Tag Archive for: Grafningur

Botnadalur

Í Botnadal í Grafningi eru tóftir skammvinns kotbýlis eða jafnvel tímbundinnar selstöðu frá Nesjum að teknu tilliti til stærðar og gerðar minjanna.

Botnadalur

Botnadalur – bærinn.

Örnefnið virðist tiltölulega nýtt. Svo virðist sem þarna hafi orðið til skammvinn búseta, nefnd Botn eða Botnar. Dalurinn hafi síðan hlotið nafn sitt af „bæjarstæðinu“, nefndur Botnadalur, en eldra nafn á honum virðist hafa verið Kleyfardalur (Kleifardalur). Þó gæti það örnefni hafa verið fyrrum þar sem nú er þverdalur undir Jórutindi sunnan Jórukleifar. Þar eru hins vegar engar minjar að teknu tilli til frásagnar Brynjúlf Jónssonar m.a. um fornleifar í Grafningi. Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1899 segir Brynjúlfur Jónsson um tóftirnar í Kleyfardal: „Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt i kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískift og eru engar dyr á milliveggnum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.“

Botnadalur

Botnadalur – útihús.

Í örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a.: „Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar.“
Á skilti við rústirnar í Kleyfardal segir m.a.: „Rústirnar sem hér sjást eru af hjáleigu frá bænum Nesjum sem nefndist Botnsdalur. Hér var búið í skamman tíma eða á milli 1832-1844. Um það leyti var hjáleigubúskapur á þessu svæði vaxandi og urðu sum nýbýlin að lögbýlum, t.d. Nesjavellir, en önnur, eins og Botnsdalur áttu skamma sögu og lögðust í eyði. Enn sjást glögglega að minnsta kosti fjórar tóftir sem tilheyrðu gamla Bontnadalsbænum, sú stærsta af bæjarhúsunum sjálfum en þrjár minni af útihúsum.

Botnadalur

Botnadalur – bærinn.

Ekki er gott að segja með vissu hvaða hlutverkum einstök útihús gegndu og eru hringlaga tóftirnar tvær allsérstakar. Sennilegt er að kofarnir hafi flestir verið fjárhús en kýr verið hýstar inni í bænum.

Lítið er vitað um ábúnedur í Botnsdal en ætla má að þeir hafi háð harða baráttu við nátttúruöflin jafnt sem yfirboðara sína á Nesjum. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við tóftirnar og hefur að það að líkindum verið meginorsök þess að byggð hélst hér aðeins um skamman tíma. Þá háttar svo til að á vorin þegar snjóa leysir, liggur leysingarvatn að miklu leyti yfir dalbotninum og hefur það vafalaust torveldað ábúð.

Botnadalur

Botnadalur – tóftir.

Af byggingarleifum má ráða ýmsilegt um búskapinn, svo sem að hann hafi ekki verið stór í sniðum en slíkt var dæmigert fyrir hjáleigur. Algengt var að hjáleigubændur ættu aðeins eina mjólkurkú og ekki hafa droparnir úr henni náð að metta marga munna. Þá þurftu þeir ósjaldan að taka búpeninginn á leigu og jafnvel búsáhöld með jarðnæðinu. Þetta fyrirkomulag torveldaði leiguliðum að koma sér upp eigin bústofni og auka hann. Margt fleira gerði þeim lífið erfitt.

Botnadalur

Botnadalur – útihús.

Algengt var að leiguliðar þyrftu að inna af hendi störf og kvaðir fyrir jarðeigendur, til dæmis slátt, og höfðu skemmri tíma til að vinna að eigin búi.
Það kann að vera erfitt fyrir nútímafólk að setja sig í spor bláfátækra leiguliða á 19. öld. Landbúnaður var enn rekinn með fornlegum hætti, til að mynda voru tún lítið ræktuð og þýfð og ljáirnir ekki afkastamikil  verkfæri. Fjölgun býla á þessum tíma stafaði fyrst og fremst af auknum fólksfjölda en framfarir í landbúnaði urðu ekki að marki fyrr en á seinni hluta 19. aldar.“
Óþarfi er að vera alveg sammála textanum, en taka verður viljan fyrir verkið.

Heimildir m.a.:
-Skilti við minjarnar í Botnadal.
-Örnefnalýsing fyrir Nesjar í Grafningi.
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 3-5.

Kleifardalur

Kleifardalur.

Selflatir

FERLIRsfélagar óku frá Villingavatni að Grafningsrétt á Selflötum.

Selflatir

Selið á Selflötum.

Á flötunum eru leifar sels frá Úlfljótsvatni. Þegar það var skoðað var augljóst að um dæmigerða selstöðu á Reykjanesskaganum var um að ræða; þrjú rými með baðstofu, búri og eldhúsi, auk vestanverðum stekks. Selið er greinilega byggt upp úr eldri selstöðu eða jafnvel selstöðum. Selsstígurinn sést enn þar sem hann liggur frá selstöðunni til austurs, áleiðis að Úlfljótsvatni.

Ingvaldarsel

Ingvaldarsel – uppdráttur ÓSÁ. Startjörnin ofar, selsstígurinn t.h. og selshúsin og stekkurinn neðar.

Þá var ætlunin að finna og skoða Ingveldarsel, selstöðu frá Villingavatni, norðan undir Útlfljótsvatns-Selfjalli. Gengið var til vesturs upp með norðanverðu Selfjalli, upp á efstu axlir þar sem útsýni birtist inn Langadal með Súlufell í norðri. Þarna undir hlíðinni, í skjóli fyrir austanáttinni, birtist Ingveldarsel á lyngþakinni brekku. Neðan og norðan við það var lítil seftjörn.
Selið sjálft hafði verið byggt skv. forskriftinni; baðstofa í miðju og búr fyrir innan. Hliðstætt eldhús var við suðurendann og torfhlaðinn stekkur austan tóftanna. Tóftirnar voru nánast orðnar jarðlægar. Ágætt útsýni var frá selinu niður að Villingavatni. Selstígurinn lá til austurs og beygði síðan til norðausturs niður hlíðarnar.

Í örnefnalýsingu Þorgeirs Magnússonar (fæddur að Villingavatni 27.03 1896 og bjó þar frá 1925 til 1948) segir: „Ingveldarsel: Smá starartjörn með mýri í kring, upp af Svartagilsflötum. Síðasta selið sem notað var. [Sennilega kennt við Ingveldi Gíslad., afasystur skrásetjara.] Sokkabandsskarð er fyrir vestan Ingveldarsel í Seldal.“
Tækifærið var notað og selið myndað og uppdregið.

Tilbakagangan var auðveld, enda öll undan fæti.

Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Ingvaldarsel

Ingvaldarsel.

Grafningur

Í Andvara 1936 fjallar Hálfdán Jónsson um „Lýsingu Ölvershrepps 1703„.

„[Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prentuö eftir AM. 767 4to. Er þaö lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Kunnugt er, að Árni Magnússon hafði mikinn hug á staðalýsingum og söfnun örnefna, sem vfða má sjá merki í safni hans og frá hans eigin hendi. En þetta er þó eina héraðslýsingin, er með vissu má telja, að rituð sé að hans].

Descriptio Ölveshrepps anno 1703

Andvari

Andvari – forsíða 1936.

Aulfvus eður Ölveshreppur hefur sitt nafn dregið af Alfi, fyrsta landnámamanni þess héraðs. Hreppur þessi liggur í Sunnlendingafjórðungi og Árnessýslu, fyrir vestan Ölvesá, nálægasta sveit að austanverðu við þann fjallgarð, er aðgreinir Árnessýslu og Kjalarnesþing. Þingstaður héraðsins er að Bakkarholti. Þangað sækja Grímsness og Selvogs innbyggjarar, þá þriggja hreppa þing haldast.
Í nefndri sveit eru kirkjur 5: 1. að Arnarbæli, sem er beneficium. Þangað til kirkjusóknar liggja lögbýli 11. 2. að Reykjum, sem er annexíu kirkja. Sóknarbæir þangað liggjandi 12. 3. á Hjalla, einnig annexíu kirkja. Þar liggja til kirkjusóknar lögbýli 9. 4. að Þorlákshöfn, sem er hálfkirkja. Þessum hérskrifuðum kirkjum þjónar presturinn að Arnarbæli. 5. að Úlfljótsvatni, er lengi hefur verið annexía frá Þingvöllum (í þeim parti sveitarinnar, er Grafningur kallast). Lögbýli í þeirri kirkjusókn 10.
Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum.

Ölfusá

Ölfusá neðan Gnúpa.

Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun. En frá Álfsós og vestur að hrauninu og til Sandár (hver sín upptök hefur þar við heiðina og rennur í ósinn), þaðan undir Gnúpatún, er mýrlendi með keldum og litlum lækjum. En sú mýri nálægt fjallinu, er að austan ogsunnanverðu undir Gnúpahnúk liggur, nefnist Gnúpabringur, torsóttar vegna foraðs yfirferðar.
Í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Ölvesið, Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpigrafningur, Æðargil, Bjarnarfell, Kaldbak etc.

Grafningur

Grafningur – kort.

Fyrir sunnan Tungá (en í Landnámu kallað er Þverá) eru fjórar jarðir með graslendi góðu, lyngi vaxið, en fyrir ofan eður norðan ána er Bíldfellsfjall lyngi og skógi vaxið, sem og góðir hagar á vetur. Þar norður með vatninu er kallað Land, allt þar til tekur Úlfljótsvatns slægjuland, kallað Dælar. Síðan tekur til (Úlfljótsvatnsfjall og fyrir austan það Dráttarhlíð, svo kölluð vegna þess á því plássi er net dregið til silungsveiði. Það er slægjupláss frá Úlfljótsvatni með svo góðum heykosti sem töðu. Upp á þessari hlíð eru þrír fornmannahaugar, hver skammt frá öðrum, grasi vaxnir, þar menn segja í séu heygðir þeir fyrri menn á haugaldartíð, er þessar jarðir, Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölversvatn hafa sitt nafn af dregið.

