Leikskólar landsins eru bæði margir og fjölbreytilegir. Sjaldnast er þó samtímasaga þeirra skráð af sanngirni á samfélagsmiðlunum – þrátt fyrir mikilvægið. Hér verður þó fjallað um einn þeirra – af gefnu tilefni. Leikskólastarfið þar hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun víða.
Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði tók til starfa 8. september 2004. Skólinn er átta deilda og er í eigu Hafnarfjarðarbæjar, sem einnig sér um rekstur hans. Heildarstærð skólans er 1358 m² og leikrými 590 m². Leikskólinn er opinn alla virka daga fyrir utan skipulagsdaga og sumarlokanir. Væntingar starfsfólksins eru jafnan um að hugmyndir þess um hið ágæta skólastarf leikskólans, sem og annar leikskóla, fái að njóta sín til framtíðar.
Leikskólinn opnar á morgnana kl. 7:30 og honum er að jafnaði lokað kl. 17:00. Starfsmannafjöldi miðast við fjölda barna og aldur þeirra. Við leikskólann er að minnsta kosti ein ungbarnadeild starfrækt og fleiri ef þess þarf. Á ungbarnadeildum eru börnin færri en á hinum deildunum. Aðrar deildir skólans eru aldursblandaðar.
Á Stekkjarási er starfað eftir starfsaðferðum Reggio Emilia og endurspeglast sú uppeldissýn í öllu starfi skólans. Það sem einkennir Stekkjarás sérstaklega er m.a skapandi hugsun, notkun opins efniviðar í listsköpun, útinám, leikur, aldursblöndun, sérkennsla og sérstaklega gott foreldrasamstarf.
Í Stekkjarási hefur hvert barn hæfileika og getu – barnið lærir af samferða fullorðnum, öðrum börnum og umhverfinu.
Það er mikil ábyrgð og mikið samvinnuverkefni samfélagsins að ala upp börnin okkar. Þau eiga rétt á því að fá ögrandi verkefni sem efla getu þeirra til að takast á við lífið og menntun til framtíðar.
Börn eru klár og mikils megnug.
Leikskólinn Stekkjarás hefur nú að frumkvöðli leikstjórastjórans, Öldu Agnesar Sveinsdóttur, vegna breytingakvaða (Covid19), boðið börnum og foreldrum leikskólans upp á skemmtilegan jólaratleik í nágrenninu, með góðum stuðningi foreldrafélagsins.
Ratleikurinn felst í að ganga um Ásskóginn, neðan leikskólans, sem börnin þekkja svo vel, með ratleikjakortinu og finna með þeim falin jólasveinaspjöldin….