Tag Archive for: Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot í Njarðvík var þurrabúð á árunum 1860 til 1924. Skömmu eftir 1990 ákváðu stjórnendur Njarðvíkurbæjar að endurbyggja kotið, sem þá hafði farið í eyði. Kotinu var ætlað endurspegla önnur slík dæmigerð í Víkunum á 19. öldinni.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Teikning unnin af Haraldi Valbergssyni.

Í Dagblaðið Vísir árið 1993 segir frá að „Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ„:
„Eitt af verkefnum Njarðvíkurbæjar á þessu ári var að reisa torfbæ fyrir 2,5 milljónir króna rétt við Fitjar í Njarðvík. Fé til framkvæmda var að hluta tíl fengið úr Atvinnutryggingasjóði.
Torfbæir sem þessi hafa einnig verið kallaðir þurrabúðir og voru notaðir sem híbýli sjálfstæðra sjómanna hér áður íyrr. Þurrabúöir voru mjög látlausar byggingar og fátæklegar á að líta og þess vegna vekur það óneitanlega mikla furðu að kostnaðurinn við framkvæmdina skuli vera 2,5 milljónir.
Stekkjarkot„Það kostar auðvitað sitt hafa menn í vinnu í þrjá mánuði en við vorum með fimm menn af atvinnuleysisskrá í vinnu og einnig tvo sérfræðinga,“ sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri Njarðvíkur. „Við notuðum m.a. rekavið hérna úr fjörunni í bygginguna en svo er alls kyns flutningskostnaður og efni inni í þessu.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – húsbændur koma úr róðri í Stekkjarkotsvör.

Torfbærinn hefur hlotið nafnið Stekkjarkot, eftir síðustu þurrabúðinni í Njarðvík. Hann er 93 fermetrar að grunnfleti og 37 fermetrar að innanmáli.
Fyrstu heimildir í manntali um ábúð í þurrabúð eru um 1860 en talið er að búseta í Stekkjarkoti hafi lagst niður um 1924.
Það var Tryggvi Gunnar Hansen hleðslusérfræðingur sem hafði yfirumsjón með byggingunni.“

Í Víkurfréttum 1993 er síðar fjallað um Stekkjarkot er „Nálgast endanlega mynd„:

Stekkjarkot

Stekkjarkot í byggingu 1993.

„Stekkjarkot, en svo heitir bærinn sem Njarðvíkingar eru að endurreisa á Fitjum, tekur æ meira á sig endanlega mynd. Mun ætlunin vera að vígja húsið um miðjan ágúst og mun Forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir vera viðstödd þá athöfn. En hún kom einmitt að rústunum á afmælishátíð Njarðvíkur á síðasta ári.
Upprunalega býlið Stekkjakot fór í eyði um 1924 og voru síðustu ábúendur þar móðurbróðir Ingvars og Rúnars Hallgrímssona og þeirra systkina í Keflavík svo og móðurbróðir Jóns Pálma Skarphéðinssona og þeirra systkina, svo einhverjir séu nefndir.“

StekkjarkotÍ Víkurfréttum síðla sama ára segir; „Stekkjarkot, þakið lak á nokkrum stöðum„:
„Mest allt torf og dúkur var rifinn af þaki torfbæjarins Stekkjarkots í Njarðvík í síðustu viku vegna leka. Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík, lak þakið á nokkrum stöðum á milli gangs og baðstofu. Dúkur er undir torfinu er hann virðist hafa lekið á nokkrum stöðum. Það var því ráðlegt að skipta um hann strax, frekar en að geyma verkið fram á næsta vor.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir á spjalli við þœr Helgu
Óskarsdóttur og Helgu Ingimundardóttur í baðstofu Stekkjarkots.

Enn sama ár fjalla Víkurfréttir um Stekkjarkot og þá um vígslu byggingarinnar, þ.e. í ágústmánuði þetta ár undir fyrirsögninni „Svefnsstaður fyrir brúðhjón eða ferðamannstaður„:
„Stekkjarkot í Njarðvík var m.a. formlega tekið í notkun síðasta fimmtudag. Viðstödd athöfnina var forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Við þetta tækifæri var boðið upp á ýmislegt er minnir á garnla tíma, þ.e. þá tíma er Stekkjarkot var í ábúð, en talið er að byggð hafi lagst þar niður 1924.
Uppbygging hússins hefur tekist mjög vel og er þeim er þar lögðu hönd á plóginn til sóma. Það mátti heyra á fjölmennum hópi viðstaddra.
Fram kom m.a. í orðum Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík við þetta tækifæri að ýmsar hugmyndir hefðu komið upp um notagildi bæjarins. T.d. mætti nota hann sem byggðarsafn, kennslustað fyrir skóla, ferðamannastað
eða jafnvel svefnstað fyrir brúðhjón svo eitthvað sé nefnt.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot 2000.

Í Faxa árið 1993 er frásögn „Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti„:
„Endurbygging Stekkjarkots gefur okkur tækifæri til að velta vöngum yfir því veraldlega umhverfi sem forfeður okkar og mæður bjuggu í og skópu. Reyndar er ekki síður auðgandi að huga að lífshlaupi sama fólks og lífsskilningi þess. Áhugi okkar kviknar ekki síst þegar ljóst verður að Stekkjarkot var byggt af fólki í eldheitu ástarævintýri, þar sem fornar dyggðir eins og heiður og hyggindi urðu kveikja að áhugaverðu lífshlaupi.
Áður en ástarsagan verður sögð má hafa hugfast að í Stekkjarkoti bjuggu þrjár fjölskyldur á ólíkum tímum og óskyldar. Sú fyrsta, er reisti Stekkjarkot bjó líklega á árunum 1857-1887.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – grunnteikning.

Önnur fjölskylda, ætt Imbu í Stekk og Magnúsar Gíslasonar, endurreisti Slekkjarkot og bjó þar frá 1917-1921, ættmenni þeirra eru mörg á Suðurnesjum. Þriðja fjölskylda, þau Bjarni í Stekk og Björg Einarsdóttir bjuggu svo seinust ábúenda á árunum 1921-1924, þau eignuðustu ellefu börn, mörg þeirra búa og bjuggu á Suðurnesjum, við getur farið nærri um að afkomendur eru fjölmargir.
Vonandi gefst síðar tækifæri til að segja sögur er tengjast þessum tveimur seinni fjölskyldum og skal nú sögð sagan af tilurð Stekkjarkots og fyrstu ábúendunum, þeim heiðurshjónum Jóni Gunnlaugssyni og Rósu Ásgrímsdóttur.

Stekkjarkot

Í Stekkjarkoti – búr og eldiviðargemsla innst.

Jón og Rósa er tilheyrðu bæði Kálfatjarnarsókn þótt Jón hafi átt heimili á Vatnsleysuströnd en Rósa nærri Hafnarfirði, reyndar verður að hafa í huga að Njarðvík út að Vatnsnesi tilheyrði einnig Kálfatjarnarsókn á þessum tíma sem um er rætt (fyrstu áratugum eftir 1800). Nú verður vart talið til tíðinda að fólk felli hugi saman eða verði ástfangið upp fyrir haus, en svo sem títt var á þessum tíma var ekki hverjum sem er leyft ástfengi við hvern sem er. Reyndar má skilja setninguna að framan á marga vegu og auðvitað er hún enn að nokkru leyti í gildi!

Stekkjarkot

Stekkjarkot – hlóðareldhús.

Hvað sem öllu líður þá virtust Rósa og Jón ekki mega eigast. Hverjir voru mestu áhrifavaldar þessa og hvers vegna sá rembihnútur var settur á ástina verður ekki fullyrt með góðu móti. Jón var reyndar af ríkum ættum og stóð svo á málum að faðir Jóns hét honum arfleysi ef hann giftist Rósu.
Þá sannast að góð ráð eru dýr og eins og síðar sannast var Rósa meira virði en nokkurt fé. Sumir vildu nú halda því fram að svo muni um fleira fólk. Jón gat auðvitað ekki fyrir nokkurn mun lifað án Rósu, þau fluttust til Njarðvíkur rúmlega tvítug að aldri og hann arflaus gerður. Ekki verður séð af tiltækum heimildum að Rósa hafi haft með sér heimamund.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – búr.

