö-Bíldsfell, 10.
1706: “Túninu spilla leirskriður úr fjalli, sem jeta sig niður í dældir og gjöra jarðföll, ítem stórgryti, sem hrapar úr fjallinu. Engið felur mjög í hrjóstur og fer til þurðar.” JÁM II, 384. 1839: “Heyskaparlítið, útigangur góður.” SSÁ, 182. 1918: tún 7,9 ha sléttað, garðar 1454 m2. “Eftir Jón Sigurðsson varð Ögmundur sonar hans ábúandi. Keypti hann jörðina af systkinum sínum og bætti hana mjög, sléttaði túnið og stækkaði og girti sæmilega.” Ö-Bíldsfell, 10. “Skitpist hún aðallega í lyngmóa, heiðar, mýrardrög, fjallendi og melaöldur. Hagar eru að mestu leyti grónir og skjólgóðir. Vetrarbeit er góð því nokkuð er um kjarr og lyng en hefur ekki verið notuð í seinni tíð.” SB II, 268. Ný tún tekin í notkun og sléttuð um og eftir 1970.
Bærinn stóð þar sem gamla timburhúsið stendur nú, byggt 1928.

Útkirkja (kirkja)

Bíldsfell

Bíldsfell.

“Munnmæli eru hjer hafi til forna kirkja verdið, merki til þess eru kirkjugarðsleifar kringum fornt hússtæði, þar sem nú enn er geymsluhús ábúenda. Rök vita menn hjer engin önnur til, og engin man hjer hafi tíður veittar verið.” segir í jarðabók frá 1706. “Í austur frá bænum er hóll, sem nefnist Hjallhóll. Þar stóð kirkjan í fornöld. Mátti sjá fyrir leiðum og kirkjugarði fram á 19. öld. Ögmundur Jónsson sléttaði þessar leifar“ segir í örnefnalýsingu. Kirkjutóftin er í trjálundi um 10 m norðaustur af bæjarhólnum, er þúst sem er 3,5×3,5.
Tóftin sýnist hafa dyraop til vesturs og man Árni Þorvaldsson eftir því að inngangurinn hafi verið skýrari. Við tóftina eru dældir í jarðveginn sem hafa verið taldar leifar af gröfum. Ekki hefur verið hróflað við þessu svæði fyrir utan gróðurseningu tjárlundarins en trén eru flest að deyja. BÍLDSFELL Í GRAFNINGI (ÚLFLJÓTSVATNSÞING) (Á) -Maríu, Pétri, Nikulási – HÁLFKIRKJA lum 1220}: Kirkia at Billz felli er helgvð Mariv drottningv. Petro postula. Nicholao biskvpe.
Kirkia a .x. hundruð j landi. klvekr .iy. alltara klæði .ij. tiolld vm songhvs. oc elldberi Þar skal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc hinn fiorða hvern ottv song. skyllt skal at lysa fra Mariv messv siðaRi vnæ liðr paska vikv, fyrir þa daga alla er þar er svngit.
Þar skal tivnd heima en kavpa .1j. morkvm at presti vnder Vlfliotz |vatns| kirkiv liggr sea kirkia skyllt skal at syngia einhveria Þetrs messv; Máld DI 1 409 1397: Kirkia heilags Nicholai ad Bilsfelli a „ij. kyr. jnnan sig a kirkiann kross. Nichulas lykneski .1j. dvkur. brijk yfer alltari. paxspialld .1}. stikur med kopar. sacrarrum mvnnlaug. glodarkier. alltarisklædi .1j. annad med pell oc kross a med gullhlad. dvkur oc kluckur .1}. portio Ecelsiæ vmm fiogur ár næstv mork enn vmm vj ar fyrer .xij. aurar; Máld DI IV 93 {1598: AM 263 fol. bl. 52, 54}.

Barnhóll (legstaður)
“Efst á Harðhaus er hóll, er nefndist Barnahóll. Voru munnmæli, að þar væri Þorgrímur Bíldur heygður, en það er á engum rökum byggt”, segir í örnefnalýsingu.
Áberandi hóll 10 metrum norðvestur af Harðhausnum, í sléttu túni.

Seljamýri (sel)

Grafningur

Bíldfellssel.