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

Norðan til í hlíðarberginu er stór hellir, kallaður Skinnhúfuhellir. Haglendi þessara jarða er gott með lyngi, viði og góðu grasi víða vaxið og ei stórlega blásið. Lítil á rennur að vestan úr fjallinu fyrir sunnan Ölversvatnstún og austur í Þingvallavatn. Slægjuland þessarar jarðar er fyrir austan bæinn.
Þessu næst er að minnast örnefna, er fjallgarðinum til heyra, þó byggðalönd séu Grafningsjarða og kallast so þau nafnfrægustu: Háafell, Dagmálafjall, Súlufell, Kyllisfell, Stapafell, Mælifell, Krossfjöll, Hrómundartindur Villingavatns-Seljadalur, Laxárdalur, Stóri- og Litli-, Smjördalur, Úlfljótsvatnsbotnar, Villingavatns-Seljabotnar, Álftartjarnir, Kattartjarnir, Djáknapollur, Mælifellsflatir, Lakar, Ölkelduháls, Brúnkollublettur.) Raufarberg (sem er landamerki milli Ölversvatns og Reykja), Þverárdalur, Söðlahóll, Kýrgil með hverum og hömrum og liggur undan Henglinum að sunnanverðu.

Ölfusvatnslaugar

Ölfusvatnslaugar.

Þar norður með Hengisfjallinu eru kallaðar Ölversvatnslaugar. Þar fyrir norðan Nesjalaugar. Frá þeim til austurs eru Nesjavellir, slægjuland frá Nesjum.
Fyrir norðan áðurnefnda Dráttarhlíð, skerst fram úr Þingvallavatni það mikla vatnsfall Sog, er sitt nafn tekur af þess súg eður hastugri rennslu fyrir hlíðartaglið. Anno 1632 þornaði þetta Sog upp, so silungar voru á þurru úr því teknir. Þegar nú þetta Sog linar sinn straum, strekkir það sig út í eitt ei alllítið vatn, er nefnist Úlfljótsvatn, sem með silung er jafnan, og dráttarnet með bát brúkast þar á sumrum. Upp úr þessu vatni, þá vorar að, rekur í kringum það hrönn með smá punga, hvar úr menn hyggja það mý koma, er við nefnt vatn á sumrin, þá hitar og vætuhæg veðrátta gengur, er so þykkt í loftinu, að varla sést til sólar í heiðríku veðri.

Úlfljótsvatn

Úlfljóstvatn – kort.

Í miðju þessu vatni er ein ey, kölluð Hrútey, með mjög litlu varpi, hafandi hvannir, er tíðum slegin. En sunnan til í nefndu vatni eru tvö eylönd. Nefnist önnur eyjan Flatey, og heyrir til Úlfljótsvatni, með góðu grasi og hvönnum, en hin kallast Brúarey, með viðlíkum hætti og Flatey.
Þegar Sogið úr vatninu tekur til aftur, kemur stór foss, nefndur Ljósifoss. Þar fyrir neðan er annar, kallast Ýrufoss. Þar eftir liggja hólmar í Soginu, í hverja reitt er að vestanverðu, hvar vex einir og ber á, sem og annað lyng.

Fyrir sunnan nefnda hólma er sá þriðji foss, er Kistufoss heitir. Undir þann foss fer selur, en ei lengra. Eftir þetta hleypur Sogið fram með byggðinni Grafningsins að austanverðu, allt að Tunguármynni.
Þar er ferjustaðurinn yfir Sogið. Síðan koma enn nokkrir smáhólmar, er Torfastaðahólmar eru kallaðir, með varpi nokkru. Þar brúkast og ferjustaður frá Torfastöðum.

Álftavatn

Álftavatn – kort.

Fyrir sunnan téða hólma slær Sogið sér út og breikkar, so lítill straumur verður í því, með sléttum sandi á botninum. Þar er vað, sem oftast nær brúkast árið um kring, nema þá stærstu vatnavextir eru. Þetta vatn kallast Álftavatn. Sunnarlega í því er hólmi stór með bergi í kring, hvar arnir verpa tíðum. Þegar Álftavatn tekur að mjókka er enn kallað Sog, hvort rennur enn til suðurs að austan verðu við Ingólfsfjall (á móti Alviðru er og líka ferja höfð) og allt í Hvítá. Títtnefnt Sog aðskilur Grafning frá Grímsnesi.
Anno 1703 voru og töldust búendur í Ölvesi, er tíund gjörðu frá níu hundruðum og þaðan af frekara seytján; en frá fjórum hundruðum til tíu hundraða þrjátíu og einn. En þeir minna tíunda en fjögur hundruð eru fimmtíu og einn.
Reiknast lausafjártíundir allar í Ölvesi á ofanskrifuðu ári fimm hundruð hundraða, sjötíu og átta hundruð betur.
Tala heimilisfastra manna, ríkra og óríkra, á sama hér téðu ári, í þrátt nefndum hrepp, er fimm hundruð sjötíu og sex menn, en fátækir umferðamenn sveitarinnar teljast þrjátíu og einn. Summa alls fólksins fimm hundruð níutíu og sjö menn.“

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1936, Lýsing Ölvershrepps, Hálfdán Jónsson, 1703, bls. 57-78.

Grafningur

Grafningur – málverk.

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1933 er fjallað um „Nokkur byggðanöfn„, þ.á.m. örnefnið „Grafning“:

Grafningur

Grafningur – herforingjaráðskort 1903.

„Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið Grafningur).

En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Grafningur

Grafningur – Atlaskort.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – kort.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðar sögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bildsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.

Grafningur

Grafningsháls – gömul þjóðleið.

Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan upp eftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi í Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyrr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðar sögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða. Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá.

Grafningur

Grafningsháls – þjóðleiðin fyrrum.

Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. Í registrunum við sumar útgáfur Harðar sögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells.

Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurn tíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. —

Bíldsfell

Bíldsfelll – séð til norðausturs.

Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – AMC-kort.

Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á og byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn »í Grafningi« í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 15241). Nesjar »í Grafningi« eru nefndir 1539 og Tunga »í Grafningi« 1545.

Álftavatn

Álftavatn og nágrenni.

Sjálft skarðið, leiðin milli fellanna, hefir verið nefnt Grafningsháls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc.«. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.

Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá Litlahálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01. 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Gamli þjóðvegurinn um Grafningsháls. Nýrri að baki.

Villingavatn

Í fornleifaskráningu „Fornleifar í Grafningi“ frá árinu 2008 er m.a. fjallað um Borgarhús í landi Bíldfells í Grafningi og Símonarhelli að Villingavatni, auk heymkumls á hólnum Einbúa í því landi. Heimildinar eru m.a. byggðar á örnefnalýsingum.

Um jörðina Bíldsfell segir:

Bíldsfell

Bíldsfell um 1950.

„42 2/3 hdr. 1847, óþ. 1706. Skálholtskirkjujörð. „Þorgrímr bíldr, bróðir Önundar bílds nam lönd öll fyrir ofan Þverá ok bjó at Bíldsfelli. Hans leysingi var Steinröðr, son Melpatrix af Írlandi; hann eignaðisk öll Vatnslönd ok bjó á Steinröðarstöðum.“ Landnámabók, ÍF I, 388, 390.
Kirkju í Bíldsfelli er getið í máldaga frá um 1220, DI I, 409 og í Vilchinsmáldaga DI IV, 93.
Bæjar eða fjalls er getið í Harðarsögu – ÍF XIII, 50.
1539 er Sveinn Þorvaldsson búandi á Bíldsfelli, landseti Skálholtsstóls, meðal þeirra sem drápu Diðrik van Minden og fylgjara hans í stofunni í Skálholti – Bsk II, 270.
1712 er Ólafur Þórðarson bóndi á Bíldsfelli, AÍ X, 67. Jarðardýrleiki óviss 1706, eign Skálholtsstóls, jörðinni fylgja tveir vatnshólmar. „Jörðin var í eyði þegar Jón Sigurðsson flutti þangað 1788.“ Ö-Bíldsfell, 10.

Borgarhús

Borgarhús.

1706: „Túninu spilla leirskriður úr fjalli, sem jeta sig niður í dældir og gjöra jarðföll, ítem stórgryti, sem hrapar úr fjallinu. Engið felur mjög í hrjóstur og fer til
þurðar.“ JÁM II, 384.
1839: „Heyskaparlítið, útigangur góður.“ SSÁ, 182. 1918: tún 7,9 ha sléttað, garðar 1454 m2. „Eftir Jón Sigurðsson varð Ögmundur sonar hans ábúandi.
Keypti hann jörðina af systkinum sínum og bætti hana mjög, sléttaði túnið og stækkaði og girti sæmilega.“ Ö-Bíldsfell, 10. „Skitpist hún aðallega í lyngmóa, heiðar, mýrardrög, fjallendi og melaöldur. Hagar eru að mestu leyti grónir og skjólgóðir. Vetrarbeit er góð því nokkuð er um kjarr og lyng en hefur ekki verið notuð í seinni tíð.“ SB III, 268.
Ný tún tekin í notkun og sléttuð um og eftir 1970.“

Borgarhús – fjárhústóft

Borgarhús

Borgarhús – uppdráttur ÓSÁ.

„Norðan til í Hamrabrekkunni er Hamralág. Eftir henni liggur heygatan upp í Lönd. Suður af Hömrunum eru Láguhamrar. Þar sem þeir byrja byggðu synir Jóns Sigurðssonar geysimikla fjárborg úr feiknastórum björgum. Hefir hún verið byggð snemma á 19. öld. Síðar byggði Ögmundur Jónsson þar fjárhús, er nefndust Borgarhús og tók smærra grjótið ofan af borginni og hafði í húsin. Voru þar hýstir sauðir á vetrum, en stekkatún á vorum“, segir í örnefnalýsingu.
Fjárhúsin eru um 40 metra norðvestur af Sakkagilinu, og um 6-800 metra vestur af sumarbústaðnum undir Hömrunum á þýfðum grasbala.
Syðst er garðbútur sem liggur í norðvestur og er smávegis sveigja á honum og svo beygir hann til norðvesturs alls um 42 m langur.  Rétt vestur af honu er  beitarhúsatóftin um 6×10 að utanmáli, 9×4 að innanmáli og opast hún til suðvestur og er enginn veggur á þeirrri hlið.  Heystæðið gæti verið litla hólfið norður af beitarhúsatóftinni.