Ógift koma þau til Innri Njarðvíkur og fá inni og stýra búi að Ólafsvöllum, en Ólatsvellir voru í eign Ásbjarnar Ólafssonar og Ingveldar Jafetsdóttur. Jón mun hafa átt ættir að rekja til Njarðvíkurbænda og því hafa ættingjar hans í Njarðvík skotið skjólshúsi yffr hjónaleysin. Fyrir þá sem vilja vita þá voru Ólafsvellir staðsettir rétt ofan tjarnarinnar í Innri Njarðvík, rústir eru enn greinilegar og liggja við hlið nokkuð kunnara kots kennt við Hólmfast og er á sama svæði. Þó tilviljun ráði og atburðurinn sé hryggilegur, þá var umræddur Hólmfastur hrakinn frá Vatnsleysuströnd af fádæma niðurlægingu, ekki af ást heldur vegna óvæginna upphlaupa danskra kaupmanna. Tilviljun nær líka til þess að það voru forfeður Ásbjarnar á Njarðvíkurhöfuðbólinu er hýstu Hólmfast.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – brunnur.

Jón og Rósa búa að Ólafsvöllum í nokkur ár og eru örugglega búandi þar árið 1855. Jafnhliða byggja þau Stekkjarkot, brunn við kotið og Stekkjakotsvör. Þau eru flutt að Stekkjarkoti fyrir 1860 og hafa þá gifst og eignast tvær dætur. En alls eignuðust þau sjö börn, meir um þau síðar.
Matarkostur var rýr og lifðu þau einkum á trosi, þ.e. soðnum fiskhausum, þunnildum og öðru því sem óseljanlegt var af fiskinum. Þó var grautargerð algeng, drýgð með skarfakáli, fuglasúpur og söl borðuð. Þó segir Guðmundur Á. Finnbogason svo frá í bók sinni Sagnir af Suðurnesjum (bls. 17): „Narfakotsseylan var góður staður, þar voru oft endur á ferð og gott til fanga á haustin. Hentugasti tíminn var seinni hluti dags og um dimmumótin. Þá var oft hægt að fá góða kippu. Eins var það utan Byrgistanga, hjá Stekkjakotsvörinni, þar mátti fá fugl og sel, þegar vel hentaði með veður.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – fjós.

Jón og Rósa héldu ekki skepnur og Stekkjarkot því kölluð þurrabúð eða tómthús. Athyglisvert er hvað orðið tómt-hús er merkilegt eða þurra-búð, sem greinilega vísar til þess hversu lítilsgild slík kot voru og lífsskilyrði erfið.
Við skulum hafa hugfast að í einhverjum skilningi kusu þau Jón og Rósa sér slíka erfiðleika saman, fremur en meiri veraldargæði hvort í sínu lagi.
Þrátt fyrir augljósa fátækt bjuggu þau börnum sínum menntandi heimili, kenndu þeim lestur, skrift og önnur fræði er við hæfi þóttu. Um þetta efni eru til nokkrar heimildir. Árangur barna þeirra í yfirheyrslum sóknarnefndar, prests og prófasts sýnir að þau stóðu jafnfætis eða framar öðrum börnum í lnnri Njarðvík og þótt leitað væri í nærsveitum. Til dæmis segir svo frá í bréft sem fylgir sóknarmannatali árið 1885 í Njarðvíkursókn, að Guðbjörg Jónsdóttir, úr Stekkjarkoti, þá 13 ára sé vel læs og kver sé útlært, þó kom hún ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Ekkert annað barn var þá vel læst en nokkur teljast hafa útlært kverið.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – framhlið.

Önnur heimild segir frá Kristínu systur Guðbjargar og reyndar eldri að þann 19. des. 1874 haft hún orðið hæst þeirra sem voru yfirheyrð. Kristín sótti skóla í Brunnastaðahverfi, sem að líkindum var byggður fyrir fé úr Thorkilliisjóði. Guðbjörg sótti hins vegar skóla í Innri Njarðvík, sem reyndar var ekki annað en húsgarmur og kennsluklefinn er lítil, hrörleg kotnpa, eins og þar stendur.
Prófgreinar Kristínar eru allar athygli verðar en þær voru: kverið, biblíusögur, lestur, skrift, reikningur og hegðun. Hið
athygliverða er að lestur, skrift og reikningur teljast enn prófgreinar, en ástæðulaust þykir að reyna á þekkingu nemenda í biblíusögum og hegðun í dag.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – bakhlið.

Auk Guðbjargar og Kristínar eignuðust Jón og Rósa fimm önnur börn, son sem dó ungur og tjórar dætur, þær voru: Ingunn sem var elst, hún giftist manni frá Blönduósi og fluttu þau til Kanada. Valgerður, næstelst, flutti til Reykjavíkur.
Margrét, var sennilegast fjórða barn þeirra hjóna, veiktist af bólguveiki og var vart hugað líf, á sama tíma bjó í Njarðvík Þórður Guðmundsson (Gudmundssen) læknir, tók hann Margréti að sér og bjargaði lífl hennar. Hún bjó hin síðari ár í Reykjavík, en þá var Þórður fluttur til Vesturheims.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Ein dætra Margrétar, Agústa Kristófersdóttir, hefur verið mímisbrunnur um lífið í Stekkjarkoti. Guðlaug Sigríður var yngst dætranna, en hún var í fyrsta fermingarhópnum í hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju, sem átti aldarafmæli 18. júlí 1986.
Fjölskyldan í Stekkjarkoti tengdist hinni nýju kirkju á annan og sorglegri hátt, en Jón lést þann 28. feb. 1887 og var hann hinn fyrsti er jarðsunginn var frá hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju þann 12. mars sama ár.
Fögur ævintýri búa yfir fögru lífi og þegar endir er bundinn á líf jafn yndislegs fólks sem Jóns og Rósu, fer ástin á flug með vonir um fagurt líf öllum til handa.“ – Helga Óskarsdóttir og Ágúst Ásgeirsson

Stekkjarkot

Rétt utan við eystra túngarðshornið í
Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1999 segir um „Forvitnileg hús á förnum vegi„, þ.e. Stekkjarkot:
„Skömmu áður en komið er til Njarðvíkur og Keflavíkur liggur Keflavíkurvegurinn yfir fornar leiðir sem lágu suður með sjó. Þjóðleiðamót voru við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur sem lágu til Grindavíkur og Hafna þjóðleiðunumm milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Þessi merkilegu þjóðleiðamót við Njarðvík er grasi gróin og horfin. En skammt frá þeim stendur torfbær sem lætur þó lítið yfir sér í móanum og eins víst að þeir sem þeysa eftir Keflavíkurveginum hafi aldrei veitt honum eftirtekt. Þetta er Stekkjarkot.
Ástæðan fyrir því að kotið stendur með prýði, og hefur raunar verið gert upp, er sú Njarðvíkurbæ þótti ástæða til að varðveita þurrabúð, en svo vom nefnd hús eða bæir þeirra sem hvorki áttu ær né kýr. Þar bjuggu sjómenn sem rém á vertíðum, leigðu landskika af bændum, stundum með aðgangi að sjó. Þess vegna er engin gripahús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyram og göngum í skúrbyggingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði. Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á útihúsinu.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – loftmynd.

Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856-60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist. Stekkjarkot í eyði um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjórum árum síðar var það orðið grasbýli, en svo voru nefnd býli á húsmannslóðum, þar sem vom smávegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið umtalsverðar hér, en örlitill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólargeisli að mjólkurkýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í brunn og annað sem fylgdi Stekkjarkoti var bátaskýli og saltbyrgi við Stekkjarkotsvör.
Inn úr bæjardyranum er komið breið göng sem hafa nýzt sem geymsla, m.a. annars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjósóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eldhús með kolaeldavél frá síðustu árum búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstofuna þar sem fjögur rúmstæði em meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjórn Tryggva Hansen, sem er landskunnur hleðslumaður, en lokið var við garðinn á síðasta ári og er hann mikilfenglegur. Það verk unnu þeir Jón Sveinsson og Jón Hrólfur Jónsson undir leiðbeiningum og verkstjórn Víglundar Kristjánssonar. Er þarna enn eitt gleðilegt dæmi um að hlaðnir garðar sjást nú að nýju í vaxandi mæli og þá ekki sízt vegna þess að ný kynslóð hleðslumanna hefur tileinkað sér gömul og allt að því týnd vinnubrögð við vegghleðslur.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Í Fréttablaðinu 2007 er fjallað um „Gamla tímann í Reykjanesbæ„:
„Torfbærinn Stekkjarkot er við Fitjar, á milli Innri- og Ytri-Njarðvíkur. Búið var á bænum með hléum frá árinu 1857 til ársins 1924. Á fimmtíu ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar fyrir fimmtán árum var ákveðið að endurreisa bæinn, sem staðið hafði í eyði.
„Hér er víkingaskipið Íslendingur, við erum að sýna það og segja sögu þess. Svo er hér líka Stekkjarkot, sem var svokölluð þurrabúð á þeim tíma sem hér var búið,“ segir Böðvar Þórir Gunnarsson, starfsmaður á svæðinu. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855 til 1857. Búið var í húsinu með hléum fram til ársins 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – baðstofa.