“Hlíðin: Er fyrir vestan Fjallaskarð. … þar sem hlíðin er hæst heitir Háþúfa … Vestan til, spölkorn vestar er Háþúfa, og brekkan vestan undir því heitir Hábergsbrekka. Niður af henni, meðfram ánni, er Seljamýri“, segir í örnefnalýsingu. Seljamýrin er um 100 metra suðvestur af heimreiðinni heim að Bíldsfelli. Þýfður grasi gróinn og mosa vaxinn bali. Mýrin gæti dregið nafn sitt af selinu, 046, þó er það langt á milli að réttast er að skrá báða staði.

Tunga  (býli)

Grafningur

Tunga – kort.

12 hdr. 1545. (óþ. 1706, 30 hdr 1803, 20 hdr 1844, 30 1/3 hdr 1847) Skálholtskirkjueign frá 1553. 8.6.1545 gefur Alexius Pálsson Ólafi Árnasyni jörðina Tungu í Grafningi í Úlfljótsvatnskirkjusókn metna á 12 hundruð þegar hann giftist Ragnhildi Þorsteinsdóttur. Þar er getið landamerkja: “Med þessvm landamerkivm. vr vikinne og j gardinn millvm bijtzfellz og tvngo. þadan or gardinvm og j melenn og fuglstapa þvfvna vpp á melnvm. þadan sionhending j smidivvad. þadan þvert yfer tungva og j ána gegnt eidzhvommvm. svo ofan epter ánne og aptur j storv ána. epter sogn mikels sandzsonar sem vissi til greindrar jardar vpp á Íx ár.“ – DI XI, 414-415.
5.4.1553 selur Ólafur Árnason Marteini Skálholtsbiskupi jörðina Tungu fyrir Hægindi í Grímsnesi og gefur 2 hdr í milli- DIXTI, 533-534. Í eyði frá 1926.
1706: “Túnunum grandar vatn úr brekku, sem gjörir jarðföll þau að, menn efast hvort bæta megi.” JÁM II, 388. Túnið að mestu slétt. 1839: “landþröngt, heyskapur nægur.” SSÁ, 182. 1918: tún 5,6 ha. “Vestast er túnið brött brekka, en suður frá bænum er aflíðandi brekka og neðan hennar túnflöt.” Ö-Tunga, 2. “Þetta er sæmilega landstór jörð eða um 460 ha, að mestu leyti lyngmóar og lítilsháttar mýrardrög. Fjallendi er ekkert sem heitir getur. Hagar eru svo til algrónir, sæmilega grasgefnir og skjólgóðir.” SB II, 279 sbr. Ö-Tunga, 2.
Bærinn stóð syðst og vestast á sléttunni“, segir í örnefnalýsingu. Gamli 1 bærinn stóð um 4 m suðvestur af 002 og 200 m suður af núverandi íbúðarhúsi og er bæjarhóllinn sennilega óhreyfður. Tóftin er 28×28 að utanmáli en 1 hleðsluhæð er mest 0,3. Að mestu leyti er ekki hægt að greina hleðslur.
Samkvæmt frásögn Steingríms Gíslasonar bónda á Torfastöðum var stór hluti bæjarins úr timbri, þiljaður og er það ástæða þess hve lítið er af tóftum á bæjarhólnum og herbergjaskipan er ógreinanleg.

Hlíð (býli)

Grafningur

Hlíð – kort.

