Færslur

Vogar

Í Vogum er upplýsingaskilti við Arahól og Aragerði. Á skiltinu er eftirfarandi texti:

Arahólavarða
Vogar
Vörðuna á Arahól lét Hallgrímur Scheving Árnason útvegsbóndi í Minni-Vogum hlaða árið 1890. Verkið vann frændi hans Sveinbjörn Stefánsson. Varðan er hlaðin úr höggnu hraungrýti og steinlímd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum í Reykjavík. Varðan mun ekki hafa verið hlaðin í neinum ákveðnum tilgangi. Þegar varðan var nokkuð farin að láta á sjá, um það 100 árum eftir að hún var reist, var hún löguð með sementi af Leifi Kristánssyni frá Helgafelli.

Skrúðgarður
Vogar
Þegar húsum tók að fjölga og byggð að þéttast í Vogum sáum menn fyrir sér að honn víði og fagri hvammur sem Aragerði var, yrði sjálfkjörinn skrúðgarður og skemmtilundur Vogamanna í framtíðinni. Fyrstu trjánum var plantað þar upp úr 1950 fyrir atbeina Egils Hallgrímssonar (Árnasonar) kennara frá Austurkoti. Árið 1968 gáfu landeigendur Kvenfélaginu Fjólu Aragerði til umsjár. Í dag er það í umsjón sveitarfélagsins. Í hinum skjólsæla hvammi er bæjarhátíð sveitarfélagsins haldin ár hvert.

Vegagerð Hafnargötu
Vogar
Eftir að Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar hóf starfsemi sína á Eyrarkotsbakka var orðið aðkallandi að bæta úr vegleysunni og koma þangað akfærum vegi. Því réðst Útgerðarfélagið í lagningu Hafnargötu um 1931. Verkið var líklega unnið í þegnskylduvinnu og meira eða minna með höndum. Grjót var flutt með hestvögnum í Sólheimabrekkuna og Vogatjörnina norðanverða. leyfi fyrir grjótnámi fékkst hjá landeigendum. grjóri var lengi bætt í tjörnina, því þar vildi vegurinn síga.Vogar