Þegar Njarðvíkurkaupstaður varð fimmtíu ára var ákveðið að endurreisa kotið. „Það voru rústir hér og mótaði vel fyrir húsinu. Mér skilst meira að segja að sumir af gömlu steinunum hafi verið notaðir aftur,“ segir Böðvar.

Að sögn Böðvars koma margir ferðamenn að skoða kotið og skipið. „Hingað kemur til dæmis mikið af ferðamönnum úr skemmtiferðaskipunum, svo er þetta vinsælt hjá skólabörnum. Á sumrin er opið hérna frá eitt til fimm á daginn, annars eftir samkomulagi.“

Íbúar í Stekkjarkoti
Búseta hófst í Stekkjarkoti árið 1857 og stóð samfleytt til 1887. Kotið var í eyði þar til 1917 þegar það var endurreist. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúum rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

1857-1887: Jón Gunnlaugsson og Rósa Ásgrímsdóttir
1917-1921:  Magnús Gíslason og Ingibjörg Guðmundsdóttir
1921-1924: Bjarni Sveinsson og Björg Einarsdóttir.

Heimildir:
-Dagblaðið Vísir, 144. tbl. 30.06.1993, Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ, bls. 7.
-Víkurfréttir, 30. tbl. 28.07.1993, Stekkjarkot nálgast endanlega mynd, bs. 4.
-Víkurfréttir, 38. tbl. 30.09.1993, Stekkjarkot, þakið lag á nokkrum stöðum, bls. 3.
-Faxi, 4. tbl. 01.06.1993, Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti, bls. 122-123.
-Lesbók Morgunblaðsins, 13.11.1999, Forvitnileg hús á förnum vegi, Stekkjarkot, bls. 13.

Stekkjarkot

Stekkjarkot 2025.

Stekkjarkot

Við tilgátusmábýlið Stekkjarkot í Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ) er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

„Á 19. öld risu fjölmörg kot við sjóinn og voru þau fyrsti vísirunn að þéttbýliskjörnum. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855-1857 og var þurrabúð. Þurrabúðir stóðu á leigulandi og þurftu ábúendur að reiða sig á sjósókn til að draga fram lífið því ekki máttu þeir halda þar búfénað.
Búseta var stopul í Stekkjarkoti. Árið 1877 lagðist það í eyði en var aftur byggt upp árið 1917. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúm rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Húsið sem nú stendur hér var reist í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar og opnað almenningi árið 1933. Við byggingu hússins var stuðst við endurminningar eins af síðustu íbúum hússins.
Húsið er byggt úr torfi og grjóti og er tvískipt. Eldri hlutinn á rætur að rekja til 19. aldar. Þar er hlóðaeldur og moldargólf. Yngra húsið er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð og kolaeldavél komin í húsið svo ekki virðist hafa farið illa um heimilisfólk.

Stekkjarkot er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef safnsins.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Njarðvík

Í Jarðamati á Íslandi 1858 eru nefndir eftirfarandi bæir í Innri-Njarðvík: Innri-Njarðvík, Stapakot (hjáleiga), Móakot, Hákot, Hólmfastskot, Ólafsvöllur, Tjarnarkot og Narfakot.

Njarðvík

Ytri-Njarðvík – Áki Grenz.

Í Faxa, 3. tbl. 1984, fjallar Guðmundur A. Finnbogason um „Fróðleik um Njarðvík„. Þar segir m.a.: „Njarðvík innri. Þar var tvíbýli. Á I býlinu var Egill Sveinbjarnarson húsbóndi, ógiftur, þá 36 ára gamall. Vel skýr og fróður, siðprúður skikkanlegur. Þar voru og bræður Egils, Jón og Ásbjörn, báðir ókvæntir, vel skýrir og fróðir. Jón sagður sniðugur, Ásbjörn skikkanlegur dánumaður, afi Ásbjarnar Ólafssonar er lét byggja kirkjuna. Þar voru 7 manns í heimili. Þar á heimili var elzta kona í sókninni, Ingveldur Tumadóttir, 75 ára niðursetningur, vel fróð. meinhæg.

Njarðvík

Innri-Njarðvík – Áki Grenz.

Á býli II í Njarðvík-Innri, bjuggu hjónin Guðmundur Guðmundsson, 45 ára ekki illa að sér, skikkanlegur og Helga Jónsdóttir 54 ára húsmóðir, ekki vel fróð, og gangssöm. Hjá þeim voru 9 manns í heimili.
Stapakot, þar var tvíbýli. 1 býli, Árni Þorgilsson, 41 árs húsbóndi, vel að sér, forstandur. Hans kona, húsmóðir, Guörún Sigmundsdóttir, 35 ár, vel fróð í andlegu, forstandug. 7 menn í heimili.
Stapakot, II býli, Jón Þórðarson húsbóndi, 39 ára, ekki ófróður, meðallagi skikkaður. Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, 38 ára, í meðallagi skýr, meinhæg. 11 manns í heimili.

Njarðvík

Grænás – Áki Grenz.

Móakot, Þorsteinn Bjarnason, 33 ára húsbóndi, í meðallagi skýr og fróður, forstandugur. Guðrún Halldórsdóttir, húsmóðir, 25 ára, sæmilega kunnandi, meinlítil. 5 manns í heimili.
Hólmfastskot, Magnús Grímsson, 32 ára húsbóndi, í meðallagi upplýstur, skikkanlegur. Ingibjörg Guðmundsdóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega upplýst, meinlítil. 4 í heimili.
Hákot, tvíbýli. I býli, Jón Jónsson, 50 ára húsbóndi, ekki mjög illa að sér. Hegðun bætir sig. Guðbjörg Jónsdóttir, húsmóðir, ekki mjög illa að sér, sæmilega skýr, meinhæg. 3 í heimili.

Innri-Njarðvík

Stapakot – túnakort 1919.

Hákot, II býli, Jón Þórðarson, 41 árs húsbóndi. Ekki vel að sér, meinlítill. Guðrún Bjarnadóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega kunnandi, meinhæg. 5 manns í heimili.
Tjarnarkot, Jón Guðbrandsson húsbóndi. 41 árs, skýr og fróður, vandaður dánumaður. Margrét Jónsdóttir, 56 ára húsmóðir, sæmilega upplýst, skikkanleg. 3 í heimili.
Narfakot, Snorri Gissurarson, húsbóndi 58 ára, skýr og fróður, forstandugur. Margrét Jónsdóttir, 55 ára húsmóðir, (var ljósmóðir), skikkanleg. 10 manns í heimili. Margrét kona Snorra, tók á móti 37 börnum í Njarðvíkum á árunum 1776 til 1800.“

Faxi

Faxi í júni 1970 – forsíða.