Um Villingavatn segir:

Villingavatn

Villingavatn.

„20 hdr. 1706, c. 1500. Úlfljótsvatnskirkjujörð.
Fyrst getið 1397, DI IV, 93. 13.6.1703 telja eigendur að jörðinni Úlfljótsvatni … sextíu hundruð að dýrleika, hvar með fylgir kirkjueignin Villingavatn, tuttugu hundruð að dýrleika, en hefur verið þessi kirkjueign sett fyrir xc til arfaskipta í fastaeign, hvað enn nú stendur sem fyrri.’ JÁM XIV, 62.

Villingavatn

Villingavatn – túnakort 1918.

14.6.1703 telur Magnús Magnússon ’20c af Úlfljótsvatni, bóndaeign, heyra mér …. Kirkjujörð, … heitir Villingavatn, að dýrleika 10c að aftekturn. Tilheyrir mér hún hálf. Landskuld til mín, x aurar, gelst í landarum. Kirkjukúgildi 6, þar af eftir 3 betalast prestinum 6 fjórðungar smjörs eða í landaurum, peningum eður þvílíku.’ JÁM XIV, 63 nm.
„Allstór fjallajörð. Liggur móti norðaustri og á land frá Þingvallavatni og út í Ölfusmörk.“ SB III, 266, 1918: Tún 5,7 ha. Matjurtagarðar 695 m2.
1839: „heyskapur gnægur, útbeit og silungsveiði, hættujörð af graflækjum.“ SSÁ, 182. 1977: Tún 39,7 ha. „Víða góð skjól og beitiland gott þar til mýið var drepið 1959. Þurrlend móajörð með melum á milli upp til fjallsins en mýrarsund nær bænum og kringum tjörnina. Valllendisblettir eru víða.“ SB III, 266. Flest túnjarðarinnar sléttuð með stórvirkum vinnuvélum um og eftir 1970.“

Símonarhellir – fjárhellir/fjárskýli

Villingavatn

Villingavatn – Símonarhellir.

„Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum […]. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu.
„Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns. Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar.

Einbúakuml – tóft/heystæði

Villingavatn

Villingavatn – Einbúakuml.

Um 40-50 metra suðaustur af Einbúanum og 100 metra austur af Hringatjörnum er Einbúakumlið. Þýfður melur, blettur í annars uppblásinni urðinni. Heytóftin er vel heilleg, opnast til norðurs. Hún er alls 6×4 að utanmáli en 4×2 að innanmáli. Hleðslur eru enn vel greinilegar, alls 5 umför þar sem suðausturveggurinn er hæstur.

Heimild m.a.:
-Fornleifar í Grafningi; Nesjar, Hagavík, Krókur, Villingavatn, Bíldsfell, Tunga, Hlíð, Stóri-Háls, Litli-Háls og Torfastaðir, Orri Vésteinsson & Sædís Gunnarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík, 1998.
-Örnefnalýsing fyrir Bíldsfell. Ögmundur Sigurðsson, Hafnarfirði 10. júlí 1921.
-Örnefnalýsing fyrir Villingavatn. Sigurður Hannesson fæddur að Stóra-Hálsi 1.6.1926, kom að Villingavatni árið 1948.
-Örnefnalýsing fyrir Villingavatn. Þorgeir Magnússon skráði 1970 (1896-1983).

Villingavatn

Villingavatn – í Símonarhelli.

Villingavatn

Þorgeir Magnússon, fæddur að Villingavatni 27. 3. 1896, og bjó þar frá 1925 til 1948. Þar bjó áður faðir hans, Magnús Magnússon, fæddur að Villingavatni 1. 6. 1858, frá 1887 til 1925. Þar áður Magnús Gíslason, fæddur að Villingavatni 21. 7. 1813 frá 1850 til l887. Þar áður Gísli Gíslason, fæddur á Þúfu í Ölfusi 9.10. 1774, frá 1804 til 1850.

Villingavatn

Þorgeir Magnússon. Myndin er tekin við  Krýsuvíkurkirkju.

Í örnefnalýsingu Þorgeirs af Villingavatni sem hann skráði árið 1970 getur hann um helstu örnefni og minjar á landareigninni. Þar segir m.a.:
„Að norðan: Þingvallavatn frá Sogskjafti (þar sem vatnið fellur í jarðgöngin hjá Steingrímsstöð) að Villingavatnsárós.
Að vestan: Villingavatnsá, frá því að gatan liggur yfir hana, fyrir neðan Tröllháls út í Laxárdal og eftir henni til ósa við Þingvallavatn. Þegar kemur út að Tröllhálsi eru mörkin eftir götunni sem farin er þegar farið er fram í Ölfus, í grjóthól í Votumýri og er það horn-mark, og einnig landamerki milli Ölfus- og Grafningshreppa.
Að sunnan: Bein stefna um Villingavatnsselfjall í Efjumýrarþúfu, sem er hornmark sem 6 jarðir liggja að, Villingavatn, Úlfljótsvatn, Hlíð, Stóriháls, í Grafningi, og Gljúfur og Sogn í Ölfusi. Þetta eru afar forn mörk.
Að austan: Þau mörk eru frá 1850, og eru milli Úlfljótsvatns og Villingavatns, og eru úr Efjumýrarþúfu um há Botnahnúk, Dagmálafjall, Úlfljótsvatnsselfjall, Náttmálahnúkur, vesturbrún Hlíðarkinnar um Gildruhól í Hagavíkurþúfu, í há Skinnhúfuberg og þaðan í stefnu á Kálfstinda niðrí Þingvallavatn, (rétt vestan við niðurfallið í Steingrímsstöð).

Villingavatn

Villingavatn um 1960.

Þegar jörðunum Úlfljótsvatni og Villingavatni var skift árið 1850, fékk Villingavatn veiðiítak í Úlfljótsvatni, frá Straumsnesi að Sauðatanga, og bátsuppsátur á Kænunefi. En það nef eyðilagðist þegar Ljósifoss var virkjaður og vatnsborð Úlfljótsvatns var hækkað.“
Í örnefnalýsingunni getur Þorgeir m.a. um Villingavatnssel í Seldal, Gamlasel í Gamla-selgili og Ingvaldarsel ofan Svartagils (í landi Úlfljótsvatns).

Villingavatn

Villingavatn – túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu um „Fornleifar í Grafningi“ frá árinu 1998 segir m.a. um Villingavatn:

Villingavatn
20 hdr. 1706, c. 1500. Úlfljótsvatnskirkjujörð. Fyrst getið 1397, DI IV, 93. 13.6.1703 telja eigendur að jörðunni Úlfljótsvatni … sextíu hundruð að dýrleika, hvar með fylgir kirkjueignin Villingavatn, tuttugu hundruð að dýrleika, en hefur verið þessi kirkjueign sett fyrir xc til arfaskipta í fastaeign, hvað enn nú stendur sem fyrri. JÁM XIV, 62.

14.6.1703 telur Magnús Magnússon ’20c af Úlfljótsvatni, bóndaeign, heyra mér …. Kirkjujörð, …

Villingavatn

Villingavatn um 1960.

heitir Villingavatn, að dýrleika 10c að aftekturn. Tilheyrir mér hún hálf. Landskuld til mín, x aurar, gelst í landarum. Kirkjukúgildi 6, þar af eftir 3 betalast prestinum 6 fjórðungar smjörs eða í landaurum, peningum eður þvílíku.’ JÁM XIV, 63 nm.
„Allstór fjallajörð. Liggur móti norðaustri og á land frá Þingvallavatni og út í Ölfusmörk.“ SB III, 266, 1918: Tún 5,7 ha. Matjurtagarðar 695 m2. 1839: „heyskapur gnægur, útbeit og silungsveiði, hættujörð af graflækjum.“ SSÁ, 182. 1977: Tún 39,7 ha.

Villingavatn

Villingavatn – Hringatjarnir neðst og Villingavatn efst.

„Víða góð skjól og beitiland gott þar til mýið var drepið 1959. Þurrlend móajörð með melum á milli upp til fjallsins en mýrarsund nær bænum og kringum tjörnina. Valllendisblettir eru víða.“ SB III, 266. Flest túnjarðarinnar sléttuð með stórvirkum vinnuvélum um og eftir 1970.
Bæjarhóllinn var við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs, um 40 metra austur af núverandi íbúðarhúsi. Slétt tún, sléttað eftir 1970.

Skinnhúfuhellir

Villingavatn

Skinnhúfuhellir – einstigi.

Skinnhúfuhellir er austast í á Langapalli. Þangað var áður fyrr fært eftir mjóu einstigi í miðju berginu, en nú hefur brotnað úr því á kafla svo það má heita ófært á fæti. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur.

Símonarhellir
„Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli.“ segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu.

Villingavatn

Villingavatn – Símonarhellir.

Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni. „Annar hellir [en Skinnhúfuhellir] er vestan til í hlíðinni, hafður fyrir fjárhelli frá Villingavatni.“ Ekki skráð 1998. Í Símonarhellir er grjóthleðslur, en engar slíkar eru í Skinnhúfuhelli.

Fjárhellir – fjárskýli

Villingavatn

Villingavatn – fjárhellir (-skjól).

„Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum […]. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. „Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ.
Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml, er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar.

Lambagarður

Villingavatn

Villingavatn – örnefni og minjar; ÓSÁ.

„Lambagarður: Hlaðinn varnargarður, frá vatni upp í berg“, segir í örnefnalýsingu. Um það bil 50 metra austur af fjárhellinum er hlaðinn garður út í Þingvallavatn, um 2 km norðaustur af bæ. Grýtt, brött og gróin hlíð frá bergi út í vatn. Garðurinn er 45 metra langur og 1 metra breiður og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar en hleðslur eru nokkuð signar.