20 hdr. 1524, 1706, 1839. 15 hdr 1627, 10 hdr. 1743. Bændaeign, Viðeyjarklausturseign 1395-1534. Fyrst getið 1395 og var þá 16 hdr jörð sem komist hafði undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls ábóta 1380-1395 – DI III, 598. 12.10.1524 selur Helgi ábóti í Viðey Úlfljótsvatn með Hlíð, 20 hdr jörð, Arnbjörgu Stulladóttur fyrir Jarðir að andivrði 64 hdr. DI IX, 247-248. 8.9.1567 hafði Steinunn Sighvatsdóttir gefið Önnu Guðmundardóttur dóttur sinni 10 hdr í Úlfljótsvatni, en Steinunn hafði erft 20 hdr í Úlfljótsvatni og 10 hdr í Hlíð, og var gjöf Steinunnar dæmd ólögleg – DI XV, 9-10. 30.3.1627 var Hlíð keypt fyrir 15 hdr. – AÍIV, 218. 19.6.1743 selur sr. Vigfús Jóhansson Helgu Sigurðardóttur Hlíð, 10 hdr að dýrleika, fyrir 60 rdl in specie og 20 rdl croner – AI XIII, 175. 11.7.1755 lýsir Jóhann Vigfússon brigð á sölu Hlíðar og framboð peninga henni til lausnar so sem sínu óðali – AÍ XIV, 195. 1847. “Bærinn stendur í miðju túni móti suðaustri undir samnefndu fjalli sem nær frá Háafelli suður að Geitjamragili.” SB III, 275. 1918: tún 5,84 ha, garðar 746 m2. 1839: “með líkum kostum og ókostum (og Litliháls: heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt” – SSÁ, 182. “Landstærð 900 ha, mest af því þurrlendis heiðarmóar með smá myýrarblettum og einu mýrarsundi sem Dælar heita. Vallendisblettir víða og voru þeir slegnir í fyrri tíð. … Í brekkunum sem snúa á móti suðaustri er gott berjaland í hlýjum árum. Skógarkjarr er í Háafelli og við hamarinn suður undir Geithamragili. Mýrlendi er lítið en þó með mótarki. Erfitt var með slæjur og var heyskapur sóttur allt vestur í Hlíðardal.” BS 11; 278.
Gamli bærinn var vestan við hlöðuna (um 20 m) þarna er upprifið moldarsvæði og töluvert um grjót í moldinni má greina grjótraðir. Aflíðandi hæð sem búið erað slétta úr að. miklu leyti, þarna er í dag moldarsvað. Norðvestan við er tún en austan við er lækur og síðan óslétt tún.
“Vestan við Bæjarlækinn, þar sem hann rann áður, er Búhóll, á honum Búhólskofinn. Hann má aldrei eyðileggja. Ef það er gert þrífst ekki búskapur í Hlíð, því huldufólk á að búa í hólnum, sem hefur kofann til afnota“, segir í örnefnalýsingu. Kofinn stendur enn í þýfðu túni eða túnrana milli tveggja lækja. Hann er 6×6 að utanmáli og hleðsluhæð er mest 1,2 m. Kofinn stendur undir þaki en virðist ekki gegna neinu sérstöku hlutverki. Það var opið inn í hann og í honum var smávegis rusl en annars var hann næstum tómur. Með V laga bárujárnsþaki.

Hlíðarsel (sel)
“Selið. Þar er grashvammur nokkuð hátt suðvestan í Hlíðarfjalli gegnt dalnum. Þegar farið er norður Hlíðardal, hækkar hann brátt og verður allur óvistlegri en suðurendinn. Þar ber mest á uppblásnum börðum og moldargiljum, en nokkru eftir að hallar norður af, er komið á grasflöt …”, segir í örnefnalýsingu.
Í Kringluvatnsdalnum. “Sel frá Hlíð var norðan til í Hlíðardal utan í rótum Hlíðarfjalls, í valllendishvammi sem snýr móti suðvestri. Sést vel móta fyrir því enn.”
Selið var á grasbala austantil í dalnum, fyrir austan er mosavaxin hlíð en vestan aflíðandi hlíð niður í dalsbotninn. Þarna er fremur slétt og grasi gróið svæði. Ekki langt frá selinu frá Stóra-Hálsi um 20 mín gangur. Leifar selsins eru orðnar mjög ógreinilegar, þó vel megi sjá merki þeirra í landslaginu.

Grænuskjól (fjárskýli)
Grænuskjól. Þar er gömul fjárborg, sem í einni tíð hefur verið kölluð Borgin. Hún er austan undir Háafelli, stuttan spöl fyrir sunnar Markgarð”, segir í örnefnalýsingu. Þar er mjög greinileg frá veginum sem áberandi grænn blettur í 2 m hlíðinni. Kjarrivaxin brött hlíð.
Tóftin er mjög löng og mjó, aðeins eitt hólf, hleðslur sjáanlegar við opið.sem er til vesturs. Hún er 18×7 að utanmáli og er hleðsluhæð mest um 0,8 m.