Í Faxa í júní 1970 fjallar Guðmundur A. Finnbogason um „Njarðvíkinga á 19. öld„, fyrri hluti:
„Þórukot í Ytri Njarðvíkurhverfi er, að ég bezt veit, fyrsta læknissetur hér á Suðurnesjum. Árið 1873 var Þórður Guðmundssen læknir skipaður aukalæknir á Rosmhvalanesi. Var Þórður lausamaður til heimilis í Þórukoti hjá þeim Birni og Vigdísi.
Þórður læknir var fæddur 14. marz 1848, sonur Þórðar Guðmundsen, sýslumanns á Litla-Hrauni og konu hans, Jóhönnu Lárusdóttur Knútsen. Tveir bræður Þórðar læknis voru vel þekktir barnakennarar hér á Suðurnesjum á síðustu áratugum 19. aldar, voru það þeir Oddgeir Guðmundsen kennari á Vatnsleysuströnd, seinna prestur í Vestmannaeyjum, og Þorgrímur Guðmundsen, barnakennari, Gerðum í Garði, seinna í Reykjavík. Þórður læknir var um kyrrt í Þórukoti nokkuð á annað ár og flyzt þaðan út í Garð. Fór hann að búa þar með ráðskonu sinni, Sólveigu Bjarnadóttur, bjuggu þau í nýja barnaskólahúsinu í Gerðum, en þar var Þorgrímur bróðir Þórðar þá til heimilis.
Þórður GuðmundssonÁrið 1878 flytja þau Þórður og Sólveig að Hákoti í Innra Njarðvíkurhverfi, var það af yfirvöldunum talið heppilegra að hafa lækninn staðsettan sem mest miðsvæðis í læknishéraðinu. Þaðan fluttu þau hjón eftir eitt ár heim að Innri-Njarðvík, voru þar í húsmennsku hjá hjónunum Jóel Jónssyni og Elínu Árnadóttur, er bjuggu þar á öðru býli.
Sólveig Bjarnadóttir, ráðskona Þórðar, var Skaftfellingur, fædd að Fossi á Síðu. Vigdís Hinriksdóttir, kona hans, 12. september 1828 (var hún því nær 20 árum eldri en Þórður). Foreldrar Sólveigar voru Bjarni Einarsson og kona hans, Rannveig Jónsdóttir. Var Sólveig ekkja, hafði verið gift Sveini Péturssyni frá Lóni í Skaftafellssýslu. Þau Sveinn og Sólveig bjuggu í Keflavík um og eftir 1860. Meðal barna þeirra var Rannveig, er giftist Magnúsi Guðnasyni, voru þau foreldrar Friðriks Magnússonar heildsala í Reykjavík.
Oddný SigurbjörgMagnús og Rannveig bjuggu 6 ár í Innra-Njarðvíkurhverfinu, var það á árunum 1882—1887, fluttu þau þaðan út í Keflavík. Eins og fyrr segir, var Sólveig Bjarnadóttir yfirsetukona (ljósmóðir), tók hún á móti börnum í Keflavík, Garði og Njarðvíkum. Á árunum 1878—1885, dvaldi hún í Innra-Njarðvíkurhverfinu, tók hún á móti 25 börnum í sókninni. Síðasta barnið, er hún tók á móti, var Magnús, annað barn þeirra hjóna Ólafs Magnússonar og Oddnýjar Guðmundsdóttur, er þá bjuggu í Smiðshúsum í Ytra Njarðvíkurhverfi. Hafði Oddný nýlega tekið við ljósmóðurstörfum í sókninni.
Árið 1878 flytja þau Ólafur og Oddný að Narfakoti, þar sem þau bjuggu þar til Ólafur dó, 7. maí 1902. Árið eftir flutti Oddný með börnum sínum til Keflavíkur og þar átti hún heima það sem eftir var ævinnar.

Njarðvík

Njarðvík – tóftir Hólmsfastkots og Ólafsvallar.

Þegar Oddný tók á móti fyrsta barninu hér í Njarðvíkum, átti hún og Ólafur heima í Ólafsvelli, var það árið 1883, og þann 1. september það ár er hún sótt út að Þórukoti til Steinunnar Arinbjarnardóttur frá Tjarnarkoti, er þar bjó með manni sínum, Sæmundi Sigurðssyni frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, fæddist þann dag sonur, var hann skýrður daginn eftir og látinn heita Arinbjörn.
Mér hefir verið sagt, að þau Ólafur og Oddný hafi verið mestu sómamanneskjur. Oddný var merk kona, traust og faræl í starfi sínu og dugmikil ljósmóðir, eru þeir býsna margir, Suðurnesjabúar og víðar um landið, er sáu fyrst þessa heims ljós í hinum mjúku og traustu móðurhöndum Oddnýjar. Hafi hún þakkir mínar og annarra, er þess nutu.
Guðfinna EyjólfsdóttirÞórður og Sólveig bjuggu í Innri-Njarðvík fram á árið 1884, en árið áður hafði Þórður sagt af sér læknisstarfinu og í Suðurnesjaannáli séra Sigurðar Sívertsen segir: Vorið 1883: Með ýmsum tíðindum má telja, að læknir vor, Þórður Guðmundsen, hefur sagt af sér embætti sínu. Og í sama annál segir árið 1885: Einn maður að nafni Ólafur Helgason, flutti héðan úr Garði alfarinn til Vesturheims og var hann samferða fyrrverandi lækni vorum, Þórði Guðmundsen.
Ýmsar sagnir gengu um Þórð lækni og veru hans hér í Njarðvíkum. Voru það samtíðarmenn hans, sem frá því kunnu að segja. Var Þórður talinn nokkuð drykkfelldur og þá ekki alltaf í sínu fari, eins og bezt hefði verið á kosið. En hitt var þó, sem meira máli skipti, að hann var talinn ágætur læknir, og þó sérstaklega snillingur til hjálpar sængurkonum. Sagt var, að þó Þórður væri mikið undir áhrifum víns, er hann kom þar, sem vandi var á ferð, þá hefði algjörlega runnið af honum og að hann hefði þá gert sín læknisverk vel og dyggilega.
HólmsfastskotHinn góðkunni sómamaður, Magnús Magnússon, er bjó í Hólmfastkoti í rösk 50 ár, ólst upp frá 9 ára aldri í Innri-Njarðvík hjá þeim hjónum, Ásbirni Ólafssyni og Ingveldi Jafetsdóttur. Var Magnús sem unglingur samtíða Þórði lækni í Njarðvík og þekkti hann mæta vel. Kunni hann sem von var frá ýmsu að segja varðandi Þórð. Meðal annars sagði Magnús frá því, að þegar hann með öðrum börnum og unglingum var að leika sér á ísilagðri tjörninni, hafi Þórður stundum komið til þeirra dálítið drukkinn og verið með peninga í vösunum. Fór hann að kasta þeim út á svellið og sagði, að sá sem fyrstur næði í, mætti eiga. Kom þá náttúrlega fjör í mannskapinn og þótti jafnt veitanda sem þyggjendum ánægja að.

Njarðvík

Njarðvík – Garðbær.

Á þeim árum voru peningar mikils virði og þá ekki sízt í augum barna og unglinga, og ekki í tízku að hafa þá að leikfangi. Þótti þeim þetta atferli Þórðar því undrunarvert og minnisstætt, þar sem hver eyrir var í þeirra vitund helgur dómur, og allur frómleiki þá í heiðri hafður og flest öllum í blóð borinn. Því var það, að þótt börnin og unglingarnir tækju með fögnuði það sem til þeirra var kastað, fannst þeim með sjálfum sér þau ekki eiga það. Fóru þau því strax daginn eftir heim til Þórðar og vildu skila því til hans, því þau héldu að honum hefði ekki verið sjálfrátt gerða sinna, en þá segir Þórður við þau: „Þið megið eiga þetta, ég vissi vel hvað ég var að gera.“ Urðu þá allir glaðir og ánægðir.
Björn Þorgilsson og Skömmu eftir að Þórður tók við læknisembættinu, meðan hann dvaldi í Þórukoti, sendi hann frá sér eftirfarandi tilkynningu í Þjóðólfi 19. ágúst 1873 (orðrétt): „Þeir er vitjaði mín, hér eftir eða þyrftu að sækja mig, vildi góðfúslega hafa hest meðferðis handa mér til að ríða á, annars liggr það í augum uppi að hljóti ég sjálfur að leggja til hest, verða ferðir mínar, þegar svo ber að, þeim mun dýrari fyrir hlutaðeigendur. Þórukoti við Ytri-Njarðvík, 23. júlí 1873. Þórður Guðmundsen.“
Eins og fyrr var á minnst, var Guðfinna Eyjólfsdóttir. móðir Finnboga, föður míns, vinnukona hjá þeim Birni og Vigdísi í Þórukoti. Var það á árunum 1869 til 1873. Þessi 4 ár í Þórukoti voru henni minnisstæð alla tíð til æviloka. Líkaði Guðfinnu vel hjá þeim hjónum, og hafði um þau margar og góðar endurminningar.
Guðfinna vann ásamt öðrum vinnukonum að heimilisverkum, bæði innan bæjar og utan, eftir því sem með þurfti. En eitt var það starf þar á heimilinu, er henni einni var ætlað að leysa. Var það hjúkrunarstarf. Átti hún að annast um og hjúkra tveimur karlmönnum, sem þar lágu rúmfastir. Voru þeir veikir af limafallssýki, (eða rotnunarveiki).
Björn JónssonVar þessi voða sjúkdómur þó nokkuð áberandi hér um slóðir á þessum árum, bæði fyrr og seinna. Var hann talinn smitandi og sérstaklega varhugavert að hafa mjög náið samband eða snertingu við hina sjúku. En einhverjir urðu að hjálpa þessu harmkvæla fólki, sem barðist vonlausri baráttu árum saman. Var það því mikil reynsla fyrir Guðfinnu, þá rúmlega tvítuga stúlku, að hafa þetta hjúkrunarstarf í sínum verkahring, og þá ekki hvað sízt, þurfa að horfa upp á þjáningar þessara sjúklinga og geta ekkert að gert þeim til lækninga. En allt sem í hennar valdi stóð rétti hún þeim til líknar og huggunar. Þau meðul, er hún gat veitt, voru hennar hlýju hendur samfara huggunar- og bænarorðum. Þótt hennar framlag næði skammt þeim til líkamlegrar lækningar, var það samt mikilvægt smyrsl á sárustu þjáningar þessara sjúku manna. Kunnu þeir vel að meta og þakka það, sem fyrir þá var gert.
Vigdís og VilborgSagði Guðfinna, amma mín, að þeir hefðu oft beðið heitt og innilega til Guðs, að henni yrði ekkert meint af nærveru sinni við þá. Hafa bænir þeirra áreiðanlega verið heyrðar, því aldrei snerti þessi skaðvæni sjúkdómur heilsu Guðfinnu. En alla hennar ævi voru örlög þessara manna henni sérstaklega minnisstæð, og hafa þau áreiðanlega átt sinn þátt í því, að veita henni næman skilning og tilfinningu á kjörum þeirra, er urðu fyrir veikindum, slysum, eða öðrum raunum, því kom það í hennar hlut oft seinna á lífsleiðinni, að til hennar væri leitað vegna sjúkra. Þótti nærvera hennar og góð ráð gefast vel, og heyrði ég oft sem unglingur, eftir að Guðfinna amma mín var dáin, samtíðakonur hennar minnast hennar af miklu þakklæti og virðingu, fyrir þá hjálp, er hún hafði veitt þeim og fjölskyldum þeirra.