Tjörnin (Villingavatn)
„Lækurinn: Afrennsli úr Tjörninni, rann norður mýrarsund og engjar og útí Þingvallavatn. Í tíð Magnúsar Magnússonar [ábúandi 1887-1925] var grafinn skurður meðfram Helluholti, Gíslaþúfu og Stekkásmóa norður í Rás, þetta var gert til þess að ná vatninu til áveitu á engjarnar, og tókst vel, en eftir það var alltaf talað um gamla og nýja læk. Nú mun sú áveita vera aflögð.“ segir í örnefnalýsingu. Í mýrinni eru nú tveir vélgrafnir skurðir og einnig náttúrulegir farvegir eða handgrafnir skurðir. Sundurgrafinn þýfður mói.

Heykuml – tóft

Villingavatn

Villingavatn – heykuml á Einbúa.

Um 40-50 metra suðaustur af Einbúanum og 100 metra austur af Hringatjörnum er Einbúakumlið. Þýfður melur, blettur í annars uppblásinni urðinni. Heytóftin er vel heilleg, opnast til norðurs. Hún er alls 6×4 að utanmáli en 4×2 að innanmáli. Hleðslur eru enn vel greinilegar, alls 5 umför þar sem suðausturveggurinn er hæstur.

Stekkur (heimasel)

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

„Stekkás: Nokkuð hár ás fyrir vestan engjarnar og norðan Hellholts.[…] Stekkurinn: Sunnan í Stekkásnum, síðasti stekkurinn sem notaður segir í örnefnalýsingu. Stekkjartóftin er um 50 metra norður af norður enda Tjarnarinnar (Villingavatns), um 100 metra vestur af Villingavatnsánni.
Stekkurinn er byggður utan í stóran jarðfastan stein á sléttur grónum bala í annars grýttri, blásinni og þýfðri brekku. 2 hólf eru greinileg, að norðaustanverðu hefur aðeins verið grafið inn í brekkuna og hlaðið undir og milli 2 steina. Hólfið er um 3 á breidd en bæði 2 og 4 var.“

Fjárborg (Borgin)

Villingavatn

Villingavatn – tóft ofan við Björgin, vestan vaðsins yfir Sogin. Sennilega birgðageymsla Skólholtsstaðar við Kjóaveginn.

„Borgin: Gömul fjárborg á Borgarholti.“ segir í örnefnalýsingu. Borgarholtið var á túninu sem nú er norðan og austan við tjörnina, þar sem nú er braggi. Borgin var sunnan við braggann. Slétt tún.

Gamli-garður
„Gamli garður: Garðlag liggur yfir Grenásinn vestanverðan frá Tjörninni suður í Úlfljótsvatn. Þetta hefur verið mjög mikið mannvirki, því það sem enn sést, er breitt um sig, og bendir til þess að garðurinn hafi verið breiður og mikill, engar sagnir eru tengdar við þennan garð svo vitað sé.“ segir í örnefnalýsingu. Vesturendi hans er nokkuð ofan við Gamlastekk, 017, og svo liggur garðurinn til norðvesturyfir ásinn og út í Úlfljótsvatn, við Fjárhöfða. Ásinn er gróinn í hlíðunum og blásinn og grýttur að ofan. Garðurinn er alls um 1,2 km langur og 1,3 á breidd en hleðsluhæð er mest 0,5. Nokkuð rof er í garðinn, og svo liggur vegaslóði í gegnum hann efst á ásnum. Garðurinn hefur sennilega verið nær 1,5 km í upphafi.

Gildruhóll

Villingavatn

Villingavatn – refagildra á Gildruhól.

„Gildruhóll: Grjót- og klapparhóll fyrir sunnan Grenás, í mörkum milli Villingavatns og Úlfljótsvatns.“ segir í örnefnalýsingu. „Hóllinn er á landamörkunum, girðing liggur við hann. Grjót og klapparhóll. Ekki er að sjá gildrutóft þarna og man heimildarmaður ekki eftir að svo hafi verið“.
Leifar gildrunnar má sjá syðst á Gildruhól.

Gamlastekkatún
„Gamlastekkatún: Grasbrekka fyrir ofan [Litlaflóðs-] mýrina, og sést móta fyrir stekknum.“ segir í örnefnalýsingu. Brekka þessi er austur af tjörninni (Villingavatni), og var stekkurinn sunnan við miðja tjörn á vatnsbakkanum. Mikið þýfi á austurbakka tjarnarinnar. Heimildarmaður telur enn sjást til stekkjarins, en skrásetjari gat ekki greint hann í stórþýfinu.

Stöðulhús

Villingavatn

Villingavatn – stöðulhús/Gamla réttin.

„Stöðulhús: Fyrir sunnan túnið, við veginn, þar sem réttin er. Gamla réttin.“ segir í örnefnalýsingu. Fyrir sunnan túnið, milli túnsins og Grjóthólsins. Réttin og húsið standa um 2 metrum suðaustan við heimreiðina um 6 metrum norðar en afleggjarinn af þjóðveginum heim að Villingavatni. Tóftin af húsinu er 2×6-7 að innamáli en 15xll að utanmáli og hleðsluhæð mest 0,5m, opnast til norðausturs. Hleðslugrjót greinilegt að innanverðu, oft sjást 3-4 umför. Réttin kemur til suðvesturs út úr tóftinni og beygir síðan til norðausturs og síðan til norðurs eftir heimreiðinni þangað til hún hverfur inn í hana. Gætu verið fleiri tóftir sunnan við réttina.

Stekkjarflatir

Villingavatn

Villingavatn – fjárborg efst í Gamla-selsgili.

„Stekkjarflatir: Stórar valllendisflatir, vegurinn liggur yfir þær austast, og ná þær alla leið út að Klifberagili að suðvestan og Hádegismóum að norðv.“ segir í örnefnalýsingu. Á Stekkjarflötum er nú tún suður af þjóðveginum, 360, austan við afleggjarann heim að Villingavatni. Sjást smá mishæðir í túninu en erfitt að geta sér til um hvar stekkurinnn var nákvæmlega.

Selnef
„Selnefið: Melnef sem nær útí ána, suðvestur af Keldumýri.“ segir í örnefnalýsingu. „Um 150 metra suðvestur af Grafarmýrinni er Selnefnið. Þýfður blautur mór. Heimildamaður man ekki eftir að hafa séð né heyrt um tóftir þarna.“
Villingavatnsáin kemur þarna niður úr Gamla-selgili. Gamlasel er ofarlega í gilinu.

Gamlasel

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

„Gamla Selgil: Gilið sem liggur eftir miðjum [Sel-] dalnum. […] Dagmálafjall: Fell fyrir austan Seldal, í mörkum. Eyktarmörk frá Gamlaseli sem var í Gamlaselgilinu suður undir Botnaflöt, eins og enn sér merki.“ segir í örnefnalýsingu. „Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er við gilið þar sem lækurinn úr Litla Laxárdal kemur niður, um 40 metra suðaustur af akveginum upp í Laxárdal. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar.

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

Aðeins sést ein nokkur óglögg tóft, tvíhólfa. Hún opnast til suðurs og er hólfið sem opnast 2,5×1,5 að innanmáli. 2 metrum sunnan við opið mótar fyrir öðru hólfi en það er aðeins lxl að innanmáli. Að utanmáli er tóftin 7,5×4 m og eru hleðslur útflattar mest 0,2 á hæð.

Hlíðarskarð
„Hlíðarskarð: Þar sem gatan liggur út á Selflatir. – Hlíðarskarð heitir skarðið fyrir norðan Selflatimar.[…] Um Hlíðarskarð eru götuslóðar, sem nú eru fáfarnir, síðan vegurinn kom fyrir neðan Háfell og Skógarnef.“ segir í örnefnalýsingu. Greinilegur götuslóði, má sjá hann liggja í gegnum tóftina undir Náttmálahnjúknum.

Villingavatnssel

Villingavatn

Villingavatn – Villingavatnssel.

„Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti, 3×3 m, er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar, vegurinn upp í Seldal liggur samhliða götunum.
„Innst í Seldalnum að vestanverðu, alveg við árbakkan eru 3 tóftin sem eru sennilega af seli á þýfðum vallendisbala. Allt svæðið er 12x12m og er hleðsluhæð mest 0,4m. Stærsta tóftin er nokkur greinileg, alls 3 hólf í henni. „

Heimildir:
-Fornleifar í Grafningi, Orri Vésteinsson & Sædís Gunnarsdóttir, Reykjavík 1998.
-Þorgeir Magnússon, örnefnalýsing fyrir Villingavatn 1970.

Villingavatn

Villingavatn – fjárhellir; áletrun.

Grafningur

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir um „Grafninginn„.

Nesjavellir
„Grafningurinn skipar heiðurssess í blaðinu að þessu sinni. Þar segir frá þekktum forfeðrum og ríkum ættartengslum innan þessarar litlu sveitar, svo og sögufrægum bæjum þar sem óleystar gátur leynast í grasigrónum rústum. Í gömlum upptökum frá systkinunum frá Úlfljótsvatni lesum við einnig um hjátrú og kynlega kvisti.

Dyr

Dyrnar í Dyradal.

Grafningurinn var lengi nokkuð einangraður. Á aðra hönd er stóráin Sogið, Þingvallavatn framundan á löngum kafla og vestan við eru fjöll og firnindi. Á Soginu voru góðir ferjustaðir þótt vað væri aðeins eitt. Efsti ferjustaðurinn var yfir Þingvallavatn ofan við Dráttarhlíðina, ekki langt frá útfallinu. Hann var mjög hættulegur og varð þar eitt sinn stórslys þegar menn og skepnur soguðust ofan í útfallið. Annar ferjustaður var neðan við Dráttarhlíðina á móts við Kaldárhöfða. Þriðji ferjustaðurinn var við neðanvert Úlfljótsvatn. Sá fjórði var skammt ofan við Ljósafoss og sá fimmti var frá Bíldsfelli gegnt Ásgarði. Eina vaðið á Soginu var um Álftavatn. Botninn er þar góður, harður sandbotn. Venjulega er þar ekki mjög djúpt, víðast litlu meira en í kvið á hesti. Þó segir í Sturlungu um för þeirra Sturlu Sighvatssonar og Gissurar Þorvaldssonar, þegar þeir komu úr Apavatnsför 1238, að þeir „höfðu djúpt“ er þeir riðu yfir Álftavatn.