Stóri-Háls (býli)

Grafningur

Stóri-Háls – kort.

12 hdr 1657, 1706, 1847. 10 hdr. 1722, 1839. 1657 bera hreppstjórar í Grafningi að Háls hafi verið tíunduð fyrir 12 hdr í tuttugu ár eða lengur. Þar kom einnig fram meðkenning Odds Einarssonar bps að hann hafi goldið Katrínu Þormóðsdóttur jörðina upp í andvirði Miðfells hvort sem hún væri 10 eða 12 hdr. Ívari Guðmundssyni höfðu 1656 verið dæmd 8 hdr í Hálsi – AÍ VI, 400. 1712 er Ingimundur Jónsson bóndi á Stóra Hálsi, án vitnisburðar kominn úr Gullbringusýslu – AÍ X, 67. 12.7.1722 selur Jón Ísleifsson sýslum. Högna Björnssyni lögréttumanni Stóra Háls, 10 hdr að dýrleika, fyrir 65 rdl. in specie – AÍ XI, 161 sbr. 420. Á alþingi 1735 lætur Þorbjörg Oddsdóttir, ekkja Jóns Ísleifssonar sýslumanns auglýsa að óðalsjarðir, þ.á.m. Stóri-Háls, 10 hár, hafi á hennar giftingardegi til heimanmundar taldar verið og hafi hún ekki samþykkt kaup eða sölu á þeim – AÍ XIl, 235. 1395 er getið um Háls, 16 hdr jörð, sem komist hafði undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls ábóta (1380-95) og gæti það verið þessi jörð eða Háls í Kjós – DI MI, 98.
1706: “Engjar eru öngvar nema það, sem hent veriður á hagamýrum eður smáhlíðum þeim, sem grjótskriður spilla.” JÁM 11, 387. 1839: “með líkum kostum og ókostum (og Litliháls: heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt|” – SSÁ, 182. 1918: Tún 4 ha, garðar 834 m?. “Landið er að mestu fjalllendi og skiptast á valllendisbörð, mýrarblettir, lyng og mosamóar og ísaldamelur þegar ofar dregur.” SB 111, 274.
Elzti bærinn, sem um er vitað, (bær III), var rétt fyrir ofan þessi hús. Má enn sjá bæjarhólinn. Í bernsku minni sást greinilega móta fyrir tóttum, einkum þó heygarðinum, og var hann örnefni. Þar var jafnan gott gras, enda í miðju túni”, segir í örnefnalýsingu. Vestan við syðrs íbúðarhúsið eru járnklædd útihús, þau standa þar sem gamla bæjarstæðið var að sögn heimildarmanns. Húsin eru ekki með kjallara en greinilega hefur verið sléttað úr hólnum áður en húsið var byggt.

Stóra-Hálssel (sel)

Grafningur

Stóra-Hálssel.

Sel frá Stóra-Hálsi: Forn sel er á Selflötum úti í hálsi. Annað sel var suður af mýrunum í Stóra-Hálsdal. Það er hlaðið úr torfi og grjóti og mun vera síðasta selið sem notað var í Grafningi, en það var notað fram yfir 1850″, segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er um miðjan dalinn. Vestan við tóftina er melur austan við er móar í austurhlíð dalsins. Tóftin er 9 metra löng og 4 metra breið og samanstendur af tveimur hólfum. Grjóthleðslur sjást að innanverðu og tóftin opnast til austurs.

Litli-Háls (býli)

Grafningur

Litli-Háls – túnakort 1916.

10 hdr. 1448, 1847, óþ. 1706, konungseign (meðal Grímsnesjarða). Einnig SyðriHáls. 26.5.1448 kvittar Jón Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey fyrir þau 10 kúgildi sem Steinmóður skuldaði Jóni fyrir jörðina Syðra Háls fyrir ofan Grafning – DI TV, 716.
Þess er getið í sögnum af Ögmundi biskupi að hann hafi misst sjónina á leið um Grafningsháls og hafi verið orðinn alveg blindur er hann kom að Litla Hálsi – DI VIII, 709. Í eyði frá 1937, nytjuð frá Stóra-Hálsi.
1706. “Túninu skippa grjótskiður. Engjar eru nokkrar, en spillast þó árlega af jarðfllum og smáskriðum.” JÁM 11, 387. 1839: “heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt.” SSÁ, 182. 1918: tún 3,8 ha, garðar 543 m2. “Hluti af landinu er mýrlendi og hallar til norður og hluti jarðarinnar er einnig í hlíðum fjallsins – þar sem skiptast á lyng- og mosabörð, valllendis- og myýrarblettir og er landið þar sundurskorið af giljum. Einnig nær landið upp á Ingólfsfjall.” SB 111, 273. Bæjarhóllinn er í brekku suðaustur af steyptu útihúsi með járnþaki. Þar hefur verið sléttað úr hólnum. Sléttað tún. Hnit tekin um það bil 40 metra suðaustur af suðausturhorni útihússins.