Símon Dalaskáld

Símon Dalaskáld Bjarnason (1844-1916).

Gestkvæmt var í Þórukoti eins og á öðrum stærri býlum hér í þá daga. Margan gest að garði bar gæða mestu hjóna. Veittu beztu veitingar, varma, — og festu skóna. Einn af þeim mörgu gestum, er bar að garði í Þórukoti, var hinn landskunni Símon Dalaskáld. Heimsótti hann Suðurnesjamenn alltaf af og til síðustu tugi nítjándu aldarinnar og fram á annan tug þessarar aldar. Hefur honum, sem fleirum, þótt gott að heimsækja Þórukotshjónin, og hefur skapazt vinátta þeirra á milli, því að í ljóðabókum Símonar eru ljóðabréf frá honum til Björns í Þórukoti. Og eitthvað hafa þeir Björn bóndi og hann látið ljóðadísina leika sín í milli.
Ber þessi vísa Símonar gott vitni um það:

Bóndi stóð við byrtingsrann,
búinn hrósi líða.
Björn í Þórukoti kann
kvæðaglósur smíða.

Er þetta kjarninn úr ljóðabréfi Símonar til Björns i Þórukoti og það sem honum hefur legið á hjarta að segja Birni frá.
Oddur V. GíslasonEins og fyrr er að vikið, hafa þeir séra Oddur Gíslason á Stað í Grindavík og Björn í Þórukoti verið góðir vinir, og hefðu samskipti þeirra ein, þótt ekkert annað hefði verið um að ræða, nægt til að halda minningu Björns lengi uppi. En eins og kunnugt er gekk séra Oddur á undan með góðu eftirdæmi við ýmsar framfarir og nýbreytni, er stuðlað gátu að bættri menningu og betri afkomu fólksins, þar með hans þrotlausa starf í orði og verki að öryggis- og björgunarmálum sjómannastéttarinnar. Hafa þeir félagar, hann og Björn í Þórukoti, áreiðanlega átt þar samleið á mörgum sviðum, og við þær aðstæður hafa skapazt gagnkvæmt traust þeirar í milli. Engum treysti Oddur betur en Birni í Þórukoti, til að standa á eigin fótum, sér til aðstoðar, þegar honum mest lá á, er hann tók sína djörfu en þörfu ákvörðun til framkvæmdar að sækja sér konuefnið heim í föðurgarð hennar suður í Hafnir, sem löngu frægt er orðið.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Árið 1881, þ. 20. janúar, dó Björn Jónsson í Þórukoti, 58 ára að aldri. Var hann jarðsunginn frá kirkjunni í Innri-Njarðvík þ. 5. febrúar af sóknarprestinum, séra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn. Var þetta frostaveturinn mikla og voru frosthörkur miklar og víkin öll ísi lögð, og segir í Annál, að Stakksfjörður hafi allur verið ísi lagður frá Hólmsbergi og inn að Keilisnesi. Lík Björns Jónssonar var flutt frá Þórukoti á ís yfir víkina inn að kirkjunni. Var útfararkostnaðurinn kr. 300,00.
Í Suðurnesjaannáli séra Sigurðar Sívertsens segir í febrúar 1881: Í fyrra mánuði deyði nafnkunnur bóndi, Björn Jónsson, í Þórukoti í Njarðvíkum, hafði hann áður verið auðmaður mikill, en mjög gengið af honum nú.

Njarðvíkur

Njarðvíkur – Áki Grenz.

Í Þjóðólfi í febrúar 1881 segir: „Þann 20. janúar s.l. dó hinn merki bóndi Björn Jónsson í Þórukoti, 58 ára að aldri“.

Eftir röska 3 mánuði, frá láti Björns, eða þ. 11. maí 1881, fór fram uppskrift að dánarbúi hans. Voru þar viðstaddir fyrir hönd ekkjunnar, sýslunefndarmaðurinn, Ásbjörn Ólafsson, Innri-Njarðvík, og fyrir hönd tengdasonar þeirra, Þorgilsar Þorgilssonar, var Ársæll Jónsson, bóndi á Höskuldarkoti, og svo hreppstjórinn, Jón Breiðfjörð í Hólmabúð í Vogum. Voru þarna uppskrifuð og verðlögð 124 númer, er búinu tilheyrðu. Kenndi þar margra grasa, sem vonlegt var, úr þessu stóra og myndarlega búi, sem þar hafði staðið í rösk 20 ár. Eins og fyrr segir var Björn með ríkustu bændum hér um slóðir. Voru jarðeignir dánarbúsins þessar: Ytri-Njarðvík og Þórukot. Böðmóðsstaðir í Laugardal, virtir á kr. 1500,00, og Halldórsstaðir á Vatnsleysuströnd, sem voru virtir á kr. 1300,00. Ekki var nú verðið á hlutunum hátt, jafnvel þótt þeir væru góðir og gagnlegir, og tæpast með réttu hægt að segja, að verðlag þeirra væri nútíma verðbólguverð. Af þessum 124 númerum voru 108 verðlagðir frá 50 aurum til 9 króna hver.

Kópa

Stapakot – lendingin í Kópu.

Langverðmætasta uppskriftarnúmerið var einn áttæringur með allri útreiðslu, var hann verðlagður á 300 krónur.
Eftir lát Björns bjó Vigdís, ekkja hans, á Þórukoti í nokkur ár. Hafði hún nöfnu sína og dótturdóttur hjá sér. En árið 1888 flytja þær alfarnar til Hafnarfjarðar. Vigdís Þorgilsdóttir giftist þar síðar, Guðmundi Helgasyni sparisjóðsstjóra. Hjá þeim dó Vigdís Hinriksdóttir, 11. okt. 1909, þá 88 ára að aldri. Hún var jörðuð þ. 21. sama mánaðar og lögð til hynztu hvíldar í kirkjugarðinum að Görðum, var hún þá komin aftur á sínar fæðingar- og bernskuslóðir.

Stapakot

Stapakot – tóftir.