Grafningshálsinn

Grafningur

Sporin í Grafningi.

Þeir Sturla og Gissur munu einnig hafa riðið gamla alfaraleið frá Álftvatnsvaðinu, yfir Grafninginn, um Grafningsháls á leið sinni að Reykjum í Ölfusi.
Grafningshálsinn var þjóðleið milli Ölfuss og Grafnings. Um hann fóru skreiðarflutningar Skálholtsbiskupsstóls, en Skálholtsmenn létu flytja sér skreið frá Þorlákshöfn allt fram undir lok 18. aldar.
Leiðin lá um svo kallaðan Djúpa-Grafning, sem er gróið dalverpi, sem á kafla er flóraður, þ.e. hellulagður. Farið var upp hjá Litla-Hálsi og komið niður í Ölfusið hjá Hvammi. Sumir telja að nafnið Grafningur sé komið af Djúpa-Grafningi.

Íbúar og hreppatengsl
GrafningurGrafningur tilheyrði Ölfushreppi til ársins 1785. Síðan var hann sérstakur hreppur fram til 1828 þegar hann sameinaðist Þingvallahreppi. Á þessum árum var náin samvinna við Grímsneshrepp. Grafningurinn varð aftur sjálfstæður 1861 og var það í rúma öld. Hann sameinaðist svo Grímsneshreppi 1998.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708, eða þar um bil, er getið ellefu lögbýla og þriggja hjáleiga í Grafningi í Ölfushreppi. Heimilismenn á þessum bújörðum eru samkvæmt manntalinu 1703, 94 að tölu. Þar við bætast „fátækir flakkarar“ og „óráðvandir, latir en vinnufærir“ samtals 31 að tölu í Ölfusi og Grafningi.
Fyrir einni öld voru tólf bæir í Grafningshreppi og íbúarnir rúmlega eitt hundrað, nú er búskapur á um helmingi jarðanna og íbúar undir 50.
Í sveitalýsingu sinni frá 17. öld segir Æri-Tobbi:
„Arra sarra, urra glum
illt þykir mér í Flóanum.
Þagnar magnar þundar klið
þó er enn verra Ölvesið.“
Fátt segir af mannlýsingum forðum en skemmtileg er lýsing Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar í Ferðabók þeirra frá árunum 1755-56. Þar lýsa þeir uppsveitamönnum þannig að þeir séu: …stórir vexti og vel á sig komnir… sjaldnast hraustlegir í andliti en nokkuð fölleitir… Fólkið sem alizt hefir upp í verstöðvunum er yfirleitt ófríðara og verr vaxið en sveitafólkið.

Kirkjur
ÖlfusvatnÞekktir eru fimm kirkjustaðir í Grafningi. Elsta kirkjan var á Ölfusvatni, hennar er getið 1180. Á Úlfljótsvatni er komin kirkja 1220 og einnig á Bíldsfelli. Laust fyrir 1400 er svo reist kirkja á Torfastöðum. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir einnig að enn sjáist sýnileg merki kirkjutóftar og kirkjugarðs í Nesjum.
Á 16. öld eru aðeins eftir tvær kirkjur í Grafningnum, á Ölfusvatni og Úlfljótsvatni. og 1706 er aðeins eftir kirkjan á Úlfljótsvatni. Núverandi kirkja er byggð 1863 á gömlu kirkjustæði í útgröfnum kirkjugarði.
Ófeigur Jónsson, bóndi og smiður frá Heiðarbæ, málaði altaristöflu kirkjunnar. Hún sýnir heilaga kvöldmáltíð. Í turninum eru tvær koparklukkur með ártalinu 1744.

Bæir í byggð
Í dag eru sjö bæir í byggð: Torfastaðir II, Úlfljótsvatn, Bíldsfell, þar er tvíbýli, Stóri-Háls, Litli-Háls, Villingavatn og Nesjar. Á Torfastöðum II og LitlaHálsi ólst rithöfundurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson upp. Úlfljótsvatn er kirkjustaður. Nafnið er fengið frá Úlfljóti, fyrsta lögsögumanninum, frá 930.

Úlfljótsvatn.

Úlfljótsvatn – kirkja.

Skátahreyfingin hefur haft aðstöðu á hluta jarðarinnar frá 1944 og 1967 fékk Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar þar land undir orlofshús. Árið 2012 keyptu Skógræktarfélag Íslands Úlfljótsvatn ásamt Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur. Á Úlfljótsvatni bjuggu lengi hjónin Kolbeinn Guðmundsson (1873-1967) og Geirlaug Jóhannsdóttir (1870-1952). Þau hjónin voru systkinabörn, bæði barnabörn Nesjavalla-Gríms og Hallgerðar konu hans. Vilborg dóttir þeirra var lengi kennari á Ljósafossi. Foreldrar Kolbeins voru Guðmundur Jónsson og Katrín Grímsdóttir sem bjuggu í Hlíð í Grafningi. Foreldrar Geirlaugar voru Jóhann Grímsson og Katrín Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Nesjavöllum. Bíldsfell er landsnámsjörðin í Grafningi. Hana nam Þorgrímur bíldur, (bíldur=blóðtökuhnífur). Bíldsfell var talin með bestu jörðum í Árnessýslu. Þar var mikill gróður, góðar slægjur og traust vetrarbeit auk mokveiði af laxi.

Bíldsfell

Bíldsfell.

Bíldsfell er talið fyrsta sveitabýlið á Íslandi sem raflýst er frá vatnsaflsstöð en þar var bæjarlækurinn virkjaður árið 1912.
Á Stóra-Hálsi hefur búið Ársæll Hannesson, ásamt konu sinni Petrínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, og dóttir þeirra Ásdís, en rætur þeirra hafa staðið í Grafningnum í 240 ár. Nú er tekin við búinu Sigrún Jóna Jónsdóttir, dóttir Ásdísar. Á Villingavatni, sem er skilgreind sem fjallajörð í Sunnlenskum byggðum, bjó til skamms tíma Sigurður Hannesson, bróðir Ársæls á Stóra-Hálsi. Hann lést 2012 og leigði Ingólfi Guðmundssyni frá Miðfelli jörð sína og búfé, með óvenjulegum skilmálum, að sögn, til rúmlega 90 ára, og býr Ingólfur, sem er rúmlega fertugur, þar í dag. Við Þingvallavatn, í landi Villingavatns, er fjárhellir sem notaður hefur verið frá ómunatíð. Skinnhúfuhellir er einnig í landi Villingavatns.

Nesjar

Nesjar.

Í Nesjum, sem er efsti bær í Grafningi, býr Örn Jónasson. Bærinn stendur á vestasta nesinu af þrem sem ganga út í Þingvallavatn vestanvert. Nesey tilheyrir Nesjum. Í Nesjum bjó forðum Þorleifur Guðmundsson, sem bjargaðist í brunanum í Norðurkoti 1773, og þar fæddist Nesjavalla-Grímur.
Bæir í eyði Grafningsbæir sem farnir eru í eyði eru Torfastaðir I, Tunga, Hlíð, Krókur, Hagavík, Ölfusvatn og Nesjavellir. Nesjavellir og Ölfusvatn eru í eigu Orkuveitunnar.
Sel voru frá mörgum bæjum og sjást seljarústir víða. Aðalréttin í Grafningnum er Selflatarétt, byggð 1910. Aðrar réttir voru Nesjavallarétt, en þangað var féð rekið af Mosfellsheiði og Dyrfjöllum, Ölkelduhálsrétt (1908-1930), sem var rúningsrétt, og Tindarétt (1960-1976), einnig rúningsrétt.

Orkugjafar

Ölfus

Ölfusölkelda.

Grafningurinn hefur ekki verið talin sérstök kostasveit í búskaparlegu tilliti, ef frá eru talin veiðihlunnindi í ám og vötnum. En auðæfi hreppsins eru vatnsorkan og jarðhitinn sem í dag eru bæði nýtanleg og nýtt.
Greinar Guðfinnu Ragnarsdóttur um Grafninginn og Grafningsbæina eru unnar upp úr eftirfarandi heimildum: Árbók Ferðafélags Íslands frá 2003, Þingvallavatn, Undraheimur í mótun frá 2002, í ritstjórn Péturs M. Jónassonar og Páls Hersteinssonar, Sunnlenskar Byggðir, III, Grímsnes Búendur og saga frá 2002. Ferlisgreinar af netinu eru eftir Ómar Smára Ármannsson og ýmsar munnlegar heimildir eru m.a. frá. Ársæli Hannessyni á Stóra-Hálsi.

Ölfusvatn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

Blótsteinar, brunnur, ósnortnar bæjarrústir og aldagamall bæjarhóll, traðir og dularfullt fangamark klappað í stein. Þetta og ótal margt fleira mætir þeim sem leggur leið sína að eyðibýlinu Ölfusvatni í Grafningi.
Ölfusvatn er landnámsjörð og ætla má að þar hafi verið búið óslitið frá landnámsöld. Jarðarinnar er getið í Harðar sögu Grímkelssonar. Þórðar saga kakala í Sturlungu greinir einnig frá því er Símon knútur var veginn á Ölfusvatni árið 1243, en hann var einn þeirra er stóðu að vígi Snorra Sturlusonar. Tumi Sighvatsson, bróðursonur Snorra, kom á Ölfusvatn og lét taka Símon. „Var hann út leiddur og höggvinn“.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – minjar.

