Færslur

Vogar

Í Vogum er fróðleiksskilti á Sæmundarnefi sunnan Stóru-Voga. Á því er eftirfarandi texti:

Skipsströnd
Vogar
Í fjörunni út af Sæmundarnefi má finna leifar af tveimur skipum sem strönduðu þar á fyrri hluta 20. aldar.
Við Sandsker út af Sæmundarnefi má sjá kjöl og bönd af seglskipinu Fjallkonunni sem slitnaði upp í Vogavík og rak á land og strandaði í miklu hvassviðri árið 1904. Skipverjum var naumlega bjargað af heimamönnum. Eini staðurinn sem hægt var að koma báti til björgunar á sjó í hvassviðrinu var fyrir sunnan Sæmundarnef. því báru eða drógu heimamenn bát frá Bræðrapartsvörinni, norðan við Sæmundarnefið, eftir túninu og settu á flot sunnan megin við það. Fjallkonan, sem var frá Noregi, var með timburfarm sem fara átti til Hafnarfjarðar. Eftir strandið var timbrinu safnað saman úr fjörunni og selt á uppboði á Krisjánstanga. Mörg hús í hreppnum voru byggð úr þessu strandgóssi. Í kjölfar starndsins hefur verið talað um skerið sem Skútusker.
Vogar
Skammt frá Fjallkonunni, örlítið utar, eru leifar af öðru skipi, Hansaaaag sem strandaði haustið 1937. Í björtu og góðu veðri átti að sigla skipnu inn á Vogavík. Það tók hins vegar niðri á Geldingum (hvirflum) út af Þóruskeri sem er við endann á nuverandi hafnargarði. Þegar skipið losnaði var það dregið upp á Sandsker út af Sæmundanefi.
Hansavaag var gamalt tréskip sem hafi lengi verið notað til flutninga á sandi og steypumöl milli fjarða norðanlands. Hér átti að nota skipið sem fljótandi síldarsöltunarstöð á yfirstandandi síldarvertíð í faxaflóa. Um borð í skipinu var mikið af tómum síldartunnum ásamt stúlkum sem salta áttu síldina. manntjón varð ekki. Skipið var síðar rifið og selt á strandstað.
Vogar