Ekki höfðu ættingjar Björns og Vigdísar að fullu sagt skilið við Njarðvíkurnar, því árið 1894 komu að Þórukoti til búsetu þau Björn Þorgilsson, dóttursonur þeirra og kona hans, Helga Sigurðardóttir. Björn og Helga bjuggu í Þórukoti í 5 ár en fluttu þaðan alfarin 1899 austur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, þar sem þau bjuggu síðan í rösk 20 ár.

Stapakot

Stapakot – loftmynd 2022.

Á þeim árum er Björn Þorgilsson bjó í Þórukoti, var Finnbogi faðir minn drengur innan við fermingu hjá foreldrum sínum í Hákoti hér í Innra hverfinu. Á hann margar ánægjulegar endurminningar um Björn frá þeim tímum. Lýsir hann honum sem myndarlegum manni, fjörmiklum, glaðlynd og ævinlega tilbúinn að gera að gamni sínu við krakkana, er sóttu eftir að njóta góðrar nærveru hans, og ekki spillti það ánægjunni, að Björn spilaði ágætlega á harmoniku. Spilaði hann á böllum, sem þá voru haldin í barnaskólanum hér, en sá skóli stóð nokkra faðma í norður frá Akri. Var í því húsi, þótt lítið væri, all rúmgóð skólastofa. Voru dansleikirnir haldnir í þeirri stofu. Var þar oft dansað af miklu fjöri fram á nætur. Skemmti fólk sér innilega og átti músikin frá Birni þar ekki minnstan þátt í. Voru þessar ánægjustundir í litla barnaskólanum hressandi aflgjafi í daglegu striti þeirra, tíma, og entist lengi hjá þeim, er þeirra nutu. Eftir að Björn fluttist austur undir Eyjafjöllin, hélt hann samt sinni tryggð við æskustöðvarnar.

Njarðvík

Njarðvík – tóftir sjóbúðar.

Enn í dag liggur þráðurinn frá þeim Birni og Vigdísi hingað suður í Njarðvíkur, því skammt frá Þórukoti þar sem þau bjuggu, býr nú fósturdóttir Björns Þorgilssonar og konu hans. Tóku þau hana til fósturs á fyrsta ári og ólst hún upp hjá þeim í Stóru-Mörk, meðan Björn lifði, en fór skömmu síðar með Helgu fóstru sinni til Vestmannaeyja. Þessi fósturdóttir þeirra er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, kona Óskars Jónssonar kennara. Eru þau hjón vel virtir borgarar hér í Njarðvíkum, eiga þau heima á Holtsgötu 32 hér í Ytri Njarðvík.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Hefur hér að framan verið minnst nokkuð á tvo af þeim fjórum Þórukotsbændum, er borið hafa nafnið Björn þar á síðastliðnum 200 árum. En sá síðasti af þeim nöfnum og fjórði í röðinni, sem gert hafa þar garðinn frægan á þessum tveim öldum, var hinn góðkunni Björn Þorleifsson, er átt hafði þar heima samfleytt í rösk 78 ár, er hann lézt þar haustið 1968, nær 84 ára að aldri.“

Faxi

Jólablað Faxa 1970 – forsíða.

Í jólablaði Faxa 1970 er framhald Guðmundar A. Finnbogassonar á „Njarðvíkingum á 19. aldar„: „Árið 1801 voru skráðir 119 íbúar í Njarðvíkursókn. Vatnsnes var þá ekki skráð sem byggt býli. Þá voru í báðum Njarðvíkurhverfum 15 búendur á 11 býlum.
Í Innra hverfinu voru 69 íbúar, 8 búendur á 6 býlum. Í Ytra hverfinu voru 50 íbúar, 7 búendur á 5 býlum. Tvíbýli var í Innri-Njarðvík, Stapakoti, Ytri-Njarðvík
og Höskuldarkoti.
Árið 1820 hafði íbúum Njarðvíkur aðeins fjölgað um 3 (frá 1801), þá búa 65 manns á 9 býlum í Innra hverfinu og 47 manns á 5 býlum í Ytra hverfinu. Vatnsnes var þá ekki enn skráð.
Árið 1830 eru íbúar í sókninni orðnir 154, þá er Vatnsnes fyrir 6 árum skráð og er þar tvíbýli og 9 manns á báðum heimilunum. Þá eru í Innra Njarðvíkurhverfi 9 býli með 65 íbúum og í Ytra hverfinu 5 býli með 63.

Guðmundur A. Finnbogason

Guðmundur A. Finnbogason og Guðlaug Bergórsdóttir.

Árið 1840 búa 117 manns í Innra hverfi, 58 í Ytra hverfi og 10 á Vatnsnesi. Næstu tíu árin fækkar í sókninni um 7 manns og árið 1850 búa 124 í Innra hverfi, 45 í Ytra hverfi og 9 á Vatnsnesi, samtals 178 manns. Næsta áratuginn fjölgar í sókninni um 39 rnanns, og árið 1860 búa 137 í Innra hverfinu, 66 í Ytra hverfi og 14 á Vatnsnesi, samtals 217 manns.
Frá 1860—1870 verður fólksfjölgunin 35 manns og við fólkstal í Njarðvíkursókn, þann 1. október 1870, (fyrir 100 árum), 155 íbúar í Innra hverfi, 78 í Ytra hverfi, 233 í báðum Njarðvíkurhverfum. 18 íbúar voru þá á Vatnsnesi eða samtals í sókninni 251.

Næstu 10 árin stóð íbúatala nær óbreytt og árið 1880 búa 161 í Innra hverfi, 67 í Ytra hverfi og 25 á Vatnsnesi, samtals 253. Næsta áratuginn fjölgaði um 20 íbúa í sókninni, varð sú aukning öll í Ytra hverfinu. Varð íbúatalan í sókninni þá sú hæsta, sem hún varð á nítjándu öldinni. Árið 1890 bjuggu 160 íbúar í Innra hverfinu, 90 í Ytra hverfinu og 23 á Vatnsnesi, samtals 273 í allri sókninni.

Njarðvík

Njarðvík – útihús frá Stapakoti.

Svo kom síðasti tugur aldarinnar með sín miklu fiskileysisár, og þá fækkaði fólkinu í Njarðvíkursókn, hvorki meira né minna, en um 90 manns og var þá fólkstalan árið 1900 orðin 183, og þá komin niður í að vera aðeins 5 manns fleiri en hún var hálfri öld áður, árið 1850.
Ennþá fækkaði fólkinu, þótt 20. öldin kæmi og árið 1910 búa 72 í Innra hverfi, 39 í Ytra hverfi eða 111 manns í Njarðvíkum báðurn og 14 á Vatnsnesi, samtals 125 manns.
Fólkið sem flutti burt, fór flest til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þá var skútuöldin í uppsiglingu og eftir aldamótin var hún í fullum blóma. Svo kom togaraútgerðin í kjölfar hennar. Var þá ekki í önnur hús að venda, þegar sjávaraflinn brást á opnu bátunum hér á grunnmiðunum.

Stekkjarkot

Njarðvík – Stekkjarkot; dæmigert kotbýli, upphaflega sjóbúð.

Nokkrar fjölskyldur fluttu til Ameríku og ílentust þar. Svo liðu tímar og aftur fjölgaði fólkinu í Njarðvíkursókn, en það er önnur saga.
Í dag er þar margt um manninn og í báðum Njarðvíkurhverfum að meðtalinni nýlendu þeirra, er nefnist Grænás, voru í árslok 1969 1.522 íbúar.
Á manntali fyrir réttum 100 árum, þann 1. okt. 1870, voru sem fyrr segir: 251 íbúi skráður í Njarðvíkursókn. 13.3 karlmenn og 118 konur. Af þeim voru 50 á aldrinum 0—9 ára, 47 voru 10—19 ára, 44, 20—29 og 62 30—39 ára, og 31 voru 40—49 ára, 9, 50—59 og 6, 60—69 ára. Einn karl og ein kona voru eldri.

Njarðvík

Njarðvík – minjar.

Í Innra-Njarðvíkurhverfi voru eftirtalin býli og búendur: Stapakot 1. býli: Þórður Árnason (56 ára) og Elín Klemensdóttir, kona hans (53 ára), (9 manns í heimili.
Stapakot 2. býli: Ari Eiríksson (34 ára) og kona hans Kristjana Jóhannsdóttir (35 ára), (7 í heimili).
Móakot: Bjarni Bjarnason (28 ára) og kona hans Ástríður Asgrímsdóttir (36 ára), (6 í heimili).
Innri-Njarðvík 1. býli: Pétur Lárus Guðmundsson Petersen (38 ára) og kona hans Anna Margrét Þorgrímsdóttir (32 ára), (12 i heimili).