Í túni Ölfusvatns eru tvö örnefni sem minna á hinn forna goða, Grímkel. Annars vegar er það Grímkelsgerði, óljós garður, sem liggur í boga suðvestur af bæjarhólnum. Hitt örnefnið er Grímkelsleiði.
Þar er talið að Grímkell hafi verið grafinn. Bæði Grímkelsgerði og Grímkelsleiði eru friðuð.
Sandey tilheyrði áður Ölfusvatni, upphaflega gjöf til Ölfusvatnskirkju. Kona gaf eyna til sáluhjálpar tveim sonum sínum sem hún missti í vatnið. Nú er eyjan talin sameign margra. Þar hefur verið gróðursettur barrskógur og lúpína við mismunndi undirtektir. Heyjað var í eynni fram um 1940 og heyið flutt á ís til lands á vetrum. Veiðibjölluvarp var nýtt til eggjatöku.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – hof.

Ölfusvatn hefur verið í eyði síðan 1947 og má þar enn sjá húsatóftir og garðleifar. Bæjarstæði Ölfusvatns er einstakur minjastaður og óskaddaður að mestu leyti. Bærinn fór í eyði áður en byrjað var að beita stórvirkum vinnuvélum við sléttun túna og bygginga. Á Ölfusvatni er því óskemmdur bæjarhóll þar sem eru upphlaðnar leifar af bæjarhúsum síðustu 1000 ára og útihúsatóftir gefa hugmynd um forna búskaparhætti.
Bæjarstæðið eða bæjarhóllinn er mjög greinilegur og má enn greina í honum herbergja- og húsaskipan síðasta bæjarins. Enn fremur sjást leifar nokkurra útihúsa í túninu.

Traðir og brunnur
ÖlfusvatnUppbyggð heimreið, traðir, liggja heim að bænum en framan eða austan við þær voru kálgarðar. Inni í bæjarrústunum er djúpur, hlaðinn brunnur með vatni. Sigurður bóndi á Villingavatni taldi þennan brunn vera einn þann elsta í Grafningnum.
Samkvæmt Landnámabók hét Þingvallavatn áður Ölfusvatn. Eftir að Alþingi kom saman á Þingvöllum var heiti vatnsins breytt í Þingvallavatn. Samkvæmt fornum heimildum var Ölfusvatn stórbýli. Jarðirnar Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni sem urðu sjálfstæð býli á 10. öld.
Sóknarkirkja var byggð á Ölfusvatni kringum 1200. Kirkjan stóð fram undir 1600 en eftir það lagðist sóknin til Úlfljótsvatnskirkju. Í dag er ekki vitað með vissu hvar Ölfusvatnskirkja stóð, en fast sunnan við bæjarhólinn er sjálfstæð rústabunga sem mögulega er hið forna kirkjustæði. Síðustu merki kirkju og kirkjugarðs sáust enn í byrjun 18. aldar.

Blótsteinn?
ÖlfusvatnMargar merkilegar minjar má finna á Ölfusvatni. Um tveim metrum austan við framhlið bæjarins, á hlaðinu, er að finna stein, svo kallaðan blótstein eða hlautstein. Ekki er vitað með vissu hvert hlutverk þessa steins hefur verið. Fleiri minni blótsteinar hafa fundist við bæinn. Getgátur eru um að hann hafi verið í hofi Grímkels Goða, en hann var sagður blótmaður mikill. Aðrar tilgátur eru um að hann hafi staðið fyrir dyrum hinnar fornu Ölfusvatnskirkju og að í steininum hafi verið vígt vatn. Sagt er frá slíkum steinum í fornum heimildum.
Hof Grímkels var helgað Þorgerði hörgabrúði, en hún var yfirnáttúruleg vera sem víða er getið í fornritum. Engar ótvíræðar hoftóftir sjást á yfirborði en örnefnið Hofkofi gefur þó vísbendingu um hvar menn hafa talið að hofið hafi staðið.

Óleyst gáta?

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Í brekkurótum, beint ofan við bæjarstæðið, er steinn með áletruninni, VES 1736 og á honum er kross. Steinninn er ekki auðfundinn en hjá honum er steinahrúga, sú eina á svæðinu. Þessi steinn var friðlýstur árið 1927. Fróðlegt væri að vita fyrir hvað stafirnir standa. Athugun á Mt 1703 leiddi ekki margt í ljós. Þó fann greinarhöfundur bónda nokkurn sem stafirnir gætu átt við. Það var Valgarður Einarsson, bóndi á Efri-Brú í Grímsnesi, sem er í næsta nágrenni við Ölfusvatn. Hann er sagður 43 ára árið 1703. Stafirnir gætu átt við, V fyrir Valgarður, E fyrir Einar og S fyrir son, en þannig skráðu menn oft fangamark sitt áður og fyrr. Það sem mælir gegn þessum manni er að hann hefði átt að vera nokkuð fullorðinn, eða 76 ára, árið 1736. Hann er þó enn á lífi og enn á Efri-Brú í Mt 1729. Valgarður þessi átti amk tvö börn sem nefnd eru í Mt 1703, Guðbrand þá 8 ára og Guðrúnu 1 árs. Hvort þau bjuggu á Ölfusvatni er ekki gott að vita. „Aldirnar leifðu skörðu“.
En hver svo sem það er sem hefur hoggið fangamarkið sitt í þennan stein er óhætt að mæla með heimsókn að Ölfusvatni í Grafningi. Þar blasir fortíðin við manni.

Átthagatryggð – Sjö kynslóðir í Grafningi

Grafningur

Stóri-Háls (MWL).

Sigrún Jóna Jónsdóttir er rúmlega þrítugur búfræðingur sem er nýtekin við búi á ættaróðalinu Stóra-Hálsi í Grafningi, þar sem bæði móðir hennar, Ásdís, og afi hennar og amma, Ársæll og Petrína Sigrún, hafa búið. Þegar hún lítur yfir ættarsöguna og Grafninginn getur að líta ótrúleg átthagatengsl, en þar hafa forfeður hennar búið í 240 ár, á átta af tólf jörðum Grafningsins.
Það var árið 1773 sem lítill, munaðarlaus drengur var ferjaður á bátskænu yfir Úlfljótsvatn ásamt vinnukonu sem skömmu áður hafði bjargað honum út úr brennandi bænum í Norðurkoti í Grímsnesi. Þar brunnu foreldrar hans inni. Á Úlfljótsvatni bjó föðurbróðir hans, Halldór Brandsson, og hjá honum ólst drengurinn, Þorleifur Guðmundsson (1770-1836) upp.

Nesjar

Nesjar.

Steindór Finnsson sýslumaður ávaxtaði fé Þorleifs og keypti í fyllingu tímans handa honum jörðina Nesjar í Grafningi, þar sem hann reisti bú ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Efri-Sýrlæk í Flóa. Þeim varð átta barna auðið og var eitt þeirra Grímur, Nesjavalla-Grímur (1799-1867). Guðrún drukknaði þegar hún féll niður um ís við að vitja um net í Þingvallavatni. Þá flutti Þorleifur bæ sinn að Nesjavöllum. Hann þoldi ekki að sjá vatnið sem hafði rænt hann eiginkonunni.

Fimm Grafningsbændur

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Á Nesjavöllum bjó síðan Grímur sonur þeirra og á eftir honum Jóhann (1843-1926) sonur Gríms. Margrét (1888-1965) dóttir Jóhanns varð síðar húsfreyja á Stóra-Hálsi og giftist Hannesi Gíslasyni. Fimm börn þeirra urðu bændur í Grafningnum: Sigurður á Villingavatni (1926-2012), Valgerður (1912-2003) húsfreyja á Torfastöðum, Ársæll f. 1929 á Stóra-Hálsi, Dagbjartur (1919-1999) á Úlfljótsvatni og í Hlíð og Kjartan (1920-1979), bóndi á Ingólfshvoli í Ölfusi, hafði stórt fjárbú á Litla-Hálsi á þriðja áratug. Meðal barna Margrétar og Hannesar á Stóra-Hálsi voru einnig Hannes (1913-1984) bóndi á Kringlu í Grímsnesi og Jóhann (1910-1976) trúboði, guðfræðiprófessor og þjóðgarðsvörður.

Grafningur

Grafningur – Krókur.

Gísli Magnússon, (1853-1943) faðir Hannesar, var bóndi og sýslunefndarmaður á Króki í Grafningi. Faðir hans var Magnús Gíslason (1813-1887) bóndi og hreppstjóri á Villingavatni og faðir hans var Gísli Gíslason (1774-1858) einnig bóndi og hreppstjóri á Villingavatni. Kona hans var Þjóðbjörg, ljósmóðir, dóttir Guðna Jónssonar (1716-um 1783) í Reykjakoti, sem Reykjakotsætt er frá talin.

240 ár
Úlfsljótsvatn..Um þessar mundir eru liðin 240 ár frá því að Þorleifur litli Guðmundsson steig fyrst á land í Grafningnum. Ásdís f. 1955, dóttir Ársæls og konu hans Petrínu Sigrúnar Þorteinsdóttur, bjó síðan með foreldrum sínum á Stóra-Hálsi. Hún er gegnum föðurömmu sína 5. ættliður frá litla, munaðarlausa drengnum sem forðum var ferjaður yfir Úlfljótsvatnið ásamt lífgjafa sínum. Nú hefur dóttir hennar, Sigrún Jóna Jóndóttir, f. 1981, tekið við búinu, nýútskrifaður búfræðikandidat frá Hvanneyri.

Grafningur

Grafningur – Litli-Háls.

Í Grafningnum bjuggu afkomendur Þorleifs þannig óslitið mann fram af manni og enn býr sem sagt barnabarnabarnabarnabarnabarnið hans, Sigrún Jóna, á einni af þeim sjö jörðum Grafningsins sem í byggð eru.

Og ekki nóg með það. Sigrún Jóna er einnig, gegnum föðurafa móður sinnar, 6. ættliður frá Gísla Gíslasyni, bónda og hreppstjóra á Villingavatni. Forfeður hennar og frændur hafa því byggt Nesjar, Nesjavelli, Stóra-Háls, Litla-Háls, Villingavatn, Úlfljótsvatn, Hlíð og Torfastaði. Traustari rætur er tæpast hægt að hafa í Grafningnum.