Litla-Hálssel (sel)

Grafningur

Litla-Hálssel.

“Fyrir vestan Miðmundargil er Selfjall (norðurbrúnir Ingólfsfjalls út að Selgili). Niður í því austast er Kýrdalur, gróinn hvammur. Niður af honum norður að Þverá eru melar, sem Dílaflatir eru austan við, en suðvestan við (utar í Hálsinum) er er Smalamýri. Nokkru utar er Selgil og Seldalur austur og upp að Selfjallsbrúnum. Neðst í Seldalnum við Selgil eru Seltæptur ..“, segir í örnefnalýsingu.
“Sel frá Litla-Hálsi var í Seltúni í litlum dal vestan í Ingólfsfjalli. Selgil liggur þvert fyrir suðvestan dalinn og rennur í Þverá“, segir í Sunnlenskum byggðum. Um það bil 1,5 km frá bæjarhólnum, 15 metra norður af lækjarfarvegi sem kemur úr dalnum. Mjög þýfður blautur mói. Tóftin er mjög forn og óglögg í þýfðum móanum. Sennilega 2 hólf og einnig hefur tóftin sennilega einhverntíma verið stærri. Tóftin er 7×4 að utanmáli og eru hleðslur mjög útflattar, hleðsluhæð aðeins um 0,1m.

Torfastaðir (býli)

Torfastaðir

Torfastaðir – kort.

38 2/3 hdr, 1847, óþ. 1706, Skálholtsstólseign, jörðinni fylgdu vatnshólmar. Kirkju á Torfastöðum er getið í Vilchinmáldaga, 1397, DI IV, 92-93. Jón Oddsson seljandi Syðra Háls gefur út bréf á Torfastöðum 26.5.1448 – DI IV, 716, — Tvíbýli 1918.
Tunguá liggur meðfram jörðinni að norðan. Torfastaðir TIl eiga hálfann Arnarhólmann í Álftavatni. SB 11, 271-272.
1706: “Engjunum gtandar sandságangur að framanverður, en fjallaskriður að ofan.” JÁM 11, 389. 1839: “heyskapur mikill, en votur, beitarþröngt.” SSÁ, 182.
1918: tún á báðum bæjum 1 ha, garðar 1859 m2. “Torfastaðaland neðan fjalls má heita allt gróið land. Mest mýrlendi, þá valllendi og lyngmóar, vaxnir krækiberjalyngi og nokkuð beytilyng. Ekki er skógargróður neinn í landareigninni, en lítils háttar grávíðir með Ingólfsfjalli fremst og á Tanganum norður við Sog. Þar er líka gulvíðir lítils háttar og austan við Markhamar.” Ö-Torfastaðir a, 7. Á Torfastöðum var mest
sléttað um 1957.
“Gamla bæjarstæðið var skammt suðvestur frá Torfastöðum |, rétt norðaustan við Torfastaði IT”, segir í örnefnalýsingu. Bæjarhóllinn er 100-120 metra suðvestur frá vúberandi íbúðarhúsi á Tornfastöðum. Sléttað tún, ávalur hóll í því, ekki minni en 40-50 metrar að ummáli. Þrátt fyrir tvíbýlið bjuggu allir saman á þessum stað fram á þessa öld.

Heimildir:
-Fornleifar í Grafningi, Nesjar, Hagavík, Krókur, Villingavatn, Bíldsfell, Tunga, Hlíò, Stóri- Iláls, Litli-Háls og Torfastaòir – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 1998.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2018.

Jórutindur

Jórutindur.