Grænaborg

Njarðvík – Grænaborg; fjárborg frá Stapakoti.

Innri-Njarðvík 2. býli: Kristján G. Schram (36 ára) og kona hans Margrét Pétursdóttir (32 ára). Húsfólk þar: Jón Þorleifsson (61 árs) og kona hans Margrét Einarsdóttir (31 árs), (10 í heimili).
Innri-Njarðvík 3. býli: Ásbjörn Ólafsson (38 ára) og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir (30 ára). Þurrabúð: Eggert Jónsson (42 ára) og kona hans Kristrún Þorvaldsdóttir (42 ára), (23 í heimili).
Alls voru þá skráðir til heimilis í Innri Njarðvík og gengu þar um stéttar á staðnum 44 heimamenn.
Hákot: Pétur Bjarnason (38 ára) og kona hans Kristín Jóhannsdóttir (34 ára), 16 í heimili.
Hólmfastskot: Grímur Andrésson (30 ára) og kona hans Kristrún Arnadóttir (29 ára), 9 í heimili.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – fyrir tíma skógræktar.

Ólafsvöllur: Guðmundur Bjarnason (33 ára) og kona hans Guðrún Andrésdóttir (26 ára), 8 í heimili.
Garðbær: Þórður Sveinsson (69 ára) og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir (57 ára), 4 í heimili.
Tjarnarkot 1. býli: Arinbjörn Ólafsson (35 ára) og kona hans Kristín Björnsdóttir (34 ára), 16 í heimili.
Tjarnarkot 2. býli: Bjarni Bjarnason (43 ára) og kona hans Guðrún Árnadóttir (46 ára), 10 í heimili. Samtals í Tjarnarkoti 26 manns.
Narfakot 1. býli: Jón Magnússon (35 ára) og kona hans Halla Arnadóttir (36 ára), 12 í heimili.
Narfakot 2. býli: Jón Þórðarson (35 ára) og kona hans Margrét Jónsdóttir (28 ára), 8 í heimili. Samtals 20 manns í Narfakoti.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot: Jón Gunnlaugsson (41 árs) og kona hans Rósa Ásgrímsdóttir (43 ára), 5 í heimili.
Samtals í Innra hverfi 155 manns.“

Í „Fornleifaskrá Reykjanesbæjar“ frá 2008 segir um Innri-Njarðvík: „Annað [merkilegt] slíkt svæði er að finna við tjörnina í Innri – Njarðvík.
Bæjarrústir Ólafsvalla og Hólmfastskots eru þar að finna, ásamt fallegum gerðum, stórum öskuhaug og vel varðveittum brunni. Rústirnar eru heillegar og umhverfið er snoturt“. Meira var nú ekki að finna í fornleifaskránni um minjar í Innri-Njarðvvík.

Heimildir:
-Í Jarðamati á Íslandi 1858.
-Faxi, 3. tbl. 01.03.1984, Fróðleikur um Njarðvík, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 78-84.
-Faxi, 6. tbl. 01.06.1970, Njarðvíkingar á 19. öld, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 87-94.
-Faxi, 10. tbl. 01.12.1970, Njarðvíkingar á 19. öld; Guðmundur A. Finnbogason, bls. 179-181.
-Fornleifaskrá Reykjanesbæjar, Sandra Sif Einarsdóttir og Bjarni F. Einarsson, 2008.

Njarðvík

Innri-Njarðvík (MWL).

Stekkjarkot

Reykjanesskaginn á sér magnaða sögu.

Jón Thorkellis

Jón Thorkellis – minnismerki.

Íbúarnir hafa hins vegar oft verið meira sem þátttakendur en gerendur í hinum stærri atburðum, s.s. atburðunum í kjölfar átaka Englendinga og Þjóðverja og aftöku Jóns Arasonar. Mikil umferð fólks var um svæðið alls staðar af landinu, það kom á vertíðir og fór síðan. Kot voru mörg hver lítil og oft nýtt til tiltölulega skamms tíma, sbr. Stekkjarkot í Narðvík. Höfuðbýlin voru fá, en lítt ríkmannleg, með örfáum undantekningum.
Í seinni tíð má segja að á Reykjanesskaganum hafi nútíminn verið stærri en sagan, en víða úti á landi hefur sagan verið stærri en nútíminn (SÁJ).

Njarðvík

Kot í Innri-Njarðvík.

Þannig hafa íbúarnir vera meira uppteknir af því að hafa ofan af fyrir sér með niðursoðnu afþreyingarefni en leita þess í sögunni, þjóðarmenningunni. Landsbyggðin hefur hins vegar notið fortíðarinnar og nýtt sér hana til framtíðar. Hvorutveggja eru þau næringarefni nútímans, sem maðurinn þarnast til að geta verið sæmilega sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt.

Víðast hvar í heiminum er verið að leggja aukna áherslu á nýtingu áþreifanlegra minja til að gera íbúnum og gestum þeirra mögulegt að „þreifa á“ uppruna sínum.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að uppruninn er sú auðlind, sem allt annað er á eftir kemur byggist á.
Þróun er afbrigði þess þekkta. Sá, sem ekki þekkir, kemur hvorki til með að geta þróað eitt né neitt.

Njarðvík

Innri Njarðvík – Áki Grenz.

Kirkjuvogur

Haldið var að Stekkjarkoti í Njarðvíkum.

Stekkjarkot

FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.

Stekkjarkot var byggt 1855. Jón og Rósa bjuggu þar í u.þ.b. hálfa öld. Eignuðst þau þrjár dætur. Kotið var tómthús og grasbýli og dæmigert fyrir slík býli á 19. öld, en jafnframt var róið til fiskjar eins og títt var um útvegsbændur við ströndina. Síðast var búið í kotinu til 1924, en þá fór það í eyði. Jón var frá Vatnsleysuströnd, en er hann hugðist kvænast Rósu var hann gerður arflaus eftir föður sinn. Hann valdi ástina. Mikil umferð ferðamanna var um Stekkjarkot, en þar stöldruðu þeir við áður en þeir héldu yfir Fitjarnar, sandleirurnar, sem áður gátu verið mikill farartálmi á leiðinni um Njarðvíkur. Brunnur er norðan við túngarðinn í Stekkjarkoti og gömul tóft suðaustan við það. Kotið var endurbyggt fyrir nokkrum árum og er nú safn.

Stekkjarkot

Brunnur við Stekkjarkot.

Fitjakot var norðvestar, en það fór í eyði vegna ágangs ferðamanna, en hestar þeirra hreinlega átu upp túnin og þar með fólkið út á gaddinn.

Á vefsíðu Reykjanesbæjar segir um Stekkjarkot: „Hvernig skyldu menn hafa búið hér áður fyrr, fyrir daga bárujárnshúsa og áður en íslenska steinsteypuöldin gekk yfir.

Stekkjarkot er endurgerð á hefðbundinni þurrabúð eins og þær voru kallaðar og voru algengiar hér í eina tíð.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Þeir sem bjuggu í þurrabúð máttu ekki halda skepnur, s.s. kýr eða kindur. Slík kot voru ávallt byggð á landareign annarra og borguðu kotbúar fyrir afnotin til dæmis með sjávarfangi eða þeir réru á bátum landeigandans. Þurrabúðafólkið varð þannig að treysta algerlega á það sem hafið gaf og oft var þröngt í búi ef illa fiskaðist.

Kotabyggð var fyrsti vísirinn af þéttbýliskjörnum við sjóinn en þótt finna megi heimildir um slíka byggð langt aftur þá er það ekki fyrr en á 19. öld og einkum þeirri 20. sem slík þéttbýli náðu að festa rætur við sjávarsíðuna hér á landi.“

Stekkjarkot

Stekkjarkot – útihús.