Nesjar og Nesjavellir

Nesja í Grafningi mun fyrst getið í gjafabréfi frá 1539. Erlendur Þorvarðarson lögmaður gaf Margréti dóttur sinni jörðina ásamt mörgum öðrum til giftumála. Þá er jarðarinnar getið í Gíslamáldögum vegna þess að þaðan var kirkjusókn að Ölfusvatni.

Nesjavellir

Nesjavellir.

Tvö fornbýli eru talin hafa verið í landi Nesja: Setbergsból og Vatnsbrekkur (Steinröðarstaðir). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708 er jörðin í Nesjum sögð 20 hundruð. Þá voru enn sýnileg merki kirkjutóftar og kirkjugarðs. En bóndinn bar sig illa við þá Árna og Pál því hvorki voru til net né bátur til þess að veiða þá gnægð silungs sem í vatninu var. Jörðin átti þá nægan skóg til kolagerðar og eldiviðar og enn er mikið birkikjarr í landi Nesja. Engar vatnslindir finnast í landinu.

Gamlasel

Gamlasel í Grafningi.

Nesjaey liggur undan Nesjum. Þar var heyjað um skeið fyrr á öldum en beðið var með heyflutninginn í land þar til vatnið lagði. Þar var einnig veiðibjölluvarp.
Grafningsbændur hlífðu slægjum heima fyrir og höfðu í seli líkt og aðrir bændur á Reykjanesskaganum.
Hér kom það einnig til að bjarga þurfti búsmala á sumrin undan mýbitinu á bökkum Sogs og Þingvallavatns.
Kýr voru af þeim sökum einnig oft hafðar í seli, auk sauðfjárins.
Afrétt áttu Nesjar, að sögn Jarðabókar Árna og Páls, árið 1706, undir Hengli. Þá áttu Nesjar samkvæmt sömu heimild fleiri en eina selstöðu: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifasel, Klængsel og Vallasel.“

Nesjavellir

Tóft við Nesjavelli.

Í ritinu Sunnlenskar byggðir, III. bindi, er sérstakur kafli um selstöður í Grafningi. Þar segir meðal annars: „Hálendið upp af bæjunum telst til heimalands jarðanna. Er þar mikið beitiland og var fyrrum mjög notað til selstöðu. Sér þar víða til selrústa.“
Um 1800 bjó í Nesjum Þorleifur Guðmundsson (um 1770-1836). Hann byggði jörðina Nesjavelli úr landi Nesja 1819 eða 1820, þar sem áður stóð Vallasel. Fyrsta bæjarstæðið á Nesjavöllum, þangað sem Þorleifur flutti, er fast við þjóðveginn, nokkur hundruð metrum vestan við Nesjavallaafleggjarann, vatnsmegin við veginn, rétt áður en brekkurnar byrja, þegar ekið er til vesturs.
Þorleifur, sem oft er kallaður faðir Nesjavalla ættarinnar, andaðist á Nesjavöllum 8. janúar 1836. Alls urðu börn Þorleifs 18.
NesjavellirEftir lát Þorleifs tók við búi Grímur, sonur hans og Guðrúnar fyrri konu hans. Hann er ávallt kenndur við bæ sinn og kallaður Nesjavalla-Grímur. Hann byggði bæinn upp á nýjum stað, syðst á Völlunum, skammt þar frá sem hann er nú. Ástæða flutningsins er talin sú að erfitt var með vatnsból enda gropin hraun allt um kring. Nesjavellir voru erfið jörð hvað heyskap varðaði og dugði ekki hey það sem náðist af túni og engjum. Nesjavalla-Grímur lést á Nesjavöllum árið 1867.
Nesjavallabærinn var forðum í þjóðbraut, þá er farinn var hinn forni Dyravegur. Þorvaldur Thoroddsen fór Dyraveginn árið 1883 og segir m.a. „Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr Henglinum.“
Nú er Orkuveita Reykjavíkur eigandi Nesjavalla líkt og fleiri jarða í Grafningi og Ölfusi.

Sigurður á Villingavatni og Orkuveitan

Grafningur

Villingavatn – fjárhellir.

Orkuveitan hefur um langt árabil rennt hýru auga til ýmissa jarða í Grafningnum, m.a. Villingavatns. Jarðhitinn lokkar.
Góð saga er til um samskipti Orkuveitunnar við Sigurð á Villingavatni, etv. örlítið færð í stílinn, eins og allar góðar sögur.
Dag einn buðu þeir Orkuveitumenn Sigurði í kaffi og buðu honum 300 milljónir í jörðina. Ekki sinnti Sigurður því tilboði. Nokkru seinna buðu þeir Sigurði í mat og hækkuðu tilboðið í 600 milljónir. Þeir bættu því við að honum væri velkomið að búa áfram á jörðinni. Árangurinn af þeim samskiptum var klénn. Sigurði varð ekki þokað. Hápunktur ósvífninnar var, fannst honum, að þeir skyldu bjóða sér að búa áfram á hans eigin jörð. Orkuveitumenn sáu að Sigurður mundi reynast þeim erfiður og að hér þyrfti betra boð og aðrar aðferðir. Þeir ákváðu því að bjóða Sigurði í mat suður til Reykjavíkur. Þáði Sigurður það og að málsverði loknum gerðu þeir honum tilboð. 1 milljarður, takk, fyrir Villingavatnið. Ég held ykkur væri nær að gefa Háskólanum þennan milljarð, því ekki fáið þið Villingavatnið, sagði Sigurður og fór aftur heim.
Þar með lauk samskiptum Orkuveitunnar og Sigurðar Hannessonar á Villingavatni.
Þetta er saga sem er þess virði að vera sögð sagði Ingunn Guðmundsdóttir frá Efri- Brú. Hún [sagði með] sanni að enn finnist bændur á Íslandi sem ekki séu tilbúnir að láta lendur og heiðar sauðkindarinnar í hendur Mammons, hvaða verð sem sé í boði.“ – Guðfinna Ragnarsdóttir.

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins; Grafningurinn, Guðfinna Ragnarsdóttir, 3 tbl. 01.09.2013, bls. 3-9.
Ættfræðifélagið

Úlfljótsvatn

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um „Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn„;

Hjátrú og kynlegir kvistir
Nesjavellir„Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp minningar sínar frá Úlfljótsvatni upp úr aldamótunum 1900.
Á Stofnun Árna Magnússonar (SÁM) eru varðveittar upptökur af frásögnum Kolbeins Guðmundssonar (1873-1967) og barna hans, Katrínar (1897-1982) og Guðmundar (1899-1987), en Kolbeinn var bóndi á Úlfljótsvatni kringum aldamótin 1900. Hallfreður Örn Eiríksson safnaði sögnunum á 7. og 8. áratugnum en þær gerast flestar á heimaslóðum þeirra,
Úlfljótsvatni, eða nágrenni.

Þurfti að flýta sér
ÚlfljótsvatnÞegar Guðmundur og Katrín voru börn tíðkaðist enn að förumenn eða flakkarar færu á milli bæja og segðu sögur eða færu með kvæði í skiptum fyrir mat og gistingu, ef væru þeir óvinnufærir. Sumir hverjir voru eftirminnilegir og skrautlegir en aðra var ekkert varið
í að hýsa. Guðmundur segir til dæmis frá Jóhannesi Jónssyni, sem þótti sérkennilegur að mörgu leyti, en eitt sinn þegar hann hafði gist á Nesjavöllum þurfti hann skyndilega að flýta sér í burtu. Kom svo í ljós að hann hafði gengið örna sinna í rúmið og búið svo kyrfilega um það.
Ögn þrifalegri var Samúel súðadallur, hressilegur karl, en hann stundaði sníkjuferðir í sveitinni, safnaði smjöri, ull og hverju sem var, og bað svo bændurna að flytja það heim til sín. Honum var þó ekki gefið um kjöt að gjöf, sagðist heldur vilja kindur og geta rekið þær heim svo það þyrfti ekki að flytja kjötið öðruvísi.
Hann þótti svo skemmtilegur að enginn amaðist við honum.

Kraftaskáldið
ÚlfljóstvatnSá sem var þó í mestum metum, af þeim sem þáðu gistingu á Úlfljótsvatni, var Símon Dalaskáld en hann gat snarað fram vísu um heimilisfólkið á staðnum og vakti mikla lukku. Hann var sagður kraftaskáld en þau eru sögð hafa ýtt undir þann orðróm sjálf, því almennt þótti vissara að halda þeim góðum svo ekki yrði til nein níðvísa um heimilisfólkið.
Margar frásagnir fjalla um álagabletti. Víða var blettur eða þúfa sem ekki mátti hreyfa við og má þar nefna toppinn á Hrútey, Litla-Hólma og Arnarhólma en Kolbeinn sagði slíka bletti hafa fyrirfundist á hverjum bæ. En álögin voru ekki einungis á þúfunum.
Katrín segir að áður fyrr hafi verið mun meiri silungur í vatninu, en tvær húsmæður rifust um veiðina, og önnur þeirra lagði það á að hluti silungsins í vatninu yrði að mýflugu. Skýringin á mýflugnamergðinni mun þá vera sú að hún sé silungur í álögum.

Áhrínsorð
ÚlfljótsvatnÁlögin gátu líka beinst að fólki. Guðmundur segir frá gamalli, bæklaðri konu sem hann hitti, en hún varð fyrir áhrínsorðum þegar hún var ársgömul. Móðir hennar reifst við vinnukonuna með miklu offorsi og óskaði vinnukonunni alls ills – að hún yrði að aumingja.
Meðan á þessu stóð hélt húsmóðirin á dóttur sinni í fanginu. Þegar hún svo setur litlu telpuna á gólfið er hún orðin máttlaus öðrum megin. Vinnukonan hafði þá beint áhrínsorðunum að barninu.
Afi Guðmundar var níu ára á þessum tíma en Guðmundur sagði hann hafa munað vel eftir þessum atburði. Konan, sem varð varanlega fötluð, kenndi móður sinni alfarið um hvernig komið væri fyrir sér. Guðmundur segir konuna þó hafa getað gert ýmislegt, þrátt fyrir fötlun sína, en hún gætti eldsins, eldaði jafnvel mat og baslaði við að prjóna.

