Færslur

Vetrarganga

“Snjóhvítt er sagt að sé efni eins hvítt og frekast er hægt að hugsa sér hvítan hlut. Bráðni snjóflyksa í lófa manns verður hún að glærum og tærum vatnsdropa, en hvíti liturinn er horfinn. Hvítleiki snævarins getur því ekki hafa stafað af neinu hvítu litarefni, sem uppleyst hafi verið í sjónum, því að þá hefði það orðið að sjást í vatnsdropanum. Sé horft á snjóflyksuna í smásjá, sést vetur-221að hún er samanofin af óteljandi örfínum ískristallsnálum, sem einatt raða sér niður í hinar fegurstu kristallamyndir og þyrpingar. Kristallafletirnir glitra og tindra er þeir endurvarpa ljósgeislum þeim, sem á þá falla. Það eru þessir kristallafletir, sem með endurvarpi sínu á ljósgeislunum í allar hugsanlegar áttir, gera það að verkum, að snjórinn er hvítur að sjá, því að hvítir eru þeir hlutir að sjá, sem endurkasta öllum ljósgeislum, sem á þá falla jafnt og í allar áttir. Þegar snjórinn bráðnar, verða snjóflyksurnar að tæru vatni, sem stundum rennur til og fyllir upp í bilin, sem eru á milli ísnálanna, og veldur því að þær endurvarpa ljósgeislum miklu verr en áður, enda er það augsýnilegt að bráðnandi snjór er ekki líkt því eins hvítur og nýfallinn frostsnjór.
Til er mjög einföld tilraun, sem færir manni heim sanninn um, að þessi skýring muni vera rétt; sé glerplata, sem að sjálfsögðu er glær og þarmeð litlaus, moluð niður í smáagnir, verður glerdustið hvítt að sjá og er það einmitt vegna þess, að í stað þess að áður var aðeins um fáa fleti að ræða, sem endurkastað, gátu ljósgeislum, eru þeir orðnir óendanlega margir í mylsnunni og liggja þannig, að endurvarpið verður jafnt í allar áttir, en það er einmitt skilyrði þess, að hlutur sé hvítur að sjá.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 15. árg. 1945, 1. tbl. bls. 60.

Kálfadalir

Í Kálfadölum.