Á Safnavef Reykjanesbæjar segir: „Ákveðið var að endurreisa Stekkjarkot á hátíðarfundi sem haldinn var í tilefni 50 ára afmælis Njarðvíkurkaupsstaðar árið 1992.
Ári seinna var kotið opnað með hátíðlegri athöfn að viðstöddum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Stekkjarkot var þurrabúð og gefur hugmynd um bústaði sem algengir voru á þessum slóðum í eldri tíð. Þurrabúð merkti að íbúarnir máttu ekki halda skepnur, s.s. kýr eða kindur. Slík kot voru ávallt byggð á landareign annarra og borguðu kotbúar fyrir afnotin til dæmis með sjávarfangi eða þeir réru á bátum landeigandans. Þurrabúðafólkið varð þannig að treysta algerlega á það sem hafið gaf og oft var þröngt í búi ef illa fiskaðist.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Kotabyggð var fyrsti vísirinn af þéttbýliskjörnum við sjóinn en þótt finna megi heimildir um slíka byggð langt aftur þá er það ekki fyrr en á 19. öld og einkum þeirri 20. sem slík þéttbýli náðu að festa rætur við sjávarsíðuna hér á landi.

Það kot sem nú hefur verið endurreist er nokkuð dæmigert um sambærileg kot. Það á sér slitrótta sögu fyrst er það byggt upp úr miðri 19. öld (1855-1857) búsetan þar lagðist síðan af 30 árum síðar (1887). Kotið var byggt upp aftur árið 1917 en rétt tæpum 7 árum síðar var kotið komið í eyði. Reyndar hafði það náð því að verða grasbýli um 1921 sem hefur gefið kotverjum rétt á að hafa einhverjar skepnur.

Stekkjarkot

Í Stekkjarkoti.

Kotið sem við sjáum núna er byggt með stuðningi endurminninga eins af síðustu íbúunum. Eldri hlutinn á rætur aftur til 19. aldar þar er hlóðaeldurinn. Sagt er að þar hafi vinnukona búið og haft með sér barnunga dóttur sem sváfu þar í fleti. Yngri hlutinn er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð, komin kolaeldavél og ekki virðist hafa farið illa um heimilisfólk.
Þetta er að sönnu ekki löng saga en gefur innsýn í þennan síðasta hluta merkilegrar sögu kotbyggða við ströndina.

Kotið er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar, það er opið eftir samkomulagi.“

Þá var haldið í Hafnir, Kirkjuvog og Kotvog.
Hafnir sunnan Ósabotna, var mikill útgerðarstaður hér áður fyrr. Kirkjan í Höfnum, Kirkjuvogskirkja, var byggð 1861. Það var Vilhjálmur Kr. Hákonarson, sem lét byggja kirkjuna á sinn kostnað. Sagt er að hún hafi kostað 300 kýrverð. Hún er timburkirkja og var upphaflega bikuð að utan með hvítum gluggum. Handan við kirkjuna hefur verið grafinn upp skáli, sem talinn er geta hafa verið frá landnámstíð.

Hafnir

Kirkjuvogskirkja 1970.

Löngu síðar var hún svo múrhúðuð að utan og ljósmáluð. Á árunum 1970-72 var kirkjan endurreist frá grunni og færð til upprunalegs horfs undir umsjón þjóðminjasafns Við Reykjanesveginn í Höfnum er akkeri mikið landmeginn vegarins við björgunarstöðina. Akkerið er af skipinu Jamestown sem rak mannlaust upp í Ósabotna 1870.

Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír.

Kotvogur

Kotvogur og Kirkjuvogur.

Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Chr(istinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði og á vindfána kirkjuturnsins. Vilhjálmur átti 2 dætur. Önnur þeirra hét Anna.

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur á Stað í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.

Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn. Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.

Kotvogur

Kotvogur.

Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni. Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón.

Kotvogur

Kotvogur.

Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum – víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins.

Hafnir

Sandgræðslugirðing ofan Hafna.

Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu
Gríðarlega stórt tréskip, hlaðið timbri, á land nálægt þar sem heitir Hvalsnes á milli Þórshafnar (verslunarhöfn á 19. öld) og Hestakletts nokkru norðan Ósa og gegnt þorpinu. Skipið, sem hét Jamestown og var frá Maine í Bandaríkjunum, rak að landi mannlaust og var auðséð að það hafði verið lengi á reki. Þetta gerðist að morgni hvítasunnudags þann 26. júní 1881. Skipið, sem var þrímastrað og þriggja þilfara, var sagt tröllaukið að stærð.

Jamestown

Annað ankeri Jamestown í Höfnum.

Jamestown mun hafa verið með stærstu seglskipum á 19. öld; á lengd svipað og fótboltavöllur og líklega mælst um eða yfir 4000 tonna skip á okkar tíma mælikvarða. Gríðarlegu magni af timbri, sem allt var plankar, var bjargað úr skipinu og flutt á brott. Timbrið var notað til húsbygginga á Suðurnesjum og víðar, t.d. austur um allar sveitir. Þó var það einungis hluti timburfarmsins því áður en tókst að bjarga meiru brotnaði skipið í spón í óveðri. Rak þá talsvert af timbri á land. Sögusagnir um annan farm skipsins virðast ekki hafa verið á rökum reistar. Sumarið 1989 var einu af 4 akkerum þessa risaskips lyft upp af hafsbotni þar sem það hafði legið í 108 ár. Að því verki stóðu tveir Hafnamenn. Akkerið og hluti af akkerisfestinni prýðir nú hlaðið framan við fyrrum Sæfiskasafnið við Hafnagötu í Kirkjuvogshverfi. Hin akkerin ásamt lengri akkerisfesti höfðu fyrir löngu verið flutt til Vestmannaeyja þar sem festin var lengi notuð sem landfesti smábáta í höfninni.

Heimildir m.a.:
-leo.is
-https://visitreykjanesbaer.is/upplifun/stekkjarkot/
-https://sofn.reykjanesbaer.is/byggdasafn/vidburdir/Stekkjarkot-2

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Íslendingur
Bærinn Stekkjarkot er við Njarðvíkurfitjar, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur. Stekkjarkot var síðasti torfbærinn í byggð, í Njarðvík. Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti.
StekkjarkotBúið var á bænum í um þrjátíu ára skeið en þó með hléum, á árunum 1857 til 1924. Stekkjarkot var þurrabúð og þar lifði fólk á sjósókn. Þurrabúð er verustaður fyrir sjómenn sem eiga sér ekki fastan viðverustað en leigja af bændum skika undir hús og fá aðgang að sjó. Þurrabúðin hafði hvorki ær né kýr. Þess vegna eru engin gripahús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyrum og göngum í skúrbyggingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði.

Stekkjarkot

Stekkjarkot – skilti.

Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á útihúsinu. Matarkostur ábúenda var nú alls ekki fjölbreyttur og var því ekki úr miklu að moða. Helsta fæða ábúenda var tros, þ.e. fiskhausar, fuglakjöt og egg, svo að eitthvað sé nefnt. Síðustu ábúendurnir (1921–1924) bjuggu þó við mun betri kjör. Þau áttu eina kú sem geymd var innst í göngunum. Í túnjaðrinum var kálgarður sem þótti gefa vel af sér. Það má segja að ábúendur í Stekkjarkoti hafi verið þekktir fyrir uppskeru sína þar sem að kálgarðurinn þótti frægur hvað varðar góðar kartöflur og næpur. Túngarðurinn í kringum húsið er afmarkaður með grjóthleðslu og önnur grjóthleðsla er í kring um kálgarðinn.
Þjóðleiðamót voru við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur er lágu til Grindavíkur og Hafna, þjóðleiðirnar milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Stekkjarkot stendur skammt frá þessum fyrrum, grasi grónu, gatnamótum.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856-’60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist Stekkjarkot í eyði í um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjórum árum síðar var þar orðið grasbýli, en svo voru nefnd býli á húsmanns-
lóðum, þar sem voru smávegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið umtalsverðar í Stekkjarkoti, en örlítill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólargeisli að mjólkukýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í brunn neðan við norðurgarð kotsins. Áleiðis að honum liggja hlaðnar tröppur. Annað sem fylgdi Stekkjarkoti var bátasskýli og saltbyrgi við Stekkjarkotsvör.

Stekkjarkot

Í Stekkjarkoti.

Inn úr bæjardyrunum er komið í breið göng sem hafa nýst sem geymsla, m.a. annars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjósóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eldhús með kolaeldavél frá síðustu árum búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstofuna þar sem fjögur rúmstæði eru meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924 eins og fyrr segir.
Eftir endurgerð Stekkjarkots 1994 var byggt útihús sunnan við kotið. Það ber fjósmerki, en tilgangur þess var ekki síst að uppfylla skilyrði um nútímalega salernisaðstöðu. Í því fer ágætlega saman slík aðstaða gamla tímans og hins nýja.
Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjórn Tryggva Hansen.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.