Guðmundur kíði
ÚlfljóstvatnFlökkumennirnir sem komu að Úlfljótsvatni sögðu alls kyns sögur, en vinsælastar voru drauga- og huldusögur sem kemur ekki á óvart, sérstaklega þegar litið er til þess að margir óútskýranlegir atburðir gerðust á bænum. Ber þá helst að nefna draugaganginn sem kenndur hefur verið við Guðmund kiða, sem var fjármaður á Úlfljótsvatni fyrstu búskaparár Kolbeins og Geirlaugar. Hann skilaði sér ekki heim með féð eitt kvöldið og um nóttina dreymdi Geirlaugu að hún væri komin í beitarhúsin til hans og spyr hvort hann ætli ekki að koma heim en Guðmundur kiði svarar: Nei, ég ætla ekki að koma heim, því að ég rak féð niður að vatninu og út á vatnið og það fór töluvert af því í vatnið og ég ætla ekki að koma heim þess vegna.
Geirlaug segir þá að honum sé óhætt að koma heim fyrir því, fyrst hann hafi ekki farið í vatnið sjálfur þá sé allt í lagi en Guðmundur kiði svarar þá : „Nei, ég ætla að vera hérna fyrst um sinn.“
ÚlfljótsvatnDraumur Geirlaugar var ekki lengri en Guðmundur kiði fannst þegar róið var eftir vatninu. Hann hafði farið ofan um ís og drukknað ásamt þrjátíu kindum en þegar hann fannst hélt hann um hornið á einni kindinni, sem hann hefur ætlað að bjarga. Marg oft hefur orðið vart við hann, sérstaklega við fjárhúsin og vatnið en þar á hann að halda til og alltaf sést þessi eina kind með honum.

Naglar í kross
Í viðtölunum við fjölskylduna frá Úlfljótsvatni er yfirleitt talað um að fólk hafi orðið vart við eitthvað en aldrei er sagt berum orðum að draugatrú hafi verið ríkjandi í sveitinni. Engin hræðsla virðist hafa verið við það sem ekki var hægt að útskýra og myrkfælni þekktist ekki hjá heimamönnum. Draugafrásagnir eru ofarlega á lista. Þó var þeim tekið af æðruleysi á þessum tíma eins og Guðmundur orðar það sjálfur: „Jaaa, það var nú ekki beint draugatrú [ … ] en það var nú samt [ … ] það var nú vart við svona hitt og þetta, það var til dæmis hjá okkur á Úlfljótsvatni sko, að það var eins og þetta væri bara umgengist bara eins og heimilisfólkið.“

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Guðmundur segir frá því þegar bóndinn frá Hagavík ásótti hann. Bóndi þessi hafði sagt að hann færi ekki sjálfráður frá jörðinni og ef hann færi, riði hann ekki klofvega. Þegar hann lést var hann jarðsettur á Úlfljótsvatni. Eitthvað hefur hann verið ósáttur við að þurfa að yfirgefa þennan heim því Guðmundur sá hann liggja hjá sér í rúminu og fékk ekki svefnfrið fyrir honum og kvartaði undan þessu á morgnana. Að lokum fór Kolbeinn, faðir hans, út að leiði karlsins, talaði yfir honum og rak nagla í kross, í hornin og miðjuna. Eftir það varð Guðmundur ekki var við hann.

Boli að láni
Nátengdar draugasögunum eru sögur af huldufólki. Guðmundur segir söguna af því þegar kýrnar á Bíldsfelli voru reknar norður með Sogi en boli á öðru ári var hafður með þeim. Um kvöldið fannst bolinn hvergi og getgátur voru uppi um að hann hann hefði farið í Sogið.

Útlljótsvatn

Úlfljótsvatn – fjárborg.

Ári seinna, þegar kýrnar voru sóttar á sömu slóðir, var bolinn með þeim, en mun stærri en hann hefði átt að vera eftir þennan tíma. Fólkið þóttist vita að boli hefði verið hjá huldufólki sem hafi þurft á honum að halda.
Segja má að viðhorf fjölskyldunnar frá Úlfljótsvatni gagnvart draugum og huldufólki einkennist einna helst af virðingu fyrir því sem ekki er vitað hvað er. Það er látið liggja á milli hluta hvort einhver óútskýranlegur atburður sé draugur eða ekki, en yfirleitt er sagt að „einhver hafi orðið var við eitthvað“ sem má svo túlka á hvaða veg sem er.
Greinin er unnin upp úr lokaritgerð höfundar til BA-gráðu við Háskóla Íslands.“

Heimild:
-Fréttarbréf Ættfræðingsfélagsins; Hjátrú og kynlegir kvistir, Elva Brá Jensdóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 10-11.
Úlfljótsvatn.

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um „Nokkur byggðanöfn„, þ.á.m. Grafning.

Orðið „grafningur“ er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.

Grafningur

Grafningsháls – herforingjaráðskort 1908.

Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt.

Grafningur

Grafningur – málverk.

En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Grafningur

Grafningsháls – vörðubrot.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum.

Grafningur

Upptök Kaldár í Grafningi.

Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.

Grafningur

Grafningsháls – gamla leiðin.

Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. —

Grafningur

Grafningur austanverður.

Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Grafningur

Grafningur – málverk Kjarvals.

Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.

Grafningur

Grafningsháls framunda. Gamli þjóðvegurinn.

Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á °g byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn „í Grafning“ í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524.

Grafningur

Grafningur – herforingjakortið.

Sjálft skarðið, milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo:

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

»Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá LitlaHálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Grafningur – Botnasel.

Rosabaugur

Ætlunin var að leita uppi tvö sel, annars vegar frá Hlíð og hins vegar frá Stóra-Hálsi í Grafningi. Fyrra selið átti að vera í austanverðum Hlíðardal og hitt í austanverðum Kringluvatnsdal.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel – Dalagata.

Gengið var upp með sunnanverður Nóngili frá útihúsunum á Stóra-Hálsi. Slóði liggur til að byrja með ofan í selstígnum upp á Stórahálsfjall. Í hlíðinni beygir hann til norðurs fast ofan við gilið og liggur síðan upp eftir melum og móum áleiðis að Geithamragili, sem er á milli bæjanna Stóra-Háls og Hlíðar. Norðan við gilið er Hlíðarfjall, einnig nefnt Háafell. Selstígurinn, „Dalagatan“, sést af og til en hverfur þesss á milli á gróðulausum melum. Þegar komið er þangað sem lækir úr Kringluvatnsdal og Hlíðardal mætast beygir stígurinn til suðvesturs. Greinilegur stígur er einnig áfram til norðurs norðan lækjarmótanna.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel í Grafningi.

Í örnefnalýsingu fyrir Stóra-Háls segir: „Dalagata; Dalagatan liggur út úr túninu vestanverðu, upp með Miðaftangili að vestan, yfir fjallið í Kringluvatnsdal. Sú leið var farin með heyband úr “Dalnum“, en svo var Kringluvatnsdalur jafnan nefndur.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gatan liggur beint upp fjallshlíðina fyrir ofan bæinn þangað sem leið liggur yfir fjallið og yfir Stórahálsfjall og yfir í Stórahálsdal. Þarna er fremur grýtt en að nokkru mosa vaxið. Talsvert heyjað þar í þurrkasumrum.“

Selsstígurinn liggur í selið; þriggja rýma staka tóft á annars gróðurllitlu svæði austan lækjarins. Í Sunnlenskum byggðum segir: „Sel frá Stóra-Hálsi: Fornt sel er á Selflötum úti í hálsi. Annað sel var suður af mýrunum í Stóra-Hálsdal. Það er hlaðið úr torfi og grjóti og mun vera síðasta selið sem notað var í Grafningi, en það var notað fram yfir 1850. Seltóftin er um miðjan dalinn. Vestan við tóftina er melur austan við er móar í austurhlíð dalsins. Tóftin er 9 metra löng og 4 metra breið og samanstendur af tveimur hólfum. Grjóthleðslur sjást að innanverðu og tóftin opnast til austurs.“

Hlíðarsel

Hlíðarsel í Grafningi.

Selið er enn greinilegt; grjóthlaðnir veggir, tvö rými liggja saman og það þriðja er framan við dyr þeirra. Útsýni er yfir dalinn, sem jafnan var nefndur „Dalurinn“, upp og norður Hlíðardal. Efjumýrarhryggir eru í norðvestri, Klyftartungur í suðvestur, Innri-Botnahnúkur til vesturs og Dagmálafjall í norðri.
Auðvelt er að fylgja selstígnum í Hlíðarsel. Mjög líklega hefur hann einng verið notaður sem reiðleið milli bæja í Grafningi fyrrum.
Selið er uppi á grónum stalli í fjallinu á augljósum stað. Í því eru þrjú rými. Veggir eru lágir og grónir.

Hlíðarsel

Hlíðarsel Grafningi – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingu Hlíðar segir: “Selið. Þar er grashvammur nokkuð hátt suðvestan í Hlíðarfjalli gegnt dalnum. Þegar farið er norður Hlíðardal, hækkar hann brátt og verður allur óvistlegri en suðurendinn. Þar ber mest á uppblásnum börðum og moldargiljum, en nokkru eftir að hallar norður af, er komið á grasflöt“. Í Sunnlenskum byggðum segir: „Í Kringluvatnsdalnum. Sel frá Hlíð var norðan til í Hlíðardal utan í rótum Hlíðarfjalls, í valllendishvammi sem snýr móti suðvestri. Sést vel móta fyrir því enn.
Selið var á grasbala austantil í dalnum, fyrir austan er mosavaxin hlíð en vestan aflíðandi hlíð niður í dalsbotninn. Þarna er fremur slétt og grasi gróið svæði. Ekki langt frá selinu frá Stóra-Hálsi um 20 mín gangur. Leifar selsins eru orðnar mjög ógreinilegar, þó vel megi sjá merki þeirra í landslaginu.“
Selstígnum var fylgt frá selinu niður  með norðanverður Geithamragili og að Hlíð.
Frábært veður.

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel.